Spor í Sandi, kristileg síða.

                                                            
Fræðsla um trú, ásamt ýmiskonar afþreyingarefni.
             Umsjónarmaður.
                                  Konráð Rúnar Friðfinnsson.


Þegar ljóst varð að The Beatles væru komnir út úr hljóðverinu hinsta sinn vorið 1970 vorum við, sem þá aðhylltumst, ekki sælastir allra manna og töldum okkur hafa misst spón úr vorum öskum.

(Bítlaæðið beið með að kíkja við á Íslandi til ársins 1964 og rúmu ári eftir að flest önnur lönd Evrópu tóku við því.)

Stanslaust fjörið byggði upp margt hjá ungu fólki.  Og svo var allt horfið.  Á aðeins einni nóttu.

John Lennon furðar sig á gríðarlegum viðbrögðunum og skilur lítt í og segir um litla rokkhljómsveit að ræða sem ákvað að hætta starfsemi.  Ekkert merkilegt.

Bætir svo við að vilji menn áfram heyra Bítlasöngva væru þeir fáanlegir á hljómplötum.

Haustið 1971 eru menn að ræða Bítlanna um borð í togaranum Maí GK 346 úr Hafnarfirði, sem ég þá starfaði á, og stóðum við nokkrir fyrir aftan afturgálgann og verið slaka út trollvírunum og skipið að fiska fyrir siglingu og Þýskalandsmarkað.  

Segir þá einn að hann teldi John Lennon orðin vitlausan.  Var Lennon þá kominn á fullt út í friðarbrölt sitt, ásamt konu sinni Yoko Ono og fengum við reglulega fréttir af mótmælum þeirra gegn stríði.  

Greip þá annar á staðnum, með sjálfur þykkt og mikið hár niður á axlir, af honum orðið og sagði John í lagi en orðin vitlaus á þessu.  Átti þar við alla hringavitleysuna kringum sjálft Bítlaæðið. Sem vitaskuld tók toll af þessum mönnum.  Var ég honum hjartanlega sammála.