Spor í Sandi, kristileg síða.

                                                            
Fræðsla um trú, ásamt ýmiskonar afþreyingarefni.
             Umsjónarmaður.
                                  Konráð Rúnar Friðfinnsson.


 

 

Að fræða fólk

er mikilvægt.  Allir geta lært af öllum og notið fræðslu hjá hverjum sem er.

Þekking leynist víðar en margur hyggur en á ábyrgð hans og hennar sem þekkinguna á að segja hana öðrum. En þar eru fólki mislagðar hendur.

Sumt fólk kveinkar sér undan öllu slíku sem líklegt er að rekja megi til lítillar, skaddaðrar og hrekktrar sjálfsmyndar.

Sannleikurinn er að öll eigum við til margt til að gefa öðru fólki og visku sem fleiri en við sjálf gætum notað og nýtt til góðs.

Munum! Allt hyggið fólk sækist eftir að vera þar sem viskan er fram borin.  Verum þar.  Og heimskan, vanþekkingin og vitleysan hörfar frá okkur.