Spor í Sandi
- kristileg heimasíða.
Umsjónarmaður:  Konráð Rúnar Friðfinnsson.Heimasíðan inniheldur fræðslu
og áhugaverða dægrastyttingu.

Stemmninguna kringum Jól-

Gamlársdag og Áramót þekkja núlifandi íslendingar vegna þess hversu samofið þetta er þjóðarlíkamanum.  Þjóðin öll er á sinn hátt þátttakandi í hátíðarhöldum sem vel má horfa til.

Hvaða skoðun sem menn hafa breyta þær ekki því að þessir dagar eru sumpart fráteknir fyrir viss hátíðarhöld sem margir gera sér mat úr.  

Siðir og hefðir þjóða er í lagi með.  Sumir siðir mega þó vel hverfa en gildir fráleitt um þá alla.  

Glapræði væri að tína þeim niður en gæti gerst stöndum við ekki vörð.  Hver þjóð hefu eigin sérkenni og á hennar valdi að annað hvort halda þeim eða glutra niður.

Kemur gestrisni og móttöku fólks frá öðrum þjóðum ekkert við.