Spor í Sandi
- kristileg heimasíða.
Umsjónarmaður:  Konráð Rúnar Friðfinnsson.



Heimasíðan inniheldur fræðslu
og áhugaverða dægrastyttingu.

Strákurinn og fjaran.

Hljóðbókin.

Höfundur: Konráð Rúnar Friðfinnsson

 

Sagan fjallar um Tristan, tíu ára dreng, búsettum í sjávarplássi á Íslandi sem tekur ástfóstri við  fjöru eina í heimabæ sínum sem staðsett er rétt við eina fiskvinnsluna í bænum.  Þarna hefur hann endalausar uppsprettur að moða úr og vinna með og unir sér hvergi betur en þar. 

Allskonar tekur hann sér fyrir hendur.  Enda frískur tíu ára strákur sem elskar að vera lifandi manneskja.

Systur hans Fía 11 ára og Einey 9 ára eru oft með honum þarna í fjörunni og einnig sumir vina hans.

Nokkuð reglulega fer hann út á bátnum hans Parmes Óla og rær til fiskjar og selur vegfarendum glænýjan fisk úr hjólbörum á staðnum. Sjálfur er Parmes Óli hættur að nota bátinn sökum aldurs en gerði hér nokkuð reglulega með bústörfunum á árum áður. 

Sumir bæjarbúar vita um þessa fisksölu piltsins þarna í fjörunni og fylgjast með hvort knörrinn sé á sjó og koma og fá sér soðningu í matinn, reynist svo vera.  Nokkrir má segja að séu fastakúnnar Tristans.

21 september 2019.

Kveðja.  Höfundur.

KRF.