Spor í Sandi, kristileg síða.

                                                            
Fræðsla um trú, ásamt ýmiskonar afþreyingarefni.
             Umsjónarmaður.
                                  Konráð Rúnar Friðfinnsson.


Hafnarfjörður. 

 

Er langt úr vegi þó talað sé um vissa flugferð sem lífið sé? 

Æskan er vissulega mótandi.  Samt hefst eiginleg flugferð manna á fullorðinsárum er menn setjast sjálfir í sæti flugstjórnarklefans og hefja flug.  Æskuheimilið er ekki til eilífðar og bara hluti myndarinnar.

Stundum verður brotlending sem flest okkar komust frá. Flestir velja að halda áfram.  En samt ekki allt fólk.

Einnig komum við einhversstaðar frá og ólumst upp í þessu og hinu bæjarfélagi. Það merkir okkur.
 
Margir eiga margt til frá eigin æskuslóðum og fjölmargt fólk góðar minningar.  Sum vinátta helst áfram.  Af slíku fæ ég státað en veit að sömu sögu segi ekki allir. 

Rangt er fái hörmungar æskuáranna einar að eigna sér alla umræðu um þetta tímabil í lífi fólks, eins og verið hefur seinni ár og fólk virðist kalla eftir að heyra.

Tvær hliðar er á
hverri mynt.  Gefum hinni hliðinni einnig rými. Hún gekk alltaf með hinni.

Og rétt er orðið rétt.

Kveðja KRF.