Sagan er í Pdf- formi. Þið sem viljið lesa söguna farið með músarörina yfir myndina fyrir ofan og smellið þar.
Þið hin sem einnig vilja skoða sögurnar sem í boði eru "smellið hér"-
Byrjað var að
skrifa skáldsöguna „Í Beinni Línu“- 25 júní 2020 og er hún tíunda
skáldsaga höfundar.
Skáldsagan
fjallar um íbúa þorpsins Draupnisvík á austfjörðum, pælingar og hagi
og gerist 1955. Leitast er
við að lýsa aðstæðum og kringumstæðum á þeim
tíma.
Um eitt og
hálft til tvö ár tekur að ljúka við hverja skáldsögu. Og er þessi
innan tímaramma.
Reynsla
höfundar er að skáldsaga vill nokkuð ráða
ferðinni og spinna sig sjálf. Hvort rétt sé að leyfa slíkt tel ég
smekksatriði höfunda.
Sjálfur hef ég ekki gripið mikið inn í slíkt gegnum mínar tíu
skáldsögur og þær ekki beðið af tjón.
Engin af
skáldsögum höfundar hefur verið gefin út í öðru formi en rafrænu.
Sumar hafa verið lesnar upp og gefnar út á hljóðbók.
Að yfirfara verk er brýnt. Á langri leið getur ýmislegt gleymst. Með því að strika sumt út og endurskrifa annað verður skáldsaga betri.
Metnaður fylgi
skrifum fólks. Sé hann
ekki með má gleyma þessu.
Best er að láta
ekki líða of langan tíma frá lokum skáldsögu uns hún er yfirfarin.
Lokið var við
söguna Í Beinni Línu 7 október 2021.
Var hún þá yfirfarin í heild og lauk nokkrum dögum síðar.
Allt efni
Konráðs Rúnars Friðfinnssonar er á Internetinu og hefur birst á síðu
höfundar www.sporisandi.is.
Kveðja
KRF.