Líf mitt.
Þetta fólk ferðaðist oft saman um Ísland á áttunda áratug seinustu
aldar og bjó yfirleitt í tjaldi. Blessuð sé minning þessara
þriggja á myndinni sem hafa yfirgefið okkur.
Ferðasagan mín.
01. Hestaferð 1971- 8 ágúst 2022- Klippt.
02. Tjaldið bundið upp - 15 september 2022- Klippt.
03. Ferðalag í byrjun ágúst 1974- 2 september 2022- Klippt.
04. Hringvegurinn. Austur um land 1976 - 27 september 2022 - Klippt
05. Sólarlandaferð til Spánar í ágúst 1979 - Klippt.
06. Smámynd ferðalags og meira með - 22 júní 2023 - Klippt.
Ferðasagan mín.
1974. Fastur í aur á vegi. Reynir veifar - Reynir, Sólrún, Konni 1974.
Á Skeiðarárbrú 1974. Bílinn fastur í sandi við Hjörleifshöfða 1974. Þrjár konur ýta.
Doddi að elda - Hústjald Kæju og Dodda í Munaðarnesi.
Öll eigum við til ferðasögu sem segir frá
ferðum okkar og fríum okkar.
Í eina tíð voru utanlandsferðir frekar fátíðar
hjá íslendingum og lítið um að væru farnar.
Þjóðin lagði þó oft í ferðalag og braut upp starfsárið í
sumarfríi sínu.
Öllu sem til þurfti var komið fyrir í skottinu
og útsjónarsamur raðari heimilisins fengin til að koma dótinu fyrir.
Undir skottloki bifreiða gaf að líta prímusa,
gasljós, svefnpoka, dýnur, bæði svamp- og uppblásnar dýnur,
eldunaráhöld og hnífapör, stóla og borð.
Og auðvitað tjaldbúnaðinn.
Væri myndavél tiltæk fór hún með.
Og 8 mm kvikmyndavél, eftir að hún kemur til sögunnar.
Hlaðin toppgrind var algeng á þaki ferðabifreiða.
Ferð hófst og ekið í rykmekki á holóttum vegum
og áhöld um hvort gerlegt sé að hafa rifu á bílglugga.
Oft var tjaldað og áð í nokkra daga á sama stað.
Að koma við á matsölustað til að borða var
ekki algengt. Þóttu
íslenskir matsölustaðir dýrir og áhöld um gæði matarins.
Sjaldnast var eldað ofan í hvern matargest á meðan hann beið.
Ferðin samt var skemmtileg.
2 september 2022.
Kveðja.
Konráð Rúnar Friðfinnsson.