Spor í Sandi, kristileg síða.

                                                            
Fræðsla um trú, ásamt ýmiskonar afþreyingarefni.
             Umsjónarmaður.
                                  Konráð Rúnar Friðfinnsson.

Misjafnt er hvað eftir sitji í mönnum á ferðalaginu um lífið. 

Höfundur hefur eitt atriði sem hefur fylgt honum.  The Beatles og söngvanna sem þeir færðu heiminum og allt hitt sem í kjölfarið kom og við af þessari kynslóð upplifðum sjálf og gerðum með svo gott sem beinum hætti.  En slíkt eru mikil forréttindi.  Er enda eitt að lifa atburði sjálfur og eða heyra um þá af afspurn eða vera áhorfandi úr mikilli eða lítilli fjarlægð. 

Þátttakandi að sumu sem gerðist er annað og að geta sagt frá því sjálfur, og staðið við, að hafa fylgst með atburðarrás frá degi til dags og gert frá upphafi og allt til enda ferðalagsins, er The Beatles yfirgáfu sviðið í síðasta skipti. 

Bítlaæðið var einn allra mesti merkisatburður seinustu aldar sem æ fleiri líka viðurkenna.

 

Ferðin til Liverpool á Englandi 2018 er svona hluti af þessu og farin til að láta gamlan draum rætast.  Skemmtilegt að það skuli hafa tekist.

Mögulega birtist ferðalagið hér á meðan á því stendur.  Engin ákvörðun hefur samt verið tekin þar um.  Samt er ákveðið að búa til efni tengdri þessari merkis ferð og gera skil í myndrænu formi, hvernig sem útfærslan á eftir verður.  Þið sem biðjið megið vel biðja með höfundi inn í þá framvindu alla.  Væri vel þegið.

Þó Kristur sé hlutskipti höfundar í dag er honum margt heimilt?  Og hvað er rangt við verk sem gera engum manni illt en margt gott?  Höfundur alltént sér engan agnúa á.