Spor í Sandi, kristileg síða.

                                                                  Fræðsla um trú, ásamt ýmiskonar afþreyingarefni.
                   Umsjónarmaður.
                                  Konráð Rúnar Friðfinnsson.


Sagan

Saga okkar íslendinga er víða til og víða hægt að leita fanga fyrir fólk sem sækist eftir að heyra söguna og eða segja öðrum söguna um þetta land.

Nútíma tækni gerir okkur kleyft að ræða við náungan um hvaðeina sem er að gerast í hinu daglega.  Og til verður lýsingu á því sem hæst ber og um leið ómetanlegar heimildir um liðna daga.

Verðmæti slíkra samtala og fræðslu aukast eftir því sem lengra líður frá atburðum. 

Að varðveita efni hefur gilt kringum sumt hér hjá okkur en ekki nærri allt.  Enda erfitt að eiga við og áhöld hvað skuli varðveitt og hverju fleygt og er matsatriði á hverjum tíma.

Að varðveita söguna hvort sem er í mynd- hljóð- eða skrifuðu formi mun kynslóðir framtíðar meta sem fær þá aðgang að þessu efni. 

Eru íslendingar æ betur að skilja mikilvægi þess að varðveita eigin sögu.