20 apríl 2019

Þriðju orkupakkinn?  Á honum hafa fjölmargir skoðun.  Sumir tala sig upp í hita og segja ónærgætin subbuleg orð vegna þriðja orkupakkans og gera gegn fólki sem leifir sér að vera á móti vilja þeirra, hugsa sér. 

Talað er um landráð og þaðan af varasamari orð notuð tengt pakka númer þrjú.  En um hvað snýst málið í grunninn?  Hef ekki grænan grun.  Eina sem maður heyrir er að unnið sé með pakka númer þrjú tengt orkumálum í einhverri mynd sem tengist útflutningi héðan á raforku.  Sem ég reyndar veit ekkert hvort sé rétt áliktað hjá mér.  En sæstrengur sem flytur raforku hefur lengi verið í deiglunni og er hugmynd og framkvæmt sem alltént mér hugnast ekki.  Sé þetta gert er Ísland orðið skotmark, brjótist út ófriður.  En hver trúir svoleiðis mitt í allri menntuninni og menningunni?   Hey!  Það er árið 2019 og allt vaðandi í peningum og  -  lausnum.

Oftsagðasta orðið í umræðu þessari er „Þriðji Orkupakkinn“- og svo ekki sögunni meira.  Erfitt að fá niðurstöðu séu ekki betri útskíringar en þetta á málum sem daglega er getið um í fréttum og skrifað um í blöðum. 

Þetta minnir mann á annað orð sem alltaf var að heyrast hvar sem maður kom og eða kíkti í blað og er orðið Lundabúð.  Aldrei neitt meira sagt um málið nema þetta eina orð Lundabúð.  Eina sem maður kveikti á var að Lundabúð var einhverskonar verslun.  Og verslun er þekkt og verslun selur allskonar.  En Lundabúð.  Hvað fékkst þar?  Kannski Lundi?  Lifandi lundi eða hann sem búið var að móta í leir, brenna samkvæmt kúnstarinnar reglum inn í svakalega heitum brennsluofni?  Kannski seldi Lundabúðin enga lunda.  Hvað veit ég?  Löngu síðar komst ég að því hvað um væri að ræða með eina Lundabúð að hún er hugsuð sem aðdráttarafl fyrir útlendinga sem allar götur þá voru fullar af og sumir af þeim stigu inn fyrir dyrnar á Lundabúðinni og fóru út með allskonar glingur og gler til minningar um veru sína á Íslandinu góða.  Og vel að merkja.  Eitt glingrið var Lundi gerður úr leir.  Jú, þær seldu lunda.  Var lundinn kannski úr plasti?  Allavega að þá var komin útlistun á hvað átt væri við með orðinu Lundabúð.  Er ekki búið að loka þeim flestum og mylja leirlundanna mélinu smærra?

Hitamál dagsins er blessaður Þriðji orkupakkinn.  Á honum hafa margir skoðun og sumir andstæðingar pakkans taka sér oftar en ætti að vera sér í munn orðið Landráðamaður.  Og birta auðvitað á samfélagsmiðlunum þar sem menn að manni sýnist þurfa ekki að gæta neitt orða sinna né bera ábyrgð á.  Sumir bera þó sína ábyrgð.  Og má þakka það.  Er enda sómakæri og ærlegi einstaklingurinn allstaðar innanum og samanvið það sem ætti ekki að sjást né heyrast.

Ætli verði það næsta í málinu að berja alla þá sem eru með Þriðja orkupakkanum eins og eitt sinn var sagt um fólk sem var andstætt veru varnarliðsins á Keflavikurflugvell á meðan það allt saman enn var og hét.  Engin var samt barin en hugmyndin fram komin.  Að vísu ekki hávær en til.  Svo fór herinn án þess fyrst að spyrja kóng né prest, mótmælandann né hinn sem studdi og hvarf á mettíma burt úr landinu og hefur ekki sést frá þeim tíma.  Í ljós kom að með og á móti skipti engu máli því frá fyrsta degi réðu Bandaríkjamenn ferðinni og sýndu okkur hver hefði valdið og gerðu með bréfssnifsinu sem sent var og tilkynnt að nú væru þeir að fara.  Eftir stóðu byggingar á svæðinu sem flestar standa enn.

Þriðji orkupakkinn er í vinnslu og í umræðu dagsins.  Hún veldur heitum ennum út um allar trissur.  Að selja rafmagn gegnum streng til fjarlægra ríkja Evrópu er nokkuð sem landinn ætti að gefa frá sér og huga ekki meira að.  Bæði vegna óheyrilegs kostnaðar af línulagningunni og annarra þátta sem eru óljósir og gætu birst sem óyfirstíganlegur vandi þegar til lengri tíma er litið.  Ekki gott mál.  En kannski snýst Þriðji orkupakkinn um allt annað en þetta atriði sem hér áðan var nefnt.  Hvað veit ég?

 

 

 

 

19 april 2019

Páskar.  Þeir eru hlaðnir atburðum sem sennilega hafa breytt sögu okkar hvað mest.  Sem sjá má eru Páskar ekki bara Páskahret, Páskaegg og Páska- þetta og hitt heldur svo miklu meira.  Þá nefnilega gerðust atburðir sem opnaði lokaðan veg sem Biblían segir um að sé Vegurinn til lífsins og gerðist er Drottinn okkar kristna fólksins gaf upp andann eftir að hafa sagt orðin „Það er fullkomnað“- sem um leið eru síðust orð Drottins sem manns á þessari jörð og merkilegt að hugleiða. 

Eftir upprisuna birtist hann lærisveinum sínum en ekki sem sami aðili og hann áður var heldur einstaklingur kominn með allt vald á himni og jörð og orðin Konungur konunga og Drottinn drottna.  Og ekkert minna heldur en það. 

Orðin „Það er fullkomnað“ segja með berum hætti að leiðin sé komin fram og að eftirleiðis geti allir menn farið hana.  Engin samt fer þessa leið nema fyrst að trúa honum sem opnaði veginn og gat vegna þess að vera algerlega vammlaus og án nokkurs votts af synd í sínu hjarta.  Hjartað geymir synd, fóðrar hana og eflir.  Þar er líka lífið í Kristi eftir að trúin er komin.

Er syndin víkur og trúin hefur tekið hennar stað er verkefnið endalausa að fóðra trú sína til að syndin fái ekki lengur vaxtarmöguleika.  Krossinn og Páskarnir eru myndin af þessu að því leiti til að ekki var lengur nokkur fyrirstaða fyrir hendi í að opna veginn sem fram að þeim tíma var mönnum bæði ósýnilegur og ófær en verður aftur fær eftir atvikið á krossinum og merkilegum orðum Drottins „Það er fullkomnað.“

Hið áhugaverða við Veginn til lífsins er að hann hefur alltaf verið til en lokaðist mönnum á einum stað.  Og hvenær skeði þetta?  Skoðum það:

„1Mósebók 3. 22-24.   Og Drottinn Guð sagði: „Nú er maðurinn orðinn sem einn af oss fyrst hann ber skyn á gott og illt.  Bara að hann rétti nú ekki út hönd sína, taki einnig af lífsins tré og eti og lifi eilíflega.  Og Drottinn Guð lét manninn fara úr aldingarðinum Eden til þess að yrkja jörðina sem hann var tekinn af.  Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Eden og loga hins sveipanda sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré.

Orðin „Bara að hann rétti nú ekki út hönd sína, taki einnig af lífsins tré og eti og lifi eilíflega.“- Eru Orð Drottins töluð í kærleika til manneskja því ef svo hefði farið að hann hefði seilst í tré lífsins og náð að eta af því hefði verkið bundið hendur Drottins og hann ekkert getað gert til bjargar föllnum manninum.  Já föllnum manni.  Þessi hugsun liggur í Orðum Guðs.  Um annað var því ekki að ræða en vísa fólkinu burt úr Eden og setja áætlun „B“ fram.  Sem er Kristur.  Garðurinn Eden er í raun og veru lífsins vegur sem opnast fólki aftur með orðum Drottins á krossinum „Það er fullkomnað.“  Þetta eru sjálfir Páskarnir og meining og merking Páska.  Opnist leið á nýjan leik segir okkur allt um það að hún sé til. 

Allt hefur sinn tíma og synd er grafalvarlegt mál með fullt af afleiðingum hvort sem er fyrir seka og eða saklausa.  Allir líða fyrir syndina og Kristur líka á meðan hann gekk hér um með fólkinu.  Synd að vísu hafði ekki vald yfir honum á nokkurn hátt en breytir ekki hinu að verk hennar gátu hryggt hjarta hans af að sjá allar þessar hrikalegu og harkalegu afleiðingar syndar í lífi fólksins í kring.  Þetta hrelldi hann mikið en gerði staðráðin í að vinna sitt verk til enda svo Faðirinn gæti afnumið þessa bölvuðu synd og hrakið út af vellinum og gefið lífinu færi á að snúa til baka og sýna hvað í sér búi.  Gerðu menn sér alltaf grein fyrir afleiðingum af vali sínu og verkum væri lífið með öðrum hætti en það oft er.  Endastöð fyrir syndina er krossinn og byrjun hin nýja lífs upprisan og gjöf Heilags Anda sem um leið er stofndagur kirkjunnar.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.  Gleðilega páskahelgi.

 

 

 

 

15 apríl 2019

Til er kokhreysti.  Og til hennar grípa menn stundum og standa síðar kolfallnir frami fyrir.  Í grunninn er ástæðan ein.  Kokhreystin er manneskja og sem sjaldnast veit hvernig hún muni bregðast við undir óvæntu álagi.  Þetta og margt annað einnig er ástæðan fyrir að Kristur vinnur verk sitt til enda:

„Mattuesarguðspjall. 26. 31-35.  Þá segir Jesús við þá: „Á þessari nóttu munuð þið allir hafna mér því að ritað er: Ég mun slá hirðinn og sauðir hjarðarinnar munu tvístrast.  En eftir að ég er upp risinn mun ég fara á undan ykkur til Galíleu.“  Þá segir Pétur: „Þótt allir hafni þér skal ég aldrei hafna þér.“  Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Á þessari nóttu, áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér.  Pétur svarar: „Þótt ég ætti að deyja með þér þá mun ég aldrei afneita þér.“  Eins töluðu allir lærisveinarnir. 

Hér má sjá mannlegan breyskleika hjá lærisveinum Krists sem hann á sinn hátt setur fram sem okkar fyrirmynd.  Þetta eru mennirnir sem að hluta til skrifa Nýja testamentið.  Sá forhertasti þeirra allra, Sál, er þá enn grjótharður lögmálsmaður sem síðar kemur inn í mynd lærisveinanna.  Samt ekki fyrr heldur en verkið á krossinum er afstaðið.  Allt í réttri röð.  Með inngöngu Sálar, Páls, sínir Kristur að engin sem inn á að ganga muni verð eftir skilin.  Yfirlýsingin er:  „Kristur fer ekki í neitt manngreinarálit.“ 

Yfirlýsing Péturs í Mattuesarguðspjalli er okkur öllum kunn.  Hvort við hneykslumst á henni er eflaust einstaklingsbundið.  Einnig hvort að við getum sett okkur sjálf inn í þessa yfirlýsingu Péturs.  Sumir gætu gert það vegna þess að hafa verið í þessum sporum á einhverjum stað síns lífs og uppskorið sama eftir að lífsgangan hófst og einn og annar veikleikinn hvolfdist yfir.  Yfirlýsing Péturs, jafn yfirgripsmikil og hún er, vel má viðurkenna það, gaf sig og breyttist í andhverfu sína ekki svo löngu á eftir að hún er gefin.  Pétur lærði af henni.  Líka ég og þú af okkar.  Öll eigum við okkar sögu að þessu leiti.  Skoðaðu þína og þú munt sjá.  Og fyrri yfirlýsing er fallin.

Ég og þú kæru vinir tölum margt á stund eigin reynsluleysis, rétt eins og Pétur sem er eins og við kokhraustur maður og ekki vitandi eigin viðbrögð í hinu máli og þessu sem skall framan í óundirbúið.  Rétt eins og ég og þú má búast við að Pétur hafi ekki verið sá upplitsdjarfasti í hópnum heldur með þeim auðmjúkari.  Hvernig á eftir sem úr er unnið erum við ekki lengur á sama stalli.  Og Kristur veit það.  Munum þetta. 

Samt er það svo að Pétur með orðum sínum kemur að vissu kjarnaatriði um okkur sjálf án þess að til að byrja með átti sig á en framtíðin eflaust útskírir betur fyrir honum og mörg af okkur höfum séð af því einu að hafa verið þarna sjálf.  Hér þarf skilning.

Enn og aftur getum við séð hví Kristur fór á krossinn og hví hann gaf okkur niður sinn Heilaga Anda og hví ég og þú - og Pétur postuli – þurfum trú og að starfa fyrir kraft Heilags Anda og vorrar eigin trúar fyrir ríki Drottins á jörðinni.  Skiljum betur Orð Drottins um að án sín getum við alls ekkert gert.  Allt vegna þess að hvorki ég, þú, né heldur Pétur, vissi fyrirfram viðbrögð sín horfandi sjálfur framan í alvöruna og með sínum eigin augum.  Pétur fékk af yfirlýsingu sinni að ganga gegnum reynslu sem gersamlega setur hann orðlausan vegna eigin breytni vitandi sem er að við orð sín taldi hann sig getað staðið.  Hann er eitt hundrað prósent viss.  Samt kom annað í ljós og er ástæðan fyrir að Kristur segir það sem hann sagði inn í málið  Og Orð Drottins rættust.  Ekki orð Péturs.  Það er eftir handtöku Krists sem umhverfið verður hættulegt og eftir að fólkið ítrekað spyr hvort Pétur sé ekki einn úr hópi Krist, sem hann harðneitar í hvert sinn.  Kristur vissi viðbrögð Péturs.  Það máski ýtir honum út í að klára verkið.  Allt vegna kokhreysti minnar og þinnar.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

9 apríl 2019

„Matteusarguðspjall. 20.  30-34.  Tveir menn blindir sátu þar við veginn. Þegar þeir heyrðu að þar færi Jesús hrópuðu þeir: „Drottinn, miskunna þú okkur, sonur Davíðs!“  Fólkið hastaði á þá að þeir þegðu en þeir hrópuðu því meir: „Drottinn, miskunna þú okkur, sonur Davíðs!“  Jesús nam staðar, kallaði á þá og sagði: „Hvað viljið þið að ég geri fyrir ykkur?“  Þeir mæltu: „Drottinn, gefðu okkur sjón.“  Jesús kenndi í brjósti um þá og snart augu þeirra.  Jafnskjótt fengu þeir sjónina og fylgdu honum.“ – Sjá má mátt og megin Jesús og mátt eigin trúar.  Eigin trú blindu mannanna kallaði til höfundar eigin trúar og uppspretta sjálfrar trúarinnar svaraði og hendur hennar snertu augun.  Þá kom lækningin.  Við sjáum trú starfa með trú.  Þetta tvennt þarf að vinna saman.  Það er, mín eigin trú með Jesús uppsprettu trúarinnar og kraftur. 

Til að koma fram fyrir lifandi Guð þarf ég trú og er ein ástæðan þess að ég hef Orð Guðs mér til halds og traust, upplýsinga og kennslu og verð vel að mér í Orðinu af þeirri vinnu sem ég legg í.  Ekkert kemur á silfurfati og aldrei.

Ef við skoðum orð blindu beiningarmannanna kemur skírt fram að þeirra eigin trú er aflið sem lætur blindu mennina vita hvers röddin sé sem berst þeim.  Trúin í hjartanu þekkti þessa rödd og hnippir í blindu mennina um að nú sé þeirra eigið hjálpræði stigið inn á völlinn.  Og þeir gátu þagað en völdu að gera ekki.  Og gripu hálmstráið.  Þeir létu í sér heyra og báru sig eftir hjálpræðinu.  Líka þá kom uppskera?  En hvaða uppskera kom?  Pítsa á silfurfati eða pítsa innpökkuð í pappaöskju?  Hvorugt.  Það sem eftir stóð var að báðir sáu.  Framvegis voru þeim allir vegir færir rétt eins og hjá öðru fólki með augu sem sjá.  Þeir voru ekki blindir beiningarmenn heldur manneskjur sem eftirleiðis get gert allt sem annað sjáandi fólk gerir. 

Einnig kemur fram að hróp mannanna snerti Krist.  Og þau fá hann að kenna í brjósti um þá.  Jesús hitti þarna eitthvað sem var partur af honum sjálfum.  Trú og að trúa á Jesús gefur manni hlutdeild.  Maður er orðinn partur af Kristi.  Og af því að Kristur er lifandi veruleiki (Munum hann reis upp frá dauðum) verða áhrifin sterkari þegar hróp berst til hans frá trú.  Þessi tenging gerir að verkum að tilfinningin að kenna í brjósti um vaknar í honum.  Eitthvað af honum sjálfum kallar til hans.  Þetta snart hann og náði að kveikja hina tilfinninguna. 

Til að skíra þetta betur má draga fram skiljanlegri mynd sem allir foreldrar líklega þekkja og gera sér grein fyrir að hróp frá sínu eigin afkvæmi hreyfir meira við en hróp frá einstaklingi sem ekki er með jafn beinum hætti tengdur þessu fólki. 

Það er mín eigin trú sem gefur mér beina tengingu við Krist rétt eins og þessir tveir blindu beiningarmenn væntu, og meira, vissu og er ástæðan fyrir að þeir hefja hróp sitt og láta sér í léttu rúmi liggja þótt hastað sé á þá og þeir beðnir um að lækka ögn róm sinn.  Trúin sem sagt var að verki.  Trúin er magnað fyrirbæri. 

Og hitt!!  Trú verður ekki með neinum einföldum hætti stöðvuð.  Til að stöðva trú fer fyrst í gang langt ferli með sínum ásetningi.  Klassíska uppskriftin að dvínandi trú er langvarandi beiskja, gremja og aðrar neikvæðar tilfinningar sem við leyfum að dvelja.  Nóg er af slíku.  Allt á kostnað vonarinnar sem einnig er á undanhaldi.  Og hver gaf leyfi og hóf með hið vafasama ferli?  Ég sjálfur.

Blindu mennirnir sýna okkur trú sína og gera með hrópi sínu og uppskáru krataverkið sitt af viðbrögðum Drottins.  Af þessu má sjá að trú mín starfar með Kristi með beinum hætti.  Enn og aftur má draga hring utan um lykilatriði og benda á hversu trúin sé fólki nauðsýnleg og hvers við ættum að vænta af henni.  Allt fyrir trú.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

8 apríl 2019

Sá sem bara gáir, veltir vöngum yfir, pælir en hefst ekki að sér ekki árangur.  Skilyrði fyrir hann skortir.  Mikilvægi verkanna tala hér.  Þau eru afl sem hreyfa við og hafa umbreytandi kraft.  Annað ekki.  Að búast við heimsendingarþjónustu á öllu er mann sjálfan varðar er svipað og bara hugsa, pæla í, velta fyrir sér og eða spá í.  Meira en þetta þarf til svo að eitthvað í alvöru gerist.  Og hver veit ekki þetta?  Allir líklega samt eru svo margir sem að minnsta kosti virðast ekki vita þetta.

Til er saga um stóran stein sem einhverra hluta vegna hafði oltið út á miðjan akveg.  Og auðvitað hindrað eðlilega umferð um þennan part akvegarins.  Ökumenn sem komu að sögðu allir sama.  „Óskaplegt kæruleysi er nú þetta.  Hvers vegna í ósköpunum er steinninn ekki fjarlægður.  Leti er þetta í mönnum að hafa þetta svona óafgreitt hér út á miðri akbraut.  Gæti skapast slysahætta.“  Sem er rétt.  Samt sveigði hver ökumaðurinn eftir annan frá án þess að einn af þeim leiddi hugann að því að máski væri hann rétti aðilinn sem gera ætti verkið.  Eða að minnsta kosti gæti vel gert verkið. 

Gott að hugsa, gott að pæla og hreint frábært að velta málum fyrir sér.  Allt er þetta lífinu mikilvægt og ekki vandinn sem við er að eiga heldur hitt að stoppa og gera ekkert meira með allar fínu pælingarnar og flottu vangavelturnar og öll orðin öllum þessum hugsunum tengdum.  Það er óhæfan.

Er þetta ekki partur af því að svo mörg mál liggja enn óbætt hjá garði?  Sum málanna eru auðleyst og eina sem þarf er að standa á lappir og gera þetta lítilræði sem þarf svo úr leysist.  Vissulega eru mál fólks misjafnlega flókin úrlausnar.  Ósanngjarnt væri að halda öðru fram.  Samt er það svo að sum eru það ekki og hægt að kippa þeim í liðin með snöggri heimsókn eða stuttu símtali.  Samt liggur þetta mánuðum og árum saman óafgreitt rétt eins og stóri steinninn á akveginum gerði á meðan hann enn bara lá þar sem hann stöðvaðist uns einhver kom og velti honum út í kannt og málið fyrir umferðina leystist.  Smávegis vesen á meðan á verkinu stóð en samt ekkert stórmál að gera.  Það þurfti bara að gera verkið.  Og slíkt er árangur.  Gerum lífið fullt af árangri.  Boltinn er núna hjá mér sjálfum.

 

 

 

 

3 apríl 2019

Heilt flugfélag er farið.  Hópur manna og kvenna varð í kjölfarið atvinnulaust.  Skiptastjóri er kominn inn til að ganga frá þrotabúinu.  Hvort fáist upp í skuldir kemur í ljós.  Svakalegt ástand en samt engin heimsendir. 

Í bankahruninu 2008 leit dökk lega út.  Menn horfðu á ísskápinn heima hjá sér og gengu að honum og luku upp og svo hverjir á aðra og spurðu:  „Verður eitthvað til að éta eftir allar hamfarirnar?:  “Veit ekki?“- sagði þá annar.  Og bætti við:  „Er svartsýnn á.“- Andlitið var fallegt en algerlega án minnstu brosvipru þó hann notaði tækifærið standandi fyrir framan spegillinn að kippa út fílabeinsræfli sem þar átti ekki að vera.

„Ætli sé ekki best að fá sér handsnúa handfæravindu,“- heyrðist í þriðja manninum.  Sá bætti við:  „Maður hefur þá eitthvað matarkyns til að setja ofan í sig.“- Orðin skuggalega svartsýnn á útlitið. 

Hinir tóku undir þetta með handsnúnu handfærarúlluna og hófu leit í dyngjum og dyrum að slíku verkfæri sem hvergi reyndist finnanlegt né fáanlegt.  Er framleiðandinn, sem er íslenskur, varð leitar mannanna áskynja hoppaði hann hæð sína af hrifningu, smellti saman fingrum, sótti gömlu niðurlögðu teikningarnar af verkfærinu, endurstillti framleiðsluvélar fyrirtækisins, flautaði í dómaraflautuna sem hann gjarnan bar um hálsinn slíkra erinda.  Megnið af starfsfólkinu hljóp til og tók sér stöðu við þessa gömlu ískrandi vélarsamstæðu sem staðið hafði ónotuð í nokkur ár.  Sjálfvirku handfærarúllunum var á meðan gefin fingurinn og allt fjörið tengt hinum sem byrjað að skila sér ósamsettum út við hinn enda vélasamstæðunnar þar sem restin af starfsfólkinu stóð og setti framleiðsluna saman og gerði klára til sölu.

Og viti menn.  Gamla aflagða og handsnúna handfærarúllan verður aftur vinsæl.  Framleiðslan rann út eins og heitar lummur.  Allt eftir að framleiðandi settur takka vélanna á „On.“

Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið því fæstir kaupenda þessara rúlla og frábæru verkfæra áttu til bát.  En þeir ku vera nauðsýnlegir öllum sem vilja draga fisk úr sjó.  Var því rúllunum komið fyrir ýmist upp í hillum bílskúra eða geymsla og geymdar þar uns hafært far fyndist.  Nokkrir bátar voru falir.  Eftir að menn sáu uppsett verð sundlaði þeim og svimaði vegna verðsins.  Minna varð því úr kaupum.  Reyndar ekkert.  Handfærarúllurnar voru áfram hafðar í hillum þeim og geymslum sem þær upphaflega fóru til og eru þar ennþá og flestar með plastið utan um sig sem fylgir nýrri vöru.

Þó á þessum tíma ástandið væri ískyggilegt fór samt svo að engin svalt.  Hjól lífs- og atvinnulífs hófu aftur að snúast þrátt fyrir nokkrar harkalegar hrakspár um hrunið sem átti að koma eftir hitt hrunið.  Og það samt ekki enn kólnað.  Það sem menn gleymdu var að allt sem hrunið gat hrundi í fyrra hruninu og því ekkert fyrir næsta hrun eftir til að fella.  Fyrst þarf að reis svo hægt sé að fella. 

Engin kom heimsendirinn.  Bankahrunið 2008 hefur það framyfir margt annað að hafa verið með eindæmum leiðinlegt.  Samt blessaði Guð Ísland.

Hæla má mönnum fyrir hve skjótt þeir sumir bregðast við nýlegum fjöldauppsögnunum.  Ótrúlega margir hafa litið til þessa fólks og sumir rétt fram hönd til hjálpar og boðið flugmönnum og öðrum starfsmönnum flugvélanna starf hjá sér.  Þó við öll auðvitað vildum hafa ágætt flugfélagið áfram í rekstri og séum sum aum vegna fallsins erum við samt enn hér.  Engin pólitísk öfl eru á bak við fallið.  Léleg skuldastaða félagsins ein er orsökin.

 

 

 

 

 

2 apríl 2019 (b)

Engin spurning er um að margt gott hafi gerst í manns lífi sem hægt væri að rekja og segja frá.  Tvo stór atvik má vel nefna þessu tengdu og er það koma The Beatles inn í líf manns og söngvarnir og allt skemmtilega umstangið kringum það mál allt saman.  Og svo hitt stökkið, hærra hinu reyndar, var koma Drottins Jesús inn í hjartað er trúin og fullvissan um Guð kviknaði. 

Dýrkunin kringum The Beatles var mikill og aðdáunin engu lík.

Mann eftir íslenskum blaðamanni sem á þessum tíma er ungur maður sem fór þangað sem þeir voru og sat með þeim blaðamannafund í minnir mig einhverri borg í Bretlandi.  Áður en fundurinn byrjaði var þeim boðið til setustofu á hótelinu sem staðsett var gegnt herbergi því sem fjórmenningarnir höfðu og sagt að bíða þar.  Sem þeir gerðu stilltir og prúðir

Nokkur stund leið þar til fundurinn hófst og skeði það á miðri þeirri leið að dyr herbergisins opnast og út stígur (Sir) Paul McCartney og bíður blaðamanna hópnum frami góðan dag og gengur til gluggans og veifar mannhafinu úti fyrir.  Viðbrögðin létu ekki á sér standa því mikill hrifningaralda gekk yfir liðið með viðeigandi hljóðum er Paul birtist og fór ekki framhjá sitjandi blaðamannahópnum.

Síðar gaf blaðamaður þessi út þá lýsingu að við þetta tækifæri, er hann sá hurðina ljúkast upp og vissi hver sá var sem út gekk, að hann hafi gersamlega fallið í stafi af hrifningu og aðdáun og sagt: 

„Vá maður!  Sjálfur Paul McCartney.“ 

Paul staldraði stutt við gluggann og gekk aftur sömu leið til baka.  Og hurð small að stöfum.  Nokkra stund enn biðu þeir í sætum sínum.  Hófst svo téður blaðamannafundur og lauk og hefur eflaust verið getið um hann í íslenskum dagblöðum og eða sértímaritum sem þá voru nokkur og sum með vikulega útgáfu og sum mánaðarlega. 

Svona, kæru vinnir, var þetta á þessum tíma.  Á sinn hátt var maður með í akkúrat þessu andrúmi og umhverfi allan Bítlaæðistímann.  Áhrifin auðvitað voru sterkari á fyrri hluta þess en hinu síðari.  Var maður enda yngri þá og áhrifagjarnari. 

Þegar ég á eftir heyrði manninn segja áhrifin sem koma Pauls hafði á sig (Munum!  Atvikið gerðist mitt í sjálfu æðinu sem kennt er við The Beatles þó fregnin um áhrifin hafi birst nokkru síðar) varð ég viss um að mín eigin viðbrögð hefðu orðið áþekk viðbrögðum mannsins.  Hvað á eftir sem um þau má segja.  Bítlatíminn og allt sem þá var að ske í löndunum eru forréttindi kynslóðarinnar sem upplifði.

Aldrei sá ég Bítlanna sjálfur en þekki menn persónulega sem það gerðu og á meðan hljómsveitin enn var starfandi á búllum Hamborgar og lék þar klukkustundum saman á hverju kvöldi samkvæmt samningi, með smá hléum á milli og var áður en þeir urðu frægir.  Eina sem þessir menn sögðu og mundu eftir var:  „Rosalegur hávaðinn í þeim.“-

Eftir að allt byrjaði rifjaðist þetta upp fyrir þeim.  Voru þessir menn enda oft á ferðinni í Hamborg á skipum þeim sem þeir störfuðu á án þess að þekkjast neitt persónulega.  Það kom síðar.

Það hinsvegar sem við sáum til að byrja í The Beatles var fullsköpuð hljómsveit sem virtist hafa sprottið fram úr engu.  Svo fór sagan að berast og hið sanna að koma í ljós.  Allir, allt, hefur sína eigin sögu.

 

 

 

 

2 apríl 2019

Mistökin sem menn, þjóðir, átt við þær, gera er þegar þær fyllast nýjungagirni og taka að fleygja öllu út sem var til að taka inn nýtt frá grunni.  Greinilegt er að þær þekkja ekki þennan ritningarstað:- „Mattuesarguðspjall. 13. 52.  Jesús sagði við þá:  „Þannig er sérhver fræðimaður sem orðinn er lærisveinn himnaríkis líkur húsföður sem ber fram nýtt og gamalt úr forðabúri sínu.“- Kristur alltént tekur ekki undir að þarflegt sé að kasta sögunni aftur fyrir sig heldur að nota hið góða úr henni.  Bara þannig verður til betra.

Að endurnýja og skipta út gömlum úreltum tækjum fyrir ný er, rétt að staðið, oftast til bóta.  Samt er ekki verið að fjalla um þetta atriði hér heldur hitt að vilja endurskrifa sjálfa söguna.  Allmargar sögur eru til af miklum og veglegum bókabrennum með söng yfir sem kyrjaður var á meðan login læsti sig í skræðurnar.  Draugur fortíðar skildi niður kveðin.  Bók geymir sögu og meðan bók er til má nálgast hana.  Brennd bók upp til agna gagnast engum. 

Áratugum seinna bólar hvergi á neinu nýju.  Bara hörmungum.  Loks hvarf þetta af vellinum með engri ferskri mynd uppi heldur hinu sem engin vildi viðurkenna.  Reynsla aldanna stígur fram.  Og menn byrja að tína úr henni nothæft og gott.  Reynsla er til að læra af.  Reynslu hafnar maður ekki. 

Að meta reynslu kynslóðanna rétt byggir upp betri framtíð.  Að vilja kasta henni allri út er hroki sem kemur í bakið á fólki.  Þekktustu dæmin eru líklega kommúnisminn og nasisminn.  Nasisminn gerði gangskör að því að byggja nýtt og eggjaði fólk, þjóðina, á að koma með bækur sínar og gera myndarlegan bálköst og brenna allar þessar bækur.  Aðgerðin átti að vera fólki tákn.  Hið gamla skildi hverfa og nýtt að mótast.  Sem var hvað?  Stefna flokksins með þessum eina yfir sem ríkti og réði.  Sama gilti í ranni kommans.  Kommi er einræði.  Hann geymir vissulega sína sögu.  En einnig bókabrennur, kirkjubrennur, drápi á prestum og eyðingu safnaða.  Allt tákn fyrir þá um hindranir þess nýja. 

Sem sagt.  Það sem menn vildu ná fram var ný hugsun, ný lífstefnu, ný sýn sem með tímanum mótaðist.  Fyrrimyndaríkið var enda í uppsiglingu.  Mest þó í kolli manna og kom aldrei.  Eftir nasismans var fór fram önnur bókabrenna.  Nú til að gleyma en ekki muna. 

Komminn er ekki endanlega horfinn.  Á honum eru enn einhver lífsmerki.  Hvor sé blóðugri skal ósag látið en á spjöld sögunar fer myndin og hvert sinn sem hún verður skoðuð verður annað uppi en einskær hrifning heldur hitt frekar sem gerir fólkið á köflum orðlaust.  Gúlagið, ofnarnir, þrælkunin, fjöldamorðin.  Allt víti til varnaðar.  Og hreini Aríi nasismans var stóra lygin og skoðun manna sem vildu búa til öðruvísi hugsandi fólk. 

Ástæða liggur fyrir!  Engin valdsmaður fer með sjálfan sig ofan í dýpsta myrkur og spinnur þar og vinnur og býr til áætlanir til að vinna með og kemur upp þaðan með líf á blaði sem framkvæma skal.  Hann gæti samt vel sagst vera að byggja fyrirmyndarríki.  Dýpsta myrkur er ekki besti staður til að gera á framúrskarandi áætlanir.  Birtan ein er fær um slíkt.  Fólk sem hallast að slíku fólki dregur sjálfa sig þangað niður og fer á hans plan sjálft til að plana sitt.  Og útkoman?  Hver er hún?  Auðvitað myrkur og myrkar hugsanir og myrkvuð framkvæmd og reynsla.  Annað er ekki boði undir slíku.  Að vinna í myrkrinu, hugsa þar og pæla býr ekki til mannvæna stefnu og ekki heldur með einn við stýrið til að leiða, taka ákvarðanir sem hann vissulega gerir, en kemur með úr dýpsta myrkri eigin hjarta.  Hver er framtíð slíks?  Eyðing.

Hitler sagði að aldrei myndi neitt ganga hjá neinni þjóð nema einn gæfi skipun sem gengi niður allan stigann og allir þegnarnir gerðu.  Menn sem slíkt tala setja sjálfan sig í Guðsstað.  Þess vegna förum við leið Drottins og framberum nýtt með gömlu.  Það telst viska í verki.

 

 

 

 

1 apríl 2019

Merkilegt er að til skuli vera sérstakur dagur á almanakinu sem beinlínis gerir ráð fyrir að menn ljúgi og að menn hlæi að þessari lygi og finnist fyndin.  Sé logið að mönnum aðra daga ársins en 1 apríl bregðast þeir flestir við með afundnum hætti og finnst lygin sú arna lítt fyndin.  Og hve oft hefur lygi ekki ollið vinslitum?  En líklega ekki 1 apríl því þá má hún og ráð fyrir henni gert.

Annað gildir sem sagt 1 apríl.  Þá bíða menn jafnvel eftir lyginni á blaðsíðum blaðanna sem á öðrum tíma hefði nafnið „Fallsfrétt.“  Áhugaverðasti hópur 1 apríl er fólk sem mann ekki hvaða dagur sé.  Hugsunin á bak við 1 apríl lygina er að menn gleypi lygina hráa og glóðvolga og hoppi svo hæð sína af hneykslun og jafnvel reiði yfir fréttinni sem þeir í þessu voru að lesa fyrir einhvern en snar stansa í miðri yfirlýsingargleðinni við hlæjandi andlitið sem vissi betur og benti fingri í átt að dagtalinu og yfirlýsingin stöðvaðist í miðjum klíðum með orðunum:  „Ætli sé ekki til kaffi á könnunni“- og er horfin með sama og horfin af vinnustaðnum skömmu síðar.  „Þurfti að skreppa smávegis úr vinnunni.“  Þið vitið  “Útrétta eilítið sem hann gleymdi“-  Líklegt.

Í eina tíð hafði lygin meiri áhrif og á meðan en var litið á útvarpið og allt sem þaðan kom sem sannleika.  Kæmi frétt frá því gat svo farið að menn þustu heiman frá sér og upp í bifreið sína, sem hana áttu, og ækju eins og óðir austur fyrir fjall og allt til Selfoss til aða horfa á sjálfa „Vanadísina“ sigla upp Ölfusá sem þulur fullyrti að ætti að leggjast upp við fræga brúna sem tengir landið saman á þessum stað.  Ein þekktasta útvarpsrödd sem þá var uppi var fengin til að lesa „fréttina“ og hún dulútbúin með þeim hætti eins og atburðurinn væri að gerast í þeim töluðu orðum.  Þetta hafði þau áhrif á íbúa Reykjavíkur að hálf borgin tæmdist.  Sumir fóru að hlæja er vitleysan varð opinber og aðrir undan í flæmingi:  Þið vitið „Voru bara ferðinni og áttu leið um og svo sem ekkert sérstakt að gera.“-

Alltaf er kom 1 apríl frétt um að áfengi væri á niðursettu verði vegna ýmissa atriða sem áttu að hafa gerst, eins og velta flutningabílsins sem flutti alla kassanna og flöskurnar dreifðar um allt svæðið, klikkaði ekki að hópur manna dreif sig af stað til að ná sér ódýran mjöðinn og eða ókeypis, hugsa sér ókeypis áfengi, þvílíkur happa fengur væri það ekki, en urðu smá vandræðalegir er þeir voru gripnir af 1 apríl gabbinu sjálfu sem hlæjandi beygði sig niður að bílrúðunni og tilkynnti ökumanni sannleika málsins.  Sama svar kom um að hann væri bara svona á ferðinni.  Þeir allra forhertustu í 1 apríl gabb hópnum gættu sín á að sína af sér engin svipbrigði og brugðu ekki hætishót er þeim væri bent á hvaða dagur væri heldur sögðu bara.  „Já svoleiðis!  Gott að vita hvað dagur sé.  Mundi skyndilega eftir fundinum“- sjálfir orðnir að athlægi 1 aprílgabbsins en reyndu að bjarga sér fyrir horn með eigin lygi.  Í formi yfirlýsingar.  Og er þeir óku brott barst út um gluggann:  „Vissi þetta svo sem og var engin frétt fyrir mig“- og skrúfuðu upp hjá sér bílrúðuna og óku brot.  Sumir sáust skella flötum lófa á enni sér.  Þeim var ekki skemmt.  Og meira!  Allt andlitið var þakið skaðræðis grettu yfir að hafa verið 1 apríl gabbaður.  Og meira þessu!  Þeir allra, allra forhertustu sóru þess heit við sínar „erfiðu aðstæður“ að forstjóra skepnan sem neitaði viðkomandi um launahækkunina síðast er hann fór þess á leit við hann fengi að hlaupa sinn apríl.  Þá myndi sko fá að ískra í honum hláturinn við að sjá kallinn fylgja bendingunni.  Bara af hugsunina hlakkaði honum til að koma til vinnu sinnar.

1 apríl er svo sem ekki að öllu leiti frábrugðin öðrum dögum ársins að þessu leiti og menn segjandi hvorum öðrum ósatt og eða berandi fram hvíta lygi og hálfan sannleik hvenær sem þess þarf til að „nauðsýnleg“ mál nái fram að ganga.  Gleðilegan 1 apríl.

 

 

 

 

 

31 mars 2019

Talað er um láglaunastefnu?  Spyrja má á móti hvort sjálfu sér geti verið sérstök stefna atvinnulífs að greiða fólki, þá verkafólki, átt er við það í umræðunni um láglaunastefnu, lág laun?  Um það atriði má efast sem sérstaka stefnu þegar kemur að launum starfsmanna?

Ljóst er að sértu með 1000 verkamenn í vinnu þarftu að greiða eitt þúsund mönnum laun.  Innkoma fyrirtækisins er árlega ákveðin upphæð.  Útgjöldin eiga og sinn stað í bókhaldinu.  Stór partur útgjalda eru launagreiðslur og hópurinn að stærstum parti sem laun þiggja verkafólk og vitað að þiggja miðað við segjum, forstjórann, þið vitið, feiti kallinn í snjáðu og slitnu jakkafötunum með vindilinn í munninum, talsvert minna í sinn vasa en kallinn með vindilinn.  Samt er það svo að hlutur verkafólks í stóru útgjaldamynd fyrirtækja tekur mestanpart launaútgjaldanna sem fyrirtækið innir mánaðarlega af hendi.

Því vil ég trúa og hef á tilfinningunni að flest fyrirtæki séu vel meinandi og vilji greiða fólki sanngjörn laun fyrir vinnu sína og taki ekki undir þá fullyrðingu sem lengi hefur gengið hérlendis, og líklega einnig erlendis, að til sé sérstök láglaunastefna.  Athugum að orðið „Stefna“- er nokkuð sem menn velja að fara og setja sér markmið um að ná með sinni stefnu.  Ef rétt reynist að í grunnin sé til láglaunastefna er það nokkuð sem ætti ekki að vera og getur ekki verið raunin er kemur að launamálum tilheyrandi verkafólki.  Orðið „Verkafólk“- eins og það er talað hér tekur yfir alla hópa atvinnulífsins og þiggja að launum lægstu upphæðirnar.  Lægstu laun eru ekki samnefnari fyrir laun sem ekki sé hægt að lifa af.  Þó svo geti vel verið og manni skilst að sé tilfellið í þessu landi.  Og er auðvitað ekki gott.

Samt er það svo að væri til sé sérstök „Láglaunastefna“- í þessu landi væri hún ein og sér hreint og manngert skemmdarverk á lífskjörum fólks sem vinnu hefur og er ómenntað og með lítinn og engan möguleika til að komast í einhvern launastiga til að feta sig upp eftir eða yfir höfuð vita hvar hann væri þá að finna, vildu menn eiga meira við hann.  „Láglauna stefna,“- eins og hún er hugsuð hér, er svolítið langsótt mál.  Verð bara að segja það.

Séu lág laun til verkafólks, átt er við það, klár stefna sem atvinnulífið framgengur í og hefur gert að sinni og framfylgt undanfarna áratugi að hverjir þá komu fram með þessa stefnu og hvenær gerðist það og í raun til hvers og í hvers þágu?  Við sjáum að talsvert vantar inn í þessa umræðu sem útskíri betur málið.  Verum sanngjörn.

Allir vita að verkamannalaun, átt við stétt í starfi þar sem ekki er krafist neinnar menntunar, eru og verða áfram í lægri kanti í launalegu tilliti.  Einkum vegna þess að þar er fjöldin á hverjum vinnustað hvað mestur og stærstur partur launagreiðslnanna rennur til þó hlutur hvers og eins mætti eflaust vera hærri.  Það atriði hins vegar er samningsatriði.  Þó laun séu ekki mjög há hjá þessum hópi fólks er það ekki sama og að hér sé rekin skipulögð láglaunastefna.  Fyrir hvern væri hún?  Þetta þarf hreint út sagt ekkert að haldast í hendur og öll áhöld um að geri.

Hitt er annað mál að rekstur fyrirtækja ganga misvel og eru sum á þeim góða stað í ferli sínum að draga vel í búið af rekstrinum og gætu af þeim sökum greitt fólki sínu eitthvað hærri laun.  Ef þau vildu.  Þó þau kannski gera ekkert slíkt er það eitt og sér ekki undirstrikun og staðfestin þessarar láglaunastefnu sem stundum er talað um að hér gildi.  Ef rétt reynist væri hún enda alvarlegt mál sem strax ætti að afnema.  Sum fyrirtæki hafa tekið upp þá stefnu hjá sér að greiða fólki aukabónusa þegar vel gengur, oft í kringum stórhátíðir, og hefur maður svo sem verið með í að taka við vel í lögðum slíkum bónus.  Allir geta verið sammála um að lægstu laun þyldu hærri tölur.  Þó svo sé er það samt langsóttara mál og torskildara að tala um markvissa og skipulagða láglaunastefnu.  Það tel ég ekki vera rétt.

 

 

 

 

30 mars 2019

Hvað sem menn vilja segja um Bresku togaranna sem hér veiddu frá árinu 1889 með ekki svo miklum hléum allt til ársins 1976, eru þeir samt partur af sögu togveiða hér við land fram til ársins 1976, sem er yfir 80 ár.  Togveiðar íslendinga hefjast 1906 með grunnslóðartogaranum Coot frá Hafnarfriði og eru svona tilraunarveiðar.  Togveiðar í landinu hefjast fyrir alvöru 1912 með komu togarans Jóns forseta RE.  Þegar við loks rönkum við okkur hafa togveiðar Breskra staðið í tæplega 16 ár.  Líklegt er að hléin sem komu hjá Breskum hér við land stafi af fyrri heimstyrjöld 1914 til 1918 og hinni síðari 1939 1945.  Landhelgisstríðin flokkast vart með.

1976 lokast alveg leiðin fyrir Breskar togaraútgerðir.  Eftir landhelgisútfærslu íslenska ríkisins í 200 sjómílur taka önnur ríki heims hvert á eftir öðru að gera sama.  Við 50 sjómílna útfærsluna fækkaði Breskum togurum lítið við landið en hverfa við 200 sjómílurnar.  Dapraðist þá togaraútgerð hvort sem var í Hull og eða Grimsby.  Breskum skipum er lagt í hrönnum og meginpartur Breskra togarasjómanna atvinnulaus.  Togaraútgerðirnar hrynja.  Leiðindasaga.  Ekki verður neitt annað sagt en fátt í stöðunni nema framkvæma þetta.

Þó má segja að Evrópusambandið skekki dálítið myndina því það er ekki sérstakt ríki heldur hefur vald sitt frá aðildarríkjum sínum.  Væru íslendingar aðilar að ESB er ljóst að mörg erlend skip væru hér að veiðum án þess að landinn gæti að neinu leiti spyrnt við fæti.  

Við vitum að kvóti ríkja skammtar aðgengi að miðum og að lönd gefa árlega út veiðiheimild.  Allt vegna gríðarlegra veiðigetu flotans og viðkvæmra fiskistofna sem þarfnast stjórnunnar til að sjálfbærni haldist.  Ljóst er að veiðikerfið muni ekki breytast mikið frá núverandi horfi. 

Breytingin hins vegar hér með inngöngu landsins í, segjum Evrópusambandið, gerði að verkum að við værum ekki lengur herrar eigin lands- og hafssvæðis líkt og er í dag og yrðum að horfa upp á erlend skip veiða við hlið íslenskra fiskiskipa og sjá íslensk skip veiða á fjarlægum miðum við hlið skipa merktum ESB.  Um þetta hefðum lítið að segja.  Svolítið annað er að gera samkomulag við lönd um heimild skipa til að veiða á íslenskum veiðisvæðum.  Allt svona lagað er undir okkar eigin stjórn og gefur okkur færi á að grípa skjótt inn í ætli mál að ganga úr skaftinu.  Á þessu er sjáanlegur munur.

Aftur að Breskum togurum. 

Eins og fram kemur eiga Breskir togarar sér áratuga veiðisögu hér við land og teljast hiklaust til parts okkar eigin togveiðisögu.  Breskir togarar veiddu oft á sömu miðum og þeir íslensku og uppskáru svipað á togtíma.  Þeir rifu troll sín, gerðu við troll sín og að aflanum við hlið þeirra íslensku og undir berum himni hvort sem var vetur eða sumar, heitt eða kalt í veðri.  

Með Breska fánan uppi gerðu Bretarnir hvern túrinn fætur öðrum á íslenskum miðum og voru partur veruleikans fyrir fjölda starfandi sjómanna oft allan sinn starfstíma til sjós, sem gat verið áratugir.  Menn í landi urðu minna varir við þessa ágætu Breta.  Næsta sem landmenn komust var fengju þeir fregnir af Breta sem tekin var í landhelg eða fullum Bretum á Ísafirði.  Slíkt gat orðið að blaðamat og stundum með ítarlegri samantekt um málsatvik. 

Í dag er fátt um fréttir af meintum landhelgisbrotum af máski þeirri ástæðu að landhelgisgæslan er fjárhaglega svelt og varðskipin mikið bundin við bryggju og þar með gal tóma olíugeima.  Engin peningur er til. 

Hér er fyrst og fremst fjallað um að Breskir togarar tilheyri fyrri parti af vorri togveiðisögu.  Um þeirra part er ekki mikið talað en mætti að einhverju marki breytast.

 

 

 

 

27 mars 2019

Stundum gerast mál sem menn vinna að og standa í langsótt og með þeim áhrifum að vera stanslaust í fréttum en í raun og veru ekkert að gerast í en samt fullt sagt um.  Fólk sem í stendur og streðar og stríðir í málinu tekur auðvitað ekki undir fullyrðinguna um að þar sé ekkert að gerast.  Við hins vegar, hlustendur og áhorfendur að vettvangi þessum, erum minna inn í málinu og finnst eiginlega ekkert vera að gerast sem ekki sé þegar kunnugt orðið. 

Brexit þeirra Breta er eitt af þessum málum sem stanslausar fréttir koma af en samt sama fréttin í raun sem heyrist og fór að heyrast fljótlega eftir að Bretar ákváðu að segja sig frá ESB.  Og enn í dag, 27 mars 2019, erum við að fá fréttir af ágætu Brexit og viðleitni forsætisráðherra Breta sem reynir að koma með samning til að þeir þurfi ekki að ganga frá þessu borði án neins samkomulags við þetta brennandi hús ESB sem nokkrir háværir íslendingar vilja ólmir komast inn í, til hvers er ekki ljóst, en þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál á Íslandi sem fram færi, gengi málið svo langt, auðvitað kolfelldi.  Að öllu óbreyttu eru Bretarnir að yfirgefa hið logandi og reykfyllta hús ESB án samkomulags.  Og hvað er málið og til hvers samþykkti Bresk þjóð að yfirgefa svæðið?  Nú til að losa sig burt þaðan og taldi sér betur borgið utan svæðisins en innan.  Brexit eða ekki Brexit og samningslausir Bretar við ESB er ekki upphaf og endir alls hvorki fyrir Breta sjálfa né aðrar þjóðir heims. Sannið til.

Annað mál sem verið hefur fyrirferðarmikið í landinu og æ fleiri virðast hafa skoðun á er lággjaldaflugfélagið WOW air.  Stofnandinn rær lífróðri fyrir sitt félag og sýnir með því að hann er ekki maður kennitöluflakks sem stofnar nýja kennitölu við minnsta hnjask og skilur óraðsíuna eftir í gömlu kennitölunni fyrir aðra að leysa úr heldur hefur barist nokkuð góðri baráttu og á sinn hátt óvenjulegri baráttu nú til dags í þessu landi.  Það er á þetta sem fólk hefur verið að horfa á umfram annað í þessu ferli sem hefur fært manninum allan sinn mikla stuðning fólksins í viðleitni sinni að gera eins vel úr þessu og frekast er kostur.  Enn er ekki komið á hreint hvernig úr spilist og enn segja menn fréttir af gangi máli sem í grunnin eru sömu fréttir og við heyrðum fyrst er þessar þreifingar fóru fram fyrir nokkrum mánuðum.  Sem sagt enn eru endar lausir með flugfélagið WOWair.  Eitt er gott að vita að engin heimsendir er í uppsiglingu frekar en með Brexit þeirra Breta hætti þetta ágæta flugfélag WOWair starfsemi.  Svona gerast bara kaupinn á Eyrinni og hefur alltaf gert og er ekkert nýtt.

Maður spyr sig úr því að fjölmiðlar sjái ástæðu til að fjalla stanslaust um þessi tilteknu mál hvort menn séu hættir að leita annarra áhugaverðra frétta sem hægt væri að gera góð skil sem ekki síður væru gott innslag fyrir þessa þjóð en hina fréttirnar sem er þegar búið að segja.  Ekki nema svo sé komið að þeir sem skrifi fréttirnar og hafi atvinnu af að færa fólki fréttir velji orðið léttari leiðina í málum og taki fyrir heitt efni dagsins og haldi áfram heitu og eða volgu á meðan nokkur kostur sé.  Það alltént væri að fara styttri leiðina, ef satt reynist. 

Snjall og góður fréttamaður finnur lykt af áhugaveru efni langar leiðir og býr með þeim hætti til farveg fyrir umræðu út í samfélaginu og athugasemdir en festist ekki einhverju fari sem ekkert er að gerast í en heldur samt áfram að fjalla um og skila af sér eins og þar séu stanslausar breytingar á ferð og hver stór fréttin af annarri í gangi þegar raunin er önnur.  Máski vantar meiri ferskleika inn á fréttastofurnar í dag og að sjá víðara og skoða meira en bara það sem gerist fyrir utan gluggann og eða það sem merkilegir samfélagsmiðlar fjalla um.  Tilgangur fréttastofa hlýtur að vera að auðvitað segja fréttir og ekki síður að leiða umræðu og skoðanaskipt fólks með meira af gagnlegum upplýsingum sem færir inn nýjan flöt á mál í stað þess að vera með endalaust af „copy peast“- aðferð við vinnu sína.  Svo sem þægilegra og það allt saman en gagnsemi þó lítil.  Eða gæti verið meiri.  Segjum það frekar.  Fréttirnar eru sem út um allt og kalla á hornum eftir athygli.  Fréttamanna er að stökkva á og setja fram og er fréttamennska sem að kveður og fólki vill lesa í stað endurtekinnar langloku.

 

 

 

 

26 mars 2019

Erfiðleikar!  Hvernig líst okkur á þá og umræðuna um þá?  Líklega ekki vel.  Samt eru þeir og til af ýmsum sortum.  Stundum heimagerðir, stundum tilbúningur hugans og stundum líka raunverulegt viðfang sem við lentum í án þess að eiga nokkurn hlut að máli.  Allt getur hent.

Af hverju stafa erfiðleikar okkar?  Líklega værum við fljótari að telja upp það sem þeir stafa ekki af.  Allt í kringum okkur og það sem við lendum í getur orðið okkur að veseni gáum við ekki að okkur og leifum lífinu að kenna okkur rétt viðbrögð við ýmsu óvæntu sem við áður höfum brugðist við og gerðum með röngum hætti, nú eða réttum, og allt fór í háa loft, eða ekkert meira varð úr.  Lífið vill gefa okkur sigur yfir kringumstæðum.  Þekkjum því vel hvort annað, og helst ennþá betur.  Væri slíkt ekki ágætis byrjun?  Þekkingin á fólki býr til traust.  Á að þá réttum grunni.  Sumu fólk er lítt treystandi.  Og af sumu líka vitum við. 

Marga sigra höfum við í hendi að bæði þessu leiti og öðru.  Samt er slatti eftir til að kljást við og því miður oft af svipuðum meiði.  Einhver sagði eitthvað.  Einhver gerði eitthvað, eða gerði ekki eitthvað.  Og hugurinn spann.  Vantraustið kom, vonbrigði og allt hitt með.  Góður siður er að vænta ekki of mikils af öðrum.  Hver maður hefur nóg með sjálfan sig og engin, sem er alltént í lagi, situr auðum höndum.  Allar hendur sem geta líka vinna.

Og hvað með skaðræðið afprýðisemi?  Hún auðvitað er það réttasta hjá okkur af öllu réttu er hún kviknar?  Er ekki svo?  Ætli það og ætli sannleikurinn sé ekki frekar að afprýðisemi á sér í fæstum tilvikum nokkra stoð og sé oftast nær hreinn uppspuni með ekkert hlutverk upp á dekk.  Engin rök, engar sannannir samt er þessi tilfinning til og yfirþyrmandi.  Könnumst við við þetta?  Afprýðisemin grasserar.  Vænt og gott fólk lendir í henni rétt eins og hinn sem óvænni er.  Allir sem komnir eru til vits og ára kannast við einkenni afprýðisemi.  Samt eru sumir lagnari en aðrir við að vinna rétt úr henni.  Að stoppa í afprýðisemi er óhæfa þegar hið sanna er að hægt sé að vinna bug á henni.  Og hvað ætli sé besta meðalið við meininu?  Hvað annað en traust og að treysta.  Traust er sem fyrr lykill að betra lífi. 

„Að treysta!“- Væri það ekki gott lykilorð dagsins.  Traust gerir manneskju, mig, rólega.  Hún getur setið kyrr heima eða hvar sem er án þess að leiða hugans til neins nema góðs hjá öllu sínu fólki - og vinum.  Munum!  Engin getur falið sig fyrir sannleikanum né sínum nánustu og fólkinu sem það umgengst mikið og hefur þekkt lengi.  Um brestina sem og hið góða vitum við og einnig með tímanum hverslags fólk við umgöngumst.  Nú vitum við að sumum, flestum, er treystandi en sumum því miður ekki.  Og af því að við þekkjum fólkið vitum við af þessu.  Lífsmátinn hefur sagt til sín.  Guð gefi oss að sjá hvort annað réttum augum og lausum við tortryggni, efa og jafnvel ótta.  Leyfum traustinu að vaxa.  Enda vinnandi vegur.

Við vitum að traust sé erfitt viðureignar.  En það fæðist með hugarfarsbreytingunni.  Hugarfarsbreyting gildir einvörðungu fyrir einstakling sem frá og með þeim tíma byrjar að treysta.  Og margt annað gott mun fylgja með.  Eigi nýtt að gerast þarf að verða á hegðunar breyting.

Að treysta gerir að verkum að ódrengurinn ég, segjum það, hverfi af vellinum og inn steðji sómamaðurinn ég, segjum það, fullkomlega læknaður af meini sínu og sér ekki lengur þetta „undirförla skriðdýr“ sem áður blasti við heldur vin, vinkonu, og traustsins vert fólk.  Það var hugurinn sem spann og bjó til þetta „skríðandi skriðkvikindi“- sem þó var bara tóma vitleysa og lifandi gjört í eigin höfði.  Guð sagði, og þá stóð það þar.  Ég sagði, og þú leist upp og sást ekkert.  Engin fær séð inn í huga minn?  Margt sem við glímum við rekur rætur sínar í ekkert en er þó lifandi og kvikt, feitt en þó afskaplega ófallegt en kveikti samt loga.  Og loginn brann.  Svo kom hugafarsbreyting.  Og hvað sýndi hún?  Sannleikann.  Jesús lifir.  Amen.

 

 

 

 

25 mars 2019

Í eina tíð voru verkföll verkföll og í verkföllum voru menn heima við í sínu verkfalli.  Nema þessir örfáu verkfallsverðir sem pössuðu upp á sitt verkfall og að menn brytu ekki af sér í verkfallinu og gerðu verk sem verkfallið sagði að væri stranglega bannað.  Urðu þá verkfallsverðir nokkuð þungir á brúnina og spurðu hann sem verkfallið braut:  „Ætlar þú ekki að standa með okkur?“ 

Sem sagt!  Verkfallsbrot voru ekki fundin upp í þessu verkfalli, skærum, sem nú er uppi.  Verkfallsbrot hafa frá fyrstu tíð viðgengist.  Sem er auðvitað vísbending um ákveðna sundrung í hópnum.  Enda fáir sem mæta á fundi og en færri sem koma til að greiða atkvæði um það sem gera á og sannleikurinn sá að í raun sé það örfátt fólk sem sker úr um aðgerðir eða ekki aðgerðir.  Þessu er svo sem lítið við að gera ef fólk mætir ekki.  Hver stjórnar því og ræður nema fólkið sjálft?

Allskonar verkföll hafa verið viðhöfð gegnum tíðina og mann ég eftir einu sem var með þeim hætti að óheimillt var að afgreiða bifreiðaeigendur um bensínið á bíla sína á bensínstöðvum.  Gripu menn þá til þess ráðs að byrgja sig upp af bensíni og geyma á góðum stöðum og helst sem allra lengst frá árvökulum augum verkfallsvarða eftir að verkfallið hafði skollið á sem sáu betur, stundum að minnsta kosti, en fráasti örn fær gert. 

Verkfallsvarslan sem þá fór fram fólst meðal annars í að stoppa bifreiðar og leita í þeim að bensíni á brúsum.  Brögð voru talin á að bensínsala úr tunnum og á bak við tjöldin færi fram og menn flyttu þetta á milli á brúsum og inn í fólksbílunum.  Reikna með að sprengihættan sem segja má að geymsla bensíns á bak við girðingar og veggi og á opnum svæðum teljist nú vera nokkur sprengihætta af og að þessi hætta hafi víða leynst á þessum tíma í öllum þessum hálfu- og fullu bensíntunnum hist og hér í bæjunum.  Minnir að manngreyin hafi hirt nokkuð af þessum verkfallsbrotum verkfallsbrjóta úr þessum bílum. 

Stundum var samt klaufalega að verki staðið og gildir víst áreiðanlega um manninn sem stöðvaði Volkswagen bifreiðina kvöld nokkurt í þessum aðgerðum verkfallsvarða.  Bíllinn stöðvast og er inn í bílnum kona sem stígur út og í ljós kemur að er ófrísk.  Svo sem ekki í frásögur færandi.  Einn varðanna bendir fingri á bumbuna og spyr hvort sé bensín í þessu.  Engum nema manninum sjálfum fannst þetta neitt fyndið og var hann víst ekki framar beðin um að taka að sér fleiri verkfallsvörslur fyrir verkalýðsfélagið sem í hlut átti.  Ljóst er að hægt sé að ganga skrefinu of langt, í meira að segja verkfallsvörslu, sem ekki ku kalla allt ömmu sína.

Í eina tíð fóru togarasjómenn í sín verkföll og höfðu þessi togaraverkföll tilhneigingu eins og margir muna til að standa lengi og teygjast óendanlega mikið úr.  Á þessum tíma var maður sjálfur með í nokkrum verkföllum togaramanna og einu sem yfirmenn skipanna stóðu að og barst tilkynning í útvarpinu um að brottför „BV XXXX“- væri ákveðin klukkan átján um kvöldið.  Verkfallið var sem sagt leyst.  Töldu menn.  Klukkan átján mætir skipstjóri um borð og er spurður hvort loksins sé búið að semja og kvað hann nei við og sagði.  „Við bindum bara betur.“  Nokkrum vikum seinna leystist málið og togararnir hver á eftir öðrum leystu landfestar og stímdu til hafs og hófu veiðar.

 

 

 

 

23 mars 2019

Mattuesarguðspjall. 4. 12-17.  Þegar Jesús heyrði að Jóhannes hefði verið tekinn höndum hélt hann til Galíleu.  Hann fór frá Nasaret og settist að í Kapernaúm við vatnið í byggðum Sebúlons og Naftalí.  Þannig rættist það sem Jesaja spámaður mælti:  Sebúlonsland og Naftalíland við vatnið, landið handan Jórdanar, Galílea heiðingjanna.  Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós.  Yfir þau sem búa í skuggalandi dauðans skín ljós.  Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: „Takið sinnaskiptum, himnaríki er í nánd.“-

Margt merkilegt er í þessum ritningaversum.  Við heyrum um handtöku Jóhannesar skírara sem Heródes fyrirskipaði.  Sakarefnið voru orð Jóhannesar um að Heródes mætti ekki eiga konu bróður síns.  Einnig kemur fram hve stjórnkerfi borgarinnar er mölétið.  Við vitum líka að Jóhannes er að boði Heródesar, að undirlægi Heródíasar og móður sinnar, sem fór til Heródesar og biður hann um höfuð Jóhannesar er hann í ofsahrifningu hreyfst af dansinum sem hún dansaði og sagðist gefa henni hvaða gjöf sem væri, og allt að hálft ríki sitt.  Bón stúlkunnar, og mæðgnanna, er í meira lagi myrk og hún að þeim verði fært höfuð Jóhannesar skírara.  Sem sagt búið er að fjarlægja Jóhannes burt af vellinum og segir okkur að hann og Jesús störfuðu aldrei saman.  Sem er áhugaverð nálgun.

Hve langur tími líður frá handtöku Jóhannesar og dauða hans uns Kristur hefur boðun sína er ekki gott að segja en sagan segir að hann hafi tekið sig upp og farið til Kaperneum og tekið upp frá því að boða og kenna fólki um Guðs veg.  Og boðunin er skír:  Þessi:  „Takið sinnaskiptum, himnaríki er í nánd.“ –

Eftir atburðinn með Jóhannes skírara gengur Kristur meðfram vatninu og hittir strákanna við báta sína sem þar sýsluðu við net sín og hann kallar til þeirra um að fylgja sér og með þeim orðum að hann muni láta þá menn veiða.  Þarna með formlegum hætti hefst boðunarstarfið.  Boðunin frá fyrsta degi er gerð með óbreyttum mönnum.  Óbreyttir menn skildu enda halda verki Drottins áfram eftir daga hans.

Ferðalag mannkyns, trúaða hluta hans, með Jesús má segja að hafi hafist á þessu andartaki þarna niður við vatnið og með þessu fólki sem mótþróa- og spurningarlaust gengu til liðs við þennan ókunna mann.  Atburðarás öll er í meira lagi einkennileg en það sem Nýja testamentið segir.  Nafn frumkvöðla í lærisveinastétt eru bræðurnir Pétur og Andrés og einnig aðrir tveir bræður.  Þeir Jakob og Jóhannes.  Og Jesús sem fór fyrir.  Strákarnir komu að verkinu með sama hætti eftir að Kristur er risinn upp frá dauðum.  Allir þessir menn heyrður kall frá Jesús er hann gekk hjá með slíkt vald að þeir sleppa því sem þeir eru að gera og ganga með honum.  En hvert?  Það gat engin þeirra vitað. 

Margt á þessu ferðalagi skeði og ber fljótlega á efa í röðunum.  Við þekkjum viðbrögð Jóhannesar skírara sem þá er í varðhaldi og munum er hann sendi nokkra af fylgismönnum sinum til fundar við Jesús með skilaboð á þann veg hvort hann sé sá sem koma á, eða hvort þeir eiga að vænta annars.“  Svolítið meiri fullvissa er í hjarta sama Jóhannesar er Kristur vildi fá skírn hjá honum og hinn tekur svo til Orða:  „Mér ber að skírast af yður, en þér komið til mín.“

Pétur, sem líklega er fyrstur lærisveinanna til að bregðast við kalli Krists, gekk með honum í þessi þrjú og hálft ár, sem er tími Krists í boðunarstarfinu, en afneitar honum þrisvar skömmu eftir að hermennirnir handataka Drottinn.  Vel má ímynda sér að margskonar þanki hafi farið gegnum höfuð Péturs á þessari göngu með Drottni í byrjun og mælir hjá honum ef til vill fyllst þarna í Getsemane garðinum.  Við sjáum að trúin þarf að ganga með okkur á göngunni með Jesús vegna þess að við höfum ekki mikið meira en útlínurnar á því verki öllu saman. 

 

 

 

 

22 mars 2019

Matteusargurðspjall. 3. 13-17.  Þá kom Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum.  Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: „Mér er þörf að skírast af þér og þú kemur til mín!“  Jesús svaraði honum: „Lát það nú eftir.  Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti.“ Og Jóhannes lét það eftir honum. 

En þegar Jesús hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu.  Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig.  Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“-

Hér koma fram merkilegar setningar um skírnina og það atriði að öllum sem trúi beri sjálfum að taka skírn.  Samt er það svo að fyrst þurfa menn að eiga til persónulega trú.  Og hún kemur af játun munns okkar á nafninu Jesús og er fyrsta skref í átt til vatnsins og á eftir skírnarinnar.  Þeirri merkilegu trúarlegu athöfn sem trúin sjálf sannfærir fólk um og það getur ekki öðlast á réttan skilning nema fyrir mátt Heilags Anda, sem útskírir málið.  Trú og á eftir skírn fara saman.  Skírn er og verður áfram gerð andspænis augliti Drottins og hrein sjálfviljaákvörðun og getur aldrei orðið neitt nema þetta.

Held að allir geti verið sammála um að Jesús sjálfur hafi strangt til tekið ekki þurft að láta skírast en máski segir með verki sínu í votta viðurvist að engin maður sé svo hátt settur ná hátt upp hafinn í sjálfinu að geta ekki gert þetta verk.  Er það enda engum manni nokkur niðurlæging að gera skírnarathöfn sína frami fyrir fáu eða mörgu fólki né að láta dýfa sér öllum ofaní.  Það sem Kristur gerði gerir hann þrátt fyrir að segjast sjálfur vera Konungur konunga og Drottinn drottna en horfði ekki í tign sína heldur gengur út í vatnið sjálfviljugur rétt eins og ég og þú gerðum á sínum tíma og er skír vilja Guðs.  Með þeim hætti fetum við spor frelsarans sem vildi fullnægja öllu réttlæti, eins og hann sjálfur lét eftir sér hafa við Jóhannes skírara, sem sá um athöfnina.  Skírnin er réttlæti Guðs í verki.

Hugsið ykkur hvað hefði getað gerst til framtíðar litið hefði Kristur ekki gert það sem hann þarna gerir í ánni Jórdan.  Hugsið ykkur hve margir hefðu getað bent á þetta atriði að akkúrat Kristur hafi ekki skírst og notað máli sínu til stuðnings þau rök að finni hvergi neitt um málið í Orðinu sem segir frá því að hann hafa gengið undir vötnin.  Eins og stundum er sagt er skírnin bera á góma.  Að hann skildi hafa gert þetta í allra þessar votta viðurvist er réttlætið sem hann talar um.  Hann með Orðum sínum talar ekki bara inn í samtíma sinn heldur og til framtíðar og dagsins í dag og gerir í hvert sinn sem umræða um þessi mál.  Í hvert sinn sem umræða tengd málinu hefst geta menn flett upp í Orðinu og sjálfir lesið hvernig þetta var á tíma Drottins sem manns og Guðs á jörðinni og hvernig hann afgreiddi skírnarmálið.  Umræða tengd skírn hefur annað veifið komið upp.

„Matt. 3. 17.  Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig.  Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“-

Þegar Kristur er stiginn á þurrt eftir skírnarathöfn sína birtist honum Faðirinn sjálfur sem dregur með Orðum sínum hring utan um Jesús.  Ekki hans vegna heldur mín vegna sem lifi í dag og trúi á upprisinn Jesús Krist.  Samtími frelsarans fékk og skír fyrirmæli.  Við vitum að átt er við Jesús.

Það sem gildir frami fyrir skaparanum er trú játuð með munni manns.  Játun mín og skírnin gilda.  Engin fær tekið þessa ákvörðun fyrir mig heldur verð ég að taka hana sjálfur.  Enda vitsmunavera með sjálfstæðan ákvörðunarrétt. 

 

 

 

 

21 mars 2019

Trú er orð sem sumir vilja burt og út úr í eigin veruleika.  Þeir segja trúna hamlandi, blekkjandi, villandi, hindrandi allar framfarir og afneiti kynvillu.  Margt annað segir fólk sem þegar betur er að gáð stenst ekki nokkra skoðun.  Þetta fólk vill ekki taka undir að breytingar til góðs verði á manneskju sem eignist trú.  Segist sjálft ekki sjá neinar og að allt sé eins og áður var hjá því en varpar ekki þeirri eðlilegu spurningu fram hvaða breytingar það vilji þá sjá og leitast eftir að verða vitni að.  Veit ekki að breytingin stærsta sé trúin sjálf sem hinn lifi eftir og sé í stærstum atriðum það sem breyttist.  Að hverju vantrúin er að gá og hvað hún vill sjá í lífi trúðs fólks og hvert viðmiðið sé, liggur ekki ljóst fyrir hjá henni.  Sér ekki, af því að lesa ekki né kynna sér málið í Orðinu, að Biblían sjálf tali neikvætt um kynvillu né hitt að trúin komi ekki gegn þessu fólki þó hún samsinni ekki slíku líferni og hefur fullt leifi til.  Munum!  Vantrúin sjálf stillir ekki strengi við trúna.  Og hún þarf það heldur ekki.  En vill hana burt.  Þetta vitum við.  Árásaraðilinn, sé hann til staðar, er ekki trúin heldur syndin sem eins og fyrri daginn vill verja sig og vera í friði með sína synd.  Sem verður víst seint.

Þótt orðið „Trú“- samanstandi af aðeins þrem bókstöfum fylgir því máttur slíkur að allt umhverfi mannsins við vissar kringumstæður leikur á reiðiskjálfi og veldur því að menn skiptist í fylkingar með og á móti.  Hve oft hefur ekki trú leitt til aðskilnaðar fólks?  Þau skipti eru mörg í mannkynssögunni og er eðlilegt.  Samt er í eðli trúar að sameina.  En þó ekki nema undir eigin hatti.  Sem sagt!  Þegar fólk gerist trúað eða orðið jákvætt, sækir það í þetta.

Kristur talar með þessum hætti um það sem hann kom til að gera. Til að mynda hér:  Lúkasarguðspjall. 12. 49-53.  Ég er kominn að varpa eldi á jörðu.  Hversu vildi ég að hann væri þegar kveiktur!  Skírn á ég að skírast.  Hversu þungt er mér uns hún er fullnuð.  Ætlið þér að ég sé kominn að færa frið á jörðu?  Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki.  Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður.“-

Hér talar hann um viðbrögðin við trú fólks af þeirri ástæðu að vantrúin skilur ekki, meðtekur ekki og kemur gegn eða bregst við með þeim hætti að skipta sér ekki af, og eða snúi sér frá.  Líklegt er að trúin muni engan heimafyrir finna til að ræða við um þetta nýja hjá sér né hljóta nokkra hressingu frá heimamönnum undir slíkum kringumstæðum og læri skjótt að er bara ávísun á mótstöðu og að frá henni muni hún ekki ríða feitum hesti.  Allir sjá að slíkt getur ekki verið vilji Guðs og að hann hljóti að koma því svo í kring að trúuð manneskja leiti þangað sem sínir líkar séu.  Ekki betra fólk en maður er og verður áfram manns gaman. 

Af sumri framkomu gagnvart fréttinni um trú og trúariðkun fólks mætti halda að þessu fólki væri þetta óheimilt sem og að þiggja gjöfina „Trú.“  En svona samt er þetta og svona stundum birtingarmyndin sem mætir trúnni.  Misjafnt þó.  Hvernig sem allt er getur fátt nema aðskilnaður gerst.  Menn með trúarþanka finna enga samsvörun meðal vantrúarinnar og koma sér því þangað sem trúin er alltént nefnd og hún rædd að einhverju leiti sem blátt bann var sett á heimafyrir og tóm leiðindi að nefna.  Í eðli sínu er trúin friðsöm en með tilhneigingu til að tjá sig við aðra um þetta nýja.  Og friðurinn vék fyrir orrahríðinni sem kom.

Samt er þetta allt með tilgangi hjá Drottni.  Orðið vinnur í sínu umhverf og gerir sitt verk sem máski sést er tímar líða í afstöðu heimamanna sem orðin er mildara, skilningsmeira og snúist á sveif með Kristi.  Þó hann sé máski ekki enn nefndur í tali fólks. 

Bræður og systur!  Lærum hvernig eðli trúarinnar sé og munum Orð Drottins sem hann sagði hér fyrr í spjalli þessu gilda.   „Jesús er lífið sjálft. “- Með þessum hætti mælir trú mín. 

 

 

 

 

20 marss 2019

Kristið fólk er það vegna þess að Kristur dó á krossi og reis upp frá dauðum og bjó til veg fyrir það til að verða kristið og ganga eftirleiðis götuna til góðs.  Kristur kennir þetta og er óþreytandi við að minna sitt fólk á til hvers hann kom og hversvegna hann gerði það og þoldi allt sem hann varð að þola.  Allt til að þetta kristna fólk lærði tilgang sinn á jörðinni og hvers væri ætlast til af því jarðvistartíma sinn undir merkjum kross og kristni.

En hver er staðan í dag?  Stór er spurt en svör þó til.  Þau að eins og alltaf áður hefur kristnin skilað árangri og fólk í dag viðhaldið mörgu sem gert hefur verið í kirkjunni gegnum ár og aldir og undir merkjum kristni og kirkju sem endurspeglar margt út í samfélaginu sem Drottinn segir sjálfur um að sé harla gott.  Enda hans verk.  Birtingarmyndin þarna er allt þetta trúaða fólk sem rígheldur í sína trú og vill ekki fyrir nokkurn pening sleppa af henni hendi sinni.  Allt vegna þess að það hefur verið árangur af boðuninni sem kirkjan stendur fyrir og allt samfélagið á Íslandi er meira og minna merkt af.

Á öllum tímum hafa verið til menn og konur sem fóru að efast, taldi sig sjálft ekki vera lengur á réttum vegi.  Og drifu sig af honum.  Þetta fólk með öðrum orðum varð uppgjöfinni að bráð. 

Hinir sem eftir standa eru merkisberar kristninnar í dag og skír vitnisburður um að trúin á Jesús sé góð og vissa sem ekki verði frá fólkinu tekin:  “María hefur valið góða hlutskiptið og það verður ekki frá henna tekið”- segir Kristur á einum stað.  Væri slíkt vinnandi vegur væri fyrir löngu búið að loka dyrum allra kirkna og breyta í vöruhús.  Kirkja hefur ekki á neinum tíma sýnt minnsta veikleikamerki og hún alltaf haft innan sinna vébanda fólk sem sýnir styrk af trú sinni á Krist. 

Það sem hins vegar getur gerst og gerist því miður oft er að trú mín dali og ég verði þreytunni að bráð.  Kirkjan er ekki svona né heldur verk Drottins á jörðinni sem er frá degi til dags skínandi ljós og logandi kyndill sem af lýsir. 

Að halda því fram að kirkjan sé slappari í dag en verið hefur á öðrum tíma sögunnar fær ekki staðist og stenst heldur ekki.  Blasa verk hennar enda við hvert sem litið er, eins og á hverju öðru tímabili mannkynsögunnar.

Vandinn hér er mikið hann að fólk er alltaf að horfa á fólk en ekki beint á Krist sem allt afl býr í.  Það gleymir að allt þetta fólk er fólk sem lengi eða stutt var í sömu gryfju og það sjálft er í í dag og fékk þar á sig allskyns högg og pústra eins og aðrir fá.  Með þetta kemur það inn í kirkjuna og gengur mis vel að vinna með og vinna úr þessu öllu.  Þetta skírir ágætlega að sumir vaxa hraðar en aðrir.  Hraður vöxtur í sinni trú skiptir sköpum hvað allan árangur varðar og hverri manneskju til góðs sem við tekur. 

Og vegna þess að ekki er neitt fengist við meinsemdir andans, flestar eru af andlegum toga, getur myndast þreyta sem öndvert býr til neikvætt tal um gagnsemi kirkju og kirkjulegt starf. 

Allir sem eftir standa og lifa sína trú eru sem fyrr gangandi vitnisburður um að afl fylgir trú fólks á Jesús og að starfsemi kirkju í samfélagi okkar mannanna er gagnlegt verk.

 

 

 

 

15 mars 2019 (b)

Þó skipin séu stór og stærðin á þeim meiri en við í aðra tíð höfum séð og skip sem bera þúsundir tonna afla í hverri ferð eru þetta samt bara skip sem eins og áður hefur viðgengist með skip að þau þó stór séu lúta sömu lögmálum og önnur skip hafa gert gegnum alla sjóferðasöguna. 

Veðrin sem fyrr eru hindrandi og hamlandi afl öllum sem um sjóveginn fara.  Sýni þau sæfarendum sinn óblíða andardrátt er eins gott fyrir þá af þeim sem í lenda að gæta sín og vera með allt sitt á hreinu og skálka lúgur og loka öllu kyrfilega til að mæta því sem kemur með réttum hætti.  Hvort sem viðvörun Veðurstofu er græn, gul eða rauð.  Veðurstofan í dag er svolítið eins og mamma manns sem við munum að bannaði okkur krökkunum sumt og leifði annað.  Samlíkingin gerir að verkum að maður spyr sig æ oftar af hverju stafi að Veðurstofan vilji vera mamma manns með sína ábendingar um að halda sig heimavið ef lægðin sem er á leiðinni ætlar að verða stór og stærri og meiri að styrkleika en stinningskaldi, sem eitt sinn var eitt af orðum Veðurstofunnar og áður en veðurmetrakerfið var tekið upp.  Varla er fólk búið að missa vitið og hætt að gæta sín sjálft og hafa skoðun á eigin aðstæðum og kringumstæðum þó ekki heyrðist bofs frá ágætri Veðurstofu né hún sendi aðvörun frá sér á sinn leiðbeinandi hátt.   

Mann eftir skipstjóra sem sagðist aldrei hlusta á veðurspá ef til að mynda bátur hans var að sigla milli landa, eins og fyrir kom.  Rökin sem hann notaði voru þau að þeir hvort eð er yrðu að spila úr veðrinu eins og það mætti þeim á þessari leið.  Mann vel hve hjartanlega ég var manninum sammála. 

Ekki halda því fram að fólk almennt sé búið að missa vitið og þurfi mömmu Veðurstofu til að leiðbeina sér hvort það fari eða veri.  Tel að fólk hlaupi ekki með bundið fyrir augun og fyrr þverhnípið þó engin sé til að segja því að svoleiðis geri menn ekki.  Held að fólk í dag sé eins fólk ávallt hefur verið.  Skapvont, oft stutt í háa séið, eða er blítt eins og lamb og sumpart svolítið líkt veðrinu að þessu leiti en samt í grunnin hyggið þegar allt kemur til alls og hætti sér ekki of langt.  Allt getur samt gerst.

Mann eftir atviki úr mínu eigin lífi fyrir rúmum þrjátíu árum og ég staddur á landsbyggðinni og þeim parti hennar sem oft er snjóþungt í og yfir erfiða fjallvegi að fara að vetralagi að íbúarnir sem ég þá bjó hjá brugðu sér yfir heiðina en voru ekki komnir heim klukkan 22,00 um kvöldið er síminn hringir og röddin á hinum endanum spyr hvort fólkið sé enn ókomið.  Kvað ég já við.  Greip þá röddin andann lofti af greinilega áhyggjum.  Fram að þeim tíma hafði ég verið salla sallarólögur og viss um að allt væri í lagi.  Eftir símtalið þá  breyttust hugsanir mínar.  Að lokum varð ég sannfærður um að ekki væri allt í lagi hjá ágætu fólkinu.  Hálftíma síðar heyri ég í bifreið og fólkið standandi á hlaðinu.  Seinkunin stafaði af því að heimsóknin varð heldur lengri en til stóð og gleymdist að láta vita af sér.  Ekkert amaði að.  Er þetta ekki svolítið svona að við grípum orð fólks á lofti fullum af áhyggjum og verðum sjálf eins?

Mann eftir ferðalangi fyrir ógurlega mörgum árum sem ekki var par hrifinn af rigningardembunni úti og sagði:  „Og maður er í fríi“- heldur óhress með meðferðina á sjálfum sér.  Mann svo vel eftir þessum náunga og mæðu hans sem ég hef hvorki hitt fyrr né síðar og veit ekkert meira um.  Sjálfur var ég í fríi á sama tíma og bara sáttur yfir að vera í mínu fríi.  Í hvert sinn sem ég sagði einhverjum þessa sögu fékk ég sama svar.  Þetta:  „Maður skilur nú manngreyið afskaplega vel.“- þegar sannleikurinn mín megin var að ég bara skildi afstöðu hans engan veginn, verandi sjálfur á sömu fjöl og hinn.  Og hvað með smávegis rigningu?  Er þetta líf okkar ekki smá merkilegt? 

Sjálfur hef ég haft fyrir sið að gera litlar og engar kröfur til fólks.  Enda allt vitsmunaverur sem eiga að vita skil á réttu og röngu, rétt eins og ég sjálfur.  „Mamma Veðurstofa“- er svo sem ágæt.  En hvað með mína eigin aðgæslu og visku?  Þarf ég ekki daglega að rækta hana?

Eitt sinn spurði ég móður mína blessunina hvort hún hefði aldrei verið áhyggjufull með okkur krakkanna vitandi af okkur hér og hvar og oft við allskonar aðstæður.  Svar hennar var skírt:  „Aldrei“- sagði hún:  „Ég þekki ykkur.“

 

 

 

 

15 mars 2019

Allir vita, væri alltént betra að vita, segjum það frekar, mikilvægi þess að halda áfram þrátt fyrir að erfiðleikar séu sem reyni á þolrif.  Með tímanum gæti svo farið að menn kasti verki frá sér og dæmi glatað og segi um „Tóm tímaeyðsla.“  Ekki endilega gert vegna þess að það sem fengist var við væri rangt og margar spurningar um gagnsemina á heldur meira kannski hitt hversu erfiðlega gangi að púsla öllu saman.  Að þrauka er málið.  Aftur og ítrekað gefur sig eitthvað í ferlinu.  Ekki skemmtilegt og engin bað um þetta en er samt niðurstaðan. 

Þegar slík staða er uppi er gott að líta til liðinna tíma og skoða til að mynda uppfinningakallanna og eða kellingarnar sem fundu upp sem við erum enn að nota.  Og hvernig gerðu þessir menn?  Þeir hættu ekki, þeir gáfust ekki upp, þeir misstu aldrei vonina og trúðu á að einn daginn myndi verkið gefa sinn ávöxt.  Og viti menn.  Að því koma að öll vinnan, allt hugarvílið, allar pælingarnar fara að virka.  Á slíkum stað tel ég að menn gleymi fljótt því sem á undan gekk og séu þakklátir fyrir að hafa ekki farið þægilegu leiðina og fleygt öllu frá sér.  

Hver í dag vildi vera án ljósaperunnar sem uppfinningamaðurinn Tomas Edison fullgerði og kom á framfæri?  Sú manneskja er ekki til.  Ljósaperan kom ekki á neinu silfurfati til hans.  Aftur og ítrekað varð maðurinn fyrir vonbrigðum og aftur varð hann að fara yfir allt ferlið og aftur að athuga með að gera þetta svona í stað einhvernvegin öðruvísi og á eftir prufa.  Og aftur gerðist ekkert er straumi var hleypt á.  Svo kom ljós, en risinn samt ekki fullsigraður því ljósið dofnaði og slokknaði eftir frekar stuttan tíma.  Við þetta vandamál glímdi Edison langa stund. 

Eitt kvöldið sat hann heima og var á tali við konu sína sem sat í prjónastólnum sínum og prjónaði hvort sem var húfu eða vettlinga um óskylt mál.  Á einum stað nefnir konan orðið „Lofttæming“ sem gerir að verkum að kallinn hoppar hæð sína er hann heyrði orðið og skundaði inn á tilraunastofu sína og loftæmdi glerhjúpinn utan um þræðina sem áttu að gefa ljós.  Og viti menn.  Dögum saman hélt peran ljósmagni sínu og eftir ógurlegar pælingar og vangaveltur og allt hitt sem svona staða fæðir af sér var hann loks kominn með nothæfa ljósaperu í hendurnar.  Lokahnykkurinn sem sagt var þessi lofttæming.  Svona alltént heyrði ég söguna.

Hvernig þessir menn unnu er hvatning til fólks um að gefast ekki upp en hamra járnið á meðan það er heitt.  Sé vit í því sem gert er og hafi menn trú á því sem þeir geri skal haldið áfram og verkefnið klárað.  Munum einnig að allt þetta fólk sem við máski dáum og tölum endalaust um mikilhæfi þess og hreint stórkostlegar gáfur gerði allt milljón mistök áður en allt small saman.  Og hví þarf þetta þá að vera eitthvað öðruvísi í dag sé tekist á við snúið og skælt verkefni sem ekki liggur alveg fyrir hvernig afgreiða skuli?  Það verður engin óbarinn biskup þó of mikið sé um það nú um stundir að fólk gefist upp og hlaupi frá.  Það hættir við hálfnuð verk og hálfnuð verk eru hvorki fugl né fiskur.  Fiskur eða fugl verða þau fullgerð.  Ekki fyrr. 

Um hvað er hér verið að tal?  Að þrauka.  Að halda áfram.  Að gefast ekki upp þó á móti blási.  Að leyfa ekki mæðunni að keyra sig í kaf en leita heldur lausna.  Þá líka eru menn komnir í fótspor allra þessara manna og kvenna sem gáfu okkur svo mikið sem áratugirnir fyrir framan allt þetta fólk fékk nýtt sér og notið blessunarinnar sem af hlaust og við í dag njótum og nýtum en gætum ekki gert hefði fólkið kastað verkinu ókláruðu frá sér.  Verið er að tala um þetta.

Ef við drögum allt sem hér er sagt saman í eina línu hljóðar hún svona:  „Höldum áfram.“

 

 

 

 

8 mars 2019

Merkileg þessi lög sem leyfa vændi á Íslandi en leyfa þó ekki.  Sem sagt.  Lögum samkvæmt má stunda þessa iðju en komi einhver til að kaup sér vændi skal hann gæta sín.  Hann nefnilega er að brjóta lög. 

Hverslags eiginlega vitleysa er þetta og til hvers að vera með lög ef viðskiptavinurinn á á hættu að vera lögsóttur fyrir gera það sem lög heimila en heimila þó ekki?  Hver getur og vill selja vöru, þjónustu réttara sagt, ef engin má kaupa sér þessa þjónustu og sá sem kaupir á á hættu á að verða lögsóttur vegna kaupanna?  Hverjum datt í hug að gera lög sem í raun og veru eru einhliða lög?  Hver fann upp á þessu og hvaða norrænu fyrirmynd er verið að fylgja hér?  það væri gaman að vita. 

Vita menn ekki að hvarvetna þar sem vændi er stundað þrífst allskonar annað með sem við viljum ekki vita af og allskonar óheiðarleg stafsemi sprettur af sem við viljum heldur ekki vita um né af.  Vændisstarfsemi er engin falleg kórastarfsemi þar sem saklaust fólk og hrekklaust kemur saman til að kyrja fallega söngva heldur er vændistarfsemi nokkuð dekkra þessu.  Oft fara ungar konur í vændi til að ná sér í peninga með skjótum hætti og flestar sem þar mæta hyggjast vera þar stutt og fara svo í annað og venjulegra starf en vændi getur talist vera.  Sumar hafalíka komið undir sig fótunum með þessari aðferð ef þær dvelja þar ekki of lengi.  Sumar ná sem sagt marki og hætta áður en skóinn fer um of að kreppa.  Aðrar eru ekki eins heppnar og lenda í að ánetjast allskonar fíkn sem gerir að verkum að þær eiga í vandræðum með að koma sér burtu fíknar sinnar vegna og hafa sett sjálfa sig á stað sem ekki var reiknað með er af stað var farið en er raunveruleiki sumra af þessum blessaða fólki sem bindur og fjötrar.

Maður var hér í eina tíð oft innanum þetta fólk og sá þær blessaðar eta allskonar pillur og dóp ásamt að sinna kúnna og koma sér aftur fyrir þar sem þær áður voru.  Flestar sem maður sá voru undir áhrifum einhverskonar efna með dólga svokallað á vappi sem svokallað vernduðu þær.  Fyrir hverju?  Ofbeldi auðvitað því svona starfsemi gerist þar sem annað en ljós skín og verður aldrei neitt öðruvísi.  Vændistarfsemi er í eðli sínu svona og ekkert öðruvísi og mun heldur aldrei fá á sig neina jákvæða birtingarmynd.  Myrkur verður ekki ljós sama hvernig við reynum að varpa á myrkrið birtu og setja lög um.  Að ekki sé talað um óskiljanleg lög.  Þau bæta ekki mikið.  Vændið sjálft flýr birtuna og hreiðrar um sig í dimmunni og er í eðli svona starfsemi að gera. 

Það að setja lög sem gerir vændi löglegt en tekur á þeim sem kaupir vændi er alveg út í hött og gersamlega óskiljanleg aðgerð og óskiljanleg lög sem geta engu skilað og ekkert leyst en með alla burði til að auka vitleysuna enn frekar.  Sem nóg er af fyrir.

Vændi með einum og öðrum hætti er stundað í öllum löndum heims og er elsta atvinnugrein veraldarinnar og viðurkenndi sem slík.  Hvað á að gera?  Hef ekki hugmynd en veit að lög eins og þau sem við erum með kringum þetta eru með öllu óskiljanleg lög sem leysa engan vanda.  Örugglega væri hægt að sekta einhverja og fá eitthvað af peningum í einhvern sjóð með einhverskonar rassíum af hendi lögreglu en breytir ekki hinu að öllum ólögum ætti að eyða og vera þá í staðin með lög sem loka öllum hringnum en eru ekki hálfmáni með í sér óskiljanlega opnun.  Og hverjum gagnast hún?

 

 

 

 

7 mars 2019

Nú um stundir eru mislingar í gangi.  Nokkrir einstaklingar hafa greinst með mislinga.  Eins og nærri má geta í samfélagi sem lætur allt orðið flakka er umfjöllunin um þá mikill og gert með þeim hætti að gæti vakið ugg í brjósti fólks.  Einhverveginn er svo komið að allskonar mál sem ekki ollu neitt miklum viðbrögðum né fjaðrafoki né komust í einhver hámæli eru útbúin með þeim hætti í dag að smávegis af ótta vaknar í brjósti fólks.  Að slíkt gerist er alltaf vont.  Óttinn bætir ekki ástandið né er fær um að láta fólk sjá atburði með augum skynsemi og hygginda.  Yfirleitt dregur óttinn upp eitthvað allt annað heldur en þetta.

Mislingar hafa lengi veri til og við íslendingar oft glímt við mislinga gegnum áratugi og aldir.  Hve marga í kynslóðunum mislingar hafa lagt í rúmið þekkir höfundur ekki en telur að dauðsföll af þeirra völdum séu afskaplega fátíð. 

Þegar ég var drengur í Hafnarfirði á byrjun sjötta áratugar seinustu aldar og um 7 - 8 ára aldurinn, eitthvað svoleiðis, fékk ég mislinga og lágum við þrír bræður heima hjá okkur með þessa mislinga og máttum ekki fara út mann ég á meðan það allt saman gekk yfir.  Eina sem ég mann frá þessum veikindatíma var að talið var gott að ekki væri of mikil birta í herberginu og því mætt með því að hafa gardínur fyrir glugganum samandregnar til að draga úr birtuna inni.  Auðvitað var erfitt fyrir svo ungt fólk að mega ekki fara út og ólmast og ærslast með félögum sínum eins og krakka er siður.  Ekki mann ég líðan mína á þessu tímabili né hvernig mislingarnir verkuðu á mann og ekki átti maður heldur von á því að vakan dauður af þeirra völdum á morgnanna né leiddi hugann að neinu slíku.  Mann þó að fyrir kæmi að maður hugleiddi að maður fengi þá aldrei aftur eftir að hafa komist gegnum þá.  Þá var sagt að engin fengi mislinga tvisvar og að gott væri fyrir fólk að fá þá snemma á ævinni. 

Ekki minnist ég þess að ritaður væri stafkrókur um mislinga á þessum tíma í blöðum þess tíma sem heimilin fengu send til sín sem voru áskrifendur.  Í þann tíð fengu þeir einir heimsend blöð sem keyptu sér áskrift.  Einnig þetta er breytt. 

Mögulega birtist samt lítill klausa í blöðum þar sem greint var frá að mislingar væru í gangi, og síðan ekki sögunni meira.  Og ekki minnist maður heldur þess að menn litu mislinga sem háskalegan faraldur heldur eitthvað sem annað veifi bærist til landsins og gripi hvern sem var sem enga mótstöðu hafði í sér gegn sjúkdómnum og legðu tímabundið í rúmið og að menn yrðu að glíma við og væri eitthvað sem annað veifið kæmi upp í landinu.  Þó var talið að verra væri fyrir fullorðna að fá þá en börn.

Minnir að annað veifið hafi læknir komið heim og vitjað okkar bræðranna og stungið höfði sínu inn um dyragættina á herberginu þar sem við piltar lágum til að kann líðan. 

Allavega risum við bræður úr bælunum án þess að hljóta af neinn skaða af völdum mislinga né fengið þá aftur vegna þess að vera kominn með mótefni í líkamann sem eftirleiðis varði hann.

Í þá daga var verið að bólusetja bæði unga og þá sem eldri voru og fékk maður inn á milli bóluefni í sig með einhverju efni í sem átti að verja mann hinum og þessum sjúkdómnum til framtíðar.  Minnir að ein af þessum bólusetningum hafi verið gegn kíghósta og að flestar sem maður fékk hafi gerst er maður enn gekk í Lækjarskóla Hafnarfjarðar.  Ætti að bólusetja að þá fór maður til að láta bólusetja sig Guðs lifandi feginn að losna útúr skólastofunni um stundarsakir.  Minnist ekki neinna pælinga kringum bólusetningarnar.  Í dag eru „læknar“ til á hverju strái og menn og konur að Gúggla sig áfram til að sjúkdómsgreina sjálft sig og taka inn eitt og annað „Undralyfið“ sem ver líkamann gegn öllu.  Samt eru öll sjúkrarúm í notkun.

 

 

 

 

5 mars 2019 (b)

Þó Ísland státi af velmegun og fjárhagslegu ríkidæmi hefur það hjá sér fólk sem einhverveginn missir áttir og hættir að sjá ljósglætuna af sínu eigin lífi og velur að afmá fyrir eigin hendi.  Sumir gera þetta með of stórum lyfjaskammti.  Oft gerist slíkt líklega einnig óvart í fíkniefnaheiminum en er stundum beinn ásetningur.  Um þetta fáum við stundum að vita en minna um fólk sem er ekki háð neinum lyfjum og lifir að sjá ósköp venjulegu lífi en hefur samt gefist upp og ákveður dag einn að fara þessa leið með sig sjálft.  Ekki er samt sjálfgefið að í öllum tilvikum ætlist menn til að þeim takist verknaðurinn heldur er meira um hróp frá því um hreinlega hjálp.  Að þessu leiti reynist mörgum erfitt að tjá sig.  Trúið því.

Að menn taki sitt líf er engin ný frétt hvorki á Íslandi né í öðrum löndum heim.  Á öllum tímum sögunnar hefur þetta viðgengist og á öllum tímum einnig valdið fólkinu sem næst stóð höggi, sorg og spurningunni „Hví.“

Hvers vegna ungt fólk með alla framtíðina fyrir sér missir lífslöngun er spurning sem oft hefur verið spurð og oft verið reynt að svara en ekki tekist með neinum sæmandi hætti.  Hér hefur okkur öllum brostið viska. 

Staðreyndin sem menn hafa er að sjálfsvíg gerast.  Hvers vegna svo erfitt getur reynst að svara svona spurningum er hve erfitt þessu fólki reynist að tjá sig um líðanina þó í tjáningunni felist oft máttur.  Já, mátturinn liggur oftar en við áttum okkur á í munni manneskju sem tjáir sig við aðra manneskju.  Eitt og sér er það samt ekki nóg fylgi ekkert meira með.  Manneskjan haldin slíkum þanka fer vissulega frá samtalinu rólegri.  En hvað svo og hvað tekur við hjá henni?  Það þarf að benda á leið frá vandanum til að fólk hugsi sitt upp á nýtt og fái skjöldinn sem þarf: 

Lúkasarguðspjall 9. 25.  Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en týna eða glata sjálfum sér?  Og:

„Jakobsbréf. 2. 14-17.  Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?  Mun trúin geta frelsað hann?  Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og eitthvert ykkar segði við þau:  „Farið í friði,vermið ykkur og mettið!“ en þið gefið þeim ekki það sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það?  Eins er líka trúin ein og sér dauð vanti hana verkin.“

Svona vill trúin á Jesús tala til okkar.  Hún hvetur okkur til að fara alla leið með fólk en byrja ekki verk.  Og svo ekkert meira.  Ráðið er gott en er til harla lítils gagns eitt og sér vanti allt hitt.  Fólk með vanda hvort sem er af þessum toga eða öðrum þarf að fara í ferli.  Ferlið læknar til fulls. 

Það er hér sem kemur til kasta trúarinnar og Jesús Krist.  Hann er aðilinn sem ekki bara veit hvað sé að gerast heldur hryggist með þeim syrgjendum persónulega sem í hlut eiga og standa frami fyrir því að hafa misst fjölskyldumeðlim fyrir eigin hendi.  Kristi er málið kært og veit best allra hvernig svona mál skuli meðhöndla og reisir upp fólk sem sjálft var á þessum stað, hugsandi svona hugsanir og sumt búið að reyna að taka sitt líf en reis upp frá því án þess að verkið tækist og er í dag afskaplega þakklátt í sínu hjarta fyrir að svo sé.  Lífið er gott.  Ekki vont.  Að lífið sé vont er stóra lygin.  En það er ekki án neinna erfiðleika.

Þetta fólk sem sigraði hefur svo margt til mála að leggja.  Í því og sögu þess getur lækningin fyrir aðra legið.  Það segir ekki bara sína sögu málinu tengdu heldur ljáir fólki líka eyra og hlustar og þekkir pælinguna úr eigin lífi.  Til eru eyru sem vilja hlusta. 

Þú sem glímir við svona hugsanir, finndu einhvern til að tala við sem þú treystir og segðu viðkomandi líðan þína.  Þetta uppgötvuðu til að mynda Bill og Bob sem síðar stofnuðu AA- samtökin sem engin í dag efast um gagnsemina á.  Þeir sáu að sá og sú sem edrú var orðin bjó yfir skilningsríkum eyrum og dæmdi ekki orð drykkjumannsins.  Hafði enda sjálfur dvalið á þeim volaða stað.  Öllum má bjarga.

Mann eftir vini sem tjáði sig við mig fyrir yfir þrjátíu árum síðan um að hafa sjálfur reynt sjálfsvíg sem ekki tókst og einnig hversu fegin hann væri að hafa ekki tekist ætlunarverkið.  Við eigin orð sín birti yfir honum öllum.  Skildi ég hann afskaplega vel því lífið er til að lifa og lífið er ekki leiðinlegt heldur er lífið skemmtileg og vel þess virði að lifa því. 

 

 

 

 

5 mars 2019

Heyrst hefur að það sé heimskra manna siður að hlæja að eigin fyndni.  Þessu er ég ekki sammála af þeirri ástæðu að engin getur verið fyndin nema finnast sjálfum fyndið sem hann segir.  Eðlilegt að fólk hlæi sjálft að fyndni sem sprettur fram í eigin kolli. 

Til er saga af Chaplin, meistari fyndninnar, að eitt sinn er hann var að gera eina af sínum mörgu frábæru bíómyndum í upphafi kvikmyndarinnar gekk hvorki né rak hjá honum og lá hann á grasinu án þess að vita hvert næsta skref hjá sér yrði.  Þetta segir manninn að Chaplin hafi spilað handritið svolítið af fingrum fram.  Á bak við kvikmynd er nokkur fjöldi fólks til taks við hin ýmsu verk sem slíkt kallar eftir.  Allt var á þessum tímapunkti stóra stopp vegna þess að sá sem dreif verkið, meistari Chaplin, hafði ekkert að bjóða.

Chaplin lá sem sagt á grasinu og orðin máski úrkular vonar um að eitthvað bitastætt hjá sér gerðist er hann skyndilega og upp úr þurru þarna á grasinu sprakk úr hlátri og rís upp og hefst handa við að útfæra það sem honum áður hafði dottið í hug.  Komið var fram atriði í huga mannsins sem smellpassaði inn í handritið.  Hvaða kvikmynd Chaplin vann þá að veit ég ekki en veit þó að skiptu tugum. 

Auðvitað hlæjum við að eigin bröndurum því lífið er fullt af fyndnum atvikum og andartökum sem hreinlega eru spaugileg hvar sem við erum stödd.  Misjafnt er hvað við sjáum og hvernig við vinnum úr því sem við sjáum og hvað okkur finnst fyndið.  Sumt fólk er í manns eyru aldrei neitt fyndið og sumir með slíkan húmar að þeir einir hlæja og engir nema þeir en þeir í kring ekki og aldrei aldrei.  Þekkti einn svona sem sagði brandara en aðrir sem heyrðu ráku í mesta lagi upp kurteisihlátur honum til samlætis.  En fyndið.  Nei takk. 

Eftir öðrum mann ég sem oft sagði brandara og maður hló að þeim öllum af hans munni.  Og á meðan hann sagði þá hló hann sjálfur allan tímann.  Og ekki leit ég á hann sem heimskan mann þó máltækið segi að „heimskur hlær að eigin fyndni.“- Fyrir mér er brandari bara brandari og brandari er til að vekja hlátur.  Enda sprottinn af húmor manna sem býr innra með fólki og sá fyrsti sem auðvitað hlær er höfundurinn sjálfur sem heyrði eða sá spaugilega hlið á einhverju í kringum sig eða sér sjálfum sem hann máski sagði öðrum og vakti með hlátur eða smávegis brosvipru.  Sá sem heyrði var kannski ekki kominn til að heyra gamanmál af vörum gamanseminnar verandi sjálfur með allt niðrum sig þann daginn af klúðrinu einu og hitti manneskju til að rekja raunir sínar við en fékk á undan eigin sorgarsögu brandara sem hinn nýlega sá og eða heyrði og fannst verulega fyndinn og máski stór skaðaði hörmungarsögu hins.  Misjafnar eru aðstæður manna og síbreytilegar milli daga.  Samt er það svo að brandarinn er sprottinn úr reynsluheimi fólks og af því sem það sér, heyrir og reynir sjálft.  Spaugilega hlið má nefnilega á öllu sjá, ef ekki strax þá oft siðar.  Eins og fyrir kemur. 

Auðvitað hlæja menn að eigin bröndurum.  Hitt er annað mál hvernig menn hegða sér sem hafa atvinnu af að segja fólki brandara á meðan þeir eru fyrri framan það upp á sviði að skemmta salnum.  Þá máski þykir ekki tilhlýðilegt að hlæja mikið.  Það svo sem hefur oft verið brotið og má benda á gamanleikarann Red Skelton sem sumir muna eftir.  Hann hikaði nú ekki við að hlæja sjálfur af eigin tali og á eigin skemmtunum.

Allir vita að hlátur er smitandi, eins og maður sjálfur hefur auðvitað rekið sig á sem sjálfur fer að hlæja bara vegna þess að svo margir hlógu.  Sumir brandarar eru þannig að maður fattar þá ekki en hlær samt.  Einkum vegna hinna sem hlógu.  Auðvitað belun.  Að öllu svona er hafnfirðingurinn afsakaður.  Enda þekktur fyrir að fatta ekki allt strax  sem hann sér og heyrir og hans einu sönnu forréttindi að hafa skilning annarra á.

 

 

 

 

1 mars 2019.

Horfurnar eru góðar og gangurinn í málum eðlilegur. - Hvernig hljómar svona setning í þínum eyrum?  Ekki er gott að segja en nokkuð víst að þessu ertu annaðhvort andvígur eða sammála.  Fer eftir því hvernig á hlutina er litið.  Sumir nefnilega temjast við neikvæðni og bölmóð á meðan aðrir venja sig við að segja að víst sé glasið hálffullt en ekki hálftómt sem er líkt og allir sjá er neikvæðara orð heldur en hitt segja að glasið hálffullt.  Allt er þetta nú afstaða mín til þess sem dagurinn og núið fæst við.  Vá!  Hvað væri hægt að rífast um akkúrat svona orð.

Þess vegna segi ég og endurtek að gangurinn í málinu sé bara góður því ég veit af reynslu liðinna ára að það muni koma lausn hver sem staðan sé í dag.  Og er það ekki bara ágætis viðhorf til líðandi stundar.  Aftur komum við að því atriði að svarið fari eftir hvar maðurinn sé og hvar staddur í sínu lífi.  Mest þó andlega.  

Fussarinn og sveiarinn sér nú ekki margt gott við það sem verið sé að gera hverju sinni og finnst lítið til verka annarra manna og kvenna koma.  Enda bara sáttur við sín eigin og eini maðurinn með viti.  Skilst manni jafn ólíklegt að það allt saman nú er.  Samt  er ekkert víst í þessum heimi. 

Og hvað með háttvirt Alþingi?  Þar er engin að gera neitt, segja þeir, og hver höndin upp á móti hverri annarri þar á bæ, segja þeir líka, og fá smá æsing í kroppinn af pælingunni einni saman og mæta á eftir niður á Austurvöll og hvetja aðra með sér með skilti á lofti sem á stendur eitthvað sem þeir segja að geti breytt hér málum og gert samfélagið „RÉTTLÁTARA“, við höfum heyrt þennan áður, en átta sig ekki á að það sem ritað er á ágæt spjöldin sem veifað er sé lítið annað en skoðanir hópsins og einstaklinganna sem eru á svæðinu.  Sem svo sem er í lagi með að hafa – og veifa – nenni menn því.  Það sem fólkið gleymir, eða vill ekki vita um, er að háttvirt Alþingi er líka fullt veggja á milli af skoðunum manna og kvenna sem starfa innan dyra hússins en líkast til bara öðrum skoðunum en máluð eru á skiltin fyrir utan glugga hæstvirts Alþingis.  Og hvorar eru þær réttu?  Afstaða kæri vinur.  Afstaða.  Og nú máttu hlæja.  Yfir þá orðinu „Afstaða,“ sem þér finnst, skilst mér, smá fyndið en er samt bara eitt af orðum íslenskunnar og sem slíkt fullgilt orð.

Þegar Bandaríski herinn var hérna og Keflavíkurgangan enn gengin frá hliði Vallarins á Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, nokkuð skemmtileg uppákoma, verður maður að segja, stóð á skiltunum “Ísland úr Nató og herinn burt“ eins og við sem eldri erum munum vel og vorum á sínu tíma máski þátttakendur í sjálfri göngunni.  Keflavíkurgangan var farinn í nokkra áratugi en hætti vegna þess að herinn að endingu fór og menn stóðu eftir gapandi af undrun og yfir sig svekktir sumir hverju yfir atferlinu hjá þessari „Vinarþjóð“ og að sjálfur herinn væri farinn. 

Hvað með Íslenska Aðalverktaka sem sögur fóru af að sygju smá af fjármagni út úr hernum gegnum framkvæmdir þær sem þeir voru með, einráðir, á Vellinum, eins og svæðið þarna á Suðurnesjunum var oft kallað?  Engin svör en herinn farinn og hellingur af húsum stóðu eftir sem Kaninn sagði um „Þið getið bara hirt þetta“ og skyldu eftir lykla í hverri íbúð blokkanna á svæðinu sem menn gengu um eftir að allt var að baki og hermennirnir horfnir sína leið og tóku úr hurðarlæsingunum alla lykla sem þar stóðu til að vondi kallinn kæmist ekki í þá og ylli spjöllum.  Nokkurn tíma tók fólk að koma sér saman um hvað gert yrði við öll húsin.  Samt tókst verkið og verður maður að segja um það að lendingin væri nokkuð hagkvæm.

Já! Hvað sem aðrir segja finnst mér gangurinn bara vera nokkuð góður.

 

 

 

 

26 febrúar 2019

Drottin hvetur fólk til að syngja nýjan söng. Þetta merkir að við breytum sumu í okkar fari.  Ekki samt endilega og fyrirfram vegna þess að það sem við höfum verið að gera sé rangt en vegna tímans sem við höfum verið á þeim stað myndaðist stöðnun.  Öll stöðnun tilheyrir ekki Kristi en gæt læst sig í fólkið hans.  Þess vegna hvetur hann okkur til að finna upp á nýju sem hann sjálfur mun koma með sem og bætir það sem við höfum verið að gera.  Það eru hreinar framfarir sem gera að verkum að við raunverulega förum að standa á öxlum fyrri verka fólks og okkar sjálfra í nýjum söng.  Sem sagt þau gömlu urðu eftir en nú talsvert bætt.  Þetta er átt við þegar sagt er að við stöndum á öxlum fyrri kynslóða að við stöndum á öxlum þeirra sem að kvað og létu góð verk sín tala.  Þó vitum við að ekki státa allir af tómum góðverkum og ekki heldur trúað fólk.  Allir sjá að slíkt fólk getur ekki haft miklar axlir sem aðrir mögulega gætu staðið á.  Gott verk er sínar axlir. 

Sama gera okkar eigin verk til að mynda í trúnni.  Þau þurfa að vera góð og standa á stað reynslunnar sem fengið hefur slípun til og með þeim hætti orðið fáguð sem rétt hefur verið byggt undir.  Styrkur þeirra heldur.  Ofaná slíkt er hægt að bæta og eftir að hafa sungið Drottni nýjan söng.  Nýr söngur til lofs og dýrðar Drottni kemur með eitthvað ferskt.  Sé Drottinn hafður með í ráðum líka gerist það.

Heimurinn svo sem hefur sín góðu verk en er fráleitt fullur af þeim.  Kirkjan státar einnig af mörgum góðum verkum en er ekki heldur full af þeim.  Vissulega er kirkjan fullkominn og stefnan skír um að frambera góð verk og engin léleg en ætlar ófullkomleikanum að gera þetta.  Og slíkt skapar vanda.

Nýr söngur til Jesús minnir okkur á veikleika en styrk vorrann í trúnni sem af hressist og við fáum aðra sýn á Drottinn.  Og eflumst af.  Nýr söngur gerir trúnni gott.  Oft svo sem höfum við kveðið nýjan söng.  Samt er vaninn harður húsbóndi.  Að ekki sé talað um sláist letin með honum í för.  Þá þarf nokkuð átak til að kveða hinn nýja söng sem Drottinn hvetur stöðuglega til að gert sé.  Nýtt er um leið ferskt.  

Hvað um nýja dótið sem við fengum.  Vorum við annað en upptekin og veltum því endalaust fyrir okkur?  Og fengum við ekki leið á því?  Af hvaða ástæðu?  Hluturinn er dauður.  Öndvert við Drottinn er við sungum honum nýjan söng.  Hann hressti.  Fyllti líf vort gleði.  Gleði er lifandi afl.  Samt umbreytist nýi söngurinn í vana og við hættum að koma auga á hve hress okkur fannst hann í eina tíð.  „Nýr söngur“- eru skilaboð dagsins og þessi klassísku sem Drottinn sendir til vorrar kynslóðar og til okkar einnig.

Að syngja Drottni nýjan söng í dag er trúargöngunni hjálpleg.  Í trúnni er verkið vinnandi en fráleitt eitthvað auðvelt verk.  Orðin:  “Syngjum Drottni nýja söng,“- tala til mín og þín og eru mér og þér hvatning um að haldast vakandi gagnvart eigin trú svo hún hindrist ekki heldur vaxi eins og lifandi Guð ætlar henni að vaxa. 

Með þeim hætti verða til öflugar axlir sem máski, endurtek máski, komandi kynslóðir fá staðið á.  Nýi söngurinn er gullmolinn sem eftir stóð er login kom og eyddi öllu upp til agna sem var tré hey og hálmur og skildi verðmætin ein eftir.  Gullið, reynsla fólks, eru axlirnar sem nýi söngurinn var með í að gera og jafnvel fjölga.  Hver að dæmi sé tekið mundi nenna að standa á einhverri gremju og reiði annars fólks?  En hún er þarna.

Sem sagt að syngja Drottni nýjan söng fellst ekki í að setja allt sem var í trúnni á bak við sig og skilja eftir heldur förum við til framtíðarinnar með það sem hefur verið gert sem nú er orðið skárra og vonandi betra.  Lengi má bæta verk.  Og hver veit ekki þetta? 

 

 

 

 

24 febrúar 2019

Frekar er nú ófriðlegt um að litast í heiminum og „sigrar“ vinnast hér og þar.  Einræðið er viðloðandi sum ríki og þegar einræðinu er boðið byrginn bregst það við með sama hætti og fyrr og rís upp sjálfu sér til varnar.  Allskonar fréttir berast af allskonar óeirðum og mótmælum og fólki með kröfuspjöld uppi að krefjast umbóta.

Nú er Venesúela talsvert í fréttum.  En þar hefur ríkt einræða langa hríð en féll á dögunum í kosningum.  Samt situr gamli einræðisherrann sem fastast.  Þar eru nú óeirðir og menn að falla í þeim, þó tölur um mannfall séu enn ekki háar.  Fyrir einhvern er um að ræða sorg af missinum sem við veltum ekki fyrir okkur.  Enda orðin dofin af svona fréttum og hætt að sjá að á bak við hvern einstakling sem deyr er hópur syrgjenda.  Við sjáum að jörðin er sorgar- og sútar staður af verkum okkar mannanna sem vitum ekki fótum okkar forráð af því að þekkja ekki Guð.  Og enn erum við að biðja um manninn sem kemur fram:  „Og gerir ráðstafanir“- án þess að gera okkur grein fyrir að oftast nær þar sem hann nær fótfestu breytist landið í auðn og rústir.  Þessu verður ekki breytt.

Bandaríkjamenn sendu nauðsynjar til Venesúela í formi aðstoðar en þær komast ekki nema að landamærunum vegna þess að einræðisherrann sem þar ríkir og gerir í óleyfi gefur sig ekki og notar það sem hann kann best hörkuna gegn fólkinu og annað það sem hann enn hefur, her og lögreglu, til að halda í sitt sem hann telur sig eiga prívat en missti í seinustu kosningum en viðurkennir ekki og gefur því völd sín ekki eftir. 

Svona hefur þetta gengið kæru vinir langa lengi og engar nýjar fréttir sagðar hér.  Einræðið hefur allstaðar verið til trafala og einhvervegin skrælir landið og gerir að líflausri auðn sem á einhverjum tímapunkti allt brast í.  Og dæmið hrundi til grunna.  „Hvert fór draumurinn?“- spyr fólk.  Gömul saga og ný.

Um tíma fóru ISIS- liðar mikinn og óðu um allt með bryndreka sína og urðu fólki sýnilegir sem enn eitt eyðingaraflið sem hvarvetna sem þeir fóru um skildu eftir sig rústir en tókst samt að ginna til sín fjölda af ungu fólki sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum trúðu bullinu og yfirgáfu eigið heimaland til að vera með „mikilmennum þessum“ sem nú eru við að þurrkast út og þeir sem með þeim voru af erlendu bergi brotnir vilja koma aftur heim en fá ekki að koma.  Landið sem það yfirgaf lokaði á fólkið.  Förin var ekki til fjár og fólksins bíður ekki neitt.  Stóru draumurinn var tálsýn.  Mennirnir reyndust skúrkar.

Spyrja má hvort eitthvað hafi breyst og hvort alltaf og á öllum tímum verkin hafi ekki gengið fram með þessum hætti?  Erum við ekki enn með menn og konur sem kalla til sín fólk til að berjast fyrir „Málsstað?“  Er von til þess að það sem menn vilji í dag sé hinu sem fallið er skárra?  Ekkert svar.  Fólk bara heldur það.  Engin sem fyrr spyr hvort rétt sé að höggva enn í sama knérunn og vænta annarrar niðurstöðu.  Allt er fullreynt.  Og það gekk ekki.  Liggur enda svarið hjá Guði og Jesús Kristi, frelsara mannanna.  Margir vilja þá leið.  En þó ekki: 

„2Konungabók. 10.  8-11.  Rehabeam fór ekki að ráðum gömlu mannanna en leitaði í staðinn ráða hjá ungu mönnunum sem höfðu alist upp með honum og voru nú í þjónustu hans.  Hann spurði þá: „Hvað ráðleggið þið mér?  Hverju á ég að svara þessu fólki sem segir við mig:  Léttu okið sem faðir þinn lagði á okkur?“  Ungu mennirnir, sem höfðu alist upp með honum, svöruðu:  „Þannig skaltu svara þessu fólki sem hefur sagt við þig:  Léttu hið þunga ok sem faðir þinn lagði á okkur, þannig skaltu svara því:  Litli fingur minn er gildari en lendar föður míns.  Faðir minn lagði á ykkur þungt ok en ég mun þyngja það enn.  Faðir minn agaði ykkur með hnútasvipu en ég mun aga ykkur með gaddasvipu.“- Og enn er gaddsvipan notuð á fólk og menn enn að biðja um hana og gera með því að líða einræðið og eða aðhyllast skúrkinn.“ 

 

 

 

 

20 febrúar 2019

Mikilvægt er að lesa sjálfur Biblíuna.  Lesturinn flytur grúa Orða í hjarta manneskju sem á til trú.  Engin hefur þó lestur ritningarinnar fyrr heldur en hann fær til þess leyfi frá hæðum.  Einkennilega orðað en það sem er.  Áhugi fólks kviknar ekki fyrr heldur en það áttar sig sjálft á að til sé Guð og Guð sem gerði allt sem hér sé.  Sem sagt!  Trúin og áhugi fólks á því sem er, er Guðs er gjöf og frá honum sjálfum.  Merkilegt.

„Opinberunarbókin. 1. 1-3.  Opinberun Jesú Krists sem Guð gaf honum til að sýna þjónum sínum það sem verða á innan skamms. Jesús Kristur sendi engil sinn og lét hann kynna það Jóhannesi, þjóni sínum, sem bar vitni um orð Guðs og vitnisburð Jesú Krists um allt það er hann sá.  Sæll er sá er les þessi spádómsorð og sælir eru þeir sem heyra þau og varðveita það sem í þeim er ritað því að tíminn er í nánd.“-

Í einum af upphafsorðum Opinberunarbókarinnar segir að við séum sæl af því að hafa sjálf lesið Orðið í bókinni.  Sem merkir að öll Orð Biblíunnar eru jafngild og nokkuð sem trúin fljótlega sannfærir mig um að sé það sem ég þurfi að hafa í huga.  Og líka þess vegna byrja ég flesta morgna á að taka bókina fram og lesa lítilræði.  Og svona hefur þetta gengið nánast á hverjum degi í þessi bráðum þrjátíu ár sem ég hef verið við þetta.  Engin skilda, ekkert til að grobba sig af heldur gert af þörf vitandi um eigin veikleika og hitt hversu furðu fljótt óvaninn kemst upp í vana og maður hætti þessu.  Já, furðu fljótt.  Og líka þess vegna standa Orðin í bókinni þar sem þau standa.  Það er vegna „Furðu fljótt“ sem þau eru þarna.  Furðu fljótt.  Mundu það.  Óvani hverskyns hefst oft vegna smávegis tilslökunar á góðum gildum sem þú eitt sinn varst upptekin af en slepptir og tókst upp annan sið.  Furðu fljótt breyttist allt.  Við deilum ekki um málið.

Drottin segir að allir séu sælir sem lesi Orðin.  Og hann bætir við:  „Og varðveita þau og varðveita það sem í þeim er ritað...“ -

Hví tekur hann svo til orða?  Hugurinn sveiflast fljótt til og breytir afstöðu fólks eins og vindurinn sem sveiflast fyrir húshorn.  Og við vitum að slíkt skeður, ef það gerist, á örskotsstund.  Ekki ætlunin.  Ekki meiningin en það sem við fengum upp í hendurnar og við áttuðum okkur máski ekki á fyrr en síðar að hafði dregið okkur burt frá borði Drottins.  Hér sjáum við betur og skiljum hví Drottinn hvetur okkur ítrekað til að „Vaka“ en vera ekki sofandi fólk.  Á auðvitað ekki við svefn næturinnar og hvíldina sem hann veitir heldur Andann sem hann setti í brjóst okkar og allt mitt trúarlíf snýst um að haldist virkur í mér.  Mundu það!  Í mér:

„Opinberunarbókin. 1. 7-8.  Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeirra sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Vissulega, amen.  „Ég er Alfa og Ómega, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi,“ segir Drottinn Guð.“-

Að þessari stund kemur að öll munum við sjá hann.  Atburðurinn mun ekki fara framhjá neinni manneskju.  Fólk sem á þessum tíma þekkir hvað sé í gangi mun líklega fagna endurkomu hans en hinir ef til vill skelfast.  Og Satan gera í brækurnar.  Biblían segir að Jesús sé upphafið og endirinn.  Jesús hóf þetta allt og mun á settum tíma líka ljúka því og reisa hér ríkið sem er öðruvísi ríki en það sem við þekkjum.  Biblían kallar það „Friðarríki.“- Og slíkt tal heldur voninni vakandi og trúin vill að viðhaldist í mér en veiklist ekki.  Allt fyrir mátt trúar sem markmiðið er að vaxi daglega.  Við erum því manneskjur án neinnar afsökunar fari trúin ekki stígandi.  „Allt er til staðar .  Komið.  Veisluborðið er tilbúið.“- Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

17 febrúar 2019

Orð eins og kærleikur og að elska náungan heyrast í kirkjunni.  Þau eiga auðvitað heima þar og eru þaðan uppruninn.  Kristur talaði þau.  En er kærleikur í kirkjunni?  Réttara væri að spyrja:  Er kærleikur í þér?“  Vissulega er kærleikur í kirkjunni.  Sem sagt!  Ég og þú ættum að temjast við og venja okkur á að nota kærleikann á fyrst okkur sjálf, og á eftir hvort annað. 

Auðvelda leiðin í þessu er að benda á hina og segja um að eigi nú ekki mikið til af kærleika.  Hver skildi vera mín eigin staða?  „Fullkominn kærleikur býr í mér,“- segi ég?  Eða hvað?  Hver sem mig þekkir tæki undir fullyrðinguna.  Varla ein manneskja en gæti vel viðurkennt að stundum beiti ég honum, rétt eins og aðrir trúaðir menn geri.  Fullkominn kærleikur er til en verður aldrei sýnilegur í verki nema gegnum eitt hundrað prósent trú.  Og hver nær henni lengur en í tíu mínútur? - Einu sinni í mánuði?  Trúin er barátta.  Líka þess vegna dó Kristur.

Munum samt að flest okkar erum í lagi af því einu að eiga til í hjarta voru sístarfandi trú sem endalaust minnir okkur á þessa þætti sem við fúslega tökum undir og viljum vera í en dagurinn, amstur og áhyggjur hans, og máski mistök, misjafnt er þó hvernig menn afgreiði þau frá sér, gera ekkert nema bæta gráu ofan á svart hjá okkur.  Kristur, ekki í eitt skipti, bað okkur um að bera þær heldur gefa sér og eru Orð sem fylgt hafa kirkjunnar fólki allar götur síðan hann steig upp til himins og gaf niður Heilagann Anda og boðunin hófst. 

Misskilningur er hjá fólki sem telur kirkjuna vera stofnaða utan um fullkomið fólk og að trúin eins og sér komi því til vegar að fólk sjálfkrafa verði óaðfinnanlegt fólk og að allt svoleiðis gerist bara á einni nóttu.  Flestum endist ekki ævin til verksins þó talsverðar umbætur verði hjá sumum sem alla tíð tóku trúna alvarlega.  Já!  Uns að síðasta andardrætti kom. 

Við getum, ef við viljum, gert kröfur hvort til annars um þessi atriði.  En hver gefur fólki, mér, heimild?  Allavega ekki Kristur sem viðurkennir veikleika vorn og dó vegna vors veikleika.  Hver þá?  Ætli ekki mitt eigið hold, hugsanir mínar, skoðanir mínar, vonbrigði mín og eigin hugmyndir um hvernig kirkjunnar fólk skuli haga sér.  Reyndar hef ég sjálfur frekar litlar skoðanir á hegðun annarra manna og kvenna sem kirkjunni tilheyra, en tek svona til orða.  Við höfum Biblíuna og er á okkar valdi hvort við nýtum bókina og lærum af henni.

Eina sem ég get gert í málinu er að vera bara sjálf þessi manneskja því þá væri aldrei að vita nema einn og í besta falli tveir, ekki fleiri, vildu apa upp mína hegðun eftir mér fyrir sig.  Ótrúlegt samt en til í dæminu.  Samt snýst málið ekki um þetta atriði heldur vora eigin trú.  Ekki er það mitt mál hvernig aðrir geri sína trú heldur þeirra mál.  Öll erum við læs, öll skrifandi, vinnandi með höndum okkar, og sumt gott, erum vel gefið fólki og getum eins og aðrir metið með hjálp trúarinnar hvað sé rétt og hvað rangt.  Og líka viljum og stundum líka gerum.  Það sem meira er!  Öll munum við koma fram fyrir Meistarann okkar og svara honum og gera ein og óstudd.  Trúin mun gefa okkur heimild til að fara framhjá honum og yfir til hinna sem eru hólpin er allt verður gert nýtt og hið gamla gert að engu.  Ég er náðaður.  Náðin veitir mér og þér þessa heimild.  Hún sér trúna bærast um í brjóstinu:  „Náð mín nægir þér“- segir Drottinn.  Hvort ég og þú vorum þennan og hinn daginn í vondu skapi og fram úr hófi fýld er fyrir náðinni léttvægt og hægt að breyta.  Kristur lifir í deginum og er hér og nú.  Hvar er þá Akkilesarhællinn?  Ætli ekki mín eigin afstaða.  Hugsa það.

Aldrei var kirkjan stofnuð handa fullkomnu fólki heldur fólki sem á til trú sem leitast við að rækta sína trú og fullkomna sína trú og sem vill líkja eftir fullkomleika Drottins.  Trúin er svona og því sístarfandi í voru hjarta.  Við sjáum að enn er nokkuð í land hvað hana varðar og við, flest hver, en í mesta basli með þessa þætti.  Samt höfum við ekki misst vonina og höfum því ekki áhyggjur.  Kristur lifir!  Hann lifir!  Já núna!  Amen. 

 

 

 

 

15 febrúar 2019 (b)

Átti og annaðist sem drengur, og ungur maður, um hesta sem maður auðvitað annað veifið skrapp á baka á og geystist á eftir vegum og grundum.  Þá var maður grennri en er í dag en fer að breytast um 25 ár að aldurinn, og hrossin horfinn til nýrra eigenda.

Mann, líklega árið 1989, að ég fór í réttir og var boðið að reka með fólkinu féð heim á bæ, og bent á hross sem ég gæti brúkað.  Mann einnig að manni stóð ekki alveg á sama og sárvorkenndi skepnunni að þurfa að bera öll mín kíló á baki sér alla þessa leið og nefndi við manninn sem bauð.  Eina sem hann sagði var:  „Iss.  Hafðu engar áhyggjur af klárnum.“ 

„Ókei“- sagði ég og steig á bak.  Og hrossið vissi varla að ég væri þar sem ég var og blés heldur ekki úr nös á leiðarenda.  Sem þó var um þriggja klukkutíma reið.

Mann að þetta rifjaðist upp fyrir mér á leiðinni, og reyndar undireins og hafði slegið í klárinn og hann brokkaði sína leið með mig.  Grjóthastur, mann ég, en svo leikandi létt.  Íslenska hrossið er ótrúlega öflug skepna að ákveðin virðing kom upp í hugann þarna í haustsvalanum. 

Síðan þá hef ég ekki stigið á bak og hafði reyndar ekki gert fyrir þennan tíma frá því að minn síðasti hestur var seldur kringum 1973.  Sumt sem var og var manns ær og kýr þá er farið og ýmislegt annað sem tók við.  Merkilegt þetta líf og sum atvik, ekkert stórfengleg, sem bara fylgja manni.

 

 

 

 

 

15 febrúar 2019

Engin spurning er um að sé neitt annað en vilji Guðs að við gætum hvors annars.  Samt er mikilvægt að skilja rétt hvað það sé, að gæta.  Eitt er að skipta sér af fólki og annað að gæta fólks.  Að skipta sér af er sprottið af frekju, öndvert við orðin, að gæta, sem teygja anga sína til kærleika sem vill fólki vel og er kominn frá Kristi.  Allt samt vandmeðfarið og auðvelt að stíga yfir strik.  Skynsemin segir að hver manneskja sé fædd til frelsis og til að taka eigin ákvarðanir.  Og til að skynsemin ráði oftar för fengum við trú.  Trúin kemur því til vegar að umhyggjan situr í efri lögum í þessu máli sem öðrum.  Trúin er ekki eigingjörn né stígur fram í frekju og stjórnsemi.  Svo margt kæru vinir sem þarf að varast og umfram allt að vita um.  Fyrsta skrefið til að varast eitt og annað er að sjá.

Í fyrra Jóhannesarbréfi fimmta kafla og versum eitt til fjögur segir:

Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er barn Guðs og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans.  Við vitum að við elskum börn Guðs af því að við elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans.  Því að elskan til Guðs birtist í að við höldum boðorð hans. Og boðorð hans eru ekki þung því að sérhvert barn Guðs sigrar heiminn og trú okkar er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.“ –

Sem sagt.  Orðið krefur okkur um þessa gæslu á hvoru öðru.  Með þá trúna að vopni.  Aftur komum við að þeim sannleika að trúin sé mikilvæg til að við gerum vilja Guðs og gerum hann rétt.  Auðvelt er að fara með sig sjálfan út í tóma þvælu þegar að þessum hlutum kemur.  Allt svo sem vel meint en árangur ekki sem skildi vegna þess að það sem við sögðum vakti önnur viðbrögð en til var ætlast vegna þess að orðin voru ekki töluð út í trú heldur öðrum hvötum og kannski eigingirni.  Sem alltaf orkar tvímælis og setur á fleiri fjötra en fólki grunar.  Orðin frekja og stjórnsemi eru orð af sama stofni sem, eins og við vitum, eru af neikvæðum stofni. 

Ekki er samt svo að skilja að trygging sé fyrir því að orð sem töluð eru út í trú að þeim sé vel tekið af fólki sem orðunum var beint til.  Fer eftir ástandi einstaklingsins sjálfs sem í hlut á.  Samt er betra okkar sjálfra vegna að hafa breytt með þeim hætti heldur en hinum vegna þess að við megum trúa því að það sem trúin talaði standi Guð sjálfur á bak við og að Orðin með tímanum vinni verkið sem af stað var farið með og það klárað.  Við gerðum bara okkar og sjáum að sú leið var Guðs leið og hinni betri. 

Aftur getum við dregið hring utan um mikilvægi kærleikans sem starfar í trú á Drottinn.  Þetta saman gefur okkur aukin skilning á hví við erum í samfélaginu við Kristi og hví svo gott sé að vera undir hans verndarvæng og eiga trúsystkini sem sjá það sem við máski sáum ekki komu inn með leiðréttingu þar sem eitthvað var við að ganga úr skaftinu.  Þroski er að taka slíkri leiðréttingu vel og viðurkenna og að hafa verið byrjaður að slaka smá á árvekninni sem aldrei getur verið gott fyrir nokkra trúaða manneskju að gera.  Þetta er það að gæta bróðir síns og er ekki hið sama og að vilja hlutast neitt til um eitt né neitt sem honum viðkemur.  Viðurkennir trúin enda fyrst allra frelsi manna og kvenna til sjálfstæðrar ákvörðunartöku og veit að gildir um allt sem er mannsins.  Og hvernig gæti hún hugsað með einherjum öðrum hætti verandi sjálf trúin sem við viðurkennum að sé beintengd sjálfum himninum?  Skoðum aftur vers í 1 Jóhannesarbréfi og fimmta kafla:

„20 Við vitum að sonur Guðs er kominn og hefur gefið okkur skilning til þess að við þekkjum sannan Guð. Við lifum í hinum sanna Guði, í syni hans Jesú Kristi. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.  Börnin mín, gætið ykkar á falsguðunum.“ -

Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

14 febrúar 2019

Þegar Churchill var forsætætisráðherra Bretlands og seinna stríðið skollið á skiptust Breskir þingmenn í tvær fylkingar.  Þekkt er þegar Champerline, sem þá gegndi stöðunni, fór fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar til fundar við Hitler og kom heim með „friðarsamkomulag“ við einræðisseginn.  Sumt fólk hoppaði hæð sína af gleði á meðan aðrir voru efins. 

Þetta varð til þess að forsætisráðherraskipti urðu í Bretlandi og inn stigur Churchill en Champerline víkur sæti en gegnir áfram starfi þingmanns.  Nú sem stjórnarandstöðu þingmaður.  Sumpart má segja að Breska þingið hafi verið klofið í afstöðu sinni til stríðsins og menn verið ýmist á bandi fráfarandi forsætisráðherra eða Churchills.  Champerline- armurinn vildi senda sendiboða til Þýskalands og freista þess að semja við nasistann sem Churchill að endingu féllst á.  Með miklum semingi þó.  Það var svona kominn uppgjöf í megnið af þingmannaliðinu og baráttuhugurinn horfinn.  Sem svo sem er skiljanlegt horfandi á heri Hitlers taka hvert landið á fætur öðru á fyrsta ári stríðsins og öll Evrópa kominn í kallfæri.  Svona var staðan.

Dag einn stígur Churchill upp í strætisvagn fullum af fólki og hefur tal við farþega vagnsins og spyr fólkið í honum hvað hann eigi að gera, semja við Hitler, eða hvað?  Fólkið þvertók fyrir að slíkt væri gert og sagðist tilbúið að verja sína fósturjörð hvað sem það kostaði.  Enga uppgjöf var að finna í röðun borgara þó þingið á þessum tíma væri æ meira að merkjast því.  Þessi fundur gerbreytti að sjá afstöðu ráðherrans.  Og fer hann með þetta inn í þingið og vinnur gersamlega á sitt band.  Aldrei varð neitt meira úr neinum friðarviðræðum við þáverandi stjórn Þýskalands.  Og vitum við í dag hversu óæskilegt slíkt hefði verið.  Churchill sem sagt heyrði rödd almennings og sumpart önnur viðhorf en í sjálfu þinginu.  Mikilvægt er fyrir stjórnmálamenn að heyra rödd samfélagsins og gera augliti til auglitis.

Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa nú í nokkra daga ferðast um landið og haldið fjölda funda með fólkinu á stöðunum.  Að sjá af myndum og myndböndum frá þessari fundarferð sér maður ekki annað en að mæting sé nokkuð góð.  Örugglega er áhugavert og fróðlegt ferðalöngum að heyra rödd fólksins sjálfs.  Allt afskaplega mikilvægt til að brúa gjá milli þjóðar og þings. 

Þingheimur er mikilvægur.  En hann vinnur fyrir þjóðina og þarf því að vita hvað þjóðin sé að hugsa frá einum tíma til annars og vinna með þær niðurstöður sem svona vinna skilur eftir og gera til þess einfaldlega fá gert betri plön en ella væri vinnandi vegur.  Auðvelt er að lokast af í sínu eigin félagarými og ræða málin einvörðungu út frá því sem hann segir og telur.  Og svo hitt, einnig mikilvægt, og til að menn fái aðra rödd til sín en bara hana sem er svo hávaðasöm og fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum og dælir þar út áróðri án þess fyrirfram að endurspegla neitt vilja fjöldans.  Það aftur á móti gera svona fundarherferðir stjórnmalaálflokks.  Þessi hávaðasami er ekki fyrirfram gefin rödd heildarinnar.  Hann heldur það bara sjálfur.  Þetta er áhugaverði partur ferðallags þingmannaliðs Sjálfstæðisflokksins sem nú er í gangi og farið að glytta í endann á.  Miðað við mætinguna sem myndirnar frá ferðalaginu birta er engar vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé á neinni útleið.  Í raun kom höfundi hún á óvart og undirstrikar að engin herferð sé í landinu gegn þessum ágæta flokki þó röddin háværa reyni að halda slíku fram og fari mikinn.

Engin spurning er um að svona ferðir séu stjórnmálaflokkum neitt nema gagnlegar og að þeir komi heim margs fróðari.  Beint spjall við fólk sýnir vilja þess og hvað það sé að hugleiða og er besta leiðin til að sannreyna á eigin skinni og skilja hvað þjóð hugsi.  Þjóð samanstendur af mörgum einstaklingum en ekki bara hávaðasamri rödd á samfélagsmiðli.  Sem er tvennt ólíkt.

 

 

 

 

13 febrúar 2019

Ýmsar breyting virðast vera í fiskistofnum sem veiðast við þetta land.  Sumir stofnar virðast hafa hopað af sjávarvellinum en öðrum vaxið fiskur um hrygg.  Samanber þorskstofninn sem hefur stækkað, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, og er auðvitað ánægjulegt að heyra.  Ýsan hins vegar er að sjá fiskur sem virðist eitthvað hafa fært sig til.  Hvert, kemur ekki fram.  Loðnan hefir alla tíð verið erfið viðureignar og mönnum gengið erfiðlega að finna hana.  Hvort hún um þessar mundir sé ófinnanleg eða hafist við á öðrum stöðum en hefðbundnum er ekki gott að segja.  Ólíkleg niðurstaða er að loðnan sé bara farin án þess fyrst að kveðja.  En eins og fyrr segir hefur loðnustofninn alltaf verið mönnum svolítil ráðagáta.  Menn settu kíkinn fyrir augu sín og horfðu til austurs í von um að sjá hana bregða fyrir og biðu lengi og eða stutt.  Svo birtist hún úr vestri og synti framhjá liðinu með kíkjanna.  Eina sem menn þá gátu sagt var:  „Já!  Góðan daginn!  Er ekki allt í lagi heima hjá þér?“- Án þess að stökkva bros á vör.

Makríllinn virðist koma hér við árlega en lét lengi vel ekki sjá sig við landið en veiddist víða annarstaðar í heiminum.  Til að mynda hrossamakríll við norðvesturstrendur suður Afríku.  1975 stundaði Börkur frá Neskaupstað veiðar þar á hrossamakríl.  Talað er um makríl og hrossamakríl.  Líklegt er að fyrstu orðin sem upp komi hjá fólki sem les fréttir af breytingum í hafinu séu: „Hlýnun jarðar.“  Samt verður að segjast eins og er að þarna eru ennþá nokkrir endar lausir til að menn geti staðhæft að svona sé þetta með punkti á eftir. 

Skötuselsstofninn hefur vaxið, sem er gott, en sandsílið svo gott sem horfið úr fiskaflórunni í hafinu kringum Ísland.  Hvaða tilgangi sandsílið þjóni í fæðukeðju hafsins þekkir höfundur ekki vel en viðurkennir að geti ekki verið neitt annað en slæmt ef endanleg niðurstaðan er hrun sandsílisstofnsins.  Veit þó að lundastofninn sem hefst við í klettum Vestmannaeyja sæki talsvert ætið sitt í þetta síli.  Sé það horfið er lundastofnum sennilega hætta búinn.  Hafrannsóknarstofnun hefur og gefið út að um 30 nýjar fiskitegundir hafi veiðst hér við land undafarinn ár sem áður voru óþekktar.  Tegundirnar höfðu áður veiðst á öðrum svæðum heimsins en ekki hér við land.

Spurningin sem eftir stendur er hvernig útlitið sé í fiskveiðimálum þjóðarinnar og hvort þessar 30 nýju fiskitegundir megi nýta til vinnslu og sölu og manneldis og hverjar þessar 30 nýju fisktegundir séu.  Eru nýju stofnarnir nógu stórir til að þoli veiði?  Sé svo þarf þá að gera breytingar á kerfum vinnslunnar til að þær geti mætt þessari nýjung hjá sér?  Eru þær veiddar með hefðbundnum veiðarfærum eða erum við að tala um önnur verkfæri til veiðanna en nú eru hvað algengust?  Hví ekki að spyrja sig slíkra spurninga og athuga hvað megi nota og nýta úr því að ljóst er og menn sammála um að breytingar séu að verða í hafinu kringum þetta land og sumir hefðbundnir fiskistofnar á útleið.  Já, jafnvel það.

Ágætt regla er að venja sig á að falla ekki ofan í dýpsta myrkur við váleg tíðindi, eins og segja má að upplýsingar Hafró sumpart séu, heldur eygja von sem þarna er líka og sjá og athuga möguleikanna á hvort þessir nýju stofnar séu að einhverju leiti nýtanlegir þó vinnsla á þeim máski kosti nýja markaði og sumpart nýja hugsun og önnur sölusvæði en þessar hefðbundnu sem við áratugum saman höfum notast við.  Breyttar aðstæður setja ekki samasemmerki milli hruns og volæðis heldur eru þær hvatning um að horfa frekar í aðrar áttir en gert hefur verið og opna sér leið ef hitt skeður að hefðbundnir nytjastofnar séu að synda burt.  Er upptaka evru eins og sér kannski lausn í þessu tiltekna máli?  Lausnin alltént felst ekki í að henda bara út öllum bensín- og díselbílum og gróðursetja fimm milljónir trjáplantna einn tveir og bingó og nota auðveldu leiðina og hrópa: „Úlfur úlfur“ sem við svo sem oft í gegnum tíðina höfum gert.  Betra er og heilsusamlegra að benda á lausn.  Lausn er til á öllu og við ætlum áfram að lifa í þessu landi.  Og alltaf má eygja von.

 

 

 

 

11 febrúar 2019

Merkileg þróun hefur orðið í landhelgismáum þjóðar vorar sem vonandi verður tekið á og lagfært hið fyrsta.  Frétt barst um að tíu skip sem ekki er vitað hver séu sem sáust á gervitunglamynd athafna sig innan landhelgi Íslands en Landhelgisgæslan vissi ekki af né að skipin væri þar sem þau eru vegna þess að menn orðið vita að búið sé að lama svo Landhelgisgæsluna að hún er ekki lengur í stakk búinn hvorki til að vita um svona mál né að aðhafast neitt í þeim. 

Hví fara ekki svona mál rakleitt inn á hæstvirt Alþingi íslendinga og fá málefnalega umræðu þar og á eftir leitað leiða við að koma svo málum gæslunnar í lag að hún get að minnsta kosti sinnt því sem henni er ætlað að gera og skír lagabókstafur er um og geti haft einhverjar lágmarksaðgerðir uppi sem að minnst kosti óróar þá sem fýsir að lauma skipum sínum inn fyrir línuna og gera í því ljósi og upplýsingum að eftirlitkerfi þjóðarinnar sé óvirkt og því litlar líkur á að við þessum skipum verði neitt hróflað þó hér í eina tíð hafi þau verið kölluð „Landhelgisbrjótur“ og gerður að hár rómur og skipin næst færð að landi og réttað í málum skipstjóra sem í stóðu en svo komið að þeir sem eigi að sinna málinu vita ekki einu sinni af því að verið sé að veiða fyrir innan.  Er fólk búið að gleyma því að eitt sinn barðist þessi þjóð fyrir tilverurétti sínum og að 200 sjómílna landhelgi væri eitt af þessu sem menn töldu að þyrfti að komast í lag og að þjóðin öll stæði sem einn maður saman og studdi stjórnvöld sem þá voru heilum stuðningi og einnig mennina á skipunum sem stefndu lífi sínu í tvísýnu við að ná þessu fram.  Trúa menn því virkilega að það sem menn þá studdu sé í dag fallið úr gildi þó áratugir séu liðnir frá sigrinum og tvo hundruð sjómílna landhelgin varð staðreynd og hrein eign þjóðarinnar?  200 sjómílna landhelgi ætti að vera stolt þjóðarinnar.

Að menn skuli segja hverjir við aðra, og það bara gilda:  „Jæja strákar!  Stefnum fleyi voru til Íslands og veiðum fyrir inna 200 sjómílurnar því ekkert er þar lengur virkt eftirlitið“- er ekki það sem við viljum heyra heldur hitt að hér sé virkt eftirlit með hafinu umhverfis landið og allt tiltækt sem þarf til að verkið sé gert vinnandi vegur fyrir aðilana sem eiga að sjá um. 

Hafið er enn fjöregg þjóðarinnar og skipar sess hvað endanlegan fjárhag fólks áhrærir.  Þessu mega menn ekki gleyma og hljóta því að taka upp umræðu sem hressir við fjárhag Landhelgisgæslunnar og geri henni áfram kleyft að sinna lögbundnum verkefnum sínum á hafinu umhverfis landið til að tíu erlend skip sem óskír gervihnattamynd kom upp um að þau framvegis geti ekki verið þar sem þau eru og sallaróleg veitt í sínu leyfisleysi og unnið verk sem önnur skip þurfa leyfi til að gera og fá hjá réttkjörnum yfirvöldum landa sem þau hyggjast stefna fleyjum sínum til.  Þannig gengur þetta fyrir sig á þessari Eyri og ekkert örðuvísi.  Látum Landhelgisgæluna fá peninga þá sem hún þarfnast og gerum henni það aftur kleyft að sinna sínum málum til hags og velsældar vorri þjóð til að önnur tíu skip fái ekki lengur athafnað sig fyrir innan og gert án þess að nokkur einasta manneskja hérlend viti af og heilann gervihnött þurfi til að kynna okkur málavöxtu.  Ótækt.

Þessi þjóð stóð ekki sem einn maður að baki ríkisstjórn sinnar á sínum tíma og hafði betur í viðureign sinni við vini okkar Breta og 200 sjómílna mörkin urðu vort hlutskipti og horfa svo árið 2019 á lamað eftirlit og skip koma sér laumulega inn fyrir í skjóli nætur og athafna sig þar sallaróleg og gera án neinnar vitneskju nokkurrar manneskju í landi. 

Sættum okkur ekki við að rúmum fjörtíu árum eftir sigur í landhelgismálinu sé svo komið að menn viti ekki hvað fram fari innan fiskveiðilögsögunnar.  Er kannski eina málið sem fær almennilega umræðu inn á hinu háa Alþingi Klausturmálið og þingmenn sem hamast við að gefa út yfirlýsingu um fólk sem þeir tali ekki við?  Gott fyrir landhelgisbrjótinn en ekki okkur.

 

 

 

 

8 febrúar 2019

Lífið er lotterí og er vitað að ekki gerist það alltaf að menn sem rói fiski.  Samt er róður möguleiki og betra að róa heldur en róa ekki né aðhafast nokkurn skapaðan hlut.  Stundum gengur vel og menn lenda í mokveði og innistæður og allt rekstrarumhverfi verði ævintýri líkast og allt ganngi ofsa vel og innistæður hvort heldur sem er í bankanum að á verðbréfamarkaðnum skrúfist upp í hæðir og allt bara að stíga og verða fjallátt ásýndar.  Þá er möguleiki á að eignast allt sem hugurinn girnist. 

Svo byrjar önnur og öllu slakari leið.  Niðursveiflan nefnilega mætir líka í teitið og gerir öndvert við hina að þurrka af allt bros boðsgesta.  Árið á undan var ekki svona.  Það sýndi slíkar afkomutölur að allt virtist ætla að ná toppnum sem farið var í og gerbreyta afkomutölum fyrirtækjanna að þeir sem um uppgjör sáu sundlar og svimar af því sem þeir horfa á og lesa af blöðunum fyrir framan sig sem allt venjulegt fólk skilur ekki hvernig svona lagað fái gerst.  Eins og menn viti hvað einn og annar einstaklingur skilur eða skilur ekki.  Og hvað er venjulegt fólk?  Súpermann máski og hinn.

Flugið er áhætturekstur sem sveiflast til eins og þurrt laufblað gerir í hvössum vindi.  En stundum er uppgangur slíkur í fluginu að tölur umbreytast í hreint eðalævintýri og stórar og sætafrekar þotur af allskonar gerðum keyptar og bætt inn í rekstur eins og annars flugfélagsins til að anna eftirspurn fólks eftir flugsæti á mest milli landa.  Þetta sjá hóteleigendur sem nudda saman lófunum og fá teiknara til að teikna fyrir sig og hanna hótelbyggingu með svakalega mörgum herbergjum í sem ekkert mál, segja þeir, verður að fylla fólki og hafa auk þess langan biðlista með nöfnum fólks á sem bíður gistingar með pantað flugfar til landsins til að skoða Gullfoss og Geysir þar sem bannað er að skíta á bak við runna og stein

Lóðum til hótelbygginga er úthlutað til hægri og vinstri og eins og engin sé morgundagurinn fyrir allt þetta fólk sem hér vill gista í nokkra daga.  Hverri lausri lóð í þéttbýlinu suðvestanlands er úthlutað undir hótel og gistingu ýmiskonar handa ferðamanninum en sagðar inn á milli leiðinda fréttir um húsnæðiskort fólks og að byggja þurfi mörg hundruð íbúðir til að anna eftirspurn þessa fólks héðan og þaðan af að landinu sem vill koma og vinna hér og búa hér.  Allir byggingakranar sem til eru á öllum þessum þéttbýlissvæðum sveifla steypusílóum sínum yfir eina og aðra verðandi hótelbyggingu upp á mismargar hæðir svo að ferðamaðurinn hafi afdrep hjá okkur er hann vill koma hér við „og hvíla sig“- sem er misskilningurinn stærsti þegar sannleikurinn er að ferðalag af svona sort er hrein akkorðsvinna.  „Ferðamaður er fjárfesting“- segja menn og hofa spekingslegir hvorir á aðra og svo á bygginguna sem er að rísa fyrir blessaðan ferðamanninn.

Fréttir koma af flugfélaginu sem tapaði á milli ára sex milljörðum króna vegna þess að farþegar vildu frekar fljúga með einu flugfélagi en þessu sem þó hafði haft vinninginn í nokkur ár á undan en virðist hafa misst af lestinni og að nokkru leit flug sitt.  Að allavega þessu sinni.  Allt merkt sveiflum og tölum sem breytast úr plús í mínus, svitabaði og alvarlegu svímakasti eða hrópi upp í himininn af allri velgengninni.  Allt eins og hendi væri veifað og allt við barm örvæntingar en fer á næstu andrá upp á næsta stigi og allt komið í álnir með slíkri uppsveiflu að elstu menn muna ekki annað eins.  Sem þó muna margt. 

Nei svona lagað skilur ekki venjulegt fólk bara þeir sem eru lærðir og kunna á tölur eins og sína eigin fingur.  Svo eru menn hissa á að venjulegt fólk eins og ég viljum heldur fylgja Jesús að málum en öllu þessu svingi, fjöri og væntingum sem í gangi eru.  Afkomutölur Jesús eru miklar á hverjum tíma og haldast í jafnvægi og eru ennþá í hæstu mögulegu hæðum eins þær hafa verið í tvö þúsund ár.  Veit ekki með þig en ég vil vera þeim megin línu.

 

 

 

 

6 febrúar 2019

„Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því.  Jóhannesarguðspjall 1.5.“- segir hér.  Er það ekki merkilegt að hugsa til þess að svo fátt fólk skuli veita ljósi athygli og að meirihlutinn sé sjálfur í myrkri þó ljós skíni?  Væri ekki eðlilegt að menn og konur beindu augum sínum til þessa ljóss verandi sjálft á stað myrkurs og á eftir ganga til ljóssins?  Samt tekur Biblían svo til orða að ljósið skíni en menn veiti því ekki athygli.  Hvernig getur svona lagað gerst?  Stríðir þetta ekki gegn allri heilbrigðri hugsun?  Væri ekki auðvelt að taka undir slíka fullyrðingu?  

Hvaða myrkur er verið að tala um sem stríðir svona gegn öllu sem við þekkjum og textinn sem við lásum í upphafi greinir samt frá?  Átt er við myrkur hugans og myrkur hjartans og myrkvað fólk sem ekki lengur kemur auga á birtu kærleikans né birtu þá sem stafar af fagnaðarerindinu og er af þessum völdum umlukið myrkvuðu hjarta.  Það er um þetta myrkur og birtingarmynd þess sem við lesum og heyrum daglega gegnum fréttamiðla hvort sem er hljóð- eða ljósvakamiðla og eða samfélagsmiðla Netsins.  Þar kemur allt þetta myrkur fram sem Orðið segir um að sé raunveruleiki og sé ljósið sem fólkið veiti ekki athygli en skín þó enþað kemur ekki auga á.

Ljósið sem hér er bent á er fagnaðarerindið sem Kristur fullgerði á meðan hann enn var hér og sendi til eftirkomenda sinna eftir að vera sjálfur endurlifnaður og stiginn upp til himna og þeir sem tóku við fánaum úr hans hendi fengu til sín texta Drottins sem þeir má segja fengu sendan ofan frá og fluttu og festu næst á blað handa komandi kynslóðum og við þekkjum sem Biblíuna og vitum að hún samanstendur af Gamla- og Nýja testamentinu og að er bókin sem inniheldur fagnaðarerindið sem ýtir út öllu myrkri sem þar er og heldur velli vegna þess að vera himneskt ljós. 

Fagnaðarerindið er þetta ljós með burði til að færa birtu inn í líf hverrar manneskju og er líf í fullum gnægtum og frelsi og baðað allri birtu sannleikans.  Þetta, samkvæmt Orði Guðs, sér myrkrið ekki og er af þeim orsökum uppteknara við að minna sig á verk myrkursins, pukrið og allt sem þar gerist í stað þess að bara viðurkenna að ljósið sé gott og hin besta leið til að losna frá öllu þessu myrkri sem svo erfitt er að rata í.  Við höfum leiðina.  Af hverju ekki að fara hana? 

Allt þetta myrkur hefur afvegaleitt hugmyndir manna og kvenna að fæstir orðið vita hvað sé eðlilegt líf, eðlileg tilvera þar sem lífið fær leikið sér í og hlegið.  Og æ fleiri tala um sjúkt þjóðfélag og samfélag sem sé ráðvillt, afvegaleitt, með engar lausnir og burðist með stagbætt og hriplekt kerfi.  Samt skín ljós mitt í þessu öllu og heyranleg rödd sem hrópar aðvaranir og uppörvanir sem Orðið segir að menn heyri ekki né sjái en er samt ljós.  Hvernig má þetta vera?:

„Mattuesarguðspjall.  22. 1- 10.  Þá tók Jesús enn að segja þeim dæmisögu:  „Líkt er um himnaríki og konung einn sem gerði brúðkaup sonar síns.  Hann sendi þjóna sína að kalla boðsgestina til brúðkaupsins en þeir vildu ekki koma.  Aftur sendi hann aðra þjóna og mælti: Segið boðsgestunum:  Veislu mína hef ég búið, uxum mínum og alifé er slátrað og allt er tilbúið, komið í brúðkaupið.  En boðsgestirnir skeyttu því ekki. Einn fór á akur sinn, annar til kaupskapar síns en hinir tóku þjóna hans, misþyrmdu þeim og drápu.  Konungur reiddist, sendi út her sinn og lét tortíma morðingjum þessum og brenna borg þeirra.  Síðan segir hann við þjóna sína: Brúðkaupsveislan er tilbúin en boðsgestirnir voru ekki verðugir.  Farið því út á stræti og torg og bjóðið í brúðkaupið hverjum þeim sem þið finnið.  Þjónarnir fóru út á vegina og söfnuðu öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo að brúðkaupssalurinn varð alskipaður gestum.“ -

 

 

 

 

2 febrúar 2019

Að sjá með augum trúar er að sjá með augum Drottins.  Sýn manna og sýn Guðs er ekki alltaf sama en getur vel með tímanum orðið.  Maður þjálfar sig og agar sig undir svona lagað.  Aldrei samt án trúar og gjöf Heilags Anda.  Trúin kemur fyrst.  Trúin er sjálfstætt afl í manneskju sem tengir hann beint við lifandi Guð á himnum.  Og maðurinn hefur fengið til baka það sem hvarf á braut við skilningstré góðs og ills sem Biblían segir frá.  Jesús kom.  Gerði að öllu leiti vilja Guðs.  Og Guð gaf manninum þetta til baka sem hann missti er vantrúin steðjaði inn.  Án trúar á Jesús er engin trú til og heldur ekkert sem menn geri í Jesús nafni.  Sumum er sama.  Aðrir sjá mikilvægið.  Sá sem ekki trúir að Guð sé til getur ekki þjóna honum.  Við verðum að trúa „Sannleikanum.“  Drottinn segir það:

1Pétursbréf. 2. 1-5.  Segið því skilið við alla vonsku og alla pretti, hræsni, öfund og allt baktal.  Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ómenguðu mjólk til þess að þið af henni getið dafnað til hjálpræðis enda „hafið þið smakkað hvað Drottinn er góður“.  Komið til hans, hins lifanda steins, sem menn höfnuðu en er í augum Guðs útvalinn og dýrmætur.  Látið sjálf uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús til heilags prestdóms, til að bera fram andlegar fórnir fyrir Jesú Krist, Guði velþóknanlegar.“ –

Hér segir að menn hafi hafnað Kristi en Guð útvalið hann.  Já, menn höfnuðu Drottni sínum og sínu eina hjálpræði en Guð hvetur mig til að vera hjá honum og koma til hans.  Menn hafna vegna þess að sjá annað í fólki en Guð.  Er ekki annars svo?  Heimurinn er fullur af fólki sem annað fólk hefur hafnað.  Hve marga af þessu hafnaða fólki myndi hann vilja að ég væri í samfloti með og það með mér?  Ekki gott að segja en ljóst að sýn Drottins er oft nokkuð önnur hvað annað fólk varðar en mín og máski þín.  Verk trúar og Drottins er að koma á jafnræði í málum og til að mynda þessu sem lúta að öðru fólki sem við endalaust erum að meta með okkur sjálfum og við aðra en Guð sjálfur sér allt annað í en við segjum og teljum og líka trúum.  Og hvorum ber að hlýða og fara eftir?  Auðvitað Guði.  Svona er kennslan og svona áhersla kennslunnar og megin þema hverrar predikunar úr predikunarstól.

Til hvers eru myndbirtingarnar af fólki á opinberum stöðum sem talið er að hafi brotið af sér?  Til að vara okkur hin við „Þessu liði“.  Ekki satt?  Af hverju viljum við að allir aðrir hafni með okkur tilteknum einstaklingi og viðkomandi gert erfitt um vik að komast aftur inn í samfélagið þrátt fyrir að hafa brotið eitthvað af sér.  Stundum er óljóst hvað skeði?  Veit það ekki en samt að svona sé þetta og að nú sé í tísku að standa á götuhornum og gráta úr sér augun vegna einhvers sem einhvertímann gerðist í lífinu:  „Gott að opna sig fyrir þessu“- segir fólk og segist sjá gagnsemina af slíku sem samt ekki allir gera og eru jafnvel, og líklega, úthrópaðir fyrir sína afstöðu.  Ekki er gert lítið úr þessu.  En Drottinn segir:  „Lærið að fyrirgefa svo elskan fái kviknað í hjartanu.“  Öll fyrirgefning er á útleið meðal okkar og er sumpart svarið við hví sumt í landi voru sé í sínum neikvæða farvegi:

1Pétursbréf. 2. -8.  Yður sem trúið er hann dýrmætur en hinum vantrúuðu er steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, orðinn að hyrningarsteini og: ásteytingarsteini og hrösunarhellu.  Þeir steyta sig á honum af því að þeir óhlýðnast boðskapnum.  Það var þeim ætlað.  En þið eruð „útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þið skuluð víðfrægja dáðir hans,“ sem kallaði ykkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.  Þið sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðin „Guðs lýður“.  Þið sem „ekki nutuð miskunnar“ hafið nú „miskunn hlotið“.

Boðskapur Drottins er málið.  Jesús er leiðréttingin, leiðarvísirinn, lexían, réttlætið, sannleikurinn sem alltaf er sagna bestur en misjafnt milli ára hve vel kemst að í tíðaranda sem nú er svona en á morgun öðruvísi.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

1 febrúar 2019 (b)

Minningarboxið mitt!

1964 – 1969.  Og hér kem ég!

Bátar og skip frá fyrri tíma og þeim tíma er maður var yngri og sjálfur á sjó er manni afskaplega hugleikið efni í dag og kom þessi áhugi fyrir alvöru upp fyrir kannski tíu árum.  Hafði auðvitað blundað með manni alla tíð en fékk aukið vægi þá og gerði með fyrst of fremst grúskinu og athugununum.  Náttúrulega belun. 

Með könnunni sá maður að saga margra þessara glæsilegu báta væri á sinn hátt merkileg og ekki bara merkileg heldur líka skemmtileg að skoða og fjalla um.  Fljótlega á eftir áttaði maður sig á að ekki væri maður einn um að hafa af þessu skemmtun heldur að við værum mörg.  Það einnig olli vissri gleði, verð ég að segja.  Reynslan mín af sjónum hefði getað sagt mér þetta fyrirfram og gerði líka þarna.  Ekki er til nein uppskrift af því hvað sé merkilegt.  Atvinnusaga þjóðar mætti samt vel flokka undir þetta merkilega.  Saga hvers og eins okkar tengist sterkari böndum sjálfri atvinnusögunni en við oft gerum okkur grein fyrir.

Saga bátanna er og samofin sögu þessarar þjóðar rétt eins og landbúnaðurinn og verslunin gerir og hefur alla tíð skipt hag landsmanna verulegu máli og með enn í dag talsvert vægi þó margt sé breytt og margt öðruvísi en áður var.  Markmið er þó sama um að veiðarnar og vinnslan skil arði og þjóðinni sínum hag og afkomu fyrir alla landsmenn gegnum skattkerfið.  Því endalausa þrætuepli.

Engum skildi vera neitt undrunarefni á að enn sé til fólk, bæði menn og konur, margar konur hafa áhuga á sögu báta, enda margar af þeim tengdar með beinum hætti inn í hana gegnum eiginmann, frænda, afa, vini en meira þó fyrir hálfri öld en í dag er lífið snerist enn talsvert meira en í dag um sjó og sjósókn.  Horfum hálfa öld aftur í tímann og allt þetta blasir við og í ljós umhverfi með öðrum blæ en núna. 

Hvað um það.  Að kafa ofan í gömul skjól og finna upplýsingar sem eftir er leitað færir fólki heim sanninn um hve saga hvers skips um sig sé merkileg og með skipinu saga útgerðarmannsins í landinu.  Um borð í flestum þessum skipum var fólk sem lungað úr árinu bjó um borð og borðaði þar, svaf þar, vann þar, hafði áhyggjur þar, átti sínar gleðistundir þar og hryggðartíma og allt hitt sem venjulegt fólk gerir en þeir máski við óvenjulegri aðstæður.  Á bak við allt klabbið stóð útgerðarmaður sem oft hefur vændur um að vera, uppundir „Arðræningi“ og uppundir „Svikari við þjóðina“ fyrir að lánið lék við útgerð hans og gaf arð af rekstrinum í aðra hönd.  Sem að því er virðist má en má þó ekki.

Án þess að vita vissu mína hér giska ég samt á að blómatími íslenskrar útgerðar sé í kringum síldarstússið á einu sönnu síldarárum 1960 1968 sem annar hver ungur maður og ung kona vildi vera þátttakandi í og vinna við sumarlangt og framundir jól.  Við sem enn vorum of ung áttum þá einu ósk að ná aldri til að komast með en svindluðum smávegis með því að fara um borð í bátanna er verið var að undirbúa þá undir veiðarnar og hjálpa til við að stilla upp á dekkinu með köllunum, taka í pensil með köllunum sem gáfu leifi að sínu leiti hvort sem þeim var þægð í eða ekki. Var enda mórall allur á bryggjum landsins annar en síðar varð og hvergi til girðing né hlið sem hindraði fólki för og soðningin við bátshlið ennþá sjálfsagðasta mál og kannski arfleifð frá kreppuárunum sem seinna stríð afnam í þessu landinu með fyrst komu Breta- og svo Bandaríkjamanna.

Á síldaárunum létu margir undan þeim vilja sínum að ráða sig á síldarbát og var ekki neinn sérstakur vandi að koma sér þar fyrir gæfu menn sér bara tíma í verkið og kynnu til starfa.  Síldveiðifloti íslendinga var gríðarlega stór og hver bátur með tólf manna áhöfn og sumir þrettán um borð þó samningar kvæðu á um að skipta skildi milli tólf manna.  Þrettándi maðurinn fékk sama og hinir í sinn hlut en var alfarið verk útgerðarinnar að greiða honum laun til jafns við hina.  Er nær dró brottför síldarbátanna fór að þrengjast um laus pláss og kom fyrir að menn stæðu á bryggjunni með pokann sinn í von um að einhver skilaði sér ekki er bátur lagði í hann og gerðist annað veifið, eins og gengur.  Þessi með pokann sinn tilbúinn var þá kippt um borð. 

Síldveiðiskip merkti fyrir alla þessa ungu menn mikið af peningum.  Nýr bíll í vertíðarlok var þeim mörgum ekkert mál og voru nýir bílar á þeim tíma ekki ódýrasta vara sem hægt var að fá sér og sást vel væri bílafloti landsmanna skoðaður sem samanstóð af misljótum bílum með misjafnt viðhald á sér og sumir bættir og aðrir stagbættir og sumar með ryðgötum á sem sýndi inn í bifreiðina utanfrái.  Samt gátu sumir þessara kornungu manna farið inní bílaumboð og komið þaðan út akandi á splunkunýjum og staðgreiddum bíl.  Ekki samt það sem almennt gerðist en kom fyrir.  Margt hefur breyst.  Á þessum tíma var draumur flestra ungra manna eins og í dag að eignast eigin bíl en ekkert endilega nýjan bíl.  Sá draumur vaknaði síðar hjá fólki og sést á bílaflota dagsins sem fyrir löngu hefur losað sig við ryðhrúguna. 

Síldarbátar hundruðum saman stímdu til hafs með veðarfærið um borð hjá sér eftir að nótabátnum sleppti með komu kraftblakkarinnar sem íslenskur skipstjóri var fyrstur til að ná á réttum tökum. 

Lítil bæjarfélög á nokkrum stöðum norðanlands- og austan fylltust ungu kappsömu aðkomufólki sem þúsundum saman sáu um að koma síldarafla skipanna hvort sem var í frost eða salt.  Það sem ekki var unnið til manneldis fór rakleit í bræðsluna og umbreytt í dýrafóður og flutt út með skipum í fimmtíu kílóa pokum. 

Fréttirnar kepptust við að segja okkur frá síldarskipunum og hvernig veiðarnar gengju, ásamt stöðu og árangur síldarplananna sem allt aðkomufólkið var á og hafðist við í verbúðum í eigu atvinnurekenda á hverjum stað. 

Nú er allt þetta að baki fyrir áratugum og síldarbátarnir flestir sem þá gerðu garðinn frægan komnir úr umferð og horfnir af sviðinu en orðnir umfjöllunarefni roskinna grúskara sem muna þessa tíma og njóta þess enn að rifja þá upp fyrir sjálfum sér og öllum hinum sem gaman hafa af slíkri samantekt.  Allstór hópur þar á ferð, verður maður að segja.  Besta mál. 

Kveðja KRF.

 

 

 

 

1 febrúar 2019

Að tala um trú í fólki, einstaklingi, sem lifandi afl í honum/henni/ er merkileg hugsun og fullkomlega raunverulegur þanki þegar við tölum um trú sem byggir á Kristi, sem sjálfur reis upp frá dauðum.  Mikilvægt er að tala um Krist í sömu andrá og trú.  Þá drögum við hring utan um eitt nafn „Jesús.“ 

Dauði Krists er ekki bara sönnun þess að dauðinn sé sértakt afl í veruleika okkar mannanna heldur líka sú gleðifregn að dauðinn sé sigranlegur og að til sé annað afl dauðanum sterkara og að þetta afl sé Guð sjálfur sem trú mín á Soninn sem reis upp frá dauðum kemur til vegar í mér.  Munum!  Kristur kom ekki bara til að sigra dauðan og opna fólki veg til lífsins heldur einnig benda á Föðurinn sem lifandi afl meðal mannanna og í daglegu lífi þeirri.  Eins og til að mynda þessum degi sem við nú erum í.  Og getum fátt annað. 

Þú sem sagt ert lifandi manneskja hér og nú sem prívat á að fá að vita um þetta og einnig að leiðin sem Kristur fór fór hann líka fyrir þig.  Hann sýnir okkur hvar hann endaði er dauðinn sleppti af honum taki en náði samt að hafa þrjá daga hjá sér.  Eftir það að þá blasti himnaríkið við í allri sinni dýrð og skír vísbending um að Guð sé til og voldugri afli dauðans.  Engin þrætir fyrir að dauðinn sé annað en afl því sumir menn, kannski allir á einhverju stigi lífs síns, óttast dauðann.  Væri ekki um afl að ræða væri ekkert að óttast.  Kristur sýndi margt á sinni vegferð sem sannaðist með dauða hans og upprisu:

“Filippíbréfið. 3. 10-11.  Ég vil þekkja Krist og kraft upprisu hans, ég vil þjást með honum og líkjast honum í dauða hans.  Mætti mér auðnast að ná til upprisunnar frá dauðum.“ – Trúin í fólki kemur því til vegar að það fær slíka afstöðu til mála. 

Filippus segist vilja líkjast Kristi í dauða hans.  Hvað á hann við?  Láta kærleika sinn lifa í sér og með sér það sem hann á eftir ólifað og vegsama Krist á sínu eigin banabeði rétt eins og Kristur sjálfur gerði.  Við munum orðin:  „Faðir!  Fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“- Og:  „Það er fullkomnað“- sem eru hans síðustu Orð sem maðurinn Jesús lét frá sér fara á jörðinni.  Þetta er gott að muna.  Hafi hann getað þetta á sinni ögurstund getum við það líka.  Í okkur býr sama og í Kristi.  Sami himinn og þjónaði Kristi þjónar einnig til mín og þín sem í dag trúum.  Einnig gott að muna og öllum trúuðum mikilvægt að skilja.  Um þetta líka biður Filippus og horfir þá til krossins og Orða Drottins á krossinum.  Máski að Filippus hafi heyrt Krist segja þessi orð með sínum eigin eyrum?  Filippus er samtímamaður Krists. 

Kristur sýnir okkur mikilvægi kærleikans og að hann megi aldrei á grunn ganga hjá neinu okkar heldur lifa með okkur uns yfir líkur.  Hann sagði sín kærleiks Orð og gaf á eftir upp Anda sinn en gætti sín að skilja þau eftir handa okkur sem ættum eftir að koma og gerast trúað fólk hér í heimi.  Kristur starfar gegnum trú fólks.  Annað en hana hefur hann ekki.  Samt gat hann sagt þessi Orð og sent sínu fólki á öllum tíma sín frábæru skilaboð og hvatningu um að láta kærleikann lifa með sér en ekki deyja. 

Engin með skilning á aðdraganda krossfestingarinnar efast um að dagarnir á undan verkinu á Golgatahæð hafi verið neitt nema vondir.  Einnig er ábending um hvað sé í gangi og að til sé leið frá þessum vondu dögum og að leiðin heiti „Kristur.“  Verkið á krossinum og upprisuverkið sannar þetta skjól.  Filippus fattaði mikilvægi kærleikans og biður um að sama gerist í sínu tilviki.  Aftur drögum við hring utan um að sannleikann og að trúin sé nauðsýnleg og að hún fylgi einstaklingi.  Að vera með fyrirgefandi hjarta alla sína ævi er leyndardómur sem Drottinn einn opinberar fólki.  Filippus sér þetta og gerir að sérstakri þrá hjá sér og sumpart kröfu.  Göfugt.  Ekki satt?  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

30 janúar 2019

Drottinn vill að við vitum sumt og skiljum hvað hægt sé að gera til að öðlast líf sem er gleðilegt og fyllt gæðum.  Hann gaf niður heila bók með allskonar kennslu í sem við getum notað.  Fólk sem eftir fer veit að bókin er gangleg.  Við höfum leiðina en þurfum að fara hana.

Allskonar gerist milli fólks og vinátta gengur í sundur en samt reynt að halda í eitthvað sem er deyjandi og með allar rætur fúnar og tréð að breytast í lífvana auðn þó eitt sinn hafi tátaði af lífi.  Í þessu höngum við lengur en nokkurt vit er í en vitum samt að gefur okkur ekki lengur neitt nema tóma mæðu.  Svona gerist að því að hvert og eitt okkar er að glíma við svo margt og á í erfiðleikum með að tjá sig við aðra um hvað sé að.  Og sé spurt er fátt um svör og farið undan í flæmingi.  Traustið farið út um gluggann og erfitt orðið að eiga við mál, hvað alla tjáningu við annað fólk áhrærir.  Eftir situr eitraður þanki sem með tímanum lemur allt af sér sem áður var því svo mikilvægt.  Heimurinn er fullur af svona fólki af því að vera yfirhlaðin Guðvana einstaklingum.  Sumir sjá þetta?

Jakobsbréf. 4. 1-3.  Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal ykkar?  Af hverju öðru en girndum ykkar sem heyja stríð í limum ykkar?  Þið girnist og fáið ekki, þið drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast.  Þið berjist og stríðið.  Þið eigið ekki af því að þið biðjið ekki.  Þið biðjið og öðlist ekki af því að þið biðjið illa, þið viljið sóa því í munaði.“ –

Hér er svarið við því af hverju, að dæmi sé tekið, sumt hjá okkur viðhelst ekki nema stundum.  Girndin er nefnd sem ein ástæðan.  Og girnd getur verið margt.  Hún er ekki eitthvað eitt.  Velmegun eins getur orsakað að annar fari að öfunda.  Það eitraða fyrirbæri.  Annar á eitthvað sem einum hefur alltaf langað til að eignast en aldrei fengið.  Og það vaknar í honum girnd sem elur af sér dauða, eins og segir.  Dauða í óeiginlegri merkingu og honum máski að það sem áður var er ekki lengur á sama stað hjá viðkomandi gagnvart hinum og byrjað að fjara út, með sinni gremju og beiskju.  Vinskapurinn sem var svo góður og náinn og gaf af sér svo mikla gleði er orðið deyjandi afl.  Grindin í hjarta manneskju fer að reyna að sannfæra hana um að þetta sé óréttlátt að einn eigi svo mikið en viðkomandi ekki en þráir svo að hafa hjá sér sem sína eign en hefur ekki.  Á þessum stað gæti fólkið farið að biðja bænir sem sá sem heyrir bænirnar geti ekki bænheyrt vegna þess að bænin er það sem Orðið segir um, illa beðinn bæn, og fjallar máski um að hinn aðilinn sem höndlaði missi það sem hann er með í höndunum.  Við slíkan þanka vill Kristur segja:  „Komdu til mín og ég skal gefa þér það sem þér hentar.“   Sem sagt:  Kristur er svarið mitt.  Allskonar getur gerst í lífi fólks.

Og menn eru áfram á sömu braut og gera nú heiminn að vini sínum og Guð þar með að afgangstærð sem eitt sinn var þeim svo mikilvægur og þeir lofuðu í hástert og átti ekki orð til að lýsa hjá gæðunum sem hann daglega lét til þeirra falla.  Allt saman rétt og satt því þetta allt og meira til er Jesús:

„Jakobsbréf 4. 4-6  Þið ótrúu, vitið þið ekki að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gerir sig að óvini Guðs.  Eða haldið þið að ritningin fari með hégóma sem segir:  „Þráir Guð ekki með afbrýði andann sem hann gaf bústað í okkur?“  En því meiri er náðin sem hann gefur.  Þess vegna segir Ritningin:  „Guð stendur í gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð.“

Við sjáum að það er alvarlegt mál með afleiðingar að fara ekki eftir því sem lifandi Guð leggur til.  Engin ætti að vera neitt undrandi á að allskonar viðgangist meðal okkar og bara sum til hagsældar verandi þó með leiðina og vel vitandi um hvað sumt sem við gerum kosti.  Snúum við blaði og elskum hvert annað.  Kærleikurinn hylur fjölda synda, segir Orðið.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

29 janúar 2019

Orð vega þungt.  Þau hafa í sér mátt til að breyta, komu af stað ruglingi, setja á flot lygar og allskonar annað sem er hér og við burðumst með en vildum ekki að væri en stöndum samt andspænis.  Sum orð valda sársauka og honum og henni sem sagði eftirsjá og leiða.  Allt fólk er undir valdi orða einhverskonar og hefur sjálft sagt mörg sem það viðurkennir að hefði betur verið ósögð.  Engin sleppur.  Að þessu leiti hafa allir sama djöful að draga. 

Allt vegna þess að það er til allskonar í okkur sjálfum sem okkur gengur erfiðlega að vinna rétt með.  Þetta útskírir hópinn sem býður sig fram til aðstoðar fólki sem vill vinna með sig sjálft.  Flestir sem slíka vinnu hafa með höndum tala við sína skjólstæðinga um orð þau sem fólkið segi.  Við vitum þetta, höfum heyrt þetta og stundum lent í þessu sjálf.  Samt er þetta allt í kring og hver nýr dagur með helling af orðum sem særa, sem meiða, sem lífga upp, sem vekja fögnuð og allt hitt.  Annað sem er merkilegt.  Í tvö þúsund ár höfum við verið með góða kennslu um orðin okkar og mikilvægi þess að beisla þau og temja orð eigin munns.  Allir eru undir hæl orða og meiðst af sumum og komið heim með 7 banastungur í sér og kellingu sem dirfist að yrða á hann og fær á sig svarið:  „Halt þú nú kjafti“- sem hún annaðhvort heykist undan eða dregur fram boxhanskanna til að boxa með og öðrum skemmtilegheitum sem í gang fara.

Jakobsbréf. 3. 3-9.  Ef við leggjum hestunum beisli í munn til þess að þeir hlýði okkur, þá getum við stýrt öllum líkama þeirra.  Sjáið einnig skipin, svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum.  Þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill.  Þannig er einnig tungan lítill limur en lætur mikið yfir sér.  Sjáið hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi.  Tungan er líka eldur. Tungan er ranglætisheimur meðal lima okkar. Hún flekkar allan manninn og kveikir í allri tilveru hans en er sjálf tendruð af helvíti.  Allar tegundir dýra og fugla, skriðkvikindi og sjávardýr má temja og hafa mennirnir tamið en tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju sem er full af banvænu eitri.  Með henni vegsömum við Drottin okkar og föður og með henni formælum við mönnum sem skapaðir eru í líkingu Guðs.“ –

Hver sem orðin les gæti ekki tekið undir sannleiksgildið og gerir vegna þess að þekkja þetta allt saman.  Við sjáum að frá Jakobsbréfi höfum við haft kennslu um hvað orðin okkar geti gert en bara sumir áttað sig á að gildi um einstakling.  Þetta er fólkið sem bendir á sig sjálft og segir:  „Ég þarf að gæta tungu minnar.“  Og einn til viðbótar gætir tungu sinnar.  Frá þeirri tungu er hættan talsvert minni á að berist óhróður og lygar og bara það sem til uppbyggingar má verða.  Þú og ég getum bent á okkur sjálf og sagt.  Ég ætla að láta góð orð flæða.

Í lokaorðum versanna segir að við lofum Guð með munni okkar en formælum fólki sem Guð hefur skapað í sinni mynd og gerum með einum og sama munni.  Sjá ekki allir hvílíka ósvinnu við erum að vinna og mikilvægi þess að beisla orðin og hemja eigin tungu og gera til þess heiðarlega tilraun?  Og við hverja aðra en okkur sem þekkjum Krist eiga orðin?   Það erum við sem höfum hjálparann og huggarann sem hjálpar okkur við öll verk í Jesús nafni og öll önnur verk einnig sem lútað að vilja Guðs.  Við erum forréttindafólkið sem eigum þetta umfram hinn vantrúða sem enn hefur ekki aðgang að sama og við kristna fólkið.  Fyrr heldur en Kristur kemur er vantrúin án sömu hjálpar og við sem Krist þekkjum og höfum. 

Er ekki kominn til að sjálfur söðla um og fella sum orð út úr orðaforðanum?  Margir taka undir málflutninginn.  Að missa sig í orðum gerist en einnig hægt að snúa við á punktinum og læra af mistökunum.  Allt er hægt.  Það er.  Ef menn bara vilja.  Og Guð gefi okkur að vilja.

Vá maður!  Vonandi hitti ég ekki minn versta óvin í dag.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen. 

 

 

 

 

28 janúar 2019

Merkilegt er til þess að hugsa að talað sé um að „Sköpun Guðs sé fallinn.“  Hvernig getur Sköpun almáttugs Guðs fallið og hver felldi hana?  Sjálft verk Guðs sem hefur allt vald í hendi sinni og er óumbreytanlegur Guð sem bæði getur og veit allt?  Hvernig fær svona tal staðist?

Það í sjálfu sér er ekki flókið mál þekki menn eitthvað til hvað Biblían segi: 

„1Mósebók. 3.1-3.  Höggormurinn var slóttugri en öll dýr merkurinnar sem Drottinn Guð hafði gert.  Hann sagði við konuna:  „Er það satt að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum?“  Konan svaraði höggorminum:  „Við megum eta af ávöxtum trjánna í aldingarðinum en um ávöxt trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, sagði Guð:  Af honum megið þið ekki eta og ekki snerta hann, ella munuð þið deyja.“-

Hér er svarið komið.  Nokkru síðar í þessu samtali gerðist þetta og er í fyrsta sinn sem fólk kemur í gegn vilja lifandi Guðs og tekur í hönd lyginnar til að fylgja henni.  Þetta er heimurinn í dag.  Fallið olli því að allt sem menn geri og hver sem vitleysan sé mæra þeir og jafnvel gera að góðan róm.  Við sumt er aflað fylgis og myndað um breiðfylking.  Samt er grunnurinn kolrangur og rökstuðningur sömuleiðis.  Sköpunin er fallin.  Hún féll í synd við þetta örlagaríka tré og hefur enga leið frá.  Nema gegnum upprisinn Krist.  En hér þarf trú.

Fólkið kom gegn vilja Guðs og lét sannfærast af orðum verunnar og gleymdi Guði og felldi um leið sköpunina og sköpunarverkið sem bauð manneskjunum að hlýða á Guð og ganga með honum í kvöldsvalanum.  Adam og Eva flúðu þetta án þess að vita hvers flóttinn leiddi þau.  Við þekkjum afleiðingarnar, vitum af bútasaumnum, viðgerðunum, reddingunum, plástrunum og því öllu saman.  Allt til að „Fyrirmyndarríkið“ fengið risið sem máski kemur, stendur um stund og er svo farið.  Og engin veit hvert.  Byggjum kerfi á peningum og hagkerfi á pappírum og stimplum.  Þó er allt á brauðfótum sem svignar og skelfir og áhöld um hvort nái að rétta sig.  Óprúttinn komst þar inn fyrir dyr til að ná sér í fé með skjótfengnum hætti.  Eiginhagsmunirnir á hverju strái vegna þess að sköpunin er fallinn og kærleikurinn felldur um koll.  Kirkjan er veik í verki af því að notast við hagkerfi heimsins í stað þess himneska.

Allt meira og minn gegn áformum Guðs sem biður fólki að slaka nú svolítið á.  En það vill ekki slaka á heldur stökkva á bak gæðingum sínum og þeysast á harða stökki beint af augum og hafandi næsta áfanga að markmiði sem engin veit með vissu hver sé né hvert leiði.    

Allt vegna þess að sköpun Guðs er fallinn sem segir okkur að Guð sé ekki lengur aðilinn sem leitað sé til og fær því ekki stýrt og stjórnað fólki og leitt farsællega um lendur lífsins sem hann þó getur en menn fara ekki vegna þess að sjá ekki gæðin sem því er fylgjandi að vera Guða megin í lífinu.  Fyrir vikið upplifir það fyrir augum sínum mikinn veikleika sem birtist í verkum sem ekki eru að ganga neitt upp.  Með öllu því sem slíku fylgir.  Sköpunin er fallin og sést í öllum þessum gríðarmiklu áhyggjum sem einn og annar ber.  Áhyggjum sem áhöld eru um að nokkur fótur sé fyrir en eru samt veruleiki í lífi fólks hvern dag.  Og kvíðinn gengur með fólkinu og liggur á því eins og mara. 

Og til að undirstrika allt hitt að þá situr púkinn á fjósbitanum og hlær að öllu saman en getur enga aðstoð veitt og ljær heldur ekki máls á neinni ráðgjöf.  Enda sama um hvernig fólkinu vegni.  Kæmi ráð frá honum væru þau til að bæta gráu ofan á svart.  Allt vegna þess að sköpun Guðs er fallinn og Drottinn settur til hliðar sem frá fyrstu tíð reiknaði með sér sjálfum inn í þessari mynd og sem aðilann sem leiddi allt um réttan veg en frjáls hugur mannsins og geta til að vera óhlýðin vilja Guðs tók yfir.  Við þurfum Jesús og mikið af Jesús.  Hann lifir! 

 

 

 

 

27 januar 2019

Þessi dagur árið 1945 er dagurinn sem sólin fór aftur að skína á hjá fólkinu sem eftir var í Auchwithz- útrýmingarbúðunum sem ku vera skammt frá Kraká í Póllandi.  Þennan dag komu Rússneskar hersveitir þangað og gáfu þeim sem þar voru frelsi.  Sama dag voru fangar leystir úr haldi sem þrælkuðu í alræmdum vinnubúðum nasista sem heita Monowits.

Í stríðinu hertóku nasistar fjölda landa og léku fólkið í þeim illa.  Er á stríðið leið fóru herir Hitlers að missa þessi lönd eitt af öðru úr höndum sínum og yfir til bandamanna og losa íbúanna við pláguna nasistar úr garðinum hjá sér.  Það vitaskuld var léttir þó fólkið byggi áfram við skort stríðsins en glímdu ekki lengur við þessa manngerðu plágu sem þar hafði áður hreiðrað um sig með sinni hörku eins og allstaðar viðgekkst af hermönnum Hitlers á þessum árum.  Áætlanir Hitlers um Gyðinganna hélt áfram.  Þeir skildu afmáðir af landakortinu.  Það breyttist ekki neitt og lauk heldur ekki fyrr en að stríðið sjálft var komið í andarslitrurnar og við að ljúka því er fangar Auswithz- útrýmingarbúðanna voru loks frelsaðir var kominn janúar 1945 og við vitum að stríðinu lauk formlega í maí 1945 að við sjáum að það sem Hitler ætlaði að gera gagnvart þjóð Guðs varð ekki sleppt fyrr en í fulla hnefanna og herir Rússa komnir á staðinn og búnir að handtaka þá sem þar fóru fyrir og eða gættu fanganna og voru ekki síður alræmdir og illskeyttir en forysta Þýskalands á þessum tíma. 

Fram á síðustu stund í seinni heimstyrjöld má segja að gas hafi verið notað til að myrða með manneskjur á öllum þessum stöðum og inn í öllum þessum útrýmingarbúðum sem komið hafði verið upp og voru allmargar og brennsluofnarnir undir líkin notaðir og kynntir og ekki hætt fyrr heldur en herir bandamanna komu að og skökkuðu leikinn og gáfu föngunum frelsi.  

Seinna sögðu Gyðingarnir sem af komust og eftir voru er allt var að baki þessi orð:  „Þeir eru farnir en við erum hér“- og áttu þá við sig sjálfa sem eftir voru en nasistanna alla farna sinn veg sem á helsta uppgangstíma Hitlers köllaðu sig „Herraþjóðina“ með allt annað viðblasandi hjá sér í stríðslok en það og allar borgir hrundar og eyðilegginguna algerra vegna þess að hafa fylgt einræðisherra að málum og skósveinum hans.  Hugsjónin „Herraþjóðin“ var sem sagt stóra blekkingin sem einhverveginn samt tókst grípa í mikinn fjölda þjóðverja á millistríðsárunum, sem svo eru kölluð:  „Hann er sá sem kann og getur og leiðir þjóðina til framfara og farsældar.“ –sagði fólkið tárvotum augum.  Við vitum betur.

Allt tómar blekkingar sem þó í grunnin, og af mörgum, enn er verið að kalla eftir til að koma málum hjá sér í lag.  Allt vegna þess að hryllingur sögunar missir taktinn við veruleikann og menn í allsnægtum sínum en eirðarleysi og óánægju sjá ekki og hrópa á eitthvað annað en þeir hafa og nota orð eins og „misrétti“ og önnur samsorta orð sem í grunnin er kall á manninn sem stígur fram og gerir ráðstafanir, eins og var með Hitler sem margir bundu miklar vonir við fyrir Þýskaland sem sjálft barðist í bökkum vegna Versalasamninga fyrra stríðs sem voru að kaffæra þjóð þessa í skuldabyrði.  Þá steig fram Hitler sem í kjölfarið lagði á ráðin um útrýmingu Gyðinga sem Rússar komu að þennan dag árið 1945 og gáfu frelsi en vissu ekki þá að sex milljónir af löndum þeirra lægju í valnum.  Samt má reikna með að orð mannsins sem kallaði yfir hópinn fyrir framan sig þessi orð:  „Þið eruð frjáls“ hafi hljómað í eyrum fólksins sem fegursti söngur og hrein sigurstund.  Sem og reyndist rétt.  Því að sigurstund var hún.

Nasistum tókst ekki að útrýma þjóð Guðs heldur sjálfum sér með verkum sínum, orðum og hugmyndum og framkvæmd.  Og hvar eru þeir sjálfir í dag?  Lítill hópur sem aldrei mun ná sér neitt á strik.  Uppskera öll af gríðarmiklu Þýsku Hitlershrópi, von og væntingum er lítil.  Um þetta merkilega atriði fjalla ekki blöð vor heldur Klaustursmálið og nafngreinda einstaklinga því tengt.  Allt voða vont fólk þetta Klaustursfólk.

 

 

 

 

 

26 janúar 2019

Biblían nærir trú fólks og sér til þess að fólk lifi heilbrigða trú.  Gott er að venja sig á að bera sjálfur ábyrgð að þessu leiti.  Gildir fyrir allt lífið reyndar.  Hver ætli sé betur í stakk búin en maður sjálfur þarna?  Engin.  Það er ljóst.  Að vilja vera með fingurinn í lífi annarra manneskju og helst ekki sleppa af hendi er ágæt leið vilji fólk vera með einstakling hjá sér sem aldrei veit hvað hann vill né hvert að fara vegna þess að hafa aldrei fengið neitt alvöru tækifæri til að reyna sig.  Að fólk fái að vera það sjálft er réttur.  Með þeim hætti lærir það að standa með eigin ákvörðun og að fara skynsömu leiðina en ekki af því að ég sé með puttann á.  Lifum okkar eigin lífi og vitum sjálf hvert stefni.  Stjórnsemi er ekki besta leiðin fyrir annað fólk.  Enda bara frekja.  Að vilja hengi sig í belti annarrar manneskju hefur engum gagnast nema tímabundið.  En hve margir gera ekki þetta og bara áfram ósjálfstæðir og aumir? 

Það sem Guð ætlast til er að fólk lifi sjálfstæðu lífi.  Að vera í góðum samskiptum er gott en fríar engan við að lifa sjálfstætt né taka ábyrgð.  Eina sem fær breytt þessu stríði fólk við sjúkdóma og veikindi sem gerir að verkum að nauðsýnlegt sé að vera með það undir vernd og gæslu, sem er annað mál.  Þetta líka vita allir menn. 

Sama gildir um trúna.  Á henni þarf ég sjálfur að bera ábyrgð.  En geri ég það?  Tel það já og mig sjálfan vera á þeim stað í mínu trúarlífi og Kristur sé gerður opinber fyrir vor verk og ekkert þannig séð hjá manni í tómu rugli.  Og hvernig stendur á því?  Er þetta ekki bara hroki?  Örugglega í þínum augum.  En ég treysti Drottni fyrir eigin trú og kappkosta að vera vel að mér í Orði Guðs og lít ekki á að skilningur sem fengin er með þeim hætti sé neitt slakari vitneskja en aðrir hafi.  Og af hverju skildi ég ekki hugsa svona?  Spyrja má á móti hvort aðrir þjóna þá einhverjum orðum Guði en ég.  Hvaða þá?  Var það ekki Kristur sjálfur fyrir sinn Heilaga Anda sem á sínum tíma gaf vorn Heilagan Anda niður og fyllti mig trú?  Jú.  Og hví skildi ég þá ekki eftirleiðis bera ábyrgð á minni trú sjálfur og sýna útá við með verkum mínum, talsmáta mínum, framkomu minni að eiga til hreina trú og að talsmáti minn sé bæði Guðlegur og verkin mín líka Guðleg sem byggi upp fólk og engu minna en verk margra annarra manna fá gert?  Og hver er hæfari öðrum sem bara skilur rétt stöðu sína í Kristi og fer ekki lengra með neitt sem hann gerir en trúin staðfestir og viðurkennir? 

Hver er þá vandinn?  Hann er ekki fyrir hendi.  Nema máski í hugskoti manna og kvenna sjálfra.  Og allt svoleiðis getur reynst erfiðleikum bundið að fást neitt við.  Sé slík afstaða fyrir hendi.  Sem ekki er sjálfgefið að sé.

Og hví skildu aðrir vera eitthvað betur til þess fallnir að útskíra Orð Guðs?  Er þetta ekki oft partur vandans sem við er að eiga og hindri eðlilegan trúarþroska trúaðra einstaklinga sem endalaust horfir framhjá eigin getu og á aðra manneskju sem sér miklu hæfari.  Er slík afstaða ekki bara angi af mannamun sem við gerum og vísbending til okkar sjálfra um að við lítum sjálfið ekki réttum augum og höfum misskilið gjöfina frá himnum?  Er máski til í dæminu að gjafirnar sem Kristur gefi séu mismunandi.  Vissulega en hafa ekkert með neinn gæðamun að gera.  Væri svo færi Kristur í manngreinarálit rétt eins og ég.  Og hver trúir slíku um hann?  Engin væntanlega.  Sjá má að vandinn sé mest huglægur og að hamra þurfi á kennslunni:

Jakobsbréf: 1.21.  Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar“- „Gróðursetta Orð“- merkir að Orðinu var sáð og upp kom falleg rós í hjartanu sem hefur margt að gefa af skilningnum.  Á þetta erum við hvött að hlusta.  Við sjáum mikilvægi þess að bera sjálfir ábyrgð á eigin trú.  Allt sem ég þarf er í Biblíunni en ekki fyrirfram að vera í samvistum við tilteknar manneskjur.  Sem aldrei getur verið neitt annað en manngerð stoð.  Og þær bresta.  Jesús lifir!  Hann lifir! 

 

 

 

 

25 janúar 2019

Merkilegt með verk og hvernig þau fá komið í bak manna með hastarlegum afleiðingum.  Ekki bara þeirra sjálfra heldur margra í kring.  Einnig er gott að hugleiða að ekkert okkar er eyðisker út í svarta hafi sem engu máli skipti.  Aðstæður gætu komið upp sem sýni annað.  

Á þetta erum við oft látin reka okkur og ættum að vera farinn að fatta að eru afleiðingar af verkum okkar, orðum og hegðun.  En hversu treg erum við í taumi hvað þetta varðar?  Við sem fórum bara “ út á djammið“- sem hingað til hefur gengið snurðulaust fyrir sig.  Samt eitt kvöldið skeði skaði sem engum við borðið óraði fyrir.  Höfðu svo sem heyrt söguna um að veggirnir hafi eyru.  Akkúrat það skeði umrætt kvöl að veggirnir fengju eyru. 

Viti menn!  Næsta dag er ekki um annað talað en þessa nokkra einstaklinga sem rausuðu á bar blindfullir um fólk sem það þekkti og bar miður ekki gott orð.  Næsti dagur var mörgum úr hópnum dekksti dagur.  Veggirnir birtu alþjóð öll orðin og ekki bara orð á stangli heldur allt heila klabbið eins og það lagði sig.  Ekkert minna heldur en það var látið duga.  Og inn í öll þessu ósköp gengur blessað fólkið og hafnar mitt í hatrammri umræðu um sig sjálft.  Veggirnir með eyrun töluðu hátt.  Eiginlega of hátt.

Allir voru að tala um þetta.  Fullur og ófullur á samfélagsmiðlunum talaði um þetta, kaffiskúrar- og kaffistofur vinnustaða nefndu þetta.  Sumir inni töluðu sig upp í ofsahita.  Allt af völdum ósköp venjulegs fólks sem eitt kvöldið eftir vinnu ákveður að aðeins kneyfa beiskan og kryddaðan mjöðinn og að eyða smá stund með ágætum vinnufélögum sínum.  Eðlilegasta mál í heimi líkt og þúsundir aðrir landar og útlendingar gera í þessu landi án neinna eftirmála.  Nema kannski honum sem oft fylgir drykkjuskap.  Eins þynnka og mórall vegna of mikillar eyðslu sem fór svolítið úr böndunum, og slíks smotterís.  

Í þetta skiptið varð uppskera önnur og öllu dekkri.  Engin átti von á að allt væri orðið brjálað næsta dag er blessað fólkið risi úr rekkju til að byrja nýja dag.  Akkúrat það samt skeði.  Sáning.  Uppskera og afleiðing eigin ákvörðunar. 

Hinn vammlausi trylltist og sá sig knúin til að tjá sig nokkrum vel völdum orðum og með honum annar vammlaus.  Skyndilega eins og hendi veifað er allt orðið yfirfullt af vammlausu fólki sem segist sjálft hafa rúmleg efni á að dæma þetta ágæta fólk.  Sem í sjálfu sér er ágætis leið.  Það er að segja vilji menn ekki þurfa að benda um of á sig sjálfan.  Og hver vill það? 

Gömul saga og ný.  Notalega kvöld sem efnt var til breytist í hrylling, sögur, álit, tal og eða annað.  Í kyrrláta lífinu til margra ára hrikti, stoðir skekkjast og allt færist úr stað þaðan sem það áður var.  Og hverjum grunaði slíkt þetta kyrrláta og fagra kvöld sem fólkið gekk út í eins og svo oft áður hvort sem var með þessu tiltekna fólki eða öðru fólki og settist við borð til að fá sér öllara og spjalla svolitla stund við vinnufélaga.   Samt var þetta kvöldið sem allt breyttist á og dagurinn gerði vammlausan spinnigal og öskrandi.  Sáning.  Uppskera. 

Engin af þessu fólki er verra fólk en annað fólk.  Líka þó vammlaus haldi öðru fram og vilji það burt úr þingsal hæstvirts Alþingis og af út þingi.  Samt er svona mál ekki verk Siðanefndar hæstvirts Alþingis að fást við.  Hennar verkefni er að taka á málum sem gerast innan veggja stofnunarinnar sjálfrar og líkur þar.  Hvað menn geri utan síns vinnutíma er á þeirra val og kjósenda að skera úr um í kosningum.

Niðurstaðan er að enn sé í gildi sannleikurinn „Sáning og uppskera.“  Og hvað birtist?  Það sem sett var niður.  Vinnum góð verk og sleppum „öllaranum“ sem eigum í vanda með hann.

 

 

 

 

24 janúar 2019

Bjargræði!  Orð sem margir kunna og einstaka segja og máski heyra aðra tala sem telja að sé við næsta horn.  Sumir eru svartsýnir á allt svoleiðis og sjá hvorki bjargærði né von.  Hjá slíkum er stutt í þetta daglega svarta og sykurlausa umhverfi sem er mörgum vel þekkt umhverfi og veruleiki sem sumir telja að muni aldrei að eilífu breytast en er blekkingin stærsta.  Öllu hér í heimi má breyta til betri vegar.  Skoðaðu bara eigið líf og teldu skiptin sem hlutir og veruleiki færðust til betri vegar og að öllu leiti þér í hag.  Skiptin eru fleiri en þú hyggur og gætu komi þér á óvart.  Líka þú átt þína eigin bjargræðissögu en ekki bara einhver annar.  Ekki gleyma þessu. 

Neikvæðni er grasserandi hugarfar og er alið á henni með endalausum fregnum af, já, vonleysi og sögnum eins og:  „Þetta reddast ekki og getur ekki farið annað en illa“- og allt hitt með sem búið er að byggja menn upp af og gert til að draga úr fólki allan kjark og viðhalda allri þessari miklu reiði og gremju sem býr með svo mörgu okkar en þarf ekki að vera með í burðarpokanum.  Og allt verður dökkt og dimmt og fólk sér enga leið út.  Hvar er þá ljósið?  Slokknaði það.  Hvert fór það?  Þá fór ekki neitt og er þarna enn og ég get séð það, af því að ég vil sjá það.  Er það ekki annars málið? 

Verum jákvæð og segjum við okkur sjálf:  „Víst lagast þetta:  Víst koma betri tímar.“  Tölum orð sem vekja fólki vonarglætu.  Hví telja menn hina aðferðina betri?  Fyrir hvern?  Mig?

Að temjast við jákvætt hugarfar setur mann ekki með neinum hætti á stað blekkinga né sveipar raunveruleikan hulu með neinum hætti heldur er jákvæðni góð fyrir sinnið sem er þarna og spilar talsvert hlutverk hjá fólki og sker úr um hvort því líði vel í dag í eigin skinni eða illa í sama eigin skinni.  Jákvæðni er mönnum hjálplegt við að halda sér ungum því hún er upplífgandi afl sem kemur við manneskjuna sjálfa.  Kristur vill að allt hjá okkur sé „Já“ og eða „Nei“ og á við að við vitum hvað við viljum og segjum það sem við meinum.  Nei er ekki fyrirfram neitt neikvætt orð þó mörgum reynist erfitt að segja þetta sama „Nei.“  En það er annað viðfangsefni og nokkuð sem hvert og eitt okkar þarf að takast á við sig sjálft um og læra að geta sagt nei þar sem nei á við.  Þú þarft ekki að stökkva til þó einhver hringi sem loksins drattast í verk sem beðið hefur og biður þig um hjálp.  Þú mátt vel segja nei án þess að þurfa að gefa upp ástæðu fyrir né koma með útskíringar og afsakanir.

Stundum er nei upphaf vinslita og gerist í þeim tilvikum að einhver er í svakalegri „neyð“, að eigin áliti auðvitað, en fær svo framan í sig þvert nei við beiðni um „hjálp“ oft peningaláni, frá vini!  Hugsa sér!  Vini!  Við neiinu var brugðist hastarlega og ókvæða og vináttusambandið þar með rofið til eilífðar við þennan þarna „vin sinn.“  Hann hugleiðir ekki fyrr en máski seinna að þetta tiltekna nei varð til þess að flaskan sem hann vildi fá sér, nefndi að sjálfsögðu ekki, og drekka sig drukkinn, komst ekki í hans hendur sem á eftir gerði að verkum að ekkert varð úr fyrirhugðu fylleríi og upphafið að edrú ferli sem enn stendur mörgum árum síðar.

Mann sjálfur vel eftir svona atvikum að maður lá í símanum til að reyna útvega sér pening til brennivínskaupa.  Þó oftast gengi það eftir kom fyrir að engin ætti neitt fé aflögu og ekki um annað að ræða en hætta við.  Eftir á að hyggja var maður fullkomlega sáttur við ferlið og á sinn hátt þakklátur þó æsingurinn við að ná sér í væri yfirgengilegur meðan á honum stóð.  En skiptin sem maður komst ekki voru samt færri en hin sem maður komst og hin líklega teljandi á fingrum annarrar handar.  Þetta samt leiddi ekki til þess að flaskan færi hinsta sinn heldur kom sjálfur Drottinn að verki og tók þessa geðveiki alla saman burtu.  Fyrir það er ég óendanlega þakklátur þó ekki þakki ég lengur daglega fyrir verkið en gerði lengi vel.  Réttnefni er þegar menn segja að öl sé böl og að öl sé ekki innri maður heldur annar maður.

 

 

 

 

23 janúar 2019

Merkilegt með sumt.  Í dag er mikið talað um einelti og spurning orðið um hvað sé einelti.  Er það einelti að vera fólki ósamála og halda í sínar eigin skoðanir fram í rauðan dauðann?  Er það einelti að rífast við fólk um allt og ekkert og láta ekki af sínu rifrildi við kannski sömu manneskju sem bæði eru jafn þver og láta hvorugt undan?  Er það einelti?  Og hvors þá?  Í hverju liggur einelti?  Er ekki kominn tími til að menn skilgreini hvað einelti sé eftir að það varð orðið sem oftast er sagt? 

Einelti er ljótt.  Um það geta allir verið sammála.  En að vera ósammála manneskju er partur af lífinu sem menn sjálfir verða að skera úr um sem í eiga en ekki gera kröfu til þriðji aðili að hann bjargi.  Börn gera oft svoleiðis en hætta þegar fullorðinsárum er náð. 

Þegar við strákarnir lentum í orðaskaki, um ekki neitt að sjálfsögðu, alltaf svoleiðis, var gripið til þess ráðs er hvorki gekk né rak að leita til einhvers sér eldri sem lagði eitthvað inn í umræðuna.  Og allir fóru sáttir frá.  Að leysa málin sjálfur og hætta bullinu var stundum ekki inn í myndinni.  En þá vorum við enn börn.  Í dag mætast stálin stinn og engin miskunn sýnd. 

Er orðið tómt mál að tala um að einelti bara hætti alls ekki nema til sé kallaður þriðji aðli sem skakki leik?  Hvar erum við eiginlega stödd sé þetta reyndin? 

Á maður virkilega að trúa því að fólk sé orðið getulaust til að hreinlega hætta þessu sjálft og á eigin spýtur og taka upp annan og betri hátt og sið?  Sumt kemur manni hreint ekkert við og stundum er ranglega greint frá atburðarrás þó meðvirknin æpi upp af því sem hún heyrði og æði um.

Sé ég að þvarga og einelta einhvern, segjum það, hvað sem það öndvert er, væri þá vonlaust mál fyrir mig að hreinlega láta af þessari breytni minni og segja við sjálfan mig:  „Nú er nóg.  Nú slæ ég á aðra strengi og læt þessa framvegis vera?“- Getur verið að svona orð séu ófáanleg út um munn manns?  Væri máski eina leiðin til að eitthvað hætti að kalla til ágætan þriðja aðila.  Kjaftæði er þetta.

Ég var svo heppinn að eiga mér nokkra eldri bærður sem hægt var að leita til og skera úr fyrir sig í deilumálum sem fyrir kom að við félagarnir létum leiðast inn í.  En þá vorum við börn sem næst urðu fullorðið fólk sem létu af svona barnaskap og gengu sjálfir í að leysa úr slíkum þvættingi og úr flestum sínum málum án fyrirfram tilstuðlan þriðja aðila, þó ágætt gæti verið að vita af honum og kalla til undir sérstökum kringumstæðum, kæmi upp staða sem ætlaði ekki að leysast úr.  Eins og alltaf getur gerst.  Best er vitaskuld að koma sér ekki í svona þvargstöðu og er manns eigin ákvörðun hvort gerist.  Er slíkt sjónarmið kannski ekki lengur viðurkennt afl heldur bara þriðji aðili sem orðin er lykilmaður og ábyrgðarmaður hvort eineltið, viljum við nefna mál því nafni, hætti eða haldi áfram?  Er eina von manna orðið að hann komi og skeri þrætumann og hinn með honum niður úr snörunni?   

Hvað er þetta í grunninn annað en þessi háskalegi og ómögulegu bendandi fingur sem hreinsar mann sjálfan af allri sekt og skilur hinn eftir sekan upp fyrir haus þegar vitað er að þegar tveir deili er annar aðilinn aldrei með öllu saklaus þó hinn segi að allt hafi verið að kenna. 

Við erum skynsamt fólk sem getum leyst málin farsællega og gert gott úr öllu saman.  Ein leiðin til sátta er að láta af allri kröfugerð sem ætlast til ofuriðrunar hjá öðru fólki.  Meðvirknin býr til hæstu hrópin og er stærri vandi en margur hyggur í svona málum.  Og hvernig læknast menn af meðvirkni.  Veit ekki en þó að hún er þarna og sé meinssemd.

 

 

 

 

21 janúar 2019

Tel að allir sem til þekki blandist ekki hugur um að fyrir trú þurfi að hafa og að hún viðhaldist ekki á neinu silfurfati þó segja megi um hana að þannig sé hún komin til hvers manns.  Trúin er gjöf og upphafsreitur mikillar göngu. 

Allir taka við gjöfinni fagnandi og í eldlegum móði og fá staðfestingu um að víst sé Guð og að allt varð til fyrir Orð Guðs.  Að byrjunin sé öflug og manneskjunni ógleymanleg er skír vilji Guðs sem veit allt og líka að margt muni mæta fólki á þessari leið sem á stund frelsunarinnar það hefur enga glóru um né gera nokkra grein fyrir.  Þetta er ástæðan fyrir að maðurinn fær yfir sig dýrðarljóma Drottins sem hann aldrei gleymir.  Nýja testamentið er fyllt Orðum sem afskaplega mikilvægt er að hafa góð skil á og yfir opinberun.   Opinberun er annað orð yfir skilning manns.  Það er gegnum mátt skilnings sem eitthvað hjá okkur tekur breytingum.  Og skilningurinn segir við mig:  „Núna sérðu glöggt.“-

Að margt mæti trúnni eru fyrir Orð í bókinni sem taka af allan vafa um við hvað sé að eiga.  Allt þetta og meira til er sett fram til að menn sem eru hólpnir haldist við og standist eldraunir og vaxa af í sinni trú.  Allt með tilgani sem Drottinn sjálfur hefur alla yfirumsjón með og mun grípa inní atburðarás sjái hann að eitthvað sé að bresta. 

Það er í gegnum trúna sem við erum í gjörgæslu.  Drottin horfir til trúarinnar og sér allt sem bærist í og með manneskju.  Þar er og sannleikurinn um hvern og einn einstakling.  Þetta les hann og gerir einn.  Styrkur er falin í þeirri vissu minni að Drottinn þekki mig og okkur öll.  Fylgir trú enda ekki hópi heldur hverjum einstaklingi.  Margir einstaklingar hins vegar mynda hóp trúaðs fólks. 

Munum þetta, að trú er ekki einvörðungu til að manneskja bara haldist upprétt í lífinu heldur taki skrefin sem trúin bíður henni að gera.  Skrefin af trúnni er merki um vöxt.  Hvort sem er mikinn eða lítinn.  Vöxtur er jákvætt hugtak öndvert við kyrrstöðu eða skref til baka.  Allt gerlegt og er val mannsins á hverjum tíma hvernig gert sé.  Vilji Guðs er skír.  „Fram á við:“

„Hebreabréfið. 10. 34-38.  Þið þjáðust með bandingjum og tókuð því með gleði er þið voruð rænd eignum ykkar því að þið vissuð að þið áttuð sjálf betri eign og varanlega.  Varpið því eigi frá ykkur djörfung ykkar. Hún mun hljóta mikla umbun.  Þolgæðis hafið þið þörf, til þess að þið gerið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið.  Því að:  Innan harla skamms tíma mun sá koma sem koma á og ekki dvelst honum.  Minn réttláti mun lifa fyrir trúna en skjóti hann sér undan þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum.“ –

Hér fáum við staðfestingu um að trúargangan hafi í för með sér allskonar og getum máski betur skilið hví fyrstu kynni okkar af samskiptunum við lifandi Jesús sé fólki svo ógleymanlegt og áhrifaríkt.  Trúið því að hvert og eitt okkar munum oftsinnis vera minnt á hvernig við tókum við og hvað skeði þegar ljósið rann upp yfir okkur um að Jesús væri raunverulegur.  Allt með sama tilgangi.  Fá okkur til haldast kyrr á veginum.  Aftur segjum við um Guð að hann viti allt og mælum heilt.  Einnig kemur fram í texta Hebreabréfsins að Drottinn geri kröfu á sitt fólk.  Hann talar um trúna sem hann segir um að skjóti menn sér undan hafi sála hans, Drottins, enga velþóknun á viðkomandi.

Séu menn í Guði deyr í þeim heigullinn.  Drottinn getur ekki notast við heigla.  Hér sjáum við glöggt hversu trúin sé nauðsýnleg og hve mikla áherslu Drottinn leggi á umfram annað trú vora.  Hann notast við trú mína og vill að trú mín vaxi, eflist, þiggi rétt fóður til að fá eflst eins og trúnni er ætlað.  „Trú“ sem ekki leggur áherslu á Orð Biblíunnar er ekki trú.  Trúin er frá Guði og Drottinn er Orðið.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

20 januar 2019

„1Pétursbréf. 3. 10-12.  Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá svikatali.  Hann sneiði hjá illu og geri gott, ástundi frið og keppi eftir honum.  Því að augu Drottins hvíla á réttlátum og eyru hans hneigjast að bænum þeirra.  En auglit Drottins er gegn þeim sem illt gera.“ - Uppskrift að góðum degi.  Ef við förum gegnum þessar dyr inn í daginn mætir okkur fyrirheiti Drottins um hvernig dagurinn muni verða að kveldi dags.  Einn dagur í einu.  Erum við til?

Við þetta kristna fólk erum í forréttinda hópnum fyrir að hafa aðgang að öflugum og kjarnmiklum boðskap sem þessum.  Að taka við honum og vinna áfram undir hans leiðsögn er lykill að vegferð sem engin eftirá mun sjá eftir en engin nema handhafi stjórnar hvort gerist.  Ef við gerum Orðin að þá erum við þetta heppna fólk sem leitumst eftir gæfu í okkar lífi og engu öðru.  Málið er að fylgja fyrirmælum Drottins og varðveita í vorum hjörtum.  Og hjarta vort verður af göfugt.  Allt að þakka honum sem er gegnumgangandi elska og kærleikur.

Allt sem þarf er til staðar.  Við þurfum ekki að fara neitt, hitta neinn, fá neitt lánað hjá neinum til að fá gert það sem þarf heldur leita inn á við og sækja verkfærin þar því þar eru þau öll saman og allt annað sem verkið kallar eftir.  Verkfærakistan ert þú sjálfur og getur sótt verkfærin og á eftir gert verkið hvar sem þú ert staddur.  Og orðin hér ofar verða sýnilegt og gæfuspor bæði hans sem gerði og hins sem naut af góðs.  Blessun í tvær áttir.  Við erum án afsökunar.  Að bera verkfæratöskuna í sinni eigin hendi og kvarta hástöfum um að hafa engan hamarinn til að fá neglt naglann fyrir myndina að hanga á er aumleg afsökun.  En hve oft grípum við ekki til hennar? 

Sama gildir um þá sem segja að þeir finni ekki fyrir Kristi sem þó segist búa í hjarta einstaklings og hljóti því að vera þar sem viðkomandi einstaklingur sé.  Ætli ástæðan sé ekki frekar dulan sem breidd var yfir Krist í hjartanu.  Aftur komum við að sama að hvert og eitt okkar séum sjálf verkfærakistan sem í er allt verkfærasafnið sem á þarf að halda til hvaða góða verks sem er sem lítur að trúnni og framkvæmd trúarinnar.  Og hvar er nú afsökunin?  Hún er í raun og veru útilokuð.

Allir menn geta stjórnað og stýrt tungu sinni.  Allir menn eru einfærir um að hafa vald á talanda sínum.  Allir geta talað mjúklega, hóglátlega og vanið sig að segja orð til uppbyggingar og engin til niðurrifs.  Engin nema einstaklingurinn sjálfur gerir slíkt.  Þetta nefnilega snýst oftar en við gerum okkur grein fyrir um mitt val.  Um þitt val.  Já, í þessum degi.  Jesús dó og reis upp til að vinna verk sín hér og nú.  Orðin hér ofar gilda fyrir daginn í dag.  Í dag þarf ég að gæta orða minna.  Í dag þarf ég að velja orðin sem út um minn munn berast.  Í dag gætu orðin dregið mann og konu til Krists, eða fælt frá.  Hér liggur valdið.

Hugsið ykkur gæfuna og gróandann í lífinu tækju menn við svona boðskap og gerðu hver og einn að sínu lífsmunstri sérhvern dag og hvar sem þeir væru.  Allt er til taks og raunverulega ekkert sem vantar nema ef vera skyldi að nota það sem þegar er fyrir hendi og gengur með öllu fólki alla daga árið í gegn í Kristi.  Hugsið ykkur gullið sem stráð væri út um allar trissur og verðmætin sem hver einstaklingur bæri fram sem bara tæki þessa ákvörðun fyrir sig um að vinna með þessum hætti.

Engin þarf að fara upp í himinninn til að sækja Krist.  Hann hefur sjálfur komið sér fyrir í hverri manneskju sem er hans.  Þar vill hann starfa, hlúa að, vera fyrirmynd og sýna heiminum allt sem hann hefur ekki en býr í Kristi sem gengur í þér og í mér sem á hann trúum og erum hér fyrir hann og til að opinbera dýrð Drottins.  Hann hvetur okkur til að gæta orða okkar og gera gott.  Hvernig líst okkur á?  Skandall?  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

19 janúar 2019

Donald Trump hefur í sinni Bandarísku forsetatíð verið nokkuð tíðrætt um falsfréttina sem hann segir um að hafi meira vægi í samfélögum en góðu hófi gegni.  Falsfréttin er sín gúrka í gúrkutíðinni sem lesa má í hvort sem er gömlum og grónum fréttamiðlum og óbeisluðum samfélagsmiðlum sem allskonar fólk ber ábyrgð á, en þó enga, því svo margt sem þar er framsett er bæði án ritstjórnar, aga og alls sem óbeislaður hefur ekki en þarfnast.  Er falsfrétt er skrifuð er orðinu sannleikur fyrst allra ýtt út og til verður léleg skáldsaga.  Og viljum við hana?  Örugglega ekki en hversu margir taka ekki undir það sem þeir lásu í einhverju blaðinu án þess að kynna sér neitt hvað í gangi sé.  Slíkur málflutningur hefur loksins fengið rétt nafn, sem er „Fallsfrétt.“ 

Falsfréttin fæddist ekki með tilkomu Netsins né samfélagsmiðla heldur hefur alltaf verið til en óx fiskur um hrygg með samfélagsmiðlunum vegna þess að með tilurð þeirra urðu þeir sem tjá sig á einni nóttu stór hópur fullra og ófullra einstakling pikkandi á lyklaborð og mögulega sína eigin „Falsfrétt“ en töldu þó sannleikann sjálfan.  Og viðbrögðin maður minn.  Þau voru stórkostleg.  Og öll lækinn.  Tölum ekki um þau.  Maður verður maður ársins og maður sannleikans kominn fram holdi klæddur?  En ætli það.   Allt er gert til að ófögnuðurinn “Fallsfrétt“ lifi deginum lengur því falsfréttin getur ekki lifað nema einhver setjist niður og tjái sig um hana.  Hve margir eyða ekki af tíma sínum til einskis í stað þess að velja að lifa?  Falsfréttin hefur í för með sér dauða.

Frú “Falsfrétt“ er staðreynd í vorum samfélögum.  Og falsfrétt er þetta sem við hér erum að tala um.  Sem sagt eitthvað er sagt vera til en er þegar allt kemur til alls bara teiknuð og burtflogin kartafla og gúrka sem mörgum þó finnst vera notalegt og þægilegt að tjá sig um og vera bragðgóð og vel krydduð tilvera hvort sem er fullum eða ófullum þó gúrku þá arna sé hvergi að finna og hafa engan samstað og er fullkomlega eðlilegt að gerist um ekkert.  Og hvar á ekkert heima?  Hvar annarstaðar en í höfði manns og konu sem span, bjó til og fór svo að lokum að trúa?  Samt var það gúrka sem var aldrei fræ, óx aldrei eins og allt annað sem hvergi er til.  Erfitt er að hýsa eitthvað sem er ekki að finna.  Hrein tímaeyðsla kæru vinir.  Menn eiga hætta allri tímaeyðslu en verja tíma sínum þess í stað vel og til gagnlegra verka en ekki í tóma tjöru.

En svona getur nú lífsleiðin orðið mikill hjá fólki sem finnur sér aldrei neitt til dundurs og býr til eitt stykki „Falsfrétt“ til að hreinlega drepast ekki úr leiðindum.  „Falsfréttina“ sá svo annar lífsleiður og lifnaði smá af við og svaraði í kommentakerfinu.  En var deginum bjargað?  Tilgangsleysi.  Það heitir það.

Að láta fallsfrétt vera aflið í sínu lífi sem bjargi deginum segir okkur margt um ástandið, vonleysið, depurðina, lífsleiðan og margt annað sem nútíma samfélög hafa.  Skáldskapur fullra og ófullra ríður hér húsum og eirir engu og blaðrar í tilgangsleysi til að tíminn hreinlega stoppi ekki.  „Tilgangsleysi“ kæru vinir.  Það heitir það.  – Tilgangsleysi er einkunnarorð fleira fólks en okkur grunar en er samt ótækt orð og lélegasta einkunnarorð sem hægt er að velja sér.  Önnur skárri eru til.  Eins og „Von.- Og „Víst lagast þetta.“

Veruleiki minn ætti að vera fullur af fögrum verkum.  Góð verk göfga og bæta lífið öndvert við „Falsfréttina“ sem er alls ófær um slíkt vegna þess að vera gúrka sem ekki er til.  „Fallsfrétt“ er ekki fóður göfugs tilgangs né vonarneista í hjarta.  Falsfréttin kemur af langvarandi vonleysi fólks.  Í kjölfarið verður til lífsleiði í hjarta.  Og honum skortir allan tilgang.  Og hvar getur slíkt endað með öðru en fúlli og fullri „Falsfrétt“ og sögu um gúrku sem er ekki til.  Munum!  „Fallsfrétt“ er annað orð yfir lygi.  Og hver vill lygi?  „Fólk vill ekki heyra sannleikan“- heyrist stundum sagt.  Bull og þvæla.  Fólk elskar sannleikann hafi það bara að honum aðgang.

 

 

 

 

18 janúar 2019

 

Kristur gerði allar breytingar sem nauðsýnlegar eru ætti ein manneskja að komast til himins.  Ekkert verka minna, engin pæling mín né nokkurt góðverka minna mundu duga til að opna hlið himins fyrir fólki eins og mér né nokkurri annarri manneskju.  Ekkert minna heldur en Kristur sjálfur komin frá himni dugði.  Guð sjálfur tók ákvörðun um að bjarga fólki og hafði til þess ráð.  Er það enda allt hjá honum og í hans eigin hendi.

En vissulega hef ég ráð, vissulega framkvæmi ég margt og geri sumt verkið vel.  Samt er það svo að ekkert verka minna, engar vangaveltur mínar né neitt sem ég gæti látið mér detta í hug kæmi einum einasta manni til himins né opnað augu nokkurrar manneskju. 

Frá fyrstu tíð var ofurpastorinn blekking og með honum ofurpredikarinn sem fólk gegnum alla kirkjusöguna hefur haft á ofurdálæti og hrifist af og gert upp úr bæði skóm og buxum.  Við sjáum að þeir eru ekki leiðin.  Enda bara veiklundaðir menn sem, rétt eins og ég og þú, vildu vel en dugði þó hvergi í máli sem þessu. 

Trú mín, hönd mín daglega í hendi hans er leiðin.  Fótspor hans sem ég sjálfur ven mig við að fara í er leiðin.  Trú mín sannfærir mig um allt þetta sem líka er gjöf frá honum sem getur, kann og veit, og eru stundum orð sem ég máski gríp til sjálfur en eru jafn marklaus og þín orð skorti þau Guðleg verk.  Sem sagt leiðin til himna er útilokuð án beinna inngripa sjálfs Drottins. 

Það er Guð sem getur þar sem ég get ekki, kann né skil ekki, og gerir gegnum Son sinn Jesús sem gerði og endaði eins og við vitum á krossinum þar sem hann gaf upp anda sinn en Guð sjálfur reisti upp frá dauðum.  Þarna fékk ég leiðina sem ég í dag segi um að sé leiðin mín heim.  Í henni á ég ekki hænufet en hef heimild hans til að fara vegna þess að hann gaf mér trú sem segir mér sannleikann og hefur að nokkru leiti brotið á bak aftur þrjósku mína, stífni mína, þrákelkni mína,vitleysu mína og já,einnig heimsku mína sem áður einkenndi sumt í manns mínu fari sem þú veist allt um.

Honum gef ég dýrð og allan heiður en engum mönnum og heldur ekki mér sjálfum sem á hvort eð er á ekkert í þessu heldur einvörðungu nýti og máski birtist einhverjum í heilbrigðari lífsmáta.  Allt þetta góða sem ég mögulega má státa af eru allt verk Jesús í mínu lífi.  Og punktur á eftir.  Þetta er ástæðan fyrir að ég í dag gef honum alla dýrð og lít á mig sjálfan sem einvörðungu þiggjanda úr hendi Drottins míns.  Líka þó stundum geri ég bara brot af vilja hans.  Ég þjóna nefnilega fyrirgefandi Guði og um leið höfundi fyrirgefningarinnar og er ríkur af náð og miskunn sem er allt fóður til að allt hitt verði að framkvæmd. 

Náð lifandi Guðs er meiri og hærri en við nokkurn tímann munum til fulls skilja.  Svo há, víð og breið er náð Guðs og miskunn til okkar mannanna að hún tekur yfir allt bara vegna þess að ég trúi á Jesús.  En og aftur sjáum við að mín eigin verk duga ekki.  Gangist ég við þessu hef ég verk sem ég vel má vera stoltur af.  Sem og Orðum hans, að hann sjái ekki eftir neinu sem hann geri.

Í dag tala ég um ríki Guðs á himnum sem leiðina mína heim og hef hans leifi til að taka svo til orða.  Og það sem eftir er af göngunni mun ég áfram líta á mig sjálfan sem bara þiggjanda úr hendi Drottins.  Og það nægir til að ég lifi lífi honum velþóknanlegu sjálfum mér til heilla og blessunar.  Fórnin sem ég færi er nú ekki meiri en þetta. 

Sem sagt!  Rétta kennslu getum við innt af hendi en aldrei nema vera í tryggu og góðu samfélagi við hann sem þóknaðist að gefa mér hlutdeild í sínum eigin sigri sem ég hvergi kom nálægt en gekk samt inn í gegnum kærleika hans og meðbyr sem ég nýti og Andinn Heilagi hefur opinberað mér hver sé og kennt mér að nota og gera Guði til dýrár.  Hef ég gert það?  Örugglega ekki ættir þú að svara spurningunni fyrir mig.  En ég fyrirgef þér því og veit að enn hef ég náð Drottins yfir mér og bið um sama fyrir þig eins og sæmir fólk sem lært hefur að elska náungan eins og hann er.  Hver á eftir sem hann er.  Lifum því í sátt hvort við annað.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.  (Og nú ætla ég að biðja)

 

 

 

 

17 januar 2019

Merkilegt það sem nú er að gerast hjá vinum okkar í Bretlandi sem nýverið felldu samning ríkisstjórnarinnar um leiðina fyrir landið út úr ESB og fengu í kjölfarið vantrausttillögu á ríkisstjórn Theresu May sem Breska stjórnarandstaðan fljótlega eftir lagði fram eins og líka hún hafði talið um, færi atkvæðagreiðslan eins og hún fór.

Í augum manneskju standandi í fjarlægð frá atburðum er ekki annað að sjá en að þarna sé ferðinni afstaðan gamalkunna „Haltu mér slepptu mér.“  Með öðrum orðum:  „Við getum ekki samþykkt leiðina sem þið völduð en treystum ykkur til að koma fram með annan samning betri.“  Samt var frú May búin að gefa út yfirlýsingu þess efnis að betri samning heldur en þennan sem hún bar fram væri ekki í boði.  Allt er þetta nú svolítið á haus sem bendir til nokkurs ráðaleysis í Breska þinginu um þetta mál.

Að áliti höfundar er það merkilegt þetta sem nú er að gerast út í Bretlandi.  Já, og spennandi.  Ekki verður neitt annað sagt.

Í huga manns kemur Icesave- samningarnir sem þáverandi ríkisstjórn, eftir hrunið 2008, lagði fram sem lausn málsins sem þá var og gerðu sem hina einu lausn sem í boði væri.  Öllum þessum samningum hafnaði íslenska þjóðin og uppskar að endingu nýjan, sem eftir á að hyggja var hinum betri.  Í dag er ekki annað að sjá en að þessir þrír Icesave- samningar sem komið var fram með hafi haft það eitt markmið að troða íslendingum inn í ESB öndvert við Brexit samning þeirra Breta í dag sem vilja landið út úr ESB.

 

 

 

 

10 janúar 2019

Klukkubreyting.

Það að hringla með klukkuna á Íslandi hófst árið 1907 er sett voru lög um, til að allar klukkur á Íslandi hefðu sama tíma.  Hvað sem menn segja um svona aðgerðir að þá var það svo að ekki var klukkan í þessu landi allstaðar nákvæmlega eins.  En 1907 segja lög til um það að á Íslandi skildi klukkan framvegis vera klukkustund á eftir svokölluðum Greenwihs- tíma.  Áður hafði þetta verið svolítið breytilegt því að klukkan í Reykjavík var ekki nákvæmlega sama og á Akureyri.  Eðlilega þar sem samgöngur á milli staðana voru ekki svo miklar og fráleitt stöðugar og ekkert útvarpið sem náði til allra landsmanna sem með reglulegu millibili sagði fólki hvað klukkan væri og tilgangurinn kannski að menn samræmdu tímann hvar sem var á landinu.  Ef rétt reynist má sjá að allt hefur sinn tilgang.

Höfundur mann vel þegar þulir Ríkisútvarpsins sögðu hlustendum hvað klukkan væri og gerðu í tíma og ótíma.  Þetta má kannski rekja til þess að tíminn hér áður fyrr var ekki hinn sami hvar sem var á landinu.  Að segja hvað klukkunni líður heldur velli því þulir dagsins og þáttastjórnendur segja okkur hvað klukkan sé og eru ósparir á en gera meira til að hafa sjálfur eitthvað að segja, verandi í beinni útsendingu en af beinni þörf fyrir slíkar upplýsingar í þessu landi eins og kannski var á upphafsdögum Ríkisútvarpsins.  En það eins og margir vita, hóf útsendingar 30 desember 1930 og má reikna með að fyrstu orðin sem þaðan bárust hafi tengst væntanlegu jólahaldi og að menn enn þorað að nefna orðin „Guð, kirkja, trú, ásamt nafninu Jesús Kristur“- án þess að eiga á hættu að vera skammaðir af hlustendum, eins og líklega yrði gert í dag heyrðust þessi orð of oft þar á bæ.  Heyrast þau enda aldrei og hættan á tiltali hlustenda er vart fyrir hendi.

Hvað um það allt saman að þá er ljóst að menn hafi svolítið verið að hringla með þetta klukkumál fram og til baka því fram kemur að árið 1917 var heimilt að flýta klukkunni um allt að einn og hálfan tíma frá því sem lögin frá 1907 kváðu á um og beitt á árunum 1917 til ársins1921 þegar klukkunni var flýtt um eina klukkustund yfir sumarið og stóð þá eins og Greenwihs tíminn sagði til um.  Á árunum 1922 til 1938 var hins vegar ekkert verið að hrófla neitt við klukkunni og hún áfram höfð klukkutíma á eftir honum í Greenwihs, sem allt virðist vera miðað við í þessum efnum.

1939 var aftur tekinn upp sá siður að hreyfa klukkuna yfir sumarið og færa fram um eina klukkustund og svo aftur til baka er vetur gekk í garð og hélst svo næstu þrjá áratugi.  Höfundur mann vel þá tíma þegar þetta var gert.  Hvor hann hefði á einhverjar skoðun mann hann ekki og líklegt að verkið hafi bara verið eitt af þessum verkum sem allir gerðu hvort sem það skipti máli eða skipti engu máli.

Í síðasta skipti sem íslendingar skipta á milli sumartíma og vetratíma er árið 1968 sem er sama ár og hvíta Albúm Bítlanna kom út.  Hvort samhengi sé þarna á milli eða um hreina tilviljun að ræða verður ekki reynt að svara hér.  En eftir það hafa íslendingar haft hjá sér sama tíma og þennan blessaða Greenwihs tíma og Hvíta albúm The Beatles enn spilað og Krists áfram ógetið.  Nema ef vera skildi í steindauðri og sögutengdri samantekt.

Langt er frá því að íslendingar séu á einhverju eyðiskeri staddir hvað það verk varðar að hreyfa ekki tímann hjá sér því sannleikurinn er að flestar aðrar þjóðir veraldarinnar gera sama.  Þjóðir sem breyta tímanum hjá sér eru í miklum minnihluta.

Af og til koma upp raddir í þessu landi sem vilja gera þessa breytingar og hafa hér sumar- og vetratíma sem þó getur ekki orðið af nema Alþingi íslendinga fyrst setji um þetta lög.

 

 

 

 

8 janúar 2018

Ekki eru menn oft hvattir til að gera góð verk og slíkar fréttir fátíðar og fáséðar á opinberum vettvangi.  Samt fara fréttir víða og allt þannig séð orðið yfirfullt af þeim þó fátt sé um hvatningu til fólks um að gera góð verk og stunda góð verk og lifa góð verk og skilgreina betur hvað góð verk séu.  Ófáar eru fréttirnar um illa meðferð, níð margskonar, svik og pretti.  Eru þetta þá góð verk og einu góðu verkin sem menn vinni?  Er máski svo komið að orðin „góð verk“ hafi misst vægi og þau dag merki annað en orðin sjálf segja?  Er mögulegt að framkvæmdin „góð verk“ sé lent á villugötum og að engum komi þessi orð til hugar lengur af því einu að skilja ekki eins og skilja ber?  Og hvað eru góð verk?  Finnst fólki það gott verk að fletta ofan af fólki þó áhöld sé um raunverulega sekt og málið líklega tilreitt af öðrum, kannski beiskri og reiðri manneskju og haldið vakandi af henni?  Er það þá orðið gott verk að koma fram með slíkt?  Stundum mætti ætla að svo sé.

Já, hverju sætir þetta og hverju öðru en minni vitund fólks um Guð og Son hans Jesús Krist og Orðin sem hann hefur ritað í bók sem heitir Biblían sem æ færri vita deila á vegna þess að lesa ekki og eða snúið sér frá henni og til annarskonar áttrúnað en lifandi upprisins Jesús.

Fólk sem Biblíuna les opnar vart svo bókina en það fái ekki hvatningu til sín um að gera góð verk og engin vond, virða og elska náungan eins og sjálfan sig og dæma hann ekki  Er Biblían enda tengd himninum og um leið sjálfum Drottni en hitt allt meira og minna jörðinni sem féll við skilningstré góð og ills og á sér enga upprisu von: 

Fyrsta Jóhannesarbréf 5. kafli. 1-4.

Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er barn Guðs og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans.  Við vitum að við elskum börn Guðs af því að við elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans.  Því að elskan til Guðs birtist í að við höldum boðorð hans. Og boðorð hans eru ekki þung því að sérhvert barn Guðs sigrar heiminn og trú okkar er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.“- Hér er talað um að trú vor hafi sigrað heiminn.  Ekki er átt við með bareflum og ofbeldi heldur fyrir það að hafa gert gott verk sem menn hrifust af vegna þess að vera góð.  Að þeim dregst fólk og fer á eftir til Krists og byrjar sjálft að framkvæma góð verk og komið með réttan skilning á hvað séu góð verk og engin vond.  Það er með þeim hætti sem sigrarnir vinnast en getur ekki gerst nema fyrst að ganga Jesús á hönd sem eftirleiðis hvetur sitt fólk á degi hverjum til að stunda góð verk.  Við þurfum að komast burt og frá valdi heimsins til að ná þessum stað.  Orðið segir sjálft að heiminum sé engin friður búinn.  Hvatningin er til staðar en mitt að leita þangað sem þetta er framborið og tiltækt.  Og ég fer til trúarinnar.

Títusarbréfið. 2. 12-15. 

Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum.  Hún kennir okkur að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum, eftirvæntingu okkar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni.  Hann gaf sjálfan sig fyrir okkur til þess að hann leysti okkur frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.  Tala þú þetta og uppörva og vanda um með allri röggsemi.  Lát engan lítilsvirða þig.“ – Sjáum við mikið af svona tali í öllu þessu kraðaki skrifaðs máls sem blasir við augum í hvert sinn sem blað er opnað, sjónvarp skoðað og eða þessara síða á Netinu sem hver og einn notandi er sinn eigin ritstjórinn sem fáir valda vel?  Vissulega er þetta þarna en samt í miklum minnihluta.  Við þurfum Jesús.  Hann lifir!  Drottinn lifir!  Amen.

 

 

 

 

7 janúar 2019

Hvarvetna þar sem regla er viðhöfð þar líka er betra skikk á.  Framkvæmdin verður betri og markvissari og menn ganga að hlutum vísum.  Þar sem öðruvísi háttar til ríkir viss glundroði á staðnum og of mikill tími fer í að leita af þeirri ástæðu að næsti maður sem nýtti á undan ., og líka mátt, gekk ekki frá eftir sig: “Æ ég gleymdi því“- sagði hann aðspurður þegar ástæðan líklega er kæruleysi.  Eða:  “Ég nennti því ekki.“- Við þekkjum þessa báða.

Að vera með einhvern sem heldur utan um mál, til að mynda öll frágangsmál eftir vinnu, ef svo má segja, er styrkur hvers firma en ekki veikleiki.  Þetta mikilvæga atriðið mætti því oftar vel vera ofar en stundum er bara upp á mórallinn og svona samskipti manna á milli og tekur tillitsemi.  Öll fyrirtæki, heimili, eða bara nefndu það, sem vilja taka sig alvarlega og eru öflug og góð fyrirtæki, og stöndug heimili, ekki endilega verið að tala um í fjárhagslegu tilliti, eru það vegna þess að vera með hjá sér vissa grunnþætti og skipulag í lagi og séð um að svo sé í verki.  Þau halda utan um það sem þau segja sig standa fyrir og fá af tekjur í hvaða formi sem er og eignast trausta og góða viðskiptavini af að sjá að eru traustsins verðir.

Á þessari hugsun, að hafa með yfirumsjón, örlar hér.  Þú og trú þín ert manneskjan í verkið!!:  „Gvööð ég, sem þori ekki á klósettið einsömul:“

„Títusarbréfið: 1. 5-6.  Ég lét þig eftir á Krít til þess að þú færðir í lag það sem ógert var og skipaðir öldunga í hverri borg svo sem ég lagði fyrir þig.  Öldungur á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, börn hans trúuð og ekki orðuð við léttúð eða agaleysi.  Því að biskup á að vera óaðfinnanlegur þar sem hann er ráðsmaður Guðs. Hann á ekki að vera sjálfbirgingur, ekki bráður, ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, ekki sólginn í ljótan gróða.

Páll gerir kröfur til fólksins sem leiðir starf sem Páll boðaði Orðið í en skildi eftir handa öðrum að halda áfram með.  Í auðvitað góðri trú.  Seinni sér Páll, eða verður þess áskynja með öðrum hætti, að ekki sé allt með felldu þarna og fer þess á leit við Títus að hann kíki þar við og komi í lag sem í ólagi sé og tengist líklega eitthvað fólkinu sem fer fyrir.  Páll segir að öldungur eigi ekki að vera bráður, ekki drykkfelldur og þar fram eftir götunum sem bendir til að þetta það hafi verið partur vandans. 

En um hvað er verið að tala?  Yfirráð feitra og hempuklæddra kalla og kellinga sem koma saman annað veifið og fara yfir stöðuna eftir að hafa borðað dýrindisrétti og ropað á eftir?  Nei.  Um Orðið sjálft.  Orðið og Orðið eitt er yfirstjórn kirkjunnar og um leið safnaðanna.  Það eitt fær skorið úr um hvað sé rétt og hvað rangt og leiðréttir stefnu sem menn hafa komið á rangri.  Orðið fæst við hvern söfnuð, kirkju, fyrir sig og er hið leiðbeinandi afl þar innandyra og leysir mál sem kunna að vera uppi sem einhver vafi er um.  Að vísu kemur ráðið gegnum munn manns eða konu en aldrei nema frá fólki sem vel er að sér í Orðinu og les reglulega og biður Guð sjálfan um leiðsögn.  Rétt eins og gera má ráð fyrir að Páll geri er hann tekur ákvörðun um að senda Títus í leiðangur til að lagfæra verk safnaðarins sem greinilegur styrr stóð um.  Ekki gleyma mikilvægi Orðsins.  Ekki heldur árið „Hey það er 2019“- og mitt inn í hrokanum sem heimurinn fer vaxandi í og blæs á allt sem er ráðsett og hindrar að eigin áliti MIG í að gera hvaðeina sem ÉG sjálfur vill.

Allstaðar þar sem Orðið fær að leiða, ríkja og ráða eru verkin áþekk hjá hverri kirkju fyrir sig og m leið góðilmur Drottins.  Misvitrir menn geta ekki komið í staðinn fyrir Orðið sjálft í sinni umsögn um kirkju né hvernig henni sé ætlað að starfa.  Við þurfum ekki mannlega yfirstjórn, þannig séð, nema þá hana sem að öllu leiti lætur verkin tala og gerir út frá Orðinu.

En verum róleg.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

4 janúar 2019

Maður ársins tilheyrir.  Um afrek er ekki alltaf spurt og æ sjaldnar á þessum dögum.  Titillinn „Maður ársins“ er að verða bastarður, ekki átt við manneskjur, vegna þess að allt er opið og lítið mál orðið að finna „Mann ársins“ vegna kraðaks upplýsinga sem í boði er.  Áhöld er orðið um raunveruleg afrek „Manns ársins“- þó verðlaunin hreppi.  Enda val fólksins sem yfirleitt kýs hann og hana sem hæst og mest er talað um í andartakinu.  Þegar svo úrslitinn eru kunn er mest allt púður farið úr fregninni sem setti allt á annan endann og mönnum orðið slétt sama um hvað gerðist og hvernig úr spilist. 

Hraðinn á einu og öðru „æði“ sem sprettur fram er slíkur að engin mannlegur máttur er fær um að fylgja þeim öllum eftir.  Fólk í mesta lagi fær á sig vindhviðu, eða snert af henni, og þarf í versta falli að laga húfu eða hatt á höfðu sér sem eilítið skekktist er æðibunugangurinn valt yfir og var svo horfinn með sama og nýtt „æði“ í uppsiglingu. 

Hversdagslíf manneskja er umræðuefni dagsins og hefur svo sem lengi verið þó nái himinhæðum í dag vegna tækjanna sem í boði eru og notkunarinnar.   

Fyrir sjötíu árum ræddu menn ýmislegt sem ekki var hollt að ræða og betra að þegja um.  Samt er nokkur munur á í dag og þá því flestir sem stungu saman nefjum fyrir sjötíu árum með náungan sem sitt umræðuefni, hann hefur alltaf haft sitt vægi á umræðu slóð, létu sér nægja að tala um hann sín á milli en fóru ekki með neitt lengra á meðan meiri æra var í hávegum. 

Annað er í dag og gerist með tilkomu þessara Veraldarmiðla sem allir geta opnað og tjáð sig á.  Líklegt er að aldrei áður hafi verið eins mikið um skæl á opinberum vettvangi og í dag og með tilkomu hins mikla aðgengis fólks að miðlum án þess að það í öllum tilvikum geri sér grein fyrir að allt sem sagt er sé lesið af fleirum en mönnum grunar.  Mallað er fóður fyrir meðvirkni sem aldrei hefur verið jafn mikið til af í samfélaginu og nú og birtist oft í þessum „Stuðningsmanna grúppum“ sem skjótast upp undir eins og tár sést renna en engin samt spyr hví né reynir að grennslast fyrir um hvað skeði né á nokkurn hátt að komast að hinu sanna.  Orðin ein eru látin duga.  Oft töluð út af hefndarhug.  Hreinn skandall en er staðan í mörgum tilvikum.  Þetta heitir „Meðvirkni.“ 

Gott og göfugt er að styðja veikburða fólk.  En til að virkileg hjálp sé í þarf verkið að byggja á réttum grunni.  Að framkvæma öðruvísi byggir á meðvirkni sem of mikið er til af. 

Umræðuefni dagsins er venjulegt fólk gerandi venjuleg verk sem áður fyrr var gert í einrúmi eða með sínum nánustu en er á allra vitorði í dag.  Enda annað uppi á teningunum því allt er undir og allir að segja frá og búa til og skoða og á eftir birta heima í tölvunni sinni og á eftir á eigin svæðum Netsins og riststjórinn nafnhafi sjálfur með gagnrýnislaust leyfi til að birta hvaðeina sem hugnum dettur í hug.  Og gerir stundum fullur en inn á milli ófullur. 

Engin leið er til að stöðva aðgang fólks að Internetinu nema grípa til sömu aðgerða og sum kommaríki gera með allt sitt „á hreinu.“- Þeir einfaldlega taka upp úr vasa sínum snjallsíma sinn inn í opinberu og skotheldu drossíunum sínum, stimpla inn tiltekið númer og krefjast þess að parti Internetsins verði lokað „NÚNA“.  Við þessu verða menn og smella auðmjúkir rofanum upp.  Næst er almenningur ætlar að hella úr skálum reiði sinnar „á Netinu“- mætir þeim bókstafir sem saman mynda orðið „Error.“- Og veröldina gersamlega hrundi.  „Ekkert Internet“- segja þeir og byrja að skæla með gleðina rokna út um dyrnar.  Og meðvirknin segir:  „Agalegt“ og grætur með þeim sem horfir á sinn“Error“ og veröldina hrunda. „Stuðningsmannagrúppan“ mætti en breytti engu.  Enda sjálf á sama stað í meðvirkninni. 

 

 

 

 

2 janúar 2019

Misjöfn eru veðrin á Íslandi og fyrir ári gengum við um í grimmdarfrosti á þessu tíma að annað eins hefur maður ekki lifað og, að manni fannst, gilda fram á vor.  Svo kom sumarið sem maður gerði auðvitað ráð fyrir, sem svo sem bankaði á dyrnar, dagatalið sagði það alltént, en kom samt aldrei almennilega inn fyrir heldur var svona fyrir utan og með stórutá sína fyrir innan og vart meira og allt eftir dyntinn og dantinn og ber hag.   Sama gerðist er veturinn, einnig samkvæmt sama dagatali, átti að steðja inn að hann svo sem líka drap á dyr og náði að fella bæði gras vallarins og laufblöð trjánna af greinunum en kom samt ekki alveg inn og hékk svona í dyrunum með hvorki hita né kulda, rétt eins og sumarið. 

Og svo eru menn undrandi á að menn og konur viti ekki lengur sitt rjúkandi ráð né hvað sé í gangi og kenni menguninni af mannvöldum um allt heila klabbið og allskonar öðru sem sagt er stafa af verkum okkar mannanna sem skekkt hefur allt, og skattinn með, og hitt líka sem er okkur kært og er farið veg allrar veraldar að því er séð verður með sumarið úti og veturinn líka og Trump Bandaríkjaforseta afundinn sem vill ekki lengur vera memm í loftlagsmálum þó nokkur samstaða hafi náðst þarna í París sem engin þó veit hvernig á að framkvæma og því síður hvernig skuli efna.  Allt vetrinum að kenna og sumrinu sem aldrei komu og skildu okkur eftir út við gluggann í myrkrinu sem segir okkur að víst sé vetur með hitamælirinn á svipuðum stað hita megin við línuna og gilti á besta degi sumarsins.  Allt orðið jafnt í veðurfarlegu tilliti og við undrandi á að laufin skuli yfirleitt vera að hafa fyrir því að falla þetta af greinunum og til jarðar og grasið sem vel hefði getað dafnað og haldið sínum græna lit áfram þó komið sé nýtt ár og janúar rétt skriðinn inn fyrir þröskuld vorrann.  Allt Trump að kenna sem vildi ekki lengur vera memm á loftlagsráðstefnunni í París sem allir hinir segja um að sé svo merkilegt framtak en fæstir okkar skilja hví og hvað.....

Nýjustu fregnir herma að menn með svona skoðun og skop, skopleysi, beri að flytja út og gera með hraði en ekki inn. 

Ekkert alvarlegt.  Bara slakur Hafnarfjarðarbrandari.

Kveðja KRF.

 

 

 

 

1 janúar 2019

Líkt og

allir trúaðir vita er Kristi umhugað um manneskjur.  Hann hefur ekki bara umhyggjuna uppi heldur allt sem þarf til að menn upplifi þetta og gaf niður heila bók sem öll er full af aðferðum sem nota má og læra hvernig þetta skuli gert svo friður leiki um og ekki bara endrum og sinnum.  Að um svona lagað skuli þurfa að tala og tjá sig er af augljósri ástæðu.  Fólki gengur verkið ekki sérlega vel og þarf að hafa fyrir því og gera margt til að friður komi og ílengist.  Hver sé besti kosturinn til að hann tjaldi hjá okkur er ekki gott að segja en ljóst að til eru nokkrir:

Í 1Tímóteusarbréfi 6. 6-10.  Já, trúin samfara nægjusemi er mikill gróðavegur. 7 Því að ekkert höfum við inn í heiminn flutt og ekki getum við heldur flutt neitt út þaðan.  Ef við höfum fæði og klæði þá látum okkur það nægja.  En þeir sem ríkir vilja verða falla í freistni og lenda í snöru alls kyns óviturlegra og skaðlegra fýsna er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.  Fégirndin er rót alls ills. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.“-

Bent er á nægjusemi.  Nægjusamur veit hvað hér sé verið að tala um.  Ákveðin friður kemur inn með henni.  Rækti menn hana veður þetta samfélag við nægjusemina fólki afskaplega kært.  Nægjusemi er kostur sem skrælir ekki bein né gefur af sér endalausan áhyggjusvip af jafnvel minnsta tilefni heldur færir ró sem allir menn vildu hjá sér hafa en fáir búa við, lifa og eiga.  Þetta nægjusama fólk er ekki kærulaust með eitt né neitt hjá sér né fólk sem lifir í annarlegum heimi og neiti staðreyndum, heldur vakandi fólk fyrir mörgu en lætur ekki allt sem gerist trufla sig né setja úr jafnvægi að allt neikvætt í kring, er vissulega þarna, fari í gang eins má búast við að gerist hjá fólki með enga festu í sínu lífi sem einhvervegin bara hrekkst milli staða sem svo lítið þarf til hjá að hugsanir á borð við þessar vakni:  „Ég á ekki.  Ég hef ekki.  Alltaf ég.“-af þankanum um að skorta.  Þetta fólk hefur augljóslega ekki tamist við nægjusemi því að nægjusemin tekur ekki svona til máls heldur:  „Mér nægir það sem í kringum mig er.“- og er sem sjá má svolítið annar þanki.  Á hvorum staðnum erum við? 

Eitt af því sem vill rugla marga í ríminu eru hugsanir og þanki um peninga, jafn valtir og þeir nú eru.  Bankahrunið sýndi okkur allt um fallvalt leik fjárins og hvað geti skeð setjum við of mikið traust á það.  Einn morguninn vöknuðu margir menn upp við þann draum og martröð að hafa misst talsvert af eigum sínum.  Og engin vissi hvert.  Þetta olli m þvílíkum hugsunum að annað eins hefur ekki gerst.  Veðjað var á rangan hest sem skilaði sínu fólki þessum ávexti og birtist með því að velta sjálfur um koll er allir gerðu ráð fyrir að vera komnir með eitthvað upp í hendurnar til framtíðar.  Annað kom í ljós, eins og Biblían hafði þegar bent sínu fólki á og kallar „Fégirnd“ og sannaði enn og aftur að hafa haft rétt fyrir sér hvað geti gerst hjá fólki sem fer ekki eftir Orðunum sem Biblía talar heldur eigin hyggjuviti.  Og hverju er um að kenna? 

Girnd í hverskonar formi er engum manni góður vegvísir og alveg sama hvað menn vilji um mál segja.  Girnd er varasöm og afvegaleiðandi afl sem mörgum hefur gert skráveifu.  Girnd og nægjusemi fá ekki gengið saman.  Eðlileg ávöxtun fjár er annað sem og tekjur af henni.  Girnd er löstur.  Öndvert við nægjusemi sem er kostur:

„1Tímóteusarbréfi 6. 17-19.  Vara ríkismenn þessarar aldar við að hreykja sér og treysta fallvöltum auði, bjóð þeim heldur að treysta Guði sem lætur okkur allt ríkulega í té sem við þörfnumst.  Bjóð þeim að gera gott, vera ríkir að góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum, með því safna þeir handa sjálfum sér fjársjóði sem er góð undirstaða til hins ókomna og munu geta höndlað hið sanna líf.“- Gott ár framundan.  Jesús lifir!  Amen.