22 febrúar 2020

Þegar Kristur byrjaði starf sitt undi hann sér lítillar hvíldar heldur gekk milli borga, sinnti fólki hvar sem hann kom og hvenær sem það bar að án þess að hugsa fyrst um sjálfan sig.  Líklegt er að oft hafi hann viljað hvílast ögn betur en ekki alltaf látið slíkt eftir sér þó líkaminn krefði hann um annað.  Að gera vilja Föðurins var honum allt og gefur með þessu eftirkomendunum sínum fyrirmynd.  Snemma áttar hann sig og á hlutverki sínu:

„Lúkasarguðspjall. 2. 46-50.  Eftir þrjá daga fundu þau hann í helgidóminum.  Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá.  En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum.  Og er þau sáu hann þar brá þeim mjög og móðir hans sagði við hann: „Barn, hví gerðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin.“  Og hann sagði við þau:  „Hvers vegna voruð þið að leita að mér?  Vissuð þið ekki að mér ber að vera í húsi föður míns?“  En þau skildu ekki það er hann talaði við þau.“- Hér greinir frá Jesús tólf ára og þjónusta hans enn ekki formlega hafinn en staðfestir að hann viti hlutverk sitt.  Allt hefur samt sinn tíma og ég þarf þolinmæði.  

Eftir að þjónustan hófst, gerðist eftir að Jesús breytti vatni í vín í brúðkaupsveislunni sem hann og móðir hans voru stödd í, um það alltént er talað sem hans fyrsta kraftaverk, hófust verk hans nokkrum árum síðar á Akri Föðurins sem öll voru til þess unnin að hann gæti sagt sín mögnuðu orð á krossinum:  „Það er fullkomnað.  (Jóh. 19. 30) “ Nokkuð vatn er þó runnið til sjávar milli þessara tveggja atburða.

Þegar nær dregur endalokum Krist sem manns á jörðinni efndu þeir til svolítillar veislu sem Kristur gefur sínum mönnum vísbendingar um hvar skuli haldin.  Og sendir hann tvo menn á undan sér til að gera allt tilbúið fyrir þá.  Vísbendingin sem þessir tveir menn fá er að fylgja manni einum eftir sem beri vatnsker og þeir munu mæta í þessari borg, og fylgja honum.  Engar frekari skíringar eru gefnar.  Ljóst er að traust til Jesús fer vaxandi.  Ekki þó allra.  Er hér er komið hefur Júdas þegar svikið Jesús og beið færis á að framselja hann.  Hugsið ykkur.

Á þessum stað gerir Kristur verk í fyrsta sinn sem enn eru gerð í kirkjunum.  Sem er Altarisgangan og er gerð til að upphefja nafn hans sem gaf heiminum frelsarann Jesús Krist.  Hann sýndi hvernig að þessu verki skildi staðið.  Við gerum eins er við göngum til sömu athafnar.  Eftir þá stund segir hann mögnuð orð:

„Markúsarguðspjall.  14. – Sannlega segi ég ykkur:  Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínaviðarins til þess dags er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.“- Hvað á Jesús við með orðinu „Nýjan?“  Kirkjuna sem enn er ekki stofnuð en stutt er í að gerist og opinberaðist fyrst á meðal hópsins í Loftstofunni.  Allur inni heyrðu eins og aðdraganda sterkviðris og fylltust Heilögum Anda.  Hvað segir Kristur sjálfur um hvar Guðsríkið sé?:-

„Lúkasarguðspjall. 17.  20-21.  Farísear spurðu Jesú hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim:  „Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri.  Ekki munu menn segja:  Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“- Samkvæmt þessu kemur Drottinn til Guðsríkisins, mín og þín sem trúum, munum það, trúum, mikilvægt, í hvert sinn sem við gerum verkið og lærisveinarnir framkvæmdu sjálfir eftir hafa öðlast að gjöf Heilagan Anda og sama anda og Kristur fékk eftir skírn Jóhannesar skírara í ánni Jórdan.  Í Loftstofunni verður kirkjan til.  Henni einni er gert að opinbera Guðsríki á jörðinni sem og að benda á mig og þig sem þá þetta Guðsríki á jörðu:  „Innra með yður“- segir Kristur.  Trú er nauðsýnleg.  Upprisinn Jesús er með í verki í hvert sinn sem við framkvæmum Altarisgöngu.  „Er ég drekk hann nýjan í Guðs ríki.“-  Jesús talar um samfélag sitt við okkur sem trúum.  En sjáum við heilagleika Brauðsbrotningarinnar?  Guð gefi okkur að sjá mikilleika hennar.

 

 

 

 

20 febrúar 2020

Mikilvægt er að fá sömu sjón á verk og Jesús.  Hann sér sumt með öðrum hætti en við oft gerum. 

Samskotin eru partur af safnaðarlífinu og eru samskotabaukarnir látnir ganga milli allra þeirra sem á stund koma þennan og hinn sunnudaginn, sem er svona þessi algegni samkomutími í kirkjum landsins og heimsins.  Séu samkomur á öðrum dögum er oftast um undatekningar að ræða vegna til að mynda erlendra gestpredikara eða einhvers átaks sem söfnuður efnir til og gerist alltaf annað veifið þó sunnudagssamkoman sé hið venjulega og bænastundin um miðja viku.  Þetta svona er rútínan í kirkjunni.

Eigandi safnaðarins, Kristur auðvitað og söfnuðurinn, allir skráðir meðlimir hans, ekki einstaklingur, munum það, skuldbindur sig strangt til tekið til að skaffa næga peninga til rekstursins.  Allur gangur er á hvernig til tekst.  Samt hefst þetta allt einhverveginn þó máski sumir glími við einstaka andvökunótt sem Drottinn biður engan sinna manna og kvenna um en sumum gengur erfiðlega að forðast.  Áhyggjurnar eru Krist.  Líka í peningalegu tilliti.  Að reka söfnuð krefst eins af fólki.  Trú.  Og trúin segir:  „Eigandinn (Jesús) er ábyrgur fyrir rekstrinum.“- Þess vegna stígum við ekki fram í einu misskildasta hugtaki sem til er sem er:  Að stíga fram í trú“- heldur förum af stað með þá fullvissu með okkur að Guð sjálfur hafi þegar talað og svo boðið en krefst þolinmæði og trúar.  Sem líklega fæst okkar eigum nóg til af.  Tali Guð um að hefjast handa er réttur tími.  En við stigum fá undan fram í trú.  Ekki satt og uppskárum hellings áhyggjur?  Eigandi eignar er sem sagt ábyrgur fyrir henni að öllu leiti en stundum viljum við hjálpa honum og byrjum áður en verk á að fara af stað, af áðurgreindum ástæðum. 

Samskotin gera söfnuðunum fært að greiða leigu, þar sem við á, rafmagnsreikninginn og með honum hita og símareikninginn og laun, þar sem slíkt gildir, sem er allur gangur er á í hvaða farvegi sé.  Eins og við hófum samtalið á er afskaplega mikilvægt að sjá verk sömu augum og Drottinn en gerum ekki nema fyrir trú vora og að heyra.  Aftur komum við að mikilvægi trúar:

„Markúsarguðspjall. 12. 41-44.  Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið.  Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði.   Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna.   Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“- Frábært segjum við sem lesum.  En finnst okkur það í raun veru?  Áhöld gætu verið um.  Er líklegt að við beygjum okkur eftir slíku smotteríi rækjumst við á það á gangstétt?  Varla.  En eyrir ekkjunnar heillaði lifandi Guð meira en allar stóru gjafirnar sem allir feitu kallarnir og kellingarnar settu í fjárhirslurnar sem sína gjöf til safnaðarins.  Varla samt að Kristur hafi séð þær.  Um gefanda eyrisins talar Drottinn í annan stað með vissum hætti og virktum.  Og við mögulega líka.  Segjum það.

En hvað með raunveruleikann og samskotabaukinn sem réttur er manneskju á fremsta bekk sem gefur hann yfir til næsta?  Og er kom að talningu hvað blasti við?  Einn lítill hundraðkall.  Hvernig bregðumst við við?  Ekki er gott að segja en mögulega með hneyksli og sármóðgun með jafnvel orðunum um að til lítils hafi þetta nú verið.  En kannski var hundraðkallinn aleiga hans og hennar sem gaf.  Við þurfum að temjast við hugsun lifandi Guðs á trúargöngunni sem í felst lækning sem eflir trú einstaklings og gerir hæfari á vegi Drottins.  Og hann sér Orð Guðs betur og réttar:  „Treystið mér.“- segir Jesús.  En hver treystir er óvænt „ógn“ blasir við?  Trú vor er veikburða en styrkist er við lítum gerð verk sömu augum og Drottinn.  Þá er aldrei að vita nema eyrir ekkjunnar verði „Vá maður.  Hvílík fórn, “- og án háðs.  Svona er Jesús. 

 

 

 

 

19 febrúar 2020

Orðin að trúin sé nauðsýnleg ætti að óma og hljóma í hjarta sérhvers kristins manns og gera stöðugt.  Þessi orð eru mögnuð og hreinn sannleikur.  Málið er að án trúar gerist ekki neitt.  Íþróttamaðurinn trúir að hann sé fær um að ná þessum og hinum árangrinum en þekkir eigin takmörk.  Ég þarf að hafa trú fyrir því sem ég geri.  Einmitt vegna trúarinnar sem ég ber gerist allskonar sem hugdeigur og efasamur reynir ekki vegna hugdeigs síns.  Við sjáum hvar krafturinn býr að hann liggur nokkuð mikið í þessari trú.  En trú sem er trú einstaklings hefur ekkert á bak við sig nema sjálfið sem þó fær áorkað miklu fyrir einstakling og birtist í allskonar árangri.  Eigin árangri. 

Lífið krefur okkur um að trúa og segir við okkur orðin um nauðsýn trúar.  Hve mörg verk hafa orðið til vegna máttar trúar?  Óteljandi og í sumum tilvikum of mörg þar sem markmið var annað en að gera góð verk en samt með sína trú sem grunn hugsun en teygir sig samt ekki í neinn annan kraft en eigin og möguleg annarra einstaklinga.  En þeir eru ekki Guð.  Í hugsunin að baki er að ég viss um að geta gert eina framkvæmd og aðra.  Þetta er líka á sinn hátt trú þó ekki tengist hún Jesús Kristi né hafi neitt með himnavist fólks að gera.  Þar þurfum við trú á Krist einan.  Samt sjáum við að trú í sjálfu sér er víða þó ekki gefi hún okkur neinn rétt umfram annað fólk er kemur að aðgangi að lifandi Guði.  Það allt saman lýtur öðru lögmáli.  Til að tryggja sér himnavist ræður nafnið Jesú eitt ferðinni.  Frábært og merkilegt að hugleiða að trúin sé út um allt og að gera þurfi greinarmun á henni. 

Trú og trú er sem sagt ekki sama og mikil munur á.  Einnig áhugaverð nálgun.  Hægt væri að taka ótalmörg dæmi um trú sem bjó í hjarta einstaklings og þáði afl sitt þaðan og sem margt kom út úr en bara sumt til góðs.  Heil heimsveldi risu í grunninn með þessum hætti.  En hvar eru þau í dag?  Flest eru horfin og eða á fallandi fæti og búin að missa fyrri glæsileika.  Verk manna standa ekki nema um stund.  Á þau glóir tímaundið og svo slokknar í glæðunum.  Og hvað mynd stendur eftir?  Fræðið mig.  Það sem varir er af trú þeirri og framkvæmd sem Guð mælir með.  Sé hann ekki með í verki, getur gerst, fer eins fyrir því og hinu að það hverfur af vellinum og umbreytist í einskis nýtt drasl.  Guð stendur á bak við sitt og verkum með hans samþiggi.  Kirkjan er eitt af þessu.  Til fá horft á með þessum hætti þarf mikið af trú en núna trú sem hefur sjálfan Konung konunganna sér að baki og engan hégóma, eins og segja má um sjálfið þó á sinn hátt sé öflugt, og ekki er gert lítið úr því.  Einstaklingur í eigin mætti hefur efnt til styrjaldar.  Hann efaðist ekki og trúði á eigin mátt en tapaði samt.  Auðvitað.  Við sjáum að trú með hald í sér er trú á upprisinn Jesús.  Þetta breytir ekki hinu að trú sé út um allt og hvippinn og hvappinn.

Skoðum Orðið:

„Markúsarguðspjall. 11.  22-20.  Árla morguns fóru þeir hjá fíkjutrénu og sáu að það var visnað frá rótum.  Pétur minntist þess sem gerst hafði og segir við hann: „Meistari, sjáðu! fíkjutréð, sem þú formæltir, er visnað.“  Jesús svaraði þeim: „Trúið á Guð.  Sannlega segi ég ykkur: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu heldur trúir að svo fari sem hann mælir, þá gerist það.  Fyrir því segi ég ykkur: Ef þið biðjið Guð um eitthvað og treystið því að þið öðlist það, þá mun hann veita ykkur það.  Og þegar þið eruð að biðja, þá fyrirgefið þeim sem hafa gert eitthvað á hlut ykkar til þess að faðir ykkar á himnum fyrirgefi einnig ykkur misgjörðir ykkar.“-

Hér sjáum við trú sem hefur Krist sem sína stoð.  Trú sem samt setur skilyrði.  Þessi trú gerir kraftaverk vegna Krists en ekki eigin sjálfs.  Er trú sem reisir upp dauða, læknar fólk og gerir aftur heilt.  Flytur fjöll sem hindra vegferð okkar með Kristi og við segjum að um sé alvöru trú.  Endastöð slíkrar trúar er himnaríki sem öllu fólki er boðið að koma til og búa á.  Jesús!!!

 

 

 

 

18 febrúar 2020

Að ganga veg trúar krefst skilnings trúaðra á verkefninu.  Allskonar spurningar munu vakna og við máski verða fyrir vonbrigðum með sumt sem við lentum í og upplifðum.  Tala nú ekki um tengjum við það beint vora trú, sem vel gæti gerst.  Allt þetta sem framundan er engin leið fyrir fólk að átta sig neitt á.  Samt má undirbúa hjarta sitt nokkuð og ætti að vera partur kennslu kirkjunnar en er lítt sinnt.  Undirbúningurinn er góður vegna þess að engin veit í hverju hann lendi og kann því ekki að bregðast við sumu sem gerist.  Við sjáum að allt bendir á hraða uppbyggingu hvað eigin trú áhrærir.  Eins og áður segir er lítið talað um þetta atriði í söfnuðunum af þeirri ástæðu að alla hugsun í þessa veru skortir.  Veit ekki af hverju.

Fljótlega eftir að ég frelsaðist og kom inn fyrir dyr trúarinnar var maður eins og allir hinir óvitandi um hvað biði og út í hvað maður væri komin.  Drottinn hins vegar sýndi mér fljótt mikilvægi þess að byggjast hratt upp.  Ég gerði þetta ekki heldur hann sjálfur. 

Aftur drögum við hring utan um Orð Guðs sem er lykill að vernd inn í hinu ókomna sem við öll stefnum inn í og sum með Jesús Kristi okkur við hlið.  Engin nema hann veit hvað þar býr og hverju megi búast við og ein ástæðan fyrir að hann segist halda í hönd okkar og ekki sleppa af okkur hendi sinni.  Trúin er að verki og hefur talað og trúin mín er Jesús.  Hann mælir til okkar uppörvandi Orð því við gætum hrasað og því gott að vita þetta snemma á ferlinum.  Jesús máski forðar okkur frá öllu en samt frá mörgu.  Ekki kenna Drottni hvernig skuli bera sig að heldur skaltu þiggja kennslu frá honum.  Ég ætla líka að gera það.

Allir sem lengra eru komnir vita um margt sem getur skeð og hefur skeð.  Þekkja allar þessar spurningar sem hvolfast yfir, hafa upplifa vonbrigði af ýmsum sortum sem möguleg hefði mátt minnka áhrifin með betri fræðslu um grunnatriði trúar og hvað trú sé.  Líklegt er, margt er líklegt, að til sé fólk sem telji að of mikil slík kennsla sé vandasöm og hafi í för með sér fælingarmát.  En af hverju vandasöm?  Er Drottinn ekki einfær um að sinna grunnkennslu og að haga Orðum sínum á þann veg að salurinn tæmist ekki heldur að fólkið þar byggist upp?  Hvar skákar mitt álit hans áliti?  Á nýliðan máski ekki sama rétt í Drottni og þarf ég að skera úr um hvenær tíminn sé réttur til að þyngja ögn kennsluna?  Er ekki stundum verið að halda slíku fram er menn segja að sumt hafi í sér fælingarmátt.  Fyrir hvern þá og hver getur áliktað með þessum hætti þegar annað fólk en maður sjálfur á í hlut? 

Mitt er ekki að meta hvað fæli frá og hvað dragi að.  Fyrir svo utan það að þá veit ég það ekki frekar en þú.  Skoðanir fólks eru ekki og hafa heldur ekki verið hinn stóri sannleikur.  Mín trú segir mér að kenna veg og nota efni sem Drottin sjálfur útbýr.  Held að sama gildi fyrir nýbyrjaðan.  Hann þarf Orðið og Orðið byggir grunn.  Aftur komum við að mikilvægi þess að deyja sjálfum sér.  Tel að við þessir kristnu höfum oft gert of mikið úr þessum fælingarmætti.  Hvernig vitum við hvað fæli og hvað dragi að er ókunnugt fólk á í hlut?  Ekki neitt.  Er tal um fælingarmáttinn kannski sprottin af villu?  Gæti það verið?

Líttu þessu til staðfestingar til sjálfs þíns sem lengi hefur verið á vegi Guðs og unnið margt gott verkið á þeim prýðis vegi.  Hver annar en Drottinn hefur haldið þér þar sem þú ert?  Samt hefur þú heyrt margt, séð margt, orðið fyrir vonbrigðum með sumt.  Sum orð systkina hafa sært þig og máski einnig meitt þig.  Ekkert af þessu hefur fælt þó þig frá lifandi Guði.  Ertu enda Orðsins maður og þessari hugsun ætti kristileg kennslan að dvelja.  Og úr því að þetta gildir um þig gildir sama um annað fólk.  Höfum því ekki áhyggjur.  Gerum vilja Guðs. 

Eitt er það sem trúargangan umfram annað þarf að byggjast á er vilji Guðs.  Sé vilji Guðs uppi hvernig má þá kennslan fæla frá?  Stenst ekki.  Annað mál er þó einhver fari.  Hver ræður við það?  Ekki nokkur maður.  Við þurfum Jesús og mikið af Jesús.  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

17 febrúar 2020

Flóð og fjara.  Allt gangur náttúrunnar.  Allir vita þetta og gera engar athugasemdir við.  Hvers vegna er flóð og fjara veit ég ekki en trúi að hafi tilgang í gangverki mikilúðlegrar náttúrunnar.  Svo hitt, ágætu vinir, að þá þarf maður ekki að vita allt.  Ágætt er að hafa frið fyrir sumu sem er og vinnur sitt verk.  Nóg er það samt sem hægt væri að gramsa í og leita sér skilnings á.  En hvað af þessu þekkingar gramsi okkar og er gagnlegt?  Fer eftir afstöðu hjartans sem öndvert segir til um afstöðuna til lífsins.  Víst er um það.

Sannleikurinn er þarna en spurningin áfram sama.  Hvað er sannleikur.  Og mönnum vefst tunga um tönn.  Þeir vilja gjarnan svara þessu og gera viturlega og af sanngjarnt en hafa sjálfir verið að leita svars.  Spurningin er smá áleitin.  Svarið liggur ekki ljóst fyrir.  Merkilegt?

Sannleikurinn er að sannleikurinn vill vefjast fyrir mönnum.  Og eftir því sem leitin veltur upp á sig og eftir því sem svörin verða fleiri, leiðir af sjálfu sér, gerist manneskjan ruglaðri á öllum svörunum og getur strangt til tekið ekki fest hendur á neitt þeirra.  Allt einhverveginn í lausu lofti og sumt þokukenndara en annað um hvað sé sannleikur.  En spurningin krefst síns svars.  Og ýmislegt er gert.  Sumt vitlegt, annað ekki.  Og menn reisa, starta.  Á einum stað er allt horfið og menn komnir á byrjunarreit.  Ekki lá sannleikurinn þar og eina sem gerist var að manneskja er orðin eldri, þreyttari, vitrari og stundum vonlítil.  Samt slær eitthvað í henni sem áfram spyr hvar hann leynist þessi sagna besti sannleikur.

Af hverju kæru vinir, haldið þið að allir þessir ismar séu sprottnir?  Af hverju öðru en af sannleiksleit manna sem í jafnvel heiðarleika leita sannleikans og eitthvað sem byggir með þeim fyrrimyndarríkið sem gerir öllum til hæfis og öllum allt sem og þegnum landsins líður vel í.  Kjörstaða að ná.  Vissulega.  Hver okkar vill ekki búa á stað sælunnar?  En hvar er hann?  Hver fann hann og hver hefur getað varðveitt sælureitinn sinn sem öllum líður aldrei neitt nema vel í?  Já, hvar er þessi flotti sælureitur?  Ekki hér í heimi.  Svo mikið veit ég. 

Hvað annað en leitin að sannleika býr að baki brölti manna um að gera sæluríki sem stæði undir nafni.  Og komst svo sem mynd á sæluríkið undir merkjum stjórnmálanna með lúðrablæstri og fánum og mönnum og konum sem þustu út á göturnar og drápu þá sem voru þeim ekki samstíga í og neituðu að mæra „Gullreitinn“ sem verið var að gera.  En allt kom fyrir ekki.  Enn einn bastarðurinn birtist líkur hinum á undan í stað sælu: 

„Bara að Stalín vissi af þessu,“- sagði blessað fólkið er allskonar skrítið fór að gerast vítt og breytt um í Sovétlýðveldið.  Það vissi ekki að undirskrift Stalíns var á pappírnum sem menn hans unnu eftir.  Í hvert sinn sem eitthvað af þessu tæi barst yfir hafið grófu menn til vinstri skurði í reiði og bræði.  „Moggalyginni“ var hreint yfirgengileg.  Svívirðileg.   Þeir vildu engu illu trúa.  Kröfðust áfram fyrirmyndarríkis sem ekki kom og bara gamla myndin, kúgun og mikið af henni.

Og enn er sannleikans leitað.  Allt á kostnað Krists sem menn í slíkri leit ganga framhjá daginn út og inn þó hann sé sjálfur sannleikurinn og Orðin sem hann tali örugg sem hitta í mark.  Drottinn sér um sína.  Vill að við tölum um hann sem til þekkjum.  Kristur er lausnin og svarið inn í leit manna að sannleika.  Hann er uppskriftin að sönnu fyrirmyndarríki sem hann og bíður öllu fólki að koma til.  Ekki sem gestir og útlendingar heldur heimamenn Guðs.  Ríki hans eitt stendur eftir sem „Fyrirmyndaríki.“- Önnur eru blekking.  Hættum henni.  Snúum okkur til Hans sem er Herra himins og jarðar og heitir Jesús Kristur.  Tíminn til að snúa við og taka við er núna. 

 

 

 

15 febrúar(b) 2020

Minna var um atvinnutækifæri.

Gert 26 september 2016.

 

Er maður var sjálfur enn barn að aldri og að vaxa upp í Hafnarfirði voru atvinnutækifærin færri og minna um að vera og færra sem stóð fólki til boða að starfa við annað en þetta klassíska, sjór, fiskur, fiskverkun, starf í verslun og eða sjoppunni ásamt ýmissi vinnu hjá hinu opinbera. Fátt var um sérfræðiþekkingu þó vissulega væri hún með og til starfandi og sprenglærðir arkitektar, skipasmiðir, langskólagengnir læknar og allskonar önnur prófskírteini sem menn báru upp á vasann og gátu veifað framan í atvinnurekendur sem báðu um menn í lærðar stöður. Hvort vöntun vær á sérfræðiþekkingu á segjum sjöunda áratug seinustu aldar er til í dæminu en samt ekki öruggt. Það sem maður hefur fyrir sér hér er að samfélagið var öðruvísi uppbyggt þá og fólk enn á þeim stað að verja lungað úr sinni ævi í sama húsi, við sömu götu og með sömu nágrönnum án breytinga áratugum saman.

Þrátt fyrir minni möguleika fólks til fjölbreyttrar atvinnu er samt hægt að segja að flestir sem vildu vinna fengju vinnu og atvinnuleysi síst meira en oft áður í þessu landi. Síldahrunið sem kom olli miklu atvinnuleysi. Síldarleysið voru sérstakar aðstæður, þó menn hefðu átt að vita betur. Ýmislegt gott kom þó út úr því öllu saman og allskonar lærdómur sem landinn býr enn að. Eitt var að menn sáu ósvinnuna í að byggja mest allt sitt á einu atriði.

Auðvitað á fólk að hafa valkost og möguleika á að finna starf við hæfi. Samfélagsins er að sjá um slíkt.

 

ÍSAL.

(Við mynd. Vantar hér)- sem birtist 21 maí 1968 í Þjóðviljanum og eru talsmenn ÍSALS á henni að kynna áætlun um hvenær verksmiðjan hefji framleiðslu sem fram kom að yrði 1 september 1969, miðað við fyrsta áfanga. Bræðsla í fyrstu pottunum átti að hefjast 1 júní 1969 í Straumsvík en framleiðsla færi þó ekki upp í þetta fyrsta stig fyrr en 1 september sama ár.

Svona hljóðuðu áætlanirnar.

Einnig kom fram að frá því að væntanlegir eigendur firmans fyrst komu til landsins til að skoða svæðið séu liðnir fimmtán mánuðir. Það mun þá hafa verið í febrúar 1967 sem þessi skoðun var gerð. Undirritun samnings um álversframkvæmdir fór fram 1966. Verksmiðjan var formlega vígð 1 maí 1970 og fyrsti Kerskáli þá komin í notkun. Síðar var hann lengdur og tveim öðrum bætt við.

 

Áþreifanlegasta merkið sem menn sáu um að breytingar væru framundan eru stórframkvæmdirnar í Straumsvík og líklega þær fyrstu í þessu landi. Ekki bara að heilt álver risi á svæðinu og allskonar jarðvegsframkvæmdir færu í gang heldur hófst gríðarlegt verk á fjöllum við Búrfell sem áttu að skaffa raffreku útlendu fyrirtæki næga orku.

 

Álverið í Straumsvík opnaði fjölda vélvirkja og rafsuðumanna leið að fagi sínu og sumum öðrum líka á sviði iðnaðar sem sáu sér leik á borði að sækja þar um vinnu og að geta unnið við sitt fag í heimalandi sínu og þiggja ágætis laun í nokkru öryggi. Þó má benda á að öryggi í þessu tilliti sé afstætt hugtak. Álverið bauð allskonar störf og meira en bara starf verkamanns.

Líklegt er að ekki fyrr hafi svo grösugur garður verið settur upp í þessu landi og hann sem kom með ágætu álverinu sem greiddi hærri launataxta þegar frá byrjun og fríðindi sem hér voru óþekkt. Eins og vinnufatnaður sem menn klæddust áður en vinna hófst og skildu eftir í læstum skápum og luku deginum á að fara í bað og eftir til síns heima að loknum vinnudegi vel klæddir menn. Þó ekki væri það nýlunda voru menn fluttir að og frá Ísal í flottum rútukosti. Mötuneyti var og á staðnum sem um leið var partur launanna. Rúturnar óku um Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík og voru af klassagerð.

 

Margt kom með álverinu sem var ekki með öllu óþekkt því venjan var hjá frystihúsunum að þau brúkuðu rútu sem sótti fólk sem gekk ákveðin hring. Rútur þessar voru þó af engri klassagerð heldur úr sér gegnir strætisvagnar og ekki hirt um þó miðstöð blési ekki heitu nema annað veifið. En þær gerðu sitt gagn. Bæjarútgerð Hafnarfjaðrar hafði rútu, úr sér genginn strætisvagn, og líka frystihúsið Frost hf við Reykjavíkurveg.  Rúta Frosts stoppaði beint fyrir framan æskuheimili mitt og gegnt Mjólkurbúðinni, sem þar var lengi. Eftir þessum hópi mann ég vel þar sem hann stóð við vegg á austurenda hússins við enda Vesturbrautar fyrir klukkan þrettán á virkum dögum og líka roskna manninum með sígarettu á milli fingra sinna sem beið með hinum.

 

Í þessu landi var ekki um auðugan garð að gresja fyrir sumar stéttir iðnaðarmanna og helst að lærðir húsasmiðir, rafvirkjar og pípulagningarmenn og bifvélavirkjar, fengju starf við hæfi. Talsvert var byggt á síldarárunum bæði í Hafnarfirði og víða um land þegar peningar síldarsjómannsins voru í hæstu hæðum og einnig í veskjum fólks sem vann við síld á plönunum. Síldin í hvaða mynd sem hún birtist mönnum gaf gott í aðra hönd. "Rosalega gaman"- segja menn í dag sem eftir muna og búnir að gleyma þreytunni.

Frá þeim tíma sem álverksmiðjan í Straumvík reis hafa bæst við tvö álver og svolítið fullkomnari þeirr í Straumsvík. Eitt er í Hvalfirði og eitt á Reyðarfirði.

Það var með álverinu í Straumsvík sem vitundin vaknar um að "Ég get líka.“ Álverið varð vonarglæta manna og fyrstu starfsmenn verksmiðjunnar sjómenn, oft síldarsjómen, sem ákváðu að hætta til sjós eftir aflabrestinn skömmu áður. Þeir sáu ljósið í álverinu og um leið þokkalega launaða vinnu fyrir sig. Sjómenn á þeim tíma voru mest ómenntað fólk en fá í álverinu betri laun og fríðindi sem hvergi annarstaðar bauðst á þeim tíma á Íslandi. Og þeir héldu sumu sem Þeir voru vanir. Eins og að ganga til borðs og snæða rjúkandi fæðu eldaða af kokki eins og til viðgegnst enn til sjós og var eitt af þessu sem álverið í Straumsvík bauð sínu fólki og sjómenn horfðu nokkuð til. Um álver þetta má segja að hafi verið brautryðjandi í bættum aðbúnaði verkafólks. Allir sem til þekkja gefa þessu sitt jáyrði vegna þess að vera sannleikur. En, ef að líkum lætur, er það nú á útleið. Slæmt og allt það en alfarið ákvörðun eigenda og engra annarra. Þó álverið í Straumsvík hætti er það samt engin heimsendir.

Endurunnið að hluta og endurbirt 15 febrúar 2020.

Kveðja. KRF.

 

 

 

 

15 febrúar 2020

Sönnun þess til okkar mannanna um að Guð vaki sjálfur yfir Orði sínu sjáum við víða í Biblíunni.  Enda alltaf viðmiðið er kemur að því að tala út Orð Guðs og er miðja allra umræðu vilji menn fjalla um merkilegan og mikilvægan Guðs veg og gera með sæmandi hætti.  Að þýðing Biblíunnar í heild sé losaraleg er rosalega langsótt mál.  En þessu hefur veið haldið frá gagnvart nýjustu þýðingunni.  Að mínu áliti er slíkt útilokað.  Margir standa vörð með Drottni og gera í bæn.  Trúið þessu.  Stendur Guð sjálfur vörð um allan grunn sem hann leggur og mun í eigin persónu stöðva allt sem lýtur að því að hrófla við einu né neinu af sínu.

Margir hafa heyrt um „Myrku Miðaldirnar“ og tengja máski að hluta til kirkju.  Myrku Miðaldirnar eru þó talsvert eldra fyrirbæri sem margir telja að hafi hafist við fall rómarveldis 476 eftir Krist og staðið til um 1500 eftir Krist og hafi endurreisnin hafist er Spánverjinn Kristófer Kólumbus „fann“ Ameríku.  Margt gekk úr skaftinu við fall rómarveldis bæði á sviði lista og verslunar sem fór hnignandi en byrjar aftur að rétta úr sér eftir árið fimmtán hundruð.  Hugsið ykkur vítamínsprautuna er ljóst var um afrekið sem Kólumbus vann og hugsið ykkur doðann sem einkenndi löndin fyrir þann tíma í yfir eitt þúsund ár.  Eftir því sem mér skilst vilja fræðimenn ekki lengur tala um þetta tímabil sem eitthvað sérstaklega Myrkt því auðvitað voru í því ljóstýrur.  Eins og alltaf er. 

Ljóst er að Guð vaki yfir Orði sínu og ábyrgist upp á eigin spýtur.  Við vitum að vandinn sem við var að eiga í Kaþólsku kirkjunni umtíma á öldum áður er að prestar fluttu predikun sína á Latínu og máli sem fólkið skyldi ekki.  Orðið sjálft var og skráð á Latínu og fólkinu því gagnslaust.  Þetta olli því að prestarnir gátu í raun og veru kennt fólkinu hvað sem þeir sjálfir vildu án þess að almúginn hefði möguleika á að lesa sig til og aðgætt um réttmætið.  Það treysti bara prestum sínum og töldu þá leiða sig um réttan veg, sem aldeilis var ekki í öllum tilvikum.  Á þessum tíma voru uppi galdrabrennur þar sem svokallaðir „trúvillingar“- voru brenndir lifandi á báli á opinberum torgum og almenningur látin horfa á.  Hvernig er svona gerlegt nema að áður sé búið er að afvegaleiða hjörðina með rangri kennslu.  Fólkið trúði eðlilega orðum klerka.  Skelfilegt og frá leitt að hafi verið vilji Guðs sem vill að sérhver okkar gangi með sér og beri sjálf ábyrgð á trú okkar. 

Í eðli kirkjunnar er að rétta sig af og gera Orðið aftur áreiðanlegt.  Rétt Orð Guðs fellir allt svona um koll og fjarlægir hina seku úr púlti.  Og skipið verður aftur án neins halla.  Er það ekki annars sannleikur málsins?  Samt var málið á þessum tíma ekki fyrirfram að menn hafi stuðst við ranga þýðingu heldur var framkvæmdin á sinn hátt saknæm og vandinn að stórum hluta og Orðið allt á Latínu, sem var fólkinu óskiljanleg, eins og áður segir.

Skoðum Orðið:

„Markúsarguðspjall. 7.  6-8.  Jesús svarar þeim: „Sannspár var Jesaja um ykkur hræsnara þar sem ritað er:  Þessir menn heiðra mig með vörunum en hjarta þeirra er langt frá mér.  Til einskis dýrka þeir mig því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið.  Þið hafnið boðum Guðs en haldið erfikenning manna.“   Og:-

„Markúsargeðspjall, 7. 9-13.  Enn sagði Jesús við þá: „Listavel gerið þið að engu boðorð Guðs svo þið getið rækt erfikenning ykkar.  Móse sagði: Heiðra föður þinn og móður þína, og: Hver sem formælir föður eða móður skal deyja.  En þið segið: Ef maður segir við föður sinn eða móður: Það sem ég hefði átt að styrkja þig með er korban, ég gef það til musterisins, þá leyfið þið honum ekki framar að gera neitt fyrir föður sinn eða móður.  Þannig látið þið erfikenning ykkar, sem þið fylgið, ógilda orð Guðs. Og margt annað gerið þið þessu líkt.“- Að menn bulli með Orð Guðs er ekki nýtt fyrirbæri.

 

 

 

 

14 febrúar 2020

Sannleikur er að menn geti haft áhrif á það sem verið sé að gera.  Sem getur verið ýmislegt.  Þeir gera það með orðum sínum, framkomu, neikvæðni auðvitað, oft er svona lagað af beinni neikvæðni af því kannski að skilja ekki en gerir að verkum að flest sem átti að ske gerði það ekki né gat.  Í þessu má segja að Kristur hafi lent í er hann var á Akrinum að gera vilja Föður síns, sem eins og við vitum, er skapari himins og jarðar.  Skoðum eitt atvik sem vel má flokka undir ofanritað:

„Markúsarguðspjall. 6. 3-6  Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar?  Og eru ekki systur hans hér hjá okkur?“  Og þeir hneyksluðust á honum.  Þá sagði Jesús:  

„Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændfólki sínu og heimamönnum.“  Og hann gat ekki gert þar neitt kraftaverk nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá.  Og hann undraðist vantrú þeirra.“-

Við sjáum að jafnvel vantrú þeirra sem í kring eru geta haft áhrif á Guðsfólk að verk sem það er komið til að vinna og sent af sjálfum skaparanum til að gera hindrast og svo farið að ekkert yrði af neinu vegna mikillar vantrúar á staðnum sem jafnvel Jesús Kristur, sjálfur frelsarinn, varð að beygja sig undir og viðurkenna að sé fyrir hendi. 

Við sjáum að Kristur lendir í þessu og viðurkennir sjálfur að sé honum hindrun þar sem hann þá var niðurkominn og ástæðan fyrir að hafa ekki getað gert allt það sem vænst var af honum og hann kom til að sinna.  Og fyrir hverja?  Auðvitað fólkið á staðnum, til lækningar sjúkra sem misstu af sinni lækningu vegna vantrúar og radda sem töluðu niður verk lifandi Drottins sem með efanum og röflinu í kring var tekið frá því vegna þess að neikvæð rödd fær upp í háls af því sem hún sér, og að sjá, fer nokkuð mikinn á staðnum.

Við sjáum ástæðuna að er öll af völdum þessara neikvæðu niðurrifsradda:  „Hey, er þetta ekki sonur Palla smiðs og hennar Silvíu frænku minnar, og eru ekki bræður hans Sigmundur, Jósafat og Árelíus og hann þarna, hvað heitir hann aftur?  Já Konráð, og hafa ekki systur hans tvær oft unnið hjá okkur og önnur af þeim afgreitt í versluninni og hin skúrað gólf leikskólans?  Hvað eiginlega heldur þessi hann að hann sé“- gætu þeir hafa klykkt út með eftir alla hneykslunina.  Alveg er ljóst að þessi mannagrey eru útúr hneyksluð á því sem þeir verða vitni að og ástæðan fyrst og fremst hún að þeir þekktu Krist persónulega sem mann af því að vera í flokki skyldmenna þeirra og eða næstu nágrannar.  Kannski var hann í þeirra augum í einn sveimhuganna bænum?

Með öðrum orðum að þá fannst þeim aldrei neitt til um hann og kemur á sinn hátt fram í texta þeim sem Jesús sjálfur talar um „að hvergi sé spámaður minna metinn.... „- Og svo framvegis.  Og er hann mætti heim til sín og til síns næsta nágrennis og á sínar gömlu slóðir, eftir að þjónusta hans er hafin, að þá opinberast afstaða hjartnanna á staðnum sem á eftir mælir öll sín neikvæðu orð til hans og þar með lokar á eigin blessun sem Kristur kom til að gera.  Og hvað sá fólkið?  Líklega bara einhvern monthana.  Allavega ekki Krist.  Þá líka hefði fólkið séð góðu verkin sem hann þó framdi en hin skemmdu með orðum sínum og neikvæðni að meira gott gerðist:  „Hver er sinnar eigin gæfu smiður.“-

Verum ekki fólkið sem stöðvun blessun til hvort sem er okkar sjálfra né hinna í kring né fólkið sem Kristur segir um að vegna vantrúarinnar á staðnum hafi það bundið hendur sínar sem á staðnum sér bara hrokafylltan mann.  Hrokinn fyrirmunar fólki að sjá verk Drottins.  Já!  sá veiklundaðasti og ómögulegasti í hópnum gæti veri hann sem Drottin lætur gera kraftaverk. 

 

 

 

 

13 febrúar 2020

Enn eina ferðina er álverið í Straumsvík í Hafnarfirði í deiglu umræðnanna.  Nú vegna þess að talað er um lokun félagsins og ekki í fyrsta skipti sem sú umræða kemur upp kringum þetta annars ágæta fyrirtæki sem vissulega hefur munað um fyrir hafnfirskt samfélag og þjóðarbú allt.  Ástæðan að þessu sinni er raforkuverðið sem fyrirtækið segir ekki vera sanngjarnt í sinna garð og að þeir fái ekki sömu kjör og aðrir stórir álframleiðendur í þessu landi geri.  Sé rétt farið með telst það líklega vera vond staða og um leið ósanngjörn.

Komið hefur fram að nokkur taprekstur hefur verið hjá álbræðslunni í Straumsvík undanfarin ár og nam tapið árið 2019 tíu milljörðum króna.  Erlend stórfyrirtæki hafa víst milljón leiðir til að afskrifa hjá sér.  Hvort sannleikskorn leynist í slíkum fullyrðingum eða ekki er svona talað.

Álverið í Straumsvík er gríðarlega stór orkukaupandi Landsvirkjunar sem hlýtur að þurfa að horfa í eigin barm standandi andspænis svo stórum kaupanda sem nú ræðir um í fullri alvöru að loka fyrirtækinu sem þar hefur verið í fullum gangi í hálfa öld og eitt ár betur.  Rekstur álversins í Straumsvík hófst 1969.  Líklegt er að raforkuverðið spili þarna nokkuð stórt hlutverk en er fráleitt eina atriðið sem laga þarf til að eigandinn telji sig hafa hag af að vera með sitt fyrirtæki áfram í þessu landi eins og verið hefur í öll þessi ár. 

Ekkert af þessum erlendu fyrirtækjum sem hér eru í rekstri byggja rekstur sinn á einhverjum góðgerðarrekstri heldur með hagnaðarvonina eina í huga og mikið af hagnaði, eða að minnsta kosti sem næst ákveðinni tölu sem menn setja sér.  Þetta er það sem gildir og menn vitaskuld vita um.  Alltént þarf ekki mikið að fjölyrða um slík mál.  Enda augljóst.  Einnig er ljóst að fyrirtæki með svo margt starfsfólk hjá sér hefur visst vald af stærðinni einni saman sem þau munu ávallt beita er kemur að einhverskonar samningum hvort sem er við sitt launafólk eða aðkeypta þjónustu, eins og rafmagn, sem í raun er lykilatriði allra álversframleiðslu.  Verðin þar skipta reksturinn verulegu máli.  Stærðin og umfang verksmiðjunnar hefur ákveðið vald og getur búið til pressu sem leiðir til niðurstöðu firmanu í hag.  Ekkert grín er að missa svo fjölmennan vinnustað frá sér né þurfa að horfa upp á að svona fyrirtæki bara loki, pakki sínu saman og hverfi.  Við sjáum að slík fyrirtæki geta sett þrísting á og náð sínu fram í skjóli slíkra upplýsinga og stöðu vegna uppkominna aðstæðna þar sem þau eru niðurkomin.  Mörgum álverksmiðjum hefur verið lokað víða í heiminum á umliðnum árum og reksturinn færður til enn eins ríkisins þar sem honum er startað á nýjan leik.  Og svona er þetta og verður áfram.  Allt er þetta spurning um hvað við viljum gera og hvernig að standa að okkar eigin atvinnumálum og uppbyggingu atvinnu. 

Hvarvetna þar sem þessum verksmiðjum hefur verið lokað blasir við sama birtingarmynd.  Fólk fyllt áhyggjum um eigin framtíð.  Engum er neitt grín að missa vinnu sína hafandi ekkert um það að segja sjálfur hve leng hún standi og hve lengi firmað gefi starfsfólki sínu mánaðarleg laun.  Og hvað gera menn með engin laun.  Harla fátt.  Svo mikið er víst. Sumum er reyndar slétt sama um annarra hag en ekki manneskjunni sem í lendir hverju sinni.  Enda hún sem fékk höggið á sig.  Það er um hana sem okkur ber skilda til að hugsa, en ekki svo mjög hinn sem enn er öruggur í starfi.  Eigum við þá að hætta að vera hér með erlenda aðila sem reisa sín firma til að reka og hagnast á?  Auðvitað ekki en öllum er samt hollt að vita hvernig þessi fyrirtæki gætu hagað sér undir vissum kringumstæðum og átta okkur á að eru hér til að gefa eigendum sínum hagnað og rekin sem slík.  Sem ekkert er um að segja.  Gangur atvinnulífsins er bara svona.  Skili hann eigendum engum hagnaði hættir hann líka að vera þeim skemmtilegur og næsta verk þeirra að losa sjálfa sig frá honum.

Niðurstaða samantektarinnar undirstrikar þau sannindi að stórkaupendur séu ákveðin þrýstihópur með heilmikið vald til að ná sínu fram.  Þetta sitjum við uppi með.  Hvað er næst?

 

 

 

 

1 febrúar 2020

Mikilvægt er trúuðu fólkið að biðja.  Bænin setur okkur á stað sem Drottinn vill að við vitum um og þekkjum af eigin raun.  Sem alltaf er betra en að vita af einhverju af einvörðungu afspurn.  Trúin leggur og grunn fyrir sinn trúaða sem gerir honum kleyft að þekkja Guð sem hann nú þjónar og hefur þekkt frá því andartaki er hjartað fylltist Heilögum Anda og menn raunverulega byrja að lofa sinn Herra með réttum hætti og umfram allt vita hver sé. 

Með gjöf Heilags Anda kom þykkur doðrantur sem við vitum að er Biblían.  Þaðan mun okkar berast öll fræðsla sem Drottinn vill að sitt fólk sé undir og viti góð skil á.  Með því ávinnst margt.  Bókin inniheldur sannleika um lífið og um lifandi Guð og Son hans Jesús Krist.  Ekkert á því að koma okkur á óvart á göngunni með Jesús.  Sjálfur mun hann ekki fara útfyrir eigið Orð og hvetja sitt fólk til sömu afstöðu, og gerir af ástæðu.  Henni að hugur okkar vinnur og spinnur og sér margt sem mikilvægt getur verið að staldra við og athuga betur með.  Sumur þanki er utan við mikilvægi Orðsins en við samt gætum verið að gæla við með okkur sjálfum.  Til að jafnvel lifa eftir.  Þannig mögulega berst inn villa.  Og sé hún kom hún gegnum veikleika manns.  Hér sjáum við tvennt.  Veikleika manneskju og nauðsýn trúar í hjartanu og að trúin fái að starfa óáreitt í vilja Guðs.  Heilagur Andi mun benda okkur á allt með Orð Guðs í huga.  Öll kennsla og allar leiðbeiningar séu innan ramma Orðsins.  Mikilvægt að hugleiða.

Að læra vilja Guðs er afskaplega brýn kennsla.  Vissulega er allri Guðlegri kennslu ljós mikilvægi bænar og er hugsun sem bara fæddist með endurfæðingunni en segir máski ekki fyrir fram um það að menn verði að skilja sumt betur um bænina. Orðið vill kenna manneskju hvernig hún skuli biðja.  Kristur leggur sjálfur Orð inn í málið.  Þessi Orð:

„Mattuesarguðspjall.  21.  Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“- Mikil Orð og stór og fyrirheiti í stærri kanti sem okkur er gefið sem trúum og fáum gegnum mátt bænar.  Og af því að við eigum bænasvarið víst þurfum við að vera viss um hvað við eigum að biðja Herra okkar um og hvað við sjálf viljum fá og hvað sé okkur gagnlegast.  Slíka bæn vill hann.  Hann hugar að velferð okkar og hag.  En hve margar af þeim ætli séu holdlegar og beintengdar efnahag, vali á maka, á sviði velferðar, vellaunaðrar atvinnu, fallegs heimilis, ferðalaga og að svona getað annað veifið slett úr klaufunum, eins og stundum er sagt?  Ekki er bannað að biðja slíkar bænir en eru samt kannski ekki þær allra mikilvægustu sem beðnar séu þó máski okkur kunni að finnast þetta.  Og segir ekki Orðið sjálft að Drottinn muni vel fyrir sjá og að menn skuli fyrst leita Guðsríkisins, og að þá muni þeim veitast allt þetta að auki?  Er hann ekki með þessu að segja að sumar bænir séu óþarfar?  Starfandi og gegnheil trú bíður róleg og trúir að allt þetta muni koma sem fyrirheitin eru um.  Drottinn mun sjálfur sjá um allt sem hann lofar og biður raunverulega bar um eitt:  Trú í hjarta  -  í dag.  Við vitum að hann skuldar engum neitt.

Aftur getum við dregið hring utan um orðin að trúin sé fólki nauðsýnleg og sýni því skíran vilja Guðs og vilji dragi það til lærdómsins þar sem lifandi Guð er kenndur með réttum hætti.  Allskonar síur setur trúin okkar upp til að sía frá hégómlegar eigin hugsanir til að þær sem skipta okkur meira máli séu til meiri gagns og hundsi þær hégómlegu sem þó vilja troða sér framfyrir hinar og við vitum vel af að séu þarna til staðar.  Munum!  Hégómlegur þanki gengur með gagnlegri þanka huga okkar.  Aftur komum við að gagnsemi Orðsins og gagnsemi Biblíulegrar kennslu sem segir okkur allt um bænastaðinn sem við förum á er við biðjum og líka um hvað við skulum biðja Herra okkar um.  Hve margar af bænum okkar teygja sig út fyrir sjálfið og til Guðsríkisins og útbreiðslu þess?  Merkjum ekki lengur líf okkar með vantrú.  Rifjum frekar upp fyrirheitin sem fylgja trúnni og biðjum svona bæn:  „Drottinn!  Gefðu mér að sjá allt sem þú sérð.“- Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

31 janúar 2020

Sonur Guðs var sendur til jarðarinnar vegna þess að ég er þar.  Heimurinn féll í synd fyrir margt löngu og fljótlega eftir að búið var setja allt þar sem átti að vera.  Átt við lífið sem heimurinn skildi bera og eru allar tegundir dýra sem þæðu þar fæðu af gróðri jarðar og öllu hinu sem við vitum um að þar sé.  Mikið verk unnið sem ég kom hvergi að en fæddist inn í og notaði er aldurinn færðist yfir og nýtti eins og hugurinn vildi.  Seinasta verkið sem gerðist til að loka hring sköpunarverksins er maðurinn.  Það var maðurinn sem fékk tilmæli frá Guði um að af öllu trjánum í garðinum mætti hann eta en ekki trénu sem stæði í miðjum garðinum. Skepnurnar fengu engin slík tilmæli.  Enda af annarri gerð en manneskja með staðbundin skilyrði til lifa á og lifa í.  Mannkynið kom, fyllti jörðina fólki og vegna syndafallsins og synda fólks umbreyttist allt hér frá því að vera Paradís í sumpart helvíti.  Munum samt að Guð segir um verk sitt:  “Harla gott“- og bendir á fullkomleika sinn með Orðunum.

Eftir syndafallið hófst allt þetta pukur og launung og það allt samans sem tekist hefur að skekkja hér margt og eitra sumt.  Mynd af þessu sjáum við strax eftir að fyrsta fólkið valdi að hlusta á röddina sem þeim var bannað að gera og vera nálægt en forvitnin rak aftur og ítrekað til.  Að endingu var ávöxturinn etin sem tréð gaf af sér.  Og þá var ekki að sökum að spyrja.  Fyrsta birtingarmyndin af alvarleika óhlýðni fólks við almáttugan Guð er komin fram.

Skelfilegur óttinn er mættur.  Það Satans öflugasta vopn.  Og Adam og Eva mættu ekki er Guð kom.  Og Guð kallaði:  „Adam!  Hvar ertu?“- Skoðum framhaldið:  

„1Mósebók 3.  10-13.  Og hann svaraði: „Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur því að ég er nakinn, og ég faldi mig.  Hann sagði: „Hver sagði þér að þú værir nakinn?  Hefur þú etið af trénu sem ég bannaði þér að eta af?“  Maðurinn mælti:  „Konan sem þú hefur sett mér við hlið, hún gaf mér af trénu og ég át.“  Þá sagði Drottinn Guð við konuna: „Hvað hefurðu gert?“ Konan svaraði: „Höggormurinn tældi mig og ég át.“-

Hér má og sjá löst upp kominn sem ekki var áður sem eru allar þessar afsakanir og réttlætingar af eigin vondu breytni, vegna ákvarðanna.  Allt er afleiðing ákvarðanna fólks.  Ekki gleyma þessu. 

Við sjáum að allt á sitt eigið upphaf sem rekja má rekja til ákveðins atburðar sem skeði.  Já, skeði.  Syndafallið og afleiðingar syndar er engin draumur sem maður og eða kona eitt sinn dreymdu heldur raunverulegt verk af ákvörðun.  Syndafallið skeði og við sitjum enn uppi með það en fáum frið fyrir, inn á milli alltént, vegna miskunnarverks lifandi Guðs sem hann lét Son sinn eingetinn taka út á sjálfum sér í okkar stað.  Fórnin er gerð af kærleika hans sem er skapari sem vildi með þessum hætti hlífa mér sem þó hafði yfir mér sekt andspænis sér sem ekki yrði afmáð nema af kærleika Guðs einum og verksins sem hann lét Son sinn vinna og er ekkert annað en Guðs gjöf, sem fær kveikt mér þakklæti í hjarta.  Sjáum við kærleika Guðs?  Sumir já en frá leitt allir.  Þeir sem ekki sjá kveikir svona pæling líklega reiði.  Eftir syndafallið hefur hjarta manneskju verið óútreiknanlegt.  Er fólk enda blindað af óvini sem gerir hvað sem er sjálfur til að menn og konur sjá ekki dýrð skína af Guði. 

Samt kom lausnin og birtist heiminum á krossinn og er saklausu blóði var fórnað í kvöl.  Skoðum aðdraganda lausnarinnar:

„Mattuesarguðspjall:  20.  18-19.  „Nú förum við upp til Jerúsalem.  Þar verður Mannssonurinn framseldur æðstu prestum og fræðimönnum.  Þeir munu dæma hann til dauða og framselja hann heiðingjum svo að þeir hæði hann, húðstrýki og krossfesti.  En á þriðja degi mun hann upp rísa.“- Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

29 janæuar 2020

Kristur gefur okkur leiðbeiningar.  Hann minnir á margt sem er að og hvað megi gera til að betrumbæta sumt.  Hvernig sem allt snýr er hyggilegt að vera með hann í verkinu til að það blómstri og verði það hjá okkur eins og til er ætlast.  Ekkert er án fyrirhafnar og ekkert kemur til okkar á silfurfati.  Fyrir öllu þarf að hafa.  Trúin lýtur sama lögmáli.

Þó kristilegur söfnuður sé Krists eign og verði aldrei nokkurs manns eign er því samt svo farið að þar getur ýmislegt gerst.  Stundum háttar svo til að skera þurfi úr í málum sem upp koma.  Málin er misalvarlegs eðlis en samt vont séu þau látin óáreitt.  Að taka á slíku og úrskurða um getur reynt á en er stundum þannig vaxiðað ekki verður lengur beðið til að ná fram eðlilegu ástandi innan raða safnaðar.  Það alltént hlýtur að teljast mikilvægt.  Að eðlilegt ástand ríki er skír vilji Drottins og líka safnaðarins sjálfs þó hann máski dragi fæturna út í hið óendanlega við að ganga í verk, og er svona mannlegur veikleiki hjá okkur fólkinu í verki og framkvæmd.

Inn í þetta ferli og hvernig að verki skuli staðið getum við lesið um í Orði Guðs að hjálpin er víða til staðar.  Mikilvægt er að notast við aðferðarfræði lifandi Guðs þegar tekið er á slíkum málum því Drottinn er ekki að þessu í þeim tilgangi að losa sig við fólkið né refsa því heldur að það sjái að sér, iðrist og snúi sér frá synd sinni.  Það er alltaf markmið Jesús í öllum slíkum málum.  Honum er annt um einstaklingin en þarf og að horfa til heildarinnar.  Og þannig bara er þetta að komi slíkt upp mun allur söfnuðurinn lýða fyrir verknaðinn með einum og öðrum hætti.  Eins og segir á einum stað:  „Lítið súrdeig sýrir allt deigið:“-

„Mattuesarguðspjall. 18. 15-17.  Ef bróðir þinn syndgar, gegn þér, skaltu fara og tala um fyrir honum og sé það ykkar einna á milli.  Láti hann sér segjast hefur þú endurheimt bróður þinn.  En láti hann sér ekki segjast skaltu taka með þér einn eða tvo að „hvert orð sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna“.  Ef hann skeytir þeim ekki þá seg það söfnuðinum. Skeyti hann ekki söfnuðinum heldur, sé hann þér sem heiðingi eða tollheimtumaður.“- Þarna fáum við góða leiðbeiningu um hvernig svona verk skuli leidd til lykta.  Mikilvægt er að verkin séu gerð án þrætu, bendandi fingurs né aðfinnslna og vita að Drottins sé allur dómur.  Og við vinnum þetta í Jesús nafni.

Fram kemur að maðurinn getur þráast við en fær þrjá sénsa til að gera mikilvæga iðrun andspænis augliti Drottins og endurheimta stöðu sína.  En samt ekki nema þrjú tækifæri.  Eftir þau er kominn upp önnur staða fyrir þennan einstakling og öllu alvarlegri.  Framundan hjá honum er veruleiki sem hann verður látin horfast í augu við.  Við köllum þetta stundum „Eyðimerkurgöngu“- sem engum manni hefur reynst þægileg ganga og allir geta komist hjá að fara með því einvörðungu að falla fram fyrir lifandi og fyrirgefandi Guð og iðrast á meðan iðrun er en í boði.  Guð segir að sjái hann enga iðrun né nein merki yfirbótar ber söfnuðinum að líta á þennan mann sem hvern annan syndara.  Slíkur einstaklingur hefur misst af kærleika Drottins fyrir sitt líf.  Í það minnsta tímabundið. 

Svona vill Guð ekki að fari fyrir nokkrum manni en hefur reglur sem öllum hans mönnum og konum er gert að lúta.  Allt sem þessi einstaklingur þurfti var að auðmýkja sjálfan sig undir volduga hönd lifandi Guðs sem hefði reist hann við og sett átölulaust í stöðu þá sem honum var ætlað en missti af vegna eigin þrákelkni.  Allar leiðbeiningar Guðs eru öllu Guðs fólki jafn aðgengilegar.  Allt Guðs fólk hefur og sama huggara og hjálpara sem það hefur endalausan aðgang að en verður sjálft að ákveða hvort af þessu verði eða ekki.  En hversu erfitt getur ekki verið fyrir manneskju að beygja sig og játa eigin mistök og hve oft hefur þetta ekki skort hjá okkur?  Fólk jafnvel telur sig öruggt með sitt en horfir svo á renna sér úr greipum vegna þess að það uggði ekki að sér og sofnaði á verðinum.  Að fá áminningu sem við er tekið gerir öllu fólki gott.  Tökum Guðlegum ábendingum. 

 

 

 

 

28 janúar 2020

Glíma trúarinnar.

„Hvers vegna erum við að þessu“-spyrjum við okkur og beinum spurningunni til lifandi Guðs.  Og hverju svarar hann?  „ Af því að ég er að biðja ykkur um verkið?“-

Allskonar gerist í þjónustunni en samt gerum við hana áratugum seinna.  Drifkrafturinn er að Drottinn bauð okkur að sinna ákveðnu verki í kirkjunni.  Meira þarf þó til svo að þjónustan haldi velli og gæðin að vaxa.  Við eigum til gjöf sem heitir trúboðshjarta.  Það drífur okkur daglega að vilja Guðs.  Ekki gleyma mikilvægi trúboðshjartans.

Hvernig fá menn trúboðshjarta og hvernig er því viðhaldið?  Fyrir það fyrsta er trúboðshjarta gjöf Guðs til einstaklings og með burði til að sýna hvað Guðs vilji sé.  Trúboðshjartað er máttugt og fær mig til að deyja ýmsu sem mér sjálfum finnst um verk tengd kirkju og Orði Guðs.  Trúboðshjartað er lykill sem tengir mann við mátt og megin Drottins.  Trúboðshjartað bendir á mikilvægi verka í Jesús nafni og sannfærir sína um að verk Guðs verði að sjást.  Mín skoðun gildir ekki, en hún má vel vera.  Á þá öðrum sviðum.  Munum þetta.  Líka þess vegna þarf ég mikilvægt trúboðshjarta.  Heitir líka „Að vera dáinn sjalfum sér.“- Sú tugga öll saman.

Og hvað er að vera dáinn sjálfum sér?  Dáin sjálfinu merkir að þú ferð að sjá mikilvægi verka Guðs viss um að þeim beri að snerta aðra og geti ekki vera í leynum.  Verk í Guði skulu því vera opinber.  Allt sem Guð gerir vill hann að sé frami fyrir augum fólks þeim til leiðsagnar, hvatningar og uppörvunar í vilja Guðs.  Trúboðshjartað tekur ávallt undir svona lagað.  Á þetta bendir ágætt trúboðshjarta.  Og fólkið sem temst við það endist og endist örlítið lengur. 

Fullt af spurningum og vonbirgðum vakna ekki sé trúboðshjartað daglega virkt í einstaklingi.  Að standa með því í erli daganna ræður nokkru um hvernig þetta trúboðshjarta nái að starfa.  Að hindra eigið trúboðshjarta er versta mál.  Aftur koma upp orðin „Dáinn sjálfum sér.“  Virkt og starfandi trúboðshjarta blínir fyrst á vilja Guðs en fær ekki gerst nema manneskja deyi eigin vilja í dag og rísi upp réttlæti lifandi Guðs einnig í dag.  Þetta starfar saman.

Allt sem snýr að kirkju og Kristi snýst um í framkvæmd.  Einstaklingur fer af stað.  Einstaklingur heldur út eða gefst upp.  Einstaklingur vex í sinni trú eða trú hans dalar.  Einstaklingur fær í sína hönd sigurssveig eftir að hafa sigrað sumpart harða glímu sem hann gafst ekki upp á.  Trúarhjartað barðist allan tímann með honum.  Sem sagt!  Sýnin sem það gefur hélt velli í baráttunni og sýndi að verk Guðs megi ekki vera í felum.  Trúboðshjartað er um leið eldurinn sem logar í sífellu í einstaklingi og nær að brenna upp allan tré hey og hálm.  Ávöxturinn er að áratugum seinna er trúboðshjartað enn gaumgæfið fyrir vilja Guðs og hjálpar því að vinna á hégóma og setja fram góð og gagnleg verk Guði velþóknanleg án þess að trúboðshjartað leggi sjálft á neinn dóm heldur trúir og treystir að sé fullkominn vilji Guðs og að blessun fylgi framkvæmdinni.  Verum trúarmegin í okkur sjálfum og notum daginn til þess.  Og hvað sjáum við?  Vort eigið trúboðshjarta.  Sem bendir hvert?  Á verk og vilja Jesús.

Fólki er heimilt að líta á sig sjálft sem „Stjörnu“ en má ekki né heldur getur spyrt stjörnuna við sitt eigið trúboðshjarta.  Stjarnan kann að koma með athugasemdir um eitt og annað sem gert sé sem trúboðshjartað er algerlega sannfært um að sé skír vilji Guðs.  Hér glittir á andstæður.  Trúboðshjartað samstillir sig við Guð.  Vilji Guðs nær fram.  Hvar stöndum við mitt í núningnum?  Verður ofaná vilji Guðs eða afstaða „Stjörnunnar?“- Trúboðshjartað mun áfram standa með vilja Guðs en glíma við tilfinningar fólks.  Og hver er núna forgangsröðun mín?  Öll þörfnumst við ráða Jesús Krists.  Spyrjum hann hvert fyrir sig.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

27 janúar 2020

Höfuðborg Íslands heitir Reykjavík.  Hún er höfuðborg hvers íslendings sem hér fæðist hvort sem viðkomandi kemur til með að vera þakklátur fyrir sína höfuðborg eða hefur uppi önnur viðhorf gagnvart henni.  Í mínu æskuumhverfi voru ferðir til Reykjavíkur ekki daglegar og er ég líklega á áttunda ári er ég fyrst fór þangað yfir frá Hafnarfirði.  Með þá líklega foreldrum mínum.  Þó ekki muni ég það eitt hundrað prósent né heldur hví var farið.  Minnir samt að ástæðan sé 17 júní hátíðarhöldin.

Í þá daga heyrði til undantekningu ynnu menn ekki í bænum sem þeir bjuggu í.  Fátitt var að reykvíkingar sæktu vinnu til Hafnafjarðar.  Skeði það voru það hafngirðingar sem unnu í Reykjavík.  Algengara var þó að hver hefði atvinnu í heimabænum og skilst betur skoðað þeim augum að bifreiðaeign fólks var ekki almenn.  Kópavogur var þarna með en gegnum hann bara ekið án þess að koma þar við.  Nema til að heimsækja frænda og frænku sem þar bjuggu og fyrir kom að kíkt var við hjá þeim.  Var Kópavogur enda svefnbær, en með sitt Kópavogsbíó.  Garðabær var og svefnbær með rakarastofu og Vífilsstaði en ekkert bíó.

Reykjavík hefur þanist út í allar áttir og er enn að þenjast út.  Þar er byggt.  Tískuorðin nú eru „Þétting byggðar,“  Skolp allt frá borgarbúum fer í gegnum síu vélbúnaðar sem hreinsa gumsið og á eftir dælir út í hafsauga.  Fiskarnir sem áður áttu samastað við skolpsrörenda og náðu stutt út í sjóinn á háfjöru þáðu frá þeim hellings næringu en gera ekki lengur og verða að hafa talsvert meira fyrir sinni fæðuöflun en var á meðan rörin voru þar sem þau áður voru staðsett og fluttu það sem í klósettin small og gusaðist um rörin eftir sturtað hafði verð niður.  Síurnar og hreinsistöðvarnar eru teknar við sem áður voru smáufsans lifibrauð í höfninni og varð honum gríðarleg áfall og hefur ekki borið sitt barr frá þeim tíma. 

Pólitíkin Reykjavík og Hafnarfirði var merkt litum.  Pólitísku litirnir voru ýmist bláir, dökkrauðir, aðeins minna rauðir og eða grænir.  Að þessum litum hallaðist fólk og gekk sumt alla leið og varði sinn lit eins birna húna sína segði einhver eitthvað sem þótt ekki viðeigandi.  Sem gat verið margt og gerði að verkum að hrikta tók í og hvessa í formi orða.  Engin lognmolla kringum bæjarpólitíkina og menn ýmist kratar í gegn, íhaldsmenn í gegn, framsóknarmenn í gegn eða sannfærðir kommar sem vörðu Sovétríkin hvenær sem hallaði var á þau.  Mest þá gegnum skrif dagblaða, mest þó veins dagblað og kennt við Sjálfstæðisflokkinn, sem ekki var eins sannfærður um gildi og stefnu kommanna og margur hver.

Sjálfur var maður sem krakki sjálfstæðismaður vegna þess að faðir minn blessaður var sjálfstæðismaður en mamma aftur á móti krati og er ég hissa á að maður skuli ekki hafi verið þeim megin flokkslínu miðað við hversu mikill mömmustrákur maður var. 

Í dag er Reykjavíkurborg að mínu áliti ekki vel stjórnað og mín skoðun að verði ekki skipt um stjórnendur í næstu kosningum stefni margt þar í vondan og verri farveg.  Margt í borginni er látið drabbast niður og allskonar framkvæmdir og vegir og götur borgarinnar illa hirtar og malbik víða illa farið og skemmt og ökumenn enn að veltast um á sömu malbiksöldunum á sumum vegum og þeir hafa gert og ekkert útlit fyrir að breyting verði á. 

Braggagrey sem ráðist var í að endurbyggja endaði í hæstu tölu sem finna má yfir slíka braggabyggingu.  Sorpa, það ágæta fyrirtæki, komst í fréttirnar vegna fjárhæða sem þar runnu um ganga og sali sem menn skilja ekki alveg hvernig liggi.  Margt annað hefur og skeð á núverandi kjörtímabili sem segir okkur skírt mikilvægi þess þar verði að skipta út fólki.  Hvað segja mínir menn í Sjálfstæðisflokknum?  Eru þeir að brýna sig upp í að taka borgina?  Í auðvitað næstu kosningum.

 

 

 

 

25 janúar 2020 (b)

Mikilvægi bæjar- og héraðsblaða.

Velti stundum fyrir mér hvort ekki sé heppilegt bæjarfélögum í landinu að styðja vel við bak Bæjar- og eða Héraðsfréttablaðs?  Máski að mönnum finnist slíkt óþarfa kostnaður mitt í hafsjó samfélagsmiðla sem að mestu sjá um fréttaflutninginn í dag. 

Sjálfur er ég ekki eitt hundrað prósent viss um þessa leið lengur né heldur athugasemdarkerfin sem þar er boðið upp á og sumir menn eru duglegir við að nota og tjá sig um hin ýmsu mál á þessum stóra vettvangi.  Geri mér auðvitað grein fyrir að samfélagsmiðlar eru til staðar og vera áfram.  Enda sumpart ágætir.  

Gallinn við þá blessaða er samt hann hversu margt kemur þar fram sem við engin rök styðst og hve erfitt er að stjórna þessum miðlum né koma þar að mikilvægum leiðréttingum af þeirri ástæðu hve allt fréttaefni orðið er hratt sett inn að frétt sem kom inn fimm klukkutímum fyrr um daginn drukknar og hverfur og gerir að verkum fullt af fólki mun aldrei sjá téða frétt né leiðréttinguna sem kom að þvælan máski viðhélst.  Ekki gott en sumpart það sem er í dag. 

Samfélagsmiðlarnir, einkum athugarsemdarkerfin, ýta undir vald dómara götunnar sem þar fer mikinn í álit sínu um mann og annan ásamt hinum og þessum fyrirtækjum og heldur ýmsu fram um eitt og annað fólk sem aðrir athugasemdarkerfisfræðingar grípa á lofti að útkoman er saga sem ekki sannleikskorn er fyrir.  Hrein skemmd sem þarf að viðurkenna og sporna við.

Bæjarblað að vísu er ekki með umfjöllun af toga Gróusagna dómstóls götunnar heldur leitast það við að hafa það sem sannara reynist í málum tengdum bæjarfálaginu og almennu lífi í bænum, sem einnig má segja frá og gera rétt. 

Samfélagsmiðlarnir, vegna akkúrat athugasendakerfanna, sumra innleggja þar alltént, bjóða ekki upp á neitt slíkt því dómari götunnar mun alltaf og áfram eiga sinn samastað þar og skrifa athugasemdir og gera draugfullur, minna fullur eða edrú.  Þessu getur engin spornað við. 

Það er að þessu leiti sem ég teldi réttlætanlegt að bæjarfélög styddu við bak útgáfu bæjarblaðs sem gefið væri út vikulega og borið í hvert hús í bænum.  Kostar auðvitað.  En er ekki einhvers virði að menn séu með réttar upplýsingar um hvað sé að gerast í bænum sínum?  Einhverjir taka undir slíkt og alveg örugglega pólitíkin.  Hún þráir að rétt sé farið með sem fréttnæmt telst.

Fjarðarfréttir eru enn gefnar út í Hafnarfirði og ekki annað að heyra enn að flestum þar í bæ líki efni blaðsins.  Fjarðarfréttir er gott blað og flytur fréttir af ýmsum hafnfirskum málum.  Að tína þessu niður ættum við ekki að vilja né heldur bæjaryfirvöld sem með þessum hætti hafa opna leið fyrir sig til upplýsingagjafar.  Hvort Fjarðarfréttir sé borið í hvert hús lengur þekki ég ekki en væri að mínu áliti ekki gott ef svo sé.  Netútgáfan er góð en hefur leiðinda þráð í athugasemdarkerfinu sem margir því miður misnota.

Í Neskaupstað var í áratugi gefið út blað sem Austfirðingur hét.  Blaðið er ekki lengur til en spurning um hvort ekki mætti endurvekja það með aðstoð bæjaryfirvalda og gefa sem vikuleg fréttabæjarblað og sends í öll hús í bænum.   Mín skoðun er að í þetta skuli haldið fréttaöryggisins vegna.

 

 

 

 

25 jnúar 2020

Trú er mikilvæg og er vont trúi maðurinn engu.  Vel er hægt að skilja að þessi afstaða fólks geti verið uppi því hver hefur ekki reynt að ekki er alltaf hægt að treysta öllu sem aðrir menn segi?  Slæmt og það allt saman.  Ekki samt gleyma að stundum erum við sjálf þetta fólk sem stöndum ekki við þrátt fyrir yfirlýsingu og máski áréttingu í orðunum „Minnsta mál“- og ekkert skeði.  Og hví varð ekkert úr verki?  Margt kemur til og bara ein af ástæðunum kæruleysi.  Fyrir kemur að menn lofi upp í ermi sína sem oftast nær stafar af ónógri skipulagningu.  Pípulagningarmaðurinn er ekki einn um að mæta ekki í verk á uppgefnum tíma.  Stundum er ég þessi „pípulagningarmaður. „-Já, og nokkuð merkilegt, einnig þú, drengskaparmaðurinn sjálfur og vammlausi.  Að eigin áliti.  Dæmum aðra menn varlega.

Hafi maðurinn ekki réttan átrúnað fyrir sig, og eða engan átrúnað, líklega til þó efast megi um, fer ekki alltaf vel.  Hvað sem við segjum og hvernig sem við lítum málin er það samt svo að fólk fylgir einhverju og oft eftir að hafa séð að þeirra áliti „Framúrskarandi verk og eða hegðun einstaklings eða hóps.“  Getur átt við um margt og til að mynda hjálparsveitirnar sem vinna verkin saman og gera sem einn maður og eftir gríðarlega flottu skipulagi sem allir sem í verkinu taka eru undir og hafa játast að fylgja.  Hjálparsveit er oft undir miklu álagi og oft er verkefnið fólk sem einhverra hluta vegna ætlar ekki að skila sér til baka.  Hve mörgum mannslífum ein og önnur björgunarsveit, hjálparsveit, hefur heimt úr helju skal ósagt látið en tölurnar líklega hærri en flest okkar áttum okkur á.  Munum að þetta fólk fær allt þakklæti fyrir sín óeigingjörnu störf saman við uppörvun og hvatningu til að halda áfram á sömu braut. 

Hvernig komið er fram við hjálparsveitirnar í landinu er ágætis kennsla í hverju uppörvunin áorkar.  Hún er björgunarsveit lykill sem drífur þetta fólki fram til dáða að það er tilbúið til að leggja á sig alla vinnu sem þarf á meðan aðstæður eru erfiðar og hættulegar.  Þetta fólk leggur til hliðar hvað annað sem er og sinnir kallinun.  Merkileg er hugsunin til grundvallar hjálparstarfi björgunarsveitanna.  Ekki verður neitt annað sagt.  Og falleg er hún. 

Þetta má íslensk þjóð eiga að hún styður gott verk hjálparsveitanna af öllum huga án þess samt að falla fram fyrir starfinu í sérstakri lotningu eins og um Guð sjálfan væri að ræða, sem væri annað og reyndar varasöm leið því þrátt fyrir vel unnin verk, fórnfýsi, gott skipalag, gríðarlega þekkingu á verkefnum sem fyrst og síðast byggir á algeru samstarfi hópsins, er þetta samt bara fólk.  Sem við reyndar virðum.  Virðing og vinátta þjóðarinnar við þetta starf er nóg og um leið full viðurkenning á hversu gott starf björgunarsveitir vinni. 

Starfsmenn landhelgisgæslunnar á skipunum hafa oft unnið þrekvirki á hafinu, svo það sé haft hér með.  Fyrir báðum þessum störfum berum við virðingu og getum vel bætt hér inn í verkum slökkviliðsins.  Með öðrum orðum!  Mikilvægt er einstaklingi, og þjóð, að halda uppi virðingu.  Undan henni þó fjarar stöðugt og ekki bara á Íslandi heldur víða í löndunum kring.

Einnig má geta þess að íslensk þjóð hefur staðið saman um margt, en fráleitt allt.  Og þar sem menn eru ekki samtaka tætir óeiningin þá og rífur og slítur og fjarlægir hvora frá öðrum.  Við höfum þetta allt fyrir framan okkur og getum sjálf metið muninn á að standa með eða vera andvígur.  Við þurfum á slíkum samanburði að halda fyrir okkur sjálf og fyrir okkar eigið sálartetur til að draga góðan og heilnæman lærdóm af og að sjá og skynja með eigin augum muninn á því ástandi að standa með eða vera í bullandi andstöðu, af máski tómri reiði.  Við elskum starf björgunarsveitanna, slökkviliðsins og oft vinnu landhelgisgæslunnar sem annað veifið fær yfir sig húrrahróp landshorna á milli af algerum einhug, eins og skeði í landhelgisdeilunum við blessaða Bretanna.  Samt er sundrung í mörgum mis merkilegum málum sem gangi eru uppi og engin spyr af hverju.  Sumt er bara óskiljanlegt en þó hrein staðreynd.  Nú rifjast upp sagan af Dr. Jekyll og Hr. Hyde.

 

 

 

 

24 janúar 2020

Orð Guðs er þeim eiginleikum gætt að krefja fólk um að staldra við.  Að staldra við og hugsa mál er hjá sumu fólki bannorð.  Er nútíma fólk bara neytendur sem líkar vel að aðrir taki af skarið og komi með svör og lausnir fyrir sig.  Líklegt er að stærstu þjónustuaðilarnir tilheyri hinu opinbera.  Þangað er leitað bjáti eitthvað á.  Hið opinbera á að leysa úr vanda okkar svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur og getum haldið okkar fyrirfram gefna striki. 

Orð Guðs er ekki svona.  Vissulega kemur það með leiðbeiningar og segir okkur margt.  En okkar er að framkvæma Orðið.  Að gera sjálfur stuðlar að vissu heilbrigði.  Og stundum, aðstæðna sinna vegna, væri betra fyrir sumt fólk að söðla um.  Þar er Drottinn svar:

„Mattuesarguðspjall.  13.  16.  En sæl eru augu ykkar af því að þau sjá og eyru ykkar af því að þau heyra.“- Talað er til trúarinnar og hér sjáum við að kristið fólk fyllt Heilögum Anda þarf ekki að vera með sjálft sig á stað endalausrar krafna en vera samt aldrei ánægt.  Alltaf eitthvað sem vantar.  Það fylgir þar öðru ríki þar sem verkin eru með öðrum hætti gerð í og er ríki sem er laust við stress og hefur nógan tíma.  Þar fær fólk flotta þjónustu og er sátt við hana öndvert við heiminn sem þjónustar þegna sinna en fæstir eru glaðir með það sem þaðan kemur og láta í sér heyra sé hún ekki eins og vænst var.  Eigið framtak er æ meira fyrir bý, sem að hluta til útskírir öll þjónustufyrirtækin sem til eru. 

Margir sem framleiða vöru og miða sína framleiðslu við þetta.  Framleiðslan miðar við „tilbúið.“- Veit að engin tími gefst lengur til að gera verk sem að mestu voru unnin heimavið en eru það ekki lengur.  En hver bjó þetta til og hvaðan kemur þetta?  Frá okkur sjálfum og að mestu heimagerðar.  Það erum við sem höfum gert okkur háð allskonar þjónustu og tækjum og tólum.  Hver veit ekki að án sumra tækja væri lífið snúnara.

Hvert fór tími fólks og af hverju stafar öll þessi tímaþröng?- er spurning sem fæstir orðið spyrja sig en væri gott að gera, sjálfs síns vegna. 

Já kæru vinir:  „Sæl eru augu yðar“- segir Drottinn.  Og einnig:  „Sæl eru eyru yðar.“-

Trúuðum er gefið að skilja og þekkja leynda dóma Guðsríkisins.  Og Orðið talar á mörgum stöðum um frið.  Það kemur inn í pælingar fólks sem hugsar með sér hve gott það sé fyrir það og notalegt að eiga oftar gæðastund með fjölskyldu sinni og ræða málin saman.  Orðið mun búa til slíkt rími og koma þessu í kring og án neinna útgjalda né mikillar fyrirhafnar.  Veit af tímaleysinu.  Af mest skorti á skipulagi.   

Á öll mannleg alvöru gæði er ráðist og þau verið færð til og komið fyrir í einni og annarri þjónustu sem boðin er fram og þörfinni með þeim hætti mætt.  En í stað friðar Guðs af allri þessari „þjónustu“ fékk fólk yfir sig ysinn og þysinn sem rænir því mikilvægum tíma sínum og það segir hvort við annað að það hafi ekki tíma til að gera þetta og gera hitt né allskonar fyrir sig sjálft og er veruleiki of margra þegna í nútímasamfélagi.  Hvar brast planið og hvert fór tíminn sem margir eiga aldrei nóg til af?  Já, hvert og hvar er hann?  Stundirnar í sólahringnum eru tuttugu og fjórar og er það sem hvert okkar þarf að miða við.  Er máski málið að setjast stundarkorn niður og hagræða hjá sér og skipuleggja sumt upp á nýtt?  Gæti það verið ráð?  Kannski gott ráð?- Trúi því já.

„Mattuesarguðspjall.  13. 11.- Ykkur er gefið að þekkja leynda dóma himnaríkis, öðrum er það ekki gefið.“- Hvernig er háttað lífi okkar, sem eigum þessa gjöf Guðs?  Vitum við að ein forréttinda okkar er friður Guðs í hjarta.  Sækjum hann og verjum hann og dveljum í þessum friði Guðs.  Það er vilji upprisins Krists.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

23 janúar 2020

Oft höfum við heyrt talað um Guðsríkið og alveg örugglega spurt okkur jafn oft hvar það sé.  Margt getur vafist fyrir okkur fólkinu og margt sem við komum ekki auga á vegna þess að hafa ekki almennilega skilið þetta orð „Guðsríki.“  Einnig hafa að minnsta kosti sumir áttað sig á að ekki sé mín sjón né þín einhver skilja á hvað sé og hvað sé ekki né hitt að þó ég viti ekki að sé að þá sé það þar með ekki til.  Svo langt erum við komnir, eða ættum að vera komnir, á vegi trúarinnar að vera með þetta nokkuð á hreinu.  Trúin mætir þessu.  Þó skal viðurkennt og tekið fram að ómögulegt sé að meta stöðu annarra en sjálfs síns. 

Að trúa byggir á skilningi sem gefin er ofanfrá.  Engin fær skilið það sem Guð gerir nema vera það gefið af honum sem gefur öllu fólki að skilja.  Til að mynda það hvað Guðs ríki sé og hvar niðurkomið.  Og hvar er þetta ríki?  Skoðum ritninguna:

„Mattuesarguðspjall.  12. 25-28.  En Jesús vissi hugsanir þeirra og sagði við þá: „Hvert það ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt leggst í auðn og hver sú borg eða heimili sem er sjálfu sér sundurþykkt fær ekki staðist.  Ef Satan rekur Satan út er hann sjálfum sér sundurþykkur. Hvernig fær ríki hans þá staðist?  Og ef ég rek illu andana út með fulltingi Beelsebúls, með hverju reka þá yðar menn þá út? Því skulu þeir vera dómarar yðar.  En ef ég rek illu andana út með Guðs anda, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið.“-

Hér kemur ágætlega fram hvernig í málinu liggi.  Illir andar eru greinilega fyrirstaða og taka sér bólfestu í manneskju.  Munum!  Drottin sjálfur talar með þessum hætti.  Andi Guðs kemur að og með fingri sínum snertir hann fólk.  Og sá sem fyrir var í sætinu stenst ekki og neyðist til að yfirgefa sæti sitt og standa upp og hverfa annað.  Og hver sest í sæti hins?  Sá sem eftirleiðis verður sagt um að sé Guðsríkið Jesús Kristur.  Sjáum við núna og skiljum betur hvar Guðsríkið sé og er það ekki merkilegt að Orð Guðs tali um mig og þig af öllum mönnum sem eigum trú, athugið það, sem þetta Guðsríki?  Er erfitt að meðtaka slíkt?  Vissulega en höfum þó lært á langri leið að þræta ekki við Orð Guðs heldur meðtaka.  Líka Orðin um hvar Guðsríkið sé. 

Drottinn synir okkur að Guðsríkið búi í manni fylltum Heilögum Anda sem og gengur fram í þeirri trú sem honum er gefin.  Flókið?  Máski.  Bara veit það ekki en trúi vegna þess að vita hver talar þessi Orð.  Sjálfur Drottinn drottna talar, sem nægir mér. 

Það er í manni sem þannig hefur fengi nýjan herra sem Guðs Ríkið opinberast í og eins gott fyrir okkur sem trúum að átta okkur á staðreyndum.  Við þurfum að vita hver við erum og gera okkur glögga grein fyrir þessu og á eftir eiga daglegt samfélag við hann sem skipti út aðilanum sem fyrir var í hjartanu og kom þangað inn Guðsríkinu.  Og við vitum að manneskja fer víða og því augljóst að Guðs ríkið er víða sýnilegt og að búi í trú manna og kvenna. 

Merkilegt?  Vissulega og mikill leyndardómur einnig sem Drottinn einn opinberar: 

„Mattuesarguðspjall. 16.  16-17.  Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“  Þá segir Jesús við hann:  „Sæll ert þú,  Símon Jónasson! Enginn maður hefur opinberað þér þetta heldur faðir minn í himninum.“- Við sjáum hvaðan skilningurinn á Orði Guðs er komin.  Það sem Jesús segir Pétri eru skilaboð til allra trúaðra hvar sem er á jörðinni og á hvaða tímaskeiði sögunnar sem er og staðfesting um að Guðs sjálfur sjái um að útskíra sitt Orð fyrir sínum.  Og hvar er núna sérfræðingurinn í Orði Guðs?  Held hann sé farin.

Nú, kæru vinir, vitum við hvar Guðsríkið er og að það býr í öllu trúuðu fólki.  Sjáum við ekki að Drottinn er að færa sitt fólk nær Orðinu og að einfaldleik þess.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

 

22 janúar 2020

Kristur kom til að gera nýtt, breyta viðhorfum fólks og fá það til að horfa öðruvísi á sumt í kringum sig.  Hann vill að það breyti hugsanagangi sínum og meti fólk eins og það er en ekki út frá fatnaði sem það klæðist.  Valdsmaður hefur ákveðin búning sem hana fer í og sést máski ekki öðruvísi en klæddur.  Kristur kom til að reisa annað en er í landinu og annað en fólk almennt þekkir.  Valdsmenn Krist eru af öðru sauðahúsi en heimsins.  Eru samt með vald. 

Jóhannes skírari hafði eins og vitað er starfað í nokkurn tíma er Jesús steig fram.  Jóhannes er vissulega maður með nokkuð vald en samt ekki hann með allt vald á himni og jörðu.  Jesús státar af því öllu og gekk fram sem þessi valdsmaður án þess að bera vald sitt neitt utan á sér né í fatnaðinum sem hann klæddist heldur af verkunum sem hann vann– í þágu fólksins.  Jesús með öðrum orðum er afskaplega óvenjulegur valdsmaður en samt manneskja með gríðarleg völd, og allt vald. 

Sama má segja um Jóhannes skírara, sem hafðist við í óbyggðum og át villihunang og engisprettur og að sjá lifði á þessu.  Hvar eru veisluborðin kringum hann og eða öll skartklæðin og allir mikilfenglegu búningarnir?  Þá er ekki að sjá.  Samt segir Kristur um Jóhannes að engin sem af konu sé fæddur sé honum meiri.  En klikkir svo út með orðunum, að hinn minnsti í himnaríki sé honum meiri.  Ef við horfum á fatnaðinn sem hann klæddist var í honum ekki mikinn glæsileika að sjá.  Kannski sást bara sóðalegur kall.  Glæsileiki Jóhannesar bjó allur innra með honum.  Á þetta meðal annars kom Kristur til að benda fólki á og er eitt af þessu nýja sem hann innleiddi í veruleika okkar mannanna.  Hvergi í kringum þessa menn var neitt ytra prjál.  Hvergi glæstir fundarsalir né ríkmannlega útbúin veisluborð eins og til siðs er þar sem hefðbundnar valdastéttir koma saman.  Þær vilja ákveðna umgjörð og er eitt af þessu sem Kristur kom til að benda mönnum á en bannar ekki að notast sé við.  Verkin tali því.  Eins og segir hér:

Mattuesarguðspjall. 11. 7-10.  Þegar þeir voru farnir tók Jesús að tala til mannfjöldans um Jóhannes: „Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum?  Reyr af vindi skekinn?  Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann?  Nei, prúðbúna menn er að finna í sölum konunga.  Til hvers fóruð þér? Að sjá spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann.  Hann er sá sem um er ritað:  Ég sendi sendiboða minn á undan þér, hann á að greiða þér veg.“-

Kristur spyr fólkið hvað það hafi farið að sjá þarna í óbyggðum.  Ætli það hafi gert sér grein fyrir að þar stæði einn allra merkilegast maður sem heimurinn áður hafði séð?  Og hvað sá það?  Kall klæddan eins og fátækling og öskrandi út yfir mannhafið um að fólk skuli gera iðrun og að öxin sé þegar lögð að rótum trjánna og að hvert það tré sem ekki beri ávöxt verði burt höggvið og á eld kastað.  Prúðbúana menn var ekki að finna á stað Jóhannesar né heldur þar sem Kristur starfaði.  Og prúðbúið fólk er enn á sama stað.  Því er ennþá þjónað, eldað er ofan í það og búið ríkmannlegar veislur- og efnt til funda í fundarsölum með öllum besta mögulega búnaði í og hvergi skorið við nögl í glæsileikanum en hver höndin þó upp á móti annarri af óánægju.  Sem er annað mál.

Kristur er ekki þar heldur innanum fólkið að tala við það um fagnaðarerindið.  Engin pólitík, ekkert valdabrölt aðeins sannleikurinn sem segir fólki að í því búi eilífur partur sem þurfi að skila sér heim til himins og Drottins.  Þetta eru skilaboðin og hið nýja sem kom með Kristi inn i heiminn honum til bjargar.  Um þetta fræðir Jesús en ekki loftslagið.  Sjáum við ekki að Kristur bendir á önnur viðmið en gilda hér í heimi og að sitt ríki verði með öðrum hætti byggt upp enn þau sem fyrir séu?  Og hver veit ekki að klæðnaður hafi ekkert með manngerð að gera.  Á þetta samt erum við að horfa og meta fólk út frá.  Ekki satt?  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

21 janúar 2020

Drottin krefst hugrekkis.  Hann hrífst ekki af undirlægjunni né heiglinum og fólki sem bara eltir og þess vegna hvað sem er og hvern sem er án þess að vita sjálft hver átrúnaðurinn sé.  Hann vill sjá fólk sem veit hvar það standi í lífinu og að þeir sem eru á klettinum játi út sinn klett og geri andspænis hverjum sem er.  Sé því að skipta.  Þetta er ekki sjálfgefið né að fólk sýni svona út á við.  Hjarðhegðunin og eftiröpunin birtist víða í mannheimum.  Og hver veit ekki þetta og jafnvel þekkir hjá sér sjálfum og glímir við?  Sumt bara er erfið framkvæmd verandi mitt inn í ókyrru umhverfi.  Slíkt hefur áhrif á alla sem í eru en misjafnt þó hvernig við sé brugðist.  Sumt sem er gert er engum manni neitt auðveld framkvæmd en nauðsýnleg.  Samt er það þarna sem sker úr um heigulinn og eða hugrekkið:

„Mattuesarguðspjall. 10. 32.  Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum mun ég við kannast frami fyrir föður mínum á himnum.  En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum mun og ég og afneita fyrir föður mínum á himnum.“-

Hér sjáum við gamalkunnugt stef úr Orði Guðs.  Drottin talar og segir hvernig allt virki en eftirlætur mér að gera eins og hann segi.  Og, eða þola hitt, að fá slíka umsögnum um sig „Ef þér afneitið mér.“ -Sem sagt!  Ef ég afneita muni hann afneita mér frami fyrir Guði.  Svona virkar þetta.  Munum!  Þetta er lögmál sem hér er sagt en ekki eitthvað sem mögulega gæti skeð og sem Drottinn mögulega horfir í gegnum fingur sínar með.  Ekkert svoleiðis.  Að átta sig á sumu tengt trú og Orði Guðs og meðtaka inn í sitt hjarta er lykilatriði sem býr til staðfestu.  Við sjáum röðina á verknaðinum og einnig að við ráðum öllu um það sjálf hvaða ummæli Kristur gefur okkur andspænis föður sínum.  Ég einn ræð umsögninni um mig sjálfan hjá Jesús frami fyrir Föðurnum.  Engin annar.  Og hvað er þetta að segja mér:  „Trúin er alvörumál sem betra er fyrir mig að meðtaka.  Trúin gildir í dag.“-

Mikilvægt er öllum trúuðum að skilja út á hvað trú gangi.  Alvaran vaknar af því að sjá:

Mattuesarguðspjall. 10. 34-37.  Ætlið ekki að ég sé kominn að færa frið á jörð.  Ég kom ekki að færa frið heldur valda sundrungu.  Ég er kominn að gera son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni.  Og heimamenn manns verða óvinir hans.  Sá sem ann föður eða móður meir en mér er mín ekki verður og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér er mín ekki verður.“-

Það sem Kristur er að segja hér er að það sem muni gerast hjá fólki eftir að trúin er kominn að viss aðskilnaður verði og að sitt fólk muni þjappa sér saman og vera saman.  Einmitt vegna vissrar sundrungar sem kom upp er trúin gekk þar inn fyrir dyr.  Ástæðan er augljós.  Trúin er ekki allra og núningsfletirnir margir sem koma.  Kristur sættir en tekur hann tíma.

Drottinn segir að til friðarins séum við kölluð.  Þetta segir við okkur að hann muni taka á málinu og koma á friði með því að gefa okkur hvort annað.  Af hverju?  Jú, við, sem trúum, eigum sama.  Sem sagt, trúna.  Um hana getum við sameinast sem útilokað er að gerist með fólk sem stendur utan hennar af því einu að eiga ekki sama og við eigum.  Þetta tvennt spyrðum við ekki saman.  Reynum við slíkt kostar það átök og allskonar sem gerir eitt.  Etur okkur upp og jafnvel tortímir trú okkar.  Hvað vill ég gera?  Er spurning ekki sem má þagna né hætta.  Skrefin og ákvörðunin verður alltaf mín. 

Nokkur kostnaður getur verið því samfara að ganga veginn með Kristi.  Eitt er játunin.  Auðvelt er að játa trú sína standandi fram fyrir systkinum í Drottni sem játa sama.  Andspænis vantrú og slíku er jarðvegurinn öllu tyrfnari.  Og um slíkar aðstæður er Drottinn að tala í versunum sem við lásum hér fyrst.  Hann krefst hugrekkis.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

20 janúar 2020

Ljóst er að trúað fólk þarf að vera vakandi fyrir ýmsu í kringum sig og sjálfu sér tengdu.  Og er svo sem gild ástæða fyrir að svona sé talað.  Fáir vita betur en fólk sem í stendur hvernig ástand mála kringum sig sjálft sé.  Eitt sem má benda á eru starfsmenn í kristilegu starfi.  Vitað er að fáir séu við þetta og allir sem til þekki sammála um að betra væri að fleiri bættust við.  Það er að segja, á sumum stöðum.  Og hvernig ætlum við að bregðast við?  Drottinn gefur fyrirmælin:

„Mattuesarguspjall.  9. 37-38.  Þá sagði hann við lærisveina sína. – Uppskeran er mikil en verkamenn fáir.  Biðjið því Drottinn uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“-

Hér er komin fram það sem Drottinn hefur til mála að leggja.  Hann talar til viss hóps manna sem gera má ráð fyrir að þekki til aðstæðna hver hjá sér.  Hann er að tala til þín og mín sem sinnum kristilegum verkefnum af einhverjum toga og vitum, teljum alltént, að betra væri að fleiri sinntu sumu en við erum ekki að sjá ske.  Manneskja þarf trú.  Einnig er gott að spyrja sig:  „Þurfa fleiri en, segjum, einn að gera verkið eða hef ég bara sjálfur lýjast og þreytan að angra mig?“  Sé það veruleikinn, getur alveg gerst, fáum við einnig leiðsögnina þar inn og hún kemur frá Drottni og heitir Bæn.  Drottinn gefur aukin kraft og eða það sem þarf sjái hann viljann til verks.  Hann hefur leiðirnar og birtir þær oftast nær gegnum bænakvak mitt.  Og hver veit betur en ég sem stend í, segjum það, átt við eigin verksvið mitt og þitt, um hve margt fólki þarf til að sinna verki?  Hann talar inn í málið þessi Orð:  „Biðjið.“  Alltaf sama.  Drottinn vill fá að vera með.  Allar lausnir sem þarf til að kristileg verk hafi eðlilegan framgang byggir á bæn.  Mér og þér er heimilt að biðja slíka bæn. 

Einnig kemur fram að Drottinn beri sjálfur ábyrgð á verkum kirkjunnar en ekki eðlilega fólkið sem við þau vinni.  En hann gerir annað.  Lætur fólkinu sjálfu eftir að biðja sig um fleiri hendur til að létta undir með sér.  Hann á eftir sjálfur metur svo þörfina.  Ég vil 5 manns kringum mitt verk en hann segir: „Þú einn ert nóg.“- Mikilvægt að hugleiða að hann viti.  Ritningaversið hins vegar segir okkur með skírum hætti að hann þekki vel ástandið og viti af tregðu margs fólks til að stíga fram á sinn Akur, sem við vitum að hefur mikla uppskeru en fáa verkamenn til að koma henni allri í hús.  Álagspunktarnir eru margir en samt mis þungir.  En vissulega erum við að tala um gamlan vanda en sömu lausn við þessum vanda bænina. 

Af umhyggju fyrir hinum ófrelsaða segir hann sín Orð.  Ofar í Guðspjallinu lesum við eftirfarandi:

„Mattuesarguðspjall. 9. 36.  En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því að menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa.“- Hér er ástæðan fyrir hinu versinu sem við lásum.  Kærleikur hans er aflið sem knýr á hann til að tala það út og beinir Orðum sínum til viss hóps fólks sem um leið er fólkið sem eru þá þessir starfandi verkamenn að glíma við uppskeruna og sjá að með fleiri höndum væri þetta betra og álag minna á hverjum og einum. 

Kannski er lenska fólks í vinnu hjá Drottni að fara fyrst hina leiðina og biðja þennan og hinn um að koma og veita aðstoð en ekki hann sem er Herra uppskerunnar og eigandi víngarðsins og hans því áhyggjurnar en ekki okkar sem störfum.  Við bara störfum.  Láti verkstjórinn á gólfinu ekki yfirmann sinn vita að enn vanti sér nokkra starfsmenn til að verk gangi hindrunarlaust fyrir sig og notar þess í stað leiðir sem ekki eru jafn áhrifaríkar hinni má ekki fyrirfram eiga von á úrbótum að þessu leiti.  Hann er aðilinn sem er á staðnum og ætti að vita þetta.  Eins er með okkur sem störfum að hver okkur veit betur mannaþörfina í hverju tilviki fyrir sig? 

 

 

 

 

19 janúar 2020

Engum sem til máls þekkir dylst að Jesús elski annað en fólk.  Allt fólk og einkum sitt fólk. 

Er Jesú var á leið til Kapernaúm kom til hans hundraðshöfðingi sem átti sjúkan son heima.  Drengurinn er lamaður og þungt haldinn:

„Mattuesarguðspjall.  8. 7-9.  Jesús sagði:  Ég kem og lækna hann.  Þá sagði hundraðshöfðinginn:- Drottinn, ég er ekki þess verður að þú gangir inn undir þak mitt.  Mæl þú aðeins eitt orð og mun þá sveinn minn heill verða.  Því að sjálfur er ég maður sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum og ég segi við einn:  Far þú, og hann fer, og við annan:  Kom þú og hann kemur, og við þjón minn:  Ger þú þetta, og hann gerir það. 

Þegar Jesús heyrði þetta undraðist hann og mælti við þau sem fylgdu honum; - Sannlega segi ég ykkur, hvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael.“- við sjáum að Drottinn vill umbuna og lækna sitt fólk til að því líði vel þar sem það er.  Og hvað er betra fyrir heilsuveilan en að endurheimta til baka líkamlega heilsu? 

Annað er og áhugavert.  Beiðni mannsins um að Jesús gangi ekki inn undirþak hans.  Kristur auðvitað heyrði þessa bæn, því hvað var hún annað?- og kom ekki með beinum hætt inn til hundraðshöfðingjans en gekk svo frá hnútum að barnið næði fullri hreysti.  Að hann stigi ekki sjálfur inn er af virðingu við beiðni mannsins.  Drottinn heyrir bæn mína og virðir en við líklega farið í fýlu standandi andspænis sama:  „Aldeilis gorgeir“- og annað álíka þanki.

Á öðrum stað má sjá svolítið annað útlit mála og skeði það í byggð Gadarena og á stað ætluðum látnu fólki.  Þar höfðust við tveir ógæfumenn haldnir illum öndum og svo skæðum að engir menn máttu þar um fara.  Greinilegt er að þessir tveir einstaklingar séu menn sem Jesús er að sækja.  Um leið og illu andarnir sáu hver var komin kom það og í ljós:

„Mattuesarguðspjall, 8 29-32.  Þeir æpa:  Hvað vilt þú okkur, Sonur Guðs?  Komstu til að kvelja okkur fyrir tímann? 

En langt frá þeim var mikil svínahörð á beit.

Illu andarnir báðu hann og sögðu: - Ef þú rekur okkur út sendu okkur þá í svínahjörðina.

Hann sagði: - Farið. - Út fóru þeir og í svínin og öll hjörðin ruddist fram af árbakkanum í vatnið og týndist þar“-

Við sjáum að á bak við þessa illu anda býr ekkert nema tortíming og eyðing og hvort sem er á mönnum eða skepnum.  Enda tilgangur og markmið alger andhverfa alls sem Kristur kom til að gera.  Sem er uppbygging og hvatning til góðra verka.  Hér má og sjá vissa verkaskiptingu, ef svo má segja, milli þessara afla í heiminum og að annað aflið sé gott, bjart og hreint, en hitt myrkvað í gegn sem við viljum ekki hafa en ráðum ekki við né yfir en Drottinn hlífir okkur við og verndar gegn með því að gefa okkur eilífa lífið sem hann þarna er kominn til að vinna og við vitum að full vannst á krossinum og í dauða hans og upprisu. 

Annað má einnig sjá.  Kristur fær líka beiðni frá þessu fólki en ekkert tengt hjálp heldur um að yfirgefa þau.  Akkúrat þessi afstaða fólks um að Jesús fari er mikils ráðandi í dag.  Við viljum ekki Krist né verk hann nein staðar í kringum okkur og aðhyllumst jafnvel útþynntan boðskap að flytja.  Áfram skal þó haldið og Orðinu beitt af fullum myndug leik.  Jesús lifir. 

 

 

 

 

17 janúar 2020

Orðið talar um að menn uppskeri eins og þeir sái.  Mikill sannleikur sagður hér.  Orðin eru kristaltær og opinberast hverri manneskju af hennar eigin lífi og verkunum að baki.  Reynsla manna er sannleikur.  Líf þeirra í dag samanstendur af fyrri ákvörðunum.  Borðleggjandi mál.

Sumir eru undir þeim byrðum að finnast þeir verða að þjóna tveim herrum og að vera báðum meðfærilegir.  Annar er þægilegur, sanngjarn og ljúfur en hinn hryssingslegur kröfuharður og erfiður.  Og hvernig ætla menn að leysa málið?  Sá kröfuhafi mun aldrei verða ánægður með neitt sem þú gerir öndvert við hinn milda sem er ánægður með allt frá þér.  Og finni hann að verkinu koma inn mildilega fram settar leiðréttingar sem fær þig til að vilja áfram starfa með honum og ferð því fús frá og gerir umbeðnar breytingar sem þú sérð að eru til bóta öndvert við hinn sem kann einvörðungu að skipa og á eftir skammar og gera þig órólegan og þú í þrælsótta þínum ferð og reynir að gera betur og orðin handviss um af langri reynslu að engar umbætur duga.  Svart og hvít mynd dregin hér upp og partur lífmyndarinnar sem sumt fólk er undir.  Að eigin vali.  Munum þetta. 

Og hvernig ætlum við að bergðast við?  Engin nema viðkomandi einstaklingur tekur ákvörðunina.  Hann hefur viðmiðin, veit af hinu góða og þreifar á hvernig það kemur fram við sig og fer um sig mjúkum höndum og einnig hinn sem beitir og kann harðneskjuna sem hinn fær sig ekki til að sleppa af hendi og lætur því fjötrast af og fyrir margt löngu orðin fangi hennar en reynir áfram að sinna hinum sem er ljúfur, notalegur og þægilegur og er fyrir vikið og meira og minna allt sitt líf eins og milli steins og sleggju.  Líf eða hitt þó heldur.  Þetta fólk lifir svo sem í voninni en er samt von sem ekki byggir á réttum upplýsingum og mun því ekki ná fram að ganga.  Eina sem gildir til lausnar hér er alger aðskilnað sem ekki getur komið nema fyrir mátt ákvörðunarinnar.  Sem er annað orð yfir „Að sjá.“- Og hvað segir ekki Orðið:

„Mattuesarguðspjall. 6. 24.  Enginn getur þjónað tveimur herrum.  Annað hvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn.  Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.“-

Hér stöndum við andspænis vandamáli sem menn sýknt og heilagt reyna að spyrða saman og vera undir og vilja að séu vinir sínir.  En Drottin tekur burt allar slíkar pælingar fólks um að neitt slíkt sé vinnandi vegur né inn í myndinni.  Og hvað meira.  Segir að fullur aðskilnaður þurfi að koma til en ekki eitthvert samsull, sem muni hvort eð er aldrei ganga.  Enda um tvö öfl að ræða sem í eðli sínu eru andstæð.  Hið merkilega er, en þó ekki, sé kærleikur Jesús settur inn, að hann segir okkur ekkert um það hvort við ættum að velja en kemur bara inn með athugasemdir sem byggja á sannleika.  Og ég vel. 

Að Jesú með Orðum sínum skuli ekki leggja neitt til um hvað við skulum velja bendir umfram annað á kærleika og þess að hann virði eitt hundrað prósent frjálst val fólks.  Neitt slíkt gerir harði húsbóndinn ekki heldur hitt sem gerir fólk áfram þræla.  Og hve margir eru ekki bundnir á höndum og fótum og fyrir löngu búnir að gleyma hvað raunverulegt frelsi sé?  Peningar eru máttur og harður og ósveigjanlegur húsbóndi.  Fullur aðskilnaður er eina leiðin, sem fáir sjá þó.

Og hvað sagði ekki Jesús við unga ríka manninn sem kom til hans og spurði hvað hann ætti að gera til að verða hólpinn: 

Mattuesarguðspjall 19.  21.  Ef þú vilt vera fullkominn skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum og þú munt fjársjóð eiga á himnum.  Kom síðan og fylg mér.“- Við sjáum hvar skóinn kreppir því manngreyið gat ekki hugsað sér þetta og gekk hryggur burt.  Dapurlegt.

 

 

 

 

16 janúar 2020

Fyrirmælin eru nokkur sem fylgir því að vera kristinn einstaklingur og eiga til trú á Jesús.  Kristur talar berum orðum um að hann ætlist til einhvers af sínu og fólki eftir að hafa fyllt það Heilögum Anda og sett á veginn sem hann sjálfur kallar Mjóa veginn til lífsins.  Öll skilyrði um hlýðni eru kominn inn til að manneskja geti uppfyllt kröfur lifandi Guðs.  Allt byggir á hlýðni við vilja Guðs.  Eftir stendur glímuefnið Vil ég gera vilja Guðs?  Samt segir Drottinn um mig að ég sé ljós.  Og.  Að ég sé verði keyptur.  Hvað merkja orðin  -Verði keyptur?- Eign annars.  Bíllinn þinn er minn í dag af því að ég keypti hann af þér áðan.  Eftir eignaréttinn nota ég bílinn eins og mér hentar. 

Og Kristur áréttar:  „Þér eruð salt jarðar.  Ef saltið dofnar,með hverju á að selta það?  Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.  Þér eruð ljós heimsins.  Borg sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.  Matteusarguðspjall. 5. 13-14.“- Við sjáum að hann ætlar okkur nokkuð verk.

Þarna dregur Kristur upp mynd sem menn geta vel skilið en þurfa kannski að setjast örlítið yfir til að fatta boðskapinn.  Hann segir að eftir að við séum orðin hans að þá munum við sjást og ekki lengur geta dulist.  Hann vill að við sjáumst og séum vitnisburður um hann.  Ekki okkar sjálfra.  Hvað meira?  Góðverkin sem Kristur vinnur eiga að birtast í mínum verkum: 

„Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.“  Segir.  Og hvað er að fótum troða eitthvað?  Ganga á.  Menn munu valtra yfir hinn kristna byrji trú hans að dofna og jafnvel fleygja til hliðar og afrækja.  Með öðrum orðum - hundsa.  Að eiga til trú er augljóslega alvörumál sem bara sumt fólk sér og er hluti vandans.  Trúin mun fylgja einstaklingi frá því viðkomandi tekur við og uns hann fellur frá.  Eftir trú hefur hann engar hjáleiðir að fara og verður að taka slaginn eða verða þetta salt sem dofnar og engar leiðir er til með að selta.  Honum, samkvæmt Orðum Drottins, verður ýtt til hliðar.  Orðið sjálft segir þetta.  Kristur talar sannleika til síns fólks og sýnir með sannleikanum eigin kærleika.  Hann veit hvað skeði við skilningstré góðs og ills er Satani illu heilli var hleypt að.  Biblían og leiðbeiningar Biblíunnar komu akkúrat vegna þessa sérstaka atburðar því þá er ljóst orðið að sérstakrar kennslu væri þörf bæði til að menn héldu friði hvorir við aðra og næðu betri tökum á eigin lífi.  Kristur kom og eftir upprisuna trúin og Nýr sáttmáli sem ógliti fyrir sáttmála Guðs barna.  Í Nýja sáttmála eru ofanrituð Orð Mattuesarguðspjalls skráð. 

Veikleiki fólks er meiri en svo að við þörfnumst ekki bara trúar heldur og að næra og fóðra trú okkar.  Dagurinn í dag er til þess arna ásamt öllu hinu sem honum fylgir og við sinnum.  Sumir, flest okkar, gera fullt af verkum en lærum aldrei almennilega að gera trúnni dagleg skil.  Sjáum fæst tilganginn.  Sumir meðtaka ekki sannleikann um að dropinn holi steininn né heldur að allt himneskt plan sem búið var að gera færi forgörðum eftir atburðinn við þetta tré og að nýtt kæmi hins í stað.  Kristur einn vissi allar afleiðingar verknaðarins við tréð en maðurinn engan veginn og veit ekki enn.  Nema svona utan af og ofan af.  Sér beyglaðar og skældar stefnur manna og brostnar vonir hér og hvar en setur ekkert af þessu í samhengi við rán Satans á hjartanu en veit þó sem kristinn manneskja að er hér til að stela slátra og eyða. 

Hvað er að vera „Ljós heimsins?  Margt.  Er mögulegt að slíku fylgi ábyrgð?  Mikil.  Liggur ekki fyrir að nokkur krafa fylgi slíkri upphefð og liggur hún ekki í orðunum, Salt jarðar.  Ljós heimsins.  Augljóslega.  Og hver gerir kröfuna?  Kristur sem setti Orð sín fram í þeim tilgangi að eftir yrði farið.  Og hvernig verðum við svo þetta ljós?  Við gerum Orð Biblíunnar sem að mestu leiti leggur áherslu á hið góða, fagra og fullkomna og ljóst að ekki er vísað til neins sem er heimsins heldur himneskra áætlana.  Kærleikur lifandi Guðs fari því fremstur.  Minn kærleikur fellur af baki og þjónninn ÉG er úti en rýmt til fyrir trú minni.  Hún blífi. 

 

 

 

 

15 janúar 2020

Snjóflóð eru eitt af þessu sem vænta má á vetrum á Íslandi.  Þau koma þegar þannig háttar til í veðrinu og vindátt þessleg að snjór safnist fyrir í fjallshlíðum og í giljum fjalla og sem getur skriðið fram og náð hreint ótrúlegum hraða.  Er slíkt gerist er fátt til ráða nema bíða og vona hið besta.

Snjófló féll í nótt á Flateyri og annað á Suðureyri og varð af nokkuð tjón en engin mannskaði.  Allskonar fyrirbyggjandi aðgerðir hafa verið gerðar á þessum snjóflóðahættusvæðum landsins og reistir miklir snjóflóðavarnargarðar sem sagt er um núna að hafi bjargað mannslífum þarna á Flateyri en ekki að öllu leiti komið í veg fyrir eignartjón.

Engin mannlegur máttur fær komið í veg fyrir að snjór safnist fyrir í fjöllum ofan við byggðir og alveg sama hversu varlega sé farið og hversu öfluga varnargarða við byggjum til varnar byggðum getum við aldrei varið þær með þeim hætti að eitt hundrað prósent öruggt teljist.  Engar varnir eru svo öruggar á sumum svæðum að forða frá allri hættu.  Slíkt mun aldrei gerast.

Eina sem við getum gert er að vera vakandi fyrir þessu þegar veður eru með þeim hætti að ástand geti umhverfst í hættulegt og gefa út aðvaranir og rýma hús og fjarlægja fólk úr húsum sem talin eru í hættu.  Eins og gert hefur verið undanfarin ár.  Nokkuð er vitað hvar þessi snjóflóð fari yfir, fari þau á annað borð af stað.  Þetta er fylgifiskur þess að vera íslendingur og búa á svæðum þar sem snjór safnast fyrir í snarbröttum fjallshlíðum ofan við byggðir og verður ekki að öllu leyti breytt.

Varnargarðarnir sem reistir hafa verið hafa vissulega sýnt sig að vera vörn þessum byggðarlögum.  Stundum samt eru snjóalög með þeim hætti að ekki ræðst neitt við neitt.  Erfitt við að eiga og erfitt að sporna að öllu leiti við að svona lagað gerist og útilokað.

Samt skal áfram reynt að verja byggðir og forða tjóni í þessum byggðum og umframa allt annað að vera áfram vakandi og á verðinum og treysta best þessum stofnunum sem með málin fara og vita mest og best hvað geti skeð í veðri eins og því sem var fyrir vestan í nokkra undafarna daga.  Gríðarleg þekking er á mörgu er kemur að þessum málum en sá hængur á að engin mannlegur máttur getur reiknað út með eitt hundrað prósent nákvæmni hvenær snjóflóðið fer af stað né hversu snjómagnið sé mikið sem mögulega skríður fram.  Veðurfarleg skilyrði eru með þeim hætti að ekki sést út úr augum og fjallið sjálft algerlaga hulið af snjókomunni úti og veðurhæðinni og engin leið að átta sig á með mikilli nákvæmni hve mikið af snjó sé til staðar og er staða sem aldrei mun verða neitt örðuvísi en blasti við í aðdraganda seinasta snjóflóðs.  Þetta svo sem vita menn og haga sér í samræmi við.

Náttúra Íslands til lands og sjávar er með öðrum orðum á köflum hættuleg og mestu háskaslóðir að vera í.  Á hana þarf að læra og vita að þurfi að umgangast með virðingu á hverjum tíma.  Hún er þarna og verður áfram kyrr þar sem hún er og hegðar sér með sama hætti og verið hefur og þekkt er.  Útilokað er að verjast henni að öllu leiti og við allar aðstæður.  Eina sem menn geta er að minnka áhættuna eins og gert var með byggingu allra þessara mikilvægu snjóflóðavarnargarða sem reistar hafa verið ofan við mörg byggðarlög undir snarbröttum fjallshlíðum.  Samt verða menn áfram að standa sitt varðberg sem hingað til og nota eigin visku og alla þekkingu í uppkomnum aðstæðum og meta það sem er að gerast sjálfir.  Aðra leið en þessa hafa þeir ekki og sú eina sem okkur er gefið sem fær sé. 

En Guði sé lof að ekkert manntjón varð þarna á Flateyri og á Suðureyri og eðlilegt að slíkt veki upp hjá margri manneskjunni slæmar minningar.  En það víst getur fylgt með.

 

 

 

 

14 janúar 2020

Kirkja.

Kirkjan gengur með lífi manna og kvenna.  Hún er til staðar af þeirri ástæðu að yfir henni ríkir afl sem alltaf hefur verið, er í dag og verður áfram og til eilífðarnóns.  Þetta er kirkjan.

Óteljandi frásögur eru til af ofsóknum gegn kirkju.  Ofsóknir þar merkir að á fólk sé ráðist en ekki ískaldan stein og fólk látið finna fyrir því að vera undir valdi kirkju.  Ekki skilja allir að kirkjan lýtur sínu lögmáli og þeir sem hana aðhyllast beygja sig undir og fara eftir.  Og vegna þess að svo er stakk búið skuldbindur kirkjan sig til að boða fagnaðarerindið um Jesús Krist krossfestan og upprisinn.  Einnig þessi skilningur er á reiki og eru ekki allir sem skilja að hægt sé að rísa upp frá dauðum og eru fullkomlega eðlileg viðbrögð.  Kirkja lítur öðru lögmáli en fallin heimur gerir.   Skilningur þar er og annar og miðar ekki við vilja lifandi Guðs sem hann viðurkennir ekki sem lifandi afl og fer því sínu fram og beyglar sköpunarverkið og býr til hugtök eins og „Skemmt Ósónlag, Súrt regn“- og það nýjasta, „Hamfarahlýnun.“

Enn og aftur sjáum við tilganginn með boðun fagnaðarerindisins og mikilvægi þess að það hætti ekki að heyrast.  Það rífur burtu veggi og sviptir burt hulu sem leggst yfir augu fólks og veldur því að ljóminn sem stafar frá kirkju nær ekki í gegn. 

Ábyrgð trúarinnar er gríðarleg er kemur að fagnaðarerindinu því málið snýst ekki um að bjarga heiminum frá glötun heldur fólkinu sem þar lifir, hrærist og dafnar og koma því til varanlegs lífs á himni.  Þetta er fagnaðarerindið sem má ekki þagna og mun heldur ekki þagna því aðilinn sem að baki stendur bara ER og mun sjálfur sjá til þess að fagnaðarerindið berist áfram um jörðina.  Grunnstoðin er kirkjan því frá henni er fólk sent út fyrir herbúðirnar til að segja öðru fólki fagnaðarerindið um Krist og verk hans.

Án trúar er ógerningur fyrir fólk að sjá þetta sömu augum og augu trúar fá gert.  Að svo skuli vera segir okkur eitt.  Um annan veruleika er að ræða en hann sem við fæddumst inn í og þroskuðumst og uxum í.  Það sem fagnaðarerindið talar um tilheyrir því sem trúin okkar sannfæri sitt fólk um að sé en verður hinum áfram jafn hulið og verið hefur vegna þess að hafa ekki en fengið í sig skilyrðin til að sjá, þreifa á og meta. 

Biblían talar um allskonar þessu tengt.  Hún leyfir okkur að rýna inn í hið hulda vegna þess að eftir að trúin er komin til mannsins eru aðstæður og komnar fyrir hann að meðtaka.  Það sem hann áður vildi ekkert um vita né því síður vera innanum að neinu leiti verður honum kært og með vextinum og ástunduninni í trúariðkun sinni það kærasta sem hann tekur sér fyrir hendur. 

Allt gjöf ofan frá sem engin með neinum hætti getur þakkað sér sjálfum.  Fyrir tilstuðlan kirkju er trúnni viðhaldið á jörðinni sem og trúað fólk vex í.   Einnig þar getur engin maður þakkað sér eitt né neitt.  Enda engum manni verkið að þakka að trú gangi enn með okkur heldur eilíflega lifandi Guði sem sér svo um að sé gert og etur mönnum og konum út í verkið.  Án hvatningar frá honum er næsta víst að engin boðun ætti sér stað á neinum stað í heiminum. 

Að lifa með Guði er raunveruleiki til jafns við það að lifa í heiminum sem við þó fæddumst inn í og þekkjum til jafns við hvern mann annan.  Munurinn er aðeins einn.  Maðurinn á nú til trú sem gefur honum leyfi og það fært að horfa á hinn veruleikan sem er varanlegur og hverfur ekki eins og allt sem hér er núna mun gera og engin geta spornað við.  Gerum sátt við Jesús Krist og hann mun taka við okkur inn í sitt hús.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

 

 

9 janúar 2020

Um áramótin síðustu var heimillt að flytja til landsins ferskt kjöt.  Síðast þegar vitað var hafði engin innflytjandi enn lagt inn beiðni í þessa veru til að svara heimildinni sem loksins er komin og að því er virðist landsmenn allir voru að bíða eftir.  Ýmislegt er samt í gangi og er áreiðanlega verið að kanna aðstæður þarna ytra hvað þennan innflutning varðar.

Líklegt er að menn telji að innflutningur fersks kjöts geri fólki kleyft að versla sér nautakjöt á lægra verði en hér hefur viðgengist þó svo þurfi alls ekki að vera.  Tollur verður vitaskuld lagður á þennan innflutning eins og gert er við allan annan innflutning sem hingað berst og því alls óvitað hvor innflutta ketið verði spönn ódýrara hinu sem fyrir sé.  Og af hverju?  Hefur ekki stefna stjórnvalda fram að þessu verið að vernda framleiðsluna sem fyrir sé i landinu?  Mér vitanlega hefur þeirri stefnu ekki verið hnekkt þó framundan sé valkostur fyrir mig og þig um að versla okkur Enskt, Þýskt eða Danskt nautakjöt, að dæmi sé tekið. 

Vissulega er komin lok, segjum það, í ákveðið baráttumál, ekki bara kaupmanna, líka að vissu leiti almennings til margra áratuga, um að heimila slíkan innflutning búvara en segir minna, ekkert reyndar, um það að verð verði mikið úr takt við það sem verið hefur.  Til að svo geti orðið þurfa yfirvöld fyrst að gefa út yfirlýsingu um að verndin sem verið hefur á sé ekki lengur fyrir hendi.  Sem ég að minnsta kosti tel að sé ekki á dagskrá íslenskra stjórnvalda í neinni náinni framtíð. 

Samt er rétt að gera þetta verk og styð ég það heilshugar.  Verkið er einnig hvatning til innlendra framleiðanda um að ganga svo frá hnútum sín megin að verð varnings frá þeim fari lækkandi frekar en hækkandi til neytenda.  Verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta mál þróast.  En rétt skref hefur verið stigið og ákveðnu hrópi svarað.

 

 

 

 

4 janúar 2020

Réttlæti!  Hver þráir ekki réttlæti í verki?  Slík manneskja er ekki finnanleg á jarðríki voru.  Réttlæti blundar með hverju og einu okkar því að réttlæti viljum við hafa kringum okkur og að það gangi með okkur.

Hvað svo með þetta réttlæti?  Er það virkt í samfélaginu og nýtur fólk réttlætis?  Eitt er víst að það gera ekki allir.  Einkum vegna þess að hugtakið réttlæti hefur eins og mörg önnur hugtök beyglast í meðförum fólks og er í dag loðið og þokukennt sem æ erfiðara er að átta sig á hvað sé.  Réttlætið í dag snýst mikið um sjálfið.  Menn benda á sig sjálfa sig og hrópa að þeir hafi verið óréttlæti beittir.  Einhverjar skuldir voru felldar niður hjá einum en ekki öðrum.  Mikið af svona tali er í gangi og allskonar öðru tali sem dregur hring utan um einstaklinginn. 

Réttlætið í heiminum er í dag fótum troðið af þeirri ástæðu að menn dragast æ lengra frá vilja Guðs.  Hann er réttlætið.  Hans Orð og vilji er réttlæti sem menn hiklaust geta tekið upp hver hjá sér og þá öðlast réttlæti.  Réttlæti Guðs gerir engum manni mein.  Dregur menn ekki í dilka og gerir bara suma hæfa.  Sjálfskipaðar „réttlætiseikur“ er falskt öryggi og fer vaxandi að ekki er nokkur leið lengur að átta sig hvað raunverulegt réttlæti sé.  Allt meira og minna einstaklingsbundið og tengt tilfinningum einstaklinga sem valsa um í þeim eins og þeim sjálfum lystir.  Á þessu er svo byggt er kemur að talinu um réttlæti.  Er ekki sannleikskorn sagt hér?  Tel það.

Allskonar er í gangi.  Ábyrgð öll er á undahaldi.  Æ færri vilja bera ábyrgð á verkum sínum og vali.  Hvað til að mynda með fóstureyðingarnar.  Eru þær ekki réttlættar til hægri og vinstri?  Til að barn komi undir þarf fyrst kynlíf karls og konu.  Allt fólk ræður sjálft hvort það stundi slíkt eða sleppi en er eitt af því sem er með beinum hætti otað að fólki.  Ábyrgð, kæri vinur.  Henni er áfátt og partur þess hve margt hefur farið aflaga.  Við sjáum að réttlætishugtakið er að mestu orðið einstaklingsbundið og miðar oftar en menn halda við það eitt.  Tilhneiging er til að réttlæta öll sín verk.  Við sjáum að margt er komið á haus í allskonar málum sem fyrr meir voru á hreinu en eru ekki í dag.  Allt vegna ístöðuleysis og sumpart sundrungar og fyrirmyndir hvergi að sjá.  Menn gaspra hver með öðrum.

Skoðum réttlæti eftir að menn átta sig hvað sé réttlæti.  Skoðum vakningu sem af hlýst:

„Opinberunarbókin. 15.  3-5.  Þeir sungu söng Móse, þjóns Guðs, og söng lambsins:  Mikil og dásamleg eru verk þín, Drottinn Guð, þú alvaldi, réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna.  Hver skyldi ekki óttast þig, Drottinn, og vegsama nafn þitt?  Því að þú einn ert heilagur, allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyrir þér því að réttlátir dómar þínir eru opinberir orðnir.“-

Lesið er um hóp fólks,vakningu, sem áttar sig á hvað sé réttlæti að það búi í lifandi Guði.  Það sér að verk Drottins eru til uppbyggingar og að trúin á Krist sé mannsins eina réttlæti.  Í þessum krafti og þessu ljósi fellur það fram fyrir réttlætinu sjálfu sem því opinberaðist að sé hinn upprisni og lifandi Jesús Kristur sem fyrirgefur syndir og afmáir skuldabréf vegna allra vorra syndugu verka.  Og eftir stendur nafnið eitt, hreint, kvitt og klárt.  Þetta er hið sanna réttlæti og til þess skulum við horfa og leitast eftir að fá og vera undir. 

Réttlætið sem eftir er leitað í heiminum er ekki svona heldur byggir á því hvað mér finnist um hvað sé réttlæti.  Sem er ekkert réttlæti heldur eigin þanki og hugsun um að vegið hafi verið að mér.  Slík afstaða er ekki sama og hreinn sannleikur.  En af þessu er heimurinn fullur.  Fyrirmyndir allar eru horfnar.  Eftir stendur kirkjan.  Við lásum um fólk sem komst að þessu. 

 

 

 

 

2 janúar 2020 (b)

Það sem hefur vaxið á liðnum árum eru öfl sem taka sér sjálfskipað vald til að koma upp um spillingu og þyrla upp moldviðri kringum spillinguna.  Gott og það allt saman að fletta ofan af því sem miður fór.  Miður farið segir hér.  Að hverra áliti?  Þjóðarinnar, segja menn.  Mér vitanlega hefur þjóðin aldrei verið spurð sjálf hvað henni finnist.  Margir hins vegar telja sig vera rödd allrar þjóðarinnar sem ég held að þeir séu nú samt ekki.  Máski hef ég rangt fyrir mér? 

Sjálfur tek ég ekki undir að Ísland sé eitt allsherjar spillingarbæli og tel þvert á móti að margt hér sé í hreint ágætis ásigkomulagi og skilin eins og gildir í flestum nágrannaríkja okkar.  En að hér ríki grasserandi spilling og tómur sóðaskapur.  Nei takk.  Að gera betur er annað mál.

Eitt af verkum Sovét- komanna á Leníns- og Stalínstímanum var að egna lýðinn upp á móti Kúlökkunum, Kúlakar voru efnaðir bændur í Sovét sem hagnast höfðu á búrekstri og voru sumir vel efnað fólk.  Fór svo að gert vara aðsúgur að þessu ágæta fólki og eignir þeirra hrifsaðar af þeim og færðar almúganum, að sagt var, hrein lygi auðvitað, og margir af þessum bændum, Kúlökkum, drepnir af aftökusveitum á vegum Sovésku stjórnarinnar. 

Á sama veg var farið með marga presta kirkjunnar og trúað fólk.  Kirkjur voru brenndar og þær af þeim sem sluppu breytt í vöruskemmur.  Prestar dregnir fram fyrir söfnuði sína eftir langvarandi pyntingar á þeim og þeir þar látnir segja söfnuðinum sem stóð andspænis þeim að hafa allan tímann í ræðustól logið til um Guð og Jesús Krist.  Fólkið felldi tár yfir orðum prestanna og varð hryggt í hjarta.  Einkum vegna yfirlýsingarinnar um að þeir hafi logið að sér úr predikunarstóli.  Sumir þessar presta sem þannig gáfu út sínar þvinguðu yfirlýsingar voru teknir af lífi og aðrir hnepptir í fangelsi.   Stór hópur fólks dó í Sovéskum fangabúðum.  Gúlagið var einn staðurinn sem fólkinu var smalað inn í eftir að hafa verið handtekið að næturþeli og troðið inn í lestarvagna, einnig að næturþeli, og flutt um langan veg til þessara alræmdu búða Gúlagsins. 

Gúlagið í Sovétríkjunum, við höfum heyrt nafnið, skaffaði vinnuveitendum vinuafl, að sagt var frjálst.  Sem ekki var.  Í skjóli nætur var fólkið rifið út af heimilum sínum og troðið inn í lestarvagna og, í skjóli nætur, flutt til Gúlagsins.  Voru þetta þá allt saman dæmdir glæpamenn.  Fæst af fólkinu var það og flest venjulegt fólk með venjulegar áætlanir og þarfir.  Allt tómar blekkingar og þvinganir yfirvalda til að koma að öðru kerfi en verið hafði.  Við vitum hvernig fór og að aldrei var nokkur glæsileiki né reisn yfir Sovéska ríkinu og spillingin sennilega hvergi meiri né verri en þar grasseraði í áratugi. 

Eitt og annað hefur vaxið fiskur um hrygg og ekki bara á Íslandi heldur í flestum öðrum ríkjum heims.  Og svo er komið að vegið er að æru og heiðri sitjandi ráðherra komi eitthvað upp og hann jafnvel beðin um að víkja sæti á meðan málið sé rannsakað vegna kunningsskapar við aðilann sem sætir rannsókn og fyrirtæki hans.  Má maður sem fæst til að gegna embætti ráðherra þá ekki eiga gamla vini áfram og má honum ekki láta sér þykja vænt um sína vini og bregðast við eins og vinir gera og slá á þráðinn komi eitthvað upp á til að athuga hvernig þeim líði og hressa við?  Er það bannað?  Stundum er svo að sjá.  En segir ekki að þá fyrst verði ljóst hver sé vinur í raun þegar eitthvað bjáti á hjá fólki.  Og sumir gera þessu meira.  Þeir kíkja við á skrifstofunni og drekka með viðkomandi kaffibolla.  Má þetta ekki heldur gegni menn æðstu stöðum samfélagsins?  Hvernig svörum við svona?

Væri kannski best að fólk sem gegni ráðaherrastöðu komi fram og gefi út yfirlýsingu um að hafa sagt skilið við alla sína gömlu vini og félaga þó vináttan hafi staðið í áratugi?  Er það þetta sem við viljum er ráðherra og æðstu menn landsins eiga í hlut?  Slæmt ef væri.