Herra Svavar Gests, Herra Stefán Jónsson, Herra Jón Múli Árnason,
voru allir starfsmenn Ríkisútvarpsins og landskunn nöfn.
1959. Útvarpshúsið Skúlagötu 4.
01. "Um fiskinn."- 1960. Stefán Jónsson sér um.
02. "Um fiskinn."- 1960. Stefán Jónsson sér um.
03. "Um fiskinn."- 1960. Stefán Jónsson sér um.
Ríkisútvarpið.
Fólk sem eldra er mann þá tíma þegar dagskrá útvarpsins hreinsaði
göturnar fólki að vart sást hræða á meðan sumt útvarpsefni er flutt.
Skemmtiþættir höfðu vinsældir og má þar nefna "Sunnudagskvöld með
Svavari Gests."- sem naut fádæma hlustun og olli
auðum
borgargötum.
Fréttamenn og þáttagerðarmenn á vegum Ríkisútvarpsins vöktu athygli
fyrir frábært útvarpsefni af lífinu í landinu. Má þar nefna
hinn kunna útvarpsmann Stefán Jónsson sem meðal annars gerði nokkra
útvarpsþætti sem hann nefnir "Um fiskinn"- og voru, minnir mig,
vikulegir þættir.
Var það ekki Stefán Jónsson fréttamaður sem flutti landsmönnum 1
apríl gabbið 1957 um Vanadísina sem hann lýsti á svo lifandi hátt
sigla upp straumharða Ölfusá og varð þess valdandi að fjölmargir
reykvíkingar hlaupa í loftköstum út í bíla sína og bruna austur á
Selfoss en sjá þar enga Vandís á siglingu og bara vatnsfall
streyma til hafs, eins og árþúsundin á undan?
Útvarpsleikrit voru og gríðarvinsæl.
Eftir þeim beið þjóðin og spenntist öll upp
af.
Spennan verður yfirþyrmandi
á meðan
"Hulin Augu"-
eru
í útsendingu og til
sögur af spennuviðbrögðum drengs
sem í einu spennuatriði reisir sig eldsnöggt upp og beint undir höku
þess sem fyrir aftan er.
Hafði sá beygt sig framyfir hinn
af tómum spenningi
og
uppskar
heilt höfuð undir höku
sína.
Og hver frá þessum tíma mann ekki
eftir
Jóni
Múla Árnasyni
lesa upp hádegisfréttir:
"Í fréttum er þetta helst"- og þau öll orð.