1 júlí 2022.

Oft höfðu, sérstaklega togaraverkföll, tilhneigingu til að dragast á langinn og standa vikum saman og gilti oft um þessi togaraverkföll á árum áður eftir að þau á annað borð hófust. 

Mann að minnsta kosti eftir einum svona langhundi í formi togaraverkfalls, yfirmannaverkfall, á minni sjómennskutíð sem stóð, ef ég mann rétt, í um þrjá mánuði á áttunda áratug seinustu aldar. 

Mann eftir einu skipti, og ég þá um borð í togaranum sem ég þá gegndi á stöðu, að skipstjóra ber að og spyr ég hann hvort og hvenær skipið fari. 

„Fari“- sagði hann:

„Þvert á móti skal binda skipið betur.“-Við vorum sko ekkert að fara að leggja neitt íann.

Algegnt var að snurða hlypu á þráð í samningagerðinni sem jók alla stífni og gerði samningagerðina erfiðari í þessum fyrrum togaraverkföllum í þessu landi.

Ætli togaraverkfallið þá hafi ekki leyst eitthvað tveim mánuðum eftir þetta tiltekna atvik þarna við bryggju í Hafnarfirði. 

 

Í dag, eftir því sem mér skilst, ganga fiskisjómenn í landinu um án samninga og að sjá engar viðræður í gangi milli útgerða og sjómanna um að vinna út frá gildandi kjarasamningi.  Ef rétt er að hvar kreppir þá skóinn? 

Spyrja má hvort ekki sé lengur til öflugt Sjómannafélag.  Hvort sem er að ræða launahækkanir eða ekki verða að vera til gildir samningar og muna að hvert samningstímabil renni út með dagsetningunni og ártalinu sem á er.  Að vera með eitthvað nú til dags munnlegt virkar ekki er kemur að réttindum.  Á við sé dómstólaleið valin.  Menn verða að fara leiðir sem gilda. 

Eigi að nota sömu samninga áfram þarf að undirrita þessi skjöl á nýjan leik og dagsetja þá fram í tímann.  Slíkt verkslag væri hið rétta og ætti að vera hin gildandi aðferð er kemur að öllum svona málum.  Leitist menn ekki eftir nýjum og uppfærðum samningi má ætla að nokkur sátt ríki um hann sem fyrir er en breytir ekki hinu að gild dagsetning þarf að vera á svona skjali.  Enda betri leið en hin að miða kjörin við samning sem rann skeið sitt á enda, segjum, 2020.  Í slíku er engin glóra.  Munum að vinnandi fólk greiðir mánaðarlega gjald til síns stéttarfélags og að félögunum beri að vera með sitt á hreinu og að það séu þau ekki vinni þau út frá samningi sem gildir ekki lengur og dagsetning skjalsins er að benda mönnum á.

Finnst mönnum kannski vera bara í fínasta lagi að hafa þessi mál einhverveginn?  Í hvað eru þá starfmenn að greiða í hverjum mánuði?  Við verðum að hugsa með þessum hætti og virkja þessi félög og hvetja til sinna verka.  Gildir samningar taka gildi og eru gildir með þeim dagsetningum sem á þessum skjölum eru en verða eftir það ógildir.  Átta menn sig á hvað slíkt merkir?  Er ekki viss.  Rétt á að vera rétt.  Ekki horfa í gegnum fingur okkar þegar hagsmunir fólks eru í húfi og fátt leiðinlegra fréttinni um að ein og önnur starfstétt gangi árum saman um samningslaus og eða strangt til tekið vinni samkvæmt ógildum samningi, þó sátt sé um.  Þetta má ekki svo vera. 

 

 

 

 

29 júní 2022.

18 ára gamall lærði ég á bíl undir bílpróf sem ég tók um sumarið líklega 1970.  Hafði áður en að því kom sama og ekkert ekið bifreið, öndvert við suma jafnaldra mína sem pabbar þeirra höfðu annað veifið leyft að keyra og að þjálfa sig í að aka bifreið.  Því var ekki til að dreifa í mínu tilviki auk eins skiptis sem ég settist undir stýri og engu munaði að ég æki út af eftir að hafa feilreiknaði hraðan fyrir eina beygjuna á leiðinni.  Allat slapp þetta.

Ökutímarnir voru ágætir og tíðindalausir að mestu og ég undir ágætri leiðsögn ökukennara míns, sem jafnframt ökukennslunni var einn leigubílstjóranna í Hafnarfirði og þekktur í bænum undir nafninu Ingi í Hábæ, mikill gæðamaður sem eflaust margur hafnfirðingurinn mann eftir á svipuðu reki og ég. 

Eitt sinn voru við í ökukennslunni staddir í Kinnahverfi í Hafnafirði og segir hann mér að aka inn eina götuna þarna í Kinnunum.  Er við komum nær hafði tveim bifreiðum verið lagt á sitt hvorn vegarhelminginn bláenda götunnar og þar sem ekið var inn á hana og greinilega ólöglega lagt.  Þrengslin sem þarna mynduðust virðist hvorugur okkar hafa veitt athygli og supum því báðir hveljur er ökuneminn ekur þarna á milli. 

En hvað haldið þið að hafi gerst?  Ég ók á milli beggja ökutækjanna og eftir á að hyggja handviss um að ekki hafi verið hægt að koma fingri á milli bifreiðanna til beggja handa vegna þrengslanna.  Í gegn komumst við án þess að rispa kæmi á nokkurn bíl.  Sagði þá kennarinn löðursveitur:  „Þetta var nokkuð gott hjá þér“-

Hvernig ég fór að hef ég ekki grænan grun og þakka ekki minni eigin færni að ekki fór verr.  Sjálfum fannst mér eins og eitthvað mér æðra gripi í taumanna sem leiddi okkur í gegn.  Ætli maður bara þakki þetta ekki lifandi Guði.  Merkileg reynsla og líka afskaplega eftirminnilegt augnablik og líklega það eina sem ég virkilega mann eftir frá ágætum Bílprófstímum fyrir rúmri hálfri öld.

 

 

 

 

 

28 júní 2022.

Siðblindur iðkar og segir lygar.  Siðblinda er háskaleg vegna þess að siðblint fólk er blint á allt satt og rétt.  Siðblindan vill, tekst oft, að sanka kringum sig sínum líkum. 

Svo er komið að menn spyrja.  „Hvað er sannleikur.“  Merkileg spurning en samt bara tær afsökun.  Allt fólk getur fengið til sín sannleikann en gerir ekki vegna þess að vera haldið siðblindu.  Siðblinda tengir sig við eigingirni, sem kemur þá á undan.  Siðblindan er sett fram til varnar eigingirninni.  Siðblinda er skjöldur eigingirninnar.  Illskan ver sig og finnur leiðir til verksins.  Eigingirni leitar einskis nema eigin réttlætis og að skara eld að eigin köku.  Siðblind manneskja sér ekkert athugavert.  Og það gerir siðblindu að háskaferð fólks. 

Af eigingirni, undanfara siðblindu, munum það, er heimurinn fullur. 

En hvaða breytni ætli sé þá best?  Liggur ekki fyrir að hún sé sannleikurinn í daglegu lífi fólks?

En hver sækir í að tala sannleika og fyrir vikið liggja undir ámælum?  Fólki fýsir ekki í sannleikann.  Sagan sem gengur er of góð og mun halda áfram, uns Drottinn stígur niður af himni og gerir alla hluti nýja og setur um leið sannleika mála fram.  

Sannleikur skal talaður þó á bratta sé að sækja.  Tíminn víkur úr leið frábærri sögunni sem siðblindinginn hélt á lofti en tíminn afhjúpaði, og er í eðli tímans að gera.  Hugsum í engu öðruvísi en að satt og rétt nái fram og að menn geti ekki byggt veldi á lygum.  Á einum stað fellur allt.  Og hávaðinn!  Tölum ekki um hann. 

Góða fréttin er að lygar með tímanum hreinsast burt eins og hver önnur óhreinindi sem safnast hafa upp og siðblindur endanlega víkja sæti og réttlæti Guðs almáttugs ná fram.  En þangað til munu endurteknar hörmungar viðgangast.  Engin leið er til nema leið upprisins Jesús: 

„Gott eitt er framundan,“- segir trúin við sína trúuðu.  Þessu veita trúaðir viðtöku.  Fyrir trú trúaðra er ekkert að óttast.  Enda varðir á bak og brjóst af sjálfum sannleikanum. 

Þraukum, sem enn göngum heilshugar með Drottni Jesús og áttum okkur á að trú er ekki til vinsælda falinn né tjaldar til einnar nætur.  Að halda slíku fram væru öfugmæli. 

„Orðskviðirnir. 28. 2.  Þegar uppreisn verður í landinu gerast þar margir höfðingjar en meðal skynsamra og hygginna manna mun góð skipan lengi standa.“- Gott að vita.  Verum þarna.  Amen.

 

 

 

 

26 júní 2022 (b)

Virðing.  Heiður.  Við hvað er átt og hver metur hvenær fólki er sýnd virðing og heiður?  Eru menn vissir um að skilja hvað við sé átt?  Er sannleikur angi einhvers vanheiðurs?  Er ekki viss.

Annað veifið heyrist að gamalt fólk sé ekki sýnd verðskulduð virðing í samfélaginu.  Sjálfur er ég kominn á þann aldur að teljast öldruð manneskja.  Engin á minni ævi hefur sýnt mér óvirðingu og enga sjálfur óvirt.  Ekki viljandi.  Ætli sé ekki svo með okkur öll?  Er ég kannski að misskilja?

Sagt er að oft fái þetta aldraða fólk engar heimsóknir.  Ekki deili ég við slíkt álit.  En við hverja er átt aðra en nánasta fólk viðkomandi einstaklinga.  Þeir þá taki sér taki sé rétt að nánir ættingjar slugsist við að heimsækja aldraða?  Hví þá er þessu ekki sinnt af þeim sem ættu að sinna verkinu?  Líklega af tímaskorti.  Er hann ekki lengur með inn í myndinni?  Og hvað með hina sem rækja vel skildu sína um heimsóknir.  Áhöld eru um hvort einhverjum sé skylt að heimsækja aðra manneskju?  Hverra skylda þá?  Allir vita að gott eitt hlýst af kærleiksríkri heimsókn en ekkert skylduverk neins að kíkja við hjá fólki.  Svo mikið er víst.  Allir vita og taka undir að vinaheimsókn leiði til góðs.  En hvað veit maður svo sem er kemur að svona málum?  Hér samt er dregið fram að öll séum við hvort fyrir annað og að maður brýni mann og að maður hvetji og uppörvi manneskjur.  Engin skyldukvöð er á nokkurri manneskju.  En rétt er rétt. 

Það er maður sem brýnir mann.  Hundur og köttur eru ágætis félagar manna en ná samt aldrei upp í neinar hæðir hjá fólki, séu hlutirnir eðlilegir.  Gott að hafa í huga og einnig að sumt um þessar mundir væri best að sætta sig við og væru mestu hyggindi.  Öll þurfum við á hyggindum að halda til að eiga oftar bjartan og glaðan dag.  Sumu breytum við ekki.  Mikið er um það á vorum dögum að vekja fólki sektarkennd án þess þó að vera leiðin að neinu raunhæfu markmiði.  Sektarkennd stuðlar að engu góðu en nóg þó til af henni. 

Sumu, sem sé, breytum við ekki.  Einnig verðum við að muna að sjálf bjuggum við til kerfið sem gildir í dag og gerðum sjálf áætlanir um það hvernig skyldi virka en sáum að skilar ekki öllu eins og ætlast var til.  Kerfið þó er hannað af okkur sjálfum.  Ekki kasta grjóti í glerhúsi. 

Hitt er rétt að mannlegi parturinn mikið til gleymdist í planinu og að brýna fyrir fólki mikilvægi þess að rækja vel sitt nærsamfélag með góðum og vinsamlegum samskiptum við ættingja.  Allt þetta hefur undafarna aratugi verið á hröðu undanhaldi og stólarnir kringum eldhúsborðið ekki lengur vettvangur heimilisumræðunnar líkt og var.  Við það borð drap fólk á ýmis mál.  Hver sér gömlu eldhúsborðsumræðuna vera aftur á innleið og þar sem hún eitt sinn var?  Engin.  Útvarpið tók við af þeirri umræðu og á eftir útvarpinu sjónvarpið.  Og loks tölvan og Internetið, eins og nú. 

Allt þetta, og margt annað einnig, hefur skilið eftir sig brostin hjörtu fólks sem lifir og þekkir best einmannaleikann en veit vonandi að hjarta manneskju breytist ekki neitt.  Það sem fyrr þráir samvistir við sitt fólk.  Hjartað upplifir áfram afskipta- og sinnuleysi.  Stundum er álit og upplifun fólks ósanngjörn og líka smá eigingjörn.  Ekki er á vísan að róa hér. 

Af eigingirni stafar viss háski en er um leið visst tímanna tákn.  Hefur reyndar lengi verið.  Þannig er núna að hver hefur sínum skyldum að gegna í deginum.  Að snúast kringum sitt eigið skott tekur allan umfram tíma fólks.  Samt er ekki allt vonlaust.  Hvert hjarta geymir eina og tvær manneskjur sem það elskar og eða þykir vænt um.  Höldum í hið góða og nýtum sanngirnina.

 

 

 

 

26 júní 2022.

Hvað er besta tónlistinn?  Tónlist sem mér líkar er best.  Líki mér hún ekki eru litlar líkur á að ég leggi mig eftir henni.  Fæstir sækjast eftir leiðindum til að hlusta á og leggja sig eftir einhverju sem er hrífandi og er skemmtilegra og að fullu gilt afl og sjónarmið er kemur að músík. 

Að mæla tónlist og gæði tónlistar út frá einhverjum merkjum, stigum, aðferðum og slíkum þáttum er erfiður Þrándur í Götu.  Líklegt er að fólk setji allar slíkar útskíringar aftur fyrir sig.  Annað hvort er tónlist góð eða hún er leiðinleg:  „Er, fyrirgefið, ekki minn smekkur“- og þar við situr.  Sumt er ekki til umræðu hjá fólki og útkoman „Endalaust rifrildi.  Hætti menn sér út á sprengisvæðið.“- En þar hreinlega býr heimskinginn.  Alltaf að þræta og er „Upp á kannt kall.“-

Af þessu sjáum við að ekkert okkar hefur meira vit á tónlist en önnur manneskja.  Samt munnhöggvumst við um þessa hluti vegna þess að eitthvað í okkur sjálfum reynir að lemja í aðra manneskju okkar eigin skilning.  Öll erum við svolitlir guðir.  Á þá kostnað viðmælanda sem augljóst er að hafi rangt fyrir sér.  Menn gleyma oft að er kemur að tónlist ræður smekkur hvers og eins öllu.  Ekki minn.  Nema fyrir mig.  Þarna er engin málamiðlun möguleg en útskírir ágætlega hví menn yfir höfuð munnhöggvit um svona atriði.  Heimskuleg breytni.  Stundum er hegðun okkar ekkert nema bull.  Af þessu hlægjum við vegna þess að sjá sannleika orðanna.

Hér í eina tíð var til siðs, af mörgum, að verða útúr hneykslaður á allri þessari, Diskó- geldingu, sem trollreið öllum útvarpsstöðvum og plötuverslanir fylltust af veggja á milli, eins og við „Ekkidiskóáhugafólkið“- sögðum.  Okkur fannst lítið til koma. 

Eins og um allt annað er einnig hægt að rífast um Diskó.  Margir létu hafa sig út í slíka umræðu og æstust af upp á hæsta tón.  Fólk sem mærði og um leið varði sitt Diskó, bentu á að þessi nýstarlegi taktur, var það þá, fengi menn á konur á hreyfingu og atti út á dansgólfið til að gera hreyfingarnar þar.  Öndvert við rokkið og:  „Þið þessir rokkáhugamenn nennið ekki að hreyfa ykkur og safnið fyrir vikið utan á ykkur tómu spiki.  Að sjá ykkur!  Engin skyrta er lengur passleg.“- Þarna var rokkáhugafólki veitt svöðusár sem brást hið versta við.  Og úr varð sérdeilis þreytandi og leiðinleg þræta um hvort keisarinn hafi verið í fötum eða gengi um gólfið ber. 

Deilurnar um hvort væru betri The Rolling Stones eða The Beatles voru allar endurvaktar í umræðunni um hvort Diskóið væri hrein gelding og hreint skemmdarverk á músík eða gjaldgeng tónlist.  Ætli maður í dag setji ekki strik undir orðin „Gjaldgeng tónlist“ þó ekki skildi maður á þeim dögum að nokkur manneskja hefði gaman að Diskói.  Þá líka var engin hugsun uppi um að allt snúist þetta um smekk fólks og að umræðan í málinu stoppi þar.  Engin lemur stefnu í annan. 

Og aldeilis varð höggið þungt er ég eignaðist eina af mínum mörgu uppáhaldsplötum og bað um lag af henni í útvarpinu, oft var hægt að hringja í þáttarstjórnanda útvarps og biðja um óskalag.  Í þetta skipti var þáttarstjórnandi ekki alveg með á nótunum um hvaða söng væri verið að biðja.  Eftir frekari útleggingu kveikir hann á perunni:  „Já!  Þú átt við Diskólagið,“- og nefndi hljómsveitina.  Er viðkomandi nefndi orðið „Diskó“ varð manni öllum lokið.  Ég, sem hafði andstyggð á Diskó hafði sjálfur gert diskólag að einu af mínum uppáhaldslögum.  Með öðrum orðum að þá varð „Diskógelt lag“- að einhverju fyrir mig.  Hugsið ykkur hjá eitt sinn Bítlaóðum. 

Sjáið af þessu hvað fólk er oft hégómlegt og móðgast auðveldlega og særist af því einu að einn hefur annan smekk en það sjálft og hversu tilbúið það sé til að verja sitt.  Diskó!  Prýðis stefna.

 

 

 

 

25 júní 2022.

„Skáti alltaf reiðubúin“- eru, voru, stikkorð skátanna hér í eina tíð og eru líklega ennþá, þó frekar lágt fari þessi árin en heyrðust alltaf annað veifið hér í eina tíð og á meðan amma og með henni afi enn voru ung og sumt fólk sem nú er uppi ófædd.  Í eina tíð var oft talað um skátahreyfinguna og hún talin heppilegt uppeldistæki krakka og unglinga.  Þar lærðu þau að kveikja bál, hnýta allskonar hnúta, elda sér mat yfir hlóðum á víðavangi.  Eða var hluti skátastarfsins ekki annars með þeim hætti?  Minnir það.  Skátahreyfingin, eftir því sem ég best veit, lifir ágætis lífi þó frekar fari lítið fyrir umfjöllun um hreyfinguna og liðin tíð að birtar séu af henni myndir í útilegu að kveikja upp varðeld, klifra í manngerðum klifurgrindum, hrófatildri, í eltingaleikjum, í pokahlaupum og allt að sjá svaka skemmtilegt.  Eina sem skáti fékkst ekki til að gera er að nefna nafnið Jesús.  Eins og einn sagði eitt sinn við mig að hann þyrfti ekkert á honum að halda.  Hann hefði skátahreyfinguna.  Alvöru maður skáti.  Nú vilt þú auðvitað segja mér að til séu fullt af skátum sem trúa á Jesús.  Örugglega, en bara ekkert verið að tala um það sérstaka mál hér og það bara nefnt hvað þessi ágæti piltur, skáti, lét hafa eftir sér í mín eyru. 

Í dag er ekki mikið talað um skátahreyfingu en hún þó enn virkt afl þó gera megi ráð fyrir að ásókn þangað sé ekki eins mikil og var.  Sem ég þó veit ekkert um og bara að hér í eina tíð voru skátar nokkuð fjölmennir og oft um þá getið í hinum ýmsu blöðum, að kveikja eld.  En hreyfingin er ennþá virkt afl í landinu með svipað hlutverk og verið hefur á til að mynda 17 júní hátíðahöldunum eins og gilt hefur frá Lýðveldistökunni 17 júní 1944. 

Félagið sem svolítið hefur rænt stikkorði ágætrar Skátahreyfingarinnar, um að vera ávallt tilbúnir, eru Björgunarsveitirnar sem alltaf eru sagðar reiðubúnar í öll útköll sem berast og að hlaupa til, undireins og - erlendur - missir fótanna og kemst í hann krappan upp á fjöllum eða jöklum vegna veðurs, þó enn sé mitt sumar.  Þá nefnilega blæs líka, rignir, snjóar, brestur á með þoku sem, eins og þoka er tamt, blindar allt sem dregur andann og villir.  Og menn lenda í basli við að rata.  Ratvís ferfættur, hann Skjóni, er nefnilega ekki lengur á ferð og því ekki hægt að gefa honum slakan taum sem er merkið til hans Skjóna greysins um að nú ráði hann einn för.  Og viti menn.  Maðurinn fer af klárnum til að opna hliðið heim að bæ sem hann býr á og sest aftur í hnakkinn.  Og Skjóni fer brokkið seinasta spölinn heim í hlað.  Og mikið varð maðurinn feginn að allt slapp þetta.  En þetta með Skjóna bjargvætt skeði um hávetur en ekki vorlagi né í sumarbyrjun, eins og fréttir berast af og allt hér tekur viðbragð vegna.  Enda „Hamfarhlýnun“- í gangi, sem ekki var þá.  Ætli klárinn Skjóni greyið sé ekki fyrsta hjálpartæki manneskjunnar og um leið fyrsta „GBS- tækið“- sem manneskja nýtir er skyndileg hríð skellur á.  Er síst skyldi?  Mögulega.  Engar stillingar né tækjakunnátta og bara að gefa beislistaum slakan.  Og skepnan veit hvað til sé ætlast.  Og kannski hugsaði, Skjóni gæðingur, þá með sér:  „Hahaha.  Nú er kallinn aftur orðinn rammvilltur og komið að MÉR að skila honum heilum heim.“- Smá hrossa gorgeir.  Má það? 

Sjá má að „Björgunarsveit, í sveit,“- ætli megi ekki kalla hest því nafni, var til og lengi verið með manninum og lengst af í formi skepna á fjórum fótum sem menn vissu að væru ratvísar sem blindbylur hefði engin áhrif á ratvísina hjá.  Öll mannanna verk geta bilað og bestu staðsetningartæki „frosið“- þegar hæst stendur á.  En ekki Skjóni.  Hvað um það að þá fer Björgunarsveit af stað og fær um sig ósköpin öll af lofi og heiðri og einhver ákveður að versla allar sína flugelda sem skjóta á upp á Gamlársdagskvöld hjá einhverri þeirra.  En greyið hann Skjóni, aukreitis klárhestur með tölti, fékk ekki einu sinni lítinn brauðbita fyrir óheyrilega ratvísi sína og björgun.  Óréttur er þetta.  Heiður?  Réttur hvers? 

 

 

 

 

23 júní 2022.

Reynisfjara er sandfjara í Mýrdalshreppi fyrr austan.  Þar er ægifagurt og kemur aldan að landi lengst utan af hafi.  Svo langt sem augað eygir í suðurátt frá Reynisfjöru sér á endalaust haf.  Reynisfjara er rétt vestan við Vík í Mýrdal, sem er fámennt byggðarlag sem margir koma við í, vegna þess að vera partur sjálfs hringvegarins sem varð til 1974, með opnun Skeiðarárbrúa. 

Margir eru staðirnir sem erlendur ferðamaður er boðið að skoða og hann nýtur að sjá.  Til eru af öllum þessum stöðum grúi ljósmynda og stuttra vídeóskota sem menn ýmist setja út á Netið eða geyma á hörðum diski tölva.  Gamla góða myndaalbúmið er liðin tíð og orðin partur þess sem liggur til hliðar hjá fólki og snjallsími og eða fartölva dregin fram, vilji menn sýna öðrum ljósmyndir, frá segjum, seinasta fríi sem farið var í.  Og í ljós koma endalausar myndir af borðhaldi.  Endalaust verið að éta.  Í eina tíð voru ferðir innanlands oftar farnar en til útlanda en hefur í dag snúist við og utanlandsferðir landans hreppt vinninginn.  Og borðhaldið maður. 

Þau dapurlegu tíðindi hafa gerst kringum vorrann ágæta íslenska ferðamannaiðnað að Reynisfjara, einn aðkomustaða ferðamanna, takið eftir þessu, hefur tekið nokkurn toll til sín af fólki og fólk þar drukknað í fjöruborðinu eftir að hafa lent í erfiðum og hættulegum aðstæðum.  Aðstæður eins og eru þar í dag hafa allar götur verið til staðar í Reynisfjöru og engum nein ný frétt að heyra.  Hið sorglega er að slysin ske vegna mest vanþekkingar fólks á hvernig aldan hagar sér.  Það er þarna sem íslendingum ber að grípa inn í en, fyrirgefið, er ekki gert vegna þess að verkið kostar.  Sem sagt, upp að kostnaði, og allt er stopp.

22 júní 2022 kom saman fólk með Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra.  Hélt hún ræðu og hvatti fólk til samstarfs um öryggi í Reynisfjöru.  Niðurstaða fundarins er að skipa á hóp sem starfar saman og finnur leiðir til að gera það sem þarf á staðnum.  Það sem gera á er að taka nauðsýnleg skref á svæðinu og skila ráðherra niðurstöðum í lok september. 

Fyrsta sem kom upp í huga manns við þá ákvörðun er:  „Nú nú.  Ekkert sem sagt á að gera þarna og bara svæfa málið í nefnd.“- En er þetta ekki slæmt að svona hugsun skuli fyrst skjótast upp hjá fólki af of mörgum málum sem fólk sjálft varð vitni að?  Hiklaust.  Orð skulu standa.

Fór maður svo að sjá þetta öðruvísi og átta sig á að á meðan til eru tilbúnar verktillögur að því hvernig best sé að skipuleggja þetta svæði og hvernig framkvæmdin skuli vera liggur fyrir að verkáætlanir þurfa fyrst að vera til.  Líka þó uppundir svefn kannski sæki á verkið núna, sem alveg getur gerst, sé horft yfir sviðið og á allt sem þegar sofnaði í nefnd og er ennþá hrjótandi. 

Seinna nefnilega gæti komið upp fólk, ráðherra, mun örugglega gerast, sem brettir upp ermar og hefst handa við framkvæmdir þarna í Reynisfjöru.  Fólkið getur þá unnið eftir opinberu og samþykktu skipulagi sem þegar er til af svæðinu.  Allt er klárt.  Að setja verk „í salt“ merkir ekki fyrirfram endalok.  Aðalatriðið er að verkið er tilbúið og hægt hvenær sem er að hefjast handa við það.  Auðvitað væri besta að hleypa verkefninu af stað undireins og allur undirbúningur hefur verið gerður í september í ár.  Ljóst er, samkvæmt niðurstöðu fundarins, að þá vilja menn að Reynisfjara standi íslenska ferðaiðnaðinum áfram til boða sem viðkomustaður og útsýnisstaður og heppilegan til myndatöku fólks fyrir framan myndavél með einhverskonar handahreyfingum. 

 

 

 

 

21 júní 2022.

Covid hangir yfir okkur en misst talsvert af fyrra afli.  Þá kom eitthvert afbrigði Stóru bólu fram sem ekki er talið að verði að faraldri vegna þess hvernig þessi bóla smitast og berst milli fólks og hagar sér. 

Sjómanndagurinn er að baki og 17 júní líka.  Bensínið heldur áfram að hækka og verðbólga að aukast sem rýrir laun fólks með hækkununum sem koma með verðbólgunni.  Ef að líkum lætur munu laun sitja eftir og gera verkalýðsfélögin verulega áhyggjufull og þau segja um að málið hreint grafalvarlegt.  Að vísu eru þau, svo sem ágæt, ekki svipur hjá sjón hjá því sem var en samt mikilvægur hlekkur í þessu nútímasamfélagi sem engin orðið veit með vissu í hver ráði.  Allir vilja ráða.  Og ráði þeir ekki fara þeir í slag og gera hasar.  Almenningur fer mikinn og steytir hnefa á útfundum alveg eins og gert var í gamla Sovét.  Steyttur hnefi merkir að fólk sé tilbúið í ofbeldi, ef annað dugir ekki.  Ofbeldi.  Gamli slagarinn kyrjaður. 

Kirkjan heldur dampi og sýnu striki af þeirri einföldu ástæðu að lúta öðru kerfi en því sem maður fer fyrir.  Og af því að annar en maður og vit og viska manneskju ræður ríkjum í kirkjunni eru verkin í góðra afla höndum og kirkjan staður sem heldur öllum sínum fyrri glæsileika sem menn smá saman læra að byggja á fyrir sig sjálfa traustan grunn.  Þrátt fyrir þetta eru samt ekki allir sérlega elskir að kirkjunni.  Sem er víst engum nein ný frétt. 

Anna veifið er gasprað um að menn verði að fara að sættast þarna í þessari kirkju án þess að fyrst sé tilgreint hverjir séu þá ósáttir og við hvern þurfi að sættast.  Sjálfur á ég í engum deilum við nokkurn mann og hef verið í kirkjunni í yfir þrjátíu ár.  Fullyrða má að allt slíkt sé persónubundið og eigi einhver í útstöðum við einhvern aðila er það hans einna mál að gera upp og útkljá.  Að tala um einhverjar breiðfylkingu óánægju á ekki við um söfnuði Guðs og er hreint skemmdarverk að tala með slíkum hætti þó mögulega og hugsanlega séu uppi einhverjar deilur, kurr, milli einstaklinga sem manni, engum, varðar neitt um.  Við höfum bænina.  Biðjum í stað þess að ásaka.  Og er það ekki sannleikur að hverju og einu okkar nægir að halda frið þar sem við, hvert og eitt, erum?  Hugsa það.  Og hverra annarra, þar sem slíkt á við, er að útkljá eigin deilu nema manneskja sem eigast við?  Svarið þessu!  Og hvað geta aðrir gert þegar slíkt er uppi?  Harla fátt.  Hvað segir Orð Guðs um þetta.  Það er áhugaver að skoða: 

„Orðskviðirnir 17-20.  Sá sem blandar sér í annarra deilu er eins og sá sem grípur í eyrun á hundi sem fram hjá hleypur.  Eins og óður maður sem þeytir eldibröndum og örvum er sá sem svíkur náunga sinn og segir síðan:  „Ég var bara að gera að gamni mínu.“ 

Þegar eldsneytið þrýtur slokknar eldurinn og þegar enginn er rógberinn stöðvast deilurnar.“ - Hver skaffar eldneytið og viðheldur bálinu og hver fær logann til að slokkna.  Maður þrætunnar gerir það og maður þrætunnar slekkur bál, þegar hann er hættur þrætum.  Hvort viljum við? 

Mikill lærdómur hér á ferð sem allir sem vilja bætt og betra líf tileinki sér.  Sumt, kæru vinir, er óvinnandi vegur.  Við getum mæðst og það allt og ekkert gert meira en að tosa upp okkar leiða mæðubelg.  Fyrir Guði hins vegar er allt mögulegt.  Lærum að fara hans veg.  Og þá munum við sjá lausn renna til okkar eins og fallegan, hreinan og tæran læk.  Gætum við leyst sum mál, öll mál, væri þau þegar afgreidd.  Trúið þessu.  Guð einn getur allt en við bara sumt.  Spurningin sem eftir stendur er hvað við séum tilbúin í.  Viljum við bíða lausnar lifandi Guðs?  Það vil ég og mun áfram gefa Drottni mín mál, eins og verið hefur.  Þú ræður þinni ákvörðun. 

 

 

 

 

20 júní 2022.

Sumarið er tími lífs og endurnýjunar lífs og tíminn sem skepnur bera afkvæmum sínum um víðan völl og ekki bara þar sem bændur ráða og ríkja.  Sjálf náttúran fæðir allar villtar tegundir og kveikir hjá þeim þörf til að „fá“ sem þær sinna og hafa í raun ekkert val um hvort þær kæri sig um að „fá“ eða „fá“ ekki.  Skepnan er eitt framleiðslutækið frá náttúrunnar hendi og er hér til þess eins að fjölga sér og til að veiðast og verða magafylli sumra dýrategunda.  Skepnan er fæðukeðja veraldar.  Ásamt fiskum hafsins.  Einnig hvalnum.  Eitt tekur við af öðru uns ekki er arða kjöts eftir á beinum.  Stærri kjötætur koma og á eftir þeim her skorkvikinda til að skafa allt niður að beini.  Gernýting hvarvetna þar sem náttúran sjálf fær ráðið ríkjum.  Allt á endanum lendir þetta í maga lífvera.  Eru þetta ekki einföld sannindi.  Jú,  Hví eru menn þá ennþá á móti skynsamlegum hvalveiðum sem eru partur þessarar hringrásar náttúrunnar og að henda mat sem vel má eta?  Ég veit það ekki og bara að svona sé þetta. 

Skepnan gengur með afkvæmi sitt.  Er hún ber er það til að hringrás fæðukeðjunnar haldist.  Og allt sem lifir verður eftir dauða sinn að einhverra mat.  Ormar eru ekki undanskildir. 

Er líða tekur að vori koma fram ungviði sem brölta um á sínum veikburða fótum.  Skömmu eftir burð hlaupa þau samhliða móður sinnar.  Allt á ægihraða frá fyrstu sekúndu lífsins og gert af Skapara sem bara sumir trúa að sé raunveruleiki og fallið mannkyn frá Guði viðheldur og prjónar allskonar utanum til að styrkja þvæluna sem vill gera Skaparann útrækan.  En veruleiki er ekki til að afmá heldur standa á sínum stað. 

Náttúran sér sjálf um sína.  Skepnur, kjötætur, veiða önnur dýr sér til matar.  Dýr eru veidd af ýmist öðrum dýrum, kjötætum, eða eru felld af mönnum sem miða á þær riffli sjálfir liggjandi á jörðinni og horfandi á hjörðina gegnum sjónauka með gikks fingur sinn tilbúinn á gikk og með skepti riffilssins þétt upp að öxl sinni.  Á réttu andartaki kveður við skothvellur og dýr í hjörðinni fellur.  Steindautt.  Að skepnunni er gert og hún flegin og borin á bílpall, og er þá orðin kjöt sem við erum sólgin í og biðjum um meira af.  „Nammi namm.“-  segjum við.

„Ojojoj“- heyrist úr barka dýravinar sem samt elskar hamborga og að fá sér eina pylsu með öllu.  Þið vitið sinnepi, tómatsósu, hráum lauk og er minntur á að nú hafi hann fengið sér pulsu að éta.  Hráa lauklyktina leggur út um munninn undireins og hann sagði orð.  Lágvöruverslunin í nágeninu svíkur engan og selur bæði kjöt á fisk á sanngjörnu verði.  Hvað sem það á eftir er.  „Ojoj!  Þegi þú þarna fúli frasi.“-

Allt er fyrir hvert annað í náttúrunni og með þeim hætti gert af Guðs hendi.  Guð fæðir lífið og hefur sem fyrr eigin aðferðir við verk.  Í raun og veru á „Ojoj“- dæmið ekki við þegar talað er um líf því líf byggir á að öðru lífi sé eytt.  Svolitlar andstæður.  En hvernig hyggjumst við breyta þessu.  Við getum það ekki.  Yrðum bara hungruð.  Eins og þegar menn deildu um á sínum tíma hvort væri hagkvæmara á Íslandi álverksmiðja eða meiri fiskveiðar.  Umræðu þeirri skákaði einn á vettvangi með orðunum:  „Maður étur nú ekki ál.“-

Manneskja sem ekki er vön að horfast í augu við nátturuna og miskunarleysið sem þar viðgegnst á vellinnum fær yfir sig óhug við að sjá allt drápið og aðferðirnar sem villt náttúran beitir.  Samt er þetta engin grimmd heldur meira sjálfsbjargarviðleitni.  Grimm rándyr eru ekki til heldur beita skepnur sínum eigin aðferðum við fæðuöflunina og elta uppi bráð og drepa.  Og metta hungur sitt.  Södd ljónynja er meinlaus.  Þetta vita spendýr merkurinnar og eru því róleg þótt eitt stykki ljónynja sé í nánd við þau.  Við kaupum daglega fæðu í matvöruversluninni Bónus, Nettó eða hvað þær allar heita.  Sjá má að það að drepa sér til matar er ekki rangur gerningur og þannig um hnúta búið.  Af hverjum þá?  Skapara himins og jarðar.  En veistu að Guð er þessi skapari og að það er hann sem gaf okkur Jesús?  Amen.

 

 

 

 

19 júní 2022.  (b)

Við munum er við rifumst við systur okkar heima fyrir sem pollar og vorum sannfærðir um mitt í rimmunni að svo leiðinlega manneskju myndi engin strákur vilja né líta við.  Og okkur hlakkaði til að sjá framan í kauða.  Hann hlyti að vera væskill.

En hvað mætti okkur á stund opinberunarinnar með bindi og í glæsilegum fatnaði?  Gljáandi hrein og strokinn ungur maður lyktandi af Old Spise- og var um leið svolítill riddari á hvítum hesti í vorum augum.  

Systir okkar alsæl með val sitt og hafandi uppi sitt allra fallegasta bros á andlitinu.  Kauði datt beint inn í fjölskylduna.  Á giftingardaginn mættum við í brúðkaupsveisluna. 

Við höfðum rangt fyrir okkur um hana systur okkar blessaða sem reyndist upp staðið ósköp venjuleg kona.  Er rimman var háð vorum við líka svo ung.  Sérgrein Gaflarans eru afsakanir á reiðum höndum.  Þær koma á færabandi þar sem þarf.

 

 

 

 

19 júní 2022.

Einkennileg hugsunin um konur og að þær gætu bara sumt og annað ekki.  Að kona yrði lögga.  Nei takk:  „Þær hafa ekki nægt afl í sum lögguverk.“- var þá sagt

En hver er reyndin?  Í dag gegna fullt af konum lögreglustörfum og lenda í allskonar aðgerðum lögreglu og til jafns við karlanna og standa sig þar eins og ætlast er til og handtaka hvern sem þarf og fjarlægja.  Hvort sem er fullan kall eða ófulla konu. 

Rétt er það að líkamsbygging kvenna er ekki sama og karla og líklegt að karlinn sé konunni sterkari, hvað líkamsgetu varðar.  En hvað með það og hvað hefur ekki skeð?  Já, nákvæmlega.  Konur þjálfa sig og læra.  Og þær verða hæfar til hverskonar aðgerða á vettvangi og er það sem hefur skeð?  Konur geta allt sem karlar geta.  Enda bara manneskjur sem ætlað er hlutverkið að bera börn undir belti og fæða börn inn í heiminn en eru bara fólk með sama rétt og annað fólk.  Hef raunverulega aldrei skilið móralinn með konurnar okkar blessaðar.  En það er vel skiljanlegt.  Enda Gaflari.  Og enn koma fram yfirburðir Gaflarans.     Er kemur að afsökunum.

Hvaðan ætli þessi mynd sé kominn og hvers vegna var hún höfð uppi svo lengi og ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim?  Er þetta ekki einkennilegt skoðað í því ljósi að öll ólumst við upp við hlið systra og bræðra, eigum frænkur og frændur, feður og mæður heimavið og sumir okkar sjálfir giftir konum.  Hvar kreppir skóinn?  Ef einhver getur svarað þessu af sannfæringu er um líklega gáfaðasta mann heimsins að ræða:  „Vá!  Hvað það væri gaman að vera hann?“-

Um tíma höfðu konur á Íslandi, og í öðrum löndum einnig, kannski í flestum löndum, engan kosningarétt.  Það sem lá til grundvallar þeirri hugsun er að konur hafi ekkert vit haft á pólitík og að pólitík sé karlastarf.  Þvílík vitleysa en samt eitthvað sem gekk áratugum saman og breytist ekki fyrr en konur sjálfar sögðu:  „Hingað og ekki lengra.  Nú, konur, breytum við þessu.“- Og af stað fór ferli sem gaf konum kosningarétt.  Hugsið ykkur þvæluna um að kona skuli ekki kjósa.  Af hverju þá?  Kona er manneskja og jafn meingölluð mér.

Ef þú skoðar segjum sextíu, sjötíu ára gamla kvikmynd hvað sérðu?  Ofurviðkvæma konu sem þarf ekki annað en að hrökkva í kút eða að karlinn byrsti sig til að hún fara að skæla.  Eins og einhver sagði:  „Alltaf grenjandi þessar kellingar.“  Oft með þessum hætti er opinbera myndin.  Er til önnur rangari? 

Í dag gegna konur hverskonar stöðum sem karlar áratugum saman gegndu áður.  En hvar er breytingin?  Hvergi.  Hún er annað mál.  Og af hverju ætti eitthvað að breytast?  Kona er manneskja og manneskja gerir mistök.  Breytingin er samt jákvæð.  Konur eru hvarvetna komnar að og stjórna svo gott sem til jafns við karla og kunna fag sitt margar hverjar afskaplega vel.  Þessu ber að fagna.  Manneskja á að fá tækifæri til að vera þátttakandi í samfélaginu og hvar sem viðkomandi sjálf/ur vill.  Að þessu leiti hefur líka margt breyst.  Segi ég.  

Rifjum ögn upp seinni heimstyrjöldina og skundum inn í skelfilegar útrýmingarbúðir nasista.  Hvað sjáum við þar?  Verði af báðum kynjum gegna stöðum varða og hægt að fullyrða að konur í þessum voðalegu búðum voru í engu minni fantar en karlarnir er kom að morðum, pyntingum og limlestingum fangavarða á fangagreyjunum.  Þar allavega var ekki sjáanlegur neinn munur á hvoru kyninu sem var og er einnig vitað.  Og eftir sama spurning.  „Hvaðan þá er þetta komið um að konur geti ekki.  Þær geta allt.“- Áfram er fátt svara.  Já, góðan daginn!  Amen.

 

 

 

 

17 júní 2022. (b)

Að þekkja Krist er mikilvægt. Samt virðist svo vera og ekki annað að sjá en að sumt fólk sem í áraðir kenndi öðrum fræði Orðs Guðs hafi aldrei sjálft þekkt Krist. Dapurlegt.

 

Þessi möguleiki er fyrir hendi.  Skoðum til að mynda þessi vers:

Jobsbók.  42.  5-6.  5 Ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig. 6 Þess vegna tek ég orð mín aftur og iðrast í dufti og ösku.”-

 

Jóhannesarguðspjall 14. 8 Filippus segir við hann: „Drottinn, sýn þú okkur föðurinn. Það nægir okkur.”-

 

„Filippíbréfið.1. 3-6. Ég þakka Guði mínum í hvert skipti sem ég hugsa til ykkar 4 og geri ávallt í öllum bænum mínum með gleði bæn fyrir ykkur öllum 5 vegna samfélags ykkar um fagnaðarerindið frá því þið tókuð við því og allt til þessa. 6 Ég fulltreysti einmitt því að hann, sem byrjaði í ykkur góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists.

 

Bendir Kristur okkur ekki á að fara vel með þessa gjöf sem okkur er gefið?  Og ætli við förum ekki best með hana með aðferðinni að þekkja vel verk hans og hver Kristur sé?  Er til annað ráð betra? 

Dapurlegt er að kenna veg Krists árum saman en þekkja hann ekki hvorki vel sjálfur né heldur persónulega.

 

 

 

 

17 júní 2022.

„Galatabréfið 6.  9Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp.  10 Þess vegna skulum við, meðan tími er til, gera öllum gott og einkum trúsystkinum okkar.”- Segir hér og er hvatningin endalausa um að gefast ekki upp og horfa heldur vonaraugum til framtíðar með það í huga að framtíðin ein færir heim ávöxt.  Eljan kæru vinir gefur árangur og trúin á að verkið takist er fóður fyrir hann.  Bæði þessi atriði eru afl sem hver manneskja þarf að eiga til hjá sér sjálfri sem væntir góðra verka og góðs árangurs.  Við verðum að trúa.

Að sjálfsögðu sé allt gert með réttum hætti.  Við getum barist fyrir einu og öðru og jafnvel átt til trú en samt barist fyrir málefni sem reynist fúafen með engri traustri undirstöðu.  Slíkt er ekki að standa á neinum sannleika vegna þess að vera ekki sannleikur heldur eigin stífni, þvergirðingur.  Og það versta.  Stolt.  Ekki blanda saman svörtu og hvítu.  Báðir litirnir hverfa.  Þannig er þetta og þannig raungerast. 

Er orðið þó ekkert að benda á þetta heldur hitt að við berjumst fyrir því sem betra sé og réttara og þreytumst ekki að gera það sem sé rétt.  Og hvað er rétt?  Orð Guðs er rétt og eitt áreiðanlegt.  Það gefur góðan ávöxt.  Þegar það sjálft vill.  Munum þetta. 

Að vita að svo sé í stakkinn búið gerir að verkum að ekkert okkar gefst upp né ýjar að neinum slíkum möguleika.  Segir reyndar á öðrum stað í Heilögu Orði Guðs að sigurinn sé ekki okkar heldur Guðs og að málið snúist ekki um mig né þig og miklu meira trú mína.  Á þá Jesús.  Engin maður er Jesús og allt fólk ófullkomið.  Kristur einn er fullkominn.  Annað svar er ekki til.  Jesús elskar trú mína.  Hann horfir á trú mína.  Og trúin segir.  „Jesús er einn.“- Jesús veit að slíkur lifir í sannleika.  Lif þú í sannleika.  Við sjáum mikilvægið hér á að vera með alla þessa hluti rétt af stillta og þekkja Jesús eins og hann er.  Þá birtist réttlæti Guðs í lífi voru. 

Hugsið ykkur tímasóun fólks sem berst fyrir, að það sjálft telur, hinu rétta en Guð sér allt annað í þessum verkum fólks og hreint ranglæti og fólk að koma gegn sér.  Mitt né þitt réttlæti eru engir mælikvarðar fyrir Guð að fara eftir.  Orð Guðs er fullkomið og hann gefur inn trú til að gefa manninum möguleika á að greina sjálfur hvað sé fullkomið og hvað ófullkomið.  Og ég dett út.

Í dag höldum við upp á 17 júní sem frá árinu 1944 hefur verið hátíðisdagur á Íslandi og um leið frídagur flestra vinnandi stétta.  Samt má detta í það á 17 júní.  Bingóspilarinn hafi það í huga.  En ímyndið ykkur þolgæðið og þrautseigjuna sem sýnd var í þessu landi áður en til verksloka var hringt og menn þustu til Þingvalla klæddir sínu fínasta pússi og voru viðstaddir er hin mikla stund var opinberuð landslýð.  Ísland er orðið lýðveldi.  Húrra!  Húrra!  Húrra!  Það lifi!  ESB- báknið er samt betra.  Þið vitið!  Veik króna heima fyrir, og það allt.

Ætli baráttan hafi ekki teygt sig yfir eina öld og að margir á leiðinni misst niður fyrri móð en samt nógu margir eftir til að halda gönguna áfram og mætt andstreymi, sem engin þarf að segja manni neitt um annað en að hafi verið þarna með.  Andstreymi er allstaðar og líka þar sem um allra bestu verk eru að ræða sem allir viðurkenna í dag að hafi verið.  Orð Guðs, hér í upphafi, talar um að sýna þrautseigju og gefast ekki upp.  Allt enn í gildi.  Þeir sem nota þessa leið hreppa sigursveig.  Forverar lýðveldisins börðust drengilega.  Drengileg barátta fólksins færði heim sigur.  Góður málstaður er varin.  Og í dag höldum við upp á hann.  Lifi Lýðveldið!  Húrra!  Húrra!  Húrra!“  Og kirkjan tekur undir.  Sem sagt.  Trúarhjarta mitt.  Guð blessi Ísland. 

 

 

 

 

15 júní 2022.

Sjórinn er ennþá mikilvægur okkur íslendingum og það hriktir í berist frá Hafrannsóknarstofnun tilkynning um að hún leggi til 6% skerðingu í þorskveiðunum árin 2022 og 2023.  Reikna má með að eftir þessu verði farið og að útgerðin standi frami fyrir breytingu í rekstri sínum eins og því óneitanlega fylgir þegar ljóst er að minna verði veitt af þeim gula þetta árið en hitt.  Búast má við að fátt brosa hafi sést á andliti ágætrar útgerðar er fregnin fyrst barst þeim.  Samt er gott að vera með innstillinguna í samræmi við þann veruleika sem nú er og vita að inngrip hins opinbera séu möguleg í veiðiferli.  Valdhafar horfa yfir allt sviðið og á öll svið veiðanna.  Sjúkt er stundum viðhorf hins almenna manns til valdhafa.  „Sjúkt“- er rétta orðið og samfélagið er sjúkt.

Sá tími er að baki að sagt sé um ágæta fiskifræðinga að þeir með tölu viti ekkert í sinn haus er kemur að veiðiþoli nytjastofna hér við land og að öruggara sé að fylgja tilmælum skipstjóranna sem eru daginn út og inn við þetta árið um kring og stundi sjálfar veiðarnar og séu í átakinu með beinum hætti lunga ára og viti upp á punkt og prik ásigkomulag hina ýmsu nytjastofna.  Allt verið hrakið og á það bent að skip og skipstjóri veiði á afmörkuðu svæði og að við slíkar kringumstæður sé erfiðleikum bundið að meta neitt nema afla svæðisins sem skip er á: 

„Vá!  Mokveiði.  Bætum nokkrum tonnum við veiðiheimildir.  Sjórinn er fullur af þeim gula.“- segja menn.  Þeir átta sig ekki á að gildir um þetta tiltekna veiðisvæði og bara þar sem fiskisskipið er.  Á sama tíma birta önnur mið á öðrum svæðum ördeyðu sem ekkert er að gefa af sér á sama tíma. 

Þessa aðferð getur virt Hafrannsóknarstofnun því miður ekki leyft sér að notast við né vinna útfrá heldur fer þá leið að kanna hin ýmsu mið með nútíma tækjum og tækni og viðurkenndum aðferðum vísinda og allt skráð og á eftir unnið útfrá eftir viðurkenndum, vísindalegum leiðum sem hlotið hafa viðurkenningu annarra fiskveiðiþjóða.  Oj!  Vísindi!  Nú þarf einhver að biðja!

Sem sagt!  Svo er komið í þessu landi að menntaður fiskifræðingur er kominn með heilmikið vit í kollinn sinn sem eftir er tekið og óhætt talið að fara eftir og fylgja ráðum sem þaðan koma og gera áætlanir út frá um leyfilegan afla þetta árið og hitt. 

Hafró eitt vinnur út frá heildinni en togaraskipstjórinn einvörðungu út frá viðblasandi aðstæðum á þessum miðum og eða öðrum miðum sem skip hans starfar á einn og annan dag.  Ólíku saman að jafna. 

Svona var þetta en er ekki í dag.  Allir sáttir þó allir vildu aukningu í veiðarnar milli fiskveiðiára og líkar illa hvort sem samdrátturinn er 6% eða fer upp í 10%, og þaðan af meira.  Allt til í dæminu og gæti vel skeð hjá þjóð sem leggur jafn mikið upp úr afkomu fiskveiða og fiskvinnslu sem íslendingar.  Þeir miða margt hjá sér við aflann um eigin afkomu og á nákvæmni og drengilegra vinnubragða starfmanna Hafrannsóknarstofnunnar.  Hún inn á milli gerir mistök og leggur rangt mat, ofmat, á veiðiþol þorskstofnsins, rétt eins og skeði á síðasta fiskveiðiári sem bitnar á þjóðinni á því næsta með þessari 6% skerðingu þorskveiða 2022 - 2023. 

Í dag er þessu landi meira og minna öllu stjórnað af fræðingum.  Við þá er rætt þurfi svör.  Þeir þekkja líðan mína betur.  Þó er ennþá pláss fyrir glöggan, greindan og fróðan.  Glöggur sem fyrr metur rétt það sem fyrir augun ber og er áfram gjaldgeng rödd.  Fræðingurinn fær ekki hent honum burt.  Gasprarinn verður þó áfram að stjórnast af tilfinningum.  Eins og verið hefur. 

 

 

 

 

14 júní 2022.

Merkilegt þetta með Reynisfjöru í Mýrdalshreppi.  Frá því að straumur ferðamanna jókst hingað til lands og gerði að verkum að bæði rútu- og bílaleiguflotinn í landinu stóreykst ætlaður þessum ferðamönnum til að þeir fái skoðað valda staði í landinu og berja eigin augum.  Gott mál en samt hörmulegt að ónóg hafi verið gert til að forða fólki frá hættum sem óneitanlega skapast á vissum afskaplega vinsælum stöðum á leið rútnanna en hættan lengi verið mönnum ljós.  „Menn gæti sín sjálfir.“- segja menn.  Rétt.  En er ekki eigenda sjálfra að búa svo um hnúta að öruggt sé?  Hann einn heimilar eða hindrar ferðir manna.  Ríkið á sumt, einstaklingur sumt.  Þarna kreppir skórinn. 

Hvernig aldan í Reynisfjöru hagar sér er vel þekkt sem menn, sem til þekkja, munum það, virðast samt ekki taka neitt sérlega alvarlega:  „Krakkar mínir!  Farið nú varlega.  Aldan getur verið ógurlega stór:  -  Og hættuleg.“- Og halda áfram að spjalla. 

En hugsið ykkur þvæluna.  Í eitthvað tvo áratugi hefur verið hingað til lands straumur ferðamanna frá ýmsum löndum sem allir meira og minna sækja á sömu staði landsins.  Reynisfjara í Mýrdalshreppi er einn staðanna.  Þar urðu menn þess fljótlega varir að fólk fer ágætilega af þeirri ástæðu að þekkja ekki rétt til aðstæðna.  Sem sagt.  Fólk er ennþá að drukkna með nákvæmlega sama hætti og verið hefur þarna í Reynisfjöru.  Ein óvenju stór alda skellur á land og skríður langt upp eftir sandinum og kippir fótunum undan fólki á leið aftur til hafs og tekur þetta fólk með sér út á sjóinn sem á sama andartaki er komið í beina lífshættu og margir heppnir að sleppa lifandi frá.  Trúið þessu.  Fólk á staðnum getur ekkert gert.  Geri það eitthvað setur það sig í nákvæmlega sömu hættu og hinn sem lenti í.  Og þetta er bara látið vera svona milli ára.  Hverlags eiginlega meining er þetta?

Hvað á þá að gera?  Gæti ekki verið ágætis byrjun að setjast yfir málið og hugsa til enda hvort rétt sé að vera með Reynisfjöru áfram inni fyrir ferðamenn að skoða?  Væri það ekki ágætis upphaf?  Séu menn inn á því að halda þessu áfram, líkleg niðurstaða, að taka þá næsta skref og búa svo um hnúta að koma með sæmandi aðstöðu þarna til að ekki verði enn ein sorgarsagan til hjá aðstandanda sem horfði á eftir kærum vini í gin öldu og sá ekki meira.  Þannig stundum hagar aldan sér á þessu svæði.  Fólks sem hingað er komið til að bæta enn einni minningunni við allar hinar góðu minningarnar uppskar í þetta skipti dálítið annað og hreina sorgarfregns sem það lengi þarf að glíma við og vinna úr áður en allt verður aftur heilt.  Hópurinn sem kom hafði sína höfðatölu á Keflavíkurflugvelli en til baka fóru ekki allir, fyrir klaufaskap og nísku?  Ótækt. 

Manni dettur stundum í hug hvort ennþá eimi af á Íslandi þessu arfaslappa íslenska aðgerðarleysi.  Sumir muna eftir vinnupöllum við nýbyggingar með engu handriði.  Hvel lengi var það?  Áratugi?  Eftir bændum sem árum saman notast við óvarin drifsköft dráttarvéla sinna.  Í hve mörg ár?  Í mörg ár.  Fólk les um hafnleysuna sem sjómenn bjuggu við í aldir og öllum drukknunum í fjöruborðum í hamfaraveðrum sem til urðu í öldur sem skullu með slíku afli á allt sem fyrir varð að brotnaði mélinu smærra.  Við þetta bjuggu menn í aldir og breytist ekki fyrr heldur en maður steig fram, bretti upp ermar og hefst handa.  Á þessum stað sumpart erum við og slugsumst með sum augljós verkefni.  Ferðafólk sem hingað kemur gerþekkir ekki aðstæður.  Við í annan stað gerum það.  Þetta fólk ber okkur að vernda og taka ákvörðun um sjálf hvernig skuli vernda og hvað virki betur.  Alþingi setji á eftir lög um öll slík verk og útlisti í hvað farvegi skuli vera.  Gott að fá tekjur og meiri tekjur.  Notum hluta teknanna til að gera svæðin sem við bjóðum fram þá örugg.  Og hvað um málaferli?  Hver er ábyrgur?  Höfum við hugleitt þau?  Er ekki viss.  Samt vitum svo við miklu meira í dag.  Er eitthvað hér sem rekst á í þeirri speki? 

 

 

 

 

13 júní 2022.

Hvernig býr maður til réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi?  Manneskja sem svarar þessu með þeim hætt að samhróp verði á þennan veg:   „Jess.  Þarna er svarið komið“- er fullkominn manneskja.  Slíkt mun seint ske í bæði þessum málum og öðrum málum og alltaf verða til raddir sem eru með og eða á móti.  Meira að segja fullkomleikinn sjálfur, Orð Guðs, lýtur sama og sennilega aldrei verið meira um nokkurt atriði deilt en Orð Guðs.  Líka hjá trúuðu fólki sem veit hvað snýr fram og aftur á Biblíunni en deilir um allskonar atriði Orðs Guðs.  Þær strangt til tekið eru bara deilur um keisarans skegg.  Ekki stafkrókur hefur verið fjarlægður en samt deilt um marga kennsluna sem sett er fram í kirkjunni.  Og af hverjum?  Ófullkomleikanum.  Það er hann sem vill þræta.

Af hverju skildi það nú vera?  Hið ófullkomna er að fjalla um fullkomleika en sá hængur á að ófullkomleikinn, ég og þú, sér fullkomleika hvor með sínum hætti vegna þess að vera ófullkomleiki í verki að velta fyrir sér hinu óaðfinnanlega.  Allt rekst hvert á annað.  Þræta fer af stað.  Hér er ekki verið að segja að íslenska kvótakerfið sé óaðfinnanlegt. 

Í umræðu ófullkomleikans hefur sjálfur fullkomleikinn ekki roð þegar ófullkomleikinn kemst á flug og tjáir sig.  Þá fyrst byrjar fjörið og samfélagsmiðlar að nötra.  Árum seinna er enn engin lausn í sjónmáli og málið á sama stað.  Sem sagt:  Stað þrætna. 

Ófullkomleikinn er erfiður í taumi og verður víst áfram.  Reyndar er Orð Guðs sniðugra en svo að leggja bara upp laupanna og snúa sér að garðslætti, kartöfluniðursetningu og berjatínslu.  Fullkomleikinn skellir fram spili sem orð er ritað á sem kemur í ljós sé spilinu snúið við.  Það sem blasir við er hið hræðilega, bitandi, svekkjandi og hreint grút spælandi orð „Trú.“ En hana er ég sagður þurfa.  Verður þetta hræðilegra fyrir raunveruleikamann sem mig?  Áhöld eru um. 

Hræðilega orðið Trú segir meira:  „ Deyðu sjálfum þér.“- Þarna eru kominn fram tvö skelfileg orð sem bæla mann og annan.  Ófullkominn manneskja greip þau, skilur ekki, verður óð af skilningsleysinu vegna þess að vera ófullkominn.  Ófullkomleikinn breytir ekki alltaf rétt.  Að segja við þessa ófullkomnu mannvera, aftur ég og þú, alltaf við, að hún þurfi trú til að bæði skilja og meðtaka hið fullkomna Orð Guðs er fyrir henni hreint óðs manns æði.  Nú finnst fólkinu vera að sér vegið og við sig talað með ósæmandi hætti.  Hurð skellur að stöfum.  Kofinn nötrar. 

Ófullkomleikinn sér ekki trú.  Trú til hvers?  Sjálfur nýbúinn að hreppa gríðarlega háan vinning í Lottói og vinningshafi farinn að sjá í raunheimum glitta í draumahúsið, dramarafbílinn og utanlandferðir þegar hann vill en er áfram jafn upptekin við að deila við fólk um nytjar hafsins og hversu mikið skuli greitt fyrir að nýta.  Og á eftir reiðast er orðið „Útgerðarmaður“ berst honum til eyrna og lætur þar orðið eins og orðið „þjófur.“  Ófullkomleikinn er hvarvetna og hið fullkomna allstaðar nálægt.  Ekkert breytist og kúvending enn möguleg.

Líka inn í þetta mál hefur hið fullkomna frá himnum svar.  Það segir:  „Trú hjálpar þér til að trúa að til sé raunveruleiki að nafni Jesús Kristur sem reis upp.  Dáinn maður, sem Páll segir lifa,“- eins og Heilagt Orð greinir frá.  Verður ruglið verra?  Ófullkomleikinn á fundi með fullkomleikanum vegna þess að hið fullkomna kann sanna elsku og þekkir sannan kærleika til hins ófullkomna manns.  Í þessu ljósi eru Orðin sögð.  Gjöf Heilags Anda breytti öllu en kemur samt ekki fyrirfram í veg fyrir að fólk taki þátt í bábilju eins og henni að vera með í umræðu um hvort þessi upphæð eða önnur upphæð skuli greidd fyrir afnotin af fiskinum í sjónum.  Til að skilja hið fullkomnar Orð Guðs þarf TRÚ.  Óflókið“  Ekki satt?  Mjög svo.

 

 

 

 

11 júní 2022.

Sjómannadagurinn.  Hann ku í ár vera haldin 12 júní.  Sjómannadagurinn er lögboðin frídagur sjómanna en var það ekki fyrst er hann var settur 6 júní 1938.  Ekki er minna merkilegt að ekki fyrr en þetta hafi verið tekin frá sérstakur dagur á almanakinu eignaður degi Sjómannsins sem öruggt er að hafi verið atvinnutitill í þessu landi frá því land er fyrst numið.  Vitað er að fólkið sem hingað kom sigldi á skipum og hafði skip yfir að ráða er það kom sem nota mátti til hvers verks sem skipi er ætlað.  Á þeim veiða menn soðningu.  Líklegt er er að þetta fólk hefji fljótlega róðra og að leita miða í kringum sig á firðinum.  Liggur nokkuð ljóst fyrir.  Til að afla sér soðningarinnar og eitthvað í gogginn þurfti að sækja fisk.  Fái menn ekki að borða fer þeim fljótlega að hungra.  Hundasúran á jörðinni dugir skammt til alvöru næringar og ljóst að fólkinu hafi skort meira en hundasúran ein til að fá magafylli.  Sjálfsbjargarviðleitnin fer nú aldrei langt frá manni, hverjar sem kringumstæður eru sem hann setur sjálfan sig í. 

Starfsheitið „Sjómaður“- má með fullum fetum halda fram að sé með allra fyrstu starfsheitum sem til hafa orðið á Íslandi og að það starfsheiti komi á undan starfsheitinu „Bóndi“ en samt ljóst á þessar tvær starfsstéttir gangi svo til samstíga en sjómannastéttin samt verið skrefi á undan bóndanum því bátur er til staðar og kom með fólkinu en nokkurn tíma tekið bónda að reisa hús til að skýla búfénaðinum og tryggja að lifði vetrargaddinn til vors.  Einnig er sennilegt að kýrin sem kom með landnámsfólki missi nyt af veltingnum yfir hafið og gefi litla og enga mjólk af sér fyrst á eftir og tekið hana nokkurn tíma að ná aftur upp í sér fyrri nyt.  En allt kom þetta þó. 

Ólíklegt er að allir sem hingað sigldu frá ágætum norðmönnum hafi verið þaulvant sjófólk og flestir glímt við sjóriðu er fólkið steig fölbleikt á land af sjósóttinni sem á herjaði á leiðinni.  Ingólfur vitaskuld viðurkennir ekkert slíkt hjá sér en kvartar undan eymslum í maga sem skíring á uppköstum sínum á leiðinni yfir hafið.  Alvöru menn sem að auki eru fyrirliðar flokks viðurkenna seint sjósótt hjá sér beint af veltingi.  Ónei.  Verða enda aumingjar einir sjóveikir. 

Hvernig sem það allt var hafa menn strax litið í kringum sig um bjargræðið og hvar fiskur leyndist við þessar strendur sem blasti við og menn í það minnsta gruni að feli einhvern afla handa fólkinu til að eta.  Hvort Ingólfur sjálfur deildi út aflanum sem að landi kom má efast um en frá hafinu alltént kom þessu fyrsta fólki íslandssögunnar fæðan.  Að koma sér einhverju upp til að afla fisks þurfti ekki og nóg að ýta frá landi og dýfa öngli í sjó og fara heim með afraksturinn og elda.  Fisk sem sagt þarf að sækja, veiða og umfram allt vita hver haldi sig í sjónum í flóanum framundan.  Allt þekking sem fólkið hefur aflað sér og gert fljótlega eftir komuna.  Sennilegt er að allskonar svona þekking komi með fólkinu frá Noregi.  Átt við staðsetningar af miðum í landi og því öllu saman en er í dag að mestu horfin en gilti í aldir og sumir eldri skipstjórar notuðust við og kunnu lítt og ekkert á öll þessi tæki, þarna í brúnni.  Fyrir kom að kall bærist um talstöð: 

„Hafið þið nokkuð séð trossurnar mínar.  Finn þær ekki.“- En þá líka var skyggni til lands lélegt.  Endalausar afsakanir.

Covíd faraldurinn var hindrun fyrir Sjómannadaginn.  Í að minnsta kosti eitt skipti var honum frestað en er aftur kominn í sömu stærð og var og með svipaða dagskrá sem boðið er upp á.  Held að sjómenn keppi ekki mikið sín á milli í kappróðri og aðrir en þeir séu teknir við keflinu hvað kappróður allan varðar.  Kappróður er vel viðeigandi dagskrá á Sjómanadagshátíð en sjálfra áhafnanna val hvort haldi velli.  Munum!  Sjómannadagurinn er ætlaður stéttinni „Sjómaður.“-

 

 

 

 

10 júní 2022.

Hvað á ég skilið og fyrir hverju hef ég unnið sem gerir að verkum að ég tel mig eiga þetta og hitt inni.  Inni þá hjá hverjum?  Þér eða manneskjunni við hlið þér?  Hverjum? 

Eitt sinn var ég vinnandi maður, er það reyndar ennþá og er Guði afskaplega þakklátur fyrir að svo sé og að heilsa og orka sé á þeim stað í manni sjálfum að gera það allt kleyft.  Þá þáði ég laun af vinnu eigin handa.  Það sem ég átti þá skilið voru launin sem ég vann mér inn.  Þau líka fékk ég.  Hvað meira átti ég skilið?  Vináttu þína auðvitað.  Fékk ég hana.  Margsinnis, viðurkenni ég nú bara.  Hvað meira vil ég, sem þó tel mig eiga inni hjá fólki? 

Það sem ég hef séð á minni lífsgöngu er að hver manneskja hafi nóg með sig sjálfa gegnum allt sitt streð, puð, svita og tár sem lífið færði hverjum einstaklingi fyrir sig.  Og séu mál með þeim hætti vaxin að hver á þá eitthvað inni hjá öðrum sem síðar má krefja hann um?  Er ekki hér einhver hugsanavilla á ferð?  Sé svo að hvaðan er hún þá komin og til hverra rekur hún uppruna sinn og þiggur næringu?  Fátt er um svo svör.  Getur verið að eigin óánægja sé rótin og þá um leið vandinn sem við er að eiga?  Tel reyndar svo vera já. 

Og hvað er í dag?  Erum við ekki á þeim stað sem við sjálf komum okkur á?  Sumir blómstra, vonandi flestir, aðrir hafa misst og einhverjir bullandi óánægðir með stöðu sína og harma hlut sinn daglega og gráta ítrekað yfir öxl meðvirkni hverskonar.  En hana má víða finna þar sem fólk er á annað borð og er aldrei sem nú virk.  Svona á víst ekki að tala.  En hvernig á að tala? 

Önnur leið er til og hví ekki að snú sér frá öllu þessu og horfa upp og líta í kringum sig og fara eftirleiðis að athuga hvað megi gera til að létta sér lífið, í stað þess að bíða endalaust eftir að annar geri fyrir sig verkin og eftir að hafa gefið sér sjálfum, kannski án nokkurs rökstuðnings, að eiga eitt og annað skilið og inni frá þessum og hinum, talandi sjálfur um það í hinu orðinu að hver manneskja hafi nóg með sig sjálfa sem og flest fólk veit um að er rétt nálgun.  Með þeim hætti er málið vaxið, og verður í engu öðruvísi? 

Öll eldumst við og allir hverfa af vinnumarkaði.  Sum fara með þá hugsun efsta að ekkert not sé lengur fyrir sig en er bara þeirra eigin ranga afstaða til málsins og engra annarra.  Engra allavega vitiborinna manna.  Allir vita að með þeim hætti sé gangur lífsins sem hvort eð er engin af okkur með neinu móti breytir og bara kemur yfir hvern mann.  Rétt eins og nýr dagur rennur upp. 

Og hér erum við.  Sum full leiða og aðrir stöðugt glaðir og fjörugir og aldrei sem fyrr reiðubúnir að takast á við daginn og leifa honum að stýra og stjórna aðgerðum.  Slíkir bíða ekki eftir að einhver banki, einhver hringi, einhver segi eitthvað við sig heldur er sjálfur mitt í öllum verkum sem lífið kallaði eftir og viðkomandi veit að hann getur sinnt en aldurinn þó breytti hvað sé.  Heilmikið líf er samt í kroppnum?  Undan hverju er að kvarta og hver skuldar öðrum?  „Skuldið engum neitt nema það að elska hverjir aðra“- segir í helgri bók.  „Ég er búin að fá nóg af þessari kirkju.  Hún þarf að sættast.“- Við hvern?  Þig?  Er ekki hver og einn þar sem hann valdi? 

Séum við gremjuboltar og óánægju skussar að verum þá endilega þar áfram.  Séum við hinir kátu, glöðu og hreifu höldum okkur þar og vitum að lífið er núna.  Að vera fast að sjötugu getur vel merkt sprækan mann sem þó gerir ekki allt sem hann gerði tvítugur.  Hann kassar ekki lengur síld í Norðursjó né landar síld á bretti vegna þess örugglega að nenna þessu ekki lengur, sem er í lagi með.  Hættum að ásaka.  Segjum við daginn:  „Góðan daginn dagur.“- Ágætis býtti.  Amen.

 

 

 

 

7 júní 2022. (b)

Margar þessara Regla sem stofnaðar hafa verið eru stórmerkileg starfsemi og Reglur einnig sem kenna sig við bindindi.  Bindindisreglurnar bentu á margt sem ekki var í lagi með og örugglega vakið margan manninn upp til að mynda um vanda áfengisdrykkjunnar fyrir heimilin í landinu sem glímdu við þetta hjá sér.  Mörg sorgasagan orðið til þar og hún öll meira og minna falin. 

Máski að bindindisfélögin sem stofnuð voru og til siðs var að hlæja að og gera lítið úr starfseminni hjá séu grunnur til að mynda starfs Bill og Bob sem taldir eru upphafsmenn AA- samtakanna sem í dag er dreift út um allan heim og eru afskaplega virt samtök.  Af þá fyrst og fremst sýnilegum árangri.  Hversu margir íslendingar ætli geti ekki þakkað AA- fyrir nýtt og betra líf fyrir sig?  Ætli ekki fjölmargir. 

Tel að Ríkið eitt eigi að bera allan kostnað af og ábyrgð á öllu áfengismeðferðarstarfi á Íslandi.  Tekjurnar sem það hefur af áfengissölu eru svimandi og brot þeirra tekna nægðu til að standa straum að öllum kostnaði sem meðferð fólks og enduruppbygging kallar eftir.  Og hví skildi Ríkinu vera hlíft við afleiðangar áfengisneyslu landsmanna sem sjálft hefur einkaleyfi á sölunni?

 

 

 

 

7 júní 2022.

Erfitt er að vera með um of boð og bönn.  Fólki líkar þau ekki og einhvervegin eru viðbrögðin oft viss uppreisn og stundum bara í eigin huga.  Við þekkjum þetta frá tíma Bingóspilaranna sem komu sér fyrir við Alþingishúsið sem fannst ótækt að vera með allt lokað á Jóladag og Páskadag og bentu á Bingóið.  Ekki einu sinni það mátti spila á þessum tilteknu dögum þó öllum væri ljóst að þetta fólk vildi fyrst og fremst að barirnir í borginni héldust opnir þessa daga og væri nákvæmlega sama í sjálfu sér um allt Bingóspil.  Sem engin hvort eð er „kippir“ neitt af. 

Hvar mörk hins vegar liggi er oftast nær erfitt að skilgreina né að átta sig á.  Í eðli manna er að smeygja sér fram hjá hverskyns höftum.  Sé slíkt mögulegt.  Ókyrrðin í mannheimum verður oft meiri eftir og líka verri en var.  Sum boð og bönn nefnilega koma meira við kaun manna og kvenna en önnur.  Og hver lætur skikka sig í að vera edrú sem ekki vill verða edrú?  Og það sem verra er.  Bönnuð starfsemi hefur tilhneigingu til ýta starfi út af yfirborði og til ósýnilegra svæða og „Neðanjarðarstarfsemi.“

Mikið af þeirri starfsemi hefur hjá sér nokkra næringu.  Næringin er að Fólk vill varninginn.  Og hvernig stöðvum við fíkn manna í vímu?  Við getum það ekki.  Á allt svona mun opinbert bann engin áhrif hafa og menn áfram leitast við að nálgast efnin og hafa undir höndum.  Ekkert opinbert apparat stöðvar fólk sem sjálft vill komast í vímu.  Bruggstarfsemi hefst sem menn fljótt rata heim til.  Og verslun í leynum byrjar.  „Gættu þín á að löggan sjá þig ekki.“- En hvaða dauðadrukkinn þegn hugsar um löggu á gangi?  Hann hugsar ekki um neitt nema mjöðinn. 

Stúkur voru algengar á Íslandi.  Þær einblína á vanda áfengisneyslu og eru mögulega aflið sem mest áhrifin hafa á valdsmenn sem efndu til þjóðaratkvæðagreiðslu sem skæri úr skera um vínbann eða ekki.  Þjóðin sagði já.  Vínbannið 1915 er ekki geðþáttákvörðun fáeinna manna. 

Algert vínbann gildir hér frá árinu 1915 til ársins 1935.  1922 er heimilt að selja létt vín (Spánarvín) en ekki bjór fyrr en 1989.  Bjór var samt oft fáanlegur í landinu bláa í norðri frá siglingaskipum.  Allt var þetta því meira og minna til og líka einum sönnu bannárum en hvergi opinberlega heldur í leynum og í pukri og myrkri.  Menn gerðu ráð fyrir að til að mynda sjómenn farskipanna hefðu tekjur eftir þessari leið og staðfesti forstjóri eins skipafélagsins þetta við einn starfmanninn sem einhverju sinni talaði um lágu laun sín og hinn benti á að hann gæti nú aukið tekjur sínar með því að selja tollinn sinn með talsverðum hagnaði, og aukreitis tvo þrjá aukakassa af bjór í ferð.  Og þetta var það sem gert var og hið venjulega.  Boð og bönn hafa tilhneigingu til að virka ekki, eigi að bremsa fólk af.  Hver skipar manni sem vill drekka að drekka ekki?

Tel að vínbannið sem komið var á sé að tilstuðlan regla sem einblíndu á víndrykkju landans og vildu burt.  Þær sjá vanda og horfðu reglulega á hann hjá drukknu fólki og hið eina sem þær komu auga til á að þetta hætti var að banna alla vínsölu í landinu.  Íslendingar voru ekki eina þjóðin.  Sömu þjóðir fá til sín annan vanda.  Allt bruggið og leynilegu söluna í kjöllurum húsa og skúra sem bruggað var í.  Erfitt er að finna meðalveg eins og oftast nær áður.  

Bannárin á Íslandi voru uppsveiflan mesta hjá bruggurum og vínbannið dró ekki úr drykkju fólks.  Efnin sem til þurfti í bruggið voru fáanleg í landinu og útkoman af því öllu saman seld öðrum.  Haldi menn að þjóðin hafi verið bláedrú árin sem vínbannið gilti er mikill misskilningur heldur sérstök gósentíð Landans og bruggarans.  Sama gilti annarstaðar í veröldinni þar sem vínbann gilti.  Boð og bönn eru sjaldnast lausnin.  Menn finna sér leið framhjá öllu svona. 

 

 

 

 

6 júní 2022.

Hversu margt hefur ekki breyst.  Ekki er lengur farið út fyrir hússins dyr einvörðungu til að hitta aðra og fá fréttir.  Dagblöðin eftir að þau koma og verða almenningseign ryðja þessu út í hafsauga.  Skoðum nokkrar línur úr fyrsta Morgunblaðinu, gefnu út 2 nóvember 1913. 

„Dagblað það, sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt ritað fréttablað.  Reykjavíkurbær hefir enn eigi eignast slíkt blað, þó þörfin hafi verið mikil um mörg ár og mörg nauðsynleg skilyrði hafi þegar verið fyrir hendi.“- Hér sjáum við vísbendingu um að mannasamkomur niður í bæ til öflunar frétta muni detta út og hætta, og eða að verulegu leiti breytast. 

Allir sjá að fregnin um hið nýstofnaða útgerðarfélag h.f. Kveldúlfur og kaup fyrsta togara félagsins að nafni Skallagrímur RE 145, vekur fólki hug sem sennilega berst út eftir enn eina sunnudagssamverustundina á opna svæði Reykjavíkurborgar og það margt hvert verið viðstatt á bryggjunni er mikið skipið kom til Reykjavíkur.  Hvort bryggja er þá í Reykjavík má efast um en nokkuð víst að fólk er viðstatt viðburðinn.  Og ekkert Morgunblað enn til.  Óvíst er hvort fréttin sé fengin á mannmótinu á vellinum.  Hún gat vel hafa birst fólki sem upplímd skilaboð á miða matvöruverslunar eða mjólkurbúðar.  Reikna má með fólksmergð er togarinn Skallagrímur RE 145 birtist.  Og einum að staupa sig.  Hikk.-

Á þeim dögum er engin Moggi, ekkert Ríkisútvarp Góðan daginn, engin Þjóðvilji sem lemur á Íhaldi, engin Tími sem hvetur bændur, ekkert Alþýðublað sem elskar verkalýð og bara smávegis vísir af blöðum með annað veifið fréttir.  Mest allt fréttnæmt varð ennþá til niðri í bæ á samverstundum bæjarbúa.  Sama gildir hjá öðrum bæjarfélögum í þessu landi.  Þar kom fólk líka saman og áður en öll þessi blöð, tímarit, útvarp og sjónvarp síðar yfirtaka það allt og stuðla að því að hitt dæmið leggist af.  Líklegt er að byrjun þess hefjist í nóvember 1913 og eftir útgáfu fyrsta eintaks Morgunblaðsins.  Sem um leið er fyrsta alvöru dagblað íslendinga.  Og hver fær stöðvað þróun?  Þróun?  Er hún mögulega leidd af lifandi afli?  Gvööð hvað hugsun mannsins er hallærisleg og aftur úr grárri.... 

Allskonar skeði á „Manntorginu niður í bæ.“- Þar urðu til auglýsingar þar sem einhver benti öðrum á að hann ætti til Kommóðu heima hjá sér sem hann þurfi að losna við og sá sem heyrði lét ganga út og svo koll af kolli uns einhver greip orðin á lofti og sagði:  „Akkúrat það sem mig skortir.  Hver er maðurinn“- spurði hann.  Var honum gefið upp nafn sem hann lítillega kannaðist við á tímum allir þekkja alla tímabilsins.  Kommóðan skipti um eiganda hvort sem var gegn gjaldi eða orðunum:  “Óþarft að borga mér.“- Hinn nýi eigandi hafði nú fundið sokkapari sínu, nærbuxum, bol, rúmfötim og handklæði fastan stað í gerseminni Kommóðu heima hjá sér án þess að greiða fimmeyring fyrir.  Sá er heppinn.  Alveg eins og kristinn sem aldrei tímir að borga neitt.

Á mannvellinum niður í bæ predikaði „Kallinn á kassanum“ Orð Guðs og fékk áheyrendur sem sogast létu að uppákomunni vegna þess að vera þarna.  Öllu þess ruddu dagblöðin með tíð og tíma burt og með þeim útvarpið og sjónvarpið og í dag allt tæknikraðakið sem gert hefur margt sem fyrir var að sögu á sögusafni.

Í dag er annað.  Nú fer engin að heiman frá sér til að hitta einn né neinn né heldur ræða nein mál og heldur engin tími til neins slíks og engin á ferð til þess arna heldur sinna menn eigin erindum.  Samfélag dagsins er byggt „einstaklingi að sinna eigin erindi. “  Eigið erindi er það sem blífir.  

Sumir kristnir vilja endurvekja margt og til að mynda „Kallinn á kassanum“ og tala eins og þeim sé ókunnugt um að vera liðin tíð og hreinir draumórar að ætlast til að endurvakni.  Þörfin til að hittast heldur velli og henni mætt með öðrum hætti en á velli niður í bæ.  Öflugasta aðdráttaraflið nú um stundir er enn einn veislumaturinn fram borinn, oftast á veitingahúsi, og þess vandlega gætt að hvergi við borðið sé nokkur ókunnugur til að kynnast og stofna til vináttu við, eins og gat skeð á vellinum sem fólk kom saman á en ekki til að horfa, hrópa, klappa höndum og stappa fótum, heldur til að heyra, læra, segja frétt, vita og kynnast betur fólki.  Líka nýju fólki.  Við matarborð dagsins eru hverjir?  Fólk sem við þekkjum.  Má það þá ekki?  Allt má og öllum heimilt að lifa eigin lífi og ekkert verið að tala neitt um það hér heldur bent á breytingar sem orðnar eru. 

Högg undir beltistað eru þetta. 

 

 

 

 

3 júní 2022 (b)

Bítlarnir voru svo nærri hjarta aðdáenda sinna á starfstíma sínum að yfirlýsingar þaðan annað hvort hresstu eða drógu úr fólki. Tilkynningin um að engir yrðu fleiri tónleikarnir með The Beatles fékk margan til að spyrja. Hvað nú? Munu þeir hætta samstarfi? 

Og Bítlarnir fóru ekkert og gáfu út plötur næstu ár hverri annarri betri, eins verið hafði.  Og biðu menn þeirrar næstu.  Og fengu.  Og ég einnig.  Mest gegnum útvarpshlustun.

En Adam var ekki lengi í Paradís og ekki við Bítlavinir heldur sem eins og Adam vorum reknir út úr okkar Aldingarði með ægilegri yfirlýsingu um að Bítlarnir væru hættir og allt staðfest sumarið 1970 er Bítlahurðum var lokað og læst.  Frá þeim tíma hefur þeim ekki verið lokið upp og það sem til er, það sem úr er að moða.  En draumurinn fékk næringu og lifir því áfram.

Eftir þetta fara meðlimir Bítlanna allir í sitt hvorra átt og snéri Paul sér að eigin sólóferli sem segja má um að sé ennþá í gangi.  Undantekningin eru ár Pauls með frábæru hljómsveitinni Wings, um tíu ára tímabil.

Ringo gerði eins og settist sjálfur yfir tónsmíðar sem lítið fór fyrir á meðan hann sat í trymbilsæti The Bealtes en aðeins samt örlar á er seinasta plata Bítlanna Abbey Road kemur út og lag hans „Octopus Garden“- heyrðist og nær nokkrum vinsældum.  Sólóferli Ringo er merktur eigin tónsmíðum.  Að mestu leiti.  Má þar finna marga hreint prýðilega söngva. 

George er líka þarna og gerði plötur en fórst verkið ekki sérlega vel úr hendi, að undanskyldri þriggja albúma plötu hans sem gefin er út árið 1970 og er hreint meistaraverk en hinar verulega slakari.  George stóð svolítið í kvikmyndagerð og hafði yndi af kappakstri, ásamt að vera frábær gítaristi.

Lennon blessaður hellti sér eins og félagar hans út í sólóferil og gerði margar skínandi góðar hljómplötur.  Og ekki annars að vænta úr þeirri átt.  Hann gerði meira og sitt til að gefa friðnum tækifæri ásamt og að sanna og sýna hvers friður sé megnugur í mannheimum.  Verkið mistókst eins og hjá öðrum sem slíkt hafa reynt en hugsun að baki góð.  Sem er nokkurs virði.

Hversu margar tilraunir voru gerðar til að fá The Beatles aftur upp á svið veit ég ekki en margt gert og svimandi upphæðir lagðar fram í þessa átt.  Svo háar í eitt skipti að Lennon blöskrar og lætur eftir sér hafa að svo mikilla peninga sé engin maður verður.  

Friðarbrölt Lennons og Yoko er sér kapítuli sem alltaf verður getið um, meðfram pælingunni um The Beatles. 

Skundum aftur til haustsins 1971 og um borð í togarann Maí GK 346 sem sama haust veiðir stórufsa fyrir Þýskalandsmarkað.  Veiðar ganga vel og verið að slaka trollinu í botn og menn aftur á, frívaktin að fara í mat, og eftir til hvíldar sinnar, að horfa á víranna þjóta framhjá af tromlu togspilsins undir brúnni og gefa sér þar nokkrar mínútur til að ræða Bítlanna og brölt Lennon hjónanna í friðarátt áður en farið yrði úr stakknum og menn settust að snæðingi í borðsal skipsins. 

Varð þá einum áhafnarmeðlimi að orði að John Lennon væri orðin vitlaus:  „Hegðun hann sýndi að svo væri“- Og átti við friðarbrölt hans og allan þann atgang kringum þau hjón.  Annar á staðnum tók upp hanskann fyrir hann og sagði:  „John er ekkert orðin vitlaus, heldur er hann orðin vitlaus á þessu“- og átti við allt þetta Bítlastand á undan.  Trúið því að sá sem hér skrifar rúmri hálfri öld frá orðum ágæts mannsins 1971, 3 júní 2022, var viðmælanda algerlega sammála og fannst ljómandi góður punktur og áhugaverð nálgun og er enn sama sinnis. 

 

 

 

 

3 júní 2022.

Bítlaplatan „Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band“- kom út 26 maí 1967 og er fyrsta plata Bítlanna eftir að þeir gáfu út yfirlýsingu um að vera hættir öllum tónleikaferðum um heiminn.  Fregnin sem kunnugt er varð mörgum manninum talsvert sjokk að heyra og ekki bara einhverjum einum eða tveim einstaklingum.  Bítlarnir höfðu vissan sess hjá breiðfylkingu fólks út um allan heim. 

Á þeim tíma eru blaðamenn loks búnir að átta sig á að þarna sé eitthvað stórmerkilegt á ferð en ekki tóm skrípalæti, eins og í fyrstu var talið og þeir orðið á höttunum eftir alvöru fréttum af allskonar í kringum Bítlanna.  Og dag einn var blaðamaður af þessari sort staddur fyrir utan byggingu, líklega Apple, stofnað 1967 í London í Bretlandi, að falast eftir fréttum fyrir blað sitt og vindur sér strax að meðlimum bandsins er þeir renna í hlað og spyr hvern fyrir sig hví þeir, við Bítlanna var alltaf talað í fjórtölu en ekki eintölu hvort sem einn væri á ferð eða þeir allir saman, vilji ekki lengur spila fyrir áheyrendur?  Hvað hver og einn sagði er spurningar voru bornar upp mann ég ekki og bara orð Sir Paul McCartney um að vissulega vildu þeir halda áfram að spila fyrir áheyrendur bandsins en „Ef engin hlustar á okkur og þeir sjálfir heyri ekki hvað þeir séu að spila geti engin framför orðið hjá þeim.“- eru orð Sir Paul sem gefur þar með í skin að þetta sé ástæða þess að þeir hafi ákveðið að ljúka öllum tónleikaferðum.  Og er svo sem vel hægt að skilja ákvörðun hljómsveitarinnar í ljósi þess sem var og síðar kom betur í ljós, er menn átta sig á grunninum og heyra margt sem ekki var sagt frá á þeim tíma.  Fjölmiðlar vernda eigin hagsmuni í því ljósi að The Beatles er þeim talsverð söluvara með umfjöllun um þá. 

Sannleikurinn er að grunnur ákvörðunar þessara manna teygir sig talsvert lengra en bara til hávaðans í tónleikasal, þessum helstu einkennum Bítlatónleika.  Um hann vita allir. 

Færri á þeim tíma vissu hvað leit út væri peningnum snúið við.  Margt þessu lútandi útskírðist betur um Bítlasöguna er lengra leið.  Til að mynda greinir George Harison löngu seinna frá því í samtali við sig að í hverri borg sem The Beatles komu til hafi verið efnt til mótmæla og sama borið við að þeir voru taldir hafa vond áhrif á æsku landsins sem þeir voru í.  Gott að vilja gera eitthvað fyrir æskuna.  Margt, krakkar mínir, sem við vissum þá ekki um.  Reyndar vissu allir hvað skeði í Filippseyjum er hljómsveitin var þar á tónleikaför 1966 og taldist heppinn að sleppa burt með bara skrekkinn.  Það allt varð opinbert vegna þess að blöðin komust að snoðir um fólskuna frá valdhöfum Filippseyja.  Flesta miður góða atburði vissum við þó ekki af.

Sjá má gilda ástæða þess að The Beatles lætur af öllum hljómleikum.  Seinni tíð birtir margar rætur til grundvallar þeirri ákvörðun fjórmenninganna.  Næg ástæða var hávaðin í áheyrendum sem upphófust undireins og félagarnir birtust.  Meira þurfti ekki til, en ástæður samt fleiri.

Í byrjun júní 1967 er platan „Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band.“ komin í fyrsta sæti Breskra vinsældarlista.  Myndin utan á hljómplötunni þótti merkilegt framtak og kom síðar í ljós að fólkið sem með þeim er, allt vel þekktar manneskjur, eru allt klippimyndir í pappa í eðlilegri líkamsstærð hvers og eins og spöldunum raðað upp með Bítlanna inn á milli og örugglega verið teknar upp nokkrar útgáfur og ein uppstilling valin úr kannski fjölmörgum til að prýða nýjustu afurð The Beatles árið 1967 sem við öll höfum séð og mörg okkar áttum og virtum sum fyrir okkur og spáðum í og jafnvel lásum úr táknum sem við þóttumst merkja á ljósmyndinni og sú öll þvæla og þau öll hindurvitni sem í gangi voru á þessum tíma.  Já, Bítlasagan varð stór.  Hún lifir og vekur enn athygli.  Verri voru nú áhrif Bítlanna ekki.  Reyndar voru áhrifin góð. 

 

 

 

 

2 júní 2022.

„Guð er númer eitt“- segja menn og koma með upptalningu hvað sé númer tvo og þrjú og svo framvegis.  En hver hann þessi Guð sem við setjum í fyrsta sæti?  Höfum við einhvertímann velt þessu fyrir okkur? 

Guð sem við höfum sjálf valið í efsta sæti og engin er að efast neitt um nema sitji þar, er merkilegt hugtak sem alveg er vert að spá í og læra betur um, sjálfum sér til skilnings.  Guð er það sem Biblían segir hann vera.  Hvað segir hún?  Allavega nógu mikið til þess að sjá með alveg skírum hætti að talsverður spotti sé í sæti númer tvö á listanum sem við bjuggum sjálf til.  En erum við viss um að þetta bil sé það sem við vinnum eftir sem trúað fólk?  Hvernig er slíkt gert? 

Með því að skilgreina vel Guð okkar.

Listi sem þá yrði til gæti litið einhver veginn svona út:

-Farísear spurðu Jesú hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: „Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Lúkasarguðspjall 17.20-21.

-Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.  Filippíbréfið 4.13.

-Þar eð við því höfum þessi fyrirheit, elskuð börn mín, þá hreinsum okkur af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun okkar í guðsótta.  Síðara Korintubréf 7.1.

-Sá sem hlýðir á holla umvöndun mun búa meðal hinna vitru.  Orðskviðirnir 15.31.

-Höldum fast við játningu vonar okkar án þess að hvika því að trúr er sá sem fyrirheitið hefur gefið.  Hebreabréfið 10.23.

-Fyrir þá náð sem mér er gefin segi ég ykkur öllum. Enginn hugsi hærra um sjálfan sig en hugsa ber heldur í réttu hófi, og hver og einn haldi sér við þann mæli trúar sem Guð hefur úthlutað honum.  Rómverjabréfið 12.3.

-Ég skil ekki hvað ég aðhefst. Það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata, það geri ég.  Rómverjabréfið 7.15.

Hvað sjáum við hér.  Vinnu hins kristna og meiri vinnu.  Ritningarstaðirnir vitna um að Guð í fyrsta sæti sé heilmikið starf.  Honum þjónum við fyrst og áður en sæti númer tvö er mögulega kostur.  Ritningin hins vegar segir sjálf að tími sé fyrir allt.  Latt og skipulagslaust fólk hentar trú illa.  Verk er framundan. 

Hugsið ykkur gæðin sem við upplifðum ef og þegar við skiljum hvað átt sé við með Guð í fyrsta sæti.  Verkið krefst skírar hugsunar en verður að öðrum kosti bara en einn frasinn.  Gefur Kristur sjálfur ekki orð inn í akkúrat þetta?:

„Mattuesarguðspjall. 10. 37-42.  Sá sem ann föður eða móður meir en mér er mín ekki verður og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér er mín ekki verður.  Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér er mín ekki verður.  Sá sem ætlar að finna líf sitt týnir því og sá sem týnir lífi sínu mín vegna finnur það.

Sá sem tekur við yður tekur við mér og sá sem tekur við mér tekur við þeim er sendi mig.  Sá sem tekur við spámanni, vegna þess að hann er spámaður, mun fá spámanns laun og sá sem tekur við réttlátum manni, vegna þess að hann er réttlátur, mun fá laun réttláts manns.  Og hver sem gefur einum þessara smælingja svaladrykk vegna þess eins að hann er lærisveinn, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum.“-

Við sjáum að á undan öðru sæti, flestir segja að það sé fjölskyldan, koma allmargar Biblíulegar tilvitnanir.  Hvernig lýst okkur slíka uppljómun.  Sjáum við blessunina af að breyta með þessum hætti?  Er ekki viss en veit vissu mína um að frasaguðfræði hafi byrgt margri manneskju rétta sýn.  Sekur, saklaus?  Ekki er mitt að dæma.

 

 

 

 

1 júní 2022 (b)

Hugsið ykkur vöntunina í dag með alla þessa túrista í landinu að biðja um afþreyingu.  Ekki eru allir hingað komnir til að kneyfa ölið og borða veislumat og láta nægja.  Margir vildu alveg getað kynnt sér atvinnusögu, segjum reykvíkinga, meðfram öllu hinu.  Held að fleiri en okkur grunar gætu vel hugsað sér að nýta ferðina í einnig þetta. 

Tel að flestir sem hingað komi séu hér aðeins í eitt skipti.  Og nú móðgaðist einhver.  Allt nefnilega er best á Íslandi, og þau ósköp öll.  Samt er það svo að Ísland er með allra dýrustu löndum sem menn sækja.  Þessu verður seint breytt.  En þeir státa af bestu ökumönnunum og þeim hreinu öfugmælum.  Margur íslenskur ökumaðurinn hefur aldrei kunnað að aka bíl.  Stórsvig hvort sem er upp eða niður brekku er enn í gildi hvort sem umferð er þung eða létt á götum.  Góða umferðarmenningu kunna hins vegar Enskir og kynntist ég þessu er ég var staddur í Liverpool og fannst nokkuð til um og gleymi ekki. 

Albert Dock í Liverpool á Englandi er þekkt svæði.  Þar eitt sinn var höfn sem skip lágu við og fengu þjónustu í og nýjan varning um borð.  Liverpool var um tíma, lengi vel, stærsta umskipunarhöfn Evrópu en missti stað sinn vegna tíðra verkfalla verkamanna sem útgerðir nágrannalanda gáfust upp á og völdu Rotterdam í Hollandi í stað Liverpool, sem sagaði sig í sjó.  

Á Albert Dock, hún bar sama nafn á meðan öll hafnarumsvifin giltu í borginni, eru mikil Pakkhús á heimsminjaskrá UNESCKO.  Hafnarsvæðið Albert Dock var allt fyllt upp og ráð borgaryfirvalda og ákvörðun að nýta svæðið fyrir annarskonar starfsemi og koma þar fyrir söfnum og nýta undir allskonar tengda starfsemi.  Eins og tónleika, hótel- og veitingarstaði.  Líkleg færi ég þangað á hótel eigi leið mín aftur eftir að liggja til Liverpoolborgar.  Hugsanlegt.

Að fylla svæðið jarðefnum til bygginga og búa þar til sýningarsvæði er mikil framkvæmd sem ráðist var og verki lokið.  Í dag koma menn til Albert Dock og skoða part sögu Bretlands.

Hvert sinn sem ég kom þangað, var þar í febrúar 2018, var gríðarmargt fólk á Albert Dock að gera sama og ég.  Þaðan voru einnig allskonar rútuferðir sem óku með farþega um þessa gamalgrónu Ensku borg með leiðsögumann sem sagði farþegum söguna og gerði ferðina eftirminnilegri en ella.  Þar er og önnur rútuútgerð að nafni Macical Mystures Tours.  Hún einblínir á sögu The Beatles.  Geta menn keypt sér ferð með rútunni sem ekur með farþega um göturnar sem Bítlarnir höfðust við á og allt þetta Bítladæmi varð til kringum og sumpart þróaðist. Á Albert Dock, þar sem sjálft Bítlasafnið er til húsa, kaupa menn sér miða og skoða safnið.  Miðaverð inn á söfn er hvergi hátt og stærsti útgjaldaliður safnareksturs á herðum hins opinbera.  Á Albert Dock er svolítið meira í boði en bara Bítlasafn og Bítlastyttur.  

Á Íslandi er þessu ekki til að dreifa og flest söfn lítið annað en hörmung og eitthvað sem er í skötulíki og íslendingar einhvervegina aldrei náð neinum sönnum takti við alvöru safnrekstur hjá sér né áttað sig á að safn dregur að og ýmislegt má gera með til útskíringar sögunni.  Hvar til að mynda er skipið sem ferðamenn geta keypt sér far með og fengið siglingu í út á fjörð ásamt að heyra sögu þess og eta soðninguna um borð áður en aftur er komið inn til hafnar?  Hvergi.  Á Íslandi skortir slíka hugsun og gerir íslensk söfn vanburða og safnmunir sem þeim áskotnast eyðileggjast af hreinni vanhirðu og skorts peninga.  Tel fáttítt að söfn sem í dag standi undir nafni teigi sig annað en til ríkisvaldsins eftir fjármunum.  En slíkri hugsun hafa íslendingar aldrei náð.  „Burt með kofadraslið“- segja íslendingarnir og telja afrakstur dagsins.

 

 

 

 

1 júní 2022.

Þegar veðrið fer í meira ham en algegnt er og menn eiga að venjast og eða hitasveifla kemur, er talað um hamfara hlýnum og umræða um rafbíl, reiðhjól, gönguskó og tvo jafnfljóta hefst.  Allar veðurfarsbreytingar sem orðnar eru í veröldinni er mannkyni að kenna og er kennslan sem borinn er fram í dag.  Mín kynslóð ku vera sökudólgurinn að ástandið í dag er eins og það er.  Sé minni kynslóð um að kenna er ljóst að aðrar kynslóðir eru þá stykk frí.  Gott að vera stykk frí.  Er það ekki svolítið svoleiðis að öll eigin ógæfa sé öðrum að kenna?  En af hverju?  Svarið liggur fyrir.  Sumt fólk hefur ekki lengur Guð með inn í myndinni og heldur að kirkjan standi og falli með einstaklingi.  Og þetta segjum við, sum hver, sem aldrei sóttum kirkju né samkomur og gerðum varla á jólum en tölum digurbarkalega um máttlausa kirkju og vont fólk í kirkju sem við í hinu orðinu viðurkennum að þekkja nú ekki mikið til en treystum okkur þó til að leiðbeina hvernig skuli virka og hegða sér.  Er svona góð kennsla?  Fráleitt!  Þetta er vond kennsla og marklaus.

Fari frostið niður fyrir eitthvað tiltekið mark sem við erum ekki vön kemur aftur upp sama.  En nú tala menn um hamfarakólnun sem eina af þessum ógnum sem að okkur steðji með sömu kveiktu hugsuninni um að nú verði menn að gera eitthvað og gera hratt og að ekkert hangs dugi lengur, eigi að takast að bjarga jörðinni.  „Bjarga jörðinni“- er stikkorð.  Og börnin ónáðuð. 

Komi jarðskjálfti verða samstundis viðbrögð á vefmiðlum og er um leið viss hrakfaraspá vegna þess að menn búast áfram við hinu versta og eru stopp þar.  Allt á sama tíma er fært á versta veg vegna þess að ótti er alsráðandi á meðal okkar. 

Skíthræddur Billin, Grillin og Tryllinn eru komnir í samstarf við kall í hvítum slopp með gleraugu sem stundar vísindi og situr í þessum töluðu orðum með sveittan skallann á rannsóknarstofu að upphugsa mikla geimveröld sem svífi um í endalausum geimnum með jarðarbúa innanborðs, gegn vægu gjaldi, þegar jörðin geispar golunni.  Þarna eygja þeir von. 

Guð er ekki með og allur þessi ótti viðblasandi veruleiki.  Menn með þessu vilja hafa vaðið fyrir neðan sig er jörðin endalega gefst upp og hafa gleymt að utan jarðarinnar er engu lífi ætlaður staður.  Vegna Guðleysis og ríkjandi ótta fyllist allt hjá okkur af allskonar pælingum.  Mannkyn ítrekað er matað á hamfaraspám.  Allt gegnsýrist ótta.  

Eftir stendur gorgeirinn og hrokinn með þá yfirlýsingu að hræðast ekkert en er samt nýkominn frá lækni vegna einhverrar innri ólgu sem truflaði en við skoðun reyndist vera loft sem þurfti út og komst út og manneskjan gekk vindlaus og hnarreist til síns heima.  Með gorgeir á sama stað.

Óttinn liggur í leyni og hverfur ekki nema Guðsvitundin vakni.  Gorgeirinn helst kyrr og ber sér á brjóst og gefur út yfirlýsingar.  Hefur þá gleymt að einmitt óttinn rak hann til læknis sem færði honum þá gleðifregn að ástandið væri ekkert alvarlegt. 

Óttinn grípur í.  Allt af Guðleysi í samfélögum manna.  Kirkjan hugleiðir málið í stað þess að stíga fram og uppörva fólk með sannleikanum um að Guð hafa skapað himinn og jörð og muni annast sitt verk.  Að engin sé að fara neitt.  Og fólk sér að ekki er nú vá í hverju horni. 

Munum!  Guð skapari er eigandi hnattarins og við, það er, mennirnir, ráðsmenn hans til að gæta jarðarinnar en gerum ekki vegna syndar sem illu heilli reikaði hingað inn eftir að maður hafði opnað fyrir henni og boðið velkomna en æ síðan nagað handarbök sín.  Allt er við sama. 

 

 

 

 

31 maí 2022.

Margt hefur breyst í áranna rás og það sem eitt sinn var vorboði er það ekki lengur.  Ekki svo að skilja að vorboðinn láti ekki lengur sjá sig en næsta víst að er öðruvísi á litin en var, segjum, fyrir hálfri öld er einn vorboðin ljúfi var ennþá eitt stykki andapar vappandi um á hól og komið með glorsoltna unga í hreiður sem endalaust kalla eftir meira af mat og öll orka andarforeldra fer í að sinna og verða sjálf af glorhungruð og eina leiðin að hverfa burt af læk og hólma og fljúga til hólsins góða þarna við Hellisgötu, gegnt Kaupfélagsbúðinni sem þá er enn starfrækt, og vappa kvakandi við bláenda klettsins með nokkur hús í kring með íbúum í sem allir fengu jafnt tækifæri á að koma og kasta til þeirra brauðbitum.  Sem vanalega einn gerði, eins og stundum er.

Einnig í svona málum giltu aðrir tímar og engin þá með hugsunina uppi um að ljósmyndari birti mynd af einhverjum kalli eða kellingu gefa andapari brauð á hól heima hjá sér til að birta í blaðinu vegna þess að þykja sjálfum verkið engin frétt.  Sem hún auðvitað ekki heldur er og öll hugsun um sérstakan dýrvin ekki ofarlega á blaði á þeim dögum en var vissulega þar innanum.  Eins og á öllum öðrum tímum.  Þá líka vissu menn og gerðu sér grein fyrir að skepna sé ekki manni jafn rétthá en allt sérfræðingatalið á seinni tíma breytti.  Þeir vita víst betur. 

Allt, segja menn, hefur verið eyðilagt.  Bíbí er aftur að komast heim eftir að hafa endurheimt votlendið sem skurðir þvers og kruss um land tók og eyðilögðu og rændu „FRÁ HENNI“- er bændur vildu auka framleiðslu sína til að bæta eigin kjör og fjölskyldu og lokaðir skurðir settu aftur undir vatn til að bíbí okkar fengi sundstaðinn til baka.  Á meðan skurðir þessir voru grafnir kom andaparið mörg vor og fékk sína brauðbita frá manneskju í húsi í kring sem gaf parinu og það gleypti og kvakaði milli kynginga og máski merkti:  „Takk fyrir mig“- á andamáli, sem víst bara endur skilja og alls engin hafnfirðingur. 

Þessu sjón er eftirminnileg frá unglingsárunum í Hafnarfirði.  Mann aldrei eftir þessu andapari nema í stafalogni og góðu veðri.  Væri annað í boði sást það ekki.  Svo ég alltént muni.  En kannski kom það og stoppar stutt.  Vissi að engin hvort eð er mundi nenna að koma til þeirra nokkrum franskbrauðbitum vegna veðurs og því ekki til neins að bíða nema smástund, og drífa sig aftur til lækjarins, hólmans og unganna.  Mögulega kom parið við á fleiri stöðum við hús í bænum.  Þekki ekki hegðun andapara á vordögum en mann vel eftir þessu pari sem árum saman kom til að afla sér fæðu á hólenda gegnt Kaupfélagi í fullum rekstri.  En svo hætti það að koma.  Endur deyja víst líka.  Jarðarförin hlýtur að hafa farið fram og „sniff“- vel viðeigandi.

Margt hefur breyst og margt þá, líkt og í dag, gert til að upplýsa fólk um „eigin góðverk“ og að „slá sig til riddara“- Ganga í augum manneskja.  Vinsældir eru mörgum eftirsóknarverðar.  En hví?  Er ekki betra að bara gyrða sig í brók og vera fólk sem ekki lætur lengur stjórnast af illsku né sjálfdrepandi meðvirkni né er tilbúið í að gera illskuverk til að halda í vináttu, máski ómennis?  Sé eitthvað fallvalt og slakt í heimi hér eru það vinsældir sem eftir er sóst og stuðningur við vondan.  Til hvers?  Þó geisli af í dag að hvað með það?  Lífið er þessu meira.

 

 

 

 

29 maí 2022.

Mikið óráð er að ætla að halda megi flokki frá kjötkötlum og valdataumum hvort sem er í landsstjórn eða sveitarstjórn.  Menn geta reynt og svo sem reyna fram og til baka.  Vinstri menn beita hægri menn allskonar þvingunum, og öfugt.  Allt kemur fyrir ekki og eftir stuttan eða langan tíma eru brottreknir komnir til baka.  Og meira.  Sestir að völdum. 

Stjórnmál eru málið og eitthvað sem hér mun verða og flokkar áfram sinna stjórnmálum og kynna stefnumál sín, til að bæta líf fólks.  Hvernig sem verkið tekst halda grunnstoðir velli og tryggja ákveðna grunþjónustu sem við sækjumst eftir að hafa og lifa við og vera undir og njótum, en kannski ekki alltaf eins og við helst vildum. 

En hvað viljum við og um hvað skulu stjórnmál snúast?  Stór spurning og mikilvæg.  Ef við horfum út í hinn stóra heim að hvað blasir við?  Mikilvægi þess að vera sjálfum sér nógur.  Er það ekki þetta sem blasir við?  Vissulega. 

Tel ég að þjóðir standi frami fyrir spurningunni um sjálfsnægtabúskap og að rækta og framleiða sjálfar handa þjóðum sínum næg matvæli vegna ægiástandsins.  Þær hafa um of hengt sig á segjum, kornframleiðslu Úkraínumanna sem Rússar í dag hafa lokað á útflutning á.  Bannið setur fjölda þjóða í uppnám sem horfa fram á matarskort heimafyrir vegna þess að treysta blint á þessi aðföng sem nú hefur verið lokað á vegna á sínum tíma eigin vals um að fara í þessa átt með þjóð sína til eigin fæðuöflunar en er, virðist vera, hrein skammsýni.  Hvar í þessum töluðu orðum er þetta öryggi landa sem í hlut eiga?  Bendið mér á.  Það sem ég sé eru verk að miklu leiti fokin út um gluggann. 

Sjáum við ekki mikilvægi þess að spóla smá til baka og horfa eilítið oftar í eigin gaupnir og spyrja hvernig við getum sjálf framleitt fæðuforða landsins og haldið í grunnstoðir þjóðarinnar hvernig sem ástand mála í kring séu.  Og er það ekki eitt af þessu sem við sem þjóð og leiðtogar vorir ættu að gera og hafa í forgrunni stjórnmálastefna?  Ekki svo að skilja að þetta sé ekki gert en menn ræða lítt og ekki.

Tel að Ísland sé Guðsblessað land og fullt veggja á milli af mat og ávöxtum og öðrum nauðþurftum  og að þar sé gnægð og að  aðgát þurfi. 

Einnig getum við þakkað forverum stjórnmála íslendinga sem völdu að styðja við bak íslensks landbúnaður sem hraðbyri, um tíma alltént, stefndi í að verða lagður niður og innflutningur búvara ætlað að leysa íslenska búvöruframleiðendann af.  Af þessu varð ekki en samt reynt.  

Hver í dag sér ekki hvað sé í pípunum og að útlitið fyrir sumar þjóðir sé grafalvarlegt?  Við verðum að vera sjálfum okkur nóg sem þjóð er kemur að hverri grunnstoð og gæta þess að hringurinn utan um þær sé lokaður. 

Og hvað er inn í hringnum?  Hvað annað en rafmagnið, fiskurinn, mjólkin, kjötið, ávextirnir og grænmetið, kjúklingarnir, svínakjötið, egg og hrossaket.  Samgöngur, land og landnytjar til að fóðra bústofninn sem gerir okkur kleyft að vera áfram uppsprettar manneskjur í landi sem fæddi okkur.  g fæðir.  Líka þó blessunin hún BíBí þurfi að hörfa fyrir ræktanlegu landi og að gjöra svo vel að lúffa, séu slíkar aðstæður uppi.  Blikur eru á lofti um allskonar í dag þrátt fyrir hellings varnaraðgerðir sem gerðar eru en óvíst að muni virka.  Er það ekki annars rétt?

 

 

 

 

27 maí 2022.

Vilji Guðs!  Mögnuð hugsun.  Vilji Guðs er hvetjandi, áhugaverður, gefandi.  Vilji Guðs í lífi trúaðs einstaklings er lykilatriði á göngunni með Guði.  Vilji Guðs segir og birtir hvað hann aðhafist í þessum tíma.  Er sífellt ferskur og nýr.  Gærdagurinn er liðin og ekki til í vilja Guðs en lifir oft, of oft, góðu lífi í hugskoti fólks, sem er annað mál. 

Guð er ekki Guð fortíðar og eða þess sem var heldur dagsins í dag og framtíðar.  Hann er ekki Guð dauðra hluta né verka heldur Guð fólks sem trúir og lifir í dag gerandi vilja Guðs núna.  Guð er ekki Guð fólks sem sífellt horfir um öxl, sér og harmar hlutskipti sitt og gyllir margt sem var en er ekki lengur og vill fá aftur yfir til sín en getur ekki.  Guð sér ekki eftir neinu og skín í dag af vilja hans af verkunum.  Vilji menn horfa um öxl og harma og gráta yfir því sem farið sé má það.  En vita skaltu að Guð er ekkert þar.  Að allt það fari sem á, er ekki málið.  

Allt sem Guð sjálfur leggur niður hefur hann engan vilja til að reisa á ný við.  Hvert okkar getur unnið til baka sem Guð segir um:  „Nei?  Svarið þessu.  Sé horfið verk vilji Guðs að hver hefði stoppað slíkt?  Vilji Guðs ræður.  Ofurtrú kannski sér annað, en ofurtrú er gabb.  Að vilja endurvekja aflagt, grafið og dautt, mögulega til, en einvörðungu hjá fólki jafn slöppu mér með engri stoð undir sínu sem tengir sig lífinu.  Það sem er dautt og legið árum saman í gröfinni skal haft þar áfram.  Enda dautt.  Nær væri að spyrja sig spurningarinnar hví þetta og eða hitt var sett af.  Ástæða er fyrir öllu, og svo sem óþarfi að rifja neitt slíkt upp.  Sumir vita hina réttu sögu.

Annað mikilvægt!  Leyfum fyrra að yfirgefi okkur og hverfa, úr einkum hugskotinu.  Standi engin vilji til þess erum við að segja:  „Ég vill áfram vera með fóður hjá mér sem fóðrar gremju mína, fóðrar svekkelsi mitt, fóðrar sorg mína, fóðrar meðvirkni mína.  Allt virkjað af hugsuninni um að það sem lagt var niður fái endurvakningu.  Hjá þá hverjum?  Guði sem lagði starf niður?  Líklegt niðurstaða, eða hitt þó heldur?  Sá ein/n veit svarið sem Guð minn þekkir.  Mér getur fundist eitt og fundist annað.  En sé ég Guð að störfum?  Þarf ekki að vera en sé svo að þá hef ég hugarró til framtíðar litið og fulla sátt við mig sjálfan.  Til hvers annars ölum við og fóðrum vora eigin trú?  Og hvað segir trúin við mig:  „Konráð.  Guð endurvekur ekki á nýjan leik neitt sem hann áður hefur sett útfyrir girðingu sína og gerir nýtt og starfar með nýju. “

Minn Guð sem ég þekki og ég hef þjónað og starfað með frá árinu 1989 vinnur svona.  Veit ég vel að fólk hefur milljón og eina skoðun á allskonar verkum.  Líka verkum sem Guð vinnur.  Þó fólk hafi skoðun og segi sína skoðun gerir það eitt og sér engan að neinum guði.  Eða er það?:

„Jóhannesarguðspjall.  3 16-17.  16 Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.  17 Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.  (Fram kemur orðið „Einkasonur.“- Mér falla betur orðin „Eingetin sonur“- í stað „Einkasonur“ þó seinna orðið strangt til tekið gangi.  Geri engan annan ágreining við framsetninguna.  Enda bara skoðun á móti skoðun.)

Munum!  Vilji Guðs gildir.  Vilji menn endurvekja eitthvað sem Guð hefur lagt blátt bann við rembast þeir við staur eins og rjúpa.  Og hvað gerist?  Fólk þreytist og hefur ekki árangur sem erfiði.  Og starf missir sitt besta fólk frá sér.  Förum léttari leið.  Sækjum árangur.  Munum að allt sem sett var af verður áfram afsett og nýtt framundan sem tekur við.  Hvað viljum við?  Gamalt eða nýtt og ferskt?  Veljum vilja Guðs.  Og ferskur glæsleiki hans dregur sjálfan sig upp yfir okkur.  Elskum Krist og ljáum máls á vilja hans.  Förum varlega.  Það ættum við að hafa lært. 

 

 

 

 

25 maí 2022.

Sagt er að menn reyni hvaða þeir geti til að halda Sjálfstæðisflokknum utan valda.  Þvættingur.  Verð ég nú bara að segja.  Og hvernig hyggjast þeir gera verkið og hvaða leið stendur þeim opinn?  Engin, minn kæri.  Menn eru ekki strengjabrúður afla sem engin veit hver séu en lengi verið talað með þessum hætti sem afl sem raunverulega ráði hér öllu og sé algerlega ósýnilegt.  Engeyjarætt og það allt.  Rekst hér hver í annars horn?

Hið ríkjandi og ráðandi afl eru þessir ágætu stjórnmálaflokkar sem að vísu eru skipaðir fólki líku þér og mér.  Meinbugur auðvitað en það sem er.  Allt vel meinandi fólk og einstaklingar sem stíga fram og gefa þjóð sinni eigin starfkraft.  Það eru stjórnmálin sem hafa vald sem til þarf í breytingar.  Ekki „Herra Spottakippir.“- Stjórnarskráin er til að vernda starfsemi stjórnmála- og um leið þegna landsins.  Allir vita að stjórnmál fara að mestu leiti fram inn í stjórnmálaflokkum.  Heitir líka Lýðræði í verki.  „Herra Spottakippir“ er síðari tíma uppfinning.  Hverra, bara veit það ekki.  Efans líklega og meðfæddrar tortryggni, giska ég á. 

Sagan um að „ Herra Spottakippir“ leynist baka til og sé raunverulega aðilinn sem stjórni, stýri og ráði er lífseig en hvergi nærri neinum raunveruleika.  Hinu er þó ekki að leyna að stjórnmálaflokkar séu skipaðir þverskurði þjóðar hvers tíma og allir vita að oft er erfitt með allar sættir inn í stjórnmálaflokki.  Enda þverskurður íslensks fólks.  „Herra Spottakippir“- kom þar hvergi nærri.  Enda ekki til.  Nema vorum eigin haus, sem er alveg nógu slæmt. 

Hver til að mynda trúir að ritstjóri fréttamiðils og eða manneskja sem gegni stöðu fréttastjóra taki við skipunum frá ósýnilegum „Herra Spottakippi“- eða eigenda fréttamiðils sem sjálfur sá að þyrfti að ráða til sín færan fréttastjóra til að stýra, leiða og stjórna fréttaflutningi fréttamiðils síns til að þurfa ekki sjálfir að standa í akkúrat þessu, sem hann hefur kannski ekki mikið vit á.  Að eiga fréttamiðil er eitt og annað að vera með fólk þar sem þekki til fjölmiðla og engir í leynum sem stjórna, slái á fingur og skipi fréttamiðli að umorða frétt eða taka út frétt sem aflað var og að „Herra Spottakippir“- ráði einn ferð.  Kjaftæði er þetta.  Væri svo væru eigendur fréttamiðils algerlega að misskilja eigin vettvang sem þeir þó sjálfir völdu að stefna á og gerðu að veruleika sínum.  Ósýnilegi „Herra Spottakippir“ er ekki að verki frekar en áður.  Enda hrein blekking.  Þó margir tali á slíkum nótum er það bara engin tær sannleikur.  Hver veit ekki þetta? 

Fréttamiðil krefst fólks með lærða reynslu.  Alltaf eru áhöld um hvað skuli birt og hvað viðeigandi.  Og annað áhugavert: „Herra Spottakippir“ gæti ekki til lengdar starfað.  Ofan af honum yrði fyrr en seinna flett.  Fréttir þarf að vanda en eru samt sumar afskaplega óvandaðar rétt er það sem tíðarandi dagsins útskírir.  Vináttan beið nefnilega hnekki og siðferði fór halloka í öllum hinum vestærna heimi og er vandi sem við er að eiga og heimska að ætla að séu ekki í stjórnmalalflokkunum sem eins og fyrr segir er þverskurður þjóða.  Stjórnmálaflokkar í þessu ljósi sjá allir að eru algerlega einfærir um alla úlfúð og án nokkra inngripa „Herra Spottakipps.“

Einnig getur verið sárt fyrir ráðherra í starfandi ríkisstjórn að fá ekki samþykkt lög á hinu háa Alþingi íslendinga sem byggi til þjóðgarð fyrir austan eftir mikla vinnu sem lögð var í verkið og fullgert hefði lokað á alla frekari virkjanir á svæðinu og hefna sín á eftir með þeim hætti að gera tilraun til að stöðva ólöglega komið flóttafólk til landsins í að verða flutt þangað sem það kom.  Við þurfum ekki að benda á utankomandi öfl.  Ljóst er að allt býr þetta fyrir innan.  Að endingu:  Sjálfstæðisflokki verður ekki haldið utan valda í þessu landi en hægt að viðurkenna að landslag hafi breyst.  En stjórnmál eru víst verk djöfulsins.  En rokkið er það líka.  Hvar skal lenda? 

 

 

 

 

 

24 maí 2022 (b)

Þetta með neyð og hörmungar sem fréttirnar eiga mestan „heiður af“- að þjóðirnar hafi spurnir af og einnig espað fátækari ríki veraldar upp sem sjá auglýsingarnar og lesa fréttirnar og skoða myndirnar og mynda sér skoðun á og gína við dýrð hyllinganna án þess kannski að spyrja sig spurningarinnar hver þáttur fjölmiðla sé í að fólk drífi sig til þessara svokölluðu velmegunarlanda til að eignast sjálft þennan vestrænan lífsstíl til tekjuöflunar og geri þrátt fyrir að lifa þannig séð við ekkert harðræði sjálft heimafyrir af yfirvalda hálfu en kaupgetan kannski rýr af afrakstri launanna og margfalt minni en gerist vestra og að þetta sé hinn raunverulegi drifkraftur sem komi mestu róti á hugsanir manneskja og fái til að færa sig um set með öllu því róti sem búferlaflutningum fylgir og sér í hendi að eftir nokkra ára starf komi það heim með peninga og næga upphæð til að staðgreiða draumahús? 

Er þetta ekki akkúrat það sem er í gangi í galopnum heimi sem heldur betur er farin að horfa öðrum augum á sumt eftir öll lætin í Rússum og æsinga Úkraínumanna sem skirrast ekki við að gefa út skipanir til þjóða um hvað þær skuli gera.  Er þetta allt ekki svolítið farið að láta undan síga.  Á við allt velmegunarkjaftæðið og fundna fé komist menn bara til vestrænna kjötkatla og heims fullum á barma af eftirsóknarverðum gæðum sem allar myndir eru um og allt léttklædda fólkið sýnir sitjandi við borð hlaðið kjöti og kjötréttum og öllu meðlæti með fæðunni til að hún sé fullkominn og öðru fólki að baða sig í vatni, í sjó eða sólskini með pening sér við hlið sem tíndir eru af trjánum og allt hjá er svo leikandi létt?  Þar sem engin gerir neitt og vélar vinni störfin.  Sandur af seðlum.  Fátækur horfir þangað og er engum nein ný frétt.

Tel að þetta sé myndin sem margir eigi sér og fái upp og þrái að komast til og mætir í einn daginn og sumir með ólöglegum hætti með þeim sem flúðu stríðsátök með heimild til að vera hér ein en einhverjir smeygðu sér framhjá og eru með í pakkanum, megi svo að orði komast.  Fullyrði að ekki séu allir sem hér eru komnir beint úr hörmungum heldur búi frekar við kaup sem varla dugir þeim til framfærslu þó vinnudagur sé langur með ekkert hjá sér heima sem vestræn ríki baði sig daglega í og fólk þetta sér í snjallsíma sínum á Netinu og horfir af þessu og á raunverulegar aðstæður sínar, sem öll er merkt fátækt.  Fólkið er ekki allt komið beint úr stríði né blóðsúthellingum heldur slöku kaupi, sem er hin hlið peningsins og ekki sami hlutur.

Munum að fyrir rúmum eitt hundrað árum bjó landinn almennt við þær aðstæður að þykja full ástæða til að beygja sig eftir snærispotta á leið sinni og eða spýtukubb veltandi um í fjöruborði.  Hvort kubburinn var notaður til eldiviðar, endurnýjunar gluggapósts í stað gegnumfúins pósts, eða frúin fékk kerruna sem losaði hana sjálfa undan burðinum með óhreint tau til þvottalauganna í Laugardal, skal ósagt um. 

Ísland á árum áður er frumstætt land og íbúar flestir bláfátækt fólk sem spurningin oft var hjá hvort til væri til hnífsins og skeiðarinnar.  Þeir voru án sumra þæginda sem víða var til í ríkjum Evrópu.  Þá, eins gert er í dag, horfðu íslendingar til fjarlægra landa til að afla sér aukinna tekna.  Mest þó í gegnum lærdóminn ytra sem gæfi þeim að lokum prófskírteini sem opnaði leið að hálaunuðu starfi heima.  Akkilesarhælinn er að ekki var öllum boðið að borði menntunar.  Menntun bauð stöðu lögfræðingsins, stöðu læknisins, stöðu bankastjórans, og ýmsar aðrar stöður.  Og hver er munur á þessari hugsun og hinni hugsuninni um að koma til lands, fá vinnu þar og þiggja í staðin margföld laun á við það sem mögulegt er í heimalandinu og koma heim með fullar hendur fjár?  Í grunnin er sama hugsun í gangi og gildir hjá fólki dagsins sem kemur til að vinna og þiggur af margföld laun á við þau sem gilda í heimalandinu.  Ekkert hefur breyst.

 

 

 

 

24 maí 2022.

Öll ríki eru opin fyrir að þangað komi fólk annaðhvort undan ofsóknum í einhverri mynd heima fyrir, fólki að flýja fátækt og eða atvinnuleysi eða beinlínis fer á milli staða vegna þess að langa sjálft til að prufa nýtt land til að búa í.  Þetta kerfi gilti líka tæki ég mig til og ákveði að flytja til nýs lands, sem svo sem er ekkert í deiglunni.  Allavega ekki í dag, hvað sem morgundagurinn ber með sér og því líklegt að íslendingar munu áfram fá að sjá mitt fallega andlit sér til gleði og ánægju en breytti ekki hinu vildi ég færa mig um set og yfir til annars lands utan föðurlands vors að slík val lyti gildandi kerfi sem ég yrði að sækja um hjá.  Skilst að norðurlöndin séu með það kerfi sín á milli að vera með uppundir opið hjá sér hvað flutning annarra norðurlandabúa áhrærir en samt háð þeim skilyrðum að menn, eftir vissa mánuði, þurfa frá að hverfa og koma þá aftur, eftir eitthvað þrjá mánuði.  Allir sem vilja geta lagt inn umsókn og gerst ríkisborgari sem nokkurn tíma, ár, tekur þau að afgreiða.  Hygg að flestir Norðurlandabúar séu samþykktir á hinum norðurlöndunum og þeir séu ekki margir sem uppskeri synjun né verði fullgildir þegnar og komnir með sömu réttindi eins um innfætt fólk sé að ræða og gangi þar með inn í tryggingakerfi svo gott að unun er að lifa við.  Kannski að fullur á flugvelli með læti fái ekki fullgildan passa.  Nema fyrst fara í meðferð.  Alltaf er til leið út. 

Geri fólk verkin löglega er allt í friði og engin hætta á að við kveði bank á hurð og frami sé fallegir, sterklegir lögreglumenn með váfregn með sér um að nú verði fólkið að yfirgefa landið.  

Að ráða ólöglega komið fólk til starfa hjá sér vekur upp margar spurningar, eins og tryggingaþáttinn og hvernig sé vinnandi vegur hjá manneskju sem hvergi er skráð að tryggja hana og hvað gerist beri að slys sem aldrei gerir nokkurt boð á undan sér?  Liggur ekki fyrir að vinnuveitandi þurfi sjálfur að bera kostnað slíks óhapps?  Í minni bók jú.  Sjáum við ekki hversu rosalega varasöm slík leið er fólki og hurðarásina sem það sjálft reisir sér og að slíkt mun aldrei ganga nema þá um skamman tíma en valda fólkinu ítrekuðum kvíða sem það muni ekki geta vikið sér undan vegna þess að í grunnin að hafa framið rangt verk.  Að lifa í voninni er ekki það sama. 

„Mannvonska er þetta“- segir meðvirknin.  Ekki mannvonska heldur orð manns sem veit gildi reglu.  Einstaklingur upp staðið mun skilja árangurinn, sjálfur komin með pappíra í hendur sem opnar leið.  Við getum ekki farið leiðina að umbuna fólki sem sjálft velur að smokra sér undir eða fara yfir girðingu í skjóli nætur sem leið fyrir sig inn í hvort sem er þetta land eða önnur lönd.  Vænsta fólk margt hvert en algerlega ófær leið fyrir það að gera með þessum hætti.  Ráðherra sem samvisku sinnar vegna getur ekki stutt við bak ólöglegs innflytjanda er ekki vondi kallinn.  Með smá pælingu sést þetta. 

Í dag er lögleysi sem upp kemst um afgreitt fyrir dómstólum sem lögum samkvæmd afgreiða málið.  Brottvísun er mögulega niðurstaðan sem allir sem koma ólöglega búast við og vita af.  Stressandi aðstæður sem engin þurfti að setja sig í.  Sumt af þessu fólki er vænsta fólk og mun heldur ekki með neinum hætti valda usla né vinna spjöll af neinni sort heldur en er samt hingað komið ólöglega.  Og það segir alla söguna og sá einni hængur á að hafa ekki leitaði réttra leiða áður en komið var og valdi fyrir sig að klifra yfir girðingu í skjóli myrkurs en gat mögulega gengið hnarreist gegnum opið hlið með undir höndum pappíra sem ætlast er til að viðkomandi hafi með réttum stimplum á og undirskriftum og rétti fram við komu og er leiðinn sem öllu fólki er boðið að fara sem vil sækja um vist, á til að mynd Íslandi.  Við getum ekki farið nema leið laganna.  Jafnvel þó hrópin séu hávær og meðvirknin ægileg, sem vont fólk er að nota. 

 

 

 

 

17 maí 2022.

Lífið er stórkostlegt en fátt því óútreiknalegra.  Menn streða, eignast eitt og svo annað, hafa fyrir hlutum, missa eignir og jafnvel vini, eru með reglulegu millibili afvelta af áhyggjum, af vonbrigðum, af svekkelsi en vakna samt inn í hvern nýja dag af öðrum sem þeir ganga geispandi inn í og ekki eigandi von á neinu sérstöku.  Ofaní allt gera þeir dag sinn svolítið grámyglaðan og ganga meira og minna með grámygluna með sér í gegnum alla sína ævi.  Sumir sem eignuðust og byggðu og misstu.  Sumir kenna öðrum um.  Aðrir taka missinum viskulegra:  „Svona fór það.“

Engum er hlíft.  Allir glíma og uppskera eins og sáð er.  Hvert afmælið rekur annað.  Á meðan barnið lék í okkur hlökkuðum við til að verða fimm ára og sögðum með stolti að við værum orðin fimm ára og fengum hól frá fullorðnum sem sögðu hversu dugleg við værum og orðnir voða stórir strákar og eða stelpur.  Við reigðum okkur.  Hreint að rifna af stolti.

Þegar við svo verðum 68 ára og spurð um aldur tuldrum við hann ofan í bringuna að spyrjandi segir:  „Afsakið!  Ég heyrði ekki svarið“- og spyr aftur og fær enn á ný svar talað niður í bringu og spyrill ber fram sömu spurningu þriðja sinni.  Er þá nóg komið og framan í spyril hreytt og hann heyrir töluna 68 hátt og greinilega í sín eyru og fær hvísl frá maka manneskjunnar um að svona spurning sé ókurteisi og dónaskapur við fólk. 

Árin frá núlli til 68 aldursárs hafa verið merkt með svita, tárum, erfileikum allskonar, ósætti í fjölskyldu, hjónaskilnaði, máski fleiri en einum, börnum sem við göngum í föður eða móður stað og líklega heyrum ekki, búum ekki lengur inn á heimilinu, er drengurinn okkar sem við erum réttir feður að, segir við vin sinn að hann voni að mamma sín losi sig fljótt og hratt við nýja kallin sinn.  Og er vinur hans spyr hví, berst svar um hæl:  „Þá fæ ég aftur tölvuna mína sem nýi pabbinn tók traustataki og notar eins um eigin tölvu sé að ræða.“- Stráksi missti eigið leiktæki í hendurnar á nýja pabba sínum og hann því byrjaður að telja niður daganna uns nýi kall mömmu sinnar hverfur út um útidyrnar hinsta sinn.

Allskonar gengur á og grámyglan merkir of margt á lífsgöngunni af röð vonbrigða, röð mistaka, röð væntinga sem ekki stigu fram.  Allt fer nú að smyrjast efa í bland við tortryggni en við samt enn á göngunni um lífið sem gerir okkur hokna af reynslu og skilningi sem barnæskan sá ekki með neinum hætti og ekki einu sinni glitta lítillega í og við flest alls óundirbúin að takast á við mest af þessu lífi sem mætti okkur en urðum að gjöra svo vel að gera og urðum af hokin reynslu.

Við göngum framhjá kirkjugarðinum og sjáum flötinn sem fólki er markaður og spyrjum okkur máski þar til hvers allt þetta erfiði sé og til hvers allar þessar áhyggjur leiddu og baslið er ljóst er að sporinn gegnum lífsins öldudal taka enda.  Lífið er til að njóta en ekki afla sér sem mestra tekna né standa í slagsmálum og erjum við allt og alla í kring.  Og hvað segir ekki Orðið?

„Predikarinn 9.  9Njóttu lífsins með konunni, sem þú elskar, alla daga þíns fánýta lífs, sem hann hefur gefið þér undir sólinni, alla þína fánýtu daga því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú færð fyrir strit þitt sem þú streitist við undir sólinni.

10Allt sem hönd þín megnar að gera með kröftum þínum, gerðu það, því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“-

Lærum að lifa og að hverfa til leiðsagnar upprisins Jesús.

 

 

 

 

16 maí 2022 (b)

Merkilegt með íslensku kjölfestuflokkanna eins og Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og fjórflokkinn sjálfan Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Vinstri Græna framboðið og Samfylkinguna, gamla Krataflokkinn, að allt er þetta kyrrt á sínum stað en sumt fengið mismargar nafnabreytingar þar sem ekkert nema sjálf nafnabreytingin gerðist. 

Margt stjórnmálaflið hefur orðið til út frá þessum fjórum grunnleggjum sem teygja anga sína til hugsunar einhvers leggs fjórflokksins.  Framboð sem koma, oft kölluð klofningsframboð, hafa sum skorað hátt í kosningum en öll samt horfið ofan í duftið og eftir orðið þessir fjórir kjölfestuflokkar íslenskrar pólitíkur sem við vitum hverjir eru og búa sameiginlega til merkilegan fjórflokk:  Þeir eru allir eins“- segja menn.  Rangt.  Flokkarnir eru mjög ólíkir.

Hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur hafa breytt nafni frá stofndegi né lagst svo lágt að hverfa frá eigin uppruna né í neinu afneitað fortíð sinni eins og oft er með svona framboð og einnig þau sem horfin eru af sviðinu en birst aftur en nú undir nýju nafni en stefnan í grunninn sama sem var þá ekkert að ganga og mun heldur ekki ganga þó undir nýju nafni sé.  Menn þurfa ekki nýtt nafn á flokk heldur umhverfingu hugans, þar sem breytingarnar gerast.

Hví vilja menn setja á aflóga og steingelt verk annað nafn nema trúa að geldingin hverfi af með þessu móti og getnaður eigi sér stað sem fæði fram fegurð sem hugurinn þráir heitt að sjá gerast en getur ekki gerst vegna þess að efnið sem átti á ná fram fæðingu er jafn steingelt og áður hefur verið.  Gamla stefnan hefur margsinnis opinberað þetta en menn áfram valið að lemja hausnum við steininn. 

Bjartsýni er kostur sem þarf að gæta sín á að umhverfist ekki í andhverfu.  Líf eitt getur fætt af sér meira líf.  Í dauðri stefnu er einskis að vænta.  Og af hverju?  Skilyrði til lífs skortir og ekki nóg að vona heitt og innilega með eitthvað steindautt með sér sem getur ekkert nema verið áfram jafn steindautt.  Efnin sem eiga að kveikja líf eru ekki að virka og umræðan sem af þessu kviknar jafn aflóga og fyrrum og mun ekki lukkast núna vegna þess að hafa ekkert það í sér sem gengur.  Það sem er aflóga er og verður áfram aflóga.  Og í hvað viljum við nota aflóga. 

Skoðum sögu Kommúnista og birtum á eftir fegurð stefnunnar.  Það getum við ekki því hana er ekki að finna frekar en úr öðru dauðu sæði.  Vinstri stefnan hvar í veröld sem er dregur til sín næringu úr þessari átt.  Og vegna þess að næringin er ófrjó sést ekkert nema máttleysi, hik, vandræðagangur samanvið ótta.  Allt til í fjórflokknum.  Nafnabreyting breyta engu um að fjórflokkurinn geymir miðju, hægri og vinstri stjórnmál.  Þetta býr allt í honum.  Hugsjón fjórflokksins er grunur alls þessa sem nú er í stjórnmálum íslendinga.  Stjórnmál heimsins samanstanda af aðeins þrem liðum.  Lýðræði, Miðjustjórnmálum og einræði. 

Sumt úr þessum legg hefur í gegnum tíð og tíma eignast ýmis nöfn, eins „Vinstri menn“ og eða „Vinstra afl“- Verkalýðshreyfingin teygir sig yfir til vinstri partsins og þetta vita menn.  Fái hann bara nóg fylgi stígur einræðið fram.  Þar sem er einræði mun engin almennileg umræða fara fram um ein og önnur lög heldur vera ákveðin af einræðinu sjálfu.  Og bastarður verður til.  Sjáið ágætan herra Pútín.  Hann árum saman hefur verið sjálfkjörinn í æðsta embætti Rússlands.  Hvar er umræðan um málið og hvar atkvæðagreiðslan?  Hún er hvergi.  Þarna horfum við á einræði með beinum hætti.  Allt með næringu úr einum parti heimsins fjórflokki.  Gangur Framsóknarflokksins er stórmerkilegur.  Hann er myndin af að fólki, obbi þjóðarinnar, fellur betur mögnuð reynsla en hálfkveðin og illa ort vísan.  Festa byggð á reynslu er það sem fólk vill. 

 

 

 

 

 

 

16 maí 2022.

1989 verða Kanadamenn fyrir alvarlegri reynslu er í ljós kom að þorskstofn þeirra sé hruninn.  Að neyðast til að draga verulega úr ásókn í lykilstofn fiskveiða er engum neitt létt verk og ekki heldur Kanadamönnum frekar en íslendingum.  Fleiri þjóðir búa við sama kost hjá sér að stóla talsvert á eigin fiskistofna.  Allir sjá að grafalvarlegt mál er komið upp hjá útgerðum sem gera út fiskiskip sem beita skal á Kanadíska þorskstofninn.  Gert var ráð fyrir að veiðar úr stofninum árið 1989 yrðu helmingi minni en árið 1988 er Kanadamenn veiða 266 þúsund tonn en samkvæmt þessu yrðu ekki nema 133, 000 tonn og vart mikið meira en bara soðning til eigin nota árið 1989.  Á mörgum stöðum Kanada riðar á þessum árum margt til falls. 

Ekki gott og engum útgerðarmanni nein kjörstaða að vera í með kannski allt hjá sér skuldsett upp í topp, eins og stundum er hjá þessum útgerðarfyrirtækjum og íslenskar útgerðir þekkja vel, þekktu vel, eru líklega réttari orð, í eigin ranni þó svolítið annað landslag blasi við mörgum af þeim nú um stundir og er afskaplega merkilegt að skuli hafa gerst þó enn sé höggvið í og nú vegna velgengni íslenskra útgerða.  Önnur eins umskipti og þau sem urðu í íslenska sjávarútvegnum og í útgerð fiskskipa eru vandfundin.  Heyrist enda ekki lengur orð um útgerð við gjaldþrotsins dyr sem bíður nauðungaruppboðs og höggs uppboðshamars sem glaðhlakkalegur uppborðshaldari þyrstir eftir að hefja til lofts og lemja í mótstykkið á borðinu fyrir framan sig.

Á þessum árum eru mörgum kanadískum skuttogurum í Kanada lagt.  Reynt er að selja skipin úr landi.  Komu einhverjir Kanadískir togarar á þessu árabili til Íslands en fengu flest ekki skráningu vegna þess að vera of gömul og höfðu því engar aflaheimildir í íslenskri landhelgi, helt ég geti fullyrt.  Eru skipin enda 20 ára gömul, og sum eldri.  Voru eigendur með úthafið í huga. 

Tveir Kanadískir togarar komu til Vopnafjarðar í mars 1994 og fengu nöfnin Hágangur 1 og Hágangur 2.  Nöfn skipanna eru dregin af fjöllum ofan Sandvíkurheiðarinnar á milli Bakkafjarðar og Vopnafjarðar.  Skipin eru um 800 tonna stór samkvæmt nýrri mælingu sem þá er komin en hefðu samkvæmt gömlu mælingunni verið 500 tonn.  Þau voru útbúinn til saltfiskvinnslu um borð.  Hágangarnar, voru þeir ekki annars kallaðir það? voru lengdir og endurbættir í Slippstöðinni á Akureyri árið 1986.  Norðlenska skipasmiðastöðin fékk nokkra Kanadíska togara til sín á þessu árabili.  Mann vel eftir Hágöngunum í höfn á Reiðarfirði frekar en Eskifirði og ekki annað að sjá en að búið væri að leggja þeim á þessum tíma.

Á þessum árum andar nokkuð köldu milli íslenskra sjómanna og norskra sem voru lítt hrifnir af veiðum íslendinganna á þeirra hafsvæði og voru Hágangarnir flokkaðir með íslenskum veiðiskipum.  Eitt sinn er Hágangur 1 kom til hafnar í Harstad í Noregi voru mættir á bryggjuna Norskir Sjómannafélagsmenn sem hvöttu sitt fólk til að sinn ekki þessu íslenska skipi sem þar var statt vegna einhverrar bilaunnar á vélbúnaði um borð.  Hafði það áður verið að veiðum á slóðum sem Norðmenn telja sitt yfirráðasvæði en ekki allir á eitt sáttir í málinu.  Veit ekki stöðu mála þarna á svæðinu í dag.

Ástæða þessara skrifa er í grunninn forvitni á að vita hver staða Kanadísku útgerðanna er í dag á svæðum sem fóru hvað verst út úr öllum þessum niðurskurði þorskveiða í kringum1990.  Minnist þess ekki að hafa fengið miklar fréttir af þeim málum en reikna með að úr hafi ræst, eins og alltaf áður hjá okkur fólkinu.  Væri gaman að fá fregnir þaðan.  Svona til að svala vorri ekta Gaflara- forvitni, þó ekki væri annað.  Er ekki sagan og sögugrúskið skemmtilegt viðfang? 

 

 

 

 

15 mai 2022.

Kosningar til sveitastjórna eru afstaðnar og fóru fram með venjubundnum hætti.  Fólk kom að og sagði til sín og staðfesti sjálft sig með skilríkjum og gekk til klefans sem gardínurnar eru fyrir og setti X við flokk sem það sjálft valdi að styðja. 

Athygli vekur frammistaða Framsóknarflokksins sem segja má um að hafi verið góð og hafist í Alþingiskosningunum 2021 og ekki annað að sjá en bylgjan sem þá reis fyrir þennan gamalgróna íslenska stjórnmálaflokk hafi enn verið í gangi í sveitastjórnarkosningunum sem þó var reynt að klína einhverju á sem mögulega gat sett á hann blett og málið blásið upp og eins mikið og lengi og hægt er.  Niðurrifsöflin hætta nú ekkert í miðjum meðbyr og klíðum og hafa lært að hamra járn á meðan það enn er heitt.  Rétt eða rangt er ekkert til að velta fyrir sér á stað skipulegs niðurrifs sem verið er að reyna að ná fram en nýafstaðnar sveitastjórnakosningar eru mikið að afsanna veldið hjá og vald slíkra afla sem annað veifið blása til sóknar gegnum miðla- og vefmiðla með örina beinda að nánast hverju sem er í þessu landi.  Bara nefndu það og niðurrifsöflin eru til í slaginn en hefur nú verið staðfest að eru lítið nema tómur hávaði.  Kattaframboðið á Akureyri náði ekki henni „Mímí“ sinni inn.  Sorrí.  Sumt einfaldlega er of langt gengið.  Vont þegar menn sjá ekki lengur hvenær þeir ausi í botnlausa tunnu.  Blindu.  Hver ræður við hana?

Kannski munu framboðin í framhaldi sveitastjórnakosninganna spyrja sig hvað Framsóknarflokkurinn gerði rétt hjá sér sem gefur henni allan sinn meðbyr bæði í þessum kosningum og síðustu Alþingiskosningunum.  En eitthvað er það innan þeirra raða sem hefur breyst miðað við úrslit bæði Alþingiskosninganna síðustu og nýafstaðina Sveitastjórnarkosninga sem hélt áfram að skrifa velgegni Framsóknarflokksins sem vel má segja um að sé hin kjölfesta landsmála á móti Sjálfstæðisflokki og vera flokksnöfn sem áfram munu sjást á kosningarlistum á meðan sum önnur framboð muni stöðugt skipta um nafn. 

Reykjavíkurlistinn sem stýrt hefur höfuðborg Íslands nokkur kjörtímabíl er fallinn og má segja um hann að fé hafi farið betra og þar verið allskonar í gangi sem fæstir skilja í hvernig gat gerst og að óánægjan með þá blessaða eigi að mörgu leiti við góð rök að styðjast.  Samt skal honum þakkað hið góða sem hann stóð fyrir og er þarna einhverstaðar með, eins og alltaf er og hvarvetna annarstaðar í veröldinni er framboð til valda eigi í hlut.  

„Engin á neitt í pólitík“- segja menn og tala sannleika.  Annað er að verða smá sár sjái menn á eftir stöðu sinni yfir til annarra en vera sjálfur tilbúinn til að gegna henni áfram.  Allt vegna þess að engin á neitt í pólitík og að við öll mannleg og oft viðkvæmninni merkt. 

Samfylkingin í Hafnarfirði, gamli krataflokkurinn, kann betur við það nafn, fékk eins og Framsóknarflokkurinn gott leiði og ekki annað að sjá nema þeir fari fyrir næstu bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar.  Hvort og eða hvaða breytingar menn muni sjá með endurkomu gömlu Kratana er ekki gott að geta sér til um en ljóst að erfitt verði að setja þá til hliðar eftir svo gott gengi í síðustu bæjarstjórnarkosningum.  Allt kemur þetta þó í ljós en nokkuð víst að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar er ekki á leiðinni til baka né heldur gjaldkeri Bæjarútgerðarinnar Gvendur Atla, sá mæti einstaklingur sem hvarf af mannvellinum í ágúst árið 1990.  Blessuð sé minning þessa heiðursmanns og góða drengs.  Engin biður neitt um neina upprisu því hún sem skiptir menn öllu máli hefur þegar farið fram og birtist í upprisu Jesús Krists fyrir rúmum tvö þúsund árum.  Aðra upprisu þurfum við ekki en heyrum líklega áfram og daglega allt argaþrasið. 

 

 

 

 

12 maí 2022.

Margt hefur breyst og gæðastaðlar aðrir en var segjum fyrir sextíu árum þegar jarðepli voru allskonar útlítandi er vora tók og ný uppskera jarðepla ekki væntanleg fyrr en með haustinu.  Ekki var óalgegnt er nær dró nýrri uppskeru að kartöflur sem menn báru heim væru skemmdar og að fleygja þyrfti talsverðum parti þeirra eftir að heim kom.  Engum svo sem til neins þægilegs ilms en þetta það sem var að ske og varan sem oft var boðið upp á hjá Grænmetisverslun Ríkisins sem á þeim dögum hefur einkaleyfi á sölu og dreifingu grænmetis til matvöruverslana.  

Grænmetisverslun Ríkisins tók til starfa 1 maí 1936 og sjálfsagt gegnt mikilvægu hlutverki.  Enda aðstæður nokkuð aðrar en síðar varð í landinu. 

Með fyrirkomulag Grænmetisverslunarinnar var nokkur óánægja meðal garðyrkjuræktenda sem fannst hún greiða of lágt verð til ræktenda.  Óánægjan leiddi ræktendur til fundarhalda á Hótel Borg í Reykjavík 13 janúar 1940 sem í framhaldi stofna Sölufélag garðyrkjumanna, sem fékk leyfi til sölu og dreifingar ylræktaðs grænmetis.  Gróðurhúsagrænmetis. 

Fiskur sem menn keyptu í fiskbúðinni og fengu pakkaðan inn í dagblöð var engin trygging fyrir að vera þessi fyrsta flokks fiskur sem fisksalinn sagði hann vera.

Sama gilti um saltfiskinn sem fiskbúðin seldi að hann var sagður úr flokki fyrsta flokks hráefni og verðlagður sem slíkur.  Var eitt sinn látið á þetta reyna og kallaður til reyndur matsmaður saltfisks sem skar úr um gæði saltfisksins í fiskbúðinni.  Annað kom á daginn og það af fiskinum sem ekki fór í þriðja flokk lenti í úrkasti.  Engin fyrsta flokks fiskur fannst og það sem neytendur tóku með sér heim og snæddu.  Ekki skemmd vara en heldur ekki fyrsta flokks vara.

Sömu sögu má segja um margt kjöt matvöruverslana.  Eins og í fiskbúðinni gat kaupandi ekki vitað með hvað hann gekk til að snæða heima hvort sem var í hádegis- eða kvöldmat. 

Þegar hænsnakjöt er fyrst að koma á markað, líklega á sjöunda áratug seinustu aldar, var miðað við að tveggja ára varphænu væri slátrað.  Tveggja ára hæna er í lagi með og getur við hæfilega suðu orðið mjúk undir tönn en vandinn að menn gátu ekki vitað neina nákvæmu stöðu.  Einhver partur hænsnaketsins var óæt vara sem hörðustu matmenn urðu að játa sig sigraða með og fleygja.  Ekki svo að skilja að menn hafi ekki aftur fengið sér fuglkjöt til að eta en gerðu með það í huga að vita ekki stöðu vörunnar né aldur hins slátraða dýrs.  Allt eftirlit með framleiðslunni var í skötulíki, sem öndvert át svolítið börnin sín. 

Í dag blasir við annað landslag.  Fullyrða má að varan sem seld er sé það sem hún er sögð vera.  Saltfiskur í dag er hágæða vara.  Fyrsta flokks ýsa, þorskur og aðrar fiskitegundir eru boðnar sem fær okkur til að rymja af vellíðan eftir mat.  Sama gildir um allt kjöt og grænmeti.  Allt gulltryggt allan hringinn.  Eftirlitið tók loks hendur úr vösum og varð þetta eftirlit og styður sig gildandi reglugerðum og lögum.  Í dag eru neytendur allvel varðir af sama eftirliti sem æ sjaldnar sér í gegnum fingur sér.

Það allt saman leiddi til hækkunar matarverðs og er fiskur ekki lengur lágt verðlagður heldur er hátt verð greitt fyrir soðninguna og fær einvörðungu gerst bjóði menn hágæða vöru.  Stundum þó er kartöflur seldar síðasta söludag.  En alltaf þá á lækkuðu verði.  Vegna eftirlits og aukinna krafna neytenda hefur margt áunnist á Íslandi.  Öll gæði þau samt kosta.

 

 

 

 

11 maí 2022. (b)

Mann eftir því með Sjóferðarbókina sem menn gátu sótt sér að farið var með bók þessa upp í brú til skipstjóra, sem færði inn í hana skráningardag áhafnarmeðlims, ásamt að rita nafn sitt undir.  Minnir líka að skipstjóri hafi sett inn daginn sem áhafnarmeðlimur yfirgaf skipspláss sitt.  Sjóferðarbókin á margan hátt er merkilegt fyrirbæri, verður maður að segja en langt um liðið frá því maður síðast handleik sitt eigið eintak og er bókin manni fyrir margt löngu glötuð skrudda.

Hvernig sem það allt var gátu menn farið á skrifstofu Sýslumannsembættis og fengið staðfest hvenær þeir yfirgáfu skipspláss sitt og voru afskráðir sem um leið stimplaði stimpli embættisins í bókina góðu.  Og allt varð löglega gert og unnið. 

En eitthvað var maður kærulaus með að láta færa inn í bókina skipin sem maður réð sig á og hver væru, og þar fram eftir götunum.  Voru því í bókinni talsvert af eyðum og bara hluti sjóferðarsögu minnar.  Rekur ágætur maðurinn, fyrrum sjómaður, augun í þetta og lætur álit sitt í ljós á þessu kæruleysi mínu.  Mann ekki alveg orðaskiptinn þarna við afgreiðsluborðið nema ég segi og spyr af hverju ég ætti að að standa í slíku:  Segir ágætur maðurinn mér þá að fyrir komi að menn séu nú heiðraðir fyrir sín sjómennski störf.  Kvað ég þá svo að orði að ég yrði nú aldrei heiðraður fyrir sjómennsku mína.  Greip maðurinn þá orð mín á lofti og svaraði hvassyrtur:  „Það veist þú ekkert um.“- Sem auðvitað er rétt að ég frekar en aðrir menn veit ekki ævina fyrr en hún öll er.  Alltaf þótt svar hans fyndið.

Er þetta atvik rifjaðist upp fór ég að hugleiða hvort maður ætti bara ekki að láta á þetta reyna og sækja um heiðrun hjá Sjómannadagsráði sem þá mögulega mundi heiðra mig Sjómannadegi því fáir jafn oft mér skiptu um skip.  Fyrir það „afrek mitt“- mætti kannski heiðra þennan fyrrum sjómann.  En ætli það gengi?  Er ekki viss.  

Sagan er samt skemmtileg og ánægjulegt til þess að vita að gamla góða Sjóferðarbókin sé ekki bara í dag venjuleg Sjóferðarbók heldur einnig frá því í ágústmánuði 2013 verið gilt skírteini eiganda, með mynd og öllu tilheyrandi.  Vissi ekki um þessa breytingu sem gerð hefur verið á Sjóferðarbókinni og fannst hún einkar áhugaverð og ennfremur að ágæt Sjóferðarbókin sé enn í fullu gildi og í metum höfð í stétt sjómanna eins og verið hefur.

 

 

 

 

11 maí 2022.

Kosningar til sveitastjórnar!  Þær eru framundan og munu að einhverju leiti marka nýtt upphaf.  Nýtt upphaf er rosalega öflugt hugtak og getur bæði merkt meira ljós og líka aukið myrkur sem dregst yfir samfélag.  Stutt er í ofstjórn og slíka þætti þó fleiri en einar kosningar þurfi til að koma slíku í kring og festa í sessi fyrir bæjarfélag, sveitarfélag og eða landstjórnina sjálfa.  Eins og þetta heitir sé kosið til hæstvirts Alþingis íslendinga.  Ísland er sem sjá má ungt ríki sem tók yfir alla stjórn eigin mála árið 1944, og stríðinu enn ekki lokið.  Eitt er ljóst að, átt við Nýtt upphaf, eigi sér trauðla stað eftir aðeins einar sveitastjórnarkosningar en ljóst að einhver stefnubreyting verður í stjórn þessara sveitarfélaga.  Og kannski fær „besti vinur aðal“- bragga til að gera upp? 

Nú um helgina fara fram sveitastjórnarkosningar og eru flokkar sem hyggjast komast til valda farnir á fullt skríð og vilja sannfæra mig og þig um eigið ágæti, eins og til siðs er á ferðalagi framboðanna. 

Ekki veit ég með vissu hvaða flokkar hafi oftast og lengst stjórnað sínu sveitarfélagi í þessu landi en veit að lengi hafa sumir velgt stóla og haft slíkt vald.  Ætli gamla Alþýðubandalagið eigi þar ekki heiðurinn sem áratugum saman stóð vaktina austur í Neskaupstað en hafa nú síðastliðin ár verið utan við þau herlegheit öll.  Reyndar er Alþýðubandalagið ekki lengur til sem stjórnmálafl og Vinstri Græna framboðið stignir fram sem þá arftakar stefnu Alþýðubandlagsins og fest sig í sessi í allri þessari flóru flokka hér á landi.  Á þá vinstri væng stjórnmála.  En um þetta eru víst ekki allir vinstri menn sammála.  Og hvenær eru þeir sammála? 

Reikna og með að Sjálfstæðismenn eigi heiðurinn af að hafa setið lengst allra flokka á stól Borgarstjóra Reykjavíkur en ekki samt í tvo síðastliðna áratugi og í borginni verið við lýði vinstri stjórn sem segja verður um að hafi svolítið verið í að klúðra málum og ekki stjórnað borginni neitt sérlega vel og kunni öðrum flokkum betur að klúðra.  Þegar svona berst í tal er stutt orðið eftir í „Braggamálið“- sem kostar nýr kannski tíu milljónir og máski tuttugu milljónir en viðgerðin á gamla litla herbragganum rétt hjá Nauthólfsvík endaði í um hálfum milljarði og allt réttlætt og útskírt af hálfu borgarstjórnarflokkanna, en þó gefið út að málið yrði kannað.  Sem engin hefur enn orðið var við.  Höfuðborg Íslands varðar okkur öll.

Svona verkslag vill vekja upp gamla sögu, af svolítið öðrum toga, á þann veg að vestfirskur dómari hafði hjá sér nokkuð snúið mál sem hann þó varð að skera úr um í.  Allskonar vafaatriði trufluðu rannsóknina og fór svo að dómarinn spyr einn starfsmann dómsins spurningarinnar:  Er þetta hægt“- og nefndi nafn starfsmanns.  Hann ypptir öxlum, ekki alveg viss og vindur sér út úr dómsal en kemur fljótlega inn aftur með yfirlýsingu.  Þessa:  „Herra dómari!  Þetta er vel hægt.“- Sjá má að allt sé hægt en sum verk ekkert sérlega gott verk.

Í áratugi í Hafnarfirði réðu og ríktu Kratar að mestu sem Sjálfstæðimenn ýttu frá borðinu og hafa verið þar við völd nú í nokkur kjörtímabil.  Það verður maður samt að segja að þykja ósköp vænt um hafnfirsku Kratana og stjórn þeirra í bænum sem gerði svo margt gott fyrir bæinn sinn og mundi það ylja manns 68 ára gamla Hafnafjaðrarhjarta næðu arftakar Kratann í Hafnafirði kjöri og ríktu á næsta kjörtímabil.  Ekki samt til að endurvekja útgerð heldur hefði slíkt fyrir mann tilfinningalegt gildi.  Flokkur við völd hins vegar sinnir verkum nútíma.  Allt skírist þetta á sunnudaginn kemur og eftir að talið hefur verið upp úr kjörkössum. 

Höfum eitt í huga að Ísland er ekki lengur saklaust land sem ekki læsir hverri hirslu hjá sér áður en seinasta manneskja yfirgefur herbergi og skilur eftir mannautt.  Þvert á mót eru hirslur innsiglaðar og herberginu harðlæst áður en síðasti maður yfirgefur sal, segjum, talningaherbergis með öllum atkvæðaseðlunum í.  Hatursfullur, hefnigjarn, tapsár og heiftúðugur, er á vappi og kominn til að vera.  Lærum inn á hann.  Líka litla hingað til friðsæla bæjarfélagið.  Það í dag lítur sama.

 

 

 

10 maí 2022.

Alltaf fundist merkilegt með eitt að íslendingar gerðu aldrei neina almennilega heimildarmynd um lífið um borð í bátunum á tímum vertíðanna, tímum síldveiðanna, tímum síðutogaranna bara til að fá sýnt hinum almenna manni í landinu hvernig lífið væri um borð í þessum skipum á meðan atburðirnir voru enn gerast.  Eða sem næst.  Hugsið ykkur heimildargildið í dag. 

Bretar voru duglegir okkur við að gera slíkt með líklega peningum frá Breska ríkinu sem þekktar sjónvarpstöðvar á þeim tíma sinntu og unnu í þeim eina tilgangi að fólkið fengi með þessum hætti að kynnast hvað væri að vera um borð í skipi út á ballarhafi, eins og stundum er sagt, og hvernig sem viðraði árið um kring.  Sjónvarpsstöðin BBC útbjó slíkt efni og birti.  Sjá má sumt af þessu efni í dag á YouTube síðu sem allir með Internet geta horft á.  

Norðmenn voru og iðnir við þennan kola hjá sér og gerðu fjöldann allan af fyrst og fremst skipulögðu heimildarmyndaefni um sína eigin sjósókn.  Sama gerðu Frakkar sem að dæmi sé tekið veiddu hér við land á eigin kútterum í upphafi tuttugustu aldar og menn fylgdu þeim eftir um borð í þessum bátum og gagngert til að kynna sér aðferðirnar og búa til heimildarefni í formi og mætti kvikmyndarinnar.  Frönsku kútterarnir voru þekktir í þessu landi á þessum árum.  Sagan lifir ekki í þessu landi vegna áhuga íslendinga af vera hinna frönsku sjómanna heldur miklu meira áhuga Frakka sjálfra á þessum hluta sögu sinnar. 

Varla er að í þessu landi hafi verið snert á neinu svona á meðan hæst stóð á stöng og allt svingið, fjörið og erfiðið stóð fyrir augum manna og heimatökin hvað hægust um að taka upp heimildarefni til eignar og varðveislu og umfram allt birtingar.  Ekkert af þessu var gert að séð er með neinum skipulegum hætti, af til að mynda hálfu hins opinbera.  Nema þá í einhverju skötulíki.  Ef það nær svo langt.  Eina sem til er frá einum og öðrum tíma eru handahófskenndar upptökur vegna þess að einstaka einstaklingur tók með sér kvikmyndavél um borð og myndaði af mest vanþekkingu og kunnáttuleysi sitt hvað sem skeði í kringum sig.  Allt handahófskennt, óskipulega unnið en samt gagnlegt er tímar líða.  Flestir þessar mann gerðu verkið fyrst og fremst fyrir sig sjálfa án þess að átta sig á að vera með merkilegt heimildarefni heima hjá sér.  Hjá sumum vaknaði löngun til að vinna efnið meira og segja söguna kringum myndirnar.  Sagan er hvarvetna í kring en fer óbætt hjá garði geri engin neitt. 

Stærsta efnisveitan á sviði hreyfimynda í dag sem mögulega mætti nálgast eru fréttamyndir þær sem teknar voru og nýttar í fréttatímum Sjónvarps frá stofndegi íslenska Ríkissjónvarpsins um haustið 1967, en þar má leggja inn beiðni um efni til eigin nota og birtingar gegn að mínu áliti hólegri greiðslu.  Að þessu er mikil bót. 

Allt fundist þetta einkennilegt hjá þjóð eins og íslendingum sem lengst af sögu sinnar miðar allt hjá sér við fiskveiðar, fiskvinnslu, afla togara og báta en á samt sama og ekkert til í formi kvikmyndarinnar frá þessum merkilega kafla íslendingasögunnar. 

Fræg eru ummæli ágæts hæstvirts ráðherra í ríkisstjórn Íslands er útgerðarmaður bað um ríkisfyrirgreiðslu vegna skuttogara sem hann vildi láta byggja fyrir sig og svar ráðherra:  „Engir peningar eru til fyrir tilraunaverkefni.“- Ætli þetta sjónarmið í grunninn hafi valdið því að mest öll heimildarvinna í formi myndefnis var gerð jafn lítill skil og raunin er?  Og erum við ennþá á sama stað að þessu leiti, í svona heildarmyndinni?  Gæti það hugsast? 

 

 

 

6 maí 2022.

Ekki er annað að sjá en að stríðið þarna austur í Úkraínu muni standa uns annar aðilinn bara sigrar.  Engar friðarumleitanir í gangi og þær sem farið hafa fram reynst árangurslausar.  Með allri virðingu fyrir núverandi leiðtoga Úkraínu sér maður ekkert nema stríðsherra sem eins og aðrir stríðsherrar muni berjast til sigurs, eða fulls taps.  Engin glóra er í slíkri breytni.

Er ljóst var að engu tauti væri við Hitler komið og seinni heimstyrjöld hófst var barist uns annar aðilinn sigraði og við vitum að er yfir lauk var um skilyrðislausa uppgjöf að ræða bæði hjá nasistum og þjóðum sem voru á bandi þeirra.  Til að mynda Japönum. 

Lengi vel voru samningar alveg mögulegir við bandamenn er ljóst var í hvað stefndi með þá styrjöld en var ekki gert né leitað eftir af hreinu stolti og því tómt mál að tala meira um það atriði.  Sama sýnist manni vera uppi núna. 

Veit ekki hvað öðru fólki finnst um svona tal í dag en bendi á að vel má taka afstöðu með fólki sem ekkert hefur af sér brotið né unnið sér til neinna saka en er í dag á flótta vegna stríðs í heimalandi sínu og sumir búnir að missa ættingja, kunningja, vini, fjölskyldumeðlimi og hafa neyðst til að búa í fjarlægu ókunnu landi.  Hvað segir ekki Orðið:

„Lúkasarguðspjall. 14.  31 Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir?  32 Sé svo ekki gerir hann menn á fund andstæðingsins meðan hann er enn langt undan og spyr um friðarkosti.“-

Mannkyn kann að efna til stríðs sem að endingu er sjálfhætt því meira er ekki til að sprengja, tæta né eyðileggja.  Og enn er því haldið fram að mannkyn hafi lært eitthvað og viti svo miklu meira núna.  Hefur ekki annað komið á daginn?

 

 

 

 

5 maí 2022.

Var ekki allt betra í þá gömlu góðu?  Sumir telja að svo sé og eru um leið að segja.  „Víst hefur margt breyst.“- Þetta er rangt því að enn situr allt við sama og við áþekkan vanda að etja og verið hefur.  Einstaklingur sveiflast til og er ýmist glaður‚ hryggur og allt hitt.  Alveg eins og alltaf hefur verið frá því að fyrsti maður kom og Biblían segir um að sé maður að nafni Adam:

„1 Mósebók 2. 18-19.  18 Og Drottinn Guð sagði: „Eigi er það gott að maðurinn sé einn.  Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi.“  19 Drottinn Guð mótaði nú öll dýr merkurinnar og alla fugla himinsins af moldu og lét þau koma fram fyrir manninn til þess að sjá hvað hann nefndi þau.  Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldu þær bera.  20 Og maðurinn gaf öllu búfénu nafn ásamt fuglum loftsins og dýrum merkurinnar.  En hann fann manninum enga meðhjálp við hæfi.“- Hér kemur fram fyrsta myndin af því hvað geti hent manninn því Guð verður þess áskynja að manninum sé ekki gott að vera einsömlum.  Er þetta ekki ennþá með þessum hætti og ráðin sem gefin eru hin og þessi samfélög annarra manneskja.  Að gera hvað?  Hittast auðvitað. 

Af hverju?  Einsamall til lengdar fer maðurinn að upphugsa allskonar og jafnvel að draga yfir sig leiða sem á sinn hátt verður honum vandi sem vill dragast yfir.  Sjáum við ekki að ekkert hafi breyst og að allt sitji við sama eins og alltaf hafi verið?  Það liggur fyrir. 

Að sjá koma öll dýr jarðar á eftir sköpunarverkinu manni og að Guð hespi því af til að athuga hvort þar finnist ekki eitthvað handa manninum sem lífgi hann við og hressi og bæti honum upp einveruna og lækni leiðann sem gerir vart við sig.  Takið eftir að við horfum hér á fyrstu manneskju veraldarsögunnar og að allt hjá Guði snérist frá byrjun um manninn.  Vá maður hvað við höfum afbaka margt. 

Eftir að hafa skapað öll dýr veraldar og leitt fram fyrir manninn allar tegundir dýra, sem Adam gefur hverri tegund sitt nafn, finnur hann ekkert fyrir sig sjálfan.  Þetta kemur fram og ekki um neitt annað að ræða en skapa manninum manneskju, sem við vitum að er kona.  Er það ekki merkilegt að Adam finni sér enga meðhjálp í skepnunum?  Aftur sjáum afbökun dagsins.

Og hvað er í dag?  Hundur inn á öðru hverju heimili, köttur inn á öðru hvoru hverju heimili.  Og þar sem þessara skepna nýtur ekki eru það páfagaukar eða kanarífuglar í búri og inn á milli hamstrar að snúa hjóli liðlangan daginn.  En er það ekki maður sem Guði skapaði til að fyrsta manneskjan gæti hallað sér að og þegið styrk frá?  Algjörlega.  En af hverju er þetta ekki lengur með þessum hætti, í svona aðalatriðum?  Vegna þess að illskan sem er í heiminum gekk þarna á milli til afskræma öll verk Guðs.  Hvað vill þetta kenna okkur?  Jú, of margt fólk er enn að leita eftir sinni meðhjálp enn munur sá að nútíminn leitar og finnur hana orðið æ meira í skepnunni sem Adam öndvert kemst að, eftir skoðun, að sé eiginlega ekki það sem hann sé að biðja um.  Þetta viðurkennir Guð og sér að muni heldur ekki ganga upp.  Ekkert hefur breyst.  Og önnur manneskja, Eva, eins og Adam, birtist.  Við sjáum að allt í dag er komið á haus og að ekkert hafi breyst og hið eina sem gerst hafi sé að fleygur var rekin í raðir mannanna til að aðskilja þá hvora frá öðrum og að frá syndafalli hafi syndin leikið lausum hala.  Og hver er með henni í för?  Illskan, sem nóg er til af.  Hver neitar að svona sé þetta og í engu öðruvísi?  Illskan blasir við hverju okkar alveg eins og var með Adam blessaðan sem upplifði sig sjálfan svolítið leiða og óhamingjusama manneskja sem hvorki finnur frið né gleði.  Adam var í smá fýlu.  Við sjáum að allt sem fær hleypt að okkur illsku býr í Adam og að ekkert hafi breyst.

 

 

 

 

4 maí 2022. - (b)

Verið var að benda á í símatíma útvarpstöðvar rétt fyrir hádegi í dag að íslendingar væru svo slappir, miklir aumingjar, að þeir létu allt ganga yfir sig og næðu ekki saman breiðfylkingu til að mótmæla.

Þetta er ekki rétt.

Á síldaraunum 1965 eða á því róli, gerðist sá einstaki atburður að síldarflotinn blés í lúður og sigldi sem einn bátur hver til sinnar heimahafnar og sagðist ekki fara aftur frá bryggju fyrr en eftir að hafa fengið sín mál öll leiðrétt.

Að þessu varð nokkrum dögum síðar gengið og verksmiðjurnar sem tóku við afla skipanna gáfu eftir með og lagfærðu verðin.

Og íslenski síldarflotinn hélt aftur til sinna síldveiða, að ekki er rétt með farið þegar sagt er að aldrei í íslandssögunni hafi menn gripið til neinna róttækra aðgerða í þessu landi og þegar þeim hafi verið ofboðið.

Að ná öllum síldarskipflotanum saman, tugum, kannski hundruðum skipa, er mikið afrek. Og þetta var gert.

 

 

 

 

4 maí 2022.

„Söfnuðirnir loga stafna á milli af deilum og þeir kristnu manna verstir er kemur að deilu, þrasi og þrætum hverjir við aðra.“- Þetta kemur fyrir að maður heyri. 

Ég er maður sem gerþekki marga þessara safnaða og hef tilheyrt kirkjulegu starfi með beinum hætti frá því 1999 og er enn við þetta.  Ekki kannast ég við deilur innan vébanda safnaðanna þeirra sem ég hefur komið að og starfað við og þekki best.  Þar ríkir friður og spekt.  Utan girðingarinnar gildir þetta ekki.  Það veit ég.  Þaðan koma hróp um þessa óeiningu safnaðanna og að menn séu beittir órétti.  Þar enda er djöfullinn að verki með leyfi til að starfa þeim megin girðingar.  Innan hennar starfar hann ekki.  Munum þetta.  Sumir sjá þó djöful í hverjum manni. 

Hví er svo sagt um þessa hreint ágætu söfnuði?  Sannast sagna að þá veit ég það ekki né heldur hvað kom sögunni af stað en gæti mögulega dregið hring utan um einstakling sem fannst farir sína ekki sléttar þar innan dyra og að sér vegið í samskiptum við söfnuð.  Manna siður er að setja alla í flokkinn „Óeining.  Gróf valdbeiting“- og önnur vond orð sem menn hafa er eitthvað bjátar á.  Þetta vill heimurinn heyra.  En heimurinn er fallinn.  Það sem er fallið mörkum við ekki.

Stundum er talað eins og fólk viti ekki að söfnuður samanstandi af bara ósköp venjulegu fólki sem glímir við sitt og bregst við eins og hver annar maður gerir.  Stundum ranglega og stundum rétt.  Að öll hjörðin láti undantekningarlaust stjórnast af einhverjum voldugum leiðtoga er algerlega út í bláinn, sem og að mönnum sé refsað sem fylgi þeim ekki.  Kannast ekki við þetta og veit að kristnir söfnuðir séu heilbrigðari en svo að láta slíkt ekki líðast hjá sér.  Menn samt eru endalaust að leysa úr vanda.  Rétt er það.  En hvar er ekki vandi þar sem fleiri en tveir eru samankomnir og þú með?  Kannast þú kannski ekkert við svona þar sem þú ert?  Í söfnuði er venjulegt fólk og í honum viðgegnst engin heilaþvottur.  Hvar sem menn með bein í nefi eru líðst ekkert slíkt.  Söfnuður hins vegar er fullur af þverhausum.  En hvar er þá ekki að finna? 

Að setja alla í sama pott og hræra duglega í er sama og fullyrðingin um almenna ósætti.  Af hverju?  Menn leita ekki lengur sannleika mála né hafa fyrir honum áhuga.  Til þess er sagan of góð.  Hitt er annað að engum er neitt sérlega létt verk að hafa æst fólk upp til óeirða sem komst svo að raun um að hafa allan tíman viljað hengja bakara fyrir smiðinn og vera í raun og veru valdur að sögunni um ´“óeiningu“- sem sögð er ríkja en ég fullyrði að sé ekki né lifi innan girðingu nokkurs safnaðar.  Ég þekki þetta af því að vera mitt inn í söfnuði í þessum töluðu orðum.  Þar sem slíkt þekktist að einhverju leiti eru allir farnir.  Í gang fór Guðleg tiltekt. 

Að stíga fram og viðurkenna vonda breytni og lygar er erfitt skref.  Að gera ekki það sem betra er stafar annað hvort af beinu stolti, hreinni blindu, og kannski einnig heimsku.  Sem sagt.  Menn sjá ekki hvar skóinn kreppir né á hvaða fót hann sé.  Horfi ekki á lappir sínar, þar sem hann er.

Og „góð sagan,“- lifir en er samt uppspunna sagan frá rótum.  Lygna sagan lifir og þrífst utan girðingar en heyrist ekki innan hennar að því að þeir sem þar eru upplifa annað.  Hvað er langt síðan þú komst síðast inn í söfnuð.  Aldrei?  Tuttugu ár?  Þrjátíu ár?  Lengur?  Samt veistu allt um verk kristna safnaða.  Merkilegt.  Samt hneigir maður sig ekki fyrir slíku. 

Fyrir utan girðinguna grunar fólki, hefur illan bifur á, trúir allskonar og tómu illu og ósönnum atburðunum.  Fyrir utan munu menn áfram gruna of bresti eitthvað segja:  „Ég vissi þetta alltaf. “- og í sumum hlakka.  Almenn óeining ríkir ekki innan safnaðanna.  Núningur er annað. 

 

 

 

 

1 maí 2022.

Margt gerist í hverjum nýjum degi.  Nýjar og stundum óvæntar áskoranir mæta sem við þurfum að takast á við og eru stundum þess eðlis að um annað er ekki að ræða.  Stundum fá menn meiri tíma en „Strax“- til að afgreiða áskorunina en „Strax“- stundum eina sem í boði er.  Allur gangur á.  Allir þekkja þetta og glíma við dags daglega.  Engin veit sína framtíð og engin sína ævi fyrr en öll er.  Þannig er sagan okkar allra skrifuð.  Sumt vildum við gera öðruvísi og staðfestir hitt. 

Í þessu ljósi hlýtur að vera þægileg og notaleg tilhugsun að fá hvílt í honum sem er nútíðin, sem er fortíðin, sem er framtíðin.  Fá hvílt í honum sem veit um hvert okkar skref sem við stígum og pælingar okkar og hugsanir.  Veit hvar og hvernig hann geti gripið inn í og beint fótum okkar eftir heppilegri leið er hann sér að allt hjá okkur stefni í háska en við ugglaus og grunlaus um hvað framundan bíði okkar.  Þetta er núið.  En til er meira en þetta ómögulega „Nú.“

Að eiga aðgang að slíku afli sem veit byrjun, miðju og endir alls og sjá í öryggi af að vera með sig sjálfan þar er viska sem gerir hvern mann sem fer að gæfumanni.  Hann áttar sig ekki á hve mörgum skakkaföllum hann er að fyrra sig með sínu vali.  Eftir einum og öðrum vegi göngum við í rólegheitum og veitum enga athygli er hann tekur að hvíslast og við að sveigja för til hægri og áfram óafvitandi um háskann sem hinn vegurinn hefði leitt yfir okkur sem við aldrei höfnuðum í né vissum að biði okkar vegna þess að okkar æðri máttur hafði á okkur taki og einfaldlega stóð við sitt.  Sem þá þessi verndari.  Hver vill hann ekki?  Og hver er það annar en verndari í verki sem veit hvert stefni og er með alla framtíðina í eigin hendi og öndvert við mannfólkið sem hefur einvörðungu andartakið til að moða úr sem segir engri manneskju ekki nokkurn skapaðan hlut.  Og hver okkar veit ekki þetta og hve oft hefur ekki fortíðin orðið framtíð einstaklinga til vanrar.  Sumir læra af fortíð.  En bara sumir.  Erfitt að eiga við þetta. 

Pyttirnir sem fortíðin hafnaði í og velti sér upp úr lengi eða stutt að allir eru þeir þarna.  Fortíðin á til fjöldi sagna um þennan og eða hinn veginn.  Samt vitum við að nafnið yfir slíkan lærdóm og eftirfylgni sé „Hyggni.“ 

Sjáið til að mynda unga manninn og ungu konuna sem tók sinn fyrsta sjúss og eða fékk sinn fyrsta fíkniefnaskammt á lífsferlinu í gærkvöldi og upplifði í fyrsta sinn hvað það sé að vera undir áhrifum fíkniefna- og eða áfengis. 

En hve margar skyldu sögurnar vera sem viðkomandi aðilar höfðu heyrt um afleiðingar hins fyrsta sopa eða fyrsta skammts fíkniefna á fólk og séð sumt af því klætt ósamstæðum fötum í húsasundi sem hvergi passa á fólkið en það lætur sig hafa af þeirri einu ástæðu að garmarnir í það minnsta skýli fyrir næðingi vinds, regns og ofankomu í formi snjókomu?  Í dag er fólkið við að vakna upp eftir sína fyrstu ferð um lendur áfengis- og fíkniefna án þess að leiða hugana að hinum sem einnig hófu feril með sama hætti en ætlaði sér aldrei staðin sem það endaði á og berst nú á fyrir lífi sínu í orðanna fyllstu merkingu, með allar brýr að baki brotnar.  Stundum er svo erfitt að sjá.

Mikilvægt er að fylgja honum og treysta honum sem sér hvert leiðin liggi og sem beinir frá og byggir nýjan veg sem sveigir í aðra átt sem við höldum og fylgjum, sem og að velja leiðsögn lifandi Guðs.  Lifandi Guð vinnur gæfuveg og veit hvað hver dagur hefur í för með sér og að dagurinn sé allt.  Að vera undir verndarvæng hans er hverri manneskju gæfubraut en ræður þó sjálf að þiggja eða hafna.  Hér sjáum við gæsku Guðs og einnig ábyrgð trúaðs fólks. 

 

 

 

26 apríl 2022.

Á æskuslóð.

Þegar maður sleit barnskónum heima í vesturbæ Hafnarfjarðar á sjöunda áratug seinustu aldar var bílastæðisvandi ekki þekktur né til í íslensku máli.  Bifreiðar á þeim dögum voru nokkrar í bænum og bifreiðafjöldin svipaður.  Fannst manni.  

Án teljandi undantekninga stóð sami bíll fyrir utan tiltekið hús og lagt á sama stað, og gert upp á metra og af mikilli nákvæmni.  Á þessum tíma voru bílar yfirleitt ólæstir og lykillinn oft hafður í svissinum og hús og íbúðir oftast skildar eftir ólæstar.  Átti sjálfur aldrei húslykil á vorum æskuárum er maður enn hljóp um á gúmmískóm, strigaskóm og eða vaðstígvélum kringum eigið æskuheimili sitt þarna í Firðinum og eða göturnar í kring, sællar minningar. 

Væru hús með þannig aðkomu að ekið væri upp með þeim var segin saga að þessi bíl og eða hinn bíllinn væru tækin sem stæðu þar og væru beintengdir húsinu.  Mörg hús voru án nokkurrar bifreiðar (né sjónvarpsgreiða á þaki.)- Allt á sínum stað og talssvert bil milli bifreiða við þessa og eða hina götu.  Segja má að óþekkt væri að íbúi húss kæmist ekki í stæði sitt er hann dreif að og yrði að leggja bifreið sinni fjarri eigin heimili.  En hver þekkir ekki þetta vandmál í dag í hvort sem er Hafnarfirði, Kópavogi Reykjavík eða í nágrannabyggðunum í eldri hverfum þar sem götur eru til þess að gera mjóar og leyfa afskaplega takmarkaða aðstöðu til að leggja bifreiðum?  Að ekki sé talað um þau ósköp eftir að hver fjölskylduþegn hefur yfir að ráða eigin bifreið?  Við systkinin erum tólf.  Hugsið ykkur kraðakið fyrir utan vort ágæta Kóngsgerði á Hellisgötu.  Kóngsgerði hefði þakist bifreiðum bæði að framan og aftan.  Laglegt það. 

Svo til alveg óþekkt var að íbúi gæti ekki lagt við hús sitt brygði hann sér frá hvort sem var til vinnu eða af öðrum ástæðum.  Eina sem gat breytt þessu var væru gestir í húsinu sem komu á meðan hinn var fjarverandi.  Svolítið aumlegt í að lenda og skapaði visst vandræðaástand.  Þið vitið:  „Gat karluglan ekki lagt á öðrum stað en þessum?“- en var samt ekkert stórmál og er ein myndanna sem lifa í minningu æskuáranna úr Hafnarfirði. 

Hellisgata, Norðurbraut, Vesturbraut, Merkurgata, Hraunbrekka og Garðavegur og fleiri götur, voru allt í nágrenni heimaslóðanna.  Sömu sögu er að segja frá öðrum götum Hafnarfjarðar.  Nokkrir metrar voru á milli kyrrstæðra bifreiða og yfrið nóg pláss. 

Bens bifreið leigubílstjórans stóð fyrir framan bílskúrinn sem byggður var efst á lóð hans og svolítið plan gert fyrir framann sem tengdi afleggjara bílskúrsins við Vesturbraut, og leigubílstjórinn heima í mat. 

Annar leigubíl stóð við Kirkjuveg eða var lagt ofan við sama hús en ekið að frá Hellisgötu.  Ekki má gleyma Amerísku átta gata köggunum við gamla litla húsið neðarlega á Kirkjuvegi, nálægt læknabústaðnum, með sínum upploknu húddum vegna viðgerða sem voru tíðar á hvort sem er vél eða öðrum búnaði vélanna sem alltaf var verið að breyta og bæta til að ná út úr þeim ennþá meiri krafti.  Allt tengt mynd æskuáranna.

Moskwits bifreiðin var á sínum venjubundna stað við eitt tiltekið hús.  Skoda bíllinn var þarna, en á öðrum stað.  

Scania Vabis vörubifreiðin sem alltaf var bakkað upp lóðina neðst í Hraungerðisbrekku og stöðvuð fast upp við bílskúrinn og dúfur voru í endanum á og aðstaða fyrir fuglanna gerð fyrir utan í vírnetsbúri sem byggt var út í lóðina sem fylgdi með og bæði íbúðarhúsið og ílangi bílskúrinn stóðu við.  Engin svangur né veiðiglaður köttur komst þar að til að festa klær í dúfu og á eftir kjamsa á fiðraðri fæðunni.  Ekki séns.  Þar, ofar í sömu brekku, stóð Wolksvagen bjalla í eigu flugmannsins.  Að nokkrar bifreiðar séu nefndar á þessum götum.

Sem sagt!  Fátt bíla og nægt pláss og bílastæðisvandi óþekktur og skólakrakkar á þessu svæði gengu til skólans hvern morgun, eða eftir hádegi.  Fór eftir því á hvorum tíma dagsins skyldumæting var. 

Eina skiptið sem þurfti að stoppa og horfa til beggja átta var er farið var við Reykjavíkurveg.  Þar mátti eiga von á bifreið en var oftast nær gengið hindrunarlaust yfir án truflunar akandi bifreiða. 

En þetta var sextíu og eitthvað og á síðustu öld og er krakkar gengu ennþá með þá einu von með sér að kennarinn þeirra væri veikur og þeir gætu aftur horfið heim til sín og sofið framundir hádegi.  Væri kennari bekkjar lasinn varð ekkert af neinni kennslu þann daginn og engin aukakennari til staðar sem hljóp í skarð hins veika manns.  Einnig er þetta tímabil heimavinnandi húsmóðurinnar sem mín kynslóð upplifði en kynslóð dagsins þekkir ekki nema af afspurn og bara leikskólann, sem mín kynslóð öndvert fékk enga reynslu af.  Og stendur á sama.  En þá líka voru bifreiðar nokkuð færri í bænum og stæði fyrir þær ekkert mál. 

Þó fátt var um bifreiðar á þessum árum og

 

 

 

 

 

22 apríl 2022.

Fæst okkar erum elsk að voðaverkum nasista í seinna stríði og flestum óar við þeim. Samt voru þetta bara venjulegir menn og konur sem voðaverkin frömdu, hvort sem var í útrýmingarbúðum sem nasistar komu sér víða upp til að einvörðungu myrða í manneskjur.  Hömlulaus illska leystist úr læðingi hjá venjulegu fólki. 

Margar rannsóknir voru gerðar á þessu fólk eftir stríð og á meðan Nurenberg réttarhöldin fóru fram og það spurt spjörunum úr til að reyna að finna örsökina fyrir hegðuninni.  Menn vildi komast að raun um hvað í grunninn hafi fengið þá til slíkra voðaverka. 

Og hvaða svör komu.  Bæði fá og óskír. 

En hvert er svarið.  Reikna með að fæstir vilji heyra það.  Svarið liggur í þeirri staðreynd að allt fólk geti farið með sig sjálft hvert sem er.  Hugur manneskju er frjáls. 

Hvað segir Biblían um þetta og hvað kallar hún verkið?  Synd.- Og: Fjarlægð við lifandi Guð.-

Niðurstaðan er að allir menn geti farið hvert sem er með sig sjálfa og niður í dýpstu myrkur.  Allt fólk er bara venjulegt fólk. 

Engar flóknar rannsóknir þarf til að komast að slíkri niðurstöðu.  Langt síðan maður sá þetta.  

Að skilja hvað sé synd í heiminum fær útskírt marga hegðun venjulegra manna og kvenna og gæti hvatt hina kristnu til frekara og ákveðnara kristni- og trúboðs. 

 

 

 

 

 

22 apríl 2022.

Sannleikur er orð sem við öll viljum að sagt væri við okkur.  Sé hann hins vegar sagður getur allskonar gerst, hvað eigin viðbrögð varða.  Sannleikurinn er stundum harður í horn að taka en bara hjá fólk sem pukrast og er ekki með sjálft sig í ljósinu.  Hjá hinum gleður sannleikurinn.  Lygi þolir enga birtu á sig og fólk sem temst við lygi má segja um að sé ljósfælið fólk á borð við sum skordýr sem er eðlilegt að hlaupa hvort sem er eftir gólfi eða vegg sem það er statt á er skyndilegt ljósið æddi yfir og algerlega án þess fyrst að banka og spyrja:  „Má ég koma inn fyrir.“

Málið með skordýr er að þeim er eðlilegt að vera á kreiki og ferð í myrkri og bregðast illa við komi á þau skyndilegt ljós þar sem ekkert ljós á að vera.  Enda næturdýr og ætlað að fara um er nótt er enn og hrjótandi kallar og kellingar í bólum sínum, mitt í draumalandinu.

Óeðlileg staða er kominn upp sé manneskja haldin ljósfælni.  Hún er manneskja dags og ljóss en er samt ekki alltaf þeim megin girðingar en hefur algerlega valið fyrir sig að fara þessa leið.  Sumt fólk deyr þar án þess að sjá.  Erfitt er að eiga við þetta en til afl sem er þessu sterkara og heitir sannleikur, sem við bæði elskum að heyra og elskum einnig að hata er hann skellur á okkur eins og skyndilegt ljósið á næturskordýr.  Hvernig sannleikurinn virkar á okkur og hvort hann hríni á okkur fer algerlega eftir hvar við erum með okkur sjálf á akkúrat því andartaki sem hann barst til okkar. 

Þannig er að vondur maður ber fram vont úr sínum sjóði öndvert við góðan mann sem ber fram gott úr sínum sjóði.  Við auðvitað, eðlilega, viljum vera aðilinn sem ber gott fram.  Góða fréttin er að öll getum við verið þar.  En, eins og ávallt áður, verðum við að vilja breyta með þeim hætti.  Og slíkt gæti verið þrautin þyngsta og að haldast þar í öllu mótlætinu, öllum rangindum sem við urðum fyrir, endalausa svekkelsinu, stöðugu höfnuninni og bara nefndu það sem einstaklingur gæti verið að glíma við í sér sjálfum, meðfram því að vilja gera það sem betra sé.  Ekki vantar að sum okkar séum baráttufólk sem þó skirrumst ekki við að gera það sem verra er til að ná betra fram.  Hér hefur gamalt brauð enn einu sinni fengið yfir sig nýjar umbúðir og lítur út eins og nýtt og ferskt.  Bragðið segir annað:  „Oj bara!  Þetta er óætt.“ – „Láttu ekki svona manneskja.  Ettu bara,“- segir lygin sem eins og fyrr elskar bara eigin orð.  En við hvoru tökum við?  Eigin viðbrögð er málið sem hér gilda.  Sannast sagna að þá veit ég þau ekki og bara að hið gamla verður áfram gamalt þó fengið hafi aðrar umbúðir.  En við þurfum ekki umbúðir heldur það sem réttara er.  Sannleikur réttir skekkjur sem koma.  Ekki umbúðir.

Í öllum storminum, vonbrigðunum, og innan gæsalappa, svikunum, talar sannleikurinn sinni röddu í þeim eina tilgangi að fá menn og konur til að opna augu sín og sjá það sem sannleikurinn vill benda fólki á.  Til að mynda orð á þann veg að Pútín, leiðtogi Rússlands, hann vissulega efndi til stríðs við Úkraínu sem nú er í gangi sem er við að jafna landið við jörðu, sé hvorki verri maður né betri maður en bara ég og þú.  Er erfitt að kyngja slíkum yfirlýsingum.  Sumum klígjar við þeim, í þessum töluðu orðum.  Sannleikur samt, minn kæri, þó fáir taki undir slíkt tal núna. 

Pútín Rússlandsforseti, rétt eins og ég og þú, er bara maður sem getur eins og við bæði borið gott og vont fram úr sínum sjóði.  Við svona tali flökrar sumu fólki af því að vilja ekki heyra neinn sannleika sem kemur gegn innstu sannfæringu fólks sem þó er vitað að er engum neinn heilagur sannleikur og geti bæði verið rétt og röng.  Er það ekki annars svo?  Hjarðhegðun hvað? 

 

 

 

16 apríl 2022 (b)

Gamla ráðið að beita ofbeldi til að koma góðu til leiðar er í gildi. Samt er sagt að í dag vitum við svo miklu meira. Sem er rétt en stöndum þó ráðþrota þegar þolinmæðin brestur og við beitum gamalli og margreyndi aðferð að böl skuli bætt með tómu ofbeldi og fjöldaslátrunum á fólki.

Kæri vinir! En stöndum við á sama stað og við höfum verið á er kemur að þessum málum.

Rétt er það að við kunnum að skjóta mannaðri eldflaug til mánans en er fyrirmunað halda frið við hvort annað og gerum til aðför að nágrannaþjóð okkar og gætum þess vandlega að spyrja okkur hverju þetta sæti. Spurningin er enda nokkuð persónuleg.  Og svoleiðis er okkur .i nöp við.  Við þörfnumst leiðsagnar upprisins Jesús.

 

 

16 apríl 2022.

Fyrir afbrot skal vissulega refsa. 

Sé um mistök og handvömm að ræða kringum stjórnunarstörf og leiðtogahlutverk fólks gegnir öðru máli.  Vissulega slæmt.  En hvernig má varast þetta í fari fólks sem glímir við ófullkomleika.  Og hver okkar er ekki þar?  Samt gera menn kröfur um óaðfinnanleg verk annars fólks, eins og vill brenna við er fólk ræðir þessi mál og ekki neitt annað að heyra af slíku tali en að búast hefði mátt við fullkomleika.  En hvernig má slíkt gerast þegar vitað er að hver manneskja sé ófullkominn og viðurkennd staðreynd að sé og við því með eitthvað sem mun áfram ganga með okkur?  Að gera kröfur og ætlast til fullkomleika er bara allt annar handleggur og arfavitlaust álit, eins og hver líka sér og þarf ekki nema að horfa í eigin barm.  Hver okkar hefur ekki klúðrað og fundist ósanngjarnt að fá ofanígjöf?  Hér benda báðir á eigin brest og fátt annað.  Afsökun?  Nei, staðreynd og svona er fólk. 

Fremji manneskja afbrot af einhverri sort er verkið um leið valin aðgerð og henni, sem afbrot fremur, ekkert óviljaverk eða óhapp sem óvart skeði heldur þaulhugsað plan.  Við gerum oft kröfu til fullkomleikans í daglegu lífi þessarar og eða hinnar manneskjunnar.  Til að mynda stjórnmálanna.  En hver er munur á þessu fólki og mér og þér?  Að tala svona er skírasta ábendingin til okkar mannanna um breyskleika og veikleika okkar.  Hún gerði.  Hann gerði.

Við segjum að gera skuli aðrar kröfur og meiri kröfur til fólks í æðstu stöðum og stjórnunarstöðum en annars fólks.  Rétt er það að þetta sé sagt.  En hví, þegar ljóst er að öll erum við á sama bát og vitum að sérhver okkar geti gert góð verk og slæm verk?  Að brjóta af sér er viljaákvörðun manna og kvenna en engin skyndiákvörðun þess sem í lendir.  Við erum hér að tala um sinn hvorn þáttinn.  Eina sem hægt er að fara fram á er heiðarleiki og að þekkja takmörk. 

Hvað segir Orðið:

„Rómverjabréfið. 2.  17-24.

En nú kallar þú þig Gyðing, treystir á lögmálið og ert hreykinn af Guði þínum.  Þú þekkir vilja hans og kannt að meta rétt það sem máli skiptir þar eð lögmálið fræðir þig.  Þú treystir sjálfum þér til að vera leiðtogi blindra, ljós þeirra sem eru í myrkri, kennari fávísra, fræðari óvita þar sem þú hafir þekkinguna og sannleikann skýrum stöfum í lögmálinu.  En þú sem fræðir aðra, hví fræðir þú ekki sjálfan þig?  Þú prédikar að ekki skuli stela og stelur þó.  Þú segir að ekki skuli drýgja hór og drýgir samt hór. Þú hefur andstyggð á skurðgoðum og rænir þó hof þeirra.  Þú hrósar þér af lögmálinu og óvirðir þó Guð með því að brjóta lögmálið.  Svo er sem ritað er: „Nafn Guðs er ykkar vegna lastað meðal heiðingja:“- Hver hefur ekki stungið á sig sem annar á?

„Rómverjabréfið 3.  23-24.

Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og Guð réttlætir þá, án þess nokkur verðskuldi það, af náð með endurlausn sinni í Kristi Jesú.“-

Bræður og systur í Kristi!  Gleðilega upprisuhátíð.  Hún er alveg að bresta á.  Fögnum!  Með kirkjunni kom fyrirgefning syndar og sérhvers afbrots sem menn hafa og munu fremja. 

 

 

 

12 apríl 2022.

Fyrst kom Covid og endalausa umræðan kringum það um gagnsemi eða ekki gagnsemi bólusetninga og flestir landsmenn orðnir sérfræðingar í rammflókinni samsetningu bóluefna og ýmist mæra þau eða hafna þeim.  Google er besti læknirinn og lyfjafræðingurinn, segja menn. 

Fór svo að draga úr Covid og ljóst að kraftur veirunnar er ekki sami og í fyrstu og ástandið að verða svona viðráðanlegra á Landspítalanum, en grátur þaðan áfram um erfiðar aðstæður, sem breytist víst seint.  Sett var rifa á landamæri íslendinga á Keflavíkurflugvelli og stóð ekki á að erlendir ferðamenn tækju að koma.  Þeir voru svoleiðis fegnir að geta aftur farið að hreyfa.  Það hugtak hefur einnig fengið á sig annan blæ.  Í dag hefur hugtakið:  „Fara og hreyfa mig örlítið“- misst svolítið andlitið.  Skokkið sem sé fékk hressilegan keppinaut sem vel má ætla að sé að sigra þessa annars drep leiðinlegu skokkkeppni sem um leið gefur skokkgötunni heima fingurinn og allri svitaframleiðsla á henni eftir hálftíma eða klukkutíma skokkferð og hvort sem skokkið var númer 1. hjá manneskju 100 eða 1000.  Nú er líka:  “Að fara og hreyfa sig“- það að setjast í merkt sæti flugvélar, spenna á sig beltið, fljúga um loftin blá og lenda á flugvelli í öðru landi.  Þar er hvítvínið ódýrt og maturinn sama og frír.  Tölum ekki um þau gæði öll saman. 

Í dag nefna fæstir orðið Covid þó ljóst sé að það leynist enn á meðal okkar og fólk ennþá að veikjast af völdum Covid og þarf að vera heima.  Einhverjir leggjast inn á sjúkrahús og einhverjir deyja af völdum þessarar skæðu pestar sem kom án þess fyrst að banka.  En það ku vera venja svona pestar að banka ekki fyrst og segja auðmjúk „Má ég koma inn fyrir.“- Hún veður inn.  Og séu dyr ekki opnaðar verður Covid eftir á hurðarhún sem smitberi kom þar fyrir og næsti á eftir fékk í sig er viðkomandi greip um sama hurðarhún.  Svona gerir Covid.  Sá ósýnilegi .... já. 

Covid er ekki með öllu horfið og enn að birtast fregnir af þessu hér og þar í kringum okkur.  Líka þó umræðan hafi snúið sér í aðra átt og lemji og berji á öðrum vettvangi en Covid- vettvanginum. 

Fréttamiðlum er endalaust hjálpað við alla fréttaleit og starfsmenn þeirra þurfa ekki að afla sér fregna gegnum hundleiðinlegan landbúnaði, ennþá leiðinlegri sjávarútveg né drepdrep leiðinlega apparatið versluninni.  Allt breyttist þar í ranni með stríðinu í Úkraínu sem enn stendur og er aldeilis flottur sjóreki inn í umræðuna sem byrjuð var að fjara undan vegna Covid sem menn voru að verða svolítið þreyttir á og einnig þessum sjálfskipuðu sérfræðingum bólefna.  Æ.  Fólk nennti þessu ekki lengur og snéri sér í auknum mæli að því að læra að elda sér góðan mat.  Sem reyndar stóð ekki lengi og lauk með frábæra sjórekanum sem barst í fjöruna og ástandinu í Úkraína.  Bændur, þið vitið, sem endalaust barma sér, sjávarútvegur, þið vitið, allar velstæðu útgerðirnar sem eigna sér miðinn, og verslunin, þið vitið, sem hækkar verð nokkrum dögum fyrir útsölu til að fá lækkað þau niður í sama og var er útsala fer í gang.  Hver nennir slíkri umræðu með heilt stríð í gangi rétt við sínar eigin bæjardyr?  Allt slapp þetta sem sjá má fyrir horn og öll spjót samfélagsmiðla beinast nú yfir hafið til austurs.  Ekkert smá sem við erum heppin. 

Annað samt kom óvænt inn með hinni umræðunni sem truflaði hina smá og var svolítið högg undir beltisstað og birtist í sölu Íslandsbanka.  Í landinu er nú barist á tveim vígstöðum sem engum er góð né heppilegt leið og dregur úr styrk umræðu sem best færi á að beindist að einu og sama umræðuefninu.  Nú um stundir velta menn fyrir sér hvort ríkistjórn Íslands sé á útleið.  Tel samt að svo langt gangi málið ekki og kæmi á óvart skeði slíkt.  Eigið góða, heita umræðustund fulla fordóma.  En kannski er hún ekki alveg þar og bara nálægt þeim.  Kynferðislegt áreiti hvað? 

 

 

 

11 apríl 2022.

Sagt er að engin sérstök þörf hafi verið á að selja Íslandsbankann núna.  Sennilega rétt tilgáta en hvenær á að selja og hvenær á ekki að selja þetta og hitt?  Menn selja ekki allt sem þeir selja af tómri þörf og blankheitum heldur máski meira af hinu að vel megi selja eins og til að mynda einn ríkisbanka vegna þess að slíkt var með í til að mynda Stjórnarsáttmálanum. 

Réttur tími!  Held að hann komi aldrei í tilviki sölu á ríkisbanka.  Mann ekki eftir neinni annarri umræðu en henni að selja ætti Ríkisbankanna, þó maður hafi sínar efasemdir um réttmætið og til hvers, og það allt. 

Einkabanka, ríkisbanka.  Hvort viljum við?  Mér er sama hvor tegundin leikur hér lausum hala svo fremi sem ég get lagt inn og tekið út pening eftir þörfum og haft heimild til yfirdráttar á Vísakortinu mínu, þurfi að grípa til hennar og fengið almenna bankaþjónustu.  Ætli sé ekki svipað ástatt um flest okkar hin. 

Hið merkilega og óskiljanlega við þetta er að fæstir inn á hinu háa Alþingi virðast hafa vitað hvað til stæði að þessu leiti þó málið venju samkvæmt hafi siglt gegnum margar umræður á hinu háa Alþingi íslendinga og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstaðan verið með í henni.  Samt komu margir þingmenn að sjá af fjöllum og viðhöfðu fjölmörg orð.  Voru þeir kannski að smala til heiða og fjalla? 

Að sjálfsögðu ganga kaupin á Íslandsbanka í gegn, eins planað var.  Einnig er hægt að söðla algerlega um og festa í lög að Ríkið bara eigi bankanna áfram og að allt haldist kyrrt á sama stað.  Öllu svona ráðum við sjálf og spurning um hvernig við viljum hafa þessi mál.  Hinu er samt ekki að neita að hin óskiljanlega umræða „Haltu mér slepptu mér umræðan“- er svolítið algeng á meðal okkar.  Heitir þetta ekki að vera „Svolítið ráðvilltur?“  Gruna það.

 

 

 

10 apríl 2022.

Hver vill kaupa banka? Fyrir mér er banki eitthvað sem maður leggur inn á bókina sína í og fær laun sín greidd inn á og geymir fyrir mann söfnunarreikninginn sem mánaðarlega er lagt inn á af hinni bókinni minni fyrir utanlandsferðina kannski á þessu ári eða því næsta.  Banki er fyrir mér ekkert meira þessu.

Eins og ég sé þetta er banki ekki til að hafa endalausar skoðanir á heldur tæki til að nota sjálfum sér í hag. Eins og verið hefur svo lengi sem ég mann eftir.  Um þau samskipti míns og bankans er allt gott um að segja.

Ryk og eitthvert kusk á hvítflibba. Hvað er átt við og hverjum er ekki sama um kusk og einhvern hvítflibba? Aðrir svo sem mega eltast við slíkt ef þeir sjálfir vilja en ekki með mér sér við hlið. Frekar skal ég spila Bítlanna eða hlusta á alvöru lofgjörð og meira að segja fara á hestbak eftir bráðum hálfrar aldar fjarveru þaðan en að velta mér upp úr banka og rekstri einhvers bankaræfils. Er lífið kannski einn voða stór BANKI og enn stærri bankabók? Hvað segja menn?

En hafi þetta hver eins og hann sjálfur vill:

Bankbank...Ding dong.-

Kom inn. 

Já sæl og blessuð.  Mikið er gaman að sjá þig.  Ekki er að spyrja að.  Bara verið að leggja inn.  Nú, varstu að taka út.  Fyrirgefðu.  Mín manneskja kann lagið á þessu.- 

Gróði!  Elskann. Enda í gegn Sjálfstæðismaður og verð áfram.

Eigið góðan dag og enn betri bankaúttektar eða innlagnardag í banka á morgun.

 

 

 

 

8 apríl 2022.

Trú er uppi og verður áfram með okkur og í sumra óþökk sem fyrr og vekur fegin leika einhvers og manna eins og mig og þig sem lútum trúnni og teljum okkar stærsta vinning í lífinu.  Trúin segir mér og staðhæfir allt þetta prjál fólks og eftirsókn eftir vindi og eftir að eignast auð og jafnvel öfunda fólk sem selur fyrir milljarða en eru samt bara fólk eins útlítandi og ég og þú.  Kvefast og veikist sem hver annar og er ekkert meira og heldur ekkert minna öðru fólki.  Fólk sem einn daginn hverfur burt af jörðinni með ekkert með sér og jafnvel ekki klætt eigin flíkum heldur einhverju sem aðrir skaffa og manneskja er greftruð í.  Flöturinn sem hverju okkar er ætlaður er ekki stór heldur örsmár og þar endum við hvert okkar en höfum kannski allt okkar líf streðað við að eiga þetta og eiga hitt og fyrir vikið aldrei lært að lifa þessu sem einhver segir að sé líf sem sum okkar ekki þekkjum, höfum aldrei kynnst né vitum í grunninn hvað sé og verjum dögunum í tóm slagsmál við allt og alla í kring en leitum ekki lífsins sem hverju og einu okkar er ætlað.  Og öllu svarað með orðum á borð við að svona bara sé þetta.  Er til rangara svar þessu? 

Nei vinir!  Við getum þakkað fyrir margt og einkum fólk sem ver af tíma sínum í að rækta upp eigin trú, boða öðru fólki trú á hinn upprisna Drottinn drottna Jesús Krist sem dó á krossi en dauðinn sökum hreinleika Jesús og Guðlegs heilbrigðis hans fékk ekki haldið og varð að sleppa til að ég og þú eignuðumst sama uppriskraft og bjó í honum sjálfum og fúslega gefur öllum sem hann sjálfur velur að skuli fylgja sér.  Og þetta fólk hrósar happi og talar og skilur hvað átt sé við er talað er um lifandi líf, fjörugt og fallegt líf og veit að byggir upp og endi ekki í endalausum slagsmálum við náunga sinn né sér djöfullinn sjálfan í hverju horni, vera í endalausum ergjum, endalausum þrætum við fólk sitt né talar út skömmina að sjá djöfsa starfa í eigin trúsystkinum.  Ekkert af þessu gildir heldur er það friður sem sóst er eftir og að vera þar sem friðurinn er meiri og á heima.  Á sumt fólk þarf algerlega að loka. 

Friðurinn á sinn sérstaka stað í lífi hverrar manneskju en áhöld um hvort hún viti hvar staðurinn sé.  En akkúrat það þarf hún og að hvert okkar á sinn eigin stað og afdrep.  Oftast er þetta heimilið en getur líka átt við annað.  Ekki eru öll heimili til friðs.  En hvað veit ég hvaða heimili sé í lagi og hvað ekki?  Slíkt væri svipað og hjá fólki sem staðhæfir að trúfélögin séu öll eitt logandi bál af ráðríki og stjórnsemi og mönnum sé refsað sem gangi ekki takt við leiðtoga hópsins.  Hverslags þvæla er þetta.  Samt heldur sumt fólk sér bara þarna.  En svona er blinda.

Og hvað veist þú um svona lagað sem aldrei hefur snert á neinu, aldrei komið þangað inn fyrir dyr og varla veist hvar þessir staðir séu á kortinu né bæjarfélagið sem starfið er í?  Samt kaupa menn eitt og annað sem sagt er um þessi samfélög og líta á alvarlegum augum á og tala um eins væri um einhvern sannleika að ræða og stærri sannleikur Stóra sannleik sjálfum en er þó hreint kjaftæði alveg til grunna.  Og þetta endar ekki og sumum mönnum sama um satt og logið. 

Margt gott er gert í þessu landi og trúin á Jesús ævinlega í grennd.  Og meira.  Þar sem best er gert skal trúin vera nærri eða áhrifa frá trú gæta í verkefninu.  Einnig hér skiptast menn í flokka.  Annar er blindur en hinn sér ljós Krists skína af verkefnum sem við blasa.  Spurningin sem eftir stendur er hvað ég sé.  Guð gefi að ég sjái verk Guðs þegar hann sjálfur starfar.  Sé brot framið sem varða við lög og sekkt sannast skal refsað fyrir brotið.  Ég þekki engan sem tekur undir neitt annað.  Brot er brot og yfirhylming ekki inn í myndinni.  Trúið þessu.  Líka er brot að beita rógburði gegn saklausu fólki.  Samt er ekkert nýtt sagt hér og hefur bellibrögðum oft verið beitt til að klekkja á náunganum.  Og ósvinnan heldur áfram uns Jesús kemur aftur til jarðarinnar og gerir alla hluti nýja.  Þessu lofar heilög ritning og við væntum sem trúum.  Og störfum sem fyrr.

 

 

 

7 apríl 2022.

Þegar bankarnir á sínum tíma hrundu og skildu eftir sig sviðna jörð og nýtt og verra umhverfi blasti við mörgu fólki, fyrirtækjum og samtökum, fara fljótlega að berast fregnir um að annað hrun hinu talsvert verra væri í pípunum sem mundi gera hitt hrunið að hreinum barnaleik og aumingjaskap. Það sem spekingum þessum og hreinu niðurrifsröddum yfirsást var að allt sem hrunið gat lá þegar á jörðunni og engu við neitt að bæta. Til að eitthvað geti hrunið þarf fyrst eitthvað að vera eftir uppistandandi, sem ekki var eftir fall fjármálakerfisins á Íslandi og í flestum löndum öðrum sem fjármálahrun varð í. Ísland er ekki eina landið sem missti fótanna í peningamálum sínum árið 2008.

Í dag er ég viss um að þeir sem taldir voru valdir að bankahruninu og eru mögulega með í dag að kaupa hlut í, segjum, Íslandsbanka, ríkið seldi hlut sinn í bankanum á dögunum, séu bestu kaupendur að bankanum sem völ sé á. Það sem maður hefur fyrir sér hér er hugsunin um að hafi einhverjir lært eitthvað af því sem skeði haustið 2008 sé það fólkið sem pikkað var út úr og gert að sökudólgum og ábyrgðarmönnum bankahrunsins og dæmdir af dómstólum og, í ofanálag, af flestum í landinu. Þetta er þung og miskunnarlaus refsing. Þessir menn hafa nú flestir, allir kannski, afplánað refsingu sína og ganga um frjálsir menn. Besta mál.

En verum róleg. Tíminn leiðir í ljós allan árangur og því hreinar Grósögur sem segja að allt hér stefni í voða og á sama stað á sviði fjármálaumsvifa og var árið 2008. Slíkt er gremjutal. Lengri tíma en þetta þarf til að slíkt geti endurtakið sig, en gæti gerst með komandi kynslóðum sem, eins og okkur, er frekar illa við að læra af gangi og reynslu sögu hverskonar. Það er þarna sem vandinn mikið liggur.

Fall fjármálakerfanna 1929 vestur í Bandaríkjunum og afleiðingarnar fyrir heimsbyggðina þá, lærðu á þeim dögum margir af, en lærdómurinn skilar sér ekki yfir til kynslóðanna á eftir. Er þetta ekki annars rétt? Staðfestingin eru atburðirnir um haustið 2008. Þetta var allt til þá og aðvaranir einnig en fólk sem fyrr framsækið, fullt hugmynda og atorku, en andvaralaust.

Verkið gat því endurtekið sig síðar og sáum við þetta gerast haustið 2008, tæpum áttatíu árum eftir hinn atburðinn vestur í Bandaríkjunum og með þeirri kynslóð sem þá er uppi. Verum því bara salla róleg. Allt tekur tíma. Ætla má að atburðirnir 2008 detti einnig í gleymskunnar haf eins og gerðist 1929 og að þeir verði reistir upp síðar, alveg eins og skeði hið örlagaríka ár 2008. Að neinu svona er engan vegin komið og kemur ekki, ef við lærum af liðinni tíð en engin tryggingu er fyrir að muni gerast. Framagosar af báðum kynjum verða áfram þarna í mannhafinu.

Spyrja má hve langan tíma taki fyrir hring að lokast? Fer ekki annars allt í tóma hringi? Liggur ekki fyrir að svo sé og er ekki þekkingin þegar til? Jú. Samt höggva menn ítrekað í sama knérunn í þeirri von að annað en var sem ekki var gott færist þeim í fang. Er þetta ekki sagan að segja fólki aftur og ítrekað? Tel svo vera. Af hverju ætti þá eitthvað til framtíðar litið að breytast? „Svartsýnistal,“- segja einhverjir og aðrir „Raunsýnistal.“-

 

 

 

 

6 apríl 2022 (b)

Þegar maður sér fólk að hvað blasir þá við?  Fólk sem erfiðar, fólk sem streðar, fólk sem slæst, fólk sem berst, fólk sem grætur, fólk sem hlær, fólk sem sýnir tilfinningar, fólk sem hefur misst.  Allt þetta má sjá hvert sinn er manneskja blasir við. 

En sumir sjá ekki þetta.  Þeir horfa á feita manneskju og aðra akfeita, hlægilega litla eða svo stóra að undrun vekur, með stórt nef eða lítið nef.  Heimska manneskju, vitra manneskju, manneskju sem sýnir árangur og aðra sem sýnir engan.  Horfa á eina íturvaxna og aðra vöðvarýra og slappa.  Á eina skemmtilega og aðra leiðinlega.  Á vöðvastælta sem vöðvarnir á strekkja út í ermarnar. 

Á bak við allt þetta er bara manneskja sem þarf og þráir sjálf ekta virðingu annarra gagnvart sér og að vera annarri manneskju mikilvæg.  Eitthvað.  Ekki öllum, alltént einhverri.  Bara einni, sem nægði. 

Horfir á manneskja sem strangt til tekið getur farið með sig sjálfa hvert sem hún vill og valið annað hvort dýpstu myrkur eða mestu birtu.  Valið eigin veg eða veg Jesús Krists.  Valið biturleika og að vera hress í sinni.  Valið samstarf eða einstigið, félagsskap eða einveruna.  Allt þetta og meira til blasir við sé manneskja litin augum.  Hvar finn ég þessa manneskja.  Hún blasir við augum fari ég til spegilsins. 

Er maður horfir á slíkum augum er auðvelt að beina augum sínum upp til lifandi Guðs og hrópa:  „Drottinn!  Ég þarfnast þín og kærleika þíns.  Drottinn!  Hjálpa þú mér.  Amen.“-

 

 

 

6 apríl 2022.

Segið mér hver munurinn sé á stríðinu í Úkraínu sem nú er í gangi og öðrum stríðum sem við höfum lifað sem þó vöktu ekki nærri eins mikla athygli í landinu og þetta í Úkraínu.  Og förum við langt aftur í tímann og aftur í gráa forneskju má lesa um þessa atburði.  Skoðum málið:

„Esekíel 25 1-17. 

Gegn Ammónítum

1 Orð Drottins kom til mín: 2 Mannssonur. Snúðu þér í áttina að Ammónítum, flyttu spámannlegan boðskap gegn þeim 3 og segðu við Ammóníta: Hlýðið á boðskap Drottins Guðs. Svo segir Drottinn Guð: Þú hlakkaðir yfir því að helgidómur minn var vanhelgaður, landi Ísraels eytt og Júdamenn reknir í útlegð. 4 Þess vegna fæ ég þig þjóðunum fyrir austan til eignar. Þær munu slá upp tjaldbúðum sínum í þér og reisa sér þar bústaði. Þær munu háma í sig ávexti þína og svolgra mjólk þína. 5 Ég mun gera Rabba að beitilandi fyrir úlfalda og borgir Ammóníta að bithögum fyrir sauðfé. 6 Því að svo segir Drottinn Guð: Þú klappaðir saman lófum og stappaðir niður fótum og fylltist innilegri meinfýsi og fyrirlitningu á landi Ísraels. 7 Þess vegna rétti ég hönd mína gegn þér og framsel þig framandi þjóðum sem herfang. Ég tortími þér sem þjóð meðal þjóða og afmái þig sem land meðal landa. Þá muntu skilja að ég er Drottinn.

Gegn Móabítum

8 Svo segir Drottinn Guð: Móab og Seír segja: „Júdamenn eru eins og allar aðrar þjóðir.“ 9 Þess vegna geri ég fjallshlíðar Móabs naktar með því að ryðja þaðan borgunum, öllum sem einni, prýði landsins, Bet Jesímót, Baal Meon og Kirjataím. 10 Ég fæ landið þjóðunum í austri til eignar, auk Ammóns, svo að Ammóníta verði ekki framar minnst sem þjóðar á meðal þjóða. 11 Ég mun fullnægja refsidómnum yfir Móab og þeir munu skilja að ég er Drottinn.

Gegn Edómítum

12 Svo segir Drottinn Guð: Edóm hefur hefnt sín á Júdamönnum og Edómítar urðu mjög sekir þegar þeir hefndu sín á þeim. 13 Þess vegna segir Drottinn Guð: Ég mun rétta út hönd mína gegn Edóm og eyða þar bæði mönnum og skepnum. Ég mun gera það að auðn. Edómítar skulu falla fyrir sverði frá Teman til Dedan. 14 Ég legg hefnd mína á Edóm í hendur þjóð minni, Ísrael. Þeir munu fara með Edóm eins og reiði mín og heift gefur tilefni til. Þá fá Edómítar að kynnast hefnd minni, segir Drottinn Guð.

Gegn Filisteum

15 Svo segir Drottinn Guð: Í hefndarhug hefndu Filistear sín, fullir fyrirlitningar á Júdamönnum. Vegna forns fjandskapar vildu þeir eyða þeim. 16 Þess vegna segir Drottinn Guð svo: Ég rétti út hönd mína gegn Filisteum og eyði Keretum og öðrum þjóðum á strönd hafsins. 17 Ég mun vinna á þeim mikil hefndarverk og hegna þeim grimmilega. Þeir munu skilja að ég er Drottinn þegar ég hefni mín á þeim.

Erum við ekki ennþá að horfa upp á sama og fá sömu upplýsingar og hér eru birtar.  Lengra er síðan en í gær sem Esekíel var uppi.  Esekíel var fyrir árþúsundum.  Samt hefur ekkert breyst.

 

 

 

 

5 apríl 2022.

Mikilvægt er að fólk skilji rétt það sem gerist í kringum sig.  Að hafa yfirgefið kirkjulegt starf, hver sem orsökin er, merkir ekki sama og að viðkomandi sé þar með að yfirgefa Guð sinn, sem sumir reyndar gera.  Jafnvel þó manneskju sé varpað á dyr, eins og sumt fólk kýs að kalla þetta, er Guð hinn sami.  Rétt er að samfélag á sinn hátt sé manna verk og einnig nafnið sem á því sé.  Að vilja kenna sig sjálfir við eitthvað tiltekið og ákveðið samfélag og nafngreina sem sitt er viss vísbending um, sterk ábending, að verið sé að vísa beint til sértrúarsafnaðar sem menn tilheyri og á ákveðna goggunarröð um leið sem í gangi sé.  Sem sagt!  Mitt samfélag var betra þessu sem nú er.  Hvernig geta menn fullyrt með þessum hætti sem ekki þekkja til aðstæðna og bara sagnirnar? 

Kristinn maður sem veit, þekkir og skilur hlutverk sitt, kynnir sig, standi hugur hans til slíkrar kynningar, sem manneskju sem játi Krist sem leiðtoga lífs síns.  Ekkert meira og heldur ekkert minna.  Slík kynning er að öllu leiti gildur boðskapur. 

Vilji menn sjálfur segja öðrum í hvað samfélagi þeir séu er það vitaskuld heimilt en samt algert aukaatriði hvort gert sé eða að öllu slíku sleppt og þarf enga langa né ítarlega yfirlegu til að sjá þetta.  Og hvað segir Kristur.  Við erum bræður og systur.  Hver veit ekki að bræður og systur tilheyri einni og sömu fjölskyldu.  Líka eftir að fólkið fullorðnast, flytur, giftist og fer sjálft að eignast börn.  Áfram eru þau partur sömu fjölskyldu og áfram menn sem eiga bæði bræður og systur.  Þetta er fjölskylda.  Sjáum við ekki á hverslags villuvegi við stundum erum? 

Er menn endurfæðast, eins og Orð Guðs nefnir þetta, verða þau umskipti í lífi hvers endurfædds einstaklings að hann fer sjálfkrafa undir sama hatt og fjöldi annarra manna og kvenna gera sem Drottinn miskunnaði sig yfir.  Og hvað segir Kristur sjálfur um það sem blasir við augum mínum?  Skoðum Orð Drottins til fjölskyldu okkar sem við tilheyrum í dag: 

Mattuesarguðspjall.  12.  46-50.  Meðan Jesús var enn að tala við fólkið komu móðir hans og bræður.  Þau stóðu úti og vildu tala við hann.  Einhver sagði við hann: - Móðir þín og bræður standa hér úti og vilja tala við þig  Jesús svaraði þeim er við hann mælti: - Hver er móðir mín og hverjir eru bræður mínir?“  Og hann rétti út höndina yfir lærisveina sína og sagði:  „Hér er móðir mín og bræður mínir.  Hver sem gerir vilja föður míns sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.“- Hvar í textanum sjáum við nafn samfélags?  Ekki svo að skilja að sérstakt nafn megi ekki vera á samfélögum en breytir ekki því að kristið fólk tilheyri einni og sömu fjölskyldu og stórum hópi manna og kvenna að lúta sama Guði.  Hvar eru veggirnir og hverjir reisa veggi séu þeir til staðar.  Manneskjur gera slík verk.  En þær eru engin Guð.  Guði sé lof. 

Grunnhugsun Nýja testamentisins er hugsunin um fjölskylduformið sem við öllum vitum hvernig lítur út.  Fólk sem veit hvernig fjölskylduformið er veit og að þetta fólk sem þarna er sé allt náskylt.  Jesús kemur sama í kring með sitt fólk.  Enda alvaldur á himni og jörðu.  Sértrúarsöfnuður getur ekki verið þarna.  Hann tilheyrir öðrum stað og starfar á öðrum velli.  Annað er að hafa á sér yfirskin Guðshræðslu.  Líka þó menn viti ekki betur.  Orð Guðs talar svona.

En hversvegna er þetta lag á?  Ekki skilja allir boðskap Krists rétt.  Skilja ekki að endurfæðingin færi menn til einnar og sömu fjölskyldu.  Séu menn með þetta á hreinu geta þeir ekki um leið tilheyrt sértrúarsamfélagi og einvörðungu upprisnum Jesús Kristi.  Eins og ritningarversið hér ofar talar um afskaplega skírt en mörg okkar skiljum ekki vegna þess að fatta ekki boðskap textans.  Að vera reið, sár, svekkt og gröm manneskja er ekkert líf og mál að linni.  Amen.

 

 

 

 

1 apríl 2022 (b)

Mann ekki sjálfur eftir að hafa hlaupið 1 apríl né stuðlað að hjá öðrum að hlypi 1 apríl en trúði minnir mig sumum fréttum í blöðum um tíma sem reyndust hreint aprílgap.  Kannski að það strangt til tekið sé sama og að hafa hlaupið 1 apríl.  Jú, líklega.

Fregnir sem fjölluðu um að verið væri að selja áfengi á slikk eða gefa áfengi í dag skiluðu tel ég mestum árangri.  Væru menn spurðir að hvað þeir væru hér að gera vafðist þeim flestum tunga um tönn með hreint skelfilegum vandræðasvip á andlitinu.  Flestir samt voru bara ferðinni og ekkert sérstakt að gera.  Hmmm.

Mann eftir einu svolítið vel útfærðu 1 apríl gabbi um hross sem tannsmiður einn átti að hafa smíðað upp í tennur og einn kom með blaðið til mín með þær fregnir að ýmislegt væru þessir tannsmiðir nú farnir að gera, og sýndi mér mynd þar sem verið var að koma tanngarði fyrir upp í hrossi, sem honum leist bara bærilega á.  Minnir reyndar að ég hafi fattað að þann dag hafi verið 1 apríl og hlegið mínnum allra fallegasta hrossahlátri en ekki hinn, sem með fréttina kom.  Að verða fyrir gabbi hugnast víst fæstum.  Og hver vill gera sig að fífli - í beinni? 

 

 

 

 

 

1 apríl 2022.

Trúfrelsið er eitt af forréttindum þeim sem vestrænar þjóðir státa af og eru með í sínum stjórnarskrám og er eitt af þessu sem lýðræðið bíður að sé.  Hvar sem trúfrelsi ríkir máttu aðhyllast alla trú.  Gerum ekki lítið úr þessari klásúlu stjórnarskráa landanna en er þó gert.

Á Íslandi ríkir sú blessun að hið opinbera styður trúfélög með fjármagni og fá þau úr opinberum sjóðum greitt fyrir hvern einstakling sem skráðir er hjá þeim án tillits til hver átrúnaðurinn sé.  Kristinn samfélög eru ekki ein um hituna er kemur að þessu atriði.  Felur trúfrelsi enda ekki það í sér að allir séu kristið fólk þó ég sjálfur vildi að svo væri en er samt andstætt hugtakinu „Trúfrelsi.“- Þetta sjá allir.  Tími hins vegar íslensk þjóð ekki lengur að leggja til opinbert fé í sjóðinn „Trúfrelsi“- má vel skoða það án þess að maður sjái hverju það breytti.  Fé þaðan sker ekki að öllu leiti úr um hvort söfnuður lifir eða deyr drottni sínum.  Og þetta skulu menn vita að engar opinberar greiðslur eru greyptar í stein né óhagganlegur gerningur.  Á Íslandi máttu vera „Trúleysingi“- þótt ég skilji ekki alveg né sjái í fljótu bragði hvernig algert trúleysi líti út.  Munum að sjái menn ofsjónum vegna greiðslna Trúfrelsislaganna má breyta því. 

Hvað sem menn segja hér er ljóst að lögin um trúfrelsi eru góð lög og að margir séu þeim sammála en gera sér kannski ekki að sama skapi alveg grein fyrir að í þeim fellist allskonar.  Trúfrelsið hlífir mönnum gegn aðkasti annarra og hindrar fólk í að ofsækja hópa sem starfa undir lögum og merkjum trúfrelsis.  Mjög mikilvægur lagabókstafur sem breytt hefur mörgu fyrir þessa þjóð og aðrar þjóðir sem sama gildir um.  Samt er trúfrelsi ekki virt nema hér og hvar í samfélaginu og æ minn hin síðari ár.  Kristnir hópar fara ekki lengur inn í skólanna og segja frá Jesús.  Ekki svo að skilja að mikið hafi verið um akkúrat þetta inn í grunnskólakerfinu en var samt mögulegt um tíma en er ekki lengur.  Nema ef vera skildi Gídeon- félagið sem allavega um tíma var lokað á en ég held að hafi aftur verið opnað á.  Náð og miskunn? 

Á tímum Biblíukennslunnar, sem var eitt skyldufaganna í lögum um grunnskólanna, sá þjóðkirkjuprestur oft um Biblíukennsluna, allavega er krakkarnir eldast.  Minnir að með þeim hætti hafi þetta verið en bekkjar kennarinn séð um þessa fræðslu fram að þeim tíma. 

Eins og ég skil orðið trúfrelsi fellur það í sér að mönnum sé heimilt að boða öðrum trú þá sem þeir sjálfir aðhyllast.  Þó ég þekki ekki vel trúfrelsislögin efast ég um að þar sé stafkrók að finna um að hver maður skuli halda trú sinni fyrir sig sjálfan.  Hverslags trúfrelsi væri það?- Spyr maður nú bara.  Auðvitað á ekki að þreyta fólk og engin með fulla fimm heldur gerir slíkt.  Samt er það svo að það að brenna fyrir eitthvað hreinlega vill ýta á menn um að tala.  Sjáið umræðuna um knattspyrnu.  Engin hreyfir legg né lið gegn henni.  Ekki heldur þó menn stökkvi upp úr sæti sínu fyrir framan sjónvarpið heima og gargi eins og óður er liðið skorar að hjarta hjartveiks slær aukaslag.  Tali menn opinberlega um Jesú mega þeir eiga á allskyns von í landi trúfrelsis sem menn vita um en heyra stundum sögur af söfnuðum sem eru alveg út í Hróa hött þar sem einstaklingur, ein manneskja af kannski stærðar hóp, segir farir sínar ekki slettar, sem er auðvitað ekki gott.  Allir sem vilja geta komið inn í þessa söfnuði og kynnt sér hvað þar sé að gerast en kannski þora ekki vegna þess að vilja ekki fá á sig stimpilinn „Kristinn.“  Kristnir söfnuðir starfa fyrir opnum tjöldum.  Þekki sjálfur vel til þessara safnaða eftir yfir tuttugu ára náið samstarf í þeim.  Þar er bara fólk.  Allskonar núningur er þar sem fólk er.  Hér er ekkert furðulegt sagt.

Kristnu söfnuðirnir eru ekki vandi þjóðarinnar og mun ég áfram styðja trúfrelsi og að ríkið greiði söfnuðum trúfrelsisins.  Tími menn þessu ekki lengur væri þó betra að styrkgreiðslunum lyki.

 

 

 

 

31 mars 2022.

Er það ekki svo að byrji menn eitthvað er það þeirra verk einna að klára mál.  Og hvernig klára menn deilumál?  Þeir semja.  Þannig er farið að og með þeim hætti mun að endingu fara.  En hvort einhverjir samningar verði í boði gangi stríð of langt og menn búnir að missa tökin og allri stjórn og gangi mála er annað mál.  Þá heitir þetta:  „Skilyrðislaus uppgjöf.“- sem engin vill yfir til sín en er samt inn í myndinni að gerist.  

Er nasistar loks játa sig sigraða lutu þeir „Skilyrðislausri uppgjöf“- en hefðu mögulega ekki þurft og ráðið einhverju sjálfir um sína eigin framtíð.  Talsvert fyrir stríðslok var ljóst orðið að Þjóverjum væri um megn að sigra þetta stríð.  Slíkt var ofurefli bandamanna að hitt gat ekki gerst.  Um tíma og áður en til endalokanna kom hefði verið mögulegt að semja um einhverlags skilyrði sem báðir ættu aðild að og að einhverju leiti alltént getað sætt sig við.  Sú leið var ekki valin og er kom að lokum seinna stríðs var öllum þjóðverjum ýtt til hliðar og aðrir en þeir látnir taka ákvarðanir.  Svona getur blindan, þrjóskan, stífnin og vitleysa manna gengið langt, séu bara réttar aðstæður fyrir hendi.  Orð Guðs nær ekki athygli sem þó segir gullkorn á borð við þessi:

„Lúkasarguðspjall.  14.  28-32.  Hver yðar sest ekki fyrst við ef hann ætlar að reisa turn og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu?  Ella má svo fara að hann leggi undirstöðu en fái ekki lokið við og allir, sem það sjá, taki að spotta hann  og segja: Þessi maður fór að byggja en gat ekki lokið. 

Eða hvaða konungur fer með hernaði gegn öðrum konungi og sest ekki fyrst við og ráðgast um hvort honum sé fært að mæta með tíu þúsundum þeim er fer á móti honum með tuttugu þúsundir?  Sé svo ekki gerir hann menn á fund andstæðingsins meðan hann er enn langt undan og spyr um friðarkosti.“- Að gera með þessum hætti er skynsemi í verki.  Hún krefst að unnið sé út frá einhverri visku.  Ekki er allir ráðamenn landa tómir skúrkar og óheiðarlegt fólk eins menn vita að Hitler var sem síðar var gert opinskátt að öll þessi friðarsamkomulög sem Hitler gerði við aðrar þjóðir var til að hann sjálfur fengi frið og ráðrúm til að gera allt hjá sér klárt fyrir sitt stríð sem hann fyrir löngu hafði ráðgert að efna til.  Þetta vita menn í dag en vissu ekki þá og einnig að Hitler hugsaði um ekkert nema sjálfan sig og markmið sín.  Og hvað uppskar Þýsk þjóð í stríðslok?  Land í rúst.  Hverjir borguðu brúsann er kom að endurreisn?  Aðrir en Þjóðverjar að mesta leiti.  Svo mikið er víst.  Þetta vitum við. 

Úkraína þarf sjálf að semja við Rússa og Rússar við Úkraínu.  Að aðrir miðli málum í deilunni er inn í myndinni.  Ekki dugir að hrópa upp í veðrið og ásaka aðrar þjóðir fyrir að veita Úkraínu ekki liðsstyrk, sem er heldur ekki rétt því margar þjóðir, til að mynda íslendingar, hafa tekið við grúa flóttamanna þaðan sem flúið hafa átaksvæðin.  Þjóðir sem efna til átaka verða sjálfar að koma sér út úr þeim á nýjan leik og gera á meðan enn er til samningaflötur og svigrúm til samninga.  Jafnvel þó stolt á báða bóga sé sveigt og það beygt að þá væri það í góðu lagi. 

Er íslendingar voru í sínu Landhelgisstríði í nokkur ár á áttunda áratug seinustu aldar var oft horft til varnarliðsins á Vellinum um að þeir hjálpuðu þeim við að sigrast á ofurefli Breska heimsveldisins þarna á miðunum.  Samt skarst Kanninn aldrei í leikinn þó allskonar fantabrögðum væri beitt á miðunum og líf manna fram og til baka stefnt í hættu og búið að víkja öllum siglinga- og sjóreglum til hliðar.  En hver varð lendingin?  Er mönnum fannst nóg að gert settust þeir við samningaborðið og sömdu.  Samningar voru íslendingum hagfelldur en ekki svo mjög breskri togaraútgerð.  En við stóðum ein í þessu leiðinda basli okkar.  Og svona er þetta. 

 

 

 

 

30 mars 2022.

Sagt er að fyrsta harðrokksveitin sem var viðurkennd sem kristilegt band hafi fyrst heyrst í kirkju árið 1967 og að hljómsveitin sem gjörninginn framdi heiti Mind Garage frá Morganton, Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.  Sé þetta rétt að þá telst Mind Garage vera forveri allra annarra kristilegra rokkbanda hvar í veröld sem er í dag og hljómsveitin þá kominn í raðir allra hinna merkilegu rokkbandanna sem ruddu braut fyrir sjálfa sig og aðra.  Sé hlustað á rokkhljómsveitin Mind Garage og menn þekkja til tónlistarinnar sem ríkti árið 1967 heyra þeir að er algerlega inn á sömu línu og þá viðgekkst.  Gæði tónlistarinnar er annað og að mínu áliti ágæt. 

Rokkmúsík fram til þess tíma og lengi á eftir var af mörgum göfugum og góðum kristnum manninum talin tónlist djöfulsins.  Auðvitað á engin almennilegur rétthugsandi kristinn sveinn né mær að kenna sig við neitt djöfullegt.  Held reyndar að djöfullinn fái ekkert skapað og bara steli. 

En alltaf er sama málið með þennan svakalega erfiða „Tíð og Tíma“- að hann lætur aldrei að sér hæða og fer þangað sem hann sjálfur vill.  Ís fer að brotna utan af ýmsum hefðum og venjum sem við fólkið höfum búið okkur til og teljum hið sanna og rétta en tíminn framundan ætlar að rassskella okkur með.  Flengingin lagar okkur flest til og við ekki bara förum að sætta okkur hálfgildings við breytingarnar heldur að tala um rokktóninn sem harla góðan og vel brúkhæfan til boðunar fagnaðarerindisins.  Er það ekki annars svo að með þeim hætti sé þetta? 

Rokkmúsík dagsins teygir sig til allra lína og allra átta alveg eins og þeir á „79 á stöðinni“- gerðu sem margir muna eftir að er bíómynd.  Og bíómyndin „79 á stöðinni“- hneykslar ekki lengur nokkurn mann né rokkið, þó það ómi í söfnuðum dagsins.  Að vísu er sá siður uppi annað veifið að fólk komi til blessaðs tæknimannsins og biðji hann í guðanna bænum um að lækka þennan dómsdags hávaða um eina tommu og áður en hávaðinn hreinlega gangi frá liðinu inni.  Samt er ekki verið feta fingur út í rokkið heldur hávaðanum inni.  Sem er ekki sama og vera sannfærður um einhverja djöfullega tónlistastefnu.  Og hver okkar þessara kristnu manna og kvenna talar í dag um rokk sem djöfullegt athæfi?  Ekki neitt okkar.  Og erum þá kominn á réttan stað með þetta.  Hávaðinn er annað mál. 

Á árum hinna einu sönnu rokksveiflu, í til að mynda Bandaríkjunum, en þangað rekur rokkið upphaf sitt, bentu kristnir menn oft á Elvis Presley og fannst hann reyna að höfða um of til hins kynferðislega með framkomu sinn á sviðinu.  Sem vel má vera að sé rétt.  En af hverju ætti það að hindra kristna menn í að nota þessa hreint prýðilegu rokkstefnu fyrir sig til útbreiðslu og boðunnar baðskaps Jesús Krists þó eitthvað sem Presley var að gera væri óviðeigandi?  Og hver segir að þó Presley blessaður hafi hrist sig og skekið á sviði á óviðeigandi hátt að einstaklingar innan vébanda kristna hljómsveita gerðu eins þó þeir aðhyllast línu rokksins?  Og þær gerðu það heldur ekki og áreiðanlega ekki heldur þetta fyrsta kristna rokkband sögunar sem sagan vill segja að heiti Mind Garage?  Hverju sætir að fólk vill steypa öllu fólki í eitt og sama mót?  Já af hverju?  Einstaklingur er einstaklingur og hegðar sér eins og einstaklingar.  Fólk sem veit mun á réttu og röngu leitast við að gera rétt.  Og sumt fólk, flest, temur sér stillta hegðun.  Líka rokkarinn.  Enda kristinn maður sem elskar Jesús.  Dónaskapur, af hvaða sort sem er, á hvergi að eiga heimili.  Stefna í tónlist þarf ekki að útiloka nokkra kristna manneskju frá því að gera rokkband sem notast við hljóðfæri sem býr til rokktóna fyrir sína hljómsveit?  Rokk er ekkert annað en enn ein fjölmargra tónlistarstefna sem til eru.  Sé rétt að rokksveitin Mind Garage hafi fyrst riðið á vaðið með rokk í söfnuði 1967 er ljóst að sveitin hefur um leið skipað sér í sæti með brautryðjendum.  Sem hingað til hefur þótt merkileg staða að vera í. 

 

 

 

 

25 mars 2022.

Hvernig á ástandið að vera öðruvísi en það er með mann sem misst hefur fótanna og aðskilið sig lifandi Guði og heldur áfram að reyna gera eigið sæluríki upp á eigin spýtur og með eigin aðferðum fullar eigingirni og sjálfselsku? Engin þarf að vera neitt undrandi á ástandinu að það skuli vera eins og það er.

Maður skal og vita að þetta haldi áfram og að eina ráðið sé að að boða trú á lifandi, upprisinn Jesús Krist og vita að sé hið eina sem við mennirnir höfum og eigum að sem fær sé um að hjálpa. Við þurfum utanaðkomandi hjálp við verkið og trúin á Krist segir að hjálpin liggi í kærleika Jesús og í honum einum.  Kristur er ekki vottur Jehóva, Buddalíkneski.  Ekki heldur náttúrudýrkun af neinu tagi né neitt þessháttar.  Jesús er upprisinn Sonur Guðs, og ekkert minna heldur en það.

Vantrúin er mikil og því á talsverðan bratta að sækja við boðunarverkið eins og verið hefur gegnum aldirnar.  Ekkert nýtt er sagt hér.  Þetta mun ekkert breytast og verða áfram afl sem ýmist eykur trú trúaðra manna og kvenna eða dregur úr trú fólks og þreytir mikilli þreytu.  Baráttan mun því halda áfram og ýmist auka skilning fólks sem við það munu draga sig nær Kristi og skilja æ betur tilgang sinn á jörðinni og einnig að Jesús sé númer eitt, tvö og þrjú.  Eða er fólkið sem fjarlægir sig Kristi og sest niður uppgefið.  Allt eins og við sjálf viljum.  Og ég vel Krist. 

Drottinn Jesús er sem fyrr frelsari allra manna og er engin undanskilin frelsisverkinu sem fullgerðist á krossinum.  Engin er útlokaður á meðan hann en dregur andann.  Segir enda í Orði Guðs að allir menn hafi syndgað og skorti Guðs dýrð.  Við sjáum að öll þurfum við á náð Drottins að halda og góða fréttin hún að öllum stendur náð hans, kærleikur og elska til boða. 

Við sjáum að ekkert breytist og vitum og skiljum að heimurinn haldi áfram í sama fari og verið hefur og að ólmast þar eins og naut í flagi og Drottinn sé áfram hinni einni sanni Guð.  Amen.

 

 

 

 

20 mars 2022.

Embætti borgarstjórans í Reykjavík er mikilvægt vegna þess að Reykjavík er höfuðborg Íslands og því mikilvægt að þangað ráðist fólki með getu til að gera það sem höfuðborg lands er ætlað.  Reykjavíkurborg er gríðarstór vinnustaður með þúsundir starfsmanna á sínum vegum og engin spurning um að hlutverk borgarfulltrúa er að vera með góða yfirsýn yfir það allt og fólk sem vel þekkir til atvinnureksturs af slíkri stærðargráðu og veit hvernig best sé að haga málum til að borgin reki þennan part sinn með eðlilegum hætti.  Þá er eina sem gildir að hafa manneskju þar yfir sem þekkir gerst til verka og kann að raða fólki niður í stöður.  Þar þarf því mann sem hefur slíka færni með góða skipulagshæfileika.  Allt miði við heild í rekstrarlegu tilliti og má heldur ekki gleymast. 

Þessi hugsun að sjá hefur ekki alltaf verið alsráðandi þanki í borginni og mætti nefna nokkur dæmi sem eru algert klúður og óskiljanlegt hvernig gat gerst.  Braggamálið er bara eitt af þessu.

Sjálfstæðismenn í landinu efndu til prófkjörs eins og venja flokksins er að gera fyrir komandi borgarstjórnarkosningar og var þar margt frambærilegra manna og kvenna á listanum sem kosið var um og hreppti efsta sætið Hildur Björnsdóttir sem, ef Sjálfstæðismenn ná góðri kosningu, yrði þá næsti borgarstjóri Reykjavíkurborgar og Sjálfstæðismenn þá „endurheimt“- borgina sína, eins og margir eflaust segðu.  Orðið „endurheimt“ á reyndar ekki við og er hreint rangnefni.  Psst!   Engin á neitt í pólitík, eins og oft er sagt og gott að hafa í huga og muna.  Að taka við borgarstjórnartaumum og setjast í sæti borgarstjóra í vaxandi borg eins og Reykjavík er vinna og svolítið miklu meiri vinna og ekki alltaf neitt svo þægilegt starf að gegna.  Allt á bak við eyrað. 

Eins og áður segir þarf höfuðborg Íslands gott fólk til starfa.  Borgarstjóraembættið er pólitískt embætti.  Fólk sem þar gegnir starfi kemur úr röðum stjórnmálafla sem starfa í nafni eins og annars stjórnmálalflokks sem lögum samkvæmt bítast um embætti og sá sem flest atkvæðin hlýtur því réttkjörin.  Þannig er þetta og getur ekki orðið neitt öðruvísi í lýðræðisríki.  Einræði er annað.  Hef alltaf verið þeirrar skoðunar að manneskja innan flokka en utan flokka sé betri til að gegna stöðu Borgarstjóra vegna þess að embættið er pólitískt og verður áfram pólitískt:  Sumir segja þó:  „Hitt væri betra af ástæðunni hversu pólitíkusar rífast, þrasa, hártoga, og þvæla svo mikið.“- Kjaftæði.  Sannleikurinn er að miklar og gagnlegar rökræður eiga sér þar stað.  En stundum hitnar í.  Íslendingar eiga mikið af hugsjónafólki í pólitík og geta þakkað það.  

Sjálfur tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sigri í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum og að skipt verði um fólk í efsta lagi borgarinnar og þeim sem fyrir eru þökkuð störfin og aðrir komi að verkinu.

Eins og fyrr segir er Reykjavíkurborg gríðarstór vinnustaður með stóran hóp fólks í verkunum.  Það sem líka verður að vera í góðu lagi er manneskja sem sett yrði yfir það sérstaka verkefni í borginni með haldgóða þekkingu og reynslu gegnum langan tíma sjálf á stórrekstri fyrirtækis og öllu skipulagi sem þar skal gilda.  Öll yfirstjórn er mikilvæg.  Slíka manneskju á hiklaust að setja yfir svona starf.  Einn frambærilegur var á listanum sem ég því miður mann ekki nafnið á en tel að þurfi að vera með í hópnum, nái Sjálfstæðisflokkurinn áhrifum í Reykjavík, eins og margt bendir til en engin veit fyrr heldur enn öll atkvæði hafa verið talin.  Svo sá leiðindafrasi sé hér fram dreginn.  Borgarstjóri sér ekki um alla þætti borgarstarfsins.  Allt svona þarf að hafa í lagi til að klúður á borð við „Braggamál“ og klúðursleg borgarmál endurtaki sig ekki og hreina skelfing.  Nýr borgarstjórnarmeirihluti fari vel með fjármuni.

 

 

 

 

19 mars 2022.

Ekki svo að skilja að mér komi málið við né að fólk megi ekki gera hvað sem því sjálfu sýnist og hugnast en verð samt að segja að skilja ekki hví fólk ítrekað og endalaust birtir myndir af látnum ættmönnum, minnist afmælis látins skyldmennis á hverju ári, og þar fram eftir götunum.  Fólks sem látið er fyrir áratugum.  Fyrir hvern er svona og hvað er í gangi? 

Í mínum huga og vitund er látið fólk horfið af jörðinni og kemur þangað aldrei aftur.  Vilji menn gera vel og gera betur við skyldmenni og náunga sinn, sem vel má hvetja til, snýr það sér að hinum lifandi sem enn eru á meðal okkar og enn þurfa á okkur að halda en ekki hinum sem þegar eru horfnir yfir móðuna miklu og ekkert meira er hægt að sinna ná að aðstoða á nokkurn hátt.  Lifendur er í kringum okkur en dáið fólk farið og orðin minningin ein.  Sinnum og hlúum að lífinu sem hlær og grætur í kringum okkur.  Já, hér og nú.  Aldrei skilið hinn móralinn. 

Hvað segir ekki Jesús:

„Lúkasarguðspjall. 9.57- 62.  Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð.“  Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“  Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!“  Sá mælti: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“  Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki.“  Enn annar sagði: „Ég vil fylgja þér, Drottinn, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima.“  En Jesús sagði við hann: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki.“-

Jesús hvetur fólk til að stunda líf, vera undir afli lífs og horfa þangað sem líf manna og kvenna hlær og blasir við.  Söknuður er staðreynd en verði hann viðvarandi afl erum við sem þar erum, segjum það, að búa okkur til ástand sem þarf ekki að verða hlutskipti nokkurrar manneskju.  Líf, gott fólk.  Líf.

Hlúum að lífi og lifum sjálf lífinu.  Dauðir hafa skilað sínu hlutverki í jörðinni og er verkefninu lokið fyrir þetta fólk.  Og þar endum við öll.  Skilum okkar lífi með sóma

því eitt sinn liggur fyrir hverju og einu okkar að deyja.  Dagurinn í dag er fullur lífs.  Lifum því.

Annað gildir um ættarmót og slíkt.  Þau að því leiti eru góð að kalla saman eftirlifendur og afkomendur fólks.  Á ættarmóti etur fólk saman góðan mat.  Og umfram annað það hittist þar.  Það fela þessi ágætu ættarmót í sér sem eru algegn í dag en voru ekki fyrir 60- 70 árum og þaðan af lengra. 

Á ættarmóti gefst systkinum, frændum, frænkum, mökum fólksins tækifæri á að kynnast betur ætt sinni og ættmönnum og nýjum einstaklingum sem það aldrei hefur séð og vissi ekki í öllum tilvikum um að hefði fæðst en blasir við augum á segjum ættarmóti.  Þau eru góð og gangleg því hverjum manni fylgir ætt, stór eða lítil.  Ræktum hana og gerum henni góð skil. 

En hver maður hafi þetta þó áfram sem hann og hún vill og sýnist rétt verk.  

Kæru vinir!  Bara sett fram til umhugsunar og því ljósi að lífið sé núna. 

 

 

 

 

18 mars 2022.

Blessun?  Hvað er blessun og hvernig fær maður blessun?  Er það blessun að fá í símtækið skilaboð um að heppnin hafi elt og bankareikningsins bíði háar upphæðir vegna kaupa minna á snepli sem dregið er um vikulega og einn heppinn hlýtur vinning?  Í þessu tilviki ég?  Nú loksins fékk ég tækifæri til að kaupa mér þak yfir höfuðið og um svipað leiti mín heittelskaða komst inn í líf mitt.  Vissulega blessun.  En kannski ekki alveg eins og ég hélt er árunum að baki tók að fjölga. 

En af því að ég og kvinna mín elskuleg erum mikið framkvæmdafólk réðust við í ýmiskonar og létum meira að segja hafa okkur í að stofna eitt stykki, hvað skal segja, verslun, margir hrífast af henni.  Allir aðrir sem með okkur voru samþykktu ráðahaginn og voru rúmlega til í að vera með í ævintýrinu.  Allt í blóma, eldi og vináttu.

Árin líða:  

„Æ!  Einn er farinn að dragast aftur úr.“- Á sundrungu ber.  Orð á borð við: 

„Æ, þarf að halda enn einn fundinn.  Æ, er nauðsýnlegt að gera þetta.  Æ, ég held ég verði ekki með.  Er eitthvað slappur í dag.“- heyrast sífellt oftar.  Blessunin sem til að byrja með menn og konur fagna ætlar að enda í tómum leiðindum.  Spennan, kátínan vonirnar og gleðin sem vaknaði hverfur og er ekki lengur þátttakandi.  Allur eldur minnkar og von öll dvínar.  Hún er orðin glóð og við að hverfa og hverfur.  Allt er dautt með alla burði til að lifa en gat ekki.  Verkið til að byrja með var aldrei rétt gert.  Orð á borð við „Æ, getum við ekki frestað þessu til mánaðarmóta“- verða hin venjulegu viðbrögð á kostnað orða á borð við:  „Gerum þetta.“- Gleði andartaks er ekki alltaf hið sanna er tímar líða.  Sé grunnur ekki byggður samkvæmt ráðum fenginnar þekkingar getur allt sem á ekki á að gerast gerst.  Fólk er samt við sig og togstreita myndast milli fólks sem eitt sinn stóð þétt saman.  En æ!  Einn orðið vill ráða öllu.  Kannski skeði þetta vegna þess að ég, segjum að ég sé þessi ráðríki freki kall, sé aðilinn sem oftast er við þetta vegna þess að hinir „Æ nenna ekki að koma núna.“- og er partur vandans sem engin sá fyrir á meðan hver þegn sjálfur var þakin spenningi og áhuga en reynsla og þekking hefði getað leiðbeint mönnum um allt sem gerist.  Drottin segir „Treystið mér.“- Hann talar um þetta. 

Var eitt sinn með í að stofna starf á kristnum grunni og var til að byrja með samþykkt, lagði þetta sjálfur til, að til að verk gæti gerst yrðu allir stjórnarmenn að samþiggja.  Verður tilaga heimskulegri?  Nokkru eftir stofnun gekk til liðs við okkur reyndur maður.  Er ég sagði honum klásúluna sagði hann.  „Gengur aldrei.  Eigi eitthvað að gerast skal meirihlutinn ráða.“- Þetta var maður þá búin að sjá.  Lögum félagsins var breytt og færð í þetta form.  Nokkrum árum síðar var félagið lagt niður og afskráð.  Hugsunin er ennþá til.  Áhugi byrjenda er engin Stóri sannleikur. 

Sjáið til að mynda suma þessa kristnu söfnuði sem voru ekki að grunni til réttir.  Hvar eru þeir í dag?  Flestir horfnir þó stofnaðir væru í hreinum eldi, trú og áhuga.  Ekkert af þessu skorti.  Hefði fólk leitað til reynslunnar hefði hún eitt hundrað prósent talað með öðrum hætti.  Fólkið hins vegar ákvað að stíga út í trú og handvisst um að allir aðrir söfnuðir kenndu ranga kennslu og þeir einir hina réttu.  Útilokum ekki hugsunina.  Trúin hvetur til ráða þekkingarinnar og fara svo af stað.  Allt sem eitt sinn gerðist getur aftur gerst.  Tel menn vera sammála þessu.  Blessunin til að byrja með umbreyttist í sorg og fólki á tvist og bast sem talast ekki lengur við sem vel var hægt að koma í veg fyrir með verki sem rétt er að staðið.  Ekki lengur kenna öðru en þessu um.

 

 

 

 

17 mars 2022.

Segið mér.  Er ekkert markvert að gerast í þessu landi annað en kynferðisáreiti, ákærur og klögumál sem gera að verkum að samstundis klingja bjöllur og kerfi fer af stað til að uppræta þetta.  Ekki er nú málið meira upprætt en svo að endalaust er ákært og koma fram bæði spánýjar ákærur og aðrar sem dregnar hafa verið upp úr ýldutunnunni og birtar sem ákærur. 

Vændi er leyft en leyfi einhver sér vændiskaup á Íslandi má hann eiga von á ákæru mögulega þess sem seldi vændið í því ljósi að viðkomandi hafi verið að notfæra sér „neyð“ manneskju sem þó bauð þetta fram og fékk kaupanda að sem á eftir fékk á sig kæru og bíður dóms sem í getur falist fangelsisvist.  Dýr dráttur það hvort sem á lögin hafi verið látið reyna eða ekki.  Munum að þau eru þarna og því hægt að stinga körlum í fangelsi fyrir að vera svona óþekkir strákar og fúsir að notfæra sér „neyð.“- Sem auðvitað engin á að gera og heldur engin viti borin manneskja gerir.  Samt er vændi löglegt með þeim annmörkum þó að geri einn vændiskaup er verkið refsivert athæfi.  Mér vitanlega standa þessi lög ennþá og merkja þetta.  Skilur einhver svona?  Ekki ég.  Stundum er gott að vera bara Gaflari sem skilur ekki allt og fattar bara sumt sem gert er.  Slík lög fatta ég ekki og hef aldrei gert.  Er ég á móti lögum um vændi.  Alveg hiklaust.  Í kringum slíka starfsemi þrífst allskonar önnur starfsemi sem þolir ekki dagsins ljós og er myrksækið.  Tel að lögin séu sett til að mæta ferðamannastraumnum.  Hann um svipað leiti tekur vaxtakipp í þessu landi.

Covid- áreitið herjar á degi hverjum á fólk í formi frétta.  Og nú atvikið í Úkraínu af völdum valdsherra Rússlands sem eins og áður eru óskrifað blað í gerðum og óútreiknalegir í hegðun. 

Ofan í allt hitt að þá eru reglulega sagðar fréttir af erlendu ferðafólki sem ferðaskrifstofurnar fá hingað til lands til að fylla sem flest hótelrými í borg, sveit og bæ og þeir álpast upp á jökla og fjöll til að lenda þar í vandræðum vegna veðursins sem kom og þeir blessaðir gerðu ekki ráð fyrir en kom samt og olli fólkinu verulegum vandræðum sem villtist vegna þess að sjá ekki útúr augunum af ofankomunni eða snjófjúkinu sem veðurhæðinn olli og villtist þar og tapaði áttum og týndist að þyrlan þurfti enn eina ferðina að hefja sig til flugs til að leita fólksins ásamt her björgunarfólks „sjálfum hetjunum“ sem alltaf eru að bjarga öðru fólki og færa í örugga höfn og um sagt að þá þurfum við að styðja með eigin fjármagni.  Ég styð fjárhaglega Hvítasunnusöfnuði en líka þessar björgunarsveitir.  Þó ekki með fjármagni.  Hverjum stendur ekki á sama?  Komdu með aurinn.

Við vitum um Borgarlínu þó fæst skiljum hvað átt sé við.  Um hana er ítrekað sagt að sé að koma.  Ekkert bólar á neinni Borgarlínu. 

Og hvað með bændurna?  Eru þaðan ekkert að frétta og bændur Íslands bæði hættir að barma sér og bera sig illa, eins og algegnt var í eina tíð?  Er allt þar í gúdden og aur á hverri grein.  Er enn farið illa með fylfullar hryssur vegna blóðtöku eða hefur orðið breyting í aðferðarfræðinni? 

Hvað um aflabrögð?  Hvernig gengur hjá togurunum, smábátum og smærri fiskibátum?  Stunda íslenskir togara ísfiskveiðar?  Eru þeir aftur komnir með frystitæki um borð?  Hver er staðan? 

Er enn verið að veiða loðnu?  Hvernig gengur með loðnuhrognatökuna og Japansmarkað, þennan stærsta kaupandi loðnuhrogna?  Um þetta heyrist ekkert né haft á stað æpandi fyrirsagna.  Ljóst er að misjöfn er áherslan.  Að þurfa að biðja um augljósar fréttir er mikil merkisatburður.

 

 

 

 

16 mars 2022

Veit ekki stöðuna í höfnum íslenskum hvað rússneska togara varðar, upp á landanir og þjónustu við þá að gera.  Skipin í áratugi hafa landað hér afla og oftast í Hafnarfjarðarhöfn sem hefur geymt skipin vetrarlangt hjá sér og þegið umsamin hafnargjöld í staðin.  Einnig má spyrja sig um réttmæti þess að láta venjulegan rússneskan sjómann gjalda þess sem valdhafar í Moskvu eru að gera og ákveða.  Frændur okkar Færeyingar fara að sjá ekki þessa leið og afgreiddu tvö rússnesk fiskskip í Rúnavik og er þriðja skipið væntanlegt.  Að vísu vöktu togararnir nokkra athygli bæjarbúa, og í Færeyjum öllum, vegna auðvitað atburðanna í Úkraínu sem á móti hefur tekist að vekja meðvirkni margra manna í Evrópu sem grætur með fólkinu sem sjónvarpmyndirnar sýna grátandi á skjánum og öll hrundu húsin og sprengda strætisvagnanna sem sprengjuregn Rússnesku þyrlanna og flugvélanna valda ásamt landhernum sem er á staðnum með sinn vopnabúnað.  Munum að her Úkraínu er líka að sprengja og að sprengjur þeirra valda líka eyðileggingu á eignum Úkraínumanna.  Rétt er að þeir séu að verja sig en afleiðingar sömu. 

Refsiaðgerðir þjóða er ekki fyrirfram gefin leið til árangurs.  Eftir fyrri heimstyrjöld 1914- 1918 fóru í gang miklar refsiaðgerðir gegn Þjóverjum sem þrengdi svo að þeim að annað eins hefur ekki gerst.  Þær reyndar fóru í gang eftir að friður komst á og byssur þagnaðar.  Manngerð verðbólga og neyð blasti við þýskri þjóð sem gerði að verkum að seðlar urðu verðlaust pappírsdrasl sem menn notuðu líka til að veggfóðra herbergisveggina heima hjá sér með, ásamt að versla nauðþurftir.  Það er að segja.  Það af nauðþurftum sem fengust einn og annan dag.  Ljóst var að taka mundi þjóðverja áratugi að greiða til enda uppsettar stríðsskaðabætur.  Hvað ætli margir þjóðverjar hafi sagt og eða hugsað með sér sjálfum.  „Hví er verið að refsa mér fyrir ákvarðanir vitlausra og geggjaðra stjórnvalda?  Ég hef engum gert neitt.“- Þó menn séu þjóðverjar og stríð hefjist hjá Þýskum stjórnvöldum er alveg ljóst að menn flykkja sér ekki allir og sem einn maður að baki sínum stjórnvöldum og sögðu „Heyr heyr.“  Sumir gerðu slíkt hróp með Þýskum valdhöfum.  En bara sumir.  Hefði ég stutt þetta?  Veit það bara ekki.  Enda ekki Þýskur þegn og ekki uppi er það allt saman var í deiglunni. 

Veit bara af því að hafa gluggað nokkuð í söguna að refsiaðgerðir sem fara of langt hafa tilhneigingu til að birta hið gagnstæða en ætlast var til af þeim og að refsiaðgerðir bandamanna gagnvart þjóðverjum eftir fyrra stríð undirbjuggu jarðvegin fyrir Adolf Hitler og skrímsli hans nasistaflokkinn sem bjó til þetta Þýska einræði.  Sem endaði með Evrópu í rúst. 

Tel að við ættum ekki að hindra rússneska togarflotan sem hér hefur veitt í áratugi á Reykjaneshrygg í að sækja sér nauðsýnlega þjónustu sem skipin þurfa til áframhaldandi veiða þarna við 200 mílna landhelgislínuna.  Norðmenn, veit ekki betur, og Færeyjar, gera þetta að einhverju leiti.  Og styð ég þá.  Úr því að þeir treysta sér í verkið segir mér ekkert annað en að við ættum þá líka geta gert það og verið með þeim í liði.  Og annað!  Við verðum að geta leyft okkur að horfa frá öðru sjónarhorni á atburði en bara hlið öskranna, grátsins, stórra yfirlýsinga, fréttamynda og einhliða fréttaflutnings.  Við þurfum ekki fyrirfram að staðsetja okkur þarna.  Þó allar fréttamyndirnar komi þaðan og lýsi atburðum einhliða.  Við vitum um það allt og höfum daglega fengið svona myndir og ekki bara frá Úkraínu heldur mörgum öðrum stríðshrjáðum svæðum veraldar gegnum tíðina.  Líka má geta þess að fyrrum Sovét og núna um tíma Rússland, hafa lengi verið í viðskiptum við íslendinga og íslendingar við Rússa og gert með miklum ágætum.  Viðskipti við þessa þjóð byggir á gömlum merg.  Sovétríkin eru reyndar ekki lengur til, og farið hefur fé betra en fátt hallærislegra en að samþiggja þetta og hitt bara til að styðja.  Var því hugtaki öllu kippt úr sambandi fyrir margt löngu og merkingin eyðilögð.

 

 

 

 

15 mars 2022.

Gallinn við stundum umræðuna er hversu oft hún ristir grunnt.  Nú í nokkurn tíma hefur loftlagsvá verið í deiglunni og eru menn sammála um að verði ekki gripið í taumanna muni ekki fara vel fyrir þessari jörð.  Veit ekki um það en ljóst að oft hefur verið gengið illa um jörðina sem við öll lifum á og getum víst ekki gert neitt annað nema verið þar.  Enda ekki spurð að hvort við vildum, og bara komum inn í heiminn.  Ekkert meira er um málið að segja. 

Orð Guðs segir margt og bendir á að jörðin sé sköpuð og af einhverjum búin til.  Sá sem verkið vann og kostaði öllu til sjálfur sem þurfti er eðlilega réttmætur eigandi.  Að stofna starf og starta með eigin fé en láta aðra um reksturinn úr eign vasa en telja sig sjálfan áfram eiganda er röng hugsun.  Er ekki auðvelt að fallast á svona niðurstöðu?  Margt hefur færst til og er vegferð sem hófst eftir aðskilnaði manns við Guð sem heitir Syndafallið.  Þá fór allt forgörðum sem gat en kom aftur til manna í Jesús og trú manna á hann. 

Í umræðunni er bent á mengunarvalda og stundum látið í veðri vaka að sé til þess að gera örfátt fólk sem valt er að mikilli mengun.  Þetta örfáa fólk sem talað er um eru líklega atvinnurekendur með mikla atvinnustarfsemi.  Hún ein og sér segir að þó örfátt fólk eigi, þarf her manna og kvenna til að vinna og sinna framleiðslu eigendanna.  Sem í grunnin eru kannski ekki ýkja margir.  Hvert og eitt okkar nefnilega þarf framfærslu til að lifa og hafa ofan í sig og á.  Þar kemur atvinnurekandinn til skjalanna.  Sá vondi kall.  Það er um akkúrat þetta atriði sem svo mörgum láist að tala um þegar þessi mál eru rædd að á bak við, mögulega mengunarvaldandi starf, eru manneskjur sem ekkert hafa unnið sér til saka annað en að starfa að framleiðslu sem það réð sjálft sig til og þiggur laun af en reynist því miður mengunarvaldur.  Hvað í dag flokkast svo sem ekki undir mengunarvald?  Úrgangur skepna bænda er þar.  Skepnum öllum vilja sumir gefa frelsi og kaupa áfram kjöt í Bónus.  Og hvernig verður kjöt til?  Leiðindaspurning er þetta. 

Þessir örfáu menn sem um er talað er ekki örfátt fólk, þó eigendur stórra firma kunni að vera það, heldur er þarna mikill fjöldi fólks, sem að sjálfsögðu líður verði gert átak í að losna við mengun áður en allt hefur verið kannað ofan í kjöl og allar afleiðingar.  Aftur sjáum við þann leiða ósið að heill og farsæld fólks kemur ekki fyrst er mál eru reifuð og máski ná að fljúga hátt og fara víða.  Að jafnvel hitnar í kolum.

Mikil einföldun staðreynda er að benda aðeins á nokkra einstaklinga sem valda að mikilli mengun í veröldinni vegna þess að eiga stórar og öflugar framleiðsluverksmiðjur.  Hvað gætu þeir, fáliðað liðið, gert til að koma allri þessari mengun í kring en hinar stóru og afkastmiklu verksmiðjueiningar fá vissulega valdið og hægt að taka undir að geti haft slæmar afleiðingar á loftslagið og gert á stóru svæði.  Samt er það svo að nokkrir eigendur eru ekki valdir að þessu.  Á bak við þá er fjöldi starfsmanna.  Þá þarf að taka með.  Annað er ósanngjörn umræða:

„Markúsarguðspjall. 4. 26-29.  Þá sagði Jesús:  „Svo er Guðs ríki sem maður sái sæði í jörð.  Hann sefur síðan og vakir, nætur og daga, en sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti.  Sjálfkrafa ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið og síðan fullvaxið hveiti í axinu.  En þá er ávöxturinn er fullþroska lætur hann þegar bera út sigðina því að uppskeran er komin.“- Þarna segir frá að menn noti og hafi heimild skaparans til að yrkja jörðina og nota til margskonar framkvæmda og verka.  Akuryrkja er bara eitt sem menn gera.  Margt annað er þó heimilt.  Líka rekstur verksmiðju með stóran hóp starfsmanna.  Að tala um nokkra einstaklinga sem valda að mest allri mengun er engin fótur fyrir.  Málið er flóknara og víðfeðmara slíkum þanka.

 

 

 

 

12 mars 2022

„Af hverju þarf ég að frelsast?  Frá hverju þá og hví?  Ég er vænn maður, heiðarlegur og góður drengur.  Skulda engum neitt og engum mér vitanlega gert neitt rangt til, né á neinum tíma verið með mitt í vanskilum.  Legg reglulega af fjármunum mínum til hjálparsamtaka.  Er vel giftur og státa af ástsælu hjónabandi.  Öll börn mín heiðvirt fólk og geta sér ágætt orð hvar sem þau eru.  Frá hverju þarf ég að frelsast?“- Sumir eiga slíka sögu í fullum sannleika.  Besta mál.

Alveg er ljóst að sá sem slíku lífi lifir þarf ekki að frelsast frá þessu.  Og er heldur ekkert verið að tala um þessi atriði í lífi fólks.  Frelsi eins og það birtist fólki, með kallinu um að það verði að frelsast frelsun Jesús, er um leið afl sem sviptir af hulu sem allir menn hafa yfir sér.  Bæði besti maður og versti fantur.  Biblían hefur orð inn í pælingu vantrúar.  Munum að besta manneskja, sem engum skuldar, greiðir allt á gjaldaga, elskar maka sinn, heimili og börn í sannleika, getur eins og hver annar verið haldin vantrú en samt verið með margt, allt kannski á hreinu.  Trú hefur ekkert með heiðarleika minn og drengskap að gera, en er auðvitað kostur hvers manns sem leitast við vera þetta.  Enda ekki fjöldinn allur sem stendur í illdeilum heldur til þess að gera fámennur hópur en fyrirferðarmikill og hávær skríll.  Flest fólk lifir friðsælu lífi.  Við sjáum að ekkert er verið að tala um þessi atriði þegar talað er um trú og að sérhver manneskja þurfi að frelsast.  Önnur ástæða liggur þar til grundvallar. 

Hið alvarlega er að samkvæmt skilgreiningu Biblíunnar og það sem hún kennir er að til sé annað en bara þetta líf og að hitt sé ósýnilegt.  Trúin segir, kennir, að í mér, hverri manneskju, sé andlegur maður sem lifi eilíflega en staðirnir tveir sem um sé að velja og að Drottinn Jesús tilheyri bara öðrum staðnum.  Ekki báðum.  Heiðarleiki eða ekki heiðarleiki fólks breytir engu um þetta.  Heiðarleiki er kostur.  Samkvæmt Orði Guðs vel ég sjálfur hvar ég enda.  Og til að sjá þetta svona þarf ég trú.  Trú þarf að boða og kenna.  Hér kemur til kasta míns og þíns sem þekkjum lifandi og upprisinn Jesús.  Hann einn birtir fólki sannleika máls.  Og meira!  Stendur við Orð sín, sem hvorki ég né þú höfum nokkurt afl í.  Enda beinir boðberar fagnaðarerindis um sannleika lifandi Guðs.  Sannleikurinn um neina skilvísi er ekki boðunarefnið en til hennar má hvetja.  Hvort sem er heiðvirð manneskja eða óheiðvirð deyja bæði, og öll börn þeirra með tíð og tíma. 

Heiðarleg manneskja, góður faðir, ástrík móðir, skilja eftir sig góða arfleifð, en samt ekki verið að fjalla um þetta.  Hróp himinsins hvetur fólk til að taka við Jesús og heiðarleiki ávöxtur trúar:

„Rómverjabréfið. 3.  23. Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“- Við sjáum hér orðið „Allir“ og líka að málið snýst ekkert um mig heldur um trú mína.  Snýst ekkert um góðverk mín né um jólakökuna sem ég eitt sinn færði ömmu.  Ekki heldur drengskap minn né heiðarleika, þó vissulega sé til hans daglega hvatts, né neitt sem ég geri í eigin mætti.  Jesús gerir mig hólpinn og ég trúi á hann.  „Er þá alveg sama hvernig ég hegða mér?“- „Hefur lífið kennt þér það?  Held ekki frekar en mér.“- Það er máttur Krists sem sker úr um heill, blessun og eða vanblessun.  Bókhald mitt sem staðfestir öll mín orð, alla mína gjafmildi og ölmusugjafir, eru ekki málið er upp er staðið heldur játun mín á Jesús.  Annað gildir ekki á þeim stað.  Trúin gerir mig hólpinn.  Við getum ekkert annað gert en að draga hring utan um Krist.  Það er af þessari ástæðu sem hrópið gengur út yfir byggðir manna og tilkynnt að Jesús efnir til veislunnar og engin annar. 

Boðberar Drottins kalla þetta til fólks og útskíra hví það þurfi að frelsast.  Nákvæmlega!  Háttaskipti hugarfarsins þarf.  Með henni fær fólk útskíringu.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

11 mars 2022

Meðvirknin vegna Úkraínu ríður ekki við einteyming.  Nú ganga út skipanir íslenskra stjórnvalda, uppundir skipanir allavega, segi ég, um að allir rétti fram hjálparhönd í móttöku Úkraínskra flóttamanna sem hingað muni koma.  Sumir láta mynda sig og standa eins og sperrtir hanar á henni af stolti vegna eigin hjálpsemi við bágstatt fólk.  Allt svolítið auglýsingaskotið. 

Er ekki svolítið langsótt og smávegis einræðistilburðir í gangi að láta ummæli frá sér fara af hálfu æðstu manna landsins um "Að allir"-... og svo framvegis?  Verður kannski öllum lögum landsins vikið til hliðar tímabundið og lýst yfir neyðarástandi vegna komu þessara flóttamanna eins og við ítrekað sáum gerast í Covid þó tölur segi að pestin sé aldrei sem fyrr í gangi og Landspítalinn, hann auðvitað, stynji undan álaginu og kvarti sáran?  Sem hann orðið kann mjög vel og betur öðrum stofnunum. 

Neyðarástand heimilar landsstjórninni að gera í raun hvað sem hún telur þurfa í stöðunni og er vel þekkt aðferð í harðræðisríkjum veraldarinnar sem skirrast ekki við að beita slíkum lögum hjá sér og gera í ljósi uppkomins „neyðarástands,“ sem þau sjálf bjuggu til.  

Neyðarlög í skjóli neyðarástands getur merkt handtökur og fangelsanir án dóms og laga né nokkrar umræðu í tilviki fólks sem ekki fer eftir til að mynda útgöngubanni.  Í neyðarástandi er og heimilt að grípa til útgöngubanns án frekari umræðna og hvaða annarra úrræða sem mönnum hugnast og án neinnar frekari umræðna um aðgerðirnar og hvort sem verkið stangist á við lög eða ekki.  Að lýsa yfir neyðarástandi er án alls gríns.  Til slíkrar hörku var ekki gripið á Íslandi í Covid- faraldri en mörg nágrannalanda íslendinga samt gerðu.  Reyndar ekki lengur en þurfa þótti. 

Eitt sinn var þess krafist hér á Íslandi að allir létu bólusetja sig og allskonar pælingar uppi gagnvart fólki sem ekki færi í bólusetningu.  Bent var á hindranir og höft sem það skyldi beitt, sem komst þó ekki á neitt framkvæmdarstig en var samt rætt.  Munum það. 

Samkvæmt því sem ég best veit hefur flest af þessu bólusetta fólki nú illu heilli fengið Covid, sem, sem betur fer, er frekar vægt orðið við fólk og að sjá hefur umbreyst í sennilega enn eina venjulega flensuna.  Þó ekki sé hún alveg komin á það stig en stefnir í að verði. 

Sumt af þessu fólki sem veikst hefur í þessari bylgju varð afskaplega veikt um tíma og gáfu sumir út sem pestina fengu að þeim hafi nú oft liðið betur, en eru nú aftur komnir á ról, sem er þakkarvert.  Einkennilegir tímar sem við lifum á þar sem allt einhvervegin og meira og minna merktist óttanum og glás af úrræðaleysi hvert sem litið var 

Bara pæling.  

 

 

 

 

10 mars 2022

Í hverjum söfnuði er fólk og hvar sem er fólk er vandamál.  En hvar eru þau ekki að finna?  

„Menn verða að kunna lágmarks kurteisi?“- segja menn.   Hárrétt.  Lærðu hana þá.  Ertu alveg viss um að kunna hana?  Gott og gilt!  En sértu manneskja ósanninda ertu bara eins og hver annar bendandi fingur og á sama stað og hann.  Við sjáum að svona lagað er út um allt og einnig í söfnuðunum og verður í aldrei neinu öðruvísi.  Ég þekki söfnuði Krist og hef tilheyrt á þriðja áratug og sé ekki eftir sekúndu.  Trúin hefur breytt mér.  Vissulega held ég áfram að vera ég og með engan áhuga á neinu öðru.  Engin í söfnuðinum kemur til mín og segir mér að gefa pening.  Ég er sjálfur eigandi aura minna.  Alveg eins og þú. 

Söfnuður, eins og knattspyrnufélag eða sundfélag, er byggt fólki sem segir og gerir allskonar.  Ekkert samfélag manna er um leið englaher og söfnuður Krists ekki hjörð engla af himnum og óaðfinnanlegt fólk.  Frekar en sundfélagið og knattspyrnufélagið státa söfnuðirnir ekki heldur af fullkomleika.  Engin þeirra.  Meira að segja saumaklúbburinn, það uppundir fullkomna fyrirbæri, nær ekki marki.  Ein saumaklúbbskellingin hefur aldrei mætt sjálf með köku á stund og étið frítt. 

Hvað merkir að tilheyra söfnuði?  Lærdóm, minn kæri.  Skóla, aga ástundunarsemi og þolinmæði.  Að tilheyra Jesús er vinna og á köflum mikil vinnu og svo mikil oft að mönnum óar við en gera til að líkjast Jesús ögn meira.  Þeir verða aldrei Jesús frekar en að lærlingurinn umbreytist í knattspyrnukappann og Argentínumanninn Maradona sem hann dáir og gæti náð svipuðum takti og hann. 

Að vilja líkjast gerir engan að honum.  Hættið að tala um og ætlast til fullkomleika í röðum kristinna manna og kvenna því hann er þar ekki að finna og verður ekki.  Að leitast við er annað.  Sé ósanngjörn umræða til væri það slík tilætlunarsemi.  Látum einnig af öllu tali um að söfnuður, safnaðarhirðar, hugsi um það eitt að afla sér eins mikla tekna til að stinga í eigin vasa.  Rétt er að söfnuður aflar mestra tekna sinna úr eigin röðum.  Stundum eru í gangi átök og leitað til einstaklinga og fyrirtækja.  Þetta gera fleiri en bara kristinn félög og er alþekkt aðferð í dag og hefur gilt í áratugi.  Sjáið björgunarsamstökin.  Þau safna tugum milljóna árlega.  Hvaðan?  Úr vösum borgara.  Frekar mun ég styðja kristilegt starf en þau.  Með allri virðingu.

Grunnur skrúðgarðsins Hellisgerðis í Hafnarfirði er byggður með fé félagsmanna og aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar.  Sjálfir unnu félagsmenn kauplaust við að koma garðinum upp.  Í dag blasir við árangur.  Má vera að einhver kvittur hafi verið uppi um ógætilega farið með fé farið en á ekki við kringum það verkefni hafi slíkur kvittur verið uppi.  Sumir eru heiðarlegt fólk.  Þá er líka að finna í röðum kristinna.  Frekar en á öðrum stöðum gildir ekkert eitt um þá.  Enda hreint heimskutal að draga slíka ályktun. 

Frá árinu 1999 hef ég tilheyrt kristnum söfnuðum fyrst einum og svo öðrum.  Já, ég hljóp á milli.  Vissulega set ég aur í púkkið og hef gert lengst af veru minnar en samt aldrei og ekki í eitt skipti með beinum hætti verið beðin um framlag.  Held að sama gildi um aðra söfnuði.  Að hvetja í þessa átt er annað.  Finnist einhverjum slíkt óþægilegt tal væri betra fyrir viðkomandi að halda sig heima.  Frjáls framlög eru frjáls framlög.  Og hver vill hafa eftirlit með þeim?  Í hvaða umboði þá?  Ekki er flókið mál að skilja að rekstur safnaðar kostar. 

Menn segja „Við gerum vissar kröfur til kristinna manna.“ Af hverju og hver hefur leyfi til slíks og útskírið hvað við sé átt.  Ættu ekki allir menn að temja sér góða hegðun eða viljum við vera drullusokkurinn sem kennir öðrum drullusokki hvað séu mannasiðir? 

Bráðlega gæti ég haldið upp á tuttugu fimm ára afmæli sem meðlimur safnaða en hef samt aldrei verið innannaum neitt nema fólk með allskonar skoðanir, fólk sem segir allskonar og sumt rangt.  Finnur maður annað en þetta annarstaðar?  Hvar þá?  Okkur vefst tunga um tönn.  Hinn fullkomni safnaðarhirðir er Jesús, sem segist sjálfur vel fyrir sjá og notar eigin aðferðir.  Og aur kemur frá þér.

Allir kristnir leitast við að eiga mikið og náið samfélag við Jesús.  Að leitast við er ekki sama og ná fullkomnun né gerir neinn að Jesús.  Unglingur sem dáir og dýrkar knattspyrnuhetju verður honum hvatning.  Og hann æfir en verður aldrei sjálfur þessi fyrirmynd sín.  Af hverju þá að gera aðrar kröfur til kristinna en síns sjálfs?

„Helgislepja,“- segja menn.  Hjá hverjum?  Þekki engan svoleiðis.  Svarið um svona ummæli og mörg önnur er að annað afl en Kristur stýrir og stjórnar veröldinni sem Biblían segir um að gefi henni vonda daga.  Við kristnir erum nógu sanngjarnt fólk til að færa inn Biblíulegt svar en fáum á móti frá heiminum mörg ósönnuð ummæli um okkur sjálf.  Verum ekki lengur börn í trúnni heldur fullorðið fólk og vitum hvernig þetta virki.  Heiðrum Jesú með lífi okkar.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen. 

 

 

 

 

9 mars 2022

„Annað bréf Jóhannesar. 1. 1 – 6.  Það hefur glatt mig mjög að ég hef fundið nokkur barna þinna sem lifa í sannleikanum eins og faðirinn bauð okkur.  Og nú bið ég þig, frú mín góð, og er þá ekki að skrifa þér nýtt boðorð, heldur það er við höfðum frá upphafi: Við skulum elska hvert annað.  Kærleikurinn felst í að við lifum eftir boðorðum hans. Þetta er boðorðið, eins og þið heyrðuð það frá upphafi til þess að þið skylduð breyta samkvæmt því.“- Góð lexía.

Sannleikur er hann sem Orðs Guðs hvetur til.  Þetta merkir að hver dagur þarf að vera merktur sannleika.  Manneskja sem skilur hvað liggur til grundvallar orðinu veit að dagurinn þarf að líða undir afli sannleikans.  Sannleikurinn færi heim frelsi.  Allskonar getur gengið á og gerst sem við með engum hætti ráðum við, stýrum né stjórnum en getum þurft að mæta og gerum í afli sannleikans á líðandi stund.  Margt gerist og við jafnvel með einhverjum hætti tengst bara við það að hafa verið á staðnum.  Stundum er lífið vandratað.  Undir slíkum kringumstæðum kemur fram afl sannleikans sem einkennt hefur lífsmunstur okkar eins og verið hefur frá því að við tókum trú.  Orð Guðs hvetur sitt fólk til að vera undir og láta stjórnast af sannleika í hinu daglega.  Munum!  Dagurinn í dag er dagurinn sem sannleikurinn þarf að fá að merkja allt sem við gerum.  Góð býtti.

Óvinurinn Satan kemst ekki beint að hjarta kristins manns en vegna þess að hann er ósvífin lygari, illur, hefnigjarn og vondur, lygari reyndar er aldrei neitt annað en þetta allt, að þá beitir hann öllum ráðum og brögðum sem verða vill til að koma höggi á starf einkum kirkna og safnaða og er ástæðan fyrir að Orði Guðs verði svo tíðrætt um sannleikann sem hvert og eitt af hans fólki skal daglega temja sér.  Við verðum að skilja og trúa hvers vegna Orð Guðs talar eins og það gerir og að ástæða er fyrir þessum Orðum hans og að þau eru um leið aðvarandi Orð vegna þess að Guð vill sjá sitt fólk ganga fram heilsteypt og gera í skjóli sannleikans. 

Svo, segjum það, kemur fram ákæra, ákærur, og spjót fara að beinast að manneskju sannleikans.  En hvað getur ákæra gert í lífi viðkomandi sem temst og vanist hefur sannleikanum?  Ekkert.  Sannleikur Guðs er vegna veikleika manneskja og til að hans fólk sjái þörf á að vera dags dagleg undir afli sannleika lifandi Guðs.  Slíkir standa af sér allt sem kemur gegn og annað ekki hægt vegna þess að sannleikur er sannleikur og ekkert minna heldur enn sannleikur.  Örin sem beint var gegn kirkju Guðs, einstaka söfnuði, og eða einstaklingi, geigar og lendir í kjarrinu.  Brjóti einstaklingur í annan stað af sér ber honum, sem þá einstaklingur, að standa frami fyrir dómara að rannsókn máls lokinni sem annað hvort dæmir til refsingar eða sýknar lögum samkvæmt. 

Svo er að sjá að hin síðari ár fari vaxandi að menn efni til hasars og láta til að í raun koma höggi á eitthvað allt annað en efni standa til.  Við sjáum þetta til að mynda þar sem allt yfirvald íþróttafélaga og félagasamtaka víkja sæti vegna einstaklings sem með einhverjum hætti tengist þeim en gerðist brotlegur við lög sem í öllu eðlilegu væri þá aðilinn sem sætti rannsókn og yrði mögulega dæmdur, og málinu þar með lokið en hinum hlíft.  Að sjá er ekki svo í öllum tilvikum og að farið sé fram með mál til að koma höggi á allt annað og gegn fólki og samtökum sem ekkert hafa unnið sér til saka og aldrei komist í kast við nein lög og ekkert aðhafst nokkuð sem kalli fram rannsókn laganna varða.  Og engin efni heldur til. 

Sjáið ekki mikilvægi þess að lifa dag hvern í sannleika Jesús og að er vegna þess að illt afl stjórnar og allt geti hent alla.  Við þurfum að skilja hví Orð Guðs tali eins og það talar.  Stöndum saman um réttlæti Guðs.  Og dæmum að sjálfsögðu engan.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

 

8 mars 2022

Hvernig menn eigi að gera verkin er hin endalausa spurning sem fólk spyr sig.  Það spyr sig, máski aðra einnig, hvort betra sé að hafa textann stuttan og kjarnyrtan og hvort styttri texti sé að virka betur á fólk og því best að sleppa öllum langhundum.  Þetta er alveg rétt og fólk vill stuttan texta.  Eftir stendur spurningin um af hverju menn vilji láta stjórnast og hvernig þeir vilji sjálfir gera verk sín.  Rétturinn er höfundar megin og hvergi annarstaðar.  Hvatningin til hans er að láta leiðast af hjartanu og gera vilja hjartans og spurning sem vel er hægt að spyrja sig að og velta fyrir sér er kemur að svona pælingum.  Hvort sem hún varðar þá sjálfa eða á við um aðra.  Vilji menn einvörðungu höfða til letingjans sem, æ nennir ekki að fást við lengri setningar en í mesta lagi þrjár línur og hámark fjórar línur, er það út af fyrir sig gilt og gott sjónarmið.  En að láta stjórnast af slíku er óhæfa.  Og hví skyldi stjórnsemi annars fólk og eða leti, hafa áhrif á það sem ég og þú erum að gera, á til að mynda sviði skrifa?  Þeir lesi sem vilja.  Og við höldum okkar stíl, með fullt leyfi til.  Vilji menn notast við stuttan stíl að þá bara gera þeir það hvort sem hugsunin er að menn lesi ekki langa stíla og bara stutta eða ekki.  En hver veit þetta fyrir víst?  Kannanir eru engin heilagur sannleikur og frekar en fræðingurinn sem tjáir sig um hvernig mér líði.  Að gruna og að halda eitthvað er ekki sama og fullvissa.  Kannanir gefa þetta reyndar til kynna.  Meira að segja könunum getur skjöplast.  Líka virtustu skoðanakannanna apparötunum. 

Leiðin sem fara skal hefur enn ekki verið fundin upp.  En hversu oft hefur mannkyn ekki reynt að steypa allt í eitt mót en ekki tekist vegna sjálfstæðis hugsunar hvers einstaklings.  Hægt er að þakka allt svona fyrirfram og segja þrefalt „Húrra.“ 

Stundum hefur mér verið bent á að vera með stílinn minn styttri og fleiri muni lesa hann.  Allt í góðu og í lagi með svona sjónarhorn.  Hví skildi ég stíla inn á leti fólks sem nennir ekki að lesa nema stuttan stíl.  Sjálfur hef ég gaman að þessu verki og nýt þess að leika mér með orð og setningar.  Fyrst og fremst er ég að þessu fyrir mig sjálfan og hef alltaf gert en ekki til að varpa fram einhverju sem vekur athygli eða er kveikja að umræðu, þó svo það geti vel skeð en er samt ekki markmið.  Sjálfum er mér sama um umræðuna.  Þó stundum taki ég þátt.

Sama gildir raunverulega um predikanir mínar, hugvekjur og kennslu af kristilegum toga sem YouTupe síðan leyfir mér að nota og Facebook einnig að mér er vel ljóst að fátt af fólki horfi á 40 mínútna einræðu einstaklings.  Sama gildir þar og í hinu tilvikinu að mér varðar ekkert um leti fólks og blíni ekki á hana í neinu verki og hef aldrei gert.  Og við hvað ætti ég að eltast og miða?  Já, segið mér.  Er ekki best að hjartað ráði bara för?  Hefur reynst mér farsælasta veganestið. 

„Styttri þættir auka áhorf,“- segja menn.  Engin spurning.  Klámefni kallar líka á mikið áhorf.  Og „Lækin“ maður sem þá koma.- En hvaða gagn er af slíku efni?  Nákvæmlega ekkert.  Er ekki málið að vera frekar með gott og vandað efni þó í lengri kanti sé og skilja af sér verki sem maður sjálfur sættir sig við.  Er þetta ekki allt spurning um hvernig einstaklingur vill framsetja efni sitt?  

Og hvað segja menn í þrem til fjórum skrifuðum línum eða í hálfrar mínútna sjónvarpsefni?  Röð stikkorða.  Varla mikið meira.  Stikkorð eru ágæt en setja ekkert ítarlega fram.  Til þess þarf stílinn að vera svolítið lengri og eða talað mál.  Fer allt eftir því hvað menn eru að fást við í hvert sinn og hugsa með hvert sitt verkefni.  Engin uppskrift er til hvernig að skuli farið.  Eina sem menn læra eru grunnlínur sem allt sem á eftir fer vinnst út frá.  Áhorfstölur er ekki allt.  Vilji menn einblína á þær geta þeir gleymt þessu og eftirleiðis skrælt kartöflur.  Eða þannig.

 

 

 

 

5 mars 2022

Partur vandans sem við er að eiga austur í Rússlandi er að kommúnisminn þar í landi fékk aldrei að molna niður til grunna er Sovétríkin á sínum tíma féllu með upplausnarástandinu sem skapaðist kringum fall Berlínarmúrsins og á eftir Sovéska Björnsins.  Hverju er um að kenna og hví svo fór er ekki gott að segja en þetta er samt vandinn sem við blasir í Evrópu nútímans.  Eins og ég sé þetta.

Tel ESB- batteríið reyndar ekki alveg saklaust af þessu sem nú er að gerast í Evrópu því ESB leynt og ljóst hvatti Eystrasaltsþjóðirnar til að ganga í bandalagið þó nokkuð ljóst væri að valdsherrar Rússlands myndu aldrei láta allar sínar fyrrum bandalagsþjóðir hverfa þangað yfir og þaðan til NATÓ heldur mundu Rússarnir grípa til sinna ráða áður en það yrði of seint. 

Að sjá virðist möguleg innganga Úkraínu inn í ESB, var það ekki annars? hafa skipt sköpum og að með henni hafi Rússneski Björninn vaknað og sagt:  „Herrar mínir og frúr.  Hingað og ekki lengra“- og sýnt Evrópuþjóðum fram á að hann sé aftur kominn með tennur þær upp í sig sem hann missti við fall Sovétríkjanna á sínum tíma.  En kannski ekki allar. 

Sovéska kerfið, eins og áður segir, hékk í tætlum eftir hrun Sovétríkjanna en náði einhvervegin að styrkjast og gerði kannski vegna þess að hinn vestræni heimur leyfði þessu að gerast og sá aldrei mikilvægi þess að þetta valdskerfi hyrfi í eitt skipti fyrir öll en var samt mikilvægt verk, og er auðvitað en.  Hvernig sem að skal farið.

Þetta er svona það sem ég les út úr þessum leiðinda viðburðum öllum sem fyllt hefur Evrópu meðvirkni.  Samt hvarflar ekki að mér að bölva Pútín forseta Rússlands, hvað sem aðrir kunni að gera.  Hann er bara maður sem ég og þú og hvorki verri né betri maður en annað fólk, fullyrði ég. 

Samt get ég uppljóstað að ekki styð ég Rússneska valdskerfið og harma að það hafi ekki verið látið hverfa á meðan enn var tækifæri til að láta það hverfa.  Tel ég mig enda hafa heimild til að tjá mig með þessum hætti.  Munum að Rússnesk þjóð er upp til hópa flott fólk.  Ekki gleyma þessu.

 

 

 

 

1 mars 2022

Drepi loftlagsváin okkur ekki mun stríðið hans Púdins gera það.  Stórhættulegt orðið að vera maður og spurning um hvort svipað muni gerast og skeði með bólusetta og óbólusetta er bólusettir, sumir af þeim, fóru fram á að óbólusettum yrði haldið frá sem flestri þjónustu í samfélaginu.  Útiloka þetta óbólusetta lið.

Ef við styðjum ekki Úkraínu.  Nú, þá styðjum við Púdín.

Reynt er að búa til fylkingar andstæðra skoðana.  Heitir.  „Meðvirkni.“

Meðvirkni er ótæk leið hvort sem er í svona máluð eða öðrum málum sem upp koma.

Sniff og ég græt með grátendum.  Það er!  Græt með meðvirkninni.

 

Mann eftir atviki sem fram fór í Norræna húsinu í Reykjavík fyrir nokkrum árum að efnt var til stundar til stuðnings fjölskyldna fórnarlamba einhverra voðaatburða sem skeðu á norðurlöndum.  Var þar mikill mannfjöldi og ég eitthvað öðruvísi í framan en ætlast var til að einn maður, ágætis náungi, tek það fram, vatt sér að mér og bað mig vinsamlegast um að þurrka burt brosið af andliti mínu.  Að slíkt ætti ekki við nú. 

Hvarf bros mitt hið snarasta og gekk ég út af staðnum. 

Nennti ég sko ekki að taka áfram þátt í svona þvælu og setti upp brosið aftur er út kom. 

Og síðan hvenær hefur verið bannað að brosa?  Von að spurt sé. 

 

 

 

 

26 febrúar 2022 (c)

Við vesturlandabúar erum blessað fólk af Guði en sennilega um leið vanþakklátasta fólkið.  Við elskum nægtirnar en þökkum ekki honum sem gefur okkur þær Jesús Kristi.  Mikill andlegur þurrkur er í öllum þessum allsnægtaríkjum þó allt þar flói yfir barma af veraldlegum gæðum og hvergi nokkur skortur. 

Samt er engin munur á ánægjuvoginni hvar sem er í fólksmergð veraldar.  Má vera að mælingar segi annað en staðan í grunnin svona.  Maðurinn missti eitthvað frá sér við skilningstré góðs og ills og hefur liðið frá þeirri stund.  Sorgleg og dapurleg hugsun að með þessum hætti verði þetta þangað til Jesús Kristur stígur niður af himnum og gerir þúsund ára ríkið sem Nýja testamentið greinir frá.  Þetta gefur trúuðu fólki alla von.  Og það heldur verki Guðs á jörðinni áfram.

 

 

 

 

26 febrúar 2022 (b)

Ekkert hefur breyst og er heimurinn enn hinn sami og hann hefur alltaf verið.  Við getum lesið árþúsunda gamlar sögur á blaðsíðum Biblíunnar um aðferðir sem þá voru notaðar sem í dag eru að fullu í gildi.  Þar sjáum við óvinaherdeildir sitja um borgir og lönd og vera þar uns skipun kemur frá æðstu stöðum um að herinn fari af stað og vinni verkið sem til stóð og umsátrið ætlaði frá fyrsta umsátursdegi. 

Allt sem við sjáum í dag að þessu leiti byggir á ævagömlum merg og er eina svarið sem svarar spurningum um endalaus og ítrekuð stríðsátök.  Svarið liggur í afstöðu hjarta manneskju.  Hjartað er gramt, það hatar, finnst að sér vegið og að sér þrengt.  Svarið sem það hefur er að lægja rosta annarra manna og kvenna.  Og herdeildir fara af stað.  Herjað er á og hart barist og haldið áfram þó allir hafi fengið rúmlega upp í háls á ástandinu.  Hring eftir hring gerist þetta.  Allt er eins og það alltaf hefur verið.  Engin breyting sést á farvatninu.

Er það ekki annars sannleikur málsins. 

 

 

 

 

26 febrúar 2022

Litlar líkur eru á að aðrar þjóðir blandi sér með beinum hætti í hernaðarátökin sem nú er að gerast í Úkraínu né muni berjast við hlið herja Úkraínumanna af þeirri ástæðu að vera ekki sjálfar í neinu stríði við Rússa.  Erfitt að hlutast til um svona lagað:  „Give Peace Chence“- söng John Lennon vinur okkar árið 1969.  Fallagann söng hans getum við enn sungið, og gerum það. 

„Orðskviðirnir 26. 17.  Sá sem blandar sér í annarra deilu er eins og sá sem grípur í eyrun á hundi sem fram hjá hleypur. 

Ekki mun það heldur ske að NATÓ með neinum hætti verði þátttakandi í Úkraínu.  NATÓ er varnarbandalag en ekki stríðstól.  Bretar hafa gefið út að þeir muni ekki berjast við hlið herja Úkraínu.  Fleiri munu gera sama.  Tilfinningar fólks þvælast sem fyrr fyrir og finnst hart.

Eins og fram kom er NATÓ ekki búið til árása heldur varnar og hefði hiklaust skildum að gegna væri ráðist á NATÓ ríki.  Íslendingar eru innan NATÓ og flestar aðrar Evrópuþjóðir með þeim.  Við munum slagorðin „Ísland úr NATÓ, og herinn burt“- og einnig að við þessu var aldrei orðið.  Tel ég nokkuð víst að engin leiði hugann að útgöngu úr NATÓ í akkúrat þessum töluðu orðum í skjóli hernaðaratburðanna sem nú gerast austur þar og blasa við hverju okkar.  Svona stríð vinnst ekki með mótmælaspjöldum né heldur Facebookar- eða Tvitter- færslum á Interneti. 

Frá fyrstu tíð hafa skilaboð NATÓ verið skír.  „NATÓ er varnarbandalag.  Ekki árásarbandalag.  NATÓ skuldbindur sig til að koma með tæki sín og tól sem það hefur yfir að ráða til að verja lönd.“- Merkilegt starf og merkileg hugsun NATÓ- verður maður að segja, þó ekki hafi maður nú alltaf séð gagnsemi né öryggið sem það bíður.  Sem er annað mál. 

Að beita bandalagi þessu hefur ekki enn verið gripið til, í tilliti hernaðar.  Minnist þess ekki.  Þekki reyndar ekki gjörla sögu NATÓ en veit að þetta varnarbandalag er að fullu virkt afl í dag með mannskap sem fengið hefur þjálfun til hverskonar aðgerða í hernaði.  Hversu mikil herstyrkur NATÓ er veit ég ekki heldur en tel hann verulegan og veit að bandalagið sogar til sín hellings fjármuni úr sjóðum ríkjanna á ári hverju.  Varnir þjóða kosta mikla fjármuni.

Að þjóðir þar eystra vilji ekki lengur neitt vita af sínum gömlu herrum í Moskvu og fýsi að ganga til liðs við NATÓ er rökrétt hugsun.  Þær vita að betri vörn gegn utanaðkomandi ógn er ekki fáanleg fyrir þær.  Rússarnir vita þetta líka og gera sitt til að af neinni inngöngu í varnarbandalagið verði.  Tel að á vissan hátt óttist Rússnesk stjórnvöld NATÓ og að sama gildi um mörg önnur ríki heims.  Innrás rússnesku herjanna inn í Úkraínu er sönnunin.  Við vitum að hún í grunnin er gerð til að koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í til að mynda NATÓ. 

Tölum samt ekki illa um Rússa.  Á við Rússneska þjóð.  Vilji menn bölva þeim að þá gera þeir það.  Ekki samt með minni aðstoð.  Þjóðir eru ekki varasami aðilinn heldur frekar stjórnarfar ríkja.

Bandaríski herinn, sem kom hingað 1941 til að leysa af Bresku herdeildirnar, fóru aldrei alveg eftir stríð heldur þjappaði liðið sér saman á svæði suður með sjó og komu sér þar upp aðstöðu og byggðu reiðinnar býsn af byggingum, bæði íbúðum fyrir lið sitt og fjölskyldur.  Á svæðinu risu miklar skemmur fyrir þotur og þyrlur liðsins.  Svæði var afgirt hringinn í kring.  En svo hurfu Kanarnir héðan en eru nú komnir aftur á kunnuglega slóðir.  En án líklega konu og barna.

 

 

 

 

25 febrúar 2022

Rússar hafa efnt til stríðs við Úkraínu og eru með herlið sitt þar í þessum sögðu orðum.  Forseti Rússlands beitir afli hersins staðráðin í að ná fram því með valdi sem ekki tókst að gera með umræðum og samningum.  Gömul saga er endurtekin og öll mannkynsagan skráð með sama hætti.  Risastóru varnarbandalögin sem stofnuð voru í þeim eina tilgangi að aldrei aftur yrði efnt til stríðs á borð við síðari heimstyrjöldina hafa ekki nema að hluta til virkað.  Samt er ekki hægt að neita að þau séu afl sem eftir sé tekið og orð þaðan vegi þungt.  Samt verður að segjast eins og er að NATÓ- ESB, eða hvað þetta allt heitir, séu ekki nema að litlu leiti að virka.  Samt eitthvað smávegis.  Og skal hér játað.

Enn og aftur sjáum við krumlu Rússlands reidda til höggs gegn ríkjum sem gamla Sovétveldið stóð á.  Enn og aftur sjáum við vilja þjóða til að ráða sér sjálfar og gera án afskipta annarra landa í kring.  Þessi hugsun verður aldrei afnumin því hún liggur í eðli manns, sem og þankinn um að eiga eigið heimili sem ég ræð öllu í sjálfur hvernig sé útlits, hvar mublurnar séu í herbergjum og hvað litur á veggjum. 

Sama gildir um landið mitt.  Þar er ég fæddur.  Þar hef ég alið allan minn aldur.  Þar ætla ég að lifa og deyja í landinu sem ég fæddist í.  Þetta í grunninn er sem við er að eiga og við að glíma sem gerir öll inngrip annarra erfitt um vik.  Þjóð sem kemst áfram með þetta og beitir afli herja sinna mun ekki halda sínu og verkið ekki vara nema í stuttan tíma vegna þess að koma gegn eðli fólks og grunnhugsun fólks um að tilheyra þjóð.  Þetta er eitt af þessu sem ekki breytist, sama hversu harðneskjan er mikil og líka þó takist að kasta dulu yfir slíka hugsun og hindra að verði mjög hávær í fólki.  En hún mun alltaf taka sitt sæti og verða heyranleg rödd sem leitast við að endurheimta land forfeðra sinna.  Þetta er að vera manneskja.  Gegn þessu er verið að koma.

Eðli manneskju verður ekki breytt hvorki með ofbeldi né harðneskju af neinni sort.  Hugsunin um að: „Þetta er landið mitt, þetta er þjóðin mín sem allt mitt fólk er komið af og forfeðurnir lögðu að grunn.“- mun heyrast.  Sagan er endurtekin.  Við skiljum ekki grunnhugsun manneskju.

Hvað hún á eftir sættir sig við er ekki gott að segja en breytir ekki hversu hugsunin „um landið mitt“- er öflug.  „Þjóðin mín.“- Við sínum þetta með því að búa inn á eigin heimili. 

Þar sem hervaldi er beitt, er víða gert, munu alltaf annað veifið heyrast raddir og jafnvel koma upp erjur vegna nákvæmlega slíks þanka um að land tilheyri mér.  Sama hvað harðstjórnin er mikil, sama hvað reynt sé að gera til að eyða hugsun af þessum toga út úr fólki mun það ekki takast.  Eðli manns er rosalega öflugt afl.

Að innlima land og lönd í þessu skjóli sjáum við að er alger ósvinna með ekkert framundan nema tómt vesen og leiðindi.  Við nefnilega verðum áfram Bandaríkjamenn, Breskir menn, Rússar, Þjóðverjar, Slóvakar, Færeyingar og eða íslendingar.  Við sjáum að svona yfirtaka er algerlega óvinnandi vegur og getur aldrei gilt nema skamma stund.  Sovétríkin voru til í eitthvað sjötíu ár.  En þá líka voru þau strokuð út af landakortinu af sömu ástæðu og vegna þrístings og hróps þjóða um sjálfstæði.  Ógerlegt er að losa fólk undan slíkum þanka. 

Að því er ýjað að Rússar muni jafnvel beita kjarnavopnum, sem nóg er til af þar.  Rétt er það.  En þá skal haft í huga að mörg bandalagsríki eru einnig með þau að ég tel útilokað að Rússnesk stjórnvöld gangi svo langt að hugleiða slíkt í neinni alvöru.  Hvað sem þau á eftir segja.

 

 

 

 

 

24 febrúar 2022

Margt hefur breyst í landinu okkar fallega sem um þessar mundir er þakið snjó landshluta á milli og veðrum sem eru nokkuð illvíg en samt ekkert einsdæmi að séu hér á vetramánuðum. 

Einnig er maturinn sem við borðum nokkuð fjölhæfari en var er „Ýsa var það heillin“- kom enn fyrst upp í hugann er menn veltu fyrir sér hvað hafa skyldi í matinn hvort sem var hádeginu eða kvöldin.  Reyndar ekki alveg rétt með farið að ýsa væri hið eina sem menn átu því sá siður var mjög víða í landinu að fiskur væri í hádegismat en kjöt af einhverri sort í kvöldmat.  Þetta var á þeim tímum er bara ein fyrirvinna var á heimilum sem og gæti vel vakið einhvern til umhugsunar og viðkomandi komið auga á að eitthvað í kerfinu hafi skolast til og sé ekki alveg að virka né gera sig.  Nóg er unnið og fyrir hlutum haft en blessun af vinnunni lítil.  Erum við ekki svolítið mikið að vinna í götótta pyngju hin síðari ár?  Er kannski komin tími til að líta á það sérstaka mál?  Vissulega, en verður trauðla af neinu slíku.  Menn verða fyrst að sjá til að gera. 

Heyrum stutt samtal frá því í þá gömlu góðu daga:

„Hvað var að borða hjá þér í hádeginu?“- spurði vinnufélagi vinnufélaga sinn.

„Þverskorinn ýsa.“- Er svarið við spurningunni.

Næsta dag er sami maður spurður sömu spurninga og af sama aðila.  Viðbrögð hins var skjanna bros eyrna á milli og svar um hæl:

„Steik:“-

„Nú jæja jæja.  Steik.  Aldeilis munur.  Hvað heitir steikin?:“

„Steikt ýsa“- svaraði maðurinn.  Jamm!  Held að spurningum hins hafi þar með lokið.

Allt þetta er breytt og meira matur úr sjónum en bara blessuð ýsan.  Þó hreint sælgæti sé. 

Það sem gerir sjávarútveg nútímans á Íslandi skemmtilegan og um leið talsert áhugaverðan er hversu framleiðendur sjávarðafurða eru uppteknir við að leita leiða til að gera verðmætin sem úr er að spila sem allra mest hverju sinni.  Allur fiskur sem hér veiðist má segja að sé undir þessu í dag.  Núna er farið vel með allan afla sem sjórinn færir okkur.  Líka loðnan sem lengst af var mokað upp og hún brædd og umbreytt í skepnufóður sem þoldi, er þrær hver af annarri fylltust, laus tún og bletti sem geymslustað.  Verðmæti voru auðvitað eyðilögð.  Slíka vanvirðingu við miðin og það sem þau hafa að gefa er ekki lengur boðið upp á. 

Það nýjasta í sjávarútvegsdeild íslenskri eru þreifingar Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum og erlendra aðila um flutning ferskrar loðnu til Japans sem, ef allt fer vel, mun auka útflutningsverðmætið.  Japanir sækjast eftir hrognum loðnunnar og yrðu hoppandi glaðir með að fá hana ferska til sín.  Ferskt er eftirsóknarverðara en fryst.  Prufusendingar eru farnar og þær komnar til Japans og tók ferðin með fluginu fimm daga að skila sér alla leið.  Farminum var að sjá vel tekið.  Tökum eftir svona og einblína ekki bara á veiðigjaldið og leggjum ítrekað til að verði hækkað.  Ég vil styðja íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.  Líka Samherja.  Sem er eitt þeirra. 

 

 

 

 

23 febrúar 2022 (c)

Mattuesarguðspjall 20. 6-7.  Og á elleftu stundu fór hann enn út og sá menn standa þar.  Hann spyr þá:  Hví hímið þið hér iðjulausir allan daginn?  Þeir svara: Enginn hefur ráðið okkur.  Hann segir við þá:  Farið þið einnig í víngarðinn.“- Jesús er hér að ráða verkamenn í vingarð sinn.

Ef við skoðum söguna betur sjáum við að þeir sem hann leitar til eru menn sem hanga iðjulausir liðlangan daginn og er ekki fólk með neina atvinnu. 

Er þessu ekki svolítið oft öfugt farið hjá okkur að við leitum uppi fólk til að starfa við eitt og annað viðvikið innan safnaðanna sem þegar er í starfi og hafa juðað við þetta í jafnvel áratugi?  Hví skyldi þetta fólk bæta við sig verkefnum hafandi sjálft í nógu að snúast á Akri Guðs og jafnvel aldrei þegið nokkur laun fyrir.  Þarf að skaffa manneskja með atvinnu vinnu?  Segir sig sjálft að svo sé ekki.  Eða hvað? 

En af hverju gerum við svo oft með þessum hætti.  Ætli svarið liggi ekki í að Orð Guðs ristir ekki mjög djúpt í hjartatetrinu og við ekki mjög grunduð.  Gæti þetta verið hluti vandans?

Allar dæmisögur Jesús eru til að við höldum ákveðinni hugsun vakandi hjá okkur og vitum til hverra skal leitað, þarfnist söfnuður starfskrafta.  

Okkur ber að fara til fólks sem enn hangir iðjulaust og fá það til að slást í hópinn en ekki hinna.  Styðjum frekar við bak þeirra.

 

 

 

 

23 febrúar 2022 (b)

Það skeði ekki oft á meðan ég enn bjó í Neskaupstað að maður tæki sig upp og færi í flugið á Egilsstöðum og endaði á Reykjavíkurflugvelli.  En nokkrum sinnum samt.

Ekki mann ég tilefnið að þessu sinn.  Er ég kom til baka nokkrum dögum síðar var vel á þriðja metra hár skafl við enda stéttarinnar heima og leiðin heim í raun ófær.  Gerir maður fátt í svona kringumstæðum með tveim höndum- og ferðatösku í annarri. 

Eru nú góða ráð dýr.  En heim varð ég að komast.  Björgunin hófst með því að ég fleygði ferðatöskunni með fatnaðinum í yfir snjófjallið og veð gegnum skaflinn á eftir henni sem var meira verk að gera en maður ímyndaði sér.  Snjórinn var laus og hvarf maður bara í hann en hafði sig í gegn. 

Handan skaflsins beið mín taskan og sást varla snjókorn á stéttinni það sem eftir var heim að útidyrum og bara þarna fast við þessar tvær eða þrjár tröppur upp á gangstéttina niður við veg.

Á ganginum beið mín skófla brosandi á ganginum, eins og hún vildi segja manni eitthvað.  Ekki var neitt annað að gera nema taka hana fram og byrja að moka, sem ekki var neitt mikið verk því snjórinn einhvervegin bara hlóðst upp þvert fyrir tröppurnar og var mestur á hæðina.  Eftirminnilegt atvik, verður maður nú bara að segja.  Allskonar hendir alla og er engum með öllu hlíft.  Skemmtilegt. 

 

 

 

 

23 febrúar 2022

Rússar eru farnir af stað og ekki í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem slíkt gerist. 

Á sínum tíma boðuðu þeir heimsfrið og menn  kepptust við að tala um Sovét sem hina einu sönnu þjóð sem virkilega væri höll að friðnum.  Þetta töluðu menn einfaldlega af þeirri ástæðu að vita nákvæmlega ekkert hvað í raun og veru væri að gerast í þessu landi sem menn töldu, héldu, að væri elskari að friðnum en þjóðir almennt séu og hafa verkamenn hjá sér í öndvegi og að eiga að minnsta kosti einn verkamann sem sprengi alla afkastastaðla og geri, bara vegna þess að vera Sósíalisti.  Fullt af fólki sem trúði á þetta og einnig í landi Sósélista og fannst það verða að sýna þetta í eigin fari og voru heilir í trú sinni.  Seinna sá það annað.

Á meðan kallagreyin hamast eins og óður við að sprengja afkastastaðla gerðu ráðmenn landsins á sama tíma nokkuð sem hinir höfðu ekki grænan grun um, að sitja að sumbli næturlangt og skrifa langa lista með nöfnum fólks á sem á næstu dögum hvarf úr samfélaginu og engar spurnir fengust af hvar væri niður komið.  Heitir: „Horfin sporlaust.“-

Í dag vitum við að flest af þessu horfna fólki var flutt nauðugt til búða í Síberíu að næturlegi og á meðan borgin svaf og þá komið og fólkið rifið út af heimilum sínum og inn í rútur sem flutti það nær lestarstöð og fólk látið bíða á tilteknum stað, stöðum, án fata, hnípið og skelft.  Er lestin kom var því skipað að koma sér þangað og að fara hljóðlega.  Fæstir borgarbúar vissu af þessum flutningum er þeir fóru fram sem samt voru framkvæmdir í stórum stíl og gert árum saman.  Talað var um að á meðan seinna stríð stóð hafi þessir fólksflutningar að einhverju leit til Síberíu verið í gangi og hefjast af fullum þunga eftir stríð.

Sagan um verkamanninn sem sprengdi alla þekkta afkastastaðla var auðvitað uppspunni en gekk sem dæmi um yfirburði Sósíalista.  Á meðan þessir biksvörtu fólksflutningar viðgengust í borgum Sovét hömuðust blekktir menn í öðrum löndum við að koma á legg friðarhreyfingum í anda Sovéska lýðveldisins. 

Hve margt fólk lenti í fangabúðum Gúlagsins er ég ekki viss um að nokkur manneskja viti til fulls né heldur hve margt af því endaði ævi sína þar.  Ljóst er að tölurnar eru gríðarháar. 

Gúlakið skaffaði atvinnurekendum og verksmiðjunum ókeypis vinnuafl og gerðist á sama tíma og verið var að tala um eitthvert fyrirmyndaríki þar eystra þar sem verkamaðurinn fengi að njóta sín og væri upphafinn.  Getur lygin orðið þessu stærri? 

Á þessum tíma urðu til frasar sem gengu meðal fólksins:  „Bara ef Stalín vissi þetta.“- var sagt á götunum og út í sveitunum.  Sama tugga gekk hvaða Hitler varðaði í Þýskalandi nasismans er menn Hitlers, að hans undirlagi, og eða með hans fulla vilja, gengu um göturnar með barsmíðum og brothljóðum, skemmdu, myrtu menn og konur til að skósveinar Þýska einræðisins geti stillt þjóðina af.  Við vitum hvernig samstillingin endaði.

Sósíalistar hafa aldrei þurft að ganga í gegnum neina viðlíka síu og nasisminn og ástæðan fyrir að Komminn lifir enn en hitt dó.  Það samt mega Sovétmenn eiga að án þeirra þátttöku hefði seinni heimstyrjöldin aldrei sigrast né bandamenn hreppt sigurskjöldinn.  Og en sjáum við ógn af brynvörðum herbílum og hermenn gráa fyrir járnum og herskáar yfirlýsingar valdsherra.

 

 

 

17 febrúar (b)

Vandi Verkalýðs- og Sjómannfélaga á Íslandi hefur lengi legið í þeirri staðreynd að fáir félagsmenn bæði sækja fundi og mæta á fundi til að greiða atkvæði.  Gildir þá einu hvort um mikilvæg mál í félögunum sé að ræða, eins og kjaramál og samninga sem lagðir eru fram og kosið er um, eða málið er léttvægara. 

Hvert prósentuhlutfallið er í svona tilvikum veit ég ekki og giska á að sé kannski 10- 15% mæting að jafnaði og að með þeim fjölda að baki sér taki samningar gildi og hafa líklega allir samningar sem gerðir hafa verið undanfararinn ár þurft að lúta, sem á annað borð hafa verið samþykktir.  Svona frétt er engum sem til þekkir nein ný frétt.

Þó fáir mæti er kosning gild.  Meirihluti atkvæða ræður til að mynda hver gegni formennsku í hverju félagi.  Snúist kosningin um sæti formanns.  Kosningu lúta menn hvort sem þeir eru glaðir eða hvekktir vegna úrslitanna og hvort sem mætingin var 10% eða 100%.  Sem auðvitað allir vildu sjá gerast. 

Munum að allir félagsmenn hafa rétt til að kjósa í atkvæðagreiðslum sem efnt er til.  Nýti fólk ekki rétt sinn er lítið við því að gera, né hinu, velji þeir að gera sjálfa sig óvirka í félaginu sem þeir greiða gjöld í af sínum launum.  Allir félagar eru partur eins Verkalýðs- eða Sjómannfélags.

Ekki snýst málið heldur um manneskju, einstakling, eða frekan og eða ófrekan forystumann/ konu/ karl heldur blasir niðurstaða kosninga við.  Hvað er svona erfitt að skilja hér?  

Er ekki vandinn mikla meira hann að einhverjir liðsmenn, með allri virðingu, hafi tekið sér vald og strangt til tekið eignað sér eitthvað sjálfir.  Þið vitið:  „Ég á þetta og þú mátt ekki fá þetta.  Í skjóli niðurstaðna kosninga styð ég nýju forysta Eflingar og hvet aðra til sama. 

Við verðum læra að virða löglega fengna kosningu.  Hvað annað er hægt?  Og til hvers að vera að efna til funda og ganga til atkvæða eigi hvort eð er ekkert að gera með niðurstöðuna?  Virðum leikreglur.  Göngumst við niðurstöðu. 

 

 

 

 

 

17 febrúar 2022

Eftir að Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir nokkrum árum fékk maður auðvitað sitt blað inn um lúguna hjá sér og las svona oftast. Nú í bráðum tvö ár hef ég ekki fengið þetta fría blað sent til mín og er heldur ekki að biðja um það sé gert.  Verð að segja eins og er að blaðsins sakna ég lítið, án þess neitt að vera að leggja mat á efnistök ágæts blaðsins.  Enda keimlík hverri annarri áþekkri blaðastarfsemi og er til jafns við hana.

Er samt þeirrar skoðunar að áskriftarleiðin sé besta fyrirkomulagið á blaðamarkaði og að gefa mönnum sem engan sérstakan áhuga hafa á daglegum blaðalestri, þó frír sé, bara frí?

Vilji menn sjálfir gera breytingar á daglegri flettingu dagblaða, nú þá kaupa þeir sér einfaldlega áskrift. Nema menn hafi gaman af að stafla upp hjá sér ólesnum daglöðum og fleygja í grænu tunnuna heima við þegar staflinn orðið stingur í augun og nær sinni fimmtíu sentímetra hæð og er hæðinni sem segir við staflann:  „Jæja, væni minn!  Nú ferð þú í þá grænu fyrir utan.“- Og borðið verður aftur autt.

Þó maður hvorki fái blaðið sent til sín né lesi sjaldan á Netinu, eintómar auglýsingar í því, er samt allt yfirfljótandi í fréttaflutningi sem er þetta allt í senn 1. Nákvæmur, 2. Ónákvæmur og 3. Mjög ónákvæmur og uppundir sleggjudóma, þar sem verst lætur.  Allt í boði.  Fjölbreytni, minn kæri.

En svona víst viljum við að þetta sé. Við ein gerum skilyrðin og byggjum upp samfélagið og stingum upp á ýmsu kringum það. Sumt sem við stingum upp á verður að hreint prýðis fóðri fyrir allskonar órökstuddar fullyrðingar með Gróusöguna fremsta og hrópin á eftir sér. Þetta er í dag. Fæstir líta málið neitt alvarlegum augum, eins og eitt sinn var sagt. 

„Sannleikur! Hahahahaha. Gamaldags þessi mar. Eins og hann skipti máli mitt í Netvæðingu og öllum færslunum. Látum þá hafa það. En ææ.  Þetta sem ég nú las stakk mig frekar illa. Enda hreinar lygar. Verð ég nú að svara þessu.“- Reiðilestur frá reiðum skrifara blasir við og fleiri reiðir, meira en einn og tveir, taka undir gremjuna.  GRRRR.  Allt komið við suðu.  Af litlu tilefni.

Já, engum held ég blandast hugur um en að við lifum neitt nema merkilega tíma. Merkilega og um leið villta og smávegis tryllta og hreint svakalega stjórnlausa. Alltaf annað veifið logar allt stafna á milli.  Og svo skyndilega kemur þögnin og eitthvað sem sumir veita athygli og aðrir ekki vegna þess að fátt sem gerist er nýtt og allt einhvervegin er heimilt. Fólk í felum er stigið fram og ekki bara stigið fram heldur á sinn hátt búið að taka sér visst vald.  Þetta allt blessum við flest á bak og brjóst en berum okkur inn á milli illa vegna harðneskjunnar sem vex ásmegin vegna þess að hún orðið hefur nægt fóður. Hvaðan fóðrið berst áttum við okkur ekki á né pælum í. Við gerum samfélagið sjálf sem blasir við og berum ábyrgð á og engin fyrir okkur. En mikið væri það nú notalegt. 

Ekki gleyma mitt í færslunum og stundum rógnum að Drottinn dag einn mun stíga til jarðar og gera eitt þúsund ára ríkið sem Biblían boðar og allt fólk sem honum fylgja í dag, og á öllum tímum, munu vera þar ásamt honum.  Spáum í þetta.  En trúum við þessu?:

„Já, ég geri það en leyfðu mér fyrst að varpa óhreinindum og drullu yfir eins og eina manneskju. Hún svo sannarlega hefur unnið til hennar.  Svo skal ég koma:“-

„Blessbless. - Til morguns.“

 

 

 

 

1 febrúar 2022

Allir vita að ýmislegt gerist í dag af veðurs völdum sem var óþekkt hér í eina tíð.  Sjór gengur á land og veldur því miður oft skaða.  Vatn rennur fram og flæðir um götur og inn í hús og veldur skaða.  Við þrengjum að árfarvegum og beinum í vissa átt sem hvergi eru nógu afkastamiklar í hlaupum og stórfeldum rigningum.  Vatn flæðir upp á bakkanna sitt hvorum megin árinnar og svo áfram hvert sem vatnið kemst.  Tún skemmast og fyllast auri sem tíma tekur og kostnað að vinna til baka. 

Með hinum og þessum inngripum í gang náttúrunnar reisa menn sér hurðarás um öxl sem mun bitna á þeim sjálfum.  Að slíku erum við, strangt til tekið, daglega vitni með einum og öðrum hætti og sjáum allskonar gerast sem áður var óþekkt en er í dag uppundir algengur gerningur.  Landvinningar út í sjóinn færist í aukanna.  Allar þessar þrengingar á rennsli vatns og árfarvega er hluti vandans sem við er að eiga í dag.  En sjáum við málið svona?  Er ekki viss.

Inn í sumt ætti engin að grípa en gera samt og til allskonar pælingar um að gera meira þar.  Og skaði skeður sem við kennum öðru um en raunverulega er. 

Landgrunnið, fjaran og það, er sérstaklega hannað til að dempa öldu hafsins er hún kemur að landi.  Það dregur úr afli aldanna og þær valda ekki eyðileggingu á landi.  Á þetta höfum við víða gengið á hólm við og gert landfyllingar langt í sjó fram en ekki hugað nóg að mögulegum afleiðingum verka okkar.  Og í stað þess líka að horfa á þetta þessum augum segjum við:  „Loftslagsvá.  Loflagsvá.  Stoppum hana!“- Og viljum banna Kínverjum að éta mat sinn með prjónum sem ku vera búnir til úr tré en við viljum að vaxi ósnert og verði meiri að vöxtum til að minnka gróðurhúsaáhrifin og Kínverjar, í prjóna stað, notist við hníf og gaffall.  En það víst gerir allt siðað fólk.  

Við viljum Græna orku en tölum jafnhliða henni um verndun stórra svæða á hálendinu sem hindrar menn í frekari vatnsaflsvirkjunum sem þó er leiðin til að mæta með allri þessari Grænu orku sem við í hinu orðinu viljum innleiða.  Allt til að loftlagsváin ráði ekki meira en nú er og þess í stað hopi.  Allt svolítið tvist og bast.  Sannleikurinn er að í dag eigum við ekki til næga raforku til að annast það sem þegar er í gangi á Íslandi.  Það öndvert neyðir verksmiðjur í olíuna. 

Ofan í allt þetta fáum við hverja fregnina fætur annarri af óvenjulegri hegðun krafta náttúrunnar sem við sjálf höfum þrengt að en ætlast til að hún beygi sig fyrir okkur, sem hún getur ekki gert og henni settar skorður og takmörk sem fólk þarf að vita hverjar séu og læra inn á.  Hver ræður þeim ægikröftum öllum saman?  Ekki maðurinn.  Nema að parti til kannski.

Svo fáum við fregnir af einhverju óvenjulega í veðri, vindum og sjólagi og fyrsta orðið sem upp kemur í hugann er „Loftlagsvá:“- Sem öndvert vekur spurninguna:  „Er allt bara búið.“-

Hví ekki að söðla um í hugsun og hugsa líka til allra hinna þáttanna sem menn hrófla við.  Mannanna verk eru allstaðar og mis gott handbragð á.  Ætli sé hægt að finna einhverja sök í þessari stórframkvæmd og eða hinni stórframkvæmdinni sem gerð var til að beina afli sjálfrar náttúrunnar í annan farveg en henni sjálfri er ætlað?  Leynist máski sök í öllum þessum inngripum manna sem hrófla við ægikröftum og engum mannlegum mætti er ætlað að fást neitt við en menn gera án þess að blikka auga?  Uppskera sem sáð var er hún sem kemur.  Lærum að þekkja sáðkornið.  Og margt helst beint af mannanna verkum.  Náum takti við heildarmyndina.

 

 

 

 

29 janúar 2022

Nú um stundir má segja að heimur allur standi við viss vatnaskil tilveru sinnar.  Umræða dagsins stendur um orku sem margir eru sammála um að þurfi að taka breytingum.  Og til verður hugtak sem fengið hefur nafnið „Græn orka“- sem, skilji ég málið rétt, er þannig gerð að hún byggir á sjálfendurnýjanlegum grunni og um leið varanlegum, en er ekki eins og hin sem minnkar eftir því sem meira er úr honum tekið.  Sé slíkt gert sjá allir að innan viss tíma þrjóta birgðir og vandræði skapast.  Gildir um olíu jarðar og margt annað einnig sem við erum að nota til hæginda eigin lífs en mun að endingu þrjóta, rétt eins og gerist með kartöflupokann sem allir vita að dugir í visst margar máltíðir áður en að endurnýjun þarf.  Við viljum hafa það sem er varanlegra þessu og leitum að logandi ljósi.  Margt er varanlegt en í allt þarf að sækja.  Ekki er nóg að vatn renni til hafs heldur þarf að nýta það til síns brúks. 

Sjálfsendurnýjun er til staðar og má sjá hana í fiskistofnunum hér við land og gerir áfram svo fremi sem vitið helst í kollinum og við missum ekki takt við veruleikan.  Slíkt sem kunnugt er hefur gerst en við lært af og viljum ekki að endurtaki sig.  Og við njótum afraksturs sjálfbærni.

Þessi hugsun um endurnýjum af sér sjálfu, merkilegt orðalag, hefur lengi verið til.  Samt ekki sem hugsun mannskyns, þó svo sé í dag og er tiltölulega nýr þanki þar. 

Skoðum ritninguna og flettum upp á Jóhannesarguðspjalli og lesum samtal Jesús við Samverska konu sem fram fór við brunn einn sem íbúar bæjarins komu til og sóttu sér í vatn í og báru heim: 

„Jóhannesarguðspjall. 4. 13-15.  Jesús svaraði: „Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu.  Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind sem streymir fram til eilífs lífs.“  Þá segir konan við hann: „Drottinn, gef mér þetta vatn svo að mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað að ausa.“– Hún nær ekki samhenginu.  Tíma tekur fólk að skilja.  Allt eðlilegt. 

Í þrettánda versi segir að hver sem drekki af þessu vatni muni aftur þyrsta.  Hvert okkar veit ekki þetta og að með þeim hætti sé í pottinn búið? 

Það sem Kristur segir er að trúin í hjartanu endurnýi sig sjálf og sé sífersk sem gangi ekki á grunn.  Að manneskja geti leitað þangað hvenær sem hana þyrstir.  Á hvað annað en sjálfbærni er verið að benda?  Er það ekki umræða dagsins að fá orku sem endurnýst fyrir eigin rammleik?  Kristur talar með þessum hætti og bendir ágætri konunni á að þó hún drekki vatnið í brunninum muni hún aftur koma þangað til að drekka.  Trúin er þá þessi „Græna orka“- sem við segjum að þurfi að innleiða og sem þá hugsunin um sjálfbærni.  Eru menn ekki annars sammála þessu? 

Kristur bendir að allir sem hann gefi líf í sér þurfi ekki að fara þangað eða hingað til að svala trúarþorsta sínum.  Trú er gjöf og gjöf Guðs gengur ekki á grunn heldur ber allt í sér sem þarf.  Sjálfbærni, minn kæri vinur og ekkert annað. 

Ekki er samt svo að skilja að við munum ekki þurfa að hafa fyrir einu og öðru verki eins og verið hefur en verið að benda á hér að þessi hugsun hafi lengi verið til og mikilvægi þess að menn læri upp úr Orði Guðs og láti Orðið leiðbeina sér.  Mikið hagræði væri í slíku og um leið mikil vinnuhagræðing.  Þar eins og sjá má er lesning um sjálfbærni hluta og að hún hafi lengi gengið með mannkyni en menn ekki sett í samhengi við vangaveltur sínar um daginn í dag. 

 

 

 

 

28 janúar 2022

Þetta með að fjarlægja Danska merkið af Alþingishúsinu finnst mér ekki vera mál málanna.  Við skulum því fara hægt í allar ákvarðanir sem lúta að því verki.  Hefði átt að breyta merkinu á húsinu hefði verið best að gera það strax árið 1944 en var ekki þá ráðist í verkið. 

Að vísu er merkið Danskt og segir okkur að hér réði og ríkti Danski konungurinn.  En hvaða íslendingur í dag veit ekki að Ísland sé frjálst og sjálfstætt land og ráði sínum lögum sjálft og hafi gert frá árinu 1944?

Rétt er það að merkið er partur af sögu íslenskrar þjóðar.  En það eru einnig yfirráð norðmanna á öldum áður á Íslandi og hernám Breta í stríðinu sem hingað komu í maí 1944.  Viljum við kannski stroka þetta allt saman út?  

Við sem þjóð bara sitjum uppi með sumt og sagan ritar sig sjálf, megi svo má segja.

Að taka fram strokleðrið og storka út breytir engu hvað söguna áhrærir.  Hún bara stendur.

 

 

 

 

 

27 janúar 2022

Merkilegt með sumt.  Sagt er að menn sem hættir eru að starfa á hinum almenna atvinnumarkaði geti loks stundað áhugamál sitt og gefið því allan sinn tíma eftirleiði.  Fínt fyrir golfarann, skokkarann, sundáhugamanninn og þá alla saman og þetta hefur fólkið gert á sínum ferli og þegar tækifæri hefur gefist meira og minna allt sitt líf og fagna jafnvel að geta gefi‘ þessu allan þann tíma sem þeir alltaf vildu í þetta sport.  Frábært. 

En hér gleyma menn einu mikilvægu atriði.  Og er það fólkið sem aldrei fann sér neitt áhugamál í lífinu og gerði kannski atvinnu sína strangt til tekið að henni hjá sér.  Af hverju skildi þetta fólk nú, það er að segja, eftir að hafa farið af atvinnumarkaðnum, finna sér eitthvað til dundurs hafi það aldrei áður gert neitt í þessa átt áður?  Gera menn sér grein fyrir að þetta fólk er nokkuð stór hópur? 

Velti því stundum fyrir mér hvort þetta sé ekki einmitt hópurinn sem lætur sjálfa sig drabbast niður, megi nota þau orð, vegna þess að kunna ekkert af þessu svokallaða tómstundargamni og hafast ekkert að til að nálgast það?  Og hví?  Hafi áhuginn ekki verið til áður að þá vaknar hann vart núna.  Það hefur ekki allt fólk gaman af að fara í ræktina, stunda sundstaðina, fara í göngutúra, eða hvað þetta allt heitir.  Allt vegna þess að ekki eru allir eins og því útlokað að steypa menn í eitt og sama mót eða skipa að gera þetta og hitt.  Menn verða líka að hafa gaman að sjálfir.  Ekki satt?  Og þar er engin ein lína til. 

Tel það afskaplega misráðið verk atvinnurekenda, með jafnvel stuðningi löggjafavaldsins og verkalýðshreyfingarinnar, að skikka menn út af atvinnumarkaðnum við 67 ára aldur.  Sum fyrirtæki ganga afskaplega ákveðið fram í þessum efnum.  Trúið þessu. 

Ég tel að þessi mál þurfi eitthvað að endurskoða og að þarna þyrftu menn sjálfir að hafa miklu meira um þessi mál sín að segja, svona hver fyrir sig, og væri um leið réttlæti í verki.  

 

 

 

 

7 janúar 2022

Margt er það sem við áttum okkur ekki á hvernig virki.  Við heyrum en sjáum ekki né skynjum hvað sé að gerast.  Við þekkjum manneskjuna andspænis okkur en skiljum ekki að það sem hún segi sé í raun og veru Jesús að segja.  Hér er vitaskuld verið að tala um einstakling sem þekkir lifandi Drottinn og veit skil á honum.  Kristur vill að trúin sé einföld.  Trú í grunninn er einföld. 

Leyndardómur er falin í eftirfylgninni við Jesús Krist.  Með hvaða hætti annarri en trú er hægt að meðtaka að Kristur sé út um allt á sama tíma og starfi sjálfur í öllu þessu fólki sem á akri hans er dags daglega og hvar sem fólkið er statt?  Jesús er upprisinn.  Ekki maður sem ég og þú.  Hann er Andi á himnum.  

Þetta sýnir hann glögglega upprisinn er hann birtis inn í herberginu sem læsissveinarnir voru komnir saman í eftir handtöku, krossfestingu Jesús og upprisu og höfðu læst öllum hurðum að sér en hindraði ekki Jesús í að birtast þeim.  En hvernig komst hann inn?  Erfitt að segja.  Mín skíring á merkilegu atvikinu er að hann hafi alltaf fylgt þeim eftir og því staðið mitt á meðal þeirra en lærisveinarnir ekki séð hann vegna þess að vera venjulegum augum fólks gæddir.  Finnst það eðlilegri skíring en hin um að Jesús hafi komið í gegnum vegginn.  Segir Orðið enda að Jesús sé þar sem þú sért á hverjum tíma.  Hvar sem tveir eða þrír eru samankomnir:

„Sálmarnir 139.  1-3.  Til söngstjórans.  Davíðssálmur.  Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig, hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar.  Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það og alla vegu mína gjörþekkir þú.“- Og hver veit hvort ég sitji eða standi nema hann sem er þar sem ég sé?  Sjáum við ekki einfaldleikann?  En trúum við svona boðskap?  Það þurfum við að gera.  Enda grundvallarboðskapur trúarinnar að meðtaka.  Að vita þetta hindrar okkur frá margskonar verkum.  Með öðrum orðum.  Guð sér þig núna.  Og hvernig er slíkt mögulegt nema viðkomandi sé þar sem þú og ég erum?  Og svona má einfalda mál fyrir sér.  Með þessum hætti líka talar Orðið.  Til að mynda í Sálmaversunum hér ofar.  Auðvelt er að koma með langloku útskíringu sem menn sofna út frá.  Sumt kringum trú og hvernig Drottinn vinni neitum við strangt til tekið að meðtaka.  Og við fáum lengri útskíringuna:  „Ég er“- sagði Guð við Móses er hann spurði hvern hann ætti að segja að hafi sent sig.  „Ég er.“- er málið.

„Lúkasarguðspjall 10. 16.  Sá sem á yður hlýðir hlýðir á mig og sá sem hafnar yður hafnar mér. En sá sem hafnar mér hafnar þeim er sendi mig.“- segir í guðspjallinu.  Liggur þetta ekki fyrir?

Við sjáum að til að ganga veginn með Jesús þarf trú.  Hver nema með augum og eyrum trúar meðtekur að ræðumaður sem hann horfir á, gerþekkir og meira að segja oft rifist við, að Kristur sjálfur sé að frambera söfnuðinum Orðin sem streyma fram af vörum þessa einstaklings?  Orðin í Lúkasarguðspjalli taka af allan vafa um að svo sé.  Við hristum ekki lengur höfuðið yfir ræðunni.

Sjáum við ekki af bara þessu hversu oft við erum ofboðslega langt frá veruleikanum sem Kristur er?  Hver af okkur er að hlusta á Krist með beinum hætti er hann heyrir predikun úr ræðupúlti safnaða?  Fáir.  Kannski engin.  Með þessum hætti samt talar ritningarversið til okkar.  Og af hverju?  Jú, það reynir að draga okkur nær hugsuninni um að Kristur sé raunverlegur og dvelji þar sem fólk hans sé.  Alltaf og skrapp ekki andartak í bíó.  Átt við einstaklinganna hvern fyrir sig en ekki ofurpredikarann og eða ofurforstöðumanninn, hvað sem þetta tvennt öndvert er?  Nei.  Venjulegan þig og mig.  Kristur hefur í kringum sig venjulegt fólk.  Allt sem við þurfum að vita lesum við í Biblíunni.  Einföldum trú vora.  Jesús lifir!  Hann lifir.  Amen.    

 

 

 

 

6 janúar 2022

Hafnarfjörður -

var eins og aðrir bæir öðruvísi útlits fyrir einni rúmri öld en er í dag.  Fáein hús og skipulag allt á skornum skammti og byggingar reistar eins og hver vildi og snéru ýmist í suður eða vestur, norður eða suður við sömu götu og lítið pælt í þessu:  „Hér er góður staður og hér skal ég byggja hús“- sögðu menn.  Og svo varbyggt eftir efnum sem leyfðu.  Spýta hér.  Spýta þar. 

Fyrstu lögregluþjónarnir.

Í Hafnarfirði var ekkert sérstakt lögregluembætti til en er á einu stigi málsins stofnað.  Ástæða þess að ráðist var í stofnun sérstaks lögregluembættis í Hafnarfirði voru norskir sjómenn sem stunduðu línuveiðar út af landinu sem fóru að leita hafnar í Hafnarfirði og kneyfa ölið, með oft leiðum afleiðingum fyrir friðsama bæjarbúa.  Með árunum fer þessum norsku línuveiðiskipum fjölgandi.  Það bendir til aflasældar. 

1907 er svo komið að þessi línuveiðiskip eru orðin um 40 talsins með aðsetur að meira og minna leiti í Hafnarfirði.  Er skipin voru orðin svo mörg og mannfjöldinn í samræmi við það valsandi um götur bæjarins, oft augafullir, fór að bera á, sem óþekkt var áður, að ófriðlegt fór að verða á köflum og að lög og réttur undir ákveðnum kringumstæðum væru allur virtur að vettugi, með stundum gripdeildum og annarri óáran sem fólkinu, íbúunum, líkaði ekki og stóð orðið smá stuggur af.  Þessu sem vonlegt er undu friðsamir hafnfirðingar illa og fóru í framhaldinu að hugleiða hvernig mætti spyrna við fæti og koma skikki á þessi mál.  Ljóst er að atgangur þessara norsku sjómanna er nokkur úr því að bæjarbúar í alvöru hugleiða löggæslu á götunum sem fyrir þann tíma var óþekkt í bænum og engin sá neina þörf vera á en er þarna kominn upp.

Það sem næst gerist er að árið 1907 var um það rætt að setja á fót í Hafnarfirði nýtt embætti, lögregluþjónaembætti.  Einkennilegt er að engir lögregluþjónar hafi verið starfandi í Hafnarfirði fyrr heldur en þetta.  En svona var málum háttað og ber vitaskuld friðsældinni í bænum merki og að hafnfirðingar á þessum tíma hafi sjálfir verið löghlýðið fólk og lögbrot óþekkt, alltént fátíð, en eftir því sem séð verður, breytist með komu norsku línusjómannanna með sínar óspektir í bænum. 

Strax frá byrjun var ákveðið að lögregluþjónarnir yrðu tveir að störfum og að þeir gættu þess að almennar reglur í bænum yrðu virtar hvort sem væri um morguninn, eða miðjan dag eða yfir nóttina.  Þeim var gert skylt að vera á vakt frá klukkan 16, 00 og eins lengi frameftir dag hvern dag og þurfa þurfti, á meðan útlendingar enn væru á vappi í bænum, en vera til skiptis fyrir þann tíma.  En það virðist hafa verið viðmiðið á löggæslunni til að byrja með.  Lögregluþjónaembættið í Hafnarfirði var stofnað á tíma sem norskra sjómanna var ekki að vænta og gert þá til að ekki liti út svo út sem það hafa orðið til þeirra vegna.  En það samt er sannleikur málsins.  Við sjáum að nokkur umræða hefur verið um málið í Hafnarfriði þess tíma og að hegðun norðmannanna spili þar inn í. 

Fóru menn nú að líta í kringum sig eftir heppilegu fólki í hið mikilvæga og nýja embætti sem engin í dag efast um þörfina á en varð ekki til í bænum fyrr heldur en 1907. - Fleiri þjóðir en norðmenn komu þar við.  Til að mynda Svíar, Frakkar og Englendingar, sem engum sögum fer af á sama hátt og Norðmönnunum.

Að kom að lögreglumenn væru ráðnir til að gegna lögregluembætti á götum Hafnarfjarðar.  Fyrir valinu varð Jón Hinriksson, sem á þeim tíma var starfandi barnakennari í bænum.

(Jón Hinriksson varð síðar Kaupfélagsstjóri í Vestmanneyjum og lést árið 1929) 

Jón þessi setti skilyrði fyrir ráðningunni sem var að nafni sinn Einarsson verkstjóri tækist á við verkefnið með sér.  (Jón Einarsson bjó allan sinn aldur í bænum og er fæddur í Hafnarfirði 12 ágúst 1881 og dáinn 3 janúar 1955 og var þá verkstjóri hjá Vegagerð Ríkisins),

Jón verkstjóri varð hvumsa við er hann er beðinn um að taka að sér embætti hins lögregluþjónsins sem ráða átti í bænum og sagðist lítt hafa í starfið að bera, og bar meðal annars við að málakunnáttu sinni væri áfátt og að í bænum væru oft Norðmenn, Svíar, Frakkar og Englendingar.  Sagði þá einn, sem þá var einn af ráðamönnum í bæjarstjórn, að ekkert þyrfti neitt að vera að skeggræða við þessa drukknu og vitlausu norsku fugla heldur bara gefa þeim ærlega á kjaftinn.  Svo mörg voru þau orð. 

1 apríl 1908 var lögregluþjónaembættið stofnað og fengu þessir tveir heiðursmenn og forverar lögreglunnar í Hafnarfirði saumaða á sig einkennisbúninga lögreglunnar.  Ekki var laust við að svolítils kvíða gætti hjá Jóni Einarssyni að þurfa að láta sjá sig á götum bæjarins klæddir þessum nýja búningi.  Erfið voru að sögn spor Jóns verkstjóri er hann gekk í þessum alklæðnaði til nafna síns Hinrikssonar, sem hafði gefið honum loforð um að koma til sín í lögreglubúningnum.  Aðeins ein gata var þá í Hafnarfirði, Strandgatan, og allar gardínur á leiðinni frádregnar og andlit íbúa í hverjum glugga á þessari leið að skoða þennan einkennisklædda einstakling sem gekk götuna til vesturs með hóp hafnfirskra barna í halarófu á eftir sér hlæjandi og skríkjandi, líkt og barna getur verið siður.

Karlarnir sem á vegi hans urðu hrópuðu til hans í gamansömum tón hvernig honum líkaði búningurinn.  Kunningjar í hrönnum komu og að til að óska manninum til hamingju með nýja starfið.  Sjá má gríðarlegan áhuga í bænum á nýju embættinu og einnig þörfina á því.  Jón Einarsson komst heim til nafna síns Hinrikssonar og gengu þeir saman til Sýslumannsins, og voru þá orðnir djarfari báðir saman.  Fljótlega eftir að starf lögreglumanna hófst vöndust þeir búningunum og hafnfirðingar þessum tveim gangandi lögreglumönnum á götum bæjarins sem fljótlega byrja að fást við mennina á norsku línuveiðiskipunum sem komu að landi og kneyfðu ölið hastarlega og ollu ólátum og beittu stundum hnífum hvorir gegn öðrum.

Þessum kafla hafnfirskrar sögu lauk og eiga lögregluþjónarnir sinn þátt í þeim málalokum öllum saman. 

(Svo er að sjá að aðrir tveir menn en þessir tveir ágætu menn sem hér ofar eru nefndir, hafi á undan þeim verið ráðnir til að gegna löggæslustörfum á götum Hafnarfjarðar og að þeir menn hafi hætt við verkefnið er í ljós kom að þeir þyrftu sjálfir að kosta á sig einkennisfatnaðinn sem skylt var að klæðast í starfi sínu og að það hafi gerst eftir að bæjarstjórnin neitaði þeim um styrk til fatakaupanna. 

Jón Hinriksson og Jón Einarsson teljast því fyrstu starfandi lögregluþjónar Hafnarfjarðar.  Þeirra beið erfitt verkefni vegna ástandsins sem skapaðist vegna drykkjuláta norsku línusjómannanna.)

Kveðja KRF.

 

 

 

 

 

2 janúar 2022

Árið 2021 er fyrir mér eftirfarandi.

Hvað skeði markvert í mínu lífi á árinu 2021.  Er ekki alveg að átta mig á því en segi að lífi mínu ver ég daglega með lifandi Drottni mínum og upprisnum Jesús.  Veit ekki hvort einhverjum þyki slíkt líf vera spennandi líf né eitthvað til að impra á og segja öðrum en er það hiklaust í mínum huga og mínum veruleika.  Samantekt í mínu tilviki, um markverðast á árinu 2021, getur ekki snúist um neitt nema mig og Drottinn í sömu andrá.  Afrek?  Ætli það þá felist ekki einkum í að Jesús þekki mig?  Býst við því.

Allt í dögunum hefur snúist um Drottinn, vilja Drottins, hugsanir Drottins og hvernig Drottinn vill sjá verkin gerð.  Um þetta atriði snérist allt mitt líf árið 2021.  Það er að öllu leiti um hann.  Jesús sá mig fæðast og veit í dag hvar ég er staddur.  Langsótt?  Ekki fyrir mig nei.  Ég bendi bara á hreina staðreynd.

Í ágúst 2021, minnir mig, greindist ég með Kóvíd-sjúkdóminn og var lagður inn á Landspítalann í Fossvoginn, var það ekki annars?  Þar lá ég í tæpan mánuð. 

Á þessum eina mánuði missti ég getuna til að ganga á eigin fótum og voru nokkrir metrar fram á klósett spurning um hvort maður kæmist alla þessa „löngu leið.- Svona breytast kringumstæður fólks nú og gera stundum snögglega og í einni svipan. 

Alltaf stóð Drottinn mér við hlið og áfram vissi ég að ég myndi endurheimta allt til baka sem farið var.  Og eða að fara.  Að eiga von er öllu gulli verðmeira.  Samt vantar mörgu fólki hana.  Drottinn gefur inn fullvissu.  Og hún heldur utan um vonina, sem samt er miklum erfiðleikum bundið að sannfæra fólk um.  Hvað gerum við án Drottins? 

Einkennilegur tími fyrir mig er ég átta mig á að allskonar sé horfið frá mér.  Eitt voru tölur sem ég held að allar hafi þurrkast út úr minninu.  Eins og kennitala, símanúmer, aðgangsorð allskonar inn á Netsíður sem maður mundi jafn léttilega og að drekka vatn og vöfðust ekkert fyrir manni en voru allar með tölu horfnar úr huganum.  Þær allar varð ég að rifja aftur upp og komu ekki að sjálfdáðum.  Á þessu áttaði ég mig fljótlega og sá að verkið krefði mig ákveðins vinnuframlags.  Fyrir öllu þessu varð ég að hafa.  Og líka gerði. 

Í nákvæmlega þessu máli voru hjúkrunarkonurnar á spítalanum mér afskaplega hjálplegar, allir starfmenn Landspítalans voru það reyndar og engin af þeim neitt undanskilin.  Sannar hetjur bæði læknar og fólkið sem hjúkraði. 

Þegar ég sagði þessu fólki frá öllum horfnu tölunum úr minni mínu spurðu þær mig eftirleiðis um bæði nafn og kennitölu.  Og gott ef ekki einnig símanúmerið mitt.  Þannig lærði ég smásaman upp á nýtt og gerði á ekkert löngum tíma.  Fannst mér. 

Kóvíd veiran sem nú gengur, endalaust stökkbreytt, er afskaplega einkennileg veira sem því miður hefur náð að fella marga íslendinga.  Samt skal þess getið að talsvert fleira fólk hefur komist í gegn með hjálp lyfja, lækna, hjúkrunarteyma og bæna fólks.  Ekki gleyma neinu af þessu.  Allt þetta vinnur saman. 

En svo kom að þeirri stund að vistin á spítalanum kæmist á enda og ég algerlega fatalaus og sannfærður um að allt væri týnt og tröllum gefið sem ég hafði haft meðferðis, veskið mitt, bíllyklarnir mínir, síminn minn, fartölvan mín, en hana ætlaði ég að hafa með, og það allt saman dót.  Kom svo í ljós að dótið var allt geymt í kassa í farsóttarhúsi í borginni, sem ég víst ku hafa dvalið á um tíma en ég sjálfur mann ekki snefill eftir, né heldur hvar sé í borginni.  En þar var allt þetta dót mitt og var mér mikill léttir. 

Föt þurfti ég á að halda til komast heim af spítalanum sem Sibba, forstöðukona Smárakirkju, kom með og afhenti í móttöku spítalans.  Og var þeim á eftir komið upp til mín.  Takk Sibba fyrir ómetanlega hjálp og öllum öðrum sem að máli þessu komu.  Allt hreint ómetanlegt. 

Allan spítalatíma minn var ég algerlega fatalaus, símalaus, sambandslaus og sannfærður um að allt þetta væri týnt og horfið og farið sinn veg og handviss um að þurfa að kaupa allt þetta til baka.  Þessu gerði ég ráð fyrir eftir að ég kæmi út.  Trúið þessu og með þeim hætti lá málið. 

Fötin sem ég klæddist á sjúkrahúsinu er allt fatnaður sem spítalinn skaffar sjúklingum sínum og er fátt annað en nærföt, sloppur og sokkar.  Þurfti maður svo sem ekki fleiri föt en þessi.  Enda bundin herberginu.  Þaðan gat maður ekkert farið vegna eigin brauðfóta og strangra Kóvíd reglna spítalans.  Var að vísu nokkrum sinnum fluttur milli herbergja sem gert var með ákveðnum hætti og ferðin undirbúin.  Allt innan reglna.  Nema síðasta herbergið í síðustu, hvað, tvo, þrjá daganna.  Þar hafði maður nokkuð frjálsræði og var allt yfirbragð rólegra. 

Trúið því að það var auðmjúkur maður, fullur þakklætis til lifandi Drottins og trúsystkina sinna, sem klæddi sig úr spítalafatnaðinum og skilaði honum af sér og fór í eigin fatnað í fyrsta sinn á fjórum vikum.  Klæddist meira að segja skóm. 

Er sjúkrabílinn kom, sem flutti mig heim, þurfti ég að bíða eftir honum nokkra klukkutíma.  Er ég að endingu komst á minn stað inn í bílnum og bifreiðin farin af stað, var það þakklát manneskja sem lá á sjúkrabörunum og aukreitis full elsku til lifandi Drottins.  Þetta í raun eru skilaboð og vitnisburður samantektarinnar.

Heima, hvernig á ég að lýsa þessu, blasti við höll sem tók vel á móti mér og bæði blíðlega og fallega að tár vildu streyma niður kinnar.  Hjarta mitt skynjaði Drottin og nærveru, elsku og hlýju hans og kærleika.  Ekki vegna eigin verðleika heldur vegna þess að Jesús elskar og veit hvað er sönn elska.  Henni deilir hann með öllu sínu fólki. 

Spítalavistin var mér ekki erfið og var ég þar án allra verkja og leið yfirleitt ágætlega og tók þessu eins og hlutirnir blöstu við.  Aldrei fylltist ég neinni mæðu.  En mikið lifandis ósköp varð ég fegin er ég fékk sendan til mín fatnaðinn og gat klæðst mínum eigin fötum.  Fataskiptin tóku mig nokkurn tíma vegna þrekleysis míns og mann ég ekki hve oft ég lagðist fyrir stundarkorn til að fá safnað kröftum í að klára verkið.  Allt hafðist þetta. 

Er sjúkrabíllinn kom og ég lagður af stað heim á Skútahraunið, þar sem ég nú bý sem, eins og ég áður hef lýst, tók fallega og vel á móti mér, að meira að segja fólkið í sjúkrabílnum hafði orð á hvað hér væri allt snyrtilegt og þrifalegt.  Fólkið á sinn hátt skynjar nærveru Drottins á staðnum, án þess að ég segði neitt.  Og þurfti heldur ekki. 

Heim kominn á ég enn erfitt um gang og lét mér nægja nokkrar ferðir eftir ganginum frami.  Er þrekið óx færði ég mig út á planið fyrir utan og gekk þar nokkra hringi á morgnanna.  Þetta skilaði mér mörgu til baka. 

Tveim mánuðum eftir heimkomuna reikna ég með að um 90% líkamsstyrksins sé endurheimtur og hann nánast allur kominn til baka 2 janúar 2021, er þessi samantekt er gerð.  Guð er góður?  Sannarlega.

Þetta er að eiga lifandi Guð í sínu hjarta og honum vil ég hrósa.  Og ég þakka fyrir að Jesús þekkir mig og ég þekki Jesús. 

Hvernig get ég annað en lofsungið upprisnum lifandi Jesús í slíkri samantekt.  Hafandi sjálfur ekkert afrekað sem orð sé á gerandi? 

Kveðja í Jesús blessaða nafni

Gert 2 janúar 2022.

Konráð Rúnar Friðfinnsson.