Spor í Sandi
- kristileg heimasíða.
Umsjónarmaður:  Konráð Rúnar Friðfinnsson.Heimasíðan inniheldur fræðslu
og áhugaverða dægrastyttingu.

2001 hóf höfundur skáldsagnaskrif.  Fyrsta saga hans er "Litla kotið á eyrinni" 2003 og eru frá þeim tíma orðnar nokkrar.  Sögurnar hafa verið birtar á Veraldarvefnum og hægt að finna á þessari síðu undir liðnum "Hljóðbækur".  Sumar eru og hljóðbækur.

„Sögumaðurinn og apakötturinn“ kom út í september 2017 og er um reykvískan mann Markbjörn Íshólm Versson fæddan aldamótaárið 1900 með atvinnu af að skemmta fólki. 

Dag nokkurn hittir hann sjómann nýkomin úr siglingu með apakött meðferðis sem hann vill losna við.  Af verður að Markbjörn eignist apann sem fylgir honum eftir og verður upp frá því partur prógrammsins.

Hann fer erlendis og til starfa á stóru farþegaskipi „Way Of The Sea” og vinnur þar um borð við að skemmta farþegum.  Heimahöfn er Liverpool.  Með honum er vinkona hans Ásvör Tjörvadóttir og apakötturinn BongGong.

Sagan skeður í Reykjavík árið 1934 í miðri kreppu, og Liverpool á Englandi og er hreinn skáldskapur.

Sögumaðurinn og
apakötturinn

Höfundur Konráð Rúnar Friðfinnsson.

Smellið hér.   PDF- form. - HljóðbókSögumaðurinn og apakötturinn.

 

    
Byrjað var á skáldsögunni
1 janúar 2016.

 

Útgáfudagur. 
12 september 2017