Spor í Sandi
- kristileg heimasíða.
Umsjónarmaður:  Konráð Rúnar Friðfinnsson.



Heimasíðan inniheldur fræðslu
og áhugaverða dægrastyttingu.

Litla kotið á eyrinni

Höfundur Konráð Rúnar Friðfinnsson 2003.


Kindle  /  PDF- form 



HLJÓÐBÓKIN -
LITLA KOTIÐ Á EYRINNI ER FRÁ ÁRINU 2003

Formáli

1 kafli

2 kafli

3 kafli

4 kafli

5 kafli

6 kafli

7 kafli

8 kafli

9 kafli

10 kafli

11 kafli

12 kafli

13 ???

14 kafli

15 kafli

16 kafli

17 kafli

18 kafli

19 kafli

20 kafli

21 kafli

22 kafli

Fjallar um togarsjóman og fjölskyldumann sem glímir við Bakkus en vinnur fullnaðarsigur í glímunni við hann. Kom út 2003.

Dálítil saga um söguna.

Skáldsagan - Litla Kotið á Eyrinni - er fyrsta bók höfundar.  Aldrei stóð til að fara út í neitt slíkt en margt breytist í lífi fólks og sumt sem fólk tekur sér fyrir hendur leiddi það ekki hugana að kannski hálfu ári fyrr. 

Dag einn 2001 var verið að biðja fyrir fólki og flutti fyrirbiðjandi mér skilaboð um að ég ætti að skrifa skáldsögu.  Skilaboðin voru skír og á þá lund að vilji Drottins væri að ég skrifaði skáldsögu:  „Já!  Það er bara svona.  Gaflarastrákurinn bara að fara að skrifa skáldsögu“- hugsaði ég með sjálfum mér og hafði aldrei áður fengist neitt við þetta en vissi að ég réði við verkið.  Eitthvað tveim, þrem mánuðum síðar, var ég sestur við skrifin og valdi mér sem vettvang æskustöðvarnar í Hafnarfirði, nánar tiltekið út á Hvaleyri við Hafnarfjörð, og bjó til sögu kringum það allt umhverfi og reyndi eftir bestu getu, og minni, að lýsa húsakynnum og umhverfinu.  Tek fram að er ég bjó þar var ég enn bara barn að aldri en eldri systkini mín skerptu svolítið minni mitt.  Á engan hátt er sagan mitt eigið líf né nokkurs annars fjölskyldumeðlims og bara hreinn skáldskapur. 

Sögupersónan er drykkfelldur giftur togarasjómaður og nokkra barna faðir sem löngum er úti á sjó en tekur hraustlega á drykkjunni í inniverum og á þá til að skandelera undir áhrifum en tekur sér taki og rífur sig burt frá drykkju sinni.  Eftir að kappinn er orðin edrú fá lesendur að skreppa með honum einn túr á togara þeim sem hann starfar á.  Skipið fór fyrst til veiða og á eftir siglingu, eins og algegnt var með þessi skip á þessum árum. 

Markmiðið með að leifa lesendum að skreppa túr með togara er að gera heiðarlega tilraun að búa til greinagóða lýsingu um lífið um borð og um hvað vinnan á þessum miklu síðutogurum snérist.  Allt sem laut að dekkinu hét ákveðnu nafni sem menn lærðu fljótlega og vissu við hvað væri átt bæði einhver um spanna, einfalt, tvöfalt þrí,benslagarn, úrrek og allskonar svona. 

Mikil ramakvein og hávær hróp, öskur, heyrðust á meðan trollið var tekið og sprett úr spori fram og aftur dekkið og sá talin duglegastur sem sást samtímis milli fram- og afturgálgans og hinn sýna einstakan áhuga sem hljóp á harða spani aftur dekkið og rak sig í felleguna og lá af högginu óvígur á dekkinu.  Ku víst kallinn, einhver kall, hafa sagt að þarna væri þó ein sem sýndi áhuga.  Líklega er lýsingin uppspuni en samt svolítil mynd af öllum hamaganginn sem greip mannskapinn við trolltektir um borð í síðutogara.  Allt partur af sögunni, sem og háreistin úr ýmist brúarglugga, frá spilgrindinni, eða hér og hvar á dekkinu.  Allir vildu þeir þenja gogg.

Markmið höfundar eins og fram kom er að gefa eins nákvæma mynd af vinnunni um borð í þessum skipum og helst að draga fram öll þessi grúa nafna á öllu og engu.  Allt á dekkinu hafði nafn og allt löngu gleymd, sem og handtöin og einnig að tólf kalla þurfti til svo hægt væri að koma trollinu um borð og frá borði. 

Sumum kannski finnst sagan á þessum stað langdreginn, sem vel má viðurkenna að sé en ég mat réttlætanlegt til að ná öllu fram sem ég taldi að þyrfti að vera.  Ótrúlega mörg handtök voru gerð um borð í einum síðutogara og lýsir maður þessu af eigin reynslu sem sjálfur starfaði um borð í gufutogara sem notaðist við gufuspil og þekkti til dekkvinnunnar eins og hver annar sem við þetta starfaði.  Aðalatriðið er þó að maður er þokkalega sáttur við hljóm bókarinnar.  Gert 30 september 2021.  Kveðja.  KRF.