Sjóaraskrif - Myndbönd og fleira - Sjóarasögur - Siglingin Valið efni -
Hér finnum við
efni sem gert hefur verið til heiðurs og heilla íslenskri
sjómannastétt sem fékk sérstakan hátíðisdag að lögum fyrir sig sem
heitir SJÓMANNADAGURINN og
er í júní ár hvert.
Konráð Rúnar
hefur haft veg og vanda af Sjómanndagsþáttunum til þessa og ekkert
annað útlit en að svo verði áfram. Ef
Guð lofar.
Æviágrip.
Konráð Rúnar
Friðfinnsson er fæddur 24 september 1953 og hóf fyrst sjómennsku
1970 á fiskibát sem Mímir heitir og Magnús Magnússon (Mangi Snjáku,
þekktur undir því nafni í Hafnarfirði) átti og er skipstjóri á en
Íshús Hafnarfjarðar rak. Sú hreint prýðis útgerð. Íshús
Hafnarfjarðar átti sjálf fiskibátanna Álftanes GK, hann sökk,
Arnarnes GK 52 og fékk síðar dalvíska bátinn Bjarma II EA sem hlaut
nafnið Reykjanes GK.
Annað Reykjanes var á undan Bjarma II og er fyrsta Eldborg GK 13.
1970 ákvað
Konráð að láta æskudraum sinn rætast og sækja um pláss á fiskibát
sem á þeim árum eru nokkrir í Hafnarfirði.
Komið nýtt ár og skipstjórar bátanna farnir að huga að
undirbúningi báta sinna, sem fráleitt var óalgegnt að vantaði á
mannskap til að fá fyllt áhafnartöluna sem þurfti til að draga
þorskanet. Í þá daga
voru stöðurnar 12 um borð og átta, níu manneskjur á dekki til að
draga þorskanetin.
Hjá mörgum
ungum hafnfirðingum kom ekkert annað til greina en stunda sjó og
róa, sem þá áhafmarmeðlimur báts.
Sjálfur hafði
Mangi Snjáku átt og rekið nokkra báta árum saman og gert út frá
Hafnarfirði.
Er Konráð hóf
sjómennsku 1970 er hann á átjánda aldursári.
Algegnt var að menn byrji
ungir á sjó. Hefur og
engin skaðast neitt af því.
Hvernig sem á
því stóð var ekki óalgegnt að sjómenn skiptu ört um báta en væru
áfram fyrst og fremst sjómenn, án þess kannski að vilja tengja sig
við einhvern einn sérstakan bát til of langs tíma.
Mjög algegnt á þessum árum.
Þó í dag hann
hafi ekki gegnt neinni sjómennsku áratugum saman var sú tíðin að
sjómennskan var hans aðalstarf og lengst af eina starf.
Því öllu ferli lauk sumarið 1986 er hann tróð fatnaði sínum í
sjópoka og bar í land og hefur vart stigið um borð í skip frá þeim
degi.
Söknuður? Nei en margar góðar minningar frá tíma eigin sjómennsku. Sem er annað. söknuður. Hann hefur ekki verið mitt hlutskipti. Svo ég alltént muni.