16 desember 2018

Að dæma -

og hafa skoðanir á öðru fólki og meta ranglega er algengara en þig grunar.  Menn telja eitt og annað, álikta, draga fram niðurstöður sem máski eru fegnar eftir leiðum sem eru að mestu huldar hverjar séu og aðferðarfræðin lík henni sem Gróa á Leiti brúkaði.  Sem var:  „Maður sagði mér“- fúskið sem engin sögugrúskari getur notað sem vill láta taka mark á vinnu sinnu.  Hann þarf staðreyndir og naglfastar upplýsingar.  Allt vinnandi vegur en krefst réttra leiða:  „Og hverjar eru þær“- segir efinn. 

Réttar upplýsingar má fá.  En, eins og áður segir, verða menn að rata þangað.  Ef ekki er hættan alltaf sú að eftir standi álit á manneskja sem einvörðungu aðrir hafa látið honum té sem sjálfir fengu þær frá fólki sem ekkert gat staðfest.  Við sjáum að Gróa á Leiti starfar og kannski aldrei öflugri en núna.  Þarf ekki að vera með þessum hætti og til önnur leið.

Biblían tekur á þessu eins og öðru sem snertir líf manna og kvenna.  Hún kemur að málinu eins og henni einni er lagið til að búa til betra umhverfi en umhverfi sögusagna. 

Kólussubréfið. 2. 1-4.  Ég vil að þið vitið hversu hörð barátta mín er vegna ykkar og þeirra í Laódíkeu og allra þeirra sem hafa ekki séð mig sjálfan.  Mig langar að allir uppörvist í hjörtum sínum, sameinist í kærleika og öðlist fulla sannfæringu og innsýn og geti gjörþekkt leyndardóm Guðs sem er Kristur.  En í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.  Þetta segi ég til þess að enginn blekki ykkur með fagurgala.  Ég er hjá ykkur í andanum þótt ég sé líkamlega fjarlægur og horfi með fögnuði á góða skipan hjá ykkur og festu ykkar í trúnni á Krist.“ –

Páll talar um harða baráttu hjá sér vegna fólks í þessum tiltekna söfnuði.  Líklegt er að hann gerir sér grein fyrir að Páll sé bitbeinið þar.  Einnig er ljóst að postulinn hefur ekki komið þangað áður en áttar sig á að ýmislegt hafi verið sagt og ýmsar skoðanir uppi um líklega sig.  Ekkert nýtt hér.  Máski glímdi Páll við kvíða hið innra vegna þess að þurfa að hitta þetta fólk.  Einnig er líklegt að fólkinu hafi verið kunnugt um háttsemi hans fyrrum er hann enn var að ofsækja söfnuð Krists og lét varpa fjölda þeirra í fangelsi og drepa suma.  Samanber Stefán, sem grýttur var og menn lögðu klæði hans við fætur ungs manns sem Sál heitir sem við vitum að fékk nafnið Páll. 

Páll tilheyrði frumkirkjunni sem við eigum til að mæra sem eitthvað betra og réttara en við þekkjum í dag, en komumst að raun um eftir skoðun að glímdi við sama og við glímum við í dag bæði í afstöðu fólks innan eigin raða og margt annað starfinu tengdu og jafnvel bræðrum og systrum sem menn heyrðu um og máski dregið áliktannir út frá því.  Kannast að dæmi sé tekið einhver við það að kvíða því að koma?  Hygg að þeir og þær séu nokkrar og fleiri sem það þekkja en okkur grunar.  Þetta er allt þarna og hefur alltaf verið.  Af hverju?  Hver skilur mannshjartað?  Páll er að tala um þetta og reynir að gera hvað sem hann getur til að eyða slíku út úr þessum hjörtum sem þannig glímdu sem og sínu eigin.  Og hann fer leið Krists og bendir á að hans, Páls, heitasta ósk og bæn sé að menn sameinist í kærleika hvorir til annars.  Og hér er lykill.  Samt þekkjum við svona afstöðu og höfum þurft að heyja baráttu í okkur sjálfum hvað hana áhrærir.

Orð Páls eru sett fram til allra kynslóðs sem munu kljást við sama.  Áherslan eins og alltaf áður er Kristur og engin manneskju.  Að ná Kristi fram í sér er hið nýja sem Jesús vill að myndist og Páll reynir að vekja bæði með sér sjálfum og fólkinu.  Ný sköpun í Kristi keppist eftir því að elska fólk.  Að sjá frumkirkjuna svona hefur verið fyrir mér rosalegur trúarstyrkur.  Jesús lifir!  Hann lifir í dag!  Amen.

 

 

 

 

15 desember 2018

Málið snýst um að vita sannleikann.  Sannleikurinn er að Guð sættist við mig og þig og opinberaði með dauða sonar síns á krossinum og upprisu.  Þá opnaðist leiðin að dyrum himnaríkis sem áður stóðu lokaðar.  Og það sem Guð lokar skulu allir menn vita að engin manneskja kemst þar hvorki inn né heldur út.  Opnar dyr í Guði gera gæfumuninn því eins og lokaðar dyr hleypa engum í gegn standa opnar dyr öllum mönnum opnar fyrir Jesús.  Trúi ég þessu?  Já, ég trúi og veit að fyrir nafnið Jesús er ég hólpinn.  Önnur nöfn en nafn Jesús duga hvergi og eru jafn ónýtt og mitt eigið nafn er kemur að þessum málum.

Hann hefur sætt menn við sig í dauða og upprisu Sonarins.  Mál mannkyns hafa verið leyst í eitt skipti fyrir öll og er ástæðan fyrir að enn sé Kristur boðaður og enn verið að tala um krossdauðan og upprisuna og hjálpræðið í Kristi.  Orð hans þagna ekki um þetta mál og mega heldur ekki og munu ekki gera.  Guð sjálfur sér svo um að þau heyrist áfram. 

Eins og alltaf áður að þá snúast málin um Guð og réttlæti Guðs.  Réttlæti hans til mannkyns er krossinn og upprisann sem allir menn hafa fullan aðgang að en þeirra að vilja og á eftir velja.  Guð gerði sátt við manninn og á til nógu marga í þessari borg til að Orð sitt þagni ekki.  Einnig það sér hann sjálfur um af þeirri ástæðu að hafa gert sátt við manninn og taka það sem hann gerir alvarlega.  Útilokað er að Orð hans breytist né detti úr gildi.  Öndvert við öll mannanna verk og orð.  Guð er ekki maður heldur Guð.

Allt sem Guð segir meinar hann og er gott fyrir fólk að átta sig á hvað hann eigi við.  Haldgóð þekking í Orði Guðs er hverjum manni mikilvæg.  En þar ræður maðurinn öllu sjálfur.  Gott er að fara eins langt og hægt er þegar kemur að fræðslu í Biblíunni.  Mun hún enda engan skaða en margt og marga bæta og færa til betri vegar af þeirri ástæðu að Guð hefur gert sátt við manninn og allt hans er mannsins.  Gerist þó ekki nema gegnum trú fólks á Krist.  Kristur er skilyrðið fyrir öllum gjöfum Drottins og kemur á undan.  Sem sjá má er það ekki léttvægt fundið að eiga sitt haldreipi í lifandi Guði.  Að skilja þetta er hverjum manni trúarstyrkur.

„Kólossubréfið. 1. 21-23.  Ykkur, sem voruð áður fráhverf Guði og óvinveitt í huga og vondum verkum, hefur hann nú sætt við sig með dauða Krists í jarðneskum líkama.  Hann lætur ykkur koma fram fyrir sig heilög og lýtalaus, óaðfinnanleg, ef þið standið stöðug í trúnni, á föstum grunni og hvikið ekki frá von þess fagnaðarerindis sem þið hafið heyrt og boðað hefur verið öllu sem skapað er í heiminum.  Ég, Páll, er orðinn þjónn þess.“ -

Hér kemur sáttmálin skírt fram sem enn er í gildi vegna þess að Guð er eilífur Guð og best fær um sjálfur að láta Orð sín standa og að sjá um að gerist.  Minn partur verksins er engin en ég gengin inn í sáttmálan án þess að eiga nokkurn skapaðan hlut í verkinu en get verið þátttakandi í að viðhalda hér á jörðinni með því að gefa vorum himneska föður fulla heimild um að nota mig eins og hann sjálfur vill.  Sem er besta aðferðin og merkið um að sjálfur sé ég að gefa yfirlýsingu um að vera dáinn holdinu, sem ætti þá ekki að þvælast neitt fyrir verki Drottins fyrir mínar hendur.  Allt vegna þess að Guð gerði sátt við manninn.  Minn byggir eftirleiðis og einvörðungu á vorri hlýðni við vilja Guðs rétt eins og annarra forvera minna í stétt Drottins.

„Kólusobréfið. 1. 24-25.  Nú er ég glaður í þjáningum mínum ykkar vegna og uppfylli með þjáningum líkama míns það sem enn vantar á þjáningar Krists til heilla fyrir líkama hans, kirkjuna.  Hennar þjónn er ég orðinn og hef það hlutverk að boða Guðs orð óskorað.“

Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

14 desember 2018

Til eru lyklar

að betra og áhyggjulausara lífi.  Lyklar sem menn hafa tekið upp og notað rétt.  Nægjusemi er eiginleiki sem menn eru mislagnir við að brúka sjálfum sér til gagns.  Samt er nægjusemi angi af rósemi og að líta á lífið þeim augum að svona bara sé þetta.  Máski afstaða sem menn hafi sitt hvora skoðun á.  Fólk hins vegar sem er þeim megin línu sér gagnið.  Enda fólk sem tekur hlutunum eins og þeir koma fyrir og er líklegra til að vera oftar hamingjusamt og glatt fólk en fólk sem hefur ekki þennan eiginleika í sínu líf og lítur svartsýnum augum á kannski of margt hjá sér.  Nægjusemi er eitthvað sem menn velja fyrir sig að vera undir.  Traust til Jesús er fóðrið.

Máski er það svo með blessaða nægjusemina að til sé fólk sem finnst hún ekki vera neitt sérlega spennandi líf.  Á móti má spyrja hvað sé þá spennandi líf?  Er ekki daglega lífið okkar með sínum spenningi, væri að öllu gáð?  Sumir gætu vel tekið undir slíkt sjónarmið og aðrir ef til vill ekki.  Fer eftir upplagi hvers og eins og við hvað miðað sé.

Páll postuli var maður sem oft sagði merkileg orð og lærdómsrík sem gagnast kynslóðunum fram á vorrann dag.  Hann var maður sem lífið kenndi allskonar sem hann varð að spila úr á hverjum tíma og fara eins vel með og honum var unnt.  Sama gildir um mig og þig en árangur misjafn vegna þess að engar tvær manneskjur horfa nákvæmlega eins á lífið:

„Filippíbréfið. 4. 11-13.  Ég gleðst mjög og þakka Drottni fyrir að hagur ykkar hefur loks batnað svo aftur að þið gátuð hugsað til mín.  Að sönnu hafið þið hugsað til mín en gátuð ekki sýnt það í verki.  Ekki segi ég þetta vegna þess að ég hafi liðið skort því að ég hef lært að láta mér nægja það sem ég hef.  Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort.  Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.“ -

Hér kemur ágætlega fram afstaða Páls til eigin lífs.  Við sjáum ekki né heldur lesum um mikla mæðu í þessum orðum Páls heldur erum að horfa á mann sem veit hvað líf sé sem hefur kennt honum lexíuna að hægt sé að vera sátt og glöð manneskja hvernig sem síbreytilegar ytri aðstæður kunna að vera.  Páll segir að hann kunni að hafa lítið milli handa sinna og einnig að lifa við allsnægtir.  Hér er kominn lykil að gæfu og á sinn hátt að merkilegu lífsmunstri sem ekki bara á við um Pál heldur okkur öll hin sem lært höfum inn á þetta og skilið við hvað sé átt og á eftir tamist við stutt eða lengi af okkar lífi. 

Ytri skilyrði eru síbreytileg og viðurkennir Páll þetta og segir að hann kunni að lifa við skort og að hafa alsnægtir.  Sem sagt aðbúnaðurinn sem hann lifir við á hverjum tíma raskar ekki ró hans né dregur frá honum neina gleði né neitt það sem má lífga við hjartað, og opna með því leið að öðru kannski dekkra og drungalegra.  Að sjá bjartar hliðar er verk trúar.  Og upp rifjast Orð Jesús á fleiri en einum stað um að hann muni vel fyrir sjá.  Og hvor afstaðan finnst mönnum vera eftirsóknarverðari fyrir sig sjálfa, væri málið skoðað betur?  Ætli ekki nægjusemin.

Sjá menn eitthvað eftirsóknarvert að kunn að lifa við smátt, og rýran kost?  Máski.  Máski ekki.  Samt er þetta hlutskipti fólks út um allan heim rétt eins og á dögum Páls.  Menn með lítið umleikis fá vissulega áskorun um að halda áfram með sitt venjubundna líf og venjulegu verk hvernig sem allt annað sé.  Hér kemur í ljós á hverju líf manneskju byggi.  Dregur hún saman seglin tímabundið eða setur sig í skuldir til að halda upp svipuðum lífstíl og verið hefur?  Hvora leiðina telja menn farsælli til lengri tíma litið?  Ætli ekki hún sem þar sem menn horfi á staðreyndir.  Reikna með því.  Enn fáum við staðfestingu um gagnsemi Orða Biblíunnar.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

7 desember 2018

Dálítið meira um málið sem allir eru að tala um en engin vildi í lenda.  Málið er þannig vaxið að sýna glögglega að verk eins og eða fárra hefur áhrif á fleiri og í sumum tilvikum heila þjóð, séu persónur með þeim hætti þekktar að alþjóð veit á þeim deili, eins og gildir um háttvirta Alþingismenn sem eðli málsins samkvæmt verður þjóðþekkt fólk.  Og enn og aftur fáum við vísbendingar um mikilvægi þess að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.  Þetta mál er kennslubókarefni um það allt saman og hver afleiðingar geta orðið missi menn sig. 

Nýjustu fréttir eru að meirihluti þingmanna vilji að fólkið sem í lendi og olli veseninu að allt þetta fólk yfirgefi þingsali og segi af sér þingmennsku og ekki seinna en strax.  Strax veikin þekkta.  Svo sem skiljanlegt miðað við það sem á undan er gengið og hægt að skilja að loftið inni sé svo þykkt og þungt og fráhrindandi að engin leið sé að fara þar um nema fyrst að skera sig í gegn.  Ætti maður sjálfur að telja upp öll þau skipti í sínu lífi þar sem andrúm hefur verið með þeim hætti að allt sé hreinlega dautt að þá yrði talan nokkuð há.  Samt lifði maður það allt saman af og án nokkurs skaða en reynslunni ríkari.  En skemmtilegt var það ekki, sem er annað mál.  En í sumu er bara ekkert skemmtilegt að lenda en menn samt upplifa og horfast í augu við.  Og hvað með það?  Kom ekki nýr dagur og kom ekki kvöld?  Settumst við ekki að snæðingi og horfum á sjónvarpið um kvöldið?  Ætli ekki það.

Að fara fram á að menn fari er ekki lausn heldur er sannleikurinn sá að við margt verður fólk að búa og lifa við og umfram allt að vita að með tímanum grói allskonar meinsemdir.  Að sjá þetta svona er þroskamerki.  Sem sagt.  Lífið er bæði súrt og sætt.  Og þó lífið þessa stundina sé súrt er það sem slíkt engin heimsendir.  Þetta súra mun umbreytast í sætt.  Og hver veit þetta ekki og hitt að tíminn lækni svona mál.  Eina í stöðunni er því að vinna áfram verkin sín og trúa sjálf/ur að vera enn að gera þjóð og fólki í þessu landi gagn með því sem verið sé að gera og vita að einn daginn verði þetta betra.  Ætli fólkið hafi ekki lært sína lexíu þó máski sumt sé kokhraust í dag.  Stundum er öll kokhreysti bara gríma en móraallin samt grasserandi undir niðri.

Nei vinir!  Lausnin fellst ekki í að láta þetta fólk fara vilji það sjálft vera kyrrt.  Kjósi menn hins vegar að segja starfi sínu lausu er það og á að vera viljaákvörðun hvers og eins og engra annarra.  Brotið er ekki þess eðlis að vera lögbrot né neitt þess háttar sem annað gilti um ef skeð hefði.  En óskemmtileg reynsla er það. 

Og er ekki sannleikurinn sá að sumt í lífinu verði menn hreinlega að láta sig hafa og á eftir að ganga í gegn.  Líf höfundar hefur alltént verið með þeim hætti og hann ekki alltaf verið par hrifin af öllu sem gerst hefur í kringum sig.  Og svo sem stundum farið án þess þó, eftir á að hyggja, að líta á það sem lausn heldur meira kannski sinn eigin flótta.  Og er ekki beiðni þingmannanna um að fólkið yfirgefið svæðið á vissan hátt vísbending til þeirra um vissan flótta frá erfiðleikum og óvilja þeirra til að takast á við erfiðleika?  Þó obbi liðsins eigi sjálfur engan þátt í að hafa stofnað til neins ósættis en lenti í, af þá annarra völdum, væri þá ekki best, úr því sem komið sé, að takast sjálfur á við vandann?  Einfalda leiðin í svona málum er bara að vísa sjálfum sér og sumum öðrum burt af svæðinu, sem sjaldnast er þó lausn til framtíðar litið.  Staðan sem upp er kominn þarf hvort eð er að leysa og best að hún leysist með fólkinu sem í lenti.  Þekkir það enda best áhrifin af allri svona vitleysu.  Enda sjálft statt mitt inn í sjálfri hringiðunni, bullinu og þvælunni.  

Ljóst er að við sumu verði fólki ekki hlíft og best að átta sig fljótt á þessu og bretta heldur upp ermar og halda áfram störfum og koma styrkari út.  Of oft grípa menn til léttari leiðarinnar í stað þess að afgreiða frá sér vandan og berjast fyrir réttlátri lausn.  Og hver er hún og hvert réttlætið?  Að ekkert slíkt endurtaki sig aftur.  Og ef einhver fer þá bara fer viðkomandi.

 

 

 

 

6 desember 2018

Kirkjan er verk Drottins

og því mikilvæg öllu mannlífi, eins og líka önnur verk frá himnum eru .  Kirkjan boðar boðskap sem heldur utan um fólk og etur því út í að vinna góð verk og engin léleg og að ganga svo frá hnútum að verk sem menn geri séu ekki bara í lagi heldur öðru fólki, og öllu fólki, til góðs.  Allt sem kirkjan gerir miðar ekki að því að einhver einn fái allt heldur að allir sem í kring eru fái jafnt.  Þetta er kirkjan og hugsun kirkjunnar og þetta Kristur, sem er höfuð kirkjunnar.

Kirkjan hefur frá stofndegi verið gagnrýnd, hún ofsótt, illa um hana talað og veist að henni með hverjum þeim aðferðum sem mönnum dettur í hug en stendur samt keik þrátt fyrir storma og mótvind svo stríðum oft á tíðum að fáheyrt er.  Fáir spyrja sig spurningarinnar hverju þetta sæti og hvað liggi til grundvallar að kirkjan sé enn þrátt fyrir allt og allt.

Því er til að svara að kirkjan er vegna þess að Guð er.  Það er svarið til manna og kvenna um kirkjuna.  Samt kveikja fáir á perunni og velta því ekki lifandi Guði fyrir sér með allar þessar staðreyndir um kirkjuna fyrir framan sig.  Og hvernig stendur á því?  Þeim er það ekki gefið.  Guð sjálfur, sem er allt í öllu, gefur sitt leyfi til að manneskja fái opinberun um kirkju sína.  Og þegar opinberunin er kominn snýst fólk líka á sveif með kirkjunni.  Ekki þó af meðvirkni né í þykjustunni heldur af því að hafa orðið sannfærð um gagnsemi hennar í veruleika okkar fólksins.  Og það segir:  „Ekkert nema gott kemur frá kirkjunni.“  Það mælir heilt.  Breyting á hugarfari manna og kvenna gefur fólki aðra sýn á kirkjunni en var.

Allskonar er rætt sem ætti að varða kirkjuna og sem betur fer líka oft gerir.  Eitt eru fóstureyðingar.  Sem betur fer vill kirkjan að líf það sem komið er af stað haldi áfram alla leið en tjáir sig samt ekki mikið um.  Einhver gæti víst tekið það nærri sér.  Og ekki má segja neitt í dag sem einhver tekur nærri sér.  Samt er allt fullt af orðum sem höggva í mann og annan og gera án oft á tíðum minnstu hugsunar um að aðgát skal höfð í námunda við fólk.  Menn vilja víkka hringinn utan um fóstureyðingarnar og færa fram til 24 viku meðgöngu og stoppa þar.  Og til eru læknar sem þetta styðja og koma með rök fyrir.  Fólk sem styður hina aðferðina við fóstureyðingarnar óar við að þetta sé fært svona fram en viskan hins vegar spyr hver sé munurinn.  Allir menn byrja með samruna eggs konu og sæðis karlmanns og er nokkuð sem allt fullorðið fólk veit.  Ef 24 vikur af meðgöngu eigi að skera úr um hvort einstaklingur sé til eða ekki til má spyrja sig hvar hann þá var í þessar tuttugu og fjórar vikur á undan.  Menn eru búnir að tala sig inn á þvælu og láta sannfærast um að fóstureyðing sé réttlætanleg upp að ákveðnum tíma en óhæfa eftir það.  Sjá ekki allir menn að hér er fólk bara að bulla og að réttlæta verk sem er óhæfa hvernig sem á er litið og ætti ekki einu sinni að vera til í málinu?  Vandinn oft á tíðum er að menn geta talað sig inn á allt á milli himins og jarðar og gengist undir það.  Samt verur satt áfram satt og ósatt áfram ósatt sama hvaða afstöðu ég hef og reyni að sannfæra mig um.

Hlutverk kirkjunnar er að segja sannleikan og umfram allt annað að verja og hlúa að lífi.  Var það ekki einmitt vegna lífsins sem Kristur dó og reis upp á þriðja degi.  Og sagði hann ekki að menn skyldi hleypa börnunum að sér og varna þeim eigi, að vísuekki orðrétt upp úr Biblíunni en hugsun sama?  Allt líf sem orðið er til skal því fæðast, lifa og dafna með okkur og svo hverfa af jörðinni í fyllingu tímans.  Væri það ekki bar ágætis jólagjöf til þjóðarinnar ef hæstvirt Alþingi íslendinga legði þessa tillögu að lögum til hliðar sem heimila fóstureyðingar að 24 vikum meðgöngu og henni kippt til baka?  Tel svo vera.  Nema að þegar sé búið að samþiggja þetta, sem höfundur þó hefur ekki heyrt neitt um.  Er enda umræðan önnur í dag og að mestu tengt fyllirísröflinu sem nokkrir einstaklinga urðu uppvísir af láta hafa eftir sér á bar einum í borginni sem fáir vissu að væri til en hvert mannsbarn þekkir í dag.  Jesús vill vernda líf.  Verum góð við lífið og þökkum fyrir það.  Er dauðinn enda ekki spennandi.  Jesús lifir! 

 

 

 

 

4 desember 2018

Hef verið að velta fyrir mér nýjustu uppákomunni sem nú er í gangi og margir hafa hneykslast á og sumir ekki átt orð til að lýsa því sem fólkið á téðri krá lét frá sér fara og upptökumeistarinn iðaði allur af í skinninu vegna þess sem næsta borð við sig sendi frá sér af orðum sem hann svo hékk við uns yfir lauk og voru heilir þrír klukkutímar, takk fyrir.  Þvílíkt úthald yfir engu.  Segir maður nú bara.

Veit svo sem ekki hvað menn sjá og heyra en fyrir mér prívat var fátt nýtt í þessari umdeildu orðræðu blessaðs fólksins.  Hlustið á útvarpsstöðvarnar sem bjóða upp á opna línu hjá sér fyrir hlustendur dag hvern.  Vissulega heyrist þar gott og uppbyggilegt umtal en einnig orð sem eiga ekki heima þar og eru oft á tíðum ónærgætin og uppundir það að vera hrein fúkyrði í garð einstaklinga og eða félagasamtaka og töluð af hreinum hefndarþorsta.  Veit ekki hvað er svona nýtt við hina orðræðuna né í hvaða veröld fólk almennt lifir.

Alla ævi, ekki daglega reyndar, og æ sjaldnar með árunum, hefur maður heyrt svona tal fólks þar sem menn tala um aðra og ekki alltaf á neinum hvorki fallegum nótum né heldur sanngjörnum að fyrir mér alltént kom fátt nýtt fram í akkúrat þessari orðræðu blessaðs fólksins sem maður aldrei áður hafði heyrt nokkurn mann segja.  Hvernig stemmir maður stigu við svona löguðu öðruvísi en honum að vera ekki þátttakandi sjálfur.  Samt er þetta allt þarna og á hverjum tíma uppi fólk sem reiðubúið er til að tjá sig með tveim hrútshornum um annað fólk og gefa því einkunnir og upp allskonar orð og eða athafnir „sem maður sagði mér“- pælingin hratt af stað.  Um sannleika eða hreinan uppspuna er ekki hirt.  Ljótt orðbragð hefur gengið með fólki frá því eftir syndafallið en málið til þegar eftir sköpun fyrstu manneskjunnar.  Er Adam blessaður fyrst opnaði augu sín, leit í kringum sig og reis á fætur var hann altalandi.  Frá þeim tíma hefur munnurinn ekki þagnað.  Sé áfengi með í spilunum, að þá bíður maður ekki í það.

Sem sagt, að þá var í Orðræðunni sem nú skekur landið enda á milli fátt nýtt og ekkert sem svoleiðis stuðaði mann að rúmið eitt varð fyrir manni eini valkosturinn og hjartastuðtækið tekið fram til að gangsetja hjartað stöðvaðist það á bak við bringubeinið af sjokkinu einu.  Allavega ekki í mínu tilviki.  Eins og fyrr segir að þá veit maður ekki hvað annað fólk er að sjá og heyra.  Sjálfur þekki ég engan sem lifir lífi umvafin bómull frá morgni til kvölds heldur er í þessu lífi eins og það er.  Einnig er mönnum mislagðar hendur við að koma sér frá slíku af því kannski að sjá ekki né skynja hvað sé í gangi.  Líkur sækir víst líkan heim.  Maður sjálfur ræður mestu um í hverskonar félagsskap maður sé.  Allavega hefur þetta gilt fyrir mitt líf.  Gegnum tíðina hefur maður búið sér til félagsskap sem hundsar allt illt tal um fólk og heyrir þar af leiðandi ekkert illt tal um neina manneskju og kærir sig heldur ekkert um í eign hópi.  Hitt er annað mál að engum er bannað að tala um fólk en vilji menn gera það að tala þá vel um fólk en ekki illa.  Á þessu er munur.  Annað er hvað manni berst til eyrna.  Seint verður víst hægt að stjórna slíku.  Engum er það gefið að slökkva á eigin heyrn eins og á ljósaperunni heima hjá sér. 

Títusarbréfið 1:15 (BIBLIAN)  Allir hlutir eru hreinum hreinir en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samviska.“

Eitthvað segir mér að það sem í gangi sé núna muni breyta viðhorfum margra til þess sem fólkið sjálft lætur hafa eftir sér við aðra og að það margt verði framvegis gætnari í orðum en verið hefur og sjálft máski aldrei fyrr leitt hugann að hvað sig sjálft varðar.  Háttvirt Alþingi íslendinga ætlar ekki að láta hjá líða að skoða betur sína eigin innviði og láta, ef þarf, reyna á þær heimildir og lög sem þegar eru til staðar um svona mál.  Og slíkt er til góðs.  Taki menn rétt á málum sem upp koma kemur góð lausn.  Lífið er endalaust úrlausnarefni.

 

 

 

 

3 desember 2018

Nú velta menn því fyrir sér hvernig andrúmsloftið kunni að vera inn á hinu háa Alþingi íslendinga eftir ferð hinna sex fræknu, var blessað fólkið ekki annars sex? sem skundaði léttstígt á bar einn í borginni sem margir aðrir gera líka að venju sinni að koma inn á.  Til að auðvitað kneyfa ölið og í það minnsta að finna á sér af veigum þeim.  Eftir þá stund alla saman fór af stað voða mikið umtal um verk sem lengi hefur gengið með hinum drukkna, sem er að tala ógætilega og missa sig svolítið í orðum af völdum drykkjunnar með þeim algegnu afleiðingum að vitið skolast út með öllum þessum sopum áfengis sem fólkið innbyrðir.  "Var bara að fá mér bjór."- segir það og er sumt aumt.

Ljóst er að er líða tekur á slík kvöld, að ekki sé talað nóttina, eru fáir sem tækju undur að þar flæddi viskan hrein fram.  Samt finnst mörgum það voða gott að heyra svona bömmera annarra og geta horft framhjá sér sjálfum og bent á einstaklinginn í speglinum og sagt við hann:  "Nei vinur minn, vina mín.  Ég er ekki sá versti, sú versta."  Ósköp notalegt allt saman og dregur athyglin frá sjálfinu og verkum sjálfsins um stund:

"Þetta eru stoðir samfélagsins sem þarna voru að verki og þeim ber að vera til fyrirmyndar."- segja menn og tala sumir sig upp í hæsi og hita, og einstaka upp í verulegan æsing.  Þeir eru hneykslaðir.  Réttlætiskenndin ætlar þá lifandi að drepa.  Við vitum hvert umræðuefnið hjá "réttlætiskennd þessari" væri sitjandi við borð með sinn öllara fyrir framan sig.  Vá, hvort ekki yrði þá gaman að vera staddur með falið upptökutæki klárt til upptöku og sjálfan sig hulinn bak við dagblað.  Maður myndi skemmta sér konunglega.  Er það ekki annars?  Alveg örugglega væri viðkomandi andstæðingur ESB og Evru líkt og ég. 

Vissulega er það rétt að alþingismönnum beri að sýna af sér góða breytni og hegðun og flestir líka gera þetta sem á þessari virðulegu stofnun starfa bæði fyrr og nú.  En svo bregðast krosstré sem önnur tré.  Þetta segir okkur söguna um það að einungis venjulegt breyskt fólk, já, ég og þú, starfar inn á Alþingi íslendinga.  Og rétt eins og mér verður öðru breysku fólki líka oft á.  Með misjöfnum hætti þó. 

Og hvað með mig og þig?  Hver er mín og þín ábyrgð í þessu sama samfélagi?  Skoðum ritningavers:

"Lúkasarguðspjall. 18. 10-18: 

„Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumaður.

Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður.  Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast.

En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur!  Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“-

Ber okkur ekki sjálfu alveg eins og hinu fólkinu að sýna af okkur góða breytni og góða hegðun til fyrirmyndar?  Getum við ekki sæst á þetta viðhorf?  Hver þá treystir sér til að setjast í dómarasætið í svona málum og kveða upp dóm?  Fáir og örugglega ekki bréfritari.  

"Rómverjabréfið. 2. 1-2.  Því hefur þú, maður, sem dæmir, enga afsökun hver sem þú ert.  Um leið og þú dæmir annan dæmir þú sjálfan þig því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.  Við vitum að Guð dæmir þá með réttu sem slíkt fremja."

 

 

 

 

1 desember 2018

Fullveldið. 

Já, eitt sinn börðumst menn, einstaklingar, fyrir fullveldi sem komst í hendi 1918.  Þá var Ísland öðruvísi útlits en er í dag.  Þá var ekkert Ríkisútvarp, ekkert Ríkissjónvarp, engar frjálsar útvarps- né sjónvarpsstöðvar en að vísu kominn sími.  Hvenær símalínan var sett upp milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar mann höfundur ekki en er komin 1918.  Símalínan þótti mikil framför.  Eftir hana þurfti fólki ekki lengur að fara fótgangandi frá Hafnafirði til Reykjavíkur til að koma á framfæri skilaboðum, til að mynda varðandi læknisheimsókn, heldur var hægt að koma við þar sem síminn var og hringja.  Og lækninum voru send skilaboð sem fór af stað til sinnar læknisvitjunar í heimahúsi.  Með símanum styttust allar boðleiðir.  Síminn sem þá var notaður þætti ekki boðlegur í dag.  Síminn er stofnaður1906 og er í Ríkiseigu.  Líklegt er að áætlanir um eflingu símakerfisins um landið hafi þá farið í gang.

Fullveldið kom vegna þess að einstaklingar trúðu sjálfir á að fullveldið væri nokkuð sem þessari þjóð skorti.  Fáir menn sem voru þá „dropinn sem holaði steininn.“  Kynslóðin sem slík sem þá var uppi hafði lítt og ekkert um málið að segja heldur mest þessir einstaklingar sem lögðu í verkið og héldu því úti og unnu að og gáfust ekki upp við.  Annað er að elja þeirra, rök og skoðanir, kveikti mörgum öðrum sama eld í brjóst.  Sagan er skráð einstaklingum sem dugðu og lögðu að grunn sem aðrir stóðu á með samskonar kraft í sér og hinir og luku fyrir þá verkinu, entist þeim ekki sjálfum aldur til að klára málið. 

Öll afgerandi verk sem að kveður í dag eru öll af grunni þeim sem einstaklingar lögðu á sínum tíma með hugsjón þeirri sem þeir óðu fram með og notuðu rök verki sínu til framdráttar sem menn að lokum féllust á.  Og fullveldið komst í hendi.  Allt vegna þess að einstaklingar sáu, vissu, stigu fram og sigruðu sem allur fjöldin naut góðs af.  Hópurinn getur ekki þakkað sér fullveldið nema máski að því leiti til að hafa stutt er að því kom.  Aðrir erfiðuðu, áttu andvökunæturnar og lögðu á ráðin um næstu skref.  Er þetta ekki annars rétt?

1918 er Ísland fátækt land, að mestu hafnlaust land með skorti allskonar sem óð uppi og menn lifðu við og lifðu með og sættu sig við án þess að átta sig á að slíkt sé hverri þjóð háskaleg hugsun.  Allt slíkt krefst þó vinnu og að fyrst sjá skortinn og vilja ekki lengur sætta sig við hann. 

1918 tengdu vegslóðar mörg byggðarlög saman en engir alvöru vegir nema þar sem þéttbýlið máski var mest hér á suðvesturhorni landsins.  Togarar voru komnir sem gerbreyti efnahagsstöðu landsins.  Og menn, verkamenn, sjómenn og lágstéttin í landinu, lágstéttarfólk er afstætt hugtak skoðað þeim augum að fólk sé bara fólk, fóru loks að sjá peninga og að gera allskonar fyrir peninga og að eignast, fékk möguleika á að gera allskonar fyrir sig sjálft sem fæstir leiddu hugann að en í stefndi með auknum fjárráðum.  Ríkisjóður óx af meiri skattpeningum og gat gert meira en áður.  Allskonar framkvæmdir hófust á þess vegum og af stærð sem engin þá hafði áður séð.  Og til varð grunnur sem enn sumpart er notaður og dugar vel.

Upp á þetta er haldið með sínum hætti þó fæstir veiti þessum degi mikla athygli og enga og hann einhverveginn orðið útundan í sögu þessa lands sem æ færri vita um né mikilvægi á fyrir þessa þjóð.  Fullveldið nefnilega kom fyrst og svo sjálfstæðið.  Án fullveldis er sjálfstæði Íslands útilokað.  Allt er þetta ferli sem þarf til að hitt komist í höfn.

Hver þáttur kirkjunnar er í málinu er ekki gott að segja og verður víst seint ljóst.  Þá var líka til biðjandi manneskja sem vildi sitt fullveldi og örugglega nefnt við Jesús í bæn.  Oft má rekja það sem gott er fyrir þjóð til bænamanneskjunnar sem bað í leynum og uppskar í leynum.  Frá bæninni kom hinum krafturinn og úthaldið og mikilvæg seiglan.

 

 

 

 

30 nóvember 2018

Fyllirí?-

Má ekki lengur fara á fyllirí án þess að allt heila klabbið komist í fjölmiðla.  Og hvaða skemmda epli datt það í hug að taka þetta tiltekna fyllirísröfl fólksins upp og afhenta fjölmiðlum?- er spurningin sem eftir stendur og í hvaða tilgangi þetta efni á eftir var birt.  Til hvers og fyrir hvern var það gert?  Ekki mig allavega.  Ofan af hverju vildu menn fletta?  Þetta sem heyrist var og er fyllirisröfl og að stórum hluta ómarktækt eins og gerist með önnur fyllirísröfl.  Vita menn ekki að um hverja helgi hér uppi á Íslandi er í líklega fjórða hverja húsi hringinn í kringum landið uppi fyllirísröfl þar sem allskonar orð vella fram um munna sem engin samt veit um og ekki einu sinni fólkið sjálft sem á staðnum var og máski talaði hæst og mest í sínu fyllerísröfli.  Er það vaknar næsta dag mann það ekki orð.  Svona er fyllirísröfl.  Það er ekki mikill stórmennskubragur yfir því á meðan það fær enn að valsa um sali þar sem allt hitt fólkið er.  Og það sem sagt er.  Þú villt ekki hafa það eftir.  Hvað er þá svona merkilegt við þetta tiltekna fyllirísröfl.

Fólk sem ræður ekki við sig eftir að ákveðið magn áfengis er komið í blóðið og segir og gerir allskonar sem það mynda aldrei að öðrum kosti gera horfist í raun og veru í augu við óvin sinn.  Sinn versta óvin.  Og hver er hann?  Áfengið og þau efni önnur sem breyta karakter fólks og við flokkum undir „Vímuefni“ og fólk notar.  Notkun áfengis og eiturlyfja breyta fólki.  Fari allt á versta veg hjá því eigna efni þessi sér manneskjuna og stýrir eftirleiðis og stjórnar.  Er svo er komið köllum við fólkið alkahólista.  Fólk komið í slíka stöðu hefur enga aðra leið út nema skrúfa fyrir þessa leiðir til sín.  Með öðrum orðum.  Það hættir allri neyslu og fylkir sér í lið með hinum sem ná árangri þar. 

á! Ágæta fólk.  Um annað er ekki að ræða vilji menn eftirleiðis ráða sjálfir og stýra og stjórna því sjálfir hver viðbrögð verða við hinum ýmsu uppákomum sem daglega reka á mannsins fjörur.  Og betra er að mæta aðstæðum ófullur.  Þá alltént aukast nokkuð líkurnar á réttum viðbrögðum.  Eftir að áfengismagnið í blóðinu fer yfir tiltekin mörk er maðurinn orðin berskjaldaður og ræður ekki lengur ferðinni.  Hvar hún endar kemur líklega í ljós er víman er aftur runnin af honum og einhver til að segja ferðasöguna sem maður vímunnar er ófær um að muna jafnvel neitt úr. 

Nei vinir!  Við þurfum ekki að vera hneykslaðri á þessu fyllerísröfli frekar en öðrum fyllirísröflum fólks.  Þau vaða hér um í sumum húsum sem bær og borg eru full af og hafa lengi gert og munu gera um alla framtíð. 

Fjöldi fólks mun áfram horfast í augu við sinn eina óvin án þess að taka sér taki og segja skilið við hann.  Samt eru alltaf einhverjir sem sjá og einhverjir sem viðurkenna veikleika sinn gagnvart þessu og sumir sem takast á við vanda sinn þarna og einstaka ná endanlegum sigri frá krumlunni sem heldur í þeim ein tilgangi að skaða og skaða mikið.  Sama hver maðurinn er sem á annað borð hefur vanda af vínneyslu að þá er allt þetta fólk á sama bát.  Vínið fer ekki heldur í neitt manngreinarálit og ólíklegasta fólk sem lendir undir í þeirri viðureign og kemur áfram með sitt fyllerísröfl sem ekki hættir fyrr en flaskan hættir að vera einstaklingnum sinn valkostur.  Gerlegt verk en mönnum erfitt að fara og vinna til endastöðvar.  Gerist þetta að þá þarf ekki lengur að ganga á línuna með jafnvel reglulegu millibili og biðja aðra auðmjúkur afsökunar á ógætilegum orðum.  Of margir í þessu landi þekkja þetta og heimurinn er fullur af þessu fólki.  Án þess þó að það eitt og sér afsaki eitt né neitt.  Bera enda allir ábyrgð gerða sinna:  „Æ, hann, hún, var bara full/ur“- er ekkert svar.   Að lofa bót og betrun án þess að vilja taka á hinu sem veldur er leið sem líklega mun ekki ganga upp nema þá um stund.  Ekki verið að leggja dóm á neinn.  Samt er sannleikurinn að sumt fólk þarf að horfast í augu við staðreyndir.

 

 

 

 

28 nóvember 2018

Allir sem þekkja til Orðsins-

vita að það er til að segja okkur vilja Guðs.  Trúin á Krist býr í okkur og fylgir okkur eftir gegnum lífið.  Við sjáum að fólk með Orðið í sér getur ekki verið munaðarlaust fólk hvað sem menn öndvert upplifa á sínu ferðalagi gegnum lífið.  Einnig sjáum við mikilvægi þess að sækja daglega hvatningu í Orði Drottins.  Hver einstaklingur ber ábyrgð á sinni trú en misjafnt hversu duglegur hann er við að sækja í hana.

Orðið er með okkur í Kristi til að bæta daglegt líf okkar.  Það þreytist ekki og leggur okkur lífsreglurnar til að auka friðinn.  Haldi menn að slíkt sé ekki gagnlegt og sé óþarfi hafa þeir ekki enn séð lífið og tilveruna réttum augum.  Að koma á friði og viðhalda er hið daglega viðfang sem fólki því miður eru mislagðar hendur við.  Kannski að þessa sáttarhönd vanti hjá okkur sem daginn út og inn bíðum eftir því að fólk komi til okkar og biðjist afsökunar?

Nýja testamnetið sýnir að Páll glímdi við söfnuðina.  Samt er hann einn þeirra sem var með í frumkirkjunni sem mörg okkar viljum skunda aftur til og taka upp háttu hennar en kemur í ljós við frekari skoðun að átti við sama vanda að etja og söfnuðir dagsins.  Samskiptin þá voru oft úr lagi færð rétt eins og í dag og endalaust verið að koma inn með Orð Nýja testamentisins til að lægja öldur og komu á betra skikki af uppkomnum aðstæðum, sem eins og í dag fæstir vissu upphafið á en var þarna:  

„Galatabréfið 4. 21-23.  Segið mér, þið sem viljið vera undir lögmáli, heyrið þið ekki hvað lögmálið segir?  Ritað er að Abraham átti tvo sonu, annan við ambáttinni en hinn við frjálsu konunni.  Sonurinn við ambáttinni var fæddur á náttúrulegan hátt en sonurinn við frjálsu konunni var fæddur samkvæmt fyrirheiti.“ - Orðin benda til ókyrrðar innan raða safnaðarins í Galata sem Páll finnur sig knúin til að koma inn í og ræða við fólkið um og útskíra fyrir því hvernig þetta raunverulega sé gert, horft með augum Jesús.  Predikun dagsins og öll kennsla innan kirknanna miðar að sama.  Hún er sett fram á vissan hátt til verndar.  Hverju?  Friðnum og til að styrkja trú safnaðarmeðlima og eyða út allskonar óvissu úr hjartanu sem mögulega náði að festa rótum.  Allt á sínum stað og eins og ætíð hefur verið og hefur fylgt okkur og er gleggsta vísbendingin um að Biblían þurfi engrar endurskoðunar við.  Þanki hjartans er enda hinni sami er kemur að þessum andlegu þáttum.  Treystum Drottni. 

Við sjáum að mikilvægi kennslunnar í Orði Guðs er lykillinn að lausn fyrir þennan söfnuð sem Páll talar til og er enn sami lykill fyrir söfnuði dagsins sem enn notast við Orðin sem Páll talar þarna og allir hinir postularnir líka sem Nýja testamentið samanstendur af og við notum.  Ekkert hefur breyst og vandamálin, séu þau til staðar, enn hin sömu og þá.  Sum tímabil eru að mestu laus við vanda og eru þá bara tímabil þar sem verkin ganga hnökralaust.  Þá sögu alla, þar sem mönnum gekk allt í haginn, má og finna í Orðinu og líka á meðal safnaða dagsins, hvar sem þeir eru starfandi í dag.  Skoðum dæmi frá tíma frumkirkjunnar:

„Galatabréfið 4. 15 16.  En þið létuð ekki líkamsásigkomulag mitt verða ykkur til ásteytingar og óvirtuð mig ekki né sýnduð mér óbeit, heldur tókuð þið á móti mér eins og engli Guðs, eins og Kristi Jesú sjálfum.  Hvað er nú orðið úr blessunarbænum ykkar?  Það vitni ber ég ykkur að augun hefðuð þið stungið úr ykkur og gefið mér ef auðið hefði verið.  Er ég þá orðinn óvinur ykkar vegna þess að ég segi ykkur sannleikann?“ – Hér sjáum við að annað andrúm hefur ríkt í söfnuðinum fyrr meir en gilti er Páll er þar í þetta skipti.  Minni enn á að Orð Páls eru töluð á tíma frumkirkjunnar sjálfrar.  Að skoða málið þessum augum var trú höfundar til mikillar hressingar og upplyftingar og sérstaklega af þeirri ástæðu hve mjög við höfum mært frumkirkjuna en lestur og köfun ofan í það mál segir að var í grunninn eins og í dag.  Á öllum tímum hafa menn þarfnast mest leiðsagnar Krists.  Sannarlega þurfum við á Kristi að halda.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

 

 24 nóvember 2018

Þriðji orkupakkinn. –

Um hvað er verið að tala og hver var þá „Fyrsti orkupakkinn“- og hver Annar orkupakkinn“- úr því að þessi orkupakki er númer þrjú?  Ljóst er að eitthvað hefur farið framhjá manni í umræðunni um þessi orkumál.  En það er ekki einkennilegt miðað við allt sem sagt er og allt sem rætt er í þessu landi sem snýst með vindinum og er svona í dag og önnur á morgun.  Og áherslurnar!  Þær, maður minn, eru meira lagi sveiflukenndar.  Gúrkutíð fjölmiðla er í fullum gangi.  En til að útskíra orðið Gúrkutíð að þá er átt við þegar fjölmiðlar fá ekki nægar fréttir til að fylla með blaðsíður sínar og eitthvað léttvægt er sett fram og reynt að fara með á þann veg að eftir sé tekið til að meira megi gera úr á meðan ládeyðan viðhelst í hinum alvöru fréttaheimi.  Svo ferskast hann allur upp á milli og Gúrkan þá lögð til hliðar.  Að sinni.

En hvernig á öðruvísi að vera í landi sem en hefur eigin gjaldmiðil og það íslenska krónu í ofanálag sem er svo óstöðug að menn vita sjaldnast hvernig landið liggi hvað hana varðar er nýr dagur rennur upp og er enn að drattast með Seðlabanka sem bara hækkar stýrivexti en lækkar ekki og helst aldrei og ofsækir saklaust fólk með ákærum og málaferlum. 

Hugsið ykkur að hafa Evru sem hvergi haggast þó stormurinn komi og á eftir ofankoma og vatnsflóð sem sópar svo mörgu hjá okkur burt er hún veður yfir að litla krónan okkar eldroðnar í framan eftir slíkar hamfarir og alal leið niður í tær og býr sig undir ægilega árás á sig sem kemur eða kemur ekki.  Evran stæði allt svona af sér og stæði eftir brosandi eins og áður var og áður en bæði flóð- og stormur kom og vissi af hvorugu:  „Hvaða óskapar læti eru þetta í fólkinu“-  mundi hún þá segja öldungis hlessa er menn og stórvirk tæki færu um götur í hreinsunarskini, eftir öll lætin á undan.  Traust og góð er Evran.  Samt vilja Bretar ekki lengur vera „með henni“- né heldur þar sem hún rekur uppruna sinn.  Sem menn vita að er í ranni ESB.  Hver skilur svona lagað?  Að efast um sjálft ESB er í meira lagi undarlegt rétt eins og stundum var sagt um þá sem á sínum tíma gengu kröfugöngu og báru skilti sem á stóð:  „Ísland úr Nató og herinn burt.“  Svo fór herinn án þess að neinn í landinu væri spurður né hafði neitt um málið að segja.  Og menn grétu og sögðu sumir: „ Hvað verður nú um aðstöðuna á einu sinni Vellinum- snöggt?“-

Önnur umræða var hér í eina tíð sem aldrei kom nein skíring á hver eiginlega væri.  En það voru þessar „Lundabúðir“ sem Reykjavík ku í upphafi ferðamannafjölgunarinnar í landinu hafa verið að fyllast af, að sagt var, og einfalt fólk eins og höfundur áttuðu sig aldrei á hvað við væri átt með orðinu „Lundabúð“ vegna þess að aldrei kom nein skíring.  Voru menn að tala um verslanir sem seldu lunda, eða hvað meinti fólk?  Allir nema ég virtust vera með þetta orð „Lundabúð“ á hreinu.  Svo kom, telur höfundur, skíring á og í ljós að þessar ágætu Lundabúðir seldu ferðamanninum allskonar glingur og gler og mest styttur og eftirlíkingar af fuglinum lunda sem hann ku hafa verið sólgin í að taka með sér heim sem íslenskan minjagrip og greip með sér einn og snéri við í dyrunum og keypti annan og gekk út með tvo leirlunda til að vera öruggur um að koma með allavega einn með sér heim missti hann hinn í gólfið og horfði á splundrast í litlar agnir við fætur sínar.  Eftir stóð þá hinn sem skelfingu lostinn Þjóðverji, Svíi, Japani, Kínverji eða Englendingur vafði í inn í mjúka voð til hlífðar.  Leirlundin skal ná heim. 

Lundin, presturinn okkar af fuglakyni, var dubbaður upp í að vera þjóðarfugl.  Skilji höfundur málið rétt.  Allavega þá sá engin minnstu ástæðu til að leggja inn orð í þennan orða belg til að útskíra betur þetta orð „Lundabúð.“  Nú reyndar er allt þetta mál búið og í fjölmiðlunum gleymt.  Máski að Lundabúðunum fari fækkandi í höfuðstaðnum, eins og reyndar ferðamönnunum sjálfum þó enn sé nokkuð eftir af þeim hér á vappi.  Dýrtíðin er sögð ástæða fækkunarinnar þó menn gæti sín á að tína ferðamenn út í viðtölum sem setja ekkert út á íslenskt verðlag, sem er annað mál. 

 

 

 

 

23 nóvember 2018

Kirkja er ekki þannig séð stofnun sem lýtur lögum manna heldur vilja Guðs. Hún státar ekki af fjöldanum né heldur fyllir alla sýna sali. Samt er hún öllum opin. Kirkjunni ber heldur ekki að horfa í þetta heldur vera til og gerandi það sem henni er ætlað. Boða Krist krossfestan og upprisinn.
Guð á fólkið og hefur tekið sumt að sér. Við vitum að Ísraelsmenn eru þar inni eftir samkomulagið við manninn Abram sem seinna fékk nafnið Abraham. Eftir verk Krists á krossinum hefur hann tekið að sér alla sem játa þetta nafn Jesús.
Um daginn var sýndur á Ríkissjónvarpinu merkilegur þáttur um vinnu sem fram fór má segja á bak við tjöldin og var um allmarga fundi sem ríkisstjórn Ísraels átti við forsvarsmenn PLO og hófst 1992. Þátturinn fjallaði um friðarsamkomulag sem reynt var að koma á milli ríkjanna.
Er maður horfði á þáttinn og sá viðbrögðin bæði hjá hinum almenna manni í Ísrael og einnig Palestínu varð manni hugsað: „En hvað með Guð sjálfan og vilja hans í málinu? Skiptir hann engu máli í þessu ferli?“- Einhverveginn fannst manni hann alveg gleymast og að verkið ætti að gerast og vinnast án þess að hans vilji kæmi þar neitt nærri. Og hvernig er það hægt?
Kristnir menn, og obbi Ísraelsmanna, trúa að Guð sjálfur hafi komið þeim fyrir í fyrirheitna landinu sem Biblían talar um og að sé Ísrael sem nú er komið upp og lýsir af í dag af alsnægtum og er svolítið öðruvísi umhorfs þar en í löndunum sem standa í kring. Þetta vilja menn ekki horfa á né heldur spyrja sig að af hverju stafi.
„1Mósebók. 17 kafli 1-8. Þegar Abram var níutíu og níu ára birtist Drottinn honum og sagði við hann:
„Ég er Almáttugur Guð. Gakk fyrir mínu augliti og ver heill. Ég mun setja sáttmála milli mín og þín og margfalda þig mikillega.“ Féll þá Abram fram á ásjónu sína og Guð sagði við hann: „Þessi er sáttmáli minn við þig: Þú munt verða ættfaðir fjölda þjóða. Eigi skalt þú lengur nefnast Abram heldur skalt þú Abraham heita því að ég geri þig að ættföður fjölda þjóða. Ég mun gera þig mjög frjósaman og láta af þér koma margar þjóðir og út af þér skulu konungar koma. Ég set sáttmála minn milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, kynslóð eftir kynslóð, eilífan sáttmála. Ég mun vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig. Landið þar sem þú nú býrð landlaus, allt Kanaansland, gef ég þér og niðjum þínum eftir þig til ævinlegrar eignar. Og ég vil vera þeirra Guð.“- Hér er komið samkomulag það sem Guð gerði við Abraham. Og allir vita sem trúa að Orð Guðs munu ekki ganga á grunn heldur vera það sem gildir, hvað sem hver segir um þau.
Menn muna að ekkert varð úr neinu samkommulagi milli þessara manna og um leið þjóða af ástæðu að vera ómöguleg með Guð sjálfan utandyra. Hreint útilokuð. Það sem Guð segir stendur. Svo fyrir utan það að þá er líklegt að samkomulagið hafi verið blekking og mátti sjá þess merki er skrifa átti undir nokkur plögg að Arafat, sem þá var æðsti yfirmaður PLO hreyfingarinnar, skrifaði ekki undir plagg það sem sýndi hvernig landamærin myndu liggja og líta út eftir samkomulagið. Og er kom að æðsta manni Ísraels er svo að sjá að hann hafi ekki vitað um undanslátt hins en fékk um vitneskju gegnum mann þann sem rétti fram skjölin til undirritunnar sem fyrir vikið skrifaði ekki heldur undir. Allavega það plagg. Auðvitað gat ekki orðið af neinu samkomulagi þarna því land það sem Ísraelsmenn ráða yfir, og eiga, er komið frá lifandi Guði og engum öðrum og mun áfram vera með þeim hætti.
Hvernig að dæmi sé tekið gætum við samið fyrir hönd kirkjunnar um annað en Kristur hefur boðið? Ekki vinnandi verk. En hversu margir vildu það ekki?

 

 

 

 

20 nóvember 2018

Að spila framtíð sína út frá aðstæðum dagsins er ekki hyggileg hugsun.  Af mörgum ástæðum má halda þessu fram og eru bara ein af þeim þær að þær breytast hjá fólki.  Við sjáum að ótækt er að miða alla sína framtíð við aðstæður núsins.  Höfundur hefur búið við allskonar aðstæður á sinni ævi og býr við sínar í dag.  Aðstæðurnar hafa bæði verið verri og líka betri.  Við sjáum að núið er ekki samasemmerki fyrir framtíðina. 

Menn gleyma oft þeim sannleika að breyttar aðstæður hjá sér kalla eftir, réttara sagt, knýja fram nýja hugsun fólks.  Í sumum tilvikum söðlar það og um. 

Ekki þarf nema að fjölgi í fjölskyldunni til að menn fari að hugleiða annarskonar aðstæður en þeir lifi við.  Og menn fara af staða og gera það sem þarf til að aðstæður lagist og plássið aukist.  Ljóst er að manneskja sem býr í einu herbergi, segjum það, og veit að fjölgun er á leiðinni hugsar til aðstæðna sinna og viðurkennir fyrir sjálfri sér að eru ekki góðar miðað við uppkomnar aðstæður og máski óboðlegar eftir að fjölgunin er orðin að veruleika.  Það er að segja, verði meðgangan ekki áður rofin.  Samt er það svo að breytingar þurfa ekki að koma strax, þó það reyndar gæti verið ágætt.  Þ´r mega taka tíma.  Fyrstu mániðina þarf kornabarn ekki mikið pláss.  Talsverður tími gefst því fyrir fólk að leysa sín mál.  Eins og líka flestir gera með einhverjum hætti.  Er það ekki annars viðblasandi veruleiki og hefur þér ekki oftast nær tekist að vinna þín brýnu mál til enda og áður en í óefni kom?  Voru margar af þínum erfiðustu kringumstæðum sem þú rataðir í þær sem leiddu þig út á götu húsnæðislausum, að það sérstaka dæmi sé tekið?  Þetta er ekki vandamálið heldur miklu fremur umræða dagsins og þanki fólksins í dag sem veit ekki frekar en aðrir hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir sig.  Gamalt fólk í dag, þangað stefnum við öll, hefur marga fjöruna sopið með einum og öðrum hætti en samt komist áfram og orðið þetta gamla fólk.  Eins verður með þig ef Guð lofar og hverjar sem kringumstæðurnar akkúrat eru núna.  Höldum því bara áfram með vort líf.

Og hver eru þá skilaboðiðn.  „Brettu upp ermar og gerðu það sem þarf í þeirri fullvissu að úr leysist.“  Þetta er saga mannkyns og hefur alltaf verið og verður einnig þín saga, ef þú vilt.  Allir sem sjá fram á breytingar horfa með öðrum hætt á núið en áður.  Yfirleitt gerist allt svona óvænt og óundirbúið en er samt viðblasandi sannleikur sem allir sem í lenda verða að takast á við og afgreiða.  Flestir við slíkar aðstæður byrja að hugleiða hvernig megi úr leysa og að leita þangað sem hægt er og knýja dyra.  Sem er víða í dag.  Í til að mynda opinbera húsnæðiskerfinu sem metur þörf fólks og flýtir sumum málum hjá sér.  Meti það aðstæður svo að hennar sé þörf fara sum mál í forgangsröð.  Okkur yfirleitt finnst hægt ganga með afgreiðslu frá opinbera geiranum.  Samt er sannleikurinn sá að það sem okkur kann að fínast í andartakinu hægfara og seint unnið er ekki alltaf „hinn Stóri sannleikur.“ 

Manneskja sem býr í einu herbergi en verður þess skyndilega vör að bera barn undir belti horfir á aðstæður sínar og fellst jafnvel hendur yfir þeim.  En af hverju og hvenær hætti barn að vera fólki annað en blessun?  En staðreyndin blasir við.  Nýr einstaklingur er á leiðinni.  Allir vita að í dag nægir eitt herbergi ekki þó mögulega megi byrja þar.  Flestum foreldrum gefst því nokkur tími til að betrumbæta húsnæðismál sín.  Þegar barnið verður stærra fara nú flestir inn í rúmbetra og hentugra húnsnæði þó þeir hafi nýtt aðstæður sínar með þessum hætti og hvort sem það var með eða án áhyggna um hvað yrði.  Allskonar vinna hófst.  Og aðstæður allar löguðust.  Er það ekki annars?

Að miða sitt við núverandi aðstæður er varasöm hugsun.  Sama gildir um fjárhag manna.  Hann getur líka breyst og hefur oft breyst hjá mörgu fólki.  Blankur í dag merkir ekki blankur um alla eilífð.  Niðurstaðan er:  „Leyfum börnunum að koma.  Þau hafa til þess fulla heimild.“ Að velja aðra leið er af engu nema eigingirni og hugsun sem nær skammt.

 

 

 

 

13 nóvember 2018

Síminn er eitthvað

sem allir þekkja og flestir landsmenn eiga.  Í dag hafa þeir tækið á sér og er hægt að hringja í fólk og gera hvar og hvenær dagsins sem er og ekki lengur bundið við að fólk sé heimavið eða í nánd við símtæki, eins og viðgekkst áratugum saman í símaheiminum.  Allir eru tengdir og sítengdir og horfandi í litla skjáinn sinn sem orðið leiðbeinir vegvilltum heim og að rata um á nýjum stað.  Samanber ferðamaður sem þekkir ekki nágrennið en fer samt um það eins og hver annar heimamaður og þarf ekki lengur að spyrja til vegar.  Kveikt er á veraldarvefnum, leiðin gefin upp í símtækinu og svo arkað af stað og horft á lítinn símaskjá sem leiðbeinir fólki á réttan stað:  „Svakalega þægilegt“- segja menn eitt bros í framan en sáu ekkert af leiðinni sem þeir fóru um né mundu hvernig veðrið var.  En þeir komust á leiðarenda.  Sem er málið.

Sumir muna eftir gamla sveitasímanum sem í símnúmera stað hafði hringinguna tvær stuttar og ein löng og var merki til tiltekins bæjar um að verið væri að reyna að ná í fólk þar.  Efast má um að byltingin í símamálum í dag hafi verið meiri en gamli sveitasíminn var er hann fyrst kom og menn búnir að átta sig á notagildinu sem eflaust hefur tekið nokkurn tíma og „fuss og svei, og sóun á peningum“- gengið með fólkinu um hríð.  En eftir að hann kom til skjalanna þurfti fólk ekki lengur að fara um langan veg milli bæja til að hitta fólk og bera upp einfaldar spurningar við það og hverfa sömu leið til baka.  Í sumum sveitum gat svona ferðalag fram og til baka tekið það daginn og ekki víst að fólkið‚ sem nauðsýnlegt þótti að hitta, byggi á næsta bæ heldur á bænum innst í dalnum og talsverður vegspotti þangað.  Þessu öllu saman breytti sveitasíminn.  Eftir að hann kom og búið að tengja alla þræði hans símstöðinni og leggja línurnar til bæjanna var hægt að hringja tvær stuttar og eina langa hvort sem var vetur eða sumar, nótt eða dagur og gera erindið á örskotstund.  Hugsið ykkur muninn og framfarirnar fyrir þetta fólk sem fyrst fékk.  Efast má um að tækni dagsins hafi þótt merkilegri en blessaður sveitasíminn var í huga fólksins sem þá var uppi.  Öruggt er að hann hefur vakið meira umtal og áhuga en hitt tækið sem engin vildi þó vera án í dag.  Sem er annað mál.

Samt er engin launung á að nútíminn sé neitt annað en sérstakur og einstakur í veraldarsögunni og fyrir trúaða sitt tákn um að styttast fari í að antikristur komi og hrifsi til sín völdunum og í kjölfarið Drottinn sjálfur sem mun koma og binda endi á völd hans og hneppa í varðhald í þúsund ár og að hér muni ríkja friður sem engin okkar hingað til hefur þekkt en kemur þá.  Sagt er að antikristur muni stjórn allri jörðinni frá einum stað í heiminum og ríkja hér í á fjórða ár og einnig að þetta verði sérlega erfiður tími og sá erfiðasti sem hér hafi verið.  Meira að segja er svo fast að orði kveðið í ritningunum að væru dagar þessar ekki styttir kæmist engin maður lifandi af.  Að antikristur sé ekki þegar kominn er vegna skilyrða sem hafa ekki verið tiltæk fyrr en í dag.  Sem sagt, á okkar tíma. 

Í dag er verkið gerlegt með þeirri tækni sem þegar er til og verið að nota dags daglega.  Þekking er til staðar um að fylgjast með fólki og er hún hjá fleirum en einum og tveim heldur hafa hana fjöldi manneskja víðsvegar í heiminum.  Gegnum tækni dagsins má fylgjast með hvort viðkomandi sé á gangi eða á ferð í bifreið.  Bent er á mikilvægi þess að þróa þessa tækni áfram og stutt þeim orðum að fólk í erfiðleikum hafi oft fengið hjálp gegnum þessi tæki.  Allt undirbúningur undir það sem koma skal og tímanna sem tengja má orðum Biblíunnar sem trúuðum er ætlað að lesa úr, vita af og vinna áfram með til að fyrst og fremst fólk Drottins haldist vakandi á verðinum og skili sér heilu heim til ríkis Guðs á himnum og á sína eigin endastöð. 

Tæknin og það sem við erum að nota af henni breytir engu um tilgang Drottins um að fá alla til sín.  Leiðin er opin.  Þrátt fyrir alla tækni og öll þægilegheit af henni að þá erum við samt hold og blóð og andi sem Guð vill fá til sín.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

12 nóvember 2018

Sögur eru sagðar og vel sögð saga hefur mikið skemmtanagildi.  Þó sumir í dag haldi því fram að ekkert líf hafi verið til fyrir Facebook og Snjallsíma er samt sannleikurinn sá að sagan var talsvert á undan þessu með vægi á þeim tíma til að hafa áhrif á fólk sem hlustaði á með athygli eða veltist um af hlátri.  Og svo var einn hneykslaður.  Þið vitið!  Ekkert hrifinn af fíflalátum.  En bráðskemmtilegur "hneykslaður" hefur lengi gengið með okkur.  Kannski segir hann þetta vegna þess að vera ekki frjáls í sinni og eiga erfitt með að vera þátttakandi í uppákomum þar sem menn sleppa svolítið fram af sér beisli.  Ekki gott að segja.

Um tíma heyrði maður fólk segja að það yrði aftur börn er það með einhverjum hætti varð þátttakandi í leikjum þeim sem börn notast við.  Fólkið segir þetta eftir að fullorðinsárum er náð og það búið að stofna sitt eigið heimili og komið með mann/konu, börn og allt hitt sem lífi fullorðins fólks fylgir.  Svo kemur upp atvik hjá því þar sem fólkið á fullorðinsárum bregður sér í barnaleiki og einhverveginn upplifir sig aftur þessi börn. 

Merkilegt en samt ekki að betur skoðuðu máli.  Málið er að hvert æviskeið hefur sitt og fái menn og konur ekki að njóta þessara æviskeiða sinna til enda er það raunverulega að missa af.  Eitt af þessu geta vel verið þessir barnaleikir sem við vorum í sem börn en sumir máski sjaldnar en aðrir gátu gert og voru því aldrei fullnægðir að þessu leiti.  Svo heldur lífið áfram og manneskjan verður fullorðinn án þess máski sjálf að átta sig á að hafa fengið alla útrás í sínu lífi með þessum barnaleikjum sem samt kom í ljós að var niðurstaðan með yfirlýsingunni um að hafa fundist hún aftur verða barn.  Gleðin skín úr augum fólksins og það virkilega sátt við sig sjálft fyrir að hafa leyft sér þetta.

Málið með þetta er að allt fólk lifir sín ákveðnu skeið í tilveru sinni og öll vorum við eitt sinn börn sem að öllu leiti hegðum okkur sem börn en lifðum við misjafnar aðstæður hversu frjáls við fengum að vera sem þessi sömu börn.  Sum börn lifa við þær aðstæður að skylduverkin eru snemma lögð á herðar þeirra hvort sem er heimafyrir að á öðrum vettvangi.  Önnur börn lifðu ekki við neinar miklar bindingar og gátu því ærslast nánast hvern dag í eigin æsku og gera að vildi sinni hvort sem var fyrir utan heima hjá sér eða hvar annarstaðar sem þeim datt í hug að iðka leiki sina.  Talsverðar líkur eru á að akkúrat þetta fólk hafi fengið að svala og nærra allar sínar barnalegu þarfir og eins og þurfti á meðan hin, sem skyldan hvíldi meira á, gátu það ekki og er máski fólkið sem á síðari árum fer í þessa barnaleiki og upplifir sig aftur barn.

Þann lærdóm má draga af svona yfirlýsingum að börn eigi að fá að vera börn og ganga sem börn gegnum sitt líf eins og barninu er ætlað.  Allir vita að börn upp að ákveðnum aldri leika sér með allskonar hætti.  Einnig er gott að vita að þetta með aldrinum og tímanum fer af þeim og þau ganga frá þessu borði ekki með neinn söknuð í huga heldur sem skemmtilegan tíma af sinni ævi sem nú sé lokið.  Höfundur er einn þessara kannski heppnu mann að hafa lifað þetta með þessum hætti og hefur því enga þörf að upplifa í sér barnið aftur.  Barnið varð fullorðið.  Lékum við okkur enda afskaplega mikið á okkar tíma.  Fullyrða má að við höfum fengið, já, fengið, að fylla þetta skeið í okkar lífi sem bæði er þakkarefni og líka eitthvað sem allir ættu að geta sagt við sig sjálfa/n en geta því miður ekki að öllu leiti gert og kemur kannski síðar fram í formi einhverskonar gremju og uppgötvun um að gaman væri að upplifa sig stundarkorn aftur barn. 

Að skilja við hvert tímaskeið sátt/ur er mikilvægt.  Aftur komum við að þeirri hugsun hversu rangt sé að ræna barninu æsku sinni sem í mörgum tilvikum var gert með skildum sem engu barni er ætlað.  Fullorðin er eitt barn annað.  Ágætis ábending til foreldra.  Lifum heil og lifum fyrir Jesús.  Amen.

 

 

 

 

11 nóvember 2018

22 nóvember 1918

barst heiminum gleðifregn.  Styrjöldin sem geisað hafði frá árinu 1914 var að baki.  Þjóðverjar sættust á skilyrðislausa uppgjöf.

Fregnin fór yfir eins og eldur í sinu og æ fleira fólk frétti af þessu og varð vitaskuld af glatt.  Engar kjöraðstæður eru að búa við ófrið eins og heimstyrjöld sem snertir hvert mannsbarn og ekki bara þar sem herirnir takast á.  Önnur lönd verða og fyrir barðinu á átökunum og birtist þeim í skorti margsonar og að þurfa að draga saman seglin hjá sér vegna þess sem upp er komið.  Styrjöld er af mannavöldum og búin til af fólki.  Annað en gerist með eldgos og aðrar náttúrhamfarir sem við ráðum engu um og stöndum máttvana andspænis.  Frétt um frið getur því ekki annað en verið fólki gleðifregn.  Einnig hann er mannaverk.  Styrjöld frá byrjun til enda er ákvörðun manna.  Fóðrið má líklega rekja til óréttlætis sem þjóðir beita hverjar aðra og menn fá upp í háls af og „Gera eitthvað í málinu. “  Með yfirleitt skelfilegum afleiðingum.  Reiði sem fer úr böndum skilar engu góðu og óbætanlegri sorg.  Allt þekkt.

Fyrri styrjöld hefur verið nefnd nokkrum nöfnum.  „Stríðið mikla“ er eitt nafnanna og „Stríðið sem binda mundi endi á öll önnur stríð.  Fyrra stríðið var mannskætt stríð sem tíu milljónir manna voru drepnir í og tuttugu milljónir lágu eftir særðir.  Að ótöldum grúanum sem missti heimili sín og allar aðrar eigur.  Herirnir á þessum tíma voru tæknivæddir og komnir með vélbyssur, flugvélar, skriðdreka og mörg önnur öflug og mannskæð vopn sem þeir notuðu og skírir hið mikla mannfall sem varð í fyrri styrjöld og birti tölur af áður óþekktri stærð.  

Menn telja að atburðurinn sem marki upphaf fyrri heimstyrjaldar sé morðið á Frans Ferdinand erkihertoga og ríkisarfa Austurríkis í Sarajevo 28 júní 1914.  Við sjáum á ástandinu sem komið er upp í júní 1914 má líkja við suðupott sem þoli ekki nema einn skelfilegan atburð til viðbótar til að uppúr sjóði.  Og hann kom 28 júní 1914. 

Engum dylst að öll atburðarás frá A til Ö sé manngerð.  Og enn gerist þetta með sama hætti en vopnin sem notuð eru ægilegri en nokkru sinni fyrr.  Fyrri heimstyrjöldin batt ekki endi á allar aðrar styrjaldir því vopnin héldu áfram að þróast og verða öflugri og allskonar annað að fæðast fram tengt her og herjum sem nota mátti kæmi til stríðs og styrjaldar.  Allmörg tækifæri hafa gefist til að brúka þessu háþróuðu vopn.

11 nóvember 1918 kom Þýsk sendinefnd og undirritaði uppgjöf Þýskalands.  Undirskriftin fór fram í lestarvagn sem herforingjarnir átti og hafði verið komið fyrir á teinum í Campiegne skógi.  

Í þessum sama vagni og staðsettum á sama stað hittust nútíma leiðtogar Frakklands, þau Emmanuel Macron og Angela Merkel, 10 nóvember.  Með því að sitja í þessum sama lestarvagni og samningarnir voru undirraðir í 100 árum áður vildu þau sýna samstöðu.  Lestarvagn þessi hefur áður komið við sögu og gerðist er herir Hitlers höfðu innlimað Frakkland í seinna stríði.  Þá var sami lestarvagn dregin fram og ráðmenn Frakklands skikkaðir til að undirrita yfirráð nasista í landi sínu.  Völdin fengu þeir aftur í maí 1945 er hildarleiknum seinni heimstyrjöld lauk.  En þá var Hitler líka dauður.  Ekki var ógnvaldurinn sjálfur nú meiri maður en þetta er yfir lauk en að fyrirfara sjálfum sér í stað þess að horfast í augu við gerðir sínar.  Kokhraust fólk hefur alltaf verið til og verður áfram meðal okkar.  Misjafnt er samt hve langt það kemst.

Kristur er leiðin.  Hann veit hvernig koma skuli á friði.  Þekkir hjarta mannsins.  Sé ró þar er engin ófriður í vændum.  Við þurfum Jesús meira en nokkuð annað.  Allt býr þetta hjá okkur og í okkur og málið sama.  Að leifa honum að virkja sjálfan sig í okkur.  Jesú lifir!  Amen.

 

 

 

 

10 nóvember 2018

Hippatíminn

Margt sem hippatímabilinu tilheyrði er svo sem áhugavert eins og baráttan fyrir friði og vilji ungs fólks í þann tíð til að koma gegn stríði og stríðsrekstri og að veifa fegurð blóma og stinga rósum inn í byssuhlaup hermanna sem gegndu í varðstöðu líkt og gert var hvort sem atriðið var fyrir fram skipulagt eða ákveðið á staðnum, sem höfundur hallast að að hafi verið.  Atvikið náðist á kvikmyndafilmu og hlaut heimsfægð og er gjarnan sýnt ásamt öðrum atriðum þessa tímabils er menn fara yfir það og vilja gera skil.  Þetta segir manni auðvitað þann sannleika að eitthvað hefur það verið í þessu ferli sem gefur framtíðinni tilefni til að grúska eilítið í akkúrat þessum kafla veraldarsögunnar og toga fram.  Sem þá part hennar. 

Allt sem nær til fjöldans og hreyfing spinnst af að hvað er það annað en á sinn hátt áhugavert.  Hvað á eftir kemur út úr öllum þessum hreyfingum er annað mál. 

Eftir risavaxna Woodstock hátíðina sem kölluð hefur verið „Móðir allra annarra stórra útihátíða í heiminum“ og þeirri fyrstu í þessum flokki, hún er talin vera hápunktur hippatímans, að þá er ekki ólíklegt að hafi farið að draga úr áhuga manna og kvenna á þessu fyrirkomulag sem menn oft töluðu um og sumir reyndu og hófst með göngu hippanna og líklega lauk er það var að baki. 

Við munum eftir kommúnufyrirkomulaginu og höfum líklega heyrt um það.   Sumt fólk skellti sér í þessa vegferð og leigðu hús með það í huga að deila með öðrum og bjuggu svo við um tíma.  Þetta var af sumum talið versta stóðlífi þar sem allir væru með öllum en reyndin í mörgum tilvikum önnur og hún að í sumum þessara kommúnum lifðu menn uppundir nunnu- og munkalífi.  Lausungin var nú ekki meira en þetta. 

Hugsunin sem lá til grundvallar kommúnufyrirkomulaginu var svo sem göfug og það allt saman sem vel á sinn hátt er hægt að mæra.  Að vilja deila með öðru fólki kostnaði sem hlýst af venjulega heimilishaldi er ágætt og er einnig vinnandi vegur.  Allir sjá þetta.  Það er að segja á meðan allir á staðnum eru til í tuskið og gera sitt á staðnum gengur þetta.  Þangað til brestir fara að myndast er búsetan fögur og líka fín.  Ekkert vantar ljúfleika fyrirkomulagsins. 

Enn allt svona brestur á sama stað og honum er menn byrja að bera fyrir sig blankheitum, því miður, og að geta ekki rétt neitt fram núna.  Hvort hinir séu ekki til að lána sér sitt framlag til mánaðarmóta.  Þið vitið, bíldruslan tók upp á því að bila.  Og svo koma mánaðarmót og áhöld um hvort við verðir staðið.  Þekkjum við þetta?  Ætli ekki það. 

Að því kemur að fólk, einhverjir í hópnum, byrji með undanslátt hvað greiðslu áhrærir og á ánægja fari að kræla í hópnum.  Og byrji eitthvað svona eru allar líkur á að þetta endurtaki sig og jafnvel útbreiðist í hópnum.  Andi Safaría og Ananíasar í Biblíunni er enn meðal okkar og starfar eins og hann gerði í þessum ágætu hjónum sem við vitum að komu sér saman um að skjóta undan af andvirðinu og leggja bara hlut þess fram þó um annað hafi verið talað er gengið var til verkefnisins.

Svona fyrirkomulag hefur margoft verið reynt og hvergi gengið til lengdar og mun heldur ekki gera þó dæmið líti vel út á blaði og menn sjái að ódýrara sé að lifa með þessum hætti.  Sem er rétt.  Allir geta tekið undir það atriði.  Andi Safaríu og Ananíasar mun koma þar að og valda sinni sundrungu eins og reikna má með að hafi gerst í hópnum eftir að upp komst um aðfarir þessa ágæta fólks.

Skuldseigan er hvarvetna að finna og hjá honum kreppir vanalega skóinn og orsökin fyrir að við segjum verkið óvinnandi.  Nema í besta falli tímabundið.  Jesús stendur við sitt og skákar öðrum sem við viljum vera í slagtogi við.

 

 

 

 

7 nóvember 2018

 

Falsfrétt.

Orðið „Falsfrétt“ er nýtt í málinu.  Það byrjaði með komu Donald Trump í stól forseta Bandaríkjanna fyrir um tveimur árum en var ekki inni fyrir tíma hans á valdastóli.  Fallsfréttin er tímanna tákn og ábending til okkar hinna um að menn gerist æ ósvífnari í að ná sínu fram.  Falsfrétt er birt í þeim eina tilgangi.  Og hún er vísvitandi sett fram.

Að vilja ná sínu fram með lygum hefur ekki verið til farsældar fundið.  Sá tími kemur að fólk fái nóg af slíku.  Svo gæti og farið að menn setji spurningamerki við æ fleiri fréttir sem birtast.  „Snjalli maðurinn“ sem hóf þessa leið grefur eigin gröf haldi þetta ferli áfram og fréttamiðlar áfram að birta falsfrétt um atburði sem eru svo úr lagi færðir að jaðri við hreinar lygar.  Engin glóra er í slíkri þróun og hana má vel stöðva.

Að vilja og eða fá sig til að birta falsfrétt vitandi vits er í grunninn af hefnigirni.  Hefnigirni er löstur hvar sem hún finnst.  Hún er algeng meðal okkar.  Hefnigirni er angi af vonsku.  Þaðan kemur falsfréttin.

Nútíminn er því marki brenndur að fólk, margt hvert, ekki allir, höfum það á hreinu, getur verið hreint ótrúlega ósvífið og vílar ekki fyrir sér að beita tuddatökum telji það að sér vegið eða er á þeim stað að vilja ná árangri en hefur á margan hátt farið úr böndunum og skekkt mynd og meira en margan grunar.  Að svindla er afleiðingin og svindlarinn svindlar með þeim hætti að ekki komist upp.  Samviskan krælir ekki lengur á sér.  Falsfrétt þiggur víða fóður.

Biblían sem æ sjaldnar er farið eftir en er samt besta rit sem völ er á til að við höldumst á varðbergi með okkur sjálf.  Hún segir margt sem fær samviskuna til að vera vakandi en samt rólega.  Maður sem breytir rétt glímir ekki við eigin samvisku.  Að slökkva samviskuna er langt ferli sem kemur af langvarandi óheiðarleika, lygum og prettum.  Eftir vissan tíma með sig sjálft „í dimmunni“ byrjar fólk að mæra og réttlæta allskonar sem ærlegt fólk gerir ekki.  Í hendi, en óheiðarlega fengið, er tímabundinn árangur:  „Upp komast svik um síðir“- segir eitt máltækjanna.  Falsfréttin mun fletta ofan af sér sjálfri.  Að eiga sér slíka fullvissu fær forðað mörgum manninum frá að stíga inn á vafasömu braut falsfréttarinnar og hreinu illsku.  Ærlegt fólk hafnar þessari leið.

Hvert sem litið er má lesa og sjá hálfkveðnar vísur og ábendingar sem segja engum neitt.  Í dag er mikið um „Leyndó“ sem menn vilji ekki að fari lengra. – Að sinni, að minnsta kosti.  Þetta er hægt að skilja.  Sá og eða sú hefnigjarna (oft ærð af „réttlætiskennd“) gæti fengið af pata.  Og hvað gerist þá?  Bylgja fer af stað.  Og hver vill stoppa bylgju?  Gæti reynst erfitt.  Falsfréttin er skipulagt bragð og ekki heiðarleikans en þarf ekki að koma neinum á óvart. 

Allt afleiðing af fjarlægð fólks við lifandi Guð og skírum vilja hans.  Guð skapaði allt þetta fólk og gerði frá fyrstu tíð ráð fyrir sér sjálfum gangandi með því og vera fyrir það leiðbandi afl til góðs og sem vísaði um veg réttlætis og heiðarleika en syndin (sem má ekki tala um.  Þið vitið!  Hreyfir samviskuna) hefur afbakað og vald hennar hefur komið öllu þessu til leiðar sem hér er nefnt og felur ekki í sér eitt gott verk til lengri tíma litið.  Falsfréttin er afleiðing langvarandi syndugrar hugsunar. 

„2Tímóteusarbréf. 2. 3-5.  Þú skalt og að þínu leyti illt þola eins og góður hermaður Krists Jesú.  Enginn hermaður bendlar sig við önnur störf. Þá þóknast hann ekki þeim sem hefur tekið hann á mála.  Sá sem keppir í íþróttum fær ekki sigursveiginn nema hann keppi löglega.“

Jesús er leiðin frá allri falsfrétt.  Veljum því hann.  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

6 nóvember 2018 (b)

Lykla Pétur ver kirkjuna og tekur sér völd sem hann hefur ekki:

 

Lykla Pétur við Gullna hliðið:

Hvað heitir þú?

Konráð Rúnar Friðfinnsson.

„Augnablik.“ – fer og flettir upp í bók á borðinu við hlið sér.

„Ah.  Sé að þú hefur verið upptekin af Bítlunum.  Er það rétt?“

„Já“- segi ég:

„Þá getur þú ekki komið hingað.“

„Ha“- hváði ég:

„Svona eru reglurnar,“- segir hann og kallar:

„Næsti, gerið svo vel“-

Fram stígur feitlaginn maður í veiðistígvélum:

„Nafn takk.“

Maðurinn gefur upp nafn sitt.

Aha.  Sé að þú hefur verið iðinn við laxveiðarnar.  Er það rétt?“

„Hárrétt,“- segir hinn stoltur:

„Og sleppti aftur flestum löxunum“ -  bætir hann við og reigir sig allan.  Harla ánægður.

Lykla Pétur lítur á hann:

„Þá getur þú ekki komið hingað.“

Manninum sem vonlegt er dauðbregður:

„LYKLA PÉTUR!“- heyrðist þá að baki honum.  Röddin er þungbúinn og alvarleg:

„Viltu gjöra svo vel að hleypa þessum mönnum inn.  Þeir eru mínir.“-

Lykla Pétur hrekkur í kút:

„Já herra.  Já herra.  Geri það strax.“- Segir hann óðamála og stekkur til og opnar Gullna hliðið upp á gátt.  Og inn ganga Bítlalagahlustarinn og áhugasami laxveiðimaðurinn:

„Og hættu svo að velja sjálfur inn í Guðsríkið og treystu mér bara fyrir því:“-

„Já herra.  Já herra.  Skal gert.  Geri það aldrei aftur“- segir lykla Pétur hratt og þurrkar svitadropa af enni sér.

 

 

 

 

6 nóvember 2018

„2Korintubréf. 1. 9-11.   Já, mér sýndist sjálfum að ég hefði þegar fengið minn dauðadóm. Því að mér átti að lærast að treysta ekki sjálfum mér heldur Guði sem uppvekur hina dauðu.  Úr slíkri dauðans hættu frelsaði hann mig og mun frelsa mig.  Til hans hef ég sett von mína að hann muni enn frelsa mig.  Þið getið einnig hjálpað til þess með því að biðja fyrir mér. Þá munu margir taka undir þakkir til Guðs fyrir það sem hann hefur veitt mér.“ –

Páll skilar af sér skilaboðum sem Drottinn ætlast til af honum og hefur áður undirbúið.  Og skilaboðin eru:  „Störfum í fulli trausti til hans sem kallaði okkur og sendi.“-   Þessi orð felast í orðræð Páls sem lifir með okkur gegnum Orð Guðs af því að vera Drottni velþóknanlegt.  Á öxlum slíkra manna stöndum við í dag en ekki hinna sem hvort eð er aðhöfðust ekkert.  Segir sig sjálft. 

Páli átti að lærast að draga einvörðungu hring utan um Jesús.  Það sem hann þurfti til að ná þessu voru hættulegar kringumstæður sem hann er settur í og horfist í augu við dauðann.  Samt slapp hann og vissi hver bjargaði sér.  Sá, eftir á að hyggja, munum það, hönd Drottins og var knúinn til að koma skilaboðunum af sér til safnaðanna og áfram til okkar í dag.  Og hvers vegna kemur Páll með þau.  Hann vill stappa í fólkið stálinu.  Já kæru vinir!  Það er á öxlum slíkra manna sem við stöndum og forréttindin sem okkur er gefið að vita um.  Og við þökkum Jesús fyrir að hafa komið Páli gegnum sína eldraun sem hann sjálfur getur um í 2Korintubréfi handa samtíma sínum og framtíð allri.  Líka ábending til mín og þín um að segja reynslu okkar í Guði. 

Páll flytur söfnuðinum ekki bara góð skilaboð heldur er hann líka að verja hendur sínar.  Hér rekst þetta svolítið hvort á annað.  Ekki satt?

„2Korintubréf. 1. 12-14.  Ég hrósa mér af því að ég veit með sjálfum mér að líf mitt í heiminum, og sérstaklega hjá ykkur, hefur stjórnast af hreinskilni og einlægni sem kemur frá Guði, ekki af mannlegri speki heldur hefur Guð sýnt mér náð.  Ég skrifa ykkur ekki annað en það sem þið getið lesið og skilið. Ég vona að þið munið skilja það til fulls, sem ykkur er að nokkru ljóst, að þið getið miklast af mér eins og ég af ykkur á degi Drottins vors Jesú.“ - Hér kemur vel fram að Páll er líka að verja hendur sinar því margri höfðu efasemdir um þennan ágæta bróðir í Kristi. 

Oft efumst við um eitt og annað í fari hvors annars og komum ekki auga á Guð í verkunum.  Fátt hefur breyst og við skiljum betur að engu þarf að breyta í Biblíunni og einnig að í mannlífinu og afstöðunni hefur engin þróun orðið.   Orð Guðs mælir því rétt.

Sjálfur hefur höfundur eins og margir aðrir einnig rannsakað Orðið nokkuð og eins og fleiri heillast af frumkirkjunni en afstaða til hennar nokkuð breyst og hún ekki alveg eins ljóma böðuð og var í eina tíð.  Það í raun er gleðiefni.  Þið skiljið:  „Allt ómögulegt í dag en allt gott þá.“  Sem er rangt.  Og það verður hann að segja að niðurstaðan hefur orðið trú hans til styrkingar og hann betur áttað sig á að fólkið þá og ágætir söfnuðirnir glímdu við sama vanda og við í dag.  Páll, sem allt kristið fólk ber fyrir ótakmarkaða virðingu, varð að verja gerðir sínar andspænis hópnum sem treysti honum svona hálfgildings.  Sagan hefur sannað að Páll er gegnheill Guðsmaður.  Og Páll er enn.  Kannski ert þú hann í þínum eldi fyrir Guð?  Að sjá þetta rétt er til styrkingar kirkju samtímans sem sumir telja vera í eintómu klúðri en frekari skoðun á frumkirkjunni hrindir af stalli sínum.  Ekkert annað en trúarlegur styrkur er að komast að slíkri niðurstöðu og hrein neikvæðni og uppgjöf að mæra það sem, að okkar áliti, eitt sinn var.  Helsta kennileiti kristinna manna er og verður áfram dagurinn í dag gegnum Orð Guðs.  Höfum trúna einfalda.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

4 nóvember 2018

Kristin gildi

Misjafnt er hvað fólk er og hvernig að standa sig í lífinu.  Sumir eru stritandi frá morgni tilkvölds og eru dugnaðarfólk á meðan aðrir eru minna við þetta og endalaust að færa sig milli vinnustaða.  Allt fylgifiskur mannkyns.  Allt fólk eldist og ef Guð lofar, verður gamalt fólk sem ekki treystir sér lengur til að vera úti á vinnumarkaðnum.  Það kemur sér því af honum og sest í helgan stein.  Eftir að aldri er náð fær fólk frá opinbera geiranum vissa mánaðarlega framfærslu en dalar samt flest nokkuð í launum.  Misjafnt þó hve mikið.  Allt gangur lífsins.

Auðvitað á að gera vel við fólk sem komið er á aldur og sjá til þess að menn geti lifað með reisn.  Velferðarkerfið sem komið hefur verið á fót og menn eru sammála um að hér skuli gilda, á að taka við þessu fólki og líka gerir.  Kemur einni eða annarri kynslóð ekki svo mikið við heldur meira ákvörðuninni um að koma því á legg. 

Rökin sem oft eru  færð eru þau að þetta fólk eigi það skilið að vel sé að málum þess staðið vegna þess að hafa skilað dagsverki sínu af sér til næstu kynslóðar.  Þetta er að sumu leiti rétt.  En bara að sumu leiti.  Kynslóðin sem er að hverfa af vinnumarkaðnum sökum aldurs var í raun og veru jafn brokkgeng og aðrar kynslóðir hafa verið og eru enn.  Sumir einstaklingar í þeirri kynslóð rétt eins og núna voru fullir í þrjátíu ár og kneyfði ölið dag hvern allan þennan tíma.  Sjá má að lítið kom frá þessu ágæta fólki í ríkiskassann í formi skatta.  Allavega á meðan sú var staðan.  Aðrir tolldu illa í vinnu rétt eins og gildir um suma enn í dag og voru og eru endalaust að sækja um nýja vinnu sem þeir mættu í og voru/eru þremur, fjórum mánuðum síðar horfnir úr aftur og komnir með nýja umsókn hjá öðrum vinnuveitanda, eftir nokkra vikna pásu.  Að halda því fram að kynslóðin sem nú er uppi eigi hinni sem er við að yfirgefa vinnumarkaðinn, sökum aldurs, eitthvað meira að þakka en sér sjálfri er kjaftæði með þá staðreynd viðblasandi að bara verkefnið rúlli og kynslóðir komi og fari.

Þetta hins vegar breytir ekki því að við sem þjóð og af virðingar við sjálft lífið ber skildu til að búa svo um hnúta að landsmenn, hvert mannsbarn í þessu landi, hafi framfærslu eftir að ákveðnum aldri hefur verið náð og gera, eins og áður segir, lífsins vegna og af virðingu við sjálft lífið en ekki vegna þess að menn og konur eigi það endilega skilið og hafi lagt meira inn til heildarinnar en annað fólk.  Sannleikurinn að við stöndum á öxlum bara sumra forverra okkar.  Mest allar framfarir má eigna einstaklingum.  Skoðið söguna.  Hún talar með þeim hætti.

Við erum kristin þjóð sem enn byggjum nokkuð á kristnum gildum:  „Ég kenni í brjósti um mannfjöldann.  Menn hafa nú verið hjá mér þrjá daga og hafa ekkert til matar.  Láti ég þá fara fastandi heim til sín örmagnast þeir á leiðinni en sumir þeirra eru langt að.

 Þá svöruðu lærisveinarnir:  „Hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk hér í óbyggðum?“  Hann spurði þá: „Hve mörg brauð hafið þið? 

“Þeir sögðu: „Sjö.“  

Þá bauð Jesús fólkinu að setjast á jörðina, tók brauðin sjö, gerði þakkir og braut þau og gaf lærisveinum sínum að þeir bæru þau fram. En þeir báru þau fram fyrir fólkið.  Þeir höfðu og fáeina smáfiska. Hann bað Guð að blessa þá og bauð að einnig þeir skyldu bornir fram.  Menn neyttu og urðu mettir. Síðan tóku lærisveinarnir saman leifarnar, sjö körfur.“-

Hér getum við séð hvernig Kristur bregst við aðstæðum.  Allir á svæðinu yfirgáfu það mettir. 

Hér mögulega fáum við ágæta mynd af því sem við í dag erum með um þá sem eru komnir út af vinnumarkaðnum.  Að fara af honum og láta ekkert taka við hjá sér merkir skort.  Á meðan manneskja enn dregur andann þarf hún fæði, klæði og húsakjól.  Hvaða fólk mettaði Kristur?  Þverskurð þjóðar sinnar og án tillits til stéttar eða stöðu, rétt eins og samtryggingarkerfið gerir.  Allir íslendingar hafa skíran rétt til framfærslu sama hvað hver áður hefur lagt í púkkið sem einstaklingur, og er styrkur hverrar þjóðar sem upp tekur.  Við vitum að framlag hvers og eins er misjafn gegnum ævina.  Og hverju öðru skal þá betur þakkað nema rétti mínum sem manneskju og að kerfinu var komið á og rúlli enn?

 

 

 

 

2 nóvember 2018

Stéttarfélög

Hvenær það byrjaði í voru samfélagi að menn færu að stilla atvinnurekendum og þeim sem vinni hjá firmum upp sem andstæðingum veit ég ekki.  Veit þó að áratugir eru síðan það allt saman skeði.  Líklegt er að slíkt teygi rætur sínar til upphafs stéttarfélaganna.

Ekki er samt svo að skilja að þeirra værri ekki þörf.  Vissulega urðu þau til af ástæðu og þeirri að verið væri að hlunnfara fólk. 

Að vera með þessi mál uppstillt sem andstæður er þó út í bláinn.  Hvað er fyrirtæki án starfmanna eða starfmaður án fyrirtækis? 

Kaup og kjör starfsmanna er partur af rekstri fyrirtækja sem gerir að verkum að þau geta aldrei alveg spilað sitt frítt né ákveðið upp á eigin spýtur um allt hjá sér sé.  Starfmaðurinn er partur gamansins.  Samt hefur með tímanum tekist að búa til andstæður.  Af líklega mannavöldum til að halda völdum.

Vegna ósanngirni, kannski til að byrja með blindu þeirra sem ráku fyrirtæki, hófst þessi hugsun um atvinnurekandann og okkur hin sem fáum laun af vinnu okkar.  Gott dæmi um þetta er maðurinn sem sagði frá því að verkamenn sem unnu í vegavinnu (í árdögum vegavinnunnar í landinu.  Allur bati sem við höfum í dag á vettvangi kjaramála teygir rætur sína til þessara daga) hefðu hvorki haft skúr til afnota en fengu síðar ein berstrípaðan til að drekka kaffið sitt inn í en hvorki stóla til að tylla sér á né borð til að leggja kaffikrúsina ofan á og engin skilningur fyrir þessu hjá vinnuveitanda.  Maðurinn sem frá sagði tjáði að um of mikið hafi verið beðið að þeim yrði útveguð fjöl til að fá tyllt rassgati sínu á á meðan þeir drykkju kaffið sitt. 

Svona þvæla býr til núning sem allir sjá að hefði mátt koma í veg fyrir en gerði ekki vegna þess að í kröfunni fólst smávegis af kostnaði sem hinir þvertöku fyrir að eiga neitt við.  Krafa upp að kostnaði var í lagi en eftir það hófst einhver núningur. 

Hefðu kalla greyin sem skúrin notuðu fundið sér tvo hæfilega stór grjót og borið stynjandi inn á gólf og farið út aftur og fundið sér fjöl og lagt á milli grjótanna hefði ekkert skeð og þeir sest og drukkið sitt kaffi og hver sitjandi á sínu eigin rassgati, eins og maðurinn sem frá sagði orðaði þetta þá orðin nokkuð hávær í tali og öllum farið að hitna í hamsi af upprifjuninni einni saman.  Hvorki grjótburður né leitin að fjöl á förnum vegi hvarflaði að nokkrum þeirra heldur krafan um stólakaup gerð sem atvinnurekandanum fannst óþarfi.  Enda sjálfur sitjandi í þessum fína stól.  Og var þá bara ekki allt í fínasta lagi?

Mörg svona atriði hafa orðið til þess að gjá hefur myndast og að sjálfsagt þyki að benda hinum á ósanngirni kröfunnar.  Það er upp úr slíkri þvælu sem til hafa orðið tvær fylkingar þó allir ættu að sjá að þurfa að starfa saman og raunverulega geta ekki án hvorar annarrar verið.  Hugsunin um að vera sanngjarn kemur ekki lengur upp á dekk.

Annað er það sem býr til vanda sem alltaf annað veifið droppar við hjá okkur og er af völdum manna sem lengi hafa verið við þetta og lagt á sig erfiði gegnum tíðina í þágu, segjum stéttarinnar, að þetta fólk með tímanum hefur haft tilhneigingu til að líta á aðstæður sínar sem eigin eign þó allir viti að svo geti ekki verið og verði aldrei þar sem hellingur af fólki leggur til eigið fjármagn sem stendur undir leigu aðstöðunnar, öllum rekstri, og eru þar með talin laun starfsmanna.  Sjálfsagt hefur þetta fólk oft lagt á sig lengri vinnutíma en samningur gerðu ráð fyrir án þess að fá neitt aukalega greitt.  En það eitt og sér gerir engan sjálfkrafa að eiganda stéttarfélags né neins annars félags.  En svona samt eru menn og verða víst áfram.

 

 

 

 

1 nóvember 2018

Trú er orð

sem lengi hefur verið umdeilt í mannheimum og er það enn.  Samt er trúin þarna vegna þess að eitthvað í veruleikanum heldur henni vakandi.  Og hvað er þetta, eitthvað í veruleikanum, sem hér er bent á?  Já, hvað er það?  Til að fá svar við spurningum þarf að bera þær fram.  Og svo einkennilegt sem það nú er að þá hefur spurningin um trú gengið með fólkinu alla tíð því eitthvað í því sjálfu kallar á svör sem fólk veit ekki hvar sé að finna.  Og sumir hefja leit.  En fara á önnur mið en réttu.  Drottinn sjálfur, sem er allt í öllu, beinir fólki í rétta átt þegar að því kemur.  Engin maður getur þakkað sjálfum sér fyrir að vera trúuð manneskja.  Engin.  Aldrei og ekki heldur þeir sem hafa átt trú á Jesús frá barnsaldri.  Það fólk er líklega fætt inn á trúað heimili og heyrði um Jesús og drakk í sig með móðurmjólkinni.  Allt verk Guðs.  Líka hugsun fólks um trú.

Maður sem stígur lengra fram í þessu orði „Trú“ fer með sjálfan sig á vissar hættuslóðir fyrir þar sakir að andaverur vonskunnar í himingeimnum fylgjast með manneskjum.  Undireins og slíkt vaknar fara þær á kreik og reyna búa til allskonar í huga fólks.  Þær geta margt sem okkur kann að þykja yfirnáttúrulegt.  Skíringin á er að:  „Guð gaf þeim villunni á vald.“  Og til verða grúi lítilla guða sem er til kastanna kemur eru með öllu innihaldslausir og líka getulausir en samt með sitt eigið nafn sem fólkið gefur þeim og leitar á eftir til, skorti því styrk og allt það sem einhvervegin er meðfætt í menn að gera á erfiðum augnablikum eigin lífs.  Fólk áttar sig fljótt á eigin veikleika og oft getuleysi til að leysa mál og klára mál.  Og þá er næsti bær að leita styrks í guði sem Biblían segir um að sé engin guð.  Segir hún enda að Guð sé einn.  Þessu trúir trúin en samt ekki fyrr heldur trú er orðin veruleiki fyrir manneskjunni og eftir að Guð hefur gefið leyfi og staðfest gjöfina.  Heilagur andi í manneskju er ákveðin staðfesting.  Þá fyrst víkja allir aðrir guðir frá fólki.  Sumir leita þangað aftur, sem er annað mál.  „Ónýtt drasl“ er samt réttnefni með þá vissu í sínu hjarta að Guð sé einn.

Margt er okkur meðfætt og segir trúin mér að Guð leiti að fólki sem hann geti að sér tekið til að gera hólpið og líka gat eftir að hafa sent eingetin son sinn til jarðarinnar til að undirbúa það þarfa verk og bjargræði mannkyns.  (Hugtakið - Eingetin Sonur Guðs - er frábært hugtak og þvílíkt innihaldsríkt.)  Eitthvað hlýtur það að vera í fólki sem vill banka og hrópa á eitthvað annað en getulítið sjálfið eftir að fullorðinsárin taka við og alvara lífsins hefst og það sjálft kannski farið að hvæsa á okkur eins og það stundum gerir og það upplifir algeran vanmátt.  Allskonar fer af stað á slíkum stundum vegna þess að Guð verður að fá að halda sér við eign sína sem hann missti og var rænt frá honum en hann samþykkti aldrei og rær að öllum árum að sé skilað til baka svo hann fái rétt af það sem þjófurinn afskræmdi og fer mikinn í þeirri viðleitni.  Óvinurinn er ekki né verður verklaus.  Um allt svona getum við ekki gert okkur grein fyrir fyrr heldur en sjálf trúin kemur til skjalanna, sem þá opinberar verkið.  Fyrr en trúin kemur til skjalanna fáum við fyrst áttum okkur á að til sé Guð.  Samt er það svo að hans nafn kemur fyrst vegna þess að fylgja okkur og vera allt í kringum okkur.  Af svo sem ástæðu og vissunni um að hvert og eitt okkar höfum frjálsan vilja til að gera hvað sem við sjálf viljum gera.  Trúin er yfir og allt um kring og orðin frá henni berast.  En er náðartími.

Orðið „Trú“ sem sagt vappar í kringum okkur undireins og við förum að hafa skilning og eflast að þroska en flest okkar ýtum frá okkur og höldum okkar eigin leið.  Það er ekki fyrr en eftir endurfæðinguna sem orðið Guð umbreytist yfir í orðið Jesús og trúin fær aðsetur í hjörtum fólks.  Og af hverju ekki strax?  Tel að fólki sé ekki gefið það. 

Það er trúin á Jesús sem segir frá Guði og að Guð sé almáttugur.  Trúin heldur utan um okkur frá vöggu til grafar og flytur til himins eftir jarðvist en ekki svokallaðir guðir sem eru ekkert nema verk Satans sem ég bið Guð um að menn og konur sjái í dag.  Núna nefnilega er tími hjálpræðisins.  Dyrum verður lokað.  Eftir það kemst engin inn.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

31 október 2018

Áhugaverð þótti mér kvikmyndin um Jesse Owens spretthlauparann knáa sem Ríkissjónvarpið sýndi 26 október síðastliðinn.  Jesse vann til fjölda gullverðlauna á þessum leikum sem fram fóru í ríki Hitlers 1936.  Einnig var áhugavert að sjá þátt pólitíkurinnar í þessu og hvernig henni hefur verið blandað inn í málið. 

Í dag er þetta með þeim hætti gert að landið, sjálf þjóðin, sendir sitt fólk af stað og væntir ekkert minna en sigurs.  Og þegar sigurinn er í höfn ærist þjóðin og dettur hressilega í það.  Þetta höfum við séð aftur og ítrekað þegar knattspyrnuliðinu íslenska hefur gengið vel á mótum.  Stórir íþróttaviðburðir snúast sem sjá má ekki lengur um einstakling heldur einhverja óskilgreinda heild með bjórglös á borðunum hjá sér sem fylgist með og kneyfir ölið og sér gang leiksins á skjá.  Eða það af fólkinu sem ekki mætir á völlinn.  Þarna með, óbeint, eru stjórnmálaflokkar og sjálft Alþingi með oft ráðherra í broddi fylkingar sem fyrir kemur að taki á móti ágætu liðinu er það kemur heim eftir velgegni á vellinum. 

Það er sem sagt liðið sem vinnur og engir einstaklingar.  Liðsheildinni var stillt saman og hún þjálfuð sem ein heild.  Svo sem göfugt og gæti vakið einhvern til vitundar um mikilvægi samstarfsins til að árangur verði meiri af hvort sem er íþróttum eða öðrum sviðum mannlífsins.  Allt er þetta máski tilkomið vegna inngripa pólitíkurinnar sem hefur meira vald en okkur stundum grunar.  Pólitíkin hefur vissan aðgang að féhirslum í löndunum sem með réttum orðum, og auðvitað rökum, fær þá sem fara fyrir á hverjum tíma til að veita smá sporslu hér og þar inn í íþróttageirann:  „Gott fyrir æskuna“- og það allt saman.  Með þessu hefur hún gert þjóðina sjálfa að vissum þátttakanda með sér.  Máski til að geta réttlætt áframhaldandi fjárútlát í verknaðinn, sjálfri sér til nokkurs ábata.  Alltént tel ég að þegjandi samkomulag sé meðal okkar um að veita nokkru af fé landssjóðs inn í íþróttageirann.  

Kvikmyndin um þennan part af ævi Jesse Owens kom nokkuð inn á þetta hve íþróttir og pólitík séu orðnar samtvinnaðar og birtist til að mynda í orðum eins leikarans:  „Sýnum þessum nasistahundum hvar Davíð keypti ölið og látum okkar fólk rúlla þessum „hreinu“ Aríum Hitlers upp“- eða eitthvað í þessum dúr.  Jesse Owens er eins og vitað er blökkumaður sem á þessum tíma eiga ekki beint upp á Bandarískt pallborð.  Kannski vildu þeir sýna af sér aðra hlið með því að senda blökkumenn á leikanna.  Hvað um það að þá er pólitíkin kominn þangað inn.  Og hvernig viljum við losa hana aftur frá íþróttaskipinu? 

Jesse Owens kom til Bandaríkjanna með fjögur gull í farteskinu og heimsmet.  Og allt landið lá við að sporðreisast af gleðilátum yfir velgegni síns manns.  Hann kom ekki til baka sem einstaklingur sem vann til ferna gullverðlauna heldur andlit Bandaríkjanna út á við á þessum tíma og tók af Hitler það sem hann vildi fá og nota til þess Ólimpíuleikanna í landi sínu og sanna í eitt skipti fyrir öll - augljósa yfirburði kynstofns Aría -, sem ekkert varð af. 

Í Bandaríkjunum var efnt til mikillar veislu sem Jesse var raunverulega ekki boðið í þar eð honum var ekki boðið að nota aðalinngang í veisluna heldur bakdyr sem þjónustufólkið brúkaði.  Af hverju?  Jesse er blökkumaður.

Þýski frjálsíþróttamaðurinn Lus Long var það sem þriðja ríkið batt mestar vonir við en fékk ekki það sem ætlast var til af honum því annar honum betri var á svæðinu sem Long réð ekki við.  Það kom mér á óvert að Lus Long hafi stutt Jesse og hvatti til dáða.  Og hvers vegna.  Hinn Þýski Lus hafði sannan íþróttaanda í brjóstinu og var vænn maður.  Önnur skíring er ekki til.  Sannir íþróttamenn styðja og hvetja hvorir aðra burtséð frá allri pólitík og væntingum lands síns.  Góð vinátta skapaðist á milli Jesse og Lus sem fór fyrir brjóst foringjans.  Þið vitið „Blökkumaður og hreins Aríi“- og er talin ástæða þess að Lus Long var sendur á vígstöðvarnar eftir að styrjöldin skall á 1939, þar sem hann féll 14 júlí 1943.

 

 

 

 

30 október 2018

Orðið „Ábyrgð“- á ekki upp á pallborð umræðunnar nema þegar kemur að peningum og umsýslan peninga.  Þá skal ábyrgð tekin, að viðurlögðum refsingum og miklum umræðum í samfélaginu.

Flest sem við gerum krefst ábyrgðar.  Líklegt er að fátt fái eins mikla umræðu er kemur að orðinu „Ábyrgð“ og fólk sem sýslar með fjármuni.  Vondi kallinn er þar.  Stundum að minnsta kosti.

Lífið sjálft krefst ábyrgðar og gildir hún ekki bara um einhverja tiltekna menn og konur í tilteknum störfum samfélagsins heldur berum við öll okkar sem manneskjur.

Það sem hátt fer í umræðunni í dag er fóstureyðingarfrumvarp það sem nú hefur verið lagt fram á hinu háa Alþingi íslendinga sem heimila fóstureyðingu eftir 24 vikna meðgöngu.  Menn, sumir, sem um málið tjá sig, telja þetta ótækt því eftir þennan tíma sé barnið myndað og bíði þess eins að komast út til okkar hinna.  Í minni bók er barn á vissan hátt myndað undireins og getnaður hefur sér stað.  Er það ekki þar sem við byrjuðum öll vora lífsgöngu en hvorki eftir einn tvo eða þrjá mánuði meðgöngunnar?  Og er þetta ekki annars borðleggjandi dæmi?  Þarf að ræða það eitthvað frekar?  Varla.  En búið er að rugla svo í þessu að engu tali tekur.

Við töluðum áðan um ábyrgð.  Hvað með kynlífið?  Vita menn ekki að það þarf kynlíf til á milli karls og konu til að möguleiki á þungun verði?  Hver er vandinn og hvar liggur hann.  Er málið ekki morguntært?

Menn bera fyrir sig nauðgun sem á sinn hátt eigi að réttlæta lög um fóstureyðingu eftir 24 vikna meðgöngu.  Maður spyr sig er þá nauðgun orðin landlægt meini í þessu landi?  Eru allir karlmenn þá að nauðga?  Tekur einhver undir slíkt sjónarmið.  Nauðgun gerist því miður og stundum verða stúlkur ófrískar af hennar völdum.  Nauðgun er ekkert annað en hrein ofbeldisaðgerð og skírt brot sem ber að refsa fyrir.   En hví vilja menn láta þann einstakling sem með þeim hætti kom gjalda verka annars manns með því að leifa viðkomandi ekki að fæðast?  Hver sér réttlæti í slíku?  Þessi einstaklingur rétt eins og hvaða einstaklingur annar sem er verður eflaust augasteinn móður sinnar jafnvel þó hann sé til kominn við þessar erfiðu aðstæður.  Við verðum að horfa raunsætt á mál.

Eitt sem talað er um í þessu máli sem eigi að réttlæta fóstureyðingar.  En það eru fjárhagserfiðleikar manneskjunnar.  Hverslags bull er það og hverlags rök?  Og hver segir að fjárhagur fólks geti ekki skánað og orðið betri er tímar líða.  Blankur í dag merkir ekki blankur um alla ævi.  Blankur er yfirleitt tímabundið ástand sem vel getur breyst  á morgun.  Og hver þekkir ekki þetta og hví vilja menn deyða von fólks um bjarta daga?

Nei vinir.  Við þurfum að komast út úr þessu fari og líta raunsætt á mál og vera þetta ábyrgðarfulla fólk sem skiljum lífið og einnig að alltaf er til von og að einhverveginn muni úr rætast.  Augnablikið segir okkur fátt.  Fólk sem er komið undir skal hafa allan rétt til að komast alla leið og að lifa með okkur hinum sinn tíma á jörðinni.  Ekki er það okkar að ræna einstaklingi þessum rétti sínum.

Drápsmaskínan nasistar gerðu aðsúg að lífi í mörgum myndum og sitt til að eyða því út í umhverfinu og fóru mikinn.  Sjálf mat hún hvað væri æskilegt líf og hvað óæskilegt.  Stoppum hér og göngum ekki lengra í fóstureyðingunum en förum þess í stað að vinda ofan af þeim og setja í þann eðlilega farveg að hver einstaklingur fyrir sig fái sinn stað með okkur hinum sem nú lifum.  Það er farsæl leið og skír vilji Drottins.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

26 október 2018

„1Korintubréf. 9 – 6-8.  Eða erum við Barnabas þeir einu sem eru ekki undanþegnir því að þurfa að vinna fyrir uppihaldi?  Hver fer nokkurn tíma í stríð á eigin kostnað? Hver plantar víngarð og neytir ekki ávaxtar hans? Hver gætir hjarðar og neytir ekki af mjólk hjarðarinnar?  Segi ég þetta af mannlegri reynslu eða segir ekki einnig lögmálið það?“- Gott innlegg.  Páll ber spurningar upp við söfnuðinn sem við sjálf þekkjum og höfum máski sjálf gert.  Svo er að sjá að erfiðleikum hafi verið bundið við að fá menn til starfa.  Við könnumst við þetta og sjáum að frumkirkjan glímir við sama vanda.  Af hverju?  Ætli ekki vegna þess að hjarta manneskju er samt við sig.  Bíst við því.

Samt er það svo og þrátt fyrir að fræðslan segi okkur að lítt hafi breyst tölum við oft um að við ættum að gera eins og fólkið í frumkirkjunni gerði og skunda þangað.  Þessi staðhæfing er röng því ef við skoðum ritningarnar kemur verkslagið hjá því ágæta fólki fram hjá okkur í dag.  Að við sjáum að leiðin sem þá var farin er ekkert færari en er í dag og því greinilegt að við verðum að horfa eitthvað annað en þangað.  Og hvað stendur þá eftir?  Auðvitað Orðið sjálft og Jesús krossfestur og upprisinn.  Engin tímabil á Biblíuferðlagi í trúarlífi fólks, ef svo má segja , tekur fram öðrum tímabilum sögunar hvað gæði varðar, átt við að eitt tímabil uppúr í sögu trúaðra, heldur hafa á öllum tímum verið uppi fólk sem glímdi, sem þjáðist, var efablandið og hikandi fólk, stundum ráðvillt, stundum fullvist og allt þar á milli, nákvæmlega eins og við erum svo oft í dag og engin munur á.  Þetta snýst ekkert um breytni fólks heldur lifandi Guð.

Allt þetta fólk komst áfram eftir að hafa dregið hring utan um Jesús og gert sér grein fyrir að Orð Guðs sé uppáskrifaður grunnur sem finna má í Biblíunni.  Orðið er og verður áfram vort hald sem við byggjum starf vort á og sömuleiðis vora trú en ekki svo mikið því sem vorir ágætu bræður og vorar ágætu systur gerðu í fyrndinni.  Það hins vegar sem við drögum útúr því öllu saman eru verkin sem þetta fólk gerði í nafninu Jesús.  Það hefur ekkert breyst.  Biblían er okkur gefin til leiðréttingar og til halds og trausts í dag.  Hvert sem við skundum í söguna að þá er Orðið hjá okkur í dag og segir eins og alltaf áður:  „Aftur til Orðsins“- komi upp skekkja.

Af þessu fáum við séð að grunn getum við ekki byggt með neinum beinum hætti af verkum forvera okkar önnur en þau sem þeir unnu í Jesús nafni.  Sem þá eru öll komin af trúnni.  Biblían staðfestir trú.  Þetta er lærdómurinn sem gengur frá einni kynslóð til annarrar.  Jesús nafn blífir.  Upphafsorðin sem við lásum gætu vel hafa verið töluð á síðustu samverustundum í kirkjunum sem fram fóru á dögunum.  Þetta er allt til staðar þar.  Og fyrir þetta þrætum við ekki.

Engin vafi leikur á að fólkið í frumkirkjunni vildi gjarnan hafa alla þá reynslu sem trúað fólk í okkar tíma hefur.  Þannig hefur þekkingin af verkum Drottins haldið áfram og vaxið með því að hver kynslóð bætir við þekkingu í Jesús.  Áfram munum við því lesa um efa, um vana, já, um heimsku, og allt hitt líka sem einkenndi fólk þá rétt eins og nú.  Trú snýst ekki um neitt annað en Jesús nafn.

Það er Jesús sem er ankerið okkar.  Festan okkar.  Trúin okkar.  Lífið okkar.  Og bara nefndu það.  Jesús er það.  Vissulega þurfum við söguna en meira samt Biblíuna og vita að Drottinn lifir í dag og hefur kennslu handa deginum eins og verið hefur gegnum aldirnar.  Til Orðsins viljum við leita til að öðlast trúarþroska.  Allt býr í Orðinu og engu nema því.  Trú vor byggir á Orðinu, Heilagur Andi var gefin vegna Orðsins.  Af Orðinu er Jesús kominn en ekki frumkirkjunni.  Þó saga kirkjunnar hefjist þar.  Flækjum ekki málið.  Höfum trúna einfalda.  Trúin er hér og nú.  Jesú lifir!  Hann lifir núna!  Amen.

 

 

 

 

25 október 2018

Að þekkja og vita er fólki áhugavert.  Þekking dýpkar skilning og setur fólk á vissan stað.  Sumir eru duglegir við að setja saman efni sem þeir birta, og er þá efni sem hlaðið er staðreyndum, á meðan aðrir segjast vita, þykjast með öðrum orðum vita, og segja margt, heimurinn er fullur af orðum, en í ljós kom að voru ótraustar heimildir.  Sumpart erum við þetta fólk því fyrir kemur að við tölum út frá minninu einu saman.  Allir sjá að staðfest efni sé betra.  Sjá má að munur er á að þykjast þekkja og að þekkja.

Orðið talar um þetta eins og líka margt annað sem snýr að lífinu og er þarna til að menn átti sig á að þeir verði að vita til að þekkja og að hitt, að þykjast þekkja, sé ekki að þekkja. Sannleikurinn er að sumt fólk skellir einhverju fram og segist gera af þekkingu en í ljós kom að var engin þekking.  Það er með þessum hætti sem misskilningur kemst á kreik.  Að hrinda honum aftur út af sviðinu getur verið mestum erfiðleikum bundið.  Aftur sjáum við að betra sé að vanda verk sín.

Höfundur hefur stundum tekið verkefnið að sér að draga fram að hans áliti áhugaverð atvik úr sögunni.  Reynir auðvitað að skila verkinu réttu af sér og eins og möguleiki er á, og hefur stundum séð, eftir að hafa gluggað í gömul skrif, að stundum séu lýsingar misvísandi og stangist hverjar á aðrar.  Orsökina telur hann vera að menn, sem til að mynda segja fréttir, oft eina heimildin, setji fram eitthvað sem í ljós kom að vera ekki að öllu leiti rétt.  Þetta sést þegar aðrar hliðar eru skoðaðar og menn jafnvel að lenda í þeim vanda að þurfa sjálfir áratugum seinna að vega og meta hvor sögnin sé sú rétta.  Þetta gerist líklega af þeirri ástæðu að menn til að byrja með muna ekki vel segjum skipsnafn, tonnafjölda, dagsetningu, og annað einnig, sem þeir telja að þyrfti að fylgja með, segjum dagsetningu, og setja fram en reyndist ekki rétt.  Ekki stórvægilegt en bendir til flausturslegra vinnubragða og svona „sirkabát“ aðferðarfræði, sem menn auðvitað geta lent í en væri betra að gerðu ekki. 

Margt kemur til.  Menn eru með fólk í viðtali og eru jafnframt því að hripa niður hjá sér minnispunkta til að vinna með eftirá en gleymdu einhverju sem síðar kom í ljós að hefði þurft að vera þarna en heimatökin óhæg um að hitta manneskjuna til að fá leiðréttingu og bregða á það ráð að setja fram óvissu orð.  (Munið!  Einu sinni var ekki til Internet, ekki snjallsími né lítil upptökutæki)  Heim komnir sjá þeir þetta og velja að notast við aðferðina „Gerðist einhverveginn svona.“- Ekki alrangt sem sagt var en er samt óáreiðanleg heimild.  Ekkert nýtt er við það þó sagt sé að dægurfréttin sé oft hratt unnin þó menn og konur sem við fást reyni eftir megni að hafa allt hjá sér rétt.  Og svo hitt.  Fólk er misjafnlega kalt við að birta eftir sig efni þó smá flausturslega sé unnið og sumt sem þar er sett fram eftir minni.  „Gróa á Leiti“- er annað.  Sannleikurinn vafðist aldrei neitt fyrir henni.  Samt fór hún mikinn og „fréttaflutningi“ sínum og gerir enn.

Svo birtist efnið og tíminn líður.  Á einum stað hefur einhver grúsk og rekst á þessa tilteknu frétt í viðkomandi fréttablaði og svo á sömu umfjöllun í öðru blaði og sér mun á og veit ekki hvor sé rétt.  Höfundur annarrar hvorrar fréttarinnar þóttist þekkja en þekkti ekki. 

Svona getur vel skeð hjá trúuðu fólki að það heldur einhverju fram.  Svo kom í ljós að málflutningurinn byggði ekki á öflugum grunni sem menn vissu ekki og flutti sögnina öðru fólki, í svo sem góðri trú, og til varð „heimild“ á vafasömum grunni.  Svona atriði hafa afleiðingar og undirstrika mikilvægið þess að betra sé að vera með sitt á hreinu: 

„1Korintubréf. 8.  1b-2.  Þekkingin blæs menn upp en kærleikurinn byggir upp.  Ef einhver þykist þekkja eitthvað þá þekkir hann enn ekki svo sem þekkja ber.  En sá sem elskar Guð er þekktur af honum.“- Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

24 október 2018

Merkilegt þetta líf og hvert það vill leiða.  Þegar þú varst ungur hafðir þú aðra sýn á allt og alla en síðar varð og er raunveruleikinn skall á þér og oft með miklum þunga og stundum því miður líka miklum gassagangi.  Margt sem hugur æskunnar dró upp hrundi og eftir stóðst þú með úrlausnarefni sem engin nema þú gast og getur leyst úr.  Að eiga góða að er gull en samt annað.

Sakleysi æskuáranna og vernd foreldrahúsanna gaf þér færi á að vaxa með leiðsögn foreldra og fólks á heimilinu þér eldra.  Með sumt fórstu út í lífið.  Allt eðlilegt.  Strangt til tekið var verið að móta þitt líf.  Hvert og eitt okkur er einstakt og þurfa allir sjálfir og sjálfstætt að reyna, upplifa og að takast á við lífið.  Og reynslusekkurinn vex.  Já, af fenginni reynslu. 

Vegna eigin ósjálfstæðis gerist það ef við hverfum aftur til foreldrahúsanna eftir að hafa yfirgefið það til að hefja sjálfstætt líf sem manneskja komin á fullorðinsár.  Svo kom bakslag sem okkur fannst ekki spennandi og við, sum af okkur, fórum aftur þangað sem við vorum þegar réttara væri að þrauka, láta sig hafa það og halda áfram með sitt eigið líf.  Enda ekki um annað að ræða.  Þeir sem þraukuðu og héldu áfram er fólkið sem hefur tilhneigingu til að sigra á meðan hinir sem alltaf hopa bíður ný ferð, en á svipaðar slóðir.  Okkur ætti ekki að líka endurtekningar og vita fljótt að engum sé hlíft við sumt.  Við sumt verðum við að fást og ekki um neitt annað að ræða.  Sumir læra þetta fyrr en aðrir en allir eru samt á þeim stað að verða að læra á, já, sumt.  Aftur erum við kominn á þann stað og sannleika að sumt í lífinu sé einstaklingsbundið og að við sumt verðum við látin takast á við.  Uns við skiljum.  Lífið sjálft mælir með þessum hætti.  Að þessu muntu komast.

Manneskja er á sinn hátt veiklunduð vera sem með þroskanum, af reynslunni, munum það, vill gefa þér burði til að læra betur inn á lífið.  Og eftir því sem lærdómurinn á því vex mun þér oftar takast að leysa þín úrlausnarefni með hyggni.  Þrjóska getur komið í veg fyrir lærdóm af reynslunni.  Hún er því hvorugu okkar gott veganesti en er samt þarna með. 

Eins og áður segir að þá horfðir þú á veröldina með öðrum augum sem barn og unglingur en fullorðinsárin gáfu þér.  Eftir fullorðinsárin hefur æskuheimilið ekki sama vægi og var á meðan þú áttir allt þitt þar og naust enn verndar heimilis og foreldra og settist hvern dag við uppdekkað matarborð án þess að hafa lagt neitt til á það sjálfur og bara notið, og var þinn réttur.  Meira að segja uppvaskið sem þú fórst svo oft í með versta hundshaus varð þér þörf og nytsöm þjálfun sem þú viðurkenndir eftir að hafa gengið til framtíðarinnar líkt og allir gera og sást notagildi verksins fyrir þig þó þetta verk væri þér kvöl og pína og að þínu áliti mesta tímaeyðsla.  Fullorðnum ber að leggja ungliðunum heima til vissar lífsreglur og grunnatriði.  Þeir hafa reynsluna.  Ekki barnið.  Lífið sjálft sem mætir hverjum einstaklingi er hans besti kennari.  Samt er ekki verra að hafa fengið vissan grunn heima fyrir á meðan fólk enn var þar og bjó enn við öryggið sem eðlilegt æskuheimili gefur. 

Í allt þetta hefur verið gríðarlega höggvið og eru afleiðingarnar viðblasandi og birtast í meiri hörku fólks í samskiptum sínum hvoru við annað.  Lífið mun henda mörgu framan í okkur bæði ósanngjörnu og sanngjörnu.  Lífið er dauðans alvara.  Það sem heimilið lagði til þín hefur orðið þinn grunnur sem þú á eftir byggðir margt af þínu á og vannst út frá.  Mörg heimili búa barni sínu góðan grunn og er fólkið sem við segjum um að sé til fyrirmyndar.  Hvernig sem menn vilja líta á er æskuheimilið samt lykill framtíðarinnar. 

Mikilvægi uppelds foreldrahúsanna er gríðarlegur.  Að ræna barni sakleysi og áhyggjuleysi æskunnar er ekkert annað en gróft skemmdarverk á líf fólks og sumir fengu margt gott heima. Ekki allir.  Sem er miður.

 

 

 

 

 

23 október 2018

Í dag er mikið talað um vá af völdum hlýnunar jarðar og bráðnunar heimskautaíssins og á það bent sem lausn að draga verði úr öllu sem mengar og býr til óæskileg efni sem stíga upp í lofthjúpinn og falla á eftir til jarðar og gera allskonar í lífríkinu sem við erum smá smeyk við að haldi áfram.  Menn segja að menn séu valdir að þessu en geta ekki bent fingri á nema sumt sem þeir eru að gera sem áhrifavald.  Og bara „líklegan“ áhrifavald.  Nær en þetta fara þeir ekki í yfirlýsingum af þeirri ástæðu að vita ekki málið nægjanleg vel. 

Samt kemur blessað fólkið fram, með allri virðingu, með „upplýsingar“ sem eru engar upplýsingar, alla vega ekki góðar upplýsingar, heldur er það sem maður heyrir allt meira og minna tilgátur með ótraustum grunn undir sér til að byggja neitt á.  Að segja fullum fetum að þetta og hitt verði að gerast til að úr bætist eru engin rök í svona málum fyrr heldur enn við höfum meira í hendi málinu til stuðnings.  Margt sem fram hefur komið um orsök breytinganna og hlýnun jarðar að ekki er enn hægt að setja fingur á nema sumt sem hægt er að segja um:  „Þetta er orsökin.“- Allt hitt eru meira og minna tilgátur sem er verið að varpa fram til þess hugsanlega að peningum sé áfram varið í rannsóknir.  Og er svo sem hægt að fallast á.

En gera menn sér grein fyrir hvað fellst í orðunum „Að draga úr til að minka áhættuna?“  Hafa menn velt þessu fyrir sér?  Líklega ekki en það sem verið er að tala um í grunninn er að talsvert verði dregið úr þægindum sem menn nú búi við.  Og viljum við það?  Efast má um það atriði þegar á hólminn er komið.  Í það minnsta skulum við vita um hvað málið snýst.  Vissulega alvarlegt mál sem engin gerir lítið úr en breytir ekki hinu að menn viti ekki nákvæmlega hvað valdi hlýnun jarðar né súrnun sumra hafa, til að mynda hér við Ísland né í hvað átt mál muni þróast.  Allt líkur sem geti farið í báðar áttir. 

Hvernig má grípa til aðgerða sem duga og eru alvöru úrræði hafi menn ekki enn vissu fyrir hvað dugi.  Hvernig ætlar þú, að dæmi sé tekið, að stöðva síleka í húsinu þínu og lagfæra bilunina nema vita fyrst hvaða rör sé að smita?  Þá fyrst getur þú stokkið til og skrúfað fyrir og gert á eftir ráðstafanir sem mögulega leiða til fullnaðarviðgerðar.  Vissulega væri hægt að ganga á þá alla og skrúfa fyrir vatnsinntakið og gefa út yfirlýsingu um að málið væri leyst.  En hvern sannfærðir þú með henni?  Engan.  Og hvað með fólkið sem notar vatnið?  Má það bara skorta sitt vatn og eða fara og gera bara aðrar ráðstafanir til að ná sér í vatn til heimilisbrúks vegna þess að þú, nú eða ég, vissir aldrei hvaða krani eða vatnsrör lak né var bilað og fórst út í einhverja „hrossalækningu?“  Ekki svo að skilja að fatan haldi ekki enn vatni.  En erum við að biðja um þetta aftur og að menn hverfi til góðu vatnsfötunnar og tveggja jafnfljótra og þarfasta þjónsins, hestsins, til að koma sér á milli staða?  Svo sem hægt.  Allt er hægt.  En hverju dytti slíkt í hug?  Við þurfum vissu.  Við þurfum upplýsingar sem standast til að getað gripið til alvöru aðgerða.  Getgátur duga ekki hvorki í svona málum né öðrum sem skipta sköpum fyrir vort líf.

Að vita ekki með fullri vissu en benda samt á leið að hvað vitglóra er í slíku?  Viðurkennum bara staðreyndir að hlýnun jaðrar er á sinn hátt óleyst mál og enn ekki vitað hvað valdi.  Munum að allar aðgerðir sem menn vilja nú fara munu draga úr þægindum sem við búum við og jafnvel gera að verkum að notkun bifreiða verður skömmtuð per mann.  Sumir segja að farið hafi fé betra þó efast megi um að sú skoðun fólks haldi gildu sínu er það sjálft horfir framan í þann raunveruleika allan saman.  Dregið er úr mengun með þeim hætti að nota minna hluti sem menga.  Þetta er borðleggjandi dæmi en máski óframkvæmanlegt í sjálfu sér í samfélagi sem er skipulagt og uppbyggt með bílinn í huga.  Allir vitað að bifreiðin er með stærri mengunarvöldum á jörðinni og með henni skipa- og flugvélaflotinn.  En viljum við minnka notkun þessar véla?  Um það má efast.  Hve oft hefur ekki verð reynt að fá menn til að sameinast um bifreiðar í og úr vinnu?  Hve lengi hefur slíkt enst?  Stutt í flestum tilvikum.  

 

 

 

 

15 október 2018

Tekjur manna. 

Menn eru misjafnlega viðkvæmir gagnvart eigin tekjum og þeir menn til, stálheiðarlegt fólk, sem aldrei á ævinni var tilbúið til að gefa upp við aðra hvað það hafði í útborguðlaun fyrir hvern unnin mánuð.  Þó menn tíundi ekki málið við fólk er tekjurnar samt allar á eyðublaði því sem öllu vinnandi fólki er gert að fylla út árlega eftir að ákveðnum aldri hefur verið náð handa skattinum.  Allt samt einkamál sem engum á að varða neitt um. 

Og hvað er rangt við að eiga sér eitt lítið leyndarmál?   Gerir það kannski fólk óheiðarlegt eitt og sér?  Ætli það.   Vilji menn eiga skattframtalið út af fyrir sig og fjarri forvitnum augum ætti slíkt að vera heimilt.  Hverjum varðar um tekjur annarra einstaklinga?  Þvæla er þetta.

„Allt skal upp á borðið“- segja menn og gefa eftir í hnjáliðunum og sveigja sig alla og beygja með hendur fyrir aftan bak og lófa læsta saman.  Af líklega einskærri réttlætis- og ábyrgðarkennd.  En mikið af svona tali er uppi núna í landinu.  Samt er vart blað svo opnað að ekki sé verið að færa einhvern til yfirheyrslu og eða fyrir dómara til að kveða upp dómsniðurstöðu og ekki fyrir sakleysi fólks, hrekkleysi, heiðarleika og áreiðanleika heldur er það þar af annarri ástæðu.  Svo mikið er víst.

Hve langt á að ganga í að opinbera einkalíf fólks?  Að fólk geti greitt krónur 2700 fyrir hvern mánuð til að ná sér í upplýsingar um skatta annarra gegnum tölvuna sína ber ósvinnunni merki.  Hvenær á að draga línu í sandinn og gefa út yfirlýsinguna:  „Hingað og ekki lengra.“ 

Munum að í dag er öllum gert jafn hátt undir höfði að koma fram með upplýsingar sem á eftir stór hópur fólks fær séð og lesið og jafnvel sagt skoðun sína.  Tímarnir í dag eiga sér enga hliðstæðu í gervallri sögunni hvað þessa þætti varðar þar sem hver sem er og hvar sem er, þar sem er tölvubúnaður og Internettening, geti bara sagt og gert allt sem fólkinu sjálfu hugnast og dettur í hug fullt og eða ófullt og atað menn og konur, ef svo ber undir, öllum þeim auri sem því dettur í hug án þess að þurfa að bera minnstu ábyrgð á orðum sínum né gjörðum.  Hvað er fólk að gera með þessu sem svona lagað gerir nema að gefa réttarkerfinu og sjálfsagðri kurteisi fólks langt nef og um leið fingurinn?  Og ekki er það af sérstakri kurteisi vilji fólk hnýsast í skattframtöl einstaklinga þegar þegjandi samkomulag ætti að vera um að hver hafi þetta út af fyrir sig.

Internetið er ekkert nema ristastór miðill sem bæði er hægt að nota til góðs og ills.  Hvort hafi yfirhöndina góðu verkin eða þau slæmu skal ósagt látið en ljóst að margt sem ekki hefur birst almenningi flæðir óhindrað um þetta net en er án nokkurs alvöru aðhalds frá hinu opinbera. 

Og hver á svo að taka á þessum málum?  Hver annar en yfirvöld sem eru hér til að leiða, áminna, setja lög og reglur og reglugerðir sem öllum ber skylda til að fara eftir.  Þeim ber að sjá svo um að það sem þau samþiggi sé virt.  Hjá yfirvöldum liggur allt vald.  Hjá þeim er og nægt afl til að koma skikki á mál sem eru við að klúðrast og hafa klúðrast. 

Þeir tímar gilda ekki lengur að Ríkisútvarpið eitt sé einrátt á útvarps- og fréttamarkaðnum og með útvarpinu flokksblöðin sem troðið var gegnum bréfalúgur eða var smekklega komið fyrir á hurðarhúnum sumra útidyra að morgni dags.

Kæru vinir tími er kominn til að yfirvöld dragi línu og geri með skírum hætti til að menn viti að gangi þeir of langt hvað varðar persónu fólks og einkahagi fólks megi þeir eiga von á brúnaþungri heimsókn frá sér.  Byrjum á að vernda og verja skattaskýrslu einstaklinga og setja lög þar um.  Já, byrjum og höldum áfram með lagfæringarnar stig af stigi.  Þær eru vinnandi vegur en verða samt að hefjast.  Geti yfirvöld ekki komið skikki á mál fólks getur dómstóll götunnar né álitið þar það ekki heldur. 

 

 

 

 

12 október 2018

Hafnfirskir drengir eftir miðja síðustu öld voru margir hverjir með málin á hreinu.  Þeir vissu sko hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir.  Einstaka vildi verða lögga.  Hún var þá enn með er kom að slíkum pælingum.  Annar flugmaður!  Einstaka slökkviliðsmaður.  Og eða sjómaður sem var nokkuð hátt skrifaður í veruleika ungra hafnfirskra drengja sem ólu aldur sinn mikið á bryggjum bæjarins eða dvöldu langtímum saman í fjörum og sinntu þar allskonar leikjum með gjálfrandi ölduna við fætur sínar og skruppu um borð í báta er þeir komu af hafi og niður í lúkar og fengu stundum köku eða brauðsneið hjá kokknum.  Þetta þótti sjálfsagt að hafnfirskir strákar gerðu og partur bæjarmyndarinnar. 

Margir þessara drengja bjuggu við þann kost að eiga faðir, bróðir, frændi á þessum og hinum bátnum með jafnvel þá alla stafandi á einum og sama bát, þó allur gangur væri á því.  Hvað stúlkur vildu verða er þær yrðu stórar var ekki sama og drengja.  Var það ekki flugfreyja, sjúkraliði og þessháttar vettvangur?  Varla kennari.  Jafn leiðinlegt og krökkum fannst vera sín í þeim húsakynnum öllum saman vera og margir einvörðungu mætandi þar fyrir kennarann sinn.  Þetta munum við.  Og var það ekki kennarinn sem setti ofan í við okkur ef við mættum ekki?  Ó jú.  Við sjáum að ekki voru við þar fyrir okkur sjálf.  Eða hvað?

Í þá daga voru húsmæður til og enn heimavið og heimavinnandi alla daga ársins „að gera ekki neitt liðlangan daginn,“- eins fyrir kom að sagt væri um það starf allt saman, en voru samt fólkið sem vakti krakkaskarann í bænum að morgni dags og dreif í skólann á tíma skólahaldsins og hafði til handa þeim einhvern morgunmat svo þau færu sæmilega mett til síns skóla geispandi og gapandi alla þessa leið á sínu tveim jafnfljótum með þunga skólatöskuna ýmist á bakinu eða haldandi á í annaðhvort hægri eða vinstri hendi sinni og skiptu á leiðinni um hendi eftir að kennslan um hryggskekkjuna kom.  Og er þau komu heim beið þeirra snarl eða rjúkandi hádegismatur.  Allt frá mömmu gömlu.

Er reiðhjólið kom til sögunar var það tekið fram og fótstigin stigin og var verulega þægilegra og fljótlegra en þessir gömlu góðu tveir jafnfljótir.  Og ekki skemmdi það fyrir að getað látið skólatöskuna hanga á stýrinu.

Á þeim tíma fór kennsla fram ýmist fyrir eða eftir hádegi.  Fyrri helmingurinn mætti klukkan 08,00 um morguninn en hinn klukkan 13. 00.  Leikfimitímar, handavinnan, söngurinn og sundið og aðrir aukatímar voru á öðrum tímum og þurftu þá aftur að fara af stað.  Að vísu ekki geispandi og gapandi að hreinlega farast úr syfju lungað af leiðinni.  Enda komið vel fram yfir hádegi.

Fyrir kom að sumir nemenda mættu ekki og er kennarinn daginn eftir las upp nafnalistann og þeir bekknum sem þar voru svöruðu „Já“ er nafnið var lesið upp kom fyrir að kennarinn liti upp og spyrði hann og hana sem seinast sagði syfjulegt „Já“.  „Þú mættir ekki í gær.  Hvers vegna?“- og fékk svarið klassíska „Var veik/ur“- sem var látið duga þó raunveruleikinn væri bara hrein leti og skróp.  Endalausar lygar.  Við skrópið voru sumir lagnari en aðrir nemendur og ég sjálfur einkar laginn þeim megin línu.

Einn nemandi stendur þó eftir með líklega besta svar 20- aldarinnar er hann kom í sinn tíma sem var eftir hádegi og nafnið hans var lesið upp og hann svaraði hátt og skírt „Já“ og kennarinn leit upp og á hann og spurði.  „Þú varst ekki í gær.  Hvað olli?“  Svarið sem hann gaf herra kennaranum var ekki síður hátt og skírt en hitt og með þeim hreinskilnustu sem heyrst hafa:  „Svaf yfir mig“- sem kennaranum fannst svo gott að hann skrifaði það niður í bókina sem öll nöfn nemanda voru handskrifuð í.  Allir í bekknum ráku upp hrossahlátur og kennarinn einnig en samt ekki sá sem gaf svarið sem ekki að eigin áliti hafði verið að segja neinn brandara.  Smá móðgaður.

Frímínúturnar voru þarna og ruddist bekkurinn fram á gang undireins og ómþýða skólabjallan hringdi og drifu sig út á skólalóðina.  Sumir skruppu út í Snorrabakarí sem þar var rétt hjá og um mínútu gangur var í og drógu upp úr buxnavasa sínum tvær krónur og fimmtíu aura sem gjald fyrir hálfan volgan snúð.  Enda nýkomnir út úr ofni bakarísins.  Hvílíkt sælgæti.  Bestu snúðar ever.

Ein tíminn sem boðið var sem námsefni handa grunnskólanum voru Biblíusögurnar sem voru í kennslubókarstærð af algengri gerð.  Hvort bókin hafði gula eða gráa kápu er gleymt.  Annaðhvort var það.  Grunnskólakennarinn kenndi fræðin en seinna, er bekkurinn varð eldri, prestur Hafnafjarðarkirkju.  Og þá var nú aldeilis gott að sofna fram á skólaborðið á meðan sá tími stóð.  Og ekki gerði presturinn mann lítið móðgaðan er hann eitt sinn barði kennaraprikinu sínu bylmingshögg í kennaraborðið og sagði bekknum að „Þegja.“  Svona að mínu áliti tala ekki prestar.  Auðvitað búin að gleyma því að kjaftagangurinn í kennarastofunni ollu viðbrögðum blessaðs prestsins.  Ætli þetta atvik sé ekki hið eina sem maður mann frá tíma Biblíusagnanna.

Er skyldunáminu lauk og prófin voru að baki og maður á leið heim til sín úr Flensborgarskólanum og upplifandi sjálfan sig frjálsan eins og fuglinn fljúgandi feginn að hafa þennan tíma að baki sérvar framtíðin björt.  Þó margir á þessum árum segðu við mann að maður myndi sjá eftir því alla ævi að læra ekki meira að þá hefur sá dagur ekki enn runnið upp.  Og ekki varð maður heldur lögga né flugmaður eða slökkviliðsmaður heldur um tíma sjómaður og eftir að í land kom og sjómennskan að baki allskonar störfum verkamanns og gegnir nú starfi innan veggja frjálsrar kirkju í Reykjavík sem kannski er til umhugsunar eins og manni hundleiddist Biblíusögu kennslan í eina tíð.  En engin veit víst sína ævi fyrr en öll er.

 

 

 

 

6 október 2018

Allt hefur sinn tíma og á einhverjum stað sögunar er tekið á málum og mönnum ekki lengur leyft að valsa um eins og máski áður var.  Svo er að sjá að í árþúsundir hafi menn lifað á þessari jörð án þess að nokkuð væri tekið á drýgðri synd fólks né fyrir hana refsað á nokkurn hátt.  Samt hófst synd í mannheimum undireins og ljóst varð hvað gerst hefði við skilningstré góðs og ills.  Guð einn tekur á synd fólks og með Lögmálinu sem kom með Móses byrja menn að verða sekir í augum Guðs vegna syndar sinnar sem þeir drýgja og hún gerð refsiverð.  Fram að þeim tíma var engum manni refsað með beinum hætti fyrir syndaverk þó þau væru þarna út um allt. 

Abraham er uppi um tvö þúsund árum fyrir Krist og við vitum að á hans tíma eru borginni Sódómu eytt vegna ólifnaðar borgarbúa og hún ásamt Gómorru sett þjóðunum til aðvörunar.  Samt var ekkert viðmið fyrir fólkið að fara eftir en kemur með Móseslögunum um þrettánhundruð fyrir Krist.  Eftir að lög þessi koma var hægt að beita fólkið refsingum fyrir að syndga gegn Guði.  Við sjáum að Guð vill vera sanngjarn í sínum verkum og að fólkið læri hvað sé synd og hvað ekki og verði þá undirbúið undir jafnvel refsingu af drýgðri synd.  Móseslögin settu sem sagt ramman utan um þau mál öll saman.  Og sé það skoðað sjáum við að Lögmálið er sanngjarnt verk horft útfrá verkum og gerningi syndar.  Menn verða sjálfir að vita hvað má og hvað má ekki til að fá forðast refsivert verk og einnig að vita um að fyrir það kunni að verða refsað.  Við vitum að lagabókstafurinn er til að leiðbeina og líka aðvara.  Meira þó til að leiðbeina.

Móseslögin eru sett fram til að menn átti sig á að ekki gangi að gera bara hvað sem maður sjálfur vill.  Móseslögin taka af öll tvímæli um það atriði.  Móseslögin eru að sínu leiti góð og breyttu gangi sögunar.  Þó höfundur viti það ekki með neinni vissu getur hann sér þess til að lög landa heimsins byggi mikið á þessum Móseslögum í sínum lagasöfnum.  Og annað, ekki síður áhugavert.  Eins og með frelsisverk Krists fengu Ísraelsmenn fyrstir þjóða Móseslögin til sín.  Allt gott, Móseslögin voru góð en ströng, rekur þetta upphaf sitt til Gyðinganna.  Lögmálið, tyftari og um leið aflið sem vildi aga þjóðina undir það sem koma skildi, gilti í landi Ísraelsmanna í yfir eitt þúsund ár en er uppfyllt í Kristi.  (Móses er uppi um þrettánhundruð árum fyrir Krist)  Eftir það tók trúin, náðin og miskunn Guðs við:

„Rómverjabréfið. 4. 7-11.  Sælir eru þeir sem afbrotin eru fyrirgefin, syndir þeirra huldar.  Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki synd.  Nær þessi sæluboðun aðeins til umskorinna manna? Eða líka til óumskorinna?  Ég segi:  Trúin var Abraham til réttlætis reiknuð.  Hvenær?  Var hann umskorinn þá eða óumskorinn?  Hann var ekki umskorinn þá, hann var óumskorinn.  Hann fékk umskurnina sem tákn, innsigli til staðfestingar á því réttlæti af trú sem hann átti óumskorinn.  Þannig skyldi hann vera faðir allra þeirra sem trúa óumskornir svo að réttlætið tilreiknist þeim, og eins faðir þeirra umskornu manna sem eru ekki aðeins umskornir heldur feta veg þeirrar trúar sem faðir vor Abraham átti óumskorinn.“-

Hér kemur ágætlega fram hver munurinn á Lögmáli og náð og miskunn Guðs sé.  Lögmálið gerði ekkert nema sýna mönnum hvað bæri að forðast og hvað að gera og eftirlét næst fólkinu sjálfu að framfylgja ströngum lagabókstafnum.  Er Kristur birtist og nýtt kerfi hans höfðu menn lært margt um það hvað þeir mættu gera og hvað þeir skildu varast, hvort sem þeir á eftir fylgdu ákvæðum Móseslaganna.  Sem allur gangur var á.  Lögmálið kemur inn og raunverulega segir við þjóðina.  „Nú verður refsað fyrir alla óhlýðni, sem ekki var gerlegt fyrir tíma þeirra laga.“-  Með öðrum orðum að þá skorti enn öll viðmið til refsinga en koma með Lögmálinu.  Allt þetta ýtist út í Kristi og við tekur fyrirgefning Drottins, náð hans og miskunn gegnum trúna sem einstaklingur gengur fram í og heldur sér við.  Jesús lifir!  Hann lifir og sér um að allt þetta viðhaldist í sér.  Amen.

 

 

 

 

5 október 2018

Umskorinn, óumskorinn. 

Um þetta deildi frumkirkjan nokkuð og er fullkomlega eðlilegt að hafa átt sér stað horfandi á sannleikan að umskurn hafði verið partur af veruleika Ísraelsmanna í aldir áður en Kristur kom og uppfyllti Lögmálið og lét fagnaðarerindi sitt yfirtaka Gamla sáttmála.  Í þeim nýja þarf enga umskurn.  Í Nýja máttu eta hvað sem er.  Umskurn er reyndar óheimill í Nýja sáttmála sem Guð segir sjálfur um að sé betri hinum.  Umskurn útilokar þig frá Kristi eftir að þú hefur meðtekið hann.  Margt gott og mörg kvöðin og bindingin sem Lögmálið lagði á fólk afnamst í Kristi.  Að tímann sinn tæki fólk að átta sig á þessu gat því ekki annað en gerst.  Allt að undangengnum samræðum og jafnvel deilum. 

Margt annað gefur nýi sáttmáli af sér sem ekki er að finna í þeim eldri og er við að úreldast er Kristur gengur enn með fólkinu.  Hann úreltist að öllu leiti með gjöf Heilags Anda á Hvítasunnudag.  Á stofndegi kirkjunnar.  Eftir þann dag byrja menn að boða fólki fagnaðarerindið.  Vilji Ísraelsmenn ekki Krist búa þeir áfram við kvöð Móseslaganna. 

Ljóst er að nokkurn tíma hafi tekið frumkirkjuna að koma þessum málum á hreint hjá sér og menn nokkuð deilt um akkúrat þetta atriði sem engin í dag gerir vegna aukins skilnings okkar á Orði Guðs.  Dropinn holar steininn og með hverri kynslóð kemst og margt á hreint sem áður var óljóst.  Svona vinnur þetta allt saman og undirstrikar um leið sannleikan um að við stöndum á öxlum þessara manna og kvenna um margt sem er í dag á hreinu í fræðunum.  Að við hreykjum okkur ekki hátt heldur berum fram aukið þakklæti.

Lögmálið bauð verk en ekki trú.  Með verkunum vannstu samkvæmt vilja Lögmálsins.  Kristur bíður fram bæði verk og trú og að trúin sé höfð á undan þeim.  Kristur segir sjálfur að það að trúa á sig sé fullgilt verk.  Við sjáum að margt í Nýja sáttmála vafðist fyrir þessu fólki.  Og þarf líklega ekki miklar vangaveltur til að skilja slíkt.  Einnig nú á tímum eru allskonar vafaatriði uppi tengdu Orði Guðs.  Aðallega þá af siðferðislegum toga.  Margt er þó á hreinu. 

„Rómverjabréfið. 4. 4-11.  Sá sem vinnur verk fær ekki laun fyrir það af náð. Hann fær það sem hann á rétt á.  En sá hins vegar sem engu afkastar en treystir þeim sem réttlætir óguðlegan fær trú sína metna sér til réttlætis.  Eins og líka Davíð lýsir þann mann sælan sem Guð tilreiknar réttlæti án tillits til verka:  Sælir eru þeir sem afbrotin eru fyrirgefin, syndir þeirra huldar.  Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki synd.  Nær þessi sæluboðun aðeins til umskorinna manna? Eða líka til óumskorinna? Ég segi: Trúin var Abraham til réttlætis reiknuð.  Hvenær? Var hann umskorinn þá eða óumskorinn? Hann var ekki umskorinn þá, hann var óumskorinn.  Hann fékk umskurnina sem tákn, innsigli til staðfestingar á því réttlæti af trú sem hann átti óumskorinn. Þannig skyldi hann vera faðir allra þeirra sem trúa óumskornir svo að réttlætið tilreiknist þeim, og eins faðir þeirra umskornu manna sem eru ekki aðeins umskornir heldur feta veg þeirrar trúar sem faðir vor Abraham átti óumskorinn.“-

Við sjáum að ágreiningsatriðin til að byrja með snúast um annað en síðar varð.  Eftir að umskurnsmálið kemst á hreint hefur mörgu farginu verið létt af mörgum sem vildi vera heilt í sínu hjarta andspænis Guði sínum en þurfti skír svör inn í akkúrat þessa spurningu sína.  Til að geta haldið áfram með fagnaðarerindið varð þetta mál að vera frá.  Enda fyrirferðarmikið. 

Páll tekur málið svolítið að sér ásamt mörgum hinna frumkvöðla kirkjunnar.  Má því segja að mörg grunnmál tengdri trú og trúargöngu fólks hafi verið afgreidd út af borðinu á fyrstu árum kirkjunnar undir leiðsögn fagnaðarerindisins.  Þetta bendir auðvitað á lifandi Guð sem veit, kann og getur og sér um allt að sínu leiti.  Við sem í dag trúum stöndum öll á öxlum forvera okkar.  Án verka þeirra og sigra værum við ekki þetta öfluga trúaða fólk í dag sem við erum.  Það er ljóst.  Allt fyrir þær sakir að Jesús lifir  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

4 október 2018

Allskonar tímamót

telja menn ástæðu til að minnast og sumpart halda upp á og gera ærleg skil.  2008 gerðust hér atburðir sem engin átti von á en öllum, allavega mörgum, fannst einkennilegt allt sem á undan gerðist.  Nein aðvörunarorð um að fara ekki offari og eilítið hægara um þessar „gleðinnar dyr“ komust ekki í gegn.  Fékk fólk því höggið sem það flest bar sig illa undan en stóð eftir með og var óumflýjanlegt úr því sem komið var. 

Já.  Verið er að tala um fall bankanna sem hófust á loft og flugu hátt en hvolfdu svo öllu úr sér yfir þessa ágætu þjóð sem gleymdi varðstöðunni og fékk því sparkið af áður óþekktum þunga.  Allt af mannavöldum.  Þessu ákvað RÚV. að gera allgóð skil 3 október og líka gerði á þessum tíu ára „tímamótum.“- Megi nota það orð.  Samantektin var fróðleg.

Hrunið fékk margan til að stokka upp spil sín.  Hjá sumum var ekki um neitt annað að ræða nema þetta.  Hjá fólkinu sem þannig afgreiddi málin og bretti upp ermar og hóf hreinsunarstarf hjá sér má segja um að allt hafi farið vel hjá og betur en hjá hinum sem bara lyppuðust niður og hafa máski frá þeim tíma setið í reiði sinni, biturð og gremju og harmandi hlut sinn og gleymandi því að lífið sé til að lifa.  Og sjá!  Enn skín sól þó á bak við ský sé. 

Hrunið mætti öllum og gilti þá einu hvort menn væru kristnir, ókristnir, heiðingjar eða annað.  Þeir sem kristnir voru fengu skell eins og hinir og töpuðu margir fúlgum fjár í hruninu.  Samt er það svo að allir sem tóku sér taki og stokkuðu upp líf sitt komu út sem sigurvegarar og með bætta og öflugri trú eftir en áður.  Við sjáum blessun í öllu saman.  Já, svo fór að Guð blessaði Ísland.  Fyrir þessu geta þeir íslensku kristnu einstaklingar hneigt sig og tekið hatt sinn ofan fyrir.  Margt af þessu fólki á til öflugri trú í dag en var og þrátt fyrir máski að hafa tapað talsverðu fé.  Sem auðvitað ætti ekki að geta gerst.  Drottinn segir sjálfur að hann muni umsnúi hverjum aðstæðum manna upp í blessun.  En til að hún komi getur engin maður leyft sér að bara lyppast niður og setjast ofan í gremju sína og reiði og nota sem lausn fyrir sig heldur rís hann upp úr slíku ástandi og hristir af sér og berst til sigurs.  Þá líka kemur lausn með sinni blessun sem máski birtist fólki, og líklega, í gerbreyttum hugsanagangi um peninga og Guð.  Með öðrum orðum verður aðgreiningin þarna meiri og um leið skírari.  Þar sem slíkt gerist er blessunin og um leið sigurinn og varð hlutskipti margra kirkjunnar manna og kvenna.  Guði sé dýrð fyrir að vonin um góðan Guð hrundi ekki með hruninu.

Sigurinn og blessunin hér liggur í trú sem í engu beið hnekki heldur óx og skeði þrátt fyrir um tíma sorg, söknuð, óskiljanleika vegna ástandsins og það allt saman sem kom.  Engin spurning er um að hin eflda trú sé sigurtáknið fyrir þetta fólk sem hana höndlaði.  Sjá má að vonin hvarf ekki og að fólk Krists sé forréttindafólk.  Þó sumt sem það geri sé ekki alltaf merkt hreinni visku umbreytir Drottinn málum samt í sigur sjái hann rétt viðbrögð.  Vitnisburðir hruninu tengdu og sigrar eru út um allt þó ekki fara þeir hátt.  Segjum hann.

Peningar geta verð mönnum guð og eru mörgu fólki guð.  Samt geta peningar ekki umbreyst í guð sama hvað ég geri til að þeir verði minn guð og herra.  Engin tryggir sig til framtíðar litið með tómum peningum.  Það hefur hrunið sýnt okkur að sé og vonandi líka kennt okkur að gangi ekki.  Trúin er nauðsýnleg.  Það getur fólk staðfest sem stóð eftir með hana eflda.

Tíu árum síðar eru aðstæður allar aðrar en var 2008.  Þjóðin hvarf ekki af landakortinu heldur er hér enn og uppistandandi og enn að byggja blokkir og hótel og landsmenn flestir farnir að lifa sínu eðlilega lífi.  Samt er margt breytt hjá mörgu fólki og hugsunin önnur gagnvart svo mörgu sem fólk hreyfst af en vaknaði upp af og upplifði martröð og sá blöðru sem of mikið hafði verið blásið í springa í andlit sitt.  Samt lifir Jesús.  Já hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

3 október 2018

Að dæma er eitt sem allir menn hafa. 

Við dæmum framkomu annarra og finnst stundum lítið til hennar koma.  Þetta blundar með hverri manneskju og fær í sumum tilvikum að valsa óbeisluð um.  Við að sjálfsögðu erum ekki þetta fólk sjálf en þekkjum nokkra „slæma“ sem við gætum bent á.  Hversvegna tilhneiging fólks sé í að benda á aðra áður en maður bendir á sig sjálfan er ekki gott að segja en líkur á að megi rekja til syndafallsins.  Eins og alla aðra lesti sem ganga með mannkyni og það fæddist með:

1Mósebók. 3. 8-9.  Þá heyrðu þau til Drottins Guðs sem gekk um í aldingarðinum í kvöldsvalanum og maðurinn og kona hans földu sig fyrir augliti Drottins milli trjánna í aldingarðinum.  Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: „Hvar ertu?

Þarna sjáum við stöðu komna upp sem enn er í gildi og fólk felur sig enn fyrir.  Og hver er ógnin?  Sannleikurinn.  Hann skyndilega verður fyrir fólkinu ógnvænlegur.  Sannleikurinn sem þau fram að þessum tíma höfðu gengið með í kvöldsvalanum og notið varð skyndilega eitthvað sem þau töldu sig þurfa að hylja sig gegn.  Sem sagt!  Hjartað er í fyrsta skipti orðið fjarlægt Guði.  Og þar með sjálf manneskjan.

Á þessu andartaki byrja allar þessar bendingar á aðra og afsakanir til að fría sjálfan sig og vernda sjálfan sig í stað þess að viðurkenna mistök og gera breytingar á eigin stefnu og til betri áttar.  Allt þetta vitum við að sé stór partur vanda dagsins og hófst með þessum forverum alls mannkyns:

„Rómverjabréfið. 2. 1-5.  Því hefur þú, maður, sem dæmir, enga afsökun hver sem þú ert.  Um leið og þú dæmir annan dæmir þú sjálfan þig því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.  Við vitum að Guð dæmir þá með réttu sem slíkt fremja.  Hyggur þú, maður, sem dæmir þá er þvílíkt fremja og gerir sjálfur hið sama, að þú munir umflýja dóm Guðs?  Eða forsmáir þú hans miklu gæsku, þolinmæði hans og biðlund og lætur þér ekki skiljast að gæska Guðs vill leiða þig til afturhvarfs?  En þverúð þín og fráhvarf hjartans frá Guði safnar að sjálfum þér reiði sem mætir þér á degi reiðinnar þegar Guð birtir réttlátan dóm sinn.“-

Páll sér hvernig í málinu liggur og er auðvitað að benda á atriði sem Guð sjálfur vill leiðrétta til að réttlæti hans í mannheimum verði betur sýnilegt.  Þess vegna líka kom Kristur og vann allt sem þurfti til að vegur Guðs yrði mönnum opinber og ekki lengur hulinn eins og var áður en frelsisverkið hafði verið gert og það fullkomnað á krossi og með gjöf Heilags Anda og stofnunnar kirkjunnar.  Í kirkjunni býr öll leiðrétting sem má til réttlætis leiða.  Kirkjan og starfsemin sem þar fer fram má segja um að sé Guð í kvöldsvalanum sem Adam og Eva kynntust og við gerum líka (á sinn hátt.  Samt ekki eins og þau) sem tilheyrum kirkjunni og upplifum hina merkilegu göngu rétt eins og þau en misstu frá sér með ákvörðun sinni með því að trúa frekar verunni við tréð en Orði Guðs.  

Og er þetta ekki enn með þessum hætti?  Af hverju haldið þið að fólk falli út af veginum eða yfirgefi kirkjuna nema vegna raddar að handan sem náði að tala til Guðs fólks ósannindi?  Allt þetta er enn til staðar en mitt að viðurkenna staðreyndir og eigin veikleika og mikilvægi þess að leyfa Drottni að vera Guð í mínu lífi til að ég deyi sjálfinu.  Þessu ómögulega og gangslausa sjálfi sem fullt er af eigingirni og dómhörku í garð manna og kvenna en telur sig alltaf sjálft vera stykk frí í öllu sem gerðist.  Við erum öll á sama bati hvað þetta varðar og breytumst ekki nema leifa Guði að taka okkur taki og flytja okkur sannleikann og meðtaka á eftir sannleika hans og er leiðin.  Sannleikur hans liggur allur í Orðinu sem gefið var niður og við finnum í Biblíunni.  Við erum án afsökunar.  Alltaf sama sagan.  Samt elskum við Jesús sem lifir!  Ja!  Hann lifir!  Amen.

 

3 október 2018 (b)

Öndvert við Adam og Evu sem bentu hvort á annað sem sökudólg, brást Pétur postuli með öðrum hætti við eftir að hafa afneitað Kristi þrisvar. Pétur sem kunnugt er gerði iðrun og skundaði aftur til liðs við Drottinn sinn. Við sjáum mikilvægi iðrunar er kemur að Drottni Jesús Kristi og að iðrunin fylgi einstaklingi og að Drottinn tekur aftur við fólki undir slíkum kringumstæðum. Adam og Eva hefðu hlotið sömu viðtökur og Pétur. Hugsið ykkur aðstöðuna og vald þessara tveggja einstaklinga til framtíðar litið. Þá líka væri mannskynssagan skrifuð með öðrum hætti en er.

Þetta vald sem Adam og Eva höfðu og við vitum að Pétur steig sjálfur út í, og sigraði, hann gekk til liðs við Jesús, munum það, er líka hjá mér. Ég geng með Kristi í dag og bý mér með þeim hætti til fagra framtíð og um leið góð meðmæli. Allt þetta góða í og með Drottinn er ennþá virkt en mitt að virkja þetta afl.

 

 

 

 

2 október 2018

Að vilja bera ávöxt er eðlilegt.  Að gera það sem þarf til að af ávextinum verði er annað mál.  Það breytir ekki því að ávöxt viljum við.  Að stíga fram og vinna að sínum ávexti eru áhöld um að svo mikið sé gert af.  Allt þetta dugnaðarfólk sem við heyrum um sem uppsker og uppsker mikið er af dugnaðinum einum saman.  Trúin krefst sama.  Ekki er samt svo að skilja að menn beint hafi unnið fyrir öllum milljörðunum sem þeir máski eiga heldur hafa þeir verið heppnir og komist á þann stað með sína framleiðslu að eftir var tekið.  Sé um einstakling að ræða sem á, segjum hugmyndina og eignarréttinn, ávaxtast hugmyndin inn í kerfi þessu sem bíður upp á slíka ávöxtun.  Kerfið heitir „Sala“ og tekur við verkinu og færir eigandanum inn á bók fúlgur fjár og milljarða, sé því að skipta.  Allt ávöxtur sem til varð af vinnu handa manna sem rekja má til líklega einstaklings sem fékk hugmynd og fann henni stað á hjólinu sem bara snýst og heldur sumu inni en spýtir öðru út aftur.  Við sjáum að komist menn ekki með hugverk sín inn á réttu staðina að þá verða heldur engir milljarðar til kringum hana.  En að vilja fá ávöxt erfiðis síns er það sem fólk vill.  Eftir hverju menn slægist er annað mál.  Samt er:  „Miði möguleiki:“

„Rómverjabréfið. 1 13-15.  Ég vil að þið vitið, bræður og systur, að ég hef oftsinnis ætlað mér að koma til ykkar en hef verið hindraður hingað til. Ég vildi sjá einhvern ávöxt hjá ykkur eins og öðrum sem áður voru heiðingjar.  Ég er í skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa.  Því fýsir mig að boða fagnaðarerindið einnig ykkur í Róm.“-

Við sjáum að Páli langar til að hitta systkini sín í Róm og til að sjá ávöxt hjá þeim og láta sjálfur sannfærast um að ávöxtur sé yfir höfuð þar.  Hann er ekki að fara þangað til að virða fyrir sér neinar byggingar, flotheitin heima hjá fólkinu, þjónanna á hverjum fingri né heldur þetta ytra prjál sem við í holdinu okkar gætum fundist eftirsóknarverðast alls.  Ekki heldur kom hann til að horfa á tölur á blaði sem sönnuðu milljarða eign á bankabók einstaklings eða hóps.  Hann vildi sjá ávexti andans, sem er svolítið annað mál.  Slíkur ávöxtur heyrir eins og hinn til einstaklingi.  Vissulega fær rétt gerður auður byggt upp, en samt með öðrum hætti en ávöxtur andans.  Ávöxtur og ávöxtur er ekki alltaf sama.  Fer eftir því frá hvaða hóli við horfum á hann.  Páll gekk upp á „Trúarhólinn“- og vildi horfa þaðan á verkið en ekki „Veraldarhólinn“ sem hann hvort eð er vissi að væri fallinn og féll með upprisu Drottins og stofnun kirkjunnar.  Hann hins vegar kom til að láta sannfærast um þetta nýja sem af Kristi er fætt.  Slíkt er trúuðum eftirsóknarverðari uppskera.

Páll vissi hvað hann vildi sjá er hann loks hitti fólkið að voru hjörtu sem allskostar voru gefin Kristi og báru honum einum velþóknanlegan ávöxt.  Í slíku máli getur veröldinni ekki spilað með, öndvert við það sem frá himninum kemur.  Býr enda öll frjósemin þar og með henni lífið.  Á himninum er engin glæsijeppi sem menn fá montað sig af af þeirri ástæðu að vera svo ofurblessaðir af Guði, engin glæsibygging sem menn benda á og segjast eiga og gera að rifna úr monti vegna þess að vera svo ofurblessaðir af Guði.  Ekkert svoleiðis telst til beinna ávaxta þegar kemur að Kristi, himninum og vorri trú, heldur það eitt sem Kristur sjálfur getur bent á og mælt með hjá hverju einstaklingi fyrir sig.  Og hvaða mælistiku miðar hann við?  Að öllu leiti hana sem hefur fengið að vaxa og dafna í hjarta mínu sem fær dregið mig nær hjarta Drottins.  Engin annar ávöxtur kemur í stað hans sem jafngildur.  Státum við af ríkidæmi (sem má og sumir blessunarlega gera.  Fátækt sker aldrei úr um trú manna né er þar nokkur mælikvarði) er það bara velvilji Drottins í okkar garð en kemur raunverulegum ávexti lítt við.  Hann þarf að vera þessi sem færir okkur nær Drottni sjálfum.  Allt hitt sem við kunnum að eiga er annað mál.  Til eru vellauðugir kristnir menn og hafa alltaf verið en komast samt ekki af honum lönd né strönd eigi Kristur ekki hjartað.  Það var ávöxtur andans sem Páll vildi framar öllu öðru sjá.  Hver sem niðurstaðan var loks er hann komst til þeirra.  Hvað sæi hann hjá okkur?  Mér og þér?  Máski ákærendur bræðranna?  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

30 september 2018 (b)

Bankahrunið.

Mín tilfinning fyrir bankahruninu 2008 er að verið væri að stöðva þessa starfsemi eins og hún þá var sett upp sem og þessa ágætu menn sem þá stýrðu bönkunum.  Með allri virðingu fyrir einstaklingunum sem slíkum.  Menn einhvervegin virtust vera komnir með þá hugsun upp að bankarnir væru bara svarið.  Væru guðinn sem gæti, kynni og vissi og ekki þörf fyrir annan.  Að þar væri alla velsæld og hamingju að finna.  Að þeir með einhverjum einkennilegum hætti væri það sem okkur alltaf hefði skort.  Að öll okkar velgengni lægi á stoðum bankanna. 

Hvernig sem á er litið má samt vel viðurkenna að pælingin á þessum tíma var að sumu leiti eitt allsherjar rugl og menn búnir að gleyma þeirri grunnreglu að banki framleiðir sjálfur litla sem enga peninga heldur geymir fé hvort sem er einstaklinga eða framleiðslunnar í landinu og hafi allt sitt lífsviðurværi frá þessum þáttum keðjunnar og sé án þeirra hvorki fugl né fiskur.

Atvinnustarfsemin og framleiðslan í landinu býr til peninginn.  Bankinn hins vegar fær þá til ávöxtunar með þeim leiðum sem honum er gefin. 

Hvernig gat þetta annað en hrunið eins og allar hinar spilaborgirnar sem reistar hafa verið þegar þankinn liggur í slíka átt og gerir að mestu athugasemdarlaust og án neinna sansa?

 

 

 

 

30 september 2018

Eitt af því sem Guð vill

er að menn viti og veiti móttöku er að allt sem hann segi líka standi.  Á bæði við um gæðin og einnig hitt sem er svona óþægilegra.  Hafi Guð talað verður það.  Gott að muna og er um leið afskaplega trúarstyrkjandi meðal.  Margt sem við þurfum að fatta.

Allt sem styrkir trú er manninum gott.  Hann þarf að vita ýmislegt sem hann geti gert til að trúin eflist.  Eitt af þessu er að viðurkenna þessa skilyrðislausu Orðheldni Drottins.  .

Einnig skal áréttað að Guð gefur engan afslátt af Orði sínu.  Það vill segja að annaðhvort taka menn við því eða hafna.  Engin afsláttur veittur.  Allt með tilgangi.  Honum að Guð er ekta Guð sem segir einungis það sem hann veit að maðurinn getur fylgt.  Veit einnig um undanskotin sem maðurinn reynir að beita til að gera ekki en hann ljáir ekki máls á en leyfir manninum samt að framkvæma vegna frjálsa viljans sem honum er gefin að ofan.  Aftur komum við að þessari orðheldni Drottins og því að hann einfaldlega getur ekki tekið Orð sín aftur.  Merkilegt.  Að fresta er annað. 

Stundum frestar Drottinn aðgerðum og gerir mannsins vegna.  Af hverju?  Jú!  Hann lifir ávallt í voninni um að maðurinn vakni, sjái að sér og komi til sín iðrandi.  Og hve mörgum tekst honum að snúa við með þolinmæðinni einni saman?  Veit ekki en tel fólkið margt.  Drottinn veit hvernig gera skal hlutina en ég bara hálfgildings og því hyggilegt af mér að taka við öllu Orði hans og tileinka.  Að átta sig á þessari Orðheldni Drottins er mögnuð hugsun.  Hún er meira trúareflandi en margt annað sem við getum gert.  Fullt af punktum til í þeim eina tilgangi að efla fólki trú.  Lífsbætandi trú sem eflist og gerir trúargöngu alla markvissari:

Postulasagan. 27. 10-11.  Og sagði við þá: „Það sé ég, góðir menn, að sjóferðin muni kosta hrakninga og mikið tjón, ekki einungis á farmi og skipi heldur og á lífi okkar.“  En hundraðshöfðinginn treysti betur skipstjóra og skipseiganda en því er Páll sagði.“-

Páll kemur með opinberun frá Jesús um nokkuð sem muni gerast í ferðinni.  Mennirnir sem stjórnuðu fannst ráð hans ekki gott og vildu heldur treysta orðum reynds skipstjóra skipsins.  Trúin er ekki allra.  Gleymum ekki heldur þvergirðingnum sem engu tiltali tekur.  Hann er hvarvetna að finna.  Samt hafði Páll gert sitt og gefið út aðvörun, sem ekki var móttekin.  Hann hafði því fríað sig ábyrgð af atburðarrásinni framundan.  Hana hefði mátt hindra.

Leggur svo skipið til hafs og hreppir storm sem nefndur er landnyrðingur og menn á svæðinu þekkja sem hinn illvígasta.  En ferðin er hafin og ekki um annað að gera nema gera sitt besta og leita allra ráða til að komast af.  Og harðnar leikurinn með fjölgandi dögum í eymdinni og menn farnir með sér sjálfum að hugsa um endalokin.  Stundum eru aðstæður okkar ískyggilegar og stundum hrópum við á Guð í slíkum aðstæðum:

„Postulasagan. 27. 21-26  Nú höfðu menn lengi einskis matar neytt.  Þá stóð Páll upp meðal þeirra og mælti:  „Góðir menn, þið hefðuð átt að hlíta mínu ráði og leggja ekki út frá Krít.  Þá hefðuð þið komist hjá hrakningum þessum og tjóni.  En nú hvet ég ykkur til að vera vonglaðir því enginn ykkar mun lífi týna en skipið mun farast.  Því að á þessari nóttu stóð hjá mér engill þess Guðs sem ég heyri til og þjóna og mælti:  Óttast þú eigi, Páll, fyrir keisarann átt þú að koma. Guð hefur gefið þér alla þá sem þér eru samskipa.  Verið því vonglaðir, góðir menn. Ég treysti Guði, að svo muni fara sem við mig hefur verið mælt.  Okkur mun bera upp á einhverja eyju.“-

Sagan sem hér er sögð er sagan um mikilvægi þess að hlýða Orði Guðs.  Því oftar sem okkur tekst þetta því oftar siglum við frían sjó.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

29 september 2018

Aðskilnaður ríkir á andlega sviðinu.  Manneskja sem talar á andlegan hátt getur ekki náð til fólks sneiddu andanum vegna þess að skorta skilninginn.  Andi og hold mannsins rekast á og standa hvoru gegn örðu.  Allt andlegt er fyrir henni eintómt bull.  Er enda andlegt annar veruleiki fyrir manneskju en það sem er holdlegt sem hún fæðist inn í og dvelur í.  Eða uns Kristur verður fyrir henni veruleiki.  Hann er þetta nýja.

Engin ný sannindi eru sögð hér heldur sagan okkar allra sem tökum trú og byrjum að stíga fram í trúnni.  Fólkið mætir viðbrögðum á sínum fyrri stöðum og sér fljótt að það að tala um þessi nýju hugðarefni sín verður ekki létt verk.  Hvað tíminn leiðir í ljós er annað og bendir á þolinmæði.  Með þessum hætti er þessu öllu saman stillt af Guð sjálfum til að fólk læri að vera þar sem hans fólk sé.  Og hvar er það?  Í kirkjunni og söfnuðunum og meðal annarra trúaðra með anda Guðs sér.  Söfnuðirnir eru ekki skipaðir eintómu fullkomnu fólki heldur fólki sem er breyskt og eins og hver annar en hefur í sér Anda Guðs og með öll skilyrði í sér til að tala á sama hátt og aðrir frelsaðir Guðs Orð með skilningi.  Heimurinn getur ekki þetta vegna skorts á skilyrðum.  Ekkert verið að tala um gáfur.  Þær eru annað og koma þessu máli ekkert við.  Vanti bílnum þínum tækið sem gerir honum kleyft að gefa stefnuljós, nú þá blikka engin ljós.  Sama gildir um trúna og skilyrðin til að skilja Guðs Orð.  Að skilja Orð Guðs er gjöf, ekki að handan heldur ofan:

Markúsarguðspjall. 6. 1(b) -4.  Menn sögðu: „Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki sem honum er gefin og hvernig getur hann gert slík kraftaverk?  Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá okkur?“ Og þeir hneyksluðust á honum.  Þá sagði Jesús: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændfólki sínu og heimamönnum.“- Hér er bent á að hold manna gagnist á engan hátt andlegum skilningi.

Allir sem trú taka komast fljótt að raun um sama.  Það sér að annar veruleiki er kominn til þeirra sem ekki var áður.  Og vegna þess að illt afl er í heiminum byrja allskonar pústrar að gerast sem ekki voru til staðar og undirstrika þennan aðskilnað sem orðin er og af Guði gefinn.  Hann vill fá sitt fólk sem skjótast yfir í sínar raðir til að hann sjálfur fái kennt því eigin lexíu og það eignist skjótt andlegt heimili.  Allt með þeim tilgangi að nota þetta fólk til að sækja aðra sem Drottinn á eftir fær dregið útúr myrkri heimsvættanna yfir í ljósið sitt.  Og ljósið er kirkjan, kristilega fræðslan, samfélag trúaðra og allt hitt sem þar er.  Ekkert af þessu er mannaverk heldur að öllu leyti Guðs verk.  Skilningurinn á Guði og verkum Guðs er ekki minn heldur gjöf Guðs til mín.  Og það er ekki sama.

Við sjáum þetta vel í ræðunni sem Páll flutti Agripa konungi sem hlýddi á Pál um stund en fékk svo nóg af „orðagjálfrinu“ og kom þar með upp um sig af hvers anda hann talaði að var ekki Guðs Andi heldi af anda heimsins, sem við öllu vorum af.  Einnig við sem í dag höfum í okkur Anda Guðs.  Að við hreykjum okkur ekki heldur frekar þökkum:

„Postulasagan. 26. 24-29.  Þegar Páll var hér kominn í vörn sinni segir Festus hárri raustu: „Óður ert þú, Páll. Þitt mikla bókvit gerir þig óðan.“  Páll svaraði: „Ekki er ég óður, göfugi Festus, heldur mæli ég sannleiks orð af fullu viti.  Konungur kann skil á þessu og við hann tala ég af einurð. Eigi ætla ég að honum hafi dulist neitt af þessu enda hefur það ekki gerst í neinum afkima.  Trúir þú, Agrippa konungur, spámönnunum? Ég veit að þú gerir það.“  Þá sagði Agrippa við Pál: „Með litlu hyggur þú að geta gert mig kristinn.“  En Páll sagði: „Þess bið ég Guð, hvort sem lengur dregst eða skemur, að ekki einungis þú, heldur og allir, sem til mín heyra í dag, verði slíkir sem ég er að frátöldum fjötrum mínum.“ - Ljóst er að það að tala Guðs Orð er ekki fyrirfram gefið neitt áhlaupsverk.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

28 september 2018 (b)

Skattur er nauðsýnlegur

fyrir hið opinbera til að það geti sinnt skyldum sínum við fólkið.  Samt má fara offari í allri skattlagningu og er svo komið að nánast allt sem við gerum og kaupum er á skattur.  Bensíníð sem við kaupum til að komast leiðar okkar er með 50% skatt skilst mér.  Þrátt fyrir þetta safnar hið opinbera skuldum með endalausar vangaveltur um hvar megi drepa niður fæti til að auka tekjur sínar.  Og ríkið hefur ekkert nema skattgreiðslur til að moða úr og seilist því í vasa fólks og fyrirtækja landsins.  Samt er allt dýrast á Íslandi.  Eins og einn sagði er ég eitt sinn spurði hvernig verðlagið væri í landinu sem við vorum þá að sigla til.  „Ég veit það ekki en veit samt að er helmingi lægra en á Íslandi.“- Nokkuð til í þessu.

Allt orkar þetta tvímælis því að sé skattbyrði fyrirtækja um of leggjast þau niður vegna þess að ráða ekki lengur við dæmið þegar hvatningin ætti að vera á hinn bóginn að hlúa meira að þeim.  Það er með þeim hætti saman við hóflega skattlagningu hvort sem er á tekjur eða vörur sem gerir að verkum að fólk verslar vörunni meira.  Það öndvert stuðlar að því að fyrirtæki haldi vell og eigi möguleika á að auka sína framleiðslu og fjölga hjá sér fólki.  Allt til hags og bóta ríkinu sem með sköttum, af þá aukningunni, fær til sín auknar tekjur. 

Að taka veiðileyfagjald í til að mynda sjávarútvegi er sanngjarnt en það sem er ósanngjarnt þar er sé gjaldið of hátt, eins og öll umræða er snýr að því sérstaka máli bendir til.  Þegar hafa borist fregnir af trilluköllum til margra ára sem telja sig ekki ráða við veiðileyfagjaldið sem sett verði á og að líkleg niðurstaða að þeir hætti.  Þetta er ósvinna sem þarf að skoða betur.  Hve langt eigi að ganga í gjaldtöku hverskonar af afnotum landsins eru áhöld um.  Fossar og fjöll mega vera og líka ættu að vera undanþegin gjaldi.  Skatturinn sem ríkið fær þegar af þessari starfsemi sem vatnsorkan fæðir af sér ætti að nægja.  Enda umtalsverðar upphæðir. 

 

 

 

 

28 september 2018

Stundum er uppi tómur vandræðagangur hjá okkur.  Við vitum ekki hvernig skuli við bregðast og allur róður þyngist og stirðnar og dregur úr okkur þrótt eins og gerist er mál fara í laust loft og úr því öll festa. 

Kannski má segja að sama andrúm hafi ríkt í svokölluðu Geirfinnsmáli sem á sínum tíma hékk yfir þessari þjóð og bjó til andrúm í samtíma sínum sem var einkennilegur að vera í en engin samt fór varhluta af sökum fyrirferðar málsins og óvissu um allt því tengt.  Mál sem klúðraðist og náðist illa að halda utan um og menn vissu ekkert hvernig skildi leyst né fara með til enda.  Til að gera eitthvað voru nokkrar manneskjur dregnar fram og dæmdar til fangelsisvistar en hafa sumar af þeim árið 2018 verið sýknaðar í Hæstarétti.  Sem er gott.

Svona lagað hefur gengið með mannfólkinu allar götur og alltaf komið upp öðru hvoru og gripið heil samfélög eða náð til færri manneskja en er samt sama eðlis.  Sem sagt!  Allt einhverveginn er án allra róta og festu.  Biblían sýnir okkur þetta og dregur á einum stað, máski fleirum, upp þennan vandræðagang sem kemur þá upp:

„Postulasagan. 25. 24-27.  Daginn eftir komu Agrippa og Berníke með mikilli viðhöfn og gengu ásamt hersveitarforingjum og æðstu mönnum borgarinnar inn í málstofuna. Festus bauð þá að leiða Pál inn.  Festus mælti: „Agrippa konungur og þið menn allir sem hjá okkur eruð staddir. Þarna sjáið þið mann sem veldur því að allir Gyðingar, bæði í Jerúsalem og hér, hafa leitað til mín. Þeir heimta hástöfum að hann sé tekinn af lífi.

Mér varð ljóst að hann hefur ekkert það framið er dauða sé vert en sjálfur skaut hann máli sínu til hans hátignar og þá ákvað ég að senda hann þangað.  Nú er mér ekki fullljóst hvað ég á að skrifa keisaranum um hann. Þess vegna hef ég leitt hann fram fyrir ykkur og einkum fyrir þig, Agrippa konungur, svo að ég hafi eitthvað að skrifa að lokinni yfirheyrslu.  Því það líst mér fráleitt að senda fanga og tjá eigi um leið sakargiftir gegn honum.“

Hér sjáum við vel þekkta stöðu og um leið snúna sem að sjá verður erfið viðfangs en er samt eitthvað sem menn verða að finna út úr og leysa.  Stundum kæru vinir liggja hlutirnir ekki ljósir andspænis okkur sem veldur sínum heilabrotum og fara svo á loft og á sitt flug með engar rætur til að byggja neitt á né hefur stefnu sem má benda á hver sé.

Æstir menn komu til yfirvaldsins með kæru gegn Páli og veldur æsingurinn því að hver segir sitt og hver bendir í sína eigin átt að þeir sem eiga um málið að fjalla eru engu nær um það hver sökin sé en eru í þeirri stöðu að verða að skera úr í málinu, stöðu og valds síns vegna.  Og yfirheyrslur byrja og þær leiða heldur ekki til neins sem hægt er að setja fingur sinn á og upp kemur óásættanleg staða sem engin bað um en er samt þarna.  Samt halda ákærurnar áfram og æsingurinn einnig vegna þess sem komið er upp en engin veit hver sökin sé, nema dómstóll götunnar.  Allt ósannað en ákærurnar þó enn kyrrar á sínum stað.

Festust þessi er þarna í þessum kringumstæðum og viðurkennir með orðum sínum að hann eiginlega hafi ekki hugmynd um hvaða orð hann eigi að rita með þessum manni sem ástæðu sína til að senda hann og sé með ekkert í hendi nema æsingin í fólkinu sem fyrir utan, sem líkt og menn vita, þarf ekki að vera byggður á neinum sannleika.  Enga sök var að finna hjá Páli.  Við þekkjum þetta og fundið vandræðaganginn sem upp kemur í áþekkum aðstæðum og hvernig allt einhver veginn verður lýjandi og þreytandi með engar lausnir í farteskinu né rætur.  Samt leystist á endanum málið.

Þurfum við ekki á lifandi upprisnum Drottni að halda í voru daglega lífi og að leyfa honum að halda um stýrishjólið?  Tel það.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

27 septmeber 2018

Samviska er nokkuð

sem allir menn eiga.  Hún er meðfædd og kom með einstaklingnum.  Samviska er afl sem segir mér hvað sé rétt og rangt.  Samviskan kviknar hjá fólki fremji það í einhverju formi ranglæti.  Samviska vaknar oft af litlu tilefni en alltaf af frömdu ranglæti.  Samviskan er stórfenglegt afl til að rétta af stefnu eigin lífs. 

Fyrir kemur að samviskan vakni vegna einhvers sem áhöld eru um hvort var ranglæti eða ekki og gerist vegna kannski orða sem við eftir á að hyggja töldum of hörð eða betur ósögð.  Við sjáum að samviskan er á ferðinni með okkur og á sinn hátt gætir okkar.  Samviskan er af Guði gefin og kom eftir að synd verður staðreynd.  Guð vissi að með innreið syndar kæmist aldrei á þetta friðarríki á sem hann vildi búa til hér og forsendan fyrir því brostin.  Sem sagt „Maður og Guð saman öllum stundum.“- Þetta riðlaðist eftir val mannsins sjálfs.  Og Paradís hvarf á braut og gekk ekki lengur með lífinu.  Guð og maður í samstarfi og saman búa sameiginlega til þessa merkilegu Paradís sem allir vildu hafa en fæstir búa við.  Og inn koma harka, hnefar og hnúar.  Þið vitið!  „Kenna þessu liði lexíu.“- Meira að segja í Kristi er Paradís aðeins skuggamynd þess sem koma skal er allt verður gert nýtt og sá sem syndinni veldur farin til síns staðar og fjarlægður frá Guði og öllu hans fólki, sem ekki er í dag.  Svona mælir Orð Guðs og gerir til að halda í mönnum voninni. 

En þetta allt saman riðlaðist við skilningstré góðs og ills er ódáminum tókst að tæla manninn á eftir sér og afvegaleiða með orðunum að „Vissulega munuð þið ekki deyja heldur verða Guði lík.“- Eða eitthvað í þeim dúr.  Við sem þekkjum Krist vitum orðin við tréð eru blekkingin stærsta.  Þá líka kom inn mögnuð samviskan og um leið samviskubitið.  Á hvaða vegi værum við kviknaði aldrei í brjósti nokkurs okkar samviska né vottur af samviskubiti vegna ranglætis sem við fremjum?  Ástandið er á vissan hátt slæmt í mannheimi en væri þó sýnu verra án samvisku manna. 

„Postulasagan. 24.  11-16.  1Þú getur og gengið úr skugga um að ekki eru nema tólf dagar síðan ég kom upp til Jerúsalem að biðjast fyrir.  Og enginn hefur staðið mig að því að vera að stæla við neinn eða æsa fólk til óspekta, hvorki í samkunduhúsunum né neins staðar í borginni.  Þeir geta ekki heldur sannað þér það sem þeir nú kæra mig um.  Hitt skal ég játa þér, að ég þjóna Guði feðra vorra samkvæmt veginum, sem þeir kalla villu, og trúi öllu því sem skrifað stendur í lögmálinu og spámönnunum.  Og þá von hef ég til Guðs, sem þeir og sjálfir hafa, að upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir.  Því tem ég mér og sjálfur að hafa jafnan hreina samvisku fyrir Guði og mönnum.“-

Páll liggur undir ámælum landa sinn sem ákæra hann fyrir að þeirra eigin dómi alvarlegt brot sem hann tekur ekki undir að sé.  Ákæran felst í orðum þeim sem hann talaði opinberlega um veg lifandi Drottins.  Vandinn sem við blasir eru ekki orð Páls heldur hitt að þeir sem heyrðu höfðu ekki sama anda og hann og heyra því ekki boðskapinn eins og hann raunverulega hljómar heldur með eyrum holds.  Og út úr því öllu saman kemur ekkert nema misskilningur og enn ein sönnun þess að Andi Guðs og andi mannsins eru aðskildir í honum en sameinast í Heilögum Anda eftir að Guð hefur gefið hann einstaklingi.  Hvar sem hann áður var í afstöðu sinni mun hann eftirleiðs vera í liðinu sem Páll er þarna kominn í og ég og þú tilheyrum í dag og gerðum eftir gjöf Heilags Anda.  Heitir líka „Að frelsast.“  Við munum að Páll, þá Sál, ofsótti hatramlegast allra söfnuði Krists en snérist á sveif með þeim eftir að hafa mætt Kristi á veginum til Damaskus og snéri aldrei aftur af þeim vegi það sem eftir lifði.  Páll færir okkur magnaða kennslu með orðum sínum um að temja sér að hafa hreina samvisku.  Temjum okkur eins og Páll og þökkum fyrir samviskuna og vinum eftirleiðis með henni en ekki gegn henni. 

Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

26 september2018

„Blóð Drottins“ er ekki fyrirfram að sé skiljanlegasta formið sem til sé.  Fæstir reyndar átta sig til fullnustu á hvað „Blóð Drottins“- merki.  Tel samt að fólk með þennan skilning sé sælt.  Það sem þú ekki skilur gætir þú samt trúað og getur vel gert þig sæla/n.  Aftur komum við að mikilvægi þess að trúin sé nauðsýnleg.  „Blóð Drottins“ eru orð sem Guð sjálfur setti fram.  Og allt sem hann gerir varir og eitt af þessu sem trúin fær mann til að meðtaka, hver sem skilningurinn á þeim öndvert er og hvort hann sé nokkur, lítill eða mikill.  Samt er það svo að einhver er tilgangurinn með þessum orðum Guðs „Blóð Drottins.“  En skil ég þau og trúi þeim?  Ég trúi já og veit að blóð Jesús hreinsar.  En hvernig að öllu leiti veit ég ekki.  Trúin segir mér að það hreinsi.

Allt sem skilningurinn nær ekki yfir reyna menn auðvitað ekki að útskíra.  Væri allavega ekki viturleg framkvæmd.  Fólk með skilning gæti mögulega lagt út á þá braut að segja frá hvað þessi tvö orð „Blóð Drottins“ merki.  Skilningur á öllu svona löguðu er ekki mannverk heldur komin frá hæðum og honum sem á þessi Orð.  Við vitum að hann heitir Jesús.  Skilningurinn er góður kennari öndvert við hinn sem reynir að útskíra verk sem hann sjálfur eða sjálf hefur á engan skilning né heldur reynslu af.  Reynsla og skilningur vinna saman.  Við sjáum að ekki er sama hvernig verkin eru gerð:

„1Korintubréf. 14. 17-20.  Að vísu getur þakkargjörð þín verið fögur en hún gagnast ekki hinum.  Ég þakka Guði að ég tala tungum öllum ykkur fremur, en á safnaðarsamkomu vil ég heldur tala fimm skiljanleg orð, sem geta frætt aðra, en tíu þúsund orð með ungum sem enginn skilur.  Systkin, hugsið ekki eins og börn, verið hrekklaus sem börn en hafið dómgreind sem fullorðnir.“- Mikilvæg lexía kennd hér. 

Páll bendir okkur á mikilvægi þess að skilja sjálf og tala svo.  Tungutalið, sem hann er hér að tala um, er annað form á tilbeiðslu til Drottins.  Drottinn skilur það sem við segjum í tungum en engin annar og ekki heldur maður sjálfur sem tala tungutal.  Samt ber að gera þetta vegna þess að vera ein gjafanna frá Guði.  Skiljum við tilganginn?  Áhöld eru um það allt saman en nokkuð sem margir okkar gerum og reyndar mættum gera meira af þegar við á, sem er oft.  Allt vegna þess að gjafir Guðs ber okkur að nota.  Er við erum ein á segjum bæn eða á beinu tali við Drottinn berum við stundum fram tungutal.  Þar sem fólk er saman komið kemur fyrir að gripið sé til tungutals og að útlistun á tungutali frá öðrum mönnum berist í mín eyru.  Samt fátítt. 

Engum predikara dytti til hugar að predika yfir fáum eða mörgum með tungutalinu einu heldur orðum sem hann og hún skilur og allir hinir með honum.  Það er með þeim hætti sem söfnuður byggist upp saman og er færari en ella um að ganga saman í takt.  Skilningurinn stillir saman strengi en ruglingurinn ekki.  Allt með skilningi, reglu og aga. 

1Korintubréf. 14. 22-23.  Þannig er tungutalið tákn, ekki trúuðum heldur vantrúuðum. En spámannleg gáfa er ekki tákn vantrúuðum heldur trúuðum.  Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum og inn kæmu menn utan safnaðar eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: „Þið eruð vitstola“?- Páll bendir á að menn verði að vita hvað þeir geri og segir áhugaverð orð um að tungutali sé ekki fyrir trúaða heldur vantrúaða.  Skiljum við þetta?  Veit ekki en við gætum sótt Grísku orðabókina okkar og flett orðinu upp.  Grískan er víst öllum kristnum íslendingum opin orðin nema mér sem enn skil ekki orð í því fallega máli.  Hvað Gríska orðið segir er að verða enn einn frasinn í kirkjum íslenskum.  

Skilningurinn kæru vinir er mikilvægur.  Og réttur verður hann fái Drottinn að komast að með sína opinberun til okkar.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

25 september 2018

Trúin segir við mig að ekki sé það mitt að vera með áhyggjur út af kirkjunni og að Kristur sjálfur verndi hana.  Ekki svo að skilja að ég persónulega hafi miklar áhyggjur af kirkju og starfi kirkjunnar né vegna hennar átt andvökunótt.  Samt gætu þær verið þarna til staðar af því einu að vera maður.  Og maður upphugsar ýmislegt þó hann þurfi ekki.  Rétt eins og annað fólk er traustið ekki alltaf efst á blaði manns og er stundum vandinn.

Eigandi kirkjunnar er aflmikill og æðri öllu öðru sem hér er.  Þetta kennum við og þessu trúum við en treystum misvel er á hólminn er komið.  Jesús kom og gerði allt sem þarf til að kirkjan sem hann vann að á meðan hann enn dvaldi hér eignaðist grunn sem máttur heljar ynni ekki á, sama hvað hann reyndi.  Þetta hefur staðist.  Enn er kirkjan jafn fersk og var er henni var startað með gjöf Heilags Anda á Hvítasunnudag fyrir rúmum tvö þúsund árum.  Bendið á annað verk sem enn er ferskt og til eftir svo langan tíma?  Mönnum mun vefjast tunga um tönn við að svara þessu. 

Kirkjan stendur vegna verndar hins krossfesta og upprisna Jesús sem lifir í dag og heldur utan um allt verk sitt.  Við sjáum hverjum beri áhyggjurnar sem hann þó hefur ekki heldur treystir eigin mætti til að allt fari vel.  Minn máttur er haldlítill og bifast og haggast og missir kraftinn en getur inn á milli verið svolítill.  Mætti Drottins er hins vegar treystandi og vakir yfir handverki sínu.  Allt verk hans væri fyrir lifandi löngu horfið héðan af jörðinni væri afl Drottins jafnt mínu afli.  Við getum þakkað Jesús margt:

„Postulasagan. 22. 6-11.  En á leiðinni, er ég nálgaðist Damaskus, bar svo við um hádegisbil að ljós mikið af himni leiftraði skyndilega um mig.  Ég féll til jarðar og heyrði raust er sagði við mig: Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?  Ég svaraði:  Hver ert þú, Drottinn?  Og hann sagði við mig:  Ég er Jesús frá Nasaret sem þú ofsækir.  Fylgdarmenn mínir sáu ljósið en raust þess er við mig talaði heyrðu þeir ekki.“-

Hér sjáum við tvennt.  Að Kristur ver sitt fólk og sína menn og konur sem tilheyra kirkjunni sem hann sjálfur stofnaði, og hitt, talar persónulega til manna svo að engin nema viðkomandi heyri hvað þeim fer á milli.  Allt með sínum tilgangi að auka mönnum trú á að Kristur sé sá sem Biblían segir hann vera.

Þarna er fram kominn sagan af endalokum manns að nafni Sálar sem var mikill Lögmálsmaður og gerði að sínu sérstaka verkefni að eyða söfnuðunum sem Kristur var þá að byggja upp og voru á þessum tíma allir á sínu viðkvæmasta stigi sögunnar og eru að fara af stað og engir af þeim hefðu haldist lifandi mikið lengur hefði ekki Kristur sjálfur gripið inn í atburðarrás alla á hárréttum tíma og tekið mann þann úr umferð sem öllu kristnu fólki á svæðinu stóð hvað mestur stuggur af og við vitum að var þessi Sál og að Sál var tekin úr umferð með þeim hætti að Kristur endurfæddi hann þarna mitt í skjannabirtunni og gerði að sínum liðsmanni.  Allt verkið skeði í ljósbjarmanum sem skall á hann og umlék er þeir Kristur og Sál, Sál varð síðar Páll, mætast augliti til auglitis.  Og hvaða maður sem gerður er úr mold með lífsanda frá Guði í sér stenst slíkt?  Engin og úr því að Sál, sem þarna var leiddur burt af mönnum sem blindur maður mátti sín lítils andspænis Kristi gildir sama fyrir alla aðra menn.  Höfum því ekki áhyggjur af gangi kirkjunnar.  Hún mun standa allar sveiflur og hvern storm af sér.  Gætum frekar eigin trúar sem er rokkandi, mislynd og allskonar en réttir sig af vegna innreiðar Drottins í vort líf.  Hann er allt í öllu en ég bara lítið peð á taflborði hans.  Peð sem skiptir máli en gegni engu lykilhlutverki í heildarmyndinni sem viðhelst vegna hans sem skóp og gerði og heitir Kristur. 

Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

24 september 2018

Ekki er sjálfgefið að menn þekki mátt ákvörðunar.  Ákvörðunin er með þá eiginleika að manneskja sem hana tekur hefur fastsett sér ákveðið.  Að hagga ákvörðun er auðvitað vinnandi vegur en samt eitthvað sem allir menn munu setjast yfir og athuga betur með.  Betra er að taka ákvörðun en vera með hugsanir sínar í lausu lofti um hvað maður eigi að gera og hvernig að framkvæma verk.  Hver sem eru.  Ákvörðunin er góð en getur í vissum tilvikum togast á við manninn.  Hann vill og ákveður en er að betur athuguðu máli hugsi um hvort hún sé rétt með stöðu sína í huga.  Og kemst að raun um að betra sé, verksins vegna, að vera kyrr.  Hitt hefði samt verið í lagi með.  En ekki verður bæði haldið og sleppt.

„Predikarinn 5. 3-4.  Þegar þú gerir Guði heit frestaðu þá ekki að efna það því að hann hefur ekki velþóknun á heimskingjum.  Efndu það sem þú lofar.  Betra er að þú heitir engu en að þú heitir og efnir ekki.“- Allskonar svona getur komið upp þó ákvörðun komi.  Þá byrjar samviskan að togast á við ákvörðunina því þannig er þessu og farið að ýmislegt höfum við sagt andspænis Guði sem hann vill að við séum með í og sinnum áfram.  Þetta snýst ekki um fólk heldur vilja Guðs.  Munum það.  Vilji hann breytingar að þá mun hann gefa fyrirmæli.  Samt er það svo að ákvörðunin sem hvort sem er ég eða þú tókum þarf ekki að hafa verið röng en kannski kom hún á óheppilegum tíma.  Segjum það frekar.  Stundu þarf að horfa til þess sem er og við erum að sinna.  Þarna kemur til ábyrgðartilfinning sem blandaði sér í teitið og einhverveginn tókst að styrkja ákvörðunina um að vera.  Og láta hitt bíða um stund.  Togstreita.

Margt þarf að ígrunda og eitt af því sem kristinn maður hefur og er gjöf frá Guði og er friður.  Samt er staðan- “Á ég að fara, eða‚ á ég að vera“- og er um leið glímuefnið en samt friður yfir báðum.  Drottin mun blessa hvora ákvörðunina fyrir sig.  Hví?  Guð er góður.  Munum það. Máttur ákvörðunarinnar er gríðarlegur: 

„Postulasagan.  21. 10-14.  Þegar við höfðum dvalist þar nokkra daga kom spámaður einn ofan frá Júdeu, Agabus að nafni.  Hann kom til okkar, tók belti Páls, batt fætur sína og hendur og mælti: „Svo segir heilagur andi: Þannig munu Gyðingar í Jerúsalem binda þann mann sem þetta belti á og selja hann í hendur heiðingjum.“  Þegar við heyrðum þetta lögðum við og heimamenn að Páli að fara ekki upp til Jerúsalem.  En hann sagði: „Hví grátið þið og hrellið hjarta mitt? Ég er eigi aðeins reiðubúinn að láta binda mig heldur og að deyja í Jerúsalem fyrir nafn Drottins Jesú.“  Honum varð eigi talið hughvarf. Þá létum við kyrrt og sögðum: „Verði Drottins vilji.“- Hér sjáum við ákvörðun einstaklings sem ekki verður haggað þrátt fyrir allskonar orð sem menn, vinir, telja aðvörunarorð og er glögg mynd af því hversu óhagganleg ákvörðun manns geti verið.  Engin utanaðkomandi fær hróflað við henni en maðurinn sjálfur gæti það hins vegar.  Einstaklingi er gefin skynsemi og viska til að vega og meta.  Það er ákvörðunin sem breytir lífi fólks en ekki að vera með sitt hangandi í loftinu og án róta.  Slík staða veldur uppetandi og slítandi lífi. 

Sumir reyndar hafa útlagt þetta vers um Pál með þeim hætti að það hafi ekki verið vilji Guðs að hann hætti sér til Jerúsalem vegna ástandsins á fólkinu sem þar var vegna Orðsins um frelsarann Jesús Krists og má vel vera að sé rétt útlistun.  Sjálfur sér maður ekki glöggt hvað Páli gangi til með því að gera það sem hann gerði og kasta sér svona beint í gin úlfsins.  En verkið sýnir vel mátt ákvörðunarinnar og hvernig henni verður ekki haggað hvernig sem látið er með mann sem hana hefur tekið.  Að breyta ákvörðun getur engin nema sá sem hana tók sem mögulega Drottinn sjálfur kemur til vegar.  Við vitum að hann gefur engum manni skipanir um eitt né neitt og virðir fullkomlega vald mannsins til eigin ákvarðanatöku.  Hann hins vegar kemur með aðvörunarorð til fólks, sé því að skipta og er annað mál.  Ákvörðun hvernig sem á er litið er stórmerkilegt viðfang.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

23 september 2018

Mikilvægt er að gera áætlun.  Sumir eru lagnari við hana en aðrir og að fylgja.  Sem getur verið þrautin þyngri og krefur okkur meiri aga en margur hyggur.  Vegna þess hversu vön við erum ákveðnum glundroða vill aginn skolast til og við að spila allt eftir eyranu.  Að spila af fingrum fram og vera með ekkert annað í höndunum nema fingraspilið eitt í segjum mikilvægum verkum kosta yfirleitt aukaútgjöld og birtist í að vinna þurfi verkin upp aftur vegna fljótráðinna framkvæmda sem margt yfirsást í vegna þess að allt var spilað eftir eyranu.  Tölum ekki um aukakostnaðinn sem af endurvinnunni hlaust.  Þetta allt hefði mátt koma í veg fyrir með því að hugsa verkið betur – og – fara eftir áætluninni eins og menn urðu ásáttir um.  Heitir líka „Að halda sig við plan sitt.“- Að fara í aðra átt með þetta en til stóð í byrjun ruglar menn í ríminu vegna þess að fólk sem á að vinna eftir kerfinu veit ekki hvað verður.  Ekki gott en samt afskaplega nútímaleg hugsun og verk sem heita „Að hirða aurinn en fleygja krónunni.“  Allt þekkt.  Á þessu atriði hefur reyndar nokkuð verið tekið og sést hjá til að mynda fyrirtækjum sem vel eru rekin og skila eigendunum talsverðum ávexti.  Reksturinn er agaður og gert í að hafa hann áfram agaðan.

Þeir sem þekkja til Páls postula geta tekið undir að hann hafi sýnt öguð vinnubrögð og gert áætlun sem hann fylgdi og fór sjálfur eftir.  Kristur vann og með þeim hætti sem og gerði að verkum að engin vindhögg eru slegin heldur „högg,“- ef svo má segja, með árangri.  Kristur er fyrirmyndin okkar.  Og var auðvitað einnig fyrirmynd Páls.  Enginn vafi leikur á þessu því fáir hafa með meiri elju og ákveðni boðað hinn krossfesta og upprisna Jesús og gert með meiri djörfung en hann:

Postulasagan. 20. 15-16.  Þegar hann hafði hitt okkur í Assus tókum við hann á skip og héldum til Mitýlene.  Þaðan sigldum við daginn eftir og komumst til móts við Kíos. Á öðrum degi fórum við til Samos og komum næsta dag til Míletus.  Páll hafði sett sér að sigla fram hjá Efesus svo að hann tefðist ekki í Asíu. Hann hraðaði ferð sinni ef verða mætti að hann kæmist til Jerúsalem á hvítasunnudag.“- Hér lesum við að Páll hefur gert visst plan.  Hann fer af stað til ákveðins staðar sem hann ætlar að koma til og boða fólkinu fagnaðarerindið.  Og hví?  Ætli Andi Guðs hafi ekki áður verið búinn að tala þetta til hans.  Bíst við því.  Segir frá því í textanum að Páll hafi ekki viljað koma við í Efesus til að hann tefðist ekki í Asíu. 

Planið var á þá leið að Efesus skildi í þetta skiptið sleppt og farið annað.  Hvernig líst okkur á svona boðskap sem höldum máski í ferð án þess að vita hvert leið liggi?  Allir sjá hvers vegna Páll stoppar ekki þar.  Hann hafði aðra sýn og vissi um þörfina fyrir sig á öðrum stað en í Efesus og gerði frá upphafi siglingarinnar.  Vera má að skipið hafi samt komið við í Efesus og að Páll hafi haldið kyrru fyrir um borð.  Einnig má lesa út úr textanum að Páli hefði ekki verið það neitt á móti skapa sjálfum að hitta bræður sína og systur þarna í Efesus.  En planið sagði honum annað og ýtti á eftir honum um að halda sér við sig og forðast eins og mögulegt væri allt sem tefði ferðina eins og gerst hefði ef hann léti undan og stoppaði.  Þið skiljið!  „Páll minn!  Gistirðu bara ekki hjá okkur í nótt?  Langt síðan við höfum hist.“-

Hvernig á að gera þetta?  Hefðum við stoppað til að hitta besta vin okkar og gist þar?  Þessu má vel velta fyrir sér verandi í ferð og kominn í námunda við stað vinar síns?  Einnig mögulegt að við hefðum gert eins og Páll og leyft andanum að ráða og eigin aga og haldið rakleitt til áfangastaðarins sem lagt var af stað til?  „Dagurinn til eða frá“- segjum við:  „breytir ekki öllu.“- Rétt.  Samt má planið gilda.  Að hitta besta kristna vin sinn bíður stundum betri tíma.  Sumt kæru vinir væri betra að spila ekki af fingrum fram. 

Í Kristi ágætu systkini er aginn það sem gildir.  Án aga mætir okkur eintómur glundroði.  Af honum er nóg komið.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

21 september 2018

Saga Gyðingaþjóðarinnar

er mikið til skráð höfnun og að hafa verið fyrir og til vandræða þar sem hún er.  Við vitum að nasistar voru ekki beint elskir að þeim og gerðu atlögu að þeim í Þýskalandi og eitt og annað sem sagði við þá beint óbeint að Gyðingar væri ekki velkomnir.  Seinna þróaðist þetta út í hreint morðæði með öllum þessum útrýmingarbúðum sem risu og voru fleiri en á bara einum stað heldur skiptu þessar búðir tugum með það eitt markmið að útrýma Gyðingum.  Einkennilega atvinna að starfa við að myrða manneskjur skipulega og hafa sitt lífsviðurværi af slíku.  En akkúrat þetta var starf starfsmanna útrýmingarbúðanna.  Menn eins og ég og þú sinntu verkinu.  Við sjáum að atlagan gegn Gyðingum hefur frá upphafi verið andlegt stríð háð af andaverum vonskunnar í himingeimnum sem en eru hér og enn við sama heygarðshorn. 

Þrátt fyrir nokkrar atlögur eru Gyðingar hér enn á meðal okkur vegna þess að Guð tók þá að sér.  Og það sem Guð á fer ekkert þó hann leyfi atgang gegn sínu fólki af ástæðu sem höfundur skilur ekki.  Nema þá helst til að sýna að syndin sé dauðans alvara og synd hreiðri um sig í hjörtum manna og kvenna.  Sem sagt:  Í mér og þér.  Allt sem Guð umvefur og elskar ber mér í annan stað og sem kristnum einstaklingi, einnig að umvefja.  Og ég styð Ísrael og hef gert í áratugi án þess að hafa neitt á móti Aröbum, því ágæta fólki.  Stuðningur við einn merkir ekki sjálfgefið andúð á öðrum þó tilhneiging margra sé að spyrða þetta saman og skipta mönnum upp í hóp með og á móti:

Postulasagan, 18. 1-3.  Eftir þetta fór Páll frá Aþenu og kom til Korintu.  Þar hitti hann Gyðing nokkurn, Akvílas að nafni, ættaðan frá Pontus, nýkominn frá Ítalíu, og Priskillu konu hans en Kládíus hafði skipað svo fyrir að allir Gyðingar skyldu fara burt úr Róm. Páll fór til þeirra og af því hann stundaði sömu iðn settist hann að hjá þeim og vann með þeim. Þeir voru tjaldgerðarmenn að iðn.“-

Hér kemur fram að eina ferðina til sé búið að gefa út tilskipun um að allir Gyðingar verði að flytjast burt.  Og núna frá Róm þar sem þeir hafa verið búsettir kannski í aldir.  Þarna eru Rómversk yfirvöld byrjuð að rótast í þessu fólki sem er bara fólk og allt fólk þarf sinn stað til að búa á.  Yfirlýsingin er í grunninn svohljóðandi:  „Þið eruð fyrir og til vandræða.“ 

Tilskipun Rómverskra yfirvalda er endurtekning á gömlum frasa um að sumt fólk sé alltaf fyrir og megi ekki vera til.  En fyrir hverjum er það kemur ekki fram.  Það sem menn máski sjá ekki né gera sér grein fyrir er að andstaðan gegn Gyðingum hefur frá fyrstu tíð verið andlegt stríð.  Og gamli frasinn er rifjaður upp um að einn og annar hópur fólks sé endalaust til vandræða.  Af hverju hafa þessar þjóðarhreinsanir svokölluðu verið gerðar nema vegna þess að menn hafa loks fengið upp í háls á ástandinu og grípið til ráðstafanna.  Því vafasama verkfæri í svona málum.  Og gríðarlegt blóð byrjar að renna af ráðstöfununum án þess þó að á vandanum sé tekið.  Og hvar liggur þá vandinn?  Í afstöðu eigin hjarta og einstaklingsins.  Þar hefur hann alla tíð legið og hvergi annarstaðar.  Fólk nefnilega er bara fólk og fólki líður allskonar hverrar þjóðar sem er.  Segið mér hvaða einstaklingur sem byggir þessa jörð þráir ekki fyrir sig sjálfan að lifa rólegu og heilbrigðu lífi?  Hann tel ég vera vandfundinn og enn ekki fæddan.  Við sjáum að hvorki hópar né ein og önnur þjóð getur ekki verið vandamál heilt yfir litið heldur afstaða hvers og eins til svona mála.  Og hví er þetta ekki lagað og málið ‚afgreitt“ í eitt skipti fyrir öll?  Svarið við spurningunni er þessi:  „ Það er synd í heiminum og synd tilheyrir einstaklingi og byggir upp í honum afstöðu.“  Einfalt?  Veit ekki en er samt staðan. 

Hvað segir þetta mér?  Jú ég þarf á Jesú að halda sem segir mér sannleikan um hvernig í öllum þessum málum liggi.  Og vitneskjan og trúin setur mig í hópinn með honum.  Amen.

 

 

 

 

20 september 2018

Allir vita að misjafnt er hvernig menn taki hverjir öðrum.  Oft er afstaða manna byggð á því hvernig þeim sjálfum líði inn í sér, eins og sagt er.  Sé maðurinn á réttum stað með sig sjálfan kemur út um munn hans jákvæð viðhorf til fólks í kring en stundum annað, sé hann sjálfur í krísu.  Of oft byggist afstaða mín, viðhorf og líðan í andartakinu á einhverju sem ekki er það haldbærasta sem völ er á.  Enda sírokkandi frá einum stað til annars.  Við þurfum augsjáanlega oft á betri grunn að halda til að byggja orð okkar á.  En sögð orð eru þarna sem við getum ekki strikað yfir.  En hversu notalegt væri það ekki?

Páll og Sílas eru í Beroju, hvar sem sá staður er, eftir að hafa lent í æsing og óeirðum fólks á öðrum stað sem æst hafði verið upp og brutust út óeirðir í sem ósáttir Gyðingar stóðu fyrir:

„Postulasagan. 17. 16-18.  Meðan Páll beið þeirra í Aþenu var honum mikil skapraun að sjá að borgin var full af skurðgoðum.  Hann ræddi þá í samkundunni við Gyðinga og guðrækna menn og daglega á torginu við þá sem urðu á vegi hans.  En nokkrir heimspekingar, Epíkúringar og Stóumenn, áttu og í orðakasti við hann.  Sögðu sumir: „Hvað mun skraffinnur sá hafa að flytja?“  Aðrir sögðu: „Hann virðist boða ókunna guði,“ því að hann flutti fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna.“- Páll kemur inn í borgina og lætur allar stytturnar sem hann sér af hinum og þessum guðum skaprauna sér.  Skiljanlegt því guð er eitthvað sem menn falla fram fyrir og Páll veit og með honum ég og þú að aðeins er til einn Guð og hinir með tölu sem segjast vera guðir falsguðir.  Auðvelt er fyrir hinn trúaða að láta slíkt skaprauna sér.  Þó slíkt reyndar sé til lítils.  Sumt gerum við þó til lítils gagns sé.

Í hópnum heyrist rödd, raddir, sem er svona gremjufullar og sést betur skoði menn það sérstaka mál ögn.  Munnurinn mælir af hjartanu og af því sem þar hefur fengið að hreiðra um sig.  Og gegnum eyrun kemst það ofan í hjarta fólks.  Að allt er þetta kringum okkur sem hefur áhrif á líðan okkar í eitt og annað skipti.  Orðin „Hvað mun skraffinnur sá hafa að flytja“- bendir til gremju.  Og gremja kemur af allskonar.  Við erum ekki sátt við það sem menn mæla og verðum af máski döpur og höfum með því gefið gremjunni færi á okkur.  Og hún er þarna og bíður síns tækifæris.  Komi það stekkur hún þegar til og heldur fast.  Í stað orðsins „skraffinnur“ getum við sett orðið „röflari“ og þá kemur máski annað ljós á setninguna.  Allavega liggur fyrir að alla gleði vantar í hjörtun sem svo mæla.

Við heyrum af lestri okkar í Postulasögunni að Páll fer að tala um að borgin sé full af skurðgoðum og einnig af sumum viðbrögðum manna að þegar þeim finnst aðrir menn vega óvarlega gegn sínum helgustu véum sem máski hafa gengið með þjóðinni öldum saman að þá er líka stutt í að menn stroki út sitt fallegasta bros af vörunum og gefi rými fyrir allskonar annað í sér sem fær þá að grassera og fæða athugasemdir með lítinn grunn á bak við en samt orð sem töluð hafa verið út og eru þarna.  Og sum til að vera.  Líkt og segja má um þessa setningu sem töluð var og lifir með okkur gegnum Postulasöguna.  Hver maðurinn er sem á orðin veit engin og er svo sem aukaatriði.  En samt orð sem ýmislegt má lesa úr og jafnvel heimfæra undir vissum kringumstæðum upp á sig sjálfan.  Að mörgu þarf að huga þegar fólk er annars vegar og viðbrögð sem það sýnir af sér, vegna eins og annars sem það til að mynda heyrði og máski særðist af.  Þetta gefur okkur færi á að setja okkur í spor fólks og skilja betur því að öll erum við á þessum og hinum staðnum og kannski komum okkur sjálf þangað af því sem aðrir töluðu út.  Og segjum í kjölfarið orð og setningar beint frá hjartanu sem eru ekkert nema gremja sem vöknuðu í andartakinu. 

Sjáið ekki af þessu að hægt er að toga út kennslu í öllu sem Nýja testamentið er að bjóða og einnig hvað oft þurfi lítið til svo að allt í raun breytist í afstöðu okkar sjálfra og geri til verri vegar.  Orðið er okkur gefið til að átta okkur betur á lífinu.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

18 september 2018

Oft hefur þurft að ræða Orðið bæði til að komast á réttan stað með það og eins að vita sjálfur hvað Orðið sé og hvernig það skuli framborið og kennt.  Allt atriði sem skipta máli því sannleikurinn er að fólk sem kemst til trúar er á misjöfnum stað í sinni trú.  Reynslan af göngunni með Jesús er kennari í sjálfu sér sem engin skildi gera lítið úr.  Frumkirkjan gekk þennan veg og stóð andspænis atriðum - vafaatriðum - sem engin leið var fyrir hana að komast til botns í önnur en að hitta annað trúað fólk sem menn treystu til að tala við um málið og ræða það og hvernig skildi með farið.  Hygg að þetta sé ennþá gert og meira í dag til að skerpa áherslur meira en að komast að raun um hver merking þessa og hins atriðisins í Nýja testamentinu sé.  Þekkingin frá dögum frumkirkjunnar hefur vaxið stórum og margt sem hún kannski var ekki með alveg á hreinu er fyrir margt löngu ljós orðin í dag.  Þökk sé Guði:

„Postulasagan. 15. 4-5.  Þegar þeir komu til Jerúsalem tók söfnuðurinn á móti þeim og postularnir og öldungarnir og skýrðu þeir frá hversu mikið Guð hefði látið þá gera.  Þá risu upp nokkrir úr flokki farísea er trú höfðu tekið og sögðu: „Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse.“ - Hér má sjá vissa hættu á ferðum og menn komnir með sjálfa sig fram á ystu brún í hugsuninni um hvernig þetta skuli gert.  Sjá ekki enn að Kristur kom með nýtt sem ekki hafði verið áður og að það sem hann bauð skildi yfirtaka hitt sem fyrir var.  Sem auðvitað ástæðan fyrir að menn eru á þessum mikilvæga fundi fyrir allt sem á eftir kom í boðuninni.  Og ekkert minna heldur en það.  Farísearnir sem þarna rísa upp höfðu allir tekið trú á Krist að það alltént var ekki vandinn en gátu samt ekki séð hann sem frelsarann sem flytti boðskap sem uppfyllti lögmálið sem Gyðingarnir höfðu og að kristnum eftirleiðis bæri að fylgja Orðum Jesús og hitt, það er lögmál Móses, væri úrelt fyrir Krists- börn.  Skiljanlegt er að tíma tæki fyrir menn að átta sig á þessum breytingum sem orðnar voru og Kristur innleiddi. 

Sjá má ákveðna en skiljanlega blindu á ferð sem allir kristnir menn átta sig á að varð að skera úr um til að fá úr því skorið hvora leiðina ætti að fara.  Munnum að á þeim dögum var ekkert Nýja testamentið komið fram og það sem þeir kenndu var upp úr Gamla testamentinu og Orð þau sem Jesús flutti sjálfur er hann kom fram til að kenna fólkinu.  Hvort þeir hafi haft Orð hans uppskrifuð eða munað er ekki gott að segja en samt ljóst að heildarmynd sé ekki fyrir hendi eins og hún sem við í dag erum með.  Eftir að Kristur var kominn og búin að vinna sitt verk hér gildir lögmál Móses ekki lengur og nýr sáttmáli við Guð kominn fram og nú gegnum upprisinn Son hans Jesús Krist:

„Postlasagan. 15. 24-29.  Vér höfum heyrt að nokkrir frá oss hafi óróað yður með orðum sínum og komið róti á hugi yðar án þess vér hefðum þeim neitt um boðið.  Því höfum vér einróma ályktað að kjósa menn og senda til yðar með vorum elskuðu Barnabasi og Páli, mönnum er lagt hafa líf sitt í hættu vegna nafns Drottins vors Jesú Krists  Vér sendum því Júdas og Sílas og boða þeir yður munnlega hið sama.  Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta sem nauðsynlegt er, að þér haldið yður frá kjöti, er fórnað hefur verið, skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði.  Ef þér varist þetta gerið þér vel.  Verið sælir.“-

Þetta sem sagt er niðurstaða fundarins og öll umskurn bönnuð og engar byrðar aðrar lagðar á eftirfylgjendur Drottins nema þær sem nefndar eru og eru þessi þrjú eða fjögur atriði sem þar eru nefnd og er nokkuð sem við í dag mættum minna okkur á sem leggjum stundum byrðar á fólk sem Kristur bað aldrei um.  Segir Kristur enda á öðrum stað sjálfur að byrði sín sé létt.  Er kristinn trú enda mild trú sem fer vel með fólk en samt með sínum byrðum og kannski til að við höldum okkur betur upp að hinum upprisna Drottni drottna.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

17 september 2018

Guð er andi og er ekki sýnilegur berum augum manna nema í gegnum verk, orð og starf sinna manna.  Fáist engin til að vera framrétt hönd Guðs, fætur hans og munnur, er ekki vinnandi vegur fyrir hann að opinberast öðru fólki.  Hann, eins og áður segir, er andi og hulin augum fólks.  Guð er annar veruleiki en það sem augun sjá og eyrun heyra en samt jafn mikill veruleiki í umhverfinu og trén, fjöllin, fuglarnir og ég og þú.  Og vegna þess að þetta er með þessum hætti gert þarf fólk trú.  Ég trúi að Guð sé til og allt í öllu.  Við getum aldrei orðið neitt nema verkfæri í höndum lifandi Guðs en samt þannig verkfæri að velja sjálf hvort herrann fái að nota þetta verkfæri sitt eða ekki.  Viljum við sjálf sprikla fyrir Guð án þess að hann biðji um að þá gengur það ekki nema um stund. 

Menn hafa oft verið settir í guðatölu og menn tekið aðra menn sem guði.  En svo er Guði fyrir að þakka að sumt fólk ljær ekki máls á að nokkur setji sig slíkan stall.  Þessu ber að fagna:

„Postulasagan. 14. 10-15.  Og sagði hárri raustu: „Rís upp og stattu í fæturna!“ Maðurinn spratt upp og tók að ganga.  Múgurinn sá hvað Páll hafði gert og tók að hrópa á lýkaónsku: „Guðirnir eru í manna líki stignir niður til okkar.“  Kölluðu þeir Barnabas Seif en Pál Hermes því að hann hafði orð fyrir þeim.  En prestur í hofi Seifs utan borgar kom með naut og kransa að borgarhliðunum og vildi færa fórnir ásamt fólkinu.  Þegar postularnir, Barnabas og Páll, heyrðu þetta rifu þeir klæði sín, stukku inn í mannþröngina og hrópuðu:  „Menn, hví gerið þið þetta? Við erum menn eins og þið, og flytjum ykkur þann fagnaðarboðskap að þið skulið hverfa frá þessum fánýtu goðum til lifanda Guðs sem skapaði himin, jörð og haf og allt sem í þeim er.“

Hér lesum við um fólk sem er ekki á alveg réttum stað.  Það verður vitni að kraftaverki á manni sem það vissi að hafði alla sína tíð verið lamaður og aldrei verið fær um að ganga.  En þarna gerist undur og stórvirki er það horfir á sama mann rísa á fætur og ganga eins og allt hitt fólkið líka gerði.  Fæturnir voru styrkir og ekki bar á neinni heltu né neinu slíku.  Menn verða frá sér numdir og - eins og stundum vill brenna við hjá okkur - vilja setja mennina sem voru notaðir til þessa kærleiksverks í guðatölu. 

Ljóst er að það sem við horfum á hér er ekki nýtt og viðhorfið í hópnum nýtt vín sett á gamla belgi.  Sem auðvitað sprungu og gerðist er Páll tekur á sig rögg, rífur klæði sín, og stekkur inn í mannþröngina til að leiðrétta vitleysuna sem upp er komin og biður menn um að láta af þessu hégómlega og gagnslausa verki og snúa sér af til lifandi Guðs, eins og líka öll boðun í Jesú nafni snýst um að gert sé.  Hann heitir Jesús.  Að hefja menn til skýja er ekki nýtt heldur hefur verið hluti vandans gegnum alla kirkjusöguna.

Nú er talað um nýja siðbót í kirkjunni.  Fyrri siðbót gerðist með Marteini Lúter sem Guð hóf upp gegn kenningu Kaþólsku kirkjunnar sem kominn var út af veginum og með vald orðið í samfélaginu sem Guð bað aldrei um.  Þetta var brotið á bak aftur með verkum Lúters og kirkjan aftur færð Jesús.  Upp úr þeim átökum öllum varð til hin Lúterska kirkja.  Hvað sem segja má um hana.

Eins og ég sé þessa nýju siðbót að þá fellst hún í falli stóru Pastoranna sem nú eru uppi.  Þegar talað er um stóru Pastoranna er átt við menn sem einhverra hluta vegna söfnuðirnir horfa til og á vissan hátt fylgja eins og sjálfum Guði.  Fyrir nokkrum árum komu orð til mín um að „Tími stóru Pastoranna væri liðinn“- og skildi ég að átt væri við að menn hættu senn að horfa til mikileika manna en snéru augum sínum til hins upprisna Drottins.  Tilhneiging fólks er að elta það sem það sér.  Trúin býr í brjóstinu og fyrir trú vora og með vorum andlegum augum fáum við séð Krist.  Jesús er málið.  Góðir tímar framundan.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

15 september 2018

Merkilegt er að þó trú sé til staðar er hún oft furðu fljót að fara og verða að engu, áttum við okkur ekki á kringumstæðum og stöndum andspænis veruleika sem skyndilega kemur í veg okkar.  Er svona lagað ekki svolítið „haltu mér slepptu mér“ dæmi?  Efinn og tortryggnin og hugsunin um að „Þetta getur ekki verið rétt“- einhverveginn vill fylgja okkur.

Valdsmaðurinn Heródes á tíma Krists og síðar frumkirkjunnar, virðist hafa verið illur valdsmaður og oft unnið verk til að gera mönnum, fólkinu, til hæfis.  Segir frá því að hann hafi látið höggva Jakob, sem var bróðir Jóhannesar, vegna þess að fólkinu líkaði handtakan og er kominn með Pétur postula í strangt varðhald og ætlar sér að tala við hann næsta dag, bara til að afla sér vinsælda hjá Gyðingunum.  Um sekt og sakleysi virðist hann hafa látið sér í léttu rúmi liggja.

Söfnuðurinn fékk pata af verki Heródesar og kom allur saman á stað sem hann líklega oft hafði áður gert, til að biðja til Guðs síns fyrir Pétri:

„Postulasagan. 12. 6-10.  Nóttina áður en Heródes ætlaði að leiða hann fram svaf Pétur milli tveggja hermanna, bundinn tveim fjötrum, og varðmenn fyrir dyrum úti gættu fangelsisins.  Allt í einu stóð engill Drottins hjá honum og ljós skein í klefanum. Laust hann á síðu Pétri, vakti hann og mælti: „Rís upp skjótt!“ Og fjötrarnir féllu af höndum hans.  Þá sagði engillinn við hann: „Gyrð þig beltinu og bind á þig skóna!“ Hann gerði svo. Síðan segir engillinn: „Far þú í yfirhöfn þína og fylg mér!“ Hann gekk út og fylgdi honum. En ekki vissi hann að það var raunverulegt sem gerst hafði við komu engilsins, hann hélt sig sjá sýn.  Þeir gengu nú fram hjá innri og ytri verðinum og komu að járnhliðinu sem farið er um til borgarinnar. Laukst það upp af sjálfu sér fyrir þeim.  Þeir fóru út um það og gengu eitt stræti en þá hvarf engillinn allt í einu frá honum.“-

Búið var að myrða Jakob og Pétur máski næstur í röðinni.  Sjá má að aðstæður Péturs eru ískyggilegar.  Á meðan öllu þessu fer fram er hópur trúaðra að bera bæn fram fyrir lifandi Guð.  Hér sjáum við skírt bænasvar hópsins.  Við áttum okkur á að Pétur sé í verulegum vandræðum og óviss um allt hvað sig sjálfan áhrærir en sleppur vegna bæna hópsins.  

Svo birtist sá sem hópurinn er að biðja fyrir við dyrnar og konan sem ætlar að ljúka upp dyrum fyrir manninum, hún þekkti rödd Péturs, gerir það ekki heldur hleypur rakleitt aftur inn í fögnuði sínum og segir fréttina.  Hið merkilega við það mál allt saman eru viðbrögð fólksins sem enn er að biðja fyrir þessum manni sem nú stendur við dyrnar og alla inni rekur í rogastans yfir því sem konan segir.  Engin inni trúir orðum hennar og engin nema konan ein og af þeirri ástæðu einni að hafa áður þekkt rödd Péturs.  Líklegt er að þrátt fyrir heita og einlæga bæn hafi samt óttinn einhvervegin legið yfir hópnum.  Hann er lúmskari en margur gerir sér grein fyrir.

Merkilegt.  En samt ekki því að bara svona er hjarta manns í hnotskurn.  Það grípur ekki sem fyrstu viðbrögð sín við atburðum til trúarinnar heldur þvert á móti efans, tortryggninnar og alls þess sem trúin er endalaust að reyna að vinna úr hverri manneskju og koma þar fyrir heilsteyptri trú.  Bænasvarið stóð úti fyrir dyrum en komst ekki einu sinni inn til þeirra fyrr heldur en örlítið síðar vegna efans sem greip um sig í stofunni sem fólkið var saman komið í.  Samt var hópurinn biðjandi hópur og en við verkið er fregnin um bænasvarið berst honum.  Menn grípa þó strax í hornin á efanum þó engin sem lesi þurfi neitt að tortryggja að um annað en heita og einlæga bæn fyrir Pétri hafi verið að ræða augnablikin áður en á dyrnar er knúið og fast á þær barið.  Samt fyllist allt inni vantrú og tortryggni við því sem konan kemur hlaupandi með inn til þeirra.  Sumt þarf að breytast hjá okkur.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

14  september 2018

Tímann sinn tekur að koma á nýju eftir að vani og venjur hafa merkt sér allt umhverfi manna.  Menn vakna upp á morgnanna og ganga beint inn í þessar venjur og þennan vana og taka orðið eins og hverju öðru sjálfsögðu.  Þekkja þeir enda ekkert nema þetta form og eru fyrir löngu hættir að hafa á skoðun.  „Þetta bara er svona“ segja þeir.  Að tímann sinn taki að koma á breytingum er skiljanlegt þó misjafnt sé hve skjótt menn átti sig.

Jafnvel almáttugur Guð glímir við venjur og hefðir fólks er hann stígur fram með sínar áætlanir.  Við vitum að Friðarhöfðinginn var boðaður gegnum allt Lögmál Gyðinga sem stóð árhundruð og gerði að verkum að samfélag allt merktist þessum bókstaf, þó allur gangur væri á hvort menn færu eftir Orðum Lögmálsins.  Opinberlega reyndu menn.  Hvað skeði er engin sá til veit engin.  En þar vill Orðið líka vera.  Þegar engin sér er ekki gilt er kemur að lifandi Guði.  „Engin sér“- er ekki rétt tilgáta.  Hið rétta er:  „Guð sér.“

Kristur kom með fagnaðarerindið sem boðað hafði verið Gyðingum þó með öðrum hætti væri gegnum alla göngu þeirra með Lögmálinu.  Þeir vissu af þessum Fagnaðarboða og væntu hans og hlökkuðu til að fá hann til sín sem leysti þá út úr sínum endalausu og ítrekuðu ánauðum sem þjóðin þoldi af völdum þjóða í kringi sem oft fóru illa með þá og tóku og notuðu sem ókeypis vinnuafl fyrir sig og þrælkuðu öldum saman.  Samanber Egyptaland sem Móses var sendur inn í til að leysa þá undan allri þrælkuninni sem stóð í fjögur hundruð ár.  Allt líf fólksins var orðið merkt þessu og hugsun um að einhvertímann myndi þetta breytast æ fjarlægari og ágerðist eftir því sem lengra leið.  Allt eðlilegt.  Samt hafði Guð talað lausn og breytingar.  Svo kom Móses og gerði vilja Guðs með þessa þjóð.  Við þekkjum söguna og vitum að fæstir er á leið voru sérlega hrifnir.  Samt var engum af þeim leyft að snúa aftur til Egyptalands þó þeir margoft bæðu um.  Engin annar en Guð stóð þar í gegn.  Guð vissi betur og kom þeim þangað sem hann alltaf ætlaði.  En ekki var það þrautalaust fyrir líklega nokkurn mann í búðunum að skilja hver tilgangur Guðs með þá væri.  Vaninn og venjurnar vinir eru ægilegt afl í lífinu og hitt að maðurinn sjái ekki lengra nefi sínu.

Sama var er boðberar fagnaðarerindisins komu fram og búnir að fyllast Heilögum Anda og komnir með kraftinn sem til þurfti í verkið.  Frumkirkjan mætti allskonar sem við í dag líklega þurfum ekki svo mjög að berjast við og berjast fyrir af þeirri ástæðu að dropinn holi steininn.  Hver í dag sem tilheyrir Kristi veit ekki að honum er heimillt að eta hvað fæðu sem hann sjálfur vill en var eitt af því sem frumkirkjan þurfti að eiga við hjá sér.  Fyrir kirkjuna hefur margt áunnist en tók samt tímanns sinn að koma á vegna venja og hefða sem fyrir voru:

„Postulasagan. 11. 12-18.  Samstundis stóðu þrír menn við húsið sem ég var í, sendir til mín frá Sesareu.  Og andinn sagði mér að fara með þeim hiklaust. Þessir sex bræður urðu mér einnig samferða og við gengum inn í hús mannsins.  Hann sagði okkur hvernig hann hefði séð engil standa í húsi sínu er sagði: Send þú til Joppe og lát sækja Símon er kallast Pétur.  Hann mun mæla til þín orð sem munu frelsa þig og allt heimili þitt.  En þegar ég var farinn að tala kom heilagur andi yfir þá eins og yfir okkur í upphafi.  Ég minntist þá orða Drottins er hann sagði: Jóhannes skírði með vatni en þið skuluð skírast með heilögum anda.  Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og okkur er við tókum trú á Drottin Jesú Krist, hvernig var ég þá þess umkominn að standa gegn Guði?“  Þegar þeir heyrðu þetta stilltust þeir og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: „Guð hefur einnig gefið heiðingjunum kost á að snúa sér til sín og öðlast líf.“- þessir menn létu sannfærast af Orðum Péturs og opinberun og fögnuðu yfir Drottni og verkum hans.  Nú skildu þeir að öllum mönnum hverrar þjóðar sem er, er ætlað fagnaðarerindið og um leið fullur aðgangur að honum sem er Guð Gyðinga fyrir Jesús Krist.  Og með það veganesti störfuðu þeir eftirleiðis.  Og hver í dag efast um vilja Guðs að þessu leiti?  Samt varð að brjóta ís og gefa mönnum tíma til að sjá verkið réttum augum.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

12 september 2018 (b)

11 september 2018-

var 149. löggjafaþing formlega sett á hæstvirtu Alþingi íslendinga með ræðu forseta Íslands herra Guðna Th. Jóhannessyni sem verður að segjast eins og er að flutti ágætis ræðu.  Hann talaði meðal annars um að eitt hundrað ár væru liðin síðan Ísland öðlaðist fullveldi og:  Hvað er dýrmætara en heilsa og hamingja? Til hvers er fullveldi ef fólki líður illa? Hvað skiptir máli þegar allt kemur til alls?- lét herra forsetinn meðal annars hafa eftir sér úr púlti Alþingis setningardaginn og voru orð sem snertu ritstjóra og honum fannst afskaplega áhugaverð nálgun og vera orð til umhugsunar.  Sé ekki hamingja með í spilinu hjá þorra landslýðs er fátt sem aðrir menn gera sem mun gleðja þennan sama landslýð.  Orðið „landslýður“ er ekki neikvætt orð.

„Hvernig aukum við hamingjuna?“- er spurning sem sjálfsagt margir hafa velt fyrir sér og margir gera út á að svara og gefa fólki ráð til að fá nálgast hana og eignast hana.  Hamingja er ásköpuð og einstaklingsbundin.  Fátt er það sem ég get gert sem vekur öðrum hamingju nema þá helst að vera sjálf almennileg og traust manneskja.  Engin fær hamingju senda heim í pósti heldur þarf viðkomandi að skapa sjálfur aðstæður fyrir hana í hjarta sínu. 

Góð leið fyrir hamingju er að gera í að reka út af sér alla reiði.  Reiði er uppetandi afl sem ræðst á allt í hverri manneskju sem heldur henni glaðri.  Við sjáum að reiði og hamingja eru svarnir óvinir og vitum að mikið af reiði grasseri í voru samfélagi sem þó státar af svo mörgu góðu og svo mörgu sem fólk getur gert fyrir sig sjálft en slær samt ekki á alla þessa reiði sem er og gerir að verkum á óhamingja er meiri en þarf að vera.

Og hvað er hægt að gera til að sporna við reiði og hleypa meira af hamingju inn í lífið?  Hvað með fyrirgefninguna?  Hvaða álit hefur fólk á henni?  Hvað finnst því um hana?  „Gott að fyrirgefa“- segja menn.  Þeir mæla rétt en benda máski ekki á sig sjálfa um leið.  Gott er nefnilega fyrir mig að fyrirgefa.  Ef ég fyrirgef hef ég opnað vissa leið fyrir það sem er betra fyrir mig og mitt líf.  Og mitt líf skiptir mig máli.  Ekki satt?

Að sjá er afl fyrirgefningarinnar sem stendur ekki hátt skrifað í voru ágæta samfélagi og lítið gert með það né gildi þess heldur er mórallinn mikið í dag „Út með það“- með engan vott af fyrirgefningu í farteskinu sem þó er leiðin fyrir hamingjuna að komast að í einstaklingi sem allt málið skal snúast um.  Hamingjan fylgi einstaklingi.  Hamingjan getur ekki fylgt hópnum sem slíkum.  Margir hamingjusamir einstaklingar saman gera í annan stað hamingjusaman hóp.  Og allstaðar eru hópar á ferð.  En í hvaða ásigkomulagi eru allir þessir hópar?- er spurning sem vel má varpa fram. 

Við sjáum að við höfum leiðina, við höfum aðganginn að því sem betra er og þurfum því ekki að fylla hverja holu af reiði, af biturð, af vonleysi, af uppgjafahugsun og tali sem fæðir af sér sjálfsvígshugsanir einstaklinga, eins og maður heyri um í dag.  Og er svo sem engin ný frétt. 

Svona fer kæru vinir þegar Guðsvitundin fer þverrandi í hvort sem er voru samfélagið eða öðrum samfélögum manna og kvenna.  Leiðin til hamingjunnar er hverri manneskju opin og liggur í öllum tilvikum gegnum mátt fyrirgefningarinnar.  Hvernig sem þú horfir á málið og hver sem skoðun þín kann að vera er Drottinn Jesús samt svarið og hin rétta leið fyrir einstakling að fara.  Eftirfylgd við hann merkir:  „Betri leið.“- Amen.

 

 

 

 

12 september 2018

Ofsóknir gegn kirkju hófust þegar eftir gjöf Heilags Anda á Hvítasunnudag er lærisveinarnir voru allir saman komnir í Loftstofunni forðum og urðu fyrir áhrifum af gjöfinni sem Drottinn sagðist senda þeim og kallaði „Huggara- og Hjálpara.“  Eftir gjöfina stærstu hófst boðun og ofsóknir gegn kirkju.  Sá sem þar fór fremstur heitir Sál.  Hann óð inn í hvert hús og handtók fólk þessa vegar.  Hann þyrmdi engum heldur tók alla og gerði eins mikinn usla í röðum þeirra eins og hann frekast gat.  Var enda markmið þessa Sál að vinna spjöll í þessu unga samfélagi og hefði líklega gengið af dauðu ef Kristur sjálfur hefði ekki gripið í taumanna og lægt þennan einstakling, sem síðar kom í ljós, og hann viðurkennir sjálfur, að hafi gert af tómri vanþekkingu. 

Ekkert nýtt sagt hér og en býr kirkju Krists við svipaðar aðstæður og Postulasagan greinir frá og við lesum um í frásögunum af Jesús sjálfum er hann stóð á götum og hvar sem var og kenndi Guðs veg öllum sem heyra vildu en fékk á sig margskonar pústra frá fólki sem var ekki með á nótunum né heldur sá þennan mann sem fremsta mann til þessa sem Guð hafði sent fólkinu.  Enda sjálfur frelsarinn sem gæfi öllum líf.  Sumir meðtóku.  Aðrir meðtóku ekki og er enn með sama hætti. 

Fyrir kirkjuna er enn á brattan að sækja.  Kirkjulegt starf og boðun Orðsins viðgengst í dag eins og á öllum öðrum tímum sögunar og hefur gert frá sínum fyrsta degi vegna Krists sjálfs. Kirkja hefur aldrei verið í lægð en mis sýnilega fólki í hverjum samtíma, sem er annað mál.  Þar sem Kristur er að þar dalar ekkert.  Býr enda krafturinn í honum.  Fólks er að sækja í hann.

Aldrei tróð Jesús sér upp á nokkurn mann og þeir einir komu sem vildu hlusta og meðtaka.  Eða þeir voru þarna til að valda usla.  Ekkert nýtt heldur sagt hér og allt enn í gangi:

Postulasagan. 9. 1-5.  Sál hélt enn áfram að æða um með líflátshótanir gegn lærisveinum Drottins. Nú fór hann á fund æðsta prestsins og beiddist bréfa af honum til samkundnanna í Damaskus að hann mætti flytja í böndum til Jerúsalem þá er hann kynni að finna og væru þessa vegar, hvort heldur karla eða konur.  En þegar hann var á ferð sinni kominn í nánd við Damaskus leiftraði skyndilega um hann ljós af himni.  Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“  En hann sagði: „Hver ert þú, Drottinn?“  Þá var svarað: „Ég er Jesús sem þú ofsækir.“- Hér sjáum við fremsta andstæðing kirkjunnar sem hvað harðast lét að sér kveða í andstöðu sinni gegn kristnu fólki.  Hér sjáum við og að Kristur leyfir vissa andstöðu upp að vissu marki.  Einnig kemur fram að Sál vinni fyrir yfirvöld sem merkir að ofsóknirnar voru af völdum yfirvalda og einnig að ekki voru það þau sem stöðvuðu ofsóknirnar heldur valdið á himnum, sem er meira valdinu á jörðinni. 

Allt er þetta sett fram okkur sem uppi erum núna til hvatningar og uppörvunar því Kristur er hinn sami og velvilji hans til kristni og kristinna einstaklinga eins og við sjáum hér og lýkst upp fyrir okkur í verkinu sem Drottinn vann á þessum ágæta einstaklingi sem hann felldi af hestinum og blindaði um stundarsakir og gerði að einum af sínum öflugasta stólpa kirkjusögunnar og er með okkur til dagsins í dag gegnum Orð Nýja testamentisins.

Nokkurn tíma tók fólkið að meðtaka Sál sem varð Páll.  Það þekkti hann af engu nema illu og vissi til hvers hann væri kominn til Damaskus.  Ekkert nýtt heldur sagt hér því sannleikurinn er að okkur gengur verkið misvel að meðtaka annað fólk og sérílagi fólk sem einherra hluta vegna við teljum að hafi gert á hlut okkar.  Allt er sem sjá má á sínum stað og því engin ástæða til að hrófla neitt við Orði Guðs sem virkar jafn vel í dag og það gerði á tímum frumkirkjunnar.  Og verður víst aldrei neitt öðruvísi.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

11 september 2018

11 september 2018 setti sjötti forseti Íslands herra Guðni Th Jóhannesson 149. löggjafaþing íslendinga.  Í tilefni þess þótti honum viðeiganda að minnast á að landið fékk fullveldi fyrir einni öld (1918) sem í stóra samhenginu er ekki langur tími.  Á eitt hundrað árum hefur margt breyst og efni landsmanna margfaldast.  Ísland telst í dag til efnaðra þjóða.

Fyrir eitt hundrað árum var hér en talsvert um fátækt og þeir tímar máski en við líði að spotti og spýtukubbur á förnum vegi væri eitthvað sem ástæða þótti til fyrir menn að beygja sig niður eftir til síðari nota.  Fyrir eitt hundrað árum er samt hafin í landinu útgerð togara sem vissulega gerðu margan manninn bjartsýnan um framtíð lands og þjóðar.  Máski er togaraútgerðin sem þá hófst fyrsta stóriðjan sem í gang fer í þessu landi.  Togararnir og útgerði kringum hana, fiskvinnslan og það mál allt saman, hefur gríðarlegt vægi í sögu þessa lands og teygir anga sína til dagsins í dag af þeim grunni sem þá var lagður.  Á þeim tíma byrjuðu menn að skilja gildi peninga og hvernig best væri með þá að fara.  Allt tók þetta tímann sinn og er sinn lærdómur sem þjóðin í dag á margan máta nýtur góðs af og mætti kannski betur halda á lofti.

Með komu togaranna um og eftir aldamótin 1900 fara menn fyrst að sjá laun sem segja má um að séu alvöru laun sem ómenntað fólk, hásetar á skipunum, þáðu og urðu með þeim jafningjar í launum á við ráðherra í ríkisstjórninni.  Svona var þá talað.

Fyrir eitt hundrað árum voru hér engar samtryggingar eins og þekkist í dag.  Engin Tryggingarstofnun til sem bauð fólki framfærslu sem hlekktist á í lífinu.  Engar ellilífeyrisbætur úr sjóðum hins opinbera og fólk sem komst á aldur framfleytti sér eins og best það gat og gerði á eigin spýtur eða þáðu aðstoð afkomenda sinna, væru þeir tiltækir.  Vatnberarnir sem reykvíkingar höfðu hjá sér í áratugi og vatnsveitukerfi borgarinnar, er því var komið á legg, leysti af, var allt gamalt útslitið fólk af vinnu sinni og bar til bæjarbúa vatnsbirgðir og þáðu að launum hvort sem var matarögn eða lítilræði af fé. 

Frá því fyrir eitt hundrað árum hefur vissulega margt breyst.  Þá að dæmi sé tekið eru áhöld um að ríkið væri í stakk búið né með getu til að veita fátæku fólki neitt nema lágmarks framfærslu og líklega enga.  Á þeim tíma voru þessi mál leyst með öðrum hætti og máski þeim að koma fólki sem eitthvað kom fyrir hjá í lífinu fyrir hjá öðrum.  Oft, ættingjum, eða bændum til sveita, og ríkið ekki í neinni aðstöðu til að greiða fátæku fólki og öryrkjum, orðið „Öryrki“ var ekki til í málinu fyrir eitt hundrað árum, laun til að þetta fólk gæti framfleytt sér með einhverju sem kallast „Mannleg reisn“ og meiri en henni sem því fylgir að vera komið fyrir annarstaðar, að sér sjálfu jafnvel forspurðu. 

Heimili ekna hvort sem þær voru með fá eða mörg börn á framfæri að oft voru þau heimili leyst upp og fólkinu komið fyrir hist og her og úræði ekki önnur.  Fyrir eitt hundrað árum voru mál enn með þeim hætti afgreidd í þessu landi en þekkist sem betur fer ekki lengur.  Á þessum árum eru sjóslys tíð og mannskaði talsverður í sjómannastétt og ekki óalgegnt í landinu að konur yrðu ekkjur með ung börn hjá sér en enga fyrirvinnu og eina úræðið að splitta heimlinu og koma fólkinu fyrir á nokkrum stöðum. 

Allt hefur þetta gerbreyst á þessum eitt hundrað árum frá fullveldisdeginum.  Allar breytingar sem orðið hafa eiga rætur sínar að rekja til starfsemi hæstvirts Alþingis íslendinga því til að breytingar geti orðið þurfa fyrst að vera til lög um þær.  Og lög setur Alþingi íslendinga og hefur eitt heimild til.

 

 

 

 

10 september 2018

Að sjá

eigin tíðaranda og skilgreina rétt er erfiðara verk en margur hyggur og líklega óvinnandi nema gegnum opinberun frá himnum.  Gömul saga er og ný að sumt í samtímanum sé mönnum hulið hver hinn raunverulegi tilgangur sé.  Við heillumst, við hrífumst, við sogumst með og hrópum með öllum hinum hrópunum en gerum okkur ekki alveg nógu vel grein fyrir því að er tíðarandi sem jafnvel er búin til af illskunni sjálfri sem er að koma sér fyrir en þarf fyrst að soga mannskapinn að sér.  Þarf það enda fólk af holdi og blóði til að framkvæma sín illskuverk.  Hve mörg okkar áttum okkur á þessu?  Gerum við það að þá sjáum við líka veikleika í mannkyni sem þarfnast styrks Guðs.

Til var fólk sem sá gegnum Hitler og vissi að kæmist hann yrði að myrkrið mikið.  Þessu mátti afstýra en þó ekki nema með fólki sem kæmi gegn.  Hinir sem aðhylltust voru fleiri og með tímanum komst hann til valda gegnum ofbeldi á götum.  Einnig framkvæmt af fólki.  Af hverju?  Fólkið sá ekki lengra en nef þeirra náði né þær fimmtíu milljón manneskja sem seinni heimstyrjöldin myrti.  Tíðaranda er mikilvægt að sjá rétt. 

Að Kristur skuli taka okkur að sér eru ekkert nema forréttindi.  Það er hann sem fær okkur til að skoða og skilja tíðaranda hvers tíma og að sjá hvert stefni.  Og hann gerir meira.  Gefur okkur trú og segir um hana að hún sé nauðsýnleg.  Einmitt vegna tíðarandans sem ríkir og gengur með okkur og við með honum og getum fátt annað.  Hann bara er þarna.  En Kristur er þarna líka sem trúin segir um að viti hvað morgundagurinn beri í skauti sínu og hvernig framtíðin líti út og hvar við verðum staðsett í henni á hinu og þessu æviskeiði.  Þú sérð að þar sem þú ert núna er engin tilviljun né heldur kringumstæður þínar.  Allt uppskera af sáningu.  Gott sæði.  Góður ávöxtur.  Vont sæði.  Vondur ávöxtur.  Hvoru megin ertu?  Sjáum við nokkuð gildi eigin trúar og gildi þess að fylgja ráðum Krists?  Trúin fær snúið á öfugsnúinn tíðaranda með því að hún mögulega segir okkur hvað sé í gangi í honum.  Og við byrjum að hlusta á ráð Jesús frekar en ráð manna:

„Mattuesarguðspjall. 17.  Meðan Pétur var enn að tala skyggði yfir þá bjart ský og rödd úr skýinu sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.  Hlýðið á hann!“- Skír orð sem engin misskilur.  Annað er hvort hann trúi orðunum og sjái tilganginn?

Kristur mætti allri mögulegri andstöðu sem að lokum leiddi hann upp á krossinn þar sem hann dó vegna tíðaranda sem þá var uppi sem sá ekki verk Guðs í þessum manni heldur gerði við hann allt sem fólkið sjálft vildi.  Hafði þeim eins farist með alla þessa spámenn sem Guð sendi til þeirra á undan eingetnum Syni sínum.  Allt vegna þess að menn eru uppteknari af sjálfinu og huga ekki að því sem Guðs er heldur þess sem er manna.  Segir enda Kristur hver sé höfðingi þessa heims.  Einnig vitum við að höfðingi heimsins notfærir sér hold og veiklundaðan vilja manneskja sem sveigja má að vild.  Sé því að skipta:

„Postulasagan. 7. 36-39.  Það var Móse sem leiddi þá út úr Egyptalandi og gerði undur og tákn á Egyptalandi, í Rauðahafinu og á eyðimörkinni í fjörutíu ár, þessi sami Móse sem sagði við Ísraelsmenn: Spámann eins og mig mun Guð láta koma fram úr hópi ættmenna ykkar.  Það var hann sem var í söfnuðinum í eyðimörkinni, ásamt englinum sem talaði við hann á Sínaífjalli, og með feðrum vorum.  Hann tók á móti lifandi orðum að gefa okkur.  Eigi vildu forfeður vorir hlýðnast honum heldur hrundu honum frá sér og þráðu í hjörtum sínum Egyptaland.“- Stefán talar.  Um hann segir Orðið að hafi verið fullur af trú.  Samt gerðist það að þeir sem ræðu hans heyrðu réðust allir sem einn gegn honum og grýttu.  Af hverju?  Sáu ekki tíðaranda sinn rétt og höfðu enga opinberun um hann né það sem var að gerast vegna þess að þrátt fyrir að lesa ritninguna daglega var það meira af skyldurækni gert en trú.  Verkin voru í samræmi við það og holdsins verk.  Dauði Stefáns er enn eitt morðið á kristnum manni.  Við þurfum Jesús.  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

8 september 2018

Hvað menn

geri upp á eigin spýtur er ekki annarra að hlutast of mikið til um.  Auðvelt að hafa á skoðun.  Samt eru menn sjálfráðir.

Sagt er frá því í Postulasögunni fjórða kafla að fólkið í frumkirkjunni hafi átt allt sameiginlegt og engin talið neitt vera sitt.  Og að í hópnum hafi ríkt eitt hjarta.  Einnig kemur fram að engum sem tilheyrði þessu samfélagi hafi skort neitt.  Stórkostlegt.  Hið áhugaverða hér er að það sem til var og frá meðlimum safnaðarins komið eru allt sjálfviljugar gjafir.  Sem sagt:  „Ég þarf ekki lengur á þessu að halda fyrir mig og ætla því að koma þessu til safnaðarins, sem gæti þá nýtt þetta.“- Þetta er annað heldur en bein og eða óbein tilskipun:

„Postulasagan. 4. 36-37.  Jósef, Levíti frá Kýpur, sem postularnir kölluðu Barnabas, það þýðir huggunarsonur, átti sáðland og seldi, kom með verðið og lagði fyrir fætur postulanna.“- Við sjáum hér mann sem velur fyrir sig að selja sáðland það sem hann átti og koma með andvirðið eins og það leggur sig inn í söfnuðinn og fær fólkinu, sem leiddi, peninga þessa sem á eftir ráðstafar þeim hyggilega. 

Þarna samt virðist hafa farið af stað keðjuverkun á meðal hópsins sem leiðir til þess að menn hafi byrjað hver um annan þveran að selja allar eigur sínar og gera eins og þessi merkilegi Jósef gerði og búa til sjóð úr þessum seldu eignum handa söfnuðinum að moða úr.  Munum að Jósef er í fyllsta rétti.  Hann rétt eins og ég og þú erum eigendur eigna okkar og heimilt að gera með þær hvað sem við viljum.  Og líka gefa þær.  Hugnist okkur slíkt.  Engin þvingun, engin binding bara ákvörðun tiltekins einstaklings.  Punktur á eftir.

Ekki er að sjá að Drottinn hafi neitt verið að biðja um þetta með þessum hætti né á nokkurn hátt ýtt á menn um þetta verkslag.  Hugsunin sem upp er kominn í hópnum er að draga sig út úr samfélaginu og lifa út af fyrir sig.  Sem þá kristnir einstaklingar.  Svo sem falleg hugsun og það allt saman en er samt svolítið mikið á skjön við það sem Kristur gerði á meðan hann enn dvaldi á jörðinni sem eins og vitað er, eyddi stærstum parti tíma síns innanum fólkið. 

Við þekkjum söguna af Ananíasi og Safaríu sem áttu eign og seldu í sama tilgangi og öll hin en ákveða sín á milli að koma bara með hluta andvirðisins til Péturs og postulanna og leggja fyrir fætur þeirra.  Og hví breyttu fólkið með þessum hætti?  Ætli það hafi ekki verið af þeirri ástæðu einni að vera hreint ekki sammála slíku verkslagi og máski látið leiðast út í söluna af þeirri hugsun að svo margir í hópnum seldu. 

Í dag og eftir því sem opinberunin á þessu verkslagi þarna í frumkirkjunni gerist meira sér höfundur æ oftar hreint klúður og ekkert annað eftir að söfnuðurinn almennt fer út á þessa braut, líkt og Orðið greinir frá.  Jósef aftur á móti gerir verkið rétt.  Hann gaf með hjartanu og gaf af trú sinni, sem enn er hið rétta verkslag er kemur að gjöfum til safnaðarins og það sem Guð vill fá frá okkur mönnunum.  Segist hann enda elska glaðan gjafara.  Glaður gjafari hugleiðir ekki að stinga hluta andvirðisins undan..

Með öðrum orðum að þá vertu í hjarta þínu sammála að gjöf sú sem þú hyggst gefa til kirkjunnar sé virkilega það sem þú vilt sjálf/ur.  Jósef var þessi maður.  Ananías og Safaría ekki.  Voru þau þá verra fólk en hinn heiðursmaðurinn?  Nei!  En í grunninn með aðra skoðun en létu máski leiðast af öllum hinum.  Eins og stundum vill brenna við hjá okkur.  Kannski réði ríkjum þeirra eigin ósjálfstæði.  Máski var ástæðan önnur.  Ljóst er að þau voru ekki sammála verkslaginu og guldu fyrir með lífi sínu.  Við þekkjum söguna.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

7 septemeber 2018

Merkilegt er

hvað mönnum fær stundum dottið í hug af blindunni einni saman og máski líka vonleysinu yfir að ráða ekki vel við aðstæður sínar. Í slíkum tilvikum gerist eitthvað í hjartanu og hugnum þess valdandi að maður kannski stendur raunverulega kyrr og spyrjandi sjálfan sig: „Hvað er hægt að gera til að sporna við...“- sem og geta verið allskonar uppkomnar aðstæður. Er það ekki akkúrat á slíkum stundum sem Drottinn helst af öllu vildi fá verkefnið yfir til sín og losa byrðar af fólki? Sannleikurinn er að öll einhverju sinni höfum staðið á þessum stað að vera ráðalaus. Páll var þar líka og viðurkennir:

„Galatabréfeið. 4. Ég vildi ég væri nú hjá ykkur og gæti talað nýjum rómi því að ég er ráðalaus með ykkur.“- Þarna er Páll með einhverja þvergirðinga sem honum gengur illa að tala til svo þeir skilji ræðu sína og er við að gefast upp á verki sínu.

Þegar boðunin var að fara af stað í veröldinni og fyrstu starfsmenn kirkjunnar teknir að starfa að þá mætir þeim sama og Kristur gat átt von á hvar sem hann valdi að koma fram og tala eins og honum var tamt. Þessir menn, lærisveinar Jesús, eru undir sama Anda og Kristur og gera sömu verk. Varðforingjar helgidómsins og saddúkear, komu sturlaðir að þeim fyrir að vera að kenna í Jesús nafni.

Ástæðu komu mannanna vitum við að er vegna manns sem alla tíð hafði verið lamaður en fékk þrótt og styrk í líkama sinn af verkinu sem Pétur vann í Jesús nafni. Málið var ekki alvarlegra heldur en þetta en er samt þess valdandi að hann og fólkið sem með honum var er sett í varðhald yfir nóttina og málið afgreitt næsta dag:

„Postulasagan. 4. 8-11. Þá sagði Pétur við þá, fylltur heilögum anda: „Höfðingjar þjóðar okkar og öldungar, með því að við eigum í dag að svara til saka vegna góðverks við sjúkan mann og gera grein fyrir því hvernig hann sé orðinn heill, þá sé ykkur öllum kunnugt og öllum Ísraelslýð að í nafni Jesú Krists frá Nasaret, þess er þið krossfestuð en Guð uppvakti frá dauðum, í hans nafni stendur þessi maður heilbrigður fyrir augum ykkar. Jesús er

steinninn sem þér, húsasmiðirnir, virtuð einskis, hann er orðinn að hyrningarsteini.“- Sem sagt Pétur skellir á þá sannleikanum og segist vera hér vegna góðverks á manninum sem fékk lækningu í nafninu Jesús Kristur. Alvarlegra var nú málið ekki en þeir í sínu ástandi eru ekki alveg að sjá heldur leifa heiftinni og blindunni að tala.

Viðbrögð þeirra sem handtóku þá og yfirheyrðu gefur til kynna algert ráðaleysi um hvernig megi kveða þetta niður til að menn láti af að tala meira í nafni Jesús í áheyrn fólksins. Vissu ekki að auðveldara væri fyrir himinn og jörð að farast og hverfa en að þetta nafn Jesú hætti að óma og hljóma í eyrum þjóðanna: „Hvað eigum við að gera“- gætu þeir hafa sagt í örvæntingu sinni.

Á akkúrat þessum stað vill Guð grípa inn í. En hverjum af þeim datt Guð í hug mitt í heiftinni og reiðinni og blindunni sem greip þá vegna verksins sem Pétur og flokkur hans gerðu? Sáu ekki læknaða manninn sem allir vissu að alla tíð hafði verið lamaður ganga um styrkan og eins hver annar sem fór torgið. Þessum mönnum var fyrirmunað að koma auga á lífsgæðin sem sá lamaði var nú með í hendi en gat alls ekki gert sér í hugarlund að mundi nokkru sinni gerast. Alger blinda og algert ráðaleysi hjá liðinu sem stjórnaði:

„Postulasagan. 4. 12. Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur.“- Hefur eitthvað breyst? Veit ekki en veit þó að margt hjá okkur sé gengið úr skaftinu og að lagfæring sé Guðs verk og engra manna. Og þar er bænin hvað hjálplegust. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

 

 

6 september 2018

Hvað ætli

einkenni helst kristið fólk? Ekki gott að segja. Eru þær líklega persónubundnar en sameiginlegar að því leiti til að komið er eitt höfuð yfir sem framvegis mun vísa vegin og við vitum að er Kristur. Allavega að þá breytist það ekkert í andlitinu og heldur áfram sömu hæð og áður var þó Kristur sé orðin þeirra hlutskipti. Menn þekkja áfram röddina og jafnvel suma takta og kæki sem fólk sumt venur sig á. Ætli einkennin séu ekki samt þau helst að hugurinn hafi tekið nokkrum stakkaskiptum og viðhorf til manna og margra málefna sömuleiðis?

En samt hefur eitthvað það gerst sem sá og sú sem gengur með Jesús veit að er ekki eins og var. Á nákvæmlega hvað, er ekki alltaf auðvelt að benda fingri á.

Við sjáum hvað skeði er Kristur var að velja sína fyrstu lærisveina til verka, sama fólk og síðar á ferlinum bjuggu til mynd af kirkjunni á jörðinni, ef svo má segja, að hann kallaði til þeirra um að fylgja sér án þess að fyrst útskíra fyrir fólkinu hvað fyrir honum vekti, nema kannski það að eftirleiðis skyldu þeir menn veiða. Og þeir bara hættu fyrri verkum og starfi sem fram að þessu hafði verið þeirra starfsvettvangur og lifibrauð og fylgdu honum. Af hverju öðru nema vissri hugarfarsbreytingu sem orðin er hjá þessum mönnum þó margt framundan væri sveipað vissri þoku sem erfitt var að rýna gegnum til að sjá vel inn í. Þeir raunverulega ganga inn í framtíðina án þess að vita hvert stefndi. Seinna gerðu þeir sér grein fyrir að Kristur vissi hana og hvar þeim bæri niður í henni. Að fylgja Kristi er í alla staði merkilegt. Og þó ekki skilji maður alltaf allar sínar kringumstæður segir trúin samt að allt sé með tilgangi til góðs.

Seinna jókst svo skilningurinn á ýmsu sem menn gerðu og trúin og opinberunin litu á sem vanþekkingu fólksins:

„Postulasagan. 3. 15-19. Þið líflétuð höfðingja lífsins en Guð uppvakti hann frá dauðum og að því erum við vottar. Trúin á nafn Jesú gerði þennan mann, sem þið sjáið og þekkið, styrkan. Nafn hans og trúin, sem hann gefur, veitti manninum þennan albata fyrir augum ykkar allra. Nú veit ég, systkin, að þið gerðuð það af vanþekkingu, sem og höfðingjar ykkar. En Guð lét þannig rætast það sem hann hafði látið alla spámennina boða, að Kristur hans skyldi líða Takið því sinnaskiptum og snúið ykkur til Guðs svo að hann afmái syndir ykkar.“-

Þegar Pétur heldur þessa ræðu yfir fólkinu sem á staðnum var hefur hann öðlast skilning á að verkið sem fólkið vann sé af vanþekkingu og að sama gildi um ráðamennina sem æstu upp þetta sama fólk gegn Jesú og fengu til liðs við sig í að fremja þetta voðaverk á saklausri manneskju. Afsakar verkið að sjálfsögðu ekkert en útskírir máski verknaðinn. Pétur talar af opinberun Andans sem trúin gefur honum leifi til að öðlast. Opinberunin er hluti og partur trúar manneskju. Án trúar hefði Pétur aldrei getað talað með þessum hætti. Viss viðhorfsbreyting er kominn til Péturs af trúnni og engu öðru.

Við sjáum að breytingarnar sem verða á fólki sem kemst til trúar getur verið erfitt að sjá og jafnvel fyrir það sjálft að átta sig á en eru samt þarna. Gangan og tíminn með Kristi hefur burði til að koma með ljós á eitt og annað sem vekur skilning á. Hrifningin og blessunin koma kannski seinna í teitið:

„Postulasagan. 3. 19-21. Hann á að vera í himninum allt til þess tíma þegar Guð endurreisir alla hluti eins og hann hefur frá alda öðli látið heilaga spámenn sína boða. Móse sagði: Spámann líkan mér mun Drottinn, Guð ykkar, kalla fram úr hópi bræðra ykkar. Á hann skuluð þið hlýða í öllu er hann talar til ykkar.“-

Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

5 september 2018

Kristur kom

ekki bara til að uppfylla Lögmál Gyðinga heldur líka fá allan heiminn fyrir sig og sinn eingetna Son Jesús Krist.  Þegar talað er um “Heim allan“- er auðvitað átt við fólkið sem þar lifir og hrærist.  Kristur dó fyrir fólk og kom til að sækja fólk sem Faðirinn áður hafði komið með til hans.  Fram að komu Drottins og þess verks sem hann vann hér á meðal okkar höfðu Gyðingar á Guði einkarétt.  Á þeim dögum höfðu aðrar þjóðir ekki aðgang að honum.  Með þeim einum stóð hann. 

Svo kom Kristur og opnaði öðrum leið að sér og þar með opnum armi Föðurins.  Og allir vita að heimurinn samanstendur af allskonar máli og mállýskum og gerir að verkum að menn skilja ekki mál hvors annars nema fyrst læra það.  Eina málið sem þeir hafa á hreinu er tungumálið sem þeir fæðast inn í.  Þetta veit auðvitað Jesús:

Postulasagan. 2. 7-12.  Menn voru frá sér af undrun og sögðu: „Eru þetta ekki allt Galíleumenn sem hér eru að tala?  Hvernig má það vera að við, hvert og eitt, heyrum þá tala okkar eigið móðurmál?  Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm.  Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs.  “Allir voru furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: „Hvað getur þetta verið?“  En aðrir höfðu að spotti og sögðu: „Fólkið er drukkið af sætu víni.“-

Hér kemur fram að Guði er ekkert ókunnugt og viti að til að gagn sé að hverskonar ræðu verði fólk fyrst að skilja hana.  Þetta sýnir hann og líka mætir má segja í fyrstu alþjóðlegu predikuninni sem fram fer í veraldarsögunni er lærisveinarnir stigu fram á svalirnar eftir gjöf Heilags Anda á Hvítasunnudag og mæltu Guðs Orðið og ekki bara á máli Gyðinga heldur á öllum þeim tungumálum sem þar var að finna því fram kemur að á annan tug manneskja standa frami fyrir staðnum sem lærisveinarnir komu.  Og allir skilja það sem fram fór vegna þess að hver og einn fékk ræðuna á sínu eigin máli.

Hér er komin fram mynd af því hver vilji Guðs sé með Orð sitt að það sé fáanlegt á öllum tungumálum.  Þetta er líka mynd upp á túlkun ræðunnar komi til lands predikari frá erlendu landi.  Að túlka ræðuna ekki segjum yfir á íslensku, er ekki vilji Guðs, samkvæmt því sem hér kemur fram.  Og ætli íslendingum þætti ekki einkennileg væri Biblían ófáanleg á íslenskri tungu og að ræðan, segjum í kirkjunni, væri flutt á annarlegu máli fyrir kirkjugesti og án þess að hún væri þídd á vort ylhýra mál?  Þetta var það sem skeði á svokölluðum Myrku Miðöldum“- er prestar Kaþólsku kirkjunnar fluttu predikunina á Latínu sem engir skildu nema þeir einir og höfðu, svo sem rétt þídda, á máli sem einnig almenningur gat ekki lesið.  Allir sjá að uppbygging trúar er útilokuð við slíkar aðstæður og einnig að með þessum hætti er berlega brotið gegn því sem við lásum hér ofar og fólkið staðfestir með því að viðurkenna að hafa fengið ræðuna hver á sínu eigin tugumáli.  Og var það ekki akkúrat þetta sérstaka atriði sem vakti því hvað mestu undrun.   

 

 

 

 

4 september 2018

Vinna er nokkuð sem fylgir.  Vinna er út um allt og tengist ekki neinu einu.  Bara það að klæða sig í fötin árla dags er vinna.  Góðverk er vinna og vondu verkin einnig.  Engin vinna og ekkert skeður.  Hvar stæði veröldin ef engin ynni og hefði aldrei gert?  Hér væri ekki nokkur skapaður hlutir annað en hangandi fólk án markmiðs.  Meira að segja það að eiga sér markmið er vinna og fyrir flesta líklega hellingur af henni.

Kirkjan byggir á og býst við ákveðnu vinnuframlagi þegna sinna.  Hún hefur margvísleg störf í boði sem eins og annarstaðar viðgengst kallar á fólk.  Og kirkjan heldur velli og hefur gert í árþúsundir vegna þess að fólk fæðist og deyr og að einhverjir í hverri kynslóð eru tilbúnir til að gera viðvik í ranni kirkju til henni til viðhalds og auðvitað líka eflingar allrar trúar sem af starfinu vex.  Og þekkingin eykst.  Allt mikilvægt og nauðsýnlegt en ekkert af þessu væri samt til né í tiltæku formi ef engin hefði fengist til að sinna verkinu hvort sem var stutt eða lengi:

„Postulasagan. 1. 10-11.  Er þeir störðu til himins á eftir honum þegar hann hvarf, þá stóðu hjá þeim allt í einu tveir menn í hvítum klæðum og sögðu: „Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins?  Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“- Þeir sem þarna komu voru englar sem mættir voru á svæðið rétt eftir að Kristur er stiginn upp til Föðurins til að flytja fólkinu skilaboð.  Kannski var það ásetningur þeirra að koma ekki fram fyrr en eftir að Kristur sé horfin þeim augum til að gefa þeim eftirminnilegt andartak og okkur hinum með þeim er við lesum um þetta mikilvæga atriði í Nýja testamentinu.  Alltént koma þeir þá og hvetja þá sem voru á staðnum í raun og veru til bretta upp ermar og hefjast handa.  Segir að hann komi aftur eins og þeir sáu hann fara og „Að nú sé ballið fyrst byrjað og ekki sé eftir neinu að bíða.“  Fljótlega á eftir byrjar trúboð og predikun eins og við þekkjum hana og fellst í orðum með krafti:

„Postulasagan. 1. 12-13.  Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem frá Olíufjallinu, sem svo er nefnt og er í nánd við Jerúsalem, hvíldardagsleið þaðan.  Er þeir komu þangað fóru þeir upp í loftstofuna þar sem þeir dvöldust:  Það voru þeir Pétur og Jóhannes, Jakob og Andrés, Filippus, Tómas, Bartólómeus, Matteus, Jakob Alfeusson, Símon vandlætari og Júdas Jakobsson.“- Mennirnir sem sjá má taka þessa tvo menn á orðinu og drífa sig til staðarins sem þeir vissu að einhverjir af þeim hefðust við á og mæta aðgerðarlausu fólki og í ofanálag svolítið ráðvilltu um eigin framtíð.  Allt eðlilegt og vel skiljanlegt í ljósi þess sem áður hafði gerst kringum handtöku og krossfestingu Krists.  Líklegt er að þeir hafi tjáð hinum um hvað hjá sér hafi skeð og sagt fólkinu orðin sem þessir tveir menn tjáðu sig með. 

Þarna má segja að boltinn sé við að byrja að rúlla því frá því segir að Pétur hafi nokkru á eftir stigið fram og talað til hundrað og tuttugu manna hóps og segir honum afdrif Júdasar, sem svik Krist, annar Júdas var þarna líka og tilheyrði hann lærisveinahópnum sem eftir var.  Má segja að Pétur sé byrjaður að skipuleggja starfið því hann segir fólkinu að brýnt sé að fylla í skarðið sem Júdas skildi eftir sig í hópnum.  Koma þá fram nöfn sem eru Jósef, kallaður Barsabas, öðru nafni Jústus, og Matthías, sem við vitum að varð hlutskarpari hinum er kom að vali og er líka mynd upp á að vera með fólk í stöðum kirkjunnar.  Mattías þessi er hann sem skráði Mattheusasrguðspjall, fari höfundur rétt með.

Sem sagt að þá kemur berlega fram við lesturinn að kyrrstaða sé ekki það sem Kristur sé að biðja um í kirkju sinni heldur verk og vinnu sem fólk sem honum tilheyri ynni af hendi.

Jesús lifir!  Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

3 september 2018

Kristur er

líf okkar sem á hann trúum.  Við elskum hann og treystum honum fyrir okkur sjálfum.  Og það nægir hvort sem er mér eða þér.  Hvort einhver elski Jesú meira en við er ekki okkar að vera neitt að fást um.  Er enda erfitt um vik fyrir hvert og eitt okkar að meta slíkt né svara á neinn vitlegan máta.  Býr enda elskan í hjarta hvers einstaklings.  Og verður víst aldrei með neinum öðrum hætti.

Eftir að Jesús er upprisinn hitti hann lærisveina sína í nokkur skipti til að auðvitað þeir létu sannfærast um að hann væri í raun og veru upprisinn og að engin efi sé í gangi þeirra á meðal.  Um alltént þetta atriði.  Og sjón er sögu ríkari. 

Þeir sáu með eigin augum manninn sem þeir gengu samhliða í nokkur ár en höfðu, sumir af þeim, séð hanga á krossinum og deyja þar.  En svo reis hann upp og birtist sínu fólki upprisinn.  Og hann var með því uns að því kom að hann stigi upp til himins:

„Jóhannesarguðspjall. 21. 15-17.  Þegar þeir höfðu matast sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessir?  “Hann svarar: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.  “Jesús segir við hann:  „Gæt þú lamba minna. 

“Jesús sagði aftur við hann öðru sinni:  „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“ 

Hann svaraði:  „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“  Jesús segir við hann:  „Ver hirðir sauða minna. 

Hann segir við hann í þriðja sinn:  „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“  Pétur hryggðist við að hann skyldi spyrja hann þriðja sinni:  „Elskar þú mig?“  

Hann svaraði:  „Drottinn, þú veist allt.  Þú veist að ég elska þig.“  Jesús segir við hann: „Gæt þú sauða minna.“-

Kristur spyr Pétur hvort hann elski sig meira en hinir sem með honum séu.  Pétur svarar því ekki en segist sjálfur elska hann og svarar í þrígang.  Kannski og á einhverjum stað göngunnar hafði verið uppi metingur um akkúrat þetta atriði milli þeirra, þó ekki minnist höfundur þess að hafa lesið um það sérstaka atriði með beinum hætti.  Allavega spyr Drottinn sinn mann slíkra spurninga sem bendir til einhverskonar metings lærisveinanna um málið:

„Matt: 18.  1-5.  Um þetta leyti komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu:  „Hver er mestur í himnaríki?“  Jesús kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra og sagði:  „Sannlega segi ég yður:  Þér komist aldrei í himnaríki nema þér snúið við og verðið eins og börn.  Hver sem auðmýkir sig og verður eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki.  Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni tekur við mér.“-

Í versinu örlar á þessari hugsun hjá fólki Drottins að sjá má að hún alltént er til og máski skírir spurningar Drottins til Péturs og orðalagið á henni og eru þá um leið skilaboð til framtíðarinnar um þetta atriði og að hugsa ekki hærra en hugsa ber og er ekki léttvægt.  Orðið elska í trúarlegu tilliti er alltaf tengt beinu trausti okkar til Jesús og að hann sé hafður í fyrsta sæti lífs okkar og ekkert annað sé honum efra.  Já, hjá hverju og einu okkar.  Hvernig aðrir geri þetta skiptir okkur ekki máli og allur metingur um svona lagað er ekki merkt neinni visku og því gagnslaus umræða. 

Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

1 september 2018

Mikill æsingur

getur gripið um sig á vissum stigum mannlífsins sem allskonar sprettur af og ekki allt sérlega heilsusamlegt.  Oft er ástæðan að hver og einn á staðnum hefur etið upp eftir öðrum.  Úr verður eitthvað sem engin á eftir veit hvernig endi.  Engin skynsemi er í neinu.  Hrópin og köllin ein berast yfir svæðið.  Æsingurinn svífur yfir og með honum ólgan og allur atgangur sem af slíku ástandi kemur og orðið lífshættulegt að vera innanum.  Þegar svo er komið þarf ekki mikla viðbót til að upp úr sjóði.  Og hvað gerist þá? 

Ekki þarf að setja sig í sérstakan gír til að sjá þessa mynd uppdregna fyrir framan sig og Kristur kominn inn í höll Pílatusar sem fangi og allt fólkið fyrir framan höllina og látandi þar illa.  Hefði Pílatus sleppt Jesú lausum, eins og sagan segir að hann hafi sjálfur viljað gera, hefðu brotist út óeirðir með ófyrirséðum afleiðingum.  En vegna þess að Pílatusi var í raun sama um sekt og sakleysi fólks lét hann það eftir sem hrópin og köllin fyrir utan innihéldu.  Og fólkið fékk vilja sínu framgengt, sem og að morðingi væri sleppt sem það skömmu áður bað um að yrði heldur gefið frelsi en frelsaranum.  Hve oft fólkið hrópaði:  „Krossfestu hann“- skal ósagt látið en vitað að var oftar en einu sinni.  Við verðum hér vitni að heift af völdum ósköp venjuelgs fólks sem í engu er neitt örðuvísi en ég og þú.  Allt nefnilega getur hent alla.  Það, að æsa fólk skipulega upp, er gömul og þrautreynd aðferð sem virkar en er samt ekki góð leið að notast við:  „Allt er hey í harðindum“-segja sumir málum sumum til réttlætingar en auðvitað vita að aðrar og betri leiðir séu til.  Leið æsingarinnar er valin.  Ekki er allt gott sem fólk tekur upp á að gera en gerir samt og  -  réttlætir.  Á þetta og fleira til erum við að horfa er komið var að þeirri stund, setta fram af Guði, að einni manneskju skildi fórnað fyrir syndir alls mannkyns.  En hver sá þetta mitt í æsingnum?  Hörmungarsagan, sem slík, munum það, er gleymd vegna upprisu Drottins og verka hans gegnum kirkju sína.

Sem sagt við fengum endurlausnina í verkinu sem framkvæmd var skömmu síðar á krossinum, en líka allgóða kennslu um eðli manneskju og hvernig það allt saman lítur út.  Segir enda Kristur:

Lúkasarguðspjall. 23.  27-31.  En Jesú fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna er hörmuðu hann og grétu.  Jesús sneri sér að þeim og mælti: „Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér en grátið yfir sjálfum ykkur og börnum ykkar.  Því þeir dagar koma er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf er aldrei fæddu og þau brjóst sem engan nærðu.  Þá munu menn segja við fjöllin: Hrynjið yfir okkur! og við hálsana: Hyljið okkur!  Því að sé þetta gert við hið græna tré, hvað mun þá verða um hið visna?“- Kristur talar um framtíðina við sínar ágætu Jerúsalemsdætur.  Þær horfðu á og voru mitt inn í öllum æsingnum og sáu ástandið berum augum.  Kristur er og að tala um að ástandið muni versna og vera orðið allslæmt á jörðinni er hann komi til baka.  Horfum í kringum okkur.  Hvað sjáum við?  Að mörgu leiti slæmt ástand.

Oft höfum við verið með sama ástand fyrir augum okkur og myndin er af sem dreginn er upp kringum handtöku Drottins.  Við vitum um alla steinanna sem lagðir eru í götu kristniboðs og boðskap kirkju og Biblíu sem að sjá fólk réttlættir af því einu að sjá ekki hið góða sem kirkja og Biblía gera í landinu, rétt eins og var á dögum Jesús:

„Jóhannesarguðspjall. 19.  14-16.  Þá var aðfangadagur páska, um hádegi. Hann sagði við fólkið  „Sjáið þar konung ykkar!“  Þá æptu menn: „Burt með hann! Burt með hann! Krossfestu hann!“  Pílatus segir við þá: „Á ég að krossfesta konung ykkar?“  Æðstu prestarnir svöruðu:  „Við höfum engan konung nema keisarann.“  Þá seldi hann þeim hann í hendur og bauð að láta krossfesta hann.“- Þarna samt hófst uppbyggingin en ekki eins og menn væntu heldur varð með öðru sniði og betra.  Jesús lifir!  Hann lifir.  Amen.