18 júní 2021.

Merkilegt að skoða út frá Biblíunni og fá að sjá gegnum fræðslu Orðsins á hvaða Biblíutíma við lifum:

„2 Tímóteusarbréf. 1- 5.  

Fyrir augliti Guðs og Krists Jesú, sem dæma mun lifendur og dauða, heiti ég á þig með endurkomu hans og ríki fyrir augum:  Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma.  Vanda um, ávíta og uppörva með stöðugri þolinmæði og fræðslu.  Því að þann tíma mun að bera er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu heldur hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það sem kitlar eyrun.  Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að kynjasögum.  En ver þú algáður í öllu, þol illt, ger verk fagnaðarboða, fullna þjónustu þína.“-

Páll byrjar á að segja við mig að ég skuli predika Orðið, lifa Orðið og hugleiða Orðið öllum stundum.  Hvað merkja Orðin „Í tíma ótíma“- annað en þetta? 

Páll leggur alla áherslu á Orð Guðs og segir um að það muni verja mig fyrir allskonar ytra áreiti sem uppi er og ég gæti látið lokkast af og hörfað burt frá sannleika Guðs.  Hann bendir þessu til staðfestingar á að fólk, ekki veikbyggðara fólk heldur en ég er, hafi leiðst afvega af þá fyrst og fremst eigin vali.  Og úr því að það gat farið með sjálft sig þangað, að hví þá ekki ég?  Ég er ekki öflugri þessu fólki.  Kennsla Orðsins miðar mikið við að menn, ég, meti sjálfa sig ekki ranglega er kemur að eigin styrk heldur rétt.  Orðið er mælikvarðinn.  Við höfum vítin til að varast og getum séð þau allt í kring og birtist í fólk líku mér og þér, sem allt gat valið betri kost og Guðlegri en það kannski gerði.  Þetta eru vítin sem verið er að benda á og Guð leggur áherslu á.

Hann segir að ég skuli vanda um, ávíta með stöðugri þolinmæði og fræðslu.  Fræðslu í hverju?  Í fyrst og fremst Orði Guðs og bendir í næstu línu á hvers vegna.  Þar bendir Páll á fráfall sem muni verða hjá Guðs fólki sem einhverra hluta vegna vill frekar taka aðra kennslu inn en beinharða kennslu í Orði Guðs.  Og hann segir meira og talar beinlínis um að fólk muni ekki þola Orð Guðs töluð í sín eyru.  Af ástæðu sem er nokkuð augljós.  Henni að í augum þessa fólks er Orðið, þetta Orð, að höggva endalaust í það og fólkið því orðið smá þreytt á Orðinu og vill leita út fyrir kennslu Orðsins sjálfs.  Og þá til manna sem eru með kennsluna svolítið léttari, fínlegri og penni og um leið þægilegri eyrunum en beint Guðs Orðið er því.  Að svo fór skeði hægt og bítandi en ekki með einum vettvangi.  Sumt er lúmskt.  Og hvað eru sögur sem kitla eyrun og Orðið segir um að kristið fólk muni hópast utan um annað en lúmskt bragð til fá hina kristnu burt frá Orði Guðs?  „Þessu ómögulega Orði.“- Af hverju hvarf ég til sagna sem kitla eyrun og kynjasagna nema af því að vera orðin smá þreyttur á „Þessu þarna Orði Guðs?“-

Hvernig getur það skeð að ég, fylltur Heilögum Anda, þreytist á göngunni með Guði og einkum og sérílagi Orði Guðs?  Af mörgum ástæðum skeður það.  Eitt er að við, ég, er ekki alltaf sérlega góður við fólk og á í mesta basli við að taka háttaskipti hugarfarsins.  Takist mér ekki að beisla hugann undir vilja Guðs eykst möguleikinn á að ég gæli um of við syndina og forherðist af henni í hjarta.  Þetta eru tímarnir sem nú eru uppi og allir geta séð sem vita skil á Orði Guðs að sé.

 

 

 

 

 31 maí 2021

Að trúa felst í máttur.  Kannski hljómar slík yfirlýsing ekki vel í allra eyrum.  Að trúa engu og efast um allt og alltaf er af hreinni svartsýni og komin af máski röð vonbrigða sem þegn hefur gengið í gegnum í sínu lífi.  Og nóg er til af slíku í lífi manneskja og ekki hafa þær heldur alltaf farið gætilega með eigið líf.  Er það ekki annars rétt? 

Marga hegðun manna má rekja beint til máttar ákvörðunarinnar og rangra beygja hér og hvar í þessum degi og eða hinum.  Dagurinn skiptir öllu máli er upp er staðið.  Mikilvæg hugsun að eiga. 

Þó ungur að eigin áliti viti allt veit hinn eldri að sé alröng niðurstaða og að hin ungi þvert á móti þurfi að hlusta á sér eldra og reyndara fólk.  Vandinn þarna er oft að hin eldri fæst illa og ekki til að tjá sig og gerir í einhverri uppgerðar hógværð sem ég að minnsta kosti fatta ekki af hverju stafi.  Allt skynsamt fólk meðtekur reynslusöguna og sér gagnsemina og jafnvel, ekki víst, breytir eftir henni fyrir sitt lif.  Og hvað gerist?  Jú, það lendir í sama.  Sem var hvað?  Gott eitt.  Gott nefnilega býr á þessum vegi sem reynsla manneskju benti á og ungur meðtók og valdi er árin færðust yfir að fara og uppskar eigin gæfu.  Bæði gott og vont er í boði en okkar að velja.  En til að velja rétt þurfum við fræðslu reynslunnar sem hjálpar til og styttir okkur leið að markinu.  Og komum við þá aftur að mikilvægum þætti trúar sem í eðli sínu heldur utan um okkar góðu áætlanir og birtir mynd af hamingju, í mynd velsældar, ímynd farsældar og í mynd alls hins sem við vildum og trúin færði okkur.  Hvað um farsæla hjónabandið sem gaf fólki gott fjölskyldulíf og indæl og prúð börn?  Tölum líka um góða fjölskyldulífið sem gekk og gengur með okkur en ekki bara fjölskyldulífið sem splundruðust og allt fór upp í loft hjá.  Og ekki vera með löngun uppi um að grýta fólk sem hefur vilja til að benda á þessa staðreynd.  Bendum heldur að lífið sé eintómir vegir og að við veljum sjálf hvaða veg við förum, eftir að fullorðinsárum er náð. 

Sumir hlusta á reynslu annarra manna og velja þeirra gæfuleið og uppskera sjálfir sömu gæfuspor.  Lærum af hvoru öðru og segjum reynslu okkar en gerum ekki sem skipun, boð og bönn né neitt svoleiðis til að hið góða komist fram fyrir hið illa og berist fólki til eyrna.  Það gæti orðið fyrsta skref að mörgu góðu.  Hver og einn gerir það sem hann vill en hefur nú heyrt og getur, sé vilji til staðar, vegið og metið efnið, hvort það henti.  Einnig er staðreynd að engin tekur ákvörðun fyrir nokkra manneskju sem hefur aldur til.  Oh, hvað við vildum það.

Við þurfum trú og að geta treyst einhverju sem annað fólk er að segja og muna að hið slæma sem reynslan vildi deila með okkur er annar vegur en gæfuvegurinn sem við völdum að fara og að hann því miður sjái bara sumir en við, sum okkar, komum auga á og fórum og uppskárum ríkilega og ber að segja öðru fólki frá.  Einnig er gott að muna að vegskömmin með ógæfunni á er annar vegur en gæfuvegurinn.  Allir vita að til að fara inn á veg til ákveðins staðar þarf til rétta beygju.  Hvar þessi afleggjari er kemur reynsla manna til hjálpar og vísar leiðina að honum.  Við þurfum trú og skilning á að leiðsögn annars fólks er hjálpleg.  Þegi reynslan, gerist oft, er hún til lítils gagn og jafn lítils gagns og trú sem fær ekki að tala né hefur verk til að sýna nokkurri manneskju.  Eftir að ég hef þegið upplýsingar reynslunnar fæ ég raunverulegt val sjálfur um að fara þennan og hinn veginn eða hafna.  Viti ég hvað sé á honum gæti það verið mitt gæfuspor að fara hann ekki.  Fari ég hann mættir mér versta hryggðarmynd.  Og hver vill fyrirfram klúðra lífi sínu?  Samt gera það margir. 

Reynslan gerir bæði og bendir á veg til gæfu og annan til óheilla.  Lífið er ekki tóm misnotkun á öðru fólki þó sagnir um slíkt fari hátt um þessar mundir.  Allt eru þetta vegir sem margt eða fátt fólk er núna á.  Einnig þurfum við trú til að átta okkur á að sumt fólk tali rétta kennslu með því sem það tjáir sig um.  Reynsla fólks er ekki lygarinn.  Vantrúin gæti verið það.

 

 

 

 

30 maí 2021

Hér um árið og þegar maður á sínum tíma var enn á flutningaskipunum kom fyrir að skipið flytti grásleppuhrognatunnur sem búið var að fullverka hér heima og selja til kaupenda á mest Norðurlöndum, að eigendur tunnanna bæðu mann um, eða okkur sem sáum um að hífa vöruna um borð, spilmennina, að sínar tunnur yrðu hafðar sér í lestinni.  Á þessum tíma voru framleiðendur og verkendur grásleppuhrogna margir hringinn í kringum landið og sumir með bara fáar tunnur sem þeir komu með til skips eftir vertíðina.  Líklega þá „Hoppí grásleppu kallarnir“- með hugsanlega fá grásleppunet í sjó og um leið litla framleiðslu en var, eðlilega, annt um hana og vandað alveg sérstaklega. 

Allir sjá að útilokað er að verða við slíkri beiðni einstaklinga verandi um borð í skipi sem þræðir hafnir landsins og fer oft úr seinustu höfn á Íslandi með fullt hjá sér upp í lúgur af þessum grásleppuhrognatunnum.  Þetta var fyrir tíma gámavæðingarinnar og á meðan tunnur enn eru hífðar um borð í stykkjatali fjórar eða sex saman í hverri hífingu, muni ég þetta rétt, en mann vel eftir svona beiðnum frá þessum mönnum á bryggjunni.  Fyrir utan svo það að þá var það ekki í verkahring okkar hásetanna að skipuleggja lestina heldur yfirmanna skipanna.

Fyrir margt getur maður þakkað og líka að hafa fengið að vera með í þessu verksfyrirkomulagi.  Eftirminnilegt í huganum sem gerbreyting hefur orðið á.  Eins og líka flestu öðru hér hjá okkur. 

 

 

28 maí 2021

Er það ekki sannleikurinn með þessa Stjórnarskrá sem Danski kóngurinn kom með til íslendinga hér um árið að frá þeim tíma hafi íslenskir stjórnmálamenn, sem við kjósum, munum það, verið að gera hana æ íslenskari með ýmsum ákvæðum sem komið hafa í hana gegnum áratugina.
Hvað er rangt við að leyfa jafn mikilvægu plaggi og Stjórnarskrá ríkis að taki jafnvel langan tíma að verða til og að smásaman þróast?
Plaggið sem okkur var fært þá er ekki sama plagg og við notumst við í dag nema að verulega litlu leiti, tel ég.
Tel og að Stjórnarskráin sé að verða sífellt íslenskara plagg og að við þurfum ekki nýja á meðan þessi þróun mála er á og allra síst eitthvað „Hippaplagg“, eins og ég alltént sé þetta uppkast sem af mörgum er kölluð Nýja Stjórnarskrá Íslands. Með allri virðingu fyrir þeirri vinnu allri saman.

 

 

 

 

27 maí 2021

Margt hefur breyst hin síðari ár og allskonar áherslur núna sem lítt var um áður.  Og menn tala um opnara samfélag.  En hvað merkir „opnara samfélag“ og að hvaða leiti er það opnara en verið hefur?  Sjá þetta kannski allir og spurningin því út í Hróa...?  Vissulega er umræðan talsvert kominn út á annan vettvang en áður tíðkaðist og er margt í ljósinu sem myrkrið áður huldi og eða með öllu gleypti.  Gott að leyfa ljósinu að leika um falin og vond verk manna sem jafnvel hafa verið grafin í áratugi og sum í aldir.  Rétt er það að okkur beri að fletta ofan málum, en þá fyrst og fremst til lærdóms en ekki fyrirfram til sakfellingu og áður en yfir mál hefur verið farið og gerð eftir rannsókn réttkjörinna dómsyfirvalda.  Ég né þú erum ekki réttkjörið dómsyfirvald en höfum skoðun, sem ekki er það sama.  Ég get eins og annað fólk haft á lofti bendandi fingur og dæmt til hægri og vinstri, standi vilji minn í þá átt.  En um það allt veist þú víst betur en ég, og ert það fyrirgefið.

Að hvaða leiti hefur þetta þá breyst?  Er samfélagið miklu betra núna en það áður hefur verið?  Og hvað merkir opnara samfélag?  Opnara þá hverjum og á hvaða hópa var þá með öllu lokað og hví var lokað á þá?  Var einhvertímann látið á það reyna hvort þeir kæmust að? 

Rétt er að mörgu sé hafnað og verður mörgu áfram hafnað eins og alltaf hefur verið gert.  Og svona bara er vor yndislegi lífsgangur að ekki fá allir nærri allt sem þeir helst vildu og telja að jafnvel ætti að vera í forgangi.  Undir svona málflutning taka sumir og gera með léttum leik og fullyrða sig hása um að núna sé allt svo miklu „frjálsara.“  Skelfileg skrumsæling hefur orðið á meðförum orðsins „frelsi.“  Því stórmerkilega fyrirbæri.  En það er önnur saga. 

En er þetta rétt?  Má efast um slíkar fullyrðingar manna og kvenna?  Verður samfélag opnara bara af því að hafa opnað á einhverja tiltekna umræðu en um leið máski loka á aðra umræðu sem talin var gild og jafnvel góð en fær ekki lengur rými hjá fólki og kannski vegna fyrirferðar hinnar sem gýs upp eins og gos og varir eins gos mislangan tíma og er svo hætt?  Og máski líka gleymd. 

Umræða öll er upp og niður og út og suður og sniðinn eigin stakkur.  Að hvaða leiti er umræðan í dag skárri henni sem áður tíðkaðist og taldist þarfleg en heyrist ekki lengur og verið slegin af?  Benda sem sagt reiðilestrarnir og ákærurnar okkur á þetta opna samfélag?  Ekki mér alltént.  Veit ekki með þig.  En akkúrat þessu hefur vaxið þvílíkur fiskur um hrygg.  Er þetta af opnara samfélagi?  Ætli ekki heldur af reiðara samfélagi og meira ákærandi samfélagi.  Mikið er í dag um reiðilestra og ákærulestra fólks. 

Gott er að hafa í huga að aðaldómarar hverrar þjóðar eru skipaðir til embættis af ráðherra ríkistjórna lýðræðisríkja og fá þaðan sín völd til að komast að niðurstöðu um refsingar, séu þær inn í myndinni eða sýknu, þar sem við á.  Sýkna í dómsmáli má ekki verða eitt skammaryrðanna í voru máli, eins og margt bendir til hafi gerst.  Þið vitið, umræðan um eldklára lögfræðingateymið sem alltaf fann smugurnar, og það allt kjaftæði.  Á hvað bendir slík yfirlýsing‘  Hvað annað en fals?  Tortryggnin er út um allt.

Er þetta ekki mikið með þessum hætti núna að blöð og útvarpsmiðlar, oft, ekki alltaf né allir, ásamat samfélagsmiðlunum, átt við þar sem menn geta sagt skoðun sína heima við og sent frá sér, berast reiðilestrar um augljósa og bullandi sekt fólks án þess að nokkur maður, að sjá, spyrji sig spurningarinnar um hví blessað fólkið sé þá ekki dæmt úr því að málið sé svona morgunntært?  Gæti verið að málið liggi ekki neitt ljóst fyrir?  Væri slíkt fræðilegur möguleiki.  Eða er algerlega út úr kú að álikta í þessa veru?  Af hvað leiti er samfélagið opnara nú en verið hefur?  Er svarið ekki bara að það sé villtara og stjórnlausara? 

 

 

 

 

 

 

 

21 maí 2021

Merkilegt er að skoða plailistan á Spotify er kemur að spilun Bítlagana og sjá að nýjustu lög þeirra hafa talsvert meiri spilun en fyrri lög hljómsveitarinnar.  Hafa skal í huga að nýjustu lög The Beatles eru frá 1969 með seinustu plötu hljómsveitarinnar Abbey Road.  Paul berfættur, Woksvagen bjalla og tölur númerplötu bílsins sem varð vettvangur sagna og vangavelta fólks sem las út úr þeim dulin tákn og skilaboð sem engin veit hver voru.  Enda bara venjuleg númeraplata bílsskrjóðs af gerðinni Wolksvagen bjalla.  Ekkert merkilegt. 

Einhvervegin hefur maður samt á tilfinningunni að eldri lög þeirra séu meira spiluð svona dags daglega en yngri söngvarnir. 

Í mínum huga er fyrstu plötur sveitarinnar meira merktar gleði- og hressari söngvum en síðar varð er meiri alvarleiki færðist í tónsmíðar kappanna.  Sem er eðlilegt er menn vaxa frá barnslegu eftirvæntingunni sem gengur með þeim um tíma í alvarleika fullorðinsáranna sem færa mönnum allskonar reynslu og blæs burtu öllum barnalegum hugsunum.

Bítlatímabilið er með merkilegri köflum mannkynssögunar og engin bábilja þó sagt sé að hafi skilið hvað ánægjulegustum minningum eftir handa þeim sem upplifðu og bárust með og búa enn við í hjarta sér. 

Munum samt að Bítlaæðið er mannaverk og einnig að þau geta gert allskonar sem fegrar umhverfið og skilur eftir röð góðra minninga sem stríð aldeilis eru ekki fær um að gera né nokkur annar í ófriður af hvað sort sem er. 

Og er ekki bara ágætt að eiga Bítlaárin til í sögunni sem segir okkur heilmikið um hvað menn geti líka gert og hundruð milljóna manna og kvenna allstaðar af úr heiminum á vorum tíma taka undir og viðurkenna að hafi skeð?

 

 

 

 

5 maí 2021

Alþingismenn á Íslandi eru kosnir á fjögurra ára fresti og hin síðari ár því ítrekað spáð að Sjálfstæðiflokkurinn gjaldi afhroð í næstu kosningum.  Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn styrk sínum, þó ekki sé hann í neinu samræmi við það sem eitt sinn skeði er hann var um 35%. 

Núverandi ríkisstjórn fékk það erfiða verkefni að glíma við heimsfaraldur.  Verkefnið hefur tekist með ágætum og kjör fólks í faraldrinum ekki nærri eins lök og sennilega væri án inngripa ríkisins og ef það hefði haldið að sér höndum en gerði ekki heldur kom inn með talsvert fé til aðstoðar einstaklingum og fyrirtækjum í borg og bæ að af varð verulegur styrkur er þessum fyrirtækjum var gert að loka, og þannig séð án neins undirbúnings.  Til að byrja með vissi engin hve langan tíma tæki faraldurinn að ganga yfir.  Komið er á annað ár frá því að fyrstu merki um Covid- 19 greinast í þessu landi. 

Hið gleðilega við málið er að einkum Ríkið hefur lært mikilvægi þess að koma skjótt að málum með fjarmagn til að fyrst og fremst að halda atvinnustigi uppi.  Hér glittir í visku því tíma tekur að keyra stöðvuð fyrirtæki aftur upp er þau loka, eða enda í gjaldþroti.  Að ekki sé talað um þau ósköp öll.  Hér má sjá nýstárlega hugsun og um leið áhugaverða. 

Það verður maður að segja ríkinu til hróss að hafa komið fljótt inn í verkefnið og hjálpað atvinnurekstrinum við að halda sér gangandi og mannskapinn á launum þó sjálfur reksturinn stöðvist tímabundið.  Með peningunum sem komu frá hinu opinbera varð fyrirtækjunum gert þetta kleyft á meðan starfsemin enn liggur niðri, sem er betri leið en að hafa menn á atvinnuleysiskrá.  Samt er atvinnuleysið of mikið en hefði að líkindum orðið meira án neinna inngripa ríkisvals.  Og engin gjaldþrotahrina kom.  Svona þarf ríkisstjórn líka að hugsa er þjóð gengur í gegnum kreppu, hvort sem er manngerða kreppu eða af öðrum óviðráðanlegri völdum.  Menn sem sagt sáu mikilvægi þess að það gerði sitt.  Kostir inngripa hins opinbera komu vel í ljós í faraldrinum og gerbreytti allri stöðu mála og svo komið að styttra er í að allt vinnist til baka og batteríið þá mikið til virkt og verður snögg af stað.  Tel að menn séu sammála um að ráðamenn hafi loks áttað sig á mikilvægi þess að vera með virkt atvinnulíf er kreppir að og að hjálpa til.

Í Bankahruninu, alþjóðlegt, var sagt:  „Við borgum ekki skuldir óreiðumanna“- Það samt fær ekki fríað ríkið af að gera allt sem á þess valdi er til að hjól atvinnulífsins snúist áfram en stöðvist ekki líkt og skeði nú, ekki í Hruninu, og er ljósið sem sjá má í Covid- 19.  Hrunið birti skelfingu gjaldþrotahrinanna sem eignir fólks og fyrirtæki voru hirtar í og peningar fuku út úr bönkunum og fólk tapaði inneignum á eigin bankabókum ætlaðar til sparnaðar.

Mörg voru mistökin sem gerð voru eftir hrun og fáeinir menn pikkaðir út og gerðir ábyrgir en voru sjálfir peð í stóru myndinni.  Geta heldur engir fimm eða tíu einstaklingar velt um koll öllu fjármalakerfi einnar þjóðar.  Slík fullyrðing stenst enga skoðun og tíminn mun leiða í ljós.

Sumir af þessum mönnum voru til yfirheyrslu og skoðunar af hinu opinbera í meira enn einn og hálfan áratug en hlusta þó ítrekað sýknudóma kveðna upp yfir sér og gengu loks út frjálsir menn frá borði og án ákæru.  Dómari götunnar sýknar reyndar engan og kann ekki aðferðina við verkið.  Allt var þetta á eftir útskírt með ofboðslega kláru lögfræðingateyminu sem endalaust fann smugur og göt í kerfinu en hið sanna að engin hefur roð í ríkið sem er með töglin og hagldirnar.  Það opnar leið að tölvupóstum, hlerun símtækja og allt annað sem rannsókn mála krefst og með sem er langt umfram getu hvaða einstaklings sem er og gerir leikinn ójafnan.

 

 

 

 

4 maí 2021

Lögmál Gyðinga sem Gyðingaþjóðin fékk með Móses eftir 40 daga samtal sitt við Guð á fjallinu og hann kom með niður til fólksins rituð á tvær steintöflur voru Guðlegt leiðsögutæki sem fólkinu var afhent sem útskírði fyrir því hvernig það skildi breyta í sínu daglega lífi til að vera Guði velþóknanlegur lýður.  Lögmálið varð til eftir beiðni fólks til Guðs um að hann kæmi upp nokkrum uppskrifuðum reglum sem það mundi fara eftir.  Ekkert mál.  Við vitum að þetta gerðist ekki og að Gyðingarnir þverbrutu Lögmálið.  Gat enda engin fylgt því og beinlínis  ekki annað en orðið en orðið brotlegir við Lögmál Móses er hann kom með það til þeirra.  Lögmálið sýnir okkur berlega að engin maður fylgir Guði óaðfinnanlega fyrir mátt Lögmáls.  Ekki heldur síns eigin lögmáls.  Það sem manni er gefið býr í Kristi og er blessun, náð og miskunn sprottið af trú manns sem kom með gjöf Heilags Anda.  Á þessum tveim gjöfum er gríðarlegur munur.  Í einungis náð, trú og miskunn Guðs er verkið gerlegt.  Þetta er málið og þangað skal kristinn maður stefna lífi sínu.  Og hann viðurkennir mikilvægi eigin trúar andspænis lifandi Guði.  Í til að mynda eigin bænaiðkun.  Jesú er sem sjá má allt málið en ekki mín eigin verk, orð, gjörðir, ölmusugjafir og það allt.  Trúin er allt í öllu og til hennar horfir Jesús og blessar frammi fyrir lifandi Guði sjái hann verk gerð í trú.  Það er Heilagur Andi sem er tengiliður manns við Guð en ekki verkin mín, bænir mínar form bænarinnar.  Ekkert af þessu er gilt nema trúin ein andspænis mínum upprisna Jesús.  Enda sjálft hreyfiaflið andspænis Guði sem með því setur allt af stað sem bæn vor er um.  Guð horfir á hjartað.  Og þetta vitum við og líka kennum.

Drögum fram eina mynd sem af og til hefur verið notuð sem einhver sérstök bæn sem hreyfi frekar við Guði en aðrar bænir fólks fá gert að talið er og er okkar á milli nefnd „Bæn Jabesar“- Skoðum þessa bæn áður en við förum lengra: 

Fyrri Króníkubók 6. 9-10.  9 Og Jaebes var í mestum metum af bræðrum sínum. Móðir hans nefndi hann Jaebes því að hún sagði: „Ég ól hann með kvölum.  10 En Jaebes hrópaði til Guðs Ísraels og sagði: „Blessaðu mig. Auktu við land mitt. Hönd þín sé með mér og bægðu frá mér böli svo að ég þurfi ekki að líða kvalir.“ Guð veitti honum það sem hann bað um.“- Fallegt.  Vissulega. 

En á hvað erum við hér að horfa?  Bæn trúarinnar.  Vissulega.

En hvað er þá sérstök Jabesarbæn í verki andspænis Jesús og hvað gerir hún umfram bæn beðna í trú sem borin er fram af hjarta sem trúir?  Að mínu áliti ekkert.  Fyrir mér er verkið bara tært lögmálsverk og eins og eins önnur lögmálsverk sem vilja stilla Drottni upp við vegg. 

Ef við skoðum hugsunina að baki Jebesarbæninni má segja að við raunverulega séum að segja við Drottinn að nú höfum við ákveðið að taka á honum stóra okkar í bæninni og notast við ekkert minna en heila „Jabesarbæn.“ Gott og það allt.  En mætti ekki líka skilja málið með þeim hætti að við með þessu værum að fá Drottinn upp að vegg og í raun segja við hann:  „Jæja Drottinn!  Ég gerði mitt!  En hvað ætlar þú að gera?“- Svona samt virka ekki hlutirnir í Jesús nafni.  Lögmálið uppfylltist með verkum Jesús og boðskapur hans einn stendur eftir og byggist á náð Guðs.  Af þá trú fólks.  Afl bænar liggur þar en ekki í hinu og þessu manngerða formi.

Og hvaða bæn kenndi Jesús lærisveinunum er þeir báðu hann?  Eina bæn og Faðir vor- bænina.  Einnig sjáum við hvernig hann bað í angist sinni í Getsemanne garðinum rétt áður en hermennirnir komu til að handataka hann eftir svik Júdasar.  Málið getur því ekki snúist um manngert form á bæn heldur trú í hjarta.  Trúarbænin er lykilafl.  Hve mörg okkar höfum ekki hrópað upp til Drottins þessi orð.  „Ég trúi, auk mér trú.“- Er þetta ekki málið umfram formið? 

 

 

 

2 maí 2120

Hvað af afþreyingu menn aðhyllist er erfitt að segja til um.  Þó hygg ég að þar sé músík í einhverju formi hátt skrifuð.  Músík er sem vitað er allskonar og fráleitt einhver ein lína sem menn geri og spili og syngi.  Maðurinn er stórkostlegra sköpunarverk en svo að unnt sé að setja hann í einn flokk.  Um hann verður aldrei neitt slíkt sagt en stundum talað eins og sé raunin.   Á hvað menn hlusti í tónlist er, ykkur að segja, engin leið að segja neitt til um.

Eins og áður segir hafa menn lengi velt því fyrir sér hvað sé gæðamúsík og gæðalist og hvaða léleg músík og hvað skari framúr í tónlist. 

Er pönkið fyrst kom fram fannst mörgum nú ekki mikið til koma og sögðu að Pönk væri ekki músík fyrir fimm aura.  Þarna sjáum við að eitthvað er að og hafi skolast til.  Sannleikurinn er að stór hópur manna aðhylltist Pönk.  Og hvernig dirfumst við að setja þetta fólk á einhverja lélega hillu og við svo oft gerum?  Við erum misjöfn og ráðum illa við hvern tíðaranda fyrir sig.  Pönkið kom í sínum tíðaranda.  Og ekki voru allir pönkararnir kjánar sem flykktu sér utan um það.  Væri slík ályktun ekki misráðið verk?  Sanngirnin teldi svo vera.  Pönkarinn og hinn sem hlustaði og fylgdi pönkstefnunni eru bara manneskjur og hvorki betri né veri manneskjur en ég og þú og skíringin að fólk er ekki einsleitur hópur heldur er hver einstaklingur sérstakur, einstakur, með sinn eigin smekk og eigin stíl.  Málið er ekkert flókið.  Við sjáum að sitt sýnist hverjum og verður aldrei neitt öðruvísi en eð þeim hætti. 

Eina bitastætt sem segja má um gæði er þegar höfundar, hljómsveitin sem leikur verkið með þeim, segjum það, gerir ekki sitt besta hvort sem er í upptöku eða standandi á sviði.  Þetta gæti verið mælikvarði og líklega eini bitastæði mælikvarðinn er kemur að öllu svona.  Flestir af þessum tónlistarmönnum leggja sig alla fram um að skila af sér góðu verki og vilja ekki viljandi frambera svikna vöru sem vel má segja um að væri, slái menn slöku við að þessu leiti.  Og þar gæti vel verið brotinn pottur. 

Fyrir kemur að mönnum mislíki verk annarra og jafnvel tjái sig um en margir gera strangt til tekið af góðum huga og honum að mögulega þekkja til viðkomandi og viti deili á hæfileikunum sem með honum búi og að viðkomandi hefði getað gert betur en útkoman sýndi.  Raunverulega má líta á slíka aðfinnslu sem meðmæli til hins og um leið væntumþykju hans sem álitið gaf en ekki beint skot, sem svo auðvelt væri að upplifa, og líka gæti vel verið inn í myndinni.  Ekki et allt fólk heiðarlegt í samskiptum sínum við aðra.  Talsverðan þroska þarf til að líta slíkt réttum augum og vinna rétt með. 

Hafi menn sjálfir metnað, flestir sem skapa eiga hann til, pönkarinn einnig, gerir að verkum að það sem frá slíkum einstaklingi kemur eru gæði, sem á eftir má deila um hvort séu og er nokkuð sem ég get aldrei gert nema talað út frá mér sjálfum og mínum eigin smekk.  Þú mögulega og hugsanlega ert ekki sama sinnis.  Og líka mátt.  Svona er list handleikin. Tal mitt né tal þitt sker aldrei úr um gæði af neinum toga heldur umsögn mín um hvernig ég er að upplifa verkið.  Og ekkert meira heldur en það.  Brýnt að ígrunda.  

Viðmiðun fræðingsins og menntun sem metur verkið út frá einhverri kenndri línu í Háskóla, má vel vera með, tekur ekki fram í fyrir mínar og eða þínar hendur sem líkar verkið.  Ómenning, menning eru þekkt hugtök en mannaverk.  Bítlarnir eru betri en The Rolling Stones, og The Kinks betri The Dave Clark Five sögðu menn.  Báðir höfðu rétt fyrir sér í afstöðu.  List er mitt álit eða þitt álit og gildir um allt sem flokkast undir handbragð fólks.  Málið er að sérfræðingurinn í málinu ert þú og ég.  Líki okkur það sem við heyrum, sjáum og gleðjumst yfir að þá nægir það okkur.  Að halda öðru fram er hreint þras og þras leiðist mér. 

 

 

 

 

24 apríl 2021

„1 Korintubréf. 1.1-3.  1 Páll, sem Guð kallaði til að vera postuli Jesú Krists, og Sósþenes, bróðirinn, heilsa 2 söfnuði Guðs í Korintu, þeim sem Guð hefur helgað í samfélagi við Jesú Krist og kallað til að lifa heilögu lífi. Við heilsum einnig öllum þeim sem alls staðar ákalla nafn Drottins vors Jesú Krists sem er þeirra Drottinn og vor.

3 Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.“-

Páll hefur bréf sitt með þeim hætti að ekki fari á milli mála að hann sé sendur til þeirra af Jesús Kristi.  Hann segir og minnir á að söfnuðir Guðs séu kallaðir til að lifa heilögu lifi.  Og Páll segir meira:

“1 Korintubréf . 4-8.  4 Ávallt þakka ég Guði mínum fyrir ykkur, hann hefur veitt ykkur náð sína í Kristi Jesú.  5 Hann hefur auðgað ykkur á allan hátt svo að þið búið yfir allri mælsku og allri þekkingu.  6 Vitnisburðurinn um Krist er líka staðfestur orðinn á meðal ykkar 7 svo að ykkur brestur ekki neina náðargjöf meðan þið væntið opinberunar Drottins vors Jesú Krists.  8 Hann mun einnig styrkja ykkur allt til enda og gera ykkur óaðfinnanleg á degi Drottins vors Jesú Krists.“-

Hann segir og að þeir, söfnuðurinn í Korintu, hafi allt til alls og sé ekkert að vanbúnaði að lifa kristnu lífi né að útbreiða Orðið sem Kristur flutti.  Hann talar og um að þeir búi yfir mælsku og þekkingu.  Sem sagt.  Ræðan á ekki að vefjast neitt fyrir þeim.  Hvaða tegund af mönnum talar Páll um?  Menn eins og mig og þig sem Drottinn miskunnaði sig yfir og náðaði inn í ríki sitt himneskt.  Ég og þú.  Og hverjir erum við?  Venjulega fólk og sumir með enga prófgráðu upp á vasann en Drottinn samt þóknaðist að náða inn í ríki sitt og hyggst nota til að útbreiða Guðsríkið á jörðu.  Kristur notast við venjulegt fólk, er Páll að segja.  Erum við nokkuð búin að geyma þessu?  Þetta meðal annars tjáir Páll sig um. 

Í þessu ljósi má benda á mikilvægi þess að halda hjarta sínu hreinu gagnvart Jesús og læra að stíga fram í hans vilja og vænta einhvers áfram af Drottni fyrir sig sjálfan og veiklast ekki í trú sinni um að Guð umbuni þeim sem honum hlýða og keppi eftir vilja hans. Hver vill ekki stórfengleik opinberunarinnar?  Held að engin sé henni neitt sérlega mótsnúin. 

Af orðum Páls sjáum við hversu mjög honum er umhugað að fólkið þarna í Korintu haldi sér við kennslu Krists og gangi út í lífið með honum og í honum og þekki tilgang sinn með trúnni, sem það hvort eð er viðurkennir að sé gjöf og dýrkeypt gjöf. 

Trúin á Krist er ekki ókeypis þótt hvorki ég né þú greiðum neitt gjald fyrir að eignast hana og er eitt af þessu sem Guð sjálfur ákvað.  Ríkur og fátækur skiptir því ekki máli er kemur að þessari gjöf.  Aðeins fólk.  Manneskjur.  Engin fær borgað sig framfyrir röðina.  Við vitum að sumar manneskjur eru ríkar og aðrar fátækar og að sumar búi við góð efni og aðrar lifi við skort.  Víst er að Drottinn láti ekki hinn ríka neitt bíða eftir sér frekar en hina fátæku.  Fólk er fyrir honum jafnt og sér í báðum manneskjur.  Og hvorki meira né minna.  Já, manneskjur.  Sérð þú manneskju eins og hverja aðra?  Veit það ekki?

En þú ert manneskja með sama rétt til að eignast trú á Jesús og ég.  Þetta er réttlæti Guðs í verki.  Kristur sjálfur gaf líf sitt á krossi.  Og ég og þú eignuðumst trúna ókeypis.  En gjald var greitt.  Við vitum og skiljum að ekki þurfi tvívegis að borga sama gjald og líka að líf Jesús var honum jafn mikilvægt og mitt og þitt líf er okkur.  Að vilja Föðurins hélt Jesús ekki sínu lífi til að við kæmum auga á miskunnarleysi syndarinnar.  Munum!  Jesús fór saklaus á krossinn.  Gætum okkur á að missa ekki sjónar af grunnatriðunum.  Jesús lifir!  Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

22 apríl 2021

Bryggjur landsins stóðu eitt sinn á bryggjustaurum og á þeim hafðir bryggjupollar sem endar bátanna sem komu af hafi voru settir utan um, til að allt héldist þar sem ætlast var til og skipið væri áfram kyrrt við bryggju en ræki ekki frá og lenti upp í fjöru eða utan í önnur skip og skemmdi.  Allir þessir bryggjustaurar undir gömlu trébryggjunni héldu henni uppi og gólffjalirnar hafðar með svolitlu millibili til að vatnið sem féll af himnum kæmist niður og bryggjugólfið allt flæddi ekki.  Hver vill svoleiðis? 

Trébryggjan var vegleg bryggja og staurarnir reknir djúpt niður í sjávarbotninn með sérstökum fallhamri sem ekki fór framhjá neinum í kring þegar verið var að nota mikinn búnaðinn sem þessi fallhamar óneitanlega er.  Þung höggin bergmáluðu í grennd, hvað sem menn á annað borð sögðu um þau.  Í einhverra eyrum var um peningahljóð að ræða en ekki truflun né ónæði, eins og mögulega sumir upplifðu.  Öllum þótti samt gott að fá bryggjuna og getað ýmist ekið um hana á startaralausu Skódum sínum sem heimilismenn höfðu hlaupið í gang fyrir utan, eða fengu sér göngutúr um hana og komu heim með ýsu sem sjómaður upp á vörubílspalli á miðri vetrarvertíð afhenti honum sem sjálfur beið löndunarmálsins til að losa úr því.  Heim kom heppinn ýsuþeginn og skellti beint ofan í eldhúsvaskinn frúnni til gleði en drengnum á heimilinu til mæðu:  „Aftur soðinn og þverskorin ýsa“- hugsaði hann.

Trébryggjan, bryggjustaurinn og bryggjupollinn olli sinni byltingu í allri aðstöðu íslenskra báta en fátt eftir af henni í dag en samt vísir á einstaka stað, til að mynda innarlega í Hvalfirði þar sem eitt sinn var nokkuð vegleg bryggja sem engin hefur þó notað né bátur lagst við í áratugi þó eitt sinn hafi ýmislegt gerst við hana en ekkert lengi skeð við og fólki fyrir margt löngu meinaður aðgangur um hana vegna fúa- las- og slappleika en stendur samt þarna sem minnisvarði um eitthvað sem var en fæstir lengur vita.  Og flestum stendur á sama.  Um bara sumt stendur okkur ekki á sama.  Áfengisverslanir eru eitt af þessu. 

Þótt einkennilegt sé að þá er trébryggjan og bryggjustaurarnir sem reknir voru niður í sjávarbotninn af höggþunga fallhamrinum, arftaki fjörulendinganna og fara að sjást hér líklega rétt fyrir aldamótin 1900 er útgerðarmenn og fiskverkunnin ráðast upp á sitt eindæmi í að reisa fyrir eigið fé bryggjur hver fyrir sína starfsemi og eru einnig bryggjurnar sem skildar voru eftir, er fjara tók undan þessari og hinni útgerðinni og hún hætti og bryggjunum að lokum lokað til að fólk færi ekki út á þær og máski hröpuðu í sjóinn er golfspýta gaf sig undir fótum þeirra af fúanum.  Þetta fyrirkomulag áréttar að sumt hér eigi alfarið að vera á höndum hins opinbera en ekki einkaframtaks og tel að þessu séu menn almennt sammála. 

Fjaran frá upphafi byggðar hafði verið lendingarstaður íslenskra báta og allt fram til þess tíma að menn loks íhuga hvort ekki megi gera þetta með einhverjum öðrum hætti en að notast við fjöruna sem eina lendingarstaðinn, jafn háskalegt og hún er og af ástæðu sem vart þarf að tíunda.  Tala sjóslysa lengi vel er gríðar há þessu landi og reyndar lengi eftir að bryggjuaðstaðan skánar.  Tugir sjómanna hurfu í hafið á bátum sínum vegna oft líklega skort þekkingar á hvernig bátur hegðar sér og hvað þurfi til að bátur haldi stöðugleika sínum á öldunni.  Tel að svolítið hafi verið um að menn ættu við balllestina um borð í þessum bátum og hafi freistast til að minnka hana til að koma meira af fiski þar fyrir.  Bátur á ekki að getað rúllað yfir fyrirvaralaust eins og mörg dæmi frá fyrri tíð þó sýna. 

Mann eftir togaraskipstjóra á tímum breytinganna um borð í skuttogurunum frá stíum yfir í 50 lítra plastkassa að hann lét vigta allt sem upp fór úr lestinni og setja jafn mörg tonn af steypu í botninn og þau sem hífð voru í land.  Sagðist hann engan mun hafa fundið á skipinu og það hegðað sér eins á sjónum og áður.  Ekki svo að skilja að þetta hafi ekki verið gert á stærri skipunum.  Samt mann maður eftir annarskonar hegðun skipa eftir þessar breytingar en voru. 

 

 

 

 

21 apríl 2021b

Í gamla daga var oft nógur snjór í Hafnarfirði á vetrum, sem að sjá er minna af í dag.  Er svoleiðis háttaði til var oft efnt til snjókasts meðal annars heima sem krakkar, sem þá héldu mikið hópinn, efndu til og stóðu að.  Krakkahópur þessi var nokkuð stór og því nokkuð fyrirferðarmikill, allur saman kominn á hólnum þarna við Hellisgötuna.

Fyrir kom að eldra fólk kæmi og mann ég eftir einni kellingu sem skellti sér í snjókastteitið og ekki síður áhugasöm en við krakkarnir og sagði hún einu slíku snjókasti að ekki væri nokkur leið að hitta þennan þarna, og benti á einn okkar, og gaf sem útskíringu að væri vegna ofur snöggra hreyfinga pilts þessa.  Ljóst var að hún miðaði nokkuð oft á kauða til að hitta með snjókúlu sinni en tókst ekki.  Samkvæmt hennar eigin orðum. 

Sumar snjókúlnanna misstu algerlega marks og höfnuðu, óvart auðvitað, í nærliggjandi rúður húsa og einstaka ofur aflmikill í glugga Kaupfélags Hafnfirðinga, handan götunnar.  Höfum þá líklega sett að markmiði að hitta ágæta kellinguna sem stundum kom.  Ekkert var pælt í neinu svona svo ég muni og máttu vera með allir sem vildu.  Mann alltént ekki eftir neinu öðru. 

Að lokum var gluggi opnaður í einu húsanna sem við hólinn stóðu og út kom eldra konuhöfuð sem las okkur krökkunum pistilinn.  Og lauk það vanalega leiknum.  Eða uns hann byrjaði aftur.  Hvenær sem það á eftir skeði.  Skemmtilegt og smá upprifjunarmoli úr Hafnarfirði fyrri daga.

 

 

 

 

 

21 apríl 2021

Í gegnum tíðina hefur fólk spurt sig spurninga um hvað sé trú og hvað sé synd.  „Ofurtrúin“- hefur að sjálfsögðu svarið, eins og inn í flest önnur mál tengd trú, en áhöld um hvort svarið styðjist af ritningunum.  Allskonar er sagt sem því miður leggur á óþarfa byrðar.  Trúin styður sig við opinberanir lifandi Guðs og ber til hjarta mannsins gott eitt.  Hvað er svona flókið við staðhæfingu af þessum toga?  Með Anda Guðs kemur skilningur og hvergi annarstaðar.  Skilningur fólks spyr einskis frekar og þarf heldur ekki.  Það bara skilur og gerir vegna opinberunar sem kom.  Með öðrum orðum er verið að segja:  „Leyfum Guði að vera Guð í lífi fólks.“- Drottinn sér um sína og þarf ekki útskírarann mig, sem þó er með, fyrir náð hans.

Veit að engin okkar er þetta dæmandi fólk en hikum ekki við að benda á annarra synd?  Hver eiginlega sleppur?  Skoðum ritninguna:

„Rómverjabréfið 14. 1-6.  1 Takið á móti trúarveikum án þess að dæma skoðanir þeirra.  2 Einn er þeirrar trúar að alls megi neyta, annar er veikur í trúnni og neytir einungis jurtafæðu.  3 Sá sem neytir skal ekki fyrirlíta hinn sem neytir ekki og sá sem neytir ekki skal ekki dæma þann sem neytir því að Guð hefur tekið á móti honum.  4 Hvað átt þú með að dæma þjón annars manns?  Hann stendur og fellur herra sínum.  Og hann mun standa því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.

5 Einn gerir mun á dögum, annar metur alla daga jafna.  Hver og einn fylgi sannfæringu sinni.  6 Sá sem þykist verða að taka tillit til þess hvaða dagur er gerir svo vegna Drottins.  Og sá sem neytir kjöts gerir það vegna Drottins því að hann gerir Guði þakkir.  Hinn sem lætur óneytt gerir svo vegna Drottins og færir Guði þakkir.“- hvar er vandinn, spyr maður nú bara. Tel mig að vísu sérfræðing í trúnni.  En er ég það?  Held ekki, frekar en þú. 

Hér að dæmi sé tekið er talað um manneskju, segjum mig, sem gerir sér dagamun á meðan annar, segjum þig, metur alla daga jafna.  Hvoru megin ert þú veit ég ekki né varðar neitt um.  Ég gæti, ef ég sjálfur vildi, fjargviðrast úti í þig vegna vals þíns og þú gert sama hvað mig áhrærir og verið afskaplega ósáttur við val mitt sem enn hlustar á Bítlanna og skelli stundum á Pink Floyd.  Þú gætir sagt við mig að þetta skuli ég ekki gera og að slíkt samræmist engan vegin trú minni.  Og ef ég spyrði þig „Hví“ kæmi máski svar um hversu lúmskt þetta sé og lúmskara en allt sem lúmskt er - fyrir væntanlega mína trú - og að þetta muni einhverveginn takast að smeygja sér inn á milli vegna þess hversu ofur lúmskt það sé.  En hvað í grunninn er verið að segja og hvar finnur maður Orðabók sem útskírir slíkan bull talsmáta?  Hef ekki hugmynd en veit að á akkúrat svona talsmáta er ritningin að benda og raunverulega vara við og segir um að sé eitthvað sem trúsystkini og hafi ekki uppi við gagnvart hverju öðru.  Áminning er ekki þetta og frekar gerð til að draga fólk inn í sektarkennd.  Þá skömm alla. 

Trú vor samkvæmt Orði Guðs snýst ekki, aldrei, um mat né hvað við leyfum okkur að hlusta á heldur er hún lifandi trú sem starfar í hjartanu og lifir í Herra sínum Jesús Kristi.  Engin spurning er að við viljum annað en þetta.  En hver okkar lifir slíkt?  Rétti sá sem gerir upp hönd.  Og nú sé ég hönd á lofti og gleðst auðvitað en bendi jafnframt á að einmannalegt hljóti að vera svo hátt uppi.  Alein/n.  Þarna er engin nema Drottinn Jesús.  Lærum hvað sé rétt. 

Það er um þetta og ýmislegt annað sem ritningaversið er að fjalla sem við lásum áðan og vill að við lærum lexíuna okkar af.  Mitt er ekki að hlutast til um mér óviðkomandi líf.  Erum við mikið að slíku?  Hver svari fyrir sig en breytir ekki hinu að Orðin eru að finna í Orði Guðs og þau eru til að lesa, læra af og rifja upp fyrir sér.  Við hljótum því að ígrunda slíkt og taka til okkar.  Ekki vera í startholunum með að benda og áminna vegna einhvers sem við gerum ekki sjálf eða segjumst ekki gera.  Lærum sjálf af Guðs Orði og trúum.  Þá kemst á betri skikkan.

 

 

 

 

20 apríl 2021

Biblíunni er tíðrætt um mikilvægi þess að vera hvert fyrir annað og að hvert og eitt okkar ráðum svolitlu um hvernig það allt saman ætlar að takast.  Ljóst er að framkoma mín skiptir máli og sker úr um hvernig mórallinn sé í hópnum.  Sem ég auðvitað vill að sé góður.  Og meira!  Hreint framúrskarandi en upplifi stundum ekki heldur andstæðuna.  Góð framkoma býr til traust og setur á reglu sem er bæði sanngjörn og góð.  Margt ávinnst og kemur af sjálfu sér sé annað haft í lagi.  Skoðum Orðið:

„Rómverjabréfið.  13.  8-9.  8 Skuldið ekki neinum neitt nema það eitt að elska hvert annað því að sá sem elskar náunga sinn hefur uppfyllt lögmálið.  9 Boðorðin: „Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast,“ og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“- Lykill.

Hér kemur lexía og hjálpleg við að halda friðinn hvert við annað.  Taki menn við slíkum Orðum er það af þeirri ástæðu að hafa áður séð að sé betri leið en að rembast áfram við að finna upp hjólið.  Sjá að til að mynda Orðin í Rómverjabréfinu séu lyklar að betra samkomulagi og um leið betri leið til að búa til góðan og farsælan hóp sem starfar einhugar en til þessa hefur verið.  Segjum það.  Orðin sem sagt tala til einstaklinga og hvers og eins sem hópnum tilheyrir.  Ritningaversin hafa engan bendandi fingur né að þar örli á flokkadrætti sem upphefur einn en dregur annan niður.  Nóg er til af slíku.  Allt þekkt í mannlegum samfélögum en vilji Guðs er skír.  Hann vill að annað gildi um sitt fólk og í sínum hópi.  Og hann leggur inn Orð sem hann segir mér og þér að lifa eftir.  Trúin er hjálpleg við að skilja hví ég ætti að vilja þetta.  Ekkert er sjálfgefið.  Ekki heldur að skilningur minn sé til staðar á hverju Orði Guðs.  Engum okkar mun til lengdar verða hlíft við að taka afstöðu með eða móti Orðinu.  Kennslan miðar við að menn að endingu vinni með sama Orði en komi ekki gegn.  Sorglega oft niðurstaðan.  Sumir þurfa að læra lexíu og að eignast framkomu sem er meira Guðlegri en hún sem hingað til hefur birst  Margt ber okkur að hugsa um og kíkja á.  Og hver vill gömlu, slitnu, þvældu og fúla flokkadrætti?  Samt eru þeir nálægt flestu okkar.  Hið gamla er farið.  Sjá, nýtt er orðið til, segir Orðið.  Með sumu stöndum við eða þegjum þunnu hljóði yfir sem er augljóst og betur færi á að væri haft utandyra en ekki innandyra, sem þó er oft staðan.  Allt vegna þess að við svo oft hlustum ekkert á Orðið en tölum um að Orðinu sé umhugað um velferð hvers og eins.  Sem er rétt.  Orðið er þetta.  Svolítið á skakk og skjön í framkvæmd okkar mannanna. 

Enn og aftur sjáum við hve Orðinu er umhugað að við, sem eigum til trú á upprisinn Jesús Krist, tileinkum okkur vilja Guðs í daglegu lífi og gerum hér og nú.  Að gera á skjön við reglur og vilja Guðs er í eðli mannsins en er samt eitt af því sem kristinn manneskja tekst á við og verður látin takast á við. 

„Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast,“- segir hér.  Ef við skoðum Orðin kemur í ljós hví þau eru sett fram.  Menn sem eru þarna munu hryggja bræður sína og systur með framkomu af þessari sort.  Og hví.  Eru menn og konur ekki sjálft lífs sin ráðandi?  Vissulega.  En flestir sem tilheyra þessum hóp okkar er Krists þenkjandi fólk og vill miða sitt líf við og breyta kristilega en slík framkoma mun alltaf höggva í, komi hún upp, og kærleikurinn riðlast og er óhjákvæmileg afleiðing slíkra verka.  Þeir sem slíkt fremja munu réttlæta verk sín hvort sem er fyrir sér sjálfum og eða öðrum og birta eigin veikleika.  Til sannleika Jesús erum við kölluð en ekki afsakanna og undanslátta.  Við slíka breytni, hvort sem er minnar eða þinnar, verður til veggur sem ekki var uppi áður en er nú komin.  Kannski ekki fyrirferðarmikill en samt viss hindrun kominn í formi segjum hryggðar í hjartanu, vegna breytninnar.  Mikilvægt að muna þetta og hugleiða hvað við viljum.  Fylgjum Orðinu og trúum að Orðið ráði okkur heilt.  Jesús lifir!  Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

19 apríl 2021b

Að treysta Guði og Orðum hans er ekki algerlega út í bláinn verk.  Þannig eitt sinn háttaði til hjá mér að starfsmenn á vinnustaðnum sem ég þá starfaði hjá ákváðu að bregða sér til borgarinnar yfir minnir mig frídaga Páskahelginnar.  Pöntuðu menn sér tímanlega far með áætlunarflugvélinni til Reykjavíkur.  Og var ég með í þeim hópi.  Daginn fyrir flugið tók að hvessa og var spáin allt annað enn áhugaverð fyrir næsta dag að obbi mannanna ákvað að fara landleiðina suður á einkabílum.  Orðnir viss um að ekkert flug færi fram þá vegna veðurs.  Kom þá til mín einn samstarfsmaður á þeim tíma og tjáði mér að þeir ætluðu að fara landveginn suður og bauð mér að fara með þeim, sem ég þáði ekki og sagðist ætla að fljúga næsta dag.  Horfði hann þá á mig stundarkorn og sagði að ekkert yrði af neinu flugi þá, og benti á veðrið úti.  En ég sat við minn keip.  Kvaddi hann mig þá og hvarf inn í bílinn sem fyrir utan stóð sem þegar ók burt. 

Svaf ég á mínum stað um nóttina og vaknaði að morgun dags í þessu líka rjóma logni og heiðskíru veðri.  Klukkan tíu um morguninn hóf nokkra sæta vélin sig til flugs og lenti á Reykjavíkurflugvelli á settum tíma.  Hinir að vísu komust klakkalaust sína leið fram og til baka en voru í blindbyl og hávaða roki mest alla leiðina til Reykjavíkur, að vart sást út um bílgluggann.  Minnir að þeir hafi lent utan vegar á einum stað, án nokkurra skakkafalla, hvorki á ökutæki né fólki en voru í smá veseni við að losa bílinn og koma honum aftur af stað. 

Ykkur að segja að þá talaði Drottinn til mín um að panta mér far með áætlunarvélinni og gerði nokkrum dögum fyrir Páskahelgi þessa og þá komið í ljós hvar menn hugðust eyða þessari helgi að yrði í borginni en ekkert plan um að gera neitt saman þar heldur meira að hitta sitt eigið fólk.  Og ég treysti Guði mínum og geri enn, en hugsaði samt margt er veðrið úti var hvað hatramast en gaf mig ekki.  Guð nefnilega hafði talað.  Stundum er trú okkar reynd.

 

 

 

19 apríl 2021

Covid- 19 er enn.  Hann kom en er að sjálfsögðu ekki komin til að vera en hefur hrekkt íslendinga og íbúa annarra landa í á annað ár og eru enn að berast fréttir af smitum og hópsmitum og fólki í sóttkví á sóttvarnarhótelinu sem tekið var í notkun á dögunum í Reykjavík og komst í fréttirnar er lögfræðingur fór í mál, við líklega ríkið, fyrir hönd skjólstæðings sem ekki var par hrifin af þessari tegund sóttkvíar heldur vildi taka hana út heima hjá sér, og alfarið yfir í eigin hendur.  Sóttkví.  Ekkert mál er að gera hana heima hjá sér.  „Og ræð ég mér ekki sjálf/ur?“- Sumir geta þetta og eru um leið þetta ábyrga samviskusama fólk, öndvert við aðra sem eru það ekki og lauma sér út fyrir.  Og sumir koma af stað hópsmiti, sem um þessar mundir er eitt algengasta og oftsagðasta orð í íslensku. 

Svona fær gerst vegna þess að enn er Covid- 19 valsandi um og ósýnilegur berum augum fólks.  Hann fer um loftið og berst milli manna við snertingu en til allskonar aðferðir, til að varast hann sem heitir:  „Þrifnaður.“- Einkum:  „Handþvottur“- og nýyrðið- „Sprittun.“- Vá hvað mikið hefur selst af handspritti.  Meira líklega en af alkahóli.  Já, líklega. 

Fyrir nokkrum vikum var hið langráða bólefni komið til landsins og fljótlega farið í að undirbúa bólusetningar fólks.  Kom þá upp allskonar kvittur um að eitt og annað bóluefnið sem ku víst ekki vera neitt gott og allskonar sögur spunnust um og engu líkara en að þessi bóluefni væri sett fram til að slátra fólki og eyða en ekki til að lækna og eða verja gegn vá sem er í loftinu og engin lækning er til við en kom með þessum grúa bólefna á glösunum sem sjálfskipaði sérfræðingurinn slær jafnharðan út af borðinu og segist ekki láta bólusetja sig með þessu og eða hinu bóluefninu og skuli fyrr liggja dauður eftir.  Svona flokkast undir alvöru stífni.  Allt er þetta samt alvöru fólk. 

Erfitt er að glíma við þetta er hver espar annan upp og til verður yfirlýsingaflóra sem slær allar hinar út og gefur verkum veirusérfræðinganna á tilraunastofunum fingurinn ásamt yfirlýsingum um að þeir sko fari ekki í bólusetningu né láti bólusetja sig með þessu og eða hinu bóluefninu.  Gefa þó hugsanlega einu bóluefni séns.  Gott að vera með sumt á hreinu. 

Auðvitað ræður fólk því sjálft hvort það fari í bólusetningu.  Þannig hefur þetta alltaf verið og ekki verið að bólusetja fólk í fyrsta skipti.  Bólusetningar af ýmsu tæi hafa lengi verið í gildi og vinnustaðir boðið starfsfólki upp á að fá sig bólusetta.  Sjálfur þáði maður nokkur slík boð en hætti vegna þess að fá umgangspestina en ákvað að framvegis sleppa þessu.  Og slapp þá við umgangspestina.  Covid- 19 er reyndar ekki umgangspest.  Hvað sem síðar kann að gerast með hann? 

Sjálfskipaði sérfræðingurinn veit eins og fyrri daginn betur og segir annað og að of mikil hraði hafi verið á, inn á tilraunastofunum.  Sjálfur hef ég heyrt í manni í mín eyru sem talin er mjög fær á þessu sviði og vita mikið um akkúrat þetta mál á Íslandi og er virtur í greininni segja að það að láta bólusetja sig með þessum bóluefnum sem til séu sé örugg leið en hefði aldrei gert nema vera eitt hundrað prósent viss.  Á slíkt tal hlusta ég.  Aðrir velja fyrir sig.

Sérfræðingar í öllu og engu fara hamförum og gefa út allskonar yfirlýsingar en vandinn að vera allar saman sama merki brenndar, að gefa obba bóluefnanna sem kominn eru falleinkunn.  Engin glóra er í þessu.  Ekki er samt svo að skilja að menn megi ekki hafa skoðanir. 

Eins og áður segir að þá ráða menn hvort þeir fari eða fari ekki í bólusetningu og hef ég enga ákvörðun tekið um neinar bólusetningar fyrir mig.  Þann ákvörðunarrétt mun ég eiga útaf fyrir mig en geri ekki vegna bóluefnanna heldur til að fá úrskurðað sjálfur í málum.  Og það má ennþá.  Ekki satt?  Æi, haltu einu sinni kjafti!

 

 

 

 

18 apríl 2021

Margt er merkilegra öðru og fyrir kemur menn telji sig eiga hönk upp á bak segjum atvinnurekenda vegna þess að þeir, það er starfsmaðurinn, hafi borið hita og þunga rekstursins á sínum herðum og þrælað fyrir þá. En af hverju telja menn að svo sé í stakkinn búið? Og hver er þá þessi þræll og þræll hvers? Er starf þá ekki lengur beggja hagur?
Atvinnurekandinn startar fyrirtæki og ræður til sín fólk til að framleiða tiltekna vöru. Starfsmaðurinn þiggur laun fyrir vinnu sína. Allt er kvitt og klárt. Og stundum umbuna fyrirtæki starfmönnum með aukagreiðslum, standi reksturinn vel. En slíkt var að mestu óþekkt hér í eina tíð að sjá má að sitthvað hefur áunnist. En af hverju telja menn að þeir hafi einhvern sérrétt annan en hann að þiggja af verkum handa sinna laun. Allir eldast og verða gamalt fólk.
Jafnvel þó fólk hafi eitt lunga starfsævisinar hjá einu og sama fyrirtæki og alltaf mætt í sína vinnu og verið trúfast fólk að hvaða sérréttindi gefur slíkt? LIggja þau ekki í að hafa mestanpart starfsævi sinnar unnið hjá einu og sama fyrirtæki og þegið örugg og trygg laun? Og er slíkt ekki áhugavert? Sé svo að hver skuldar þá öðrum að starfsævi lokinni? Var veran hjá firmanu fólkinu bara pína og kvöl? Stundum finnst manni umræðan svolítið vera á þeim nótum.
Málið er að engin skuldar nokkrum neinn greiða á þessum vettvangi. Menn eldast og heltast úr lestinni og hverfa fyrir aldurs sakir af vinnumarkaðnum. Allt eðlilegt. Og fengu menn ekki umsamin laun og voru launin ekki framfærsla fólksins á meðan launin enn voru greidd og samkvæmt samningum? Jú. Í hverju og hvar liggur vandinn? Veit það hreinlega ekki.
Aðrir eru teknir við af okkur sem vorum í akksjóninni á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Í mínum huga skuldar mér engin neitt og ekki heldur hið opinbera. Fólk komið á aldur hefur sín ellilaun. Þannig eru lög landsins. Eðlilegt er að umræðuefnið endalausa sé um það hve há þessi ellilaun séu á hverjum tíma. Slíkt er eðlilegt.
Samt er svo talað að partur krafnanna snúist um skuld samfélagsins við tiltekin hóp fólks en ég tel að sé lent út í kannt og á villuvegi. Og hví gefa menn sér að einhver ein tiltekin kynslóð umfram aðra hafi borið hitan og þungan af allri velgegni dagsins? Hvar eru rökin fyrir slíkri fullyrðingu og hvaðan er hún sprottin? Mögulega úr ranni verkalýðshreyfingarinnar, þeirri annars ágætu og mögnuðu hreyfingu. Að einhverjir skuldi einhverjum þarna er ég alltént ekki sammála. Kynslóðirnar taka við hvorri af annari. Þannig er lífið og með þeim hætti virkar þetta.
Auðvitað styður maður að ellilaun fólks fylgi verðlagsmálum og séu í takti við raunveruleika verðlags og tel vettvanginn alfarið vera á vettvangi hæstvirts Alþingis og Ríkisstjórnar hvers tíma.
Rangt er að setja kröfurnar í eitthvert annað samhengi en þetta og benda, að dæmi sé tekið, á einna og aðra kynslóð og lyfta henni upp og segja um að einhver sé í skuld við hana. Að hvaða leiti þá og í hverju liggur þá skuldin? Allir leggja í púkkið. Að segja annað er ósanngjarnt tal gagnvart kynslóðinni sem nú er að störfum og ber hita og þunga af verkum dagsins. Hver kynslóð fyrir sig er landi og þjóð jafn mikilvæg. Engin skuldar því neinum neitt hér. Svo það sé enn ítrekað.

 

 

 

1 apríl 2021

„Postulasagagn. 24. 24- 27.  Nokkrum dögum seinna kom Felix með eiginkonu sinni, Drúsillu.  Hún var Gyðingur.  Hann lét sækja Pál og hlýddi á mál hans um trúna á Krist Jesú.  En er hann ræddi um réttlæti, sjálfsögun og komandi dóm varð Felix skelkaður og mælti:  „Far burt að sinni.  Ég læt kalla þig þegar ég fæ tóm til.  Með fram gerði hann sér von um að Páll mundi gefa sér fé. Því var það að hann lét alloft sækja hann og átti tal við hann. 

Þegar tvö ár voru liðin tók Porkíus Festus við landstjórn af Felix.  Felix vildi koma sér vel við Gyðinga og lét því Pál eftir í haldi.“-

Þegar maður les svona lesningu spyr maður sig sjálfan hvort von sé til mikils réttlætis í samfélögum þar sem menn á borð við Felix ráða för?  Mann sem að sjá eru tvöfaldur í roðinu og eiginhagmunaseggir fram í fingurgóma, eins og sést í fari þessa Felix og tvo atvik hans í raun staðfesta óheilindi mannsins og birtast í orðum hans um að Felix hafi oft látið kalla Pál fram fyrir sig í þeirri von að hann bæri á hann fé, og einnig í því að hann ákveður að hafa Pál áfram í varðhaldi, fangelsi, það er varðhald, vegna þess að hann vildi koma sér vel við Gyðinga.  Hvar er réttlætið og hvaða valdsmaður með snefil af sómatilfinningu og eða réttlætiskennd leyfir sér að hneppa manneskju í varðhald bara til að koma sér vel við einhvern anna hóp fólks eða kallar fram í þeirri von um að hann fá frá honum pening.  Er ekki manneskja mikilvæg og eiga ekki allir að njóta sannmælis hvort sem er frá öðru fólki og eða yfirvöldum ríkja?  Vitum við ekki rétta svarið?  Auðvitað. 

Felix hafði stöðu yfirvalds með völd þau í hendi sem yfirvaldi er fengið í hendur og gat gert vel við þegna sína af auðævum þeim sem ríki hans bjó yfir og hann að sínu leiti, sem þá þessu valdsmaður, gat nýtt í þágu þjóðar sinnar til þá góðs og hvort sem þjóðin væri fámenn eða fjölmenn.  Reyndar kemur ekki fram staða almennings á valdatíð Felix en vel fram að þessi tiltekni valdsmaður væri ekki neitt mótfallinn mútunni.  Mútan hvar sem henni er beitt er skaðræði.  Hún hallar rétti og skekkir innviði ríkja sem öndvert kemur harðast niður á þjóðinni sjálfri.  Réttarríki, sem jafnframt er mútuþægt, missir með mútunni gildi sitt sem þá þetta réttarríki og allskonar dómar koma fram sem engin fótur er fyrir.  Svona gerir mútan og er þarna sem hún birtist í öllu sínu veldi og kemur fram af allri sinni hörku.  Mútan er þekktur vandi og hefur allstaðar sem henni hefur verið beitt gert ríki vanmáttug og að vondum ríkjum.  Ríkjum heims er ætlað hlutverkið að vera máttug ríki.  Í þetta heggur mútan.  Við sjáum að mútuþægur valdsmaður er meira skaðræði en líklega flest annað í löndum heims.  Hér gætum við séð gildi og mikilvægi sannleikans.  Hann einn gerir alvöru og ekta réttlæti.  En líklega núna viljum við breyta okkur í Pontíus Pílatus sem spurði Krist:  „Hvað er sannleikur?“-

Hið rétta er að Páll nýtur hvorki sannmælis frá þjóð sinni né sanngirni valdsmannsins Felix sem þó kallar hann oft fram fyrir sig og leyfir Páli að tala um Jesús en gerði sér jafnframt vonir um að hann gæfi sér pening.  Í orðum Felix glittir á mútuþægni.  Mútan er spilling og gerir mútuþæg ríki ófær um að leiða né landið að gefa af sér allt það sem væri þjóðinni til mestra heilla og líklega ástæðan fyrir að þar ríki fátækt þó staðan landsgæðanna vegna gæti hæglega birt aðra mynd og blessaðri hinni.

Þanki Felix er enn virkt afl eins og við höfum fengið að sjá í sumum ríkjum samtímans þar sem menn kaupa sig fram fyrir röð og rétta viðeigandi valdsmanni mútu vegna þess að vera óheiðarlegur valdsmaður, eins og Felix.  Hugsun hans finnst víða.  Og ætli ekki líka á Íslandi.

Sem andstæðu alls þessa má draga fram Guðs Ríkið, sem byggir á sannleikanum og alla velmegun sína í honum.  Guðs Ríkið er raunverulegt og Jesús grunnstoðin.  Amen.

 

 

 

 

29 mars 2021

Gríska.  Örugglega skemmtilegt mál og einnig fleiri en maður heldur sem færir eru í Grísku, Grískri málfræði, Grískri orðanotkun og eru sannfærðir um að Orð Guðs á Grísku séu öðrum Biblíum réttari og óhættara að fara eftir en mörgum öðrum þýðingum hennar.  Búið er víst að þynna þýðingarnar svo að vera ekki lengur marktækar heimildir.  Nema á Grísku.  Hver trúir svona sem eitthvað þekkir til lifandi Guðs?  Og hvað með mig sem skil ekki Grísku, ekki Ensku, ekki Dönsku, ekki Þýsku né Hebreskuna og bara íslensku?  Fyrir slíkan mann er fátt orðið um skjól sé rétt að búið sé að afskræma svo íslensku þýðinguna að vera ekki tæk. 

Er með öðrum orðum verið að reyna að segja manni að Guð vaki ekki lengur yfir Orði sínu?  Og nú spyr Guð mig og þig sömu spurninga og Job:

„Jobsbók.  38. 1-7.

Þá svaraði Drottinn Job úr storminum og sagði:

2Hver er sá sem hylur ráðsályktunina myrkri

með innihaldslausum orðavaðli?

3Gyrtu lendar þínar eins og manni sæmir,

nú ætla ég að spyrja þig en þú skalt svara.

4Hvar varstu þegar ég grundvallaði jörðina?

Segðu það ef þú veist það og skilur.

5Hver ákvað umfang hennar, veist þú það,

eða hver þandi mælivað yfir henni?

6Á hvað var sökklum hennar sökkt

eða hver lagði hornstein hennar

7þegar morgunstjörnurnar sungu saman gleðisöng

og allir synir Guðs fögnuðu?“-

Hver er sá sem svo talar?  Er hann ekki eilífur Guð sem sjálfur segist ekki sjá eftir neinu og lifa um aldir alda, hafi alltaf verið til og verði áfram?  Gaf hann ekki niður Orðið og vegvísir handa mannakyni?  Í minni bók jú.  Um hvað er fólk þá að tala sem segir að Orðið sé útþynnt gegnum rangar þýðingar aldanna?  Hverslags eiginlega bull væri það?  Og væri slíkt ekki ógerlegt af þeirra einu ástæðu að Guð er, eins og hann sagði við Móse.  Það er að segja ef við trúum að eitthvað sé að marka Orðið skulum við kíkja hér á nokkur:

„2Mósebók. 3.  13-14.  Móse sagði við Guð:  „Ef ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá:  Guð feðra ykkar hefur sent mig til ykkar, og þeir spyrja mig:  Hvert er nafn hans? hverju á ég þá að svara þeim?“  Guð svaraði Móse:  „Ég er sá sem ég er.  “ Og hann bætti við:  „Svo skaltu segja við Ísraelsmenn:  „Ég er“ sendi mig til ykkar.“-

Ef við áliktum að þessi Orð séu rétt þýdd í Nýju íslensku Biblíuútgáfunni að hví þá ekki öll hin líka?  Væri ekki ágætt að í það minnsta að reyna að svara þessu?  Munum „Ég er“- sem þarna talar við Móse er líka í dag.  Ekki lengur vera sjálfskipaður kennari.  Lærðu heldur.

„Sálmarnir 33. 3-5.  Syngið honum nýjan söng, sláið strengina fagurlega og hrópið af fögnuði því að orð Drottins er áreiðanlegt og öll hans verk eru í trúfesti gerð.  Hann hefur mætur á réttlæti og rétti, jörðin er full af gæsku Drottins.“- Hvað segja menn um að bara treysta lifandi Guði fyrir trú sinni og að hann standi vörð um einnig íslensku Biblíuna.  Ég alltént treysti þessu og tel mig ekki þurfa að læra einhverja Grísku til að tryggja frekar Biblíulegt öryggi mitt.  Og veistu af hverju?  Ég er íslendingur og Drottinn veit af þessu og segist sjálfur vaka yfir velferð minni og á Íslandi sé töluð íslenska.  Hvað er málið?  Vantrú, efi og vantraust.

 

 

 

 

27 mars 2021

Gosið sem kraumaði undir og olli jarðskjálftahrinu vikum saman og var kominn á þann stað að settlegar konur og menn sem alla jafna er stillt og prútt og aldrei með nein læti og vesen, byrjaði að rífa í hár sitt þegar enn ein hrinan gekk yfir húsið og myndir skekktust á vegg og sumt datt í gólfið og skemmdust.  Sem er í lagi því allt svona er tryggingarmál en vandinn að sannfæra þær um að hafi gerst í jarðskjálftanum sem tryggingarnar trúa passlega.  Tryggingum er það tamt að vera meinilla við að greiða út neinar tryggingar og trúa endalaust að svik séu í tafli og að fólk segi þeim ósatt og geri upp í opið geðið hvenær sem það kemur og segir farir sínar ekki sléttar og reynir stamandi, hikandi og sérlega óákveðið að útskíra fyrir þeim hvernig verkið skeði: 

„Iss maður.  Tóm lygi og ein allsherjar þvæla“- segja tryggingarnar og orðnar handvissar um að fólkið hafi misst hlutinn, blómavasann sem það fékk í arf, verðmætan ættargrip auðvitað frá ömmu sinni, og hann endað í óteljandi molum en segir jarðskjálftanum um að kenna en tryggingarnar telja að fólkið sjálft hafi verið að færa eitthvað til eftir suðið hvoru í öðru um verkið og kallinn loks hlaupið til og þá nýbúinn að þvo sér um hendurnar og gleymdi að þurrka sér á handklæðinu og því verið blautar um hendur, sem og gerði að verkum að hald varð lítið og verðmætur blómavasinn rann niður og endaði í öllum sínum smápörtum.  Jarðskjálftanum var vitaskuld kennt um því tryggingarnar eiga víst að greiða allt sem hann skemmir hjá fólki.  Eins og þeim komi einhver jarðskjálfti við.  Engin jarðskjálfti er þar sem þær eru staðsettar?  Og hvað er þá málið? 

Og jörð hélt áfram að skjálfa og menn, eldfjallafræðingar, að tala um „Held ekki gos“- og svo komið, er enn ein jarðskjálftahrinan hófst, að fólk reif í hár sitt og fleygði hárflyksum sem komu í gólfið og spurði heimilisköttinn sinn:  „Ætlar þetta aldrei að hætta. “- Eins og hann viti það en tók sem blóðugar skammir í sinn garð, án þess að hafa brotið neitt af sér.  Svo hann alltént vissi.  Já, ekkert brotið.  Eða svoleiðis. 

Sumt fólk ku hafa gengið í átt að glugganum heima og hrópað af þriðju hæð og gert bara til losa sig við spennuna sem skjálftahrinan byggði upp í því og það varð af ofurspennt með hverja taug í sér þanda til hins ýtrasta með þeim skelfilegu afleiðingum að heimiliskettinum, gamla svolítið feita fresskettinum, leist ekki nema í meðalagi á blikuna og taldi litla von í uppkominni stöðu að hljóta klapp hjá matmömmu sinni, sem trauðla stryki ný sleiktan feld sinn fyrr en stormhrinan væri gengin yfir. 

Í alvörunni rólegt fólk vegna allra jarðhræringanna á göngu í góða veðrinu í sama mund og glugginn á þriðju hæð fjölbýlishússins var skyndilega og óvænt var rifinn upp með öllum sínum látum, spurði sig sjálft:  „Hvað eiginlega er að.  Ætli sé ekki allt í lagi heima hjá þessum eða þessari.- Allt vegna jarðhræringar sem hvort eð er engin getur neitt átt við og ekki einu sinni færustu eldfjallafræðingar með hæstu einkunnir í Háskóla fær skipað eitt né neitt fyrir.  Eins og eldgos bara geti hegðað sér eins og það sjálft vill og byrjað löngu áður en gilt og löglegt umverfismat hefur átt sér stað og eða ítrekaðar yfirlýsingar fræðinganna vikum saman um “Held ekki gos“- líkt og þeir létu hafa eftir sér í hverju viðtali eftir öðru og gerðu kokhraustir á meðan jörð enn skalf og hús hristust og íbúarnir komnir með upp í háls og búnir að fjarlægja allt hjá sér laust í efstu hillum sem gat brotnað og eða brotið höfuð fólks, lenti það á þeim.   

Loksins var gosið slegið af en hófst nokkrum klukkutímum eftir yfirlýsinguna sem gefin var út í votta viðurvist.  Ekki lauk öllu þar.  Gosið nefnilega hófst rólega og var þá sagt að:  Iss maður!  Bara smá spýja sem stendur nokkra daga.  Skyndilega og óvænt jókst krafturinn.  Nú getur engin giskað á hvenær því ljúki né hvort dalurinn sem það rennur í fyllist á barma.

 

 

 

 

23 mars 2021

Máski að orð séu með því vandmeðfarnasta sem við tökumst á við.  En að betur athuguðu máli að þá stenst það sérstaka mál vart nánari skoðun.  Frekar að framsetningin og stíllinn sem notaður er sé stuðvaldur og hvekki fólk og hrekki meira en sjálf orðin töluð af varfærni, og þá um leið virðingu.  Undir slíkri framkomu held ég megi segja að fólk geti nánast sagt hvað sem er án þess að nokkur manneskja hvekkist af né hrekkist.  Er ekki svolítið til í þessu og sjáum við ekki Krist sjálfan oft vinna með þessum hætti?  Tel svo vera.  Hann sé því fyrirmyndin.

Hefnigjörn manneskja nær ekki árangri heldur bætir við olíuskvettu á eld óvinskaparins sem fyrir hendi er og manngerður.  Vandinn er að herra og frú hefnigjörn láta sko engan segja sér neitt fyrir verkum heldur berjast áfram við vindmyllur og skottur fortíðar.  Engum líkar slík verk né kringumstæður hvorki frá sér sjálfum né öðrum og ekkert heldur breytist fyrr en menn taka á sínum málum.  Harka er gagnslaus í samskiptum við fólk og víki því, en fer samt vaxandi í mannlegu samfélagi.  En hvers vegna?  Viti einhver svarið má hann láta mig vita.  Sjálfur tengi ég þetta auknu Guðleysi fólks og aukinni synd og að hið Guðlega, sem við þurfum, bíður hnekki og um leið allt sem að lífi okkar snýr.  Með öðrum orðum á þá er til svar við sumri framkomu fólks sem byggir að stærstum hluta á varnarviðbrögðum sprottinni af reiði og höfnun gegnum tíðina vegna einmitt framkomu annarra í sinn garð.  Við sjáum margt hér komið á hvolf.

En af hverju er þetta og hver bað um þetta?  Gefðu mér svar við spurningunni ef þú getur og eða hefur þetta svar því að ég hef það ekki sjálfur en hygg að engin hafi beðið um slíkt en hlýtur samt að koma með auknu og völdu Guðleysi fólks.  Munum eitt!  Guðleysi er val manna og bendi því aftur á Guðleysið, vantrúna, efann gagnvart öllu sem er Jesús og mátt hans og megin.  Fólk sér því ekki þetta góða né lengur skilur hvað sé gott af því að upplifa það ekki á sér sjálfu heldur endalaust af illsku, mótþróa, vondum samskiptum við máski aðra í kring vegna eigin vantrúar sem í hjarta vantrúarinnar hefur átölulaust fengið að hreiðra um sig og vinna hvað sem hún sjálf vill af spellvirkjum.  Munum!  Vantrú er afl í manneskju og gríðarlegt afl með burði til að halda hinu góða frá og manni í fjarlægð frá Guði.  

Vantrúin gerir aðsúg að hamingju hvers manns og allt sem hún getur til að manneskja upplifi ekki á eigin skinni hvorki kærleika né miskunn lifandi Guðs og er beinlínis hlutverk vantrúarinnar að sjá um og veður því með látum um í húsum manna.  Atgangurinn veldur því að manneskja hvorki veit né heldur getur þekkt og skilið hvað við sé átt þegar talað er um kærleika Jesús sem hún getur ekki fundið né áttað sig á hvernig virki nema Kristur sjálfur mæti.  Hér sjáum við gagnsemi trúboðs.  Erum við til?  Heyri ég:  „JÁ?“-

Frá þessu reynir vantrúin allt sem hún getur til að fólk kynnist ekki neinni alvöru elsku.  Hún líka veit að fólki mundi líka við hana eins Kristur framber kærleika, elsku, vináttu og hlýju.  Vantrúin gerir bara eftirlíkingar.  Eftirlíking mun aldrei ná neinu ekta fram.  Enda bara eftirlíking.  Kristur bíður það besta fyrir þig, rétt eins og mig en veit um afl vantrúar og hvað við sé að eiga með hana búandi og starfandi í fólki sem hann dó fyrir. 

Það er vantrúin sem kemur því til vegar að menn mæra ekki kirkju, starf kirkju, velvilja kirkju heldur finna henni allt til foráttu og vilja sumir burt.  Við sjáum að vantrú er visst afl, illskeytt af, miskunnarlaust afl og afl sem elskar ekki Guðs sköpun og kemur gegn vilja lifandi Guðs hvar sem slíkt verði við komið.  Þetta er ekki skrítið með þeirri vitneskju að heimurinn liggi í hinum vonda.  Samt er til von.  Og hún heitir Jesús.  Og verkið er vinnandi vegur.  Í Jesús nafni.  Amen.

 

 

 

 

19 mars 2021.

Hvernig sem allt snýst og fer er sannleikurinn sá að við gerum verkin sem að okkur snúa.  Hver þau nákvæmlega eru getur verið margt.  Kringumstæður manneskja eru ólíkar og í fæstum tilvikum eins en gæti þó gerst, í þá einhverjum einstaka undantekningartilvikum.  Erfitt reynist að setja allt fólk undir sama hatt.  En hversu oft hefur það ekki samt verið reynt en undir engum kringumstæðum tekist?.  Einstaklingur hefur sjálfstæðar væntingar og þrár fyrir líf sitt. 

Of snörp inngrip í sjálfstæðan ákvörðunarrétt fólks veldur ruglingi og gerir ósjálfstætt og máski, í versta falli, of háða annarri manneskju, sem ekkert gott leiðir af sér.  Að hengja sig á annan einstakling er sem sjá má glapræðið versta og strangt til tekið háskalegasti gerningur.  Og til hvaða ráða hyggjast slíkir grípa komin með eigin stefnu inn í erfiðleika og jafnvel háska?  Hvar eru þá ráðin sem duga?

Já, hvernig hyggst viðkomandi leysa sín vandræði hafandi verið í bómull til þessa og varin og verndaður af góðu fólki, segjum vönduðum foreldrum, margir státa af elskulegum foreldrum, og kannski flest okkar, en svo komið að þeirra nýtur ekki lengur við af einhverjum ástæðum og einstaklingurinn stendur frami fyrir harðneskju lífsins og að öllu leit óundirbúinn vegna hins verndaða og ofvarða uppeldis sem viðkomandi fékk í foreldrahúsum, með allri virðingu.  Við sjáum að slíkir eru ekki vel í stakk búnir að mæta hryssingi veruleikans á skyndilegum tíma hans.  Veruleikin mun koma og hitta hvert okkar, og taka jafnvel háls- og haustaki.  Við verðum að kenna fólki rétta lexíu.

Hvaða tilfinningar mæta manneskju undir ofurálagi af einhverjum toga og engin þekking til staðar sem hægt væri að grípa til og beita fyrir sig í einkennilegum aðstæðum sem komu eins og þruma?  Víst er að margskonar tilfinningar láti á sér kræla, eins og sjokk af því sem augun námu og engin þekkt varnarviðbrögð enn komin til manneskjunnar.  Slíkt getur gerst séu börn ofvernduð.  Munum!  Þau munu ná fullorðinsaldri.  Foreldrar, uppalendur, hugsi því alla leið. 

Vissulega er líf hverrar manneskju hennar besti kennari.  Ekki er samt neitt verra að hafa fengið að liggja umvafin bómull.  Bómull er góður og gefur mikilvægan grunn og er þessi hlýja og elska sem manneskjunni veittist og fylgir ævina á enda.  Bómullin er ekki vondi kallinn heldur harðneskja lífsins þegar hún fer að yggla sig framan í fólk.  Já, okkur öll og mæta okkar á sínum eigin stað.  Allt vegna þess að engum einstaklingi verður til frambúðar hlíft við að sjá lífið eins og það raunverlega er.  Hvaða undirbúning fékk fólkið?  Réttan?  Engan?  Rangan?  Hvaða?

Að hafa fengið og upplifað sjálfan sig í bómull á sínu mesta mótunarskeiði lífsins er hverri manneskju yndislegt líf og gerir að verkum að minningin um æskuna sé góð og mun fylgja henni eftir hvernig sem annars ævin verður.  Góð æska er gulli og gersemum fremra og birtist fólki fyrst og fremst sem sönn minning um bara gott sem hún á síðari tímum mun jafnvel á köflum ríghalda sér í, til að hreinlega missa ekki frá sér vitið. 

Að liggja að hluta til ævinnar í bómull er engum neinn vondur kall.  Verra er sé um ofvernd að ræða.  Slíkt uppeldi á síðari stigum kemur niður á fólki.  Öll þurfum við að læra inn á lífið og ekki neitt verra að hafa fengið einhvern eðlilegan grunn í foreldráhúsum.  Vel má flokka ofvernd sem þá hinar öfgarnar.  Og segir ekki sjálft Orð Guðs að dagarnir séu vondir?  Getur verið að í Orðunum liggi skír ábending til uppalenda?  Að þeim beri að fræða ungviðið um einkum hið góða en einnig vonda daga, sem munu mæta í teiti hvers og eins einstaklings?

 

 

 

 

4 mars 2021

Mörg góð og nytsamleg hugmyndin birtist sem auglýsing á Netinu sem vel gæti nýst manni en áhöld orðið um hvort skili sér til manns þó verð sem með fylgir sé greitt og allt rétt gert af hálfu kaupanda.  Flest samt trúi ég skili sér en veit, eins og fleiri, að eitthvað hafi borið á að verslunin skili sér ekki til nýrra eigenda og bara hverfi eins og hókus pókus aðferð töframannsins.  Þetta hefur orðið til þessa maður er að mestu hættur að eiga neitt við þetta Net að þessu leiti og er áreiðanlega ekki einn um sem þyki það miður.  Íslensku Netfyrirtækin sem ég þekki eru ekki undir þessu.  Og mega alveg eiga.

Þeir sem vilja vera með verslun sína líka á Netinu og nota þessa nútímalegu og sumpart þægilegu leið til að auka viðskipti sín þyrftu að skoða þetta og athuga með hvort hið selda sé að skila sér á leiðarenda eða fari í einhverja aðra átt, sem engin veit hver sé.  Verði þetta ekki lagað mun með tímanum draga úr þessum Netviðskiptum og þau mögulega að endingu hætta.  Sem varla getur verið markmiðið né heldur þarf neitt að gerast.  Nú erum við að tala um verslun í útlandinu góða. 

Samt eru til örugg fyrirtæki sem óhætt er að benda fólki á og er ein af þessum traustu vefverslunum, segi ég, LightInTheBox.com sem ég hef nokkrum sinnum verslað við og allt skilað sér til mín en sá hængur á að þeir gefa sér nokkuð ríflegan tíma til að afhenta vöruna.  Tvo þrjá mánuði jafnvel.  En hún kemur og innihaldið með sem pantað var. 

Samt er ekki allt fullkomið úr þeirri átt því vandinn hefur verið, hvað mig alltént varðar, að föt þau sem LightInTheBox.com framleiðir, og eða selur, eru ekki fyrir menn yfir einn og sjötíu á hæð og þau sem maður hefur fengið send til sín, eftir vikur, gætu gengið á fermingardreng en ekki fullorðna, feita og ófulla íslendinga þó exxin séu fimm og sex og þaðan af fleiri og ættu að segja til um stærðina og myndu gera væri miðað við íslenska exxa mælieiningu á fatnaði en passa bara engan veginn.  5 X í flestum tilvikum er passlegt á mig en ekki sé keypt hjá þessu ágæta Netverslunarfyrirtæki.  Hvar í heiminum þessi prýðis netverslun er staðsett veit ég ekki en nokkuð ljóst að sentímetrinn þar er ekki sá sami og við uppi á Íslandi notumst við og að sjá talsvert styttri en okkar.  Fötin þó sem þeir bjóða er vönduð vara.  Það má fullyrða sem og hitt að fólk fær þá vöru sem pöntuð var, en þarf biðlund til. 

LightInTheBox.com selur allskonar varning og meira en bara fatnað af ýmsum gerðum.  Kannski að maður sendi þeim íslenskan tommustokk og fylgist með hvort maður á eftir geti framvegis keypt af þeim passleg föt á sig sjálfan. 

 

 

 

 

 

3 mars 2021

Framtíð!  Áhugavert hugtak.  Eða hvað?  Hvað segir Orðið um hana?  Skoðum vers:

„Jakobsbréfið 4.  13- 16.  Heyrið, þið sem segið: „Í dag eða á morgun skulum við fara til þeirrar eða þeirrar borgar, dveljast þar eitt ár og versla þar og græða!“  Þið vitið ekki hvernig líf ykkar verður á morgun.  Því að þið eruð gufa sem sést um stutta stund en hverfur síðan.  Í stað þess ættuð þið að segja:  Ef Drottinn vill þá bæði lifum við og þá munum við gera þetta eða annað.  En nú stærið þið ykkur í oflátungsskap.  Allt slíkt stærilæti er vont.“-

Svona talar nú Orðið um framtíðina.  Og hversu oft gleymum við ekki að segja orðin „Ef Drottinn vill“- og svo framvegis, er framtíðina ber á góma?  Er ekki talið betri leið að líta frekar til framtíðar en að horfa um of um öxl?  Samt er hugtakið að líta til framtíðar tugga sem við höfum vanið okkur á að segja og án þess máski að kafa frekar ofan í þetta orð né merkinguna að baki. 

Má vera að engum sé hollt að horfa um of um öxl og skoða líf sitt sem eitt sinn var.  En þá gæti verið gott að glöggva sig á að það að horfa um öxl er samt minn og þinn eigin raunveruleiki sem ég veit af að sé minn.  Að sjálfsögðu verður engu að baki okkar breytt með neinum hætti en lærdómurinn hann að það sem verra fór má bæta.  Og hið bætta, lærdóminn sem við fengum af því sem skeði, göngum við með inn í þessa algerlega huldu en samt afar spennandi framtíð. 

Er þá hægt að byggja upp vora framtíð?  Sannarlega.  Okkur er gefin til þess dagurinn sem við vöknuðum inn í.  Sem sagt við gerum það sem má til góðs verða og Guðleg verk.  Og framtíðin mætir okkur með góðu einu.  Gerum við slík verk má segja að við séum fólkið sem sáum til framtíðar og dreifum góðu sæði í góða jörð.  Hvað ertu með í hendi í þessum töluðu orðum?  Eitt.  Sáningu liðinna ára.  Hvað annað?  Ertu sátt/ur?  Veit það ekki.  Við sjáum að hugtakið að horfa til framtíðar fær á sig annan blæ, látum við réttar útskíringar fylgja með. 

Vildu menn bara skilja og festa sér í minni að verk dagsins séu um leið framtíðin má fullyrða að margt hjá okkur væri þá með öðru sniði.  Hygg ég að hefðu menn átt til slíkt hugarfar hefði ekkert síldarhrun orðið né fjöldi íslendinga pakkaði saman búslóð sinni og flust til Ástralíu.  Sumt af fólkinu skilaði sér aldrei aftur heim.  Ekki hefðu heldur bankarnir fallið hver um annan þveran eins og spilaborg, líkt og menn vita að skeði haustið 2008. 

Að biðja stóra drauma er einnig frasi sem oft heyrist en vantar betri skíringar.  Frasinn er þó af annarri gerð en hinn og nokkuð nær raunveruleikanum.  Þó má efast um að allir sem svo tali geri sér grein fyrir hvað til þurfi svo að hann rætist.  Svarið finnum við í ofanrituðu ritningaversi í Jakobsbréfi.  Rifjum Orðinn aftur upp:

Jakobsréfið 4. 15(b)  „Ef Drottinn vill þá bæði lifum við og þá munum við gera þetta eða annað.“- Er þetta ekki málið inn í drauminn um eitthvað stórt fyrir okkar hendur og árangur verka okkar sem við jafnvel hvetjum annað fólk til að biðja Guð sinn um?  Hvernig er svona lagað gert til að tryggja viðeigandi árangur?  Svarið liggur fyrir og hljómar með þessum hætti: 

„Mettuesarguðspjall: 26. 42.  „Aftur vék hann brott annað sinn og bað: „Faðir minn, ef eigi verður hjá því komist að ég drekki þennan kaleik, þá verði þinn vilji.“- Með því að biðja bæn Jesús erum við þá ekki kominn á sama stað og hann að biðja um fullkominn vilja hans?  Og er Jesús ekki sigurvegari?  Verum líka sigurvegar, í þá vilja hans.  Verk dagsins eru framtíðin.  Horfum á þau í trú.  Við vitum vilja Guðs um hið góða, fagra og fullkomna.  Vinnum svona og verum vinir.  Viljum við það ekki?  Líklega, án þess þó að vita vissu mína.

 

 

 

 

28 febrúar 2021

Að horfa til baka er sumum tamara en öðrum.  Samt er það svo að allir láta þetta eftir sér.  Sumir gera þetta vegna þess að söknuður býr í brjósti manneskju og aðrir af annarri ástæðu.  Að líta til baka merkir ekki sama fyrir alla.  En svolítið vill bera á slíkri hugsun finnst manni er orðin, að líta til baka, eru sögð og oft talað um þetta sem neikvætt tal fólks, sem vel getur verið en gildir fráleitt í öllum tilvikum.  Fer auðvitað eftir þankanum og hvað búi að baki fólks sem leifir sér að líta um öxl.  „Horfum fram á við“- segjum við.  Sem merkir hvað?  Er ekki framtíðin óráðin og dagurinn í dag þá þessi framtíð?  Notum daginn því vel. 

Sumir líta til baka til að rifja upp sögu sína.  Allt á sér eiga sína eigin sögu sem fortíðin geymir.  Hvað þaðan er dregið fram fer eftir einstaklingi sem horfir um öxl.  Og útkoman er líklega jafn margvísleg og fólkið sem lítur um öxl.  Einnig þar er ekki eitthvað eitt sem gildir.  Lífsganga einstaklinga er flóknari.  Eitt hendir enga manneskju heldur margt.

Þó oft geti verið erfitt hjá manneskju eru í hverri manneskju samt kaflar þar sem bjartara var í kring og jafnvel lífsgleðin lék við hvern sinn fingur.  Allir eiga sér slík andartök í sínu lífi en misjafnt hvað manneskjan er að varðveita er kemur að þessum þáttum.  Og hún mann enn í dag, orðin sjötug, er hún, þá níu ára, lék sér á skólalóðinni og óknyttastrákur kom að og sparkaði í rassgatið á henni og hljóp hlæjandi burt.  Viðbrögðin svo löngu síðar, maður minn, eru hin sömu við upprifjunina eina.  Að gleyma er ekki inn í myndinni né er heldur haldið að fólki og það þvert á móti hvatt til að stíga, svokallað fram, og segja sögu sína.  Blöð, tímarit og samfélagsmiðlar eru í dag fullir af umfjöllun um hágráta.  „Þú veist ekki í hverju ég hef lent,“- segir þú, sem er rétt, né þú um það sem mig hefur hent.  Er ekki bara jafnt á komið? 

Auðvitað eigum við að tala og segja frá órétti og er vor réttur.  En hví þá ekki að greina líka frá góðu sem í veg okkar rak?  „Ég hef ekkert gott reynt“- heyrist stundum, af þá líklega viðvarandi gremju.  Hið rétta er að allir lifa bæði súrt og sætt en misjafnt hvað menn togi fram.  Trúið þessu.  En vegna þess að hið neikvæða sem við lifum verður fyrirferðarmikið hjá flestu okkar reynist flestum vera þrautin þyngri að tosa hið gleðilega fram og er af hinu hulið.

Góð hugleiðing er að athuga hvort of mikið af slíkum harmsögum muni ekki virka öfugt á lesendur, hlustendur og áhorfendur og fyrir vikið missa gildi?  Sjálfur er ég fyrir margt löngu hættur að lesa þetta og áfram hvetja fólk til að fara hina leiðina.  Að líta um öxl er ekki bara að toga upp úr eigin ruslatunnunni eintómt ónýtt drasl heldur líka gagnlegri hluti, sem þar eru.

Eins og við einnig nefndum á hver manneskja sinn eigin ljósbera inn í sitt líf af margvíslegum toga.  Engin manneskja lifir einvörðungu svart, dökkt og dimmt né lítur aldrei glaðan dag allt sitt líf.  Lifði enda engin slíkt ástand af.  Maðurinn er þannig gerður að verða inn á milli að sjá til sólar og vera inn í einhverju sem vel má kalla yl og fara þangað sem afdrepið er. 

Að leita til færra ráðgjafa er gott.  Góður ráðgjafi leitast við að finna orsök en ekki sökudólg, eins og líklegt er að sá sem kom inn á stofu hans vildi helst gera.  Engin fær lækningu gegnum slíkan eltingarleik.  Enda byggð á hefnd sem er röng nálgun við svona verkefni og hluti af verki ráðgjafans að koma viðkomandi þaðan út til að fá grafið eftir ljósinu sem máski er þakið með mörgum lögum af gremju og beiskju, eins og allt tal viðkomandi bendir til.  Ásakandi og bendandi fingur á ekki við, vilji menn komast á staðinn að upplifa sig lausa við hlekki.  Bendandi fingur eru þessir hlekkir. 

Fáist menn til að lít af þessu og í gagnstæða átt fara að detta inn andartök jafn sönnum hinum þar sem gleðin lék á alls oddi.  Og hvað er rangt við að fóðra hjarta sitt slíkum minningum? Báðar eru partur lífs okkar en mitt að velja hvora ég vilji hafa með mér á minni lífsgöngu.

 

 

 

 

24 febrúar 2021

Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi hefur verið í fararbroddi stjórnmála íslenskra held ég megi segja frá því flokkurinn fyrst var stofnaður 1929.  Fyrsti formaður hans, Jón Þorláksson, tók við embættinu 29 október 1929 og gegndi í nokkur ár.  Margur maðurinn sem þar veitti forstöðu eru nöfn sem ganga með þjóðinni og enn er borin virðing fyrir.  Má þar nefna menn á borð við Thor Thors, Bjarna Benidiktsson, eldri, Geir Hallgrímsson og fleiri sem enn í dag eru nöfn sem margir íslendingar kunna skil á.

Davíð Oddson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Borgarstjóri og Forsætisráðherra gegndi embætti formannsins frá 10 mars 1991 til 6 október 2005 og er hvað hver sem hver segir eftirminnilegur foringi Sjálfsæðisflokksins sem oft gustaði af og menn annaðhvort elskuðu eða elskuðu að hata.  Þrátt fyrir það allt saman naut Davíð ákveðinnar virðingar í embætti.  Fannst mér hann sjálfum oft vera sanngjarn í umræðunni þó oft væri hann ákveðinn og fylgin sér og glitta í ákveðna stjórnsemi í fari ágæts mannsins. 

Í öllum þessum embættum sem hann gegndi naut hann samt og á sinn hátt vissrar virðingar fólks fyrir.  Nema kannski í embætti Seðlabankastjóra Íslands.  Kom þá enda upp önnur staða í samfélaginu á meðan hann enn gegnir stöðu bankanum og er þetta illskeytta bankahrun 2008 sem setti allt á annan endann og enn hefur ekki að öllu leiti náð að vinnast úr og enn verið að draga sömu menn inn í réttarsal sem taldir voru valdir að því og er ekkert annað en dökkur blettur á réttarríkinu. 

Eftir Davíð kemur í stól formanns Sjálfstæðisflokksins maður að nafni Geir H. Haarde sem tekur við flokknum 16 október 2005.  Geir gegndi embættinu frekar stutt og til ársins 2009 og lét af störfum sem formaður Sjálfstæðisflokksins 29 mars sama ár.  Með allri virðingu fyrir Geir H. Haarde og persónu hans, enda drengur góður, tel ég að störf hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins muni svolítið gleymast er fram líða stundir.  Það svona er mitt álit á því máli öllu saman. 

Eftir herra Geir H. kom í sæti hans ungir efnilegur maður að nafni Bjarni Benediktsson, oft nefndur yngri, og náði kjöri til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins.  Tel ég að kjör hans í þetta mikla embætti hafi komið mörgum á óvart.  Ekki mann ég hvort kosning hans hafi verið naum eða hann unnið með yfirburðum né hver, eða hverjir, veittu honum mótframboð. 

Bjarni tekur við Sjálfstæðisflokknum 29 mars 2009 á frekar glannalegum tímum í þessu landi, verður víst að segja.  Óöld ríkti úti fyrir dyrum hæstvirts Alþingis dögum og vikum saman af fólki að mótmæla vegna hrikalegra afleiðinga hruns bankanna fyrir það flest.  En þessi ungi maður tók við taumunum og stóð vaktina sem stjórnmálamaður og formaur stærsta flokks landsins Sjálfstæðisflokksins og verður maður að segja að Bjarni hefur vaxið gríðarlega á þessum tíma sem stjórnmálamaður og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og brugðist við mörgu sem að honum hefur steðjað og gert bæði viskulega og líka stillilega.  Stilling er kostur hvers manns.

Mest gaman hefur þó verið að fylgjast með honum í embætti stjórnmálanna og að sjá allan vöxtinn sem þar hefur orðið.  Slíkt er ekki sjálfgefið í lífi hvort sem er mínu eða þínu.  Á þetta hef ég að mínu leiti valið að horfa og haft gaman af að fylgjast með.  Vöxtur fólks og árangur er svo gleðilegur.  Við erum ósammála í mörgu er kemur að stjórnmálum, rétt er það.  Gleymum samt ekki að sína hvort öðru virðingu og hinu að fleiri en ég og þú reynum að gera okkar besta. 

 

 

 

 

22 febrúar 2021

Sjá má eftirgefanleika í COVID- 19 sem herjað hefur á landann í eitt ár og tók yfir alla yfirstjórn hjá íslendingum og þjóðum heims.  Til að byrja með afneitaði margt fólk því sem var að ske til og komu fram með allskonar um hvernig betra væri að umgangast þessa veiru.  Töldu sumir bestu aðferðina að gera ekkert og bara leyfa verunni að valsa um eins og hún sjálf vildi.  Töldu þeir að þá næðist fyrr þetta svokallaða „Hjarðónæmi.“-

Íslensk yfirvöld með Landlæknisembættið í broddi fylkingar hefur leitt landsmenn og ekki annað að sjá en að aðgerðir þessara einstaklinga hafi unnið gott verk í þjóðinni og hæstvirtur Heilbrigðisráðaherra að mestu farið eftir því sem Landlæknisembættið lagði til hverju sinni.  Háttvirtur Heilbrigðisráðherra á sinn þátti í hve vel hefur tekist og er rétt manneskja á réttum stað, eins og oft er þegar illviðráðanlegar aðstæður koma upp hjá þjóðum.  En ekki gleyma okkur sjálfum í bardaganum sem eftir bestu getu töldum best að hlýða fyrirmælum og gerðum okkar til að hindra pláguna í að breiðast út.  Án þátttöku þjóðarinnar allrar var verkið óvinnandi vegur.  Sjá má margar hendur sem unnu saman að sameiginlegu markmiði sem vonandi er farið að grilla í endana á. 

Margt merkilegt hefur maður horft á í þessum einkennilega faraldri að vekur það furðu og undrun hversu margt fólk hefur farið svo eftir fyrirmælum yfirvalda.  Tilmælin eru tíu manneskjur saman á einum stað, sem í frekar fáum tilvikum var brotið.  Svo allt í einu koma ný fyrirmæli um að nú megi fleiri vera saman á einum og sama stað, og verður svo.  Af þessu má sjá að fólk hefur í blindni hlýtt fyrirmælum yfirvalda og treyst því að þaðan berist réttar og góðar upplýsingar.  Hugsið ykkur!  Góð ráð frá yfirvöldum sem fólkið beygir sig undir og gerir að mestu möglunarlaust og í blindni, sem verður að segjast um að var það sem skeði vegna þess að telja að hafa réttar upplýsingar.  Yfirvöld!  Geta þau gefið fólki réttar upplýsingar, má á eftir spyrja sig og horfa um leið yfir farin veg þar á svo margt sem stjórnvöld segja og gera er efast um að verði til góðs að mati allra þessara sjálfskipuðu og sjálfmenntuðu spekinga sem yfirleitt telja sig vita betur og hvað gangi og hvað gangi ekki.  Allar skoðanirnar maður. 

Í COVID- 19 faraldrinum hefur kveðið við nokkuð annar tónn og yfirvöld ekki verið metin versti óvinnur þjóðarinnar, eins og oft hefur verið sagt, heldur þvert á móti besti vinur hennar.  Svona sveiflast þetta nú til öfganna á milli hjá okkur.  Hafi yfirvöld leitt þjóðina um gæfuveg í þessu sérstaka máli ætli þau hafi þá ekki bara gert slíkt hið sama í flestum öðrum málum sem að henni hefur snúið?  Gæti það verið og fallast um leið á að íslensk stjórnvöld gegnum tíðina séu góð?  

Engin er samt án neinna mistaka.  Og má benda í því samhengi á að enn skuli hið opinbera draga sömu aðila inn í réttarsal til að yfirheyra um mál sem hér skeði 2008 og þessir menn verið dæmdir til fangelsisvistar vegna máls af sömu rótum og þeir þoldu nokkurra ára frelsistap fyrir en voru svo aftur gripnir að afplánun lokinni og sama mál í raun borið á þá til sektar:  „Þetta var of stórt“- segja menn.  Sem er rétt.  Bankahrunið sjálft var tröllaukið.  Engin deilir um þetta.  En það mál skeði fyrir bráðum fjórtán árum og hafa þessir menn verið dæmdir og þeir á eftir afplánað refsingu á bak við lás og slá.  Nokkur ár í svartholi er engum neitt létt verk. 

Mál er sem sagt að linni og skjölin eftirleiðis varðveitt í geymslum ríkisins og ekki aftur tekin þaðan fram til að nota í yfirheyrslur yfir sömu einstaklingum.  Er enda málið allt orðið frekar pínlegt fyrir þjóðina og að því komið að segja bókina fullskrifaða.  Einnig má benda á að hefndin er til kastanna kemur er ekki eins sæt og sumir að sjá láti í veðri vaka.  Af hreinum hefndarþorsta hefur málið ítrekað verið endurtekið.  Og í hefndarþorsta býr réttlætið ekki. 

 

 

 

 

21 febrúar 2021

Rosalega er mikilvægt fyrir fólk að halda áfram við það sem það er að gera og hefur sjálft gaman að.  Líka þó að aldrei komi króna í vasann af því sem gert sé.  Sumir geta ekki skilið fólk sem fúst er til að leggja mikið á sig en fá aldrei neinn arð að verkum sínum.  Svona viðhorf er misskilningur því vissulega er arður að verkefnum þó veskið gildni ekki. 

Rétt er það að arðurinn kom aldrei í formi einnar og annarrar peningaupphæðar heldur gleðinnar sem af hlaust.  Vissulega er slíkt arður og ávinningur og um leið viðurkenning til mannsins sjálfs um eitthvað sem akkur sé í fyrir hann.  Ekki gleyma að ekki mælum við allan arð bara út frá peningum, þó vissulega hafi þeir vægi og því miður meira vægi en holt sé.  Svona samt er samfélagið sem við sjálf höfum höfum búið til.  Er það ekki annars rétt?  Réðum við engu um neitt af þessu?  Við erum alltént neytendur og kaupum allskonar vöru?

Að fá greitt fyrir sum verk sem við búum til er sumum áhugavert.  En þurfum við að koma öllu sem við gerum og erum stolt af yfir í peninga en verða svo fúl á eftir er engin kaupir neitt af okkur?  Kannski áfall en fráleitt fyrir allra í slíkri stöðu.  Sumir taka öllu svona með stóískri ró vegna þess að þetta fólk veit.  Til að mynda það að hafa lagt sig allt fram og tók frá grunni alvarlega.  Veit og vel að sumt fólk skilur ekki svona lagað, og þarf heldur ekki.  Öllum peningum meira varð eftir.  Verkefnið færði fólki gleði yfir að hafa farið úti þetta og það sjálft lokið prógramminu.  Og nú erum við ekki fyrirfram að tala um prófgráðu.  Prófin eru margskonar. 

Að klára verk og skila góðu af sér eru verðmæti sem kannski engin peningalegur arður er af.  Og hvað með það?  Hitt er stærri eign og verðmeiri.  Horfum svona á mál. 

Ekki er svo að skilja að peningar megi ekki vera þarna með en eru samt ekki allt sem allt ætti skilyrðislaust snúast um en er oftast nær svolítið svoleiðis?  Mikilvægara fólkinu er að horfa til gleðinnar og ánægjunnar og að hafa skapað þetta og hitt sjálft.  En jafnvel slíkri hugsun er reynt að ræna frá fólki. 

Vissulega er til staðar arður og laun sem skilað var til eigandans vegna þess að við verk var lokið.  Aldrei samt kom inn fimmeyringur í budduna.  Og hvað með það?  Sumu fólki stendur á sama.  Það horfir til annarra þátta og sér að eru hinum hvort eð er mikilvægara.  Í ánægjunni liggja launin og er allur arður verkefnieins.  Hafa menn nokkuð gleymt sannleikanum um að hjörtu fólks þurfi að vera glöð og að peningar veita ekki slíka gleði og komi hún þaðan verði hún skammvinn? 

Sumir sjálfsagt kalla þetta tómstundargaman þó höfundar líti verkið ekki þeim augum heldur fyrir sig sem lífið sjálft.  Brúðan Barbí rann út úr framleiðsluvélunum með sama svip og sama bros í milljóna vís.  Vandinn er að fólk er ekki Barbie- dúkka.  Það veit um heilindi sín í verkum.  Fann sjálft til gleðinnar á hverri síðu, hverjum pensildrætti, hverju höggi styttunnar og úr tóninum frá hljóðfæri við að skálda laglinu sem engin annar hefur gert.  Þetta fólk vissi alltaf hvar það stóð.  Slíkt eru einnig laun.  Vilji menn á eftir koma handverkinu yfir í peninga fer í gang annarskonar ferli.  Sem má.  Sumir fara þessa leið á meðan aðrir láta sér hitt nægja.  Og fá laun.  Bara af öðrum toga.  Ekki ræna fólki öllu. 

Rétt er það að sumt fólk skilji ekki svona.  En sumt fólk er ekki neinn Stóri sannleikur.  Lífið vill gefa okkur margt með sér sem ekki er beintengt við sölutölur og peningalegan arð.  En akkúrat þessi hugsun hefur rænt mörgum gildum frá okkur tengdum allskonar einstaklingsbundnum gæðum.  En kannski er þetta allt saman einungis einn stór misskilningur og við Barbie með einn svip á andlitinu og eina hugsun.

 

 

 

 

2 febrúar 2021

Allir geta tekið undir mikilvægi þess að hvert og eitt okkar leggi rétt mat á Orð Biblíunnar og þau sem fólkið sjálft les í Orðinu og tali Orðið út með skilningi.  Þetta vill líka benda okkur á mikilvægi þess að hver og ein trúuð manneskja beri fyrst og fremst sjálf ábyrgð á sinni trú og engin annar fyrir hana.  Þetta er vel vinnandi vegur því engin sem leitar í Biblíuna gerir það nema fyrst að eiga til Heilagan Anda í sínu hjarta sem öndvert tendrar upp í hjartanu trúna sem þar er.  Heilagur Andi er skilyrðið til að skilja.  Trúin á Jesús fæðir fram áhuga fólks á að fræðast meira og gera beint upp úr Orði Guðs.  Er þetta kannski röng nálgun?  Kaþólikkarnir í gamla daga voru vissir um að almúginn væri ekki stakk búinn að skilja rétt ritningarnar og brugðið því á það ráð að vera með ritningarnar á Latínu sem þeir á eftir túlkuðu sjálfir fyrir þennan ólæsa og ómenntaða almúga.  Tek fram að ég lit á kaþólikka sem kristna menn og til jafns við hvern annan kristinn mann á þessari jörð en breytir ekki hinu að þeir tóku lykkju á leið sína sem Kristur ætlaðist ekki til að þeir gerðu.  (Einnig kallaðar „Hinar Myrku Miðaldir)  Þeir skelfilegu tímar  Sjá má að trú hverrar og einnar manneskju er nauðsýnleg og einnig hvar ábyrgð fólks liggi.  Skoðum ritningarvers: 

„Lúkasarguðspjall.  21.  41-44.  Jesús sagði við þá: „Hvernig geta menn sagt að Kristur sé sonur Davíðs?  Davíð segir sjálfur í Sálmunum:  Drottinn sagði við minn drottin:  Set þig mér til hægri handar  þangað til ég geri óvini þína að fótskör þinni.  Davíð kallar hann drottin, hvernig getur hann þá verið sonur hans?“-

Hér kemur vel fram hvað átt sé við þegar talað er um mikilvægi þess að skilja rétt og skilja sjálf/ur það sem Orðið er að segja en er greinilegt að menn gerðu ekki og því haft rangan skilning á þessum orðum Davíðssálmar sem Kristur sjálfur vitnar í og bendir á að sé ekki rétt farið með og að menn séu raunverulega að skrumsæla í sínum meðförum og kannski gert um langa hríð.  Eða uns dagur Krists á jörðinni kom og hann byrjar að taka á ýmsum málum til að rétta verkin við.  Við sjáum Drottinn leiðrétta lærisveinahóp sinn sem er fullkomlega eðlilegt að hann geri því þeir eru fólkið með hlutverkið að halda uppi merkjum Krists á jörðinni eftir að hann sjálfur hefur lokið sér af og er aftur stiginn þangað upp sem hann kom.  Við vitum að Kristur var á himnum og hjá Föðurnum áður en konan María fæddi hann sem hvern annan mann hér á jörðinni.  Leyndardómur sagður hér.  Vissulega.  Skoðum fleiri ritningarvers:

Lúkasarguðspjall.  21,  45- Jesús sagði við lærisveina sína í áheyrn alls fólksins:  „Varist fræðimennina sem fýsir að ganga í síðskikkjum og er ljúft að láta heilsa sér á torgum, vilja skipa æðsta bekk í samkundum og hefðarsæti í veislum.  Þeir mergsjúga ekkjur og hafa af þeim heimili þeirra en flytja langar bænir að yfirskini.  Þeir munu fá því þyngri dóm.“

Margt bendir til að fræðimenn þess tíma hafi með því sem þeir sögðu tekist að afbaka ritningarstaðinn og innihald hans og gert að verkum að versið fer á hvolf í munni þeirra.  Sannleikurinn er að Jesús er á undan Davíð.  Eins og líka Kristur greinir sínu fólki frá.  Segir enda Biblían að Kristur hafi alltaf verið.  Og þessu trúum við, sem á annað borð eigum í dag til trú á Jesús Krist.  Vantrúin pælir ekkert í svona og getur ekki veri með í slíkri umræðu.

Trúin sjálf áorkar mörgu og kemur því til vegar að við leitumst við að fara rétt með.  Að fara rétt með texta er algerlega sanngjarnt og fullkomlega eðlilegt verk gagnvart höfundi texta sem í þessu tilviki er Drottinn sjálfur.  Fólk sem veit þetta og skilur merkinguna leitast við að fara rétt með texta annarra og einnig að sé besta tryggingin að vera sjálfur vel að sér í Orðinu.  Breyskir menn hafa rétt á að texti eftir þá sé rétt fram borinn og hvað þá heldur höfundur sjálfs lífsins Jesús Kristur.  Með hjálp trúar vorar og Heilags Anda sem býr í hjartanu munum við kenna Orð Guðs eins og ber að kenna Orð Guðs.  Svo hjálpi okkur lifandi, upprisin Jesús.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

31 janúar 2021

Merkilegt er til þess að hugsa hvernig yfirvöld á Íslandi hafa sumpart misst sjónar af réttlætinu gagnvart þegnum sínum.  Ef við skoðum þá sögu má sjá að í eina tíð stóðu þau fyrir því að stía meðlimum fjölskyldna í bæ og borg sundur og gerðu með þeirri aðferð að vera með sérstök heimili, oft fjarri þéttbýliskjörnum, þar sem börnum, svokölluðum vandræðabörnum, var komið fyrir á og þau bara geymd þar árum samana og svipt frelsi án ástæðna né sannanna.  Til eru margar sannanir fyrir að sum barnanna hafi verið beitt harðræði sem hið opinbera hefur viðurkennt að hafi gerst og greitt þessu fólki miskabætur.  Sem er gott.

Við munum eftir Guðmundar- og Geirfinnsmáli sem skók allt þetta samfélag mánuðum saman og er nokkrir einstaklingar voru teknir úr umferð og lokaðir á bak við lás og slá á meðan málið var rannsakaða sem þetta fólk átti að hafa gert sem endaði með dómi og refsingu upp á nokkra ára fangelsi, hjá því fólki sem verst lenti í þessum manngerðu hamförum.  Einnig þar hafa yfirvöld játað að hafa farið of geyst í leit að sökudólgum og beitt óvönduðum meðulum í leit sinni að sekt og greitt þessu fólki fébætur sem um leið skyldi vera smyrsl á sár þessi.  Sannleikurinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur aldrei komið fram og málið því enn óleyst. 

Við munum hamfarirnar kringum svokallað Hafskipsmál á níunda áratug seinustu aldar þegar nokkrir einstaklingar sem ráku Hafskip á þeim tíma voru sakaðir um að hafa falsað pappíra og skotið undan af rekstrinum í eigin þágu.  Hafskipsmálinu „lauk“- segjum það, með þeim hætti að mennirnir lentu á bak við lás og slá í nokkur ár með sannanir sem af mörgum hafa verið taldar afskaplega hæpnar þar sem einhver tittlingaskítur var dregin fram og hann notaður sem sönnun. 

Við munum eftir svokölluðu Baugsmáli sem á annan áratug var í gangi og einstaklingar dregnir ítrekað inn í réttarsal þar sem réttað var yfir þeim og dæmt í Baugsmálinu en Alþjóðadómstóllinn (Er það kannski mannréttindadómstóllinn) var í að ógilda, ef svo má segja, en samt árum saman haldið áfram með þetta mál í kerfin og dómsyfirvaldinu til að finna eitthvað á þetta fólk til að læsa á bak við lás.

Og hvað með svokallað Samherjamál sem á sinn hátt dómsyfirvöld hafa vænt um svik og pretti og að hafa ítrekað farið á svig við lög landsins sem þó enn að minnsta kosti ekkert hefur komið fram sem menn geti sett fingur sinn á og segja má um að sé hreint, kvitt og klárt afbrot?  Bæði Baugsmál og Samherjamál eru, voru, í gangi á okkar tíð. 

Er kannski ástæða til fyrir hæstvirt Alþingi íslendinga að fara nú að skoða þetta með það til hliðsjónar að slíkt heyri bara sögunni til?  Við vitum að í sumum málum hefur Ríkið þurft að játa sök.

Samt er ég þeirrar skoðunar að alla jafna sé á Íslandi gott, milt og sumpart sanngjarnt yfirvald en segi samt að það hefur sýnt á sér aðra hlið og farið offari gegn ákveðnum hópum manna og eftir á þurft að viðurkenna skandal og að bakka út. 

Í hverju liggur brotalöm kerfisins og hvar er það svo veikburða að slíkt fái gerst?  Á hvað höfum við ekki enn komið auga?  Komin er tími til að yfirfara verkið og gera í það minnsta enn eina tilraun til að styrkja innviðina.  Og er auðvitað vinnan endalausa?  Finnum brotalamirnar og lögum þær.  Og hver vill það ekki? 

Tel þetta góða ábendingu og með burði til að gera íslenskt samfélag réttlátara, öflugra og betra fyrir alla landsmenn. 

 

 

 

 

13 janúar 2021

Donald Trump var kosin til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna til næstu fjögurra ára. Þau eru liðin 20 janúar 2021 er Joe Biden tekur við.  Allskonar skeði á lokametrunum og var alvarlegasta tilvikið er hundruð og þúsundir mótmælenda ruddust inn í Þinghúsið í Whasington og flæddu þar um ganga og sali eins og ættu þeir þar hverju skrúfu og hvern nagla.  Þinghúsið í Bandaríkjunum er af sumum talið eitt besta varða hús á jarðkringlunni.  Samt gat það gerst að svo margt fólk kæmist þangað inn.  Þetta sérstaka atriði þarf að skoða betur.  Margt bendir til að innanbúðarmaður hafi einhverstaðar skilið eftir opna hurð sem hinir sem skipulögðu vitleysuna vissu af.  Ekkert hefur verið rætt um þennan möguleika og menn hamast við að klína öllu saman á herra forsetan einan og hann gerður vondi kallinn í atburðarrásinni og allir hinir sem tjá sig þá voða góðir kallar.  Og góði kallinn vill lemja vonda kallinn til að vondi kallin verði góður, eins og þeir.  Er það ekki annars svoleiðis?

Reynt var að fá varaforseta Bandaríkjanna til að virkja einhverja 25. grein Bandarískra laga til að Bandaríska þingið gæti vikið sitjandi forseta frá vegna embættisglapa en varaforsetin hefur gefið út að muni ekki gera.  Tel að Bandarísk þjóð muni lifa af fram til 20 janúar.  Trúi ekki öðru.  Seigt er í feitum og pattaralegum Ameríkumönnum.

En sjáum við nokkra meðvirkni í atburðarrásinni þar vestra?  Heldur betur og ekkert annað. 

Gríðarlegur taugaæsingur hefur verið vestra síðastliðna daga og færst yfir til margra ríkja.  Skyndilega og eins og hendi veifað eru allir komnir með skoðun á ástandinu og allir með á hreinu hvað þar sé að gerast sem og útskírir allt þetta foxilla fólk til jafns við Bandaríkjamenn sem þó eru mitt í þessu andrúmi og anda þvælunni að sér.  Fæstir líklega velta fyrir sér hvort allt sem sagt sé hafi réttan bakgrunn og næga heimild.  Engin má vera að slíku.  Verum bara með í fjörinu.  Eru enda „í hita leiks“- flestar fréttir skrifaðar og skíra leiðréttingarnar á tíu mínútna fresti allan sólahringinn – á Netinu. 

Svona er heimurinn í dag.  Hann birtir á hverri mínútu vanda sem lengi hefur gengið með okkur og er fráleitt nýr af nálinni heldur búið lengi með fólkinu.  Vandan þekkjum við undir nafninu „Meðvirkni“- sem engin samt viðurkennir vera sjálfur haldin af en sér í einum og öðrum í kringum sig.  Og án þess að átta sig á hefur viðkomandi þá umbreytt sálfum sér í þennan glataða bendandi fingur sem of mikið er til af sem menn, of margt fólk, eru blindir á í eigin fari.  Aftur sjá þeir þetta í mörgum öðrum en eru sjálfir stikkfrí.  Gott að vera stikkfrí.  Sá sem sér þetta í eigin fari, væri það ekki ein og sönn hetja?  Við elskum hetjur. 

Samt er þetta sem undafarna daga hefur gerst engum neitt undrunarefni skoðað í því ljósi að heimurinn og ríki jarðar eru öll samtengt gegnum vafra Internetsins þar sem öllum á herjum tíma er gert mögulegt að fylgjast með öllu og engu og hvar sem er í heiminum.  Og hvaða fóður er þessu betra til að næra, fæða og fita ómögulega og illskeytta meðvirkni fólks, sem engin manneskja þó viðurkennir að ganga með?  Ekkert skákar Netinu er kemur að því að búa til kjarnmikla fæðu ætlaða meðvirkni fólks, sem endalaust fitar sig. 

Hvernig sem allt fer víkur herra Donald Trump sæti forseta Bandaríkjanna 20 janúar 2021, eftir eina viku.  Tel að á þeim tíma komi engin heimsendir af notkun kjarnorkuvopna, eins og ýjað var að í einu taugaæsingarkastinu innan þings USA eftir innrás liðsins.  Sjálfur verð ég að viðurkenna að hafa viljað hafa sama forseta áfram næstu fjögur ár því margt reif hann upp og margt komst í ágætis lag undir hans stjórn sem ekki verður frá honum tekið en yfirlýsingagleði mannsins svolítið skekkti og þreytti mann og annan.  Engin er víst fullkomin nema Jesús.  Er Jesús sá sem lifir eilíflega og við sem trúum á endum hjá.  Þraukum.  Amen.

 

 

 

 

1 janúar 2021

Markúsarguðspjall 6. 54-56.  Um leið og þeir stigu úr bátnum þekktu menn Jesú.  Og fólk tók að streyma fram og aftur um allt það hérað og bera sjúklinga í burðarrekkjum hvert þangað sem það heyrði að hann væri.  Og hvar sem Jesús kom í þorp, borgir eða bæi lögðu menn sjúka á torgin og báðu hann að þeir fengju rétt að snerta fald klæða hans og allir þeir sem snertu hann urðu heilir.“-  Áhugaverð nálgun.  Að sjá þekkti fólkið Krist er bát hans bar að.  Þekkti lækningarmáttinn sem gekk út af honum og fólkið varð vitni að og engin annar hafði gert.  Fólkið hafði séð.  Augu manna segja þeim satt.  Og meira.  Fengu nægju sína að borða er svo bar undir í návist hans.

En hvað sá fólkið er Jesús og menn hans komu að landi á bát sínum?  Sá það annað en smiðssoninn Jesús son Jósefs, eins og fólkið taldi?  Til smiðssonarins litu þeir og þekktu og einnig vissu að væri um borð í bátnum sem um það bil var að renna á land.  Hann í bátnum var um leið maðurinn sem gerði allskonar kraftaverk frami fyrir augum þeirra sem á staðnum voru sem fólkið engan veginn gat þrætt fyrir að væri neitt annað en mesta furðuverk. 

Og meira!  Hjá honum fengu þeir mat án þessa greiða eitt né neitt sjálft í formi peninga og bara þiggja ókeypis.  „Aldeilis flott að þekkja svona kall.  Ókeypis matur og allt hvað eina“- gat einhver sem þar var hafa sagt og væri ósköp mannlegt ef væri.

Vissulega fannst fólkinu Jesús vera áhugaverð manneskja og líka merkileg.  Samt er hann meira en bara áhugaverð persóna og eða góð manneskja heldur maðurinn sem Guð himnanna sendi sjálfur til jarðar vegna áætlunar um að bjarga mannkyni og draga undan syndabyrðinni sem lagt var á eftir val fyrstu tveggja manneskjanna um að eta af ávextinum sem Guð bannaði þeim að eta af.  „Eftir átið“- kallar á aðra áætlun í ranni Guðs vors og á björgunaraðgerð af hendi skapara himins og jarðar sem birtist í manneskjunni Jesús frá Nasaret sem þennan dag kom siglandi á bát og allt fólkið horfði á og sagðist þekkja.

Vissulega gaf hann þeim að borða og hverjum og einum nægju sína með þessum einvörðungu fimm brauðum og tveim fiskum sem þeir höfðu sem með Kristi voru og segir okkur söguna um að allt sem fólkið át þarna út í óbyggðinni sé komið frá lærisveinunum og restin frá honum sem þeir trúðu á Jesús Kristi.  Sagan segir að fólkið hafi komið allslaust.  Talan sem nefnd er samkvæmt Orði Guðs er fimm þúsundir karlmanna.  Reikna má með að fjöldin hafi verið meiri og kannski nærri tíu þúsundum.  Karlmenn einir á þessum tíma var fólkið sem talið var.  Ekki konur og börn. 

Í raun og veru að þá þekkti fólkið ekki Jesús sem manneskjuna sem bjargaði því úr greipum dauðans og frá Helju sem allt fólk sem fæðist stefnir til og allt fólk líka veit að eitt sinn skuli sérhver deyja.  Það er þarna sem kemur til kasta Jesús og hlutverksins sem hann skyldi sinna á jörðinni og klára áður en hann yfirgæfi hana og stigi upp til himins.  Samt var hann Jesús frá Nasaret sem lærði til smiðs og vann við smíðar.  Hann var líka hitt og einkum hitt.  Málið er að fólkið í fjörunni kom ekki til að hitta Son Guðs.  Ekki frelsara heimsins.  Ekki manninn sem myndi deyja í þeirra stað og gæfi því trú sem það yrði hvatt til að ástunda og gæfi því beinan aðgang að ríki Guðs á himnum og fengi Orð sem hjálpaði því til að skilja hvers vegna það þyrfti á trú að halda.  Fæstir sem stóðu á sandinum þekktu hann með þeim hætti.  Þekktu bara smiðinn Jesús.  Þið vitið.  Son Jósefs.

Hér liggur vandi sem við enn glímum við og eigum í erfileikum með að skilja.  Við þekkjum ekki Jesús né vitum til hvers hann kom í heiminn.  Drögumst að kraftaverkunum og matargjöfunum og Bónuskortunum og meira en lífinu í Kristi sem hann bíður.  Jesús lifir og ég lifi í honum.  Jesús er upprisinn.  Amen.

 

 

 

 

 

 

 

30 desember 2020

Líklega hefur ekki framhjá neinum farið að bólefnið sé komið sem menn voru að bíða eftir frá því að ljóst var að hér væri komin faraldur sem engin lyf né lækning væri til við.  Nú sem sagt er langþráð bóluefnið komið og strax farið að örla á nöldri vegna sama bóluefnis.  Sagt er að aðeins fimm skammtar hafi náðst úr einu glasi þó fullyrt hafi verið að ætti að innihalda sex skammta.

Allskonar sögur hafa gengið um þetta bóluefni og gerð þess og það talið vera fljótaskrift og allir þessir óteljandi „sérfræðingar“ tjá sig um og fullyrða eitt og annað sem oft er algerlega á skjön við þá sem mest vitið hafa haft á öllu þessu COVID- 19 máli og við hingað til höfum getað farið eftir og ættum einnig að geta gert er kemur að þessu bóluefni, í stað þess að sjá í hverju horni einhverja handvömm og nota sem rök hraðan sem einkum liggur í góðri samvinnu sem menn höfðu sín á milli sem standa í þessari vinnu.  

Talað er um að hraðinn sé tilkomin vegna einmitt allra þessara handa og huga sem vinna að þessu sameiginlega verkefnis og er eðlileg niðurstaða horft til þess að allur heimur er undir og ekkert minna heldur en það.  Við vitum að hvar sem margir leggja á ráðin fæst mögulega hraðari niðurstaða því þekkingin á svona bólefnum er til staðar og margt hægt að nota úr einu bóluefni í vinnu sem miðar að því að búa til nýtt bóluefni.  Og akkúrat þetta hafa allir þessir menn verið að gera á undanförnum mánuðum og er nýjungin.  Þar, eins og víða annarstaðar er, hefur hver hugsað um eigin hag og málið verið að verða fyrstur með sína framleiðslu á markað.  Öllu þessu var nú kippt burtu vegna sérstakra aðstæðna sem upp komu í veröld allri og við vitum af hvers völdum og skírir ágætlega hraðan sem verið hefur á þessu. 

Það sem mönnum dettur til hugar að segja er með ólíkindum og er bein ábending til okkar allra um allan þennan efa, tortryggni og hik sem gengur með fólki og hversu erfitt því gengur að treysta.  Jafnvel upplýsingum frá fólki, til að mynda Almannavörnum og Landlæknisembættinu, sem hafa leitt þessa þjóð á erfileikatímum og gert með stakri prýði.  Hví skildi þetta fólk bera fram ósannindi nú í yfirlýsingum sínum?  Hverra hagur væri það? 

Trúum orðum og yfirlýsingum frá þessu fólki og höldum okkur við þær en hlustum minna og sjaldnar á raddir allra þessara sjálfskipuðu sérfræðinga sem, er upp er staðið, vita jafn litið um þetta mál og þetta bóluefni og bara ég og þú.  Samt má hafa á skoðun.  En hún er annað. 

Vissulega er fólkinu vorkunn því svona tal byggir oft á ótta sem einnig er eðlilegt að láti á sér kræla og komi upp við slíkar aðstæður.  Munum að öll erum við á sama bát og öll að glíma við sama vá sem mun ekki fara í neitt manngreinaálit og taka sér bólfestu bæði í ríkum og fátækum og hverri manneskju sem er í færi.  Þannig er þetta. 

Að tala um að einhver yfirstétt fái góða bóluefnið en smælinginn hið lélega er kjaftæði sem þarf að kveða niður hvar sem slíkt tal heyrist því að með þeim hætti er þetta ekki.  Munum að mörg ríki hafa samþykkt efnin sem boðin hafa verið fram og viðurkennt þau.  Ekkert ríki gefur samþiggi sitt nema að fyrir liggi traustar og áreiðanlegar heimildir um gagnsemi og hvaða áhrif efnin hafi á heilsu einstaklinga.  Niðurstöðum þessum má treysta.  Hár og lár, ríkur og fátækur, haltur og hin sem farlama er búa jafnir að alltént þessu leiti og geta öruggir farið í bólusetningu.  Það er að segja, vilji fólkið sjálft láta bólusetja sig.  Hvert og eitt okkar hefur úrslitaval er kemur að bólusetningunni.  Í góðu lagi er að vilja fyrst skoða málið.  Gerum það bara á réttum grunni.

 

 

 

 

23 desember 2020

„Mattuesarguðspjall 26. 27-29.  Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, gerði þakkir, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: „Takið og etið, þetta er líkami minn.  Og hann tók kaleik, gerði þakkir, gaf þeim og sagði:  „Drekkið allir hér af.  Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda.  Ég segi ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags er ég drekk hann nýjan með ykkur í ríki föður míns.“-

Hér sjáum við mynd af fyrirkomulaginu sem við í dag köllum „Brauðsbrotningu.“ Einnig nefnd „Altarisganga,“-  Aðgerðin er að öllu leiti komin úr Orði Guðs og er, eins og sjá má, framkvæmd af Jesús sjálfum með sínu fólki og er því háheilagt andartak hvenær sem menn gera þetta verk í Jesús nafni.  Þetta hefur Drottinn sýnt mér og allt eru þetta verk. 

Að brjóta brauðið eins og greint er frá í Orðinu vefst ekki fyrir fólki sem á annað borð fylgir Kristi.  Enda iðkuð nokkuð reglulega í söfnuðunum, þó sumum finnist að mætti vera gert oftar þar á bæ.  En það er annað mál:

„Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags er ég drekk hann nýjan með ykkur í ríki föður míns.“- segir í 29 versi.  Hvað er átt við?  Jú, Kristur vísar til þess sem er að koma, sem er ríki Guðs á jörðinni og birtist okkur í öllum þessum söfnuðum sem reglulega koma saman í einum tilgangi.  Lyfta upp nafni Guðs síns og herra og eru leiddir af sama Kristi og honum sem braut brauðið í augsýn sinna manna og gaf með verki sínu fyrirmyndina til frambúðar um hvernig þetta skyldi framvegis gert.  Allt sem Kristur gerir miðar við hvern nútíma fyrir sig og beinist áfram inn í framtíðina og gildir allt til endir daganna og er allt verður gert nýtt og hið fyrra farið.  Að allt verði gert nýtt er fyrirheit sem Kristur gefur sínu fólki og meðal annars ástæðan fyrir að hann segir að við skulum vaka og að við vitum ekki tíman né stundina.  Kristur sjálfur gerði allt klárt til þess að hvert og eitt okkar gætum skilað okkur á réttan áfangastað og ríkis Guðs á himnum. 

En hvenær mun Kristur drekka vínviðarávöxtinn nýjan?  Þegar hann var upp risinn og stigin upp til Föðurins á himnum og búinn að gefa niður sinn Heilaga Anda og virkja það í fólki sem þar þurfti að virkja í Anda Guðs og menn farnir að skilja að eitthvað nýtt, ferskt og fallegt hafði vakna með því sjálfu, hér er verið að tala um trúarvissu einstaklings, hófu söfnuðirnir að gera sama verk og Kristur gerir í þessu ritningaversum.  Og við vitum, Orðið kennir það, að Kristur sé þá með í verkinu og hlýtur því að taka þátt í athöfninni með fólki sínu, í þá Guðsríkinu á jörðu.  Guðsríkið á jörðu er aðskilnaðurinn við hið gamla sem fólk upplifir við frelsunina.

Söfnuður Drottins á jörðinni er Guðsríkið á jörðu og Jesús er þar og leiðir allt þetta batterí sjálfur og gerir samkvæmt vilja Föðurinn, sem er á himnum. 

Heilagur Andi myndar þetta persónulega samfélag hvers og eins okkar við lifandi, upprisinn Jesús.  Verkið verður gerlegt með þessum eina hætti.  Þú og ég erum fylltir þessum Anda Guðs og hann því kominn í bein samskipti við hvert og eitt okkar gegnum Anda sinn og vora trú.  Aftur sjáum við nauðsýn trúarinnar í öllu ferlinu rétt eins og gilti á dögum Jesús og bjó í fólkinu sem þá tilheyrir frelsaranum, líkt og við í dag.  Að vísu erum við aðrar manneskjur en þá voru uppi en Kristur hinn sami, sem breytir öllu.  Hann vill, þráir, þessi nánu tengsl við allt sitt fólk upp á hvern dag og á meðan enn er dagur. 

Hvernig sem menn líta þetta mál breytir það ekki þeim sannleika að allt verður nýtt í Kristi.  Hver endurfædd manneskja er ný sköpun.  Og með henni vill Kristur brjóta brauðið og drekka af vínviðarávextinum og gera inn í Guðsríkinu á jörðu vegna þess að hið gamla er horfið úr hjartanu og nýtt og ferskt orðið þar til með nýjum viðhorfum og viðmiðum, og því öllu. 

 

 

 

 

 

22 desember 2020

Einkennilegt er hvernig sumt tekur breytingum.  Fyrrum var sú regla að togarar væru á sjó yfir jól og áramót og gerðu útgerðarmenn í því að vera með skip sín á veiðum yfir hátíðirnar. 

20 desember 1980 eru jólafrí sjómanna enn ekki kominn á né búið að binda þau í lög eins og gerð var krafa um í samningaumleitunum sjómannafélaganna við útgerðarmenn sem í gangi voru.  Að sjá stefnir allt verkföll eftir áramótin 1981, vegna þessara óleystu mála.  Að hafa skip bundið við bryggju hraus mönnum svo hugur yfir að erfitt var að þýða málið upp og koma í annan farveg.  Þetta tókst og ríkir önnur hugsun í dag um sjávarútveginn.  Ætli kvótakerfið og stíft skömmtunarkerfið sem sjómenn dagsins og útgerðin vinna eftir spili ekki stærsta hlutverkið í því máli öllu saman?  Gæti það verið? 

Sjómennska í dag og allur rekstur kringum skip og vinnslu er gerbreytt form sem beint má rekja til kvótakerfisins.  Frjálsræðið sem var er horfið og kemur ekki til baka vegna þess að miðin afkasta bara ákveðnu magni og ekki sögunni meira og að menn orðið vita þetta og sníða stakk eftir vexti, og er svona hin hliðin á umdeildu kvótakerfi, sem sumir vilja burt. 

Þrátt fyrir að stefna útgerðarinnar væri að vera með togaranna að veiðum yfir jól og áramót var það samt svo að menn sem vildu fengu frí yfir hátíðarnar og voru fjölskyldumenn látnir ganga fyrir, væru margir sem bæðu um jólafrí.  Ekki alvont kerfi því að oft komu strákar úr Stýrimannaskólanum, og eða aðrir námsmenn, og fóru Jólatúr á togara og öfluðu sér með þeim hætti smávegis af peningum sem hjálpuðu til á meðan námið stóð.  Væri siglt og salan góð gat túrinn skipt verulegu efnahagslegu máli fyrir þessa menn.  Veit reyndar ekki hvernig háttaði til með námslán og svoleiðis og ekki minnist maður þess að Stýrimannaskólanemar hafi velt námslánum fyrir sér er þeir tóku ákvörðun um að fara í „Skólann,“- eins og sagt var.  Mann maður eftir nokkrum skólastrákum í Jólatúrum á togara sem síðar urðu skipstjórar á hvort sem var togara eða bát og gátu sér margir gott orð. 

Í dag eru fiskiskipaskipstjórar að mestu andlitslaus her sem fátt orðið heyrist af né talað um á opinberum vettvangi.  Þetta strangt til tekið er gríðarleg breyting er þessir menn voru iðulega í fréttum á vetrarvertíðum, á loðnuvertíðum, á síldarvertíðum og á haustin er togarar sigldu með afla sinn til að selja á erlendum fiskmörkuðum og var svona partur alls fréttaflutnings í þessu landi á vissum árstímum.  Allt samt með sínar eðlilegu skíringar.  Á þessum tíma hafði fólk áhuga fyrir svona fréttum frá sjávarsíðunni og vildi vita ganginn hjá skipunum vegna þess að þá gilti annarskonar hugarfar hjá landanum en síðar varð.  Gott eða vont er ekki málið heldur bent á breytingarnar sem orðið hafa, sem eru svakalega miklar.

Líkt og áður segir er í dag sjómanastéttin andlitslaus stétt og með henni fiskiskipstjórinn sem fjölmiðlar í árdaga kepptust við að draga fram í sviðsljósið og vera með umfjallanir um, vegna árangurs í veiðunum.  Íþróttamaðurinn hefur tekið stöðu skipstjórans í fjölmiðlum.  Afrekin sem íþróttamaðurinn vinnur fáum við fregnir af sem eitt sinn aflskipstjórinn átti og með svipað vægi þar og íþróttamaður dagsins gerir hér uppi á Íslandi.  Síldarskipstjórinn, loðnuskipstjórinn og togaraskipstjórinn sem gekk best með sinn togara og eða bát voru kapparnir.  Og allt dregið fram.  Bæjarblöð í kringum 1950 birta myndir af bátaflota bæjarfélagsins og nafngreina skipstjóra hvers báts fyrir sig.  Efnið fékk allt það pláss sem þurfti í blaðinu af þeirri ástæðu að áhugi var fyrir slíkum fréttum og umfjöllun hjá fólki. 

Ekki er svo að skilja að engin áhugi sé lengur á einu né neinu í dag en ljóst að liggi ekki í þessu.  En fólk fær það sem það sjálft vill lesa.  Nú eru það umsagnir um kynferðislega áreitni og að einn sé að fara illa með annan og hvort sé klárari og hæfari karlinn eða konan og lestur um allskonar málferli.  Við viljum „Allt upp á borðið“- en tortryggjum allt.  Hvað skeði?

 

 

 

 

21 desmber 2020

Merkilegt er, nú á tímum ofurgetu manna, skuli þeir ítrekað vera minntir á smæð og getuleysi.  Ekkert vefst fyrir þeim að byggja langar og miklar brýr yfir vötn, gil og ár.  Reisa stíflur sem halda inni vatni í milljónum tonna magni og nota til rafmagnsframleiðslu.  Nánast hvert hús landsins og heimsins tengist rafmagni.  Menn leggja akvegi um löndin þvers og kruss með bundnu slitlagi á sem inn á milli „blæðir úr“ og gerir ökumönnum erfitt um vik.  „Blæðingin“ vill setjast á bíla og skemma.  Verið var að spara aurinn en ökumenn á sinn hátt settir í vissa hættu.  Menn fóru í þessu ódýru leiðina, vegna þess að vera ódýrara.  Besta klæðningin ku vera malbik og verulega dýrari leið.  Snýst líka um peninga.  Allt þetta og meira til gera menn í löndum sínum með fullu leyfi yfirvalda og eftirlitsaðila.

Þrátt fyrir alla sína getu eru menn nokkuð reglulega minntir á getuleysi sitt í heimi hér og skeður á tímum skyndilegra atburða sem ríða yfir sem engin getur gert neytt í eftir að allt er farið af stað.  Og eyðingin kom og verður á eftir partur af sögu þessarar þjóðar.  Fyrst er allt var afstaðið og svæðið aftur orðið öruggt komu menn að og skoðuðu vegsummerki og við blasti stór hluti byggðarinnar sem var horfin vegna þess að það sem fjallið ofan við bæinn geymdi og safnaði á sig á löngum eða stuttum tíma rann niður snarbratta hlíðina og fór yfir allt sem fyrir varð og skemmdi með hreint gríðarlegu eignartjóni.  Sumt fólk átti fótum fjör að launa mitt á atganginum og sumt heppið að sleppa með skrekkinn.  Svo tæpt stóð þetta allt saman mitt á hamaganginum.

Aurflóð, snjóflóð, hamagangur af völdum vinda og sjógangs.  Allt þekkt í heimi vorum og allt eitthvað sem við eigum svo oft í mesta basli með að verjast þrátt fyrir mikla þekkingu og gríðarlegrar getu til svo margs og margháttaða uppbyggingu og styrkingu.  Allskonar er gert til varnar og stundum er búið til falskt öryggi í fjallshlíð sem og kom í ljós á einum stað í veðurfarslegum atgangi að var ekki að halda.  En vissulega er það skylda fólks að byrgja bruninn áður en barnið dettur ofan í hann.  Samt var varnarbúnaðurinn rétt aðgerð og viturleg framkvæmd þó gagn hafi verið minna en búist var við.  

Geta mannsins til margs er gríðarleg og vanmátturinn einnig mikill, ef svo ber undir. 

Hver fær stjórnað ofankomu og gert svakalega eða meðfærilega eða búið til rigningu af yfirstærð sem gegnbleytir svo fjallshlíð að spurning er orðin um hvenær öll hlíðin rennur fram?  Hver fær stýrt veðurhæðinni og styrk vinds- og sjávar þegar veðrið verður verra en áður hafa verið og ýfir upp hafið sem æðir að landi og skellur á manngerðum görðum og hvar sem er á landinu með sínum ægiþunga og eyðingarafli og jafnvel skemmir svo stór sér á og eða brýtur sér leið áfram þangað sem mannvirkinu var ætlað að verja en gat ekki vegna þess að hluti þess var farin?  Við þessu þarf ekkert svar af þeirri ástæðu að hvert og eitt okkar veit sjálft svarið og er:  „Við sumt ráðum við ekki.“- Engin manneskja fær stjórnað neinu svona löguðu.  Sem betur fer kannski.

Hvað er þá eftir?  Vor eigin daglega árvekni.  Ekki satt?  Við henni verður engri manneskju hlíft heldur þarf að viðhafa allt sitt líf.  Svo lengi sem hvert og eitt okkar dregur andann og er áfram lifandi manneskja munum við þurfa að bera þessa ábyrgð á sjálfu okkur.  Hyggni er að vilja fara varlega þar sem við á og gera ráð fyrir allskonar þar sem við á.  Án þess að vera á tauginni.  Eitt er að vita aðstæður og annað að leiða alls ekki hugann að aðstæðum sínum.  Náttúran er visst hættusvæði sem við bjóðum ekki byrgin og stjórnum að takmörkuðu leyti.  Á þetta erum við að horfa í þessum töluðum orðum og ekki í fyrsta skipti.  Guð blessi Ísland.

 

 

 

 

19 desember 2020

Rjúpan á árum áður var oft kölluð "Fátæktarkrás"- sem fátækt fólk eitt í landinu sóttist eftir vegna þess að geta ekki veitt sér neitt annað kjötmeti í matinn á jólum en rjúpuna og fór því útfyrir dyr hjá sér og veiddi rjúpu til að sitt fólk fengi mögulega kjöt að borða á jólum.  Í þá daga var engin til Krónan og ekkert Bónus, Hagkaup né hafði nokkurt Kaupfélag verið stofnað.  Hvernig rjúpan var veidd á árdaga bara veit ég ekki.  Kannski í gildrur einhverskonar.  Líklegt er að fátt hafi verið um byssuhólkinn. 

Í dag lítur engin rjúpuna sem eitthvað sem fátækt fólk eitt horfi til og borði heldur er hún borin á borð á stórhátíðum eins og jólum sem prúðbúið fólk sest við og hlakkar yfir sínum rjúpum sem rjúkandi liggja á fötum á borðum húsanna á Aðfangadag, ásamt öllu meðlæti og „Nammi nammi.“ 

Í dag er rjúpa seld dýru verði í verslunum og veiðarnar á henni háðar veiðileyfi, sem kostar sitt að fá, vilji menn stunda þær.  Sakna reyndar hrakfalalsögunnar sem kom á hverju ári um hrakta rjúpnaskyttu sem björgunarsveitin leitaði og fréttirnar fylltust af umfjöllun um og kepptust við að umbreyta í hetju.

Svona breytist ýmislegt hér hjá okkur. 

Fátækt hafði annan blæ á sér í landinu í eina tíð en nú er, á tímum allskonar tryggingakerfa sem tryggja fólki lágmarks framfærslu.  Er reyndar teygjanlegt hugtak hve há framfærslan skuli vera sem hverjum manni sé ætlað til framfærslu. 

Hér áður fyrr merkti fátækt „allsleysi með raunverulega enga leið til björgunar fyrir fátækt fólk“- nema það sem náttúran gaf af sér og eða góðviljað fólk í kring stingi að þessu fátæka fólki einhverju matarkyns vegna þess að eiga sjálft umframbirgðir matvæla.  Í allavega það skipti.  Náungakærleikurinn blífir á slíkum tímum fátæktar og hjálparhöndin víða, sem rétt var fram.  Rjúpa almennt var ekki neytt en þetta fátæka fólk nýtti sem vildi gera sér glaðan dag í mat, eins og flest okkar líka viljum á stórhátíðum á borð við jól.  Og fólkið bjargaði sér oft með þessum hætti. 

Samt er líklegt að fólk sem neytti rjúpunnar á jólum hafi ekki fyrirfram verið mikið að flíka því við aðra hvað það át né hafi haft hátt um sitt borðhald vegna orðsporsins sem af rjúpunni fór.  Að hafa neytt „Fátæktarkrásar“- að hver vill hafa slíkt orð á sér?  Í eina tíð var fátækt viðkvæmt mál í þessu landi en hugsun fólks að þessu leiti talsvert breyst.  Sem er vel.

Í dag hefur lítið frést af gangi rjúpnaveiða og máski verður lítið um rjúpu á rjúpnasvæðum og hún því höfð á fáum borðum íslenskra heimila um þessi jól sem mögulega verða kennd við COVID- 19 pestina í sögubókum framtíðar vegna fjöldatakmarkananna sem í gangi eru og staðreyndarinnar um að einungis tíu manneskjur megi koma saman. 

Í dag leitar fólk með lítið milli handanna til Hjáparstofnanna í borg og bæ og fær úthlutað mat þar og veiðarnar á villtum fuglum öðrum ætlaðar en fátæklingum.  Kosta veiðarnar enda í dag nokkurn aur og krefjast allskonar útbúnaðar sem menn fá sér.  Þetta útskíri hví allir þessir veiðimenn séu eins. 

 

 

 

 

17 desember 2020

Jól.  Þau koma senn og koma enn.  Eins og fyrr að þá hafa íslensku jólasveinarnir enn þjófstartað og drifið sig til byggða löngu fyrir þrettán daga fyrir jól með sitt gamalþekkta „hohohohó“- hróp.  Líklegt er að þeir hafa ekki lent í sóttkví vegna COVIÐ- 19 við komu sína ofan af fjöllunum en er samt aldrei að vita því ekki eru menn nafngreindir sem á þeim stað lenda og ekki heldur Stekkjastaur og Bjúgnakrækir, né restin af bræðrum þeirra.  Kannski voru þeir partur tölurnar sem nefnd var um allan skarann sem var í þessari sóttkví og hinni þegar hún var kvað hæst. 

Hvað verði á matarborðum landsmanna þessi jól er ekki gott að segja en líklega verður gamli (nýi) hamborgarhryggurinn ofarlega á blaði og eldaður samkvæmt kúnstarinnar reglum meistarakokksins með meðlæti sem þykir viðeigandi er eta skal slíkar brimsaltar veislukrásir sem fær hjartað til að taka aukakipp bak við bringubeinið að borðhaldi loknu og líða tekur á kvöldið sem hingað til hefur verið talið til hressingar með þessu aukna blóðflæði sem skyndilega verður til við aukaslagið sem kom í þennan mikilvæga vöðva okkar.  Allt af völdum hinnar auknu saltneyslu sem skyndilega barst til magans og meltingarfæranna og þau unnu úr með þessum hreint ágætu afleiðingum.  Að fá hressingu af þessum toga hefur hingað til ekki þótt neitt nema til hressingar.  En hér er farið yfir strikið.

Eitthvað er Sveinki byrjaður að fara í manngreinarálit, og kannski bara byrjaður að kalka, og birtist í að hann er farinn að sleppa úr skóm yfir tiltekinni stærð og gefur bara í minnstu skónúmerin sem lagðir voru í suma gluggakistu.  Eins og það sé boðlegt af hans hálfu.  Vér erum svekktir og allir eigendur skóa yfir ákveðinni stærð mótmælum allir og gerum hressilega og hástöfum og förum tafarlaust fram á að Sveinki láti af svona breytni og taki upp fyrri háttu.  Börn eru ekki eina fólkið sem segja má um að séu botnlausar sælgætisgrísir heldur er sumt fullorðið fólk það einnig.  Og líka má.  Og ekki þarf það að glíma við tannpínu.  Nema fölsku tennurnar framleiði slíka verki í munni?  Hefur einhver heyrt um slíkt?  Tel ekki.

Af þessu sjáum við að Sveinki ætti miklu frekar að sleppa minni skónúmerunum í sömu gluggakistu og huga þess í stað að þeim sem stærri eru á sama palli fyrir innan glerið.  

Slík breyting á þjónustulund jólasveinanna bendir til bullandi meðvirkni og manngreinarálits gagnvart skóm sem að sjá falla ekki lengur í kram Sveinkanna og þeir því gefið stærri númerunum „fingurinn“.  Eins og slíkt gangi og sé ásættanlegt í hefð sem í aldir hefur viðgengist í þessu landi og með þessum hætti?  Glætan.

Beiðni til kallanna í rauðu fötunum með síða, þykka og hvíta skeggið sem komnir eru af fjöllum til byggða liggur því fyrir og er um að þeir endurskoði samstundis hug sinn og breyti sem fyrrum og setji í hverja þá skóstærð mola þá sem pokinn innheldur en ekki einvörðungu barnaskóna.  Verði ekki orðið við þessu er bara eitt til ráða.  Láta mömmu sína og eða pabba sinn gera verkið, sem bæði er orðið háaldrað fólk.  Hlífum þeim við slíku og notum áfram þá sem á vappi eru á næturnar þessara erinda og hvetjum til að hætta þessari vitleysu sinni sem og öllu manngreinaráliti heldur geri öllum jafn hátt undir höfði.  Og teldist slíkt til hreinnar sanngirniskröfu sem og væri um leið ágætis lending.  Nema við viljum fjölga Bingóspilurunum á vellinum framan við Alþingishúsið á jóladag til að iðka þar sitt Bingóspil og segjast verki sínu mótmæla lokunum verslana þennan dag þegar ljóst er að ástæðan liggur í hinu.  Mál er að linni. 

Jólasveinar snúi því aftur til fyrra viðhorfs og keppist framvegis eftir að setja mola í hvern þann skó sem í glugga leynist án nokkurra pælinga um fullorðinn eða barn.

 

 

 

 

16 desember 2020

Bóluefnið sem menn virtust vera að bíða eftir veldur, loks er fer að bóla á útgáfu þess, hugsunum og þanka um ágætið.  Rétt eins og gerðist mitt í faraldrinum koma einnig fram „spekingslegar raddir“ sem spjalla allskonar um þetta verk.  Sumir telja að veiran sé upprunninn í tilraunaglösum hers sem einhverra hluta vegna slapp út í andrúmsloftið og gerði usla.  Eina sem hægt er að segja við svona er að sumt fólk lesi of margar vísindaskáldsögur.  Bókin „Innrásin frá mars“- gerðist ekki.

Ein kenningin er að allt hafi þetta nú verið skipulagt og veirunni viljandi sleppt lausri og bóluefnið tilbúið áður en til þess kom og því att fram á réttum tíma til að græða á offjár.  Veirur hafa lengi verið til og komið og farið án þess að banka fyrst né heldur kveðja.  Allar valda þær á sinn  hátt usla þó ekki sé um banvæna veiru að ræða en samt hvimleiða.  Sumar veirur og pestir eru skæðar með miklum mannfelli.  Þær hafa stigið inn á völlinn löngu á undan mikilli getu manna til allskonar framleiðslu og uppgötvana á sviði læknisfræðinnar. 

Að menn vilji ekki láta bólusetja sig er vegna þess hversu erfiðlega þeim gengur að treysta.  Fólki finnst vera mikil fljótaskrift á rannsókninni og setja sig enn á ný á stað „sérfræðingsins sem einn veit og skilur.“- Horfir ekki til staðreynda né þess að aldrei áður hafi þessar tilraunastofur sem eru í að útbúa ný lyf og bóluefni fyrir okkur staðið eins vel saman og nú í faraldrinum sem geisað hefur mestanpart ársins 2020. 

Hin gríðarlega merkilega samvinna þessara fyrirtækja er svarið inn í það mál en ekki að einhver fljótaskrift sé á.  Væri slíkt enda glæpsamlegt ráð og verk sem stenst enga skoðun, frekar en kosningasvindlið sem Trump- liðar, ég er einn af þeim, töldu að hafi átt sér stað í síðustu kosningum þar vestra en virðist ekki vera staðan en var samt besta mál að kanna.  Vegna lýðræðisins og ekki bara í USA heldur í öllum lýðræðisríkjum. 

Að vera sjálfskipaður „sérfræðingur„ í öllum vísindarannsóknum“ sama af hvað tegund er er auðvitað merkileg staða og gildir einnig um vel skrifuðu vísindaskáldsöguna sem þó er bara skáldverk höfundar að setja fram verk sitt.  Viðbrögð fólks er erfitt að geta sér til um.  Vilji menn koma fram með aðrar upplýsingar beita þeir annarskonar aðferðum en að skálda upp úr sjálfum sér.  Slíkt gerir heldur engin. 

Gríðarleg þekking hefur áunnist á afskaplega stuttum tíma sem ekki er undir venjulegum kringumstæðum hið algenga hvað varðar stofnannir sem fást við svona lagað sem lengst af liggja á þekkingunni eins og ormar á gulli og hundur á roði og gefa ekki bofs frá sér eitt né neitt sem þær fást við fyrr en allt er orðið klárt og samþiggi yfirvalda liggi fyrir og hægt að auglýsa sem markaðsvöru og græða ósköpin öll á varningnum.  Plott, plott, plott hér og hvar og út um allt gengur ekki sem nein gild rök.  Viss vandi er hversu erfiðlega okkur gengur að treysta niðurstöðum.  Jafnvel traustustu aðila.  Vegna þá „sjálfskipuðu sérfræðinganna“- sem endalaust stíga fram og tjá eigin skoðun.  Þeir vita alltaf betur.  En hvað vita þeir?  Jafn mikið, lítið, og ég.  Skoðun er í lagi en á henni þarf að gera greinarmun á sannleika. 

Heimsbyggðina fékk til sín óboðin vágest í teitið að nafni COVID- 19 sem við höfum þurft að aga okkur undir og lotið fjöldatakmörkunum hans vegna.  Obbi manna hefur verið sáttur við aðferðafræðina en þó verið í basli með að gera þær varúðarráðstafanir sem þarf vegna þess að vera orðnir smá leiðir á ástandinu, sem er sama og að berja hausunum við steininn.  Auðvitað velur hver og einn hvort hann láti bólusetja sig.  Þó er verra sé það vegna vantrausts á öryggi bóluefnisins.  Ætlað ég í bólusetningu?  Líklega jú, hvenær sem að því verki kemur.  Munum“  Enn er engin bólusetning gegn COVID- 19 hafinn í þessu landi.  Upp með jólasveininn   -    og niður með alla hina jólasveinanna.

 

 

 

 

13 desember 2020

Ljóst er að Guð gerir sínu fólki ljóst hver vilji sinn sé.  Í vilja Guðs í verki liggur blessun sem hann vill að fólk sitt lifi og búi við.  En blessun Guðs er að því leiti til skilyrt að við verðum að fylgja leiðbeiningum hans. 

„Is maður!  Ekkert mál.  Láttu okkur bara fá nokkrar uppskrifaðar reglur og við förum eftir þeim“- voru orð fólksins og undafari Lögmálsins sem gefið var sem engin fór eftir né heldur gat.  Lögmálið er strangt en fagnaðarerindið öndvert milt sem flestum okkar þó reynist erfiðleikum bundið fylgja.  Hér er því ekkert „Iss maður!“- og- „Ekkert mál!“- della viðhaft heldur strembin vinna, minn kæri, en samt vinnandi vegur til að vera áfram réttlættur í augum Drottins.  Trú okkur á Jesús er lykillinn og tryggingin fyrir áframhaldi fyrirgefningu Föðurins.  Blessun Guðs liggur í hlýðni minni við Orðið.  Þegar að átrúnaðinum kemur og á hvern skuli hlustað stendur eftir einn.  Skoðum hver hann gæti verið:

„Matteusarguðpjall. 17.  4-5.  Pétur tók til máls og sagði við Jesú: „Drottinn, gott er að við erum hér.  Ef þú vilt skal ég gera hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.  Meðan Pétur var enn að tala skyggði yfir þá bjart ský og rödd úr skýinu sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.  Hlýðið á hann!“-

Engin þrætir fyrir að hér sé annað en skírt talað.  Röddin dregur hring utan um eina persónu af þessum þrem sem þeim mætti er Kristur ummyndaðist frami fyrir þeim á þessu háa fjalli sem þeir gengu með Jesús upp á og sáu með eigin augum hvað þar skeði og hvern þeir skyldu hlusta á.  Merkilegt í ljósi þess að allt umhverfi okkar er þakið flóði radda, skoðana og þversagna fram og til baka og lifa með okkur daginn út og inn.  Að þarna skuli vera ein rödd í öllu þessu andrúmi radda sem Guð mæli sérstaklega með er áhugaverð nálgun. 

Svona er þetta fyrir alla sem vilja ganga hreint og beint lífsins veg sem Jesús lagði með dauða sínum á krossi og upprisu og sýndi með stofnun kirkju sinnar á jörðinni.  Eftir þann dag varð eftir ein rödd sem talar og samstillir allt sem Drottins sjálfur hefur dregið til sín og gert að eign sinni.  Engar aðrar skoðanir né álit gilda í þessu ferðalagi.  Fari menn af veginum, getur alltaf gerst, því miður, gellur við rödd frá himni sem hvetur menn til að snúa aftur til Orðsins og einstaklingsins sem lærisveinarnir var bent á af röddinni sem var í skýinu og skildi þá eftir með er það hvarf.  Allt skírt og skorinort og erfiðleikum bundið að taka feil á. 

Samt fara menn með sig sjálfa hvort sem er til hægri og vinstri án þess að lifandi Guð hafi neitt um boðið og segir að leiðin sé framundan fólkinu og að hún sé leið gæfu. 

Margt í þessum ritningarversum væri og hægt að staldra við og líta betur á og gera, til eigin lærdóms.  Einn lærdómurinn væri þessi sjálfsagða og í raun skilyrðislausa hlýðni mín við Orð Guðs sem barst mannkyni með röddinni í skýinu.  Til að meðtaka gagnsemina og skilja hvað við sé átt fengum við trú sem er eitt hjálplegasta tæki, ef svo má segja, sem völ sé á á göngu vorri  með lifandi Drottni drottna til að skilja með.  Trúin kennir okkur hve sjálfsagt og eðlilegt það ætti að vera öllu trúðu fólki að leitast við að gera vilja Guðs. 

Engin spurning er um að hvert og eitt okkar vilji gera annað en að hlýða Guði en vandinn að okkur ferst verkið misjafnlega vel úr hendi af þá strögglinu sem við grípum til mitt í erli daganna og áhyggnanna.  Og hversu oft höfum við ekki fengið að sjá að svona sé í stakkinn búið og í engu öðruvísi hjá hverju og einu okkar?

„Tímótesuarbréf.  3. 13.  En vondir menn og svikarar munu magnast í vonskunni, villa aðra og villast sjálfir.“-

 

 

 

 

12 desember 2020

„Mattuesarguðspjall  16.  13-19.  Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“  Þeir svöruðu: „Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.“  Hann spyr: „En þið, hvern segið þið mig vera?“  Símon Pétur svarar:  „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.  Þá segir Jesús við hann: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! Enginn maður[ hefur opinberað þér þetta heldur faðir minn í himninum.  Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast.  Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“-

Hér er ágengri spurningu varpað fram um það hvern menn segja Drottinn okkar vera.  Haldi menn að löngu sé orðið ljóst hver Kristur sé á meðal okkar er um gríðarlegan misskilning að ræða.  Tökum bara álit margra manna á að Kristur sé kenndur í grunnsólum landsmanna.  Við vitum að hann var settur útfyrir og hefur verið smásaman fjarlægður á mörgum öðrum stöðum sem hann áður að minnsta sást annað veifið.  Til að mynda á Ríkisútvarpi/Sjónvarpi sem lengi vel hafði þann frábæra sið hjá sér er nær dró jólum að sýna efni Kristi tengt með einhverjum hætti en hefur undafarin ár ekki bólað á og var raunverulega hætt fyrir allmörgum árum.  Frá þeim tíma hefur talsvert verið sýnt þar af hommamyndum og öðru slíku efni.  Og engin segir neitt.  Maðurinn er samur við sig. 

Sannast sagna að þá er sú staða ennþá uppi að Kristur hefur engan í heiminum sem segir frá sér með réttum hætti meðal almennings og bara okkur sem hann leisti úr heiminum og dró yfir í ríki sitt á jörðinni og við þekkjum sem kirkju Krists. 

Kirkjan er enn þessi sami klettur og byggir enn á að fólk innan hennar vébandi standi sig í verkinu um kynningu á Kristi og verkum hans og sé sjálft gangandi vitnisburður um það sem það segist hafa upplifað með Kristi í sínu lífi.  Með þeim hætti opinberast Kristur enn meðal fólks að allt þetta verður sýnilegt í fólki sem hann sjálfur á en ekki fólki heimsins sem skipulega er gert í að halda frá fagnaðarerindinu með úthrópunum af ýmsu tagi.  Ófá dæmi höfum við um þetta.  Enn er sumum slétt sama og skilja ekki eigin vanlíðan. 

Bandamaður kirkjunnar sést ekki svo mikið fyrir utan fagnaðarerindið en ætti skilyrðislaust að vera fyrir innan það.  Það sem Kristur talar til Péturs talar hann einnig til manna sinna og kvenna í dag.  Fyrir margt löngu er Pétur postuli horfin af vellinum en ég og þú erum við þetta í dag með sömu orð yfir okkur og okkar ágæti Pétur fékk af munni Jesús. 

Nú um stundir talar Kristur sömu orð við kristið fólk dagsins og Pétur fékk að heyra af vörum sama Drottins.  Kristur nefnilega er hinn sami í dag og hann var í gær og verðum áfram um eilífð.  Ekkert hefur breyst og er heimurinn enn samur við sig og ræðst gegn flestu því sem Kristur er talsmaður fyrir.  Og kynslóðirnar koma og fara en eftir stendur einn Jesús.  Og berji sér nú hver sem vill á brjóst sem telur sig geta er kemur að kirkjunni og afli kirkjunnar og hver sé lykilmaður kynslóðanna er kemur að trú og viðhalds trúar í ríkjunum.  Er fólk, ég og þú, enda eins og gufa sem bara sest um stutta stund en er svo horfin.  Nokkuð til í þessu.

Jesús er hinn krossflesti og upprisni Drottinn drottna og hefur tekið okkur, sem tilheyrum kirkjunni nú um stundir, að sér og gefið okkur Orðin sem hann talaði til Péturs og var þá ekki bara að tala til líðandi stundar né andartaksins heldur allt til endir daganna.  Ég og þú erum fólkið sem sinnum verki Krists á jörðinni í dag en erum ekki frekar en aðrar kynslóðir einar um þetta heldur lútum sama yfirboðara og Pétur, Jóhannes og Páll lutu.  Látum okkur hlakka til jólanna eins og jólasveinarnir, sem líka spritta sig.  Jesús er upprisinn.  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

11 desmber 2020

„Mattuesarguðspjall, 15. 8-9. - Þessir menn heiðra mig með vörunum en hjarta þeirra er langt frá mér.  Til einskis dýrka þeir mig því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið.“

Menn tala um Guð og trúa á Guð en eru þó einhvervegin svo fjarri honum er kemur að breytni þeirra sjálfra að fátt er sem minnir á lífið sem Kristur boðar.  Að menn skuli kenna í Jesús nafni kennslu sem Kristur er ekki höfundur né geti samþykkt er grafalvarlegt mál.  Orðin eru aðvörunarorð sett fram til að menn viðhafi ekki lengur hégómlegt tal heldur það eitt sem Kristur fær staðfest.

Textinn talar um að menn kenni ekki lengur Orð Guðs heldur kennslu sem þeir sjálfir hafi samið.  Og við vitum að svona er þetta oft og hefur lengi verið því margt í dag eru bara mannasetningar, frasar, sem ganga með söfnuðunum og hafa einhverveginn fest sig þar.  Allt vegna þess að skilningurinn á því sem Orðið sjálft segir er ekki réttur og farvegur búin til fyrir villukenningu.  Tökum dæmi:  „Jesús komi fyrst og fjölskyldan sé númer tvö og annað trúarkyns haft neðar á listanum.“-

Hvar finnum við þessa hugsun í Orði Guðs?  Hvergi en eftirfarandi hugsun víða:

„Markúsarguðspjall. 10. 28-31.  Þá sagði Pétur við hann: „Við yfirgáfum allt og fylgdum þér.  Jesús sagði: „Sannlega segi ég ykkur að enginn hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, móður eða föður, börn eða akra vegna mín og fagnaðarerindisins án þess að hann fái hundraðfalt aftur, nú á þessum tíma heimili, bræður og systur, mæður, börn og akra, jafnframt ofsóknum, og í hinum komanda heimi eilíft líf.  En margir hinir fyrstu munu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir.“ Síðustu orðin hef ég aldrei fattað hvað merki, sem er annað mál.

Sem sagt! Trúin vill hvetja sitt fólk til að gefast Kristi til að hann fái byggt upp trú manns og konu.  Að heiðra föður sinn og móður er ekki sama.  Af hverju ætti fjölskyldan fyrirfram að vera fyrir kristnum trúuðum manni það sem kæmi strax á eftir eftirfylgninni við sjálfan Krist með það til hliðsjónar að sumar fjölskyldur séu sundraðar og allskonar rugl í gangi hjá?  Við sjáum að hann talar ekki með þessum hætti við vin okkar Pétur postula né hvetur þangað en vill skilyrðislaust að fylgi sér eftir.  Hvað gerist þá?  Jú!  Allt hitt mun þá með tímanum koma.

„Matteusarguðspjall 10. 34-39.  Ætlið ekki að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið heldur valda sundrungu.  Ég er kominn að gera son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni.  Og heimamenn manns verða óvinir hans.  Sá sem ann föður eða móður meir en mér er mín ekki verður og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér er mín ekki verður.  Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér er mín ekki verður.  Sá sem ætlar að finna líf sitt týnir því og sá sem týnir lífi sínu mín vegna finnur það.“- Í skjóli svona upplýsinga má enn spyrja sig hví menn haldi því þá fram að Kristur eigi að vera númer eitt, ég er reyndar sammála þessu, og að fjölskyldan skuli hafa annað sæti í þessari röð.  En hvað með helsjúku fjölskylduna sem manneskja frelsaðist inn í.  Mun hún eiga gott afdrep þar innandyra og fá leiðsögn og styrk af trú annarra heimilismanna?  Við getum ekki gefið okkur þessa leið.  Kristur kemur þessu sjálfur i kring, standi vilji hans til. 

Í ritningarversinu talar Kristur um þennan aðskilnað sem þarf að verða eftir frelsun manneskju vegna andstæðnanna sem komnar eru upp með hinum frelsaða.  Annað gildir vitaskuld frelsist einstaklingur inn í trúaða fjölskyldu og sjáum blessunina sem slíku fylgir.  En þannig er þetta líklega sjaldnast vaxið er kemur að frelsun einstaklings og líklegri niðurstaða að honum mæti sinnuleysi og afskiptaleysi, og ef ekki beinni andspyrnu.  Með þessum hætti talar sjálft Orðið en gerir fráleitt á hinn bóginn.  Út með mannasetningar og förum rakleitt aftur til Orðsins. 

 

 

 

 

28 nóvember 2020

Hafi með einhverjum hætti verið svik í tafli í kosninganna vestur í Bandaríkjunum sem gáfu ranga niðurstöðu má sjá grafalvarlegt atvik.  Sé þetta rétt er með beinum hætti verið að grafa undan lýðræðinu þar í landi. 

Jafnvel þó rannsóknin leiddi í ljós að herra Biden sé réttkjörin forseti Bandaríkjanna er það engu að síður fullkomlega eðlileg viðbrögð að kanna rækilega kvittin sem upp kom um að brögðum hafi verið beitt sem um leið er prófsteinn á kerfið sem búið var til utan um lýðræðið í landinu.  Að vilja leika sér með þetta væri sama og menn lékju sér að eldinum.  Lýðræðið og meðferð lýðræðisins þarf að vera gulltryggt allan hringinn.  Engum á að leyfast að koma mönnum frá völdum né til valda með klækjum.  Of mikið er í húfi.  Og svo hitt!  Fólk vill að staðinn sé vörður um lýðræðishugsjónina og ljær ekki máls á vinnubrögðum sem ekki standast og gerir kröfur um að lýðræðið sé gulltrygg og úrslit kosninganna eitt hundrað prósent samkvæmt þeim.  Að heimila annað er að leika sér að eldinum, sem nóg er komið af. 

Lýðræði landa er grafalvarlegt mál en engin leikur sem menn nota að vild.  Einræðinu er þetta tamt og sýnir með því að vera með aðeins einn stjórnmálaflokk, venjulega sitjandi valdhafa, í framboði og valkostir manna engir.  Annað orð er til yfir slíkar kosningar!  Orðið:  „Skrípaleikur.-“ Hverslag kosningar eru þetta? 

Að ljá máls á svindli er sama hugsun og í einræðinu.  Menn með svindlinu freista þess að koma til valda fólki sem svindlið vill sjá setjast í sætið, og við hlið allra stjórnartauma ríkja.  Ekki gott og ekki það sem við viljum né heldur ættum að vilja og getum framvegis komið í veg fyrir og gerum með því að grafast fyrir um það hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað vestur þar í nóvember 2020.  Að gera á eftir viðeigandi ráðstafanir komi í ljós óhreint mjöl væri réttlæti í verki.  Sjálft lýðræðið á þetta fyllilega skilið og þarf að fá ásættanlega meðhöndlun.  Engin er að varpa fram neinum fyrirfram gefnum niðurstöðum heldur er verið að benda á að jafn mikilvæg mál séu rækilega könnuð og verkið unnið til enda.  Allra hagur væri að leiða sannleikan fram.  Sé niðurstaðan að rangt hafi verið farið með í kosningunum í USA mætti álikta að sama viðgangast í öðrum lýðræðisríkjum veraldar.  Á hvað veg værum við þá komin. 

Við sjáum mikilvægi þess að málið sé kannað og væri einnig eðlilegt framhald skoðað í því ljósi að óhreinleiki margskonar viðgegnst meðal okkar og að heiðarleiki er ekki alltaf efstur á skránni.  Í raun og veru ber svona eftirgrennslan, verði í hana farið, sitt eigið nafn sem gæti verið::  „Að vera á varðbergi.“-  Kosningar í löndum þurfa gulltryggingu.  Annað sæmir ekki hugsjóninni.  Engin er að efast um hæfi herra Biden í stól forseta Bandaríkjanna aðeins að rétt sé að öllu staðið.  Sem er málið.  Að vilja afla frambjóðendum fylgis og leggja jafnvel fram fé og vinnu til baráttu frambjóðenda hefur vissulega áhrif en kemur lýðræðislegum og rétt unnum kosningum og niðurstöðum ekkert við.  Vont er efist fólk um kosningaúrslit.  Öllu slíku verður að eyða og eyðist með sannleikanum sem kemur.  Eftir honum þarf þá að leita. 

Rétt er það að stundum sigrar ekki manneskjan sem við vildum en sættum okkur við vegna þess að skilja lýðræðislegar kosningar og að sigurvegari er aðeins einn, þegar að dæmi sé tekið er efnt til forsetakosningar hvort sem er á Íslandi, Bandaríkjunum eða öðrum lýðræðisríkjum heims.  Þó forseti Íslands gegni ekki valdamiklu embætti er hann samt kosin af þjóðinni og fer á Bessastaði í umboði þjóðarinnar en engu svindli.  Heiðarlegt fólk vill heiðarleika í verki og ekkert sem ræðst beint gegn lýðræðinu, eins og svindlið gerir. 

Sumir sjálfsagt eru fegnir að herra Donald Trump hverfi frá völdum æðsta manns Bandaríkjanna, sem ekkert meira er um að segja.  Að hafa rangt við gegnir þó öðru máli.

 

 

 

 

23 nóvember 2020

Fróðlegt verður að fylgjast með hvað muni gerast eftir Covid- 19 faraldurinn og er samfélögin eru aftur komin á svipaðan stað og var fyrir pláguna og þá staðreynd alla.  Að sjá er allskonar þegar í undirbúningi og málaferli af ýmsum toga á borðinu sem mögulega verður varpað fram er samfélögin hafa aftur rétt úr kútnum og farin að virka eins og eðlilegt má teljast á stað mannanna.  

Málaferli, ef af þeim verða, munu samt ekki snúast um einstaklinga heldur verður þeim beint að yfirvöldum, vegna þá mistaka sem þau munu verða vænd um að hafa gert í pestinni og er kom að vernd viðkvæmra hópa samfélagsins.  Spyrja má á móti hvernig í ósköpunum megi gera fullkomna vernd í aðstæðum sem þessum og þegar við óssýnilega plágu er að eiga sem engin almennilega veit né vissi hvernig hegði sér og engin lyf eru til við? 

Um hvað ættu slík málaferli að snúast verði farið af stað með þau sem sumir í dag telja að séu í farvatninu í hinum ýmsu löndum?  Hver gerði ekki allt sem hann gat til verndar sjálfum sér og öðrum,?  Hver var kærulaus og hver snerti hurðarhún sem kannski annar tók í rétt á eftir hinum án þess að renna í grun að þar leyndist smit vegna snertingar manneskjunnar rétt á undan?  Um hvað ættu slík málferli að snúast þegar vitað er að óvinurinn er þessi ósýnilega Covid- 19 veira.  Engin manneskja.  Kannski sjálf eitt fórnarlambið?

Að gera ríkið skaðabótaskylt í svona faraldri getur ekki verið neitt nema snúin framkvæmd.  Það hins vegar er rétt að yfirvöld ráðfæra sig við færustu lækna og vísindamenn á hverjum tíma og eru auðvitað ábyrg fyrir leiðbeiningunum sem berast almenningi og honum er gert að fylgja.  Reglugerðin er unnin eftir ábendingum færustu sérfræðinga og settar fram til hjálpar almenningi.  Samt smitast fólk og því miður sumt dó.

Ekkert af þessu breytir þeirri staðreynd að öll þekking á veirunni var takmörkuð en óx vitaskuld er lengra leið.  Vanþekkingin er samt vandinn og hitt að engin lyf eru til gegn þessari tegund Covid.  Sem betur fer er að koma lausn inn í málið og telja menn sig hafa framleitt bóluefni sem vinni bug á þessum sérstaka veirustofni.  Samt stendur enn allt við sama og verður uns farið verður að bólusetja þjóðirnar.  Þangað til eru menn óvarðir gegn Covid- 19, eins og verið hefur.  Bólusetning er talin hefjast fljótlega á nýju ári og í besta falli í lok ársins 2020.  Engin dagsetning hefur þó verið gefin út.

Kæru vinir!  Við getur ekki bent á neina manneskju eða nokkur yfirvöld og sagt um að hún eða þau hafi ekki staðið sig.  Ég tel að allir hafi gert sitt til að varast vágestinn og gert sér grein fyrir alvöru málsins og verið vakandi fyrir ráðleggingum Almannavarna sem dældu út upplýsingum og héldu fundi til áréttingar því sem gefið hafði verið út og með þeim hætti unnið sitt verk en þurftu margoft að grípa til snöggra aðgerða og gera margt sem betra hefði verið að fengi meiri tíma og lengri umfjöllun en var útilokað vegna kringumstæðna.  Í Covid-19 er raunverulega allt mannkyn statt í sama báti.  Hver sem var gat og getur enn fengið pláguna og sama hvernig fólk reynir að verjast henni.  Aðgæsla er þó aflið sem blífir.

Aftur má spyrja.  Við hverja hyggjast menn fara í mál og hjá hverjum liggja mistök þegar ljóst er að engin vissi við hvað væri að eiga?  Auðvitað er sárt að missa og því miður knúði sorgin dyra of margra húsa vegna Covid-19 og ekki bara á Íslandi líka öðrum löndum heims.  Stundum er lífið óvæginn og harður húsbóndi.

 

 

 

 

21 nóvember 2020

Andi Guðs er virkur andi í öllu trúuðu fólki.  En þó Andinn sé Heilagur og kominn frá einum Guði tekur hann ekki yfir hjá manninum með neinum hætti heldur lýtur hann vilja mannsins í hvívetna og stígur sjálfur til hliðar, velji maðurinn fara sinn veg.  Þetta vitum við sem eigum til trú og skiljum hvernig trú starfar í fólki.  Málið er að læra hvernig trú á Jesús virkar og hvetja fólk til að leita sér kennslu þar sem hún er rétt.  Og hvaða kennsluefni en sjálft Nýja testamentið hentar betur vilji fólk vera öruggt með sig sjálft að þessu leiti?  Nýja testamentið gefur allar upplýsingar sem þarf er kemur að Drottni og trú vorri.  Séu þær ekki þar skal líta svo á að þeirra sé ekki þörf.  

Að fá dregið hring utan um einn ákveðin stað og sagt um hann að þar sé allt að finna sem þurfi, gæti verið fyrir einhvern gríðarlegur léttir í stað þess að lifa við óöryggi af vantrú á Nýja testamentinu.  Haldi ekki Nýja testamentið, hvernig á þá trúin að fá vaxið? 

Að Drottinn taki ekki fram í fyrir hendur manna og leyfi þeim að lifa eigin lífi og eins og þeir sjálfir vilja er staðreynd.  Skoðum að dæmi sé tekið þessa frábæru ritningarstaði. 

„Lúkasarguðspjall 9.  53-56.  En menn tóku ekki við honum því að hann var á leið til Jerúsalem.  Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það sögðu þeir: „Drottinn, eigum við að bjóða að eldur falli af himni og tortími þeim?“-  En Jesús sneri sér við og ávítaði þá [og sagði: „Ekki vitið þið hvaða andi býr í ykkur.  Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum heldur til að frelsa.“ Og þeir fóru í annað þorp.- Fólkið vildi ekki hlusta á boðskapinn og þeir færðu sig yfir á annan stað.  Jesús skikkar engan til að hlusta á ræðu sína. 

Hér kemur fram atriði sem talar berum orðum að trúaður maður hafi eins og annað fólk fullt frelsi til verka, orða og líka eftir að Heilagur Andi er tekin til starfa í manneskju.  Andi Guðs stjórnar engum manni nema með hans leyfi.  En Jesús bregst við Orðum manna sinna og setur ofan í við þá fyrir að vita ekki af hvers anda þeir séu.  Hann á við að menn með sína gjöf tali ekki með þessum hætti sem hann heyrði þá gera og vill að þeir ígrundi þetta en gefur engar skipanir, sem er svo merkilegt í fari hans og birtir mönnum eitthvað alveg spánýtt. 

Ábendingar Jesús eiga líka við um mig og þig sem uppi erum í dag.  Oft erum við í kringumstæðum sem margt óvænt gerist í og áhöld um hvernig við bregðumst við í orðum.  Við dæmum ekki okkar ágæta bræður heldur lærum af þeim og breytum ekki eins.  Engin skyldi því segja að hann grípi ekki til slíkra orða sem þeir.  Eingin okkar veit eigin viðbrögð í þessum og hinum óvæntum aðstæðum.  Og álagið máski yfirþyrmandi.

Frelsarinn bendir lærisveinunum á að gæta tungu sinnar og temjast framvegis við annað orðaval en þeir gripu til á erfiðri stund.  Trúúð manneskja er ekki hér til að eyða né deyða nokkra manneskju heldur vera þátttakandi í að bjarga mannslífum, uppörva fólk og hvetja.  Líka þess vegna þurfum við trú og uppbyggingu trúar sem verður að afli í okkur sem ver sjálf okkur í mótvindi.  Lærsveinarnir vissu ekki af hvers anda þeir væru.  Gildir sama um okkur?  Við þurfum hjálp frá Heilögum Anda.  Hann mun sýna okkur af hvers anda við séum og að Andi vor er kominn frá Guði.  Við meðtökum því borskapinn og sínum af okkur stillingu, líka í orðum, þegar óvænt atvik blossa upp andspænis okkur og klikkum ekki, eins og við sjáum lærisveinanna gera í sínum óvæntu og sumpart leiðinda kringumstæðum sem og ollu að Jesús sá sig knúinn að áminna þá.  Að tala með hætti Jesús er af kærleika.   Sannan kærleika vill Kristur að við byggjumst upp í og höfum allt sem þarf í Heilögum Anda, trú vorri, samfélagi trúaðra, og hvort annað.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

10 nóvember 2020

Merkilegt er að til hafi verið leið fyrir manninn að fara sem getur forðað honum frá einu og öðru sem veldur honum skaða en fæstir fara af þeirri ástæðu að sjá ekki leiðina né vita hvernig skuli framkvæma verkið.  Meira að segja trúað fólk og heilt í sinni trú á í basli með þetta vegna þess að svo margt í því sjálfu lætur á sér kræla og menn leyfa að valsa um í sér með engin ráð sjálft til að stöðva óværu þessa.  Hve oft hefur maður ekki upplifað slíkt ástand hjá sér sjálfum?  Og vegna þess að mönnum líður ekki alltaf vel vakna upp hugsanir sem ekki gera fólki gott að glíma við en hafa valsandi um í sér og máski án nokkurrar fyrirstöðu neins staðar.  Og sé leitað hjálpar eru ráðin oft þau að gera þetta og gera hitt, þið vitið lesa meira og biðja meira og það allt saman, þegar lausnin og kennslan máski liggur í þolinmæði og að bara bíða.  Að bíða er oftar en ekki lækning fólki á þessum stað en ekki að hella sér út verk og fara með jólaköku til ömmu blessunarinnar í því skjóli að það eitt leysi hendur Drottins.  Kennsla um að kristinni manneskju eigi ekki að líða svona er bull og bein hindrun á fólk fjötrar.  Skoðum þetta.

„Predikarinn. 9 2.  Hið sama hendir alla, sömu örlög mæta réttlátum og óguðlegum, góðum og illum, hreinum og óhreinum, þeim sem fórnfærir og þeim sem ekki fórnfærir.  Hinum góða farnast eins og syndaranum, og þeim er sver eins og þeim er óttast svardaga.“- Mikill lærdómur sagður hér og gagnlegur öllu fólki. 

Af hverju kæru vinir haldið þið að Orð Guðs tali um mikilvægi þolinmæði og að allt hafi sinn tíma?  Oftar en ekki þurfum við á biðlundina frekar en sprettum sem bara bætir oftast gráu við svart.  Kennum fólki rétta kennslu og hjálpum að byggja upp í sér sjálfu biðlund.  Gefum ekki ráð nema þau sem Biblían kennir.  Reynast þau enda fólki best.  Skoðum aftur Orðið:

„Opinberunarbókin. 7. 14-17.  Og ég sagði við hann:  „Herra minn, þú veist það.“  Hann sagði við mig:  „Þetta eru þeir sem komnir eru úr þrengingunni miklu og hafa hvítþvegið skikkjur sínar í blóði lambsins.  Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs og þjóna honum dag og nótt í musteri hans og sá sem í hásætinu situr mun búa hjá þeim.  Þá mun hvorki hungra né þyrsta framar og eigi mun heldur sól brenna þá né nokkur breyskja vinna þeim mein.“- Þarna sjáum við mikilvægi þolinmæði í þrautum og mitt aðstæðum sem við skiljum ekki.  Leyfum trúnni að vinna með okkur og vera hjálpartækið sem nota má og kennum það eitt sem Orðið segir.  Frá því er trúin komin.  Allt er fullkomið vegna hennar.  Trúin er fyrir mig og þig. 

„Eigi mun heldur sól brenna þá né nokkur breyskja vinna þeim mein.“- segir hér.  Í textanum segir að breyskja manna vinni þeim ekki lengur mein eftir að jörðin hefur gengið í gegnum allt sem hún á að þola og allt þar orðið nýtt og himneskt.  Af þessu sjáum að Drottinn lítur alvarlegum augum nái breyskja inn í raðir mannanna og telur ástæðu til að opinbera sínu fólki að hún á einum stað verði afmáð og gangi ekki lengur með fólki sínu eins og er í dag.  Guð gefi að sjá ritningarversið rétt.  Slíkt gæti vakið okkur léttir og aukið þolinmæðina á tíma biðarinnar. 

Sjáið ekki að Guð vill uppörva okkur sem glímum við þessar kenndir og ráðum oft svo illa við og eykst séum við í erfiðum aðstæðum?  Í Íslensku Orðabókinni er breyskja útskírð sem veikleiki manna sem geri þá hrösunargjarna og fái til að syndga.  Og hvað er hann að segja:  „Eigið til þolinmæði, lærið þolinmæði til að fá reynt sjálf máttinn sem hún býr yfir.  Sigur liggur í að sýna þolinmæði“-

Samkvæmt þessu að þá lítur Drottinn á að breyskan sé eitur í lífi fólks og að hún muni vera hér áfram uns allt hefur gerst sem hér á að gerast.  Við þurfum trú og að læra betur að treysta lifandi, upprisnum Drottni fyrir okkur sjálfum.

 

 

 

 

30 október 2020

Eitt af því fyrsta sem við heyrum eftir trú er að hætta við synd.  Við munum með hvaða orðum Jesús kvaddi hórseku konuna sem átti að grýta og hann dæmdi ekki frekar en mennirnir sem slepptu steinunum og gengu burt.  Jesús kvaddi hana með orðunum:  „Syndga ekki framar.“- Maður sem svo mælir dæmir ekki heldur skilur við manneskju með gott veganesti í farteski.  Liggur ekki ljóst fyrir að Orð Jesús bjarga konunni frá dauðum er hópurinn með grjótið í höndunum gekk á brott án þess fyrst að framkvæma verkið?  Tel það ljóst.  Og hver af þeim var syndlaus? 

Í Biblíunni er víða hvatt til bænaiðkunar og að við skulum biðja hvoru fyrir öðru og öllu fólki.  Þar kemur og víða fram að við skulum ekki dæma hverjir aðra.  Vorum við ekki hér ofar að lesa um hóp manna sem setti sig í sæti dómara og voru tilbúnir til framkvæmda?  Lögmálið bauð mönnum að gera grýtingu undir slíkum kringumstæðum.  Rétt er það.  En Lögmálið bauð einnig syndleysi manna og sagði að gerðust þeir brotlegir við eitt ákvæði Lögmálsins væru öll tíu brotin.  Fólkið bað sjálft um þetta Lögmál án þess að vita um hvað það bað né að Lögmálið veitir engum manni hjálp við að ná fram vilja Guðs í eigin lífi, eins og Heilagur Andi gerir og trú vor.  Munum að Móses var milligöngumaður fólksins á þessum tíma við lifandi Guð sem Jesús einn hefur í dag.  Skoðum ritningarnar:

„1Jóhannesarbréf. 5. 16-17.  Ef einhver sér bróður sinn eða systur drýgja synd, sem leiðir ekki til dauða, þá skal hann biðja Guð og hann mun gefa líf þeim sem syndgar ekki til dauða. Til er synd sem leiðir til dauða.  Fyrir henni segi ég ekki að hann skuli biðja.  Allt ranglæti er synd en til er synd sem ekki leiðir til dauða.  Við vitum að börn Guðs syndga ekki, hann sem er sonur Guðs varðveitir þau og hinn vondi snertir þau ekki.“- Börn Guðs syndga ekki, segir hér.

Hér sjáum við svolítið aðra afstöðu en gilti hjá mannskapnum sem kom með konuna sem vissulega var staðin að syndsamlegu atferli.  Engin deildi um það og andmælir Kristur sjálfur ekki ásökununum í sín eyru en svarar svari sem gerir hópinn sneyptan. 

Að betur athuguðu máli sér maður vissa tengingu við þetta vers og hitt versið sem við vitnuðum lauslega í hér ofar.  Í síðara versinu kemur skírt fram að við skulum biðja fyrir synd annarra manneskja og það tekið fram,- sem ekki sé til dauða en okkur samt ekki bannað að biðja hina bænina.  Okkar verk er að biðja trúarbæn til blessunar.  Synd til dauða og hin syndin sem ekki er til dauða.  Við biðjum bara fyrir fólki.  Drottinn einn dæmir.  Það er viska.

Sem sagt!  Ekki er það okkar hlutverk dæma manneskjur.  En hve ætli mennirnir og konurnar séu margar sem liggi í valnum vegna beinna dóma annarra kristinna manna og kvenna og er bein ástæða fyrir ritningaversum sem minna menn á bænina?  Er þau enda sett fram til beinnar leiðbeiningar um að sumu skulum við hætta og að læra að horfa á með augum Guðs.  Við sem dæmum erum án afsökunar setjumst við í sæti dómara þar sem okkur er ekki ætlað neitt sæti og aldrei.  Enda ekki gefið neitt dómsvald heldur vald til að fyrirgefa.  Hér er augljós munur.

Með bæn, trúarbæn, munum það, af þessum toga viljum við réttlæti Guðs en ekki okkar eigin dóm.  En akkúrat þessa afstöðu sjáum við í tilvikinu um mennina með grjótið.  Svo sterklega er tekið til orða að fyrir synd sem ekki sé til dauða skulum við biðja en okkur ekki bannað að biðja fyrir synd sem sé til dauða en höfum engin loforð Guðs um hvernig hann muni afgreiða slíka bæn burt af sínu borði öndvert við hitt tilvikið þar sem kemur skírt fram að Guð muni gefa þessu fólki lífið á nýjan leik.  Hættum allri synd og hættum að afsaka vora eigin synd og látum af að dæma aðra heldur stundum verk Drottins í kærleika og í sannleika sem greinilegt er að mennirnir með grjótið gengu ekki fram í og sýndu með því að yfirgefa svæðið án þess að fyrst að framkvæma verknaðinn.  En líka þetta fólk var á sinn hátt staðið að verki.

 

 

 

 

29 október 2020

Rafveita er gamalt fyrirbæri en fráleitt jafngömul sjálfu sköpunarverkinu.  Hafnfirðingar voru fyrstir til að rafvæða hjá sér og var með fyrstu byggingum sem rafvædd var Fríkirkjan í Hafnarfirði.  Sagan segir að til að öruggt væri að kirkjan fengi allt rafmagn sem hún þurfti hafi bæjarbúar sem þegar voru tengdir spennugjafanum sparað sitt rafmagn til að tryggja kirkjunni næga orku ef eitthvað var um að vera þar.  Nú er búið að selja þetta allt saman í burtu úr bænum og ekki lengur til neitt sér fyrirtæki í Hafnarfirði á borð við Rafveitu Hafnarfjarðar sem síðustu ár var undir nafninu HS Veitur. 

Raforka er gríðarlega merkilegur orkagjafi sem hefur gerbreytt öllu okkar umhverfi.  Undanfari raflýsingar voru tólgarkertin sem menn nýttu til að lýsa upp bæi sína.  Lýsing utandyra var óþekkt sem engin maður leiddi huga sinn að.

Hafi einhver í þá gömlu daga álpast til að nefna lýsingu utandyra hefur hann eflaust fengið á sig mörg stór augu og hellings spurninga- og efasvipi og eins víst að menn efuðust um viðkomandi gengi heill til skógar og hvort ekki væri í lagi með hann.  Líklegt er að manneskja sem datt ofan í slíka gryfju hætti sér í að nefna sama efni öðru sinni.  Brennt barn forðast eldinn. 

Eðlilegt er að menn rækju upp undirskála stór augu við að heyra slíkt.  Fyrst verða að vera til skilyrði og aðstæður.  Eftir að það allt er í hendi má mögulega grípa til útskíringa.  Að útskíra hreint elska sumir menn og láta helst ekkert tækifæri ósleppt til ærlegra útskíringa og er Gaflarin einn þeirra.  En hvað vilja menn útskíra með ekkert í hendi sem útskíringin öndvert skal byggja á? 

Með rafvæðingunni opnast gáttir sem engum óráði fyrir að gæti gerst en komst svo í hendi.  Alvöru götulýsingar komu af rafframleiðslu.  Síðan þá hefur vitnesja fólks um hvað sé raunverulegt myrkur horfið.  Við njótum rafljósanna og þau hafa tekið frá okkur hina reynsluna hvað sé að reyna að komast leiðar sinnar þar sem hvergi nýtur ljóss.  Hygg að við slíkar kringumstæður sé tunglsbirtan vin í eyðimörk.  En stundum nýtur þess ekki heldur og er illt í efni fyrir manneskju sem er úti við í slíkum aðstæðum:  Jesús talar um þetta:

„Jóhannesarguðspjall. 9. 4-5.  Okkur ber að vinna verk þess er sendi mig meðan dagur er.  Það kemur nótt þegar enginn getur unnið.  Meðan ég er í heiminum er ég ljós heimsins.“- Hér er með beinum hætti bent á þetta þreifandi myrkur sem er í gildi eftir að myrkrið hefur hvolfst yfir og í raun gerir fólk óstarfhæft.  Uns aftur rennur upp dagur. 

Smávegis þróun var á lýsingi borga og bæja og var um tíma notast við hvallýsi til að fá tendrað ljós á götustaurum milljónaborga Evrópu.  Lýsisluktirnar voru hengdar upp í frekar lága staura sem mögulega stafar af því að fólkið sem sá um luktirnar og ljósin í þeim gæti teygt sig í þessar luktir af jörðinni.  Á meðan hvallýsið enn er notað gengu hvalveiðarnar á höfunum svo nærri hvalastofnunum að engu mátti muna að öllum hvölum væri gereytt. 

En menn á þessum tíma þekktu myrkrið.  Gekk fulla kallinum oft erfilega að rata heim til sín eftir að hafa innbyrt of marga fullsterka drykki á kránni.  Edrú manni var og vorkunn eftir að myrkur skall á.  Léttur leikur var fyrir báða að steypast með höfuðið á undan sér ofaní skurð sem grafinn var í dagsbirtu en yfirgefin er degi tók að halla.  Um kvöldið kom að sá ófulli og steyptist á hausinn og sömu nótt fulli kallinn og fór sömu leið.  Hvorugur viss um hinn.  Enda ekki á sama tíma og bara í sama myrkri.  En slíkt gerist ekki í raf- og stauravæðingunni í borg og bæ.  Myrkrið er þó þarna.  Og til að kynnast myrkri af öllu afli verður aðfara langt út fyrir byggð ból landanna og óvíst að gerlegt sé allstaðar.  Svo þétt er byggðin sumstaðar orðin.

 

 

 

 

15 október 2020

Covid – 19 og langhlaupið sem það bjó til á heimsvísu varir enn.  Fátt er leiðinlegra til en langhlaup yfirleitt en lífið stundum þannig við okkur að það segir að sé það langhlaup sem í boði sé skulum við taka í því þátt.  Ekki er alltaf spurt um skemmtilegt né leiðinlegt. 

Veiran sigraðist ekki á tveim til þrem mánuðum líkt og bjartsýnin bjóst við og nokkuð ljóst að stendur ennþá yfir við næstu áramót, og líklega gott betur. 

Veit ekki með aðra en hvað mig sjálfan varðar hefur ástandið lítið snert mig og nánast engu fyrir mig persónulega og lífið svipað milli daga og verið hefur síðastliðin ár. 

Sama reyndar gerðist við bankahrunið haustið 2008 sem fólk margt hvert saup hveljur yfir.  Gegnum þetta allt hefur maður siglt í sínu æðruleysi með sitt tóma seðlaveski en samt eigandi allt sem máli skiptir.  Auðvitað vegna upprisins Jesús Krists sem með manni er og auðvitað skírar allt sem hér er sagt. 

En líkt og aðrir þrá þrái ég einnig að ástandið vari ekki lengi enn.  En þreyta og uppgjöf.  Nei takk.  Neitt slíkt er í boði á mínum bæ og verður ekki.  Bardaginn stendur enn en sigurinn þó vís í Jesús nafni.

 

 

 

 

15 október 2020

Sá sem talar og flytur öðru fólki kennslu er manneskja sem liggur vel við höggi annarra manneskja þegar kemur að gagnrýni og slíkum þáttum.  Þetta skírist betur með þá staðreynd á bak við eyrað að hvert og eitt af okkur erum breyskt fólk sem margt er hægt að finna til foráttu hjá og setja sjálfan sig í jafnvel dómarasætið yfir og dæma.  Engin manneskja er fullkominn en sinnir samt því sem af henni er krafist.  Einnig eftir að Drottinn verður hlutskipti fólks.  Kristnir kenna að Guð sé fullkominn og Jesús eingetinn sonur Guðs og um leið frelsari heimsins.  Að hann hafi unnið óaðfinnanlegt starf á jörðinni og yfirgefið jörðina syndlaus.  Þetta getur Faðirinn notað vegna þess að vera rétt nálgun og kennsla.

En vitið þið af hverju Jesús lagði alla þessa ofuráherslu á verk sín og framkomu á meðan hann enn dvaldi meðal syndugra manneskja?  Vegna Föðurins gerði hann sitt fullkomna verk því að Föðurnum vantaði fullgilda ástæðu fyrir sig til að gera það sem hann hafði planað, að opna öllu fólki leið til sín.  Kærleikur í verki, kæru vinir.  Nafnið Jesús er réttlæting Guðs fyrir minni og þinni trú og viðveru í húsi Guðs og nafnið sem gefur mér allt með honum og Guð segir um „Allt mitt er þitt“- Allt vegna verka Jesús og trúar minnar sem kom af verkum Sonarins.  Hvor ber heiðurinn?  Liggur það ekki fyrir?

Guð viðurkennir verk Sonarins og gat því að öllu leiti hrint áætlun sinni af stað.  Nú nægir fólki að trúa á Jesús.  Nafnið eitt gerir það hólpið.  Náðin kemur yfir og fylgir einstaklingi alla jarðvistardaga hans.  Við sjáum að Jesús er sannleikurinn, vegurinn og lífið.  Við trúum og göngum í takt við hann en engan mann, og gerum vegna hins fullkomna verks sem Jesús gerði.  Ég og þú reynum og þráum að vinna eins og Jesús.  Samt erum við breysk sem margt má finna að hjá en Guð Faðir sér ekki en við endalaust hnjótum um í fari hvors annars.  Af hverju er þetta.  Vegna sama.  Breyskleika og illsku í hjarta sem tengir sig bara stundum lifandi Guði sem leiðbeinir en nær sjaldan til harðs hjarta.  Og hvað er hart hjarta?  Illar hugsanir af einum og öðrum toga sem Orðið endalaust fæst við.  Við þurfum náð Guðs. 

Þakkarefni er að Drottni er fullkunnugt um allan veikleika og einnig hvað fólk vildi heldur að byggi með sér og að það dragi hring utan um orðið „Trú“ sem það endalaust basllast við að halda uppi að stutt er eftir í sjálfsásakanir, nema vera vel á varðbergi fyrir þeim.  Allir glíma við eigin trú.  Trú mín er verk Jesús.  Gott að muna.  Yfir hana leggur Faðirinn því blessun sína.  Hún ein opnar leið.  Ég á hana vegna náðar og miskunnar lifandi Guðs.  Ekki, aldrei, vegna eigin verðleika.  Gildir þar einu hvort verkin mín séu mörg eða fá.  Fær enda engin syndgað upp á náðina.  Og við syndgum ekki framar.  Sumu þarf ekki að velta fyrir sér.

Eitt af því sem Kristur segir mér sagði hann og við hórseku konuna:  “ Ég sakfelli þig ekki heldur.  Far og syndga ekki framar.“- Syndug verk ýta manni burt frá Guði.  Útilokað mál er að syndga rækti menn daglegt samfélag við Guð.  Vilji menn syndga koma þeir sér fyrst hæfilega langt frá Guði.  Fronturinn sem hvert og eitt okkar hefur út á við getur því verið annar en er.  Gætum okkar.  Að syndga er af hreinum ásetningi og gert af veikleika en getur bent okkur á afl trúar.  Verk trúar sér Faðirinn en ekki svo mjög mín eigin verk frá degi til dags.  Eins og aðrir trúaðir fær hvert og eitt okkar fullan aðgang að þykkri bók með öllum leiðbeiningum í sem nægir til að fatta hvað átt sé við með orðinu „Trú.  Þarna þarf hver og einn að vera með algera aðgreiningu fyrir sig sjálfan og er án afsökunar geri hann það ekki.  

Orðið er núna og tíminn núna til að taka við og láta af öllu ranglæti og iðka réttlæti Guðs frami fyrir öllum mönnum.  Bók sína hvetur Drottinn hvert og eitt okkar til að nota og vera vel að okkur í.  Þá líka vitum við talsvert meira og betur um hvernig skuli akta og hvaða verk skuli unnin.  Höfum sjálf okkur fyrir utan sviga.  Og margt mun taka stakkaskiptum í lífi okkar og við verða einlægir þjónar Guðs.  Ekki meira af sjálfsblekkingu takk.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

10 október 2020

Kirkja.  Hús með turni og klukku sem hringir þegar styttist í messu og skrúðklæddur prestur gengur fram gólfið með jarðarfararsvip á andlitinu og sest í stól til hliðar við altarið?  Að flestra dómi er þetta kirkja.

Samkvæmt Orði Guðs er kirkjan annað og ég og Kristur saman, eftir að trúin er kominn kirkjan: 

„1Korintubréf. 3. 16-18.  Vitið þið eigi að þið eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í ykkur?  Ef nokkur eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum því að musteri Guðs er heilagt og þið eruð það musteri. Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur ykkar þykist vitur í þessum heimi verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur.“-

Hér kemur berlega fram hvað Jesús sjálfur á við með orðinu kirkja.  Við sjáum hvergi byggingu gerða af mannahöndum og hvorki turn né kross.  Krossinn er í hjartanu.  Á eiginlegum stað kirkjunnar.  Að koma starfseminni fyrir undir þaki er seinni tíma ákvörðun, hvað sem menn vilja um það mál segja. 

Er við lesum Guðspjöllin sjáum við hvergi að Kristur hafi verið með sérhús fyrir ört vaxandi starfsemi.  Hann í raun og veru átti hvergi fastan samastað og lá oft undir berum himni og segir á einum stað að Mannsonurinn eigi hvergi höfði sínu að að halla.  Var þá rangt af mönnum að færa starfsemina undir þak og gera starfið út þaðan?  Þú mátt ef þú vilt starfa á berangri, en ég held að þú viljir það ekki.  Mitt álit er að hefði starfsemin ekki verið færð undir þak vakni upp spurning um hvernig trúnni hefði reitt af, verandi undir stöðugum og ítrekuðum barsmíðum og ofsóknum á þessum sömu götum, líkt og reyndin var.

Engin vafi leikur á að trúin í dag sé neitt annað en til jafns öflug henni sem áður var.  Drottinn breytist ekkert.  Gjafir sem hann gefur eru á öllum tíma öflugar, ekta og hreinar.  Þetta vill segja mér að trúin sé ekki vandinn né afl hennar vandinn né neitt minni en var á tímum frumkirkjunnar.  Slík ályktun og niðurstaða, sé hún í þessa átt, stæðist heldur ekki.  Allt er til staðar.  Aflið í trúnni einnig.  Miklu frekar mætti benda á veikleika minn á vorri trúargöngu en nokkru sinni sjálfa trúna sem í mér býr og er verk Jesús.  Þar leynist sem fyrr afl sem stenst.  Jesú talar með þeim hætti:  „Ég er með yður allt til endir veraldar.“- segir hann á einum stað.  

Jesús er ekki vandinn né Orð þau sem hann skildi eftir fólki sínu til handa heldur vor eigin verk rýr í roðinu, vor eigin efi, vor eigin tortryggni, vor eigin leti og vor eigin fýla út í önnur systkini sem samanlagt kemur niður á framkvæmd trúarinnar.  Sumt fólk berst sýknt og heilagt við að halda eigin trú uppi og hafa í einhverjum ásættanlegum hæðum. 

Þó þetta sé svona í dag og öll starfsemi undir þaki er sjálf trúin öflug.  Annað hreinlega gengur ekki.  Og nú er ég að tala um trú þá sem Jesús gefur einstaklingi en ekki mína né þína framkvæmd í sömu trú.  Munum að sumir hafa misst allt vegna trúarinnar og eiga trú sína eina eftir.  Ekki verið að tala um neinn eignarmissir fólks.  Það allt er heimurinn.  Og hann er fallinn.

Eins og verið hefur er enn vegið að trú fólks og það ofsótt og birtingarmyndir þeirra ýmsar.  Samt er sagan um frumkirkjuna og hvernig hún vann úti á götum borganna stórkostlegt innlegg í vorrann tíma og hrein uppörvun trú fólks þó aðstæður séu talsvert aðrar nú um stundir en voru þá.  Fyrir mig er kennsla um frumkirkjuna afskapleg holl og þörf lexía sem stöðugt þarf að halda á lofti.  Hún birtir okkur trúareld fólks sem enn er til og sumir hafa kveikt, án þess vilja loka kirkjuhúsum.  Í frumkirkjunni má þó sjá sama vanda og er í dag. 

 

 

 

 

9 október 2020

Vísindin eru merkilegt fyrirbæri með svör við öllu og engu og leitast endalaust við að finna nýtt svar og nýtt viðfangsefni og allskonar sem þau telja að brenni á mannkyni án þess að vita að mannkyni er slétt sama um hvort vísundunum takist að loka hring eða hann verði áfram opinn og herslumuninn einan vanti upp á að hann náist saman og fólk loks fái að vita allt sem hugurinn leitar en engin manneskja pælir í.  Alltaf herslumunur á að lokasvar við spurningu komi.  Og hugsunina um herslumuninn drífur sum vísindaverk áfram árum og áratugum saman.  Samt vantar alltaf þennan herslumun á til að loka hring til að geta sagt við mann og annan að svör séu kominn við öllum spurningum sem mögulega og hugsanlega gætu komið upp í huga fáfróðs, afsakið, stórgáfaðs almúga sem þó ratar ekki alltaf heim til sín.  En slíkt gerist bara eftir svall og svínarí næturinnar.  Hér má heyra móðgandi orð um svín, skepnuna.  Átt við hana.  En svall og svínarí né neitt svoleiðis má á tímum COVITS.  Át á svínakjöti er áfram heimilt, bæði feitt og magurt.   Hollustan er að vísu ekki vísindalega sönnuð en maginn gefur heimildina.  En hvað er að marka magatetur manns?

Vísindin halda sér við sinn steðja og vísindast áfram þessi líka lifandis ósköp og gramsa í öllu opnu og opna hitt sem enn er lokað til að gá hvar þar kunni að leynast og horfa á eftir út í hvert horn því þar gæti einnig leynst eitthvað áhugavert sem krefur þau svars og vísindalegrar nálgunar.  Og þau fara með sitt út fyrir gufuhvolfið í sinni leit að einhverju sem þar kunni að vera en engin veit hvað geti verið, né þau sjálf.  Nema óljóst.  Óvissan ein og sér gerir leitina bara skemmtilegri og eru vísindin því í endalausum áhættu- og óvissuferðum.  Sem kunnugt er þykja óvissuferðir skemmtilegri en hinar þar sem allt er þaulskipulagt og fyrirsjáanlegt en sumum finnst ósköp leiðinlegt ástand. 

Rökin fyrir öllu og engu koma eins og á færibandi og allt, frat á, lagt til hliðar og gert til að eitthvað bitastæðara en, fratið á, verði niðurstaðan.  Að vísu skilur svona lagað ekki nokkur maður.  En svona líka eru vísindin á köflum og koma stundum með eitthvað sem engin maður skilur í en gerir endalausu leitina talsvert áhugaverðari.  Alltaf má vona svars.  Og hver leitarkassinn tekur við af öðrum og er opnaður.

Þegar svo fjármuni fer að skorta í merkilegri veröld vísindanna er sama saga borin fram um líklega og mögulega líf á einhverri reikistjörnunni einhverstaðar í óravíddum himingeimsins sem þó er búið að gefa nafn sem mikilvægt sé að skoða betur en sé óvinnandi verk fyrir staurblönk vísindi að eiga neitt meira við.  Með þeim hætti er þrístingur ítrekað settur á ríkissjóði heimsins sem hingað til hafa verið tilbúnir að veita nokkrum, ómældum millum reyndar, í verkefnið.  Mögulega og hugsanlega gæti nefnilega verið til líf á öðrum reikistjörnum og Guð þar með burt skírður út úr myndinni í eitt skipti fyrir öll.  Akkur það?

En ætli það.  Ætli Drottinn sitji ekki á sama stað og verið hefur en breytir ekki hinu að alltaf annað veifið koma fregnir úr ranni ágætra vísinda um vísbendingu um skilyrði til lífs á öðrum hnöttum, sem aldrei er samt neitt annað en óljós og óskilgreind vísbending.  Og svo ekki sögunni meir. 

Hversu oft er ekki þekkingarleit manna tóm steypa?  Ekkert breytist sem fær menn ofan af svona löguðu nema fullvissa einstaklings um lifandi, eilífan Guð sem skapar allt, umvefur allt og hefur gert allt sem til er og einnig himingeiminn vegna þess að vera skapari sem markaði lífinu stað á staðnum sem heitir Jörð og er ástæðan fyrir að ennþá hefur ekkert annað líf fundist í öllum þessum óravíddum geimsins nema lífið sem leynist á Jörðinni, sem þó hefur verið þakið blóði veginna manna og kvenna frá syndafalli.  Eina sem hnekkir valdi syndar er kross Jesús Krists.  Við þurfum ekki vissu um líf á öðrum hnöttum heldur Jesús sem gefur Heilagann Anda og fyllir hjartað trú.  Sé fullvissa mín þar tel ég vera mér nóga þekkingu.

 

 

 

 

3 október 2020

Eitt af því sem trúin vill gefa er alvara.  Alvöru trú þá.  Ég lít ekki léttvægt á hana og tel engan leik heldur þvert á móti lífið sjálft sem sé vert að hafa fyrir og berjast fyrir, gerist þess þörf.  Orðið kennir á þennan veg og gefur okkur mynd af hvað geti gerst taki fólk trú sína ekki alvarlega. 

Kristur gefur okkur allmargar vísbendingar um hvað trú sé og að trú sé verk og eitt verkanna að trúa á Jesús sem var ekki að leika sér er hann kom til jarðarinnar og vann allt sem ætlast var til af honum.  Allt verkið var hans eigin ákvörðun og ásetningur.  Á krossinum sagði hann ásetning sinn og skilaði af sér fullkomnu starfi sem hrindir hverri árás óvinarins.  Allt birtist þetta í Orðunum:  „Það er fullkomnað.“-

„Hebreabréfið.  6.  4-8.  Ef menn hafa eitt sinn verið upplýstir og notið hinnar himnesku gjafar, fengið hlutdeild í heilögum anda, reynt Guðs góða orð og fundið krafta komandi aldar en hafa síðan fallið frá, er ógerlegt að láta þá snúa við og iðrast. Þeir eru að krossfesta son Guðs að nýju og smána hann fyrir allra augum.  Jörð sú er drukkið hefur í sig regnið, sem á hana fellur hvað eftir annað, og ber gróður til gagns fyrir þá sem yrkja hana, fær blessun frá Guði.  En beri hún þyrna og þistla er hún ónýt.  Yfir henni vofir bölvun og hennar bíður að lokum að verða brennd.“-

Með daglegu samfélagi við lifandi Guð má forða að trúin endi sem eldsmatur.  Þetta skilst betur er við áttum okkur á mikilvægi eigin trúar.  Sama hvernig menn vilja nálgast Orðið og trúna ber allt að sama brunni.  Fólk þarf sjálft að vera vel að sér í Orði Guðs og leggja rækt við sama Orð fyrir sig sjálft.  Að bera fyrir sig að skilja ekki eitt og annað í Orði Guðs er bara nöldur.  Skilningurinn kemur með ástunduninni og að sinna sinni trú.  Allir geta öðlast góðan skilning.  En hann kemur ekki áreynslulaust.

Upp á skilninginn vantar.  Pirrings verður vart.  Safnaðarmeðlimir verða skyndilega ekki nærri nógu kærleiksríkir, ekki nærri nógu skilningsgóðir.  Við gerum óþarflega miklar kröfur til annarra og til hegðunar manneskja en höfum ekkert leifi til.  Hvenær hegða menn sér vel og hvað er að hegða sér vel?  Stundum er ástandið með þeim hætti að sama hvað gert sé vekur það ekki fögnuð nokkurs manns.  Við getum ekki verið á þessum stað heldur gerum það sem þarf en keppum eftir að vera með sjálf okkur í lagi.  Slíkt getum við.  Trú er að sjá. 

Við leitum til ákveðinna einstaklinga með bænarefnin okkar vegna „Bænhita viðkomandi.“- segjum við.  En hvað merkir að vera bænheit manneskja og hvernig verður maður bænheitur einstaklingur af öðru en trú sem daglega er hlúð að?  Og hvar er þessi einstaklingur?  Þú.  Hver sem er getur orðið bænheit manneskja.  Að segja annað er að vilja áfram halda í völd.

Í sjálfu sér get ég ekki ætlast til neins af söfnuðinum og er ástandið oft með þeim hætti að þegar maður er í þörf er hvergi neina aðstoð að fá.  Nema hjá Herranum.  Mönnum er boðið að hringja í símanúmer hvenær sem er, að sagt er, sem þó er sjaldnast svarað í.  Slík leið er ekki fær.  Herrann er vor leið.  Og hvað merkja Orð lifandi Guðs sem segja „Aftur til Orðsins?“  Einföldum trúna.  Huggun harmi gegn er að sjálf höfum við mikilvægu hlutverki að gegna.  Við elskum hvert annað.  Að ætlast til meira er ósanngjarnt.  Sjáum við ekki gildi einfaldleikans og hvernig ofnrituð vers vilja beina sjónum okkar inn á eigin trú?  Geri ég þetta ekki né sjái tilganginn er ástæðan líklega að ég hef hingað til ekki skilið rétt innihald Orðsins.  Afskaplega slæm staða að vera í og mögulega ástæðan fyrir að ég sest um borð í bát minn, reisi segl og sigli burt, búin að fá nóg af Jesús og gleyma fögnuðinum sem kom frelsisdaginn.  Mundu að bænheita manneskjan ert þú sem lagt hefur rækt við eigin trú, og er réttur skilningur.  Bænheita manneskjan sem talað er um er kjaftæði.  Þú ert þessi einstaklingur.

 

 

 

 

2 október 2020b

2020 ætlar um margt að verða merkilegt ár en líka smá leiðinlegt ár.  Leiðinlegt að því leiti til að vera þakið „fréttum“ sem orðið COCVID- 19 útskírir ágætlega hvað átt sé við með orðinu „leiðinlegt.“ 

Frá því að veiran fyrst greindist í febrúar eða mars 2020 hefur þetta orð ekki bara heyrst einu sinni á dag heldur mörgum sinnum dag hvern um svo og svo marga skimanir á fólki, svo og svo marga smitaða, svo og svo marga í sóttkví og svo og svo margt fólk í gjörgæslu.  Og svo og svo marga sem greindust með smit á landamærunum.  Allt frekar leiðigjarnt þó ekki sé mér kunnugt um mikinn ótta í fólki.  Eins og ég alltént sé þetta og er áhugaverð nálgun ef rétt er því í svona ástandi er afskaplega stutt í allan ótta.  Nái hann ekki yfirhöndinni er það ekkert annað en hreint Guðsverk.  Samt er það svo að fólk hefur fallið af völdum veirunnar sem segir okkur allt sem segja þarf um að málið sé grafalvarlegt og að engin spurning sé um það atriði.  Aðgát skal því áfram viðhöfð og hvergi slakað á árvekninni.  

Í slíkum kringumstæðum er ágætis farvegur kominn upp fyrir ótta.  Væri uppi ótti er það fullkomlega eðlileg viðbrögð því sannleikurinn er að læknavísindin hafa eiginlega engin svör inn í þessa mynd nema þau um þrifnað og fjarlægð milli manna og að koma ekki of margt saman, og þar fram eftir götunum.  Allt atriði sem menn blessunarlega hafa að mestu meðtekið sem einnig er áhugavert að skoða á þverhausalandinu Íslandi þar sem allir vildu kóngar vera.  Við vitum að kóngar taka illa við skipunum heldur skipa þeir fyrir.  Smákóngarnir líka

Flest fólk sem fær veiruna verður aftur heilbrigt innan ekki svo margra daga.  Samt er eitthvað um eftirköst sem fólk virðist vera nokkuð lengi að vinna sig frá.  Hversu algeng eftirköstin eru veit maður ekki og er heldur ekki að fullu vitað en allavega að einhverjir einstaklingar glími við þau sem beinar afleiðingu af þessari COVID- 19 veiki.  Menn blína á bóluefni sem svar við niðurlögum COVID- 19 sem allir vona að komi og að stutt sé í að komi. 

Samt er ekki víst að þó bóluefni verði til, sem auðvitað gerist þó öll dagsetning sé útilokuð að svo komnu máli, að allt fari aftur af stað eins og hendi sé veifað og undireins og það verður sett á markað og byrjað að bólsetja fólk gegn vágestinum því veiran hefur í þessa mánuði sem hún hefur varað náð að merkja eitt og annað í samfélaginu sem engin þrætir fyrir og að tíma taki að ræsa allt upp aftur og setja batteríið af stað og í gang og láta snúast með eðlilegum hraða.  Líklegt er að það allt saman taki nokkurn tíma. 

Annað atriði sé ég sem Guðshönd yfir er þetta stórmerkilega og vel skipulagða teymi sem fengið var til að leiða fólkið og hefur tekist frábærlega vel upp við það verki að til hreinna fyrirmyndar er og er svo sannarlega eitthvað sem við getum lært af og notað áfram.  Aðferðir teymisins hafa verið afskaplega skynsamlega útfærðar og að mestu, reyndar alfarið, legið í því að hvetja fólkið og gefa út leiðbeiningar og leikreglur sem í sjálfu sér eru afskaplega einfaldar og auðskiljanlegar og allir, hver sem er, getur með léttum leik farið eftir þeim og að öllu leiti skilið.  Teymið er að mínu viti hrein Guðsgjöf sem þessari ágætu þjóð var fært upp í hendurnar vegna hins grafalvarlega ástandsins sem upp var komið og engin vissi um að væri á leiðinni og engin reiknaði með að kæmi en kom án þess fyrst að knýja dyra sem við einn morguninn vöknuðum upp við og vitum það eitt að tíminn einn vinni með okkur. 

Teyminu, eins og það hefur verið kallað og allir vita hvað við sé átt, fékk Fálkaorðuna, var það ekki annars?  Sé rétt munað hvet ég orðuaðila til að fá því aðra Fálkaorðu sem enn frekari þakklætisvots um gott skipulag, góða stjórn og umfram annað afskaplega manneskjuleg viðbrögð og áherslur.  Þetta með aðra orðu er vitaskuld grín.  Enda ekki heimilt verk, tel ég

 

 

 

 

2 október 2020

Margt í fari annarra gætum við skilið vegna þess að vera sjálf haldin brestum sem okkur fellur ekki og klúðri sem breytti ýmsu.  Það er í þessu skjóli sem við getum leiðbeint hvert öðru.  Auðvitað er það stórkostlegt nái menn að leiðbeina öðru fólki í réttlæti.  Allt vegna þess að allt fólk er breyskt og hlaðið tilfinningum sem att því út í allskonar sem það á eftir framkvæmdi í veikleika.  Og sá eftir.  Allt af rót mannlegra bresta sem mönnum gengur illa að stjórna, læra á og skilja, og sannar fyrirmyndir fáar.  Er það ekki annars?

Engin spurning er um að akkúrat vitundin um veikleika minn sé annað en hjálplegur.  Í honum skil ég betur hví mönnum, og mér, mistekst stundum.  Og ég viðurkenni að sumt hjá mér mætti vera í betri farvegi.  Held að þú getir sagt sama um þig.  Sé svo sjáum við að við erum jafnari en við oft höldum.  Skoðum ritninguna:

„Hebbreabréfið. 5.  1-4.  Sérhver æðsti prestur er tekinn úr flokki manna og settur í þágu manna til að þjóna frammi fyrir Guði og bera fram gáfur og fórnir fyrir syndir.  Hann getur verið mildur við fáfróða og vegvillta þar sem hann sjálfur er breyskur.  Og sökum þess á hann að bera fram syndafórn, eigi síður fyrir sjálfan sig en fyrir lýðinn.  Enginn tekur sér sjálfum þennan heiður, það er Guð sem kallar hann eins og Aron.“-

Áhugaverð lesning um hvernig við náum að skilja annað fólk gegnum reynslu okkar sjálfra.  Manneskja sem sér sinn eigin veikleika í framkvæmd kemst að þessu eftirá – og lærir af eftirá.  Fólk ber fram eigið klúður og mætir skilningi hjá hinum.  Og framkoman verður ekki höstug, ekki skammandi, ekki skipandi né meiðandi heldur færist hún yfir í rólegra umhverfi af þeirri einu ástæðu að sjá í þessu verk sem framkvæmd er í veikleika.  Góð byrjun á leiðsögn sem mögulega byggir brú milli einstaklinga til uppbyggingar í lífi fólks sem í veikleika sínum gaf eftir og framkvæmdi afleit og heimskulegt verk.  Við sjáum að nái menn að sjá sitt eigið er um viskulega breytni að ræða.  Og slíkt má nýta.  Blindan gagnast engum né skilur neitt.  Eigin veikleiki hefur burði til að gefa mér réttan skilning á sumri hegðun fólks.  Og þá hef ég lært af lífinu til góðs.  En er það svo?  Að sjálfsögðu og því lofa ég: 

„Rómverjabréfið 2.  19-24.  Þú treystir sjálfum þér til að vera leiðtogi blindra, ljós þeirra sem eru í myrkri, kennari fávísra, fræðari óvita þar sem þú hafir þekkinguna og sannleikann skýrum stöfum í lögmálinu.  En þú sem fræðir aðra, hví fræðir þú ekki sjálfan þig?  Þú prédikar að ekki skuli stela og stelur þó.  Þú segir að ekki skuli drýgja hór og drýgir samt hór. Þú hefur andstyggð á skurðgoðum og rænir þó hof þeirra.  Þú hrósar þér af lögmálinu og óvirðir þó Guð með því að brjóta lögmálið.  Svo er sem ritað er:  „Nafn Guðs er ykkar vegna lastað meðal heiðingja.“- Ekki gott en samt góð kennsla í að sjá eigin veikleika.  Og hver vill nú berja sér á brjóst?

Hér má sjá annarskonar breytni en í fyrra ritningaversinu.  Við erum að horfa á manneskju sem telur sig færa um að kenna öðru fólki án þess að koma auga á sína eigin bresti.  Ólíklegt er að kennsla kennarans nái til hans sjálfs.  Páll segir að kennarinn kenni fólki að ekki skuli stela en steli þó sjálfur.  Við sjáum að manneskja með slíka afstöðu temur sér ekki sjálfsgagnrýnandi hugarfar né kemur auga á þörfina á að eitthvað breytist í sínu eigin ranni.  Hér sjáum við þessa ægilegu blindu.  Þann mikla skaðvald á meðal okkar.  Kennslan þarf að ná til sjálfsins og ekki bara áheyrenda.  En hve oft er akkúrat þetta ekki staðan upp á borðinu?  Hebreabréfið talar um manneskja sem veit af eigin veikleika.  Um hana er sagt að sé fær um að leiðbeina öðrum.  Með öðrum orðum að þá er það ekki verk mitt né þitt að dæma gjörðir annarra manna og kvenna.  Eitt getum við.  Viðurkennt eigin veikleika en gerum ekki nema koma á auga.  Slíkur maður kennir að ekki skuli stela og stelur ekki sjálfur og kennir aðrar góðar lexíur sem ná líka til hans sjálfs.  Með því að sjá eigið erum við réttlátir leiðbeinendur.

 

 

 

 

1 október 2020

Líklega er það ekki sérlega merkileg yfirlýsing þegar því er haldið fram að dagurinn í dag sé hann sem gildi.  Það hins vegar sem einhverjum mögulega gæti fundist áhugavert við slík orð að hafa áttað sig á hvað nákvæmlega sé átt við.  Drottinn segir sjálfur:

„Hebreabréfið. 4. 7b.  Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar.“- Í dag er sem sjá má dagurinn, séð í því ljósi að núið sé minn og þinn raunveruleiki.  Einfalt ekki satt?  Ég hef engan annan veruleika til að spila með né úr fyrir mig sjálfan.  Við sjáum að rökin fyrir verkum dagsins eru út um allt.  Gærdagurinn?  Hvað getur hann gert fyrir mig í núverandi átökum og áhyggjum.  Nákvæmlega ekki neitt.  Eina gærdagurinn hefur eru minningar, reynsla og einnig margt annað sem hugsanlega gagnast deginum sem nota má með þessum degi, en birtir engan raunveruleika.  Og hver er minn?  Mögulega veit ég hann og Guð gefi mér að velja rétt og mér gagnlegt og um leið Guði velþóknanlegt.  Veistu hvað gerist með þessu?  Ég bý mer til góða framtíð og fortíð með góðum minningum.  Alveg eins og þú þarf ég að gera rétt - í dag - uppá mína eigin heill.  Raunveruleikin er að Drottinn vill ná athygli minni í dag.  Honum tókst þetta í gær en veit að nú er upprunninn nýr dagur.  „Í dag?“- Væri það ekki prýðilegt stikkorð?-

Annað er hvernig ég nákvæmlega sé þetta mál.  Guð krefur mig til verka í deginum og um leið núinu.  Guð er núna og öllum stundum.  Gærdagurinn er honum fjarri og hann máski gleymt verkum okkar vegna þess að gærdagurinn er liðinn og kemur aldrei aftur.  guð er ekki í fortíðinni sem málshátturinn „Engin lifir á fornri frægð“- sem margir gera því eitthvað í manneskjunni vill dvelja þar en Guð segir annað og „Í dag.  Langt er síðan ég sá að Guð minn sé lítið fyrir að stoppa í öllum þessum „gærdögum“þó við séum þar lon og don.  Sem vissulega geymir nokkur verk.  Eflaust má kalla eitthvert þeirra „Mitt eigið frægðarverk“- en væri þá bara af hégómlegri hugsun. 

Hugsun um daginn í dag hefur lengi verið til.  Er Móses spurði Guð hvað hann ætti að segja Faraó er hann hitti hann voru skilaboðin sem Móses fékk þessi.  Segði honum  „Ég er, sendir mig!“- eða eitthvað í þessum dúr.  En hver af okkur nær slíkri hugsun sem talar svona beint inn í núið?  Ekki margir, hygg ég.

Þannig að heyrir þú raustu Drottins í dag þá hlustaðu og á eftir meðtaktu Orð hans.  Er einhver þörf á að árétta slíkt?  Munu ekki allir sem heyra leggja við eyrun og hlusta af athygli?  Gætu menn spurt.  Mögulega.  Og vonandi.  En Orðið sjálft hvetur okkur til að forherða ekki hjörtu vor er Guð tali, sem segir okkur nokkuð um viðbrögðin, hver þau gætu verið.  Seinni hluti orðanna benda hiklaust til að sú staða gæti komið upp.  Og af hverju?  Líklega erum við ekki upptekinn við þennan dag.  Hvað er frestunarárátta annað og hvað veist þú hvort þú lifir það að sjá morgundaginn?  Er slík kannski út í hött pæling?  Gerum þessum degi góð skil.

„Í dag“- er hjálpleg hugsun við að skilja Orð Guðs betur.  Með henni hverfur fortíðarþráin og allt sem var og við segjum sum að sé svo gott, sem vel má vera.  Samt er það svo að hver dagur vorrar ævi hefur verið með svipuðu sniði og fært bæði súrt og sætt.  Bara sumt í dögunum líkaði okkur og sumt ekki.  Kannski finnst mönnum ekkert sérstakt við að halda eftir góðum minningum.  En við slíkt fólk segi ég að góðar hugsanir séu lykilatriði.  Minningar lifa hvort eð er með okkar.  Þetta sjáum við horfum við kringum okkur.  Hver um aðra þvera eru sögur rifjaðar upp um misnotkun.  Og af hvað rót. Mest hefndarhug, minn kæri.  Í áratugi drattast sumt fólk með níðþunga sekk sem getur ekkert nema búið til vist hatur.  Spyrja má hvort slíkt sé að sjá daginn í dag og vonina í honum.  Ekki í minni bók.  Sjáum við ekki kærleika Guðs í Orðunum:  „Í dag“?- Guð gefi okkur að sjá. 

 

 

 

 

29 september 2020

Allir vita að allt sem maðurinn geri og verði til fyrir hans hendur endar eftir visst mörg ár og verkið er úr sér gengið og líklega líka úrelt.  Skoðið nýjan bát og annan sem er fimmtíu ára gamall og enn í sinni upprunalegu mynd.  Við sjáum mikinn mun á hvert sem litið er.

Skip í notkun slitna og að því kemur að ekki borgi sig lengur að eiga neitt meira við viðhald.  Kostnaður verður of mikil að borgi sig.  Og þar sem útgerðin er ekki að hætta og hyggst gera út skip áfram leitar hún á náðir skipasmíðastöðva og fær tilboð í nýtt skip fyrir útgerðina.  Hið venjulega er að nýja skipið sé hinu stærra sem rekið var síðastliðna tvo, þrjá áratugi en fer líklega í úreldingu eftir að nýja skipið kemur.  Þetta er þróunin.  Stærra er betra og ennþá stærra miklu betra.  Merkileg hvernig þessi óviðráðanlega þróun er.  Hver ræður henni?  Síbreytileg afstaða tíðarandans.  Ekki spyrja mig af hverju né hver stjórni honum.

Hve margar stöðvar eru til í heiminum sem taka að sér förgun skipa veit ég ekki en samt að þær eru nokkrar.  Á dögunum barst frétt frá einni sem staðsett er í einu þriðja heims ríki.  Nokkuð ítarleg umfjöllun kom um þessi förgunarmál úr sér gengina skipa sem bíða niðurrifs.  Litlum fregnum hefur farið af þessum málum og menn lítið velt fyrir sér hvernig niðurrif skipa fari fram né afleiðingar verksins.  Aðstaðan sem sást telst vera ömurleg og verður að segjast eins og sé.  Að sjá virtust menn hafa gætt sín vandlega á að sýna ekkert nema það sem var í ólagi á staðnum en ekki hitt sem var í lagi og eða uppundir það að vera lagi, eins og sanngjarnt væri að gera úr því að farið var af stað með verkefnið.  Örugglega hefði mátt finna eitthvað aðeins skárra en það sem sást án þess að ýkja neitt en hentaði líklega ekki þessari umfjöllun.

En hafa menn velt því fyrir sér hví skipafélög leiti í svona aðstæður með skip komin á tíma?  Spyrja menn sig spurninga um hvort kostnaður sem fylgi förgun þeirra og er unnin samkvæmt ströngustu reglum um mengun að hann sé einfaldlega of mikill fyrir þessi skipafélög, með það til hliðsjónar að freistingin hjá fólki sé að komast sem ódýrast frá hverju verki fyrir sig.  Og hugleiða menn hvort réttlætanlegt sé fyrir ríkissjóði landa að þeir komi að máli í formi niðurgreiðslna og hvort slíkt drægi ekki úr freistingu skipaútgerða um að leita á vafasamar slóðir með slík verkefni?  Munum að ríkin setja reglur um förgun og hvernig hún sé framkvæmd og setji sjálf kröfur um verkið.  Krafan í dag er að verk og starfsemi séu án mengunar.  Engin þægindi mega samt fara forgörðum.  Í allt slíkt skal haldið en kostar peninga að gera.  Og hví ættu ríkisjóðir upp til hópa að vera stykk frí með það í huga að ríkistjórnir setji lög sem á sinn hátt stillir skipaeigendum upp við vegg.  Víða í löndum eru skipasmíðarnar ríkisstyrktar og þeir réttlættir vegna atvinnunnar.  Af þessu verkslagi guldu innlendar skipasmíðar og lögðust af á Íslandi.  Væri ekki líka hægt að styrkja hinn enda reipisins förguninni til að mögulega tryggja að verkið sé unnið í viðurkenndum stöðvum sem vita hvað mengun sé og vilja forðast?  Væri það út úr kú verk?

Hávær umræða er að draga úr mengun.  Fyllt er upp í skurði til sveita til að bíbí komi til baka og syngi þar fyrir okkur eins og var og verkið gert með ríkisframlagi að hluta.  Mikill misskilningur er haldi einhver að förgun skipa unnin í viðurkenndum stöðvum sé annað en rándýr aðferð.  Umræðan um þátttöku hins opinbera ætti því að vera partur mengunarumræðunnar og líka kringum förgun skipa.  Verðmiði verksins mun hvort eð er alltaf eiga síðasta orðið í svona málum og menn fara ódýrari leiðina, sé hún í boði.  Sterk bein þarf til að neita sér um þetta séu milljónatugir í boði til sparnaðar.  Horfum því raunsætt á mál.  Ríkissjóðir ríkja geta ekki undanskilið sig þessari þátttöku þótt við köllum þær „Niðurgreiðslur.“- Hygg reyndar að kostnaðarliður af þessu verði engin svimandi upphæð en gætti breytt öllu vilji menn í alvöru draga úr mengun og notast við skipaniðurrifsstöðvar með góðum græjum í. 

 

 

 

 

24 september 2020

Ævi manns?  Hvað er hún annað en ganga um daganna hvern klukkutíma frá morgni til kvölds.  Lífið er ekki hangs né að láta sér leiðast og finna sér ekkert til dundurs? Lífið er ljúft og í sjálfu sér ekkert umkvörtunarefni og verður aldrei.  Hugsið ykkur allt sem við höfum fengið að sjá, þreifa á, taka utanum og halda utanum og verið með í að varðveita og sjá vaxa og dafna og geta sagt um sumt að hafa verið á sinn hátt valdur að einu og öðru góðu verki.  Öllum fá jafnan aðgang að lífinu sjálfu.  Efnahagur er annað.

Annað er hvað við veljum og byggir valið á misjöfnum grunni.  Metnaður er og misjafn og byggir einnig á sitt hvorum grunni.  Sumur grunnur eru raunhæfur á meðan annar grunnur er það ekki.  Lífið kennir visku og gefur öllu sama rétt til visku.  Með visku má byggja hagkvæman grunn og sérsniðin fyrir líf einstaklings, væntingar hans og viðhorfa.  Við erum fædd inn í þetta og að stíga fram sem einstaklingar með getu til allskonar góðverka.  Góðverk eru og val.  Engin kemst hjá því að velja eigin braut. 

Gott á undir högg að sækja og búið að setja hulu yfir allskonar sem allir sem til þekkja vita að gerir fólki gott af að fylgja.  Samt er lífið þarna og við mitt inn í því eins og verið hefur frá því að við fórum út úr foreldrahúsum og vernd þess hvarf og með henni áhyggjuleysi foreldrahússins.  Og við hefjum eigið líf og gerum meira og minna óstudd en getum enn um hríð hringt í mömmu sem segir okkur hvernig sósa sé búin til.  Alvöru mömmusósa en erum áfram óstudd í allskonar öðrum ákvörðunum sem fylgir lífi fullorðins manns og konu.  Allt tómar þreifingar og allt breytt og við misjafnlega undir þær búin.

Atvinnan kom að eigin vali.  Sumir fóru á sjó.  Aðrir urðu kranakarlar.  Sumir fóru til Póstsins og báru út bréf í húsin í bænum og gerðu ýmist gangandi, akandi um á skellinöðru eða sitjandi á reiðhjóli og lesandi liðlangan daginn nöfn utan á umslögum á meðan hinn sem sjóinn valdi gerði endalaust að fiski um borð og glímdi við sjóveiki lengi eða stutt og ofdrakk kaffi þegar tími gafst til og sjósóttinn horfin og matarlystin að fullu komin til baka.  Kranakallinn hífði löndunartrog upp úr lest og gerði allskonar aðrar hífingar  Allt af vali fólks.

Mamma og pabbi þrýstu á allskonar sem þeir vildu að drengir sínir og telpur lærðu.  Vildu ekki að afkvæmi sín af drengjakynni græfu skurði í bænum frá morgni til kvölds né notist við haka og skóflu og ynnu á sultarlaunum allt sitt æviskeið, né að hin af telpnakyni endaði á bak við búðarborð, á svipuðum sultarlaunum.  Þvert á móti stóð vilji foreldranna til lærdóms afkvæmanna.  Að læra „eitthvað“ var málið og tryggingin besta fyrir rólegu ævikvöldi. 

Sumir fóru veg mennta og urðu sprenglærðir læknar með sérkunnáttu í að skrifa ólæsilega læknaskrift utan á lyfseðla á meðan aðrir voru ofan í skurðunum að grafa þar ,og jafna út botnlagið og leggja rör og stóðu þess á milli á skurðbarmi og styðjandi sig þar við skóflu eða unnu á bak við búðarborð að annað veifið hlusta á nöldrandi viðskiptavin kvarta undan háu verðlagi í búðinni og benda afgreiðsludömunni á miklu lægra verðlag í Danmörku, sem hún átti víst að geta breytt.  Hvernig?  Það er ekki ljóst.  Nöldur!  Talsvert er um slíkt. 

Já, dagarnir færðu okkur misjafnan kost en upp staðið öll yfir á sama bát.  Sumir dagar ollu okkur kvíðaköstum.  Sumir dagar merktust ofsagleði og tómri hamingju með fyrsta barninu í heiminn.  Einstaka kom að okkur með sorg.  Sumir vanmátt.  Sumir einmannaleika.  Höfnunin knúði dyra okkar með hjónaskilnaðinum.  Vinir hurfu sinn veg.  Atvinnan hvarf sinn veg.  Sjúkdómar sóttu á.  Við bröltum um, byggðum, reistum, keyptum, seldum, sönkuðum að okkur, söfnuðum sum fjármunum til að tryggja sér rólega og notalega elli en Bankahrunið gleypti á einni nóttu hjá mörgu fólki.  

Að endingu sitjum við ein og réttum sum fram hendurnar til að aðrir geti klætt okkur í flíkurnar.  Fæst gáfum aðalatriðinu gaum.  Lifandi Guði og syni hans Jesús Kristi.  Hvað mig sjálfan áhrærir dirfist ég ekki að segja neitt annað um líf mitt nema að það hafa verið afskaplega gott.  Annað væri ósatt.  Og enn er ég að og ennþá í fullu fjöri og sæki enn kirkju í Grafarvoginum í Reykjavík og er söfnuðurinn sem ég tilheyri.  Guði séu endalausar þakkir.  Amen.

 

 

 

 

23 september 2020

Eins og margt oft hefur sést hefur kirkjan vigt í samfélaginu og hellings áhrif á skoðunina sem fram kemur hjá fólki.  Að ekki sé talað um þau ósköp öll, gerist eitthvað hjá blessuðum þjóðkirkjuþjónum sem fólkinu finnst hreint „klúður.“- Slíkt hefur tilhneigingu til að hrinda ýmsu úr vör.  Og sumt fer á límingunum.  Allt vegna gríðarlegra áhrifa sem segir okkur allt um mátt ágætrar kirkju.

Myndin, sem átti að vera af Kristi með brjóst en var aldrei þanki þeirra sem gerðu téða auglýsingu um merkilegt barnastarf í þjóðkirkjunni sem þar hefur viðgengist í áraraðir og sumt fólk horft til og viljað læra af.  Þetta atriði kemur ekki fram í umræðunni núna og líklega af þeirri ástæðu að menn hafi ekki grænan grun um hið góða starf Þjóðkirkjunnar kringum vora yngstu þegna.

(Eftir því sem mér skilst var myndin af manninum með skeggið og brjóstin, ekki mynd af Kristi né þanki fólksins sem hannaði auglýsinguna.  Þetta kom fram hjá biskupi Íslands frú Agnesi M. Sigurðardóttir í Kastljósþætti á dögunum.)

Vel má taka undir að auglýsingin sé klúður og líklegt að fólkið sem gerði verkið hafi ekki áttað sig á til hvers hugsunin gæti leitt.  Þannig er með sumt kæru vinir að maður vandar sig meira sé vitað að mál séu viðkvæm og vandmeðfarin.

Um þetta höfum við allskonar birtingarmyndir.  Ein er orð Johns Lennons um að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús.  Allt moldviðrið sem þá var þyrlað upp skók heiminn.  Og meira.  Bítlaóðum krakkagreyjum var att fram með Bítlaplötur sínar sem þeir brenndu en gerðu sér þvert um geð.  Mest að áeggjan annarra.  Og hvers vegna?  Kirkjan hefur vigt hjá fólki en segir ekkert til um trú einstaklinga né neitt þess háttar.  Guð er.  Merkilegt.  Engin önnur skíring er til á viðbrögðum fólks kringum auglýsingu Þjóðkirkjunnar sem og olli samskonar stormviðri.  Við aðrar kringumstæður hefði hvorugt atriðið valdið litlum og engum viðbrögðum.  Hvorki ég né þú fáum sagt né gert allt sem við viljum kringum kirkjuna.  Oft hefur okkur verið sýnt fram á þetta?  

Allt sem blásið er upp vegna kirkjunnar býr til moldviðri og er aðvörun um að við sumt vöndum við okkur.  Fólk sem vinnur verkið og gerir af heilum hug, engin efast um það, getur vel fundist eitt og annað og talið í lagi.  En hvað veit það um viðbrögð annarra manneskja?  Ekkert.  Er slíkt eitthvað annað en skír vísbending til manna um að fara varlega vitandi af misskilningnum sem bíður utandyra og les eitt annað út úr öllu?  Og hvað getur fólk gert annað en metið sjálft það sem það sér, þó á skjön sé við hugsun höfunda?  En hvaða máli skipti það með fólkið og umhverfið statt mitt í storminum?  Er hann ekki niðurstaðan?  Hver ræður við svona?  Engin maður.  Svo mikið er víst. 

En eitt getum við samt gert.  Sýnt varfærni og hún kemur er við sínum grunni verkefna tilhlýðilega virðingu.  Og hver er grunnurinn hér?  Kirkjan, og ekkert minna.  Kirkjunni ber hverri manneskju að sína viðeigandi virðingu.  Engin vill steyta sig á henni.  Ekki heldur manneskja með allar karlmannslegu yfirlýsingarnar.  Kannski eru kringumstæðurnar ósanngjarnar.  Samt er hvirfilbylurinn til staðar.  „Að gæta sín,“- skal því vera það sem eftir stendur hjá fólki vegna síðasta moldviðris.  Munum!  Kirkjan hefur vigt og vægi í samfélagi manna.  Líka á Íslandi.  Fólk sem leikur sér að eldi mun að endingu brenna sig.  Hversu margir menn gegnum aldirnar ætli hafi brennt sig á leiknum með eldinn kringum kirkjuna?  Við sumt leikum við okkur ekki heldur virðum.  Engin þarf samt að segja af sér vegna klaufaskaparins af nýjustu auglýsingu ágætrar Þjóðkirkju um gott, vandað og merkilegt barnastarf sem hún sinnir.  En öll ætlum við að læra af þessu.  Og hvers vegna? Jú.  Jesús lifir.

 

 

 

 

19 september 2020

Söfnuður Guðs lýtur reglum sem menn hafa ekki sett honum heldur Guð.  Og vegna þess að svo er í stakkinn búið segjum við kinnroðalaust að reglur um söfnuði Guðs séu góðar.  Og af því að Guð veit allt um veikleika fólks að þá kemur hann fram með reglur sem allir geti fylgt.  Við erum án afsökunar ef við hlýðum ekki Guði og þurfum að sjá mikilvægi þess sem trúað fólk.  Eitt sem hjálplegt er, er að bera hag safnaðarins fyrir brjósti.  Slík hugsun ýtir okkur að Orði Guðs.  Einstaklingur er eitt, hópur annað.  Ekki rugla þessu saman.  Hver og einn sem fylgir Orðinu er á góðum stað með sig sjálfan.  Engin spurning.  Fylgi allur hópurinn sama fordæmi sjáum við öflugan hóp og mikinn Guðsbarna her sem Drottinn getur notað til margvíslegra góðverka.  Já, góðverka.  Góðverk eru góð.  Slíkur hópur, væri hann ekki „fullkominn Guðsbarnahópur“- sem gaman væri að tilheyra?  En hvar er hann? 

Af lestri Nýja testamentisins sjáum við reglur Drottins og þær sem hann vill að við séum undir.  Skoðum áhugaverðan stað sem segir svolítið til um það hvernig Drottinn hugsi:

1Tímóteusarbréf.  5.  17-18.  Ef trúuð kona á fyrir ekkjum að sjá skal hún sjá fyrir þeim, og eigi hafi söfnuðurinn þyngsli af því að hann þarf að geta hjálpað þeim sem eru ekkjur og einstæðar.

Öldungar þeir sem veita góða forstöðu séu hafðir í tvöföldum metum, allra helst þeir sem leggja hart að sér við boðun og fræðslu.  Því að Ritningin segir: „Þú skalt ekki múlbinda uxann er hann þreskir,“  og:  „Verður er verkamaðurinn launa sinna.“-

Hér er skírt mælt og reglur settar fram sem allir eiga að geta sinnt.  Reglurnar sem við lásum eru að segja að fólk, einstaklingur sem skyldum hefur að gegna, geri þá sínar skyldur og eigi til tíma til að sina þeim.  Tími!  Hve mörgu fólki skortir hann ekki til að fá gert vilja Guðs?  Endalausar afsakanir. 

Enn og aftur komum við að þeirri mikilvægu hugsun að með því sem ég geri framkvæmi ég vilja Guðs.  Ekki eigin skinni né neinu fólki.  Við vorum að lesa rétt í þessu hvað Drottinn vill með mig.  Er vandinn ekki oft hann hjá mörgu okkar hversu reikull hugurinn er gagnvart vilja Guðs og á reiki? 

Sjáum við ekki akkinn í að ná að vinna eftir fyrirkomulagi Guðs?  Og kemur ekki skírt fram verk safnaðar annars vegar og verk einstaklings hins vegar í sama söfnuði og að báðir hafa ákveðnu hlutverki að gegna og báðir verða að gera sitt til að kerfið virki eins og það er sett upp til að gera og Guð sjálfur gefur skír fyrirmæli um?  Sjáum við ekki einnig hve einfalt þetta er sem Guð birtir okkur og einnig hvað mörg okkar erum komin langt í burtu frá þessu ágæta Orði Guðs og viljalifandi Guðs?  Og skiljum við ekki betur núna hvað átt sé við í ritningunni sem segir:  „Aftur til Orðsins.“  Orðið er óumbreytalegur vilji Guðs. 

Hver er svo grunnhugsun í ritningaversanna hér ofar?:  „Ég geri mitt, sem bý við slíkar aðstæður, segjum það, til að söfnuðurinn geti hindrunarlaust gert sitt.“- Þetta eru býttin.  Ég má ekki haga mér með þeim hætti að starfsemi safnaðarins á einhvern hátt riðlist heldur er mitt að ýta undir að þar gangi allt snurðulaust.  Vilji Guðs er að allir hjálpast að og er hugsun sem Guð vill gefa fólki en nær illa fótfestu af þeirri ástæðu að fólk hugleiðir Guðsviljann ekki mikið.  Frasarnir ganga og bera jafnvel annarskonar boðskap, en breyta ekki Orði Guðs?  Mitt er að sinni eigin aðstæðum samkvæmt vilja Guðs.  Sjáum um okkar part og hættum að varpa verkum yfir á herðar annarra.  Engin má vera stykk frí.  Við vitum eigin aðstæður og getum gert vilja Guðs í þeim, búum við þær sem hér ofar eru tilgreindar.  Sjáum við ekki hversu brýnt er að vera vel að sér í Orði Guðs?  Frasanna.  Ráð manna.  Látum þau eiga sig. 

 

 

 

 

18 september 2020

Mikilvægt er að þekkja vel Orð Guðs.  Þekking þar er meiri styrkur en margan grunar.  Þekkingin kemur í veg fyrir að fólk geti vaðið til okkar með hvað sem er um trú.  Við munnum eftir ritningarversinu:

„Kólussubréfið. 2. 20-22.  Fyrst þið dóuð með Kristi og eruð laus undan valdi heimsvættanna, hvers vegna hagið þið ykkur þá eins og þið lifðuð lífi þessa heims og látið leggja fyrir ykkur boð eins og þessi: „Snertu ekki, bragðaðu ekki, taktu ekki á?“  Allt mun þetta þó eyðast við notkun. – Mannaboðorð og mannasetningar.“ – Hvað er hér verið að segja annað en að fólk er að benda öðru fólki, trúuðum einstaklingum, á ýmislegt sem menn geri ekki eftir að trú á Jesús Krist sé kominn til skjalanna.  „Við gerum ekki svona, við gerum ekki hinsegin, við hlustum ekki á svona músík, lesum ekki þessar og hinar bókmenntir.“- Hvað er svona tal annað en tilraun til að fjötra fólk sem Kristur setti frjálst.  Þrætir einhver fyrir og veit ekki að þetta sé gert né sé inn í myndinni?  Þetta er út um allt.  Sértrú. 

Af hverju getur svona lagað þrifist?  Er til skíring á þessu?  Tel svo vera og spyr hvort meinbugurinn sé að við skiljum ekki lengur hvað orðið „frelsi í Kristi“ merki?  Þessi spurning er hin sama og menn á öllum tímum hafa spurt sig frá því að kristinn trú fyrst kom og fór að breiðast út og þekkingin á verkum Drottins að vaxa meðal fólks.  Við höfum Biblíuna og kennslu fólks sem elskar Biblíuna.  Villan kemst inn vegna þess að menn elska ekki lengur Biblíuna né Nýja testamentið, sem sérstaklega er skrifað fyrir kristið fólk til að það geti lært allt sem þarf og gengið beinan veg Jesús Krists og lifað frelsið sem Kristur boðar.  Hann leysti ekki fjötra af fólki til að ég kæmi á eftir honum og setti fjötra á sama fólk í þröngsýni minni sprottinni af rangri kennslu sem ég innbyrti en ber sjálfur ábyrgð á að hafa móttekið.  Sannleikurinn er að annað fólk fær haft áhrif á okkur og að við leitumst oft við að apa allskonar upp eftir því.  Vá!  Og hvað með fyrirmyndina, öfluga einstaklinginn?  Ekki afneita áhrifa hans.  Hreint Orð Guðs er vor trygging.  Drottinn segir það. 

Engin maður eða kona á að geta komið til hvorki mín né þín með þetta og með hitt sem eru bara fjötrar og bindingar til að skerða frelsið sem Kristur gefur.  Kristur dó ekki til að viðhalda fjötrum.  Og annað!  Engin hættir að vera manneskja við það eitt að taka á móti Kristi heldur verður af vali sínu manneskja Kristi að skapi.  Frjáls.  Engin leggur blessun yfir synd og gerir aldrei og ekkert verið að tala um hana hér.  Við munum Orð Jesús við hórseku konuna:  “Far, og syndga ekki framar“- og sendi hana frá sér með gagnlega kennslu sem hefði og gæti hafa gagnast henni að öllu leyti fari hún eftir Orði hans.  Rétt eins og ég. 

Hér í flestum tilvikum kreppir skóinn og villan kemst að og breiðist út.  Hún kemur vegna þess að menn slaka á og í gang fer eitthvað sem menn vöruðust um stund en gáfa svo eftir í.  Við horfum of oft hvort á annað í stað Orðs Guðs.  Einhver kom og sagði:  „Þú mátt ekki gera þetta“- á meðan Drottinn sagði við mig að ég skuli meðtaka og nota en muna eftir þakka sér.  Og hvað geri ég?  Fer eftir hvað í hjarta mínu býr.  Fremur skal hlýða Guði.  Orðið er styrkur.

Í 1 Tímóteusarbréfi 4. 4-5. segir:  Allt sem Guð hefur skapað er gott og engu ber frá sér að kasta sé það þegið með þakklæti.  Það helgast af orði Guðs og bæn.“- Hér má spyrja.  Er ekki maður af Guði skapaður og segir ekki hér að allt sem Guð skapi sé gott?  Samkvæmt þessu getum við tekið við öllu sem einn og annar maður gerir en höfum lært að þakka Drottni.  Þarna liggur viss leyndardómur.  Þakklætið eitt og sér setur okkur á annan stað en væri þökkum við ekki.  Þakklætið skiptir sköpum og er heila málið.  Verum því frjáls og vitum hvað má og hví það má.  Þekkjum Orðið og stöndum á því.  Og engin manneskja fær komið til þín né mín með kenningu á skjön við Orðið, sem yrðu bara fjötrar í framkvæmd.  Ég er frjáls í Guði af því að vera hættur að syndga.  Syndin er vandinn.  Hún verður að víkja. 

 

 

 

 

12 september 2020

Kirkjan hefur lengi verið hér hjá okkur.  Á öllum tímum og í öllum kynslóðum hefur verið til fólk sem ýmist elskar kirkjuna eða hatar.  Slíkar er nú öfgarnar er kemur að kirkju, sem sumt fólk hamast við að segja að ekkert gagn sé að og blæs á boðskap hennar.  Samt er það svo að ef talið berst að henni eru skoðanir sem fram koma margar og allskonar.  Og af hverju?  Kirkjan hefur sem fyrr vægi og hún hefur vigt.  Svo gerist eitthvað sem hreyfir við og hneykslar fólk.  Af stað fer alda sem segir sitt álit og aldrei að vita nema þar séu og Bingóspilararnir sem ætla að spila Bingó á túninu fyrir framan Alþingishúsið eftirleiðis öll jól og alla Páska til að mótmæla lokun verslana.  Hugsið ykkur.  Mögulegt er að einnig þeim sé misboðið við myndina sem birtist.  Allt vegna þess að kirkjan er ekki hlutlaust afl í huga nokkurs manns.  Bingóspilið á Austurvelli er sinn vitnisburður um að svo sé.

Í Orði Guðs er talað um kirkjuna með öðrum hætti en gert er í dag.  Kirkjan eins og það segir hana vera býr í hjarta einstaklings en er ekki hús með þaki og veggjum, herbergjaskipan, notalegum húsgögnum og þvíumlíku.  Það allt er mannverk og kom er þessum söfnuðum var afhent hús til að vera með starfsemi inn í og starfið allt skipulagt upp á nýtt og byggingin gerð að miðlægum punkti kristilegs starfs og eftirleiðis unnið út frá.  Byggingar þessar jafnvel dýrka menn og á sinn hátt tilbiðja.  Þetta sjáum við er fólk kemur inn og beygir kné sín áður en gengið er inn til heiðurs honum sem þar á að vera og býr í þessu hús gerðu af mannahöndum.  Samt er hann ekki þar. 

Ha!  Hvað þá?- segir einn og hugsun um villukenningu æðir upp í höfuðið og vill ólmt taka sér bólfestu undir hárinu.  Sé eitthvað eftir þar. 

Sjáðu til!  Samkvæmt Orði Guðs býr lifandi Guð í hjarta þínu.  Segir hann enda sjálfur: 

„Jesaja.  66. 1-2.  Svo segir Drottinn:  Himinninn er hásæti mitt og jörðin fótskör mín.  Hvar er húsið sem þér gætuð reist mér, hvar sá staður sem verið gæti hvíldarstaður minn?  Allt þetta gerði hönd mín og allt þetta er mitt, segir Drottinn.  Samt lít ég til þess sem er umkomulaus og beygður í anda og skelfur fyrir orði mínu.“- Segjum við ekki um Orðið að það standi óhaggað til eilífðarnóns?  Jú.  Og við tölum sannleika því þetta er Orðið.  Húsin sem slík eru ekki fyrir Guð heldur fólkið og starfsemina sem Drottinn bíður mér og þér að sinna í sínu nafni.  Ekki samt endilega inn í húsi.  En hann samþiggir hús af því að vita hvernig fólk sé.  Að beygja kné sín er maður gengur inn í tiltekna byggingu að hvern erum við að heiðra miðað við Orðið sem við rétt í þessu lásum.  Sér hann slíka heiðrun?  Af hverju skildi hann að gera það?  Segir hann ekki sjálfur að hann sjái fólk sem skjálfi fyrir Orði sínu og að slíkt fólk heiðri Guð sinn með réttum hætti og á hann til í, já, hjarta sínu.  Það er húsið sem Guð býr í.  Einfalt.  Ekki satt?

Við sjáum að það að hafa fært starfsemina undir þak kitlaði svolítið hégómagirndina.  Ekki gleyma hinu að flest af okkur erum svolítið latt fólk og kunnum ágætlega við þægindi í kringum okkur og að koma okkur vel fyrir þar sem við erum og segja um staðin að hann sé vor eigin staður.  En við byggðum ekki hús fyrir Guð heldur fyrir okkur sjálf til að vera í og tigna og tilbiðja Guð.  Inn á milli alltént.  Vorum við ekki rétt í þessu að lesa Orð frá lifandi Guði um hver hann sé og að þótt við vildum að þá gætum við ekki byggt neitt hús sem rúmaði hann.  Og hvernig breytum við þessu?  Hef ekki hugmynd en bendi á sem líklega leið hugarfarið.  Að það mögulega þurfi að breytast. 

Ekki er samt svo að skilja að verið sé að hvetja menn til að yfirgefa húsin sem störfin eru í heldur hitt að fólk í það minnsta reyni að skilja þanka Drottins að hann býr ekki í húsi gerðu af mönnum heldur dvelur í hjarta einstaklings.  Hættum því að heiðra hús og að ofsækja fólk, sem Drottinn hvort er elskar.  Guð er Andi en ekki latur ég sem elskar þægindi hverskonar.

 

 

 

 

11 september 2020 (b)

Merkilegt þetta með Donald Trump núverandi forseta Bandaríkjanna hvernig menn láta orð hans ítrekað fara í sína fínustu taugar.  Vissulega segir hann margt sem líklegt er að hvorki ég né þú létum okkur um munn fara.  En hvaða mælistika eru mín orð og þín orð?  Ætli nokkur.

Langur vegur er frá að hann trufli daglegt líf mitt með neinum hætti með því sem hann segir.  Trump hefur tekist margt vel upp í sinni forsetatíð en er, eins aðrir, uppi á tímum sem eru öllum erfiður með faraldurinn yfir sér.  Hygg að Donald Trump verði áfram forseti Bandaríkjanna eftir kosningarnar í nóvember næstkomandi.  Annað kæmi á óvart.

Annað er sem mér finnst einkennilegt er þegar menn fara út á göturnar til að mótmæla þrengingunum sem fólk verður fyrir vegna Kórónuverunnar.  Hvernig vill það gera þetta og með hvaða öðrum hætti telur það að megi verjast vánni en honum sem boðaður hefur verið og farin hefur verið?  Er mönnum kannski sama hvort þeir sleppi við að sýkjast eða ekki?  Væri slíkt ekki svolítið sjúk afstaða? 

Mannkyn, heimsbyggð öll, lifir tíma þar sem það ræður afskaplega fáu í en getur varið sig með þessum einfalda hætti sem lagður er til.  Sem er endalaus handþvottur, hellings sprittun, vissri fjarlægð við aðrar manneskjur og slíkum leiðum.  Annað er ekki í boði fyrr en vágesturinn er horfinn.  Sem allir vona að sé ekki langt í.

Á Íslandi er nú boðuð sjö daga sóttkví og hún talin nægja.  Þessu ber vitaskuld að fagna.  14 daga sóttkví er engum neitt skemmtiefni né heldur 7 daga sóttkví, þó skárri hinni sé.  En eru 7 dagar nóg?  Er öruggt að veiran opinberist í fólki á sjö dögum þegar áður var talið að 14 daga þyrfti til?  Hvað hefur breyst og hver að pressa á?  Varla ábyrgur ferðamannaiðnaðurinn, né ábyrgari hótelreksturinn með öll sín hótel svo gott sem þau tóm?  Síldarhrunið hvað?

 

 

 

 

11 september 2020

Fólk sem gengur gönguna með Jesús fær visst öryggi.  Það mun þekkja Krist og vita fyrir hvað hann standi.  Sér bæði fram- og bakmynd.  Hjá mögum framboðum er bakmynd öll óljós en ræðan framúrskarandi.  Og við uppveðrumst af, án þess oft að vita mikið um hvað við séum að styðja.  Við kíktum bara á myndina sem snéri fram.

Fólk Krists er öðruvísi þenkjandi.  Það veit að það tilheyrir frelsara heimsins sem skildi eftir sig þykka bók með leiðbeiningum í sem segir okkur upp og ofan hvað geti mætt.  Í Kristi er ekki bara sýnd framhlið heldur er bakhliði þarna líka, til að við vitum hverju megi búast við og hver hann sjálfur sé.  Kristur talar um glæsileika himnaríkisins og góð verk sín á jörðinni og hamrar á þeim.  Samt vill hann að við vitum um hitt, sem núið getur ekki frætt okkur neitt um.

Kristur fer aðra leið.  Eftir fræðslu frá honum og reynslu af trúnni veistu um margt sem gæti skeð, á eftir að ske og hvað kunni að bíða í framtíðinni.  Og þú lætur sannfærast um að hönd í hönd við Drottinn dags daglega sé gæfuspor.  Átt þetta og segir öðrum frá hvað sé þér kærast.  Þú dregur hring utan um Krist.  Hann er þín framtíð.  „Isminn“- er utandyra.  Í Kristi er bæði bak- og frammynd höfð með í fræðslunni.  Þetta skoðum við full áhuga.  Með öðrum orðum.  Leyfum ritningunum að uppfræða okkur um allt sem hún sjálf vill.  Fátt kemur í opna skjöldu.  Við vitum, erum viss og erum róleg.  Orð fólks og eitt og annað hagga ekki þessu.  Ekkert verið að fjalla neitt um tilfinningar né sveiflur tilfinninga dagsins.  Þær eru annað og tilheyra hverjum degi fyrir sig og úrvinnsla dagsins.  Tilfinningar mínar eru ekki stóra myndin.  Trúin og Orðið er það, hafa verið og verða áfram.

Skoðum Orðið:

„2Þessalóníkubréf. 2. 1-8.  En að því er varðar komu Drottins vors Jesú Krists og að við söfnumst til hans bið ég ykkur, bræður og systur, að vera ekki fljót til að komast í uppnám eða verða hrædd, hvorki þótt vísað sé til andavitrunar né einhvers sem ég á að hafa kennt eða skrifað um að dagur Drottins sé þegar fyrir höndum.  Látið engan villa ykkur á nokkurn hátt. Ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður lögleysisins komi fram, sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og hreykir sér yfir allt sem heitir Guð eða helgur dómur, sest í musteri Guðs og gerir sjálfan sig að Guði.  Minnist þið ekki þess að ég sagði ykkur þetta meðan ég enn þá var hjá ykkur?  Þið vitið hvað aftrar honum nú.  Hann á að bíða síns tíma.  Því að leyndardómur lögleysisins er þegar farinn að starfa en fyrst verður að ryðja þeim burt sem stendur í vegi.  Þá mun lögleysinginn opinberast en Drottinn Jesús mun koma og birtast, tortíma honum með anda munns síns og gera hann að engu.“-

Áhugaverð lesning sem segir okkur margt um hvað að baki búi og sem kraumi undir og sjóði sem við vitum ekki um, en samt helling.  Til að  mynda að hér sé verið að tala um Satan sem muni birtast og gera sjálfan sig að guði og setjast í hásæti Guðs.  Trúin á Krist gerir hans fólk að forréttindafólki og það fær að vita margt sem muni gerast.  Fólk Krists hefur bæði frammyndina og bakmyndina.  Í þetta þarf sagan ekkert að krukka eftirá:

„2Þess. 2. 8.  Þá mun lögleysinginn opinberast en Drottinn Jesús mun koma og birtast, tortíma honum með anda munns síns og gera hann að engu.“- Er óværan sest í  sæti Guðs og brýtur og bramlar allt eftir valdatökuna, mætir henni Kristur.  Með hverju mætir Drottinn minn þessu?  Með sannleikanum, minn kæri.  Sannleikurinn mun hvolfast yfir skelminn sem hann fær ekki staðið í gegn né hefur roð í.  Hann er mát og mun lyfta upp höndunum í fullri uppgjöf og játa sig sigraðan og víkja sæti og verða á eftir varpað fjötruðum í svarthol.  Svona vinnur Kristur.  Að Orði hans eigum við allan aðgang.  Frá byrjun fengum við báðar hliðar. 

 

 

 

 

8 september 2020

Núna hefur verið dreginn upp mynda af Kristi og hann sýndur með konubrjóst.  Jesús er Guð manna og kvenna.  En hann fæddist sem karlmaður og dó á krossi sem karlmaður en er í dag lifandi Andi.  Þeir sem trúa og tilbiðja Krist falla því hvorki fram fyrir konu né karli heldur Konungi konunga og eilífum Anda Guðs.  Andi Krists sté upp til himna.  Skoðum ritninguna:

„Markúsarguðspjall.  12. 23-27.  Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni þegar menn rísa upp? Allir sjö höfðu átt hana.“  Jesús svaraði þeim:  „Er það ekki þetta sem veldur því að þið villist: Þið þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs?  Þegar menn rísa upp frá dauðum kvænast þeir hvorki né giftast.  Þeir eru sem englar á himnum.  En hafið þið ekki lesið í sögunni um þyrnirunninn í bók Móses að dauðir rísa upp?  Guð segir við Móse:  Ég er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.  Ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda.  Þið villist stórlega.“-

Hann talar um að spurning mannanna sé af hreinni villu og sögðu af því að þeir þekki ekki ritningarnar.  Og Kristur sýnir þeim svart á hvítu að um annað viðmið sé að ræða á himnum en á jörðu og gildi eftir að menn hverfi af jörðinni og taki stað sinn þar og trúin segir um að þeir muni gera.  Jesús er í dag á himnum sem hann segir sjálfur um að sé hvorki karl né kona á heldur fólk sem séu sem andar á himnum.  Og Kristur er þetta í dag.  Hví vilja menn þá sýna hann á mynd með konubrjóst?  Fyrir hvern er það gert?  Getur verið að fólk sem ber slíkt fram sé í ætt við ágæta saddúkea sem Kristur segir um að þekki ekki ritningarnar?  Væri hægt að fallast á slíka skilgreiningu? 

Ritningaversið sem birt var hér ofar segir með skírum hætti að á himnum sé hvorki karl né kona.  Orðið er að tala.  Öllu sem menn fást við í lífi sínu hér á jörð líkur.  Fýsn holdsins og girnd augnanna eru ekki lengur með. 

Okkur sem eigum til trú á Jesús hefur hann einnig gefið á skilning í Orði sínu.  Og okkur ber að leiðrétta allt rangt sem berst út.  Gildir einu hvaðan staðlausir stafir komi.  Leiðréttingin sem notast skal við er Orð Guðs.  Og trúið því að Jesús biður engan okkar um að vera með í hrópunum sem kalla yfir salinn „Úlfur úlfur.“  Að svara svona löguðu með öðru en Orði lifandi Guðs er sama og að bera olía á eld og til þess eins gert að efla gagnslausar þrætur. 

Ritningarversið sem við lásum ofar segir með skírum hætti hvernig í málinu liggi.  Leyndardómur fylgir því að tilheyra upprisnum Jesús sem hefur eigin útsendara á meðal okkar bæði til að fræða sitt fólk um réttan veg Orðsins og ekki síður leiðrétta villu sem kemur upp sem alveg augljóslega er á skjön við það sem Orðið segir.  Okkur sem eigum til trú hefur Drottinn sjálfur gefið skilning á Orði sínu.  Og okkur ber að svara villunni og nota Orðið sjálft sem vort eigið svar.  Er okkur það heimillt.  Guðs Orð lagfærir kringumstæður en ekki orðsnilli mín né upphrópanir þínar.  Vilji Guðs í verki er aflið sem lagfærir og um leið leiðréttir.  Leiðréttingin er lækningin.

Ljóst er að eftir upprisu Krists er hvorki um karl né konu að ræða heldur lifandi Anda.  Trúin á Krist er aflið sem gefur réttan skilning.  Kristur er í dag andi og Guð lifenda.  Ekki dauðra: 

Jóhannesarguðspjall. 14. 18-20.  Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlaus.  Ég kem til yðar.  Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar.  Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa.  Á þeim degi munuð þér skilja að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður.“-

 

 

 

 

1 september 2020

Í Kristi ríkir frelsi.  Merkileg hugsunum því höftin sem við búum við eru hreint út sagt út um allt og hugsanir á borð við þessa:

„Kólussubréfið. 2. 15-17.  Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og leiddi þau fram opinberlega til háðungar þegar hann fór sína sigurför í Kristi.  Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga.  Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti.  Veruleikinn er Kristur.“- Nákvæmlega!  Veruleiki fólks sem þekkir Krist er Kristur.  Átt við Orðið hans.  

Pétur sér sýn og dúk síga niður af himni með öllum skepnum jarðar á.  Orð bárust honum:  

„Postulasagan 11. 7-8.  Og ég heyrði rödd segja við mig:  Slátra nú, Pétur, og et!  En ég sagði: Nei, Drottinn, engan veginn því að aldrei hefur neitt vanheilagt né óhreint komið mér í munn.“- við sjáum að Pétur raunverulega bregst til að byrja með illa við Orðunum og að þau ráðist gegn venjum hans. Að ráðast gegn þeim er ekkert áhlaupsverk.  Hefð getur mögulega átt við sannfæringu manns.  Og hún er ekki létt viðureignar. 

Á tíma Péturs voru allskonar höft á því hvað Gyðingar eti.  Við vitum að svínakjöt er bannvara á matarborði Gyðinga.  Og enn eru þessi höft hjá þeim.  Þetta þekkir fólk sem reynir að koma matvælum í sölu í Gyðinga matvörubúðir.  Fólk sem þar vill selja undirgengst reglur sem heita „Kosher.“- Geri menn þetta opnast þeim mögulega leið.  Kosher- og reglur Kosher er fyrsta skref.  Viljirðu ekkert með þær hafa líkur ferlinu.  Og af hverju er þetta svo hjá þjóð Gyðinga?  Sjáðu til!  Þeir eru enn undir afli Lögmássins sem Móses kom með til þeirra á tveim steintöflum ofan af fjallinu eftir að hafa átt langan fund með Guði sínum.  Lögmálið er í gildi og bíður fólki sama og verið hefur.  Í Kristi víkur Lögmálið og frelsi Krists tekur við.  Sýn Péturs á þakinu ýtir öllu út sem áður fékk menn til að neyta bara ákveðinnar tegundar af mat.  Ekki er samt svo að skilja að úrvalið hafi ekki verið nægt. 

Frelsi.  Áttum við okkur á mikilvægi frelsis fyrir fólk?  Ég er ekki viss.  Er ekki ítrekað verið að leggja byrðar á fólk í Kristi með orðum á borð við þessi:

„Kólussubréfið. 2. 21.  Snertu ekki, bragðaðu ekki, taktu ekki á“- Biblían talar um:  „Mannaboð og mannasetningar.“- Við segjum hverju öðru að klæðnaður skipti máli og að fólk megi ekki hlusta á tónlist nema ákveðinnar gerðar, og það ætti ekki að sjást í nærbol með mynd framan á sem kirkjan leynt og ljóst viðurkennir ekki, og eitthvað er um að sé gert.  Ekki mikið samt.  Getur nærbolur með mynd framan á verið skírt merki um brokkgenga trú viðkomandi?  Bull er þetta.  Nærbolur kemur trú fólks ekkert við.  Við sjáum að út um allt er verið að skerða frelsi fólks sem Kristur sjálfur gefur en við oft hömumst við að skerða og hefta vegna þess að sjálf skilja við ekki innihald boðskapsins.  Er ekki vort eigið skilningsleysi stóra hindrunin?  Væri gerlegt að sættast á slíkt sjónarmið?:

Rómverjabréfið. 14.  20-21.  Brjóttu ekki niður verk Guðs vegna matar.  Allt er að sönnu hreint en allt verður samt illt þeim manni sem etur öðrum til falls.  Það er rétt að eta hvorki kjöt né drekka vín eða gera neitt það annað sem kemur illa við bróður þinn eða systur.“- segir Páll.  Hér sjáum við tilmæli, meira þó hugmynd, um hvort ekki væri rétt að hætta við svínasteik og fá sér lambaket í staðinn.  Páll fæst ekkert við frelsi einstaklingsins, sem er áhugaverð nálgun?  En hvað með mig og þig?  Skil ég þessa gjöf Krists með sama hætti og Páll?  Má kristinn maður hlusta á Bítla- eða Rollinga.  Að sjálfsögðu, vilji hann það sjálfur.  Hver fær bannað slíkt.  Guð gerir það ekki.  Sýnin upp á þaki sem Pétur sá er staðfesting og fleiri ritningavers einnig.  Væri ekki gott að líta í Biblíuna?

 

 

 

 

 

24 ágúst 2020

Fyrir segjum sjötíu árum á Íslandi var margt öðruvísi en við þekkjum í dag og reykingarmaðurinn á hverju strái með sinn rétt til að reykja hvar sem er.  Og hann sagði: 

„Hér er ég og hér sígarettupakkinn minn og nú langar mig í eina sígarettu og hana ætla ég að fá mér.“-

Hvar maðurinn var staddur var algert aukaatriði og hvort heldur var í strætó, í veislu, við matarborðið heima, upp í rúmi heima, í Bíó og jafnvel í kirkju að þá bar hann sígarettuna upp að vörum sínum og á eftir eldfæri hvort sem var í formi kveikjara eða eldspýtna og kveikti sér í.  Og engin sagði neitt og ekki heldur manneskjan við hlið hans sem hafði allan eykinn framan í sér og upp í sínum vitum.  Hún var réttlaus og mátti vel vera.  Sjáið til, í þá daga.

Annað er í dag.  Nú má helst hvergi kveikja sér í sígarettu og þeir sem eftir eru af reykingarmönnum standa norpandi úti í öllum veðrum með sígarettuna sína í munninum að hreint farast úr kulda á verstu vetradögum, án neinnar samúðar fólks í kring.

Þrátt fyrir þetta og meira til eru öll sjúkrahús sem til eru alltaf yfirfull af fólki og langir og lengri biðlistar til með nöfnum fólks á að bíða eftir innlögn og að fara í allskonar aðgerðir og meira að segja kynskiptiaðgerðir að því að viðkomandi einhverstaðar á leiðinni uppgötvar að vera af hinu kyninu en hann fæddist í.  Og læknarnir stökkva til og hefja meðferð á öllu þessu og gefa allskonar lyf og hormónalyf og stera sem breytir líkamstarfseminni.  Karlmennskutákn karlmanna hverfur og hin gerðin verður til á sömu manneskju.  Og þetta hamast menn hver um annan þveran við að réttlæta og jafnvel ráðast gegn fólki með efasemdir um réttmæti slíkra meðferða. 

Þvílíkt rugl er þetta og hver skilur tíðarandann?  En um svona lagað er víst bannað að tala.  Orðin gætu stuðað  -  einhvern einhvertímann. 

En hvað um allar Gróusögurnar og upplognu sögurnar sem lifa lengi um saklaust fólk?  Getur verið að þær stuði líka?  Og hver er höfundur svo vondra og óviðeigandi sagna?  Vondi kallinn.  Hann nefnilega er til og sér sjálfur um að viðhalda sínum uppspunnu og vondu sögum og gerir þá í anda nasistans Reynhard Heydric, eins af höfundum uppspunna sagna um fólk. 

 

 

 

 

20 ágúst 2020

Oft getur verið gaman að fletta upp í Biblíunni og bera saman sumt sem gerðist við daginn í dag.  Ótrúlega oft má finna samlíkingar sem undirstrika að allt fari þetta í eintóma hringi og það sem er hafir áður gerst.  Þó undir öðrum formerkjum sé en á það sameiginlegt með nútímanum að gera ástandið grafalvarlegt og raska verulega daglegu lífi fólks.

Skoðum dæmi sem ég tel að vel megi heimfæra á tíma þá sem nú eru uppi í, já, öllum heiminum:

„1Móssebók 41. 46-49.   Jósef var þrítugur að aldri er hann gekk í þjónustu faraós Egyptalandskonungs.  Síðan hélt Jósef burt frá faraó og ferðaðist um allt Egyptaland.  Nægtaárin sjö varð mikil uppskera í landinu.  Þá lét Jósef safna saman öllum vistum nægtaáranna sjö í Egyptalandi og safnaði vistunum í borgirnar.  Í sérhverja borg safnaði hann vistunum af ökrunum umhverfis hana.  Jósef hrúgaði saman korni sem sandi á sjávarströnd. Það var svo mikið að menn gáfust upp á að mæla það því að það varð ekki mælt.“-

„1Mósebók 41. 53-57.  Þegar nægtaárin sjö í Egyptalandi voru á enda tóku við sjö ár hungursneyðar eins og Jósef hafði sagt. Í öllum löndum var hallæri en um allt Egyptaland var til brauð.  Þegar hungursneyðin gekk síðan yfir allt Egyptaland heimtaði lýðurinn brauð af faraó en hann svaraði: „Farið til Jósefs og gerið eins og hann segir ykkur.  Hungrið gekk yfir allan heiminn og Jósef opnaði öll forðabúrin og seldi Egyptum korn er hungrið svarf að í Egyptalandi.  Menn komu þá frá öllum löndum til Egyptalands til þess að kaupa korn hjá Jósef því að hungrið svarf hvarvetna að.“-

Hér er talað um hungursneyð yfir allan heiminn.  Allir vita að í slíku árferði eru allar forsendur sem áður voru til staðar brostnar og þær þjóðir einar standa upp úr sem gert hafa ráðstafanir sem mæti þessu.  Stjórn ríkis krefst visku.  Að eyða öllu vegna þess að til sé aur til að kaupa fyrir eru ekki alltaf í mikil hyggindi.   Þjóð sem engu safnar og ekkert leggur til hliðar af fjármunum sínum í góðæri lítur ekki góðri stjórn og hefur ekkert uppá að hlaupa gerist eitthvað.

Í sögunni segir að faraó konungur Egyptalands hafi fengið þunga drauma og að Guðsmaðurinn Jósef hafi einn getað ráðið drauma konungs.  Og er hann spyr Jósef ráða gefur hann þau ráð að safnað skuli kornbyrgðum og þær geymdar í hlöðum til síðari nota.  Jósef er settur yfir verkið og varð á einni nóttu næstæðsti maður Egyptalands.  Er kreppan reið yfir eru Egyptar það vel settir og eiga til nægan matarforða sem entist þeim í þessi sjö ár sem neyðin í landinu stóð og gátu veitt öðrum þjóðum hlutdeild með sér í gæðunum. 

Við sem fylgjumst með stjórnmálum á Ísandi vitum að hæstvirtur núverandi fjármálaráðherra Ríkistjórnar Íslands herra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur á umliðnum árum lagt svolítið af innkomu landsins inn í sérstakan sjóð sem ekki má hreyfa við nema undir sérstökum kringumstæðum.  Og hvað er COVID- 19 annað ein óvænt atvik og beinar hamfarir sem engin reiknaði með og teygi sig samt til allra ríkja veraldar og sett flest þar úr skorðum hjá bæði ríkum þjóðum og fátækum þjóðum?  Menn standa frami fyrir því að hugsa margt alveg upp á nýtt og öll framtíðarplön útilokuð, eins og sakir standa.  Einnig hefur verulega dregið úr framleiðni, sem nú er ekki svipur hjá sjón.  Í öllum þessum löndum er ekki sama ásigkomulag og var í byrjun ársins 2020.  Sumt skeður snöggt. 

Þjóðir sem lögðu alla fjármuni sem þær gátu í sjóð eru þjóðir sem standa uppúr og mögulega að mestu sleppa með skrekkinn.  Góð stjórn fjármála er lykilstaða þjóða þegar upp er staðið.  Af góðri stjórn fjármála þiggja íslendingar nú þokkalega uppskeru og talsvert meira öryggi.

 

 

 

 

15 ágúst 2020

„Galatabréfið 3. 13-14.  Kristur keypti okkur undan bölvun lögmálsins með því að taka á sig bölvun þess fyrir okkur því að ritað er: „Bölvaður er hver sá sem á tré hangir.“  Þannig varð Jesús Kristur til þess að allar þjóðir fengju blessunina sem Abraham var heitið og við öll, sem trúum, fengjum andann sem Guð gaf fyrirheit um.“-

Af lestri orðanna liggur fyrir að Páll postuli tali til eigin þjóðar.  Til Gyðinganna.  Þeir eru einir þjóða undir afli Lögmálsins.  Kristur kom og vann sitt umbeðna verk og lauk verkinu og leysti þjóð sína og setti þá undir náð og fyrirgefningu.  Verkið stoppaði ekki þar heldur stendur allri heimsbyggð og hverju mannsbarni sem fæðist undir sólinni til boða.  Ennþá er tækifæri til að taka við Jesús.

Boðskapurinn um náð Guðs, frelsara heimsins, krossfestinguna og upprisuna sem leysir Gyðinga frá böli Lögmálsins er hreint magnaður.  Gyðingar sem við taka hljóta að vera afskaplega þakklátir verki Jesús fyrir að leysa þá undan slíku helsi og í raun óvinnandi verki af að fylgja Lögmálinu.  Hlýtur að vera þeim sem skilja um hvað málið snýst afskaplega mikið þakkarefni.  Engin gat né getur uppfyllt Lögmálið.  Lögmálsfólkið, Gyðingarnir eins og þeir leggja sig, var í raun dæmt úr leik af sama Lögmáli.  Eina leiðin sem þeim er gefin er að halda það allt.  Brjóti það eitt af tíu Boðorðunum er allt búið.  Engin stenst Lögmálið? 

Vandinn hér er að Lögmálið fæst ekkert við þessa bresti og veikleika fólks né heldur tekur á viðkvæmninni, tilfinningunum né sveiflum þeim sem allt fólk er haldið og glímir við oftar en það sjálft nokkurn tíman kærir sig um að gera en er ekki spurt.  Sveiflurnar koma og taka völdin. 

Þarna kemur hvað best fram mikilvægi náðar og miskunnar lifandi Guðs.  Náðin breiðir yfir, hjálpar mönnum á fætur öndvert við Lögmálið sem gekk hjá og skipti sér ekki af.  Skoðum þessa mynd:

„Lúkasarguðspjall 10.  Því svaraði Jesús svo:  „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum.  Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona.  Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá.  Eins kom og Levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá.  En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann.  Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti:  Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur.“-

Þetta er náð, miskunn og kærleikur í verki.  Þetta svo sem bauð Lögmáið en veitti fólki enga hjálp við verkið.  Að því leiti var og er Lögmálið máttlaust og fólki ekki hjálplegt.  Mennirnir, Gyðingarnir, sem á undan Samverjanum komu héldu sína leið.  Meiddur maðurinn snerti þá ekki.  Mennirnir eru allir sneiddir meðaumkun en samt Gyðingar og um leið fólk Guðs.  Svo kemur að Samverji, sem Gyðingar voru lítt hrifnir af og helst yrtu ekki á, og gerir miskunnverk á slösuðum manni. 

Trúin, sem sagt, náðin og miskunnin, er með í öllum góðum verkum sem menn gera.  Hún horfir á trú einstaklings og á verkið sem Kristur innleiddi í heiminn.  Kristin trú dregur hvern Gyðing sem trúir á Jesús undan afli og valdi Lögmálsins.  Og hún gerir þessu meira.  Gefur allri heimsbyggð sama rétt og þjóð Guðs um að ganga til liðs við Frelsarann.  Allt fólk hefur því sama rétt til að þiggja kristna trú.  Sem og margir gera.  Til að mynda ég. 

 

 

 

 

14 ágúst 2020

Mörgu getur verið gott að gefa gaum og mikilvægt fyrir trú fólks að vera sjálft vakandi.  Í vökunni sjáum við, ef Guð vill, hver sé köllun fólks.  Að sjá slíkt gæti forðað mörgu.  Til að mynda að koma gegn kallaðri manneskju af Guði sem sinnir verki sínu.  En getur það gerst?  Held nú bara.  Ekki er sjálfgefið að trúað fólk sé með þetta á hreinu.  Trú sem fengið hefur reglulega næringu gefur möguleikann.  Þroskuð trú fær hiklaust komið í veg fyrir ótal margt af mistökum.  Til að mynda óþarfa árekstra, særindi og svekkelsi.  Þetta eins og menn vita er algengara meðal okkar en þarf.  Aftur sjáum við mikilvægi þess á leggja stund á trú sína og vera vel að sér í Orði Guðs og umfram annað bera sjálf/ur alla ábyrgð.  Og við biðjum fyrir forystu safnaða.  Með þeim hætti helst ábyrgðarkennd fólks vakandi.  Og það sér skipulagið.  

Fólk sem leggur stund á trúarverkið sjálft sýnir af sér trú og verk á sama tíma og viðurkennir fyrir sér sjalfum að verði að vera í samstarfi hvort við annað.  Annað er blekking og gert til að sýna öðrum hversu góð manneskja viðkomandi sé.  Sem vel getur verið. 

Drottinn vill aðra leið og leið trúarinnar sem starfar í hreinleika og í kærleika til lifandi Jesús.  Þarna skilur á milli er kemur að Drottni.  Með öðrum orðum!  Ég verð að starfa eftir settum reglum Orðsins.  Hjáleiðir hef ég engar.  Þarna er boðskapurinn skír og fyrir það getum við þakkað í allri þessari hringavitleysu sem gildir þar sem allir eru með skoðanir á öllu og „góð ráð“- gefin og þau svo mörg að engin maður getur komist yfir að fylgja þeim öllum.  Og svo sem óþarfi. 

„Jakobsbréfið 2. 18-20.  En nú segir einhver:  „Einn hefur trú, annar verkin.  “ Sýn mér þá trú þína án verkanna og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.  Þú trúir að Guð sé einn.  Þú gerir vel.  En illu andarnir trúa því líka og skelfast.  Fávísi maður!  Vilt þú láta þér skiljast að trúin er ónýt án verkanna?“-  svona er Orðið.  Það mælir ákveðið.

Maður sem segist hafa verkin vill réttlæta sjálfan sig.  Í sjálfu sér gefur hann lítið fyrir trúna og freistast því til að gera bara annan þátt trúarinnar, verkin.  Hann hefur enn ekki skilið að allt sem hann geri þarf að byggja á Guðs Orði og trú.  Trúna þarf fyrst, hjá trúuðu fólki.  Erfiðara er að ganga í henni en stíga beint út í gott verk.  Létta leiðin er okkur eðlileg.

Þarna fremur en annarstaðar í Guði eru engar hjáleiðir til.  Gangan bíður fólki ákveðið.  Því fyrr sem það áttar sig nær það taki á trúnni.  Skilningur fólks um að gera bara verk án trúar („í eigin mætti“- þreyttasta orð í heimi og léleg afsökun) deyr í hjartanu.  Af þessu vinnst gott verk.  Orð Guðs mun opinbera manneskjunni gæðin.  Gríðarlegur lærdómur kemst að sem engan iðrar.  Í ljós kemur að mín leið sé ekki fyrirfram Guðs leið.  Bara sum verka minna sýna að svo sé.  Trú og verk starfi því saman.  Að vísu get ég hvorki sýnt hallarbyggingar né glæsikerrur í hlaði.  Bara sjálfan mig og bíl sem ryð sést á.  Einu sönnu verðmæti mín er trúin á Jesús.  Og hana á ég til.  Gott viðmið um ríkidæmi:

„Mattuesarguðspjall 6. 33.  En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“- eru fleyg Orð og grunnur allrar trúargöngu fólks.

Maður sem gerir bara verk, sem hann þó fær ekki lengi enst í, af mörgum ástæðum, viðurkennir ekki með sér sjálfum að trúin þurfi neitt að vera með í spilinu.  Með öðrum orðum!  Hann reynir við léttu leiðina sem Drottinn því miður getur ekki samþykkt.  Af hverju?  Hann hefur sjálfur talað með öðrum hætti og um trú og verk.  Orð hans standa og er boðskapur sem er afskaplega mikilvægt að meðtaka.  Það er með þeim hætti sem trúin öðlast meiri styrk.  Orð Drottins gilda.  Hve oft hefur þessi sannleikur ekki vafist fyrir mönnum?  Fólk sem tekur við Orðunum og varðveitir í göfugu hjarta veit hvað Orð hans þýða.

 

 

 

 

13 ágúst 2020

Vitað er að mikið ströggl geti verið fólki að halda sér á staðnum sem það uppgötvaði á að til væri Guð.  Það mann lengi atvikið og gerir af ástæðu.  Guð veit um gönguna framundan sem ekkert okkar með neinum mætti fær áttað sig á, enn standandi á „bleiku skýi“- Er tímar líða rennir það huganum til upphafsins og rifjar upp.  Fyrstu viðbrögð eru mikill og af ráðnum hug gert.  Og fólk mann frelsun sína alla ævi.  Andartakið lifir með því og sannleikurinn um tilveru Guðs og frelsara.  Bæði blasir við á andartaki frelsunarinnar.  Þetta má þakka Guði sem veit.  Drottinn sér um sína og hefur leiðirnar sem við svo oft sjáum ekki.  Þær eru liður í áætlun lifandi Guðs.  Sum okkar yfirgefum söfnuðinn og sum okkar til frambúðar.  Sjáum engan tilgang lengur með veru okkar þar.  Þetta eru röng viðbrögð.  Allir menn ráða sínu lífi sjálfir og taka einir ákvörðun um hvernig því skuli lifað.  Já, fólk hverfur frá en ekki Drottinn sem á hverjum tíma gerir kirkjuna öfluga.  Annað fær ekki staðist:

„Galatabréfið 1. 18 – 20.  Það var fyrst eftir þrjú ár að ég fór upp til Jerúsalem til að ráðgast við Kefas og dvaldist hjá honum hálfan mánuð.  Ég sá engan af hinum postulunum nema Jakob, bróður Drottins.  Guð veit að ég lýg því ekki sem ég skrifa ykkur.“- Hér kemur Páll með vel þekkta staðreynd sem við öll vitum af.  Menn víla ekki fyrir sér að yfirgefa stöðu sína í kirkjunni og hverfa til annarra verka og starfa.  Og sumir til frambúðar.  Samt er fólkið frelsað og hvert einasta af því upplifað hvað það sé að frelsast og muni áhrifin sem frelsunin til að byrja með hafði og hvernig þeir sannfærðust í hjarta sínu um að ekki bara væri til lifandi Guð heldur kom svo margt annað inn sem logarnir skinu af og gáfu fólkinu nýja von og nýjar eldlegar og Guðlegar hugsanir.  Ekki er annað að sjá en að allt þetta sé horfið er Páll er með þessum söfnuði aftur eftir þrjú ár.  Páll segir að hann hafi engan séð nema Kefas og Jakob.  Slíkt segir ekkert um hvort fleiri hafi ekki tilheyrt söfnuði þessum er Páll er staddur þar.  Þó er ljóst flest af fólkinu er honum ókunnugt.

Segir Páll svo frá að ekkert af þessum bræðrum hafi hann séð er hann fór til að hitta Kefas, nema hann og Jakob.  Við sjáum að það sem við búum við hefur verið við lýði frá stofndegi kirkjunnar.  Ritningaversið er frá tíma frumkirkjunnar sem við oft tölum um sem tíma trúar og afls trúar, en ósjáanlegt í dag.  Páll talar með öðrum hætti og sömu tungu og ég og þú gerum árið 2020.  Gott að hugleiða að tímarnir voru ekkert betri þá né heldur verri.  Bara eins. 

Engin grundvöllur er fyrir umræðunni um að kirkja dagsins sé slöpp, kraft- og máttlaus.  Kirkjan hefur á öllum tíma þurft að hafa fyrir tilveru sinni.  Páll staðfestir þetta með orðum sínum um að engan nema Kefas og Jakob hafi hann séð.  Munum!  Páll dvaldi hálfan mánuð hjá þeim og því líklegt að einhver þeirra hefðu þá látið sjá sig en gerðu ekki.  Enda horfnir á braut.

Allt sett fram í Orði Guðs til að við skiljum um hvað málið snúist og hve mikilvægt sé að láta trú voru verja okkur, kenna okkur, umfaðma okkur og vort daglega verkefni.

Að sjá mætir Páli frekar dauflegur söfnuður í Jerúsalem.  Að setja þetta fram í Orði Guðs er til uppörvunar og hvatningar um að halda verki Jesús áfram.  Þó maður yfirgefi söfnuð, slæmt og það allt, er Jesús enn hinn sami.  Sú vissa skal vera uppörvun hverrar manneskju sem á til trú.  Hún veit nú að með þessum hætti hafi þetta verið.  Sumir gætu ásakað sig sjálfa vegna fólks sem sté til hliðar.  Þá er gott að muna að slíkt er alltaf sjálfviljaákvörðun manneskju og öðrum óviðkomandi.  Við leiðbeinum fólki.  Stjórnum engum.  Á dögum Páls var sama kerfi í gildi. 

Svolítið annað er í gangi hér.  Skoðum það:  „Galatabréfið 1. 23 -24.  Þeir höfðu einungis heyrt sagt: „Sá sem áður ofsótti okkur boðar nú trúna sem hann áður vildi eyða.“  Og þeir vegsömuðu Guð vegna mín.“- segir Páll í Galatabréfi.“

 

 

 

 

12 ágúst 2020

Merkilegra sumu er sumt.  Og er það ekki merkilegt þurfi kristinn manneskja að sanna trú sína andspænis trúsystkinum sínum?  Og ef einhver heldur að hugsunin um að „vondi kallinn sé að koma og taka okkur“- sé ný af nálinni innan raða kristins fólks skal frætt um að slíkar vangaveltur séu gamlar og hafi lengi gengið með okkur og frá fyrstu dögum kristni.  Munum að margir nánir samtíðarmenn Krists sjálfs höfðu uppi efasemdir um að hann væri sá sem hann segðist vera.  Dæmi:

„Lúkasarguðspjall 7 18b – 20.  Jóhannes kallaði þá til sín tvo lærisveina sína, sendi þá til Drottins og lét spyrja:  „Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“  Mennirnir fóru til hans og sögðu: „Jóhannes skírari sendi okkur til þín og spyr:  Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“- Jóhanne skírari, sem Elísabet, móðir hans, fékk eitt hundrað prósent vísbendingu um strax á meðgöngunni hver sá væri sem María frænka sín bæri undir belti fékk staðfest er þær fyrst hittust.  Barnið í kviði hennar tók viðbragð og Elísabet fyllst Heilögum Anda, og barnið einnig.  Nær sannleikanum er ekki hægt að komast.  Eftir að fæðing drengjanna er um garð gengin og allt farið af stað vaknar á einum stað efi vegna aðstæðna sem Jóhannes skírari er lentur í en átti ekki von á.  Og hann lætur því spyrja Jesús:  „Ert þú,“- og svo framvegis.  

Ritningin segir að þeir hafi hist í ánni Jórdan.  Skír orð Jóhannesar sjálfs þar vitna um að hann viti hver Jesús sé.  Við munum orðaskipti Jóhannesar og Jesús.  Þau taka af vafa um að Jóhannes viti vel hlutverk Jesús.  Samt gerist það að sami Jóhannes spyr spurninga sem við svo mörg höfum gert gegnum tíðina vegna alls hins óvænta sem skeði eftir að gangan er hafin og það gerst sem fæst okkar reiknuðum með, frekar en Jóhannes skírari.  Þá komin á bak við lás og slá.  Ljóst er að margt í afstöðu til Drottins á göngunni breytir þanka vorum.  Hví var Jóhannes í varðhaldi:

„Mattuesarguðspjall 4 -4.  Því Jóhannes hafði sagt við hann: „Þú mátt ekki eiga hana.“  Heródes vildi deyða hann en óttaðist fólkið þar eð menn töldu hann vera spámann.“- Nokkrum dögum síðar var Jóhannes hálshöggva.  Yfirvöld myrtu hann.  Sakarefnið var ekki merkilegt en kostaði mann lífið.  Harðstjórn er engin nýlunda:

„2Korintubréf 13. 3.  Þá fáið þið sönnun fyrir því að Kristur tali í mér eins og þið krefjist. Hann sýnir ykkur ekki linkind heldur er hann máttugur á meðal ykkar.“- Hér má sjá ritningarstað af sama toga og hinn þar sem trúsystkin eru á vissan hátt að ásaka Pál postula um að vera ekki sá sem hann segist vera.  Inn í málið kemur Páll með áhugavert innslag sem möguleg lækkar rostann í fólki sem heldur slíku fram.  Skoðum þetta:

2Korintubréf 13. 5 - 6.  Rannsakið hvort trú ykkar kemur fram í breytni ykkar, prófið ykkur sjálf.  Gerið þið ykkur ekki grein fyrir að Jesús Kristur lifir í ykkur?  Það skyldi vera að þið stæðust ekki prófið.  En ég vona að þið komist að raun um að ég hef staðist prófið.“- Allskonar svona atriði þarf að vera með á hreinu gagnvart sér sjálfum.  Besta ráðið er að miða ætíð við sjálfan sig, vilji menn notast við mælistiku trúar.  Þá reyndar vafasömu leið.  Engin fær mælt trú annarra.  Bara, og mögulega, trú sjálfs síns.  Ritningaversin hér ofar sýna hversu ómöguleg leiðin sé.  Látum Guð einan um að meta.  Hann einn getur og dæmir rétta dóma. 

Hver okkur í dag efast um Krist að hann sé neitt annað en eingetinn Sonur Guðs og frelsari heimsins?  Og hver okkar sem nú trúum, drögum trú Páls postula í efa né trú Péturs og annarra þjóna Guðs á tímum Nýja testamentisins?  Við sjáum að annað gilti um suma samtíðarmanna þeirra og samstarfsmanna.  Held að sama sé enn uppi.  En hver af okkar veit ekki í dag að Páll sé neitt annað en gegnheill trúmaður?  Lærum af Biblíunni.

 

 

 

 

9 ágúst 2020

Stjórnmálamenn eru líkir öðrum mönnum.  Sumir af þeim eru áhugsamir og atorkusamir vegna þess að hafa áhuga á stjórnmálum.  Aðrir eru framkvæmdarminni og vilja máski skoða mál vel og betur en þessir atorkusömu menn sem helst vilja stökkva á verk, klára og snúa sér að næstu framkvæmd.  Þó ekkert sé fyrirframgefið í þessu er það samt svo að stökkið og fljótræðið gæti og hefur burði til að komið í bak manna öndvert við, segjum, hægaganginn.  Samt er óvíst að hann sé betri leið.  Hægagangur leiðir oft til óþarflegra margra fresta.  Það er einu sinni svo að séu menn ekki vakandi yfir verkum hafa þau burði til að slævast – og tínast.  Af þá minni áhuga fyrir þeim með tíð og tíma.  Ekkert er sjálfgefið.  Fer allt eftir grunngerð verkefna og hve fljótir menn séu að átta sig á umfangi.

Stjórnmálamenn eru sem sjá má þverskurður samfélagsins og bara einn af öllum hinum sem þar eru.  Ekkert merkilegra fólk og heldur ekkert ómerkilegra. 

Til að komast áfram í nútíma pólitík þarf klæki.  Í þeim eru sumir sleipari en aðrir.  En af hverju klæki?  Vegna þess að samfélagið er orðið svo tortryggið og efagjarnt og tekur við engu sem það ekki prívat og persónulega þekkir og efast jafnvel einnig það, sé sá gállinn á fólki.  Að tala um alla þessa óheiðarlegu stjórnmálamenn sem eiga að vera í starfi á þingum ríkjanna er vegna þess sannleika að allt samfélagið er meira og minna þessu merkt.  Fólk er efagjarnt og það treystir ekki, hefur bendandi fingur, og segir um hina ýmsu menn og konur:  „Þessi er sek/ur.“-

Allt eitthvað sem menn sjálfir hafa búið til og komið á og sitja uppi með sem hreinan bastarð sem ekkert lengur ræðst við og bara vex fiskur um hrygg.  Engin er verri óvinur manns en óheiðarleiki hans sem að endingu bitnar á honum sjálfum.  Birtingarmyndin er allt í kring.  Við getum ekki þrætt fyrir að svona sé í stakkinn búið.  Málið er enda borðleggjandi.  Með öðrum orðum!  Séu stjórnmálamenn óheiðarlegir, sem ég segi sjálfur ekkert um, væri það þá það vegna þess að samfélagið sjálft sé þessu merkt. 

Og hvernig snúum við svo ofan af svona?  Fræddu mig, því enga hugmynd hef ég sjálfur um það hvernig má leysa málið né snúa ofan af þessu en veit um tíðarandann og hvernig hann nú er, að er merktur eigingirni og slíkum þáttum sem fæðir allskonar af sér sem ekki er neitt sérlega gott hvorki einstaklingum né samfélagi því sem einstaklingar eru með í reisa og á eftir viðhalda.  Það sem blasir við er sameiginlegt verk allra.  Og til að leysa svona lagað þurfa allir að vera með í verkinu.  Aftur komum við að vesalings þvergirðingnum sem enn á hvergi heima vegna þess að vera þvergirðingur.  Á enda þvergirðingurinn á afskaplega erfitt með að vera þáttakandi í neinum svona verkum.  Enda sem fyrr öndverðrar skoðunar á aðferðinni sem notast skal við, þó fjöldanum lítist bærilega á. 

Að breyta krefst hugarfarsbreytingar.  Skelfilegt orð og skelfilegt að fara í en nauðsýnlegt vilji menn bæta og laga til í kringum sig.  Sóðinn sér ekki eigin sóðaskap fyrr en eftir að hafa séð hann.  Þá fyrst brettir vinurinn upp ermar og byrjar að tína upp drasl á gólfunum.  Fram að þeim tíma óð hann yfir það eins og tarfur í flagi og var slétt sama þó það lægi þarna.  Það mátti vel liggja þar sem það lá.  Draslið með öðrum orðum var fyrir honum ekkert mál.  Gott fólk kemur til starfa úr góðu samfélagi sem veit hvernig allt á að vera.  Gott samfélag framleiðir heila glás af góðum stjórnendum og stjórnmálamönnum sem ber hag lands sín fyrir brjósti.  Og veistu af hverju.  Öll þjóðin gerir það líka.  Þeir sem sagt eru partur þjóðar vorrar.

 

 

 

 

8 ágúst 2020

COVID- 19 faraldurinn ætlar að verða okkur erfiður ljár í þúfu og virðist svo vera að aftur sé hann kominn af stað með sama afli og var er hann var hér fyrr á árinu en okkur tókst að ráða niðurlögum á.  En samt ekki.  Á meðan faraldurinn enn geisar í löndunum í kring er tómt mál að tala um neitt annað en það að hann berist yfir til Íslands.  Ísland er ekki lengur eyja út í ballarhafi í sama skilningi og áður.  Að koma hingað með flugi frá löndum Evrópu tekur fólk þrjá til fjóra klukkutíma.  Allir vita að flugvélar ráði orðið för er kemur að því að ferja fólk á milli.   Öll veröldin er því eitt risastórt áningarsvæði fyrir ferðaglatt fólk. 

Auðvitað er gott að getað ferðast hvert sem hugurinn vill.  Samt dregur COVID- 19 verulega úr skemmtanagildinu um þessar mundir.  COVIDö 19 er vandinn sem við er að eiga og útskírir allar varúðaráðstafanir sem gripið er til en landinn missti svolítið tökin á er slakað var á kröfunum en hann sýpur nú seyðið af. 

Hluti vandans sem við er að eiga er hin gríðarlega uppbygging sem orðið hefur í ferðaþjónustu allri bæði á Íslandi og í mörgum öðrum löndum heims á umliðnum árum.  Og hitt.  Ferðamennska hefur margfaldast á ekki mjög mörgum árum.  Það sem hún nú stendur frami fyrir eru eðlilega himinháar skuldir af allri þessari uppbyggingu sem orðið hefur og menn svo sem fögnuðu yfir.  Eða uns COVID- 19 kom sem enn er að trufla reiknisdæmi og bókhöld fyrirtækja.  Enn eru engin lyf til sem vinna á COVID- 19. 

Engin spurning er um að ferðaþjónustan sé neitt annað en helsti þrýstingsvaldurinn á valdhafa um að þau opni og haldi landamærum ríkja áfram opnum til að aftur fari að koma inn peningur í reksturinn sem bjargi honum frá frekari tjóni og endanlegu falli.  Allir sjá að verði ekki á breyting stefni allt í eina átt og gjaldþrot margra í ferðaiðnaðinum víða um heim.  Ekki óskastaða nokkurs manns en núverandi staða málsins. 

Með opnum landamæra þó með skilyrðum sé og vöktun og hverskonar eftirliti og skimunum eru smit samt helsta leiðin til landanna gegnum þau og er engin spurning um í dag að munni berast yfir hafið og það að verkum að engin getur lengur alveg um frjálst höfuð strokið fyrr en vágesturinn sé farinn.  Slík staða mun koma upp þó engin viti hve langt sé í hana en saga hiklaust kennir. 

Ef við hlustum á orð herra sóttvarnarlæknisins og hinna sem leitt hafa þessa erfiðu göngu íslendinga sjáum við að gríðarlegur fróðleikur er þegar komin um hvernig skuli umgangast veiruna sjálfum sér til varnar.  Leiðirnar sem gefnar eru upp eru fráleit flóknar leiðir né torskildar heldur afskaplega einfaldar í framkvæmd sem hvert okkar sem er getum með léttum leik nýtt.  En það er þessi tveggja metra fjarlægðarregla, forðast mikla mannmergð, ástunda handþvott og sprittun, nýyrði.  Í raun og veru er stórmerkilegt hvernig til hefur tekist á þessum má segja viðsjárverðu tímum. 

Í raun og veru er í dag ekkert pláss fyrir þvergirðinginn hvort sem er mig eða þig heldur þá eina sem taka tiltali og virða ráð sérfræðinganna og vísindanna og fara eftir ráðum sem þaðan koma vissir um að þar leynist mesta og besta þekking sem völ sé á.

Engin spurning er að heimurinn standi eftir breyttur eftir COVID- 19 og í sum gildi verði höggið og hefur verið höggið í með aðgerðum landanna sem felast í að hugsa fyrst um eigin hag og sinnar þjóðar.  ESB ræður ekki ferðinni í COVID- 19 málinu heldur hvert ríki fyrir sig þó sum þeirra tilheyri ESB.  Einnig það er áhugaverð staða sem gaman verður að sjá hvert fari.  Ekki kæmi á ávart þó krafan um aðskilnað ríkjasambanda og sjálafstæði ríkja væri krafan sem talaði hæst á komandi árum.

 

 

 

 

27 júlí 2020

Á meðan íslendingar enn stunda síldveiðar í Norðursjó voru Shetlandseyjar partur af tilveru íslensku bátanna.  Eyjarnar voru vin í eyðimörk ef svo má segja sem hægt var að leita skjóls við og koma til hafna í, leyfði veður ekki veiðar.

Nokkrum sinnum var maður með í að þiggja var við þessar eyjar á meðan maður var þarna niðurfrá og nokkrum sinnum kom maður til hafnar í Leirvík, höfuðstað Shetlandseyja, og skrapp í land ásamt öðrum áhafnarmeðlimum.

Shetlandseyjar er, var þá alltént, Bresk eyja.  Að vera þar minnti að öllu leiti á Bretland og götumyndin svipuð.

Lítið var um að íslenskir síldarbátar lönduðu afla sinum í Shetlandseyjum og máski réttara að segja að ekkert hafi verið um slíkar landanir og kæmu skipin þangað til hafnar var það einvörðungu vegna veðurs eða vélarbilunar af einhverju tagi. 

Eins og áður segir voru þessar eyjar samt vin sem hægt var að leita til og þiggja svolitla hvíld hjá er veðrin úti gerðust ágeng og gerðist oft og allir sem sjó hafa stundað vita manna best og margir líka muna.

Ágætis síldarmið voru kringum þessar eyjar og stutt að skjótast í skjól en nokkur sigling frá þeim og niður til Danmerkur, þar sem síld íslensku skipanna fór á markað og seld á verðum sem markaðurinn treysti sér til að borga.  Heildarupphæðin gat verið rokkandi og fráleitt að eitthvert eitt verð bara gilti.

Væri á annað borð farið inn til Leirvíkur á Shatlandseyjum fóru menn vanalega í land og skruppu sumir á krá og fengu sér ölglas og komu sumir við í vínbúð og tóku með sér einn lítra af Vodka til vera með eitthvað sterkara en þetta endalausa bjórsull.  Umbúðirnar utan um flöskuna var bréfpoki sem vildi ekki betur til með enn botninn í gaf sig og skall óupptekinn flaskan í gangstéttina og mölbrotnaði og innihald allt fór til spillis.  Voru nú góð ráð dýr og ráðið eina sem upp í hugann kom að snúa aftur til búðarinnar þar sem Vodkalítrinn var keyptur með flöskustútinn með sem á sást að innsiglið hafði ekki verið rofið og sagt frá förum ekki sléttum, sem við var tekið og almennileg afgreiðslustúlka meðtók og gekk að hillunni sem allar Vodkaflöskurnar stóðu í og kom með eina og afhenti kaupanda sér ekki vitandi að flaskan brotnaði af hreinum klaufaskap mannsins.  Tilraunin sem sagt heppnaðist eitt hundrað prósent.

Shetlandseyjar hafa á þessum tíma sína sérstöku landhelgi sem menn urðu fiska utan við til að eiga ekki hættu á að gæslan gripi þá glóðvolga og færði til lands og réttaði yfir skipstjóra.  Hve stór landhelgin var umhverfis eyjarnar veit ég ekki en giska á 12 sjómílur, eins og gilti á Íslandi er íslensku síldarskipin hefja veiðar í Norðursjó 1969. 

Þó merkilegt sé og maður muni margt frá tíma síldveiðanna niður í Norðursjó gildir hið sama ekki er kemur að þessum stöðum sem skipin komu til og lönduðu á.  Samt rataði maður orðið um allt þessar götur en mann ekki lengur neitt hvernig voru útlitandi né húsin sem við þær stóðu, né heldur hafnarsvæðið sem landað var á né markaðurinn sem kassaður aflinn fór í og var seldur hæstbjóðanda.  Allt slitrótt og án neinnar þannig séð heildarmyndar. 

Hisrtshals og Skagen voru manns heimastaðir mánuðum saman og tíminn skemmtilegur og einkar eftirminnilegur, og það allt.  Samt situr maður eftir með enga mynd af neinu í landi og hún sem til er öll sundur slitin og án neinnar heildarmyndar. 

Alltaf þótt þetta merkilegt.

 

 

 

 

 

22 júlí 2020

20 júlí 1944 ákvað Claus von Stauffenberg greifi í Þýskalandi að hrinda af stað áætlun sinni og manna sinna um að ráða Adolf Hitler af dögum og freista þess að binda endi á styrjöldina sem þá geisaði. Í millitíðinni skeður það að bandamenn ráðast inn í Normandi, svokallaður D- dagur, og ljóst orðið að Þjóverjar gætu hvort eð er ekki unnið stríðið. Vildu þá sumir úr hópi hins mæta Stauffenberg hættu við áformið úr því að svo væri komið en greifinn léði ekki máls á með þeim orðum að þýskri þjóð yrði ekki hlíft við því sem gerðist fyrir atbeina Hitlers og nasistaflokks hans.
Allt var klárt fyrir verkið og bar Stauffenberg tösku þá sjálfur sem sprengjan var falin í og kom fyrir nokkra sentímetra frá þeim stað sem foringinn stóð en svo vildi til að annar maður kom að og færði hana örlitið lengra frá og bak við mikinn borðfót á borði því sem mennirnir stóðu við hringinn í kringum. Þetta borð var mikill smíði og kæmi ekki a óvart að hafi vegið nokkur hundruð kíló.
Á settum tíma sprakk sprengjan og var þá Stauffenberg kominn út úr húsinu og sá með eigin augum er sprengjan sprakk og gekk að því vísu að foringinn væri ekki lengur í tölu lifenda. Með þessa fullvissu hélt hann ásamt fylgdarmönnum sínum rakleitt til flugvallarins og inn í flugvélina sem flaug með þá beint yfir til Berlínar til að klára valdatökuna.
Hið óvænta var að Hitler lifði af sprenginguna og hafa rannsóknir síðar meir leitt í ljós að þetta mikla borð hafi í raun hlíft honum og bjargað lífi hans. Eina sem skeði var að buxurnar utan af honum rifnuðu í tætlur. Voru þetta nýjar buxur sem hann ætlaði vera í er hann hitti vin sinn og einræðisherra Ítalíu Mussolini seinna um daginn. Og líka gerði. En er þá kominn í aðrar buxur.
Sem sagt tilræðið mistókst og voru forsprakkar allir handteknir og Claus von Stauffenberg og með honum nokkrir fylgismanna hans skotnir frammi fyrir aftökusveit í bakarði í Berlín.
Verk Stauffenberg greifa hefur breytt ásjónu Þýskalands meira en mörgum grunar. Hefði hann ekki látið til skarar skríða eins og hann gerði væri myndin ef til vill önnur en er og óvist um að heimsbyggð hafi fengið pata af að til væru í Þýskalandi einræðisins menn sem börðust gegn því. Sjálfur voru flestir af þeim til að byrja með sannfærðir nasistar og töldu foringjann það sem koma skildi, en vöknuðu síðar af svefni þessum.
Margar götur í Þýskalandi eru í dag skírðar eftir nafni Stauffenberg sem minna á þetta hreystiverk mannsins og hugrekki. Frá þessum tíma hefur Stauffenberg greifi verið ein hetjanna sem heimur allur lítur til.
Níu mánuðum síðar, 30 apríl 1945, barst sú fregn út um heiminn að Hitler hafi svipt sig lífi. Gátu menn þá loks bundið enda á þessa voðalegu styrjöld og handtekið forsprakka nasista og hneppt í varðhald og réttað yfir þeim í Nurrenberg- réttarhöldunum þar sem þeir flestir voru dæmdir til hengingar. Nokkrir fengu tuttugu ára fangelsisdóm. Samanber arkitekt þriðja ríkisins Albert Speer sem í þessum réttarhöldum og yfirheyrslum sagði frá því sem skeði og eins og það skeði. Hann var að því leiti til samvinnuþýður en fékk samt þungan dóm. Tuttugu ára fangelsisvist er engum manni létt.
Nurremberg er sama borg og nasistar héldu nokkra daga flokksráðstefnu sína í og komu þangað tvívegis. Fyrst árið 1933 og aftur 1938. Þar tjaldaði glæsileikinn öllu sína og hvert andartak kvikmyndað sem ein af færustu kvikmyndagerðarmönnum þess tíma Leni Riefenstahl stýrði og stjórnaði. Hún til að mynda stjórnaði upptökum Ólimpíuleikanna 1933 sem fram fóru í Berlin og Bandaríski spretthlauparinn og blökkumaðurinn Jesse Owens gerði garðinn frægan á.
Leni Riefenstahl blessuninni var allstaðar úthýst eftir stríð og bannað samkvæmt dómsniðurstöðu að gera fleiri áróðursmyndir og bar aldrei eftir það almennilega sitt barr en vann þó eitthvað við neðansjávar heimildarmyndir.

 

 

 

 

18 júlí 2020

Talað hefur verið um ferjuna Herjólf sem veginn milli lands og Eyja og að hún sé þarna til að þjónusta fyrst og fremst fólki búsett í Vestmannaeyjum.  Engin deilir um þetta og öllum er kunnugt um að skip af þessari sort skiptir Eyjamenn sköpum og að allar tafir á ferðum til lands og aftur til baka eru vandræði sem saman draga dilk á eftir sér fyrir einkum Eyjamenn. 

Verkfallsaðgerðir eru mönnum erfiðar og bitna oftar en ekki á fólki sem kemur málið ekki við en lendir samt í.  Og af hverju.  Vegna þess að vera verkfalsaðgerðir sem verkalýðsfélögum og sjómannafélögum var fært upp í hendurnar og bundin í lög fyrir áratugum.  Verkfallsrétturinn er helgur réttur starfandi stétta. 

Mörg lög og reglugerðir gilda í þessu landi og hljóða ein þessara laga upp á átta stunda vinnudag.  Allir vita þetta. 

Eitt af því sem áhöfn Herjólfs krefst er að vinnutíminn um borð verði styttur niður í 9, 5 stundir daglega sem er um einum og hálfum tíma meira en átta stunda lagasetningin gerir ráð fyrir.  Munum þetta.  Að koma með svona tillögu segir okkur að áhöfnin sé þrátt fyrir allt tilbúin til að leggja nokkuð meiri vinnu á sig en lög segja til um og ætti að vega nokkuð þungt í þessum samningaviðræðum.  Að stytta vinnutíma fólks merkir að fjölga þurfi í stöðurnar, vilji menn halda uppi sama þjónustustigi og var. 

Rekstur Herjólfs snýst ekki nema að hluta til um ferðamenn og að koma ferðafólki milli lands og Eyja né að bjarga einu og öðru félagi sem gerir út á ferðamenn í þessum ágæta bæ.  Eftir að ferðamönnum tók að fjölga á Íslandi fóru fleiri farþegar með Herjólfi en áður var.  Samt er skipið fyrst og fremst ætlað íbúum Vestmannaeyjabæjar sem fer veg sem vel má segja um að heiti Herjólfur en nokkur fjöldi manneskja starfar við sem allar hafa sinn rétt. 

Munum að verkfallsaðgerðir eru vald sem geta verið alvörumál og eru beitt lögum samkvæmt.  Félög sem fara með réttindamál starfstétta hafa fullt leyfi til að sækja þennan rétt og beita.  Með lögmætið til hliðsjónar sjá menn að er ófær leið að stökkva framfyrir hann og leysa festar annars skips til að taka við verkefni hins um farþega og vöruflutninga.  Það gengur ekki heldur leysast mál við samningaborðið. 

Hvað til að mynda segir ríkið sjálft um þetta mál?  Ef ég skil þetta rétt er það eigandi Herjólfs. Sjálfur finnst mér krafa starfsmanna Herjólfs ásættanleg og sanngjörn.  Munum ennfremur að verkföll verða aldrei einkamál eins né neins.  Öðrum má koma þau við.

 

 

 

 

6 júlí 2020

Að sjá virðist COVID- 19 veiran hegði sér öðruvísi núna en var í fyrri hrinu.  Maður heyrir fréttir um smit á landamærunum og um að fólk sé núna í sóttkví og einhverjir örfáir í einangrun en engan sem hefur með beinum hætti veikst af völdum veirunnar né að fólk hafi verið lagt inn á sjúkrahús vegna hennar,eftir því sem maður best veit.  Bendir það ekki til þess að veiran sé veikara núna en var í hitt skiptið?  Að Íslensk Erfðagreining skuli nú draga sig út úr verkefninu ýtir undir pælingu af þeim toga að veiran hafi eitthvað slappast að afli til.  Datt þetta svona í hug.

 

 

 

 

25 júní 2020

Þegar menn kynnast einhverju nýju í sínu lífi er sanngjarnt að þeir fái ráðrúm til að skilja betur hvað þetta nýja sé.  Allt tekur sinn tíma.  Og hver veit ekki þetta?  Sanngjarnt er og eðlilegt að menn í rólegheitum fái skoðað og skilgreint hver með sér sjálfum hvað þetta nýja sé.  Þá líka kemur úrskurður um hvernig mönnum líki það. 

Þessu má á sinn hátt líkja við vöru sem þú kaupir og sérð að á er segjum þrjátíu daga skilafrestur.  Hann er til að þú fáir kynnst vörunni og hefur opin möguleika á að afhenta vöruna kaupanda og fá andvirðið til baka, mislíki þér hún. 

Gildir sama fyrir trú þína?  Nei, líklega ekki.  Þar er held ég engin skilafrestur.  Þótt þú reyndir að skila henni til baka má stórlega draga í efa að gefandi læði máls á að fá hana aftur, fyrr en þá í fyllingu tímans.  Átt við himnaríki.  Hann hefur svolítið ferskari og fallegri þanka en bæði ég og þú eigum til.  Og er slíkt hægt?  Já, það er hægt. 

Eina í stöðunni eftir að trúin er orðin þín og þú ennþá hrikalega ósáttur við hana, segjum það, er að afrækja trúna og gæta sín á að sinna henni ekki nokkurn dag né nokkurn tímann og öllu öðru heldur en trúnni.  Þessa leið hefurðu og er samt ekki góð leið því gjöfin sem þú fékkst lætur reglulega vita af sér og er á meðan þú enn slæst við hana steinvala sem stöðugt nuddar hjarta þitt.  Óþægilegt.  Vissulega.  Og meira.  Skelfileg glíma.  Lífið sem þú átt lætur vita af sér.  Vaknaðu bara og hristu af þér allt slen og settu sjónar þínar á Jesús.  Og þá segir þú:  „Mikið er ég feginn að hafa ekki tekist að skila gjöf þessari áður en þrjátíu daga skilafresturinn rann út.“- sem vekur Guði hlátur sem veit að engin skilaréttur var fyrir hendi og að skila væri útilokað mál.  Guð bara gefur en þitt að nota gjöfina.  En það muntu gera er þú fattar herslags gjöfin er sem þú átt.  Margt eigum við sem er hreint þakkarefni.  Málið er að nota trúna til einvörðungu góðs.  Trúin er til góðs.  Sé svo og við sjáum þetta svona að þá viljum við heldur ekki skila henni.  Trúargangan sjálf er annað.  Hún er merkt, kannski ekki þreytu, en of oft kannski þrautum.

Við sjáum að allir verða á að fá tíma til að átta sig og skilja fyrir sig sjálfan til hvers trú sé og hver gefi trú að hann heiti Jesús.  Og einnig mikilvægi þess að byggjast hratt upp í Guði og njóta heilbirgðrar og dugandi trúarlega kennslu sem undirbýr fólk fyrir það sem koma skal og er á leiðinni til þeirra.  Það mun hrikta í er gangan hefst og fólk jafnvel upplifa að systkini noti lygar gegn því.  Er það hægt.  Já, það er hægt og hefur verið gert.

Nei vinir við þurfum hvert og eitt okkar tíma til að skilja hvað trú sé og rétta kennslu til að fá byggst hratt upp eins og þarf.  Hröð uppbygging í byrjun er betri hinni seigfljótandi.  Fæstum dettur í hug að ætlast til af nýinnkominni manneskju, átt við trú, að hún bara vissi allt um trú, verandi ennþá blaut á bak við eyrun og enn stödd á sínu bleika skýi sem á einum stað opinberast að var, ekki blekking, slíkt orðalag væri allt of djúpt í árinni tekið, vissulega glæsileki en er samt ekki eins og reynslan kom með til fólksins í formi sannleika.  Hver trúaður mun þurfa að ganga inn í sitt eigið dimma og dökka ský án þess að hafa beðið um og er hin hlið trúargöngunnar.  Sem líka á að tala um. 

Þetta á eftir undirstrikar mikilvægi þess að sjá fólk eins og Guð sér fólks.  Sem vissulega er mögulegt verk.  Og veistu af hverju?  Jú, ég fékk að gjöf trú sem fengið hefur þroska, vöxt í visku og þekkingu.  Í öllu þessu.  En hvað með kærleikann?  Hvar stend ég þar?  Vonandi vel.  Skoðum kennslu um kærleikann.  „1Korintubréf.  13.  Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.  En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.  Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.  En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum.“- Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

24 júní 2020

Áður en bankahrunið 2008 skall á var gangi bylgja í þessu landi og talað um íslenskar bankastofnanir eins og væru þær eitt framleiðslufyrirtækjanna í landinu sem gæfu meira af sér en önnur.  Hlutverk banka er að geyma og ávaxta fé einstaklinga og fyrirtækja.  Ekkert meira og heldur ekkert minna. 

Bankinn tekur þóknun fyrir sína þjónustu og notar til að greiða eigin kostnað og þiggja arð af sinni þjónustu.  Sem er sanngjarnt.  Einn útgjaldaliðanna eru launagreiðslur til starfsmanna bankanna.  Allir auðvitað eiga að fá greidd laun fyrir vinnu sína.  Eiginlegt framleiðslufyrirtæki verður banki þó aldrei.  Til þjónustunnar liggja rætur banka. 

Mistökin eru að þessu gleymdu menn og töldu sig hafa fundið leið sem búi til peninga sem upp staðið voru tölur á blaði með engan raunveruleika að baki sér og sumt fólk viðurkennir í dag að hafi verið en sá ekki þá.  Hvernig fær svona lagað gerst.  Vegna stærilætis fólks og hroka og háskalegra hugsanna á borð við:  „Við höfum loks náð þessu.“-

Fólk sem slapp við að dansa með og missti ekkert í hruninu varð af engu öðru en því að þetta fólk hafði bara til nauðþurfta sinna.  Ástæðan liggur ekki í að fólkið hafi séð í gegnum alla vitleysuna.  Þetta þakkaði fólkið auðvitað eftirá. 

Á einhverjum tímapunkti seldi Ríkissjóður gamla góða Landsbankann sem undir stjórn nýrra eigenda fór mikinn.  Á Landsbankans vegum var stofnaður reikningur í bæði Bretlandi og Hollandi sem skírður var Icesave- reikningurinn sem átti svoleiðis að gefa mönnum ávöxtun sem notfærðu sér hann að þeir sem lásu ávöxtunina sundlaði af tölunum sem á blaðinu birtust.  Sannkölluð peningaframleiðsla.  Og ekkert fyrir henni haft.  En svo kom hrunið. 

Allskonar fór í gang eftir hrun og er líklegt að Isesave- sé eitt þekktasta dæmið frá bankahrunstímanum.  Fyrsti samningur íslenskra stjórnvalda var hafnað af Bretum og Hollendingum.  Næsti samningur sem gerður var synjaði hæstvirtur forseti Ísland undirskriftar og fór hann þráðbeint fyrir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hvort þriðji Icesave- samningurinn hafi ekki heldur haft náð fyrir augum hæstvirts forseta Íslands mann ég ekki.  Hann alltént náði ekki fram að ganga.  Svo mikið mann ég.

Menn sem voru hlynntir Icesave- gerningi stjórnvalda, ég var einn þeirra, og alltaf, urðu að sumra áliti föðurlandsvikarar, sem mér finnst alltaf jafn fyndið að hugsa um.  (Orðið föðurlandsvikari kom aftur upp í kringum Orku pakka þrjú, sem maður einnig studdi heilshugar og gerir ennþá og telst því samkvæmt þessari skilgreiningu tvöfaldur föðurlandsvikari og lætur sér í léttu rúmi liggja.  Engin hefur nefnt þetta við mig og mun heldur ekki gera.  Það er ekki málið.  Hefur afstaða fólk til eins og annars máls ekkert með föðurlandsást þess að gera.  Og fólk má hafa skoðun.  Föðurlandsást ristir nokkuð dýpra skoðuninni, sem oft er tilfinningaþrungin.)

Svo ég gefi því máli fáein orð hér að þá er grundvöllurinn sem liggur að baki afstöðu minni til Icesave- samningsins á sínum tíma viðtal við þessa ágætu einstaklinga sem þá áttu Landsbankann í líklega Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins, og bankarnir fallnir, þar sem þeir fullyrtu að eignir að baki Icesave- reikninganna mundu greiða upp allt heila klabbið.  Við orðum ágætra mannanna tók ég og gerðu að verkum að ég studdi Icesave- gerning ríkistjórnarinnar sem þá sat að völdum og vissi alltaf að ekkert yrði greitt úr ríkissjóði og að til ríkisábyrgðar í verki hefði aldrei komið, þó fyrir hendi væri.  Sem ekki var. 

Eftirá sá maður að rétt var að setja hvergi stafkrók um ábyrgð ríkisins á Icesave- skuldina en breytir ekki hinu að þrotabú Landsbankans greiddi allt til síðasta eyris og kom lokagreiðsla fram 11 janúar 2016 að upphæð 210, 6 milljarða króna.  Merkilegt er og umhugsunarvert að þessari staðreynd hefur ekki verið hampað neitt í þessu landi.  Og af hverju skildi það á eftir stafa er máski spurning sem krefst síns svars? 

 

 

 

 

23 júní 2020

Sitjandi forseti lýðveldisins Íslands hefur fengið framboð gegn sér og verður kosið um endurkjör sitjandi forseta eða úrslit verða á þann veg að íslensk þjóð fær nýjan forseta á Bessastaði.  Þó líkur séu ekki miklar á að svo fari eru samt reglurnar þær að hægt sé að bjóða sig fram og lögum samkvæmt verða kosningar, nái menn þeim stuðningsmannafjölda sem þarf til að fá startað framboði.  Nú um  stundir eru frambjóðendur á ferðalagi um landið til að kynna fólki sjálfa sig.  Besta mál. 

Oft hefur verið tekist á í landinu um þessi völd sem forseti hefur eða hefur ekki.  Sumt fólk vill að herra forsetinn ógildi að minnsta kosti annað hvert frumvarp sem frá háu Alþingi berst með því að undirrita þau ekki og senda í hendur landslýðs sem sker úr um málið.  Stórlega má samt efast um að obbi fólks í þessu landi bíði spennt eftir því að forseti skrifi ekki undir slíka pappíra frá hæstvirtu Alþingi íslendinga til að almenningur geti sýnt eigin skilríki til að fá afhentan kjörseðil sem hann hverfur með inn í kjörklefa og afgreiðir þar og skilar af sér í tunnuna frammi.  Allavega er ég ekki að bíða eftir neinu slíku og tel mig ekki einan í slíkri afstöðu. 

Spurningin sem eftir stendur er hví þetta ágæta og herskáa fólk sem vil senda landsmenn í kjörklefanna vegna forseta Íslands sem neitaði að undirrita lög frá íslensku löggjafasamkundunni, hví þetta fólk helli sér bara ekki sjálft út í pólitík í stað þess að bíða og vona að forseti Íslands komi málum frá Alþingi út til þjóðarinnar til að þau öðlist gildi eða verði fleygt út sem hverjum öðrum ónýtum pappír.  Af hverju ekki að ganga alla leið og gera tilraun til að komast til starfa á Alþingi þar sem allar íslenskar lagasetningar rekja rætur sínar og leggja þar með beina hætti sitt á vogarskálar sem jafnvel kæmist á lokastig verkferils og í hendur hæstvirts forsetans sem með klausu herskás á plagginu endanlega sannfærðist um að þetta yrði að verða að lögum, vegna þá gæða frumvarpsins? 

Á Íslandi er opið fyrir nýtt fólki að komast að í pólitík.  Sjái þetta fólk að það muni ekki komist að hjá gömlu flokkunum að þá getur fólkið tekið málið skrefinu lengra og stofnað nýtt stjórnmálafl, sé ákveðnum grunni fyrst náð.  Átt við fjölda stuðningsmanna.  Margir hafa svo sem farið þessa leið og grúi stjórnmálaflokka orðið til gegnum tíðina og verið með í jafnvel fáein kjörtímabil en svo horfið af vellinum og skilið gamla fjórflokkinn eftir með allt sitt hjá sér, eins og verið hefur í áratugi.  Og þarna eru þeir gömlu kratarnir, (Samfylkingin,) gömlu allabalalarnir, (Vinstri græna framboðið,) Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.  Fjórflokkurinn blasir við í sölum Alþingis, ásamt þrem öðrum smá framboðum. 

Vilji menn fá valdameiri forseta í embætti erum við að tala um nokkra breytingar á kerfinu sem öruggt er að starfandi stjórnmálaflokkar munu renna hýru auga til og sækjast eftir að fá þangað inn sinn flokksmann sem gæfi þeim sjálfum nokkuð forskot á afgreiðslu frumvarpa. Á þetta benti einn af okkar fremstu stjórnmálaskírendum Ólafur Þ. Harðarson í Kastljósþætti gærkvöldsins sem mér sjálfum fannst einkar áhugaverð nálgun og lauk upp fyrir mér alveg nýjum fleti á þessu máli sem ég ekki kom auga á, og ykkur að segja, fannst ekki spennandi umhugsunarefni né hugnaðist með neinum hætti en mun samt með tímanum ske taki forsetaembættið miklum breytingum frá því sem nú gildir.  Þetta finnst mér rétt að menn hugleiði og geri í alvöru upp við sig í hvað farvegi embættið skuli vera.  Enga áhættu takk.

Verum ekki um of barnaleg í afstöðu til þessa flotta forsetaembættis.  Forseti Íslands er ákveðin virðingarstaða og búin til á sínum tíma til að vera þetta.  Rétt er að viss öryggisventill sé þar til staðar.  Hann verður áfram.  Alþingi getur ekki verið visst um nein fyrirfram viðbrögð á Bessastöðum.  Þetta bara gildir.  En pólitískt embætti!  Nei og aftur nei!

 

 

 

22 júní 2020

Eitt af þessu sem kennslan ætti að fjalla um og takast á við er að gera fólki skiljanlegt sem fæst við að kenna Orð Guðs að tala það eitt sem Drottinn sjálfur vill að sagt sé og hvika aldrei frá þeirri grundvallarreglu.  Lífið er í Orði Guðs en ekki mínum orðum. 

„Jóhannesarguðspjall. 8.  38.  Ég tala það sem ég hef séð hjá föður mínum og þér gerið það sem þér hafið heyrt hjá föður yðar.“- Þarna bendir Jesús á Guðsríkið og á ríki Satans.

En hvaða skilaboð skildu vera sett fram hér og hvernig getur kennari og predikari Guðs nýtt sér þau fyrir sig sjálfan?  Skilaboðin eru þau að þú og ég erum í tengslum við hann sem við þjónum og tökum undir með Jesús sem sjálfur segist gera vilja Guðs í því sem hann kenni.  Að vilja milda eigið málfar til að styggja engan, og aldrei, er afleit Frasaguðfræði sem sumir virðast kunna betur við en að horfa bara til lifandi Guðs í því sem þeir geri, tali, og kenni.  Fólk sem hafnar Frasaguðfræði hefur lært að treysta Guði og er fólkið sem upplifir vernd Guðs.  Drottinn vill sjá traust.  Að skilja hvað í því felst er opinberun. 

Ekki er það verk ræðumanna Guðs að matbúa fræðsluna eins þeir telja hana best virka.  Sé örugg trú ekki með í verki mun þetta aldrei ganga nema stuttan tíma.  Ræðumaður Guðs verður að skiljast hverjum hann þjóni því að efasemdir um sumt munu koma.  Eina sem hrekur þær burt er vissan um hvar maður standi í Guði.  Trúið þessu.  Samt munu hugsanir á borð við þessar láta á sér kræla: 

„Æ, gat ég nú ekki orðað þetta með öðrum hætti en ég gerði“- sem er öruggt að ég gat gert.  Málið bara snýst ekkert um hvernig ég vildi helst orða þetta heldur vilja Guðs.  Hann hefur tilganginn sem engan veginn er víst að ég viti neitt um.  Páll kemur inn á þennan mannlega veikleika vorn hér.  Skoðum málið: 

„2Korintubréf.  7.  8-10.  Að vísu hef ég hryggt ykkur með bréfinu en ég iðrast þess ekki nú þótt ég iðraðist þess áður þar sem ég sá að þetta bréf hafði hryggt ykkur þótt ekki væri nema um stund.   Nú er ég glaður, ekki yfir því að þið urðuð hrygg heldur yfir því að hryggð ykkar leiddi til þess að þið bættuð ráð ykkar.  Þið urðuð hrygg Guði að skapi og biðuð því ekki í neinu tjón svo að ég varð ykkur ekki að meini.  Hryggð Guði að skapi leiðir til sinnaskipta, sem engan iðrar.  Hryggð heimsins er annað.  Hún leiðir fólk til dauða.  Og margt í heiminum veldur hryggð.

Við sjáum að bréf Páls til safnaðarins hefur stuðað fólkið í þessum söfnuði og gerði vegna þess að til að byrja með því fannst Páll tala ósanngjarnt við sig.  Einnig er að svo er að sjá að Páll fái einhvern pata af ástandinu og verði af hryggur en hressist við á nýjan leik.  Ekki vegna þess að hafa tekið orð sín til baka heldur vegna þess að hryggð safnaðararins ætlar að leiða hann til iðrunar Guði að skapi.  Páll skildi orð sín betur er frá leið.  Við verðum að skilja út á hvað Orð Guðs gangi að það vill bæta líf fólks.  Hefði Páll ekki talað orðin með þeim hætti sem hann gerði hefði engin iðrun fæðst fram.  Hvar væri þá sigurinn af nákvæmlega iðruninni?  Hann væri þá útilokaður.  Sjáum við ekki hér að ófært er að krukka neitt í vilja Guðs og hann verði að koma fram í hverju tilviki fyrir sig til að öruggt sé að verkið vinnist og heill hljótist af.  Iðrunin gaf af sér lækningu sem málamiðlun hefði aldrei náð fram.   Rétt er það að hryggð vaknaði.  En henni var umbreytt í sigur er fólkið sjálft sá hvað í gangi var hjá sér sjálfu.  Hreint Orð Guðs gerir blinda sjáandi.

Vitum við ekki né komum auga á að partur af þessu er að skilja Orð Jesús sem segir að hann tali einvörðungu það sem hann sjái Föður sinn gera og Páll raunverulega upplifir gegnum iðrun safnaðarins.  Þá vaknar í hjarta hans hrein gleði.  Við getum enga málamiðlun gert. 

 

 

 

 

21 júní 2020

Loðnan lætur ekki sjá sig, þorskstofninn nær sér ekki á flug í ár eins og til er ætlast.  Útgerðin lítur það alvarlegum augum.  Til stendur að draga úr þorskveði við þetta land á þessu fiskveiðiári.  Hvalinn má ekki veiða og sé hann veiddur er þeim sem veiða hann gert erfitt um vik að losa sig við afurðirnar.  Sama gildir um selin og margt annað líf í sjó og á landi.  Við viljum að allt sem fæðist lifi og hrærist og verði ellidautt. 

Öll inngrip í lífkeðjuna teljum við orðið verstu ósvinnu.  Á meðan við alltént erum enn ósvöng.  Um það auðvitað biðjum við okkar ágæta Herra en einnig að við höldum sönsum og virðum gang náttúrunnar og eins og skaparinn krefst af okkur að gera. 

Að við nýtum náttúruna okkur til lífsviðurværis er Guðs vilji.  Málið er að umgangast þetta viskulega.  Sem allur gangur er á hvort hafi skeð.  Og ekki tel ég vera viskulega umgegni ef við leyfum engum að fara um hvort sem er með veiðarfæri eða skotvopn til að skjóta sér bráð í soðið.  Allt er svolítið komið á haus hjá mörgu okkar af því einu að við höfum svo mikið misst tengsl við uppruna vorrann.  Misst tengslin við lifandi Guð sem segist eiga þetta allt og gaf okkur full afnot af öllu sínu.  Við sem sagt erum ráðsmenn hans yfir jörðinni.  Góður ráðsmaður bannar ekki umgegni um land sem honum er treyst fyrir og undanskilur ekki hafið né því sem þar lifir og hrærist frá þessu heldur fer hann þess á leit við alla sem vilja nýta þetta eigi til nægja virðingu fyrir svæðum til að ofnýta ekkert af þeim og er besta mögulega náttúrvernd sem völ sé á. 

Tímans vegna hér á jörðinni ætti mannkyn að hafa lært að versta óráð sé að ofnýta svæði og ekki siður versta óráð að banna alfarið nýtingu þeirra og nota einvörðungu undir feita og mjóa ferðamenn.  Það er að segja á meðan eitthvað er hægt að hafa af þeim af peningum með sölumennsku einhverskonar.   En allt svoleiðis, það er gróði í einhverju formi, hötum við vinstri mennirnir.  Það er að segja ef aðrir en við sjálfir græða. 

„Landið er allt að fjúka til hafs“- var eitt sinn sagt í áróðurskyni er menn reyndu að grenja út peninga úr ríkissjóði til kaupa á sáðkorni til að fá stráð í eitthvað af þessum rofaborðum og hindra að þau yrðu verr útleikin en þegar var orðið. 

Og árin og áratugirnir liðu og enn er landið svo gott sem kyrrt á sínum stað með öllum sínum rofabörðum, sem reyndar engin talar um lengur.  Er enda engin tími til slíks mitt í COVIT- 19.

Landi sem sagt fauk ekki allt til hafs og til suðausturs né stækkaði Færeyjar, eins og máski einhver kann að hafa ímyndað sér.  Bændur fóru með gegnummyglaðar heyrúllur heiman frá sér framan á traktorstönn og breiddu úr þeim á sandauðnir og moldarflög og settu aukalag og kannski tvö aukalög þar sem einhver spólglaður kall hafði farið um landið á bíldruslu með allt í botni.  Og púströrið farið af öllum atganginum og varð eftir, mönnum til lítillar gleði sem sáu.  Útkoman í tilviki mygluðu heyrúllnanna voru einhver grasstrá sem upp komu og jafnvel grænir blettir hér og hvar sem engin tók eftir að fyrra bragði og ekki fyrr heldur að hafa verið sagt frá átakinu.  „Vá, þvílíkt og annað eins.  Þvílík hetja sem vann verkið“- voru viðbrögðin og skimað um leið í kringum sig.  Til að mögulega koma auga á hetjuna. 

Sumir hafa enn horn í síðu meme og tala inn á milli um það, með hléum þó, að ófært sé að láta féð svona valsa óheft um fjöll og firnindi en tala um í góða skapinu sínu hve dásamlega bragðgott lambakjötið sé og skera sér aukabita af lærinu sem stendur á bakka fyrir framan þá.  Og hlátrarnir við borðið, maður minn eru af völdum óáafenga borðvínsins sem skenkt var í glösin og fullyrt að væri sem þó hávær hlátrasköllin gefa til kynna að sé ekki rétt.

 

 

 

 

20 júní 2020

Merkilegt er og sýnir um leið gríðarlegan veikleika í mannkyni þegar sorglegir og hörmulegir atburðir gerast meðal þjóða sem ekkert er tekið meira á og þeir bara skildir eftir í þeirri von að gleymast.  Hve mörg dæmi skildu vera til í sögu veraldarinnar um nákvæmlega þetta verkslag sem bara átti að gleymast og afgreiðast með þeim hætti út af kortinu en gerðist ekki?  Sagan er refsari og skelfileg að því leiti.  Og hvað eru kynþáttaerjur sem blossa upp annað en staðfesting þess að aldrei var gengið í mál og þau kláruð með sátt?  Leiti menn ekki sátta eru sárin áfram ógróin.  Og núningsflöturinn er til staðar sem menn munu kveinka sér undan af álagi.  Og aftur munu blossa upp óeirðir sem engin veit hve langan tíma taki að kveða aftur niður né hve skemmdir verði miklar og margt fólk verði drepið í.  Það þarf að sættast og vinna að sáttum.  Bara þá gróa sár.  Allt má laga.  Gott að hafa í huga:

„Mattuesarguðspjall. 5. 25-26.  Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á vegi með honum til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi.  Sannlega segi ég þér:  Eigi munt þú komast út þaðan fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.“- hér segir Drottinn merkileg orð og bendir á að geri menn ekkert til að sættast muni þeir verða að greiða misgjörða sinna fullu verði.  Og er það ekki einmitt þetta sem við aftur og ítrekað erum látin horfa á og verða vitni að gegnum þessi kynþáttaólæti sem alltaf annað veifið blossa upp og eru í öllum tilvikum grafalvarlegt mál þar sem slík meinsemd tekur sig upp. 

Við vitum að blökkumenn í Bandaríkjunum eru þangað komnir vegna þess að hvítir menn sóttu til landsins sem fólkið þetta bjó í og tók nauðugt og flutti til skipa sinna og settu á þrælamarkað í eigin landi þar sem hvítir menn komu og buðu í það og eignuðust þræla sem urðu partur af bústofni þeirra.  Smánarblettur.  Fólk er ekki bústofn.  Segir þetta fólk enda í dag:  „Ég er hér vegna þess að þið komuð“- og er því miður rétt svar.  Allir sjá að verkið á sínum tíma voru mistök og að það skeði fyrir allmörgum öldum en fylgir þessar þjóð enn eftir eins og mara og skuggi og mun áfram gera þangað til menn átta sig á hvar skóinn kreppir og að málið leysist ekki sjálfkrafa og verði áfram blóðugur núningsflötur sem lítinn neista þarf til svo úr verði risavaxið bál.  Og hve oft höfum við ekki fengið að horfa upp á slíkt?  Ofstæki auðvitað.  Sumt fólk er ofstækisfullt.

Það má Trump Bandaríkjaforseti eiga að í hans tíð hefur þessi kynþáttavandi komið oftar upp en hjá flestum öðrum Bandarískum forsetum.  Og hvað vill þetta segja við Bandaríska þjóð?:  „Setjumst niður.  Finnum flöt á og leysum verkefnið til að fá lifað heilt?“ 

Sjáið til að mynda geggjunina sem þetta kynþáttavandamál er er ljóst varð að Trump hugðist fara til einnar borgar í Bandaríkjunum á kosningaferðalagi sínu sem nú er í gangi.  Í borg þessari gerðust voveiflegir atburðir fyrir tæpri öld er hvítir menn réðust þar inn og beindu spjótum að friðsælu blökufólki sem hafði efnast.  Eftir morðölduna lágu 200 til 300 af þessu fólki í valnum.  Hæstvirtur Donald Trump var beðin um að koma ekki þangað með sinn fund vegna spennu af væntanlegri heimsókn.  Nú vegna dráps á blökkumanni að nafni George Floyd.  Fyrirsláttur.  Allt er þarna enn við suðupunkt vegna í grunninn óuppgerðra atburða sem skeðu fyrir bráðum eitt hundrað árum.  Sjáum við ekki geggjunina og gæti ekki sú spurning vaknað hvort ekki sé réttur tími til að gera þessi mál upp.  Og hver er staðreyndin?   Þetta fólk eru í dag íbúar Bandaríkjanna.  Þar er það fætt og þar hefur það virkt vegabréf og einnig gildan ríkisborgarétt.  Bandaríkin eru þeirra föðurland.  Horfum til staðreynda til að þurfa ekki að greiða allt til síðasta eyris?  Nóg hefur verið greitt.  Hvar er þá flöskuhálsinn?  Ætli ekki í viljaleysi til að leysa málið.  Kynþáttavandinn leynist víðar en í USA.  Eina sem þarf er að bara fara og gera verkið.  Hvernig byrjar maður.  Maður biðst afsökunar.  Og önnur leið farsælli opnast.  Hve lengi ætli Bandarísk þjóð hafi beðið eftir þessari farsælu leið?

 

 

 

 

18 júní 2020

Það liggur fyrir að þar sem er þjáning er ekki um leið vellíðan í gangi.  Þjáning segir allt um hið gagnstæða hjá fólki.  Þjáning er af misjöfnum toga og kemur af allskonar ástæðum og flestum óskiljanlegum.  Menn ganga inn í sína þjáningu og finna að hún einhverveginn hefur tekist að króa þá af út í horni.  Er þetta ekki annars rétt lýsing á hvernig við upplifum þjáningu?  Var máski aðdragandi að þinni þjáningu?  Tel svo ekki vera.  Þjáningin bara skellur yfir og skyndilega áttar þú þig á að þú stendur mitt í henni.  Hvernig losnar maður við þjáninguna og til hvers er hún.  Veit það ekki en veit samt að á einhverjum stað og tímapunkti munt þú ganga út úr henni á nýjan leik og finna léttinn af að hún sé farin. 

Kristur talar um og bendir sínu fólki á þjáninguna og segir um að allt hans fólk muni þurfa að bera og þola, af því að trúa og fara sama veg og hann fer.  Þetta eru býttin: 

„2Korintubréf.  5-7.  Eins og ég tek í ríkum mæli þátt í þjáningum Krists, þannig uppörvar Kristur mig einnig í ríkum mæli.  En ef ég sæti þrengingum, þá er það til þess að þið öðlist kjark og frelsist og ef ég er vongóður, þá er það til þess að þið verðið vongóð og öðlist kjark og kraft til að standast þær þjáningar sem ég einnig líð.  Ég ber fullt traust til ykkar því að ég veit að fyrst þið takið þátt í þjáningum mínum hljótið þið og að taka þátt í trúarvissu minni.“-

Hér kemur Páll með smá útlegging á hvað sé þjáning.  Og hann gerir meira.  Hann í það minnsta reynir að koma auga á hið jákvæða mitt í sinni þjáningu.  Og hann sannfærist um að úr því að hann þjáist og aðrir í kring, átt við trúsystkini, sjái þjáningu hans öðlist fólkið eigin styrk af í sinni þjáningu.  Af þessu getum við séð og sjálf sannfærst um að ákveðin Guðlegur leyndardómur búi að baki þjáningum manna sem þurfi að vinan rétt með.  Slíkt leiðir til góðs.  Er þetta ekki uppörvun?  Vissulega.  „Aftur til Orðsins“- segir á einum stað. 

Páll segist í ríkum mæli taka þátt í þjáningum Krists og segist þiggja frá sjálfum frelsaranum huggun í stórum skömmtum  Hann bendir á annað áhugavert er hann segir að ef fólk taki þátt í hans þjáningu hljóti það líka að vera þátttakendur í trúarvissu sinni sem hann eigi til.  Sjáið ekki hvernig Páll reynir að snúa eigin þjáningu upp í eitthvað lífgefandi og fagurt afl með því sem hann segir sem líklegt sé að nái að fæða fram í honum sjálfum von.  Hér er enga sjálfsvorkunn að heyra né tal um eigin eymd og volæði og „Alltaf ég“- kjaftæðið.  AA- menn hafa fattað þetta og fara því og tala hvora aðra upp.  Og um leið sjálfa sig.

Einnig sjáum við að Páll með orðum sínum vill ekki bæta gráu ofan í svart hvorki hjá sér sjálfum með því sem hann segi né áheyrendum sem heyra á tal hans heldur miklu fremur kemur með líf inn í kringumstæður sem fæst okkar gerum undir sama álagi heldur tölum í eymdartón.  Sem einhverveginn er okkur svo tamt málfar undir slíkum kringumstæðum að því að við vitum ekki hvað þjáning raunverulega sé né hvers vegna við þjáumst.  Höfum ekki ennþá fattað né meðtekið að þjáning er vegna vorrar eigin trúar á hinn krossfesta og upprisna Kristi og komi breytni okkar sjálfs ekkert við.  Páll lýsir þessu oft með þessum hætti hvað sig sjálfan áhræri.  Mikill leyndardómur er því fylgjandi að fylgja Kristi.

En við höfum leiðina í vorri þjáningu.  Leyfum bara Orðinu að tala líf inn í trúarhjartað í stað þess að fylla sjálfa okkur depurð sem svo auðvelt er að gera en til önnur leið sem ekki er í neinni órafjarlægð heldur býr í okkar eigin trúaða hjarta.  Margt fólk á til Orðið í stöflum en nota ekki nema eftir dyntinn og dantinn og sjaldnast þegar virkilega er þörf fyrir þetta sama Orð.  Sem þá hjálpartæki.  Munum!  Vegna hreinnar trúar þjáumst við með Kristi og fyrir Krist.  Páll hefur komist að þessu og talar við fólkið um þetta atriði á fleiri en einum stað.  Þjáningin að sjá er Kristur að nota.  Hún getur því ekki verið neitt nema lykill þó okkur gangi illa að skilja hvaða hurð lykill sá fær opnað.  Samt vinnur Drottinn allt með tilgangi.

 

 

 

 

17 júní 2020

Oft í gegnum tíðina hefur maður heyrt fólk tala um hvernig þetta var í frumkirkjunni. 

Það vill horfa til baka og til verka ágætrar frumkirkju og bera verk hennar saman við það sem verið sé að gera í dag.  Og það sér mun og finnst af þeim sökum að kirkju dagsins hafi hrakað nokkuð frá þeim tíma er hún var stofnuð.  Hverslags kjaftæði er þetta.  Rétt er að margt gætum við eflaust séð og ekki líkað og margt vildum við færa til annarrar áttar.  En með leyfi hvers ætli það væri?  Ekki Guðs.

Hugtakið:  „Fjarlægðin gerir fjöllin blá“- gæti mögulega átt við hér og að sumt sem ég veit um að skeði í fyrndinni tel ég vera betra því sem gerist nú um stundir en gleymi, viljandi, eða hugsa ekki út í, að er bara mitt álit.  Síðan hvenær varð mitt álit heilögur sannleikur?  Hver er ég, að finna að verkum Guðs?  Hvaða Orð mælti Jesús á krossinum?  Þessi:  „Það er fullkomnað.“- Þurfa þau frekari skíringar?  Tel svo ekki vera.

Útilokað er í slíku ljósi og vitneskju að kirkja dagsins sé öðruvísi útlítandi nú um stundir en var í byrjun.  Og segir ekki Orðið að Guð sé hinn sami í gær og í dag og verðu um aldir?  Við höfum þetta allt.  Samt er svo margt sagt.  Og hví?  Lesum Orðið.  Þar leynist svarið.  Og frasaguðfræðin deyr.

Ef við lesum Nýja testamentið sjáum við víða að vandi er við að eiga í þessum fyrstu kristnu söfnuðum og samskonar vandi og við glímum við í okkar eigin söfnuðum.  Þeir rétt eins og við vildu oft fara skemmri leiði að markinu.  Aftur og ítrekað sér Páll þetta gerast og verður á sumum stöðum brugðið, eins og segja má um Móses er hann sá Gullkálfinn meðal fólks síns:

„1Korintubréf 16. 5-7.  Ég mun koma til ykkar er ég hef farið um Makedóníu því að um Makedóníu legg ég leið mína.  Ég staldra ef til vill við hjá ykkur eða dvelst jafnvel vetrarlangt til þess að þið getið búið ferð mína, hvert sem ég þá kann að fara.  Ég vona að Drottinn lofi mér að standa við hjá ykkur nokkra stund og að ég sjái ykkur ekki aðeins rétt í svip.“-  „Og að ég sjái yður ekki aðeins rétt í svip,- endar ritningaversið á og bendir til að á meðal þeirra hafi eitthvað verið sem Páll er ekki par hrifin af og hann því sjálfur viljað að hann kæmi ekki til þeirra alveg strax.  Kannski til að fá ráðrum til að meta rétt aðstæður og hafa eitthvað til að færa söfnuðinum og gera með stillingu og í kærleika til að auka líkur á árangri, söfnuðinum sjálfum til góðs.  Þetta alltént tel ég að vel megi lesa út úr orðum Páls.  Margt annað má einnig finna er Nýja testamentið er lesið sem segir okkur berum orðum að frumkirkjan glímdi við samskonar vanda og við í dag.  Og hvers vegna?  Þá var uppi fólk líkt mér og þér.  Þarf ítarlegra svar? 

Útilokað er að kirkja dagsins hegði sér með öðrum hætti en vilja Guðs segir til um því Drottinn sjálfur er yfir kirkju sinni eins og hann alltaf hefur verið.  Einnig hefur kirkjan á að skipa þjónum sem sinna þar verkum, líkt og verið hefur gegnum alla kirkjusöguna.  Þetta breytist ekki.  Nema Guð breyti sér.  En hver trúir slíku? 

Frá stofndegi hefur Drottins sjálfur verið yfir kirkju sinni.  Og hvað merkja Orðin sem Kristur talaði á krossinum:  „Það er fullkomnað?“- Sjá má að málið sé borðleggjandi.  Orð sín skildi hann eftir handa kynslóðinni sem þá var uppi og til allrar framtíðar og ná til enda þess heimsskipulags sem né er þekkt.  Jesús gerir alla hluti nýja er hann kemur en ekki ég.  Eins og þitt er mitt verk einnig að vera trúuð manneskja í verki. 

Kæru vinir!  Við þurfum ekki að bera kvíðboga í hjarta fyrir kirkjunni og bara treysta Jesús Kristi sem segist vel fyrir sjá.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

16 júní 2020

Hvað það er helst sem fólk sem trúir sér við trúna hefur maður ekki alveg í hendi en gæti samt getið sér til og nefnt nokkur atriði sem geta ekki neitt annað heldur en vegið þungt er kæmi að slíkum pælingum.  Sem þó er ekki fyrirfram öruggt að gerist.  Sumt nefnilega vill verða eftir hjá okkur eins og hvert annað vanaverk.  Samt hygg ég að er kemur að pælingunni um trú á upprisinn Jesús Krist hljóti menn að staldra við allavega eitt atriði sem upprisa Jesús Krists sjálfs frá dauðum.  Og hvað þegn í heiminum hefur ekki heyyrt um upprisunni?  Hvernig á eftir sem hann tekur við henni?  . 

Páll postuli kemur inn í það mál með snilldarlegum hætti.  Skoðum orðin:

„1Korintubréf. 15.  29-33.  Til hvers eru menn annars að láta skírast fyrir hina dánu? Ef dauðir rísa alls ekki upp, hvers vegna láta menn þá skíra sig fyrir þá?  Hví skyldi ég vera að leggja mig í lífshættu hverja stund?  Svo sannarlega sem ég má miklast af ykkur í Kristi Jesú, Drottni vorum:  Dauðinn vofir yfir mér hvern dag.  Hafi ég eingöngu að hætti manna barist við villidýr í Efesus, hvaða gagn hefði ég þá af því? Ef dauðir rísa ekki upp, etum þá og drekkum, því að á morgun deyjum við!  Villist ekki. Vondur félagsskapur spillir góðum siðum.“-

Hér er fast kveðið og ákveðið tekið til orða og spurningum varpað fram sem öllum er hollt að staldra við og velta meira fyrir sér.  Já!  Af hverju erum við að standa í þessu öllu saman og gerum vegna trúar vorar henni til varnar og sóknar og viðhalds og það allt saman ef ekkert hvort eð er væri á bak við hana nema okkar eigin sannfæring?  Til hvers væri það, vitandi um að allt þetta hvort eð er dæi þá með okkur er við sjálf förum undir moldinni.  Trúin getur ekki verið bara þetta heldur svo miklu meira?  Slík pæling stenst engan veginn?

Sjá menn ekki að allt sem gert væri í trú væri þá geggjun sé ekkert til nema það eitt sem er sýnilegt berum augum fólks, og við, eins og Páll segir á öðrum stað í sama kafla, þá aumkunarverðastir allra manna á allri jörðinni sem trúum og boðum öðrum að Kristur sé upprisinn og lifi í dag í Guðlegri dýrð á himnum.  Ef engin upprisa er til segir Orðið sjálft að þá sé Kristur ekki heldur upprisinn.  Liggur ekki ljóst fyrir að úr því að menn þola allt sem þeir þola væri allt sem þeir gera og standa fyrir algerlega til einskis unnið?  Sumir yfirgefa trú sína og flestir vegna mannlegs veikleika en segir ekkert til um það hvað trú sé.  Trúin er og verður áfram lífið sjálft. 

Guði sé lof fyrir að svo sé og að fyrir upprisunni séu til staðfestar heimildir fjöldi votta úr hópi lærisveina Krists sem horfðu á hann sínum eigin augum hverfa frá þeim til himins og taka sæti sitt við hægri hönd Föðurins og setja á fót kirkjuna sem enn er starfrækt og enn blómleg og lífleg og enn að boða fólki trú sem gefur af sér upprisukraftinn þann sama sem Kristur hefur.  Já og við tökum undir með Páli er hann segir að vondur félagsskapur spilli góðum siðum. 

Allur ávinningur er af að þjóna áfram lifandi Drottni.  Og til að árétta þetta við sig sjálfan er gott að minna sig á að fjöldi votta varð vitni að úr lærisveinahópi Drottins er hann steig upp til himins.  Að lærisveinarnir einir hafi séð þessa stórfenglegu sjón skilur maður betur í því ljósi að fólk þarf að eiga til trú í hjarta sínu til að upplifa kraft Drottins á eigin skinni.  Vantrúnni er meinaður aðgangur að þessu en hinum trúuðu hins vegar ætlað verkefnið að boða trú, fræða um trú, benda mönnum á upprisukraftinn sem býr innra með öllum sem Drottinn hefur tekið að sér.  Páll sá allskonar í söfnuðunum og við vitum að allt sem hann sá er enn til staðar í þeim og því áfram full þörf á að fræða og árétta og áminna og allt hitt sem þarf til að trúin ekki veiklist heldur fái rétta næringu til að vaxa rétt.

 

 

 

 

30 maí 2020

Mikilvægt er að eiga rétta vini.  En hvenær á maður rétta vini og hvað er að eiga „rétta vini“?  Trúaður maður sem frekar vill vera heimsins megin í lífinu og tekur heimsins menn fram yfir trúaða menn og setur í sinn vinahóp getur ekki verið réttu megin í þessu né heldur skilur rétt boðskapinn sem hvetur menn og konur til aðskilnaðar.  Hann hefur enn ekki skilið hvað gjöfin sem hann fékk og opinberaðist honum í endurfæðingunni hvað allt þetta merki fyrir sig.  Áttar sig enn ekki á að hann er ekki lengur í heiminum, þó tekin sé af heiminum.  Sér ekki muninn á þessu. 

Biblían, Nýja testamentið, segir að nýtt hafi orðið til er Kristur mætti manneskju og gaf heimild til að vera með sér í ríki sínu.   

Kall Guðs kom með endurfæðingunni og boð um að ganga inn til hvíldar Drottins og setjast við uppdekkað borð hans hlaðið dýrindis krásum.  Allt þetta kom með gjöfinni sem við oft segjum um að sé endurfæðingin sem og segir við viðkomandi að dauðinn verði ekki hans hlutskipti framar heldur hið eilífa líf á staðnum sem Jesús fór sjálfur til eftir upprisuna frá dauðum og uppstigninguna til himins.  Allt þetta opnast fyrir manneskju við endurfæðinguna.  Þess vegna líka segir ritningin þessi Orð:  Sjá, hið gamla er horfið, nýtt er orðið til.  Þú ert breytt manneskja sem tilheyrir núna öðru ríki en áður var og þarft að hegða þér samkvæmt því.  Þetta vill segja að vinhópurinn muni breytast og eftirleiðis samanstanda af mest trúuðu fólki, af augljósri ástæðu.  Núna nefnilega ertu þú trúuð manneskja en ekki lengur vantrúuð manneskja.  Í einu ritningaversi segir:  „Hvaða samfélag á ljós við myrkur?“-

Að vinahópurinn taki breytingum eftir gjöf Heilags Anda er því rökrétt framhald þess sem skeð hefur.  Málið er ekki flókið og frekar einfalt og hreint skír vilji Jesús um að vinahópurinn taki breytingum til að árvekni mín og þín sem trúuðum einstaklingum haldist í þeim farvegi sem trúnni er ætlað að vera í.  Hvað menn á eftir geri er algerlega þeirra val og mál og á þeirra valdi einna. 

Finnst mönnum líklegt að manneskja sem enn hangir utan í gamla vinahópnum sem allur er merktur vantrú að hún, stödd þar á meðal og fær skyndilega bænaneyð í hjartað vegna einhvers sem Guð er að minna viðkomandi á, að hún á þessum stað geti beðið fólk á staðnum um að biðja með þér stutta bæn því hún finni knýjandi þörf til að biðja, hvort sem ástæða sé nefnd eða látið hjá líða að gera?  Liggur ekki svar hópsins og viðbrögð fyrir og er ekki ljóst að beiðnin um bæn, stuðningsbæn, verði neitt nema virt að vettugi og veki í versta falli upp hneyksli í hópnum?  Ekki verra fólk en af öðrum anda.  Og þar skilur á milli.  Skoðum Orð Páls postula:

„Rómverjabréfið. 15.  30-33.  Ég heiti á ykkur, systkin, vegna Drottins vors Jesú Krists og kærleiksanda hans, að hjálpa mér í stríði mínu með því að biðja fyrir mér til Guðs að hann bjargi mér frá þeim mönnum í Júdeu sem neita að trúa og hjálpin, sem ég fer með til Jerúsalem handa hinum heilögu þar, verði vel þegin.  Þá get ég komið til ykkar með fögnuði og ef Guð lofar notið góðrar hvíldar með ykkur.  Guð friðarins sé með yður öllum. Amen.“-

Við sjáum að Páll hefur fengið upp í háls af viðbrögðum vantrúarinnar í kringum sig og sýnir með skírum hætti að trú og vantrú geti ekki gengið saman né fundið neinn sameiginlegan flött sem vinna má útfrá og að það hljóti að koma að uppstokkun og menn að hafa í kringum sig trúað fólk sem sinn kjarnahóp.  Fráleitt samt gallalaust fyrirkomulag en fólk sem tilbúið væri að biðja með þér og leita Guðs með þér og vera þér samstíga að þessu leiti.  Munur er á.  Er það ekki skír vilji Guðs og kennir ekki Biblían að betri sé vilji Guðs fyrir mitt líf?  Og er ekki skír vilji Drottins að við eigum samfélag hvort við annað?  Skil ég kannski málið ekki rétt?

 

 

 

 

29 maí 2020

Allskonar er í gangi á meðal okkar mannanna og við að halda allskonar fram um eitt og annað sem auðveldlega má komast að hvort standist Orð Guðs.  Við þurfum réttan skilning.  Ekki eigið álit, sem nóg er til af.  En af því að þetta er ekki alltaf staðan fara af stað allskonar sögur, afleitar oft, sem bæði halla sannleika og gera mönnum erfitt um vik að komast að hinu sanna.  Og það heftir frelsi fólks:

„Rómverjabréfið.  14.  5-7.  Einn gerir mun á dögum, annar metur alla daga jafna. Hver og einn fylgi sannfæringu sinni.  Sá sem þykist verða að taka tillit til þess hvaða dagur er gerir svo vegna Drottins.  Og sá sem neytir kjöts gerir það vegna Drottins því að hann gerir Guði þakkir. Hinn sem lætur óneytt gerir svo vegna Drottins og færir Guði þakkir.  Því að enginn okkar lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.“-

Hér sjáum við þetta og eru Orð sem Nýja testamentið inniheldur til að við skulum átta okkur á að sumt sem við gerum getur ekki verið lifnaður sem stangist á við vilja Guðs.  Við sjáum að Drottinn gerir engar athugasemdir við hvað við etum né hvað við drekkum.  Hann færir valið alfarið yfir á okkar herðar.  Við sjáum einnig að sumt fólk vil fara varlega.  Of varlega.  Af því líklega að vera ekki vel að sér sjálft hvað Nýja testamentið sé að segja um eitt og annað einu og öðru tengt.  Allt eru þetta atriði sem menn geta fengið á hreint hvernig skuli útfærð og kynnt sér betur með Guðs hjálp hvað blessað Orðið vilji.  Þarna tel ég að „frasaguðfræðinni“ hafi tekist að vinna spellvirki á trú fólks í gegnum tíðina með því til að mynd að halda á lofti sumu sem Nýja testamentið gerir engar athugasemdir við.  Gleggsta svarið inn í vilja Orðsins er:

„Postulasagan.  10.  9-16.  Daginn eftir, er þeir voru á leiðinni og nálguðust bæinn, gekk Pétur upp á húsþakið um hádegi til að biðjast fyrir.  Kenndi hann þá hungurs og vildi matast.  En meðan verið var að matreiða fékk hann vitrun.  Hann sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki.  Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum.  Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins.  Og honum barst rödd:  „Slátra nú, Pétur, og et!“  Pétur sagði:  „Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint.“  Aftur barst honum rödd:  „Eigi skalt þú kalla það vanheilagt sem Guð hefur lýst hreint!“ Þetta gerðist þrem sinnum og jafnskjótt var hluturinn upp numinn til himins.“- Svarið er borðleggjandi og komið á tæru silfurfati.  Trúin gerir ráð fyrir að við tökum við og á eftir þökkum lifandi Guði.  Matur gerir okkur ekki viðskilja við Krist.  Að þakka ekki gæti það.

Orðin „Að neyta“- ná ekki bara yfir eitthvað eitt heldur margt og einnig til tónlistar og margs annars sem flokkast undir orðin „Að neyta.“  Ef ég má borða hvað sem ég sjálfur vill og velja fæðuna upp á eigin spýtur sem ég set ofan í mig, með fyllsta leyfi frá sjálfum Drottni, að hví skildi þetta þá ekki ná til fleiri þátta sem flokka má undir orðin „Að neyta?“- Er ekki neysla margt?  Jú og hún teygir sig til tónlistar sem maður hefur haft gaman af?  En þetta er víst rangt.  Segir alltént „frasaguðfræðin.“  Kjaftæði.

Þarna hefur „frasaguðfræðinni“ tekist að vinna spellvirki á trúarlífi fólks með frösum sem fyrst og fremst heftir frelsi fólks í sinni trú.  Eftir stendur:  „Ég má ekki.  Ég skal ekki.  Á þessu tek ég ekki.  Orðið segir að ekkert megi ná tökum á mér annað en Kristur, og er ekki sama. 

Hvaðan er „frasaguðfræði?“- Frá líklega fólki, safnaðarhirðum, með löngun til að hafa stjórn á söfnuði sínum án þess að átta sig á að með verkinu verði til sértrúarsöfnuður.  Ég og þú megum hlusta á Bítlanna höfum við sjálfir löngun til og einnig sleppa.  Þó þú hlustir ekki á Lindina, eins og ég geri, er það engin mælikvarði á trú.  En vertu vel að þér í Orði Guðs.

 

 

 

 

28 maí 2020

Embætti forseta Íslands hefur verið til frá því að lýðveldið á Íslandi varð til 17 júní 1944.  Fyrsti forseti Íslands er sem kunnugt er herra Sveinn Björnsson, sem gegndi embættinu frá árinu 1944 til 1952.  Þá tók við herra Ásgeir Ásgeirsson sem sat frá árinu 1952 til ársins 1968 og má segja að hafi fylgt manni öll manns æsku- og unglingsár.  Herra Ásgeir hvarf úr embætti eins og áður segir 1968 er við tók herra Kristján Eldjárn sem um tíma sá um þætti á Ríkissjónvarpinu um fornminjar sem nutu nokkra vinsælda.  Fyrir tíma þáttanna var herra Kristján að mestu óþekktur maður í þessu landi en gerbreyttist með sýningu fornleifaþáttanna í hans umsjá.  Sjálfur horfði maður á þættina.  Á þessum árum er íslenska sjónvarpið enn að slíta barnsskónum og öll innlend myndframleiðsla með sinn áhuga.  Af mest nýjabruminu. 

Herra Kristján Eldjárn hvarf úr embætti Forseta Íslands 1980 er við tók kona að nafni frú Vigdís Finnbogadóttir og fékk bátinn til að rugga nokkuð er í ljós kom hver hafði haft sigurorð af fólkinu sem bauð sig fram ásamt henni og ljóst var að mundi gegna þessu embættis næsta kjörtímabil, hið minnsta.  Þó hygg ég að flestir landsmenn hafi frá fyrsta degi verið sáttir við frú Vigdísi í embætti.  Tala enda kosningar síðastar í lýðræðislöndum.  Hvernig sem móttökur allar voru í byrjun var embættistími frú Vigdísar samt farsæll og vakti víða talsverða athygli.  Og kannski að forsetatími frú Vígdísar hafi fyrst sett litla Ísland á heimskortið og menn þá fyrst vitað af þessu litla landi norður í höfum og að þar lifði fólk sem byggi í alvöru húsum og stundaði landsbúnað og að fiska fisk úr sjó, jafnframt því að versla og stunda verslun og viðskipti.  Í þá daga töldum margir erlendir menn að íslendingar byggju í snjóhúsum.  Það er að segja þeir af þeim sem höfðu vitneskju um að til væri land með nafninu Ísland. 

Hinn knái trommuleikari The Beatles Ringo Starr lét hafa eftir sér í einu blaðaviðtali við sig í upphafi Bítlaæðisins að vissuleg gæti verið gaman fyrir þá, það er Bítlanna, að spila í snjóhúsi, aðspurður um hvort þeir kíktu ekki á okkur einhvern daginn til að halda ekta Bítlatónleika í Íslandi.  Íslendingar áttu það til að tala um það sín á milli hvað þessir útlendingar væru heimskir og klykktu þá gjarnan út með þessum orðum:  „Vita ekki einu sinni hvar Ísland er á heimskortinu“- Gat heimskan verið meiri? 

Kannski að forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur eigi stærri hlut í síðari tíma ferðamennsku til landsins er landið fylltist enda milli af erlendum ferðamönnum en COVID- 19 rak út í byrjun ársins 2020.  Það samt skeði ekki bara á Íslandi heldur lutu önnur lönd sama.  Er alvöru ferðamennska byrjar hér hygg ég að „Puttalingurinn,“- fólk sem ferðaðist um landið með bakpoka og keypti sér í matinn og eldaði sína fæðu á prímus og rétti út hönd er bifreið nálgaðist og fékk far með henni stuttan eða langan vegspöl.  En iss, af þeim var ekkert að hafa.  Sást hann enda ekki inn á vegasjoppum og aldrei á hóteli að panta sér gistingu og eða mat en stundum liggjandi á maganum fyrir utan tjald sitt á berangri með hægri löpp uppreista frá hné með pott undir gasloga að elda sér í svangin, úr dós.  Ekkert var á honum að græða.

Eftir frú Vigdísi Finnbogadóttir sté fram maður að nafni herra Ólafur Ragnar Grímsson sem áður hafði verið áberandi í stjórnmálum og bíður hann sig fram til embættis forseta Íslands og ber sigurorð af öðrum frambjóðendum sem þá var kosið um.  Herra Ólafur Ragnar tekur við Bessastöðum 1996 og gegnir embætti sínu til ársins 2016.  Ætli megi ekki þakka honum að Icesave- samningarnir öðlast ekki gildi árið 2010.  Undir þessa samninga neitaði hann að rita.  Undirskrift sitjandi forseta þarf til að lög teljist gild.  2016 tekur sjötti forseti Íslands við embætti og er það herra Guðni Th. Jóhannsson sem nú bíður sig fram til endurkjörs en hefur fengið mótframboð frá herra Guðmundi Franklín Jónssyni sem efast má um að nái að velta sitjandi forseta úr embætti.  Hefðir í landinu eru ríkar.  Einnig má efast um að þjóðin er á reynir vilji herskáan forseta heldur hann sem frekar virðir hefðir embættisins.  Pæling.

 

 

 

 

27 maí 2020

Drottinn hvetur okkur sem hann hefur að sér tekið til annarskonar breytni og hugsunar en viðgengst í heiminum.  Með þessu vill hann auðkenna sitt fólk til að hann sjálfur blasi við gegnum sína hjörð og verði öllum mönnum sýnilegur af verkum og hegðun sinna manna og kvenna, fyrir þá kærleika og elsku til annarra trúaðra.  Þetta gerir hann því málið fyrir Drottinn er að veiða menn í sín net.  Og að festast í neti lifandi Guðs merkir líf fyrir manneskju sem með þeim hætti flækir sig í netið.  Aftur snýr hann á dauðan ef svo má segja því að net sem grípur bráð deyðir hana, og er netið til þess arna.  Net Drottins hefur ekki þennan tilgangi heldur hinn að bjarga lífi.  Drottin notar oft orð sem menn þekkja og vita um hvað snúist.  Og hver veit ekki að netaveiðar hafi lengi verið stundaðar í veröldinni og eru vel þekkt veiðiaðferð í sjó og vötnum:

„Rómverjabréfið  12. 9-13.  Elskan sé flærðarlaus.  Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða.  Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu.  Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni.  Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni.  Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni. „-

Hér fáum við fram skíran vilja Drottins sem hann vill að við, ég og þú, tileinkum okkur sem hans manneskjur.  Við sjáum að hvatningin til fólks Drottins um að sýna af sér annarskonar breytni en viðgengst og er áberandi í veröldinni hætti til að hið nýja líf í Drottni komi fram.  Við vitum að þar otar oft hver manneskja fram sínum eigin tota og olnbogar sig í gegnum mannhafið í eigin hagsmunaskini og birtist vel til að mynda er menn eiga von á einhverjum þrengingum og hvernig þeir ryðjast inn í matvöruverslanir og fer að hamstra mat og klósetpappír til að koma eigin ár betur fyrir borð.  Sumir eru svo gráðugir á slíkum stundum að fá sér viðbótarfrystikistu til að tryggja eigin hag ennþá betur.  Ekki samt til að geyma í klósetpappírinn.  Þetta getur ekki verið vilji Guðs sem segir við sitt fólk að hann muni vel fyrir sjá og annast það frá einum degi til annars.  Hluti vandans er að trúnni sé áfátt.  Á ekki við um þig. 

Við sjáum einnig að hann veit hvað hann syngur og hvað hann ætlast til með fólk sem hann að sér tekur og um mikilvægi þess að það læri nýja lexíu sem hann sjálfur hefur útbúið og krefur sitt fólk um að lesa og læra af og vera daglega við þessa iðju að nema upp úr Orði Guðs.  Orðið hjá honum er númer eitt.  Lofgjörðin getur ekki skákað Orðinu.  Sýnir mér stað í Orðinu sem staðfestir að svo sé.  Bæði hins vegar tengist messunni.  Samt vegur Orðið þyngra.

Meirihluti trúaðra hygg ég að sé fylgjandi því að dagleg ræktun trúar sé það sem dugi og viðurkennir þörfina fyrir sig sjálft.  Hvernig á eftir sem efndir eru.  Þær hafa verið og verða áfram einstaklingsbundnar og alltaf til fólk sem ræktar heilbrigt samfélag sitt við Guð. 

Með öðrum orðum að þá taka menn trú sína misjafnlega alvarlega og er máski fólkið sem Drottinn talar um að sé hálfvolgt fólk, sem getur ekki verið góð staða fyrir neinn að vera í.  Hálfvolgur er vísbending um að menn geti valið né ákveðið sig hvað þeir vilji og vegna þess að aldrei kemur nein ákvörðun veldur það vissu öryggisleysi í lífi fólks sem ekki fer vel með neitt af því, er til lengri tíma er litið.  Og hver þekkir ekki að hafa verið í slíkri stöðu með sig sjálfan.  Sjálfur þoli ég hana ekki en veit vel að mér verður ekki hlíft við ákvörðuninni. 

Rétt er að ekki taki menn alltaf réttar ákvarðanir.  En er ákvörðun samt komin.  Og hún opnaði leið og leysti upp kyrrstöðu.  Drottinn þráir að sjá líf sinna manna og kvenna breytast og snúast á sveif með sér því hann veit hvert hann stefnir.  Samt er svo margt að í lífi trúaðra.

 

 

 

 

25 maí 2020

Hversu snúið er það ekki að vera kristinn maður búandi við allskonar áreiti frá fólki sem sjálft segist þekkja Krist og ganga veg hans en er máski upptekið við að leggja byrðar á annað trúað fólk með til að mynda því sem það sjálft hefur tekið upp og lítur á sem hina einu sönnu breytni Guði velþóknanlegri og segir öðrum frá sem er óstöðugur í hjarta sínu og ekki alveg viss en vill og þráir að gera „skíran vilja“ Guðs fyrir sig.  Og vegna þess hversu óstöðugur hann er leitar hann frekar til manns en sjálfs Orðsins.  Telur sig fá réttari upplýsingar þar en úr sjálfri Biblíunni.  Það sem hann veit ekki er að upplýsingarnar eru smávegis á skjön við ritninguna sjálfa.  Og mörg okkar vitum að allskonar hefur viðgengist og tekist að smeygja sér inn fyrir sem, til að byrja með líklega, átt við hugsunina, átti að gera gönguna auðveldari fyrir fólk en er samt aldeilis ekki í boði þegar Orðið er annars vegar og ljóst að eina sem gildi sé mjói vegurinn sem einn liggi til lífsins sem og opnaðist á nýjan leik er Kristur gaf upp andann á krossinum og fortjaldið rifnaði í tvennt og þessi vegur blasti við og er enn öllu fólki opin. 

Efesusbréfið. 4.  4-6.  Einn er líkaminn og einn andinn eins og Guð gaf ykkur líka eina von þegar hann kallaði ykkur.  Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.“-

Allt þetta býr á Mjóa veginum sem Jesús er sagður vera á og við sem trúum vitum að eru réttar upplýsingar.  Vilji ég fylgja honum eftir, sem ég vil, held ég mér þar og veit að annað sé ekki í boði fyrir trú manneskju sem hyggst taka trú sína alvarlega og þola bæði súrt og sætt af hennar völdum.  Þrengingar og þjáningar eru í boði en einnig friður og hamingja sem færist manni í fang inn á milli.  Öfgar?  Kannski en samt staðan.  Munum að rétt kennsla er í boði sem ég einn ber ábyrgð á hvort ég leiti til.  Og rétt fræðsla gerir að verkum að ég fer að vilja standa mig með réttum hætti andspænis augliti lifandi Guðs og sé hverjir eru verðir þess að á þá sé hlustað.  Og ég kemst að raun um að fólk, sumt hvert, fer rétt með en samt ekki allt.  Ég þarf að vilja standa mig og vegna þess að ég vil þetta ljæ ég ekki máls á neinu bulli í mín eyru um Guðs vega og hef fulla heimild til og er hvattur af sjálfum Guði til slíkrar breytni g þú einnig.  Og hann fer að sýna mér hverjir séu verðir og að úr nokkuð auðugum garði sé að velja.  Þarna held ég mér og vex með réttum skilningi.  Og trú mín eflist. 

Sem sagt!  Hegðun mín er góð og byggir á Orði Guðs.  Slíkur þegn sem þannig lifir er við engri hrösun hætt en er samt ekki og fyrirfram vinsælasta maðurinn í hópnum en hefur áttað sig á að Guð láti ekki að sér hæða.  Sem hefur sína vigt.  Skoðum Orðið:

Rómverjabréfið. 10.  1-3.  Systkin, það er hjartans ósk mín og bæn til Guðs að þeir megi hólpnir verða.  Það ber ég þeim að þeir eru heitir í trú sinni á Guð en skortir réttan skilning.  Þeir þekkja ekki réttlætið, sem Guð gefur, og reyna því að ávinna sér réttlæti sjálfir.  Því hafa þeir ekki gefið sig á vald réttlætinu frá Guði.“-

Frábært að vera áhugasamur og fús að fara.  Og vissulega þurfum við svona fólk.  Samt er það ekki alveg eins frábært ef það sem menn fást við er framkvæmt með röngum skilningi, eins og maðurinn sem ritar Rómverjabréfið bendir á eftir að hafa séð þetta eigin augum.  Hver önnur en mannesja með sjálf réttan skilning og haldgóða þekkingu á Orði Guðs er fær um að koma auga á vitleysu sem í gangi sé og benda á.  Og hvað er hann raunverulega að segja?  Þetta:  „Krakkar mínir!  Þið eruð ekki að gera þetta rétt“- Maður á borð við Pál postula hefði aldrei dirfst að láta slíkt út úr sér við þessi systkini sín nema af því að vera sönn og ljóst að gera þyrfti á breytingar og eins og Drottinn legði til.  Þetta hefur ekkert breyst.  Trúin sem fyrr krefst daglegs samfélags við lifandi Guð.  Alltaf sama árétting er því í gangi um að halda sér þétt upp við Orð Guðs og hvika hvergi af veginum.  Drottinn sjálfur gefur öllu fólki að skilja Orð sitt rétt fyrir sína trú.  Við þurfum ekki neina „frasaguðfræði“ heldur Biblíuna eina.

 

 

 

 

24 maí 2020

„Rómverjabréfið. 9. 1-5.  Ég tala sannleika í Kristi, ég lýg ekki, samviska mín, upplýst af heilögum anda, vitnar það með mér að ég hef mikla hryggð og sífellda kvöl í hjarta mínu og gæti óskað að mér væri sjálfum útskúfað frá Kristi ef það yrði til heilla fyrir bræður mína og ættmenn, Ísraelsmenn. Þeir eiga frumburðarréttinn, dýrðina, sáttmálana, löggjöfina, helgihaldið og fyrirheitin.  Þeirra eru ættfeðurnir og af þeim er Kristur kominn sem maður, hann sem er yfir öllu, Guð, blessaður að eilífu. Amen.“-

Hér mælir Páll og opinberar fyrir okkur að þekkja vel hvað sé að vera með hryggð í hjarta og að hryggð sé tilfinning sem gefi enga vellíðan heldur þvert á móti vanlíðan sem dragi fólk æ meira niður, fái hún dvalarleyfi lengur en eðlilegt má telja.  Hryggð er sem sjá ekki góð, segjum það, og getur ekki verið annað en þreytandi og lýjandi vari hún lengi. 

Hvergi í ritningarversunum né í orðum Páls heyrum við eitt orð um að Satan sé valdur að hryggð Páls né komum auga á hann í því sem hann tjáir sig um og veldur honum sínu angri heldur að dvelji innra með honum sjálfum og sé orðin til þar.  Vandinn þarna er að Páll hefur áhyggjur af einhverju sem er ekki hans að gera og ætti ekki að þurfa að bera neina hryggð vegna af því að ráða engu um hvernig aðrir menn hugsi, tali, geri né bregðist við.  En í textanum má sjá örla á slíkri hugsun hjá vini okkar Páli og greina má í orðum hans um að fólkið eigi öll fyrirheitin frá Guði, og svo framvegis.  Skoðum síðari hluta versanna aftur:

„Rómverjabréfið. 9.  4-5.  Þeir eiga frumburðarréttinn, dýrðina, sáttmálana, löggjöfina, helgihaldið og fyrirheitin.  Þeirra eru ættfeðurnir og af þeim er Kristur kominn sem maður, hann sem er yfir öllu, Guð, blessaður að eilífu.  Amen:“-  „Og þeir gera ekkert með þetta.“- Gæti hann hafa sagt.

Páll sýnir á sér mannlega hlið og máski um leið svolitla meðvirkni.  Hér opinberast maðurinn Páll sem við léttilega getum öll samsamsamað okkur við því engin okkar bregst alltaf rétt við né hefur uppi réttu orðin í hverjum kringumstæðum og höfum margreynt sjálf að bera hryggð í hjarta vegna einhvers í fari annarra en kom hreint ekkert við.  Og er þetta ekki oft með þeim hætti hjá okkur að hryggðin, þyngslin, þungu og leiðu hugsanirnar og allt sem ekki stafar beint gleði af, að rótina að þessi öllu teygir sig í eitthvað sem aðrir eru að gera en sum okkar áttað sig á að er ekki rétt breytni að dettum í annarlegar hugsanir vegna?  Manneskja er óskapleg tilfinningavera. 

„Kærleikur“ segja menn máski.  Öruggt er að hann leynist þarna með hjá Páli án þess þó að byggja á réttum grunni að þessu sinni því að réttur fólks til sjálfstæðra aðgerða er skír, þó við máski hryggjumst af.  En til hvers og af hverju hryggð?  Af eigin vali, minn kæri. 

Hver er mín og eða þín sök?  Engin.  Eina sem okkar ber er að kenna rétta kennslu og feta með þeim hætti í fótspor Páls sem var fremri flestum mönnum er kom að kennslu og útlistunum Orðsins, þó hann sýni af sér mannlega breytni.  Okkur ber að draga sjálf réttar áliktannir af Orði Nýja testamentisins og muna að viðbrögð Páls eru oft einnig viðbrögð okkar í allskonar málum.  Við erum undrandi á að fólk sé ekki betur að sér í málefnum lifandi Krists og gætum, ef við uggum ekki að okkur, orðið út úr hneyksluð vegna Konna sem alltaf er að hlusta á Bítlanna en segist, þykist alltént, vera kristin maður.  Okkur finnst þetta vart stemma.  En hverjum kemur það við hvað Konni geri og hlustar á?  Allir eru sjálfstætt hugsandi verur með vilja til að gera hvað sem hver vill og eru skír skilaboð frá lifandi Guði til mannkyns alls.  Á einmitt svona hugsun örlar hjá Páli í ofanrituðum versum og gerir Biblíuna svo stórkostlega.  Hún leitast við að hafa allar hugsanir með til að við getum sjálf fræðst af og séð okkur sjálf í mörgum þeirra.  Þannig einnig má verjast.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

23 maí 2020

Maður er hold.  Maður er einnig andi.  Holdið vekur synd, nærir synd og hlúir að synd.  Í eðli manns er að syndga og er ekki gamall er birtingarmynd syndar lætur á sér kræla.  Eðlið segir fljótt til sín og sannleikurinn ekki ávallt hið fyrsta sem upp í hugann kemur.  Feluleikurinn byrjar fljótt.  Þetta vita allir menn.

En hvernig fær maður slitið sig frá ósannsögli og því að verja sig með upplognum orðum í stað þess að bara játa verknaðinn og gangast við honum og segja skilið við?  Sumir fara leið ósanninda og halda sig þar því einhverveginn er það svo að frá unga aldri segir ósannsögli til sín og eflist er þeir með þeirri aðferð sluppu burt.  Nú vita þeir hvernig eigi að fara að þessu til að fá frið.  Eitt sem borið er fyrir sig er bág efnahagsstaða en er í grunninn gert af eigingirni.  Til varnar er gripið hvenær sem á þarf að halda.  Öll varnarorð byggjast á lygi og ítrekað gripið til þeirra og hvenær sem á þarf að halda.  Engin iðrun, engin eftirsjá og því ekkert til að breyta.  Birtingarmyndin eru orð sem segja:  „Hjá mér er ekkert að.  Svo þú, gaur, skalt hættu þessu rausi.“-

Úr því að allt hjá sumu fólki er í þessu tvöfalda fínu lagi að hví þá allur þessi flótti samanvið ósönn orð og varnarstaða sem uppi er?  Sé allt í lag að undan hverju er fólk þá að flýja?  Stemmir ekki.  Einhverstaðar er eitthvað sem gekk úr skaftinu.  Og menn þegja, segja engum neitt og vita ekki að veggirnir hafi eyru.  Skyndilega er allt verkið orðið opinbert og hellingur af bendandi fingrum farnir á loft:  „Þú, af öllum mönnum“- er sagt.  Nú segir hver sitt um það sem skeði.  Flóttadýrið er sótt heim af lögreglu og farið með það heiman frá sér í handjárnum og það leitt inn í bíl lögreglu.  Framundan eru yfirheyrslur og á eftir réttarsalurinn.  Dómsuppkvaðning kemur, svona eða hinsegin útlítandi.  Allt sem fór leynt og átti að þegja um komst loks á allra vitorð.  Þegar hér er komið er ekkert til sem heitir flóttadýr né möguleiki á flótta heldur er manneskju stillt upp og látin horfa á allt sem fram fer og heyra allt sem sagt er. 

Aflið sem sótti téð flóttadýr heim til sín teygir anga sína inn í dómskerfið sem sumir segja um að sýkni hina ríku en sakfelli manneskju sem bara stal einni karamellu.  Þessu virðast sumir trúa en stenst vitaskuld enga nánari skoðun.  Líkt og margt annað einnig gerir.  Vondi kallinn er ekki dómskerfið. 

„Rómverjabréfið. 8. 5-8.  Þau sem stjórnast af eigin hag hafa hugann við það sem hann krefst. En þau sem stjórnast af anda Guðs hafa hugann við það sem hann vill.  Sjálfshyggjan er dauði en hyggja andans líf og friður.  Sjálfshyggjan er fjandsamleg Guði og lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.  Þau sem lúta eigin hag geta ekki þóknast Guði.  En þið eruð ekki á hennar valdi heldur andans sem í ykkur býr.  En sá sem hefur ekki anda Krists er ekki hans.“-

Hér er komið að lausninni frá öllu þessu sem ofar er getið.  Lausn er til fyrir lygarann, lausn til fyrir flóttadýrið sem vill ekki horfast í augu við staðreyndir hvað sig sjálfan áhrærir, lausn frá endalausum afsökunum og sjálfsréttingu allra verka þó lífið segi hið gagnstæða við fólk sem sér og skynjar allt aðra sögu.  Samt heggur hinn áfram í sama knérunn.  Enn er ekkert að.  Orðin tala til trúaðra og árétta um að þeir sem trúi og búi yfir trú verði að hætta verkum syndar og treysta hinum krossfesta og upprisna Kristi um að skaffa allt sem fólk þarfnist.  Og menn byrja að eignast þolinmæði og í þolinmæðinni fer trú og traust að vaxa.  Í framhaldinu sjá menn að nægtir eru þeirra hlutskipti af því einu að hafa loks byrjað að lifa trú sína í trausti til upprisins Jesús og loforða hans.  Og nú loks gat Drottinn látið blessunina rigna yfir fólk sitt.  Lifðu trú þína og velvilji Drottins helst við þitt líf.  Nú veit ég að blessunin býr ekki bara í flotta húsinu né öðrum hégómlegum hugsunum heldur nægjusemi.  En hver hlustar á slík ráð?  Allavega ekki hann sem trúi en hefur ekki enn séð.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

22 maí 2020

Margt er það sem okkur gengur erfiðlega að skilja.  Þetta vekur okkur sumum þörfina á að kafa til botns í málum í þeirri fullvissu að það færi okkur heim fleiri svör og einhver svör.  Allt snýst þetta um að fá svar.  Engin sem býst við svari sest bara og fer með sjálfan sig út í aðra sálma heldur gerir verk sem svalar lærdómsþörfinni sem býr í öllu fólki en er misjafnt hve virk sé.  Staðirnir sem koma til greina eru misjafnir og fara eftir hverskonar pæling sé í gangi.  Allar manneskjur munu fá þörf til að vita meira.  Og allir fá svar sem leita:

„Rómverjabréfið. 7. 18-22.  Ég veit að ekki býr neitt gott í mér, það er í spilltu eðli mínu.  Að vilja veitist mér auðvelt en mig skortir alla getu til góðs.  Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég.  En ef ég geri það sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur sem framkvæmi það heldur syndin sem í mér býr.  Þannig reynist mér það sem regla að þótt ég vilji gera hið góða er hið illa mér tamast.  Í hjarta mínu hef ég mætur á lögmáli Guðs en ég sé annað lögmál í limum mínum og það stríðir gegn lögmáli hugar míns, hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.“-

Veit ekki hvað mönnum kann að finnast um ofanrituð skrif og reikna með að einhverjum finnist textinn tyrfin og að sumu fólki gangi erfiðlega að ráða í hvað hann eiginlega sé að segja.  Og má alveg taka undir slíkt sjónarmið.  Allt svolítið á tvist og bast.  Og er ég áreiðanlega ekki einn á báti hvað slíkt sjónarmið varðar.

En hvers vegna er þetta orðað með þessum hætti en ekki skrifað skírar að merkingin komist betur til skila og menn eftir kennsluna séu með hana á hreinu?  Allt fólk sem tjáir hug sinn í bókstöfum reynir að vanda skrif sín sem mest til að auka líkurnar á að vinna þess skili sér eins og henni er ætlað? 

Ekki veit ég alltaf hvers vegna verk eru gerð með þessum hætti en ekki hinum en þó að eins og orðin eru sett fram í ritningaversinu að slík framsetning sé heimil.  Ekki gleyma þessu.

Munum einnig að Orð Guðs er viss leyndardómur sem vill fanga hjarta manneskju og er ein leið hans til að fá hana til að staldra lengur við Orðið í hvert sinn.  Orðið vill alltaf draga hring utan um einstakling?  Hvað gerist við það?  Jú, þá hefur Drottinn náð athygli hans gegnum orðalag sitt og sett á þann stað að möguleiki sé á frekari kennslu.  Og betri þekking á lifandi Guði sett fram til að maður fái skilið á þeim hraða sem hann getur meðtekið á og verði af betur tengdur við lifandi Guð.  Góður skilningur er viss tenging við Drottinn.  Og að tengjast lifandi Guði er markmið hins kristna.  Ekki satt?  Ég þekki engan alltént sem segist þekkja Guð sem ekki vill tengjast Jesús betur.

Í allskonar tengt Biblíunni sjáum við viss klókindi Drottins sem alla daga fæst við fólk.  Já, menn eins og mig og þig sem hann hefur fengið að halda við áhuganum í og sem vilja vita meira en gengur stundum verkið klaufalega en veit að með trúnni og eljunni megi breyta þessu. 

Og margt vinnst.  Þolinmæði byggist upp sem að endingu fer með okkur á stað þar sem öll uppgjöf sé beinlínis útilokuð.  Já, hægt er að loka á alla uppgjöf en er ekki fyrirhafnarlaust verk né bíður upp á að hjakkað sé í sama fari.  Af slíkri fullvissu lokast og á margan hégómann og augun fara oftar að beinast að því sem meira máli skiptir.  Sem er hvað?  Að eiga til góðan og gagnlegan skilningi á hugsun Drottins og öllu því sem hann vill að ég viti um og tileinki mér.  Og skilningurinn kom.  En í litlum bitum og af því að stunda Orðið, lesa Orðið og að sjá akkinn sjálfur í að lesa.  Og Orðið verður fyrir mér ljóslifandi og ég hef fattað meira.  Þó að margt sé áfram tyrfið.  Svona er Guð.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

21 maí 2020

Mikilvægt er að vita hverjum við tilheyrum og einnig undir hvaða afli og sáttmála við lifum og treystum.  Sjálfkrafa erum við, þetta heiðna fólk, undir afli syndar og tilheyrum því ekki Lögmáli því sem Móses kom með til fólksins síns, Gyðinganna, ritað á tvær steintöflur.  „Þú mátt ekki, þú skalt ekki.  Þarna brastu og ert orðin sekur við öllum tíu ákvæði Lögmálsins“- sagði lögmálið við fólk sem Móses kom með af fjallinu.  Á meðan fundurinn stóð spurðist ekkert til Móses og fólk farið að örvænta um hvað orðið hefði af honum. 

Afleiðingarnar af fjarveru Móses olli með tímanum nokkrum glundroða í búðum Gyðinga sem upp kemur á einum stað biðtímans.  Og þá varð til þessi „Gullkálfur“ sem fólkið fékk Aron, bróðir Móses, til að gera með sér.  Gullkálfurinn er steypt líkneski með það hlutverk að vera guð sem leiddi Gyðinganna.  Hvernig og hvert?  Ekki spyrja mig.

Þó að Gullkálfurinn væri viðurstyggð í augum Guðs og gerði Móses ofsareiðan er hann varð þess áskynja hvað skeð hefði var svona kálfur samt engum í búðunum nein furðusmíð né framandi verk því þjóðirnar í kring höfðu hver hjá sér ótal guði og gerðu af þeim ótal myndir, líknenski, sem það á eftir féll fram fyrir og tilbað og dýrkaði og sagði um að leiddi sig og gefi sér speki og ráð eftir að hafa leitað til líkneskisins.  Gullkálfur Gyðinga var bara einn af þessum guðum sem í gangi voru á þeim tíma.  Og hver er guð dagsins?  Sjálfið og það er ekki betra hinum.  Kristur er nýr sáttmáli sem gerir ráð fyrir öllu fólki hjá sér og hvar sem er í heiminum.  Hann er því vort bjargræði.  En hver leitar klettsins Krists? 

Áður en við skellum upp úr af öllum þessum barnaskap og barnalegu hugsun þessa fólks megum við vel vita að við gerum sama í dag.  Munurinn er að við byggjum alla okkar von og framtíð á fjárhagskerfum þeim sem til eru og höfum heldur betur fengið að horfa á fallvalt leik auðsins og kerfanna sem starfrækt eru sem ætlað er það hlutverk að verja okkur og tryggja til framtíðara en áhöld um að séu þessar stoðir og þessar verjur sem við hingað til höfum talið.  Frá 1968 til ársins 2020 hafa þrjár grafalvarlegar efnahagslegar holskeflur hvolfst yfir þjóðina og margar aðrar þjóðir árið 2008, og allar 2020.  1968 hvarf af miðunum síldin sem svo margt hér byggðist á og miðaðist við að yrði áfram en gerðist ekki og engin vissi hvert síldin fór.  Trúið því að á að þeim tíma missir margt fólk móðinn og taldi ekki lengur búandi hér. 

Og hvað með Bankahrunið sem kom einn venjulegan morgun í október 2008 og við sáum um morguninn.  Enginn átti á þessu von.   Samt var allt breytt.  Peningarnir horfnir, sparnaður magra floginn burt úr bankakerfinu og enginn vissi hvert.  Eina sem blasti við var öll þessi ógnvænlega stöðnun hvert sem horft var.  

Og svo það nýjasta, COVID- 19 faraldurinn sem engum grunaði að væri að bresta á en brast samt á og er nú um stundir farið að leika peningakerfi þjóðanna grátt, og það íslenska einnig.  Eina vonin nú er að þessu linni brátt til að hjólin geti aftur farið að snúast og peningakerfi þjóða að virka og skaffa eins og áður var og þau eru gerð til að gera. 

Guðinn Mammón, guð fjármagnsins, er jafn slappur öllum hinum guðunum sem hér hafa verið.  Enda hrein hugverk manna.  Allt á sínum brauðfótum, slappt og aumt.  Enda ekki byggt á neinu föstu.  Áhyggjurnar standa eftir og allt fyllist þeim.  Örvænting er næsta stig.

Nei vinir!  Við hlæjum ekki hátt að barnaskap gömlu þjóðanna sem bjuggu sér til gullkálf verandi sjálf á svipuðum slóðum í dag með kerfi sem allt okkar er byggt á en er mögulega komið nálægt því að missa niður um sig brókina.  Þó svo þurfi ekki að fara er óvissa samt nokkur.  Samt leitum við ekki lifandi Guðs og engin bylgja trúaðra hefur að sjá risið.

 

 

 

 

20 maí 2020

Merkilegt er til þess að hugsa hvernig verkin eru og hvernig sumt sem gerist einhvervegin teygir sig til margra sem á engan hátt ollu en lentu samt í vegna þess að hafa verið fólk „á staðnum,“- megi svo segja.  Í slíkum tilvikum er einskis spurt og heilu hóparnir teknir fyrir og gerðir sekir en þegar upp er staðið aðeins einn einstaklingur olli.  Slíka hugsun má sjá í Biblíunni og væri afskaplega einkennilegt væri hana þar ekki að finna, jafn fyrirferðarmikil og hún nú er.

Verk fólks, oft einstaklings, kannski yfirleitt einstaklings, fara lengra en við reiknuðum með og við, sum hver, urðum skyndilega, að sumra áliti, sekt fólk.  Og hve oft hefur ekki slíkt gerst og fjöldi manns dregnir inn í eitthvað sem þeir vita jafnvel nákvæmlega ekkert um?  Við sjáum birtingarmynd sem allir þekkja en sjáum kannski ekki að stafar í grunninn af veikleika fólks upp til hópa. 

Skoðum Orðið og sáum þessa hugsun þar. 

„Rómverjabréfið. 5. 12-14.  Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni.  Þannig er dauðinn runninn til allra manna því að allir syndguðu þeir.  Víst var syndin í heiminum áður en lögmálið kom til en synd verður ekki metin til sektar ef ekkert er lögmál.  Samt ríkti dauðinn frá Adam til Móse, einnig yfir þeim sem höfðu ekki syndgað á sömu lund og Adam en hann er fyrirmyndan Krists sem koma átti.“-

Hér kemur hún fram þessi einkennilega hugsun og kennsla um það hvernig verkin okkar einhvervegin fá dreifst til stórs hóps fólks og í þessu tilviki til hvers mannsbarns sem kemur í heiminn af synd sem einn maður olli og fjöldi manns tók af afleiðingarnar.  Sanngjarnt?  Ég spyr þig.  Synd og verk syndar býr engum til neitt sérlega notalegt og þægilegt umhverfi.  Í slíku umhverfi er stutt í hugsanir sem tilbúnar eru til að ryðjast fram og að draga marga inn í atburðarrás sem í grunnin verða á sinn hátt ábyrgir fyrir vanlíðan margra einstaklinga.  Er ekki svolítið sannleikskorn sagt hér og væri svo erfitt fyrir menn að jánka slíkri fullyrðingu?  Tel ekki svo vera.  Við þurfum Krist. 

Er svona lagað sanngjarnt að, segjum, einn og ein líði fyrir verk annarrar manneskja sem hún þekkir lítt og ekki og eða í mesta lagi af afspurn?  Hér sjáum við hreint alls ekkert réttlæti og bara skíra vísbendingu um alvarleika syndar sem skekkti allt og gerði með því að sýkja huga og hjarta mannkyns, einkum huga hans, sem eftirleiðis gerir illa og máski engan greinarmun á réttu og röngu, og réttlætir allt sitt.  Og eru ekki verstu illmenni sögunar oft útbrunnir kristnir menn sem ekki gættu stöðu sinnar, var vikið frá og fylltu sig illsku?

„Rómverjabréfið 3.  21-24.  En nú hefur Guð opinberað réttlæti sitt sem lögmálið og spámennirnir vitna um og byggist ekki á lögmáli.  Það er: Réttlæti trúarinnar sem Guð gefur öllum þeim sem trúa á Jesú Krist.  Hér er enginn greinarmunur:  Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og Guð réttlætir þá, án þess nokkur verðskuldi það, af náð með endurlausn sinni í Kristi Jesú.“-

Hér sjáum við leiðina frá allskonar verkum sem ekkert hafa haft nema illt í för með sér og sem ítrekað hefur dregið hóp saklauss fólks að máli sem fátt og ekkert vissi um aðstæður og hingað til lifað einföldu lífi með ærlegum hætti.  Hér sjáum við ekki mikið réttlæti.  Samt er til réttlæti Guðs.  En það er ekki mannaverk heldur hugsun Guðs sem skóp og gerði, Já, fyrsta manninn sem féll í synd, og einnig hinn manninn sem bar burt synd heimsins og við vitum að heitir Jesús.  Bjargræðið er til en okkar ábyrgðin að taka við því og gangast undir það og játa með munni okkar að sé þarna.  Nafnið er Jesús og þú hefur heyrt þetta nafn. 

 

 

 

 

19 maí 2020

Trú fólks eykst af hlýðni manna við vilja Guðs.  Vilji Guðs er gríðarlegt afl eitt og sér sem ekkert stenst og er með í að hertaka hverja hugsun til hlýðni við Guð?  Orðið er sett fram til að vera áþreifanlegt að sínu leiti í lífi hverrar manneskju sem trúir.  En er Orð Guðs þetta áþreifanlega afl sem við getum snert og fundið í hendi okkar og í hjartanu?  Á sinn hátt já gerist það og skeður gegnum trú manns.  Það er af henni sem ég finn þetta afl í trúarlífi mínu og veit að gildir ekki bara um mig heldur allt fólk sem á til sömu trú og ég. 

En hví finn ég þá svo sjaldan fyrir öflugri trú en heyri þó ótal sögur af trú annarra sem segjast eiga hana lifandi sem ég fæ ekki séð að búi í mér?  Í hverju liggur munurinn?  Þessu er erfitt að svara en má samt þó maður finni ekki svo mjög fyrir trú sinni er það engin augljós merki um litla trú fólks.  Trúin er virk og um leið öflug.  Skert sjálfsmynd veldur sinni blindu.  Ætli hún sé ekki rétta svarið?

Þó erfitt geti reynst að svar svona spurningu er ljóst að um mismun sé ekki að ræða með það til hliðsjónar að Guð fari ekki í manngreinarálit.  Svarið gæti og verið að misjafnt sé hversu ötulir menn séu í að rækta trú sína.  Það er af verkum sem kemur ávöxtur og talar Orðið sjálft á þennan veg.  Að trúa Jesús er gilt verk hjá Drottni:

„Rómverjabréfið.  4.  13-15.  Það var ekki vegna hlýðni við lögmálið að Abraham og niðjar hans fengu fyrirheitið um að erfa heiminn heldur vegna þeirrar trúar sem réttlætir.  Ef erfingjar hans eru þeir einir sem lögmálið halda er sú trú gerð að engu og fyrirheitið verður marklaust.  Því lögmálið vekur reiði en þar sem ekkert lögmál er þar eru ekki heldur lögmálsbrot.“-

Við sjáum hverju við eigum á hlýða og hvað fæðir af sér kærleika til fólks í verki.  Bent er á í ritningaversunum ofar að Lögmálið sem Móses gaf lýðnum, eftir að hafa fengið það á fjallinu standandi augliti til auglitis við Guð, færði hann fólkinu öll Orðin sem þeim fór á milli rituð á tvær steintöflur. 

Lögmálið samt getur verið margt.  Okkar eigið lögmál er þarna sem gæti reynt að ráðskast með trú hjartans.  Út úr slíku gæti komið „frasaguðfræði“- sem ég tel að hafi gengið of víða og of lengi í ranni safnaða Guðs.  Frasaguðfræði er þeim annmörkum háð að vilja leggja byrðar á fólk sem Guð ætlar engum manni að bera og Orðið hvergi styður né strangt til tekið tekur undir á neinum stað að menn séu undir en frasaguðfræðinni sjálfri einhverveginn tókst að smeygja sínu að og fólkið því miður á sitt band.  Orð Guðs bíður frelsi en menn leggja á kvaðir máski til að fá betur stjórnað sínum söfnuði og auka líkurnar á að gangi í takt við forstöðuna.  Frasaguðfræði getur verið kvaðir safnaðarmeðlima um hársídd manna og kvenna í söfnuði, klæðnað fólks á samkomum og annað álíka bull sem kemur trú fólks hreinlega ekkert við en sumir söfnuðir ganga, gengu, fram í og notuðust við.  Allir mega lofa Guð í söfnuði bæði stutthærðir og síðhærðir og vera eins klæddir og menn sjálfir kjósa.  Guð sér ekki fötin heldur trúarhjartað sem slær í brjóstinu.  Skítugu gallabuxurnar eru honum engin hindrun í að blessa fólk: 

„Rómverjabréfið. 4.  16.   Því er fyrirheitið bundið við trúna að það er gefið af náð og á að gilda fyrir alla niðja Abrahams, ekki fyrir þá eina sem hafa lögmálið heldur og fyrir þá sem trúa á Guð á sama hátt og hann.“-

Trúin er fyrir alla.  Það merkir að allir geti eignast öfluga trú til jafns við hvern annan sem er og orðið stólpar í ríki Guðs fyrir mátt eigin trúar á lifandi upprisinn Jesús.- Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

18 maí 2020

Mikilvægt er fyrir kennara að tala af góðum skilningi til fólks.  Vandi þeir ekki talsmáta sinn og tali af góðri þekkingu eru þeir að frambera fóður fyrir misskilning.  Og misskilningur er algengari en margur hyggur og af misskilningi fer ýmislegt af stað sem afbakar sumt sem sagt var af því einu að fólkið sem heyrði skilur málflutninginn ekki rétt.  Mestum erfiðleikum er bundið að haga máli sínu með þeim hætti að allir skilji allt sem sagt sé.  Kennslan krefst vandaðra vinnubragða.  Þau eru lykill, líkt og allt fólk veit sem tekur hlutverkið alvarlega. 

Af uppkomnum misskilningi fær margt sprottið.  Og margt veldur honum.  Eitt er að þegar menn heyra, segjum kennslu af ræðu sem lengi stendur, eins og stundum er, fer ekki hjá því að menn grípi ekki allt sem sagt var né heldur geri með réttum skilningi sumt sem þeir heyrðu.  Maður meðtekur og vinnur úr því sem maður grípur en sumt einhverveginn fór framhjá og máski ómur varð eftir af, sem þá mögulega fóður fyrir misskilning.  Sumir kennarar hvetja áheyrendur til að heyra það sem þeir segi en ekki það sem þeir aldrei sögðu.  Gott ráð.  Og eru vitaskuld að vitna til þess að þeim hafi einhvertímann verið borið á brýn orð sem þeir aldrei töluðu.  Svona getur misskilningurinn farið með fólk.  Hann er viss skandall.  Allir menn eru undir þessari kvöð að verða misskilningi að bráð.  Að hann er þarna með.  Og verður víst áfram.  Tíma tekur að læra. 

Allan lærdóm þarf að melta til ná því út úr honum sem hann er að kenna.  Mest öll úrvinnsla fer fram eftir kennslu og minna á meðan á henni sjálfri stendur.  Þá mögulega vinna menn meira með efnið sem sarpurinn fékk og eftir varð af kennslunni.  Eitt af því sem góður kennari veit er mikilvægi þess að skammta tímann sem hver kennsla skal taka.  Sumir hafa ekki enn náð þessum sannleika og missa af þeim sökum svolítið marks sem kennarar.  Talað er um að hæfilegur fræðslutími sé fjörtíu mínútur.  Menn hafa margsinnis sýnt fram á þetta og gert með allskonar rannsóknum að athygli manna slævist eftir vissan tíma undir ræðu.

Stórmenni Biblíunnar glímdu við misskilning fólks af því sem þeir áttu að hafa sagt rétt eins og við í dag gerum og glímum stundum við:

„Rómverjabréfið. 3. 7-9.  En verði sannleiki Guðs skýrari, honum til dýrðar, við að sýna að ég er lygari, hvers vegna á ég þá að dæmast sem syndari?  Eigum við þá ekki að gera hið illa til þess að hið góða komi fram?  Sumir bera mig þeim óhróðri að ég kenni þetta.  Þeir munu fá verðskuldaðan dóm.“-

Þarna kemur berlega fram að misskilningur hafi hlotist af ræðu Páls sem fór af stað og hann sakaður um að hafa sagt orð sem aldrei voru hans og sem hann telur sig knúinn til að nefna í þessari ræðu sinni til að kveða niður þennan ranga orðróm og draug sem virðist ætla að lifa.  Kannski er orðrómurinn kominn frá manneskju sem heyrði ekki rétt það sem Páll sagði og kannski frá óvini sem vildi ná sér niðri á Páli.  Á þessum tíma voru margir Gyðingar ekki beint hrifnir af slíkri boðun „Kristna flokksins“ og frá þessu sagt á að minnsta kosti einum stað í ritningunum með orðunum að hafi „Allstaðar verið mótmælt.“  Líklegri skíring á sögusögninni er að sá eða sú sem sagði frá hafi ekki heyrt orð Páls rétt á þessari samverstund með honum.  Gerist stundum.  Að kenna það að mönnum beri að gera hið illa til að hið góða komi fram er kennsla útí hött og rúmlega það.  Og hver gerir slíkt?  Þetta er sagan sem samt er borin út um Pál sem hann hér leiðréttir og aftekur fyrir að hafa sagt eitt orð í þá veru. 

Hafa skal í huga að ræðumaður, hversu frábær sem hann er, getur í ræðu sinni sett eitthvað fram sem vel gæti orkað tvímælis.  En hvað ræðumaður ætli sleppi við slík mistök allan sinn ræðumannsferil?  Allt svoleiðis er sérdeilis fínt fóður fyrir misskilning. 

 

 

 

 

17 maí 2020

Allskonar dómar eru felldir af allskonar fólki með í sjálfu sér engin dómararéttindi.  Væri íslenska dómskerfið eins væri það nú ekki merkilegt.  Dómarar lúta lögum og er gert að dæma eftir lagabókstafnum.  Lögin eiga að vera þannig gerð að sem réttlátust dómsniðurstaða fáist í hverju máli fyrir sig.  Lög sem standa undir nafni í ríkjum þurfa því að vera til staðari hjá ríkjum sem kenna sig við réttlæti og vera í stöðugri endurskoðun og er líkleg niðurstaða að sé.  Hið opinber ber að tryggja einstaklingnum réttláta dómsmeðferð en hefur samt ekkert leyfi til að fría manneskju dóms sem brotleg er.  Hvert mál fyrir sig er því metið.  Lögin eru til verndar samfélaginu og til að það haldist áfram réttlátt og samfélagið áfram gott.  Mikill vinna liggur að baki hverju og einu dómsmáli sem hið opinbera fæst við.  Ekkert dómsmál fer af stað nema að undangegnum aðdraganda sem líklegt er að hefjist í ranni lögreglu, sem gerir grunnvinnuna. 

Hið alvarlega í dómsmálum hverskonar er að svo virðist vera, stundum að minnsta kosti, að í málum sem mikil einhliða umræða skapast um að almenningsálitið hafi áhrif á dómsniðurstöðu dómara. 

Hér er ekki verið að fullyrða neitt heldur aðeins benda á að svo virðist vera.  Dæmi um þetta eru mennirnir sem sátu ítrekað í dómsölum með ákærur yfir sér tengdum bankahruninu 2008.  Þar alltént var hvert málið eftir öðru rekið og sömu menn teknir fyrir aftur og ítrekað og yfirheyrðir eftir að nýjar ákærur höfðu verið gefna út á hendur þeim og ætlaði bara ekki að stoppa.  Slíkt getur ekki verið vilji né ætlunin í sönnu réttarríki.  Því læðist að manni sá grunur að álit, umtal og skrif álmennings hafi haft á hrif á málaferli þau.  Við vitum að sumt fólk vildi ná sér niður á þessum mönnum og beita allri mögulegri hörku sem hugsast gat gegnum réttarkerfið.  Allavega voru sömu menn ítrekað teknir fyrir.  Og þetta vitum við að átti sér stað.  Ljóst var að almenningur, margur hver, vildi ekki að þeim yrði sýnd nokkur einasta miskunn og vilja máski ekki enn.  Sem sagt!  Ríkið er réttarríki og dómstólar dæma eftir lagabókstafnum að undangenginni rannsóknarvinnu á því sem skeði og er rétta leiðin og sú logboðna.  Álit almennings má ekki hafa nein áhrif á endanlega niðurstöðu dóma.  Hver einstaklingur í þessu landi hefur rétt.  Við veðrum að hugsa málið með þeim hætti.

Annað gildir hjá mér og þér og hinum almenna manni sem er best lætur fellir þrjá dóma yfir öðrum einstaklingum fyrir hádegi og aðra þrjá dóma eftir hádegi og án þess að átta sig á hvað sé í gangi.  Slíkir dómar hafa ekkert á bak við sig nema orðróm eins og „Veistu hvað ég heyrði“- eða eigin gremju, sem fær okkur til að kveða upp dóma.  Almennri miskunn er áfátt og trúað fólk er í vandræðum með að dæma engan.  Og dæmir.  Svo nálægt er þetta fólki.  

Orð Guðs tekur á málinu.  Til að mynda hér:

„Rómverjabréfið. 2. 1-3.  Því hefur þú, maður, sem dæmir, enga afsökun hver sem þú ert.  Um leið og þú dæmir annan dæmir þú sjálfan þig því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.  Við vitum að Guð dæmir þá með réttu sem slíkt fremja.  Hyggur þú, maður, sem dæmir þá er þvílíkt fremja og gerir sjálfur hið sama, að þú munir umflýja dóm Guðs?“- Hér er þörf lexía sem öllum er gott að lesa og íhuga og læra af.  Að fást til að dæma aðra stafar oft af þeirri hvöt fólks að vilja beina athyglinni frá sér sjálfum eins og einn eitt sinn sagði við mig sem lengi var búin að vera fullur í þessari lotu og vissi á bak við allt hitt að væri fyrir hann stórt vandamál:  „Nei Konni minn!“- Sagði hann: „Við erum ekki þeir verstu.“- Sem er alveg rétt en samt verið að skjóta sér á bak við eitthvað sem betra væri að væri í öðrum og betri farvegi.  Viðbrögð mannsins eru því dæmigerð og skír mynd af eigin réttlætingu um að aðrir séu verri manni sjálfum, sem vel má vera en breytir ekki hinu að sumt í eigin fari þurfi að breytast.  Trúin segir sannleikann.  Ekki um þig við mig heldur mann sjálfan.  Og hvað þarf ég meira?

 

 

 

 

16 maí 2020

COVID- 19 faraldurinn virðist vera í rénun og finnst líklega mörgum vera tími til kominn.  Þeir eru orðnir smá þreyttir áessu.  Ekki þarf svo sem alltaf mikið til að fólk verði þreytt áessu.  Sannleikurinn er að gagnvart svona lögðu höfum við engin ráð og ráðum engu um hvernig fari né hvenær hætti en getum vænst þess að styttra sé í þau bóluefni sem ver og verndar fólk.  Í þetta getum við haldið og megum gera og vita að bólefnið kemur og vonandi fyrr en seinna.  Í fátt annað getum við haldið en getum þetta.  Höldum bara áfram með lífið og að lifa því uppréttar manneskjur og gerum nauðsýnlegar ráðstafanir og höfum handþvott og sprittun (nýyrði?) í hávegum. 

Nú hefur verið slakað nokkuð á og sumt sem var bannað aftur leyft.  Aðgerðirnar voru reyndar svo öflugar að meira og minna allt samfélagið stöðvaðist.  Þekking manna varð mát og náði ekki til þessara atvika sem komin voru upp.  Og þeir standa ráðalausir með þá einu von að vopni að tíminn sem í þetta fari verði ekki allt of langur.  Tíminn einn sker úr í svona málum en ekki endilega hvað við sjálf gerum annað en að sýna af okkur varfærni í daglegu lífi.  Mannkynið stendur andspænis ofurefli sem tíminn einn mun sigra.  Og þetta vitum við.  Að fara að öllu með gát væri því viska í verki.  Að opna barina er ekki næsta brýna verkið.

Þar sem er komið sumar og sól farinn að skína í heiði er ekki einkennilegt þó menn tali um ferðir og ferðalög og velti málum fyrir sér sem tengist þeim.  Spurningar flæða fram til fólksins sem verið hefur í forsvari veirutímans og það spurt spjörunum úr hvernig þetta verði með opnun landamæranna til að ferðamaðurinn geti fari að streyma hér til landsins og skaffa örvæntingarfullum og vansvefta gistihúsa- og hóteleigendum aftur nógar tekjur og svefn til að reksturinn sjálfur standi undir greiðslum þeim svona starfsemi er ætlað og er auðvitað mikilvægt að gerist en erfitt um vik að eiga neitt við um þessar mundir.  Gósentímarnir sem áður voru eru því miður að baki og áhöld um að komi til baka fyrr en í fyrsta lagi seint og síðar meir.  Svo gæti vel farið.  En um það atriði veit engin en allir geta vonað hið besta. 

Sjálfsagt er að vera með aðgerðir og uppi varnaráætlun sem taki á málum ferðamannsins.  En hver segir að erlendi ferðamaðurinn bíði tilbúinn við dyr flugvallarbygginga í sínu heimalandi með farseðilinn kláran í annarri hendi sinni og vegabréfið í hinni eftir því að landamæri Íslands eða annarra landa opnist?  Hver segir að svo sé í stakkinn búið og hví eru menn svo vissir um að mikill áhugi sé hjá fólki að leggjast aftur í ferðalög til að skoða Gullfoss og Geysi og aka með rútu Gullhringinn eða fara á aðra útroðna staði landsins standandi mitt í moldarflagi á íslenskir grund og heyra eina ferðina enn að það þurfi að gera átak íessu? 

Þó landið verði opnað, sem gerist fyrr en seinna, er næsta víst að veiran verði enn til staðar og varnir sem fyrir engar til gegn henni.  Og hver ætli nennti undir svona löguðu að koma hingað til lands sem ferðamaður og hafa áður útvegað sér vottorð heilsugæslustofnunnar í sínu landi sem sannaði að viðkomandi bæri ekki í sér veiruna, eða að öðrum kosta láta taka úr sér sýni eftir að hingað kæmi sem gæti leitt til sóttkvíar í tvær vikur, kæmi fram að ekki væri allt með felldu hjá einstaklingnum.  Og kostar ekki hver svona sýnataka um fimmtíu þúsund kall á mann og ætlast einhver til að menn trúi að sá sem sýnatöku fær að viðkomandi verði ekki sjálfur að greiða fyrir viðvikið?  Kannski ekki fimmtíu þúsund kall en örugglega hluta kostnaðarins, kannski tíu þúsund kall. 

Fáir tel ég að væru til í svona lagað og að flestir muni bíða þangað til mál skírast betur.  Fyrr en nothæft bólefni kemur fram verður allur varin áfram hafður á með leiðindahöftum, þó óhætt sé að gera nokkrar tilsakanir og auka við þær eftir því sem faraldurinn fjarar betur út.  Tíminn vinnur sitt verk.  En í Guðanna bænum förum varlega og höldum áfram með lífið.  Það nefnilega fór ekkert.  Og munum!  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

23 apríl 2020

Sannleikurinn er að ófriður getur ríkt um allt og að ekkert sleppur við ófrið.  Allir og allt glímir annað veifið við vágestinn „Ófrið“ þann óboðna gest?  Kannski var honum boðið.  Erfitt að reikna sumt út en vitað að tíma tekur að hrekja aftur útfyrir. 

Eftir að ófriður er hættir kemst inn fyrir dyrnar friður sem allir vildu frekar hafa hjá sér, hlúa að og annast um.  Friður gildi því.  Og friður kemur.  Um tíma, að minnsta kosti.  Eða uns aftur kemur eitthvað upp sem óróa veki.  Sagan endurtekur sig.  Er hún eintóm hringrás og kaflaskipt en áfram með svipaðri uppbyggingu og oftast nær teygir rætur sínar til óánægju fólks sem finnst sér misboðið af þessu og hinu og tekur að endingu til sinna ráða.  Og sami grautur borinn fram.

Margt samt vinnst á friðartímum.  Menn fá næði til að gera það sem ætlast er til af þeim.  Og þeir sinna verkum í næði og starfa í skjóli öryggis sem ekki gilti á meðan ofurálag ríkti og ofbeldið stóð við hvers manns dyr.  Stundum er þetta svona.

Oft er ófriður af völdum einhvers eins einstaklings sem einvervegin nær að kynda elda ófriðar og viðhalda.  Samt er það svo að þó að einn, segjum það, leiði ófriðarverk eru samt fullt af fólki sem eru þátttakendur í að ófriðnum en samt og í grunninn leitt af einum.  Hver er ábyrgur?  Fyrst og fremst þessi eini.  Og auðvitað einnig hinir.  Allir geta sagt nei og neitað þátttöku.  Sumir leiða verk til góðs.  Verum þar: 

Nehemíabók. 3 33-34a.- Og vers 38. Þegar Sanballat frétti að við værum að endurreisa borgarmúrinn varð hann bæði gramur og reiður. Hann hæddi Gyðingana og sagði frammi fyrir bræðrum sínum og herliðinu í Samaríu:  „Hvað eru þessir aumu Gyðingar að gera?  Halda þeir að þeir geti lokið þessu?“-

„Nehemíabók. 3. 38.  En við unnum áfram að því að endurreisa múrinn og allur múrinn náði hálfri hæð því að fólkið var heils hugar við verkið.“-

Hér lesum við um menn sem vinna verk í aðstæðum sem allir sjá að eru byggingarmönnum erfiðar og beinlínis hættulegar.  Oft hefur kirkjan þurft að vinna boðunarverk sitt undir álagi og stundum gríðarlegu álagi.

Við þekkjum af lestri okkar í Biblíunni er maður að nafni Ananías fékk vitrun frá Drottni um að fara í ákveðið stræti í borginni og upp að ákveðnu húsi og knýja þar dýra.  Maðurinn sem þar var staddur og Ananías skildi leggja hendur yfir var maður sem af öllum trúuðum kristnu fólki á svæðinu var þekktur af skelfilegum ofbeldisverkum sem hann framdi gegn kristnu fólki.  Raunar lét Ananías ekki undan beiðninni fyrr en eftir betri útskíringar á hví hann ætti að þekkjast boðið.  Skíring Drottins var að hann hefði eignað sér Sál. 

Já, við erum að tala um ógnvaldinn Sál sem Drottinn umsneri hjartanu í og fæddi á samri stundu fram í hjarta Sál elsku til hins upprisna Kristsog safnaðar hans.  Og hvað skeði í kjölfar verks Drottins?  Skoðum það:

„Postulasagan,  8 31.  Nú hafði kirkjan frið um alla Júdeu, Galíleu og Samaríu.  Hún byggðist upp og lifði í guðsótta og óx við örvun og styrk heilags anda.“- Við sjáum að oft má rekja uppkominn ófrið til einnar manneskju og að hún viðhaldi honum.  Engin samt gerir svona lagað einn.  Og það vitum við.  Þessi eini samt heldur voðanum við.  Hverfi hann kemst á friður og við sjáum vel með umsnúningi Sál, fékk síðar nafnið Pál.  Og gerðist ekki sama er seinna stríði lauk?  Með fall Hitlers kláraðist það.  Sjáum við ekki hvar sektin liggi?

 

 

 

 

22 apríl 2020

Boðun Orðsins hófst undireins og allt var gert klárt og skeði eftir gjöf Heilags Anda og er menn urðu sannfærðir um hvert hlutverk sitt sé sem trúuðum einstaklingum að er nafnið Jesús.  Kristur er verkefnið og að sem flestir fengju um hann að heyra, ekki ræðusnilli mína. 

Frá gjöf Heilags Anda í Loftstofunni til boðunarverksins sjálfs er stutt stund og bara fáeinar mínútur er Pétur gekk út á svalirnar og flutti sína mögnuðu predikun sem leysti til Krists um 3000 sálir.  Hvernig getur svona lagað skeð?  Af einni ástæðu.  Kirkjan og allt sem henni tilheyrir kom með öllu sem þarf er hún var stofnsett.  Segir enda Kristur áður en hann gaf upp andann á krossinum:  „Það er fullkomnað.“  Í þessum Orðum Krists, takið eftir þessu, liggur hinn gríðar mikli árangur af ræðu Péturs.  Andinn er aðilinn sem fyrir munn Péturs talar af svölunum, þó fólkið horfi á Pétur og heyri rödd hans.   

Hér er komin fram þessi leyndardómur sem leynist á bak við trú fólks á upprisinn Jesús.  Og kannski, líklega, er ræða Péturs fyrsta alvöru predikunin í kristilegri kirkju sem flutt er. 

Ætli Pétur hafi undirbúið vel sína predikun?  Hygg ekki.  Allir sjá enda að um ekkert svoleiðis getur hafa verið að ræða því samkvæmt minni bók er ræða þessi flutt stuttu eftir að Heilagur Andi fyllti húsið sem fólkið var statt í, og það með. 

Sjá ekki allir að miðað við aðdragandann að predikuninni sjálfri að þá gat Pétur ekki hafa fengið mikinn tíma til undirbúnings og því komið fram eins og hann er klæddur og bara byrjað.  Horfum til árangurs ræðunnar.  Ætli annar eins fjöldi hafi áður tekið á móti í allri kirkjusögunni af einni ræðu?  Allavega ekki hér á vesturhveli jarðar á síðari árum.  Við hins vegar keppum eftir ræðu sem engan styggir og helst ekkert segir.

Skoðum frásögu hvernig þetta var gert í frumkirkjunni sem svo margir horfa til og segja um að við eigum aftur að hverfa til, sem vel má taka undir en samt skoða ítarlega áður hvað tekið verði fram:

„Postulasagan.  8. 29-31.  Andinn sagði þá við Filippus:  „Gakk að þessum vagni og vertu sem næst honum.“  Filippus skundaði þangað og heyrði manninn vera að lesa Jesaja spámann. Hann spurði: „Hvort skilur þú það sem þú ert að lesa?“  Hinn svaraði: „Hvernig ætti ég að geta það ef enginn leiðbeinir mér?“ Og hann bað Filippus stíga upp í og setjast hjá sér.“- Magnað!  Filippus fær til sín frá Andanum að halda sig á tilteknum vegi.  Að kemur vagn sem asni dregur.  Talar og Andinn til Filipusar að halda sig nálagæt vagninum.  Er hann áttar sig á hvað maðurinn les veit hann hví hann sé staddur við vagn mannsins. 

Engin undirbúningur hjá Filippusi og aðeins vilji Guðs í verki og starfandi gegnum venjulegan mann sem trúði.  Trúna eina getur Andi Guðs notað.  Er þetta ekki svolítið að gleymast og búið að flækja of mikið sjálfa boðunina?  Spurning. 

Boðunin er einfalt form.  Við sjáum einfaldleikan bæði í verkslagi Péturs og einnig Filippusar sem báðir spila boðunina af fingrum fram og eru knúnir áfram af eigin trú.  „Trúin er nauðsýnleg.“- Við hins vegar biðjum og föstum og gerum alla frasanna og látum allt sem við segjum Biblíuna styðja orð okkar á þrem stöðum en sjáum hvergi að þessir menn geri slíkt hið sama heldur treysta Guði. 

Við höfum fjölda ritningarstaða í Orðinu sem draga fram einfaldleika boðunarinnar.  Aftur til upphafsins hefur ómað gegnum aldirnar.  Tökum aftur upp það sem frumkirkjan gerði rétt og kennum en ekki hitt sem þar má sjá að séu hrein mannaverk.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

 

21 apríl 2020

Í eðli ritningarinnar er að tala tæpitungulaust.  Heitir líka að segja umbúðarlausan sannleika.  Sumir segja um hann að hann sé sagna bestur.  Taka má undir sjónarmiðið.  Samt er það svo með þennan frábæra sannleika að ekki leikur hann alltaf neitt sérlega vel um eyru fólks er hann berst heldur vekur allskonar viðbrögð og oft afskaplega sterk.  Svo sterk stundum að menn ráðast gegn og hætta ekki fyrr en allt líf er fjarað úr manneskjunni sem orðin sagði.  Hve margir ætli hafi fallið af sannleikans völdum sem talaður var í eyru fólks sem tók honum ekki vel og trylltist af?  Fleiri en okkur grunar liggja í valnum eftir að hafa sagt sannleikann.  Biblían greinir frá nokkrum sem þannig enduðu ævi sína.  Kristur er ekki einn.  Um þetta atriði vitnar Jesús hér: 

Matteusarguspjall 23.  35-36.  Þannig kemur yfir yður allt saklaust blóð sem úthellt hefur verið á jörðinni, frá blóði Abels hins réttláta til blóðs Sakaría Barakíasonar sem þér drápuð milli musterisins og altarisins.  Sannlega segi ég yður:  Allt mun þetta lenda á þessari kynslóð.“- Fólkið sem hann þarna talar við eru ekki einstaklingarnir sem sjálfir frömdu þetta tiltekna ódæði.  Enda löngu gert verk.  Samt tekur hann svo til orða og bendir á að vissu leiti á þetta fólk og gerir af þeirri ástæðu að sama hugsun og sami þanki er enn til staðar í hjörtum fólksins.  Þetta verður Kristur var við er hann enn gekk um á meðal þjóðar sinnar.  Segir hann enda á einum stað:  „Hví sitjið þér um líf mitt.“  Og voru ekki bæði Kristur og örlitlu síðar l Stefán myrtir vegna þess að segja öðrum sannleikann?  Liggur ástæða dauða þeirra ekki fyrir?  Skoðum þessi áhrifaríku orð Stefáns:

„Postulasagan. 7.  51-53.  Þið harðsvíraðir og óumskornir í hjörtum og á eyrum, þið standið ávallt gegn heilögum anda eins og feður ykkar.  Hver var sá spámaður sem feður ykkar ofsóttu eigi?  Þeir drápu þá er boðuðu fyrir fram komu Hins réttláta og nú hafið þið svikið hann og myrt.  Þið sem fenguð lögmálið um hendur engla hafið samt eigi haldið það.“ – Þetta eru orðin sem brjálaði liðið og fengu alla inni sem einn mann til að ráðast gegn Stefáni og hrekja útfyrir.  Staðreyndin er að bara fáir í samtíma Stefáns sáu hann sem þennan mikla Guðsmann sem tíminn og sagan hefur rækilega staðfest að væri.  Tíminn og sagan eru annað.  Sagan og sagnirnar eru því til að læra af.  Það er þetta sem Kristur á við er hann talar um, sem þér drápuð á milli musterisins og altarisins.  Hann bendir á þankann sem uppi sé.  Og en er vandinn er sami.  Við sjáum bara stundum guðsmanninn sem gengur samferða okkur þó að Drottinn mæli með honum.  Sæjum við sama og Drottinn væri þá líklegt að við tækjum upp steina til að grýta?  Örugglega ekki.  Samt hafa grúi spámanna Drottins gegnum aldirnar verið myrtir af því að menn sjá ekki sama og Drottinn.  Nútíminn segir okkur sama og ekki neitt.  Hve margt fólk sá Jesús sem frelsara heimsins?  Fáir.  Hefur eitthvað breyst?  Ég varpa spurningunni til þín.  Bara sumir í tíð Jesús sáu og sumir í dag sjá.  Samt var fólkið nógu margt til að hægt væri að stofnsetja frumkirkjuna og hefja boðun Orðsins. 

Þetta er ástæðan fyrir að Kristur leggur alla þessa ofuráherslu á að sitt fólk lúti sér og keppi eftir að gera vilja sinn og lífi í sátt og samlyndi og ástundi kærleika sín á milli.  Hann veit um tíðarandann.  Þekkir þankann og veit um takmarkannirnar sem hver maður er haldinn.  Viðblasandi tíðarandi, núið, segir öllum fátt.  Seinna má vinna úr og koma fram með máski heildamynd.  Og sannur Guðsmaður opinberast eins og gerðist með Stefán sem samtíminn grýtti til bana og gerðu að góðan róm.  Samanber Sál, síðar Páll, sem gladdist af verkinu.

Kristur bendir á þankann.  Að hann sé enn uppi.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

19 apríl 2020

Til frumkirkjunnar hefur oft verið horft og ýmislegt verið um hana sagt sem að margra áliti við séum ekki að gera í dag.  Þetta tel ég ekki vera rétt því að sá sem er yfir kirkjunni og er höfuð hennar Jesús lagði af stað með fullkomið verk. 

Allt sem þar á ekki að vera hefur verið fjarlægt og Drottinn sjálfur séð um að það fari og er eðlilegt að gerist, sé horft til þess að verkið, kirkjustarfið, hefur frá fyrsta degi haft alla enda hnýtta og enga lausa anda okkur mannfólkinu að ganga frá.  Ekkert svoleiðis er.  Kirkjunnar fólk gekk inn í fullkomleika frá himnum.  Þetta getum við þakkað.  Biblían er bókin sem segir til um hvernig verkslagið sé. 

Við munum eftir því að á einum stað eftir að starfið hófst ákváðu menn, söfnuðurinn sem kominn var, að selja allar eigur sínar og kom með andvirði hins selda fram fyrir lærissveinanna og leggja í einn pott sem á eftir yrði deilt úr til að öruggt væri að allir hefðu allt sem þeir þörfnuðust í sínu daglega lífi.  Göfug hugsun.  Sjóðurinn varð að veruleika og gekk að sjá í nokkurn tíma. 

Samt vitum við að strax, fljótlega alltént, eftir að af stað var farið kom í brestur og alvarlegur brestur með undanskotum Ananaíasar og Saffaríu sem gáfu upp bara hluta andvirðisins og guldu fyrir með lífi sínu vegna þess að hafa ekki bara logið að mönnum heldur líka Heilögum Anda.  Sem gerði málið svo alvarlegt fyrir þessi ágætu hjón:

„Postulagan 6. 1-3.  Á þessum dögum, er lærisveinum fjölgaði, fóru grískumælandi menn að kvarta yfir því að hebreskir settu ekkjur þeirra hjá við daglega úthlutun.  Hinir tólf kölluðu þá lærisveinahópinn saman og sögðu:  „Ekki hæfir að við hverfum frá boðun Guðs orðs til að þjóna fyrir borðum.  Finnið því, systkin, sjö vel kynnta menn úr ykkar hópi sem fullir eru anda og visku.  Munum við setja þá yfir þetta starf.“- Við vitum að maðurinn sem fyrir valinu varð er Stefán, manneskja full af Heilögum Anda og trú.  Eins og segir um hann.

Þarna tel ég að þetta fyrirkomulag með sjóðinn sem stofnaður var sé enn í gildi og að menn séu enn að fá úr honum til daglegra nota.  Sé tilgátan rétt sjáum við einnig að ekki hefur alveg verið í lagi með verkslagið í sambandi við úthlutunina úr sjóðnum þar eð sumir úr söfnuðinum, talað er um grískumælandi fólk, þurfi að vera að kvarta undan því við lærisveinanna að hinir Hebreskumælandi í hópnum setji viljandi ekkjur þeirra til hliðar er að úthlutun komi.  Auðsjáanlegt er að mannamunur sé gerður við þessa úthlutun og að menn séu mis réttháir að þessu leiti.  Með tímanum vekur það upp kurr hjá grískumælandi fólki og það fer að tala um skertan hlut sinn.  Allt þekkt. 

Við vitum að er peningar eru annarsvegar fer nú fljótlega að bresta í eins og sjá má í kvörtunum hinna grískumælandi.  Maður spyr.  Hefur eitthvað breyst og er eitthvað nýtt sagt hér?  Nei!  Svona fyrirkomulag gekk ekki þá og mundi heldur ekki ganga upp í dag vildi einhver reyna.  Og hversu oft hefur það ekki verið gert.  Kannski ekki í kirkjunni sjálfri en oft í út í samflaginu.  Og hvað með kommúnukerfin á segjum, Hippatímanum um 1970?  Hugsunin þá var að búa saman og deila öllu jafnt með íbúum.  Hvar er þetta kerfi í dag?  Máski einhverstaðar til.  Algegnt er það ekki.

Að mínu áliti hefur ekkert verið neitt nema leiðindi sem skapast hefur kringum þennan sjóð frumkirkjunnar þó hugsun öll væri göfug.  Að selja eigur sínar getur því ekki hafa verið sett fram af lifandi Guði.  Fjölskyldueiningin eins og við þekkjum hana er honum kærari en svo.  Getur ekki verið vilji Guðs að við setjum fjölskyldumyndina í uppnám með því að selja ofan af henni kofann, þó menn væru einhuga um verkið.  Fjölskyldan er hornstein samfélaga. 

 

 

 

 

17 apríl 2020

Til að þrauka og halda góðu verki áfram þurfa að vera til undirstöður og hvatning sem reynslan ein kennir.  Reynslan má því ekki þegja.  Trú lýtur mótbára og fyrirstaða og öðru sem eru henni ekki hagfeld.  Trú manns þarfnast úthalds og góðs grunns. 

Trúin er á sinn hátt einkennilegt fyrirbæri.  Kannski er einkennilegt að tala með þessum hætti en hefur nokkuð til síns máls að því leiti til að er manneskju eignast trú upplifir hún í sér áður óþekktan fögnuð sem gerir að verkum að henni finnst hún fljúga á vængjum gleðinnar og að hafa höndlað allan heiminn.  Hjá sumum gerir köllunin fljótt vart við sig og fólkið vill ólmt fara og gera sína köllun í þágu herrans, sem það skyndilega uppgötvar að sé til.  Kristur heldur í hönd manneskju allar götur frá degi frelsunarinnar.  Maðurinn er á skrítnum stað er hér er komið og upplifandi sig sem sigurvegara alls heimsins.  Sem á sinn hátt er rétt og örugglega skoðað í því ljósi að akkúrat það gerði Kristur með dauða sínum og upprisu og orðunum:  „Allt mitt er þitt.“-

En þetta er ekki allt.  Sérhver okkar þarfnast grunns og að læra að byggja allt okkar á honum og gera með efnum þeim sem Guðs sjálfur réttir fram.  Með tímanum skiljum við og sjáum hve rosalega mikilvægt þetta verk sé upp á allt framhald.  Trú er langhlaup.  Ekki stutt átak.  Trú og þolgæði er vinna sem þarf að gera.  Trú er og meira.  Hún miðar við einstaklingin þig og einstaklingin mig.  Við erum kirkjan og vitum að Kristur gerir kröfur til hennar og skuldbindur sig sjálfan til að vera með í verki og að ábyrgjast gæði verkanna.  Kirkjan er gulltryggð.  Það er ekki málið. 

Vandinn hér er úthald mitt sem oft er brokkgengt og mikilvægi þess að ég, réttara sagt Drottinn, fái að byggja það upp í mér.  En ég er óþreyjufullur og fullur trúar og kærleika.  Oft er vandinn hann að krefjandi köllunin fer of snemma að láta á sér kræla og að toga í mig.  Hún krefst míns framlags.  Reynslan fékk ekki að tala og engin tími var gerður fyrir hana.  Og ég fer af stað og sé jafnvel stórkostleg verk og kraftaverk gerast í Jesú nafni og fólk að leysast og frelsast.  Ég er uppörvaður og glaður yfir öllu sem skeði.  En það sem ég veit ekki, sökum reynsluleysis, er að verkið sem ég gerði veldur ágangi á mig.  Allskonar hugarangur hvolfist yfir sem fara +að þreyta mig og að lokum hleypa mér niður í hugsanir af þyngri gerðinni.  Þeir sem ætluðu að vera með yfirgáfu hópinn. 

Og þrem fjórum skiptum seinna finnst mér ég ekki lengur vera nokkur maður í þetta verk en langar samt á bakvið þá afstöðu til að halda út og þrauka.  Samt ákveð ég að taka mér tímabundið frí.  Tveim árum síðar hefur ekkert gerst og engar líkur til að neitt framhald verði á.  Allt lítur út fyrir að málið sé dautt.  Hvað skeði?  Úthaldsleysi.  Allt annað var til staðar.

Er þetta ekki saga of margra starfa sem farið var af stað með þó allir sem til þekktu væru sannfærðir um að væri hrein Guðs vilji?  Engin spurning er um að svo sé!  En þrátt fyrir þá fullvissu varði verkið í þrjú, fjögur skipti og svo ekki meira.  Allt af því að menn gáfu sjálfum sér ekki nægan tíma til undirbúnings né skildu að trú sé langhlaup en ekki snöggur sprettur.  Vanþakklæti?  Nei,frekar vanhugsað ráð.  Reynslan innan safnaða þarf komist að og fá að tala.  Reynslan beri því sína ábyrgð. 

Sjálfur var ég til að byrja með tekin út úr skarkalanum og sendur burt.  Eftir á að hyggja sé ég uppbyggingu þolgæðis til að standast áhlaup.  Annað fékk ég líka á þessum árum er ég eitt sinn mæddi mig yfir að klára aldrei Biblíuna.  Þá miklu og þykku bók.  Inn í það kom Drottinn og sagði að ég skildi ekki hafa áhyggjur.  Biblíuna myndi ég enda lesa daglega það sem eftir væri lífsins.  Þrjátíu árum síðar er sama uppi.  Með þeim hætti og sjálfrar trúargöngunnar hefur trúarlegt úthald byggst upp.  Fyrst ég þurfti þetta þarft þú þess líka. 

 

 

 

 

16 apríl 2020.

Vanþekking er nokkuð sem við höfum oft staðið andspænis án þess oft að átta okkur á að um vanþekkingu sé að ræða.  Við sjáum ekki og af því sjáum ekki að þá skynjum við ekki heldur og allskonar gerist sem eftirá að hyggja væri betra að stíga ekki inn í.  Eftirá er þó of seint.  Skaðinn er skeður og eyðileggingin komin.  Vanþekking hefur gert margan uslann á meðal okkar sem dregið hefur á eftir sér dilk.

Segja má að vanþekking starfi með blindu og eigi samleið með henni.  Í blindunni er útilokað að sjá hvað rétt sé og rangt.  Blindan þarf fyrst að hverfa til að mögulegt sé að greina rétt aðstæður og kringumstæður.  COVIT – 19 sýnir þetta.  „Sleppum henni bara lausri,“- var af sumum sagt.  Háskalegt tal sem þjóðir supu af seiðið sem gripu of seint til aðgerða. 

Er Kristur gekk um meðal fólks var mikið um blindu þar sem hann var og í samfélaginu öllu.  Í blindu sinni skáru menn úr um allskonar er varðaði þennan mann.  Er blindan var farin frá augunum var hægt að meta mál rétt og sjá lifandi Drottinn.  Kristur er upprisinn.  Hann er Drottinn drottna.  Engar spurningar blunda með trúnni hvað alltént þetta mál varðar.  Vanþekkingin ríður ekki lengur um hjá trúuðu fólki vegna þess að vera nú sjáandi.  Gott að vera sjáandi manneskja.  Komið af orðunum „Að sjá.“-

Er Kristur vann sín kraftaverk á meðal fólksins voru einhverjir sem tóku trú á hann bara við það sem þeir sáu í formi kraftaverka en var fráleitt hið algenga meðal fólksins.  Öllum fannst þó mikið til koma og vakti verkið gleði meðal fólksins og það allt saman.  Sumir sem sáu fylgdu honum eftir, ekki til að heyra Orðin af vörum Drottins heldur til að sjá meira af lækningum og allskonar öðru sem engin af þeim hafði nokkurn tímann áður séð en Kristur gerði með léttum leik og að sjá algerlega fyrirhafnarlaust.  Kristur kom til að gefa fólki trú.  En hann er engin skemmtikraftur.  Söfnuður dagsins eru mikið í að skemmta fólki, og réttlæta. 

Að koma gagngert til að sjá kraftaverk er ekki fyrirfram af trú.  Menn og konur Jesús er fólk sem á til trú.  Aðrir koma til að sjá.  Hjartað er áfram lokað fyrir boðskapnum sem gerir að verkum að fólk fer frá honum eins og það kom og án rétts skilnings á því sem það varð vitni að og fékk því enga þekkingu á neinum sannleika um atburðarrásina né opinberun.  Í opinberuninni ljúkast augun upp og skilningur kemur.  Sem sagt!  Vanþekkingin hverfur á braut fyrir þekkingunni.  Heitir líka „Að vera laus orðin við blindu.“- Að sjá kraftaverk í trú sinni vitnar um lifandi Guð á himnum.  Vantrúin sér að vísu kraftaverkið en ekki Guð í sömu andrá.  Og þar skilur á milli.  Ekki svo að skilja að það að verða vitni að kraftaverki sé annað en stórkostlegur atburður.  Engin spurning er um það.  En það leiðir ekki alla sem vitni verða að til trúar, sem alltaf er markmið hvarvetna sem Kristur birtist og er að starfa.  Sama gildir í dag og er sannleikur að Kristur er enn að verki, en nú í gegnum mína trú og þína:

„Postulasagan. 3  11-12.  Maðurinn hélt sér að Pétri og Jóhannesi og þá flykktist allt fólkið furðu lostið til þeirra í súlnagöngin sem kennd eru við Salómon.  Þegar Pétur sá það ávarpaði hann fólkið:  „Ísraelsmenn, hví furðar ykkur á þessu eða hví starið þið á okkur eins og við hefðum af eigin mætti eða guðrækni komið því til leiðar að þessi maður gengur?“- við sjáum hér að fólk dregst að þessum mönnum sem öndvert knýr Pétur til að leiðrétta svo að fólkið sjái Drottinn í verkinu í staðinn fyrir þá.  Þetta er og hefur verið vandinn sem við er að eiga.

Trúin er breytandi afl í manneskju til góðs.  Trúin kemur fyrir boðun Orðsins en minna fyrir sýnileg kraftaverk, þó slíkt geti vel gerst.  En bara þá hjá leitandi fólki.  Orðið þarf að komast að.  Fyrirkomulagið hefur ekkert breyst og ekkert breyst sem snýr að kirkjunni.  Við viljum getað sýnt kraftaverk á stundum hjá okkur og teljum að gegnum þau sjái fólk Guð.  Biblían tekur ekki undir slík sjónarmið nema að nokkru leiti.  Boðunin ein virkar til góðs árangurs.

 

 

 

 

 

4 apríl 2020

2008 kom manngerður skellur yfir þetta land.  Peningarnir sem íslensku bankarnir voru taldir vera orðnir fullir af einhverveginn svifu út um glugganna og hafa ekki sést.  Margt bendir til að þessir peningar hafi raunverulega ekki verið til nema á blaði og verið tölur sem settar voru á þetta blað með aðferðum reikniskúnstarinnar sem alltént ég get ekki útskírt hver sé. 

Hvað annað en þetta fær útskírt allt sem skeði er heilt samfélag manna leggjast á hliðina á einni nóttu og mest öll starfsemi í þeim einnig?  Manngert ástand kom upp í þessu landi sem engin þrætir lengur fyrir að hafi verið af röð mistaka sem bankarnir gerðu og fengu svo gott sem eftirlaust að gera.  Orð sem komu úr herbúðum bankanna slökkti öll aðvörunarljós og aðvörunarbjöllur sem kviknuðu og eða létu á sér kræla.  Allt að endingu var tekið úr sambandi með orðunum:  „Bankakallarnir vita hvað þeir syngja“- og það látið duga sem gild skíring.  Margir bæði hér á landi í öðrum löndum samþykktu þetta með aðgerðarleysi sínu.  Flestir hinna sem gerðu það ekki höfðu enga skoðun á.  Hreint og klárt klúður hvert sem litið er sem menn að sjálfsögðu ætla ekki að læra af frekar en fyrri daginn.  Sem er annað mál.

Við munum eftir lömuninni í kjölfar falli bankanna og allri reiðinni sem blossaði upp og öllum þessum bendandi fingrum sem bentu á sökudólga sem sagðir voru valdir að öllum þessum manngerðu ósköpum.  Og sumir af þessum mönnum voru dregnir fyrir dómstóla og dæmdir af þeim og enduðu á bak við lás og slá.  Reiðin hélt velli og heiftin einnig.  Engin refsing var nógu þung fyrir þá sem taldir voru orsakavaldar.  „Hefndarþorsti. „- Það heitir það.

Tólf árum síðar kom upp í heiminum faraldur sem fékk nafnið COVID- 19.  Hann rekur upptök sín til miðhluta Kína og greindist fyrst í desember 2019.  Veiran hefur fellt fólk og sett allt viðbúnaðarstig landanna á hæsta stig.  7 mars segir frá því að veiran hafi að líkindum náð hámarki Kína og hafði þá sama og ekkert verið greind annarstaðar í veröldinni.  Menn svona anda léttar.  Ferðalög voru þó enn í hæstu hæðum og partur allra þjóða samankomnar hér og hvar í veröldinni að renna sér á skíðum á Ítalíu eða á sólarströnd á Spáni.  Leifsstöð suður með sjó er daginn út og inn enn full veggja á milli af fólki .  Sama gilti um hótelin í landinu.  Allt eins og verið hafði. 

En svo byrjaði ballið á Íslandi með fyrsta COVID- 19 smitinu sem greindist.  Var þá áætluninni hleypt af stað sem menn höfðu undirbúið sig með og hugðust nota ef og er veiran kæmist yfir hafið og til Íslands.  Frá fyrstu greiningu hefur talsvert mikið vatn runnið til sjávar og við verið látin horfa framan í margt sem engan okkar óraði fyrir.  Fyrirtækjum var lokað vegna reglana um að einungis fáir menn mættu vera saman á sama stað og sama tíma.  Sum fyrirtækjanna sáu fram á að geta ekki uppfyllt þessi skilyrði og höfðu enga aðra stöðu nema hana loka dyrum sínum og vera með starfsfólk sitt heima.  Atvinnuleysið tekur kipp.  Allt komið í óvissu og götur og gangstéttir sem áður fluttu grilljón manns í höfuðborginni fram og til baka sást varla mannvera á og götunum einstaka bíll með einum kalli í. 

Sama og gerðist í bankahruninu er þrengdist að efahagnum.  Ríkisvaldið varð sammála um að reyna að greiða úr uppkominni stöðu eins og hægt væri til að hjálpa fólki við að fleyta sér yfir hjallann uns veiran væri sigruð sem talið er vera í maí.  Um tímabundið ástand er að ræða.

Þó fáu sé saman að jafna við Bankahrunið 2008 og þetta sem við glímum við í dag er munur samt sýnilegur.  Hin mikla reiði og heift sem greip þjóðina í Bankahruninu gerir ekki vart við sig í ástandinu nú af þeirri ástæðu að engan er hægt að benda fingri á og segja um og eða við:  „Hey þú!  Þetta er þér að kenna“- eins og gert var í manngerða skellinum.  Að engin reiði hafi gripið fólk getum við þakkað fyrir.  Margt skynsamleg hefur verið gert og þjóðin tekið þessu með aðdáunarverðu æðruleysi og leidd af úrvals fólki.  Og eftir stutta stund þá líkur þessu.

 

 

 

 

3 apríl 2020

Vantrú gengur ótrúlega oft með okkur sem þekkjum Jesús og birtist oftar og víðar en við máski hyggjum.  Vantrú er máski of sterkt til orða tekið með sum okkar því réttara væri að benda á allan þennan efa og þetta skilningsleysi sem oft er okkur samferða á göngunni með Jesús þó við séum heil á þessari göngu og það allt saman.  Það er að segja megi nota orðið „heill“ um nokkurt okkar þegar trúin á Jesús er annars vegar.  Átt við allt sem getur gripið okkur þegar minnst varir og gerbreytt svo mörgu hjá okkur um trú og hví við iðkum trú.  Allt þekkt og engin ný frétt sögð hér. 

Sannleikurinn er að mörgum getur og hefur reynst erfiðleikum bundið að sjá Drottinn sem þennan almátuga Guð sem ekkert sé um megn og Guð sem varðveiti okkur, verndi og Guð sem haldi utan um það sem okkar er ásamt okkur og mæti öllum þörfum okkar og sumum löngunum einnig.  Allt vegna þess að maðurinn er afskaplega miklum takmörkunum háður og lifir að mestu við aðstæður að trúa því sem hann sér og getur þreifað á en efast í raun um margt en kannski ekki allt.  Trúin er hér einmitt til að víkka út sjóndeildarhringinn og fá okkur til sjá, með þá okkar andlegum augum, mátt og mikilleik lifandi Guðs:

„Jóhannesarguðspjall. 11. 23-28.  Jesús segir við hana: „Bróðir þinn mun upp rísa.“  Marta segir: „Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.“  Jesús mælti:  „Ég er upprisan og lífið.  Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.  Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.  Trúir þú þessu?“  Hún segir við hann:  „Já, Drottinn. Ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.  Að svo mæltu fór hún, kallaði á Maríu systur sína og sagði í hljóði:  „Meistarinn er hér og vill finna þig.“-

Marta segist vita að Jesús sé Drottinn og hafi verið sendur til jarðarinnar og sé sá Guð sem hann segist vera, en gerir strangt til tekið samt ekki.  Hún getur ekki á þessu andartaki séð né heldur skilið það sem eyru hennar heyra um að Drottinn Jesús sé komin til þeirra til að birta dýrð Guðs fyrir augum hennar.  Samt er Jesús maðurinn sem hún opinberlega viðurkennir að sé sá Drottinn og Konungur sem Ísraelsþjóðin vænti í aldir og hún veit að sé hér hjá sér, í þá orðanna fyllstu merkingu.  Allt er til staðar nema trúin sem getur ekki, að sjá, meðtekið sumt. 

Hver í raun sem á staðnum var trúði því að þeir, já akkúrat þeir, mundu sjá liðið lík sem byrjað var að rotna lifna við og ganga áfram með þeim án þess að neitt þannig séð mundi breytast þó dauðinn hafi knúði hjá honum dyra og krafist hans.  Og líka fengið.  Já, hver á staðnum átti til slíka trú.  Ekki Marta sem þó viðurkennir Jesús sem hann sem átti að koma og sé sinn Guð og frelsari en meðtekur ekki Orð Drottins nema sum.  Sumt sem við gerum og horfum á og vitum um er svo fast greipt í hjartað að skilningur á öðru kemur ekki.  Dauði sem sækir manneskju og tekur er eitt af þessu.  Hver skilur annað en manneskjan sé okkur endanlega horfin?  Allir sem deyja eru í vitund okkar farnir.  Margri trúa því eins og ég geri sjálfur að deyi menn í trú á Kristi munum við sem trúum í dag hitta þetta fólks.  En að einhver lifni við sem dáinn er og meira, kominn í gröfina, er erfiðara að eiga við.  Þrátt fyrir trú sem telst vera í ágætum farvegi.  Hneykslumst því hæfilega á viðbrögðum þeim sem vel má greina þarna á staðnum.  Vissulega trúum við en sumt erfiðara öðru að meðtaka í rauntíma eins og til að mynda endurlifnun verandi við gröf hans. 

Það sem við sjáum ekki og hefur litla og enga trú fyrir, en trúum þó, svolítið hipsum happs, er þessi kraftur í Jesús sem getur ef hann sjálfur vill breytt kringumstæðum andartaksins.  Sjáum við ekki hve oft vantar upp á þessa trú okkar?  Margir samt höfðu þegar viðurkennt Jesús sem þennan Konung sem kæmi án þess að koma auga á þetta hjálpræði sem bærist þeim í dag af völdum þessa Konungs konunganna ef hann sjálfur vildi.  Að sjá hann sem þetta getur verið verulega erfitt og meira vandkvæðum bundið að koma auga á.

 

 

 

 

2 apríl 2020

Lítil veira sem ekki er sýnileg neinum berum augum manna hefur tekist að taka ekki bara mann og annan í gíslingu og herkví og setja í sótkví og taka úr umferð og skikka til að vera heima hjá sér og fara ekki nema rétt útfyrir dyr heima hjá sér til að anda að sér fersku lofti.  Allur heimur lýtur sömu kjörum og er ekkert land sem þar er byggt undaskilið þessum kvöðum nú í byrjun apríl 2020. 

Allt mannlegt skipulag er riðlað og margt orðið óvirkt vegna faraldursins og er eina sem menn geta gert er að hegða sér skynsamlega gagnvart vágestinum, fara eftir leiðbeiningum þeim sem kemur frá Almannavörnum og viðurkenna með sér sálfum að enn sem komið er hafi vágestur þessi alla yfirhönd og ráði för okkar og jafnvel einnig hugsunum okkar og hvað við segjum hvort við annað.  Sem þó er á valdi mínu hvort sé.

Að hefta frelsið eru engum manni neinar kjöraðstæður.  Allt ófrelsi kemur gegn eðli okkar sem segir við okkur að frelsi til verka og athafna sé okkur í blóð borið.  Þegar utanaðkomandi afl, eins og veiran, þessi númer 19, kemur liggur fyrir að allt frelsi einstaklinga heftist, hvers sem er, munum þetta, hvers sem er, og við förum að upplifa, kannski ekki kúgun, heldur vitum við ekki hvernig eiginlega líðanin sé og getum ekki á heilum okkur tekið vegna bæði óvissunnar sem svona lögðu fylgir og allskonar fylgifiska annarra sem vill með tímanum breyta svo mörgu hjá okkur og í sumum tilvikum lama allt viðbragð að við verðum þróttlaus og á eftir uppgjöfinni að bráð eða sækjum í okkur veðrið og hættum að gæta að okkur og gerum eitthvað sem bætir ekkert en gerir, gæti gert, margt verra en það þó en þarf kannski ekki að vera. 

Þreyta með tímanum lætur á sér kræla sem betra er að vera á varðbergi fyrir gagnvart sér sjálfum.  Þreyta á uppkomnu ástandi ýtir oft undir óþolinmæði sem er ekki besta meðalið sem fólk innbyrðir þegar slíkar kringumstæður eru uppi sem nú.  Hvernig sem allt snýst er valfrelsið enn okkar og allir sem slíku lúta þurfa að beita fyrir sig skynsemi og hyggindum til að taka réttar ákvarðanir.  Og þeir komast að raun um að veiru af þessari sort býður engin okkar byrginn.  Verum skynsöm og munum að veirunni er sama um í hvaða manneskju hún taki sér bólfestu.

Ennþá erum við varnalaus en getum forðast sýkingu með þeim aðferðum sem upp hafa verið gefnar og felast í vissu hreinlæti og fjarlægð og öðru slíku sem hvert og eitt okkar getum hæglega gert og sem betur fer flest fólk virðir.  Munum samt að eitt er að óttast það sem í gangi sé, annað að vera kærulaus með það sem er viðblasandi staðreynd og hið þriðja að gera sitt besta til að spyrna við fæti eins og mögulegt sé.  Það er ábyrga afstaðan í svona málum sem gerir að verkum að menn lifi áfram sem næst því eðlilegu lífi mitt í öllum höftunum og gefur sitt frelsi.  Glutrum því ekki niður.  Sé ótti með í för er hann á sinn hátt refsari sem við sóttum sjálf.  Munum það.  Sóttum sjálf.  Og ekki gera það.  Allt vel skiljanlegt en svo margt samt sem þarf að varast á svona tímum sem við horfum nú upp á og erum varnarlaus fyrir og með enga raunverulega getu til að eiga neitt við fyrr en bóluefnið er fundið sem gefur árangur sem slíku bólefni er ætlað. 

Engin spurning er um að bólefni muni annað en koma og að veiran gangi yfir og verði að mestu farin eftir nokkrar vikur og að þá muni margt færast í eðlilegt horf þó líklegt sé að margt muni einnig breytast.  Þó sumt breytist er ekki þar með sagt að lífið verði ekki áfram blómlegt og engin heimsendir við það.  Oft hefur margt breyst og stundum hafa breytingar haft í för með sér bætt lífskilyrði manna og kvenna.  Ennþá erum við ekki alveg komin þangað og enn er full þörf á aðgæslu og að vaxa og styrkjast í þolinmæði.  Eftir því sem lengra liður fer meira gæta þreytu í hópnum sem ýtir á ýmislegt í fólki nema það uggi að sér. 

 

 

 

 

1 apríl 2020

Er við lesum yfir ritningarnar sjáum við að rétt eins og í dag hafa verið uppi allskonar kenningar og skoðanir um hvernig menn skuli akta og hegða sér, sem þá Guðs vilji.  „Sem átti að vera Guðs vilji.“- Segjum það frekar.  Menn velta vöngum eins og í dag hver hafi syndgað úr því að þessi og eða hinn gangi haltur eða er bæklaður frá fæðingu, og þar fram eftir götunum.  Við getum ekki afneitað þessu með öllu að svona sé í stakkinn búið og að við gætum vel gripið til slíkra pælinga um fólk sem slíku sætir.  Með tali okkar bætum við gráu ofan í svart í tilveru þessa fólks.  Eins og fötlunin sjálf sé því ekki nóg byrði. 

Og Kristur sjálfur fær á sig allskonar spurningar sem hann þarf að svara og stundum til að leiðrétta þvælu sem í gangi sé og heitir á máli Biblíunnar:  „Að rétta af Biblíuna.“-

„Jóhannesarguðspjall.  9.  1-5.  Á leið sinni sá Jesús mann sem var blindur frá fæðingu.  Lærisveinar hans spurðu hann: „Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“  Jesús svaraði:  „Hvorki er það af því að hann hafi syndgað eða foreldrar hans heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum.“-

Hér heyrum við spurningu frá fólki sem fylgir Kristi að málum og er auðvitað inn í hringrás sem þeir eru aldir upp við og heyra vitaskuld allskonar sem fólk er að segja sín á milli.  Og eitt af þessu eru spurningar um að úr því að þessi manneskja sé blind eru þeir sannfærðir um að blindan stafi af synd annað hvort foreldranna eða hans sjálfs.  Annað en þetta er ekki að sjá að sé neitt inn í myndinni sem liggi til grundvallar spurningu strákanna sem alveg greinilega eru sér ekki meðvitaðir um að allt geti hent alla og bæði góða menn og vonda, eins og lífið margsinnis hefur kennt okkur.  Ekki halda að allir sem lendi í skakkaföllum sé verið að refsa frá hæðum vegna einhverjar drýgðrar syndar og útkoman því makleg málagjöld fyrir syndugt líferni.  Samt er ljóst að akkúrat þetta sé viðhorfið sem er til grundvallar spurningu piltanna.  Sem sagt.  Þeir eru með það á hreinu að synd annaðhvort hans sjálfs eða foreldranna sé ástæða blindunnar.  Kjaftæði.  Einnig sjáum við að fátt frá þessum tíma hefur breyst í afstöðu okkar til allskonar mála sem við tengjum trúargöngu fólks og okkar sjálfra.  Sjáum ekki mikilvægi þess að leyfa trúnni að fræða okkur réttri fræðslu.  Trúin á Krist er meðal annars til þess að leiðrétta fólk.

Við þekkjum framhaldið.  Kristur gerði ákveðin verk við manninn og sendir á eftir til laugar sem heitir Sílaóm og segir honum að þvo sér upp úr henni.  Þetta gerir maðurinn og fær fyrir hlýðni sína við vilja Drottins fulla sjón.  Stórkostlegt.  Hér sjáum við og mynd af mikilvægi þess fyrir manneskju að gera allt það sem Orð Drottins bíður og vera ekki í því hlutverki að vingsa úr Orðum og segja að bara sum af Orðum Guðs séu enn virk og að sum af þeim tilheyri ekki fjöldanum heldur einhverjum tilteknum hópi fólks.  Til að mynda Gyðingum einum.  Slíkt væri enda röng kennsla.  

Allt Nýja testamentið er fyrir alla sem trúa á Jesús Krist frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu.  Bókina ber að nota í heild sinni.  Kennsla upp úr hvaða versi sem er og því fullkomlega gild kennsla til jafns við hverja aðra sem menn velja að nota úr bók þeirri arna fyrir fólk Drottins.  Höfnum bara „ofurkennaranum“ og vörumst hann.  Viljum við enda ekki að hann segi okkur neitt til.  Drottinn sjálfur hefur kennarahlutverkið í trúarlífi voru.  Honum treystum við.  Hann leiðréttir ofurkennaranna og setur til hliðar, sjái hann ekki að sér.  Of margir enda þar en engin þurfti það.  Höldum áfram með ritningarversin hér ofar og lesum:

„Jóhannesarguðspjall. 9.  4-5.  Okkur ber að vinna verk þess er sendi mig meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið.  Meðan ég er í heiminum er ég ljós heimsins.“- Vinnum með Drottni og eins og hann leggur til að gera.  Það er gæfa.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

31 mars 2020

Þó allur samskiptamáti og skilaboðamáti sé einfaldur í dag og allir getir komið skilaboðum til allra með auðveldum hætti með hjálp símtækja sem í dag eru talsvert meira en bara tæki til að hringja úr heldur heil tölva með margskonar möguleikum í til allskonar aðgerða.  Fyrirferðinni er þó ekki fyrir að fara og er síminn lítið apparat sem vel rúmast í lófa manns og vasa fatnaðar og er tæki sem hvað oftast er notað á vorum tíma.  Og meira!  Menn horfa oftar í hann en líklega flest annað í dag.  Sé ekki fegurð í hinni og þessari ljósmynd í símanum okkar er hún ekki til. 

Allar götur hafa menn sent hverjum öðrum skilaboð.  Skilaboðakerfið er ekki nýtt fyrirbæri.  Í eina tíð bjuggu íslendingar við þann kost að til landsins komu skip sem oft voru af landanum kölluð Haustskip og Vorskip.  Með skipunum kom vara og póstur til landsmanna sem oft gat innhaldið skilaboð um eitt og annað sem skilaboðum er ætlað að flytja.

Í Jóhannesarguðspjalli 8 kafla lesum við vel þekkt vers úr Nýja testamentinu:

3 Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra 4 og sögðu við Jesú:  „Meistari, kona þessi var staðin að verki þar sem hún var að drýgja hór.  5 Móse bauð okkur í lögmálinu að grýta slíkar konur.  Hvað segir þú nú?“ 6 Þetta sögðu þeir til að reyna hann svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir.  En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.  Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“  8 Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina.“ –

Við sjáum að Kristur beygir sig niður til jarðar og ritar orð í sandinn sem aldrei hefur verið uppgötvað hver séu.  Líklegt er að með þessu vilji hann vinni sér inn tíma til að svara spurningunni sem að honum er beint og gera með þeim myndug leik sem hann kom til að birta á jörðinni svo ekki færi á milli mála hver vilji Föðurins væri undir Nýja sáttmála sem Kristur kom til að opinbera, fyrst sínu fólki og á eftir allri heimsbyggð. 

Ástæða komu þeirra var þó ekki verk konunnar sem Gyðingar vissu hvernig skildi afgreitt heldur ætluðu þeir sér að koma með spurningu sinni höggi á Krist með svari hans til að sakfella hann og ákæra.  Við sjáum hjörtu sem leita ekki hins góða heldur í raun og veru hins illa og að faríseunum og fræðimönnunum á staðnum er heitt í hamsi og einnig að spurningin við slíkar kringumstæður hlýtur að hafa verið talsvert snúin fyrir Krist og skírir máski hví hann beygir sig niður í sandinn og tekur að skrifa í hann.  Við vitum svar hans og einnig að konunni var ekkert mein gert.  Kristur kom til að bjarga mannslífum en ekki tortíma fólki.

Í byrjun tókum við skilaboðin fram sem menn flytja hverjir öðrum í dag með svo léttum leik og drápum lítillega á að skilaboðakerfið sé gamalt fyrirkomulag og ekki fundið upp með tölvunni né snjallsímanum heldur sé þessu tækjadóti nútímans nokkuð eldri leið.  Og máski að á tímum Krists á jörðinni hafi verið algeng fyrir  fólk að koma til ákveðinna staða og rita skilaboð í sandinn og að menn og konur hafi vitað um þessa staði og komið á þá annað veifið til að sjá hvort einhver hafi skilið eftir skilaboð til sín.  Kannski fóru menn þangað og rituðu skilaboð í sandinn til Hr. X- um að koma til fundar við Hr. B- á tilteknum stað og tilteknum tíma síðar í dag og að Hr. X hafi átt von á þeim og kíkt reglulega við til að fá vitneskju um hvenær skildi mætt.  Gæti alveg hafa verið því að menn á öllum tíma hafa fundið leið að allskonar hjá sér og alltaf hist til að funda og gera allskonar sem mannlífið kallar eftir.  Fundur fer fram á tilteknum tíma sem allir sem mæta vita.  Og segir ekki frá því að á tímum ofsókna kristinna eftir krossfestingu Drottins að menn hafi teiknað hálfan fisk í sand eða á vegg og annar kristinn dregið upp hinn helminginn.  Þannig vissu kristnir hverjir af öðrum. 

 

 

 

 

30 mars 2020

Af lestri Guðspjallanna, einkum Jóhannesarguðspjalls, kemur fram að Kristur er aðilinn með allt vald í kringumstæðum.  Þetta birtist í áformum manna sem komu gegn honum en gátu ekkert gert:  „Jóhannesarguðspjall. 7. 6.  Jesús sagði við þá:  Minn tími er enn ekki kominn en ykkur hentar allur tími.“-  Þetta segir okkar að þess vernd tilheyri honum og sé frá Guði og gerir kleyft að klára verkið sem hann hóf við að gera allt tilbúið sem koma á sem stæði af sér storma, bylji og öll manngerð veður.  Átt við ofsóknir sem kirkjan þolir. 

Hvað er Kristur að undirbúa svo öflugt að ekkert fær grandað því?  Gjöf Heilags Anda, trú mannsins á Krist og kirkjuna sem héldi utan um þetta allt saman.  Þetta var á leiðinni en undirbúningsvinnan ennþá ekki búinn á meðan Kristur enn gekk um í mannhafinu með fræðimennina og faríseanna áfram sjóðilla gegn sér og til að hindra vilja Guðs.  Inn i mannhafinu sagði hann öll Orðin sem áttu að heyrast og verða eftir hjá fólkinu er hann færi.  Orðin eru skráð í Nýja testamentinu.  Á meðan grunnvinnu hans var ekki lokið gat hitt ekki komið.  Á meðan svo var í stakkinn búið gekk hann áfram um meðal fjöldans og innanum alla salt vondu fræðimennina og faríseanna og vann að markmiði Föðurins.  Frelsun sálna.  Þessu stóðu þeir raunverulega gegn vegna þess að sjá ekki ljósið.  Grunnvinnunni varð því að ljúka og útskírir hví menn gátu ekki fjarlægt Krist sem valdsmönnum Gyðinga er þó umhugað að gera en hafa bundnar hendur án þess að átta sig á og sjá bara að margt fólk dregst að og hrífst af.  Farísearnir og fræðimennirnir töldu sig hafa allt vald og alla heimild til að stöðva hann og hvern annan sem var en upplifa sig samt alveg máttlausa er kom að Jesús.  Sáu ekki valdið sem í honum bjó.  Er þetta annað en bein vísbending um Guð sem stendur með sínum manni?  Gildir ekki sama í dag fyrir vora trú?  Tel svo vera.

Við, vantrúin, teljum okkur hafa allt vald í okkar hendi en samt gerist ekkert er kemur að kirkjunni, áhrifamætti kirkjunnar og starfi hennar sem heldur áfram með svipuðum hætti í hverjum tíðaranda og í gegnum aldirnar.  Það að vísu mis öflugt og er af því að trúaðir menn bugast en kemur afli og mikilleika kirkjunnar ekkert við né honum sem vann grunnvinnuna og við vitum að er Jesús.  Ekki setja samasemmerki milli upprisins Krists og okkar sem reynum að framfylgja eigin trú og gengur misvel. 

Að halda fullum dampi hvernig sem annars viðrar og hvernig sem atgangur kringum okkur sé stafar af grunnvinnu þeirri sem Kristur vann og sagði um að sinn tími væri enn ekki kominn.  Elja hans og trú er vor bjargvættur.  Kristur kom, og við, trúin, teknir við af honum.  Verndin stöðvaði allar árásir á hann þó menn aftur og ítrekað reyndu allt sem þeir gátu til að taka Krist úr umferð.  Með sama hætti og Kristur erum við varin og líka vitum en áttum okkur samt ekki alltaf á þessu og látum undan og höfum þá gleymt að tími sigurs sé núna.  Orð hans réðu gangi mála en ekki plan faríseanna og fræðimannanna sem miklu fyrr í sögunni vildu drepa Kristi en gátu ekki.  Orð Krists voru honum skjöldur.  Þetta gildir enn.

Á einum stað lauk tíma hans hér.  Þá var ekki að sökum að spyrja að allar varnir hrynja.  Og menn gerðu það sem þeir plönuðu og handtóku hann eins og hvern annan stigamann.  Þetta minnir okkur söguna um Samson sem uppljóstraði leyndarmálinu um afl sitt við konu sem endalaust suðaði í honum en reyndist á valdi óvinarins.  Samson og missti afl sitt og varð aumur sem allir aðrir menn.  Ekkert samt svoleiðis skeði í tilviki Krist heldur lagði hann varnirnar frá sér er allt var gert og gekk restina af leiðinn upp að krossinum til að geta hleypt öllu hinu sem hann vann að í framkvæmd.  Sem sagt:  „Virkjað aflstöðina.“-  Dauði Jesús og upprisa og á eftir gjöf Heilags Anda og stofnun kirkjunnar er birtingarmynd aflsins.  Rétt er það að heift og hatur vantrúar kom honum á krossinn.  Kristur með þessu sýnir alvarleika syndarinnar og mikilvægið á að sigrast á synd.  Og ég trúi.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

28 mars 2020

Að gera það eitt sem Drottinn bendir á eru ekki orð út í bláinn heldur komin af munni Jesús:

„Jóhannesarguðspjall. 5.  19-21.  Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður:  Ekkert getur sonurinn gert af sjálfum sér.  Hann gerir það eitt sem hann sér föðurinn gera.  Því hvað sem hann gerir, gerir sonurinn einnig.  Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt sem hann gerir sjálfur. Hann mun sýna honum meiri verk en þessi svo að þér verðið furðu lostnir.  Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá sem hann vill.  Enda dæmir faðirinn engan heldur hefur hann falið syninum allt dómsvald svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn.  Sá sem heiðrar ekki soninn, heiðrar ekki föðurinn sem sendi hann.“-

Kristur gefur vitnisburð um að hann geri ekkert nema það sem hann sjái Föðurinn gera.  Orð Jesús eru afskaplega skír skilaboð um verk af sama meiði.  Segist Kristur verða að vinna svona hvað þá heldur ég og þú sem daglega berjumst við vantrú, efa og annað sem togast á og reynir að sveigja okkur af leið og beygja af vegi lifandi Guðs.  Sjáum við hér hver fyrirmynd okkar sem trúum sé?  Máski.  En störfum við svona?  Veit ekki en vonandi einhver okkar en breytir ekki hinu að Kristur segist gera það eitt sem hann sjái Föður sinn gera og viðurkennir að beri hann sjálfum sér vitni sé vitnisburður hans ekki gildur.  Hann bendir á að Faðirinn sé aðilinn sem beri honum vitni.  En hver ber okkur vitni?  Maður eða sjálfur Faðirinn?  Vonandi báðir. 

Orð Guðs segir sannleikann.  Það vitnar um Krist og hreint samband hans við Föðurinn:

„Jóhannesarguðspjall  5. 22-23.  Enda dæmir faðirinn engan heldur hefur hann falið syninum allt dómsvald svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Sá sem heiðrar ekki soninn, heiðrar ekki föðurinn sem sendi hann.“-

Jesús segist frambera réttlæti Föðurins og segir af hverju hann velji þessa leið.  Til að fólk, ég og þú, heiðrum Föðurinn.  Heiðrum við Föðurinn gerum við eins við Son Guðs.  Jesús lagði sig í framkróka um að dæma rétta dóma.  Skildi mikilvægi réttlátra dómsniðurstaða.  Hann viðurkennir að hafa fengið frá Föðurnum allt dómsvald, sem í felst gríðarleg ábyrgð.  Með dómunum birtist réttlæti Guðs og er mikilvægt atriði í samfélagi sem vill standa undir nafni sem réttlátt.  Þetta gerir Guðssamfélagið gott.  Kristur gætir þess að ekki falli blettur á Föðurinn af hans völdum né síns fólks.  Hér sjáum við ábyrgð sem snýr að okkur sjálfum.

Sjáum við ekki líka hvernig Kristur setur okkur línurnar fyrir daglegu lífi?  Samt er svo mikið af uppgjöf þegar betra væri að keppa sjálf eftir því að opinbera réttlæti Drottins og gera sýnileg með verkum okkar, orðum okkar, hegðun okkar og í öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur?  Kristur gerði þetta og á það inni hjá bæði mér og þér sem honum tilheyrum að breyta með sama hætti og hann.  Samt eru sum okkar enn þjófar, enn lygarar og bregðumst oft við áreiti með kjafti og klóm og sýnum stundum af okkur ógnandi framkomu við aðra en vitum þó að vera erindrekar réttláts og óaðfinnanlegs Jesús sem sjálfur dæmir einvörðungu réttláta dóma til að ekki falli blettur á heilagann Föðurinn.  Við viðurkennum að eiga þessa fyrirmynd í Syninum sem framkvæmdi bara það sem hann sér Föður sinn gera til að fá áunnið sem flest af fólki og dregið til krossins og um leið upprisunnar. 

Kristur leggur okkur hinum línurnar og talar út Orð fyrir margt löngu sem hann segir um að ekki stafkrókur verði felldur úr gildi í.  Sjáum við ekki einnig hvernig Kristur er að draga sitt fólk aftur til Orðsins og frá öllum þessum frösum sem kirkjan hefur tekið við.  Kristur gerði bara það sem hann sjálfur sá að Faðirinn gerði.  Skiljum við merkinguna?  Guð gefi það já.

 

 

 

 

27 mars 2020

Um hvað snýst lífi mitt og almennt manna og kvenna?- er spurning sem margir á einhverju stigi lífsins áreiðanlega velta upp.  Að hvers konar niðurstöðu fólk kemst er ekki gott að segja en líklegt að þær séu jafnmargar fólkinu sem pælir slíkar pælingar sem til eru á eðlilegar skíringar og liggja einkum í að lífið er strangt til tekið líf Palla eina í heiminum og í nokkurt sannleikskorn.  Engin fær séð út um þín augu né heyrt með þínum eyrum.  Slíkt er engum gefið.  Þetta vitum við.  Það sem ég heyri og sé er engin vissa fyrir að þú hafir heyrt né séð.  Og eða öfugt.  

Augljósasta dæmið um þetta er þegar fleiri enn ein manneskja lýsa kappleik í sömu beinu útsendingunni.  Hver og einn lýsandi segir frá því sem hann bæði sér og sjálfur upplifir á kappleiknum.  Lýsing eins og sama leiks getur verið breytileg þar sem nokkrir lýsendur sjá um verkið.  Heildarniðurstaðan samt heldur sér.  Einn leikmaður fékk rautt spjald og öðrum leikmanninum vísað af velli og þrjú mörk skoruð og móti tveim mörkum.  Allir segja frá þessu.  Á slíkum andartökum beinist öll athygli vallargesta sjálfkrafa þangað.  Hvað annað gerist á meðan vita fæstir um.  Heitir líka „Sjónhverfing“ sem oft er nýtt í leikhúsum er eitthvað að sjá skyndilega hverfur.  Aðferðin er einföld.  Á hinum enda sviðsins skeður óvæntur atburður sem beinir augum allra í sal þangað.  Á meðan gengur hann sem hvarf burtu í rólegheitum og fólkið sér að manneskjan er horfin eins og jörðin hafi gleypt hana og veltir fyrir sér hvernig gat skeð.  Þarna ráða sekúndur úrslitum.  Þetta er sjónhverfing. 

Það sem sjónvarpsáhorfendur sjá af kappleiknum er verk einstaklings sem stjórnar beinu útsendingunni og beinir myndavélunum þangað sem hann sjálfur metur að sé best fyrir leikinn.  Einnig það breytist milli stjórnanda.  Þó rammi sé gerður er svigrúm innan hans nokkuð sem hæfileikar manns nýtir.  Engir tveir menn gera því nákvæmlega eins. 

Svona þó vinnur ekki Kristur.  Kringum boðun Orðsins eru engar sjónhverfingar til heldur er sannleikanum í öllu sínu veldi beitt og manneskju eftirlátið að trúa eða trúa ekki.  Engir feluleikir, engar blekkingar viðhafðar, engar sjónhverfingar uppi sem andartak draga athygli allra til sín.  Boðunin er borðleggjandi staðreynd sem menn annaðhvort móttaka eða hafna.  Það sem boðið er uppá er Kristur sjálfur og verkin sem hann vinnur. 

Sumir trúa ekki nema fyrst að sjá.  Slíkt er ekki það sem trúin sjálf segir um að trú sé.  Engin þarf trú fyrir því sem hann heldur á.  Að vænta og bíða er annað og krefst trúar. 

Á biðtíma hjálpar trúin okkur.  Gegnum hana sjáum við lausn.  Í trúnni bíðum við þolinmóð, fullviss um farsæla lausn.  Og farsæld kemur en máski ekki eins og við bjuggumst við.  Biðtíminn er samt flestu okkar erfiður og af aðeins einni ástæðu.  Lítilli trú.  Trúnni er áfátt.

Annað gildir um manneskju sem er mitt inni í sinni eigin þjáningu, áhyggjum og kvíða.  Hún þarf á trú að halda og hefur þessu til staðfestingar fjölmargar frásagnir úr Biblíunni sem taka undir þetta.  Og manneskjunni verður að bæn sinni. - Fyrir trú.  Ekki gleyma að við verðum að halda í bænasvarið uns það er í hendi og muna að bænasvarið tali líka og segir við hann og hana sem beið að nú sé það komið og því ljóst að trú fyrir því þurfi ekki lengur.  Nú hefur reynslan vaxið og verða hjálpleg næst er á reynir.  Allskonar mun áfram gerast sem bæði hressir og kætir.  Og eða mæðir og særir. 

Á hverjum tíma þurfum við trú.  Bænasvörin eru hjálpleg en breyta engu um að ég þarf áfram að eiga til trú.  Og vitið þið af hverju?  Lífið heldur áfram.  Líka eftir hvert bænasvar. 

Trú mun áfram tala og hvetja trúaðu til að trúa.  Og munum!  Þetta er ekki búið.

 

 

 

 

26 mars 2020

„Ég skil þetta ekki.  Getur þú útskírt mál þitt betur?“- er hreinskilið svar manns og hreinskilin spurning.  Með þessu viðurkennir fólk að hafa ekki alveg náð því sem viðkomandi er að segja.  Ástæður geta verið margar.  Og stundum komum við af fjöllum í málum. 

Það sem verið er að segja hér er að allt fólk þarf að geta rökstutt orð sín og mál sé fram á það farið við það.  Og slíkt gera allir góðir kennarar og fræðarar.  Þeir tala skírt og gera af þekkingunni sem þeir hafa aflað sér og útskíra.  Skírt mál kemur af að vita um hvað sé verið að tala.  Menn eru vel að sér.  Fólk heyrir þetta.  Slíku fólki vefst ekki tunga um tönn. 

Menn sem taka sjálfa sig nógu alvarlega haga sér með þeim hætti að vita sjálfir um hvað þeir tali og minnka með því hættuna af að skilja áheyrendur eftir með fleiri spurningar en þeir komu með.  Menn þurfa stundum að rökstyðja orð sín.  En gerir fólk þetta?  Allur gangur er á og viðbrögð sumra:  „Æ, góði haltu kjafti“- og fara.  Svona gerir heimurinn.  En kristnir?  Ætli þeir segi nokkuð frekar en fyrri daginn. 

Skoðum samtal Jesús við mann að nafni Nikódemus:

„Jóhannesarguðspjall. 3. 9-15.  Þá spurði Nikódemus: „Hvernig má þetta verða?“  Jesús svaraði honum: „Þú ert lærifaðir í Ísrael og veist þetta ekki?  Sannlega, sannlega segi ég þér: Vér tölum um það sem vér þekkjum og vitnum um það sem vér höfum séð en þér takið ekki á móti vitnisburði vorum.  Ef þér trúið eigi þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa er ég ræði við yður um hin himnesku?  Enginn hefur stigið upp til himins nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn.  Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig á Mannssonurinn að verða upp hafinn svo að hann veiti hverjum sem trúir á hann eilíft líf.“-

Hér ræðir Jesú við holdlegan mann sem heitir Nikódemus sem átti samt stöðu sinnar vegna að vera betur að sér í málinu og eru Orð Jesús sjálfs.  Kristur talar við hann um endurfæðinguna sem hinn er aldeilis ekki að skilja né meðtaka með neinum hætti hvað sé og kemur því af fjöllum.  Fyrsta sem kemur upp í huga Nikódemusar er barnsfæðing og til sjálfs síns sem roskins manns.  Um hvað er maðurinn að tala?  Hvernig má þetta vera?  Hvað er þetta?

Kristur sér að ráðherrann er alveg skilningsvana og heldur áfram með efnið vegna þess að sjá að hann vill fræðast og sé áhugsamur.  Og hann kemur með útskíringar á máli sínu sem örugglega verða honum hjálplegar, kannski ekki akkúrat á þessu andartaki en örugglega síðar og þegar trúin er komin yfir Nikódemus.  Eins og mér skilst að hafi gerst. 

Kristur leggur ekki bara Orð inn í hjarta ágæts Nikódemusar umrædda nótt heldur einnig komandi kynslóða sem til þessa dags er fólki hjálplegt við að skilja betur innihald ritningarinnar.  Til að mynda um merkingu endurfæðingarinnar og hvað hún sé. 

„Ef þér trúið eigi þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa er ég ræði við yður um hin himnesku?“- segir Kristur í 12 versi 3 kafla.  Það sem Jesús bendir Nikódemusi á er öllum trúuðum gagnlegt.  En eitt er að vera holdsins maður og annað andlegur maður.  Holdsins maður hváir yfir svona en ekki andlega þenkjandi fólk.  Andinn staðfestir og tekur tekur undir þau og veit að ekki sé verið að tala um aðra líkamlega fæðingu.  Að ganga með Kristi eykur skilning á verkum hans og Orðum. 

Við munum að Kristur sagði strákunum að varast súrdeig faríseanna.  Eftir útskíringu vitum við einnig að hann átti ekki við að forðast súrdeig í brauði heldur óguðleg verk þeirra. 

 

 

 

 

25 mars 2020

Allt sem gerist hefst á einum stað og hefur, strangt til tekið, eigin dagsetningu.  Sumt sem skeður er hægt að fletta upp og sjá daginn og jafnvel klukkan hvað skeði. 

Og sumt sem menn segja getur fylgt þeim það sem eftir lifir.  Sum Orð Jesús eru Orð af þessum toga og greinilegt að gengu meðal fólksins löngu eftir að hafa verið töluð.  Þó ekki sem uppörvun og hvatning heldur sögð í hneykslunartón,  Til að mynda þessi orð:

„Jóhannesarguðspjall.  2. 19.  Jesús svaraði þeim: - Brjótið þetta musteri og ég mun reisa það á þrem dögum.“ –

Þessi Orð hans lifðu með fólkinu því að við sjáum að menn néru honum þau um nasir er hann hékk á krossinum og kominn við dauðans dyr.  Hve langur tími er þarna á milli er ekki gott að segja en Orðið sjálft talar um að starfstími Jesús á jörðinni sé þrjú og hálft ár og sennilegt að Orðin hafi verið töluð út í máski byrjun boðunarferils Drottins.  Þó ekkert segi neitt til um það.  Enda hrein ágiskun. 

Er ráðamenn Gyðinga heyrðu þau urðu þeir sem vonlegt er hneykslaðir.  Allir Gyðingar vissu að musterið hafði verið í byggingu í fjörtíu og sex ár.  Við hins vegar vitum að hann var ekki að tala neitt um hús byggt úr múrsteinum. 

Er hann steig niður til Heljar og reis upp á þriðja degi, eftir að hafa klárað allt sitt verk á jörðinni, gat hann lokið verkinu sem hann kom til að gera og reist kirkju sína sem alfarið styddist við þau Orð sem hann áður hafði talað.  Sem sagt!  Jesús aðskildist frá sínu fólki í þrjá daga og sameinaðist því á nýjan leik í mætti trúar og Heilags Anda eftir upprisu.  Ekki sem breyskur og veikleika vafinn maður heldur sem Drottinn drottna og Konungur konunga og er markmið Föðurins.  Allt sem Kristur hefur hér hjá okkur verður til fyrir kraft Heilags Anda.  Eftir dauða hans á krossinum birtist hann fólki sínu í upprisukraftinum og varð sýnilegur sem þeirra eigin trú staðfestir.  Alveg eins og Kristur reis upp fyrir sína trú munum við, ég og þú, rísa upp fyrir okkar.  Við þurfum bara að trúa.  Hún er nauðsýnleg.  Fólk eignast sama og Kristur eftir að hafa tekið trú á hann.  Ekkert flókið mál þó fólki gangi oft erfiðlega að skilja þetta.  Synd er afl til dauða en trúin á Jesús kraftur til lífs.  Og meira!  Eilífs lífs.  Það er af þessu sem við segjum að maður sé stiginn yfir frá dauða til lífs og geri þegar eftir frelsun sína. 

Engin spurning er um að sum Orð Krists fylgdu honum eftir.  Ekki samt alltaf með skilningi heldur vanskilningi og í raun sett fram sem háð og spott.

Hér skilur algerlega á milli manna sem eiga Krist í hjarta sínu eða eiga hann ekki.  Ljóst er að lærisveinar Krists heyrðu ofanrituð Orð hans líka og muna eftir er Kristur reis upp.  Þá opinberaðist sannleikur Orðanna fyrir þeim.  Svona vinnur trúin.  Einnig sjáum við að Orð lifandi Guðs tekur sér bólstað í hjartanu, hvort sem við veitum því eftirtekt eða ekki.  Orð Guðs hverfur ekki til baka fyrr en það hefur unnið sitt verk og er fyrirheit.  Og hver veit nema ágætir ráðamenn Gyðinga sem hneyksluðust svo mjög hafi akkúrat frelsast fyrri þessi Orð og leiddu til lífsins?  Um það segir ekkert en við vitum hvernig Orðið vinnur að það ber sinn ávöxt þegar réttur tími er fyrir ávöxt.  Orð Guðs er lifandi.  Það býr í hjörtum lifandi manna og opinberast þeim gegnum trúna.  Vantrú getur vel munað allskonar og jafnvel úr Orði Guðs en opinberun er engin því að hún er gefin gegnum trú fólks á Jesús.  Þangað til er skilningur á Orðunum sami og í upphafi og engin.  Heilagann Anda þarf til að útskíra Orð Guðs.  Heimur myrkur og ljóss er sem sjá má algerlega raunverulegt ástand og að ljós útrekur myrkrið.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

24 mars 2020

Eðlilegt er að brúnir sígi eftir að sumt sem verið hefur er raskað með óvæntum breytingum.  Hún getur vel hreyft við stóísku rónni og vakið upp flóru spurninga.  Breytingar eru samt ekki vandinn heldur hvernig við tökum þeim.  Sumt þekkjum við vel og einnig líkar vel.  Sé í þetta höggvið koma viðbrögð.  Þá getur og skorist í odda:  „Ég velti svona löguðu nú ekki mikið fyrir mér“- segir ein.  En hvað um blaðið sem barst ekki um morguninn?  Mönnum er ekki sama og sá sem fór öfugu megin framúr til að fletta blaðinu tuðar? 

Er Kristur var að koma fram og Jóhannes skírari byrjaður að starfa er engin efi uppi um að þessir menn hafi vakið fólki annað en óteljandi spurningar:

„Jóhannesarguðspjall.  1. 19-23.  Þessi er vitnisburður Jóhannesar þegar ráðamenn í Jerúsalem sendu til hans presta og Levíta til að spyrja hann: „Hver ert þú?“  Hann svaraði ótvírætt og játaði: „Ekki er ég Kristur.“  Þeir spurðu hann: „Hvað þá? Ertu Elía?“  Hann svarar: „Ekki er ég hann.“  „Ertu spámaðurinn?“  Hann kvað nei við.  Þá sögðu þeir við hann: „Hver ert þú? Við verðum að svara þeim er sendu okkur. Hvað segir þú um sjálfan þig?“  Hann sagði: „Ég er sá sem Jesaja spámaður talar um. Ég er rödd hrópanda í eyðimörk er segir: Gerið beinan veg Drottins.“-

Hér lesum við um Jóhannes sem hóf að starfa á Akri Guðs á undan Kristi.  Við sjáum að verk hans vekur athygli og eftirtekt og endar með því að Farísear senda menn til hans og spyrja hvort hann sé þessi eða hinn og hver hann eiginlega sé.  Svarið sem sendimennirnir fá til að flytja yfirboðurum sínum er glæsilegt en ekki alveg víst að viðtakendur skilaboðanna líti þau sömu augum.  Samt eru þeir mennirnir sem hefðu átt að vita hvað í gangi væri en gerðu ekki heldur komu í gegn og hertu andstöðu eftir að Kristur gengur inn í og yfirtekur verk hins.  Við munum að Jóhannes skírari var handtekinn af Heródesi landsstjóri og honum varpað í fangelsi og síðar hálshöggvin.  Allar götur frá því að Kristur kom fram eru blendin viðbrögð fólks.  Hjá sumum vaknar ofsagleði, öðrum tortryggni.  Þarna mátti og sjá öfund og afleiðingar hennar hreint hatur: 

„Jóhannesarguðspjall. 1.  46-49.  Natanael sagði: „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?“  Filippus svaraði: „Kom þú og sjá.  Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: „Hér er sannur Ísraelíti sem engin svik eru í.   Natanael spyr: „Hvaðan þekkir þú mig?“  Jesús svarar: „Ég sá þig undir fíkjutrénu áður en Filippus kallaði á þig.“  Þá segir Natanael: „Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.“-

Natanael, sem að ég held að komi ekki meira fram í Nýja testamentinu, fær flott meðmæli frá Drottni.  Undireins og Jesús kom upplaukst fyrir Natanael þessum að hann standi andspænis honum sem Gamla testamentið talar um að skuli koma og færa allt aftur í gott lag hjá Gyðingaþjóð og sé sjálfur konungur Konunganna.

Svo hófst vinnan og menn fljótt að skipa sér í flokka.  Allskonar skoðanir og viðhorf koma og fram.  Sitt sýnist hverjum um ágætið og fráleitt að allt fólk falli í stafi af hrifningu.  Eitt af því sem Kristur gerir er að sýna sínu fólki viðbrögð fallins mannkyns við hinu góða sem hann hvetur til að sé ástundað.  Vandinn sem honum mætir er hjarta fyllt illsku.  Fólk sem honum fylgdi/fylgir var ekki vandinn.  Illskan og hatrið eru það.  Þetta er vandinn.

Sömu viðbrögð má enn sjá er Kristur er boðaður.  Allar birtingarmyndirnar má sjá.  Biblían skráir öll þessu viðbrögð fólks til að við lærum rétt um alvarleika synda.  Væri ekki svo værum við talsvert slakari kennslu í dag en er.  Trú gerir ráð fyrir að við vitum sumt.  Kristur kom og birtir afleiðingar syndar ásamt að benda á að vera endir hennar.  En gerir í kærleika.

 

 

 

 

23 mars 2020

Líf og dauði vill oft vefjast fyrir fólki hvað í raun og veru sé.  Má vera að einhverjir hnjóti um orð af þessum toga en eftir að hafa gefið orðunum tækifæri og leitað útskíringa á hvað átt sé við gæti komið á önnur mynd sem styður upphafsorð pistilsins.   Við sem trúum á Jesús trúum og að hann sé lífið og að dauðinn sé sigraður af upprisukrafti Jesús. 

Á einum stað Lúkasarguðspjalls lesum við:

Lúkasarguðspjall 24. 5b-7  „Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra?  Hann er ekki hér, hann er upp risinn.  Minnist þess hvernig hann talaði við yður meðan hann var enn í Galíleu.  Hann sagði að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur en rísa upp á þriðja degi.“- Magnað.  Fullkomlega eðlileg viðbrögð venjulegra manneskja sem vita eins og allt annað fólk gerir að dauðinn fylgi lífi manna og að fólk deyr.  Sumir reyndarlangt fyrr tíma sinn.  Samt spyr engillinn sem mætir konunum tveim sem komnar voru til að smyrja Jesús smyrslum þeim sem til siðs var í landi Gyðinga, hví þær væru hér staddar.  Það er, í gröf dauðs manns.

Er spurning engilsins óviðeigandi?  Nei.  Hann vissi til hvers Kristur er kominn og að með komu hans yrði dauðaum vikið úr vegi í eitt skipti fyrir öll.  Um þetta talaði Kristur meðal annarra orða sem greinilega þeir sem næstir honum voru meðtaka engan veginn né skilja með neinum réttum hætti.  Sama gildir stundum um okkur og er vandi okkar trúaða fólksins að trúnni í hjartanu sé áfátt.   Og fyrir kemur að við leitum að lífinu innan um hina dauðu.  Hvað með þrasarann sem bíður eftir færinu á að þrasa við þig?  Og eða hinn neikvæða og yndislegu manneskjunni sem kyngir öllu öfugu sem þú segir?  Hvað annað en dauða hefur slíkt fólk í för með sér fyrir þig?  En hve oft leitum við ekki þangað aftur og eða höggvum í sama knérunn? 

Sjáum að dæmi sé tekið alla þessa, hvað segir maður, hópa sem segjast vera með boðskap til jarðarbúa og telja sig með honum hafa höndlað lífið.  Inn í slíkum kringumstæðum gætum við sem eigum til þekkingu og lífið í Jesús nafni komið og spurt fólkið að því hví það leiti að lífinu hjá sjálfum dauðanum. 

Ekki er samt svo að skilja að neinum komi neitt við hvað annað fólk geri né velji fyrir sig.  Samt væri hægt að bera upp slíka spurningu inn á svona stöðum því við sem tilheyrum Jesús játum hann einan sem upprisuna og sem lífið og að ekkert annað afl bjóði sama og Kristur geri.  Við höfnum öllu öðru sem jafngildu því sem Jesús afrekaði.  Guð sjálfur sendi Son sinn til jarðarinnar til að við gætum dregið hring utan um eitt nafn.  Nafnið Jesús. 

Og væri það ekki hræðileg staða fyrir mig sem kristins manns komi til mín engill sá sem mætti konunum tveim og spyrji mig hví ég leitaði að Jesús meðal hinna dauðu vegna þess ég væri þá staddur á stað þar sem ekkert líf væri í neinu þar sem ég væri?  Við sjáum að þessir staðir eru víða og ekki bara inn í grúppum sem merktar eru annarskonar átrúnaði:

„Lúkasarguðspjall 24.  10b.  Þær sögðu postulunum frá þessu.  En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki.

Á hvaða stað voru lærisveinarnir akkúrat á þessu andartaki?  Voru þeir á öðrum stað en stað dauðans.  Lafhræddir menn vegna alls sem á undan hafði farið.  Saklaus maður var myrtur og til stóðu að gera eins við fleiri úr hópnum.  Dauðinn lá yfir öllu.  Og hvað kom í ljós?  Kristur er ekki þar heldur kominn á annan stað og þar sem leikur sér og hlær lífið.  Hann er upprisinn og Guðsríkið á jörðu við að fæðast fram í hinum trúuðu.   Já.  Hann heitir Jesús.  Jesús er lífið.  Jesús sigrar dauðann.  Afneitum því ekki nafninu Jesús.  Fylgjum honum.

 

 

 

 

22 mars 2020

Ástandið getur orðið með þeim hætti að við verðum svo þreytt á því að við viljum með hvaða hætti sem er losna undan „þessu endalausa nuddi, juði og tuði.“- Allt í kring hefur verið með þeim hætti að allskonar upphlaup og stóryrði hafa gangið án þess að við sjálf höfum beðið um né á neinn hátt getað spyrnt við fæti.  Og við verðum þreytt og fáum loks upp í háls.  Ekkert ætlar að breytast.  Sem er rangt.  Allt hefur sinn tíma.

Er maður leiðir hugana að þeim dögum sem Kristur var upp á sést að samtími hans upplifir bæði súrt og sætt.  Óstjórnlega gleði og hamingja saman við leiðindi og upphlaup og neikvæða umræða.  Allt í kringum þennan eina mann, sem þó bað um ekkert af þessu, er á vörum fólksins.  Vandinn lá alls ekki hjá honum sjálfum heldur í afstöðu fólksins til sín.  Sem ýmist var með honum eða algerlega andstætt honum. 

Við munum eftir illu öndunum sem maðurinn í gröfunum var haldinn af og hvert þeir fóru eftir að hafa verið reknir út af manninum.  Munum að Kristur sendir þá í svínahjörð sem þar var á beit skammt frá og að öll svínin trylltust og að hjörðina fór af stað og hljóp stjórnlaus fram af hamrinum sem þar var og ofan í vatn og drukknaði.  Munum og hvað íbúar þorpsins sem átti þessa svínahjörð sögðu við Jesús að þeir báðu hann um að yfirgefa þá.  Sem hann og gerði.  Kristur er með þá reglu að vilji menn hann ekki kemur hann heldur ekki.

En hver er grunnur ákvörðunar þorpsbúa?  Getur verið að fólkið hafið áður verið búið að heyra allskonar sögur af þessum Jesús og ekkert kært sig um hann hjá sér né allt vesenið í kringum hann og að eftir að svínin öll í þeirra eigu eru dauð og að það hafi bundið á endahnútinn á ákvörðun fólksins?  Máski?  Já!  Sennilega.  Líklegt er að fólkið í þorpinu hafi verið búið að heyra allskonar um Jesús.  Allavega óskar það eftir því við hann að hann verði ekki kyrr hjá því.  Maðurinn sem varð heill skiptir það greinilega engu máli.  Hafði maður þessi enda í langan tíma hrellt þorpsbúa með skelfilegu ástandinu á sér:  „Fuss!  Ég þekki hann.  Þessi breytist ekki neitt.“- Samt var hann breyttur.  Íbúarnir voru orðnir dauðþreyttir.

Þreytan er lýjandi horfi menn framan í að þetta ætli ekkert að breytast.  Skoðum ritninguna:

„Lúkasarguðspjall.  23. 20-24.  Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan. 21 En þeir æptu á móti: „Krossfestu, krossfestu hann!“  Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá:  „Hvað illt hefur þá þessi maður gert? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum. Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan.“  En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu að hann yrði krossfestur. Og þeir höfðu sitt fram.  Þá ákvað Pílatus að kröfu þeirra skyldi fullnægt.“-

Hér mögulega má sjá viðbrögð af beint þreytu sem kominn er yfir liðið af ástandinu sem verið hafði í landinu í nokkur ár og við lesum um í Guðspjöllunum.  Takið eftir því, í nokkur ár voru í gangi allskonar upphlaup og upphrópanir.  Slíkt þreyttir fólk.  Trúð því. 

Þessa þreytu má sjá í ofsafengnum viðbrögðunum þarna á torginu:  „Losum okkur við hann.  Látum krossinn fá hann.“- sagði fólkið.  Kannski vissi obbi manna á staðnum að Jesús hefði ekkert unnið sér til sakar.  Þreytan og hugsunin um að þessu muni aldrei ljúka tel ég að hafi átt þarna fleiri en eitt atkvæði:  „Ætlar þetta aldrei að stoppa?“- pælingin.  Hún öll saman.

Allt verkferlið á staðnum er samt tær vilji Guðs.  Þetta vitum við.  En Drottinn sýnir okkur meira.  Bendir okkur á hvernig langvarandi neikvætt ástand gersamlega gerir fólk uppgefið að það á þá ósk eina að þessu bara ljúki til að það sjálft fái snefil af friði.  Hversu oft hefur það ekki gerst að þreytan hreinlega verði til þess að málum ljúki þó útkoman sé kannski ekki sú besta sem völ sé á en þreytan og upphlaupinn kringum mál sögðu:- „Stopp.  Nóg er komið?“

 

 

 

 

21 mars 2020

Trú krefur mann þekkingar og að vaxa í þekkingu á sér.  Það er trúnni.  Trú er með þeim hætti gerð að krefja manneskju ákveðinnar vinnu.  Hún segir henni hvernig sú vinna skuli fram fara.  Fari menn í sína trúarlega vinnu vex skilningur fólks á Jesús.  Og í því er nokkur akkur.  Heitir líka:  „Að vaxa í sinni trú.“-

Margt er torkennilegt og margt í Orðinu gengur okkur ekki vel að skilja en skilningurinn getur samt komið með því að rækja sína trú og gefa trúnni allan tíma til að þroskast og að verða þessi trú sem henni er ætlað.  Trú er líka skilningur á verkum Drottins.  Sumir kalla þennan skilning opinberun.  Það er réttnefni því hann er opinberun.

Skoðum ritninguna:

Og er stundin var komin gekk Jesús til borðs og postularnir með honum.  Og hann sagði við þá: „Hjartanlega hef ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður áður en ég líð.  Því ég segi yður: Eigi mun ég framar neyta hennar fyrr en hún fullkomnast í Guðs ríki.“-

Kristur segist lengi hafa þráð þessa stund með lærisveinahópnum sínum og nú sé hún við að bresta á.  Það sem honum hlakkar mest yfir er það sem sé að koma. 

Hvernig gerist það og hvar byrjar þetta Guðs ríki?  Í endurfæðingunni.  Í gjöf Heilags Anda.  Í trú minni.  Þangað liggja ræturnar.  Guðsríkið er ekki steinsteypu, ekki veglagning, ekki ríkisstjórn né hefðbundnir valdhafar.  Guðs ríkið skipar engum neitt en leggur línur en lætur mönnunum eftir að fylgja þeim.  Nú eða hundsa.  Guðs ríkið hefur lög og setur engin ný.  Þau sem eru standa.  Verk Guðs ríkis er að boða óaðfinnanlegan og fullkominn Jesús Krist föllnum manni og byggja menn uppí trú sinni.  Kristur í manni er Guðs ríkið.  Trúin birtir þetta Guðs ríki.  Og ég dey sjálfum mér. 

Guðsríkið, samkvæmt þessari skilgreiningu, er ekki afmarkað landsvæði með borgum og byggðu bóli, húsum og bílum, heldur ég og þú þar sem við erum.  Í trúnni býr allt afl Krists og aflið sem hann hefur og gefur sínu ríki, Guðsríki, er ósigranlegt.  Alla sem Jesús tekur að sér fyllir hann Heilögum Anda. 

Einstaklingur með trú í sínu hjarta er kirkjan.  Er Guðsríkið.  Svona talar Orðið sjálft.  Yfir þessari niðurstöðu fagnar Kristur og eftir þessu beið hann.  Að þetta skildi vera að bresta á gladdi hann og fyllir öllum fögnuði.  Kristur skilur hvað Guðsríkið sé en okkur gengur verkið verr vegna þess að sjá okkur ekki sjálf sem þetta mikilfenglega Guðsríki sem Kristur segir þó um að við séum.  Okkur gengur verkið illa að sjá sigra sem við þegar höfum öðlast.  Vitum ekki né gerum okkur grein fyrir þætti himinsins sjálfs sem stóð við hlið okkar vegna Heilags anda í okkur og trúarinnar á Krist.  Allt í krafti hins upprisna Jesús Krists sem, takið eftir, býr í hjarta síns fólks og opinberar þetta Guðsríki á jörð.  Hvar eru þá landamæri Guðsríkisins.  Þau eru ekki til.  Og er ekki afnám landamæra ekki hluti boðunarinnar.  Við erum eitt í Kristi.

Við þekkjum afl Samsonar sem getið er um í Dómarabókinni.  Vitum að engin leið er fyrir heri Filista, mynd af hinu illa, að eiga neitt við Samson.  Hann er þeim þeirra stærsta ógn.  Þeir meta málið rétt.  Samson er þeim þetta.  Er aflið hvarf hættir Samson að verða ógn.  Sama gildir um trúna.  Hverfi hún hverfur líka ógnin sem stafar af henni fyrir allt Satans veldi.  Guðsríkið er Satani ógn sem útskírir allan bægslaganginn við að fjarlægja það.  Satan veit hverju hann stendur andspænis og ræðst því á veikleika fólks.  Þá segir virk trú:  „Rís á fætur og gakk af stað.“- Drottinn gerði margt óvenjulegt fyrir hendur og verk Samsonar.  Afl Samsonar, takið eftir því, er mynd af Guði.  Guðsríkið á jörð er afl, en meira þó kærleikur. 

 

 

 

 

4 mars 2020

Drottinn er magnaður og gerði margt sem okkur langar svo til.  Bæði vera sjálf, gera og líkjast honum af meira.  Við eigum samfélag og sérstakt bænalíf og höfum allt sem þarf til verksins í okkur og getum vel líkst Kristi en gerist ekki án viljans og mikilvægra verkanna.  Það þarf vinnu til að ná árangri hvort sem er í trú eða á öðrum vettvangi.  Og við eigum til trú og við erum fyllt Heilögum Anda.  Allt sem þarf býr bæði í andanum og í trú okkar.  Margt merkilegt kemur fram við lestur Biblíunnar.  Einkum Nýja testamentisins, sem er ritið sem Kristur sendi til jarðarinnar til að leiðbeina okkur um veg kristinnar trúar.

Það sem hann var fullríkur af er kærleikur sem öll okkar getum tekið undir að eiga til minna af en við sjálf vildum.  Kærleikur okkar flestra sem þó státum af trú er brokkgengur.  Er það annars ekki rétt?  Hver neitar þessu?  Ekki ég í það minnsta fyrir mig.

Skoðum ritningavers:

„Lúkasarguðspjall. 7. 11-15.  Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi.  Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni.  Og er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: „Grát þú eigi!“- Og hann gekk að og snart líkbörurnar en þeir sem báru námu staðar. Þá sagði hann: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!“  Hinn látni settist þá upp og tók að mæla og Jesús gaf hann móður hans.“-

Hvar sem Kristur fór um mætti honum mikill mannfjöldi.  Og allstaðar þar sem hann var vaknaði með honum þessi merkilegi kærleikur til manneskja í kring og einkum þeirra sem eiga bágt.  Og það fólk er fleira en við hugum að né vitum um en gæti undirstrikað margt hjá okkur.  Til að mynda um að gæta orða sinna. 

Sem sagt!  Kristur er á gangi í borg sem heitir Kapernaúm.  Þar hittir hann menn sem segja honum frá hundraðshöfðingja sem væri hræddur um að vera að missa kæran þjón sinn úr undirliggjandi sjúkdómi og klykktu út með því að hann ætti þetta skilið vegna þess að hafa reist samkundu og gefið þjóðinni.  (Sumir hafa reist mikla byggingu handa Guði en gáfu honum hana samt aldrei og þáði bara skattaaflsættina og þvíumlíkt sem svona byggingum fylgir og lög landsins kveða á um.  En það er annað mál.)  Kristur reyndar gefur ekkert út á allt sem maður þessi gerði en fer vegna kærleika síns til manns sem átti bágt og veitir honum það sem hann var beðin um.  Og hundraðshöfðinginn endurheimtir sinn kæra þjón. 

Skoðum framhald versanna:

„Lúkasarguðspjall.  7.  16-17.  En ótti greip alla og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: „Spámaður mikill er risinn upp meðal okkar,“ og „Guð hefur vitjað lýðs síns.“  Og þessi fregn um Jesú barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.“-

„Spámaður mikill er risinn upp meðal okkar- segir hér.  Vissulega er Kristur spámaður.  Þetta samt er ekki rétt lýsing fjöldans á honum.  Kristur er fyrst og fremst frelsari manna.  Hann frelsar fólk og gefur heimild til að dvelja eilíflega í ríki Guðs.  Engin getur verið honum fremri að getu né mætti sem afnemur og fyrirgefur synd og aflið sem skekkir allt sem Guð gerði beint og sagði um að skildi vera beint. 

Aftur er bent á mikilvægi þess að ég og þú sem trúum gefum Drottni rétta lýsingu og segjum um að hann sé frelsari manna.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

3 mars 2020

Á nýjum stað heldur lífið áfram og Drottinn hinn sami.  Þú vaknar að morgni dags, kveikir á kaffivélinni, sértu kaffimanneskja, og lest á eftir í Nýja testamentinu, eigir þú trú á Jesús Krist.  Hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð er lífið með þessum hætti.  Einn dagur rekur annan með svipaðri niðurstöðu og verið hefur gegnum alla lífsgönguna.  Fátt er sem breytist.

Öll væntum við þess besta af deginum en vitum hvað skeði í honum er honum tekur að halla og við að ljúka og við farinn að horfa óþægilega oft til koddans og sængurinnar sem við förum til eftir venjubundnar fjóra smurðar brauðsneiðar og eitt mjólkurglas og eftir tannburstun, handþvott, sprittun, og þessháttar nútíma verk.  Það er, sértu enn þessi brauð og mjólkurmanneskja og tannburstari, sem ekki er víst að þú sért og máski eitt af því fólki sem afvaninn ert af pelanum og komin með falskar í efri og neðri góm sem fer út á milli varanna í heilu lagi og er burstað með stórum bursta undir bunandi vatnskrana baðherbergisins og aftur skilað á sama stað í munni.  Sértu þessi manneskja má segja að sumir séu þér heppnari og ennþá með allt tannsettið upp í sér þó fast að sjötugir séu og setja tannburstann inn fyrir varirnar og strjúka stinnum hárum burstans um það sem þar er vitandi um gagnsemi alla.  Öll tannpína er löngu liðin tíð og hvarf við reglubundna notkun burstans og kremsins. 

Við sjáum að þó umhverfið breytist og húsakynnin séu orðin önnur helst lífið samt nokkurn vegin í sínum gamla farvegi og tekur dagurinn á móti okkur eins og við undirbúum okkur sjálf fyrir hann.  Hann hefur allt í sér en óvíst um hvernig við erum stemmd fyrir hann.  Sem og sker úr um góðan dag, slæman dag, mæðufullan dag eða hinn sem hló við okkur allan daginn og okkur leið aldrei betur en akkúrat þá.  Vont og gott býr í einum og sama degi en spurningin hvort skuli gert og hvað togað niður.  Mitt er valið og mín ein máski kvölin og þrautin hvernig skuli með farið.  Öll viljum við góðan dag og togum því til okkar betri helminginn.  Þá mun mæðan, leiðin, reiðin, gremjan, pirringurinn og biturleikin finna sér stað hjá öðrum en okkur sem að þessu sinni náðum að velja rétt.  Og það gladdi smávegis sálartetrið og lund okkar að bæði skartaði talsverðri fegurð en gerir því miður ekki ævinlega af að hafa valið hitt en skildum ekki hví.  Sem er annað mál.  Sumt er afskaplega erfitt að skilja hví við eina ferðina enn létum tilleiðast og fengum enn eina falleinkunnina sem orðnar eru allmargar á bráðum sjötíu árum.  Belun auðvitað en svona er lífið sé ekki Jesús með í hverri hugsun og hverju verki og orði sem við notum.

Veiran sem herjar á hefur kennt fólki nýja aðferð við að heilsast sem ekki er lengur venjubundið handaband né heitt og innilegt faðmlag heldur skónudd á fótum sem slegin er utan í skó manneskju sem við áður tókum í höndina án þess að hika eitt augnablik en hikum við í dag og hugsum málið rækilega.  Og er niðurstaðan!  Skónudd og hendur í vösum en vonum auðvitað að bráðum muni þetta breytast og lagast. 

Um þessa veiru sem gengur er það að segja að margir eru logandi hræddir við hana sem er skiljanlegt að sé en fátt sem það samt bætir. 

Þeir sem haldnir eru ótta skuli gæta þess að gera það sem þeir sem fara þarna fyrir ráðleggja að gert sé sem við vitum að er að þvo sér oft um hendur, nota handspritt og gera öll þessi verk sem þessir menn ráðleggja.  Þeir vita hvað þeir segja.  Þetta mun vernda fólk.  Staðreynd er að engin veit hvar hún leynist.  Samt má haga lífi sínu með þeim hætti að í sem eðlilegustum farvegi sé og væri einnig ráðlegt að gera.  Ótti hjálpar engum og bætir fráu ofan í svart og gerir líðanina verri en þarf hjá fólki.  Þá er gott að hugfesta að allflestir sem greinast ná heilsuninni til baka.  Og er það einnig staðreynd að hafi gerst.  Allar þessar ráðstafanir eru vegna þess að engin lyf eru enn til sem vinna á veirunni og máski heldur ekki alveg vitað hvernig hún berst milli manna.

 

 

 

 

28 febrúar 2020

Veiran sem nú ríður yfir heimsbyggð hefur því miður fellt menn og konur og er vissulega vágestur sem engin veit hvar endi og engin heldur bað um en segir okkur eina ferðina enn margt um veikleika okkar og getuleysi til að sporna við sumu sem ríður yfir og við uppgötvum að standa varnarlausir gegn og raun bíðandi og vonandi að fari sem fljótast yfir með sem minnsta tjóni.  Í þessu tilviki manntjóni.

Veiran er óþekkt og einnig ljóst að menn viti ekki hvernig hún er og eru því með svolítið bundnar hendur gagnvart eigin viðbrögðum við henni.  En vegna þess að engin er til lækningin né lyfið við henni enn sem komið að deyr fólk vegna hennar og er brugðist við henni með þekktum aðferðum og fólk sem greinst hefur sett í sóttkví og fátt um önnur ráð nema notast við þessa aðferð.  Einmitt vegna þess að fólk veit ekki hvernig veiran hegðar sér með eitt hundrað prósent vissu.  Það er þetta sem gerir málið allt talsvert erfiðara og um leið flóknara.  Að loka af svæði og meina mönnum útgöngu og öðrum inngöngu er því eina ráðið sem hægt er að grípa til þangað til menn vita meira.  Við eigum engin önnur ráð en þessi.

Hitt er rétt að til eru sannanir fyrir því að mun fleiri hafi náð fullum bata eftir að hafa greinst með þessa veiru en þeir sem dauðinn hefur sótt sem vel má halda á lofti og gera betri skil en samt ekki gleyma hinu að sumir hafa dáið eftir að hafa tekið óværuna að sjá má að við stöndum ekkert sérlega vel í þessu erfiða máli.  Munum einnig að ekkert lyf er enn til sem vinnur á veikinni sem nú breiðist og hraðar en ella af öllum þessum ferðalögum sem fólk fer í milli landa og ekkert lát er á. 

Við sjáum að málið er ekkert létt verk hafandi engin lyf til að spyrna á móti og vita að mörg ár tekur að þróa bóluefni sem vinni á þessari nýju veiru.  Reikna má með að vinna sé þegar hafin á rannsóknarstofum landanna og að menn þar leggi talsvert á sig við að ná fram árangri sem telst viðunandi.

Auðvitað er rétt að segja allt málið en ekki bara neikvæða hluta þess og hvar veiran hafi greinst og hve tilfellin eru orðin mörg og hve margir hafa látist.  Þetta þarf að vera með og hitt líka því vitað er og er sannað mál að fjölmargt fólk hefur náð fullri heilsu á ekki svo löngum tíma frá því að hafa tekið smit.  Allt þarf að segja og sem satt er en ekki bara þá hlið þar sem greint er frá hve margir séu smitaðir og hvar veiran hafi fundist og hve margir hafi látist af hennar völdum.  Segjum bara allt málið en förum ekki kringum það eins og köttur í kringum heitan graut.  Það kann ekki góðri lukku að stýra nú frekar en fyrr.  Er sannleikurinn enda sagna bestur og hálfkveðnar vísur gera engum neitt gagn nú frekar en áður.

Samt ber að halda áfram að vera með sóttkvína uppi því það tel ég vera eitt það gagnlegasta sem gera má í stöðu sem þessari af þeirri ástæðu einfaldlega að hafa engin önnur betri úræði að grípa í.

Vissulega væri hægt að loka landinu og vissulega væri það ákveðin leið.  Spurningin hins vegar er hvort hún fær í heimi sem við lifum í og búum við í dag þar sem pælingin og vangaveltan er æ meira hún að opna allt upp á gátt fyrir alla og alltaf, eins og við höfum verið að horfa á. 

En samt og í guðanna bænum ekki fara með umræðuna í þá átt að eitthvert ríki hafi komið af stað þessari plágu í einhverjum hernaðarlegum tilgangi.  Hver gerir svoleiðis vitandi sem er að svona lagað berst hratt yfir með fólki á ferð og að landið sem slíkt mögulega reyndi sé ekki óhult frekar en neitt annað land í veröldinni, eins og dæmið sannar.  Gætum okkar og þess að segja bara sannleikann um málið og láta getgáturnar bíða. 

 

 

 

 

27 febrúar 2020 (b)

Merkilegt er sumt í umræðunni og einhverveginn erum menn farnir að tengja sum önnur lönd en þau sem kosningar fara fram í um að geta með einhverjum hætti haft óeðlileg áhrif á niðurstöðu kosninga í þessum löndum.  Á þessu eða næsta ári verður kosið um embætti forseta USA sem Hr. Donald Trump nú gegnir.  Kosningabaráttan er hafin og strax komin umræða um að Rússar vilji að einhver ákveðin einstaklingur í USA annar en Hr Trump gegni embætti forseta Bandaríkjanna, sem samt eru sagðir hafa komið honum þangað.  Kjaftæði. 

Af hverju skildu Rússar vera með augastað á einhverjum tilteknum einstaklingi í embætti forseta Bandaríkjanna?  Hafa Rússar ekki nóg með sig sjálfa?  Og væri ekki hitt svolítið langsótt mál?  Gæti það verið?  Samsæriskenningar nú um stundir eru orðnar pínlegar. 

Hví skildu Rússar, og eða aðrar þjóðir, vera með einhvern sérstakan áhuga á Bandarískum stjórnmálum og umfram það sem eðlilegt má teljast og að beita einhverjum bellibrögðum til að hafa áhrif á gang kosninganna þar vestra?  Og hvernig væri slík áhrif vinnandi vegur með þann sannleika á bak við sig að á bak við hvert atkvæði sem í kjörkassa fer er manneskja sem sjálf tók ákvörðun um að setja „X“ fyrir framan þetta og eða hitt nafnið á kjörskránni.  Og hver segir það að viðkomandi einstaklingur geri þetta vegna óskilgreindra áhrifa gegnum tölvupóst eða með öðrum hætti sem kom gegnum Netið?  Er vilji fólks ekki lengur aflið sem gildir og er sjálfgefið að hver einstaklingur sem kýs hafi áður látið matast af torkennilegum upplýsingum frá óþekktum gangster mister „Z“- sem að endingu leiddi kjósandann til niðurstöðu og aðra en viðkomandi lengi vel hafði valið sjálfur.  Fólk er ekki fífl.  Tölvur eru vaktaðar og betur sem geyma mikilvæg gögn ríkja.  Með þeim er fylgst og einnig þróun „hakkaranna“ sem leika engum lausum hala í netheimum né eru þar óhultir.

Trúir því einher að einstaklingi sé með öllu fyrirmunað orðið að velja fyrir né taka sjálfstæðar ákvarðanir?  Má vera að einher trúi slíku en er samt fjarri öllum raunveruleika. 

Hættum öllum Grýluleik og samsæriskenningum og förum að líta raunsætt á mál.  Það nefnilega er ekki spæjari í hverju horni og staðsettur þar til að eiga við skoðanir og hafa áhrif á skoðanir fólks með einhverjum óeðlilegum hætti.  Áhöld eru um hverjum tækist slíkt verk. 

USA er lýðsræðissamfélag og íbúar þar fá forseta sem þeir sjálfir kjósa en ekki einhver önnur þjóð fyrir þá með plotti gegnum Veraldarvefinn.  Svo merkilegur er hann nú ekki. 

Hr Donald Trump var kosinn af Bandarísku þjóðinni sem greiddi honum flest atkvæða og mun næsti forseti USA komast í embætti með sama hætti.  Málið er ekki flóknara en þetta.  Öndum því rólega. 

Tel Hr Donald Trump sigurstranglegan og að hann klári næsta kjörtímabil þar vestra.  Niðurstaða kosninganna munu samt birta okkur allan sannleikann.

 

 

 

 

27 febrúar 2020

Freisting er nokkuð sem allt fólk mun glíma við.  Sama hversu gætilega er farið sleppur engin við freistingu.  Freisting er aldrei frá Guði heldur eigin holdi sem andstæðingur Guðs er vakandi fyrir og notar.  Gefist færi.  Einskis góðs er að vænta af freistingu sem menn falla fyrir.  Freisting hefur allaf á sér tvær hliðar og mikilvægt að átta sig á.  Sú fyrri er myndin sem glóði á og þú féllst fyrir.  Seinni myndin er alltaf afleiðingin fyrri myndarinnar er þú stendur eftir með leifar í höndunum af þessu vali þínu.  Svona er freistingin.  Hún hefur aðdraganda og bíður rétts færis.  Afleiðingin vill kenna öðru fólki um en vera sjálf stykk frí. 

Hvernig vörumst við freistingar?  Með því að læra betur á lífið og á varðbergi gagnvart okkur sjálfum.  Stundum nefnilega erum við ósköp veikburða og getur verið háskalegur staður að vera á.  Og oft er hann byrjunarreiturinn.  Skoðum einn þessara upphafsreita:

„Lúkasarguðsspjall. 4. 2-4.  En Jesús sneri aftur frá Jórdan, fullur af heilögum anda.  Andinn leiddi hann og í fjörutíu daga var hann í eyðimörkinni þar sem djöfullinn freistaði hans.  Ekki neytti hann neins þá daga og er þeir voru liðnir var hann hungraður.  En djöfullinn sagði við hann:  „Ef þú ert sonur Guðs þá bjóð þú steini þessum að hann verði að brauði.“  Og Jesús svaraði honum:  „Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði.“-

Við sjáum hér að gott hlýtur að vera fyrir freistara að koma að manneskju sem svo lengi hefur verið án nokkurs matarbita og freista hennar með einkum tali um mat.  Við sjáum að viðbrögð frelsarans slær öll vopn úr höndum freistarans og gerir máttlausan og að hann reyni ekki frekar við þetta atriði heldur snýr sér að næsta atriði freistingarsögunnar.  Ásetningur hans er ekki góður.  Enda hér til að stela, slátra og eyða.  Aflið sem þarna freistar er miskunnarlaust afl sem ekki er glatt nema hans og hennar sem freistað var liggi dauð eftir og er í grunninn markmið freistara.  Áttum við okkur á þessu og á alvarleika málsins og mikilvægi frásögunar af freistingarsögu Jesús að hún er þarna fyrir mig og þig til að læra af?  Freistingarnar sem Kristur varð fyrir í eyðimörkinn var síðasta útspil Satans og tilraun til að eyðileggja verk Guðs hvað frelsun alls mannkyns varðar?  Við getum því ímyndað okkur áhuga hans á að ná sínu fram og að honum hafi verið full alvara með það sem hann gerði og sagði við frelsarann okkar Jesús Krist.  Honum var ekki gaman í hug.  Enda um neyðarúræði að ræða.  Víst er um það.

Kristur fékk fullt af gylliboðum á þessari reynslugöngu sinni um veg freistinganna.  Máski hefðum við fallið fyrir þeim öllum.  Ekkert slíkt gildir um Krist af þeirri einu ástæðu að vita hlutverk sitt á jörðinni og til hvers hann væri hér.  Og hitt.  Einnig mikilvægt!  Var fylltur kærleika Föðurins.  Sem benti hvert?  Á mig og þig og sagði okkur að breyta eins og Jesús.

En hvað hefðum þú og ég gert báðir komnir við gjaldþrotsins dyr eftir mánaða og áralanga baráttu við skuldahala sem ljóst var að reiðist ekki neitt við lengur og til þín kæmi einstaklingur, „frelsari“ , - sem byði þér öll auðævi heimsins gegn því að gera eitt og annað viðvik fyrir sig í staðinn.  Með boði hans sæir þú að þú ekki aðeins gætir greitt upp allan skuldapakkann heldur ættir hellings afgang til að gera með hvaðeina sem þú vildir ævina á enda.  Afleiðingarnar komu síðar og Kristur sá þær og afneitaði því boði freistarans.  En ég?

„Lúkasarguðspjall. 4.  5-8.  Þá fór hann með hann upp og sýndi honum á augabragði öll ríki veraldar.  Og djöfullinn sagði við Jesú:  „Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess því að mér er það í hendur fengið og ég get gefið það hverjum sem ég vil.  Ef þú fellur fram og tilbiður mig skal það allt verða þitt.“  Jesús svaraði honum: „Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.“-  Skilaboðin til okkar eru að með sama hætti svörum við vorrum freistingum og treystum áfram lifandi Guði.  Jesús þarf enga utanaðkomandi hjálp við verk sitt með hvert og eitt okkar og segir að náð sín nægi.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

24 febrúar 2020

Jesús talar um að hann sjálfur sé allt í öllu og að ég og þú gerum ekkert án hans atbeina.  Máski er erfitt að kyngja svona löguðu en betri og skiljanlegri mynd fæst á með sanngjarnri skoðun og hvernig við bregðumst oft ranglega við vissum kringumstæðum. 

Við trúum að Jesús hafi risið upp frá dauðum og að trúin og Orð Guðs mæli til okkar sannleika.  Við efumst ekki.  Samt voru þeir tímar að fólk efaðist og vegna ótta við afleiðingar, eða hvað sem það annars var, greindi fólk ekki frá því sem það heyrði.  Ekkert nýtt:

„Markúsarguðspjall.  16.  6-8.  Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.  En hann sagði við þær:  „Skelfist eigi.  Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta.  Hann er upp risinn, hann er ekki hér.  Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann.  En farið og segið lærisveinum hans og Pétri:  Hann fer á undan yður til Galíleu.  Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“- Þær fóru út og flýðu frá gröfinni því ótti og ofboð var yfir þær komið.  Þær sögðu engum frá neinu því þær voru hræddar.“ 

Hér er frásögn sem sumpart útskírir hví Drottinn segi að hann sé allt í öllu.  Konurnar þora ekki að segja frá því sem engillinn sagði þeim þarna inn í gröfinni þar sem ekkert lík lengur var og bara ungur og myndarlegur maður sem talar um að Kristur sé ekki þar heldur upprisinn.  Það sem þær heyra vekur þeim enga gleði og bara hreinan ótta.  Svona oft eru viðbrögð manna sem undirstrikar að ekki er alltaf mikið á þá treystandi.  En hvað skeði og hvernig náði sagan um upprisuna fótfestu og að breiðast út?  Skoðum það næst:

„Markúsarguðpjall.  16.  9-11.  Þegar Jesús var upp risinn árla hinn fyrsta dag vikunnar birtist hann fyrst Maríu Magdalenu en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda.  Hún fór og kunngjörði þetta þeim er með honum höfðu verið og hörmuðu nú og grétu.  Þá er þeir heyrðu að Jesús væri lifandi og hún hefði séð hann trúðu þeir ekki.“- Eftir boðskap engilsins skeði ekki neitt um merkilegt atvikið þarna í gröfinni þrátt fyrir að boðskapurinn hafi verið talaður til viti borinna manneskja en þær velja að flytja ekki áfram og að loka munni sínum.  Til hvaða ráða var næst gripið?  Kristur fer sjálfur í verkið og hittir fyrst Maríu Magdalenu.  Vitaskuld þekkir María Jesú undireins og sér eigin augum og að sé lifandi.  Munum að hinar konurnar sáu ekki lík Jesús né heldur hann sjálfan og bara útsendara hans, sem breytir talsverðu hér. 

Hér sjáum við með skírum hætti að Jesús gerir verkin sjálfur og kemur því sjálfur svo til vegar að þau geri það gagn sem af þeim er ætlast.  Munum að það er Jesús í eigin mynd sem birtist Maríu Magdalenu.  Segja má að hann hafi valið þá leið að senda engilinn fyrst með skilaboðinn.  Kannski til að ég og þú áttuðum okkur betur á hans eigin mikilvægi fyrir vora trúargöngu og á hvern við getum stólað í málum. 

Ekki gleyma að við þekkjum Jesús persónulega og af okkar eigin göngu á vegi trúarinnar og af allskonar opinberunum og ábendingum með beinum hætti til okkar.  Alveg eins og María Magdalena varð vitni að, þó ekki sjáum við Jesús eins og hún gerði.  María sá mann.  Samt er hann upprisinn er Orðin við hana eru sögð.  Við getum ekki gert neitt nema dregið hring utan um nafnið Jesús.  Bara með þeim hætti eru þessi mál vaxin. 

Að vísu er Maríu ekki trúað af fólkinu sem fyrst heyrði.  Munum!  Skilaboðin eru kominn fram.  Sem breytir öllu.  Fyrstu skrefin sem stigin voru um upprisuna koma fyrir verk Jesús.  Mikilvægt að skilja og taka við því að enn er þetta með þessum hætti.  Amen.

 

 

 

 

22 febrúar 2020

Þegar Kristur byrjaði starf sitt undi hann sér lítillar hvíldar heldur gekk milli borga, sinnti fólki hvar sem hann kom og hvenær sem það bar að án þess að hugsa fyrst um sjálfan sig.  Líklegt er að oft hafi hann viljað hvílast ögn betur en ekki alltaf látið slíkt eftir sér þó líkaminn krefði hann um annað.  Að gera vilja Föðurins var honum allt og gefur með þessu eftirkomendunum sínum fyrirmynd.  Snemma áttar hann sig og á hlutverki sínu:

„Lúkasarguðspjall. 2. 46-50.  Eftir þrjá daga fundu þau hann í helgidóminum.  Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá.  En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum.  Og er þau sáu hann þar brá þeim mjög og móðir hans sagði við hann: „Barn, hví gerðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin.“  Og hann sagði við þau:  „Hvers vegna voruð þið að leita að mér?  Vissuð þið ekki að mér ber að vera í húsi föður míns?“  En þau skildu ekki það er hann talaði við þau.“- Hér greinir frá Jesús tólf ára og þjónusta hans enn ekki formlega hafinn en staðfestir að hann viti hlutverk sitt.  Allt hefur samt sinn tíma og ég þarf þolinmæði.  

Eftir að þjónustan hófst, gerðist eftir að Jesús breytti vatni í vín í brúðkaupsveislunni sem hann og móðir hans voru stödd í, um það alltént er talað sem hans fyrsta kraftaverk, hófust verk hans nokkrum árum síðar á Akri Föðurins sem öll voru til þess unnin að hann gæti sagt sín mögnuðu orð á krossinum:  „Það er fullkomnað.  (Jóh. 19. 30) “ Nokkuð vatn er þó runnið til sjávar milli þessara tveggja atburða.

Þegar nær dregur endalokum Krist sem manns á jörðinni efndu þeir til svolítillar veislu sem Kristur gefur sínum mönnum vísbendingar um hvar skuli haldin.  Og sendir hann tvo menn á undan sér til að gera allt tilbúið fyrir þá.  Vísbendingin sem þessir tveir menn fá er að fylgja manni einum eftir sem beri vatnsker og þeir munu mæta í þessari borg, og fylgja honum.  Engar frekari skíringar eru gefnar.  Ljóst er að traust til Jesús fer vaxandi.  Ekki þó allra.  Er hér er komið hefur Júdas þegar svikið Jesús og beið færis á að framselja hann.  Hugsið ykkur.

Á þessum stað gerir Kristur verk í fyrsta sinn sem enn eru gerð í kirkjunum.  Sem er Altarisgangan og er gerð til að upphefja nafn hans sem gaf heiminum frelsarann Jesús Krist.  Hann sýndi hvernig að þessu verki skildi staðið.  Við gerum eins er við göngum til sömu athafnar.  Eftir þá stund segir hann mögnuð orð:

„Markúsarguðspjall.  14. – Sannlega segi ég ykkur:  Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínaviðarins til þess dags er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.“- Hvað á Jesús við með orðinu „Nýjan?“  Kirkjuna sem enn er ekki stofnuð en stutt er í að gerist og opinberaðist fyrst á meðal hópsins í Loftstofunni.  Allur inni heyrðu eins og aðdraganda sterkviðris og fylltust Heilögum Anda.  Hvað segir Kristur sjálfur um hvar Guðsríkið sé?:-

„Lúkasarguðspjall. 17.  20-21.  Farísear spurðu Jesú hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim:  „Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri.  Ekki munu menn segja:  Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“- Samkvæmt þessu kemur Drottinn til Guðsríkisins, mín og þín sem trúum, munum það, trúum, mikilvægt, í hvert sinn sem við gerum verkið og lærisveinarnir framkvæmdu sjálfir eftir hafa öðlast að gjöf Heilagan Anda og sama anda og Kristur fékk eftir skírn Jóhannesar skírara í ánni Jórdan.  Í Loftstofunni verður kirkjan til.  Henni einni er gert að opinbera Guðsríki á jörðinni sem og að benda á mig og þig sem þá þetta Guðsríki á jörðu:  „Innra með yður“- segir Kristur.  Trú er nauðsýnleg.  Upprisinn Jesús er með í verki í hvert sinn sem við framkvæmum Altarisgöngu.  „Er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.“-  Jesús talar um samfélag sitt við okkur sem trúum.  En sjáum við heilagleika Brauðsbrotningarinnar?  Guð gefi okkur að sjá mikilleika hennar.

 

 

 

 

20 febrúar 2020

Mikilvægt er að fá sömu sjón á verk og Jesús.  Hann sér sumt með öðrum hætti en við oft gerum. 

Samskotin eru partur af safnaðarlífinu og eru samskotabaukarnir látnir ganga milli allra þeirra sem á stund koma þennan og hinn sunnudaginn, sem er svona þessi algegni samkomutími í kirkjum landsins og heimsins.  Séu samkomur á öðrum dögum er oftast um undatekningar að ræða vegna til að mynda erlendra gestpredikara eða einhvers átaks sem söfnuður efnir til og gerist alltaf annað veifið þó sunnudagssamkoman sé hið venjulega og bænastundin um miðja viku.  Þetta svona er rútínan í kirkjunni.

Eigandi safnaðarins, Kristur auðvitað og söfnuðurinn, allir skráðir meðlimir hans, ekki einstaklingur, munum það, skuldbindur sig strangt til tekið til að skaffa næga peninga til rekstursins.  Allur gangur er á hvernig til tekst.  Samt hefst þetta allt einhverveginn þó máski sumir glími við einstaka andvökunótt sem Drottinn biður engan sinna manna og kvenna um en sumum gengur erfiðlega að forðast.  Áhyggjurnar eru Krist.  Líka í peningalegu tilliti.  Að reka söfnuð krefst eins af fólki.  Trú.  Og trúin segir:  „Eigandinn (Jesús) er ábyrgur fyrir rekstrinum.“- Þess vegna stígum við ekki fram í einu misskildasta hugtaki sem til er sem er:  Að stíga fram í trú“- heldur förum af stað með þá fullvissu með okkur að Guð sjálfur hafi þegar talað og svo boðið en krefst þolinmæði og trúar.  Sem líklega fæst okkar eigum nóg til af.  Tali Guð um að hefjast handa er réttur tími.  En við stigum fá undan fram í trú.  Ekki satt og uppskárum hellings áhyggjur?  Eigandi eignar er sem sagt ábyrgur fyrir henni að öllu leiti en stundum viljum við hjálpa honum og byrjum áður en verk á að fara af stað, af áðurgreindum ástæðum. 

Samskotin gera söfnuðunum fært að greiða leigu, þar sem við á, rafmagnsreikninginn og með honum hita og símareikninginn og laun, þar sem slíkt gildir, sem er allur gangur er á í hvaða farvegi sé.  Eins og við hófum samtalið á er afskaplega mikilvægt að sjá verk sömu augum og Drottinn en gerum ekki nema fyrir trú vora og að heyra.  Aftur komum við að mikilvægi trúar:

„Markúsarguðspjall. 12. 41-44.  Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið.  Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði.   Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna.   Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“- Frábært segjum við sem lesum.  En finnst okkur það í raun veru?  Áhöld gætu verið um.  Er líklegt að við beygjum okkur eftir slíku smotteríi rækjumst við á það á gangstétt?  Varla.  En eyrir ekkjunnar heillaði lifandi Guð meira en allar stóru gjafirnar sem allir feitu kallarnir og kellingarnar settu í fjárhirslurnar sem sína gjöf til safnaðarins.  Varla samt að Kristur hafi séð þær.  Um gefanda eyrisins talar Drottinn í annan stað með vissum hætti og virktum.  Og við mögulega líka.  Segjum það.

En hvað með raunveruleikann og samskotabaukinn sem réttur er manneskju á fremsta bekk sem gefur hann yfir til næsta?  Og er kom að talningu hvað blasti við?  Einn lítill hundraðkall.  Hvernig bregðumst við við?  Ekki er gott að segja en mögulega með hneyksli og sármóðgun með jafnvel orðunum um að til lítils hafi þetta nú verið.  En kannski var hundraðkallinn aleiga hans og hennar sem gaf.  Við þurfum að temjast við hugsun lifandi Guðs á trúargöngunni sem í felst lækning sem eflir trú einstaklings og gerir hæfari á vegi Drottins.  Og hann sér Orð Guðs betur og réttar:  „Treystið mér.“- segir Jesús.  En hver treystir er óvænt „ógn“ blasir við?  Trú vor er veikburða en styrkist er við lítum gerð verk sömu augum og Drottinn.  Þá er aldrei að vita nema eyrir ekkjunnar verði „Vá maður.  Hvílík fórn, “- og án háðs.  Svona er Jesús. 

 

 

 

 

19 febrúar 2020

Orðin að trúin sé nauðsýnleg ætti að óma og hljóma í hjarta sérhvers kristins manns og gera stöðugt.  Þessi orð eru mögnuð og hreinn sannleikur.  Málið er að án trúar gerist ekki neitt.  Íþróttamaðurinn trúir að hann sé fær um að ná þessum og hinum árangrinum en þekkir eigin takmörk.  Ég þarf að hafa trú fyrir því sem ég geri.  Einmitt vegna trúarinnar sem ég ber gerist allskonar sem hugdeigur og efasamur reynir ekki vegna hugdeigs síns.  Við sjáum hvar krafturinn býr að hann liggur nokkuð mikið í þessari trú.  En trú sem er trú einstaklings hefur ekkert á bak við sig nema sjálfið sem þó fær áorkað miklu fyrir einstakling og birtist í allskonar árangri.  Eigin árangri. 

Lífið krefur okkur um að trúa og segir við okkur orðin um nauðsýn trúar.  Hve mörg verk hafa orðið til vegna máttar trúar?  Óteljandi og í sumum tilvikum of mörg þar sem markmið var annað en að gera góð verk en samt með sína trú sem grunn hugsun en teygir sig samt ekki í neinn annan kraft en eigin og möguleg annarra einstaklinga.  En þeir eru ekki Guð.  Í hugsunin að baki er að ég viss um að geta gert eina framkvæmd og aðra.  Þetta er líka á sinn hátt trú þó ekki tengist hún Jesús Kristi né hafi neitt með himnavist fólks að gera.  Þar þurfum við trú á Krist einan.  Samt sjáum við að trú í sjálfu sér er víða þó ekki gefi hún okkur neinn rétt umfram annað fólk er kemur að aðgangi að lifandi Guði.  Það allt saman lýtur öðru lögmáli.  Til að tryggja sér himnavist ræður nafnið Jesú eitt ferðinni.  Frábært og merkilegt að hugleiða að trúin sé út um allt og að gera þurfi greinarmun á henni. 

Trú og trú er sem sagt ekki sama og mikil munur á.  Einnig áhugaverð nálgun.  Hægt væri að taka ótalmörg dæmi um trú sem bjó í hjarta einstaklings og þáði afl sitt þaðan og sem margt kom út úr en bara sumt til góðs.  Heil heimsveldi risu í grunninn með þessum hætti.  En hvar eru þau í dag?  Flest eru horfin og eða á fallandi fæti og búin að missa fyrri glæsileika.  Verk manna standa ekki nema um stund.  Á þau glóir tímaundið og svo slokknar í glæðunum.  Og hvað mynd stendur eftir?  Fræðið mig.  Það sem varir er af trú þeirri og framkvæmd sem Guð mælir með.  Sé hann ekki með í verki, getur gerst, fer eins fyrir því og hinu að það hverfur af vellinum og umbreytist í einskis nýtt drasl.  Guð stendur á bak við sitt og verkum með hans samþiggi.  Kirkjan er eitt af þessu.  Til fá horft á með þessum hætti þarf mikið af trú en núna trú sem hefur sjálfan Konung konunganna sér að baki og engan hégóma, eins og segja má um sjálfið þó á sinn hátt sé öflugt, og ekki er gert lítið úr því.  Einstaklingur í eigin mætti hefur efnt til styrjaldar.  Hann efaðist ekki og trúði á eigin mátt en tapaði samt.  Auðvitað.  Við sjáum að trú með hald í sér er trú á upprisinn Jesús.  Þetta breytir ekki hinu að trú sé út um allt og hvippinn og hvappinn.

Skoðum Orðið:

„Markúsarguðspjall. 11.  22-20.  Árla morguns fóru þeir hjá fíkjutrénu og sáu að það var visnað frá rótum.  Pétur minntist þess sem gerst hafði og segir við hann: „Meistari, sjáðu! fíkjutréð, sem þú formæltir, er visnað.“  Jesús svaraði þeim: „Trúið á Guð.  Sannlega segi ég ykkur: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu heldur trúir að svo fari sem hann mælir, þá gerist það.  Fyrir því segi ég ykkur: Ef þið biðjið Guð um eitthvað og treystið því að þið öðlist það, þá mun hann veita ykkur það.  Og þegar þið eruð að biðja, þá fyrirgefið þeim sem hafa gert eitthvað á hlut ykkar til þess að faðir ykkar á himnum fyrirgefi einnig ykkur misgjörðir ykkar.“-

Hér sjáum við trú sem hefur Krist sem sína stoð.  Trú sem samt setur skilyrði.  Þessi trú gerir kraftaverk vegna Krists en ekki eigin sjálfs.  Er trú sem reisir upp dauða, læknar fólk og gerir aftur heilt.  Flytur fjöll sem hindra vegferð okkar með Kristi og við segjum að um sé alvöru trú.  Endastöð slíkrar trúar er himnaríki sem öllu fólki er boðið að koma til og búa á.  Jesús!!!

 

 

 

 

18 febrúar 2020

Að ganga veg trúar krefst skilnings trúaðra á verkefninu.  Allskonar spurningar munu vakna og við máski verða fyrir vonbrigðum með sumt sem við lentum í og upplifðum.  Tala nú ekki um tengjum við það beint vora trú, sem vel gæti gerst.  Allt þetta sem framundan er engin leið fyrir fólk að átta sig neitt á.  Samt má undirbúa hjarta sitt nokkuð og ætti að vera partur kennslu kirkjunnar en er lítt sinnt.  Undirbúningurinn er góður vegna þess að engin veit í hverju hann lendi og kann því ekki að bregðast við sumu sem gerist.  Við sjáum að allt bendir á hraða uppbyggingu hvað eigin trú áhrærir.  Eins og áður segir er lítið talað um þetta atriði í söfnuðunum af þeirri ástæðu að alla hugsun í þessa veru skortir.  Veit ekki af hverju.

Fljótlega eftir að ég frelsaðist og kom inn fyrir dyr trúarinnar var maður eins og allir hinir óvitandi um hvað biði og út í hvað maður væri komin.  Drottinn hins vegar sýndi mér fljótt mikilvægi þess að byggjast hratt upp.  Ég gerði þetta ekki heldur hann sjálfur. 

Aftur drögum við hring utan um Orð Guðs sem er lykill að vernd inn í hinu ókomna sem við öll stefnum inn í og sum með Jesús Kristi okkur við hlið.  Engin nema hann veit hvað þar býr og hverju megi búast við og ein ástæðan fyrir að hann segist halda í hönd okkar og ekki sleppa af okkur hendi sinni.  Trúin er að verki og hefur talað og trúin mín er Jesús.  Hann mælir til okkar uppörvandi Orð því við gætum hrasað og því gott að vita þetta snemma á ferlinum.  Jesús máski forðar okkur frá öllu en samt frá mörgu.  Ekki kenna Drottni hvernig skuli bera sig að heldur skaltu þiggja kennslu frá honum.  Ég ætla líka að gera það.

Allir sem lengra eru komnir vita um margt sem getur skeð og hefur skeð.  Þekkja allar þessar spurningar sem hvolfast yfir, hafa upplifa vonbrigði af ýmsum sortum sem möguleg hefði mátt minnka áhrifin með betri fræðslu um grunnatriði trúar og hvað trú sé.  Líklegt er, margt er líklegt, að til sé fólk sem telji að of mikil slík kennsla sé vandasöm og hafi í för með sér fælingarmát.  En af hverju vandasöm?  Er Drottinn ekki einfær um að sinna grunnkennslu og að haga Orðum sínum á þann veg að salurinn tæmist ekki heldur að fólkið þar byggist upp?  Hvar skákar mitt álit hans áliti?  Á nýliðan máski ekki sama rétt í Drottni og þarf ég að skera úr um hvenær tíminn sé réttur til að þyngja ögn kennsluna?  Er ekki stundum verið að halda slíku fram er menn segja að sumt hafi í sér fælingarmátt.  Fyrir hvern þá og hver getur áliktað með þessum hætti þegar annað fólk en maður sjálfur á í hlut? 

Mitt er ekki að meta hvað fæli frá og hvað dragi að.  Fyrir svo utan það að þá veit ég það ekki frekar en þú.  Skoðanir fólks eru ekki og hafa heldur ekki verið hinn stóri sannleikur.  Mín trú segir mér að kenna veg og nota efni sem Drottin sjálfur útbýr.  Held að sama gildi fyrir nýbyrjaðan.  Hann þarf Orðið og Orðið byggir grunn.  Aftur komum við að mikilvægi þess að deyja sjálfum sér.  Tel að við þessir kristnu höfum oft gert of mikið úr þessum fælingarmætti.  Hvernig vitum við hvað fæli og hvað dragi að er ókunnugt fólk á í hlut?  Ekki neitt.  Er tal um fælingarmáttinn kannski sprottin af villu?  Gæti það verið?

Líttu þessu til staðfestingar til sjálfs þíns sem lengi hefur verið á vegi Guðs og unnið margt gott verkið á þeim prýðis vegi.  Hver annar en Drottinn hefur haldið þér þar sem þú ert?  Samt hefur þú heyrt margt, séð margt, orðið fyrir vonbrigðum með sumt.  Sum orð systkina hafa sært þig og máski einnig meitt þig.  Ekkert af þessu hefur fælt þó þig frá lifandi Guði.  Ertu enda Orðsins maður og þessari hugsun ætti kristileg kennslan að dvelja.  Og úr því að þetta gildir um þig gildir sama um annað fólk.  Höfum því ekki áhyggjur.  Gerum vilja Guðs. 

Eitt er það sem trúargangan umfram annað þarf að byggjast á er vilji Guðs.  Sé vilji Guðs uppi hvernig má þá kennslan fæla frá?  Stenst ekki.  Annað mál er þó einhver fari.  Hver ræður við það?  Ekki nokkur maður.  Við þurfum Jesús og mikið af Jesús.  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

17 febrúar 2020

Flóð og fjara.  Allt gangur náttúrunnar.  Allir vita þetta og gera engar athugasemdir við.  Hvers vegna er flóð og fjara veit ég ekki en trúi að hafi tilgang í gangverki mikilúðlegrar náttúrunnar.  Svo hitt, ágætu vinir, að þá þarf maður ekki að vita allt.  Ágætt er að hafa frið fyrir sumu sem er og vinnur sitt verk.  Nóg er það samt sem hægt væri að gramsa í og leita sér skilnings á.  En hvað af þessu þekkingar gramsi okkar og er gagnlegt?  Fer eftir afstöðu hjartans sem öndvert segir til um afstöðuna til lífsins.  Víst er um það.

Sannleikurinn er þarna en spurningin áfram sama.  Hvað er sannleikur.  Og mönnum vefst tunga um tönn.  Þeir vilja gjarnan svara þessu og gera viturlega og af sanngjarnt en hafa sjálfir verið að leita svars.  Spurningin er smá áleitin.  Svarið liggur ekki ljóst fyrir.  Merkilegt?

Sannleikurinn er að sannleikurinn vill vefjast fyrir mönnum.  Og eftir því sem leitin veltur upp á sig og eftir því sem svörin verða fleiri, leiðir af sjálfu sér, gerist manneskjan ruglaðri á öllum svörunum og getur strangt til tekið ekki fest hendur á neitt þeirra.  Allt einhverveginn í lausu lofti og sumt þokukenndara en annað um hvað sé sannleikur.  En spurningin krefst síns svars.  Og ýmislegt er gert.  Sumt vitlegt, annað ekki.  Og menn reisa, starta.  Á einum stað er allt horfið og menn komnir á byrjunarreit.  Ekki lá sannleikurinn þar og eina sem gerist var að manneskja er orðin eldri, þreyttari, vitrari og stundum vonlítil.  Samt slær eitthvað í henni sem áfram spyr hvar hann leynist þessi sagna besti sannleikur.

Af hverju kæru vinir, haldið þið að allir þessir ismar séu sprottnir?  Af hverju öðru en af sannleiksleit manna sem í jafnvel heiðarleika leita sannleikans og eitthvað sem byggir með þeim fyrrimyndarríkið sem gerir öllum til hæfis og öllum allt sem og þegnum landsins líður vel í.  Kjörstaða að ná.  Vissulega.  Hver okkar vill ekki búa á stað sælunnar?  En hvar er hann?  Hver fann hann og hver hefur getað varðveitt sælureitinn sinn sem öllum líður aldrei neitt nema vel í?  Já, hvar er þessi flotti sælureitur?  Ekki hér í heimi.  Svo mikið veit ég. 

Hvað annað en leitin að sannleika býr að baki brölti manna um að gera sæluríki sem stæði undir nafni.  Og komst svo sem mynd á sæluríkið undir merkjum stjórnmálanna með lúðrablæstri og fánum og mönnum og konum sem þustu út á göturnar og drápu þá sem voru þeim ekki samstíga í og neituðu að mæra „Gullreitinn“ sem verið var að gera.  En allt kom fyrir ekki.  Enn einn bastarðurinn birtist líkur hinum á undan í stað sælu: 

„Bara að Stalín vissi af þessu,“- sagði blessað fólkið er allskonar skrítið fór að gerast vítt og breytt um í Sovétlýðveldið.  Það vissi ekki að undirskrift Stalíns var á pappírnum sem menn hans unnu eftir.  Í hvert sinn sem eitthvað af þessu tæi barst yfir hafið grófu menn til vinstri skurði í reiði og bræði.  „Moggalyginni“ var hreint yfirgengileg.  Svívirðileg.   Þeir vildu engu illu trúa.  Kröfðust áfram fyrirmyndarríkis sem ekki kom og bara gamla myndin, kúgun og mikið af henni.

Og enn er sannleikans leitað.  Allt á kostnað Krists sem menn í slíkri leit ganga framhjá daginn út og inn þó hann sé sjálfur sannleikurinn og Orðin sem hann tali örugg sem hitta í mark.  Drottinn sér um sína.  Vill að við tölum um hann sem til þekkjum.  Kristur er lausnin og svarið inn í leit manna að sannleika.  Hann er uppskriftin að sönnu fyrirmyndarríki sem hann og bíður öllu fólki að koma til.  Ekki sem gestir og útlendingar heldur heimamenn Guðs.  Ríki hans eitt stendur eftir sem „Fyrirmyndaríki.“- Önnur eru blekking.  Hættum henni.  Snúum okkur til Hans sem er Herra himins og jarðar og heitir Jesús Kristur.  Tíminn til að snúa við og taka við er núna. 

 

 

 

15 febrúar(b) 2020

Minna var um atvinnutækifæri.

Gert 26 september 2016.

 

Er maður var sjálfur enn barn að aldri og að vaxa upp í Hafnarfirði voru atvinnutækifærin færri og minna um að vera og færra sem stóð fólki til boða að starfa við annað en þetta klassíska, sjór, fiskur, fiskverkun, starf í verslun og eða sjoppunni ásamt ýmissi vinnu hjá hinu opinbera. Fátt var um sérfræðiþekkingu þó vissulega væri hún með og til starfandi og sprenglærðir arkitektar, skipasmiðir, langskólagengnir læknar og allskonar önnur prófskírteini sem menn báru upp á vasann og gátu veifað framan í atvinnurekendur sem báðu um menn í lærðar stöður. Hvort vöntun vær á sérfræðiþekkingu á segjum sjöunda áratug seinustu aldar er til í dæminu en samt ekki öruggt. Það sem maður hefur fyrir sér hér er að samfélagið var öðruvísi uppbyggt þá og fólk enn á þeim stað að verja lungað úr sinni ævi í sama húsi, við sömu götu og með sömu nágrönnum án breytinga áratugum saman.

Þrátt fyrir minni möguleika fólks til fjölbreyttrar atvinnu er samt hægt að segja að flestir sem vildu vinna fengju vinnu og atvinnuleysi síst meira en oft áður í þessu landi. Síldahrunið sem kom olli miklu atvinnuleysi. Síldarleysið voru sérstakar aðstæður, þó menn hefðu átt að vita betur. Ýmislegt gott kom þó út úr því öllu saman og allskonar lærdómur sem landinn býr enn að. Eitt var að menn sáu ósvinnuna í að byggja mest allt sitt á einu atriði.

Auðvitað á fólk að hafa valkost og möguleika á að finna starf við hæfi. Samfélagsins er að sjá um slíkt.

 

ÍSAL.

(Við mynd. Vantar hér)- sem birtist 21 maí 1968 í Þjóðviljanum og eru talsmenn ÍSALS á henni að kynna áætlun um hvenær verksmiðjan hefji framleiðslu sem fram kom að yrði 1 september 1969, miðað við fyrsta áfanga. Bræðsla í fyrstu pottunum átti að hefjast 1 júní 1969 í Straumsvík en framleiðsla færi þó ekki upp í þetta fyrsta stig fyrr en 1 september sama ár.

Svona hljóðuðu áætlanirnar.

Einnig kom fram að frá því að væntanlegir eigendur firmans fyrst komu til landsins til að skoða svæðið séu liðnir fimmtán mánuðir. Það mun þá hafa verið í febrúar 1967 sem þessi skoðun var gerð. Undirritun samnings um álversframkvæmdir fór fram 1966. Verksmiðjan var formlega vígð 1 maí 1970 og fyrsti Kerskáli þá komin í notkun. Síðar var hann lengdur og tveim öðrum bætt við.

 

Áþreifanlegasta merkið sem menn sáu um að breytingar væru framundan eru stórframkvæmdirnar í Straumsvík og líklega þær fyrstu í þessu landi. Ekki bara að heilt álver risi á svæðinu og allskonar jarðvegsframkvæmdir færu í gang heldur hófst gríðarlegt verk á fjöllum við Búrfell sem áttu að skaffa raffreku útlendu fyrirtæki næga orku.

 

Álverið í Straumsvík opnaði fjölda vélvirkja og rafsuðumanna leið að fagi sínu og sumum öðrum líka á sviði iðnaðar sem sáu sér leik á borði að sækja þar um vinnu og að geta unnið við sitt fag í heimalandi sínu og þiggja ágætis laun í nokkru öryggi. Þó má benda á að öryggi í þessu tilliti sé afstætt hugtak. Álverið bauð allskonar störf og meira en bara starf verkamanns.

Líklegt er að ekki fyrr hafi svo grösugur garður verið settur upp í þessu landi og hann sem kom með ágætu álverinu sem greiddi hærri launataxta þegar frá byrjun og fríðindi sem hér voru óþekkt. Eins og vinnufatnaður sem menn klæddust áður en vinna hófst og skildu eftir í læstum skápum og luku deginum á að fara í bað og eftir til síns heima að loknum vinnudegi vel klæddir menn. Þó ekki væri það nýlunda voru menn fluttir að og frá Ísal í flottum rútukosti. Mötuneyti var og á staðnum sem um leið var partur launanna. Rúturnar óku um Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík og voru af klassagerð.

 

Margt kom með álverinu sem var ekki með öllu óþekkt því venjan var hjá frystihúsunum að þau brúkuðu rútu sem sótti fólk sem gekk ákveðin hring. Rútur þessar voru þó af engri klassagerð heldur úr sér gegnir strætisvagnar og ekki hirt um þó miðstöð blési ekki heitu nema annað veifið. En þær gerðu sitt gagn. Bæjarútgerð Hafnarfjaðrar hafði rútu, úr sér genginn strætisvagn, og líka frystihúsið Frost hf við Reykjavíkurveg.  Rúta Frosts stoppaði beint fyrir framan æskuheimili mitt og gegnt Mjólkurbúðinni, sem þar var lengi. Eftir þessum hópi mann ég vel þar sem hann stóð við vegg á austurenda hússins við enda Vesturbrautar fyrir klukkan þrettán á virkum dögum og líka roskna manninum með sígarettu á milli fingra sinna sem beið með hinum.

 

Í þessu landi var ekki um auðugan garð að gresja fyrir sumar stéttir iðnaðarmanna og helst að lærðir húsasmiðir, rafvirkjar og pípulagningarmenn og bifvélavirkjar, fengju starf við hæfi. Talsvert var byggt á síldarárunum bæði í Hafnarfirði og víða um land þegar peningar síldarsjómannsins voru í hæstu hæðum og einnig í veskjum fólks sem vann við síld á plönunum. Síldin í hvaða mynd sem hún birtist mönnum gaf gott í aðra hönd. "Rosalega gaman"- segja menn í dag sem eftir muna og búnir að gleyma þreytunni.

Frá þeim tíma sem álverksmiðjan í Straumvík reis hafa bæst við tvö álver og svolítið fullkomnari þeirr í Straumsvík. Eitt er í Hvalfirði og eitt á Reyðarfirði.

Það var með álverinu í Straumsvík sem vitundin vaknar um að "Ég get líka.“ Álverið varð vonarglæta manna og fyrstu starfsmenn verksmiðjunnar sjómenn, oft síldarsjómen, sem ákváðu að hætta til sjós eftir aflabrestinn skömmu áður. Þeir sáu ljósið í álverinu og um leið þokkalega launaða vinnu fyrir sig. Sjómenn á þeim tíma voru mest ómenntað fólk en fá í álverinu betri laun og fríðindi sem hvergi annarstaðar bauðst á þeim tíma á Íslandi. Og þeir héldu sumu sem Þeir voru vanir. Eins og að ganga til borðs og snæða rjúkandi fæðu eldaða af kokki eins og til viðgegnst enn til sjós og var eitt af þessu sem álverið í Straumsvík bauð sínu fólki og sjómenn horfðu nokkuð til. Um álver þetta má segja að hafi verið brautryðjandi í bættum aðbúnaði verkafólks. Allir sem til þekkja gefa þessu sitt jáyrði vegna þess að vera sannleikur. En, ef að líkum lætur, er það nú á útleið. Slæmt og allt það en alfarið ákvörðun eigenda og engra annarra. Þó álverið í Straumsvík hætti er það samt engin heimsendir.

Endurunnið að hluta og endurbirt 15 febrúar 2020.

Kveðja. KRF.

 

 

 

 

15 febrúar 2020

Sönnun þess til okkar mannanna um að Guð vaki sjálfur yfir Orði sínu sjáum við víða í Biblíunni.  Enda alltaf viðmiðið er kemur að því að tala út Orð Guðs og er miðja allra umræðu vilji menn fjalla um merkilegan og mikilvægan Guðs veg og gera með sæmandi hætti.  Að þýðing Biblíunnar í heild sé losaraleg er rosalega langsótt mál.  En þessu hefur veið haldið frá gagnvart nýjustu þýðingunni.  Að mínu áliti er slíkt útilokað.  Margir standa vörð með Drottni og gera í bæn.  Trúið þessu.  Stendur Guð sjálfur vörð um allan grunn sem hann leggur og mun í eigin persónu stöðva allt sem lýtur að því að hrófla við einu né neinu af sínu.

Margir hafa heyrt um „Myrku Miðaldirnar“ og tengja máski að hluta til kirkju.  Myrku Miðaldirnar eru þó talsvert eldra fyrirbæri sem margir telja að hafi hafist við fall rómarveldis 476 eftir Krist og staðið til um 1500 eftir Krist og hafi endurreisnin hafist er Spánverjinn Kristófer Kólumbus „fann“ Ameríku.  Margt gekk úr skaftinu við fall rómarveldis bæði á sviði lista og verslunar sem fór hnignandi en byrjar aftur að rétta úr sér eftir árið fimmtán hundruð.  Hugsið ykkur vítamínsprautuna er ljóst var um afrekið sem Kólumbus vann og hugsið ykkur doðann sem einkenndi löndin fyrir þann tíma í yfir eitt þúsund ár.  Eftir því sem mér skilst vilja fræðimenn ekki lengur tala um þetta tímabil sem eitthvað sérstaklega Myrkt því auðvitað voru í því ljóstýrur.  Eins og alltaf er. 

Ljóst er að Guð vaki yfir Orði sínu og ábyrgist upp á eigin spýtur.  Við vitum að vandinn sem við var að eiga í Kaþólsku kirkjunni umtíma á öldum áður er að prestar fluttu predikun sína á Latínu og máli sem fólkið skyldi ekki.  Orðið sjálft var og skráð á Latínu og fólkinu því gagnslaust.  Þetta olli því að prestarnir gátu í raun og veru kennt fólkinu hvað sem þeir sjálfir vildu án þess að almúginn hefði möguleika á að lesa sig til og aðgætt um réttmætið.  Það treysti bara prestum sínum og töldu þá leiða sig um réttan veg, sem aldeilis var ekki í öllum tilvikum.  Á þessum tíma voru uppi galdrabrennur þar sem svokallaðir „trúvillingar“- voru brenndir lifandi á báli á opinberum torgum og almenningur látin horfa á.  Hvernig er svona gerlegt nema að áður sé búið er að afvegaleiða hjörðina með rangri kennslu.  Fólkið trúði eðlilega orðum klerka.  Skelfilegt og frá leitt að hafi verið vilji Guðs sem vill að sérhver okkar gangi með sér og beri sjálf ábyrgð á trú okkar. 

Í eðli kirkjunnar er að rétta sig af og gera Orðið aftur áreiðanlegt.  Rétt Orð Guðs fellir allt svona um koll og fjarlægir hina seku úr púlti.  Og skipið verður aftur án neins halla.  Er það ekki annars sannleikur málsins?  Samt var málið á þessum tíma ekki fyrirfram að menn hafi stuðst við ranga þýðingu heldur var framkvæmdin á sinn hátt saknæm og vandinn að stórum hluta og Orðið allt á Latínu, sem var fólkinu óskiljanleg, eins og áður segir.

Skoðum Orðið:

„Markúsarguðspjall. 7.  6-8.  Jesús svarar þeim: „Sannspár var Jesaja um ykkur hræsnara þar sem ritað er:  Þessir menn heiðra mig með vörunum en hjarta þeirra er langt frá mér.  Til einskis dýrka þeir mig því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið.  Þið hafnið boðum Guðs en haldið erfikenning manna.“   Og:-

„Markúsargeðspjall, 7. 9-13.  Enn sagði Jesús við þá: „Listavel gerið þið að engu boðorð Guðs svo þið getið rækt erfikenning ykkar.  Móse sagði: Heiðra föður þinn og móður þína, og: Hver sem formælir föður eða móður skal deyja.  En þið segið: Ef maður segir við föður sinn eða móður: Það sem ég hefði átt að styrkja þig með er korban, ég gef það til musterisins, þá leyfið þið honum ekki framar að gera neitt fyrir föður sinn eða móður.  Þannig látið þið erfikenning ykkar, sem þið fylgið, ógilda orð Guðs. Og margt annað gerið þið þessu líkt.“- Að menn bulli með Orð Guðs er ekki nýtt fyrirbæri.

 

 

 

 

14 febrúar 2020

Sannleikur er að menn geti haft áhrif á það sem verið sé að gera.  Sem getur verið ýmislegt.  Þeir gera það með orðum sínum, framkomu, neikvæðni auðvitað, oft er svona lagað af beinni neikvæðni af því kannski að skilja ekki en gerir að verkum að flest sem átti að ske gerði það ekki né gat.  Í þessu má segja að Kristur hafi lent í er hann var á Akrinum að gera vilja Föður síns, sem eins og við vitum, er skapari himins og jarðar.  Skoðum eitt atvik sem vel má flokka undir ofanritað:

„Markúsarguðspjall. 6. 3-6  Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar?  Og eru ekki systur hans hér hjá okkur?“  Og þeir hneyksluðust á honum.  Þá sagði Jesús:  

„Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændfólki sínu og heimamönnum.“  Og hann gat ekki gert þar neitt kraftaverk nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá.  Og hann undraðist vantrú þeirra.“-

Við sjáum að jafnvel vantrú þeirra sem í kring eru geta haft áhrif á Guðsfólk að verk sem það er komið til að vinna og sent af sjálfum skaparanum til að gera hindrast og svo farið að ekkert yrði af neinu vegna mikillar vantrúar á staðnum sem jafnvel Jesús Kristur, sjálfur frelsarinn, varð að beygja sig undir og viðurkenna að sé fyrir hendi. 

Við sjáum að Kristur lendir í þessu og viðurkennir sjálfur að sé honum hindrun þar sem hann þá var niðurkominn og ástæðan fyrir að hafa ekki getað gert allt það sem vænst var af honum og hann kom til að sinna.  Og fyrir hverja?  Auðvitað fólkið á staðnum, til lækningar sjúkra sem misstu af sinni lækningu vegna vantrúar og radda sem töluðu niður verk lifandi Drottins sem með efanum og röflinu í kring var tekið frá því vegna þess að neikvæð rödd fær upp í háls af því sem hún sér, og að sjá, fer nokkuð mikinn á staðnum.

Við sjáum ástæðuna að er öll af völdum þessara neikvæðu niðurrifsradda:  „Hey, er þetta ekki sonur Palla smiðs og hennar Silvíu frænku minnar, og eru ekki bræður hans Sigmundur, Jósafat og Árelíus og hann þarna, hvað heitir hann aftur?  Já Konráð, og hafa ekki systur hans tvær oft unnið hjá okkur og önnur af þeim afgreitt í versluninni og hin skúrað gólf leikskólans?  Hvað eiginlega heldur þessi hann að hann sé“- gætu þeir hafa klykkt út með eftir alla hneykslunina.  Alveg er ljóst að þessi mannagrey eru útúr hneyksluð á því sem þeir verða vitni að og ástæðan fyrst og fremst hún að þeir þekktu Krist persónulega sem mann af því að vera í flokki skyldmenna þeirra og eða næstu nágrannar.  Kannski var hann í þeirra augum í einn sveimhuganna bænum?

Með öðrum orðum að þá fannst þeim aldrei neitt til um hann og kemur á sinn hátt fram í texta þeim sem Jesús sjálfur talar um „að hvergi sé spámaður minna metinn.... „- Og svo framvegis.  Og er hann mætti heim til sín og til síns næsta nágrennis og á sínar gömlu slóðir, eftir að þjónusta hans er hafin, að þá opinberast afstaða hjartnanna á staðnum sem á eftir mælir öll sín neikvæðu orð til hans og þar með lokar á eigin blessun sem Kristur kom til að gera.  Og hvað sá fólkið?  Líklega bara einhvern monthana.  Allavega ekki Krist.  Þá líka hefði fólkið séð góðu verkin sem hann þó framdi en hin skemmdu með orðum sínum og neikvæðni að meira gott gerðist:  „Hver er sinnar eigin gæfu smiður.“-

Verum ekki fólkið sem stöðvun blessun til hvort sem er okkar sjálfra né hinna í kring né fólkið sem Kristur segir um að vegna vantrúarinnar á staðnum hafi það bundið hendur sínar sem á staðnum sér bara hrokafylltan mann.  Hrokinn fyrirmunar fólki að sjá verk Drottins.  Já!  sá veiklundaðasti og ómögulegasti í hópnum gæti veri hann sem Drottin lætur gera kraftaverk. 

 

 

 

 

13 febrúar 2020

Enn eina ferðina er álverið í Straumsvík í Hafnarfirði í deiglu umræðnanna.  Nú vegna þess að talað er um lokun félagsins og ekki í fyrsta skipti sem sú umræða kemur upp kringum þetta annars ágæta fyrirtæki sem vissulega hefur munað um fyrir hafnfirskt samfélag og þjóðarbú allt.  Ástæðan að þessu sinni er raforkuverðið sem fyrirtækið segir ekki vera sanngjarnt í sinna garð og að þeir fái ekki sömu kjör og aðrir stórir álframleiðendur í þessu landi geri.  Sé rétt farið með telst það líklega vera vond staða og um leið ósanngjörn.

Komið hefur fram að nokkur taprekstur hefur verið hjá álbræðslunni í Straumsvík undanfarin ár og nam tapið árið 2019 tíu milljörðum króna.  Erlend stórfyrirtæki hafa víst milljón leiðir til að afskrifa hjá sér.  Hvort sannleikskorn leynist í slíkum fullyrðingum eða ekki er svona talað.

Álverið í Straumsvík er gríðarlega stór orkukaupandi Landsvirkjunar sem hlýtur að þurfa að horfa í eigin barm standandi andspænis svo stórum kaupanda sem nú ræðir um í fullri alvöru að loka fyrirtækinu sem þar hefur verið í fullum gangi í hálfa öld og eitt ár betur.  Rekstur álversins í Straumsvík hófst 1969.  Líklegt er að raforkuverðið spili þarna nokkuð stórt hlutverk en er fráleitt eina atriðið sem laga þarf til að eigandinn telji sig hafa hag af að vera með sitt fyrirtæki áfram í þessu landi eins og verið hefur í öll þessi ár. 

Ekkert af þessum erlendu fyrirtækjum sem hér eru í rekstri byggja rekstur sinn á einhverjum góðgerðarrekstri heldur með hagnaðarvonina eina í huga og mikið af hagnaði, eða að minnsta kosti sem næst ákveðinni tölu sem menn setja sér.  Þetta er það sem gildir og menn vitaskuld vita um.  Alltént þarf ekki mikið að fjölyrða um slík mál.  Enda augljóst.  Einnig er ljóst að fyrirtæki með svo margt starfsfólk hjá sér hefur visst vald af stærðinni einni saman sem þau munu ávallt beita er kemur að einhverskonar samningum hvort sem er við sitt launafólk eða aðkeypta þjónustu, eins og rafmagn, sem í raun er lykilatriði allra álversframleiðslu.  Verðin þar skipta reksturinn verulegu máli.  Stærðin og umfang verksmiðjunnar hefur ákveðið vald og getur búið til pressu sem leiðir til niðurstöðu firmanu í hag.  Ekkert grín er að missa svo fjölmennan vinnustað frá sér né þurfa að horfa upp á að svona fyrirtæki bara loki, pakki sínu saman og hverfi.  Við sjáum að slík fyrirtæki geta sett þrísting á og náð sínu fram í skjóli slíkra upplýsinga og stöðu vegna uppkominna aðstæðna þar sem þau eru niðurkomin.  Mörgum álverksmiðjum hefur verið lokað víða í heiminum á umliðnum árum og reksturinn færður til enn eins ríkisins þar sem honum er startað á nýjan leik.  Og svona er þetta og verður áfram.  Allt er þetta spurning um hvað við viljum gera og hvernig að standa að okkar eigin atvinnumálum og uppbyggingu atvinnu. 

Hvarvetna þar sem þessum verksmiðjum hefur verið lokað blasir við sama birtingarmynd.  Fólk fyllt áhyggjum um eigin framtíð.  Engum er neitt grín að missa vinnu sína hafandi ekkert um það að segja sjálfur hve leng hún standi og hve lengi firmað gefi starfsfólki sínu mánaðarleg laun.  Og hvað gera menn með engin laun.  Harla fátt.  Svo mikið er víst. Sumum er reyndar slétt sama um annarra hag en ekki manneskjunni sem í lendir hverju sinni.  Enda hún sem fékk höggið á sig.  Það er um hana sem okkur ber skilda til að hugsa, en ekki svo mjög hinn sem enn er öruggur í starfi.  Eigum við þá að hætta að vera hér með erlenda aðila sem reisa sín firma til að reka og hagnast á?  Auðvitað ekki en öllum er samt hollt að vita hvernig þessi fyrirtæki gætu hagað sér undir vissum kringumstæðum og átta okkur á að eru hér til að gefa eigendum sínum hagnað og rekin sem slík.  Sem ekkert er um að segja.  Gangur atvinnulífsins er bara svona.  Skili hann eigendum engum hagnaði hættir hann líka að vera þeim skemmtilegur og næsta verk þeirra að losa sjálfa sig frá honum.

Niðurstaða samantektarinnar undirstrikar þau sannindi að stórkaupendur séu ákveðin þrýstihópur með heilmikið vald til að ná sínu fram.  Þetta sitjum við uppi með.  Hvað er næst?

 

 

 

 

1 febrúar 2020

Mikilvægt er trúuðu fólkið að biðja.  Bænin setur okkur á stað sem Drottinn vill að við vitum um og þekkjum af eigin raun.  Sem alltaf er betra en að vita af einhverju af einvörðungu afspurn.  Trúin leggur og grunn fyrir sinn trúaða sem gerir honum kleyft að þekkja Guð sem hann nú þjónar og hefur þekkt frá því andartaki er hjartað fylltist Heilögum Anda og menn raunverulega byrja að lofa sinn Herra með réttum hætti og umfram allt vita hver sé. 

Með gjöf Heilags Anda kom þykkur doðrantur sem við vitum að er Biblían.  Þaðan mun okkar berast öll fræðsla sem Drottinn vill að sitt fólk sé undir og viti góð skil á.  Með því ávinnst margt.  Bókin inniheldur sannleika um lífið og um lifandi Guð og Son hans Jesús Krist.  Ekkert á því að koma okkur á óvart á göngunni með Jesús.  Sjálfur mun hann ekki fara útfyrir eigið Orð og hvetja sitt fólk til sömu afstöðu, og gerir af ástæðu.  Henni að hugur okkar vinnur og spinnur og sér margt sem mikilvægt getur verið að staldra við og athuga betur með.  Sumur þanki er utan við mikilvægi Orðsins en við samt gætum verið að gæla við með okkur sjálfum.  Til að jafnvel lifa eftir.  Þannig mögulega berst inn villa.  Og sé hún kom hún gegnum veikleika manns.  Hér sjáum við tvennt.  Veikleika manneskju og nauðsýn trúar í hjartanu og að trúin fái að starfa óáreitt í vilja Guðs.  Heilagur Andi mun benda okkur á allt með Orð Guðs í huga.  Öll kennsla og allar leiðbeiningar séu innan ramma Orðsins.  Mikilvægt að hugleiða.

Að læra vilja Guðs er afskaplega brýn kennsla.  Vissulega er allri Guðlegri kennslu ljós mikilvægi bænar og er hugsun sem bara fæddist með endurfæðingunni en segir máski ekki fyrir fram um það að menn verði að skilja sumt betur um bænina. Orðið vill kenna manneskju hvernig hún skuli biðja.  Kristur leggur sjálfur Orð inn í málið.  Þessi Orð:

„Mattuesarguðspjall.  21.  Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“- Mikil Orð og stór og fyrirheiti í stærri kanti sem okkur er gefið sem trúum og fáum gegnum mátt bænar.  Og af því að við eigum bænasvarið víst þurfum við að vera viss um hvað við eigum að biðja Herra okkar um og hvað við sjálf viljum fá og hvað sé okkur gagnlegast.  Slíka bæn vill hann.  Hann hugar að velferð okkar og hag.  En hve margar af þeim ætli séu holdlegar og beintengdar efnahag, vali á maka, á sviði velferðar, vellaunaðrar atvinnu, fallegs heimilis, ferðalaga og að svona getað annað veifið slett úr klaufunum, eins og stundum er sagt?  Ekki er bannað að biðja slíkar bænir en eru samt kannski ekki þær allra mikilvægustu sem beðnar séu þó máski okkur kunni að finnast þetta.  Og segir ekki Orðið sjálft að Drottinn muni vel fyrir sjá og að menn skuli fyrst leita Guðsríkisins, og að þá muni þeim veitast allt þetta að auki?  Er hann ekki með þessu að segja að sumar bænir séu óþarfar?  Starfandi og gegnheil trú bíður róleg og trúir að allt þetta muni koma sem fyrirheitin eru um.  Drottinn mun sjálfur sjá um allt sem hann lofar og biður raunverulega bar um eitt:  Trú í hjarta  -  í dag.  Við vitum að hann skuldar engum neitt.

Aftur getum við dregið hring utan um orðin að trúin sé fólki nauðsýnleg og sýni því skíran vilja Guðs og vilji dragi það til lærdómsins þar sem lifandi Guð er kenndur með réttum hætti.  Allskonar síur setur trúin okkar upp til að sía frá hégómlegar eigin hugsanir til að þær sem skipta okkur meira máli séu til meiri gagns og hundsi þær hégómlegu sem þó vilja troða sér framfyrir hinar og við vitum vel af að séu þarna til staðar.  Munum!  Hégómlegur þanki gengur með gagnlegri þanka huga okkar.  Aftur komum við að gagnsemi Orðsins og gagnsemi Biblíulegrar kennslu sem segir okkur allt um bænastaðinn sem við förum á er við biðjum og líka um hvað við skulum biðja Herra okkar um.  Hve margar af bænum okkar teygja sig út fyrir sjálfið og til Guðsríkisins og útbreiðslu þess?  Merkjum ekki lengur líf okkar með vantrú.  Rifjum frekar upp fyrirheitin sem fylgja trúnni og biðjum svona bæn:  „Drottinn!  Gefðu mér að sjá allt sem þú sérð.“- Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

31 janúar 2020

Sonur Guðs var sendur til jarðarinnar vegna þess að ég er þar.  Heimurinn féll í synd fyrir margt löngu og fljótlega eftir að búið var setja allt þar sem átti að vera.  Átt við lífið sem heimurinn skildi bera og eru allar tegundir dýra sem þæðu þar fæðu af gróðri jarðar og öllu hinu sem við vitum um að þar sé.  Mikið verk unnið sem ég kom hvergi að en fæddist inn í og notaði er aldurinn færðist yfir og nýtti eins og hugurinn vildi.  Seinasta verkið sem gerðist til að loka hring sköpunarverksins er maðurinn.  Það var maðurinn sem fékk tilmæli frá Guði um að af öllu trjánum í garðinum mætti hann eta en ekki trénu sem stæði í miðjum garðinum. Skepnurnar fengu engin slík tilmæli.  Enda af annarri gerð en manneskja með staðbundin skilyrði til lifa á og lifa í.  Mannkynið kom, fyllti jörðina fólki og vegna syndafallsins og synda fólks umbreyttist allt hér frá því að vera Paradís í sumpart helvíti.  Munum samt að Guð segir um verk sitt:  “Harla gott“- og bendir á fullkomleika sinn með Orðunum.

Eftir syndafallið hófst allt þetta pukur og launung og það allt samans sem tekist hefur að skekkja hér margt og eitra sumt.  Mynd af þessu sjáum við strax eftir að fyrsta fólkið valdi að hlusta á röddina sem þeim var bannað að gera og vera nálægt en forvitnin rak aftur og ítrekað til.  Að endingu var ávöxturinn etin sem tréð gaf af sér.  Og þá var ekki að sökum að spyrja.  Fyrsta birtingarmyndin af alvarleika óhlýðni fólks við almáttugan Guð er komin fram.

Skelfilegur óttinn er mættur.  Það Satans öflugasta vopn.  Og Adam og Eva mættu ekki er Guð kom.  Og Guð kallaði:  „Adam!  Hvar ertu?“- Skoðum framhaldið:  

„1Mósebók 3.  10-13.  Og hann svaraði: „Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur því að ég er nakinn, og ég faldi mig.  Hann sagði: „Hver sagði þér að þú værir nakinn?  Hefur þú etið af trénu sem ég bannaði þér að eta af?“  Maðurinn mælti:  „Konan sem þú hefur sett mér við hlið, hún gaf mér af trénu og ég át.“  Þá sagði Drottinn Guð við konuna: „Hvað hefurðu gert?“ Konan svaraði: „Höggormurinn tældi mig og ég át.“-

Hér má og sjá löst upp kominn sem ekki var áður sem eru allar þessar afsakanir og réttlætingar af eigin vondu breytni, vegna ákvarðanna.  Allt er afleiðing ákvarðanna fólks.  Ekki gleyma þessu. 

Við sjáum að allt á sitt eigið upphaf sem rekja má rekja til ákveðins atburðar sem skeði.  Já, skeði.  Syndafallið og afleiðingar syndar er engin draumur sem maður og eða kona eitt sinn dreymdu heldur raunverulegt verk af ákvörðun.  Syndafallið skeði og við sitjum enn uppi með það en fáum frið fyrir, inn á milli alltént, vegna miskunnarverks lifandi Guðs sem hann lét Son sinn eingetinn taka út á sjálfum sér í okkar stað.  Fórnin er gerð af kærleika hans sem er skapari sem vildi með þessum hætti hlífa mér sem þó hafði yfir mér sekt andspænis sér sem ekki yrði afmáð nema af kærleika Guðs einum og verksins sem hann lét Son sinn vinna og er ekkert annað en Guðs gjöf, sem fær kveikt mér þakklæti í hjarta.  Sjáum við kærleika Guðs?  Sumir já en frá leitt allir.  Þeir sem ekki sjá kveikir svona pæling líklega reiði.  Eftir syndafallið hefur hjarta manneskju verið óútreiknanlegt.  Er fólk enda blindað af óvini sem gerir hvað sem er sjálfur til að menn og konur sjá ekki dýrð skína af Guði. 

Samt kom lausnin og birtist heiminum á krossinn og er saklausu blóði var fórnað í kvöl.  Skoðum aðdraganda lausnarinnar:

„Mattuesarguðspjall:  20.  18-19.  „Nú förum við upp til Jerúsalem.  Þar verður Mannssonurinn framseldur æðstu prestum og fræðimönnum.  Þeir munu dæma hann til dauða og framselja hann heiðingjum svo að þeir hæði hann, húðstrýki og krossfesti.  En á þriðja degi mun hann upp rísa.“- Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

29 janæuar 2020

Kristur gefur okkur leiðbeiningar.  Hann minnir á margt sem er að og hvað megi gera til að betrumbæta sumt.  Hvernig sem allt snýr er hyggilegt að vera með hann í verkinu til að það blómstri og verði það hjá okkur eins og til er ætlast.  Ekkert er án fyrirhafnar og ekkert kemur til okkar á silfurfati.  Fyrir öllu þarf að hafa.  Trúin lýtur sama lögmáli.

Þó kristilegur söfnuður sé Krists eign og verði aldrei nokkurs manns eign er því samt svo farið að þar getur ýmislegt gerst.  Stundum háttar svo til að skera þurfi úr í málum sem upp koma.  Málin er misalvarlegs eðlis en samt vont séu þau látin óáreitt.  Að taka á slíku og úrskurða um getur reynt á en er stundum þannig vaxiðað ekki verður lengur beðið til að ná fram eðlilegu ástandi innan raða safnaðar.  Það alltént hlýtur að teljast mikilvægt.  Að eðlilegt ástand ríki er skír vilji Drottins og líka safnaðarins sjálfs þó hann máski dragi fæturna út í hið óendanlega við að ganga í verk, og er svona mannlegur veikleiki hjá okkur fólkinu í verki og framkvæmd.

Inn í þetta ferli og hvernig að verki skuli staðið getum við lesið um í Orði Guðs að hjálpin er víða til staðar.  Mikilvægt er að notast við aðferðarfræði lifandi Guðs þegar tekið er á slíkum málum því Drottinn er ekki að þessu í þeim tilgangi að losa sig við fólkið né refsa því heldur að það sjái að sér, iðrist og snúi sér frá synd sinni.  Það er alltaf markmið Jesús í öllum slíkum málum.  Honum er annt um einstaklingin en þarf og að horfa til heildarinnar.  Og þannig bara er þetta að komi slíkt upp mun allur söfnuðurinn lýða fyrir verknaðinn með einum og öðrum hætti.  Eins og segir á einum stað:  „Lítið súrdeig sýrir allt deigið:“-

„Mattuesarguðspjall. 18. 15-17.  Ef bróðir þinn syndgar, gegn þér, skaltu fara og tala um fyrir honum og sé það ykkar einna á milli.  Láti hann sér segjast hefur þú endurheimt bróður þinn.  En láti hann sér ekki segjast skaltu taka með þér einn eða tvo að „hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna“.  Ef hann skeytir þeim ekki þá seg það söfnuðinum. Skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.“- Þarna fáum við góða leiðbeiningu um hvernig svona verk skuli leidd til lykta.  Mikilvægt er að verkin séu gerð án þrætu, bendandi fingurs né aðfinnslna og vita að Drottins sé allur dómur.  Og við vinnum þetta í Jesús nafni.

Fram kemur að maðurinn getur þráast við en fær þrjá sénsa til að gera mikilvæga iðrun andspænis augliti Drottins og endurheimta stöðu sína.  En samt ekki nema þrjú tækifæri.  Eftir þau er kominn upp önnur staða fyrir þennan einstakling og öllu alvarlegri.  Framundan hjá honum er veruleiki sem hann verður látin horfast í augu við.  Við köllum þetta stundum „Eyðimerkurgöngu“- sem engum manni hefur reynst þægileg ganga og allir geta komist hjá að fara með því einvörðungu að falla fram fyrir lifandi og fyrirgefandi Guð og iðrast á meðan iðrun er en í boði.  Guð segir að sjái hann enga iðrun né nein merki yfirbótar ber söfnuðinum að líta á þennan mann sem hvern annan syndara.  Slíkur einstaklingur hefur misst af kærleika Drottins fyrir sitt líf.  Í það minnsta tímabundið. 

Svona vill Guð ekki að fari fyrir nokkrum manni en hefur reglur sem öllum hans mönnum og konum er gert að lúta.  Allt sem þessi einstaklingur þurfti var að auðmýkja sjálfan sig undir volduga hönd lifandi Guðs sem hefði reist hann við og sett átölulaust í stöðu þá sem honum var ætlað en missti af vegna eigin þrákelkni.  Allar leiðbeiningar Guðs eru öllu Guðs fólki jafn aðgengilegar.  Allt Guðs fólk hefur og sama huggara og hjálpara sem það hefur endalausan aðgang að en verður sjálft að ákveða hvort af þessu verði eða ekki.  En hversu erfitt getur ekki verið fyrir manneskju að beygja sig og játa eigin mistök og hve oft hefur þetta ekki skort hjá okkur?  Fólk jafnvel telur sig öruggt með sitt en horfir svo á renna sér úr greipum vegna þess að það uggði ekki að sér og sofnaði á verðinum.  Að fá áminningu sem við er tekið gerir öllu fólki gott.  Tökum Guðlegum ábendingum. 

 

 

 

 

28 janúar 2020

Glíma trúarinnar.

„Hvers vegna erum við að þessu“-spyrjum við okkur og beinum spurningunni til lifandi Guðs.  Og hverju svarar hann?  „ Af því að ég er að biðja ykkur um verkið?“-

Allskonar gerist í þjónustunni en samt gerum við hana áratugum seinna.  Drifkrafturinn er að Drottinn bauð okkur að sinna ákveðnu verki í kirkjunni.  Meira þarf þó til svo að þjónustan haldi velli og gæðin að vaxa.  Við eigum til gjöf sem heitir trúboðshjarta.  Það drífur okkur daglega að vilja Guðs.  Ekki gleyma mikilvægi trúboðshjartans.

Hvernig fá menn trúboðshjarta og hvernig er því viðhaldið?  Fyrir það fyrsta er trúboðshjarta gjöf Guðs til einstaklings og með burði til að sýna hvað Guðs vilji sé.  Trúboðshjartað er máttugt og fær mig til að deyja ýmsu sem mér sjálfum finnst um verk tengd kirkju og Orði Guðs.  Trúboðshjartað er lykill sem tengir mann við mátt og megin Drottins.  Trúboðshjartað bendir á mikilvægi verka í Jesús nafni og sannfærir sína um að verk Guðs verði að sjást.  Mín skoðun gildir ekki, en hún má vel vera.  Á þá öðrum sviðum.  Munum þetta.  Líka þess vegna þarf ég mikilvægt trúboðshjarta.  Heitir líka „Að vera dáinn sjalfum sér.“- Sú tugga öll saman.

Og hvað er að vera dáinn sjálfum sér?  Dáin sjálfinu merkir að þú ferð að sjá mikilvægi verka Guðs viss um að þeim beri að snerta aðra og geti ekki vera í leynum.  Verk í Guði skulu því vera opinber.  Allt sem Guð gerir vill hann að sé frami fyrir augum fólks þeim til leiðsagnar, hvatningar og uppörvunar í vilja Guðs.  Trúboðshjartað tekur ávallt undir svona lagað.  Á þetta bendir ágætt trúboðshjarta.  Og fólkið sem temst við það endist og endist örlítið lengur. 

Fullt af spurningum og vonbirgðum vakna ekki sé trúboðshjartað daglega virkt í einstaklingi.  Að standa með því í erli daganna ræður nokkru um hvernig þetta trúboðshjarta nái að starfa.  Að hindra eigið trúboðshjarta er versta mál.  Aftur koma upp orðin „Dáinn sjálfum sér.“  Virkt og starfandi trúboðshjarta blínir fyrst á vilja Guðs en fær ekki gerst nema manneskja deyi eigin vilja í dag og rísi upp réttlæti lifandi Guðs einnig í dag.  Þetta starfar saman.

Allt sem snýr að kirkju og Kristi snýst um í framkvæmd.  Einstaklingur fer af stað.  Einstaklingur heldur út eða gefst upp.  Einstaklingur vex í sinni trú eða trú hans dalar.  Einstaklingur fær í sína hönd sigurssveig eftir að hafa sigrað sumpart harða glímu sem hann gafst ekki upp á.  Trúarhjartað barðist allan tímann með honum.  Sem sagt!  Sýnin sem það gefur hélt velli í baráttunni og sýndi að verk Guðs megi ekki vera í felum.  Trúboðshjartað er um leið eldurinn sem logar í sífellu í einstaklingi og nær að brenna upp allan tré hey og hálm.  Ávöxturinn er að áratugum seinna er trúboðshjartað enn gaumgæfið fyrir vilja Guðs og hjálpar því að vinna á hégóma og setja fram góð og gagnleg verk Guði velþóknanleg án þess að trúboðshjartað leggi sjálft á neinn dóm heldur trúir og treystir að sé fullkominn vilji Guðs og að blessun fylgi framkvæmdinni.  Verum trúarmegin í okkur sjálfum og notum daginn til þess.  Og hvað sjáum við?  Vort eigið trúboðshjarta.  Sem bendir hvert?  Á verk og vilja Jesús.

Fólki er heimilt að líta á sig sjálft sem „Stjörnu“ en má ekki né heldur getur spyrt stjörnuna við sitt eigið trúboðshjarta.  Stjarnan kann að koma með athugasemdir um eitt og annað sem gert sé sem trúboðshjartað er algerlega sannfært um að sé skír vilji Guðs.  Hér glittir á andstæður.  Trúboðshjartað samstillir sig við Guð.  Vilji Guðs nær fram.  Hvar stöndum við mitt í núningnum?  Verður ofaná vilji Guðs eða afstaða „Stjörnunnar?“- Trúboðshjartað mun áfram standa með vilja Guðs en glíma við tilfinningar fólks.  Og hver er núna forgangsröðun mín?  Öll þörfnumst við ráða Jesús Krists.  Spyrjum hann hvert fyrir sig.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

27 janúar 2020

Höfuðborg Íslands heitir Reykjavík.  Hún er höfuðborg hvers íslendings sem hér fæðist hvort sem viðkomandi kemur til með að vera þakklátur fyrir sína höfuðborg eða hefur uppi önnur viðhorf gagnvart henni.  Í mínu æskuumhverfi voru ferðir til Reykjavíkur ekki daglegar og er ég líklega á áttunda ári er ég fyrst fór þangað yfir frá Hafnarfirði.  Með þá líklega foreldrum mínum.  Þó ekki muni ég það eitt hundrað prósent né heldur hví var farið.  Minnir samt að ástæðan sé 17 júní hátíðarhöldin.

Í þá daga heyrði til undantekningu ynnu menn ekki í bænum sem þeir bjuggu í.  Fátitt var að reykvíkingar sæktu vinnu til Hafnafjarðar.  Skeði það voru það hafngirðingar sem unnu í Reykjavík.  Algengara var þó að hver hefði atvinnu í heimabænum og skilst betur skoðað þeim augum að bifreiðaeign fólks var ekki almenn.  Kópavogur var þarna með en gegnum hann bara ekið án þess að koma þar við.  Nema til að heimsækja frænda og frænku sem þar bjuggu og fyrir kom að kíkt var við hjá þeim.  Var Kópavogur enda svefnbær, en með sitt Kópavogsbíó.  Garðabær var og svefnbær með rakarastofu og Vífilsstaði en ekkert bíó.

Reykjavík hefur þanist út í allar áttir og er enn að þenjast út.  Þar er byggt.  Tískuorðin nú eru „Þétting byggðar,“  Skolp allt frá borgarbúum fer í gegnum síu vélbúnaðar sem hreinsa gumsið og á eftir dælir út í hafsauga.  Fiskarnir sem áður áttu samastað við skolpsrörenda og náðu stutt út í sjóinn á háfjöru þáðu frá þeim hellings næringu en gera ekki lengur og verða að hafa talsvert meira fyrir sinni fæðuöflun en var á meðan rörin voru þar sem þau áður voru staðsett og fluttu það sem í klósettin small og gusaðist um rörin eftir sturtað hafði verð niður.  Síurnar og hreinsistöðvarnar eru teknar við sem áður voru smáufsans lifibrauð í höfninni og varð honum gríðarleg áfall og hefur ekki borið sitt barr frá þeim tíma. 

Pólitíkin Reykjavík og Hafnarfirði var merkt litum.  Pólitísku litirnir voru ýmist bláir, dökkrauðir, aðeins minna rauðir og eða grænir.  Að þessum litum hallaðist fólk og gekk sumt alla leið og varði sinn lit eins birna húna sína segði einhver eitthvað sem þótt ekki viðeigandi.  Sem gat verið margt og gerði að verkum að hrikta tók í og hvessa í formi orða.  Engin lognmolla kringum bæjarpólitíkina og menn ýmist kratar í gegn, íhaldsmenn í gegn, framsóknarmenn í gegn eða sannfærðir kommar sem vörðu Sovétríkin hvenær sem hallaði var á þau.  Mest þá gegnum skrif dagblaða, mest þó veins dagblað og kennt við Sjálfstæðisflokkinn, sem ekki var eins sannfærður um gildi og stefnu kommanna og margur hver.

Sjálfur var maður sem krakki sjálfstæðismaður vegna þess að faðir minn blessaður var sjálfstæðismaður en mamma aftur á móti krati og er ég hissa á að maður skuli ekki hafi verið þeim megin flokkslínu miðað við hversu mikill mömmustrákur maður var. 

Í dag er Reykjavíkurborg að mínu áliti ekki vel stjórnað og mín skoðun að verði ekki skipt um stjórnendur í næstu kosningum stefni margt þar í vondan og verri farveg.  Margt í borginni er látið drabbast niður og allskonar framkvæmdir og vegir og götur borgarinnar illa hirtar og malbik víða illa farið og skemmt og ökumenn enn að veltast um á sömu malbiksöldunum á sumum vegum og þeir hafa gert og ekkert útlit fyrir að breyting verði á. 

Braggagrey sem ráðist var í að endurbyggja endaði í hæstu tölu sem finna má yfir slíka braggabyggingu.  Sorpa, það ágæta fyrirtæki, komst í fréttirnar vegna fjárhæða sem þar runnu um ganga og sali sem menn skilja ekki alveg hvernig liggi.  Margt annað hefur og skeð á núverandi kjörtímabili sem segir okkur skírt mikilvægi þess þar verði að skipta út fólki.  Hvað segja mínir menn í Sjálfstæðisflokknum?  Eru þeir að brýna sig upp í að taka borgina?  Í auðvitað næstu kosningum.

 

 

 

 

25 janúar 2020 (b)

Mikilvægi bæjar- og héraðsblaða.

Velti stundum fyrir mér hvort ekki sé heppilegt bæjarfélögum í landinu að styðja vel við bak Bæjar- og eða Héraðsfréttablaðs?  Máski að mönnum finnist slíkt óþarfa kostnaður mitt í hafsjó samfélagsmiðla sem að mestu sjá um fréttaflutninginn í dag. 

Sjálfur er ég ekki eitt hundrað prósent viss um þessa leið lengur né heldur athugasemdarkerfin sem þar er boðið upp á og sumir menn eru duglegir við að nota og tjá sig um hin ýmsu mál á þessum stóra vettvangi.  Geri mér auðvitað grein fyrir að samfélagsmiðlar eru til staðar og vera áfram.  Enda sumpart ágætir.  

Gallinn við þá blessaða er samt hann hversu margt kemur þar fram sem við engin rök styðst og hve erfitt er að stjórna þessum miðlum né koma þar að mikilvægum leiðréttingum af þeirri ástæðu hve allt fréttaefni orðið er hratt sett inn að frétt sem kom inn fimm klukkutímum fyrr um daginn drukknar og hverfur og gerir að verkum fullt af fólki mun aldrei sjá téða frétt né leiðréttinguna sem kom að þvælan máski viðhélst.  Ekki gott en sumpart það sem er í dag. 

Samfélagsmiðlarnir, einkum athugarsemdarkerfin, ýta undir vald dómara götunnar sem þar fer mikinn í álit sínu um mann og annan ásamt hinum og þessum fyrirtækjum og heldur ýmsu fram um eitt og annað fólk sem aðrir athugasemdarkerfisfræðingar grípa á lofti að útkoman er saga sem ekki sannleikskorn er fyrir.  Hrein skemmd sem þarf að viðurkenna og sporna við.

Bæjarblað að vísu er ekki með umfjöllun af toga Gróusagna dómstóls götunnar heldur leitast það við að hafa það sem sannara reynist í málum tengdum bæjarfálaginu og almennu lífi í bænum, sem einnig má segja frá og gera rétt. 

Samfélagsmiðlarnir, vegna akkúrat athugasendakerfanna, sumra innleggja þar alltént, bjóða ekki upp á neitt slíkt því dómari götunnar mun alltaf og áfram eiga sinn samastað þar og skrifa athugasemdir og gera draugfullur, minna fullur eða edrú.  Þessu getur engin spornað við. 

Það er að þessu leiti sem ég teldi réttlætanlegt að bæjarfélög styddu við bak útgáfu bæjarblaðs sem gefið væri út vikulega og borið í hvert hús í bænum.  Kostar auðvitað.  En er ekki einhvers virði að menn séu með réttar upplýsingar um hvað sé að gerast í bænum sínum?  Einhverjir taka undir slíkt og alveg örugglega pólitíkin.  Hún þráir að rétt sé farið með sem fréttnæmt telst.

Fjarðarfréttir eru enn gefnar út í Hafnarfirði og ekki annað að heyra enn að flestum þar í bæ líki efni blaðsins.  Fjarðarfréttir er gott blað og flytur fréttir af ýmsum hafnfirskum málum.  Að tína þessu niður ættum við ekki að vilja né heldur bæjaryfirvöld sem með þessum hætti hafa opna leið fyrir sig til upplýsingagjafar.  Hvort Fjarðarfréttir sé borið í hvert hús lengur þekki ég ekki en væri að mínu áliti ekki gott ef svo sé.  Netútgáfan er góð en hefur leiðinda þráð í athugasemdarkerfinu sem margir því miður misnota.

Í Neskaupstað var í áratugi gefið út blað sem Austfirðingur hét.  Blaðið er ekki lengur til en spurning um hvort ekki mætti endurvekja það með aðstoð bæjaryfirvalda og gefa sem vikuleg fréttabæjarblað og sends í öll hús í bænum.   Mín skoðun er að í þetta skuli haldið fréttaöryggisins vegna.

 

 

 

 

25 jnúar 2020

Trú er mikilvæg og er vont trúi maðurinn engu.  Vel er hægt að skilja að þessi afstaða fólks geti verið uppi því hver hefur ekki reynt að ekki er alltaf hægt að treysta öllu sem aðrir menn segi?  Slæmt og það allt saman.  Ekki samt gleyma að stundum erum við sjálf þetta fólk sem stöndum ekki við þrátt fyrir yfirlýsingu og máski áréttingu í orðunum „Minnsta mál“- og ekkert skeði.  Og hví varð ekkert úr verki?  Margt kemur til og bara ein af ástæðunum kæruleysi.  Fyrir kemur að menn lofi upp í ermi sína sem oftast nær stafar af ónógri skipulagningu.  Pípulagningarmaðurinn er ekki einn um að mæta ekki í verk á uppgefnum tíma.  Stundum er ég þessi „pípulagningarmaður. „-Já, og nokkuð merkilegt, einnig þú, drengskaparmaðurinn sjálfur og vammlausi.  Að eigin áliti.  Dæmum aðra menn varlega.

Hafi maðurinn ekki réttan átrúnað fyrir sig, og eða engan átrúnað, líklega til þó efast megi um, fer ekki alltaf vel.  Hvað sem við segjum og hvernig sem við lítum málin er það samt svo að fólk fylgir einhverju og oft eftir að hafa séð að þeirra áliti „Framúrskarandi verk og eða hegðun einstaklings eða hóps.“  Getur átt við um margt og til að mynda hjálparsveitirnar sem vinna verkin saman og gera sem einn maður og eftir gríðarlega flottu skipulagi sem allir sem í verkinu taka eru undir og hafa játast að fylgja.  Hjálparsveit er oft undir miklu álagi og oft er verkefnið fólk sem einhverra hluta vegna ætlar ekki að skila sér til baka.  Hve mörgum mannslífum ein og önnur björgunarsveit, hjálparsveit, hefur heimt úr helju skal ósagt látið en tölurnar líklega hærri en flest okkar áttum okkur á.  Munum að þetta fólk fær allt þakklæti fyrir sín óeigingjörnu störf saman við uppörvun og hvatningu til að halda áfram á sömu braut. 

Hvernig komið er fram við hjálparsveitirnar í landinu er ágætis kennsla í hverju uppörvunin áorkar.  Hún er björgunarsveit lykill sem drífur þetta fólki fram til dáða að það er tilbúið til að leggja á sig alla vinnu sem þarf á meðan aðstæður eru erfiðar og hættulegar.  Þetta fólk leggur til hliðar hvað annað sem er og sinnir kallinun.  Merkileg er hugsunin til grundvallar hjálparstarfi björgunarsveitanna.  Ekki verður neitt annað sagt.  Og falleg er hún. 

Þetta má íslensk þjóð eiga að hún styður gott verk hjálparsveitanna af öllum huga án þess samt að falla fram fyrir starfinu í sérstakri lotningu eins og um Guð sjálfan væri að ræða, sem væri annað og reyndar varasöm leið því þrátt fyrir vel unnin verk, fórnfýsi, gott skipalag, gríðarlega þekkingu á verkefnum sem fyrst og síðast byggir á algeru samstarfi hópsins, er þetta samt bara fólk.  Sem við reyndar virðum.  Virðing og vinátta þjóðarinnar við þetta starf er nóg og um leið full viðurkenning á hversu gott starf björgunarsveitir vinni. 

Starfsmenn landhelgisgæslunnar á skipunum hafa oft unnið þrekvirki á hafinu, svo það sé haft hér með.  Fyrir báðum þessum störfum berum við virðingu og getum vel bætt hér inn í verkum slökkviliðsins.  Með öðrum orðum!  Mikilvægt er einstaklingi, og þjóð, að halda uppi virðingu.  Undan henni þó fjarar stöðugt og ekki bara á Íslandi heldur víða í löndunum kring.

Einnig má geta þess að íslensk þjóð hefur staðið saman um margt, en fráleitt allt.  Og þar sem menn eru ekki samtaka tætir óeiningin þá og rífur og slítur og fjarlægir hvora frá öðrum.  Við höfum þetta allt fyrir framan okkur og getum sjálf metið muninn á að standa með eða vera andvígur.  Við þurfum á slíkum samanburði að halda fyrir okkur sjálf og fyrir okkar eigið sálartetur til að draga góðan og heilnæman lærdóm af og að sjá og skynja með eigin augum muninn á því ástandi að standa með eða vera í bullandi andstöðu, af máski tómri reiði.  Við elskum starf björgunarsveitanna, slökkviliðsins og oft vinnu landhelgisgæslunnar sem annað veifið fær yfir sig húrrahróp landshorna á milli af algerum einhug, eins og skeði í landhelgisdeilunum við blessaða Bretanna.  Samt er sundrung í mörgum mis merkilegum málum sem gangi eru uppi og engin spyr af hverju.  Sumt er bara óskiljanlegt en þó hrein staðreynd.  Nú rifjast upp sagan af Dr. Jekyll og Hr. Hyde.

 

 

 

 

24 janúar 2020

Orð Guðs er þeim eiginleikum gætt að krefja fólk um að staldra við.  Að staldra við og hugsa mál er hjá sumu fólki bannorð.  Er nútíma fólk bara neytendur sem líkar vel að aðrir taki af skarið og komi með svör og lausnir fyrir sig.  Líklegt er að stærstu þjónustuaðilarnir tilheyri hinu opinbera.  Þangað er leitað bjáti eitthvað á.  Hið opinbera á að leysa úr vanda okkar svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur og getum haldið okkar fyrirfram gefna striki. 

Orð Guðs er ekki svona.  Vissulega kemur það með leiðbeiningar og segir okkur margt.  En okkar er að framkvæma Orðið.  Að gera sjálfur stuðlar að vissu heilbrigði.  Og stundum, aðstæðna sinna vegna, væri betra fyrir sumt fólk að söðla um.  Þar er Drottinn svar:

„Mattuesarguðspjall.  13.  16.  En sæl eru augu ykkar af því að þau sjá og eyru ykkar af því að þau heyra.“- Talað er til trúarinnar og hér sjáum við að kristið fólk fyllt Heilögum Anda þarf ekki að vera með sjálft sig á stað endalausrar krafna en vera samt aldrei ánægt.  Alltaf eitthvað sem vantar.  Það fylgir þar öðru ríki þar sem verkin eru með öðrum hætti gerð í og er ríki sem er laust við stress og hefur nógan tíma.  Þar fær fólk flotta þjónustu og er sátt við hana öndvert við heiminn sem þjónustar þegna sinna en fæstir eru glaðir með það sem þaðan kemur og láta í sér heyra sé hún ekki eins og vænst var.  Eigið framtak er æ meira fyrir bý, sem að hluta til útskírir öll þjónustufyrirtækin sem til eru. 

Margir sem framleiða vöru og miða sína framleiðslu við þetta.  Framleiðslan miðar við „tilbúið.“- Veit að engin tími gefst lengur til að gera verk sem að mestu voru unnin heimavið en eru það ekki lengur.  En hver bjó þetta til og hvaðan kemur þetta?  Frá okkur sjálfum og að mestu heimagerðar.  Það erum við sem höfum gert okkur háð allskonar þjónustu og tækjum og tólum.  Hver veit ekki að án sumra tækja væri lífið snúnara.

Hvert fór tími fólks og af hverju stafar öll þessi tímaþröng?- er spurning sem fæstir orðið spyrja sig en væri gott að gera, sjálfs síns vegna. 

Já kæru vinir:  „Sæl eru augu yðar“- segir Drottinn.  Og einnig:  „Sæl eru eyru yðar.“-

Trúuðum er gefið að skilja og þekkja leynda dóma Guðsríkisins.  Og Orðið talar á mörgum stöðum um frið.  Það kemur inn í pælingar fólks sem hugsar með sér hve gott það sé fyrir það og notalegt að eiga oftar gæðastund með fjölskyldu sinni og ræða málin saman.  Orðið mun búa til slíkt rími og koma þessu í kring og án neinna útgjalda né mikillar fyrirhafnar.  Veit af tímaleysinu.  Af mest skorti á skipulagi.   

Á öll mannleg alvöru gæði er ráðist og þau verið færð til og komið fyrir í einni og annarri þjónustu sem boðin er fram og þörfinni með þeim hætti mætt.  En í stað friðar Guðs af allri þessari „þjónustu“ fékk fólk yfir sig ysinn og þysinn sem rænir því mikilvægum tíma sínum og það segir hvort við annað að það hafi ekki tíma til að gera þetta og gera hitt né allskonar fyrir sig sjálft og er veruleiki of margra þegna í nútímasamfélagi.  Hvar brast planið og hvert fór tíminn sem margir eiga aldrei nóg til af?  Já, hvert og hvar er hann?  Stundirnar í sólahringnum eru tuttugu og fjórar og er það sem hvert okkar þarf að miða við.  Er máski málið að setjast stundarkorn niður og hagræða hjá sér og skipuleggja sumt upp á nýtt?  Gæti það verið ráð?  Kannski gott ráð?- Trúi því já.

„Mattuesarguðspjall.  13. 11.- Ykkur er gefið að þekkja leynda dóma himnaríkis, öðrum er það ekki gefið.“- Hvernig er háttað lífi okkar, sem eigum þessa gjöf Guðs?  Vitum við að ein forréttinda okkar er friður Guðs í hjarta.  Sækjum hann og verjum hann og dveljum í þessum friði Guðs.  Það er vilji upprisins Krists.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

23 janúar 2020

Oft höfum við heyrt talað um Guðsríkið og alveg örugglega spurt okkur jafn oft hvar það sé.  Margt getur vafist fyrir okkur fólkinu og margt sem við komum ekki auga á vegna þess að hafa ekki almennilega skilið þetta orð „Guðsríki.“  Einnig hafa að minnsta kosti sumir áttað sig á að ekki sé mín sjón né þín einhver skilja á hvað sé og hvað sé ekki né hitt að þó ég viti ekki að sé að þá sé það þar með ekki til.  Svo langt erum við komnir, eða ættum að vera komnir, á vegi trúarinnar að vera með þetta nokkuð á hreinu.  Trúin mætir þessu.  Þó skal viðurkennt og tekið fram að ómögulegt sé að meta stöðu annarra en sjálfs síns. 

Að trúa byggir á skilningi sem gefin er ofanfrá.  Engin fær skilið það sem Guð gerir nema vera það gefið af honum sem gefur öllu fólki að skilja.  Til að mynda það hvað Guðs ríki sé og hvar niðurkomið.  Og hvar er þetta ríki?  Skoðum ritninguna:

„Mattuesarguðspjall.  12. 25-28.  En Jesús vissi hugsanir þeirra og sagði við þá: „Hvert það ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt leggst í auðn og hver sú borg eða heimili sem er sjálfu sér sundurþykkt fær ekki staðist.  Ef Satan rekur Satan út er hann sjálfum sér sundurþykkur. Hvernig fær ríki hans þá staðist?  Og ef ég rek illu andana út með fulltingi Beelsebúls, með hverju reka þá yðar menn þá út? Því skulu þeir vera dómarar yðar.  En ef ég rek illu andana út með Guðs anda, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið.“-

Hér kemur ágætlega fram hvernig í málinu liggi.  Illir andar eru greinilega fyrirstaða og taka sér bólfestu í manneskju.  Munum!  Drottin sjálfur talar með þessum hætti.  Andi Guðs kemur að og með fingri sínum snertir hann fólk.  Og sá sem fyrir var í sætinu stenst ekki og neyðist til að yfirgefa sæti sitt og standa upp og hverfa annað.  Og hver sest í sæti hins?  Sá sem eftirleiðis verður sagt um að sé Guðsríkið Jesús Kristur.  Sjáum við núna og skiljum betur hvar Guðsríkið sé og er það ekki merkilegt að Orð Guðs tali um mig og þig af öllum mönnum sem eigum trú, athugið það, sem þetta Guðsríki?  Er erfitt að meðtaka slíkt?  Vissulega en höfum þó lært á langri leið að þræta ekki við Orð Guðs heldur meðtaka.  Líka Orðin um hvar Guðsríkið sé. 

Drottinn synir okkur að Guðsríkið búi í manni fylltum Heilögum Anda sem og gengur fram í þeirri trú sem honum er gefin.  Flókið?  Máski.  Bara veit það ekki en trúi vegna þess að vita hver talar þessi Orð.  Sjálfur Drottinn drottna talar, sem nægir mér. 

Það er í manni sem þannig hefur fengi nýjan herra sem Guðs Ríkið opinberast í og eins gott fyrir okkur sem trúum að átta okkur á staðreyndum.  Við þurfum að vita hver við erum og gera okkur glögga grein fyrir þessu og á eftir eiga daglegt samfélag við hann sem skipti út aðilanum sem fyrir var í hjartanu og kom þangað inn Guðsríkinu.  Og við vitum að manneskja fer víða og því augljóst að Guðs ríkið er víða sýnilegt og að búi í trú manna og kvenna. 

Merkilegt?  Vissulega og mikill leyndardómur einnig sem Drottinn einn opinberar: 

„Mattuesarguðspjall. 16.  16-17.  Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“  Þá segir Jesús við hann:  „Sæll ert þú,  Símon Jónasson! Enginn maður hefur opinberað þér þetta heldur faðir minn í himninum.“- Við sjáum hvaðan skilningurinn á Orði Guðs er komin.  Það sem Jesús segir Pétri eru skilaboð til allra trúaðra hvar sem er á jörðinni og á hvaða tímaskeiði sögunnar sem er og staðfesting um að Guðs sjálfur sjái um að útskíra sitt Orð fyrir sínum.  Og hvar er núna sérfræðingurinn í Orði Guðs?  Held hann sé farin.

Nú, kæru vinir, vitum við hvar Guðsríkið er og að það býr í öllu trúuðu fólki.  Sjáum við ekki að Drottinn er að færa sitt fólk nær Orðinu og að einfaldleik þess.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

 

22 janúar 2020

Kristur kom til að gera nýtt, breyta viðhorfum fólks og fá það til að horfa öðruvísi á sumt í kringum sig.  Hann vill að það breyti hugsanagangi sínum og meti fólk eins og það er en ekki út frá fatnaði sem það klæðist.  Valdsmaður hefur ákveðin búning sem hana fer í og sést máski ekki öðruvísi en klæddur.  Kristur kom til að reisa annað en er í landinu og annað en fólk almennt þekkir.  Valdsmenn Krist eru af öðru sauðahúsi en heimsins.  Eru samt með vald. 

Jóhannes skírari hafði eins og vitað er starfað í nokkurn tíma er Jesús steig fram.  Jóhannes er vissulega maður með nokkuð vald en samt ekki hann með allt vald á himni og jörðu.  Jesús státar af því öllu og gekk fram sem þessi valdsmaður án þess að bera vald sitt neitt utan á sér né í fatnaðinum sem hann klæddist heldur af verkunum sem hann vann– í þágu fólksins.  Jesús með öðrum orðum er afskaplega óvenjulegur valdsmaður en samt manneskja með gríðarleg völd, og allt vald. 

Sama má segja um Jóhannes skírara, sem hafðist við í óbyggðum og át villihunang og engisprettur og að sjá lifði á þessu.  Hvar eru veisluborðin kringum hann og eða öll skartklæðin og allir mikilfenglegu búningarnir?  Þá er ekki að sjá.  Samt segir Kristur um Jóhannes að engin sem af konu sé fæddur sé honum meiri.  En klikkir svo út með orðunum, að hinn minnsti í himnaríki sé honum meiri.  Ef við horfum á fatnaðinn sem hann klæddist var í honum ekki mikinn glæsileika að sjá.  Kannski sást bara sóðalegur kall.  Glæsileiki Jóhannesar bjó allur innra með honum.  Á þetta meðal annars kom Kristur til að benda fólki á og er eitt af þessu nýja sem hann innleiddi í veruleika okkar mannanna.  Hvergi í kringum þessa menn var neitt ytra prjál.  Hvergi glæstir fundarsalir né ríkmannlega útbúin veisluborð eins og til siðs er þar sem hefðbundnar valdastéttir koma saman.  Þær vilja ákveðna umgjörð og er eitt af þessu sem Kristur kom til að benda mönnum á en bannar ekki að notast sé við.  Verkin tali því.  Eins og segir hér:

Mattuesarguðspjall. 11. 7-10.  Þegar þeir voru farnir tók Jesús að tala til mannfjöldans um Jóhannes: „Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum?  Reyr af vindi skekinn?  Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann?  Nei, prúðbúna menn er að finna í sölum konunga.  Til hvers fóruð þér? Að sjá spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann.  Hann er sá sem um er ritað:  Ég sendi sendiboða minn á undan þér, hann á að greiða þér veg.“-

Kristur spyr fólkið hvað það hafi farið að sjá þarna í óbyggðum.  Ætli það hafi gert sér grein fyrir að þar stæði einn allra merkilegast maður sem heimurinn áður hafði séð?  Og hvað sá það?  Kall klæddan eins og fátækling og öskrandi út yfir mannhafið um að fólk skuli gera iðrun og að öxin sé þegar lögð að rótum trjánna og að hvert það tré sem ekki beri ávöxt verði burt höggvið og á eld kastað.  Prúðbúana menn var ekki að finna á stað Jóhannesar né heldur þar sem Kristur starfaði.  Og prúðbúið fólk er enn á sama stað.  Því er ennþá þjónað, eldað er ofan í það og búið ríkmannlegar veislur- og efnt til funda í fundarsölum með öllum besta mögulega búnaði í og hvergi skorið við nögl í glæsileikanum en hver höndin þó upp á móti annarri af óánægju.  Sem er annað mál.

Kristur er ekki þar heldur innanum fólkið að tala við það um fagnaðarerindið.  Engin pólitík, ekkert valdabrölt aðeins sannleikurinn sem segir fólki að í því búi eilífur partur sem þurfi að skila sér heim til himins og Drottins.  Þetta eru skilaboðin og hið nýja sem kom með Kristi inn i heiminn honum til bjargar.  Um þetta fræðir Jesús en ekki loftslagið.  Sjáum við ekki að Kristur bendir á önnur viðmið en gilda hér í heimi og að sitt ríki verði með öðrum hætti byggt upp enn þau sem fyrir séu?  Og hver veit ekki að klæðnaður hafi ekkert með manngerð að gera.  Á þetta samt erum við að horfa og meta fólk út frá.  Ekki satt?  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

21 janúar 2020

Drottin krefst hugrekkis.  Hann hrífst ekki af undirlægjunni né heiglinum og fólki sem bara eltir og þess vegna hvað sem er og hvern sem er án þess að vita sjálft hver átrúnaðurinn sé.  Hann vill sjá fólk sem veit hvar það standi í lífinu og að þeir sem eru á klettinum játi út sinn klett og geri andspænis hverjum sem er.  Sé því að skipta.  Þetta er ekki sjálfgefið né að fólk sýni svona út á við.  Hjarðhegðunin og eftiröpunin birtist víða í mannheimum.  Og hver veit ekki þetta og jafnvel þekkir hjá sér sjálfum og glímir við?  Sumt bara er erfið framkvæmd verandi mitt inn í ókyrru umhverfi.  Slíkt hefur áhrif á alla sem í eru en misjafnt þó hvernig við sé brugðist.  Sumt sem er gert er engum manni neitt auðveld framkvæmd en nauðsýnleg.  Samt er það þarna sem sker úr um heigulinn og eða hugrekkið:

„Mattuesarguðspjall. 10. 32.  Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum mun ég við kannast frami fyrir föður mínum á himnum.  En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum mun og ég og afneita fyrir föður mínum á himnum.“-

Hér sjáum við gamalkunnugt stef úr Orði Guðs.  Drottin talar og segir hvernig allt virki en eftirlætur mér að gera eins og hann segi.  Og, eða þola hitt, að fá slíka umsögnum um sig „Ef þér afneitið mér.“ -Sem sagt!  Ef ég afneita muni hann afneita mér frami fyrir Guði.  Svona virkar þetta.  Munum!  Þetta er lögmál sem hér er sagt en ekki eitthvað sem mögulega gæti skeð og sem Drottinn mögulega horfir í gegnum fingur sínar með.  Ekkert svoleiðis.  Að átta sig á sumu tengt trú og Orði Guðs og meðtaka inn í sitt hjarta er lykilatriði sem býr til staðfestu.  Við sjáum röðina á verknaðinum og einnig að við ráðum öllu um það sjálf hvaða ummæli Kristur gefur okkur andspænis föður sínum.  Ég einn ræð umsögninni um mig sjálfan hjá Jesús frami fyrir Föðurnum.  Engin annar.  Og hvað er þetta að segja mér:  „Trúin er alvörumál sem betra er fyrir mig að meðtaka.  Trúin gildir í dag.“-

Mikilvægt er öllum trúuðum að skilja út á hvað trú gangi.  Alvaran vaknar af því að sjá:

Mattuesarguðspjall. 10. 34-37.  Ætlið ekki að ég sé kominn að færa frið á jörð.  Ég kom ekki að færa frið heldur valda sundrungu.  Ég er kominn að gera son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni.  Og heimamenn manns verða óvinir hans.  Sá sem ann föður eða móður meir en mér er mín ekki verður og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér er mín ekki verður.“-

Það sem Kristur er að segja hér er að það sem muni gerast hjá fólki eftir að trúin er kominn að viss aðskilnaður verði og að sitt fólk muni þjappa sér saman og vera saman.  Einmitt vegna vissrar sundrungar sem kom upp er trúin gekk þar inn fyrir dyr.  Ástæðan er augljós.  Trúin er ekki allra og núningsfletirnir margir sem koma.  Kristur sættir en tekur hann tíma.

Drottinn segir að til friðarins séum við kölluð.  Þetta segir við okkur að hann muni taka á málinu og koma á friði með því að gefa okkur hvort annað.  Af hverju?  Jú, við, sem trúum, eigum sama.  Sem sagt, trúna.  Um hana getum við sameinast sem útilokað er að gerist með fólk sem stendur utan hennar af því einu að eiga ekki sama og við eigum.  Þetta tvennt spyrðum við ekki saman.  Reynum við slíkt kostar það átök og allskonar sem gerir eitt.  Etur okkur upp og jafnvel tortímir trú okkar.  Hvað vill ég gera?  Er spurning ekki sem má þagna né hætta.  Skrefin og ákvörðunin verður alltaf mín. 

Nokkur kostnaður getur verið því samfara að ganga veginn með Kristi.  Eitt er játunin.  Auðvelt er að játa trú sína standandi fram fyrir systkinum í Drottni sem játa sama.  Andspænis vantrú og slíku er jarðvegurinn öllu tyrfnari.  Og um slíkar aðstæður er Drottinn að tala í versunum sem við lásum hér fyrst.  Hann krefst hugrekkis.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

20 janúar 2020

Ljóst er að trúað fólk þarf að vera vakandi fyrir ýmsu í kringum sig og sjálfu sér tengdu.  Og er svo sem gild ástæða fyrir að svona sé talað.  Fáir vita betur en fólk sem í stendur hvernig ástand mála kringum sig sjálft sé.  Eitt sem má benda á eru starfsmenn í kristilegu starfi.  Vitað er að fáir séu við þetta og allir sem til þekki sammála um að betra væri að fleiri bættust við.  Það er að segja, á sumum stöðum.  Og hvernig ætlum við að bregðast við?  Drottinn gefur fyrirmælin:

„Mattuesarguspjall.  9. 37-38.  Þá sagði hann við lærisveina sína. – Uppskeran er mikil en verkamenn fáir.  Biðjið því Drottinn uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“-

Hér er komin fram það sem Drottinn hefur til mála að leggja.  Hann talar til viss hóps manna sem gera má ráð fyrir að þekki til aðstæðna hver hjá sér.  Hann er að tala til þín og mín sem sinnum kristilegum verkefnum af einhverjum toga og vitum, teljum alltént, að betra væri að fleiri sinntu sumu en við erum ekki að sjá ske.  Manneskja þarf trú.  Einnig er gott að spyrja sig:  „Þurfa fleiri en, segjum, einn að gera verkið eða hef ég bara sjálfur lýjast og þreytan að angra mig?“  Sé það veruleikinn, getur alveg gerst, fáum við einnig leiðsögnina þar inn og hún kemur frá Drottni og heitir Bæn.  Drottinn gefur aukin kraft og eða það sem þarf sjái hann viljann til verks.  Hann hefur leiðirnar og birtir þær oftast nær gegnum bænakvak mitt.  Og hver veit betur en ég sem stend í, segjum það, átt við eigin verksvið mitt og þitt, um hve margt fólki þarf til að sinna verki?  Hann talar inn í málið þessi Orð:  „Biðjið.“  Alltaf sama.  Drottinn vill fá að vera með.  Allar lausnir sem þarf til að kristileg verk hafi eðlilegan framgang byggir á bæn.  Mér og þér er heimilt að biðja slíka bæn. 

Einnig kemur fram að Drottinn beri sjálfur ábyrgð á verkum kirkjunnar en ekki eðlilega fólkið sem við þau vinni.  En hann gerir annað.  Lætur fólkinu sjálfu eftir að biðja sig um fleiri hendur til að létta undir með sér.  Hann á eftir sjálfur metur svo þörfina.  Ég vil 5 manns kringum mitt verk en hann segir: „Þú einn ert nóg.“- Mikilvægt að hugleiða að hann viti.  Ritningaversið hins vegar segir okkur með skírum hætti að hann þekki vel ástandið og viti af tregðu margs fólks til að stíga fram á sinn Akur, sem við vitum að hefur mikla uppskeru en fáa verkamenn til að koma henni allri í hús.  Álagspunktarnir eru margir en samt mis þungir.  En vissulega erum við að tala um gamlan vanda en sömu lausn við þessum vanda bænina. 

Af umhyggju fyrir hinum ófrelsaða segir hann sín Orð.  Ofar í Guðspjallinu lesum við eftirfarandi:

„Mattuesarguðspjall. 9. 36.  En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því að menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa.“- Hér er ástæðan fyrir hinu versinu sem við lásum.  Kærleikur hans er aflið sem knýr á hann til að tala það út og beinir Orðum sínum til viss hóps fólks sem um leið er fólkið sem eru þá þessir starfandi verkamenn að glíma við uppskeruna og sjá að með fleiri höndum væri þetta betra og álag minna á hverjum og einum. 

Kannski er lenska fólks í vinnu hjá Drottni að fara fyrst hina leiðina og biðja þennan og hinn um að koma og veita aðstoð en ekki hann sem er Herra uppskerunnar og eigandi víngarðsins og hans því áhyggjurnar en ekki okkar sem störfum.  Við bara störfum.  Láti verkstjórinn á gólfinu ekki yfirmann sinn vita að enn vanti sér nokkra starfsmenn til að verk gangi hindrunarlaust fyrir sig og notar þess í stað leiðir sem ekki eru jafn áhrifaríkar hinni má ekki fyrirfram eiga von á úrbótum að þessu leiti.  Hann er aðilinn sem er á staðnum og ætti að vita þetta.  Eins er með okkur sem störfum að hver okkur veit betur mannaþörfina í hverju tilviki fyrir sig? 

 

 

 

 

19 janúar 2020

Engum sem til máls þekkir dylst að Jesús elski annað en fólk.  Allt fólk og einkum sitt fólk. 

Er Jesú var á leið til Kapernaúm kom til hans hundraðshöfðingi sem átti sjúkan son heima.  Drengurinn er lamaður og þungt haldinn:

„Mattuesarguðspjall.  8. 7-9.  Jesús sagði:  Ég kem og lækna hann.  Þá sagði hundraðshöfðinginn:- Drottinn, ég er ekki þess verður að þú gangir inn undir þak mitt.  Mæl þú aðeins eitt orð og mun þá sveinn minn heill verða.  Því að sjálfur er ég maður sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum og ég segi við einn:  Far þú, og hann fer, og við annan:  Kom þú og hann kemur, og við þjón minn:  Ger þú þetta, og hann gerir það. 

Þegar Jesús heyrði þetta undraðist hann og mælti við þau sem fylgdu honum; - Sannlega segi ég ykkur, hvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael.“- við sjáum að Drottinn vill umbuna og lækna sitt fólk til að því líði vel þar sem það er.  Og hvað er betra fyrir heilsuveilan en að endurheimta til baka líkamlega heilsu? 

Annað er og áhugavert.  Beiðni mannsins um að Jesús gangi ekki inn undirþak hans.  Kristur auðvitað heyrði þessa bæn, því hvað var hún annað?- og kom ekki með beinum hætt inn til hundraðshöfðingjans en gekk svo frá hnútum að barnið næði fullri hreysti.  Að hann stigi ekki sjálfur inn er af virðingu við beiðni mannsins.  Drottinn heyrir bæn mína og virðir en við líklega farið í fýlu standandi andspænis sama:  „Aldeilis gorgeir“- og annað álíka þanki.

Á öðrum stað má sjá svolítið annað útlit mála og skeði það í byggð Gadarena og á stað ætluðum látnu fólki.  Þar höfðust við tveir ógæfumenn haldnir illum öndum og svo skæðum að engir menn máttu þar um fara.  Greinilegt er að þessir tveir einstaklingar séu menn sem Jesús er að sækja.  Um leið og illu andarnir sáu hver var komin kom það og í ljós:

„Mattuesarguðspjall, 8 29-32.  Þeir æpa:  Hvað vilt þú okkur, Sonur Guðs?  Komstu til að kvelja okkur fyrir tímann? 

En langt frá þeim var mikil svínahörð á beit.

Illu andarnir báðu hann og sögðu: - Ef þú rekur okkur út sendu okkur þá í svínahjörðina.

Hann sagði: - Farið. - Út fóru þeir og í svínin og öll hjörðin ruddist fram af árbakkanum í vatnið og týndist þar“-

Við sjáum að á bak við þessa illu anda býr ekkert nema tortíming og eyðing og hvort sem er á mönnum eða skepnum.  Enda tilgangur og markmið alger andhverfa alls sem Kristur kom til að gera.  Sem er uppbygging og hvatning til góðra verka.  Hér má og sjá vissa verkaskiptingu, ef svo má segja, milli þessara afla í heiminum og að annað aflið sé gott, bjart og hreint, en hitt myrkvað í gegn sem við viljum ekki hafa en ráðum ekki við né yfir en Drottinn hlífir okkur við og verndar gegn með því að gefa okkur eilífa lífið sem hann þarna er kominn til að vinna og við vitum að full vannst á krossinum og í dauða hans og upprisu. 

Annað má einnig sjá.  Kristur fær líka beiðni frá þessu fólki en ekkert tengt hjálp heldur um að yfirgefa þau.  Akkúrat þessi afstaða fólks um að Jesús fari er mikils ráðandi í dag.  Við viljum ekki Krist né verk hann nein staðar í kringum okkur og aðhyllumst jafnvel útþynntan boðskap að flytja.  Áfram skal þó haldið og Orðinu beitt af fullum myndug leik.  Jesús lifir. 

 

 

 

 

17 janúar 2020

Orðið talar um að menn uppskeri eins og þeir sái.  Mikill sannleikur sagður hér.  Orðin eru kristaltær og opinberast hverri manneskju af hennar eigin lífi og verkunum að baki.  Reynsla manna er sannleikur.  Líf þeirra í dag samanstendur af fyrri ákvörðunum.  Borðleggjandi mál.

Sumir eru undir þeim byrðum að finnast þeir verða að þjóna tveim herrum og að vera báðum meðfærilegir.  Annar er þægilegur, sanngjarn og ljúfur en hinn hryssingslegur kröfuharður og erfiður.  Og hvernig ætla menn að leysa málið?  Sá kröfuhafi mun aldrei verða ánægður með neitt sem þú gerir öndvert við hinn milda sem er ánægður með allt frá þér.  Og finni hann að verkinu koma inn mildilega fram settar leiðréttingar sem fær þig til að vilja áfram starfa með honum og ferð því fús frá og gerir umbeðnar breytingar sem þú sérð að eru til bóta öndvert við hinn sem kann einvörðungu að skipa og á eftir skammar og gera þig órólegan og þú í þrælsótta þínum ferð og reynir að gera betur og orðin handviss um af langri reynslu að engar umbætur duga.  Svart og hvít mynd dregin hér upp og partur lífmyndarinnar sem sumt fólk er undir.  Að eigin vali.  Munum þetta. 

Og hvernig ætlum við að bergðast við?  Engin nema viðkomandi einstaklingur tekur ákvörðunina.  Hann hefur viðmiðin, veit af hinu góða og þreifar á hvernig það kemur fram við sig og fer um sig mjúkum höndum og einnig hinn sem beitir og kann harðneskjuna sem hinn fær sig ekki til að sleppa af hendi og lætur því fjötrast af og fyrir margt löngu orðin fangi hennar en reynir áfram að sinna hinum sem er ljúfur, notalegur og þægilegur og er fyrir vikið og meira og minna allt sitt líf eins og milli steins og sleggju.  Líf eða hitt þó heldur.  Þetta fólk lifir svo sem í voninni en er samt von sem ekki byggir á réttum upplýsingum og mun því ekki ná fram að ganga.  Eina sem gildir til lausnar hér er alger aðskilnað sem ekki getur komið nema fyrir mátt ákvörðunarinnar.  Sem er annað orð yfir „Að sjá.“- Og hvað segir ekki Orðið:

„Mattuesarguðspjall. 6. 24.  Enginn getur þjónað tveimur herrum.  Annað hvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn.  Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.“-

Hér stöndum við andspænis vandamáli sem menn sýknt og heilagt reyna að spyrða saman og vera undir og vilja að séu vinir sínir.  En Drottin tekur burt allar slíkar pælingar fólks um að neitt slíkt sé vinnandi vegur né inn í myndinni.  Og hvað meira.  Segir að fullur aðskilnaður þurfi að koma til en ekki eitthvert samsull, sem muni hvort eð er aldrei ganga.  Enda um tvö öfl að ræða sem í eðli sínu eru andstæð.  Hið merkilega er, en þó ekki, sé kærleikur Jesús settur inn, að hann segir okkur ekkert um það hvort við ættum að velja en kemur bara inn með athugasemdir sem byggja á sannleika.  Og ég vel. 

Að Jesú með Orðum sínum skuli ekki leggja neitt til um hvað við skulum velja bendir umfram annað á kærleika og þess að hann virði eitt hundrað prósent frjálst val fólks.  Neitt slíkt gerir harði húsbóndinn ekki heldur hitt sem gerir fólk áfram þræla.  Og hve margir eru ekki bundnir á höndum og fótum og fyrir löngu búnir að gleyma hvað raunverulegt frelsi sé?  Peningar eru máttur og harður og ósveigjanlegur húsbóndi.  Fullur aðskilnaður er eina leiðin, sem fáir sjá þó.

Og hvað sagði ekki Jesús við unga ríka manninn sem kom til hans og spurði hvað hann ætti að gera til að verða hólpinn: 

Mattuesarguðspjall 19.  21.  Ef þú vilt vera fullkominn skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum og þú munt fjársjóð eiga á himnum.  Kom síðan og fylg mér.“- Við sjáum hvar skóinn kreppir því manngreyið gat ekki hugsað sér þetta og gekk hryggur burt.  Dapurlegt.

 

 

 

 

16 janúar 2020

Fyrirmælin eru nokkur sem fylgir því að vera kristinn einstaklingur og eiga til trú á Jesús.  Kristur talar berum orðum um að hann ætlist til einhvers af sínu og fólki eftir að hafa fyllt það Heilögum Anda og sett á veginn sem hann sjálfur kallar Mjóa veginn til lífsins.  Öll skilyrði um hlýðni eru kominn inn til að manneskja geti uppfyllt kröfur lifandi Guðs.  Allt byggir á hlýðni við vilja Guðs.  Eftir stendur glímuefnið Vil ég gera vilja Guðs?  Samt segir Drottinn um mig að ég sé ljós.  Og.  Að ég sé verði keyptur.  Hvað merkja orðin  -Verði keyptur?- Eign annars.  Bíllinn þinn er minn í dag af því að ég keypti hann af þér áðan.  Eftir eignaréttinn nota ég bílinn eins og mér hentar. 

Og Kristur áréttar:  „Þér eruð salt jarðar.  Ef saltið dofnar,með hverju á að selta það?  Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.  Þér eruð ljós heimsins.  Borg sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.  Matteusarguðspjall. 5. 13-14.“- Við sjáum að hann ætlar okkur nokkuð verk.

Þarna dregur Kristur upp mynd sem menn geta vel skilið en þurfa kannski að setjast örlítið yfir til að fatta boðskapinn.  Hann segir að eftir að við séum orðin hans að þá munum við sjást og ekki lengur geta dulist.  Hann vill að við sjáumst og séum vitnisburður um hann.  Ekki okkar sjálfra.  Hvað meira?  Góðverkin sem Kristur vinnur eiga að birtast í mínum verkum: 

„Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.“  Segir.  Og hvað er að fótum troða eitthvað?  Ganga á.  Menn munu valtra yfir hinn kristna byrji trú hans að dofna og jafnvel fleygja til hliðar og afrækja.  Með öðrum orðum - hundsa.  Að eiga til trú er augljóslega alvörumál sem bara sumt fólk sér og er hluti vandans.  Trúin mun fylgja einstaklingi frá því viðkomandi tekur við og uns hann fellur frá.  Eftir trú hefur hann engar hjáleiðir að fara og verður að taka slaginn eða verða þetta salt sem dofnar og engar leiðir er til með að selta.  Honum, samkvæmt Orðum Drottins, verður ýtt til hliðar.  Orðið sjálft segir þetta.  Kristur talar sannleika til síns fólks og sýnir með sannleikanum eigin kærleika.  Hann veit hvað skeði við skilningstré góðs og ills er Satani illu heilli var hleypt að.  Biblían og leiðbeiningar Biblíunnar komu akkúrat vegna þessa sérstaka atburðar því þá er ljóst orðið að sérstakrar kennslu væri þörf bæði til að menn héldu friði hvorir við aðra og næðu betri tökum á eigin lífi.  Kristur kom og eftir upprisuna trúin og Nýr sáttmáli sem ógliti fyrir sáttmála Guðs barna.  Í Nýja sáttmála eru ofanrituð Orð Mattuesarguðspjalls skráð. 

Veikleiki fólks er meiri en svo að við þörfnumst ekki bara trúar heldur og að næra og fóðra trú okkar.  Dagurinn í dag er til þess arna ásamt öllu hinu sem honum fylgir og við sinnum.  Sumir, flest okkar, gera fullt af verkum en lærum aldrei almennilega að gera trúnni dagleg skil.  Sjáum fæst tilganginn.  Sumir meðtaka ekki sannleikann um að dropinn holi steininn né heldur að allt himneskt plan sem búið var að gera færi forgörðum eftir atburðinn við þetta tré og að nýtt kæmi hins í stað.  Kristur einn vissi allar afleiðingar verknaðarins við tréð en maðurinn engan veginn og veit ekki enn.  Nema svona utan af og ofan af.  Sér beyglaðar og skældar stefnur manna og brostnar vonir hér og hvar en setur ekkert af þessu í samhengi við rán Satans á hjartanu en veit þó sem kristinn manneskja að er hér til að stela slátra og eyða. 

Hvað er að vera „Ljós heimsins?  Margt.  Er mögulegt að slíku fylgi ábyrgð?  Mikil.  Liggur ekki fyrir að nokkur krafa fylgi slíkri upphefð og liggur hún ekki í orðunum, Salt jarðar.  Ljós heimsins.  Augljóslega.  Og hver gerir kröfuna?  Kristur sem setti Orð sín fram í þeim tilgangi að eftir yrði farið.  Og hvernig verðum við svo þetta ljós?  Við gerum Orð Biblíunnar sem að mestu leiti leggur áherslu á hið góða, fagra og fullkomna og ljóst að ekki er vísað til neins sem er heimsins heldur himneskra áætlana.  Kærleikur lifandi Guðs fari því fremstur.  Minn kærleikur fellur af baki og þjónninn ÉG er úti en rýmt til fyrir trú minni.  Hún blífi. 

 

 

 

 

15 janúar 2020

Snjóflóð eru eitt af þessu sem vænta má á vetrum á Íslandi.  Þau koma þegar þannig háttar til í veðrinu og vindátt þessleg að snjór safnist fyrir í fjallshlíðum og í giljum fjalla og sem getur skriðið fram og náð hreint ótrúlegum hraða.  Er slíkt gerist er fátt til ráða nema bíða og vona hið besta.

Snjófló féll í nótt á Flateyri og annað á Suðureyri og varð af nokkuð tjón en engin mannskaði.  Allskonar fyrirbyggjandi aðgerðir hafa verið gerðar á þessum snjóflóðahættusvæðum landsins og reistir miklir snjóflóðavarnargarðar sem sagt er um núna að hafi bjargað mannslífum þarna á Flateyri en ekki að öllu leiti komið í veg fyrir eignartjón.

Engin mannlegur máttur fær komið í veg fyrir að snjór safnist fyrir í fjöllum ofan við byggðir og alveg sama hversu varlega sé farið og hversu öfluga varnargarða við byggjum til varnar byggðum getum við aldrei varið þær með þeim hætti að eitt hundrað prósent öruggt teljist.  Engar varnir eru svo öruggar á sumum svæðum að forða frá allri hættu.  Slíkt mun aldrei gerast.

Eina sem við getum gert er að vera vakandi fyrir þessu þegar veður eru með þeim hætti að ástand geti umhverfst í hættulegt og gefa út aðvaranir og rýma hús og fjarlægja fólk úr húsum sem talin eru í hættu.  Eins og gert hefur verið undanfarin ár.  Nokkuð er vitað hvar þessi snjóflóð fari yfir, fari þau á annað borð af stað.  Þetta er fylgifiskur þess að vera íslendingur og búa á svæðum þar sem snjór safnast fyrir í snarbröttum fjallshlíðum ofan við byggðir og verður ekki að öllu leyti breytt.

Varnargarðarnir sem reistir hafa verið hafa vissulega sýnt sig að vera vörn þessum byggðarlögum.  Stundum samt eru snjóalög með þeim hætti að ekki ræðst neitt við neitt.  Erfitt við að eiga og erfitt að sporna að öllu leiti við að svona lagað gerist og útilokað.

Samt skal áfram reynt að verja byggðir og forða tjóni í þessum byggðum og umframa allt annað að vera áfram vakandi og á verðinum og treysta best þessum stofnunum sem með málin fara og vita mest og best hvað geti skeð í veðri eins og því sem var fyrir vestan í nokkra undafarna daga.  Gríðarleg þekking er á mörgu er kemur að þessum málum en sá hængur á að engin mannlegur máttur getur reiknað út með eitt hundrað prósent nákvæmni hvenær snjóflóðið fer af stað né hversu snjómagnið sé mikið sem mögulega skríður fram.  Veðurfarleg skilyrði eru með þeim hætti að ekki sést út úr augum og fjallið sjálft algerlaga hulið af snjókomunni úti og veðurhæðinni og engin leið að átta sig á með mikilli nákvæmni hve mikið af snjó sé til staðar og er staða sem aldrei mun verða neitt örðuvísi en blasti við í aðdraganda seinasta snjóflóðs.  Þetta svo sem vita menn og haga sér í samræmi við.

Náttúra Íslands til lands og sjávar er með öðrum orðum á köflum hættuleg og mestu háskaslóðir að vera í.  Á hana þarf að læra og vita að þurfi að umgangast með virðingu á hverjum tíma.  Hún er þarna og verður áfram kyrr þar sem hún er og hegðar sér með sama hætti og verið hefur og þekkt er.  Útilokað er að verjast henni að öllu leiti og við allar aðstæður.  Eina sem menn geta er að minnka áhættuna eins og gert var með byggingu allra þessara mikilvægu snjóflóðavarnargarða sem reistar hafa verið ofan við mörg byggðarlög undir snarbröttum fjallshlíðum.  Samt verða menn áfram að standa sitt varðberg sem hingað til og nota eigin visku og alla þekkingu í uppkomnum aðstæðum og meta það sem er að gerast sjálfir.  Aðra leið en þessa hafa þeir ekki og sú eina sem okkur er gefið sem fær sé. 

En Guði sé lof að ekkert manntjón varð þarna á Flateyri og á Suðureyri og eðlilegt að slíkt veki upp hjá margri manneskjunni slæmar minningar.  En það víst getur fylgt með.

 

 

 

 

14 janúar 2020

Kirkja.

Kirkjan gengur með lífi manna og kvenna.  Hún er til staðar af þeirri ástæðu að yfir henni ríkir afl sem alltaf hefur verið, er í dag og verður áfram og til eilífðarnóns.  Þetta er kirkjan.

Óteljandi frásögur eru til af ofsóknum gegn kirkju.  Ofsóknir þar merkir að á fólk sé ráðist en ekki ískaldan stein og fólk látið finna fyrir því að vera undir valdi kirkju.  Ekki skilja allir að kirkjan lýtur sínu lögmáli og þeir sem hana aðhyllast beygja sig undir og fara eftir.  Og vegna þess að svo er stakk búið skuldbindur kirkjan sig til að boða fagnaðarerindið um Jesús Krist krossfestan og upprisinn.  Einnig þessi skilningur er á reiki og eru ekki allir sem skilja að hægt sé að rísa upp frá dauðum og eru fullkomlega eðlileg viðbrögð.  Kirkja lítur öðru lögmáli en fallin heimur gerir.   Skilningur þar er og annar og miðar ekki við vilja lifandi Guðs sem hann viðurkennir ekki sem lifandi afl og fer því sínu fram og beyglar sköpunarverkið og býr til hugtök eins og „Skemmt Ósónlag, Súrt regn“- og það nýjasta, „Hamfarahlýnun.“

Enn og aftur sjáum við tilganginn með boðun fagnaðarerindisins og mikilvægi þess að það hætti ekki að heyrast.  Það rífur burtu veggi og sviptir burt hulu sem leggst yfir augu fólks og veldur því að ljóminn sem stafar frá kirkju nær ekki í gegn. 

Ábyrgð trúarinnar er gríðarleg er kemur að fagnaðarerindinu því málið snýst ekki um að bjarga heiminum frá glötun heldur fólkinu sem þar lifir, hrærist og dafnar og koma því til varanlegs lífs á himni.  Þetta er fagnaðarerindið sem má ekki þagna og mun heldur ekki þagna því aðilinn sem að baki stendur bara ER og mun sjálfur sjá til þess að fagnaðarerindið berist áfram um jörðina.  Grunnstoðin er kirkjan því frá henni er fólk sent út fyrir herbúðirnar til að segja öðru fólki fagnaðarerindið um Krist og verk hans.

Án trúar er ógerningur fyrir fólk að sjá þetta sömu augum og augu trúar fá gert.  Að svo skuli vera segir okkur eitt.  Um annan veruleika er að ræða en hann sem við fæddumst inn í og þroskuðumst og uxum í.  Það sem fagnaðarerindið talar um tilheyrir því sem trúin okkar sannfæri sitt fólk um að sé en verður hinum áfram jafn hulið og verið hefur vegna þess að hafa ekki en fengið í sig skilyrðin til að sjá, þreifa á og meta. 

Biblían talar um allskonar þessu tengt.  Hún leyfir okkur að rýna inn í hið hulda vegna þess að eftir að trúin er komin til mannsins eru aðstæður og komnar fyrir hann að meðtaka.  Það sem hann áður vildi ekkert um vita né því síður vera innanum að neinu leiti verður honum kært og með vextinum og ástunduninni í trúariðkun sinni það kærasta sem hann tekur sér fyrir hendur. 

Allt gjöf ofan frá sem engin með neinum hætti getur þakkað sér sjálfum.  Fyrir tilstuðlan kirkju er trúnni viðhaldið á jörðinni sem og trúað fólk vex í.   Einnig þar getur engin maður þakkað sér eitt né neitt.  Enda engum manni verkið að þakka að trú gangi enn með okkur heldur eilíflega lifandi Guði sem sér svo um að sé gert og etur mönnum og konum út í verkið.  Án hvatningar frá honum er næsta víst að engin boðun ætti sér stað á neinum stað í heiminum. 

Að lifa með Guði er raunveruleiki til jafns við það að lifa í heiminum sem við þó fæddumst inn í og þekkjum til jafns við hvern mann annan.  Munurinn er aðeins einn.  Maðurinn á nú til trú sem gefur honum leyfi og það fært að horfa á hinn veruleikan sem er varanlegur og hverfur ekki eins og allt sem hér er núna mun gera og engin geta spornað við.  Gerum sátt við Jesús Krist og hann mun taka við okkur inn í sitt hús.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

9 janúar 2020

Um áramótin síðustu var heimillt að flytja til landsins ferskt kjöt.  Síðast þegar vitað var hafði engin innflytjandi enn lagt inn beiðni í þessa veru til að svara heimildinni sem loksins er komin og að því er virðist landsmenn allir voru að bíða eftir.  Ýmislegt er samt í gangi og er áreiðanlega verið að kanna aðstæður þarna ytra hvað þennan innflutning varðar.

Líklegt er að menn telji að innflutningur fersks kjöts geri fólki kleyft að versla sér nautakjöt á lægra verði en hér hefur viðgengist þó svo þurfi alls ekki að vera.  Tollur verður vitaskuld lagður á þennan innflutning eins og gert er við allan annan innflutning sem hingað berst og því alls óvitað hvor innflutta ketið verði spönn ódýrara hinu sem fyrir sé.  Og af hverju?  Hefur ekki stefna stjórnvalda fram að þessu verið að vernda framleiðsluna sem fyrir sé i landinu?  Mér vitanlega hefur þeirri stefnu ekki verið hnekkt þó framundan sé valkostur fyrir mig og þig um að versla okkur Enskt, Þýskt eða Danskt nautakjöt, að dæmi sé tekið. 

Vissulega er komin lok, segjum það, í ákveðið baráttumál, ekki bara kaupmanna, líka að vissu leiti almennings til margra áratuga, um að heimila slíkan innflutning búvara en segir minna, ekkert reyndar, um það að verð verði mikið úr takt við það sem verið hefur.  Til að svo geti orðið þurfa yfirvöld fyrst að gefa út yfirlýsingu um að verndin sem verið hefur á sé ekki lengur fyrir hendi.  Sem ég að minnsta kosti tel að sé ekki á dagskrá íslenskra stjórnvalda í neinni náinni framtíð. 

Samt er rétt að gera þetta verk og styð ég það heilshugar.  Verkið er einnig hvatning til innlendra framleiðanda um að ganga svo frá hnútum sín megin að verð varnings frá þeim fari lækkandi frekar en hækkandi til neytenda.  Verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta mál þróast.  En rétt skref hefur verið stigið og ákveðnu hrópi svarað.

 

 

 

 

4 janúar 2020

Réttlæti!  Hver þráir ekki réttlæti í verki?  Slík manneskja er ekki finnanleg á jarðríki voru.  Réttlæti blundar með hverju og einu okkar því að réttlæti viljum við hafa kringum okkur og að það gangi með okkur.

Hvað svo með þetta réttlæti?  Er það virkt í samfélaginu og nýtur fólk réttlætis?  Eitt er víst að það gera ekki allir.  Einkum vegna þess að hugtakið réttlæti hefur eins og mörg önnur hugtök beyglast í meðförum fólks og er í dag loðið og þokukennt sem æ erfiðara er að átta sig á hvað sé.  Réttlætið í dag snýst mikið um sjálfið.  Menn benda á sig sjálfa sig og hrópa að þeir hafi verið óréttlæti beittir.  Einhverjar skuldir voru felldar niður hjá einum en ekki öðrum.  Mikið af svona tali er í gangi og allskonar öðru tali sem dregur hring utan um einstaklinginn. 

Réttlætið í heiminum er í dag fótum troðið af þeirri ástæðu að menn dragast æ lengra frá vilja Guðs.  Hann er réttlætið.  Hans Orð og vilji er réttlæti sem menn hiklaust geta tekið upp hver hjá sér og þá öðlast réttlæti.  Réttlæti Guðs gerir engum manni mein.  Dregur menn ekki í dilka og gerir bara suma hæfa.  Sjálfskipaðar „réttlætiseikur“ er falskt öryggi og fer vaxandi að ekki er nokkur leið lengur að átta sig hvað raunverulegt réttlæti sé.  Allt meira og minna einstaklingsbundið og tengt tilfinningum einstaklinga sem valsa um í þeim eins og þeim sjálfum lystir.  Á þessu er svo byggt er kemur að talinu um réttlæti.  Er ekki sannleikskorn sagt hér?  Tel það.

Allskonar er í gangi.  Ábyrgð öll er á undahaldi.  Æ færri vilja bera ábyrgð á verkum sínum og vali.  Hvað til að mynda með fóstureyðingarnar.  Eru þær ekki réttlættar til hægri og vinstri?  Til að barn komi undir þarf fyrst kynlíf karls og konu.  Allt fólk ræður sjálft hvort það stundi slíkt eða sleppi en er eitt af því sem er með beinum hætti otað að fólki.  Ábyrgð, kæri vinur.  Henni er áfátt og partur þess hve margt hefur farið aflaga.  Við sjáum að réttlætishugtakið er að mestu orðið einstaklingsbundið og miðar oftar en menn halda við það eitt.  Tilhneiging er til að réttlæta öll sín verk.  Við sjáum að margt er komið á haus í allskonar málum sem fyrr meir voru á hreinu en eru ekki í dag.  Allt vegna ístöðuleysis og sumpart sundrungar og fyrirmyndir hvergi að sjá.  Menn gaspra hver með öðrum.

Skoðum réttlæti eftir að menn átta sig hvað sé réttlæti.  Skoðum vakningu sem af hlýst:

„Opinberunarbókin. 15.  3-5.  Þeir sungu söng Móse, þjóns Guðs, og söng lambsins:  Mikil og dásamleg eru verk þín, Drottinn Guð, þú alvaldi, réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna.  Hver skyldi ekki óttast þig, Drottinn, og vegsama nafn þitt?  Því að þú einn ert heilagur, allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyrir þér því að réttlátir dómar þínir eru opinberir orðnir.“-

Lesið er um hóp fólks,vakningu, sem áttar sig á hvað sé réttlæti að það búi í lifandi Guði.  Það sér að verk Drottins eru til uppbyggingar og að trúin á Krist sé mannsins eina réttlæti.  Í þessum krafti og þessu ljósi fellur það fram fyrir réttlætinu sjálfu sem því opinberaðist að sé hinn upprisni og lifandi Jesús Kristur sem fyrirgefur syndir og afmáir skuldabréf vegna allra vorra syndugu verka.  Og eftir stendur nafnið eitt, hreint, kvitt og klárt.  Þetta er hið sanna réttlæti og til þess skulum við horfa og leitast eftir að fá og vera undir. 

Réttlætið sem eftir er leitað í heiminum er ekki svona heldur byggir á því hvað mér finnist um hvað sé réttlæti.  Sem er ekkert réttlæti heldur eigin þanki og hugsun um að vegið hafi verið að mér.  Slík afstaða er ekki sama og hreinn sannleikur.  En af þessu er heimurinn fullur.  Fyrirmyndir allar eru horfnar.  Eftir stendur kirkjan.  Við lásum um fólk sem komst að þessu. 

 

 

 

 

2 janúar 2020 (b)

Það sem hefur vaxið á liðnum árum eru öfl sem taka sér sjálfskipað vald til að koma upp um spillingu og þyrla upp moldviðri kringum spillinguna.  Gott og það allt saman að fletta ofan af því sem miður fór.  Miður farið segir hér.  Að hverra áliti?  Þjóðarinnar, segja menn.  Mér vitanlega hefur þjóðin aldrei verið spurð sjálf hvað henni finnist.  Margir hins vegar telja sig vera rödd allrar þjóðarinnar sem ég held að þeir séu nú samt ekki.  Máski hef ég rangt fyrir mér? 

Sjálfur tek ég ekki undir að Ísland sé eitt allsherjar spillingarbæli og tel þvert á móti að margt hér sé í hreint ágætis ásigkomulagi og skilin eins og gildir í flestum nágrannaríkja okkar.  En að hér ríki grasserandi spilling og tómur sóðaskapur.  Nei takk.  Að gera betur er annað mál.

Eitt af verkum Sovét- komanna á Leníns- og Stalínstímanum var að egna lýðinn upp á móti Kúlökkunum, Kúlakar voru efnaðir bændur í Sovét sem hagnast höfðu á búrekstri og voru sumir vel efnað fólk.  Fór svo að gert vara aðsúgur að þessu ágæta fólki og eignir þeirra hrifsaðar af þeim og færðar almúganum, að sagt var, hrein lygi auðvitað, og margir af þessum bændum, Kúlökkum, drepnir af aftökusveitum á vegum Sovésku stjórnarinnar. 

Á sama veg var farið með marga presta kirkjunnar og trúað fólk.  Kirkjur voru brenndar og þær af þeim sem sluppu breytt í vöruskemmur.  Prestar dregnir fram fyrir söfnuði sína eftir langvarandi pyntingar á þeim og þeir þar látnir segja söfnuðinum sem stóð andspænis þeim að hafa allan tímann í ræðustól logið til um Guð og Jesús Krist.  Fólkið felldi tár yfir orðum prestanna og varð hryggt í hjarta.  Einkum vegna yfirlýsingarinnar um að þeir hafi logið að sér úr predikunarstóli.  Sumir þessar presta sem þannig gáfu út sínar þvinguðu yfirlýsingar voru teknir af lífi og aðrir hnepptir í fangelsi.   Stór hópur fólks dó í Sovéskum fangabúðum.  Gúlagið var einn staðurinn sem fólkinu var smalað inn í eftir að hafa verið handtekið að næturþeli og troðið inn í lestarvagna, einnig að næturþeli, og flutt um langan veg til þessara alræmdu búða Gúlagsins. 

Gúlagið í Sovétríkjunum, við höfum heyrt nafnið, skaffaði vinnuveitendum vinuafl, að sagt var frjálst.  Sem ekki var.  Í skjóli nætur var fólkið rifið út af heimilum sínum og troðið inn í lestarvagna og, í skjóli nætur, flutt til Gúlagsins.  Voru þetta þá allt saman dæmdir glæpamenn.  Fæst af fólkinu var það og flest venjulegt fólk með venjulegar áætlanir og þarfir.  Allt tómar blekkingar og þvinganir yfirvalda til að koma að öðru kerfi en verið hafði.  Við vitum hvernig fór og að aldrei var nokkur glæsileiki né reisn yfir Sovéska ríkinu og spillingin sennilega hvergi meiri né verri en þar grasseraði í áratugi. 

Eitt og annað hefur vaxið fiskur um hrygg og ekki bara á Íslandi heldur í flestum öðrum ríkjum heims.  Og svo er komið að vegið er að æru og heiðri sitjandi ráðherra komi eitthvað upp og hann jafnvel beðin um að víkja sæti á meðan málið sé rannsakað vegna kunningsskapar við aðilann sem sætir rannsókn og fyrirtæki hans.  Má maður sem fæst til að gegna embætti ráðherra þá ekki eiga gamla vini áfram og má honum ekki láta sér þykja vænt um sína vini og bregðast við eins og vinir gera og slá á þráðinn komi eitthvað upp á til að athuga hvernig þeim líði og hressa við?  Er það bannað?  Stundum er svo að sjá.  En segir ekki að þá fyrst verði ljóst hver sé vinur í raun þegar eitthvað bjáti á hjá fólki.  Og sumir gera þessu meira.  Þeir kíkja við á skrifstofunni og drekka með viðkomandi kaffibolla.  Má þetta ekki heldur gegni menn æðstu stöðum samfélagsins?  Hvernig svörum við svona?

Væri kannski best að fólk sem gegni ráðaherrastöðu komi fram og gefi út yfirlýsingu um að hafa sagt skilið við alla sína gömlu vini og félaga þó vináttan hafi staðið í áratugi?  Er það þetta sem við viljum er ráðherra og æðstu menn landsins eiga í hlut?  Slæmt ef væri.