Spor í Sandi, kristileg síða.

                                                                  Fræðsla um trú, ásamt ýmiskonar afþreyingarefni.
                   Umsjónarmaður.
                                  Konráð Rúnar Friðfinnsson.


Nauðsýnlegt verkfæri og fyrsta skrefið að meira.

Köllun er gjöf.

 

Í dag, eins og oftast áður, er margt hægt að gera og líka sækjast eftir hinu góða og bera fram góð verk úr sínum sjóði.  Ill verk eru þarna líka.  Við veljum verkin sjálf.  Ekki satt? 

Til að fá gert vilja Guðs göngum við fram í kölluninni sem Guð setti á líf hvers okkar sem trúum og fengum í endurfæðingunni. 

Köllun manns er afl hans í verki á Akri Jesús.  Hún ein virkar í verkum þeim sem þessi Akur krefst.  Mikilvægt er að vita og þekkja eigin köllun.  Ég veit mína og það nægir mér.  Veist þú þína?  „Já“- segja menn.  Besta mál.   Samt er fjölmargt fólk aðgerðarlaust.  Einkennilegt að vita hvað gott sé en gera ekki. 

Köllunin sem Guð gefur miðar við að góð verk séu unnin.  Góð verk unnin í trú opinbera hjarta Drottins sem sjálfur gerði einungis góð verk tíma sinn á jörðinni.  Hann segir mér að breyta með sama hætti. 

Eitt af þessu sem fólk dagsins gerir er að búa til Podcast við aðra Podcastara.  Podcast heitir það nú um stundir sem, fyrir mig, er bara annað orð yfir útvarp.  Væri hægt að fallast á slíka útskíringu?